krílin
Að byggja á góðum grunni Una Emilsdóttir fer hér yfir nokkur atriði sem gott er að temja sér við val á matvælum ungbarna.
Á
síðustu áratugum hefur skilningur okkar á mikilvægi næringar fyrir nýbura og börn aukist verulega. Þetta á til dæmis við um aukna þekkingu á æskilegri samsetningu næringarefna, mikilvægi góðgerla, hvenær hæfilegt sé að kynna meltingarkerfi ungbarna fyrir hugsanlegum ofnæmisvökum og fleira. Í takt við þá vaxandi þekkingu hafa framleiðendur matvæla, sem ætluð eru fyrir ungbörn, gert mikilfenglegar betrumbætur á framleiðslu sinni síðan fyrsta tilbúna varan kom á markað um 1865 . Samsetning matvælanna þarf þar að auki að uppfylla strangar kröfur reglugerðar Evrópusambandsins, til að tryggja að ungbörn fái sem flest nauðsynleg næringarefni, svo sem vítamín, steinefni, prótein, kolvetni og fitu - og það í réttum hlutföllum. En hvers vegna er slíkur metnaður lagður í matvæli fyrir ungbörn? Jú, það er vegna þess, að rannsóknir hafa sýnt fram á að næring
116
fyrstu mánuði og ár í lífi barna (fyrir utan næringu móður á meðgöngu) sé afgerandi fyrir framtíðarheilsu þeirra, og það sem meira er - einn þriggja mest afgerandi þátta fyrir heilastarfsemi þeirra. Það er nefnilega þannig, að þó svo að vitrænir, félagslegir og tilfinningalegir hlutar heilans haldi áfram að þróast alla ævi, þá er þroskaferli og vöxtur hans mismikill eftir tímabilum. Rannsóknir sýna fram á að mikill hluti af endanlegri uppbyggingu og getu heilans mótist fyrir 3ja ára aldur. Þetta eru stór tíðindi. Það að fyrstu árin séu skilgreind sem sérstaklega viðkvæmt tímabil er dýrmæt þekking sem hefur haft áhrif á stefnumótun stjórnvalda varðandi heilbrigði barna víða um heim. Röskun af einhverju tagi í þróun heilans er alvarlegt vandamál þar sem hún getur haft langtímaafleiðingar með tilliti til menntunar, atvinnumöguleika og geðheilsu á fullorðinsárum. Þá er helst tvennt sem þarf að gæta að. Matvælin þurfa