4 minute read
Ísland og evrópsku kvikmyndaverðlaunin í gegnum tíðina
ÍSLAND OG EFA Í GEGNUM TÍÐINA
RIFF sýnir fjölda íslenskra mynda sem unnið hafa til verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í gegnum tíðina. Flokkurinn er hluti af brú RIFF yfir til EFA og fara sýningar myndanna fram á riff.is BÖRN NÁTTÚRUNNAR dagana 5.-11. október. CHILDREN OF NATURE Friðrik Þór Friðriksson ICE 1991, 82 mín TÓNSKÁLD ÁRSINS 1991 Roskinn bóndi bregður búi og flyst til dóttur sinnar í Reykjavík. Aðstæður eru erfiðar; samskipti gamla mannsins og fjölskyldu dóttur hans eru stirð og úr verður að hann flytur á elliheimili þar sem hann fyrir tilviljun hittir æskuvinkonu. Saman rifja þau upp gamla og betri tíð og ákveða að strjúka saman á heimaslóðir. Tónlist kvikmyndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson.
Advertisement
101 REYKJAVÍK
Baltasar Kormákur ÍSL 2000 / 88 mín UPPGÖTVUN ÁRSINS Í EVRÓPU 2000 Mun hinn þrítugi Hlynur einhvern tímann flytja að heiman? Eftir að vinkona mömmu hans, Lola, sem er spænskur flamingókennari með lesbískar hvatir flytur inn fer fyrst að draga til tíðinda. 101 Reykjavík hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Sérstök efnistök og óhefðbundin samskipti kynjanna undir dúndrandi tónlist eiga stóran þátt í velgengni kvikmyndarinnar.
DANSARI Í MYRKRINU
DANCER IN THE DARK Lars von Trier DAN 2000 / 140 mín EVRÓPSKA LEIKKONA ÁRSINS 2000 Stúlka frá Austur-Evrópu ferðast til Bandaríkjanna ásamt ungum syni sínum og býst við því að líf þeirra verði eins og í Hollywoodmynd. Björk Guðmundsdóttir hlaut titilinn besta evrópska leikkona ársins 2000 fyrir hlutverk sitt.
ENGLAR ALHEIMSINS
ANGELS OF THE UNIVERSE Friðrik Þór Friðriksson ÍSL 2000, 100 mín LEIKARI ÁRSINS 2000 Páll er lífsglaður ungur maður sem á framtíðina fyrir sér. Þegar fer að bera á einkennum geðveiki missir Páll tökin á lífinu og ekkert blasir við nema innilokuð tilvera hins geðsjúka. Englar alheimsins er bæði átakanleg og meinfyndin mynd, angurværar tilfinningar og harður veruleikinn tvinnast saman við hið broslega. Ingvar E. Sigurðsson hlaut titilinn leikari ársins 2000 fyrir hlutverk sitt.
SMÁFUGLAR
2 BIRDS Rúnar Rúnarsson ÍSL 2008 / 15 mín STUTTMYND ÁRSINS 2008 Smáfuglar er þroskasaga sem gerist eina bjarta sumarnótt, þegar hópur unglinga ákveður að fara í fullorðinspartí með skelfilegum afleiðingum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2008 þar sem hún var tilnefnd til Gullpálmans, og sópaði í kjölfarið að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum um allan heim.
ÍSLAND OG EFA Í GEGNUM TÍÐINA
DJÚPIÐ
THE DEEP HANDRITSHÖFUNDUR ÁRSINS 2013 Baltasar Kormákur ÍSL, NOR 2012 / 95 mín Eftir að bátur sekkur undan ströndum Vestmannaeyja reynir sjómaður að halda sér á lífi í ísköldum sjónum klukkutímum saman áður en hann kemst í land. Kvikmyndin er byggð á einstæðu þrekvirki Guðlaugs Friðþjófssonar, sem vakti heimsathygli og varð vísindamönnum ráðgáta. Handritshöfundar eru Jón Atli Jónasson og Baltasar Kormákur.
HVALFJÖRÐUR
WHALE VALLEY STUTTMYND ÁRSINS 2014 Guðmundur Arnar Guðmundsson ÍSL, DAN 2013 / 15 mín Myndin sýnir sterkt samband tveggja bræðra, sem búa á litlum sveitabæ ásamt foreldrum sínum. Við skyggnumst inn í heim þeirra frá sjónarhorni yngri bróðurins og fylgjum honum í gegnum örlagaríka daga sem marka þáttaskil í lífi bræðranna.
ÞRESTIR
SPARROWS KVIKMYND ÁRSINS 2015 Rúnar Rúnarsson ÍSL 2015 / 99 mín Þrestir er ljóðrænt drama sem fjallar um Ara, 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum um tíma. Samband hans við föður sinn er erfitt og margt hefur breyst í plássinu þar sem hann ólst upp. Ari endurnýjar kynnin við Láru, æskuvinkonu sína og þau laðast að hvort öðru.
HRÚTAR
RAMS KVIKMYND ÁRSINS 2015 Grímur Hákonarson ÍSL, DAN, NOR, PÓL 2015 / 93 mín Tveir bræður sem búa hlið við hlið í afskekktum dal en hafa ekki talast við í 40 ár neyðast til að koma saman til að reyna að bjarga því sem þeim er kærast - sauðfénu.
HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR
A WHITE, WHITE DAY
LEIKARI ÁRSINS 2019 Hlynur Pálmason ÍSL, DAN, SVÍ 2019 / 109 mín Lögreglustjórinn Ingimundur hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést í bílslysi. Í sorginni fer hann að gruna mann úr bænum um að hafa átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar á þeim sem standa honum næst. Ingvar E. Sigurðsson hlaut titilinn leikari ársins 2019 fyrir hlutverk sitt. 27