lífrænt
Kolbrún Pálína
Mikilvægi hvíldarinnar Kolbrún Pálína Helgadóttir, markþjálfi, talskona muna.is, fjölmiðlakona og fagurkeri leggur mikið upp úr andlegu og líkamlegu heilbrigði. Hún hefur skrifað mikið um mikilvægi sjálfsástar og umhyggju að undanförnu og segir hvíld afar vanmetna hjá mörgum, því í hvíldinni skapist töfrarnir.
V
ið víkingarnir erum harðir í horn að taka og megum svo sannarlega eiga það að við erum duglegir. Svo duglegir að við gleymum stundum því sem skiptir ekki síður máli, hvíldinni. Það hefur lengi talist til afreka að mæta slappur til vinnu, vinna tvær vinnur eða misbjóða sér með ýmsum hætti þegar kemur að „dugnaði“. Þessi lenska er sem betur fer á undanhaldi og mikilvægi hvíldar, svefns og hleðslu komið betur í ljós. Í hvíldinni hleður þú bæði huga og líkama. Frumur líkamans endurnýja sig eftir erfiði, nýjar hugmyndir fæðast og geðið fær ákveðið „búst“. Vörumerkið MUNA stendur nefnilega ekki bara fyrir lífræna hollustu, heldur andlegt og líkamlegt heilbrigði og góðan lífsstíl sem eykur lífsgæði fólks. Einmitt það heillaði mig við MUNA og er óhætt að segja að heildarhugmyndin á bak við merkið henti mér og mínum lífsvenjum afar vel. Ég er meðvituð um heilsuna og kýs næringarríkan mat. En ég vil einnig að hann bragðist vel því það er stutt í nautnasegginn í mér. Ég tók því samstarfinu við MUNA fagnandi. Símalausir sunnudagar Hér áður fyrr voru sunnudagar heilagir hvíldardagar og eru það enn í dag sums staðar úti í heimi. Allar verslanir loka, fólk fer í lautarferðir, fjölskyldur koma saman, eyða lunganum úr deginum í að elda mat, spjalla saman, hlæja og gleyma áhyggjum lífsins. Það er kannski eitthvað sem er auðvelt að láta sig dreyma um, en erfiðara að framkvæma. Þó er það samt nauðsynlegt af og til.
8