1
PIERRE SANDRIN
(1490–1561) 01. quant j'ay congneu en ma pensée
puis que vivre en servitude
THOMAS MORLEY
4:57
ATLI HEIMIR SVEINSSON (1938–2019)
four fragments on a poem by stefán hörður grímsson (2000) 02. I. fragment of a melody 2:56 03. II. winged seed 2:25 04. III. the moths flutter 3:18 05. IV. veil of worlds 2:43
(1557–1602) 11. sleep slum'bring eyes 5:06
JOHN ANTHONY SPEIGHT
(1945) 12. what this night is long, on a medieval english poem (2000)
ALEXANDER SCOTT
(ca. 1520–1582/3) 13. depairte, depairte, from the bannatyne manuscript (ca. 1545)
JUAN DEL ENZINA (1468–1529) JACOBUS DE MILARTE
CONTRASTI ENSEMBLE
(ca.1500?) 07. vamos, vamos a cenar 1:25
SVEINN LÚÐVÍK BJÖRNSSON (1962)
þrot? (loss?) (1999)
08. I. a little boy 1:33 09. II. in the morning 1:28 10. III. in a rowboat 1:52
3:43
CLÉMENT JANEQUIN (1485–1558)
14. il estoit une fillette
06. una sañosa porfía 4:50
16:01
1:45
total playing time: 56:22
Camilla Söderberg recorders Marta Guðrún Halldórsdóttir soprano Hildigunnur Halldórsdóttir violin, viola da gamba, voice Ólöf Sesselja Óskarsdóttir viola da gamba, violoncello Snorri Örn Snorrason lute, guitar Steef van Oosterhoud percussion
2
ENG
The name of the musical ensemble Contrasti, founded in 2000, alludes to the two main emphases in the group’s repertoire: works from the Renaissance and those of contemporary composers. Contrasti’s chief aim was to perform rarely heard works. The group also encouraged Icelandic composers to write for them, and this album includes three of the five pieces composed for Contrasti during its lifetime, from 2000 to 2004. Now what was the reason that this ensemble decided to play music from such different and far-apart periods as the Renaissance on the one hand and contemporary on the other? Are these periods so different? The Renaissance followed the Middle Ages and was for musicians an era of discovery, innovation and exploration ― the name means ‘rebirth’. Music was increasingly freed from medieval constraints, and more variety was permitted in range, rhythm, harmony, form and notation. It covers the music from 1400 to 1600, which was at the time ‘contemporary’ and must often have sounded rather modern or strange to the listeners of that period. Then we have the music of the 20th and 21st centuries which is also full of innovation, exploration and experimentation, for example in rhythm, harmony, form, notation and new sounds. To connect these periods, which have both revolutionised accepted habits in music, and play them together in concerts, was for the members of the ensemble an exciting task. It could open up new experiences and interest for audiences listening to either Renaissance or contemporary music and the reactions after the concerts proved that! Atli Heimir Sveinsson was present at the recording sessions of his work. There were some poignant moments for the performers when they heard the late composer’s voice in the unedited recordings, giving the musicians his always positive and helpful advice — and he is sadly missed now, as the album is finally ready for release. Now that the work on this album is finished, it can be released to commemorate a group that played an important part in Icelandic musical culture. Snorri Örn Snorrason
3
When surveying the sweep of Western music history, it would be easy to assume that consecutive eras have the most in common with one another; divisions between them are imperceptible at the time (and applied somewhat arbitrarily in retrospect) as attributes evolve into one another or are reacted against. But from the vantage point of the 21st century, one can perceive parallels between eras that are remote in years but which nevertheless possess complementary characteristics. The Renaissance and the modern age are two such epochs: in both, pitch is not necessarily fixed within ‘equal temperament’, tonality and key relationships are fluid, textures are varied and sometimes intricately layered, and emotional expression is often direct and to the point, uninhibited by the more florid or coy manners of Baroque, Classical or Romantic periods. This album draws together Renaissance works and those of the 20th and 21st centuries, finding frissons in the similarities and contrasts between quite distant times. Some of today’s celebrities are identifiable by just one name rather than by their full names, but this is not a purely contemporary phenomenon – the same was true of Renaissance composer Sandrin (c. 1490– after 1560). His real name was Pierre Regnault, but he took his soubriquet from a late 15th-century farce, Le savetier qui ne répond que chansons, during which a cobbler called Sandrin answers every question by singing a chanson. There are gaps in his biography, but we know that Sandrin worked as both singer and composer and was listed as a respected ‘composeur’ at the court of François I, later becoming a ‘chantre ordinaire et chanoine de la Chapelle du roi’ after François’ death, before heading for Italy where he became maestro di cappella at the court of Ippolito d’Este, Cardinal of Ferrara, as well as France’s representative at the Vatican. Despite singing in sacred settings, none of Sandrin’s surviving music is religious, but consists of some 50 chansons and a madrigal, all originally for four voices but often heard for solo voice with accompaniment. They are in the Parisian chanson style with some Italianate touches, as exemplified by the expressive vocal ornamentation of Quant j’ay congneu en ma pensée and lovelorn sincerity of Puis que vivre en servitude. Atli Heimir Sveinsson (1938–2019) studied and taught at the Reykjavík College of Music, among other institutions, and in the 1970s established two major events in Reykjavík: the Festival of the International Society for Contemporary Music and Nordic Music Days. These represented a turning point in Icelandic musical life, forging new links with other countries. He won the Nordic Council Music Prize in 1976, and in 1980 established the Myrkir músíkdagar festival, held in the dark months and providing a platform for Icelandic composers. Sveinsson composed several hundred works in virtually every style imaginable, from tonal pieces for children to minimalism to provocative serial music. His output includes concertos, 4
symphonic works, songs, chamber music, solo pieces, theatre music and songs; from this last group we hear Four Fragments on a Poem by Stefán Hörður Grímsson (2000). Grímsson (1919–2002) was one of the ‘Atom poets’, a group of Icelandic modernist poets, and Sveinsson responds to his texts with characteristic sensitivity and subtlety. Like Sandrin, Spanish writer and composer Juan del Enzina (1468–1529) chose the name by which he was known. He was born Juan de Fermoselle, but encina (the modern spelling of enzina) is another name for the holm or holly oak, a Castilian tree synonymous with the ibex mentioned in Virgil’s bucolic poetry – which influenced Enzina considerably. It may also simply have been his mother’s maiden name. He was a chorister at Salamanca Cathedral, studied law, and was employed at the ducal palace in Alba de Tormes, for which he wrote plays and music. By 1500 he was working in Rome. Enzina must have been a persuasive character as in both Spain and Italy he secured ecclesiastical positions despite not being ordained (and in both cases had to be stripped of the post). He was at last ordained in 1519 and travelled to the Holy Land to sing Mass in Jerusalem, afterwards appointed to a position at León Cathedral. Most of Enzina’s music was written in his mid-30s, including over 60 songs – usually to his own poetry – many of which were collected in his Cancionero of 1496. He emphasised a text’s meaning by accentuating the natural rhythm of the words, creating a spontaneous, improvisatory quality. The villancico is a characteristic lyric form favoured in the Iberian Peninsula and Latin America; several of Enzina’s villancicos, including the dramatic, martial Una sañosa porfía, are based on the ancient folía tune (this piece is subtitled ‘romance on the folía’), and may represent some of the earliest examples of its use. Una sañosa porfía is one of 63 of Enzina’s pieces found in the rich collection of Renaissance Spanish music known as the Cancionero de Palacio, the contents of which span the mid-1470s to the early 16th century. The manuscript also includes six pieces by Jacobus de Milarte (c.1500?), about whom very little is known; among these is the lively, concise Vamos, vamos a cenar. Sveinn Lúðvík Björnsson (b. 1962) studied at Reykjavík’s TSDK Music School and at the Reykjavík College of Music before attending the Royal Danish Academy of Music in Copenhagen. After returning to Iceland he studied composition at the Reykjavík College of Music for a further four years; his main teacher
5
there was Atli Heimir Sveinsson. He also attended summer courses in Poland with Witold Lutosławski. The haunting three-movement work Þrot? or Loss? (1999) starts with ‘A Little Boy’, of which Björnsson writes: “I am a little boy. I stand watching two farmers digging for the foundation of a sheep barn. Their innate calm has a hypnotic effect on me. They both hum to themselves as they work. Nature’s perfect soulmates.” Next comes ‘In the Morning’, beautifully evoked by the composer both in words and music: “On a stone in the morning. Nearby, a plover picks its way through the grass; a tern flies above my head. An intimation of nature’s perfect harmony – all is as it should be.” Finally we are ‘In a Rowboat’: “In a rowboat on the glassy evening sea. I watch the oarsman’s big hands as we glide along the shore. ‘We shouldn’t frighten the poor things,’ he says, looking lovingly at the seabirds rocking softly on the bluegreen surface of the sea.” Thomas Morley (1557–1602) was one of the most important members of the English Madrigal School, and his Shakespeare songs are among the only surviving contemporaneous settings, the others being by Robert Johnson. Born in Norwich and probably chorister at the cathedral there, Morley went on to perform several roles at St Paul’s Cathedral in London as singer, composer and organist. In 1599 Morley wrote of London that “the ancient custome is of this most honourable and renowned Cittie hath beene ever, to retaine and maintaine excellent and expert Musicians”. He also became involved in printing music; in 1601 he edited and published The Triumphs of Oriana, a collection of English madrigals by numerous composers. It seems likely that Morley was taught by William Byrd, whose style influenced his sacred music, but his madrigals are light and Italianate and his lute songs, or ayres, are among the finest examples of the age. The original score of Sleep, slumb’ring eyes, published in Morley’s First Book of Ayres in 1600, has been lost, but a hand-written copy was found in a manuscript at Christ Church, Oxford. The text is anonymous but may have been inspired by Psalm 132 or passages in Proverbs on a similar theme; Morley treats the words with music of tenderness and poignancy. English born composer John Anthony Speight (b. 1945) studied at the Guildhall School of Music and Drama in London, where he met his wife, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir; he also had private lessons with Sir Richard Rodney Bennett. Speight and his wife moved to Iceland in 1972 and were soon immersed in Icelandic musical life; Speight has held numerous influential positions there. Of What this night is long,
Speight writes: “In the year 2000 I was asked by the group Contrasti to write a piece for them. This was very interesting as the group was not fixed to a standard ensemble but gave the possibility of choosing which instruments I would use. The group is mainly led by a recorder player and a guitarist. Finally, I chose to write for these two instruments plus violin, violoncello and vibraphone. I thought that the inclusion of recorders and guitar gave the piece a rather ‘ancient’ colour and it so happened that, at that time, I had just read some medieval poetry which I thought would be very suitable; by including a singer the group was complete. The piece developed so that the singer, recorders and guitar became one group and the violin, violoncello and vibraphone formed another group which played the interludes between the songs, that is, until the final song in which the whole group takes part.” The lockdowns experienced during the current pandemic are not a new way of staving off illness: in Renaissance Scotland, “in tyme of pest”, George Bannatyne avoided the plague by closeting himself away and compiling the Bannatyne Manuscript, a collection of some 400 Scottish works of literature. Depairte, depairte by Alexander Scott (c. 1520–1582/3) is included in the anthology; Scott knew Bannatyne and was a singer at St Giles’ Cathedral in Edinburgh. For this piece he set his own words to an anonymous tune, sometimes subtitled ‘the Lady Marie’s galliard’: the text concerns a painful parting between lovers, speculated to have been Lord Robert Erskine and Mary of Guise (wife of James V of Scotland and mother of Mary, Queen of Scots), a rumour that fuelled Protestant criticisms of Catholic leaders. Like Sandrin and Enzina, Clément Janequin (1485–1558) combined ecclesiastical positions with composition. Indeed, his world overlapped with that of Sandrin: Janequin was also a prolific writer of chansons (composing over 250), wrote Chantons, sonnons, trompettes to celebrate François I’s entry into Bordeaux in 1530, and in the 1550s became the first composer since Sandrin to earn the title of compositeur ordinaire du roi. The chanson Il estoit une fillette was first published in 1540; Janequin sets this erotic, suggestive text to music of irresistible energy – and the result is remarkably modern. Joanna Wyld
Text by Joanna Wyld / Odradek Records, LLC is licensed under a Creative Commons Attribution-NoDerivatives 4.0 International License. Permissions beyond the scope of this license may be available at www.odradek-records.com.
7
The ensemble Contrasti was founded in 2000 at the initiative of recorder player Camilla Söderberg. Other members of the group were the sisters Marta and Hildigunnur Halldórsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Steef van Oosterhoud and Snorri Örn Snorrason. The name Contrasti alludes to the two main emphases in the group’s repertoire, which consisted mainly of works from the Renaissance period and those of contemporary composers. The unusual instrumentation the group employed was possible because all of the musicians had experience of performing works from both periods. In 1981 Camilla Söderberg and Snorri Örn Snorrason, with Ólöf Sesselja Óskarsdóttir and cembalist Helga Ingólfsdóttir, had founded the ensemble Musica Antiqua, which specialised in the performance of Baroque and Renaissance music and gave three to four concerts a year. All of the musicians who joined Contrasti, and many other well-known Icelandic and international artists, took part in the Musica Antiqua concert series. All of the pieces on this disc were also played at the group’s concerts between 2000 and 2004, and dancer Auður Bjarnadóttir took part in a performance of the work by John Speight at Salurinn Concert Hall in Kópavogur in 2001.
Camilla Söderberg was born in Stockholm and grew up in Vienna. She received her education in recorder performance at the Hochschule für Musik in Vienna and at the Schola Cantorum Basiliensis in Switzerland. Camilla lived in Iceland 1980–2003 and since then in Malmö, Sweden. She appeared as a recitalist in concerts and festivals in Scandinavia and in central and southern Europe, as well on radio and television. Camilla studied electroacoustic music in 1971–73 in Vienna and later in 2003–05 in Malmö. Her interest in both early and contemporary music resulted in the foundation of the Contrasti ensemble. She has released several albums, including one featuring her own electroacoustic compositions. Violinist Hildigunnur Halldórsdóttir received a Master of Music degree from the Eastman School of Music in Rochester, New York in 1992. She is a member of the Iceland Symphony Orchestra. Hildigunnur has performed and recorded intensively with the chamber ensembles Caput and Camerarctica. She has appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, Reykjavík Chamber Orchestra and Skálholt Bach Consort. Hildigunnur has participated in various music festivals both in Iceland and abroad, including the Reykjavík Arts Festival, Dark Music Days, and Skálholt Summer Concerts. With her colleagues in Camerarctica, Hildigunnur founded the annual holiday event “Mozart by the Candlelight” in churches around Reykjavík. The ensemble has also performed the complete string quartets of Bartók and Shostakovich at the Reykjavík Chamber Music Society. Hildigunnur is a founding director of the popular concert series “15:15” in Breiðholtskirkja. Marta Guðrún Halldórsdóttir completed her soloist’s examination at Reykjavík College of Music and continued her formal education at Munich Academy of Music, Germany. She has performed at numerous art festivals, both in Iceland and abroad, including Skálholt Summer Concerts, Reykjavík Arts Festival and the Spring Festival in Budapest. She has also appeared at the European Culture City 2000 festivals in Reykjavík, Prague and Bologna. While Marta is among Iceland’s most accomplished interpreters of modern music and has premiered a host of new compositions, she has concentrated on the performance of Baroque and Renaissance music as well. She has sung leading roles in operas and musicals, both at the National Theatre of Iceland and at the Icelandic Opera. Marta Guðrún Halldórsdóttir has made numerous recordings and performed with the leading choirs and orchestras of Iceland such as the Motet choir and Schola Cantorum as well as with the Reykjavík Chamber Orchestra and the Caput Ensemble, The Nordic Affect and Camerata Öresund. She has performed extensively with her husband, the pianist Örn Magnússon. Together with their two children, Örn and Marta founded the family band Spilmenn Rikinis, performing Icelandic folk-music and music from old Icelandic manuscripts. They have released two albums. Marta Guðrún has conducted and trained some of Iceland’s most prominent choirs such as the chamber choir Hljómeyki from 2011–2018.
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir pursued her cello studies at the Norwegian Academy of Music in Oslo with Aage Kvalbein and had masterclasses there with Frans Helmerson and William Pleeth. Ólöf held a position in the Iceland Symphony Orchestra for decades while also playing the viola da gamba following guidance from Laurence Dreyfus in Norway and Iceland, Wieland Kuijken in Austria and Jordi Savall in a masterclass in Switzerland. Besides being active in the music scene in Reykjavík on the cello, Ólöf also played the viola da gamba with groups in Iceland that perform Renaissance and Baroque music on original instruments, such as Musica Antiqua, The Baroque Group, Skálholt Bach Ensemble and Contrasti and recorded six albums with these ensembles. With the Musica Antiqua group Ólöf toured the Nordic countries and Austria playing Baroque music. Snorri Örn Snorrason was born in Reykjavík, Iceland. After music studies in his home town he spent the next eight years in Austria and Switzerland studying the classical guitar, first at the Hoschschule für Musik in Vienna and thereafter at the Basel conservatory. He took private lute lessons with Hopkinson Smith in Basel. After moving back to Iceland in 1980 he worked as a guitar teacher at the FÍH Music School and at the Reykjavík College of Music. As well as taking part in many concerts with groups in Iceland and abroad he recorded for radio and television, but also worked in theatres, in the Icelandic Opera and with the Iceland Symphony Orchestra. He is one of the founders of the Musica Antiqua and Contrasti ensembles. Snorri has lived in Sweden since 2015. Steef van Oosterhout graduated from the Sweelinck Conservatory in Amsterdam in 1987. He worked as a freelance musician in the Netherlands playing with most of the symphony orchestras there, amongst them the Royal Concertgebouw Orchestra. In 1991 he joined the Iceland Symphony Orchestra and has been their principal percussionist ever since. He has also performed as a soloist with them. Steef has been active in chamber music in Iceland, and is a member of Contrasti, the Benda percussion group, Caput (contemporary music), and started the Duo Stemma in 2002 with his wife, viola player Herdís Anna Jónsdóttir. They specialise in programmes for children as well as Icelandic folk music, and perform regularly in schools in Iceland and abroad.
11
ISL
Nafn tónlistarhópsins Contrasti, sem var stofnaður árið 2000, vísar til tveggja megináherslna í efnisskrám hópsins: verk frá endurreisnartímanum og verk samtímatónskálda. Aðalmarkmið Contrasti var að flytja sjaldheyrð verk. Hópurinn hvatti einnig íslensk tónskáld til að skrifa fyrir sig, og á þessum diski heyrast þrjú af fimm verkum sem samin voru fyrir Contrasti á árunum 2000 til 2004. Hver var nú ástæðan fyrir því að þessi hópur ákvað að flytja tónlist frá svo ólíkum og fjarlægum tímum eins og endurreisnartímanum annars vegar og samtímanum hins vegar? Eru þessi tímabil svona ólík? Endurreisnartíminn fylgdi í kjölfar miðalda og var fyrir tónlistarmenn tímabil uppgötvunar, nýsköpunar og könnunar — nafnið þýðir „endurfæðing“. Tónlist varð smám saman miklu frjálsari og meiri fjölbreytni var leyfð í hrynjandi, samhljómi, formi og nótnaskrift. Endurreisnartíminn nær yfir tímabilið 1400 til 1600, var „samtímatónlist“ síns tíma og hlýtur oft að hafa hljómað framandi eða undarlega í eyrum hlustenda þess tíma. Svo höfum við tónlist 20. og 21. aldar sem er líka full af nýsköpun, könnunum og tilraunum, til dæmis í hrynjandi, samhljómi, formi, nótnaskrift og nýjum hljómum. Að tengja þessi tímabil, sem bæði hafa gjörbylt viðteknum venjum í tónlist, og flytja saman á tónleikum, var spennandi verkefni fyrir félaga sveitarinnar. Það gæti verið ný upplifun og vakið áhuga þeirra sem annað hvort hlustuðu á endurreisnatónlist eða samtímatónlist og viðbrögðin eftir tónleikana sönnuðu það! Vert er að geta þess að Atli Heimir var viðstaddur upptökur á sínu verki. Við hlustun og vinnslu á upptökunum hefur verið gaman að heyra rödd Atla háa og snjalla gefandi jákvæðar ráðleggingar, og er hans nú sárt saknað þegar loksins verður af útgáfu. Nú eftir klippivinnu, textagerð o.m.fl. kemur þessi diskur loks út sem einskonar minning um þennan hóp sem var hluti af íslenskri tónlistarmenningu á sínum tíma. Snorri Örn Snorrason
12
Þegar vestræn tónlistarsaga er skoðuð mætti ætla að hvert tímabil eigi mest sameiginlegt með nálægustu tímabilum, enda skarast þau og skilin óljós (gjarnan ákveðin af geðþótta eftir á). En frá sjónarhóli 21. aldarinnar má skynja hliðstæður á milli fjarlægra tímabila sem búa þó yfir sameiginlegum séreinkennum. Endurreisnartíminn og nútíminn eru tvö slík tímabil: á báðum er tónhæð ekki endilega bundin í „jafnri stillingu“, tóntegund sem og skyldleiki tóntegunda er á reiki, áferðin er fjölbreytt og stundum lagskipt á flókinn hátt. Einnig er tjáning tilfinninga oft bein og markviss, óhindruð af skreytingum og stirfnum siðvenjum barokks, eða klassíska og rómantíska tímans. Á þessum diski eru sett saman verk frá endurreisnartímanum ásamt verkum frá 20. og 21. öld, og finna má sláandi líkindi en einnig andstæður á milli þessara fjarlægu tímabila. Sumt af fræga fólki samtímans er aðeins auðkennt með einu nafni frekar en fullu nafni, en þetta er ekki eingöngu samtímafyrirbæri — það sama á við um Sandrin, endurreisnartónskáldið (um 1490–eftir 1560). Hann hét réttu nafni Pierre Regnault, en hann tók listamannsnafn sitt úr farsa frá ofanverðri 15. öld, Skósmiðurinn sem svaraði aðeins með söngvum, þar sem skósmiður að nafni Sandrin svarar hverri spurningu með því að syngja lag. Eyður eru í ævisögu hans, en vitað er að Sandrin starfaði bæði sem söngvari og tónskáld og var skráður sem virt tónskáld við hirð Frans I. Frakkakonungs. Síðar varð hann kantór með kanóntign í konungskapellunni eftir dauða Frans I. — þar til hann hélt til Ítalíu þar sem hann varð kórstjóri við hirð Ippolito d’Este, kardínála í Ferrara, og að auki fulltrúi Frakklands í Vatíkaninu. Þrátt fyrir að hafa sungið í trúarlegum athöfnum fyrirfinnst engin trúarleg tónlist meðal varðveittra verka Sandrinis, sem telja 50 sönglög og madrígal, allt útsett fyrir fjórar raddir en gjarnan flutt sem einsöngur með undirleik. Lögin eru í söngstíl Parísar með nokkuð ítölskum blæ, eins og best sést af svipmiklu raddflúri í Ástareldur okkar beggja (Quant j’ay congneu en ma pensée) og ástsjúkri einlægni í Vertu mín (Puis que vivre en servitude). Atli Heimir Sveinsson (1938–2019) stundaði nám og kennslu meðal annars við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk lokaprófi í tónsmíðum og tónfræði frá Staatliche Hochschule für Musik í Köln 1963, nam raftónlist við Raftónverið í Bilthoven í Hollandi 1964 og sótti Kölner Kurse für neue Musik 1965. Á áttunda áratugnum kom hann á fót tveim stórviðburðum í Reykjavík, Hátíð Alþjóðasamtaka um samtímatónlist (ISCM) og Norrænum músíkdögum. Þetta markaði þáttaskil í íslensku tónlistarlífi sem myndaði ný tengsl við önnur lönd. Hann hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976 og stofnaði árið 1980 tónlistarhátíðina Myrka músíkdaga, sem haldin er í skammdeginu og er vettvangur fyrir íslensk tónskáld. Atli Heimir samdi nokkur hundruð verk í nánast öllum stílum sem hugsast getur, allt frá tónverkum fyrir börn til naumhyggju og ögrandi raðtónlistar. hann samdi konserta, sinfónísk verk, söngva,
13
kammertónlist, einleiksverk, leikhústónlist og sönglög; úr þessum síðasta hópi heyrum við Fjögur brot um ljóð Stefáns Harðar Grímssonar (2000). Stefán Hörður (1919–2002) var eitt atómskáldanna, hóps íslenskra módernískra skálda og fer Atli næmnum og lipurum höndum um ljóð hans í þessu verki. Eins og Sandrin valdi spænski rithöfundurinn og tónskáldið Juan del Enzina (1468–1529) nafnið sem hann varð þekktur undir. Hann var fæddur sem Juan de Fermoselle, en encina (nútíma stafsetning enzina) er annað nafn á kastílískum trjágróðri, og samheiti við steingeitina sem nefnd er í skáldskap Virgils — sem hafði töluverð áhrif á Enzina. Nafnið gæti líka einfaldlega hafa verið skírnarnafn móður hans. Hann var kórstjóri í Salamanca dómkirkjunni, lærði lögfræði og var ráðinn í hertogahöllina í Alba de Tormes, sem hann skrifaði leikrit og tónlist fyrir. Um 1500 var hann að vinna í Róm. Enzina hlýtur að hafa verið sannfærandi karakter, því bæði á Spáni og Ítalíu tryggði hann sér kirkjulegar stöður þrátt fyrir að vera ekki vígður (og í báðum tilfellum þurfti að svipta hann embættinu). Hann var loks vígður árið 1519 og ferðaðist til Landsins helga til að syngja messu í Jerúsalem; síðan var hann skipaður í stöðu við León dómkirkjuna. Enzina samdi mest af tónlist sinni um miðjan þrítugsaldur, þar á meðal yfir 60 lög — venjulega við eigin ljóð — sem mörg hver eru í söngbók hans frá 1496. Hann dró fram merkingu texta með að leggja áherslu á að náttúruleg hrynjandi orðanna sprytti eðlilega fram. Villancico er ljóðform með sérstakan karakter sem er vinsælt á Íberíuskaga og í Rómönsku Ameríku; nokkur af slíkum ljóðum Enzina, þar á meðal hið dramatíska bardagaljóð Blóðug orrusta (Una sañosa porfía), eru byggð á hinu forna fólíulagi (þetta verk ber undirtitilinn „ástarsaga í fólíu“), og kann að vera eitt af elstu dæmunum um notkun fólíulagsins. Una sañosa porfía er eitt af 63 verkum Enzina sem finnast í ríkulegu safni spænskrar endurreisnartónlistar, sem kallast „Söngbók hallarinnar“ (Cancionero de Palacio), en innihald hennar spannar frá um 1475 og fram á öndverða 16. öld. Í handritinu eru einnig sex verk eftir Jacobus de Milarte (um 1500?), sem mjög lítið er vitað um; þar á meðal er hinn líflegi, hnitmiðaði söngur: Áfram, áfram til kvöldverðar (Vamos, vamos a cenar). Sveinn Lúðvík Björnsson er fæddur í Reykjavík 1962. Hann stundaði nám í klassískum gítarleik, píanóleik og söng við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskólann í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hann við Konunglegu dönsku tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Heimkominn lagði hann stund á tónsmíðanám við Tónlistarskólann í Reykjavík með Atla Heimi Sveinsson sem aðalkennara. Hann sótti einnig sumarnámskeið í tónsmíðum í Kazimierz Dolny, þar sem Witold Lutosławski var meðal kennara hans. Hann starfaði í nokkur ár sem tónfræði- og gítarkennari en hefur frá árinu 1994 starfað eingöngu að tónsmíðum. Hugleiðingar Sveins Lúðvíks um eigið verk Þrot ? 14
Nr. 1 Ég er lítill. Ég stend og horfi á tvo bændur vinna í grunni að fjárhúsi. Rólyndi þeirra hefur dáleiðandi áhrif á mig. Báðir söngla þeir með sjálfum sér meðan þeir vinna. Heilsteyptir sálufélagar náttúrunnar. Nr. 2 Á steini um morgun. Með lóu vappandi í grendinni og kríuna yfir höfði mér. Læðist inn í hugskot mitt skilningur á fullkomnum samsöng náttúrunnar. Allt er eins og það á að vera. Nr. 3 Í árabát á spegilsléttum sjó um kvöld. Ég horfi á stórar hendur ræðarans sem fer hægt meðfram ströndinni. Við skulum ekki styggja greyin segir hann, og horfir með ástarbliki í augum á sjófugla sem vagga rólega á blágrænum haffletinum. Thomas Morley (1557–1602) var einn mikilvægasti félagi enska madrigalskólans, og Shakespearesöngvar hans eru meðal fáeinna útsetninga þess tíma sem varðveist hafa, hinar eru eftir Robert Johnson. Morley er fæddur í Norwich og var sennilega kórstjóri í dómkirkjunni þar. Hann gegndi síðan nokkrum stöðum við Dómkirkju heilags Páls í London sem söngvari, tónskáld og organisti. Árið 1599 skrifaði Morley um London að „hinn forni siður þessarar afar virðulegu og frægu borgar er að geta ávallt boðið fram framúrskarandi færa tónlistarmenn“. Hann fékkst líka við nótnaprentun; árið 1601 ritstýrði hann og gaf út „Sigrana í Oriana“ (The Triumphs of Oriana), safn enskra madrígala eftir fjölda tónskálda. Líklega virðist Morley hafa verið í læri hjá William Byrd og orðið fyrir áhrifum af stíl hans í trúarlegri tónlist, en madrígalar Morleys eru léttir og ítalskir, og lútulög hans (ayres), eru meðal þeirra bestu á öldinni. Upprunalega útgáfan af Sofið, værðaraugu (Sleep, slumb’ring eyes), sem birt var í fyrstu lútulagabók Morleys (Morley’s First Book of Ayres) árið 1600, hefur glatast, en handskrifað eintak fannst í handriti í Dómkirkjunni í Oxford. Ljóðið er nafnlaust en kann að hafa verið innblásið af 132. sálmi Davíðs eða köflum í Orðskviðum um svipað þema; Morley meðhöndlar orðin með blíðlegri og hjartnæmri tónlist. John Anthony Speight fæddist á Englandi árið 1945. Hann stundaði nám í söng og tónsmíðum við Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum og sótti auk þess einkatíma til tónskáldsins Richards Rodney Bennett. Árið 1972 fluttist John til Íslands og hefur verið búsettur hér síðan. Fyrir utan langan feril sem söngvari og kennari hefur hann samið hátt í 200 tónverk, stór og smá, allt frá einleiks- og einsöngsverkum upp í hljómsveitarverk. Um verkið Hve löng er nóttin (What this night is long) segir hann: Árið 2000 var ég beðinn um að skrifa verk fyrir tónlistarhópinn Contrasti. Þetta var mjög áhugavert
15
verkefni þar sem félagar hópsins léku á fleiri en eitt hljóðfæri. Þetta gaf möguleika á að velja hvaða hljóðfæri ég myndi nota. Forsvarsmenn hópsins voru blokkflautuleikari og gítarleikari. Að lokum valdi ég að skrifa fyrir þessi tvö hljóðfæri, fiðlu, selló og víbrafón. Mér fannst blokkflautur og gítar gefa verkinu frekar „fornaldarlegan“ blæ en á þessum tíma var ég nýbúinn að lesa miðaldaljóð sem mér þótti henta mjög vel; með söngvara innanborðs var hópurinn fullkominn. Verkið þróaðist þannig að söngvarinn, blokkflautan og gítarinn mynduðu einn hóp og fiðlan, sellóið og víbrafónninn annan hóp sem spilaði millikaflana á milli ljóðanna, það er að segja fram að lokakaflanum þar sem allur hópurinn tekur þátt. Þar sem millispilin eru frekar löng ákvað ég að bæta dansara við flutninginn sem myndi túlka ljóðin með öðrum hætti. Verkinu var lokið 28. nóvember 2000. Útgöngubann, sem þekkst hefur í núverandi heimsfaraldri er ekki ný leið til að koma í veg fyrir veikindi: í Skotlandi endurreisnartímans, „á tímum drepsóttar“, forðaðist George Bannatyne pláguna með því að loka sig af og setja saman Bannatyne-handritið, safn um 400 skoskra bókmenntaverka. „Á förum, á förum“ (Depairte, depairte) eftir Alexander Scott (um 1520–1582/3) er með í safnritinu; Scott þekkti Bannatyne og var söngvari í St Giles dómkirkjunni í Edinborg. Í þessu verki notaði hann eigið ljóð við óþekkt lag, sem stundum er kallað „Dans frú Maríu“ (The Lady Marie’s galliard): ljóðið er um sársaukafullan skilnað elskenda, sem talið er að hafi verið Robert Erskine lávarður og Mary af Guise (eiginkona Jakobs V. af Skotlandi og móðir Maríu Skotadrottningar), orðrómur sem ýtti undir gagnrýni mótmælenda á kaþólska leiðtoga. Eins og Sandrin og Enzina tókst Clément Janequin (1485–1558) að semja tónlist samhliða því að gegna kirkjulegri stöðu. Reyndar skarast hann meira við Sandrin, því Janequin var einnig afkastamikill söngvahöfundur (samdi yfir 250 chansons). Hann skrifaði söngva (Chantons, sonnons, trompettes) til að fagna innreið Frans I. í Bordeaux árið 1530, og varð hann fyrsta tónskáldið eftir Sandrin til að hljóta titilinn konunglegt tónskáld (compositeur ordinaire du roi) á sjötta áratug 16. aldar. Söngurinn Það var eitt sinn stúlkukind (Il estoit une fillette) kom fyrst út árið 1540; Janequin setur þennan erótíska, hugmyndaríka texta við ómótstæðilega orkuríka tónlist — og útkoman er ótrúlega nútímaleg. Joanna Wyld
Textaskrif Joanna Wyld (Þýð. Halldór Víkingsson) / Odradek Records, LLC lúta verndar höfundarréttar listrænna skrifa - Engar afleiður 4.0 alþjóðlegra CC leyfa. Notkun utan almennra skilmála háð samráði við leyfishafa www.odradek-records.com
16
Tónlistarhópurinn Contrasti var stofnaður árið 2000 að frumkvæði Camillu Söderberg blokkflautuleikara. Félagar hópsins voru auk Camillu, systurnar Marta- og Hildigunnur Halldórsdætur, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Steef van Oosterhoud og Snorri Örn Snorrason. Nafnið Contrasti vísaði til þess að efnisskrár hópsins samanstóðu af ólíkum tónlistarstílum, sem að megninu til voru endurreisnar- og samtímatónlist. Hljóðfærasamsetningin var óvenjuleg, en þar sem allt tónlistarfólkið hafði reynslu af að flytja þessa tvo tónlistarstíla var það mögulegt. Camilla og Snorri ásamt þeim Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur og Helgu Ingólfsdóttur semballeikara höfðu þegar árið 1981 stofnað Musica antiqua, sem hafði á stefnuskrá sinni að flytja endurreisnar- og barokktónlist, og stóð hópurinn um árabil að þrennum til fernum árlegum tónleikum. Allir tilvonandi félagar Contrasti höfðu ásamt mörgum fleiri þekktum innlendum og erlendum listamönnum tekið þátt í tónleikaröðum Musica antiqua. Öll verkin á þessum diski voru einnig flutt á tónleikum hópsins á þessum árum, og listdansarinn Auður Bjarnadóttir tók þátt í flutningi á verki John Speight í Salnum í Kópavogi árið 2001.
17
Camilla Söderberg fæddist í Stokkhólmi og ólst upp í Vínarborg. Eftir blokkflautunám við Tónlistarháskólann í Vínarborg stundaði hún framhaldsnám við Schola Cantorum Basiliensis í Sviss. Camilla bjó á Íslandi á árunum 1980 til 2003 þar sem hún var mjög sýnileg á tónlistarsviðinu. Hún var einn af stofnendum tónlistarhópsins Musica antiqua, sem stóð fyrir mörgum tónleikum á þessum árum, en einnig kom hún fram sem einleikari á tónleikum og tónlistarhátíðum í Skandinavíu og Mið- og Suður-Evrópu ásamt því að hljóðrita fyrir útvarp og sjónvarp. Á námsárum sínum í Vínarborg stundaði Camilla raftónlistarnám og einnig í Malmö eftir að hún flutti þangað árið 2003. Áhugi hennar á bæði eldri og nýrri tónlist varð til þess að hún stofnaði tónlistarhópinn Contrasti, sem flutti endurreisnarog samtímatónlist. Camilla hefur gefið út nokkra hljómdiska, sá síðasti með sínum eigin raftónlistarverkum. Hildigunnur Halldórsdóttir lauk Meistaragráðu í fiðluleik frá Eastman School of Music í Rochester, New York, árið 1992. Síðan þá hefur hún verið fastráðinn fiðluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hildigunnur leikur reglulega með tónlistarhópunum Caput og Camerarctica, bæði á tónleikum sem og í fjölda hljóðritana. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Bachsveitinni í Skálholti. Hildigunnur hefur leikið á ýmsum tónlistarhátíðum bæði heima og erlendis. Má þar helst nefna Listahátíð í Reyjavík, Myrka músíkdaga og Sumartónleika í Skálholti. Þá hefur hún tekið þátt í heildarflutningi á strengjakvartettum Bartóks og Sjostakvítsj á vegum Kammermúsíkklúbbsins í Reykjvík. Ásamt félögum sínum í Camerarctica stendur Hildigunnur fyrir árlegum aðventutónleikum í kirkjum höfuðborgarsvæðisins „Mozart við kertaljós“. Hún er framkvæmdastjóri „15:15“ tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju. Marta Guðrún Halldórsdóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá tónlistarskólanum í Garðabæ árið 1987 og einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988. Hún stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólann í München til ársins 1993. Marta hefur starfað sem söngkona, söngkennari og kórstjóri. Hún hefur verið í fremstu röð túlkenda á sviði samtímatónlistar hér á landi, hefur frumflutt og hljóðritað íslensk verk og flutt íslenska tónlist á tónleikaferðum m.a. í Japan og víða í Evrópu. Marta hefur farið með aðalhlutverk í óperum og söngleikjum í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu, verið atkvæðamikil í flutningi barokktónlistar og hefur unnið með fjölmörgum listamönnum á því sviði m.a. Bachsveitinni í Skálholti, Nordic Affect og Camerata Öresund. Marta hefur lagt rækt við íslenskan tónlistararf og flutt íslensk þjóðlög í útsetningum ýmissa tónskálda, gjarnan með eiginmanni sínum Erni Magnússyni píanóleikara. Þau eru ásamt börnum sínum tveimur stofnendur tónlistarhópsins Spilmanna Ríkinis sem flytur þjóðlög og tónlist úr handritum og leika með á forn íslensk hljóðfæri. Þau hafa gefið út tvo geisladiska, Ljómalind 2009 og Gullhettu 2021. Marta er kennari í söng og hefur jafnframt raddþjálfað marga af leiðandi kórum á Íslandi. Hún var stjórnandi kammerkórsins Hljómeyki á árabilinu 2011–2018.
18
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir stundaði framhaldsnám í sellóleik við Tónlistarháskólann í Osló hjá Aage Kvalbein og sótti þar „masterclassa“ hjá Frans Helmerson og William Pleeth. Ólöf hefur gegnt sellóleikarastöðu í Sinfóníuhljómsveit Íslands um langt árabil og hóf jafnframt að leika á viola da gamba með leiðsögn frá Laurence Dreyfus í Noregi og Íslandi, Wieland Kuijken í Austurríki og Jordi Savall í „masterclassa“ í Sviss. Auk virkrar þátttöku í tónlistarlífinu í Reykjavík á selló, hefur Ólöf leikið á viola da gamba í endurreisnar- og barokktónlistarhópum á Íslandi, svo sem Musica Antiqua, Barokkhópnum, Bachsveitinni í Skálholti og Contrasti og lék með þessum hópum inn á um 6 geisladiska auk þess sem tónleikaferðir voru farnar um Norðurlöndin og Austurríki með Musica antiqua hópnum. Snorri Örn Snorrason stundaði nám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Vínarborg á árunum 1971– 1976. Að því loknu var hann við framhaldsnám í Basel í Sviss á sama hljóðfæri hjá Konrad Ragossnig en einnig í einkatímum á lútu hjá Hopkinson Smith. Snorri hefur haldið einleikstónleika og tekið þátt í flutningi kammerverka hér heima og erlendis, hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og starfað í Þjóðleikhúsinu, Íslensku óperunni og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Snorri var aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla FÍH frá 1980 til 2015 ásamt því að kenna á klassískan gítar og var á sama tíma gítarkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum Musica antiqua, sem um árabil stóð fyrir tónleikum þar sem eingöngu var leikin endurreisnar- og barokktónlist, og var einnig félagi tónlistarhópsins Contrasti, sem einbeitti sér að endurreisnar og samtímatónlist. Snorri hefur verið búsettur í Svíþjóð frá árinu 2015. Steef van Oosterhout lauk einleikaraprófi frá Sweelinck Conservatorium í Amsterdam 1987. Starfaði í Hollandi í kammertónlist og lék með flestum sinfóníuhljómsveitum í Hollandi, þ.á.m. Concertgebouwhljómsveitinni í Amsterdam. Frá hausti 1991 var hann ráðinn í Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur hann verið leiðari í slagverksdeildinni síðan. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er félagi í Contrasti, Caput, og slagverkshópnum Bendu og hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á sviði kammertónlistar, m.a. á tónlistarhátíðinni Reykjavík Midsummer Music. Steef hefur, ásamt konu sinni, Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara unnið saman í tvíeykinu Dúó Stemmu, sem þau stofnuðu 2002. Þau hafa haldið fjölmarga tónleika fyrir börn og fullorðna hérlendis og erlendis og hlutu þau Dúó Stemma viðurkenningu frá Ibby samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.
19
20
PIERRE SANDRIN
Quant j’ay congneu en ma pensée
When I took thought, and realised
Ástareldur okkar beggja
Quant j’ay congneu en ma pensée Que n’avoys nul bien qu’a te veoir, Trop le pensay estre offensée, Ne craignant a l’amour préveoir. Alors tu me feis a scavoir, La flamme en toy ja commencée, Dont nostre amour par seur debvoir, A bien esté recompensée.
When I took thought, and realised That my only bliss was to see you, I thought I would be greatly ill-treated, For venturing to anticipate love. But when you told me of The flame of love already lit in you, So through its sure duty our love, Has been well rewarded.
Þegar það rann upp fyrir mér, að návist þín ein gerði mig hamingjusaman, var ég óviss um framhaldið. Ég þorði varla að vænta þess að tilfinningar mínar yrðu endurgoldnar. En þegar þú sagðist bera sama hug til mín og játaðir að í brjósti þínu hefði kviknað neisti, vissi ég að það var ástareldur okkar beggja.
Puisque vivre en servitude
Since I must live your slave
Vertu mín
Puisque vivre en servitude Je debvois triste et dolent, Bien heureux je me repute, D’estre en lieu si exellent. Mon mal est bien violent; Mais amour le veult ainsy, Veullez en avoir mercy.
Since I must live your slave, Sad and doleful, Yet I think myself fortunate To be in so fair a place. My suffering is truly harsh, But love wills it so, Pray be merciful to me.
Þó ég sé í einn stað þræll þinn, dapur og þjáður, er ég í annan stað svo sæll að vera einmitt það. Vissulega finn ég til. Það er gjald ástarinnar. Ég bið þig, vertu mín.
Your matchless beauty Should not take it amiss, If my purpose is to love you, One could find no better aim, And, though my desire is strong Yet so is my loyalty Pray be mercyful to me.
Óviðjafnanleg fegurð þín, mun ekki fölna þó ég gefi þér ást mína. Hún er mitt göfugasta markmið. Víst er þrá mín sterk, en trygglyndi mitt er það einnig. Ég bið þig, vertu mín.
You alone hold the change That can set my course of happiness; If your aspect is favourable I care not for the rest, Without you my life is sickly And the light of day is dimmed, Pray be mercyful to me.
Þú ein hefur örlög mín í hendi og getur vísað mér á veg hamingjunnar. Ef þú játaðist mér, skipti ekkert annað máli. Án þín er líf mitt einskis vert Og ekkert dagsljós skín. Ég bið þig, vertu mín.
Vostre beaulté sans parelle Ne doibt prendre a desplaisir, Sá l’aymer je máppareille, Car myeulx on ne peult choisir. Si j’ay par trop de desir, J’ai beaucoup de foy aussy, Veullez en avoir mercy. Vous seule estes la fortune Qui mon heur va mesurant, Si vous méstes opportune Peu me chault du demeurant. Sans vous je viz en mourant Et m’est le jour obscurcy. Veullez en avoir mercy.
21
STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON Brot
Fragment
I. Þetta brot úr laglínu sem aldrei hefur verið munað og aldrei hefur gleymst.
This fragment of a melody, never recalled and never forgotten.
II. Hve hljótt hvarflar fræið á hvirfilvæng hverfula nótt um sumar. III. Hve fljótt flögra þau fiðrildin fegurstu nótt í sumri. IV. Hjúpur veralda án þín.
Translation: Allan Rettedal
How softly the winged seed spins in the fleeting night of summer. How nimbly the moths flutter in the most beautiful night of summer. Veil of worlds without you.
22
JUAN DEL ENZINA Una sañosa porfía
A furious persistence
Blóðug orrusta
Una sañosa porfía sin ventura va pujando, ya nunca tuve alegría ya mi mal se va ordenando.
A furious persistence Without good fortune one goes struggling, And I never had joy Now my misfortune is being ordained.
Blóðug orrusta, vonlaust stríð er háð. Aldrei get ég aftur glaðst, óhamingjan mun fylgja mér hér eftir.
Ya fortuna disponía quitar mi próspero mando, qu’el bravo León d’España mal me viene amenazando.
Now fortune arranged To take away my successful leadership, For the brave Lion of Spain Comes threatening me with evil.
Örlögin eru ráðin. Ég er sviptur gjöfulum lendum mínum. Því grimma ljónið spænska þjarmar illa að mér.
La tierra y el mar gemían que viene señoreando, sus pendones y estandartes y banderas levantando.
The earth and the sea moan For he comes seizing, His pendants and his banners And carrying the colors.
Jörðin og hafið kveina er þau leggjast undir yfirráð þess, Vígfánar þess og skjaldarmerki eru dregin hátt að húni.
Córreme la morería los campos viene talando, mis compañas y caudillos viene venciendo y matando.
He overruns my Moorish quarter Devastating the countryside, My comrades and leaders Come defeated and being killed.
Það leggur undir sig lönd Mára, geysist fram stríðsvöllinn, hersveitir mínar og hershöfðingjar liggja í valnum.
Con una cruz colorada y una espada relumbrando, d’un rico manto vestido toda la gente guiando.
With a red cross And a shining sword, Dressed in a red mantle Leading all the people.
Með skærrautt krossmerki á brjósti, glampandi sverð í hendi, skrýddur ríkmannlegum kyrtli, leiðir það allan herinn til orrustu.
23
THOMAS MORLEY Sleep Slum’bring Eyes
Sofið, værðaraugu
Sleep slum’bring eyes; give rest into my cares My cares, the infants of my troublet brain: My cares surpris’d, surpris’d with black despair. Doth the assertion of my hopes restrain Sleep then, my eyes, O sleep and take your rest To banish sorrow from a freeborn breast.
Sofið, værðaraugu; veitið mér hvíld frá áhyggjum mínum. Áhyggjum, börnum fæddum af hrelldum huga. Áhyggjum sem í einni svipan köstuðu yfir mig skuggum dýpstu örvæntingar og vonleysis. Sofið, augu mín. Ó sofið og hvílist. Byrgið fyrir sorgina í brjósti þess sem fæddist frjáls.
My freedom breast, born free to sorrow’s smart, Brought in subjection by my wand’ring eye Whose trait’rous conceiv’d that to my heart, For which I wail, I sob, I sigh, I die Sleep then my eyes, desturbed of quiet rest To banish sorrow from my captive breast.
Frjáls var ég, fæddur frjáls og grunlaus um sviðann, sársaukann sem beið mín er ég hafði augum litið svikin, séð þau og ljóstrað þeim til hjartans. Fyrir það kveina ég sárt og græt, og dey. Sofið því augu, sofið því. Byrgið fyrir sorgina í brjósti mínu sem er fangið.
My captive breast, stung by these glist’ring stars, These glist’ring stars, the beauty of the sky That bright black sky which doth the sunbeams bar From her sweet comfort on my sad heart’s eye Wake, then, my eyes, true partners of unrest For sorrow still must harbour in my breast.
Fangið, fjötrað hjarta mitt, lostið skærum ljóma stjarnanna, sem lýsa upp himinhvolfið, fegurðina yfir mér. Bjartur, svartur næturhiminn dreginn fyrir geislann sem sólin sendi mér til huggunar. Vaknið þá augu, vaknið, tryggu vinir andvökunnar, því sorgin verður enn að vera falin í brjósti mínu.
24
JOHN ANTHONY SPEIGHT What this night is long on a medieval english poem
What this night is long (Modern English)
Hve löng er nóttin Enskt miðaldakvæði
I. Carol
I. Carol
I. Helgisöngur
Welle was hire mete. What was hire mete? The primerole and the – The primerole and the – Welle was hire mete. What was hire mete? The primerole and the violet.
Good was her food. What was her food? The primrose and the – The primrose and the – Good was her food. What was her food? The primrose and the violet.
Góður var matur hennar. Hver var matur hennar? Maríulykill og — Maríulykill og — Góður var matur hennar. Hver var matur hennar? Maríulykill og fjóla.
Welle was hire dring. What was hire dring? The chelde water of the – The chelde water of the – Welle was hire dring. What was hire dring? The chelde water of the welle-spring.
Good was her drink. What was her drink? The colde water of the – The colde water of the – Good was her drink. What was her drink? The colde water of the welle spring.
Góður var drykkur hennar. Hver var drykkur hennar? Vatnið kalda úr — Vatnið kalda úr — Góður var drykkur hennar. Hver var drykkur hennar? Vatnið kalda úr lindinni.
Welle was hire bowr. What was hire bowr? The rede rose and the – The rede rose and the – Welle was hire bowr. What was hire bowr? The rede rose and the lilye flour.
Good was her bower. What was her bower? The red rose and the – The red rose and the – Good was her bower. What was her bower? The red rose and the lilyflower.
Góð var dyngjan hennar. Hver var dyngjan hennar? Rósin rauða og — Rósin rauða og — Góð var dyngjan hennar. Hver var dyngjan hennar? Rósin rauða og liljublómið.
Maiden in the mor lay, In the mor lay; Sevenight fulle, Sevenight fulle, Maiden in the mor lay; In the mor lay, Sevenightes fulle and a day.
A maiden lay on the moor, Lay on the moor, A full week, A full week, A maiden lay on the moor, Lay on the moor, A full week and a day.
Mær lá úti á heiðinni, lá á heiðinni fulla viku, fulla viku. Mær lá úti á heiðinni, lá á heiðinni fulla viku og degi betur.
25
II. The long night
II. The long night
II. Vetrarkoma
III. I mon waxe wod
III. I mon waxe wod
III. Söknuður
IV. A death
IV. A death
IV. Dauði (Death)
Thanne I schel flutte, From bedde to flore, From flore to here, From here to bere, From bere to putte, And the putt fordut. Thanne lyd mine hus uppe mine nose. Of al this world ne give I it a pese!
Then I shall pass From bed to floor, From floor to shroud, From shroud to bier, From bier to grave, And the grave will be closed up. Then rests my house upon my nose. For the whole world I don’t care one jot!
Þá mun ég flytjast úr rúmi á gólf, af gólfi á líkklæðin, í líkklæðum á börurnar, af börunum í gröfina og gröfin verður byrgð. Þá liggur hús mitt á nefinu á mér. Ég gef ekki hætishót fyrir þennan heim!
Mirie it is, while summer ilast, With fugheles song. Oc nu necheth windes blast And weder strong Ey! ey! what this night is long! And ich, with well michel wrong, Soregh and murne and fast. Foweles in the frith, The fisses in the flod, And I mon waxe wod; Mulch sorw I walke with For beste of bon and blod. Wanne mine eyhnen misten, And mine heren sissen, And my nose coldet, And my tunge foldet, And my rude slaket, And mine lippes blaken, And my muth grennet, And my spotel rennet, And mine her riset, And mine herte griset, And mine honden bivien, And mine fet stivien All to late! all to late! Wanne the bere is ate gate.
Pleasant it is, while summer lasts, With the bird’s song. But now the blast of the wind draws night And severe weather. Alas! how this night is, And I, with very great wrong, Sorrow and mourn and fast. Birds in the wood, The fish in the river, And I must go mad: Much sorrow I live with For the best of creatures alive. When my eyes get misty, And my ears are full of hissing, And my nose gets cold, And my tongue folds, And my face goes slack, And my lips blacken, And my mouth grins, And my spittle runs, And my hair rises, And my heart trembles, And my hands shake, And my feet stiffenAll to late! all to late! When the bier is at the gate.
Gleðisöm er sumartíð með fuglasöng, en óðum nálgast nöpur hríð og veður ströng. Ó hve nóttin nú er löng, því eftir glötuð gleðiföng ég beiska harma bíð. Fiskar í flóði una, fuglar á grein. En mér var mein, því mærin ein lifir í mínum muna. Þegar mér súrnar í augum og suðar fyrir eyrum og nefið kólnar og tungan vefst og kinnarnar slakna og varirnar blána og munnurinn skælist og slefið rennur og hárin rísa og hjartað titrar og hendurnar skjálfa og fæturnir stirðna — Allt um seinan! Allt um seinan! Þegar börurnar bíða við hliðið.
26
ALEXANDER SCOTT Depairt, depairt
Depart, depart
Á förum, á förum
Depairt, depairt, Allace, I most depairt, From her that hes my hairt With hairt full soir. Aganis my will in deid And can find no remeid, I wait the panis of deid Can do no moir.
Depart, depart, Alas, I must depart, From her that has my heart, With heartful sore. Against my will indeed, I can finde no remedy, I wait the pains of death Can do no more.
Ég er á förum, ó vei, ég verð að fara frá henni, sem á hjarta mitt, særður hjartasári. Þó ég feginn vildi, finn ég enga lækningu. Ég veit að kvalir dauðans verða ekki verri.
Adew sueit thing My joy and comforting, My mirth and sollesing Of erdly gloir: Fair weill, my lady bricht And my remembrance rycht, Fair weill and haif gud nycht, I say no moir.
Adieu sweet thing, My joy and comforting, My mirth and delight Of earthly glory; Fair well, my lady bright, And my remembrance rich, Fair well and have good night, I say no more.
Vertu sæl ljúfust, gleði mín og huggun, hamingja og sæla á þessari jörð; Far vel, bjarta mær, fjársjóður huga míns, far vel og góða nótt, ég segi ekki meir.
Scotland 16. Century- Author unknown.
27
CLÉMENT JANEQUIN Il estoit une fillette
There was a young girl
Það var eitt sinn stúlkukind
Il estoit une fillette qui vouloit scavoir le jeu d’amours, Ung jour qu’elle estoit seullette je luy en aprins deux ou trois tours, Apres avoir senty le goust elle me dit en soubzriant “Le premier coup me semble lour mais la fin me semble friant” Je luy dis “vous me tentez”, elle me dit “recommencez” Je l’empoingne, je l’embrasse, je la fringue fort. Elle crie “ne cessez”, je luy dis “vous me gastez Laissez moy, petite garse, vous avez grant tort.” Mais quant ce vint a sentir le doulx point Vous l’eussiez veu mouvoir si doulcement Que son las cueur luy tremble fort et poingt Mais, Dieu mercy, c’estoit ung doulx tourment.
There was a young girl who would know of the game of love. One day when she was alone I taught her a trick or two. After a taster she said to me, smiling, “It’s tough at the start, but the end seems pleasant to me” I said to her “You tempt me!” she said “Begin again,” I grasp her, embrace her and frisk her briskly. She cries “Don’t stop,” I say “I’m wrecked. Leave me alone little one, you are doing wrong.” But when it came to the point, you should have seen her move so gently that her heart trembled and pained her, but, thank God, it was a sweet torment.
Það var eitt sinn stúlkukind sem vildi kynnast leik ástarinnar. Dag einn, þegar hún var ein síns liðs, leiðbeindi ég henni ögn í því. Þegar hún var komin yfir byrjunarerfiðleikana brosti hún og sagði: „Þetta var erfitt fyrst, en varð síðan mjög gott.” Ég sagði: „ þetta var bara forsmekkurinn” Hún sagði: „gerðu þetta aftur!” Ég greip til hennar og faðmaði hana af áfergju. Hún hrópaði: „ekki hætta!” Ég svaraði: „þú gengur af mér dauðum! Miskunn, stelpa, þetta er einum of!” En þegar leið að unaðslegum endapunkti, hefðir þú átt að sjá hvað hún hreyfði sig mjúklega, hversu barmur hennar titraði og skalf, en það var, Guði sé lof, unaðshrollur.
Translation: Jeannine Alton (Bernhard Thomas / Early Music Library)
íslenskar ljóðaþýðingar: Marta Guðrún Halldórsdóttir; nema Hve löng er nóttin, sem þýtt var af Svanhildi Óskarsdóttur (1. og 4. erindi) og Hermanni Pálssyni (2. og 3. erindi)
28
Recorded at Víðistaðakirkja, Iceland March 21 2001, February 21st and May 7th 2003 Tonmeister, Editor, Mixing and Mastering: Halldór Víkingsson, Fermata Recordings st
Translations: Allan Rettedal, Marta Guðrún Halldórsdóttir svanhildur Óskarsdóttir, Hermann Pálsson, Halldór Víkingsson (Icelandic) photos: tommasotuzj.com Photo Ensemble: Sigurgeir Sigurjónsson graphics: marcoantonetti.com
Vist.co odradek-records.com
Special thanks to:
Menningarsjóður FÍH (Cultural Fund of the Icelandic Musicians’ Union)
franziskapietsch.online makihayashida.de odradek-records.com
℗ & © 2021 Odradek Records, LLC, Lawrence (KS) USA. ODRCD419 All rights reserved. Unauthorized copying, hiring, lending, public performance, and broadcasting of this sound recording are strictly prohibited.
29