Ingibjörg Azima - LOGN

Page 1


AZIMA ENSEMBLE

Margrét Hrafnsdóttir soprano Hrönn Þráinsdóttir piano

Ármann Helgason bass clarinet

Ólöf Sigursveinsdóttir violoncello

Björg Brjánsdóttir flute and alto-flute

Ingibjörg Azima trombone and compositions

The songs on this album are all settings of the poems of Icelandic poets.

In Icelandic we have sixteen words to describe a different state of calm. Most of them describe some kind of stillness, either the outer calm in the weather or a state of calm within ourselves.

To me poetry is magic – a kind of a door into another world where all of human existence and experience can be distilled into even a few words.

The poems that the songs of this album set have either passed my way by coincidence or through my interest in the poetry of a particular poet. These poems all have in common the ability to come alive while I am reading them, and gradually music begins to sound within me. The songs are therefore totally inspired by the poems and would not exist without them.

I wrote these songs over a long period of time, from 2009 to 2022, and many of them have been performed in concerts in Iceland during that time. I arranged most of the songs from scratch for this album. Soprano and piano are a red thread through the album and one extra instrument is added to each small song cycle to lend each cycle its unique colour.

The poems of the album also have in common their ability to describe a state of calmness, either out in nature or within ourselves. Some of them describe the absence of calm or the journey from turbulence towards stillness. Calm and its sixteen natures in Icelandic are therefore the theme of the songs of this album.

Ingibjörg Azima

The four small song cycles on this album were recorded in Iceland in the summer of 2022; they were written between 2010 and 2022, a relatively long period of time. Each cycle is for a specific instrumentation and contains poems by the same author, all of whom are from Iceland and three of whom are still alive. In addition to the soprano voice and the piano, a bass clarinet, a cello, a flute or the trombone are added depending on the cycle. The latter is played by the composer herself.

This summary provides us with an overview of the oeuvre of the Icelandic composer Ingibjörg Azima, who came to composition late and via detours. The human voice is at the centre of her interest. Together with the piano, it runs “like a common thread through this album”, explains the author, who chose the title Logn (Calm) from Gerður Kristný’s poem of the same name.

Logn is not her first recording. In 2015, she released Vorljóð á ýli (A Spring Poem in Winter) on her own and uploaded it to Spotify. In 2018, she published a songbook with ten songs (Varpaljóð á Hörpu) and recorded three more songs, which were also released on Spotify. All the poems were written by her grandmother and are used as a basis here.

Although we are dealing with a musician who has completed the relevant studies, Ingibjörg Azima’s connection to poetry is as strong as to music itself. Even though she never really felt the urge to write her own poems, she did toy with the idea of studying literature for some time. Instead, the 20-year-old unexpectedly ended up at a music academy. Coincidences and detours have had a decisive influence on her musical career as a trombonist who initially wanted to play the oboe, and as a composer.

As far as the latter is concerned, it is easy to recognise that almost everything revolves around song. The 50 or so songs she has composed to date are mostly for solo voice and piano or guitar, sometimes also for choir. The only exceptions are her two chamber works, one for three flutes and the other for four trombones; and yet poetry plays an important role here, too: while the trio adopts the structure from the song Sällan landar människan som fågel (A man rarely lands like a bird), even if there is no singing in it (the author speaks of a kind of programme music here), a song that can be found on this release was used for the quartet: Værð (Tranquility). This processing into an independent piece of chamber music shows how much the poetry influences and even permeates Ingibjörg Azima’s compositional style: “I have the feeling that no musical ideas come to me unless I connect them with a text. That may sound extreme, but it’s a fact!”

The various song cycles on this recording were not titled. They were put together almost at random, and the poems on which they are based do not come from individual volumes of poetry, but from a colourful jumble of poems. The fact that in each of the four cases only one specific poet is involved gives the individual songs a certain unity and allows them to be grouped together. The composer proceeded purely intuitively in this respect and selected those poems with which she could identify and which she could imagine setting to music. Nevertheless, there are thematic similarities between the individual songs or cycles. In general, the eleven songs on this album (and therefore also the poems) reflect the calm that the composer took as her starting point for the title.

From 1995 to 2011, Ingibjörg Azima lived in Sweden and occasionally suffered from homesickness. This feeling gave rise to the first three songs, which gave her comfort in that Snorri Hjartarson’s poems are imbued with a deep connection to the local landscape, and silence plays a major role in them. Some of his 151 poems bear witness to his love for the least populated country in Europe, where nature is still largely intact and described in picturesque images. Sumarnótt (Summer Night), Hvíld (Rest) and Lindin í mónum (The spring in the meadows) rested in Azima’s computer for years with added chords until they were arranged for a small ensemble in 2017 and later for the instrumentation of this release, i.e. bass clarinet, piano and soprano. The vastness of the Icelandic wilderness with its murmuring rivers, slumbering herds, wafts of mist over deep ravines, loneliness in the valleys and silent meadows, as the poems say, is clearly evident here. In particular, the third and shortest song (Lindin í mónum) reflects the splendour of silent nature, with the soprano voice accompanied solely by the bass clarinet.

The two songs by the poet and children’s book author Gerður Kristný (b. 1970) were commissioned by the soprano and cellist on this recording in 2019. At the time, one of their concert programmes focused on women, and so Azima came across Kristný, whose powerful poetry she admires. The song that gives this album its name describes the different stages of a love story and “takes you on a stormy ride through the female psyche”, Azima emphasises. Værð (Tranquility), on the other hand, describes the silence that can be experienced at dusk on one of the countless fjords.

The youthful mood and lightness in Ef tár þín væru vatn (If your tears were water) by Sölvi Björn Sigurðsson (b. 1978) fascinated Azima from the very beginning and so this song was created, in which the flute surrounds the piano and both accompany the voice like waves. This song gave Azima the opportunity to delve deeper into Sölvi’s poems. This resulted in Sonnetta (Sonnet) and Fuglarnir (Birds). The composer describes the former as “one of the most beautiful love poems ever written in Icelandic”. As the content of

the text and especially the form of the poem are indebted to the old sonnet, the music faithfully follows this style in this song, which the composer likes to describe as her baroque aria. In contrast, Fuglarnir provides an example of Sölvi’s modern style, with an introduction and a coda musically framing a poem that speaks of human despair, while an impressionistic image of moonbeams on a lake is evoked in the middle.

The last of the four cycles opens with the song Við hliðið (At the gate) by Kristín Jónsdóttir (b. 1963). The composer herself can also be heard here as a trombonist, and she became aware of Jónsdóttir’s poems when she was given the volume Bréf til næturinnar (Letters to the Night) and was deeply moved by its emotional directness and honesty. It was easy for the composer to set this poem to music, which captures the moment when two people meet in a meadow, almost like a film. A second song with lyrics by Jónsdóttir was not written until ten years later: in delicate ascending arpeggios, the piano first accompanies the singing in Til næturinnar (To the night), which laments a lost love before promising comfort in the night. After the singing stops, the trombone and piano bring this song to a close, creating a link to the lullaby Sofðu unga ástin mín (Sleep my little darling), which is well-known in Iceland. To finish this small collection of poems by Kristín Jónsdóttir, Azima wrote Næturferð (Nocturnal Journey) especially for this recording. Once again, the love of nature awakens here in the midst of an autumn night, in which a true story is told with musical brushstrokes, which the composer also understands as a metaphor for life, where steep slopes and deep ravines often have to be overcome.

All of these songs were created in a similar way, described by the composer as follows: “I usually have the feeling that I have to write the song from the poem I feel. I simply sit down at the piano with the poem, play a few chords and look for a suitable melody. Sometimes it starts to sound by itself, sometimes I have to search for it. If the poem doesn’t ‘speak to me’, there is no music. Once the melody and harmonies are clear, the real work begins: arranging. It can happen that I change a few chords, but rarely the melody. This process takes a lot of time and sometimes throws me off track. I have to be careful not to lose the connection to the poem and stay true to the original atmosphere of the poem”.

My earliest memory of a musical moment is when I was six years old and I discovered an album in my parents’ LP collection – Mozartmania recorded by an orchestra conducted by Waldo de los Ríos. As a child of young parents in the early 70s, most of the music played in my home was the music of the hippie generation: Bob Dylan, The Beatles, Joan Baez, etc. I really did appreciate those artists and still do, but hearing the Symphony No. 40 by Mozart, in this fairly unconventional arrangement criticised by many at the time (of which I was happily very unaware), was a life changing moment. I felt I had never heard anything so beautiful, with all due respect to rock and roll and American folk music – something else, something from a different dimension! This experience lit my antennae for classical music, but there would still be seven more years before I even thought of the possibility of learning to play an instrument myself. And funnily enough, it was Mozart’s turn again to throw the dice. I saw the movie Amadeus in the theatre and there was no turning back, I became convinced I had to learn to play the oboe! At this time my best friend had started playing in the school band and I followed her to a rehearsal, extremely shy but still having found this new purpose in life I had to face my fears and ask the band leader for a position as an oboe player. Unfortunately, or fortunately, there were no oboes in this band at the time but there was a vacancy in the trombone section. Back at home playing this new horn I was kind of disappointed, it sounded much more like a vacuum cleaner to my ears than the beautiful oboe! But I decided to stick at the trombone, at least for a while, and try simply to make it sound better. Later I realise how much this sound ideal of the lyrical oboe has shaped my own playing. There would be more listening revelation moments to come: hearing Mussorgsky’s Pictures at an Exhibition was a thrilling experience, Stravinsky’s Rite of Spring, Bach’s Brandenburg concertos and Schumann’s lieder just to name a few.

Writing my own music, as with playing an instrument, came to me pretty late in life. In my studies at the music conservatory of Gothenburg, Sweden (1995–2000) I had a theory teacher who encouraged us to write short examples of music to different harmonic structures, and this opened up a creativity I had never explored before. And again there would be several years before I dared explore this new path further; in 2006 a song to a poem by my grandmother came out of nowhere in my head and haunted me until I wrote it down. It soon led to more songs to her poetry as well as that of other poets. I was fascinated, and always have been, with poetry, and some poems seem almost to sing music back to me while reading. To me poetry and music come from the same source, from another world which still contains all our human existence; it still feels like the first time I heard Mozart’s music – something from a different dimension.

Ingibjörg Azima

Margrét Hrafnsdóttir was born in Reykjavík and studied singing with Sieglinde Kahmann in Reykjavík Conservatory of Music and Stuttgart Musikhochschule with professors Takanashi, Francisco Araiza and Robert Hiller. She also completed a diploma in Lied singing in professor Witthoeft’s Lieder class. In Stuttgart, Margrét received a scholarship from the Richard Wagner Verband to enjoy three operas at the Bayreuth music festival, followed by a solo concert of hers in Stuttgart, organised by the Richard Wagner Verband. Margrét has attended various masterclasses including those led by Christoph Pregardien, Elly Ameling and Anne Sofie von Otter. She has received grants and scholarships to hold concerts in Germany, Switzerland, Italy, Iceland, Sweden and Denmark with various musicians. She sang the role of Freyja in the Icelandic opera Þrymskviða by Jón Ásgeirsson, and the role of Ortlinde in Wagner’s Walküre at the Icelandic Opera. In 2007 Margrét and cellist Ólöf Sigursveinsdóttir released a CD of Icelandic folk songs called Hjartahljóð. Margrét, Ólöf and other musicians have worked closely with composer Ingibjörg Azima and the CD Vorljóð á Ýli from 2015 is a collaboration of musicians playing clarinet, cello, accordion, bassoon, double bass and voice.

Margrét Hrafnsdóttir

Ármann Helgason is a freelance clarinettist based in Reykjavík. After extensive studies abroad, both in London and Paris, he has divided his time equally between chamber music, solo performances and orchestral playing with the Iceland Symphony Orchestra, Camerarctica and various other ensembles in Iceland. Ármann is principal clarinet of the Northern Sinfonia in Akureyri, Iceland.

Ármann Helgason

Ólöf Sigursveinsdóttir is a cellist in Iceland where she holds solo-recitals or plays chamber music performing with various artists. Ólöf had her first cello lesson at the age of five at the Music School of Sigursveinn, where she grew up in a family of musicians and went on to further studies in Stuttgart, Germany at the Hochschule für Musik und Darstellende Kunst. There she studied, alongside cello, orchestral and choral conducting. Ólöf has held various recitals, both at home in Iceland and abroad with pianists as Bjarni Frímann Bjarnason, Einar Bjartur Egilsson and Agnieszka Bryndal. One of her recent recitals, held in the grand Harpa concert venue of Reykjavík, was played along with pianist Slava Poprugin in sonatas by Richard Strauss, Beethoven and Nadia Boulanger. Ólöf Sigursveinsdóttir is a host, artistic director and organiser of one of the most well known classical festivals in Iceland, the annual Berjadagar Music Festival. There she performs with various artists over four days in Ólafsfjörður in the north of Iceland. Under the motto ‘Nature and Creativity’, Ólöf casts light on Icelandic nature with her unique ideas and colourful, dynamic concert events.

Ólöf Sigursveinsdóttir

Björg Brjánsdóttir graduated from the Norwegian Academy of Music in the spring of 2017 and pursued further flute studies at the Music University in Hanover, Munich and Copenhagen. She was nominated as the Performer of the Year at the Icelandic Music Awards 2022 and has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, Elja chamber orchestra, The Icelandic Youth Orchestra, Svanurinn Wind Band and the Icelandic Flute Choir. Björg plays in the new music group Caput and performs regularly with various orchestras in Germany, Norway and Iceland. She is a member of the flute septet Viibra, which has been working and touring with Björk since 2016. Her first album Growl Power was released in January 2024 with works by Bára Gísladóttir. She has worked closely with many composers and her second album is expected later in the year with six new solo pieces for flute by six different composers.

Björg Brjánsdóttir

Hrönn Þráinsdóttir began her piano studies in Reykjavík at the age of eight. In 1991 she enrolled at the Reykjavík College of Music with Jónas Ingimundarson and graduated in 1998 with a degree in music performance. She then went on to Germany to study at the Staatliche Hochschule für Musik in Freiburg im Breisgau. Her principal teachers were professor Tibor Szasz and Hans-Peter Müller, professor of Lied interpretation. Hrönn graduated in 2004 with a diploma in music performance, Lied accompaniment and music education. She graduated in 2007 with a Master’s degree from the faculty of Lied interpretation at the Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst in Stuttgart, where she studied with professor Cornelis Witthoefft. Hrönn is one of the leading accompanists with singers in Iceland. She has specialised in vocal repertoire and is very active in the general music scene in Iceland. She has premiered Icelandic songs, recorded for both radio and television and has also recorded many albums. She has participated in many opera projects over the years, mostly for independent opera companies, the festival Óperudagar and Sönghátíð í Hafnarborg. She has been the music director for the Opera studio in the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts for the last 15 years. She has performed in concerts and accompanied singers in Iceland, widely around Europe, as well as in China and in the USA. Hrönn is a teacher at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts, the Sigurður Demetz Academy of Singing in Reykjavík and at the Iceland College of Music.

Hrönn Þráinsdóttir

Til eru sextán orð sem innihalda orðið logn í íslensku. Blankalogn, dúnalogn, stafalogn – langflest þessara 16 orða lýsa einhverskonar kyrrð og ró, hvort sem er veðurfarslega eða andlega – hið ytra eða hið innra logn.

Lögin á þessari plötu eru öll samin við ljóð íslenskra ljóðskálda. Ljóð eru fyrir mér einhverskonar galdur –þau eru dyr inn í aðra veröld þar sem öll mannleg tilvist rúmast jafnvel í örfáum orðum.

Ljóðin, sem lög plötunnar eru samin við, hafa komið upp í hendur mér ýmist fyrir tilviljun eða fyrir forvitni mína gagnvart tilteknu skáldi, en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa lifnað við á blaðsíðunum við lestur og smám saman gefið af sér lag eða tónverk. Lögin eru því algjörlega innblásin af ljóðunum og hefðu aldrei hljómað nema vegna tilurðar þeirra.

Lögin á plötunni er samin á tólf ára tímabili, frá árinu 2010-2022 og hafa mörg þeirra verið flutt á tónleikum víðsvegar. Fyrir plötuna útsetti ég langflest þeirra alveg upp á nýtt. Fyrir hvern lagaflokk er mismunandi hljóðfæraskipan, í grunninn er alltaf píanó og söngur en eitt aukahljóðfæri bætist við hvern flokk til að ljá honum sinn sérstaka lit.

Ljóðin á plötunni eiga það einnig sameiginlegt að lýsa einhverskonar kyrrðarástandi, annaðhvort úti í náttúrunni eða hið innra. Sum lýsa skorti á kyrrð eða ferðalaginu á milli kyrrðar og ókyrrðar. Logn og allar sextán gerðirnar af logni, eru því þema þessara ljóða og tónlistar.

Ingibjörg Azima

tónskáldið sjálft leikur á.

Á þessum diski eru fjórir lagaflokkar, sem teknir voru upp sumarið 2022. Þeir voru samdir yfir tiltölulega

langt tímabil eða á árunum 2010 til 2022. Hver lagaflokkur er fyrir ákveðið hljóðfæri við ljóð eftir sama ljóðskáld. Öll eru ljóðskáldin íslensk og þrjú á lífi. Öll lögin eru samin fyrir sópranrödd og píanó, en síðan bætast við mismunandi hljóðfæri fyrir hvern lagaflokk, bassaklarinett, selló, flauta — og básúna, sem

Gerðar Kristnýjar.

Þessi samantekt gefur yfirsýn yfir verk Ingibjargar Azimu, sem kom seint að tónsmíðum og eftir krókaleiðum. Söngröddin er henni hugleiknust og leiðir ásamt píanóinu „eins og rauður þráður í gegnum þessa plötu,“ eins og tónskáldið kemst að orði. Titil útgáfunnar, Logn, valdi Ingibjörg úr samnefndu ljóði

Logn er ekki fyrsta útgáfan á verkum Ingibjargar. Árið 2015 gaf hún út Vorljóð á ýli á eigin vegum og setti inn á Spotify. Árið 2018 gaf hún út söngbókina Varpaljóð á Hörpu með tíu lögum, og tók upp þrjú lög til viðbótar, sem einnig komu út á Spotify. Öll lögin voru samin við ljóð eftir ömmu hennar.

Þótt hér sé um að ræða tónlistarmann sem hefur lokið viðeigandi námi eru tengsl Ingibjargar við ljóðlist jafn sterk og við tónlistina sjálfa. Jafnvel þótt hún hafi aldrei fundið fyrir löngun til að semja eigin ljóð gældi hún um tíma við hugmyndina um bókmenntanám. En þess í stað endaði hún óvænt í tónlistarakademíu tvítug að aldri. Tilviljanir og krókaleiðir hafa haft afgerandi áhrif á tónlistarferil hennar. Hún er básúnuleikari sem vildi upphaflega leika á óbó og er nú einnig tónskáld.

Allar snúast tónsmíðar Ingibjargar um söng. Af um 50 lögum sem hún hefur samið til þessa eru flest fyrir einsöngsrödd og píanó eða gítar, en einnig hefur hún samið kórlög. Einu undantekningarnar eru tvö kammerverk, annað fyrir þrjár flautur og hitt fyrir fjórar básúnur. Þó gegnir ljóðið þar einnig mikilvægu hlutverki: í tríóinu er notuð uppbyggingin úr ljóðinu Sällan landar människan som fågel (Maðurinn lendir sjaldan eins og fugl), jafnvel þótt enginn söngur sé í verkinu (höfundur talar hér um eins konar frásagnartónlist). Lagið Værð sem er að finna á þessum diski var notað sem grunnur fyrir Chorale fyrir fjórar básúnur. Þessi úrvinnsla yfir í sjálfstæða kammertónlist sýnir hversu mikil áhrif ljóðið hefur á tónsmíðastíl Ingibjargar Azimu og jafnvel gegnsýrir hann. „Ég hef á tilfinningunni að engar tónlistarhugmyndir komi til mín nema ég tengi þær við texta. Þetta hljómar kannski öfgafullt, en það er staðreynd!“

Hinir ýmsu lagaflokkar á þessum diski hafa ekki sérstök heiti. Þeir eru settir saman nánast af handahófi, og ljóðin sem þeir samanstanda af koma ekki úr einstökum ljóðabókum heldur er hver flokkur litrík ljóðablanda. Þar sem aðeins eitt tiltekið skáld kemur við sögu í hverjum hinna fjögurra ljóðaflokka fær hver flokkur sína heild og sérstöðu. Tónskáldið fór eftir innsæi sínu í þessum efnum og valdi þau ljóð sem það gat samsamað sig við og samið við tónlist. Engu að síður eru þemalíkindi milli einstakra laga eða lagaflokka. Almennt séð endurspegla lögin ellefu á þessari plötu, sem og ljóðin, þá ró sem varð tónskáldinu tilefni titilsins.

Á árunum 1995 til 2011 bjó Ingibjörg Azima í Svíþjóð og fann stundum til heimþrár. Þessi tilfinning varð tilefni að fyrstu þremur lögunum. Það veitti henni huggun að ljóð Snorra Hjartarsonar eru gegnsýrð af djúpri tengingu við íslenskt landslag, og þögnin spilar stórt hlutverk í þeim. Sum af ljóðum Snorra (alls 151 talsins) bera vitni um ást hans á fámennasta landi Evrópu, þar sem náttúran er enn að mestu ósnortin og lýst í fögrum myndum. Sumarnótt, Hvíld og Lindin í mónum hvíldu í tölvu Ingibjargar um árabil að viðbættum hljómum þar til þau voru útsett fyrir lítinn kammerhóp árið 2017 og síðar fyrir þessa útgáfu, þ.e. fyrir bassaklarinett, píanó og sópranrödd. Hér er lýst víðáttum íslenskra óbyggða með niðandi ám, sofandi hjörðum, þokuslæðum yfir djúpum giljum, einmanaleika í dölum og þöglum engjum, eins og segir í ljóðunum. Sérstaklega endurspeglar þriðja og stysta lagið (Lindin í mónum) fegurð hinnar þöglu náttúru, þar sem sópranröddin er eingöngu við undirleik bassaklarinettsins.

Tvö lög við ljóð skáldsins og barnabókahöfundarins Gerðar Kristnýjar (f. 1970) voru pöntuð af sópransöngkonunni og sellóleikaranum á þessum diski árið 2019. Á þeim tíma voru einir tónleikar þeirra helgaðir konum, og því valdi Ingibjörg ljóð Gerðar Kristnýjar sem viðfangsefni, en kraftmikil ljóð hennar höfðu lengi heillað tónskáldið. Ljóðið sem titill þessarar plötu er dreginn af lýsir mismunandi stigum ástarsögu og „tekur þig í stormasama ferð í gegnum sálarlíf konunnar“, eins og tónskáldið leggur áherslu á. Værð lýsir hins vegar þögninni sem hægt er að upplifa í rökkri á síðsumarkvöldi við einn af hinum ótal fjörðum landsins.

Æskustemningin og léttleikinn í Ef tár þín væru vatn eftir Sölva Björn Sigurðsson (f. 1978) heillaði Ingibjörgu frá fyrstu tíð, og því varð þetta lag til, þar sem flautan umlykur píanóið, og bæði hljóðfærin fylgja röddinni eins og öldur. Þetta lag gaf henni tækifæri til að kafa dýpra í ljóð Sölva. Það skilaði sér í Sonnettu og Fuglunum. Tónskáldið lýsir því fyrra sem „einu fallegasta ástarljóði sem samið hefur verið á íslensku“.

Þar sem innihald textans og sérstaklega form ljóðsins byggir á gömlu sonnettunni fylgir tónlistin dyggilega þeim stíl í þessu lagi, sem tónskáldið vill gjarnan kalla barokkaríu sína. Aftur á móti eru Fuglarnir dæmi um nútímalegan stíl Sölva. Þar rammar tónlistin inn ljóðið með inngangi og niðurlagi. Sagt er frá mannlegri örvæntingu, en impressjónísk mynd af tunglgeislum á stöðuvatni er kölluð fram í miðjunni.

Síðasti lagaflokkurinn af fjórum hefst með laginu Við hliðið við ljóð eftir Kristínu Jónsdóttur (f. 1963). Tónskáldið sjálft leikur hér einnig á básúnu. Ingibjörg kynntist ljóðum Kristínar þegar hún fékk gefna ljóðabókina Bréf til næturinnar og varð djúpt snortin af tilfinningalegri beinskeyttni ljóðanna og heiðarleika.

Auðvelt var fyrir tónskáldið að tónfæra þetta ljóð, sem fangar augnablikið þegar elskendur mætast á túni, nánast eins og í kvikmynd. Annað lag við ljóð Kristínar var ekki samið fyrr en tíu árum síðar: Til næturinnar, þar sem píanóið fylgir söngnum með fíngerðum stígandi brotnum hljómum. Týnd ást er hörmuð, en loks veitir nóttin huggun með undurfagurri vísan í texta vögguvísunnar þekktu Sofðu unga ástin mín. Til að ljúka þessu litla ljóðasafni Kristínar Jónsdóttur samdi Ingibjörg Næturferð sérstaklega fyrir þessa útgáfu. Enn og aftur vaknar hér ástin á náttúrunni um miðja haustnótt, þar sem sönn saga er sögð með músíkölskum pensilstrokum, sem tónskáldið skilur líka sem myndlíkingu fyrir lífið, þar sem oft þarf að yfirstíga brattar brekkur og djúp gil.

Öll þessi lög urðu til á svipaðan hátt, sem tónskáldið lýsir svo: „Mér finnst ég þurfa að semja lag við það ljóð sem höfðar til mín. Ég sest einfaldlega niður við píanóið með ljóðið, spila nokkra hljóma og leita eftir laglínunni. Stundum kemur hún af sjálfu sér, stundum þarf ég að leita að henni. Ef ljóðið talar ekki til mín verður engin tónlist. Þegar laglínan er komin ásamt hljómum hefst hin raunverulega vinna: að útsetja. Ég breyti ef til vill nokkrum hljómum, en sjaldnast laglínunni. Þetta ferli tekur mikinn tíma, og auðvelt að fara stundum út af sporinu. Ég þarf að passa mig á að missa ekki tengslin við ljóðið og halda mig við hið upprunalega andrúmsloft ljóðsins.“

Textaskrif Antonio Gómez Schneekloth (Þýð. Halldór Víkingsson) / Odradek Records, LLC lúta verndar höfundarréttar listrænna skrifa - Engar afleiður 4.0 alþjóðlegra CC leyfa. Notkun utan almennra skilmála háð samráði við leyfishafa www.odradek-records.com

Fyrsta minning mín um tónlistarlega upplifun er frá því er ég sex ára gömul uppgötvaði plötuna Mozartmania með hinum víðfræga Waldo del los Ríos hóp í plötusafni foreldra minna. Tónlistin sem mest var spiluð á heimili mínu var tónlist foreldra minna var tónlist þeirra kynslóðar; Bob Dylan, Bítlarnir og Joan Baez til að nefna nokkra. Ég kunni sannarlega að meta tónlist þessara listamanna og geri enn, en að heyra sinfóníu nr 40 eftir W.A Mozart í liggur við alræmdum flutningi Waldo de los Rios hópsins var upplifun sem seint gleymist. Mér fannst ég aldrei hafa heyrt neitt eins fallegt einsog tónlist Mozarts (sem betur fer vissi ég þá ekkert um þá gagnrýni sem útgáfan varð fyrir vegna hins undirliggjandi diskótakts) og þó að þjóðlagakennt rokk hippakynslóðarinnar væri ágætt þá fann ég að þessi tónlist var eitthvað annað – einsog úr annarri vídd! Þessi upplifun kveikti á einhverjum móttakara í heilanum fyrir klassískri tónlist en þó að ég þarna væri orðinn mjög ákafur hlustandi hvarflaði það ekki að mér fyrr en mörgum árum síðar að ég gæti mögulega lært á hljóðfæri sjálf. Og það merkilega er að aftur var það Mozart blessaður sem var örlagavaldur í lífi mínu.

Kvikmyndin Amadeus kollvarpaði lífi mínu og ég gekk út úr Háskólabíó fullviss um að ég yrði að læra að

spila á óbó! Besta vinkona mín var þá nýgengin til liðs við skólahljómsveit bæjarfélagsins svo ég dreif mig með henni á æfingu, ákaflega feimin en stamaði því upp við stjórnandann að mig langaði að læra á óbó og vera með í hjlómsveitinni. Á þeim tíma voru því miður engin óbó í Skólahljómsveit Kópavogs en hinsvegar var laust eitt pláss í básúnudeildinni.

Ég fór heim með þetta nýja fyrirbæri, básúnuna og varð fyrir töluverðum vonbrigðum – hún hljómaði aðallega einsog ryksuga fannst mér, langt frá hinum skæra, fagra óbóhljómi sem ég hafði heyrt í myndinni um Mozart. En ég ákvað að gera það besta úr hlutunum og læra á lúðurinn og reyna bara að láta hann hljóma betur. Seinna meir áttaði ég mig á að hinn syngjandi og lýríski óbótónn var líklega mín fyrsta tónfyrirmynd á básúnuna.

Fleiri tónskáld og stórverk tónbókmenntanna áttu eftir að hafa mikil áhrif á mig: Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky, Vorblót Stravinskys, Brandenburgarkonsertar Bachs og ljóðaflokkar Schumanns bara til að nefna örfá.

Ingibjörg Azima

Eftir nám við tónlistarskóla Reykjavíkur nam

Margrét Hrafnsdóttir við Tónlistarháskólann

í Stúttgart þar sem hún lauk söngkennara- og einsöngvaradiplómi sem og diplómu í ljóðasöng.

Hún hefur sótt fjölda námskeiða þar á meðal hjá Anne Sofie von Otter og Christoph Pregardien.

Hún hefur hlotið styrk úr Hlaðvarpanum og

Tónlistarsjóði og einnig Listamannalaun. Margrét hefur haldið einsöngstónleika í Þýskalandi, Íslandi, Sviss, Danmörku og Svíþjóð með efnisskrám sem spanna allt frá sjaldheyrðum verkum að þjóðlögum og margbreytilegri leikhús- og óperutónlist.

2007 gaf hún út ásamt Ólöfu Sigursveinsdóttur, sellóleikara geisladiskinn „Hjartahljóð“, íslensk þjóðlög. Einnig fengu þær styrk frá Hlaðvarpanum til ad láta semja fyrir sig verk, „Heimtur“, sem frumflutt var í Berlín 2011 eftir Ingibjörgu Azima. 2015 kom út diskurinn „Vorljóð á Ýli“ með þeim lögum í útsetningum fyrir óvenjulega kammersveit með fagotti, harmonikku, klarinetti, kontrabassa og sellói. Margrét hefur einnig sungið hlutverk í íslenskum óperum, m.a hlutverk Freyju í Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson og Gilitrutt í samnefndri óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur.

Ármann Helgason klarinettuleikari hefur átt fjölbreyttan feril sem einleikari, kammermúsíkant og hljómsveitarspilari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku Óperunni, Sinfóníuhljómsveit

Norðurlands, kammerhópnum Camerarctica og ýmsum öðrum hópum, m.a. Caput, Hnúkaþey og færeyska kammerhópnum Aldubáran. Ármann stundaði nám í klarinettuleik við Tónlistarskólann

í Reykjavík og í London og París og hefur hann oftsinnis hlotið starfslaun listamanna til þess að sinna ýmsum tónlistarverkefnum. Ármann sinnir einnig uppeldislegum skyldum og er deildarstjóri blásaradeildar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem hann stýrir einnig Sinfóníuhljómsveit skólans.

Ármann Helgason

Ólöf Sigursveinsdóttir er sellóleikari og viðburðarstjórnandi með brennandi áhuga á sígildri tónlist og kynningu á henni fyrir hinn almenna hlustanda á Íslandi. Ólöf lauk sellónámi við

Tónlistarháskólann í Stuttgart þar sem hún hóf einnig nám í hljómsveitarstjórn. Ólöf hefur komið fram sem einleikari á selló með sinfóníuhljómsveitum og heldur reglulega einleikstónleika með píanistum á borð við Slava Poprugin, Agnieszka Bryndal, Einar Bjart Egilsson og Bjarna Frímann Bjarnason. Ólöf hefur staðið fyrir stærri og smærri viðburðum í tónlist frá árinu 2013 og árleg tónlistarhátíð hennar

heitir Berjadagar www.berjadaga.is og fer fram á Norðurlandi-eystri í Ólafsfirði. Þar kemur hún fram sem listrænn stjórnandi og skipuleggjandi. Til að framkvæma hátíðina safnar hún saman tónlistarmönnum á svið bæjarins og færir þannig klassíska tónlist nær dreifbýlinu. Áhugi hennar á tónlist hefur orðið til þess að hún stofnaði einstaka strengjasveit ásamt hópi félaga árið 2017: Íslenskir strengir. Hljómsveitin hefur frumflutt fjölda frumlegra tónsmíða fyrir strengjasveit. M.a. hið stórfenglega Musica Adventus eftir Peteris Vasks sem var frumflutt á Íslandi árið 2019 undir hennar stjórn.

Ólöf Sigursveinsdóttir

Björg Brjánsdóttir útskrifaðist af einleikarabraut frá Tónlistarháskóla Noregs vorið 2017 og hefur auk þess stundað nám í þverflautuleik við

Tónlistarháskólann í Hannover, Tónlistarháskólann í

München og Konunglega danska tónlistarháskólann. Björg var tilnefnd sem flytjandi ársins á Íslensku

tónlistarverðlaununum 2022 og hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Elju kammersveit, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Lúðrasveitinni Svaninum og Íslenska flautukórnum.

Hún er flautuleikari tónlistarhópsins Caput og

Elju kammersveitar og hefur sinnt fjölmörgum hljómsveitarverkefnum í Þýskalandi Noregi, Íslandi og víðar. Í janúar 2024 kom út fyrsta einleiksplata

Bjargar, Growl Power, með verkum eftir Báru Gísladóttur. Hún hefur unnið náið með fjölmörgum tónskáldum en síðar á árinu er önnur plata hennar væntanleg með nýjum einleiksverkum fyrir þverflautu eftir sex tónskáld.

Björg Brjánsdóttir

Hrönn Þráinsdóttir stundaði framhaldsnám við píanóleik við Staatliche Hochschule für Musik í Freiburg og lauk þaðan diplóma kennaraprófi vorið 2004 og tók meðleik við ljóðasöng sem aukafag. Kennarar hennar voru Dr.Tibor Szász og Hans-Peter Müller. Að því loknu nam hún við ljóðasöngdeild Tónlistarháskólans í Stuttgart undir handleiðslu Cornelis Witthoefft og lauk sérhæfðu diplómanámi sumarið 2007. Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar auk þess að hafa hljóðritað fyrir útvarp og leikið inn á geisladiska. Hún hefur verið virk í uppeldisstarfi ungra söngvara, verið tónlistarstjóri uppfærslna síðustu ára hjá óperudeild Söngskólans í Reykjavík þar sem fluttar hafa verið perlur óperubókmenntanna. Hún hefur einnig ferðast víða um land síðustu misseri og kynnt óperutónlist og hið íslenska sönglag fyrir grunnskólabörn í öllum landshlutum. Hún er einn helsti meðleikari óperusöngvara á Íslandi og hefur verið afar virk í tónleikahaldi á Íslandi. Hrönn er kennari við Söngskólann í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og við Menntaskóla í tónlist, MÍT.

Hrönn Þráinsdóttir

Ljóð Poems

Sumarnótt

Ein í auðum dali

áin niðar gegnum víðimó

Hægur sunnansvali

silfurdöggvar hverja tó

sofa hjarðir, sefur ló,

svífur þoka í skriðum

læðist grá með loðna skó

lágt í rauðum skriðum.

Hvíld

Lygnt geymir vatnið

leið mína yfir fjallið, felur hana rökkri

og ró í nótt.

Vær geymir svefninn

Snorri Hjartarson (1922-1986)

söknuð minn í lautu, með degi rís hann aftur úr djúpsins ró.

Summer night

Alone in a vacant valley

The river murmurs through willow moor

A slow southern chill

Silver-dews each blade of grass

Slumbering herds, slumbering fluff,

Fleeting fog in gorges

Tiptoes gray in furry shoes

Low in ruddy gorges.

Rest

Þýðing Translation: Guðbjörg H. Leaman

Calm guards the lake

My route over the mountain, Covers it with twilight

Cnd calm tonight.

Peaceful guards the sleep

My regret in a hollow,

At daybreak it will rise again

From the calm depths.

Þýðing Translation: Hallberg Hallmundsson

Lindin í mónum

Hve lygn hún streymir fram lindin í mónum

sólbjört og lyng

engar bárur sem rjúfa blámann að ofan

The spring in the meadow

How calm it streams forth

The spring in the meadow

How sun-bright and calm

No wavelet disturbing

engir hljómar þögnina

Þú lýtur yfir flötinn

gefinn ljós og dul himins og jarðar skin á himni skuggi þess á jörð.

The blue from above No sound the stillness You lean over the surface

Given the light and enigma

Of heaven and earth

Reflection in the heavens Its shadow on earth.

Þýðing Translation: Hallberg Hallmundsson

Logn

Hendi er veifað

og logn leggst yfir vindslegin tún

Enn sjást merki

eftir för þína

í hrímguðu grasinu

Teymi hest þinn á hús

áður en hvessir á ný

Ást okkar innlyksa í vetur

Hljóðlaust

fellur gleðin

á hár mitt

Gerður Kristný (1970)

Calm

A hand is wave

And calm descends

On wind-ruffled hayfields

The tracks you left

In the frost-filmed grass

Can still be seen

I lead your horse to stable

In a lull in the wind

Our love now marooned in winter

Joy falls

Soundlessly

smýgur inn á hrygg

svo hríslast undan

Værð

Þegar dimmir

hverfa fjöllin

upp í himininn

Ró leggst

yfir mó

Handan fjarðar

tindra ljós

Mannvist í myrkursveit

Onto my hair

Slips into my spine

Then fans outwards

Tranquillity

When darkness falls

The mountains vanish

Into the sky

Calm descends

On the moorland

Beyond the fjord twinkle the lights of human dwellings in dark terrain

Ef tár þín væru vatn

Ef tár þín væru vatn er féllu á jörð

og viðkvæm andtök þín hið eina rok en blærinn þeirra bergmál

þá mætti ég vera gras er gréri þar

og grjót er næmi vindinn sér á kinn

í fjöllunum í fjarska.

Sonnetta

Æ brotnar alda hafs og helst á ný sem himnar taka litaskiptum ótt.

Sölvi B.Sigurðsson (1978)

Í dögun þíðir drífu sólin hlý, að degi loknum kemur aftur nótt. Víst fellir tími á heim manns hinstu gleymd, manns hugsun verk og líf er stund, ei meir. Allt breytist, ljóð mitt lifir skamma geymd en líður síðan marklaust burt og deyr. Sem heimur æ fær hinstu rökum breytt er hlutur minn að hverfa af brautu hans.

Og þó mun líf mitt alltaf geyma eitt sem á við breytni tíma, lífs og manns. Ég lifði að elskast andartak með þér svo eilífðin mun aldrei hverfa mér.

If your tears were water

If your tears were water

Falling on the ground

And your soft breath

The only storm

Echoed by the breeze

Then let me be the grass

Growing there

And a boulder feeling the wind

On its cheek

In the far away mountains.

Sonnet

Þýðing Translation: Guðbjörg H. Leaman

A wave perpetually breaks anew

While the skies swiftly change colour.

At dawn the snow is melted by the sun,

By the end of day night is back.

Time quickly erases the human realm,

The thought of life and work lasts but an hour.

Everything changes, my poem is short lived, It slithers away without meaning and then dies.

As the world forever steers the final course

My part will be to leave its given path.

And yet my life forever will contain

That which belongs to deeds, and human life.

I lived to love a moment here with you,

Thus, eternity will never pass me by.

Þýðing Translation: Guðbjörg H. Leaman

Fuglarnir

Í svartri heiðríkjunni hefja fuglarnir sig til lofts undir sjónstjörnum stálgráir vængirnir rífa himinhvolfið

þá kastar tunglið skini á haf sláttsins

og veröldin gleypir fuglana en úti er ennþá myrkur og inni í mér er ennþá allt svart.

The Birds

In the black clarity The birds take to their wings. Under watchful stars Wings of grey steel Tear through the space The moon throws its beams. Upon the scene And the world swallows the birds. Outside all is still dark And within me all is still black.

Þýðing Translation: Þórunn Hjartardóttir og

Guðbjörg H. Leaman

Við hliðið

Hálffullt tungl yfir Hornið skein, hrapaði stjarna föl.

Heiðríkt og kyrrt en hrím í grasi

- haustnæturkylja svöl.

Í stað þess að fara heim að sofa

höfðum við stundarbið og töluðum saman en ljósin lýstu

á lokað túngarðsins hlið.

Ég þrái að létta þungu fargi

þagnar af brjósti mér.

Það sem aðra má ekki gruna er auðvelt að segja þér.

Nú veit ég líka ég er ekki ein að efast og finna til

- það villast fleiri, vona og missa og vaka um óttubil.

Kristín Jónsdóttir (1963)

At the gate

A crescent moon shone across the Horn.

In the sky a pale star fell.

Translucent and still the frosted grass

- Sent an autumnal chill.

Rather than heading home to sleep

We lingered for a while

And the lights illuminated

The gate that closed off the field.

I long to put down the heavy burden

Of my silenced heart.

That which others must not suspect

Is easy to to say to you.

Now I know I am not alone

To doubt and suffer defeat

- Others stray, hopeless and lost

Awake till the break of dawn.

Þýðing Translation: Guðbjörg H. Leaman

Til næturinnar

Með þér vil ég einni eiga

öll mín leyndarmál, allt sem ég hef aðeins fundið innst í minni sál.

To the night

Only to you will I confess

Með þér hef ég glaðst og grátið, gefið, þegið, kysst, hlustað, talað, huggað, elskað, hlotið, þráð - og misst.

Sumarnótt með sól á fjöllum, svefnsins djúpu ró.

Vornótt blá með vökudraumi, von sem aldrei dó.

Vetrarnótt með veðrahljóði, vinda og snjóahret.

Haustsins nótt sem huldi í skugga harma þess sem grét.

Strjúk þú mildri, mjúkri hendi mér um vanga og brár.

Svæf mig þreytta í þínu skjóli, þerra öll mín tár.

Þá ég öðlast þrek og krafta þegar morgna fer.

- Allt sem þér er einni falið enginn dagur sér.

Secrets that I keep, Everything my soul has tried Deep within myself.

With you I have laughed and cried, Enjoyed, given, kissed, Soothed, loved, listened, conversed, Received, longed and missed.

Summers night with sun-baked mountains

Still and heavy sleep.

Blue dreams of a spring night A hope that never died.

Winters night with roars of gales, Gusts and snowy storms.

Autumn’s night that hid in shadows

Grief of those who cried.

Caress me with your soothing hand, Stroke my cheek and brow.

Sooth me in your warm embrace

Wipe away my tears.

Then I‘ll muster force and strength At the break of dawn.

- All that is within you only Daylight never knows.

Þýðing Translation: Þórunn Hjartardóttir

Næturferð

Gegnum haustnæturmyrkrið

fer hugur til þín, yfir heiði, um vatnsföll og sand.

Ég vil hverfa úr byggð, líta hugrökk og frjáls

þetta haustlita öræfaland.

Þar má gleyma um stund

því sem grætir svo oft, leita gleði sem áður fyrr var og ég þrái þá veröld sem veitir mér frið

- og ég veit að þú bíður mín þar.

Nocturnal Journey

Through the autumn nights darkness my mind seeks your mind

Across moors, along rivers and sands.

I long to depart, behold brave and free.

Og þó heiðin sé brött er ég hraðstíg og létt, ekki hrædd þó að gatan sé naum.

Og um bran ég fer sem þar bylgjast á streng

yfir brúnleitan jökulsins flaum.

Um laufvana skóg, yfir hemaðan hyl leggur haustmáni titrandi brú.

This wastelands colours of fall.

Hence forget for a while things that bring you to tears

Seek for joy that you used to possess.

- And I know you will wait for me there.

- Ég þarf ekkert að varast því enginn mig sér nema öræfanóttin og þú.

Hverfur tunglið í kaf, undir Kambi er dimmt og ég krýp hjá þér nakin og hlý, þú vaknar og finnur og veist það er ég og þú vefur mig örmum á ný.

Við verðum með nóttinni og ástinni eitt og þar eignumst við himin og land.

- Gegnum haustnæturmyrkrið fór hugur til þín, yfir heiði, um vatnsföll og sand.

And I long for existence that brings me to peace

Though the moorland is steep I am swift and light

Not afraid though the pathway is tight.

In a cable-car surge across canyon I glide

On the mud-coloured glacial stream.

Over trees without leaves and a frozen pool

The moon paints a shimmering bridge.

- I have nothing to fear because no-one is there

But the night in the desert and you.

Now the moon is submerged, below Kambur it‘s dark

And I kneel with you naked and warm, You awaken and sense, and you know it is me,

And you embrace me again.

We will be one, with the love and the night, And possess the heaven and earth.

Through the autumn nights darkness my mind sought your mind

Across moors, along rivers and sands.

Þýðing Translation: Þórunn Hjartardóttir

Eftirtaldir aðilar styrktu útgáfu geisladisksins:

Hljóðritasjóður Stef

Hljóðritasjóður Rannís

Hljóðritasjóður FÍT

Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar2

Menningarsjóður FÍH

Iceland

Photos: TommasoTuzj.com

Graphics: marcoantonetti.com www.odradek-records.com

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.