Hafnarborg

Page 1

GUÐNÝ Haf steinsdóttir sýnir verk úr postulíni og gleri í Sverrissal.

V

ERKIN sem Margrét sýnir eru olíumálverk og kveðst hún vera að reyna að ná fram heildstæðri mynd af einni af myndröðum sínum. Margrét vinnur verk sín út frá veruleika sínum og tilfinningum, hún telur sig ekki geta túlkað neitt nema tilfinningar og reynslu sem hún hafi upplifað. Hún segir að ekkert okkar upplifi eins, það sem hún skynji sé ekki það sama og við skynjum, því geti hún ekki sagt hvernig eigi að upplifa verk sín. Margrét telur að við getum ekki notað rökhugsun við upplifun, heldur verðum við að upplifa með hjartanu. Myndmál sé tungumál sem orð fá ekki tjáð, tungumál sem verður að nema eins og ritmál. Ritmál hafi margar skúffur, eins sé með myndmálið, segir í fréttatilkynningu. Margrét er fædd í Reykjavík og hefur verið starfandi listmálari um 25 ára skeið. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum hér á landi og erlendis. Gamlar f löskur i Sverrissal Sýning Guðnýjar Hafsteinsdóttur í Sverrissal, sem er hennar fyrsta einkasýning, hefur yfirskriftina Þá-nú. Guðný lauk kennaraprófi frá KHÍ 1981 og námi frá leirlistardeild MHÍ 1995. Hún

Morgunblaðið/Krístinn

MARGRÉT Jónsdóttir sýnir olfumálverk í aðalsal Haf narborgar.

OLIUVERK OG NYTJAHLUTIR HAFNARBORG Tvær einkasýninqar verða opnaoar í Hafnarborq. menninqar- og listastofnun H a L f i a r o a r , í d a q l U ö : I aoalsal sýnir Margrét Jónsdóttir listmálari olíumálverk og Guðný Haf steinsdóttir sýnir nytjahluti úr postulíni og gleri í Sverrissal. var einn vetur við nám í Danmörku 1990/1991. Einnig var hún gestanemandi við Listiðnaðarháskólann í Helsinki í þrjá mán-

uði 1993. Árið 1994 var hún í mánuð á alþjóðlegum leirlistarvinnustofum í Keskémet í Ungverjalandi. Guðný er meðlimur í

Leirlistafélaginu og SÍM, hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Hún er meðlimur í listhúsinu Meistari Jakob sem rekið er af eliefu listamönnum. Frá því Guðný lauk námi hefur hún unnið að ýmis konar verkefnum. Hún hefur m.a. unnið með gamlar fJöskur úr endurvinnslunni, mótað í þær tappa úr postulíni og sandblásið á þær mynstur. Form þeirra ræður miklu um það hvers konar fígúrur flfc þær verða. Guðný hefur gjarnan leitað fanga í bókum og verkum frá fyrri tíð. Hún hefur hannað minjagripi sem hún kallar lausnarsteina og hafa bæði sögulega og huglæga sldrskotun. Steinunum fylgir Ijóð sem er eins konar leiðarvísir um það hvernig eigi að nota þá. Sýning Guðnýjar í Hafnarborg er eins konar óður til fortíðarinnar. Hún hefur verið að skoða gömul mynstur og form frá fyrri tíð og færa í nýjan búning. Á sýningunni er hún með nytjahluti, aðallega úr postulíni og gleri. Við mynsturgerðina notar hún b æ ð i s * silkiþrykk og sandblástur. Sýningin er sett upp eins og um myndir sé að ræða þar sem Guðný vill benda á að nytjalist sé ekki síður myndræn en önnur myncuist. Sýningarnar eru opnar alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18 og lýkur þeim 31. maí næstkomandi.

FRASAGNIR AF VERND

Þ

ESSI ungi N orðmaður vakti mikla athygli fyrir átta árum fyrir skáldsögu sína um Titanic-slysið. Hún birtist fljótlega á íslensku, Sálmur að leiðarlokum. N ú var að birtast ný saga eftir hann, 550 bls., og þó aðeins I. bindi! Hún heitir Frásagnir aí vernd (Erik Fosnes Hansen: Beretninger om beskyttelse. I. Cappelen, Oslo 1998), og er reyndar fjórar meginfrásagnir. Rammi bókarinnar er að gamall maður liggur í líkkistu í kirkju og bíður útfarar sinnar með bros á vör, en síðasta frásagan, sú stysta, segir frá honum sem ungum verkfræðingi er bjargast með yfirnáttúrlegum hætti frá hrapi í námu. En fyrsta meginfrásögnin er af ungri frænku hans sem kom til hans aldraðs. Hún var úrræðalaus og í uppnámi, sem aldrei er skýrt. En hann var forríkur einbúi á gömlum herragarði og stundar býflugnabúskap með aðstoðarmanni sínum. Þessi frásögn gerist í nútímanum og segir fyrst og fremst frá því hvernig stúlkan lærir vísindalega ástundun af býflugnaræktinni, og uppgötvar fyrri tímaskeið í gömlu innbúi hallarinnar, og alls kyns dóti í geymslum, frá fortíð gamla mannsins sem vísindamanns. Og eftir dauða hans finnur hún mikið skjalasafn hans um furðulegar tilvUjanir víðsvegar í heiminum, og ekki síst um ótrúlega björgun. Þannig er lagður grundvöllur að eftirfarandi frásögnum. Skýringalaust er síðan stokkið öld aftur í tímann í næstu frásögn, sem gerist á sænskri eyju, þar sem aðeins búa sjö manns við vitavörslu. Þar er í sögumiðju stúlka á unglingsaldri. I fásinninu þarna fær hún söngkennslu hjá rosknum piparsveini, sérvitrum einfara, sem reyndar er sjálfur radd-

Erik Fosnes Hansen telst ekki qfkastamikill rithöf undur en bækur hans hafa sumar vakio heimsathygli, ekki síst sagg sem tekur mið af Titanicslysinu. ÖRN ÓLAFSSON segir um nýja bók höfundarins, Frásagnir afvernd, ao af rykf öllnum f orngripum rísi heill heimur, ^runginn líf i, lit og tilfinningum. Erik Fosnes Hansen

laus eftir slys. En síðan kemur forsaga hans sem efnilegs söngvara. Hér er nokkuð um að draugar geri vart við sig, til þess að sjórekin lík þeirra hljóti greftrun. Enn er stokkið, og nú fimm aldir aftur í tímann, til flórenskra útlaga í Róm. Hér er í sögumiðju ungur þjónn auðugs braskara sem þjáist af ólæknandi húðsjúkdómi. En hann fær kraftaverkalækningu, eins og margir aðrir, fyrir framan altarismynd í niðurníddri smákirkju. N ú leggur hann mikið kapp á að komast að því hvernig myndin varð til, enda þótt hún þyki tilkomulítil. Og eftir mikla fyrirhöfn tekst að fá blindan og örvasa öldung til að rifja upp tilurð myndarinnar, og þar með æsku sjálfs sín undir miðbik 15. aldar. Hér verður náttúrah og list endurreisnartímans lifandi í nákvæmum lýsingum hans á málaratækni þess tíma, þegar umskiptin verða frá því að blanda litefni í eggjarauður, yfir í olíumálverk. I þessu birtist meginaðferð bókarinnar; af rykföllnum forngripum rís heill heimur, þrunginn lífi, lit og tilfinningum. Allar þessar margbreytilegu myndir mannlífs á ýmsum

tímum og stöðum gera söguna þétta, samfellda. Og sá þéttleiki styrkist enn við þessar dularfullu tilviljanir, röklegt orsakasamhengi verður vart greint, alténd er það ekki einrátt, og þá ekki rökhugsun. Hér ríkir skynjun, hvort heldur sem birtist blómleg ítalía eða hrjóstrug Eystrasaltsey, sem við sjáum aðallega um vetur, í 20 stiga frosti. Þetta er síður en svo einhliða sælumynd, endalaus stríð setja svip sinn á ítalíu endurreisnartímans, með fjöldamorðum, pyntingum og eymd. En jafnframt birtist þar lífsgleði, unaður við list og ást. í öðrum þætti, sem gerist í Svíþjóð í lok 19. aldar, ber meira á öðru, geðþekkt hæfileikafólk leggur sig allt fram af kostgæfni, og nær langt, en bíður óvænt ósigur. En persónurnar verða lesendum þeim mun nákomnari, einnig í þessu birtist alhliða mynd af fólki, hvernig það bregst við velgengni og mótlæti. Enda þótt rökhugsun ríki hér ekki, þá er mikilvægur þáttur þessa skáldverks langir fræðilegir kaflar. í fyrsta þætti er það tvö hundruð ára gömul rannsókn á lífsháttum býflugna, í öðrum þætti ítarlegt yfirlit um

tækniþróun í vitagerð öldum saman, og í þriðja þætti nákvæm greinargerð fyrir tækni við litagerð og málun á 15. öld. Þessir fræðilegu útúrdúrar hægja á sögugangi, svo sagan verður þeim mun skynrænni, en þeir ^ skapa jafnframt tilfinningu fyrir dýpt, að ■ frásögur þessar eigi sér djúpar rætur í sögu mannkyns. Með öðrum orðum, þessi fræðilegu innskot þjóna skáldlegum tilgangi. Það ætti að koma fram í undanfarandi lýsingu, að með öllum þessum örlagaþáttum höfðar sagan til almennings á svipuðum forsendum og sjónvarpssyrpurnar endalausu um Fálkahæð, Leiðarljós, o.s.frv. En ólíkt þeim birtast hér margbrotnar persónur, og þetta er gott skáldverk, sem grípur skynjun lesenda, og er svo vandað að stíl að sagan heldur lesendum föstum. Svo löng sem hún er á ég von á því að fæstum lesendum þyki yr hún nógu löng. Aðferð höfundar er svipuð og í bókinni um Titanic, miklir útúrdúrar, saga einnar persónu kallar á forsögu annarrar. En í þessari nýju sögu er þetta margslungna efni fléttað saman af áreynslulausu öryggi.

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MAÍ1999

1 9


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.