Framúrskarandi dætur - sýnishorn

Page 1


Frá höfundi

Þetta er heimildaverk. Vegna þess að ég starfaði sem fréttaritari í Araba­ heim­inum hafa margar af þeim sögum sem birtast í bókinni birst í öðru formi. Mörg hundruð stúlkur og ungar konur í Egyptalandi, Ísrael, Líban­on, Sýrlandi, Írak, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku fursta­dæm­ un­um voru svo hugrakkar að deila sögum sínum með mér. Allar skildu þær að ég var að vinna sem blaðamaður. Ég hef þó breytt sumum nöfn­ un­­um og ég gef ekki alltaf upp eftirnafn. Þessi háttur var hafður á þegar við­­kom­­andi óskaði eftir því og í nokkrum tilfellum var það vegna þess að ég var hrædd um að ef hægt væri að bera kennsl á þær myndi það valda þeim van­­d­ræðum eða ógna öryggi þeirra. Ég breytti einnig nokkrum ein­­ kenn­­andi smáatriðum. Vegna þess að ég er utanaðkomandi og heldur ekki með fullkomið vald á arab­ísku treysti ég mér ekki til þess að draga ályktanir um þann stóra, marg­­víslega og ört breytilega hóp sem ungar arabískar konur mynda, hvað þá að skrifa af mikilli dýpt um trúarbrögðin, íslam, sem er ekki mín eigin trú. Ég hef reynt eftir fremsta megni að rannsaka hlutina til mergj­ar og hef rætt hugmyndir mínar og niðurstöður við fræðimenn ara­bí­ska heimsins og íslams og eins oft og ég gat við ungu konurnar sjálf­ar, en ég ber ábyrgð á öllum mis­túlkunum og greiningum sem kunna að vera í bókinni.

5


Viðskiptavinir skoða Valentínusargjafir á markaði í Damaskus.


Eitt Hausklútar þeirra skulu hylja háls þeirra Ágúst 2004 – DAMASKUS

Ég var að bíða eftir því að vatnið syði á katlinum þegar skyndilega var barið að dyrum á nýju íbúðinni minni. „Ég vil gjarnan fá tebolla, ef þú vildir vera svo væn,“ sagði ókunnugur karlmaður. Hann var með rauð- og hvítköflótt keffieyh vafið um höfuðið og þakinn ryki. Hann var einn af vinnumönnunum sem unnu við að leggja gólf á hæðinni fyrir ofan, og síðan ég flutti inn höfðu síðdegin ómað af glamri og ískri. Á stigapallinum á bak við manninn sá ég glitta í stafla af grá­leitum marmaraflísum. (Ég hélt alltaf að marmari væri lúxusvara en fyrir stríðið í Sýrlandi var marmari ódýr). Kannski hafði maðurinn verið að bera staflana upp þegar hann stoppaði til að ná andanum fyrir framan dyrnar að íbúðinni minni? „Ó,“ lét ég heimskulega út úr mér, ringluð vegna truflunarinnar en líka ánægð yfir því að yrt væri á mig á arabísku sem ég gat meira að segja skil­­ið. „Te.“ Ókunnugi maðurinn á stigapallinum gerði sitt besta til þess að horfa ekki á mig, hann sneri öxlunum frá mér og starði stíft á dyrakarminn vinstra megin við mig. Ég vissi að þessi gætni hans var af virðingu og kurt­eisi við mig – í Kóraninum eru karlar hvattir til þess að „líta undan“ í hugsan­ legum freistingum, og vegna þessa forðast margir trúræknir múslimar að

25


horfa á konur sem eru ekki í fjölskyldu þeirra – en í þá daga kom þessi skort­ur á augnsambandi mér enn út af laginu. „Te,“ endurtók ég á arabísku. „OK.“ Ég lokaði dyrunum, en opnaði þær aftur augnabliki síðar. „Biddak sukkar?“ spurði ég. „Viltu sykur?“ „Ofurlítinn sykur,“ sagði maðurinn. Vatnið var við það að sjóða í katlinum þegar ég kom aftur inn í eldhúsið. Ég tók til stærsta bollann sem ég fann í hillunni með leirtauinu sem skilið hafði verið eftir af fyrri leigjendum, lét í skeið af sykri og poka með svörtu tei. Ég skildi bæði skeiðina og pokann eftir í bollanum – hann gæti sjálfur ákveðið hversu sterkt það átti að vera – og opnaði dyrnar til þess að gefa honum teið. Ég var enn í draumkenndu ástandi þess sem er á nýjum stað með ókunn­­ugum reglum, ég skildi hlutina aðeins til hálfs og stóð mig oft að því að fylgja eðlis­ávísun kurteisarinnar vegna. Ég hafði komist að því að í sýr­lensku heimilis­haldi væri mun meira um veitingar en á bandarískum heim­ilum. (Karlar sáu aðallega um að bjóða upp á þær, sýndist mér, en konurn­ar virtust sjá um að þjóna gestunum). Ættingjar og vinir voru alltaf að koma við, svo heimilisrútínu og matartíma var hagað eftir því. Kannski voru vænt­ingar vinnumanns til teþjónustu hluti af þessum arabísku kurt­ eisis­venjum sem vestrænir ferðalangar hafa öldum saman talað um í ævi­ sögum sínum. Ég hafði aldrei heyrt um svona nokkuð, en undanfarið var ég búin að vera í furðulega auðmótuðu hugarástandi. Maðurinn skildi tóman bollann og skeiðina eftir við dyrnar og þegar ég mætti honum í stiganum nokkrum dögum síðar forðaðist hann enn að horfa á mig og svaraði kveðju með lágu muldri. Seinna þegar ég spurði sýr­ lenska vinkonu um atvikið yppti hún öxlum og kinkaði kolli. Já, auðvitað, sagði hún, það kæmi alveg fyrir að verkamenn bæðu konur á nærliggjandi heimilum um eitthvað að drekka. Það væri einfaldlega hluti af almennri góðsemi – þótt þessi venja væri ekki jafnalgeng nú á dögum, sérstaklega í borgum. Forvitni mín kom vinkonu minni á óvart, en atvikið kom mér í opna skjöldu. Verkamaðurinn tók því sem sjálfsögðu að ég myndi verða að ósk hans jafnvel þótt hann kæmi fram við mig eins og ég væri ósýnileg. Ég hugsaði mikið um tebónina á næstu vikum, án þess að vera viss um ástæðuna. Ég hafði búið í Sýrlandi í um þrjá mánuði þegar verkamaðurinn barði að dyrum. Ég var með kort af Damaskus límt á vegginn hjá mér sem ég starði á meðan ég drakk neskaffið mitt á morgnana og lagði á minnið allar

26


helstu göturnar, Abou Roumaneh, Sha’alan, Shari’a Baghdad. Ég lærði arabísku í nokkra tíma á hverjum degi í sérstakri miðstöð fyrir útlendinga í Háskólanum í Damaskus. Fyrstu vikurnar eftir að ég kom til landsins hafði ég sótt tíma í skóla sem kom svo í ljós að hneigðist til ólöglegra greina íslam, nokkuð sem ég uppgötvaði þegar mukhabharat, sýrlenska leyni­ þjónustan, gerði rassíu í skólanum. Mér var seinna strítt af sýrlenskum vinum fyrir að hafa ekki komið auga á vísbendingu um stefnu skólans í nafni hans, IQRA – eða frægu skipuninni „Lestu“ sem birtist í upphafi Kór­ans­ins. Góðir vinir í London höfðu gefið mér tvö nöfn og símanúmer í Dam­ askus – hjá Albert Aji, keðjureykjandi kristnum Sýrlendingi sem rak Associ­­ated Press-skrifstofuna frá svítu á fimmtu hæð Meridien-hótelsins, og hjá Matthew, ungum bandarískum diplómat sem bjó með belgískri konu sinni. Ég hafði hringt í þau, og síðan hitt þau, og svo hringt í fólkið sem þau stungu upp á, og hægt og rólega stækkaði kunningjahópurinn í Sýr­­ landi. Ég skrifaði líka nokkrar greinar fyrir New York Times um þúsundir stríðs­­hrjáðra Íraka sem voru að setjast að í Jaramana, Sayyidah Zeinab og öðrum bæjum í útjaðri Damaskus. En þegar ég hugsa til þessa fyrsta sumars, man ég aðallega eftir einmanalegum gönguferðum í óbærilegum eyði­merkur­hitanum og stöðugum framandleika. Mér hafði gengið vel í erlend­um tungumálum í skóla, en framandi letur arabískunnar virtist allt of flókið fyrir mig og það var ótrúlega mikið átak áður en ég náði að kann­ast við jafnvel algengustu orð, ég þurfti að draga þau út og upp, eitt af öðru. Þrátt fyrir endalausar kvöldsetur við að skrifa upp minnismiða og beyg­ingar sagna gat ég varla skilið orð sem sagt var við mig á arabísku svo minningarnar sem ég á eru hér um bil allar sjónrænar, páraðar í minnis­ bækur og í tölvupóstum til vina. Núna fer ég hjá mér við tilhugsunina, en þessa fyrstu daga í Sýrlandi var ég svolítið hrædd í þessu nýja umhverfi. Íbúðin mín var í Rawdahhverf­inu, nokkrum götum frá opinberu aðsetri sendiherra Bandaríkjanna í Sýr­landi. (Það stóð reyndar ekki lengi, sendiherrann var kallaður til Washing­ton eftir að Rafiq Hariri, forsætisráðherra Líbanon, var myrtur í Beirút. Eftir því sem sagt var í Damaskus tók hún með sér hundinn sinn, sem var víst ótvírætt merki um að Sýrland myndi ekki hafa bandarískan sendi­herra um ókomna tíð). Þegar ég lá í rúminu um nætur heyrði ég drauga­legt hvísl frá gardínunum. Orðin voru ógreinanleg en ég gat bæði

27


heyrt í körlum og konum, og þau virtust tala saman rétt við rúmgaflinn. Svefn­herbergisglugginn vísaði út á þrönga götu, og hvíslið reyndist vera kæfð sam­töl veg­farenda sem bergmáluðu upp steypta húsveggina. Jafnvel eftir að ég upp­götvaði þetta komu raddirnar mér úr þvílíku jafnvægi að ég þurfti að sofa með gluggann lokaðan, þrátt fyrir hitann. Ekki einn einasti Sýrlendingur var óvingjarnlegur við mig, hvað þá ógn­andi. (Martha Gellhorn lýsti því að hún hefði verið „færð á milli eins og pakki, af gleði og góðmennsku,“ eftir komu sína til Spánar sem ung blað­a­kona til þess að skrifa um borgarstyrjöldina, og það er líka góð lýs­ing á því hvernig farið var með mig í Damaskus.) En kvíðinn var á rök­­um reist­ur, upp­­reisnin í Írak gegn bandarísku herafli stóð sem hæst í Anbarhér­aði, rétt austur af landa­mærum Sýrlands, og sá þráláti orðrómur gekk fjöllum hærra að Sýrland væri orðið mikilvægur áfangi fyrir erlenda jíhad­ ista á leið í bardaga. Þegar ég hafði lært að þekkja búning og fas út­send­ ara mukhabharat, óttalegu sýrlensku leyniþjónustunnar, sá ég þá alls­staðar. Sýrlenskir vinir mínir sögðu mér að gera ráð fyrir því að síminn væri hleraður, því það væri ekki vænisýki að finnast eins og verið væri að horfa á þig. Ég hafði séð nokkra límmiða sem fordæmdu Bush og Banda­ríkin í búðunum á Sha’lan, verslunargötunni sem Damaskusbúar kalla „markað lötu eiginkonunnar“ og lesið ráð Heimavarnarráðuneytisins um hvernig ætti að ferðast um Sýrland. (Í stuttu máli: ekki gera það ef þú kemst hjá því, ef þú getur það ekki, vertu þá á verði, forðastu stórar sam­komur, og hagaðu ferðum þínum og daglegri rútínu á þann hátt að þú hittir ekki neinn sem myndi vilja elta og drepa Bandaríkjamann). Afleiðingin var stöðug taugaveiklun sem dró úr matarlyst og gerði það að verkum að ég átti erfitt með einbeitingu. Einu sinni, kannski svona mán­uði eftir að ég kom, sá ég kubbslega týpu í gallabuxum hlaupandi eftir göt­unni fyrir framan Lotus-veitingastaðinn, nokkrum götum frá íbúðinni minni. Ég tók eftir því að Skelkur í bringu, eins og vinur hafði nefnt kanarí­fugl veitingastaðarins, var að búa sig undir sitt fræga vell þegar ég sá, sekúndu­ broti síðar, að týpan í gallabuxunum hélt á hríðskotabyssu. Ég var við það að kasta mér á bak við næsta kyrrstæða bíl, skelfingu lostin, þegar byssumaðurinn sneri sér við, þetta var unglingsstrákur með Downsheilkenni með vopn úr gráu, hráu plasti. Strákurinn skælbrosti um leið og hann sá mig, og hermdi eftir skothljóðum, bam-bam-bam, í kveðjuskyni. Blóðið dunaði enn fyrir eyrunum þegar ég reyndi að brosa mínu blíðasta

28


til hans, og af einhverri ástæðu dró úr hræðslunni eftir þetta atvik. Þegar ég skrifa þetta núna, nokkrum árum eftir að fjöldamótmæli gegn ríkisstjórn sýrlenska forsetans Bashar al-Assad steypti landinu í borgarastyrjöld, er það Sýrland sem ég lýsi, að mestu leyti óþekkjanlegt. Margir vina minna og ná­granna frá þessum tíma eru nú flóttamenn í öðrum löndum. En árið 2004 var Sýrland virkilega svona saklaust. Þegar ég lít til baka geri ég mér grein fyrir því að það var ekki fyrr en verka­maðurinn bankaði á dyrnar hjá mér og fór fram á að ég gæfi honum tíma minn að mér fannst að Damaskus fyndi mér stað. Aldrei hafði mér komið til hugar að vilja finna mér stað í þeim vestrænu borgum sem ég hafði búið í, en mig var farið að gruna að til þess að eiga stað í Sýrlandi – kannski í öllum Arabaheiminum – þyrfti að ganga inn í tengslanet sam­ banda, væntinga og skyldna sem er mun flóknara og bindandi en það sem ég hafði vanist. Í Háskólanum í Damaskus, þar sem ég sótti tíma á hverjum morgni í svo­ kallaðri arabískumiðstöð fyrir útlendinga, höfðu skólafélagarnir einlægan áhuga á sérstökum reglum og hefðum sem virtust stjórna svo mörgum hlið­um daglegs lífs í Sýrlandi. Af hverju voru til dæmis lög eftir dáðu líbönsku söngkonuna Fairuz alltaf spiluð eldsnemma á hverjum morgni og aldrei á neinum öðrum tíma? (Ef þú fórst með næturrútunni til norðlægari borga landsins, Qamishli eða al-Hasakeh, setti bílstjórinn Fairaz á klukkan sex á morgnana, rétt áður en hann fór á milli farþeganna með vatn og þurrk­ur, og sameiginlega flösku af sterku kölnarvatni). Hverjir voru þessir krafta­legu menn í brúnu leðurjökkunum sem virtust sitja allan liðlangan daginn í skel­plötu­greyptu hægindastólunum sem voru við gosbrunninn fyrir framan Cham Palace-hótelið, og eftir hverjum eða hverju biðu þeir eigin­lega? Ég held að mörg okkar arabískunemanna hafi verið svolítið hissa á sjálfum okkur að hafa tekið þessa ákvörðun um að koma til Sýrlands. Við leituð­umst við að færa alla þessa furðanlegu hluti sem gerðust í kringum okkur utan skólastofunnar í orð og bösluðum við að skilja það sem hafði til­tekna menningarlega merkingu út frá tilviljunarkenndum atburðum. Eftir árásina á Tvíburaturnana og Íraksinnrásina höfðu þúsundir ungra Banda­ríkjamanna og Evrópubúa byrjað að læra arabísku af álíka kappi og margir af kynslóð foreldra þeirra höfðu byrjað að læra rússnesku, vegna hrifn­ingar á fólkinu og stundum ríkisstjórnunum sem voru útmálaðar sem

29


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.