RIFF 2020 - PROGRAM BROCHURE

Page 26

ÍSLAND OG EFA Í GEGNUM TÍÐINA RIFF sýnir fjölda íslenskra mynda sem unnið hafa til verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í gegnum tíðina. Flokkurinn er hluti af brú RIFF yfir til EFA og fara sýningar myndanna fram á riff.is dagana 5.-11. október.

BÖRN NÁTTÚRUNNAR CHILDREN OF NATURE

TÓNSKÁLD ÁRSINS 1991

Friðrik Þór Friðriksson ICE 1991, 82 mín

Roskinn bóndi bregður búi og flyst til dóttur sinnar í Reykjavík. Aðstæður eru erfiðar; samskipti gamla mannsins og fjölskyldu dóttur hans eru stirð og úr verður að hann flytur á elliheimili þar sem hann fyrir tilviljun hittir æskuvinkonu. Saman rifja þau upp gamla og betri tíð og ákveða að strjúka saman á heimaslóðir. Tónlist kvikmyndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson.

101 REYKJAVÍK

Baltasar Kormákur ÍSL 2000 / 88 mín

UPPGÖTVUN ÁRSINS Í EVRÓPU 2000

Mun hinn þrítugi Hlynur einhvern tímann flytja að heiman? Eftir að vinkona mömmu hans, Lola, sem er spænskur flamingókennari með lesbískar hvatir flytur inn fer fyrst að draga til tíðinda. 101 Reykjavík hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Sérstök efnistök og óhefðbundin samskipti kynjanna undir dúndrandi tónlist eiga stóran þátt í velgengni kvikmyndarinnar.

DANSARI Í MYRKRINU DANCER IN THE DARK

Lars von Trier DAN 2000 / 140 mín

EVRÓPSKA LEIKKONA ÁRSINS 2000

Stúlka frá Austur-Evrópu ferðast til Bandaríkjanna ásamt ungum syni sínum og býst við því að líf þeirra verði eins og í Hollywoodmynd. Björk Guðmundsdóttir hlaut titilinn besta evrópska leikkona ársins 2000 fyrir hlutverk sitt.

ENGLAR ALHEIMSINS

ANGELS OF THE UNIVERSE

Friðrik Þór Friðriksson ÍSL 2000, 100 mín

LEIKARI ÁRSINS 2000

Páll er lífsglaður ungur maður sem á framtíðina fyrir sér. Þegar fer að bera á einkennum geðveiki missir Páll tökin á lífinu og ekkert blasir við nema innilokuð tilvera hins geðsjúka. Englar alheimsins er bæði átakanleg og meinfyndin mynd, angurværar tilfinningar og harður veruleikinn tvinnast saman við hið broslega. Ingvar E. Sigurðsson hlaut titilinn leikari ársins 2000 fyrir hlutverk sitt.

SMÁFUGLAR 2 BIRDS

Rúnar Rúnarsson ÍSL 2008 / 15 mín

STUTTMYND ÁRSINS 2008

Smáfuglar er þroskasaga sem gerist eina bjarta sumarnótt, þegar hópur unglinga ákveður að fara í fullorðinspartí með skelfilegum afleiðingum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2008 þar sem hún var tilnefnd til Gullpálmans, og sópaði í kjölfarið að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum um allan heim.

26


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.