Efnisyfirlit Pelíkaninn 13 Tennismeistarinn 19 Stigagangurinn 37 Sjónauki 46 Krabbaklær Thorkilds
56
Mannfuglarnir 60 Fíkjur í sykurlegi 71 Magnetó 79 Garðálfurinn 89 Samsærið 96 Geimverur í Valby 101 Vampíran 111 Grænlendingavandinn 120 Ánægjan við að borða epli 132 Munkurinn sem talaði 137 Konan í grámanum 145 Morgunverðarbakki 149 Hinsta orrusta Magnetós 161 Athugasemdir og tilvísanir 183
Það er auðvelt að fljúga Ég sting þumlinum í nefið og læt hann mynda miðjupunktinn fyrir snúninga líkamans.
Einhverju sinni afréð danska ríkið að láta reisa fjall á Avedøre-hólmanum. Byggingarvinnan stóð yfir í 200 ár. Þegar byggingu fjallsins lauk var það 3500 metra hátt, 55 kílómetrar að ummáli og 590 ferkílómetrar að heildar flatarmáli, sem samsvarar um það bil 118.000 fótbolta völlum, eða öllum Borgundarhólmi og ríflega það. Þetta tröllaukna mannvirki teygði sig langt út yfir upprunalegt byggingarsvæði á Avedøre-hólmanum, enda hafði hluti af siglingaleiðinni umhverfis eyna verið lagður undir landfyllingu. Fjallið fékk nafnið Hafnarhnúkur. Hitastigið lækkar sem nemur um það bil hálfri gráðu fyrir hverja 100 metra sem farið er upp fyrir sjávarmál. Þegar hitinn við rætur fjallsins var við frostmark var hitastigið á toppnum því í kringum -17,5 gráður. Þess vegna var þykk íshella yfir tindinum stóran hluta ársins og að vetri til þöktu ís og snjór gjarnan allt fjallið. Sérsveit landvarða fór reglulega upp á fjallið til að sprengja ísinn burtu, en endrum og sinnum kom þó fyrir að risastórar snjóhengjurnar ruddust niður sem snjóflóð yfir byggðirnar í næsta nágrenni. Hvidovre og Glostrup urðu sérstaklega illa úti. Að vori bráðnaði ísinn og safnaðist í ár og læki í og við fjallsræturnar. Hluta leysingavatnsins var beint út í Køge-flóann um djúpa skurði sem grafnir höfðu verið í fjallsgrunninn, en vatnsmagnið var svo yfirgengilegt að það mynduðust víðfeðmir óshólmar allt í kringum fjallið. Til að reyna að hemja þennan gífurlega vatnsflaum og hindra flóð var Damhus-vatnið stækkað um rúmlega 20 kílómetra, svo það teygði sig nú alla leið til Greve. En óshólmarnir voru komnir til að vera og á þessu frjósama vatnasvæði döfnuðu með tímanum
9
stórir stofnar af laxi og sjóbirtingi. Þessir nýju fiskistofnar lokkuðu haförninn og gullörninn aftur til Danmerkur. Við óshólmana hjá Valby og Hvidovre gat nú að líta að morgni hvers dags erni sem köfuðu eftir fiski og fluguveiðimenn sem köstuðu löngum línunum út yfir vatnið með taktföstum hreyfingum – og geislar morgunsólarinnar gerðu margbreytilegt skordýralífið öllum sýnilegt. Það kostaði um það bil 600 milljarða króna að reisa fjallið. Þar sem vinnan tók 200 ár þýðir það að kostnaður þess opinbera og fjárfesta úr einkageiranum var um þrír milljarðar á ári allt byggingartímabilið. Til að standa undir þessum mikla kostnaði var komið á fót víðtækri útvistunaráætlun, en samkvæmt henni skyldu bæði fyrirtæki og danska ríkið seinka innheimtu fyrir ýmsa verkhluta við fjallsbygginguna, en fá ráðstöfunarrétt á móti. Fjárfestarnir settu á fót sérstakan starfshóp til að annast alla umsýslu í tengslum við fjallið. Vetraríþróttaaðstaðan á tindinum reyndist drjúg tekjulind, svo eitthvað sé nefnt, og hótelin á svæðinu nutu mikilla vinsælda árið um kring, bæði hjá ferðamönnum og Dönum. Fólkið sem hafði verið nógu heppið eða nógu efnað til að eignast heimili á fjallinu bjó þar oft kynslóð fram af kynslóð og með tímanum varð þetta fólk svolítið sérviturt og einrænt. Með kynbótum ræktuðu menn danska fjalla geit sem var fullkomlega aðlöguð rysjóttu veðurfarinu og hrjóstrugu landslaginu. Geitaostur úr danskri fjallageit og lax eða sjóbirtingur úr ánum voru rómað lostæti sem ævinlega var nefnt í sömu andrá og fjallið.
10
Meðfram neðri hluta fjallsins lá mikið skóglendi sem teygði sig allan hringinn utan um fjallið. Hlíðarnar voru snarbrattar en þrátt fyrir það var þessi skógur eins og hver annar danskur skógur að sjá, með ljósgrænum beykitrjám og gömlum eikum. En þegar maður fikraði sig lengra upp eftir fjallinu fór bæði plöntu- og dýralíf að taka breytingum. Strax eftir fyrstu 1000 metrana hættu önnur tré en furur og stöku harðger runni að láta sjá sig og fjallaljón, ernir, lundar og fjallageitur tóku völdin. Efst uppi spratt ekkert nema harðgerar smáplöntur og einu dýrin sem þrifust í þessu berangurslega, vindbarða og miskunnarlausa umhverfi voru heimskautarefurinn, heimskautakanínan, björninn og danska fjallageitin. Stórir hópar Grænlendinga tóku sér bólfestu hátt uppi í hlíðunum í eins konar landnemabyggðum sem voru skýrt brot á ákvæðum útvistunarsamninganna. Bæði Mærsk og danska ríkið reyndu að grípa til aðgerða, en málið reyndist hreint ekki einfalt. Það var flókið og kostnaðarsamt að finna og handsama íbúana á þessu feikistóra svæði. Danskir iðkendur vetraríþrótta og hjólaíþrótta tóku fjall inu fagnandi, enda stórbötnuðu aðstæður til æfinga og þjálfunar og Danir unnu í kjölfarið til verðlauna bæði á Ólympíuleikum og í Tour de France. Einn áfanganna í Tour de France lá um fjallið og þekkt ljóðskáld og reiðhjólakeppnislýsandi lét að því tilefni þessi orð falla: „Þetta manngerða fjall, sem ekki er hluti af landslaginu frá náttúrunnar hendi, hefur þegar krafist tilverurétt-
11
ar síns. Náttúran hefur tekið í sátt þennan óhugnanlega stóra gjörning, sem er alfarið mannanna verk og mætti næstum líkja við Babelsturninn. Það er engu líkara en að þessi skissa, þetta tilbúna form, hafi raungerst, og sé enn að raungerast, í allri sinni undursamlegu mynd sem verður sífellt margbrotnari, eins og skáldverk sem hefur orðið að veruleika. Það er sannarlega tilfinningin sem maður upplifir eftir að hafa fylgst með þróun þessa byggingar verkefnis, sem er raunar ekki lengur neins konar bygging, því verkið hefur hrist af sér upprunalegt form og á fátt sameiginlegt lengur með uppdráttunum sem liggja til grundvallar því. Þegar við ókum hingað upp eftir snemma í gærmorgun sáum við hóp bjóra sem var að reisa sér stíflu; slíkar myndir höfum við til þessa aðeins þekkt frá Alaska eða Klettafjöllunum.“ Og félagi hans bætti við: „Já, það er óhætt að segja að dýrin skeyti ekkert um það, þau eru bara hér.“ Höfnin í Køge varð að þungamiðju svæðisins í heild. Við langan hafnarbakkann stóðu reykhús og fiskmarkaðir og óteljandi verslanir, hótel og veitingahús. Og þar lögðu þeir ferðamannanna sem komu sjóleiðina að höfn. Sumir þeirra komu á eigin skútum, aðrir með gulum sjórútum sem sigldu hver á eftir annarri, daginn út og inn, á milli fjallsins og stærri hafnarborga Danmerkur. Gríðarlegt umfang fjallsins og hið óraunsæja eðli þessa byggingarverkefnis varð ósköp hversdagslegu fólki innblástur til að takast á við metnaðarfull og áræðin verkefni í þeim mæli sem ekki hafði orðið vart við frá því á kreppuárunum á fjórða áratugnum.
12