44
ORKUSALAN
Norðurljósahlaup Orkusölunnar er hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkur.
Orkusalan 2020 Árið 2020 var fjórtánda heila starfsár Orkusölunnar, sem er dótturfyrirtæki í 100% eigu RARIK, en tilgangur hennar er fyrst og fremst að annast framleiðslu og sölu á raforku. Orkusalan ehf. starfar einungis á samkeppnismarkaði og er með um þriðjungs hlutdeild í raforkusölu á almennum markaði auk þess að eiga og reka sex virkjanir víða um land. Starfsmenn Orkusölunnar voru 18 í árslok 2020. Orkusalan stefnir á og ætlar sér að verða leiðandi í að tryggja landsmönnum öllum framúrskarandi þjónustu og samkeppnishæf verð á raforkumarkaði með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Afkoma ársins Rekstrartekjur ársins voru 5.756 milljónir króna og rekstrargjöld 4.734 milljónir króna . Rekstrarhagnaður (EBIT) nam því 1.022 milljónum króna. EBITDA hlutfall ársins 2020 var 21,7%. Hreinar fjármagnstekjur námu 40 milljónum króna og að teknu tilliti til fjármagnstekna og skatta er hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi 850 milljónir króna samanborið við 640 milljónir króna á árinu 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2020 voru heildareignir 17.445 milljónir króna . Heildarskuldir voru 2.734 milljónir króna og eigið fé 14.711 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Orkusölunnar er 84,3%. Tekjur félagsins lækkuðu um 4,9% frá fyrra ári sem skýrist að stærstum hluta af harðnandi samkeppni vegna umframframboðs á raforku á árinu. Á móti kom að
2020 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.