Sjávarafl 2021 3.tbl 8.árg

Page 34

Maríulaxinn

Nýtt umhverfisvænt kælikerfi fyrir öll skip og báta

Bergþóra Jónsdóttir

Elfa Hrönn Valdimarsdóttir rekur fyrirtækið Kapp ehf með manni sínum Frey Friðrikssyni. Þau vilja leggja áherslu á umhverfisvænar lausnir í þróun sinni fyrir viðskiptavini sína og hafa nýlega tekið í notkun nýtt umhverfisvænt kælikerfi. Árið 2015 ákvað Elfa að snúa sér alfarið að fyrirtækinu. Þau hjónin vildu einfalda líf sitt með því að vera saman í fyrirtækjarekstrinum sem hentaði þeim betur samhliða barnauppeldinu. Fyrirtækið þeirra býður nú upp á nýtt umhverfisvænt kælikerfi sem hentar öllum gerðum af bátum og skipum. Elfa sér alfarið um launamálin, ýmis bókhaldsstörf og margt sem tengist starfsmannamálum og ýmis önnur atriði sem tengjast rekstrinum. Henni finnst gott að slaka á í Fljótshlíðinni með fjölskyldunni í frítíma sínum, veiða eða ganga með vinkonum sínum á hálendi Íslands. ,,Ég útskrifaðist sem smíðakennari á sínum tíma en kenndi dönsku þau ár sem ég starfaði sem kennari. Ég bjó í Danmörku ásamt Frey um tíma og var því orðin nokkuð góð í dönskunni en árið 2015 keyptum við

34

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

fyrirtæki sem hét Optimar Ísland ehf og stækkaði þá fyrirtækið okkar til muna, ákvað ég því að hætta að kenna og snúa mér að fyrirtækinu með manninum mínum. Okkur langaði að einfalda lífið okkar aðeins, það getur verið flókið að vera með ung börn og púsla saman vinnutímanum. Það voru því mikil forréttindi fannst okkur að geta gert þetta því ég get unnið heima eftir þörfum og annað slíkt. Freyr er mikið á ferðalögum bæði hér heima og erlendis vegna vinnu og er

KAPP er með fjölþætta þjónustu við sjávarútveginn með áherslu á kælingu og ryðfría sérsmíði. Þeir bjóða upp á nýja tækni sem gera öllum skipum sem hafa gamla Freonkerfið kleift að skipta í nýja umhverfisvæna hliðarkælingu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.