Fjórar sýningar opnaðar í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni í dag
Kyrralíf og kaffibollar LISTMALARINN Margrét Jóns, opnar einkasýningu, sem ber heitið „Still Life", eða Kyrralíf, í Gerðarsafni í dag. Myndirn^ ar eru annars vegar stór olíumálverk og hins vegar smærri málverk gerð úr eggtempera. „Þessar myndir á sýningunni eru hluti af stærri myndaseríu með sama titli og öll verkin bera þetta sama heiti, eða „Still Life". É g vann smærri myndirnar í París en þær stærri hér heima," sagði Margrét. Á litlu myndunum er myndefnið kaffibolli og aðspurð hvort þetta séu áhrif frá setum á kaffihúsum Parísarborgar segir Margrét að
líta megi svo á. Innblástur í verk sín segist Margrét sækja djúpt í sálarkirnuna og erfitt sé að henda reiður á hvaðan hann komi nákvæmlega. Sýningin er önnur stóra sýning Margrétar á þessu ári, en hún sýndi málverk í Hafnarborg sl. vor sem voru hluti af annarri seríu, en Margrét vinnur í seríum. Margrét hefur verið starfandi myndlistarmaður í um 25 ár. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum, hér á landi og erlendis. Sýningin í Gerðarsafni hefst klukkan 15 í dag og stendur til 31. október.
Margrét Jónsdóttir málaði kaffibolla í París.
Lífrænn arkitektúr
Örn Ingi fann fjársjóð á ítalíu.
Morgunblaðið/Porkell
FEKK ITALSKT HÖFUÐHÖGG „ÉG get ekki snúið myndunum við. Þetta er algjört leyndarmál," segir myndlistarmaðurinn T* Orn Ingi við blaðamann í upphafí samtals þeirra í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, þar sem sýning á verkum Arnar hefst í dag klukkan 15. Örn Ingi segir að vinnustofa hans hafi verið harðlæst undanfarin þrjú ár og enginn hafi fengið að koma inn og sjá það sem hann hafi verið að vinna að. „Konan mín fékk ekki einu sinni að sjá verkin og eins og þú sérð vil ég ekki að neinn sjái þau fyrr en sýningin verður opnuð. Þetta er ný vinnuaðferð hjá mér og hún hefur orðið mér til góðs. Þetta byggist á sömu skynsemi og tilfinningu og þegar Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld og tók síðan einn ákvörðun um kristnitökuna á Islandi." Sýning Arnar Inga heíur það m.a. að leiðarljósi að túlka menningarlega fortíð og nútíð hinna ólíku landa ítalíu og. íslands og í mál^ verkum sínum staðsetur hann ítölsk verk í íslensku landslagi til að hugurinn leiti á þær slóðir, eins og listamaðurinn orðar það sjálfur. Sýningin er mjög umfangsmikil. Fjöldi málverka verður til sýnis auk ljósmynda, innsetninga, myndbandsverka og útskurðarverka og einnig verða nokkurs konar gjörningar framdir, svo eitthvað sé nefnt. Örn Ingi segir að hugmyndin að sýningunni hafi kviknað á ítalíu þegar hann var þar á ferðalagi fyrir nokkrum árum. Þar uppgötvaði hann mikilvægi ítalskra sköpunarverka fyrri alda og hreifst af því hvernig ævagömul ítölsk mannvirki hafa staðist tímans tönn. Hann segir að ítalía með sína fornu og heitu menningu, ^ listir og mannlíf, hafi gefið heiminum staðfest* ingu um að góð verk lifa um árþúsundir. „Þegar ég fór til ítalíu var eins og ég fengi lost eða öllu heldur þungt höfuðhögg. Sagan opnaðist fyrir mér og þessi ferð varð sannkallaður fjársjóður og algjörlega ógleymanleg. í beinu framhaldi varð hugmyndin að sýningunni til. Ég gekk með hana í maganum í fjögur
2 0
ár og hófst svo handa fyrir þremur árum. Konan mín sagði að sér þætti stórmerkilegt hvað ferðin hefði orðið mér notadrjúg." Oamla þvottavélin Gjörningar þeir sem minnst var á hér að framan felast m.a. í að Orn Ingi vill virkja gesti til þátttöku í sýningunni, m.a. með því að bjóða þeim að ræða við sig vítt og breitt um listir og menningarmál, auk þess sem hann ætlar að taka ljósmyndir af fólki og nota í sýninguna o.fl. „Ég verð hér í safninu á hverjum degi seinni sýningarvikuna. Fyrri vikuna nota ég hins vegar til að klippa og búa til kvikmynd sem ég ætla að taka hér á opnunardaginn, en myndina ætla ég að sýna og selja á sýningunni." Þátttaka almennings einskorðast þó ekki við samtöl við listamanninn heldur notar Örn gamla þvottavél í innsetningu sem kallar á þátttöku. „Þetta er gamla þvottavélin hennar mömmu sem ég hef gert upp og í hana getur fólk hent smápeningum og óskað sér. Ef það fær síðan ekki óskina uppfyllta innan 6 mánaða lofa ég endurgreiðslu!" Myndböndin sem Örn sýnir eru þjóðlífslýsingar. „Eg ætla t.d. að sýna myndir frá réttum og göngum í Svarfaðardal, svo er önnur mynd um mann sem lifir i ljóði." „Ég er" er fyrsta sýning Arnar Inga frá árinu 1992, en þá hélt hann sýningu í Hafnarborg og sló þá aðsóknarmet að eigin sögn. 4.000 gestir komu að sjá sýninguna. Örn hefur ekki sýnt í heimabæ sínum Akureyri í um tvo áratugi en segir að týndi sonurinn sé á leiðinni heim. „Ætli næsta sýning mín verði ekki á Akureyri." Örn Ingi hefur sett upp stóran pall fyrir framan stóra kringlótta gluggann í salnum og gefst leikfélögum, tónlistarfólki eða ljóðskáldum tækifæri til að kynna brot úr verkum sínum. Um er að ræða 10 mínútna kynningu eða svo.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 16. OKTÓBER 1999
LISTAMENNIRNIR og vinkonurnar Steina Vasulka skjálistamaður, Anita Hardy Kaslo arkitekt og Sissú Pálsdóttir myndlistarmaður og hönnuður, halda sameiginlega sýningu á neðri hæð Gerðarsafns sem ber heitið „Arþúsunda arkitektúr". Listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa búið samtímis í Santa Fe í Nýju-Mexíkó um skeið, en nú hafa leiðir skilist og undirbúningur sýningarinnar hefur farið fram á Netinu undanfarin ár. I salnum hefur Sissú byggt upp margskonar form sem hún raðar upp þannig að margbrotnir fletir myndast. Á fletina varpar Steina síðan myndbandsverkum sem hún tók upp hér á landi, á Grænlandi og á Nýja-Sjálandi. Steina segir að hún sé nú í fyrsta skipti að varpa myndum súiiim á flöt sem er ekki eggsléttur og fi'nn. „Þetta er alveg nýtt fyrir mér," segir Steina. Hún segir að á íslandi hafí hún tekið myndir af ísjaka í Skeiðará, í Nýja-Sjálandi dró hún til dæmis vélina eftir jörðinni til að ná áferð jarðarinnar og á Grænlandi, tdk hún myndir í rústum kirkjunnar í Hvalsey. Myndirnar frá öllum stöðunum vann hún síðan áfram í tölvu. Sissú segir að samstarf listamannanna þriggja og hugmyndavinna hafi byrjað fyrir 2 árum. Hún segir að þó að sýningarheitið vísi í arkitektúr sé ekki átt við arkitektúr í skilningnum hýbýlafræði. „Þetta er arkitektúr sem er hugsaður sem listrænt form og í raun er þetta heimspekileg nálgun á arkitektúrinn. Þetta fjallar um frumtilveru arkitektúrs, áferðarfræði og lífrænan arkitektúr en lífræna hliðin kemur sterkt fram í verkum Anitu." Anita sýnir Ijósmyndaröð sem tekin er í gegnum smásjá. Hún segir að efniviðurinn sé krabbameinsfrumur úr samtímanum og forsögulegt frjókornaduft en þetta efnisval er táknrænt fyrir þau tímamót sem í vændum eru, að hennar mati. „Það sem áður var fallegt verður eyðileggjandi í næstu svipan," segir Anita um efnið í myndunum. Anita segir að í síiiuni huga séu myndirnar þd landslagsmyndir, en landið og áhrif þess á byggð og menningu er eitt helsta áhugamál hennar.
Morgunblaðið/Sverrir
Ástfanginn Þjóðverji SÝNINGIN ,A Reason to Love", eða Ástæða til að elska, hefur verið sett upp í anddyri Gerðarsafns. Þar er á ferð þýskur ljósmyndari, Wilbert Weigend, en sýning hans er á vegum Goethe-Zentrum í Reykjavík. Sýningin samanstendur af stórum litskyggnum en í þeim fjallar listamaðurinn um það tímabil í lífi sínu þegar hann fór Weigend með kærustunni í sumarfrí og tók gamla kassamyndavél með. „Þetta eru ljosmyndir af mér og fyrrverandi kærustu minni. Um það leyti sem ég hóf síðustu önnina mína í ljósmyndanáminu varð ég ástfanginn og fór með kærustunni í ferðalag um sumarið og tók ljósmyndir af okkur saman. Eg hugsaði lítið um tæknileg atriði þegar ég tók myndirnar heldur smellti bara af. Ég notaði samt nokkrar tegundir af linsum og filmum og vann svo myndirnar áfram í framkölluninni," sagði Weigend. Það sem Weigend hrífst mest af í ljósmyndun, er að hans sögn, skilin á milli framtíðarinnar og þess andartaks þegar smellt er af. „I ljósmyndun hugsarðu nefnilega alltaf fram í tímann, maður leitar að góðu sjónarhorni og þarf að hugsa hvernig myndin mun koma út, áður en smellt er af. Þetta er bilið á milli raunveruleika og framtíðar." Weigend vonast til að geta sýnt annað verk á sýningunni, en það er svarthvítt myndband af kærustunni í London. „Astæða þess að við hættum saman á endanum er að hún fór til Lundúna í nám og við vorum mikið aðskilin. Myndbandið er eins konar framhald af Ijósmyndunum og sýnir myndir af henni í Lundúnum," segir Weigend sem ásamt myndlistinni starfar við auglýsingaljósmyndum og eyðir drjúgum tíma í að mynda BMW- og Audi-bíla meðal annars.
Vinkonurnar Steina Vasulka, Anita Hardy Kaslo og Sissú Pálsdóttir.