Sjávarafl 3.tbl 9.árg 2022

Page 30

Frá netaralli um borð í Saxhamri SH (Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir).

Um samstarf Hafrannsóknastofnunar við sjómenn og fiskiðnaðinn F rá upphafi hafrannsókna við Ísland hafa vísindamenn og sjómenn verið í margvíslegu samstarfi, báðum til hagsbóta. Eðlilega hefur samstarfið þróast og breyst í gegnum tíðina, en hvernig er því háttað í dag? Hér er ætlunin að gera stuttlega grein fyrir helstu samstarfsflötum í dag og mikilvægi þeirra, sem og fyrirhugaðum nýjungum um samstarf.

Eitt af meginverkefnum Hafrannsóknastofnunar er að gera mat á stærð nytjastofna og veita veiðráðgjöf á þeim. Stofnunin hefur fengið gagnrýni í gegnum tíðina fyrir að taka ekki tillit til fiskifræði sjómannsins við þá vinnu. Upplýsingar og gögn frá sjómönnum fara vissulega ekki inn í stofnmatslíkönin en eru engu að síður nýtt óbeint. Þannig eru skráningar sjómanna í rafrænar afladagbækur mikilvægar í að meta afla hverrar tegundar eftir veiðarfærum og svæðum. Þá safna sjómenn meðal annars sýnum af uppsjávarfisk úr afla á tilviljanakenndan hátt og koma til stofnunarinnar til úrvinnslu. Öll þessi gögn eru notuð til að ákvarða árlegan fjölda fiska í afla sem er grunnur alls stofnmats.

30

SJÁVARAFL OKTÓBER 2022

Veiðiskip eru einnig notuð í stofnmatsleiðangra, annað hvort leigðir, til dæmis í togara- og netaröll eða sem framlag útgerða til rannsókna, svo sem við loðnumælingar og leit. Þessu utan er margvísleg gagnkvæm upplýsingagjöf, um aflabrögð, tegundaheiti, dreifingu tegunda og stöðu vistkerfisins, sem á sér stað sem gagnast báðum aðilum. Slík upplýsingagjöf á sér gjarnan stað með óformlegum hætti með samtölum milli aðila en einnig með formlegum hætti innan samráðshópa, t.d. um þorskrannsóknir og loðnurannsóknir. Annarsskonar samvinna felst í gagnasöfnun við endurheimtur fiskmerkja og hefur verið í gangi í marga áratugi. Formið á því er með tvennum hætti. Útvortis númeruð fiskmerki og innvortis rafeindamerki, einkum frá botnfisktegundum, er safnað af sjómönnum eða fiskvinnslum og komið til Hafrannsóknastofnunar. Þá eru lítil rafeindamerki í makríl og norsk-íslenskri síld sem hafa að geyma númer endurheimt í sjálfvirkum rafeindaskönnum sem þrjú fiskvinnslufyrirtæki hafa komið upp í verksmiðjum sínum. Gögn frá


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.