^frft-yXU SUMARKVÖLDIN á Álftanesinu eru stundum kyrr og björt og piltarnir á kóngsgarðinum voru mittisgrannir og sumir upplitsdjarfir, einkanlega þó einn . . . Metta María var ung og ör, þau felldu hugi saman og hún varð vanfær, áreiðanlega í stórri óþökk fógetahjónanna. Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. Freydfs er einnig höfundur myndlýsinga við síðari hluta greinar um Brasilfufarana, sem birtist í sfðustu Lesbók, en nafn hennar misritaðist þar. -
METTA HANSDÓTTIR í VÍK
L
ANDNÁMSJÖRÐ Ingólfs Arnarsonar, Reykjarvík eða styttra nafni Vík, komst í eigu konungs í áföngum í kringum 1600. Landsetar konungs á jörðinni á 17. öld og fyrri hluta þeirrar 18. voru flestir í betri bænda röð og sumir virðingarmenn, eins og ÞórIr Stephensen hefur nýlega rakið í allfróðlegri grein um ábúendur í Reykjavík. Stóð svo allt þar til árið 1752 að konungur gaf jörðina undir innréttingar Skúla Magnússonar og lagðist þá af nærfellt níu alda sveitabúskapur á jörðinni. Þegar Skúli tók við umráðum jarðarinnar, þar sem síðar átti eftir að rísa höfuðborg landsins, voru þar engin hús nema „lélegur torfbær og kirkja og hjáleigukot sjö eða átta". Svo hefur löngum verið talið að síðustu bændurnir í Vík væru Jón Oddsson Hjaltalín sýslumaður og hans elskulega danska kona Metta María Hansdóttir, en það mun þó reyndar ekki alls kostar nákvæmt. Tildrög þess að Skúli náði umráðum yfir jörðinni voru ófögur, því að Jón hafði þá misst bæði embætti og eigur. Hann gat því ekki staðið landfógeta skil á eftirgjaldi jarðarinnar og hlaut að standa upp af henni. Fógetinn sem í hlut átti var reyndar Skúli sjálfur, hafði tekið við embættinu 1749 og kom því til leiðar 1751 að reistur skyldi nýr fógetabústaður í Viðey. Hvar gat betra land undir allar þær stórframkvæmdir sem Skúli og lagsmenn hans höfðu fyrir stafni en einmitt Víkurlandið, sem blasti við sjónum Skúla þar sem hann reið um fjörurnar í Vesturey? Vorið 1752 skrifar Skúli forystumönnum innréttinganna og er ómyrkur í máli, vill að Jón Hjaltalín flytji tafarlaust frá Vfk með „hyski" sitt. í þætti Boga Benediktssonar um þau Víkurhjón í Sýslumannaæfum segir þetta um Mettu: „Metta María var dóttir Hans Jan Sörensens, er var fullmektugur hirðstjóra utanlands fyrst, og síðan borgmeistari á Jyllandi. Hún kom út með fógeta Luxdorph, sem gipti hana Jóni Hjaltalín og studdi að hans sýsluembætti." En reyndar er það þó fráleitt að Metta hafi með nokkru móti verið
EFTIR HALLDÓR ÁRMANN SIGURÐSSON
Metta, sem qift var síoasta ábúandanum á landnámsjörð Inaólfe Arnarsonor, hefur orðið mikil a e t t m ó ð i r ^ á meoal þjóðhöfðingja. En hún hafð? þær ivær „ávírðingar" sem löngum hafa valdio því ao íslenskir sagnaritarar verða áhugalitlir, hiroulausir og sljóir: Hún var útlendingur og hún var lcona. hér á vegum Luxdorf landfógeta og því er betur að Klemens Jónsson landritari leiðrétti þessa missögn i Sögu Reykjavfkur, sem fyrst kom út 1929 og var síðan endurútgefin 1944. Það var því heldur hrapallegt að Páll Eggert Ólason tók vitleysur Boga um Mettu Maríu og tildrögin að giftingu hennar nálega óbreyttar upp í þátt sinn um Jón Hjaltalín í íslenzkum æviskrám. Æviskrár Páls Eggerts eru „opinber" persónusaga íslendinga og því eiga villurnar í þeim greiða leið inn í önnur rit. í ofannefndri grein Þóris Stephensen um ábúendur í Reykjavík er missögn þeirra Boga og Páls Eggerts um Mettu endursögð og enn gengur hún aftur í grein Pjeturs Hafsteins Lárussonar í Lesbók Morgunblaðsins þann 15. nóvember síðastliðinn, sem náttúrlegt er, enda mun þennan slæðing miklu víðar að finna. í grein sinni dregur Pjetur dár að örlögum Jóns Hjaltalíns en um það verður þó ekki fengist hér. Metta Hansdóttir í Vík hefur orðið mikil ættmóðir, þar á meðal þjóðhöfðingja. En hún hafði þær tvær „ávirðingar" sem Iöngum hafa valdið því að íslenskir sagnaritarar verða áhugalitlir, hirðulausir og sljóir: Hún var útlendingur og hún var kona. Ein af langömmum mínum var Guðrún Jóhannesdóttir frá Narfastöðum í Melasveit. Langafi hennar var Jón Stefánsson bóndi á
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998
Hvalsnesi í Rosmhvalsneshreppi og síðar Ferstiklu í Hvalfirði, dóttursonur Mettu og Jóns í Vík. Þetta er átta ættliða haf svo að það er orðið nokkuð þunnt í mér blóðið úr þeim Víkurhjónum. Og rennur mér þó til skyldunnar. í fiölskylduliöi fógetans
Kristján Luxdorf var skipaður fógeti vorið 1727 og kom fyrst hingað til lands þá um sumarið. Metta var þá gift kona hér á landi og margra barna móðir og kom því fráleitt út með honum. Reyndar hefur varðveist útdráttur úr bréfi sem sannar að Metta hafði aðsetur á Bessastöðum vorið 1705, hjá Páli Beyer sem þá var umboðsmaður þeirra sem höfðu landstekjurnar á leigu, „landsforpaktaranna fullmektugur". Bréfið var skrifað 21. apríl 1705 „til Min Kjære datter Mette Hans Datter, at finde i Bessested i Island hos En Mand Povel Beyer", eftir því sem segir í uppskrift þess. Bréfritarinn var stjúpfaðir Mettu, Hans Olfsen eða Olufsen „Ridefoged" í Ringsbjærge nálægt K#ge á austurströnd Sjálands, nokkru fyrir sunnan Kaupmannahöfn. í útdrættinum kemur m.a. fram að móðir Mettu og systkini voru á lífi og enn fremur að Metta átti búfénað í vörslum stjúpföður síns: „Kiære Datter Maa ogsaa Vide at din Köe og dine faar er ved magt."
17
Klemens Jónsson dregur það mjög í efa að faðir Mettu hafi verið borgmeistari eða bæjarfógeti á Jótlandi en getur sér þess til að hann hafi verið „Ridefoged", þ.e.a.s. umsjónarmaður á einhverri stóreign, að líkindum í Ringsbjærge eins og stjúpi Mettu síðar. „Þá var það algengt," segir Klemens, „að menn sem fengu prestakall, eða embætti, unnu það til, að kvongast ekkjunni. . . . Þetta hygg jeg, að hafi einmitt átt sjer stað hjer." Þetta er skynsamlega ályktað en er þó ekki nema tilgáta. Sýslumannaæfir Boga Benediktssonar eru að vísu ung heimild og ótraust en þær eru þó eina beina heimildin um faðerni Mettu. Svo lengi sem frásögn Boga um það er ekki beinlínis afsönnuð verður því að taka hana fram yfir síðari tíma tilgátur, jafnvel þótt snjallar séu. Svo mikið er a.m.k. víst að margir afkomendur Mettu settust að á Jótlandi. Hans Olfsen lifði móður Mettu og kvæntist síðan annarri konu. Hann var því að líkindum nokkru yngri maður en foreldrar Mettu. Við getum hugsað okkur að hann hafi verið í þjónustu Hans Jan Sörensen borgarstjóra og síðan kvænst ekkju hans, bæði til fjár og nokkurs frama. Vensla- eða vildarmenn borgarstjórahjónanna kunna síðan að hafa útvegað þessum dygga þjóni stöðu sem talin var bæði á hans færi og við hæfi borgarstjóraekkjunnar, jafnvel þótt í öðrum landshluta væri. Það var næðingssamt á Alftanesinu á því Herrans sumri 1705 þótt komið væri langt fram í júní. Metta situr í kamesi sínu á Bessastöðum og brýtur upp innsiglið á bréfinu frá stjúpföður sínum. Hún man fátt frá æskustöðvum sínum á Jótlandi en flutningurinn til Ringsbjærge er henni ljóslifandi í huga. Hrossalyktin, forsælan af álminum, vagnskröltið á hellulagðri götunni og herragarðurinn fram undan . . . Þetta er að minnsta kosti ekki óhugsandi. Allt um það er engum vafa undirorpið að Metta kom hingað til lands á vegum Páls Beyers en ekki Kristjáns Luxdorfs og það þegar árið 1704 eða fremur 1703. Hún hefur þá verið kornung, varla nema sextán, sautján ára, líklega komið hingað sem stofustúlka,