Ársskýrsla RARIK 2020

Page 96

94

Ófjárhagsleg upplýsingagjöf

ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF Inngangur Meðfylgjandi er yfirlit yfir ófjárhagslega upplýsingagjöf RARIK ohf. til samræmis við 66. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Í yfirlitinu eru upplýsingar um viðskiptalíkan félagsins og stefnur þess í einstökum málaflokkum, ásamt lýsingu á megináhættum og ófjárhagslegum lykilmælikvörðum í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál. Einnig um stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Tekið er mið af leiðbeiningum Evrópusambandsins við framsetningu yfirlitsins, ásamt leiðbeiningum Nasdaq – ESG Reporting Guide 2.0 (ísl. UFS leiðbeiningar, febrúar 2020).

Lýsing á viðskiptalíkani RARIK ohf. Tilgangur félagsins er að framleiða, dreifa og eiga viðskipti með raforku og varmaorku í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65/2003 og orkulaga nr. 58/1967 vegna hitaveitna, hvort heldur er í heildsölu eða smásölu, ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins, sbr. lög nr. 25/2006 og 3. grein samþykkta fyrir RARIK. Meginþungi starfseminnar felst í dreifingu raforku um eigið dreifikerfi til viðskiptavina, en auk þess rekur fyrirtækið jarðvarmaveitur í Búðardal, á Blönduósi og Skagaströnd og á Siglufirði ásamt rafkyntum fjarvarmaveitum á Seyðisfirði og á Höfn í Hornafirði. Í lok árs 2020 var tekin í notkun ný jarðvarmaveita fyrir Höfn og Nesjar og fjarvarmaveitan á Höfn tekin úr rekstri. Með tilkomu nýrra orkulaga var stofnað sérstakt dótturfélag, Orkusalan ehf., um framleiðslu og sölu raforku á vegum fyrirtækisins. Orkusalan ehf. tók til starfa í ársbyrjun 2007 og starfrækir fimm virkjanir: Grímsár-, Lagarfoss-, Rjúkanda-, Skeiðsfoss- og Smyrlabjargaárvirkjun. Þróun og uppbygging orkukerfa er hjá öðru dótturfélagi; RARIK orkuþróun ehf. (stofnað 2008) og þriðja dótturfélagið Ljós- og gagnaleiðari ehf. (stofnað 2009) hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum.

Eignarhald og rekstrarform RARIK samstæðan er eign ríkisins og rekið sem fjárhagslega sjálfstætt opinbert hlutafélag. Fjármálaráðherra fer með eignarhlut í félaginu fyrir hönd ríkisins. RARIK hefur einkaleyfi á sölu raforkudreifingar á Íslandi að undanskildu höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Árborg og Vestfjörðum. Í byrjun árs 2020 keypti RARIK Rafveitu Reyðarfjarðar.

Lagaumhverfi Helstu lög sem gilda um starfsemi RARIK eru raforkulög nr. 65/2003, orkulög nr. 58/1967 og lög um hlutafélög nr. 2/1995, með áorðnum breytingum. Starfsemi Orkusölunnar heyrir undir ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005.

Tekjumörk dreifiveitna Gjaldskrá móðurfélagsins RARIK, tekjur og rekstrarkostnaður eru undir eftirliti Orkustofnunar sem úthlutar tekjumörkum – heimiluðum tekjum (sbr. raforkulög nr. 65/2003). Tekjumörk eru hámark leyfilegra árlegra tekna flutningsfyrirtækis og dreifiveitna til að mæta kostnaði og eru sett til fimm ára en uppfærð árlega.

Hlutverk og stefna Hlutverk og kjarnastarfsemi RARIK veitir heimilum og fyrirtækjum veituþjónustu á sviði raforku og hitaveitu sem er ein forsenda búsetu og lífsgæða á starfssvæði félagsins.

2020  –  ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.