Inngangur
HVERNIG SEM FER, ÞÁ BREYTIST ALLT
„Flestar loftslagsspár gera ráð fyrir að yfirvofandi breytingar, losun gróður húsalofttegunda og hækkandi hitastig sem aftur leiðir til hækkandi sjávarstöðu, gangi yfir í nokkrum skrefum. Tiltekið magn losunar valdi tiltekinni hækkun hitastigs sem aftur leiði til þess að sjávarstaða hækki jafnt og þétt að tilteknu marki. Þó vitna jarðsöguleg gögn um loftslagsþróun um tilvik þar sem lítil þúfa velti þungu hlassi, þ.e.a.s. tiltölulega smávægileg breyting á einum loftslags þætti hleypti af stað skyndilegum og óvæntum breytingum á kerfinu í heild. Með öðrum orðum, þegar hitastig jarðar hækkar umfram ákveðin mörk getur það sett af stað snöggar, ófyrirsjáanlegar og óafturkræfar breytingar sem valda geysivíðtækum skaða. Þegar svo er komið er hætt við að enginn mannlegur máttur fái spyrnt við fæti, jafnvel þótt við sameinuðumst um að taka tafarlaust fyrir alla sleppingu koldíoxíðs út í andrúmsloftið eftir það. Óstöðvandi keðju verkun væri farin af stað. Við getum litið á hana eins og bilun í stýris-og hemlunarbúnaði lofthjúpsins, svo alvarlega að við höfum ekkert vald á vandanum og afleiðingum hans.“ – Úr skýrslu American Association for the Advancement of Science, stærsta almenna vísindafélags heims, 20141
„Mér finnst lyktin af útblæstri góð.“ – Sarah Palin, 20112
Þetta breytir öllu_EJ.indd 1
21.6.2018 14:31
2 | Þ E T TA B R EYTIR Ö L L U
Það heyrðist rödd í kallkerfinu: „Farþegar með flugi númer 3935 frá Washington DC til Charleston í Suður-Karólínu eru vinsamlegast beðnir um að stíga frá borði og hafa með sér allan handfarangur.“ Farþegarnir gengu niður stigann og söfnuðust saman á heitu malbikinu þar sem þeir komu auga á nokkuð óvenjulegt: Hjólin á flugvél US Airways voru að sökkva eins og undir þeim væri blaut steypa. Hjólin voru raunar komin svo djúpt ofan í malbikið að dráttarbíllinn sem átti að draga vélina burt hreyfði hana ekki. Flugfélagið vonaði að nægu munaði um þunga farþeganna 35 til þess að unnt yrði að draga hana. Svo reyndist ekki vera. Einhver úr hópnum birti mynd á netinu og skrifaði: „Af hverju var fluginu mínu aflýst? Af því það er svo djöfull heitt í DC að flugvélin sökk 20 cm ofan í malbikið.“3 Að lokum var náð í stærra og kraftmeira tæki til þess að draga vélina og í þetta sinn heppnaðist það. Flugvélin fór í loftið, þremur klukkutímum á eftir áætlun. Talsmaður flugfélagsins sagði seinkunina stafa af „afar óvenjulegum hita“.4 Það var sannarlega óvenju heitt sumarið 2012, eins og árið áður og árið á eftir. Og það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um ástæðu þeirrar þróunar: Gegndarlaus brennsla á jarðefnaeldsneyti, einmitt það sem US Airways vílaði ekki fyrir sér að stunda þrátt fyrir röskun af völdum bráðnandi malbiks. Þessi kaldhæðnislega staðreynd að brennsla jarðefnaeldsneytis valdi svo róttækum breytingum á loftslaginu að hún hindri okkur í að brenna jarðefnaeldsneyti kom ekki í veg fyrir að farþegar með flugi 3935 færu aftur um borð í vélina og héldu för sinni áfram. Það var heldur ekkert minnst á loftslagsbreytingar í umfjöllun stóru fréttamiðlanna um atvikið. Ég er ekki í neinni stöðu til þess að áfellast farþegana. Við sem ástundum uppspenntan neyslulífsstíl, hvar sem við kunnum að búa, erum í raun öll farþegar með flugi 3935. Þótt við blasi neyðarástand sem ógnar afkomu okkar sem tegundar heldur gervöll menning okkar áfram að gera einmitt það sem orsakar kreppuna og herðir róðurinn ef eitthvað er. Rétt eins og flugfélagið sem sótti kraftmeiri trukk til að draga flugvélina spýtir hagkerfi heimsins í lófana. Það lætur sér ekki nægja hefðbundna vinnslu jarðefnaeldsneytis heldur snýr sér að enn óhreinni og hættulegri vinnslu aðferðum eins og vinnslu jarðbiks úr tjörusöndum Alberta-fylkis í Kanada, olíuvinnslu með djúpsjávarborun, gasvinnslu með vökvabroti (e. fracking), kolavinnslu þar sem heilu fjallatindarnir eru sprengdir í loft upp og svo mætti lengi telja. Á meðan dynja yfir fleiri ofsafengnar náttúruhamfarir og bregða upp nýjum kaldhæðnislegum smámyndum af loftslagi sem verður stöðugt fjandsamlegra iðnaðinum sem sjálfur á mesta sök á hlýnuninni. Til að mynda stórflóðin í Calgary árið 2013 sem
Þetta breytir öllu_EJ.indd 2
21.6.2018 14:31
Inngangur | 3
neyddu yfirmenn fyrirtækjanna, sem vinna olíu úr tjörusandi í Alberta, til að pakka saman og senda starfsmennina heim á meðan lest hlaðin eldfimum olíuvörum vóg salt á hálfhruninni brú. Eða þurrkarnir sem herjuðu á Mississippi-fljót ári áður og ollu því að vatnsborðið lækkaði svo mikið að flutningaprammar, hlaðnir olíu og kolum, urðu að bíða dögum saman meðan verkfræðideild hersins gróf rás í árfarveginn, en til þess varð að nota fé sem ætlað var til uppbyggingar eftir stórflóðin á sama svæði árið áður. Eða þegar kolaorkuver annars staðar í landinu urðu að loka tímabundið vegna þess að vatnsföllin sem nýtt voru til að kæla vélarnar voru ýmist of heit eða uppþornuð, nema hvort tveggja væri. Svona þversagnir eru hreinlega hluti þess að vera uppi á þessum ískyggilegu tímum þegar vandamál sem við höfum hingað til hunsað af kostgæfni kýlir okkur í andlitið en samt leggjum við allt kapp á að efla hina upphaflegu orsök vandans. Ég afneitaði loftslagsbreytingum lengur en ég kæri mig um að viðurkenna. Auðvitað vissi ég alveg af þeim. Ég var ekki eins og Donald Trump og Teboðshreyfingin gasprandi um að úr því það kemur enn vetur hljóti þetta allt að vera svikamylla. Ég áttaði mig þó illa á smáatriðunum og renndi aðeins augum yfir helstu fréttirnar, sérstaklega þær óhugnanlegustu. Ég taldi mér trú um að þetta væru svo flókin vísindi og að umhverfissinnarnir væru að vinna í þessu. Ég hélt mínu striki eins og það væri ekkert athugavert við glansandi kortið í veskinu mínu sem staðfesti forréttindastöðu mína í „vildarklúbbi“ flugfarþega. Mörg okkar hafa þennan hátt á, að afneita loftslagsbreytingum. Við horfum á þær eitt augnablik en lítum síðan undan. Eða horfum á þær og grínumst með að „það styttist í heimsendi!“. Það er önnur leið til þess að líta undan. Eða þá að við horfum en segjum sjálfum okkur hughreystandi sögur af mannlegu hugviti sem muni skapa tækniundur til að sjúga kolefnið hratt og örugglega úr andrúmsloftinu og skrúfa niður hitann á sólinni eins og fyrir töfra. Það er, eins og ég komst að þegar ég vann að undirbúningi þessarar bókar, enn ein leið til þess að líta undan. Eða þá að við horfum en reynum eftir megni að réttlæta ástandið með því að segja að „út frá beinhörðum peningum er skilvirkara að einbeita sér að efnahagsþróun en loftslagsbreytingum því að velmegun er besta vörnin gegn veðuröfgum“, eins og nokkrar aukakrónur breyti miklu þegar borgin þar sem maður býr er komin í kaf. Sé maður gagntekinn af stjórnkænsku er þetta ein leið til að líta undan. Eða þá að við horfum en þykjumst eiga of annríkt til að skeyta um svo fjarlæg viðfangsefni sem er ekki hægt að henda reiður á, þótt við höfum séð vatnið í jarðlestakerfi New York-borgar og fólkið uppi á húsþökum í New Orleans og vitum að
Þetta breytir öllu_EJ.indd 3
21.6.2018 14:31
4 | Þ E T TA B R EYTIR Ö L L U
enginn er óhultur, allra síst þeir sem minnst mega sín. Það er fullkomlega skiljanlegt, en samt er það líka leið til að líta undan. Eða þá að við horfum en teljum okkur trú um að eina leiðin sé að einbeita okkur að sjálfum okkur. Við stundum hugleiðslu, kaupum beint frá býli og hættum að keyra bíl, en gleymum að reyna í alvöru að breyta kerfinu sem elur af sér vandann af því að okkur þykir það of mikil „neikvæð orka“ og muni aldrei virka. Lífsstílsbreytingar af þessu tagi eru raunar hluti af lausninni og því mætti í fljótu bragði álykta að við værum með augun opin fyrir vandanum. Þó er annað augað kirfilega lokað. Eða hvað? Kannski einblínum við í raun á hættuna, en svo kemur óhjákvæmilega að því að við virðumst gleyma. Munum og gleymum svo aftur. Þannig eru loftslagsbreytingar: Það er erfitt að hafa hugann við þær öllum stundum. Það eru fullkomlega rökfræðilegar ástæður fyrir þessu undarlega og síendurtekna vistfræðilega minnisleysi okkar. Við afneitum vandanum vegna þess að við óttumst að það breyti öllu að horfast í augu við allan sannleikann. Það er rétt athugað.5 Við vitum að ef við höldum okkar striki og leyfum losuninni að aukast ár frá ári munu loftslagsbreytingar umbylta öllu í þessum heimi. Stórborgir fara að öllum líkindum í kaf, forn menningarsamfélög sökkva í sæ og það er afar líklegt að börnin okkar verji stórum hluta ævinnar í að flýja undan hamförum eða ná sér eftir fárviðri og skæða þurrka. Sjálf þurfum við ekki að aðhafast neitt til að þessi framtíðarsýn verði að veruleika. Það er nóg að gera ekki neitt. Halda því bara áfram sem við erum að gera núna, hvort sem það er að treysta á tæknilegar lausnir, rækta garðinn okkar eða telja okkur trú um að við megum því miður ekki vera að því að takast á við þetta. Það eina sem við þurfum að gera er að bregðast við eins og þetta sé ekki allsherjar neyðarástand. Það nægir að halda áfram að afneita því hvað við erum í rauninni hrædd. Þannig komumst við smám saman þangað sem við óttumst mest að lenda, á staðinn sem við höfum verið að forðast að líta á. Það kostar ekki meiri fyrirhöfn. Reyndar er hægt að koma í veg fyrir jafn skuggalega framtíð og þá sem við blasir eða gera hana að minnsta kosti miklu þolanlegri. Sá hængur er þó á að til þess þarf líka að breyta öllu. Fyrir okkur neyslufólkið felur það í sér breytta lifnaðarhætti, breytt efnahagskerfi og jafnvel að breyta aldagömlum arfsögnum um hlutverk okkar á jörðinni. Góðu fréttirnar eru að margar þessara breytinga eru hreint engar hamfarir. Sumar eru beinlínis spennandi. En það tók mig langan tíma að átta mig á því. Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar ég hætti að forðast að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru veruleiki. Það var í fyrsta sinn sem ég horfðist í dágóða stund í augu við vandann. Það var í Genf í apríl 2009 þar sem ég hitti
Þetta breytir öllu_EJ.indd 4
21.6.2018 14:31
Inngangur | 5
sendifulltrúa Bólivíu hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) í Genf, sem þá var furðu ung kona að nafni Angélica Navarro Llanos. Bólivía er fátækt land sem ver litlu fé til alþjóðamála og því hafði Navarro Llanos nýlega tekið að sér málefni loftslagsbreytinga sem aukaverkefni samhliða embættisstörfum sínu á sviði alþjóðaviðskipta. Við borðuðum hádegisverð á kínverskum veitingastað og hún útskýrði fyrir mér með því að nota matprjóna til að gera línurit sem lýsir kolefnislosun á heimsvísu að hún liti á loftslagsbreytingar bæði sem skelfilega ógn við þjóð sína en einnig sem tækifæri. Ógnin er af augljósum ástæðum: Bólivía er gríðarlega háð jöklum um vatn til neyslu og til áveitu og snæviþaktir tindarnir sem gnæfa yfir höfuðborginni eru óðum að verða gráir og brúnir. Tækifærin voru að mati Navarro Llanos fólgin í því að þar sem ríki á borð við Bólivíu hefðu nær ekkert aðhafst til þess að auka að marki kolefnislosun sína væru þau í aðstöðu til að lýsa sig „loftslagslánardrottna“ (e. climate-creditor). Þau ættu inni fjármagn og tæknilega aðstoð frá þeim sem losuðu mest til þess að standa undir himinháum kostnaði við að bregðast við frekari hamförum af völdum loftslagsbreytinga, auk aðstoðar við að þróa græna orkugjafa. Hún hafði nýlega haldið ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þar sem hún talaði fyrir viðskiptum af þessu tagi og lét mig fá afrit af ræðunni. Þar sagði að „Í milljónatali, á litlum eyjum, í vanþróuðum löndum, í landluktum ríkjum, auk viðkvæmra samfélaga í Brasilíu, Indlandi, Kína og um allan heim, sýpur fólk seyðið af vanda sem það átti engan þátt í að skapa … Til þess að koma böndum á kolefnislosun á næsta áratug þarf gífurlegt átak, stærra en dæmi eru um í sögunni. Við þurfum Marshall-áætlun fyrir jörðina. Slík áætlun þyrfti að virkja yfirfærslu fjármagns og tæknikunnáttu í stærri stíl en nokkru sinni fyrr. Koma yrði nýrri tækni í gagnið í sérhverju landi til þess að tryggja samdrátt í losun en bæta um leið lífskjör íbúanna. Það er ekki nema áratugur til stefnu.“6 Auðvitað yrði Marshall-áætlun fyrir jörðina afar kostnaðarsöm. Hún myndi kosta hundruð milljarða ef ekki trilljóna dollara, Navarro Llanos var treg til að nefna nákvæma tölu. Ætla mætti að kostnaðurinn einn gerði út af við slík áform enda var þetta árið 2009 og fjármálakreppa heimsins í fullum gangi. En hin þráláta niðurskurðarpólitík að senda reikninga bankamanna til almennings með því að segja upp opinberum starfsmönnum, loka skólum og þvíumlíkt var enn ekki orðin sjálfsögð. Í stað þess að draga úr trúverðugleika hugmynda Navarro Llanos hafði kreppan þveröfug áhrif. Öll höfðum við séð hvernig hægt var að ráðstafa milljörðum dollara á augabragði um leið og það þjónaði hagsmunum forréttindahópanna. Okkur var sagt að ef
Þetta breytir öllu_EJ.indd 5
21.6.2018 14:31
6 | Þ E T TA B R EYTIR Ö L L U
bönkunum væri leyft að fara á hausinn myndi allt hagkerfið hrynja. Þetta snerist um afdrif okkar allra og því yrði að finna peningana. Þá var ekki hikað við að beita hagstjórnartækjum sem eru annars úthrópuð sem bull. (Vantar meiri peninga? Prentum þá!) Nokkrum árum fyrr höfðu ýmsar ríkisstjórnir gripið til svipaðra ráða í kjölfar árásanna 11. september. Í mörgum vestrænum ríkjum virtist aldrei skorta fé þegar kom að uppbyggingu öryggis- og eftirlitskerfa heima fyrir og stríðsrekstri í útlöndum. Þjóðarleiðtogar hafa aldrei lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga þótt þær feli í sér hættu á margfalt meira mannfalli en verður við hrun banka eða bygginga. Niðurstöður vísindamanna um það hversu mikið þurfi að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til að draga verulega úr líkum á hamförum eru teknar sem góðlátlegar ábendingar og litið svo á að aðgerðum megi margítrekað fresta. Hugtakið neyðarástand snýst fremur um vald og hagsmuni valdsins en beinharðar staðreyndir. Samt þurfum við ekki að vera óvirkir áhorfendur að þessu öllu: Stjórnmálamenn eru ekki einir um að geta lýst yfir neyðarástandi. Fjöldahreyfingar venjulegs fólks geta það líka. Þrælahald varð ekki að neyðarástandi í augum breskra og bandarískra forréttindahópa fyrr en hreyfingin um afnám þrælahalds kom fram með það sjónarmið. Kynþáttamismunun varð ekki að neyðarástandi fyrr en mannréttindahreyfingar beindu kastljósum sínum að henni. Kynjamisrétti varð ekki að neyðarástandi fyrr en femínisminn kom til sögunnar. Aðskilnaðarstefnan varð ekki að neyðarástandi fyrr en hreyfing andstæðinga hennar kom því í kring. Það sama gildir um loftslagsbreytingar. Ef við verðum nægilega mörg sem hættum að líta undan og sammælumst um að þær séu neyðarástand sem krefjist viðbragða á borð við Marshall-áætlunina, þá náum við árangri og stjórnmálamennirnir verða að bregðast við, bæði með beinum fjárveitingum og með því að koma böndum á óheft viðskiptafrelsi en lagarammi þess hefur reynst einkar sveigjanlegur þegar hagsmunir forréttindahópanna eru í húfi. Öðru hverju glittir þó í hvað hægt er að gera; þegar afleiðingar hamfara beina athygli okkar að loftslagsbreytingum. „Peningar verða engin fyrirstaða í þessu hjálparátaki. Til þess verður varið þeim upphæðum sem til þarf,“ tilkynnti forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, sjálfur herra Niðurskurður, þegar stór hluti lands hans var umflotinn vatni eftir fordæmalaus flóð í febrúar 2014 og almenningur varð æfur yfir aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar.7 Er ég hlustaði á Navarro Llanos lýsa sjónarmiðum Bólivíumanna fór ég að átta mig á því hvernig loftslagsbreytingar gætu vakið mannkynið til dáða ef þær væru teknar alvarlega sem raunverulegt hnattrænt neyðarástand á sama hátt og yfirvofandi
Þetta breytir öllu_EJ.indd 6
21.6.2018 14:31
Inngangur | 7
flóð. Hvernig við drægjum ekki aðeins úr hættunni sem stafar af veðuröfgum heldur sköpuðum um leið samfélög sem væru tryggari og sanngjarnari að flestu öðru leyti. Peningarnir, sem þarf að afla svo hverfa megi á skömmum tíma frá notkun jarðefnaeldsneytis og verjast hamfaraveðri, gætu um leið hjálpað gríðarlegum fjölda fólks að losna úr viðjum fátæktar og aflað því brýnustu nauðsynja, allt frá hreinu drykkjarvatni til rafmagns. Þessi framtíðarsýn lætur sér ekki nægja að lifa af eða þrauka í gegnum loftslagsbreytingarnar, lætur ekki staðar numið við að „milda áhrifin“ og „aðlagast“ þeim eins og það er svo drungalega orðað hjá Sameinuðu þjóðunum. Þessi sýn felur í sér að við nýtum í sameiningu áfallið til að taka stökkið yfir á stað sem er í sannleika sagt betri en sá sem við erum stödd á í dag. Eftir þetta samtal varð mér ljóst að ég var ekki lengur hrædd við að sökkva mér ofan í vísindalegan raunveruleika loftslagsógnarinnar. Ég hætti að forðast málaflokk inn og rannsóknirnar og las allt sem ég náði í. Ég hætti líka að útvista vandanum til umhverfissinna, hætti að telja mér trú um að þetta væri á annarra könnu, á verksviði annarra. Í krafti samtala við aðra í ört vaxandi hreyfingu um loftslagsréttlæti fór ég að sjá ótal leiðir til að gera loftslagsbreytingar að drifkrafti breytinga til hins betra. Ég sá að þær gætu orðið sterkasta röksemd sem framfarasinnar hafa nokkurn tímann haft fyrir kröfum sínum um að endurreisa og efla staðbundin hagkerfi; að endurheimta lýðræðissamfélög úr tærandi greipum stórfyrirtækja. Ég sá leiðir til að koma í veg fyrir gerð enn skaðlegri fríverslunarsamninga og til að endurskoða þá gömlu; að fjárfesta í niðurníddum opinberum innviðum, svo sem almenningssamgöngum og félagslegu húsnæði; að endurheimta eignarhald á grunnþjónustu eins og orku og vatni; að umbreyta sjúku landbúnaðarkerfi okkar yfir í eitthvað miklu heilnæmara; að opna landamæri fyrir farandfólki sem lent hefur á vergangi vegna loftslagsbreytinga og að lokum að virða landsréttindi frumbyggja. Allt þetta myndi hjálpa til við að binda enda á fjarstæðukennda misskiptingu innan þjóðar og milli þjóða. Og ég fór að sjá teikn á lofti, ný bandalög og lifandi orðræðu, vísbendingar um það hvernig aðsteðjandi loftslagsvá gæti orðið grunnur að öflugri fjöldahreyfingu, ef fleiri færu að setja málin í samhengi,. Hreyfingu sem myndi flétta saman öll þessi viðfangsefni sem virðast sundurleit á yfirborðinu í samhangandi frásögn um það hvernig forða megi mannkyninu frá eyðileggingu, bæði af völdum grimmilega óréttláts efnahagskerfis og brenglaðs loftslagskerfis. Ég skrifaði þessa bók vegna þess að ég komst að þeirri niðurstöðu að aðgerðir í loftslagsmálum gætu einmitt orðið hvati til þess.
Þetta breytir öllu_EJ.indd 7
21.6.2018 14:31
8 | Þ ET TA B R EYTIR Ö L L U
Áfall frá almenningi Ég skrifaði bókina líka vegna þess að loftslagsbreytingar gætu orsakað ýmsar gerólíkar og miður ákjósanlegar breytingar á hinu félagslega, pólitíska og efnahagslega sviði. Undanfarin fimmtán ár hef ég rannsakað í þaula samfélög sem hafa lent í miklum áföllum af völdum efnahagshruns, náttúruhamfara, hryðjuverkaárása og styrjalda. Ég hef grandskoðað samfélagsbreytingar á álagstímum, hvernig áföll kollvarpa skoðunum þorra fólks á því hvað sé til ráða. Eins og ég fjallaði um í síðustu bók minni, The Shock Doctrine, (ísl. Áfallakenningin) hafa þeir sem gæta hagsmuna stórfyrirtækja nýtt sér slík áföll með kerfisbundnum hætti til að berja í gegn stefnu sem hleður auði á fámenna forréttindahópa með því að aflétta reglum, skera niður útgjöld til velferðarmála og þvinga fram stórfellda einkavæðingu. Þar að auki hafa slík áföll verið notuð til að réttlæta niðurrif borgararéttinda og hrollvekjandi mannréttindabrot. Það er margt sem bendir til þess að hér verði loftslagsbreytingar engin undan tekning. Í stað þess að áfallið verði kveikja úrræða sem geta í raun og veru hindrað að hlýnunin fari úr böndunum og varið okkur fyrir hamförum sem verða ekki umflúnar notfæri menn sér ástandið enn og aftur til þess að afhenda auðugasta eina prósentinu enn meiri auðæfi. Nú þegar má sjá merki um að ferlið sé hafið. Víða um heim er verið að breyta skóglendi í almannaeigu í einkarekin skógræktarbýli eða friðlönd svo eigendurnir geti komist yfir svokallaðar „kolefnisheimildir“, en það er ábatasöm svikamylla sem ég kem betur að síðar. Það er rífandi gangur í viðskiptum með „veðurafleiður“ sem gera fyrirtækjum og bönkum kleift að veðja á veðurfarsbreytingar, rétt eins og mannskæðar hörmungar væru teningaspil í Las Vegas, en viðskipti með veðurafleiður fimmfölduðust næstum milli áranna 2005 og 2006, fóru úr 9,7 milljörðum dollara í 45,2 milljarða. Alþjóðleg endurtryggingafélög hagnast um milljarða, að hluta til með því að selja nýja tegund af tryggingavernd í þróunarríkjum sem eiga nær enga sök á loftslagsvánni en eru afar viðkvæm fyrir áhrifum hennar.8 Eftirfarandi missti vopnarisinn Raytheon út úr sér í augnablikshreinskilni: „Líklega eru mikil sóknarfæri fólgin í breyttri hegðun og breyttum þörfum neytenda til að mæta loftslagsbreytingum.“ Sóknarfærin felast ekki eingöngu í aukinni eftirspurn eftir einkarekinni björgunarþjónustu fyrirtækisins heldur líka í „eftirspurn eftir vörum og þjónustu til hernaðarnota þar sem áhersla á öryggismál gæti aukist í kjölfar þurrka, flóða og fárviðra af völdum loftslagsbreytinga.“9 Það er vert að hafa þetta í huga þegar velkst er í vafa um það hversu aðkallandi váin er: Einkahersveitirnar eru þegar farnar að vígbúast.
Þetta breytir öllu_EJ.indd 8
21.6.2018 14:31
Inngangur | 9
Þurrkar og flóð skapa alls konar viðskiptatækifæri önnur en aukna eftirspurn eftir vopnuðum mönnum. Á árunum 2008 til 2010 var sótt um að minnsta kosti 261 einkaleyfi sem tengdust ræktun „loftslagsþolinna“ nytjajurta, fræja sem eiga að þola öfgafull veðurskilyrði. Nær 80% þeirra voru á vegum sex risafyrirtækja á sviði landbúnaðar, þar á meðal Monsanto og Syngenta. Á sama tíma hefur fellibylurinn Sandy reynst hvalreki fyrir byggingaverktaka í New Jersey sem hafa þegið milljónir til nýbygginga á svæðum sem urðu fyrir vægu tjóni meðan martröðin heldur áfram hjá þeim sem búa í illa útleiknu félagshúsnæði, ekki ósvipað því sem gerðist í New Orleans í kjölfar fellibylsins Katrínar.10 Ekkert af þessu kemur á óvart. Það er innbyggt í ríkjandi kerfi að leita nýrra leiða til þess að einkavæða samfélagseigur og græða á hamförum. Sé kerfið látið afskiptalaust er þetta það eina sem það getur. Þetta er þó ekki eina aðferðin sem samfélög beita til að bregðast við neyðarástandi. Við höfum öll orðið vitni að því á síðustu árum þegar fjármálahrunið sem hófst á Wall Street árið 2008 teygði anga sína um heim allan. Skyndileg hækkun matvælaverðs var meðal þess sem undirbjó jarðveginn fyrir arabíska vorið. Niðurskurðarstefna stjórnvalda varð kveikjan að fjöldahreyfingum sem breiddust hratt út, frá Grikklandi til Spánar og þaðan til Chile; og frá Bandaríkjunum til Quebec. Mörgum okkar hefur vaxið ásmegin til þess að bjóða þeim byrginn sem ætla að hagnast á hamförum og sölsa undir sig almannaeigur. En mótmælin hafa einnig sýnt að það nægir ekki að segja nei. Ef andófshreyfingar ætla ekki að láta sér nægja að fljúga hátt um skeið en fjara svo út þurfa þær markvissa framtíðarsýn um það hvað eigi að koma í stað hnignandi kerfis. Þær þurfa að leggja fram vel ígrundaðar pólitískar áætlanir um leiðir til að ná markmiðum sínum. Framfaraöflin kunnu þetta hér áður fyrr. Almannahreyfingar hafa unnið marga glæsta sigra í baráttunni fyrir félagslegu og efnahagslegu réttlæti, sigra sem unnust á krepputímum. Meðal þeirra helstu er New Deal-stefnan í kjölfar markaðshrunsins árið 1929 ásamt fjölmörgum félagslegum úrbótum sem komið var á eftir síðari heimsstyrjöld. Þessi stefnumál voru svo vinsæl meðal kjósenda að til þess að lögfesta þau þurfti engar valdabrellur á borð við þær sem ég fjallaði um í Shock Doctrine. Það sem skipti sköpum var að byggja upp sterka fjöldahreyfingu sem hefði afl til þess að rísa upp gegn varðhundum óbreytts ófremdarástands og krefjast réttlátari skiptingar á verðmætasköpun fyrir alla. Meðal þess sem hefur haldið velli fram til þessa, þó ekki baráttulaust, af sigrum þessara mikilvægu hreyfinga má nefna almennar sjúkratryggingar í mörgum löndum, ellilífeyri, félagslegt húsnæði og listamannalaun. Ég er sannfærð um að loftslagsbreytingar feli í sér sögulegt tækifæri sem er jafnvel
Þetta breytir öllu_EJ.indd 9
21.6.2018 14:31
10 | Þ ET TA B R EYTIR Ö L L U
enn stærra í sniðum. Verkefnin framundan við að ná kolefnislosun niður á það stig sem vísindamenn mæla með fela enn á ný í sér tækifæri til að koma áleiðis stefnumálum sem stórbæta lífskjör, brúa bilið milli ríkra og fátækra, skapa aragrúa góðra starfa og blása nýju lífi í lýðræði, frá grasrótinni og upp úr. Í stað þess að gera áföll að gróðalind með trylltu auðlindakapphlaupi og kúgun geta loftslagsbreytingar kallað yfir stjórnvöld áfall frá almenningi, skell sem kemur neðan frá. Þær geta dreift valdinu til fjöldans í stað þess að þjappa því saman á hendur örfárra og þannig stóraukið sameignir almennings í stað þess að bjóða þær upp í smábútum. Á meðan áfalladoktorar á hægri vængnum nýta sér neyðarástand, bæði raunverulegt og tilbúið, til þess að þvinga fram stefnu sem eykur enn hættuna á frekari áföllum er umbreytingunum sem fjallað er um í þessu riti ætlað að gera hið gagnstæða: Að komast til botns í því hvers vegna við stöndum sífellt frammi fyrir nýrri og nýrri kreppu. Þeim er ætlað að skila okkur bæði lífvænlegra loftslagi en nú stefnir í og miklu réttlátara efnahagskerfi en við búum við núna. En til þess að slíkar breytingar geti átt sér stað, til þess að við getum öðlast trú á að loftslagsbreytingar geti breytt okkur, þurfum við fyrst að hætta að líta undan. „Þið hafið verið í þessum samningaviðræðum alla mína ævi,“ sagði kanadíski háskólaneminn Anjali Appadurai um leið og hún hvessti augun á samankomna samningamenn ríkja á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban í SuðurAfríku árið 2011. Það voru engar ýkjur. Stjórnvöld ríkja heimsins höfðu talað um að hindra loftslagsbreytingar í rúmlega tvo áratugi. Samningaviðræðurnar hófust sama ár og Anjali fæddist, en hún er nú 21 árs. Í eftirminnilegri ræðu fyrir hönd unga fólksins á ráðstefnunni minnti hún á að „Á þessu tímabili hafið þið ekki staðið við skuldbindingar, þið hafið ekki náð markmiðum og þið hafið svikið loforð.“11 Reyndar er ekki nóg með að alþjóðastofnunin sem falið var að koma í veg fyrir að loftslagsbreytingar kæmust á „hættulegt“ stig hafi engum framförum skilað eftir rúmlega tuttugu ára vinnu og yfir níutíu opinbera samningafundi eftir að samkomulagið tók gildi, heldur hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Ríkisstjórnir okkar hafa sólundað fjölda ára í talnaleiki og þras um dagsetningar, sífellt að reyna að fá lengri frest líkt og háskólanemar í ritgerðarskilum. Hörmulegar afleiðingar alls þessa málþófs og frestunar blasa nú við. Fyrstu niður stöður yfirstandandi rannsóknar gefa til kynna að árið 2013 hafi losun koltvísýrings á heimsvísu verið 61% meiri en árið 1990 þegar viðræður um loftslagssáttmála hófust fyrir alvöru. John Reilly, hagfræðingur við MIT-háskóla, orðar þetta svo: „Því meira sem við tölum um nauðsyn þess að koma böndum á losun, því meira eykst hún.“
Þetta breytir öllu_EJ.indd 10
21.6.2018 14:31
Inngangur | 11
Það eina sem eykst hraðar en losunin sjálf er í rauninni loforðaflaumurinn um að draga úr henni. Í stað þess að vera vettvangur alvöru samningaviðræðna er hin árlega loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem er helsta vonin um pólitískan árangur í loftslagsmálum farin að líkjast rándýrri og kolefnisfrekri hópmeðferð þar sem fulltrúar landanna, sem standa frammi fyrir mestri ógn, fá útrás fyrir sorg sína og reiði meðan lágt settir fulltrúar ríkjanna sem bera ábyrgð á hörmungunum einblína á skó sína.12 Svona hefur stemmningin verið allt frá loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 sem öllu átti að bjarga en reyndist misheppnuð. Á lokakvöldi þeirrar gríðarstóru samkomu var ég stödd í hópi baráttufólks fyrir loftslagsréttlæti, þar á meðal einum helsta forystumanni þess í Bretlandi. Alla ráðstefnuna hafði þessi ungi maður verið öruggur og yfirvegaður og daglega upplýst fjölda blaðamanna um gang mála í hverri samningalotu og hvað hin ýmsu losunarmarkmið þýddu í raun. Þrátt fyrir mótlæti haggaðist aldrei bjartsýni hans á að ráðstefnan gæti knúið fram breytingar. En þegar allt var yfirstaðið og átakanlegur samningur í höfn bugaðist hann fyrir framan okkur. Þar sem við sátum á uppljómuðum ítölskum veitingastað endurtók hann í sífellu með þungum ekkasogum: „Ég trúði því í alvöru að Obama skildi þetta“. Í mínum huga var þetta kvöldið þegar loftslagshreyfingin sleit barnsskónum. Á þessu augnabliki varð endanlega ljóst að enginn myndi koma okkur til bjargar. Breski sálgreinirinn og loftslagssérfræðingurinn Sally Weintrobe sagði að þetta hefði orðið „grundvallararfleifð“ ráðstefnunnar, skarpur og sársaukafullur skilningur á því að „leiðtogarnir bera ekki hag okkar fyrir brjósti … þeir hirða ekki um hvort við lifum af.“13 Þótt við höfum margoft orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að stjórnmálamenn hafa brugðist var það eigi að síður áfall að gera sér þetta ljóst. Við erum í alvöru ein á báti og það eina sem hægt er að binda vonir við í þessari kreppu er grasrótin. Í Kaupmannahöfn skrifuðu stjórnvöld mestu mengunarríkjanna, þar á meðal Bandaríkjanna og Kína, undir viljayfirlýsingu þess efnis að komið yrði í veg fyrir að hitastig hækkaði um meira en tvær gráður umfram það sem orðið var áður en við fórum að knýja hagkerfi okkar með kolum. Þetta alkunna markmið sem er sagt miðast við „öryggismörk“ loftslagsbreytinga hefur ætíð verið hápólitísk ákvörðun sem snýst meira um að lágmarka efnahagsskaða heldur en að vernda sem flest fólk. Þegar tveggja gráðu markmiðið var formlega kynnt í Kaupmannahöfn vakti það áköf mótmæli margra þingfulltrúa sem sögðu það vera „dauðadóm“ yfir nokkrum láglendum eyríkjum og stórum svæðum í Afríku sunnan Sahara. Markmiðið er raunar afar áhættusamt fyrir okkur öll. Fram að þessu hefur hitastig aðeins hækkað um 0,8 gráður og nú blasa við ógnvekjandi afleiðingar eins og fordæmalaus bráðnun Grænlandsjökuls
Þetta breytir öllu_EJ.indd 11
21.6.2018 14:31
12 | Þ ET TA B R EYTIR Ö L L U
sumarið 2012 og miklu hraðari súrnun sjávar en búist var við. Verði hitaaukningu á jörðinni leyft að meira en tvöfaldast verða afleiðingarnar vafalaust stórhættulegar.14 Í skýrslu Alþjóðabankans frá árinu 2012 var gerð grein fyrir áhættunni sem felst í þessu markmiði. „Þegar hlýnun jarðar nálgast og fer yfir tvær gráður á celsíus er hætta á að þættir sem þróast ekki línulega nái þolmörkum. Þar á meðal er eyðing jökulsins á vesturhluta Suðurskautslandsins sem veldur því að sjávarstaða hækkar enn hraðar en áður. Eins hefði stórfelld skógarhrörnun (e. dieback) á Amazonsvæðinu gríðarleg áhrif á vistkerfi, vatnsföll, landbúnað, orkuframleiðslu og lífsskilyrði. Þetta myndi auka enn á hlýnunina á 21. öld og heilu heimsálfurnar yrðu fyrir áhrifunum.“15 Með öðrum orðum: Ef við leyfum hitastiginu að hækka umfram ákveðin mörk verður það ekki lengur á okkar valdi að stöðva hlýnunina. Meginvandinn er sá, og það er ástæðan fyrir því að Kaupmannahafnarráðstefnan olli svo sárum vonbrigðum, að þar sem samkomulagið er ekki bindandi geta stjórn völd í rauninni látið allar skuldbindingar lönd og leið. Og það er einmitt það sem er að gerast. Raunar er losunin að aukast svo hratt að núna hljómar tveggja gráðu markmiðið eins og útópískur draumur. Það eru ekki bara umhverfissinnar sem hringja viðvörunarbjöllum. Alþjóðabankinn varaði einnig við því í sinni skýrslu að „við stefnum í átt að jörð sem er fjórum gráðum hlýrri [í lok aldarinnar] og einkennist af gífurlegum hitabylgjum, þverrandi fæðubirgðum og lífshættulegri hækkun sjávarborðs, ásamt missi vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni.“ Skýrslan varaði einnig við því að „það er alls ekki víst að unnt sé að aðlagast fjögurra gráðu hlýrri heimi“. Kevin Anderson, fyrrverandi forstjóri og núverandi aðstoðarforstjóri Tyndall Centre for Climate Change Research, einnar fremstu stofnunar Bretlands á sviði loftslagsrannsókna, kveður jafnvel enn fastar að orði. Hann fullyrðir að fjögurra gráðu hlýnun „samrýmist ekki neinni vitrænni lýsingu á skipulögðu, sanngjörnu og siðmenntuðu samfélagi á heimsvísu“.16 Við vitum ekki nákvæmlega hvernig heimurinn liti út fjórum gráðum hlýrri en jafnvel þótt við miðum við skástu sviðsmyndina yrði ástandið trúlega skelfilegt. Fjögurra gráðu hlýnun gæti hækkað sjávarstöðu á heimsvísu um einn eða jafnvel tvo metra fyrir árið 2100 og myndi að auki tryggja nokkurra metra viðbótarhækkun næstu aldirnar. Slík hækkun kemur til með að sökkva ýmsum eyjum í sæ, svo sem Maldíveyjum og Túvalú, og kaffæra mörg strandsvæði, meðal annars í Ekvador, Brasilíu, Hollandi, hluta Kaliforníu, norðausturhluta Bandaríkjanna og víðáttumiklum svæðum í Suður- og Suðaustur-Asíu. Meðal stórborganna sem líklega yrði
Þetta breytir öllu_EJ.indd 12
21.6.2018 14:31
Inngangur | 13
stefnt í voða eru Boston, New York, Los Angeles-svæðið, Vancouver, London, Mumbai, Hong Kong og Shanghai.17 Jafnframt yrðu svæsnar hitabylgjur sem gætu orðið tugum þúsunda að fjörtjóni að alvanalegum sumaratburðum í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Þessi hætta vofir ekki síður yfir auðugustu ríkjum heims en hinum snauðari. Auk dauðsfalla myndi hitinn valda hrikalegum uppskerubresti um víða veröld, svo gæti farið að hveitiuppskera á Indlandi og maísuppskera í Bandaríkjunum minnkaði um allt að 60%, meðan eftirspurnin færi hraðvaxandi sökum fólksfjölgunar og aukinnar kjöteftirspurnar. Enn fremur gæti uppskeran allt eins orðið enn rýrari en spár gera ráð fyrir því auk hitans gætu hamfarir eins og þurrkar, flóð og meindýraplágur aukið á vandann. Þegar skæðir fellibyljir og gróðureldar, aflabrestur, víðtækur vatnsskortur, útrýming tegunda og heimsfaraldrar bætast við verður ansi erfitt að ímynda sér að friðsælt og skipulegt samfélag geti haldið velli, þar sem það er á annað borð fyrir hendi.18 Gleymum heldur ekki að þetta miðast við bjartsýnustu spár þar sem gert er ráð fyrir að hlýnunin stöðvist að mestu við fjórar gráður og rjúfi ekki þolmörk, en það gæti valdið stjórnlausri hlýnun. Miðað við nýjustu spár er þó talið öruggara að gera ráð fyrir að hlýnun um fjórar gráður gæti komið af stað afar hættulegri vítahringsþróun, til dæmis að Norðurskautssvæðið verði að jafnaði íslaust í september eða að gróður heimsins verði orðinn svo mettaður að ekki verði lengur hægt að treysta á að hann bindi kolefni og því verði losun út í andrúmsloftið meiri en ella. Ef þetta gerist verður næsta vonlaust að sjá áhrifin fyrir. Ferlið gæti hafist fyrr en nokkur spáði. Í maí 2014 greindu vísindamenn við NASA og Kaliforníuháskóla í Irvine frá því að bráðnun skriðjökla á svæði á stærð við Frakkland á vesturhluta Suðurskautslandsins „virðist nú óstöðvandi“. Þetta er sennilega dauðadómur yfir gjörvöllum jöklinum á vesturhluta Suðurskautsins og að sögn aðalhöfundar skýrslunnar, Eric Rignot, „fylgir því hækkun sjávarstöðu um þrjá til fimm metra. Ef af því verður hljóta milljónir manna um heim allan að hrekjast að heiman.“ Bráðnunin gæti þó tekið nokkrar aldir og því er enn tími til að draga úr kolefnislosun til að hægja á ferlinu og koma í veg fyrir það versta.19 Á hinn bóginn er það ógnvænlegra en allt þetta til samans að fjöldi virtra vísindamanna óttast að miðað við þróun losunar stefni í enn meiri hlýnun en um fjórar gráður. Alþjóðlega orkustofnunin (IEA), sem er þekkt fyrir varfærni, gaf út skýrslu árið 2011 þar sem því er spáð að við stefnum reyndar á sex gráðu hækkun. Yfirhagfræðingur IEA orðaði það svona: „Allir, meira að segja skólabörn, vita að þetta
Þetta breytir öllu_EJ.indd 13
21.6.2018 14:31
14 | Þ ET TA B R EYTIR Ö L L U
myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir okkur öll.“ Gögnin benda til þess að sex gráðu hlýnun rjúfi mörg mikilvæg þolmörk, ekki aðeins þau sem leiða til hægfara breytinga á borð við fyrrnefnda eyðingu jökulsins á vestanverðu Suðurskautslandinu, heldur kynnu þau að valda skyndilegum breytingum eins og gríðarmikilli losun metans úr sífrera Norðurskautssvæðisins. Endurskoðunarrisinn PriceWaterhouseCoopers hefur einnig sent frá sér skýrslu þar sem fyrirtæki eru vöruð við því að hlýnunin stefni í „fjórar gráður og jafnvel sex gráður.“20 Þessar spár jafngilda því að öll viðvörunarkerfi í húsinu þínu færu af stað samtímis. Síðan hvert einasta kerfi í götunni, hvert á fætur öðru. Þær þýða einfaldlega að loftslagsbreytingar eru orðnar tilvistarkreppa alls mannkyns. Eina sögulega fordæmið um jafn djúpa og víðtæka kreppu er óttinn á tímum kalda stríðsins við yfirvofandi kjarnorkuhelför sem hefði gert stóran hluta jarðarinnar óbyggilegan. En það var og er enn ógn; veikur möguleiki ef svo illa tækist til að alþjóðapólitíkin færi úr böndunum. Við fengum aldrei að heyra frá meirihluta kjarnorkuvísindamanna að það væri nánast öruggt að við myndum stofna siðmenningunni í voða með því einu að halda áfram að lifa lífinu eins og við erum vön, gera nákvæmlega það sama og venjulega. Þetta hafa loftslagsvísindamenn verið að segja okkur um árabil. Lonnie G. Thompson, loftslagsfræðingur við Fylkisháskólann í Ohio og heims þekktur sérfræðingur á sviði jöklabráðnunar, útskýrði árið 2010: „Loftslagsfræðingar eru frekar varfærinn hópur eins og aðrir vísindamenn . Við erum ekki gefin fyrir dramatískar upphrópanir um að himinninn sé að hrynja. Okkur líður flestum miklu betur inni á rannsóknarstofu eða við gagnasöfnun á vettvangi heldur en í viðtölum við blaðamenn eða á fundum með þingnefndum. Af hverju eru loftslagsvísindamenn þá að láta í sér heyra um hætturnar við hnattræna hlýnun? Svarið er að við erum nánast öll orðin sannfærð um að hnattræn hlýnun er hafin yfir allan vafa, hún er yfirvofandi ógn við siðmenninguna“.21 Þetta verður ekki miklu skýrara. En í stað þess að bregðast við í skyndi og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að breyta um stefnu heldur stór hluti mannkyns vitandi vits áfram á sömu braut. Það er bara náð í enn öflugra og óþrifalegra tæki, eins og raunin var um farþegana með flugi númer 3935. Hvað er að okkur?
Þetta breytir öllu_EJ.indd 14
21.6.2018 14:31
Inngangur | 15
Afleit tímasetning Mörg svör hafa komið fram við þessari spurningu: Það sé svo yfirmáta erfitt að fá stjórnvöld heimsins til að koma sér saman um nokkurn hlut, það vanti tæknilegar lausnir eða að það sé eitthvað djúpstætt í mannlegu eðli sem aftri okkur frá því að bregðast við ógn sem virðist fjarlæg. Nýlega hefur því verið haldið fram að við séum búin að klúðra þessu hvort eð er og þýðingarlaust að reyna nokkuð annað en að njóta útsýnisins í fallinu. Sumar þessara skýringa eru gildar en þegar upp er staðið eru þær allar ófullnægjandi. Tökum sem dæmi fullyrðinguna um að það sé of erfitt fyrir svona mörg ríki að sammælast um aðgerðir. Víst er það erfitt. Þó hefur Sameinuðu þjóðunum margoft tekist að aðstoða ríkisstjórnir við að ná saman um erfiðar áskoranir þvert á landamæri, allt frá ósoneyðingu til útbreiðslu kjarnorkuvopna. Samningarnir sem náðust voru ekki fullkomnir en þeir voru raunveruleg framför. Á sama tíma og stjórnvöldum okkar mistókst að koma saman ströngu og bindandi lagaumhverfi til að draga úr losun, að sögn vegna þess að samvinnan var of flókin, tókst þeim þó að stofna Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO), margbrotið alþjóðlegt kerfi sem stýrir flæði vöru og þjónustu um heim allan þar sem skýrar reglur gilda og ströng viðurlög eru við brotum á þeim. Fullyrðingar um að skortur á tæknilausnum hafi tafið okkur eru síst trúverðugri. Orka unnin úr endurnýjanlegum auðlindum, eins og vindi og vatnsföllum, á sér lengri sögu en notkun jarðefnaeldsneytis og verður ódýrari, skilvirkari og auðveldari í geymslu með hverju árinu sem líður. Á síðustu tuttugu árum hefur orðið sprenging í hugvitssamlegri hönnun sem skilar engum úrgangi og sömuleiðis í grænu borgarskipulagi. Það er ekki nóg með að tæknin til að losna við jarðefnaeldsneytið sé til staðar, heldur liggur fyrir aragrúi tilvika þar sem slíkur kolefnissnauður lífsstíll hefur verið prófaður í smáum stíl með frábærum árangri. Samt verður ekkert úr því að við stígum þetta skref sem myndi gefa okkur í sameiningu tækifæri til að forðast hörmungar. Er það þá mannlegt eðli sem heldur aftur af okkur? Reyndar höfum við mannfólkið margoft sýnt í verki að við erum reiðubúin að færa sameiginlegar fórnir þegar ógn steðjar að. Þar ber einna hæst af hve miklum skilningi fólk tók vöruskömmtun, vinnu í matjurtagörðum (svonefndum sigurgörðum) og stríðsskuldabréfum á tímum heimsstyrjaldanna tveggja. Í heimsstyrjöldinni seinni var skemmtibíltúrum meira að segja nánast útrýmt í Bretlandi til að spara eldsneyti. Á árunum 1938 til 1944 jókst
Þetta breytir öllu_EJ.indd 15
21.6.2018 14:31
16 | Þ ET TA B R EYTIR Ö L L U
notkun almenningssamgangna um 87% í Bandaríkjunum og 95% í Kanada. Tuttugu milljón heimili í Bandaríkjunum, eða um þrír fimmtu hlutar þjóðarinnar, ræktuðu grænmeti í sigurgörðunum árið 1943 og uppskeran nam um 42% af heildarneyslu á fersku grænmeti sama ár. Það er áhugavert að öll þessi úrræði samanlagt draga stórlega úr kolefnislosun.22 Stríðsógnin virtist vissulega nálæg og áþreifanleg en það á ekki síður við um ógnina af loftslagsbreytingum sem að líkindum hafa nú þegar átt þátt í gríðarlegum náttúruhamförum í mörgum af stærstu borgum heims. Við höfum heldur betur slegið slöku við síðan á dögum stríðs og fórna, ekki satt? Nútímafólk er of upptekið af sjálfu sér og löngunum sínum til að geta hugsað sér líf án fulls frelsis til að fullnægja öllum sínum duttlungum, á því hamrar menning samtímans að minnsta kosti. Sannleikurinn er þó sá að við erum sífellt að færa sameiginlegar fórnir í nafni óljósra almannaheilla. Við fórnum lífeyri okkar, verkalýðsréttindum sem kostuðu harða baráttu, listkennslu og frístundastarfi barnanna. Við sendum börnin okkar í sífellt þéttsetnari skóla undir leiðsögn kennara sem eru æ útkeyrðari. Við sættum okkur við að borga langtum hærra verð fyrir þá skaðræðis orkugjafa sem knýja samgöngur okkar og daglegt líf. Við sættum okkur við að fargjöld strætisvagna og jarðlesta hækki stöðugt án þess að þjónustan batni, ef hún versnar þá ekki. Við sættum okkur við að almenn háskólamenntun steypi fólki í skuldir sem tekur hálfa ævina að borga, nokkuð sem hefði þótt fráleitt hjá síðustu kynslóð. Í Kanada þar sem ég bý erum við í óða önn að sætta okkur við að ekki verði lengur hægt bera út póst heim til fólks. Síðustu þrjátíu ár hefur opinber þjónusta sætt stöðugum niðurskurði í nafni sparnaðar í ríkisrekstri, hinnar viðteknu réttlætingar á linnulausum kröfum um sameiginlegar fórnir. Önnur orð og frasar, álíka fjarlæg daglegu lífi, hafa áður gegnt svipuðu hlutverki: Hallalaus fjárlög, aukin skilvirkni, örvun hagvaxtar. Ef mannfólkið treystir sér til að fórna svona miklum sameiginlegum gæðum til þess að rétta af efnahagskerfi sem gerir daglegt líf okkar miklu dýrara og ótryggara, held ég að það hljóti að vera fært um að breyta lifnaðarháttum sínum til þess að rétta af þau eðlisfræðilegu kerfi sem allt líf er háð. Ekki síst vegna þess að margt af því sem þarf að gera til að draga úr losun eykur líka lífsgæði meirihluta jarðarbúa, allt frá því að gera börnum í Peking kleift að leika sér úti án þess að vera með mengunargrímur og yfir í að skapa milljónir góðra starfa í hreinni orkuvinnslu. Það ætti því ekki skorta hvata, hvorki til skemmri né lengri tíma, til þess að bregðast við í þágu loftslagsins. Tíminn er naumur, svo mikið er víst. En við gætum einsett okkur það að taka til hendinni strax á morgun við að draga rækilega úr brennslu okkar á jarðefnaeldsneyti
Þetta breytir öllu_EJ.indd 16
21.6.2018 14:31
Inngangur | 17
og skipta yfir í kolefnislausa orkugjafa byggða á endurnýjanlegri tækni, allsherjar umskipti yrðu þá komin á skrið fyrir lok þessa áratugar. Við höfum öll tólin sem til þarf. Ef við létum verða af því myndi sjávarstaðan eftir sem áður hækka og fárviðri geisa en möguleikar okkar til að komast hjá hamförum af völdum hlýnunar yrðu miklu meiri. Það yrði meira að segja hægt að bjarga heilu þjóðunum frá því að horfa upp á lönd sín sökkva í sæ. Pablo Solón, fyrrverandi sendiherra Bólivíu hjá Sameinuðu þjóðunum, komst svo að orði: „Ef ég brenndi húsið þitt ætti ég að minnsta kosti að bjóðast til að hýsa þig og ef ég væri að brenna það núna ætti ég að reyna að slökkva eldinn tafarlaust.“23 En við erum ekki að slökkva eldinn. Raunar erum við að ausa á hann olíu. Eftir sjaldgæfa rénun af völdum fjármálakreppunnar árið 2009 jókst losunin um heil 5,9% árið 2010. Það er mesta magnaukning hennar síðan í iðnbyltingunni.24 Því leitar þessi sama spurning sífellt á mig: Hvað er að okkur? Hvað er það í rauninni sem hindrar okkur í að slökkva eldinn sem er í þann veginn að brenna sameiginleg híbýli okkar til kaldra kola? Ég held að svarið sé miklu einfaldara en margir hafa talið okkur trú um: Við höfum látið hjá líða að gera það sem gera þarf til að draga úr losun vegna þess að það eru aðgerðir sem ganga þvert á haftalausan kapítalisma, hugmyndafræðina sem hefur verið ríkjandi allan þann tíma sem við höfum verið að berjast við að finna leið út úr vandanum. Við höfum rekist á vegg vegna þess að aðgerðirnar sem helst gætu afstýrt hamförum og kæmu langflestum að gagni ógna mjög fámennum forréttindahópi sem hefur hreðjatak á hagkerfinu, stjórnmálakerfinu og flestum stærri fjölmiðlum. Þetta hefði kannski ekki orðið óyfirstíganlegt vandamál ef það hefði komið upp á öðrum tímum. En sameiginleg ógæfa okkar er sú að vísindasamfélagið birti hina ótvíræðu greiningu sína á loftslagsógninni einmitt þegar völd þessara forréttindahópa á sviði stjórnmála, menningar og fræða voru meiri og óskoraðri en nokkru sinni síðan á þriðja áratugi síðustu aldar. Reyndar byrjuðu stjórnvöld og vísindamenn að ræða í alvöru um verulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 1988. Það er árið sem markaði einmitt upphaf þess sem síðar var kallað „hnattvæðing“ með undirritun heimsins umfangsmesta tvíhliða viðskiptasamnings sem var milli Kanada og Bandaríkjanna en var síðar útvíkkaður í Fríverslunarsamning Norður-Ameríku (NAFTA) þegar Mexíkó bættist við.25 Þegar sagnfræðingar framtíðar rýna í alþjóðlegt samningaferli síðasta aldar fjórðungs munu tvö meginferli standa upp úr; loftslagssamningaferlið, saga glataðra tækifæra og árangursleysis og hins vegar hnattvæðingarferli stórfyrirtækjanna þar
Þetta breytir öllu_EJ.indd 17
21.6.2018 14:31
18 | Þ ET TA B R EYTIR Ö L L U
sem hver stórsigurinn rekur annan: Fyrsti fríverslunarsamningurinn undirritaður, Alþjóðaviðskiptastofnunin tekur til starfa, efnt er til allsherjar einkavæðingar í löndum hinna fyrrverandi Sovétríkja, stórum hlutum Asíu er breytt í hraðvaxandi fríverslunarsvæði og lán til Afríkuríkja eru veitt gegn því að pólitísk skilyrði séu uppfyllt. Auðvitað eru hnökrar á þessu ferli, til að mynda almennt andóf sem tefur samningalotur og fríverslunarsamninga. Það truflar þó ekki sigurgöngu hins hugmyndafræðilega grunns alls framtaksins enda snýst hann í raun ekkert um vöruviðskipti milli landa, svo sem að selja frönsk vín í Brasilíu eða bandarískan hugbúnað í Kína. Samningar um fríverslun snerust frá upphafi fyrst og fremst um það að nota þessa víðtæku samninga, auk fjölda annara leiða, til þess að festa í sessi alþjóðlega stefnumótun sem tryggir fjölþjóðlegum stórfyrirtækjum hámarksfrelsi til að framleiða vöru sína eins ódýrt og hægt er og selja hana með eins litlum hömlum og hægt er og um leið borga eins lítinn skatt og hægt er. Okkur var sagt að ef stórfyrirtækin fengju óskir sínar uppfylltar myndi það örva hagvöxt sem við hin myndum á endanum njóta góðs af. Megintilgangurinn með samningagerðinni var að ryðja þessari hugsun braut og setja fram stefnumið hennar. Hinar þrjár pólitísku meginstoðir hinna nýju tíma hljóma kunnuglega: Einka væðing, afnám regluverks í atvinnulífinu og lækkun skatta á fyrirtæki, fjármagnað með niðurskurði opinberra útgjalda. Margt hefur verið skrifað um fórnarkostnaðinn við þá hugmyndafræði, óstöðugleika fjármálamarkaða, auðsöfnun hinna ofurríku og örvæntingu hinna fátæku sem æ oftar sitja á hakanum, auk niðurníðslu opinberra innviða og þjónustu. Aftur á móti hefur sáralítið verið skrifað um það hvernig harðsvíraðir markaðssinnar hafa frá upphafi spillt kerfisbundið fyrir sameiginlegum viðbrögðum okkar við loftslagsbreytingum, ógninni sem knúði dyra rétt um það leyti sem þessi hugmyndafræði var að ná hámarki. Kjarni vandans var sá að markaðshyggjan hafði um þessar mundir slíkt kverkatak á opinberu lífi að litið var á beinskeytt og augljós viðbrögð í loftslagsmálum sem pólitíska villutrú. Hvernig gátu samfélög til að mynda lagt stórfé í kolefnishlutlausa almannaþjónustu og innviði á tímum þegar dagskipunin var að hluta sundur opinbera geirann og selja til hæstbjóðenda? Hvernig gátu stjórnvöld sett jarðefnaorkufyrirtækjum strangari reglur, skattlagt þau og beitt þau viðurlögum á sama tíma og öllum slíkum aðgerðum var hafnað sem úreltum leifum af kommúnískri valdstjórn? Hvernig gat endurnýjanlegi orkugeirinn fengið þann stuðning og vernd sem hann þurfti á að halda til að taka við af jarðefnaeldsneyti þegar „verndarstefna“ var talin dónaorð? Loftslagshreyfingin hefði getað tekið annan pól í hæðina og risið upp gegn þessari
Þetta breytir öllu_EJ.indd 18
21.6.2018 14:31
Inngangur | 19
öfgafullu hugmyndafræði sem hindraði svo margar skynsamlegar aðgerðir. Hún hefði tekið höndum saman við aðra hópa til þess að sýna fram á að óskorað vald stórfyrirtækja væri ógn við lífsskilyrðin á jörðinni. Þess í stað eyddi stór hluti hreyfingarinnar dýrmætum áratugum í að reyna að þröngva loftslagsvandanum inn í ósamrýmanlegt kerfi hins óhefta kapítalisma og talaði linnulaust fyrir markaðslausnum á vandanum. Það var þó ekki fyrr en eftir áralanga vinnu að þessu riti sem ég uppgötvaði hversu djúpstætt samsærið er milli mengandi iðnaðar og stóru umhverfishreyfinganna. En það var ekki nóg með að sigurganga harðlínumarkaðshyggju á þessum tíma yki á vandann með því að stöðva aðgerðir í loftslagsmálum því að í skjóli hugmyndafræði hennar var nánast öllum hömlum létt af starfsemi fjölþjóðafyrirtækja. Það átti einnig drjúgan þátt í aðalorsök hnattrænnar hlýnunar, aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Tölurnar tala sínu máli: Á tíunda áratugnum þegar samþætting markaða heimsins var að komast á skrið jókst losunin á heimsvísu um 1% á ári að meðaltali. Eftir aldamótin 2000 þegar „upprennandi markaðir“ á borð við Kína voru að fullu felldir inn í heimshagkerfið varð aukningin æ hraðari, náði 3,4% á ári og hélst þannig mestallan áratuginn. Þessi hraði vöxtur heldur áfram enn í dag ef frá er talinn skammvinnur samdráttur árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins.26 Eftir á að hyggja er erfitt að ímynda sér hvernig þetta hefði átt að geta farið á annan veg. Tvennt einkennir þetta tímabil: Gríðarlegir vöruflutningar um óravegu með vægðarlausri kolefnisbrennslu alla leið og innleiðing á dæmalausu sóunarkerfi í hringrás ræktunar, afurðaframleiðslu og neyslu í hverjum kima jarðar, kerfi sem byggist einnig á taumlausri brennslu jarðefnaeldsneytis. Með öðrum orðum: Frelsun markaðanna, ferli sem er knúið með frelsun á fordæmalausu magni jarðefnaeldsneytis úr iðrum jarðar, hefur hert ótæpilega á ferlinu sem er að binda enda á tilvist íssins á Norðurpólnum. Afleiðingin er sú að nú erum við komin í afar erfiða og örlítið kaldhæðnislega stöðu. Vegna þess hve losunin var svæsin þessa áratugi, einmitt þegar við hefðum átt að draga úr henni, er það sem gera þarf til að koma í veg fyrir skaðlega hlýnun ekki bara andstætt því afbrigði haftalauss kapítalisma sem hrósaði sigri á 9. áratugnum. Nú er svo komið að hlýnunin hefur gert kjarnann í kennisetningum hagfræði okkar tíma, vöxtur eða dauði, að þversögn. Þegar kolefni er losað út í andrúmsloftið helst það þar öldum saman, jafnvel lengur, og lokar hitann inni. Áhrifin safnast upp og aukast með tímanum. Að sögn sérfræðinga í kolefnislosun á borð við Kevin Anderson hjá Tyndall Centre og fleiri hefur svo mikið kolefni fengið að safnast upp í andrúmsloftinu á síðustu tveimur áratugum að eina vonin um að halda hlýnuninni undir þeim tveimur gráðum á celsíus
Þetta breytir öllu_EJ.indd 19
21.6.2018 14:31
20 | Þ ET TA B R EYTIR Ö L L U
sem samkomulag er um felst í því að ríku löndin dragi úr losun sinni um 8–10% á ári eða þar um bil.27 Hinn „frjálsi“ markaður ræður einfaldlega ekki við þetta verkefni. Reyndar hefur slíkur samdráttur í losun aldrei átt sér stað nema í tengslum við efnahagshrun eða djúpa kreppu. Ég fer nánar í saumana á þessum tölum í 2. kafla en útkoman er það sem öllu skiptir: Efnahagskerfi okkar og kerfi plánetunnar eiga í stríði. Eða nánar tiltekið er hagkerfið í stríði við margar tegundir lífs á jörðinni, þar á meðal mannlegt líf. Til þess að forðast hrun þarf loftslagið á því að halda að maðurinn dragi úr auðlindanotkun; það sem efnahagskerfið þarf til að komast hjá hruni er óheftur vöxtur. Það er hægt að breyta leikreglunum hagkerfanna en ekki náttúrulögmálunum. Sem betur fer er hægðarleikur að umbreyta efnahagskerfinu þannig að það verði ekki eins frekt á auðlindir og gera það á réttlátan hátt þannig að þeir sem standa höllum fæti njóti verndar en þeir sem bera mesta ábyrgð taki á sig byrðarnar. Hægt er að hvetja fyrirtæki í kolefnissnauðri starfsemi til þess að vaxa og skapa fleiri störf en í kolefnisfrekum iðnaði yrðu menn hvattir til að draga saman seglin. Vandinn er þó sá að efnahagsleg áætlanagerð og stjórnun af þessari stærðargráðu er ríkjandi hugmyndafræði gersamlega um megn. Eina samdráttarleiðin sem núverandi kerfi ræður við er harkalegt hrun þar sem þeir veikustu yrðu verst úti. Því stöndum við frammi fyrir miskunnarlausu vali: Annað hvort að leyfa loftslagsröskun að breyta öllu í þessum heimi eða að breyta svo að segja öllu í efnahagskerfinu til þess að forðast þau örlög. Hér verður að tala hreint út: Vegna áratuganna sem við sóuðum í sameiginlega afneitun gefst nú enginn kostur á hægfara eða stigvaxandi úrræðum. Mildilegar lagfæringar á ríkjandi ástandi eru ekki lengur valkostur í loftslagsmálum eftir að við tókum að þenja út ameríska drauminn á 10. áratugnum og héldum svo áfram að breiða hann út um heiminn. Nú eru það ekki bara róttækling arnir sem sjá þörfina á róttækum breytingum. Árið 2012 sendi 21 verðlaunahafi hinna virtu Blue Planet-verðlauna frá sér tímamótaskýrslu, í hópnum voru meðal annars James Hansen fyrrverandi forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar Goddard Institute hjá NASA og Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Þar stóð skýrum stöfum: „Andspænis algjörlega fordæmalausu neyðarástandi á samfélagið ekki annarra kosta völ en að grípa til róttækra aðgerða til þess að afstýra falli siðmenningarinnar. Annað hvort breytum við lifnaðarháttum okkar og byggjum upp hnattrænt samfélag af nýju tagi eða þeim verður breytt fyrir okkur.“28 Þessu þykir mörgu áhrifafólki erfitt að kyngja því það gengur þvert á nokkuð sem kann að vera enn voldugra en kapítalisminn, þ.e. miðjublætið, að ástunda sanngirni,
Þetta breytir öllu_EJ.indd 20
21.6.2018 14:31
Inngangur | 21
alvörugefni, að fara bil beggja og almennt að láta sér helst aldrei bregða. Þetta er ríkjandi hugarfar okkar tíma og er það meira áberandi meðal frjálslyndra sem láta sig loftslagsmálin varða heldur en íhaldsmanna sem margir hverjir afneita einfaldlega vandanum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ganga harkalega í berhögg við hófsama miðjustefnu vegna þess að í þessum efnum dugir ekkert hálfkák. Sú stefna að halda áfram að þróa og nýta alla tiltæka orkugjafa (e. all-of-the-above energy policy) sem Barack Obama Bandaríkjaforseti gerði að sinni er álíka vænleg til árangurs og megrunarkúr sem gengur út á að borða allan tiltækan mat. Hins vegar hafa vísindin sýnt fram á að við verðum að setja okkur ströng tímamörk og bregðast harkalega við. Þegar ég stilli loftslagsbreytingum upp sem styrjöld kapítalismans og plánetunnar er ég ekki að segja neitt sem við vissum ekki fyrir. Stríðið er þegar skollið á og þessa stundina hefur kapítalisminn yfirburði. Hann sigrar í hvert sinn sem hagvaxtarþörfin er notuð sem afsökun fyrir því að fresta loftslagsaðgerðum einu sinni enn eða svíkja gefin loforð um að draga úr losun. Hann sigrar þegar Grikkjum er sagt að eina leið þeirra út úr efnahagskreppunni sé að opna sín fallegu hafsvæði fyrir áhættusamri olíu- og gasvinnslu. Hann sigrar þegar Kanadamönnum er sagt að eina vonin um að enda ekki eins og Grikkland sé að eyða öllum skógi á norðurslóðum svo unnt sé að dæla upp öllu seigfljótandi jarðbikinu sem myndar hina víðáttumiklu tjörusanda í Alberta-fylki. Hann sigrar þegar almenningsgarður í Istanbul er tekinn undir enn eina verslunarmiðstöðina. Hann sigrar þegar foreldrum í Peking er talin trú um að það sé hæfilegt gjald fyrir hagvöxtinn að senda hóstandi börnin í skólann með mengunargrímur, skreyttar krúttlegum teiknimyndapersónum. Hann sigrar í hvert skipti sem við föllumst á að í boði séu einungis slæmir kostir: Niðurskurður eða námugröftur, eitrun eða örbirgð. Áskorunin felst því ekki einungis í því að við þurfum að eyða miklu fé og breyta stefnu á mörgum sviðum; við þurfum harla róttæka hugarfarsbreytingu til þess að nokkur leið verði að framkvæma þessar breytingar. Eins og stendur er sigurganga markaðshyggjunnar með sinn drottnunaranda og grimmilegu samkeppni að lama nær alla viðleitni til að bregðast við loftslagsbreytingum. Vægðarlaus samkeppni ríkja hefur haldið loftslagsviðræðum Sameinuðu þjóðanna í sjálfheldu í áratugi. Ríku löndin spyrna við fótum og neita að draga úr losun enda myndi það stefna í voða ráðandi stöðu þeirra í goggunarröð ríkjanna; fátækari lönd neita að afsala sér rétti sínum til þess að menga jafn mikið og ríku löndin gerðu á leið sinni til auðsældar, jafnvel þótt það magni upp hörmungar sem bitna harðast á fátækum. Ef þetta á að breytast þarf að koma til heimssýn þar sem ekki er litið á náttúruna, aðrar þjóðir
Þetta breytir öllu_EJ.indd 21
21.6.2018 14:31
22 | Þ ETTA B R EYTIR Ö L L U
og nágranna sem andstæðinga, heldur samherja í því stóra verkefni að öðlast nýjan skilning hvert á öðru. Hér er ekki beðið um lítið. Þó er þetta ekki allt og sumt. Vegna seinlætis okkar verðum við að koma þessum róttæku breytingum í framkvæmd tafarlaust. Alþjóða orkustofnunin (IEA) varar við því að ef við verðum ekki búin að koma böndum á losun árið 2017, eins uggvænlega og það hljómar, geri olíu- og koladrifið hagkerfi okkar stórhættulega hlýnun óumflýjanlega. „Orkutengdir innviðir sem þá verða komnir í gagnið munu losa allan þann koltvísýring sem losa má“ ef hlýnunin á að takmarkast við tvær gráður á celsíus, „því verður ekkert svigrúm fyrir fleiri orkuver, verksmiðjur eða aðra innviði, nema þeir séu kolefnishlutlausir, en það yrði gríðarlega kostnaðarsamt“. Hér er gert ráð fyrir, líklega með réttu, að ríkisstjórnir verði tregar til að loka með valdboði orkuverum og verksmiðjum sem skila hagnaði. Fatih Birol, yfirhagfræðingur IEA, orðaði þetta svo: „Leiðin að tveggja gráðu markinu er að lokast. Árið 2017 lokast hún endanlega.“ Í stuttu máli sagt: Við erum komin á það stig sem sumir aðgerðasinnar kalla „núll-áratuginn“ í loftslagskreppunni. Annað hvort breytum við núna eða tækifærið er glatað.29 Að venju eru markaðssinnar sigurvissir og segja: „Tæknilausnin er handan við hornið! Óhrein orkuþróun er bara áfangi á leið til hreinna umhverfis, líttu bara á London á nítjándu öld!“ Þessi speki gengur einfaldlega ekki upp. Við höfum ekki heila öld til ráðstöfunar fyrir Kína og Indland að ganga í gegnum sitt Dickens-tímabil. Vegna töpuðu áratuganna verðum við að snúa við blaðinu núna. Er það hægt? Algjörlega. Er það hægt án þess að ganga í berhögg við grunnhugmyndir haftalauss kapítalisma? Útilokað. Einn þeirra sem ég kynntist á þessari vegferð og þið munuð hitta fyrir á þessum síðum er Henry Red Cloud, kennari og athafnamaður af þjóð Lakota, sem kennir ungum frumbyggjum að setja upp sólarorkubúnað. Hann segir nemendum sínum að stundum þurfum að sætta okkur við lítil skref áfram en svo komi þeir tímar að við þurfum að „æða áfram eins og vísundar“.30 Nú eru einmitt slíkir tímar.
Vald, ekki bara orka Fyrir skemmstu las ég eins konar syndajátningu eftir Gary Stix, einn af aðalrit stjórum Scientific American. Árið 2006 ritstýrði hann sérblaði um viðbrögð við lofts lagsbreytingum og eins og verða vill um slíkar útgáfur snerust greinarnar einkum
Þetta breytir öllu_EJ.indd 22
21.6.2018 14:31
Inngangur | 23
um það að greina frá nýrri og spennandi kolefnissparandi tækni. Sex árum síðar skrifaði Stix hins vegar að honum hefði yfirsést miklu stærri og veigameiri þáttur málsins, það er nauðsyn þess að skapa félagslegan og pólitískan jarðveg þar sem þessar tækninýjungar ættu möguleika á að ryðja úr vegi núverandi fyrirkomulagi þó það skili eigendum sínum miklum arði. „Ef við eigum einhvern tíma að ráða við loftslagsbreytingar að einhverju gagni þurfum við að einbeita okkur að róttækum samfélagslegum lausnum. Hlutfallsleg afkastageta næstu kynslóða af sólarrafhlöðum er fánýt í samanburði við það.“31 Þessi bók fjallar um aðkallandi og róttækar félagslegar breytingar í bland við pólitískar, efnahagslegar og menningarlegar breytingar. Í mínum huga er það ekki tæknileg útfærsla breytinganna sem mestu máli skiptir, það er skiptin úr brúnni orku yfir í græna, úr einkabílnum yfir í almenningssamgöngur, úr víðáttumiklum úthverfum yfir í þéttbýlar og göngufærar borgir, heldur valdið og hugmyndafræði þess sem hefur hingað til staðið í vegi fyrir því að nokkur þessara vel þekktu lausna næði útbreiðslu í nálægt því eins miklum mæli og þörf er á. Mér virðist vandinn einkum snúast um völd í samfélagi manna en miklu síður um vélfræði sólarorkutækninnar. Hann snýst um það hvort hægt er að færa valdið í hendur annarra, frá stórfyrirtækjunum til samfélaganna sjálfra. Hvort það reynist mögulegt veltur svo á því hvort hinum mikla fjölda fólks sem ríkjandi kerfi undirokar tekst að byggja upp nógu áræðna og fjölbreytta samfélagslega hreyfingu til þess að breyta valdahlutföllunum. Á meðan ég var að vinna að þessari bók varð mér einnig ljóst að slík umskipti krefjast þess að sjálft eðli mannlegs valds sé hugsað upp á nýtt. Það þarf að endurskilgreina rétt okkar til að ganga sífellt meira á auðlindir án þess að skeyta um afleiðingarnar og rétt okkar til að sveigja flókin náttúruleg kerfi að vilja okkar, þótt við getum það. Þetta eru umskipti sem ganga ekki einungis í berhögg við kapítalismann heldur jafnframt við undirstöður efnishyggjunnar sem var forveri nútímakapítalisma, hugarfar sem stundum er kallað „vinnsluhyggja“ (e. extractivism). Á bak við þetta allt liggja hin raunverulegu sannindi sem við höfum verið að forðast. Loftslagsbreytingar eru ekki enn eitt „álitamálið“ til að bæta við listann yfir áhyggjuefni við hliðina á heilbrigðismálum og sköttum. Þær eru lokaviðvörun til siðmenningarinnar. Kröftugur boðskapur sem fluttur er með eldum, flóðum, þurrkum og útdauðum tegundum um að við þurfum algjörlega nýtt efnahagskerfi og nýja leið til þess að deila þessari plánetu. Boðskapur um að við þurfum að þróast.
Þetta breytir öllu_EJ.indd 23
21.6.2018 14:31
24 | Þ ET TA B R EYTIR Ö L L U
Laus úr afneitun Sumir segja að það sé ekki nógur tími fyrir þessar breytingar, váin sé of aðkallandi og klukkan tifi. Ég tek undir að það væri glæfralegt að halda því fram að eina lausnin væri að gjörbylta hagkerfinu og endurnýja heimssýnina frá grunni og að allt sem gangi skemmra væri gagnslaust. Það er hægt að grípa til alls kyns ráðstafana sem gætu minnkað losun umtalsvert og það ætti að gera strax. En við erum ekki að gera neinar ráðstafanir, er það? Ástæðan er sú að þegar við látum hjá líða að taka stóra slaginn um hugmyndafræði og breytt valdahlutföll í samfélaginu skapast smám saman aðstæður þar sem það virðist pólitískt ógerlegt að bregðast af afli við loftslagsbreytingum, sérstaklega á tímum efnahagsþrenginga sem í seinni tíð virðast endalausar. Í þessari bók er því stungið upp á annarri leið: Hugsum stórt, köfum djúpt og færum hugmyndafræðipólinn burt frá hinni kæfandi bókstafstrú markaðshyggjunnar sem er orðin helsta ógnin við heilsu jarðarinnar. Ef við getum hnikað menningarsamhenginu, þó ekki væri nema lítils háttar, skapast andrými fyrir skynsamlegar umbætur sem geta í það minnsta beint kolefnistölum andrúmsloftsins í rétta átt. Sigrar eru smitandi, svo hver veit? Kannski verða einhverjar þeirra hugmynda sem tíundaðar eru á þessum blaðsíðum og hljóma ofurróttækar í dag, til dæmis lágmarkslaun fyrir alla, endurskoðun viðskiptalöggjafar, raunveruleg viðurkenning á rétti frumbyggja til að vernda stóra hluta heimsins fyrir mengandi vinnslu auðlinda farnar að virðast skynsamlegar innan fárra ára, jafnvel bráðnauðsynlegar. Nú höfum við í aldarfjórðung farið hina kurteislegu leið hófsamra breytinga í smáskömmtum og reynt að sveigja þarfir jarðarinnar að kröfum efnahagskerfisins um stöðugan vöxt og ný gróðatækifæri. Árangurinn er hörmulegur og hefur komið okkur í mun meiri hættu en raunin var þegar þessi tilraun hófst. Auðvitað er engin trygging fyrir því að heildræn lausn skili betri árangri. Þó vekja söguleg fordæmi vonir eins og nánar verður komið að síðar. Satt að segja er þetta erfiðasta bók sem ég hef skrifað, einmitt vegna þess að gagnasöfnunin knúði mig til þess að leita þessara róttæku viðbragða. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau eru nauðsynleg en ég efast daglega um hvort þau séu pólitískt framkvæmanleg, sérstaklega í ljósi þess hve loftslagsbreytingar setja okkur knöpp og miskunnarlaus tímamörk.
Það eru líka persónulegar ástæður fyrir því að mér hefur reynst erfitt að skrifa þessa bók.
Þetta breytir öllu_EJ.indd 24
21.6.2018 14:31
Inngangur | 25
Það sem fær mest á mig eru ekki ógnvekjandi niðurstöður rannsókna um bráðnandi jökla, þær sem ég var vön að forðast. Það eru bækurnar sem ég les fyrir tveggja ára son minn. Looking for a Moose er í uppáhaldi hjá honum. Hún er um krakkahóp sem langar óskaplega mikið til að sjá elg. Þau leita hátt og lágt, í skóginum, í mýrinni, brjótast gegnum runnaflækjur og upp á fjall í leit að „háfættum, kartöflunefjuðum og kvíslhyrndum elg“. Grínið felst í því að það eru elgir í felum á hverri einustu blaðsíðu. Á endanum koma þeir allir úr felum og krakkarnir hrópa: „Við höfum aldrei nokkurn tíma séð svona marga elgi!“ Þegar ég las bókina fyrir hann, líklega í sjötugasta og fimmta skipti, sló mig allt í einu að kannski fær hann aldrei að sjá elg. Ég reyndi að harka af mér. Ég settist við tölvuna og byrjaði að skrifa um veru mína í norðurhluta Alberta, tjörusandslandinu, þar sem Cree-frumbyggjar frá Beaver Lake sögðu mér frá því hvernig elgurinn hefði breyst og ein úr hópnum sagði frá elg sem hún hafði fellt í veiðiferð en komst að því að kjötið var strax orðið grænt á litinn. Ég heyrði líka mikið talað um einkennileg æxli sem heimamenn töldu vera vegna þess að drykkjarvatn dýranna væri mengað af eiturefnum úr tjörusandinum. Mest heyrði ég þó talað um að elgurinn væri einfaldlega horfinn. Það er ekki bara í Alberta. „Loftslagsbreytingar breyta norðlægum skógum í elgjagrafreit“ stóð í fyrirsögn í Scientific American í maí 2012. Einu og hálfu ári seinna greindi The New York Times frá því að annar tveggja elgsstofna í Minnesota hefði minnkað úr fjögur þúsund dýrum niður í eitt hundrað síðan á tíunda áratugnum.32 Ætli hann fái nokkurn tíma að sjá elg? Um daginn brá mér svo út af lítilli spjaldabók sem heitir Snuggle Wuggle. Þar eru alls kyns dýr að kúra og knúsast og hverri stellingu gefið fáránlega kjánalegt nafn: „Hvernig knúsar leðurblakan?“ er spurt. „Öfugsnúin, öfugsnúin.“ Af einhverjum ástæðum bregst það ekki að sonur minn springur úr hlátri á þessari blaðsíðu. Ég útskýrði fyrir honum að það þýðir á hvolfi, því þannig sefur leðurblakan. En ég var með hugann við fréttir af 100.000 dauðum eða deyjandi leðurblökum sem rigndi af himnum ofan þegar hitamet var slegið í Queensland í Ástralíu. Heilu leðurblökubyggðirnar eyddar.33 Fær hann nokkurn tíma að sjá leðurblöku? Ég vissi að ég væri langt leidd um daginn þegar ég stóð mig að því að rökræða við krossfiska. Það er allt morandi í rauðum og fjólubláum krossfiskum á grýttri strönd British Columbia þar sem foreldrar mínir búa, þar sem sonur minn fæddist og ég hef varið um helmingi fullorðinsáranna. Krossfiskarnir voru alltaf uppáhald barnanna
Þetta breytir öllu_EJ.indd 25
21.6.2018 14:31
26 | Þ ET TA B R EYTIR Ö L L U
því það var hægt að taka þá upp og grandskoða. „Þetta er besti dagur lífs míns!“ tilkynnti Miriam, sjö ára frænka mín frá Chicago sem var í heimsókn hjá okkur, eftir að hafa eytt stórum hluta dagsins í flæðarmálinu. En haustið 2013 fóru að birtast fréttir af furðulegum hrörnunarsjúkdómi sem dró krossfiska við Kyrrahafsströndina til dauða í tugþúsundatali. Sjúkdómurinn var kallaður „krossfiskatæring“ og lagðist á fjölmargar tegundir sem tærðust upp, spriklandi líkamarnir leystust upp í ólögulegar klessur, armarnir duttu af og líkamarnir féllu saman. Vísindamenn voru ráðþrota.34 Þegar ég las þessar fréttir stóð ég mig að því að biðja fyrir því að hryggleysingjarnir myndu tóra í eitt ár í viðbót, bara nógu lengi til þess að sonur minn fengi að heillast af þeim. Svo fór ég að efast: Kannski væri bara betra að hann sæi aldrei krossfisk, að minnsta kosti ekki í þessu ástandi … Þegar svona ótti náði að smjúga gegnum afneitunarbrynjuna mína í loftslagsmálum gerði ég mitt besta til að sópa honum undir teppið, skipta um sjónvarpsstöð, smella á annan tengil. Nú reyni ég að finna óttann. Mér finnst sonur minn eiga það inni hjá mér, rétt eins og við eigum það inni hjá okkur sjálfum og hvert hjá öðru. En hvað eigum við að gera andspænis óttanum sem fylgir því að búa á plánetu sem er að deyja, sem lífsandinn er dreginn úr dag frá degi? Byrjum á því að sætta okkur við að óttinn er ekki á förum. Hann er fullkomlega rökrétt viðbragð við þeim óbærilega veruleika að við búum í deyjandi heimi og að mjög mörg okkar eru að hjálpa til við að deyða hann, bara með því að gera hversdagslega hluti eins og að hella upp á te og keyra út í matvörubúð og jú, líka að eignast börn. Svo eigum við að nota óttann. Óttinn er sjálfsbjargarviðbragð. Hann fær okkur til að hlaupa, taka stökkið og hann getur fengið okkur til að sýna ofurmannlega hegðun. En við verðum að geta flúið eitthvert. Án þess verður óttinn aðeins lamandi. Því er galdurinn sá, raunar eina vonin, að stilla og sefa óttann við ólífvænlega framtíð með því að sjá fyrir sér uppbyggingu einhvers sem er miklu betra en mörg okkar hafa áður þorað að vona. Við eigum eftir að missa ýmislegt, því er ekki að neita. Sum okkar verða að segja skilið við ýmsan munað, heilu atvinnugreinarnar hljóta að leggjast af. Það er orðið of seint að koma í veg fyrir loftslagsbreytingarnar. Þær eru þegar hafnar og við megum eiga von á sífellt fleiri og verri náttúruhamförum. Þó er ekki orðið um seinan að afstýra því allra versta og við höfum enn tíma til að breyta sjálfum okkur þannig að við verðum ekki nærri því jafn grimm hvert við annað þegar hamfarirnar bresta á. Það finnst mér mjög mikils virði. Þegar svona risastór og alltumlykjandi kreppa er annars vegar er kjarni málsins sá að hún breytir öllu. Hún breytir því hvað við getum
Þetta breytir öllu_EJ.indd 26
21.6.2018 14:31
Inngangur | 27
gert, hverju við getum vonast eftir og hvers við getum krafist af sjálfum okkur og leiðtogum okkar. Það felur í sér að býsna margt af því sem okkur hefur verið sagt að sé óhjákvæmilegt má einfaldlega ekki viðgangast lengur. Það felur líka í sér að margt sem okkur hefur verið sagt að sé ógerlegt þarf að gerast undir eins. Getum við þetta? Ég veit það eitt að ekkert er óumflýjanlegt, ekkert nema það að loftslagsbreytingar breyta öllu. Á þeim stutta tíma sem er til stefnu er það undir okkur komið hvers konar breytingar það verða.
Þetta breytir öllu_EJ.indd 27
21.6.2018 14:31