Einkasýning MARGRÉTJÓNSDÓTTIR SÍMsalurinn 2019
Það sem ég hef upplifað í gegnum ferilinn er fyrirlitning til kvenna, myndlistar og listmenntunar, reynslu og lífsstarf fólks sem er orðið of gamalt fyrir æskudýrkunina og hlýtur því vanvirðingu frá samfélaginu. Jante lögmálið í fullu gildi eins og svo oft áður en sumir segja í háði að lögmálið komi í stað boðorðanna tíu á Íslandi. Boðorðin tíu í lauslegri þýðingu: 1. Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað. 2. Þú skalt ekki halda að þú sért eins mikil og við. 3. Þú skalt ekki halda að þú sért klárari en við. 4. Þú skalt ekki ímynda þér að þú sért betri en við. 5. Þú skalt ekki halda að þú vitir meira en við. 6. Þú skalt ekki halda að þú sért meira virði en við. 7. Þú skalt ekki halda að þú dugir til neins. 8. Þú skalt ekki hlæja að okkur. 9. Þú skalt ekki halda að nokkur kæri sig um þig. 10. Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur neit