Ársskýrsla RARIK 2020

Page 30

28

HITAVEITUR

Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK og Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri hleypa heita vatninu frá Hoffelli inn á hitaveitukerfið á Höfn.

Hitaveitur RARIK á og rekur fjórar jarðhitaveitur og eina fjarvarmaveitu. Hitaveita Dalabyggðar var tekin í notkun árið 2000, en RARIK keypti veituna árið 2003. Að jafnaði er orka frá virkjunarsvæði hitaveitunnar 12 l/s af 84°C af heitu vatni sem samsvarar um 4,2 MW afli miðað við nýtingu til húshitunar. Rekstur veitunnar gekk vel á árinu. RARIK keypti hitaveitu Blönduóss árið 2005 og jók umsvif hennar töluvert þegar Skagaströnd var bætt við veituna 2013. Veturinn 2019–2020 boraði Ræktunarsamband Flóa og Skeiða nýja 1202 m djúpa holu sem var klædd með gataðri fóðringu niður á rúmlega 700 m dýpi sökum hruns í holunni. Borunin gekk á köflum erfiðlega vegna veðurs og hruns úr holuveggjum. Mælingar sýna að helsta æð holunnar er á um 969 m dýpi. Fljótlega eftir borlok var holan virkjuð og virðist hún nú gefa um 10–12 l/s. Til að auka vatnsöflun á svæðinu var borhola RR-21 frá árinu 2006 endurfóðruð svo að hægt væri að staðsetja nýja borholudælu á 300 m dýpi í stað 190 m áður. Hefðbundnar öxuldælur geta ekki annað slíkum afköstum á svo miklu dýpi og því var sett háspennt sambyggð djúpdæla í stað þeirrar sem áður var. Stækka þurfti borholuhús til að koma fyrir jaðarbúnaði dælunnar. Í ljósi lækkandi vatnsstöðu þarf að fara í aðgerðir til að auka vatnsöflun og til að lágmarka sóun á vatni. RARIK keypti hitaveitu Siglufjarðar árið 1991 og réðst í verulegar endurbætur á kerfinu. Árið 2011 var m.a. virkjað nýtt svæði í Skarðsdal og lögð aðveitulögn þaðan. Siglufjörður hefur nú tvö aðskilin virkjanasvæði og tvær aðveituæðar. Rekstur veitunnar gekk ágætlega á árinu. Fjarvarmaveitan á Seyðisfirði er 40 ára. Veitan er kynt með háspenntum rafskautskatli og olíukatli til vara. Við stofnun veitunnar átti RARIK kyndistöðina og sveitarfélagið dreifikerfið, en árið 1992 keypti RARIK dreifikerfið og hefur rekið það síðan. Með hækkandi verði á ótryggðri raforku umfram aðra raforku og óvissu um framboð á næstu árum er upprunalegur rekstrargrundvöllur fjarvarmaveitna af þessu

2020  –  ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.