8 minute read
Nýtt umhverfisvænt kælikerfi fyrir öll skip og báta
Maríulaxinn
Elfa Hrönn Valdimarsdóttir rekur fyrirtækið Kapp ehf með manni sínum Frey Friðrikssyni. Þau vilja leggja áherslu á umhverfisvænar lausnir í þróun sinni fyrir viðskiptavini sína og hafa nýlega tekið í notkun nýtt umhverfisvænt kælikerfi.
Árið 2015 ákvað Elfa að snúa sér alfarið að fyrirtækinu. Þau hjónin vildu einfalda líf sitt með því að vera saman í fyrirtækjarekstrinum sem hentaði þeim betur samhliða barnauppeldinu. Fyrirtækið þeirra býður nú upp á nýtt umhverfisvænt kælikerfi sem hentar öllum gerðum af bátum og skipum. Elfa sér alfarið um launamálin, ýmis bókhaldsstörf og margt sem tengist starfsmannamálum og ýmis önnur atriði sem tengjast rekstrinum. Henni finnst gott að slaka á í Fljótshlíðinni með fjölskyldunni í frítíma sínum, veiða eða ganga með vinkonum sínum á hálendi Íslands. ,,Ég útskrifaðist sem smíðakennari á sínum tíma en kenndi dönsku þau ár sem ég starfaði sem kennari. Ég bjó í Danmörku ásamt Frey um tíma og var því orðin nokkuð góð í dönskunni en árið 2015 keyptum við fyrirtæki sem hét Optimar Ísland ehf og stækkaði þá fyrirtækið okkar til muna, ákvað ég því að hætta að kenna og snúa mér að fyrirtækinu með manninum mínum. Okkur langaði að einfalda lífið okkar aðeins, það getur verið flókið að vera með ung börn og púsla saman vinnutímanum. Það voru því mikil forréttindi fannst okkur að geta gert þetta því ég get unnið heima eftir þörfum og annað slíkt. Freyr er mikið á ferðalögum bæði hér heima og erlendis vegna vinnu og er
KAPP er með fjölþætta þjónustu við sjávarútveginn með áherslu á kælingu og ryðfría sérsmíði. Þeir bjóða upp á nýja tækni sem gera öllum skipum sem hafa gamla Freonkerfið kleift að skipta í nýja umhverfisvæna hliðarkælingu.
Birna, Sigga, ELfa og Hulda
því ekki alltaf til staðar. Með þessu fannst okkur við geta stjórnað okkar tíma betur. Ég er þannig að mér finnst mjög gott að vera heima með börnin og sjá um þau t.d í veikindum og slíku þannig að mér finnst þetta frábært fyrirkomulag og henta mér vel og finnst það reyndar enn í dag.”segir Elfa Hrönn. Þau hjónin eru búin að vera gift í 17 ár en verið saman í 26 ár, þau eiga 4 drengi og hundinn Kát, strákarnir eru á aldrinum 10-18 ára þannig að það er oft mikið líf og fjör á heimilinu og austur í Fljótshlíð þar sem fjölskyldan á bústað að sögn Elfu.
Öflug þjónusta og þjónustuverkstæði
KAPP ehf, býður upp á margbreytilega þjónustu fyrir sjávarútveg, matvælaiðnað og flutningageirann þar sem að mikil áhersla er lögð á umhverfisvænar lausnir en undir vörumerkjum KAPP er Stáltech sem smíðar vörur og tæki úr ryðfríu stáli og undir Optim-ICE er framleiddur kælibúnaður sem kælir t.d. fisk hraðar en önnur sambærileg kæling. Starfsmenn fyrirtækisins hafa áratuga reynslu í hönnun, þjónustu, smíði á hinum ýmsa búnaði. Fyrirtækið býr yfir 3D hönnun og CNC tölvu og rennibekkjum sem hluta af sínum tækjakosti. Fyrirtækið getur tekið að sér verkefni nánast af öllum stærðum og gerðum. Þjónustuverkstæði er til staðar ásamt, öflugu véla- og renniverkstæði ásamt mjög flottri kæli & frystiþjónustu.
Umhverfisvæn breyting á kælikerfum
Tæknideildin hefur undanfarin ár verið að þróa sig áfram í umhverfisvænum aðferðum sem henta fyrir útgerðir, verslanir og fiskvinnslur en það byggir á því að minnka þessa þekktu kælimiðla og minnka þannig umhverfissporin og hættuna á losun kælimiðla úti andrúmsloftið. ,,Við vorum að klára verkefni fyrir útgerð á Snæfellsnesi
þar sem að tæknideildin og starfsmenn okkar fóru í umhverfisvæna breytingu á kælikerfi um borð með því að skipta út venjulegum kælimiðli.Það sama má segja um verslanir en þar höfum við verið mjög framarlega í að hanna, þróa og að markaðssetja CO2 kæla- & frystikerfi. Við erum mikið í því núna að skipta út kælimiðlinum R404A eða Freon. Magnið af kælimiðlinum er minnkað um 99% og er komið fyrir í litlu einangruðu kælikerfi í stað þess að það sé í lögnum eða forðatönkum um allt skipið. Möguleiki er að nýta stóran hluta af kælikerfinu sem eru fyrir í skipum og geta því flest skip sem hafa gamla Freonkerfið skipt yfir í umhverfisvænu kælinguna. Svo er hægt að geyma Freonið sem tekið er úr kerfinu og nota síðar meir og koma þannig í veg fyrir framleiðslu á nýju Freoni. Öll þessi umhverfismeðvitund í samfélaginu hefur knúið okkur áfram undanfarin ár og veitt okkur aðhald og hvatt okkur til að standa okkur í þessum efnum,” segir Elfa Hrönn.
Konur koma sterkar inn í frumkvöðlastarfssemi
Áður en KAPP sameinaðist Optimar Island, þá voru eingöngu karlar sem störfuðu hjá fyrirtækinu en svo bættust nokkrar konur í hópinn, nú starfa 40 karlar og 5 konur hjá því þó segist Elfa aldrei spá í kynjahlutföllin þegar hún er spurð út í það hvernig það sé fyrir þessar fáu konur að vinna með stórum hópi karla en segir aftur á móti vilja sjá fleiri konur í sjávarútveginum og iðngreinum. ,,Það er ein kona vélstjóramenntuð sem starfar í framleiðsludeildinni. Þegar að við td auglýstum síðast eftir vélfræðing og rafvirkja þá kom enginn umsókn frá konu sem er mikil synd. Það er auðvitað þannig að sjávarútvegurinn hefur verið karllæg grein lengi. En ég held að konum fari fjölgandi og að þær komi sterkar inn í frumkvöðlastarfsemi. Konur þurfa að gera sig meira sýnilegri í greininni. Ég held að það sé fullt af konum þarna úti með mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Ég hef séð það gegnum vinnuna hjá mér og félagsskapinn, Konur í sjávarútvegi að það eru margar konur að gera mjög áhugaverða hluti, það er mikil nýsköpun og tækifæri í boði,”segir Elfa Hrönn.
Fluttu í nýtt húsnæði
Sumarið fór mikið í það að flytja rekstur KAPP úr Miðhrauni Garðabæ í Turnarhvarf í Kópavogi og segir Elfa flutninga hafa tekið aðeins lengri tíma en hún hafi gert sér grein fyrir. ,,Það að byggja utanum rekstur KAPP í Turnahvarfinu hefur verið mjög skemmtilegt ferli og verkefni. Með svona flottan hóp af starfsfólki þá má alveg segja að allt ferlið varðandi flutningana hafi tekist vel, þrátt fyrir að þeir hafi tekið langan tíma. Það er bara ótrúlegt að vera flutt og komin í eigið húsnæði sem hentar okkar rekstri. Þrátt fyrir mikla vinnu við flutninga í sumar komst Elfa aðeins frá með fjölskyldunni með því að lengja helgarnar aðeins.,,Við fjölskyldan náðum að fara í tvær útilegur á Vestfirði og svo fórum við nokkra daga til Vestmannaeyja líka ásamt því að vera í Fljótshlíðinni. En sumarið endaði öðruvísi en við áætluðum, Pabbi minn lést skyndilega sem var mikið áfall og svo tveim vikum eftir útför pabba þegar ég ætlaði að fara í smá frí þá fékk ég covid og þurfti auðvitað að loka mig af gagnvart öðru fólki.
Teitur og Darri
Veiðdella og göngur
,,Mér finnst mjög gaman að ferðast bæði hér heima og erlendis. Við eigum sumarbústað austur í Fljótshlíð og eyðum við fjölskyldan töluverð frítíma okkar þar. Í Fljótshlíðinni er stutt í margar náttúruperlur eins og jökla og stórbrotið landslag. Svo er það bara samveran með fjölskyldu og vinum hún er ómetanleg. Við hjónin förum saman í einn til tvo laxveiðitúra á hverju sumri og er það kærkomið enda bæði með töluverða veiðidellu. Ég er líka í hópi með um 20 stelpum og á hverju ári göngum við um hálendið. Við göngum skemmtilegar leiðir og gistum í fjallaskálum sem verða á leið okkar. Við erum alltaf með þema, skiptum okkur í nefndir og undirbúum þetta frá a-ö. Þetta eru oftast þriggja daga göngur og er einn af hápunktum sumarsins,” segir Elfa Hrönn að lokum.
ÞORLÁKSHÖFN
Ótvíræður kostur fyrir útgerðir
Með vikulegum vörusiglingum frá Þorlákshöfn til Evrópu er það ótvíræður kostur fyrir útgerðir að landa í Þorlákshöfn ferskum fiski beint til útflutnings.
Í dag sigla tvær vöruflutningaferjur á vegum Smyril Line Cargo vikulega, allan ársins hring. Mistral siglir frá Þorlákshöfn á mánudögum til Hirtshals í Danmörku og Mykines á föstudögum til Rotterdam í Hollandi. Með þeim er flutningstíminn sá stysti til og frá landinu sem í boði er á SV-horninu í sjóflutningum. Samhliða vöruflutningum hefur löndunarþjónusta aukist sem og önnur þjónusta.
Við hvetjum útgerðir til að kynna sér þessa útflutningskosti betur á thorlakshofn.is Einnig með tölvupósti á höfn@olfus.is eða í vaktsíma Þorlákshafnar 893 3659.
Framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki?
Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar.
Staðsetningin er því mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi. Einnig má geta þess að Smyril Line Cargo siglir tvisvar í viku allan ársins hring á milli Þorlákshafnar, Rotterdam og Hirtshals með viðkomu í Færeyjum. Flutningstíminn er sá stysti sem í boði er á SV-horni landsins í sjóflutningum til og frá landinu og hentar vel fyrirtækjum sem eru í inn- eða útflutningi.
Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.