INNGANGUR
3
Frá stjórnarformanni og forstjóra Rekstur RARIK-samstæðunnar á árinu 2020 gekk tiltölulega vel þrátt fyrir tjón á fyrri hluta ársins og miklar sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19-faraldursins. Flæði raforku um dreifikerfi samstæðunnar var heldur minna en árið á undan og jafnframt dró úr sölu á raforku. Afkoman var að mestu í samræmi við áætlanir fyrir fjármagnsliði þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu, en vegna veikingar krónunnar var afkoman eftir fjármagnsliði talsvert undir áætlunum. Fjárfestingar í dreifikerfi raforku voru meiri en gert hafði verið ráð fyrir í langtímaáætlunum vegna þess að verkefnum var flýtt í kjölfar mikilla tjóna á dreifikerfinu í lok árs 2019 og byrjun árs 2020. Fjárfestingar í stofnkerfi voru í samræmi við áætlanir og sömuleiðis fjárfestingar í hitaveitum.
Afkoma ársins Tekjur samstæðunnar lækkuðu um 3% á milli ára vegna minni raforkusölu og lægri tekna af tengigjöldum, en einnig varð lítilsháttar samdráttur í tekjum af dreifingu.
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK.
Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 1.781 milljón króna sem er talsvert minna en áætlanir gerðu ráð fyrir og nemur lækkunin 35% frá árinu 2019, þegar hagnaður ársins nam 2.726 milljónum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 5.271 milljón króna eða 32,4% af veltu ársins, samanborið við 34,2% á árinu 2019. Handbært fé frá rekstri nam 4.303 milljónum króna. Reiknuð áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets voru 832 milljónir króna en þau voru 770 milljónir á árinu 2019. Heildarhagnaður að teknu tilliti til þýðingarmunar vegna hlutdeildarfélags og áhrifa af endurmati fastafjármuna var 5.797 milljónir króna. Fjárfestingar ársins að frádregnu söluandvirði seldra rekstrarfjármuna námu 7.475 milljónum króna, sem er 1.963 milljónum króna meira en árið á undan. Fjárfestingar gengu vel þrátt fyrir kórónaveirufaraldur. Fjárfestingar í dreifikerfi voru meiri en upphaflega var áætlað og þá voru fjárfestingar í hitaveitum óvenjumiklar.
Birkir Jón Jónsson formaður stjórnar RARIK.
Heildareignir RARIK í árslok voru 78.854 milljónir króna og hækkuðu um 10.549 milljónir króna á milli ára. Heildarskuldir námu 29.132 milljónum króna og hækkuðu um 4.752 milljónir króna frá fyrra ári. Eigið fé var 49.722 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall því 63,1% samanborið við 64,3% í árslok 2019. Kórónuveirufaraldurinn hafði töluverð áhrif á starfsemi samstæðunnar á árinu og þá einkum á vinnutilhögun starfsmanna, en félagið metur það svo að fjárhagsleg áhrif af heimsfaraldrinum hafi þó ekki verið veruleg. Starfsmenn RARIK og dótturfélaga voru 214 í árslok 2020.
Helstu framkvæmdir á árinu 2020 Dreifikerfið Miklar framkvæmdir voru við endurnýjun og þrífösun dreifikerfis í dreifbýli og voru lagðir rúmir 380 km af jarðstrengjum á árinu. Að stærstum hluta voru þetta verkefni sem voru á áætlun um endurnýjun dreifikerfisins, en vegna tjóna í desember 2019 ákvað stjórn RARIK í ársbyrjun að bæta við og breyta áður samþykktri fjárfestingaráætlun. Bætt var við 230 milljónum króna til að ljúka við níu ný verkefni í endurnýjun dreifikerfisins á Norðurlandi. Meðal þeirra voru lagnir jarðstrengja í Vesturhópi, Svarfaðardal að austan, Hörgárdal bæði að austan og vestan, frá Sveinbjarnargerði að Nolli í Eyjafirði, í Aðaldal og frá Kópaskeri að Leirhöfn. Önnur svæði, sem fóru illa í
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2020