Sjávarafl 2021 3.tbl 8.árg

Page 1

SJÁVARAFL September 2021 3. tölublað 8. árgangur

,,Lífið snerist um sjóinn”

Sjókvíaeldi í sátt við náttúruna

Höfnin: lífæð bæjar

Umhverfisvæn breyting á kælikerfum

Þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4 Rannsóknir og þróun á nýjum próteingjöfum og sjálfbærara fiskeldisfóðri 8 Farsælt fiskeldi 12 ,,Lífið snerist um sjóinn“ 16 Höfnin: lífæð bæjar 20 Sjókvíaeldi í sátt við náttúruna 24 Tímamót hjá Landhelgisgæslunni 24 Stór og falleg demantssíld 26 Gæðakerfi fyrir alla 30 Fjölmörg tækifæri í fiskeldi 34 Nýtt umhverfisvænt kælikerfi fyrir öll skip og báta

Siglum jákvæð inn í veturinn

N

ú eru Alþingiskosningar um garð gengnar og samfélagið að falla í fastar skorður eftir spennandi kosningar. Við sjáum forystufólk flokkanna sem við kusum keppast við að setja saman ríkisstjórn til að sigla þjóðarskútunni af öryggi og kostgæfni næstu misserin. Flest öll okkar teljum við vita hvað veitir okkur heilbrigði, lífsgleði og öryggi. Á liðnum misserum höfum við þurft að takast á við þann ógnvekjandi faraldur sem hefur dunið yfir heimsbyggðina og orsakað gríðarlegt efnahagshögg sem hafði áhrif víða, þurftu stjórnvöld að standa saman svo höggið yrði sem minnst. Ekki var hægt að ímynda sér hversu alvarlegt þetta yrði, hversu margir myndu veikjast og deyja. Sú gleði að COVID -19 sé í rénun veitir manni þá tilfinningu að horfa bjartsýnn fram á við og vita það að allt tekur enda og það veitir okkur heilbrigði, lífsgleði og öryggi á ný.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir

Eftir svona langan og erfiðan tíma, tekur gleðin við, þannig gefum við af okkur og getum farið jákvæð inn í veturinn og gleðst hvert með öðru og öðlast með því hamingju og heilbrigði.

Elín Bragadóttir ritstjóri

Alda Áskelsdóttir, blaðamaður

Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður

Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður

Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður

Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður

Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Anna Helgadóttir Prentun: Prentmet Oddi ehf

2

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021


Þantroll

Þantæknin

Þankraftur

Streymi yfir kaðal fer lengri leið. Meiri hraði = Minni þrýstingur

Streymi undir kaðal fer styttri leið. Minni hraði = Meiri þrýstingur

HELIX

.Opnast fljótt við kast .Meiri opnun í togi .Heldur lögun vel í beygjum .Hljóðbylgjur beinast innávið

Helix þantæknin er einkaleyfisvarin


Jónas Rúnar Viðarsson sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá MATÍS

Rannsóknir og þróun á nýjum próteingjöfum og sjálfbærara fiskeldisfóðri Hjá fiskeldisfyrirtækjum er fóðrið jafnan stærsti kostnaðarliðurinn og sá hluti framleiðsluferlisins sem ber ábyrgð á meginhluta kolefnisútblástursins. Í laxeldi er til að mynda almennt áætlað að fóðurkostnaður sé ríflega 50% af heildarkostnaði og geti borið ábyrgð á allt að 80% af kolefnisútblæstri. Þar að auki getur aðgengi að hráefni til fóðurgerðar verið sveiflukennt og framleiðsluaðferðir verið umdeildar. Í því samhengi nægir að nefna sveiflur í veiðum á uppsjávartegundum sem unnar eru í fiskimjöl og ábyrgð soyaframleiðslu á eyðingu skóglendis t.d. í Amazon frumskóginum. Að sama skapi skiptir fóðrið höfuðmáli við framleiðsluna þar sem það hefur bein áhrif á vöxt, viðgang, þroska, heilsu og gæði fiskanna. Því leggur fiskeldisiðnaðurinn mikla áherslu á rannsóknir og þróun á fóðri, og er Matís í hópi þeirra fyrirtækja og stofnanna sem koma að slíkum rannsóknum hér á landi.

Á

undanförnum árum hefur Matís spilað nokkuð stórt hlutverk í rannsóknum og þróun nýrra próteingjafa fyrir fiskeldisfóður, bæði hér innanlands og í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Má í því sambandi nefna tilraunir með skordýraprótein, örþörunga, einfrumunga, þara, lúpínu og mjöl unnið úr fjöðrum alifugla. Einnig hafa verið rannsökuð og þróuð hefðbundnari íblöndunarefni í fiskeldisfóður, eins og t.d. repjumjöl, sólblómamjöl, Astaxanthin, og olíur unnar úr innlendum hráefnum. Þá kemur fyrirtækið að rannsóknum og þróun á bættum ferlum í framleiðslu fiskimjöls og lýsis, sem og rauðátu, þar sem markmiðið er meðal annars að nýta þau hráefni sem best til framleiðslu á fiskeldisfóðri. Matís er eftirsóttur samstarfsaðili þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun í tengslum við fiskeldisfóður, enda hefur fyrirtækið yfir að ráða öflugu liði sérfræðinga á sviði fiskeldisrannsókna, fóðurgerðar, matvælafræði, líffræði, líftækni, vöruþróunar, erfðafræði og annarrar sérfræðiþekkingar sem máli skiptir þegar kemur að fiskeldi og fóðurgerð. Einnig hefur fyrirtækið ýmsa innviði sem nauðsynlegir eru við rannsóknir og þróun á þessu sviði. Má þar nefna efna-, örveru-, erfðafræði- og líftækni rannsónarstofur þar sem unnt er að mæla flest allt sem máli skiptir sem viðkemur fiskeldisfóðri; skynmat, tilraunavinnslur til vöruþróunar; og síðast en ekki síst tilraunaeldisstöð þar sem unnt er að framkvæma ýmiskonar fóðurtilraunir á lifandi fiski. Tilraunaeldisstöð Matís, sem í daglegu tali er kölluð MARS (Matís Aquaculture Research Station), er staðsett í Grafarvoginum í Reykjavík; steinsnar frá höfuðstöðvum Matís. Í stöðinni eru þrjú fiskeldiskerfi sem eru svokölluð endurnýtingakerfi eða hringrásakerfi (RAS Recirculating aquaculture systems), þar sem vatnið er hreinsað og endurnýtt. Þær tilraunir sem algengast er að séu framkvæmdar í MARS eru vaxtartilraunir og meltanleikatilraunir, og þær tegundir sem

4

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Jónas R. Viðarsson Sviðsstjóri hjá Matís. Ljósmyndir: Aðsendar

unnið hefur verið með eru lax, silungur, bleikja, beitarfiskur (tilapia), hvítleggjarækjur og ostrur. Þeim tilraunum sem fram fara í MARS má skipta í tvo flokka þ.e.a.s. tilraunir sem eru hluti af innlendum- og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum annarsvegar, og þjónustuverkefni hins vegar þar sem fóðurframleiðendur og fiskeldisfyrirtæki kaupa þjónustu af Matís. Þjónustuverkefnin hafa skapað vaxandi sess í rekstri MARS og er nú svo komið að um ¾ hlutar tilrauna falla í þann hóp, og eru mörg af stærstu fóður- og fiskeldisfyrirtækjum heims í hópi viðskiptavina. Það eru hins vegar rannsókna- og þróunarverkefnin sem eru mest spennandi, enda er markmið þeirra að stuðla að nýsköpun og breytingum til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.

Hjá Matís eru stundaðar rannsóknir sem stuðla að nýsköpun á sviði fiskeldis og fóðurgerðar


Meirihluti framleiðslukostnaðar og kolefnisspors í fiskeldi er til kominn vegna fóðursins. Því skiptir rannsóknar og þróunarstarf miklu máli til að auka verðmætasköpun og draga úr umhverfisáhrifum

Meðal spennandi rannsókna sem Matís vinnur að er að kanna áhrif mismunandi fóðurs á þarmaflóru (gut microbiome) og góðgerla eldisfiska. Er hér um nýja nálgun að ræða þar sem rannsóknir benda til að þarmaflóran hafi enn meiri áhrif á vöxt og viðgang fiska en áður var talið. Eins og áður segir er Matís þátttakandi í fjölda rannsókna- og nýsköpunarverkefna á sviði fiskeldis. Nefna má nokkur dæmi um slík verkefni:

Metamorphosis er verkefni sem styrkt var af EIT Food og snérist um að umbreyta lífrænum úrgangi í prótein fyrir fiskelidsfóður, með aðstoð Svörtu hermannaflugunnar. Í verkefninu var framleitt nokkuð magn af skordýrapróteinum og þau nýtt við fóðurgerð fyrir laxeldi. Fóðrið var prófað á laxi í MARS auk þess sem framkvæmdar voru ýmiss konar mælingar og neytendakannanir. Niðurstöður verkefnisins voru sérlega áhugaverðar, þar sem fóður sem innihlélt skordýraprótein gaf hefðbundnu fóðri ekkert eftir og neytendur fundu lítinn sem engan mun á afurðunum.

NextGenProteins er meðal stærstu verkefna sem Rammaáætlun Sylfeed er rannsóknaverkefni sem styrkt er af Bio-Based Industries Evrópu um Rannsóknir og þróun (H2020) hefur fjármagnað á (BBI) hluta Rammaáætlunar Evrópu um Rannsóknir og þróun (H2020) sviði nýrra próteingjafa, og hlotnaðist Matís sá heiður að stýra því og er markmið verkefnisins að nýta einfrumunga til að umbreyta verkefni. Verkefnið hófst 2019 og mun ljúka 2023, en markmið hliðarafurðum viðarframleiðslu í prótein sem nýta má í fiskeldisfóður. verkefnisins er að þróa framleiðslu próteina úr skordýrum, einfrumungum og örþörungum sem íblöndunarefni í ýmis matvæli og sem fóður fyrir fiskeldi, alifugla, svín og annað búfé. Þróun á fiskeldisfóðri í verkefninu er að miklu leyti á ábyrgð Matís og hefur fyrirtækið framkvæmt vaxtar- og meltanleikatilraunir í MARS, auk þess sem ýmsar mælingar hafa farið fram á rannsóknarstofum þess. Einnig hefur Matís staðið að neytendarannsóknum og skynmati. Þá eru einnig umhverfisáhrif þessara óhefðbundnu próteina metin hjá Matís, meðal annars með vistferilsgreiningu. Nú er rannsóknum á tilraunaskala (lab-scale) í verkefninu að ljúka og munu á næstu mánuðum hefjast tilraunir þar sem stórfyrirtæki á borð við MOWI og Amadori munu prófa fóðrið í sínum framleiðslulínum fyrir lax og Matís er með þrjú endurnýtingakerfi í tilraunaeldisstöð sinni þar sem gerðar eru tilraunir með ýmsar kjúklinga. tegundir eldisfiska. SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

5


eiginleika sem skapi tækifæri til að nýta framleiðslu VAXA í auknu mæli til fóðurgerðar. Meðal þess sem rannsakað hefur verið í þessu verkefni er hvort slíkt fóður geti haft áhrif á lúsa-ásetu, en niðurstöður þeirrar vinnu eru ófullnægjandi á þessu stigi til að unnt sé að fullyrða nokkuð um það. MIDSA er verkefni styrkt af EIT Food þar sem gerðar voru tilraunir með að setja fóður í „forðatöflur“ þar sem fóðrið leysist út á lengri tíma (micro-capsulated feed). Þannig verði fóðrið smám saman aðgengilegt dýrunum sem verið er að ala. Í MARS voru m.a. gerðar tilraunir með þessa tegund fóðurs fyrir ostrur og voru niðurstöður verkefnisins jákvæðar.

Fylgjast þarf sérstaklega vel með vatnsgæðum í endurnýtingakerfum

Gífurlegt magn af hliðarstraumum falla til við framleiðslu á viðarafurðum, eins og timbri og pappír, sem nýtast lítið sem ekkert í dag. Þessir hliðarstraumar nýtast ekki í fóður fyrir dýr þar sem þau dýr sem alin eru til matar geta ekki melt slík efni, en einfrumungar, eins og til dæmis sveppir, geta hins vegar nýtt þessa hliðarstrauma og í leiðinni framleitt prótein sem nýta má í fiskeldisfóður. Matís hefur gengt lykilhlutverki í þessu verkefni með því að þróa fóður sem inniheldur einfrumungaprótein, prófa fóðrið á lifandi laxi í MARS, greina áhrif á efnainnihald og gæði afurðanna, sem og að greina hvaða áhrif fóðrið hefur á þarmaflóru og góðgerla. Verkefninu lýkur nú á næstu mánuðum og má fullyrða að það hefur skilað mikilvægum niðurstöðum sem gætu haft áhrif á fóðurframleiðslu á heimsvísu. MASTER er verkefni sem stutt er af H2020 á sviði örverurannsókna og er ætlað að koma fram með svör um hvernig nýta megi örverur við framleiðslu á matvælum af ýmsu tagi. Lögð er þar áhersla á sjálfbæra framleiðslu á heilsusamlegum matvælum. Meginhlutverk Matís í verkefninu er að rannsaka hvernig bæta má fóðrun og fóður í fiskeldi, sér í lagi til að auka heilbrigði eldisfiska. Spila rannsóknir á örverum í þarmaflóru og góðgerlar þar lykilhlutverk. Repjumjöl í fóður fyrir lax er verkefni sem stutt er af AVS sjóðnum og er markmið þess að meta möguleika á notkun repju pressuköku í vaxtarfóðri, með lágu innihaldi fiskimjöls, fyrir lax án þess að það hafi neikvæð áhrif á vöxt og fóðurnýtingu. Verði niðurstöður þessa verkefnis í samræmi við væntingar skapast möguleiki til að nýta hliðarstrauma innlendrar repjuframleiðslu í verðmætt og umhverfisvænna fiskeldisfóður. Farið hafa fram umfangsmiklar tilraunir í samstarfi við Háskólann á Hólum og Fóðurverksmiðjuna Laxá, sem lofa góðu. Þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi er rannsóknaverkefni sem stutt er af Tækniþróunarsjóði og er markmið þess að þróa fiskeldisfóður sem inniheldur Omega-3 ríka örþörunga. Eigandi verkefnisins er VAXA (AlgaEnnovation) sem staðsett er á Hellisheiði, en VAXA er samstarfsaðili Matís í fjölda innlendra og alþjóðlegra rannsóknaog nýsköpunarverkefna. Í þessu verkefni eru smáþörungar sem eru háir í próteini og Omega-3 notaðir sem íblöndunarefni í laxafóður og benda niðurstöður til að slíkt fóður hafi fjölda jákvæðra

6

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Þróun á nýju bleikjufóðri er rannsóknaverkefni sem styrkt var af AVS með það markmið að lækka fóðurkostnað og auka sjálfbærni í bleikjueldi með því að skipta fiskimjöli út fyrir soyamjöl í fóðri. Í verkefninu var einnig leitast við að öðlast skilning á áhrifum mismunandi „meðhöndlunar“ soyamjöls á vöxt, þarmaflóru og velferð bleikju. Niðurstöður verkefnisins benda til að soyamjöl þurfi sérstaka meðhöndlun, þar sem meðal annars er bætt við góðgerlum í mjölið, til að það sé raunhæfur kostur sem íblöndunarefni í bleikjufóður. Súrþang og góðgerlar í fiskeldi / SeaFeed er verkefni sem styrkt er af AVS sjóðnum og EIT Food. Markmið verkefnisins er að rannsaka og þróa fiskeldisfóður úr þangi, en með því að gerja þang er unnt að nýta það í fóður fyrir fiska, sem og fyrir ýmist búfé. Framkvæmdar hafa verið tilraunir með fóður fyrir laxfiska sem inniheldur súrþang í MARS og lofa niðurstöður góðu. Það er ljóst að hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir fiskeldisiðnaðinn í heilda og íslenskt samfélag, því ef unnt verður að nýta þang á þennan hátt á stórum skala mun draga verulega úr umhverfisáhrifum fóðurs með innlendri framleiðslu. Þessi upptalning nær aðeins yfir hluta þeirra verkefna sem Matís starfar að í tengslum við rannsóknir og nýsköpun á nýjum próteingjöfum og bættu fiskeldisfóðri. Niðurstöður rannsókna sem Matís er þátttakandi í og sem styrktar eru af innlendum og alþjóðlegum opinberum sjóðum eru almennt opnar öllum sem áhuga hafa á. Enda er markmiðið að stuðla að nýsköpun sem gagnast samfélaginu í heild. Nálgast má upplýsingar um rannsóknaverkefni Matís á heimasíðu fyrirtækisins, eða með því að hafa beint samband við sérfræðinga Matís.

Nýir próteingjafar í fiskeldisfóður eru meðal nýsköpunaráherslna hjá Matís


Slippurinn Akureyri Við bjóðum upp á víðtæka þjónustu fyrir fiskeldisfyrirtæki. Hönnun, smíði og samsetning lagnakerfa Hönnun, smíði og uppsetning á pöllum, brúm og undirstöðum fyrir ýmsan búnað

s: 460 2900

www.slipp.is SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

7


Farsælt fiskeldi Fiskeldi er ung atvinnugrein sem hefur heldur betur sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Mikil uppbygging og vöxtur hefur verið í greininni á austanverðu landinu þar sem aðstæður eru góðar fyrir slíka starfsemi. Ice Fish Farm er annað tveggja fyrirtækja sem eru fyrirferðamikil á Austfjörðum en það stundar laxeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Blaðamaður Sjávarafls tók Guðmund Gíslason, forstjóra Ice Fish Farm tali og spurðist fyrir um upphafið, uppbygginguna og framtíðina.

Nýja seiðaeldisstöðin Rifós sem byggð var í vetur. Ljósmynd: Aðsend

Eins konar tilraun Þó sögu fiskeldis megi rekja til álaræktunar frumbyggja í Ástralíu fyrir 7.000 árum varð greinin ekki að raunverulegum iðnaði fyrr en á nítjándu öld og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Eftir seinna stríð átti sér stað stórt stökk fram á við, með tilkomu nýs fóðurs og bætts búnaðs sem myndaði grundvöllinn fyrir fiskeldi dagsins í dag. Við strendur Íslands hefur fiskeldi verið stundað með misgóðum árangri í um 50 ár, en það fældi Ice Fish Farm ekki frá því að láta á það reyna í Berufirði.

Snorri Rafn Hallsson

„Við byrjuðum árið 2012. Þá hafði verið þorsk- og laxeldi í Berufirði og sem við tókum og settum saman góðan hóp af fólki til að láta á þetta reyna. Þetta var eins konar tilraun og við settum út fiska strax í júlí það ár, um það bil þrjátíu þúsund laxa og annað eins af regnbogasilungi til að sjá hvort þetta myndi ekki dafna vel,“ segir Guðmundur og bætir við að það hafi verið þrjár breytur sem þau trúðu að myndu skapa meiri farsæld og árangur í fiskeldi en þekkst hafði. „Í fyrsta lagi byrjuðum við með stærri og sterkari seiði. Í öðru lagi hafði komið fram ný tegund af fóðri sem fiskurinn getur melt í köldum sjó. Þetta hafði verið ákveðin hindrun, en með því að setja aðrar olíur í fóðrið yfir vetrartímann, sem hafa meira kuldaþol og harðna ekki trúðum við á að þetta vandamál mætti leysa.“ Loks var það nýsköpun og framþróun á fiskeldisbúnaði sem skipti veigamiklu máli: „Öll tæki og tól eru orðin miklu öflugri heldur en var. Kvíarnar núna eru stærri og fiskarnir hafa það þá betra. Þannig getur eldið staðist þær áskoranir sem íslenskar aðstæður skapa hvað varðar verður og vind. Saman sneru þessi þrjú atriði blaðinu við hvað varðar að framleiða lax á Íslandi í íslenskum fjörðum,“ segir Guðmundur. Þessar aðferðir voru þróaðar í norður-Noregi en sterkur Golfstraumur þar gerir það að verkum að aðstæður þar svipa mjög til aðstæðna hér á landi: „Í dag er sú framleiðsla sem á sér stað nyrst í Noregi sú ódýrasta

8

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

í heiminum, og þangað stefnum við hér á Íslandi. Við viljum koma okkur upp í skalanlega framleiðslu þar sem við getum fullnýtt stór og öflug tæki til að gera íslenska framleiðslu enn samkeppnishæfari.“

Margföld framleiðsla Þó fyrstu skrefin sem tekin voru hafi verið smá hefur Ice Fish Farm vaxið statt og stöðugt. Í ár voru um þrjár milljónir seiða settar út en það er fimmtíuföld aukning frá árinu 2012. Guðmundur spáir tvöföldun á næstu árum: „Við erum með stór og sterk seiði sem við ölum á landi í allt að eitt og hálft ár. Við keyptum hluta í seiðastöðinni í Þorlákshöfn og höfum verið að stækka hana.“ Ice Fish Farm kemur einnig að byggingu nýrrar seiðastöðvar á Kópaskeri, Rifósi. „Þar eru einstakar aðstæður og hlýr sjór undir stöðinni sem við dælum upp og nýtum til að stækka seiðin áður en þau fara í kvíarnar,“ segir Guðmundur, en undanfarið hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á landeldið: „Það að ala fiskinn lengur á landi og hafa hann stærri hefur nokkra kosti í för með sér. Stærri fiskar komast síður í gegnum netin og ef þeir sleppa út rata þeir ekki í árnar. Þetta eru svo að segja meiri búskepnur og það dregur verulega úr áhættu og afföllum. Fiskurinn þarf einnig skemmri tíma í sjónum, tólf til sextán mánuði í staðinn fyrir tvö ár. Þá er minni áhætta í skemmri tíma og hægt að nýta firðina betur.“ Guðmundur nefnir einnig að þetta sé hagkvæm leið vegna þess að því stærri sem

Þegar við byrjuðum var markmiðið sett hátt: að framleiða besta lax í heimi. Til marks um það er framleiðslan vottuð bæði lífræn og sjálfbær.


Vinnsla á laxi í Búlandstindi á Djúpavogi. Ljósmynd: Aðsend

fiskurinn er þegar hann fer í kvíarnar, því meiri möguleika hefur hann á að stækka. Með því að hagnýta íslenskar aðstæður, svo sem aðgengi að hlýju vatni nálægt sjó til að flytja seiði í kvíarnar, býr íslenskt fiskeldi yfir forskoti á samkeppnisaðila víða um heim. Í sjóeldinu hefur Ice Fish Farm einbeitt sér að byggja upp stærri og sterkari kvíar til að auka framleiðsluna að sögn Guðmundar: „Við búum einnig yfir öflugum fóðureyjum sem sprauta fóðrinu í kvíarnar til að mata fiskinn. Svona vinnur tæknin með okkur og einn af lykilþáttunum í því er myndavélafóðrun.“ Kvíarnar eru útbúnar myndavélum sem hægt er að færa til og frá og fylgjast með hvernig fiskarnir matast: „Þá sjáum við hvort hann er svangur eða orðinn saddur og getum slökkt á fóðruninni á hárréttum tíma. Þetta er ung atvinnugrein en samt sem áður hefur átt sér stað veruleg tækniþróun og við sjáum það ekkert vera að stöðvast. Þetta heldur bara áfram.“ Guðmundur segir að þrátt fyrir mikinn vöxt og hraða þróun séu enn tækifæri til vaxtar: „Við erum að fullnýta þá möguleika sem við höfum og það tekur auðvitað tíma fyrir fiskinn að vaxa. Við erum að sækjast eftir því að geta stækkað enn þá meira, bæði með því að fá inn ný

Kvíasvæði Ice Fish Farm í Berufirði. Þar er framleitt meira prótein en á öllum sauðfjárbúum landsins til samans. Ljósmynd: Aðsend

svæði og nýta svæðin betur með stærri seiðum, þannig að það má stilla margt af til að auka framleiðsluna enn frekar.“

Belti og axlabönd eru kostur Nú hefur verið fest í lög að fylgja skuli bæði burðarþolsmati fjarða og áhættumati svæða í einu og öllu. Guðmundur segir þetta jákvæða þróun enda sé best að hafa vaðið fyrir neðan sig: „Við höfum kosið að fara mjög varlega í aukningu og hafa vísindin að leiðarljósi til að skapa sem minnsta áhættu. Það er engin önnur þjóð í heiminum með álíka belti og axlabönd hvað varðar fiskeldi og það er náttúrulega bara kostur.“ Fiskeldi af þessari stærðargráðu hófst seinna á Íslandi en á sambærilegum svæðum annars staðar. „Við byrjum tuttugu til þrjátíu árum á eftir öllum hinum og getum því nýtt þá þekkingu sem skapast hefur í millitíðinni, við þurfum ekki að gera sömu mistök og aðrir,“ segir Guðmundur og bætir við að betra sé að hafa færri en öflugri aðila í fiskeldi heldur en marga litla: „Það sköpuðust veruleg vandræði í Færeyjum þegar fjöldinn allur af smærri fyrirtækjum hóf fiskeldi á sama tíma, útsetningar og aðferðir við eldi voru ósamræmdar, upp blossuðu sjúkdómar og árangurinn því slæmur eftir því.“ Í dag eru því aðeins þrjú fyrirtæki sem standa fyrir megninu af eldi í Færeyjum og hefur þeim tekist að skipuleggja eldið með sem hagkvæmustum hætti

Við viljum koma okkur upp í skalanlega framleiðslu þar sem við getum fullnýtt stór og öflug tæki til að gera íslenska framleiðslu enn samkeppnishæfari. SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

9


Laxi dælt í brunnbát til að flytja í vinnslu. Ljósmynd: Aðsend

Traust, ábyrgð og trú á að þetta gangi er lykilatriði. Við viljum fá reynsluna og sýna að okkur sé treystandi til að stunda laxeldi í þessum fallegu fjörðum og einstöku aðstæðum. fyrir umhverfið, laxinn og fyrirtækið sjálft að sögn Guðmundar: „Það vinnur allt saman ef þú hefur burðina í það og fyrirtækin geta haldið þekkingu og sérhæfðu starfsfólki ásamt öllum tækjum og tólum sem þarf til að gera hlutina rétt.“

áhættumatið sem Hafrannsóknarstofnun framkvæmir geri ráð fyrir verulega miklum sleppingum: „Raunin er allt önnur. Tekið var 10 ára meðaltal sleppinga í Noregi og það margfaldað miðað við íslenskar aðstæður til að fá viðmið. Öryggislínan er mjög ströng en við erum langt undir viðmiðum, þetta er bara brotabrot af því sem áhættumatið gerir ráð fyrir.“ Guðmundur segir að sú reynsla sem byggst hefur upp í Noregi hafi skilað sér í því að sleppingar hafa minnkað þrátt fyrir stóraukna framleiðslu: „Það er það sem við höfum trú á að geti haldið áfram. Traust, ábyrgð og trú á að þetta gangi er lykilatriði. Við viljum fá reynsluna og sýna að okkur sé treystandi til að stunda laxeldi í þessum fallegu fjörðum og einstöku aðstæðum.“ Þrátt fyrir ströng skilyrði telur Guðmundur að ekki sé ástæða til að ráðast í stórtækar breytingar á regluverki: „Þetta er endurskoðað reglulega, á þriggja ára fresti og ég tel það eðlilega framvindu í þessum málaflokki.“

Samstarf, hagkvæmni og þekking

Mikill metnaður er hjá Ice Fish Farm að haga framleiðslunni með sem bestum hætti: „Þegar við byrjuðum var markmiðið sett hátt: að framleiða besta lax í heimi. Til marks um það er framleiðslan vottuð bæði lífræn og sjálfbær.“ Ice Fish Farm hefur einnig hlotið hina eftirsóttu AquaGAP vottun fyrir ábyrgt fiskeldi. Ströng skilyrði þarf að uppfylla til að hljóta þá vottun, segir Guðmundur: „Við erum með fullkominn rekjanleika frá hrogni til viðskiptavinar, notum engin skaðleg efni og fylgjumst með fiski inn og fiski út, það er hve mikið fiskihráefni er í fóðrinu og svo hvað við slátrum. Kolefnislosun er mæld og reiknuð út og svo er kannað hvort lögum, reglum og eftirliti sé ekki fylgt til hins ítrasta.“

Ice Fish Farm var skráð í norsku Kauphöllina Merkur í miðjum heimsfaraldri, en Norðmenn hafa verið fyrirferðarmiklir í fiskeldi við strendur Íslands. „Þegar við byrjuðum var mjög heppilegt að fá Norðmenn með okkur þar sem þeir kunna þetta. Laxeldið hefur gengið mjög vel þar í landi og því hafa Norðmenn haft fjármagn til að setja í Ísland. Að fá bæði þekkingu og fjármagn í einu kasti var mjög gott,“ segir Guðmundur. Nú hefur hluthafahópurinn stækkað og er samsetningin alþjóðleg að sögn Guðmundar: „Þetta var nokkuð farsælt og eftirspurnin var mjög góð, en það þýðir að fjárfestar treysta á félagið. Laxeldi krefst mikils þolinmóðs fjármagns því það tekur upp í þrjú ár að ala fisk frá hrogni til viðskiptavinar. Uppbyggingarferlið er líka langt og kostnaðarsamt því er þetta langtímafjárfesting sem þar að eiga sér stað.“

Samkvæmt AquaGAP staðlinum þarf að sjá til þess að framleiðslan valdi engum skaða á lífríkinu. Hluti af því er að fylgjast vel með mögulegum slysasleppingum. „Við erum með öflugt eftirlit og fylgjumst með kvíunum á hverjum degi, netin eru sterk og öflug og þau eru skoðuð reglulega, sem tryggir okkar góða árangur í að halda ferlinu gangandi í sátt og samlyndi við umhverfið. Við viljum alls ekki missa fisk út og gerum allt til að tryggja að það gerist ekki, enda mikil útflutningsverðmæti í húfi,“ segir Guðmundur og bætir við að

Með tilkomu nýrra fjárfesta er hægt að leggja enn meira púður í frekari uppbyggingu. „Við höldum bara áfram, það er það sem við höfum verið að gera, að auka framleiðsluna. Helsta keppikeflið er að komast upp í hagkvæmari stærð þar sem allur búnaður og tæki eru flott. Þetta er þó nokkur tilkostnaður, en því fleiri kíló sem eru á bak við hverja fjárfestingu, því hagkvæmari er hún,“ segir Guðmundur. Samfara hækkandi útflutningstekjum á laxi hafa aukin tækifæri gefist til að fjölga starfsfólki og fjárfesta í geiranum.

Vottuð framleiðsla

10

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021


Lax frá Ice Fish Farm borinn á borð. Ljósmynd: Aðsend

Ice Fish Farm hefur einnig unnið náið með nágrönnum sínum í Löxum til að ná fram samlegðaráhrifum í rekstri fyrirtækjanna. „Við erum í Berufirði og Fáskrúðsfirði en þau eru í Reyðarfirði. Svo erum við að sækja um leyfi í Stöðvarfirði og Seyðisfirði. Við vinnum svo saman í vinnsluhliðinni og slátrun. Þannig náum við að nýta vinnsluna betur, en það er stór kostnaðarliður sérstaklega þegar nýtingin er ekki góð. Þetta er sama módel og unnið er með í Noregi þar sem fyrirtæki á sama svæði reka ákveðna þætti saman til að bæta afköst allra aðila,“ segir Guðmundur.

Alþjóðleg þörf á hollum matvælum Fiskeldi er í örri þróun og ekkert lát virðist vera á eftirspurn eftir laxi að sögn Guðmundar: „Þetta er annar verðmætasti fiskurinn okkar. Lax er á bak við fimm prósent af heildarútflutningstekjum Íslendinga

og yfir tuttugu prósent af fiskútflutningi. Heimsframleiðsla á laxi nemur um tveimur og hálfri milljón tonna og markaðurinn er eiginlega óþrjótandi. Aukning á eftirspurn er langt um meiri en framleiðsluaukning, svo því meira sem þú getur framleitt því meira getur þú selt.“ Verðmæti laxins hefur því aukist mikið á undanförnum árum. „Laxinn er þrefalt verðmætari en þegar við byrjuðum árið 2012. Aðstæðurnar eru þannig að lax er mjög eftirsótt vara, holl, góð og alþjóðleg. Við seljum lax út um allan heim og finnum fyrir mikilli þörf á hollum matvælum, sem eru vottuð sjálfbær. Þannig er enn frekari hvati til að taka tillit til umhverfisins og hafa ábyrga stefnu og framleiðslu til að tryggja bæði gæði og vönduð vinnubrögð,“ segir Guðmundur að lokum.

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

11


,,Lífið snerist um sjóinn“

Berglind segist aldrei hafa verið sjóveik. ,,Ég vissi ekki hvað það var og mér fannst gaman á sjó. Helst var það þegar ekki sást til lands vegna þoku að mér fannst þetta óþægilegt. Berglind með Mont Blanc í baksýni, elska þennan stað

Sigrún Erna Geirsdóttir

Berglind Þorbergsdóttir, bókari hjá Síldarvinnslunni, er fædd 1961 í sjávarplássinu Neskaupstað og er miðjubarnið í fimm systkina hópi. Þetta segir hún að hafi þó verið alvanalegt á þeim tíma. ,,Allar fjölskyldur voru með 4-5 börn svo maður hafði nóg af leikfélögum kringum sig!“ Hún segir að lífið hafi snúist um sjóinn. ,,Þegar fólk hittist var spurt: Hvernig ganga veiðarnar? Þetta skipti öllu máli fyrir bæinn. Tengingin við sjóinn er líka sterk hjá mér, ef ég sé hann ekki þá finnst mér það skrýtið; maður elst upp við að horfa á hann alla daga. Ef ég sé sjóinn þá veit ég líka hvernig veðrið er þann daginn.“ Faðir Berglindar var bæði smiður og trillusjómaður. Á veturna var smíðað fyrir íbúa bæjarins en á vorin var trillan undirbúin og svo var farið á sjóinn fram á haust. Þetta gerði hann í rúm sextíu ár. ,,Þetta var ekki óalgengt á þessum tíma,“ segir Berglind. Margir með eigin útgerð en öllu landað hjá Síldarvinnslunni. 12

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021


Alltaf aflahæst Berglind fór öðru hvoru með pabba sínum á sjóinn út fyrir Norðfjarðarhorn að veiða þorsk. ,,Þetta var lítil trilla, ekki nema 2,5 tonn, sem hann erfði frá pabba sínum, Sæbjörg NK 75. Hann hélt henni vel við, enda smiður. Sjálfur byrjaði hann að fara á sjó níu ára gamall en ég var nú orðin eitthvað eldri. Þegar við fórum saman út vorum við alltaf aflahæst og hinir trillukarlarnir fóru að kalla mig Seiðkonuna!“ Farið var af stað klukkan 4 á nóttunni og snúið til baka seinnipartinn. Þá var öllu landað með höndum upp á bryggju. Öll systkini Berglindar fóru öðru hvoru með Þorbergi föður sínum á sjóinn. ,,Tveir bræður mínir héldu áfram að fara á sjó og voru um tíma með eigin útgerð eða á togara.“ Berglind segist aldrei hafa verið sjóveik. ,,Ég vissi ekki hvað það var og mér fannst gaman á sjó. Helst var það þegar ekki sást til lands vegna þoku að mér fannst þetta óþægilegt. Trillan var svo lítil og umkomulaus á þessum stundum.“ Berglind segir að þau hafi auðvitað oft verið hrædd um pabba sinn þegar hann var úti á sjó í litlu trillunni sinni ef veðrið var vont. ,,Hann fór líka alltaf, sama hvernig veðrið var. Hann var alinn upp við þetta og þekkti straumana vel. Sem betur fer kom hann alltaf heim.“

Spilað og sungið á heimilinu Þorbergur smíðaði mikið af húsgögnum fjölskyldunnar auk þess að gera innviði. ,,Hann byggði svo auðvitað húsið sjálft. Við tókum öll þátt í því, systkinin, og vorum að naglhreinsa og þess háttar. Það var góð samvinna hjá okkur enda vorum við náin systkinin, sérstaklega þau eldri en yngsta systir mín er tólf árum yngri en ég svo hún er lengra frá okkur fjórum elstu.“ Foreldrarnir voru bæði í kirkjukórnum og þau sungu mikið. ,,Sérstaklega mamma, hún var alltaf syngjandi.“ Það var mikið spilað á heimilinu, t.d. manna, kana, vist og fleira. ,,Það vorum ekki bara við systkinin, það voru stórir krakkahópar allt í kringum okkur og krakkarnir í götunni héldu mikið saman.

Bryggjan, fjaran, fjallið Helsta skemmtun barnanna á æskuárum Berglindar var að leika sér á bryggjunum. ,,Þær voru miðpunktur alls í bænum. Við krakkarnir fylgdumst með bátunum koma inn og veltum fyrir okkur hver væri á hvaða báti; er þetta pabbi? Nei, ekki pabbi. En þetta? Nei, ekki heldur. Svo vorum við að veiða með færi og vorum í leikjum í fjörunni eða uppi í fjalli.“ Eftir að krakkarnir urðu að unglingum var rölt um bæinn og hist milli húsa, á götunni eða við sjoppurnar. ,,Þetta var svona Hallærisplansstemning. Á sumrin vorum svo auðvitað allir að vinna mikið.“ Spurð út í íþróttaiðkun segir Berglind að sjálf hafi hún verið í handbolta um tíma en íþróttamenning hafi ekki verið sterk hjá stelpunum. Strákarnir hafi verið mikið í fótbolta og síðan hafi blakið bæst við. ,,Á veturnar voru allir á skíðum í Oddsskarði og ég fékk gömul tréskíði með leðurólum frá bræðrum mínum. Þegar ég eignaðist börn fór ég svo með þau í fjallið. Núna er ég komin á gönguskíði og fór t.d á námskeið síðasta vetur.“

Samheldið samfélag Þorbergur faðir Berglindar hélt dagbók öll sín ár þar sem hann skrifaði aðallega hvernig aflaðist og hvernig veðrið var. ,,Það skipti ekki máli þótt hann væri ekki sjálfur á sjó á veturna. Hann var iðnaðarmaður en

Við krakkarnir fylgdumst með bátunum koma inn og veltum fyrir okkur hver væri á hvaða báti; er þetta pabbi? Nei, ekki pabbi. En þetta? Nei, ekki heldur. Svo vorum við að veiða með færi og vorum í leikjum í fjörunni eða uppi í fjalli.”

Fjölskyldan í Chamonix

þegar að veiðar gengu illa þá höfðu iðnaðarmenn ekki vinnu því þá voru ekki til peningar til að borga þeim. Veiðarnar skiptu öllu máli fyrir samfélagið. Fólk talaði um hver kom með þetta og hver kom með hitt að landi, þetta hafði svo mikil áhrif. Sjómannadagurinn var líka miklu stærri dagur en 17.júní, og er enn. Þetta var dagur sjómannanna og hátíðarhöldin standa yfir í þrjá daga, með alls konar viðburðum og keppnum.“ Berglind segir að samfélagið hafi verið samheldið. Það var t.d Samvinnufélag útgerðarmanna á staðnum sem allir bátaeigendur voru í. Síldarvinnslan var svo stofnuð upp úr því, fyrst til að vinna síld en þegar síldin fór komu aðrar tegundir í staðinn. ,,Hér áður var maður alltaf viss um að geta fengið vinnu hjá Síldarvinnslunni. Það þurfti enginn að vera atvinnulaus. Þannig var þetta lengi, þetta var hálfgerð félagsmálastofnun.“

Hrein rúmföt með peningalykt Í sjávaplássi unnu allir í fiski og Berglind segir að það hafi hreinlega verið skrýtið ef maður vann þar ekki. ,,Ég var þrettán ára og vann átta tíma á dag. Maður var heppinn ef maður fékk yfirvinnu! Það var líka svo gaman á föstudögum, þá fékk maður fullt af peningum í umslagi!“ Berglind hefur komið alls staðar að fiskvinnslu, hvort sem það er frysting, saltfiskur eða síldarsöltun. ,,Maður kynntist öllu og mér fannst gaman að þessu. Það var sko fjör í fiskinum þegar allir skólakrakkarnir fóru að vinna. Maður kom oft rennblautur heim, allir unnu hratt og vel því þá fékk maður bónus. Við vorum líka öll svo meðvituð um hvaðan peningarnir komu, bæði okkar eigin og foreldranna. Ef það var nóg að gera höfðu allir nóg. Ef það fiskaðist illa kom það niður á öllum.“ Fólk hafi þó yfirleitt ekki haft mikið á milli handanna og fáir áttu bíla. ,,Allir þurftu að vinna mikið ef bjarga þurfti verðmætum og allir voru mjög meðvitaðir um það. Eftir að bræðslan kom var oft þoka yfir bænum og vond lykt. Það mátti samt aldrei tala um vondu lyktina heldur var hún kölluð peningalykt. Hún gegnsýrði allt og ef maður setti t.d út blaut rúmföt til að þurrka fór maður að sofa í hreinum rúmfötum sem voru með bræðslulykt eftir að hafa hangið úti á snúru.“ Þetta hafi þó breyst mikið með vélvæðingunni. ,,Það eru auðvitað ekki eins margir sem koma að vinnslunni í dag, það þarf færri hendur. Fiskurinn skiptir SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

13


Mér finnst yndislegt að búa þarna, það er mjög rólegt og rómantískt. Eftir að Norðfjarðargöngin komu er heldur ekkert mál að búa hér og vinna á Norðfirði. Það er auðvitað mikill snjór á veturna en við erum svo heppin að maðurinn á næsta bæ sér um að ryðja á Eskifirði og þegar mikill snjór er keyri ég á eftir honum inn í bæ! “ Berglind segir að það henti sér vel að vera svona út af fyrir sig í kyrrðinni. Garðurinn sé stór og mikil vinna í honum. Sömuleiðis sé líka alltaf eitthvað viðhald vegna húsanna. ,,Mér finnst þetta yndislegt en ég veit svo sem ekki hvort við verðum hérna mikið lengur. Þetta er stundum aðeins of mikil vinna og það styttist í að Jón fari á eftirlaun. Heilsan gæti líka verið betri hjá honum. Við sjáum því aðeins til með framhaldið en við eigum þetta alltaf sem sumarhús.“ Líka hafi það áhrif að þau séu orðin nánast ein eftir fyrir austan. ,,Systkini mín eru farin héðan og þeirra afkomendur. Allt fólk pabba flutti suður fyrir löngu og sömuleiðis fólkið í kringum mömmu. Þannig að það er enginn eftir og þá togar það í mann að færa sig um set. Ætli Akureyri verði ekki fyrir valinu þegar það kemur að þessu, okkur langar að vera nálægt börnunum og barnabörnunum.“ Hallór, Jón, Berglind og Þorbergur í Chamonix í Frakklandi. Þorbergur á leið í 170 km hlaup

auðvitað miklu máli ennþá en almenningur er ekki eins meðvitaður um hvað snýr hjólinu.“

Synirnir mikið í íþróttum Þegar Berglind var sautján ára gömul hitti hún manninn sinn, Jón Valgeir Jónsson, og tveimur árum síðar voru þau gift. ,,Þegar við kynnumst er hann að læra vélstjórn og var á sjó með náminu.“ Þau fóru þá að búa, fyrst á Eskifirði en þegar hún fékk vinnu í Landsbankanum á Norðfirði flutti þau þangað. Jón var á sjó í nokkur ár og fór Berglind nokkrum sinnum með honum í ferðir. Hann fór svo í land og kennir núna vélfræðigreinar í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Þau hjónin eiga tvo syni, Þorberg Inga og Halldór Hermann sem báðir búa á Akureyri ásamt konum og börnum. ,,Synirnir hafa báðir gert það gott í íþróttum og eru t.d meðal bestu utanvegahlaupara á Íslandi,“ segir Berglind stolt. Annar þeirra, Þorbergur Ingi sé á topp 10 í Evrópu og hún hafi oft fylgt honum í hlaup erlendis. Reyndar hafi verið á döfinni að fara til Frakklands í ágúst þar sem hann ætlaði að taka þátt í Mont Blanc hlaupinu eins og oft áður en hann hafi hætt við það. ,,Þau hjónin eiga von á barni um þessar mundir og hann vildi ekki hætta á að festast úti vegna covid.“ Berglind segir þennan hlaupaáhuga ekki frá sér kominn. ,,Pabbi var hins vegar svona léttur á fæti. Hann hljóp við smalamennskuna þegar hann var ungur maður og milli bæja þegar hann átti erindi.“

Störf fyrir unga fólkið Berglind vann hjá Síldarvinnslunni til að verða þrítugt við eitthvað tengt fiski. ,,Börnin voru hálfan daginn á leikskóla og þá var maður að vinna, það var auðvelt að fá hálfsdagsstarf. Mér fannst þetta gott og börnin nutu þess í þá daga að hafa foreldrana heima.“ Berglind menntaði sig svo sem bókara og fór að starfa við það. Hún vinnur núna sem bókari á skrifstofu Síldarvinnslunnar og hefur verið þar frá 2015 en áður vann hún í 27 ár sem aðalbókari hjá Fjarðabyggð. Hún segist mæla eindregið með Síldarvinnslunni sem vinnustað, þeir hugsi vel um sitt fólk.,,Mér finnst starfið skemmtilegt, maður kemur að svo mörgu þannig að fjölbreytnin er mikil.“ Þau eru sautján á skrifstofunni, á öllum aldri og í alls kyns störfum. ,,Síðustu áratugina hefur maður séð unga fólkið mennta sig og vinna við sérhæfð störf, hjá Síldarvinnslunni, í álverinu og fleiri stöðum. Það er auðvitað frábært og skiptir svo miklu máli. Fólk vill ekki vera verkafólk allt sitt líf lengur og það er heldur ekki þörf fyrir það.“

Hún segist mæla eindregið með Síldarvinnslunni sem vinnustað, þeir hugsi vel um sitt fólk.,,Mér finnst starfið skemmtilegt, maður kemur að svo mörgu þannig að fjölbreytnin er mikil.” Yndislegt að búa í sveitinni Árið 2018 fluttu þau Berglind og Jón frá Norðfirði yfir á jörðina Sellátra sem er nálægt Eskifirði en Jón er þaðan. Búa þau þar í gamla íbúðarhúsinu sem er 120 ára gamalt en áður höfðu þau notað það sem sumarhús. ,,Þetta er býli en við erum ekki með skepnur, þótt nóg sé af útihúsunum. Við erum bæði að vinna svo það væri erfitt að hafa þær.

14

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Linda og Jón á hlaðinu á Sellátrum


䠀䄀䌀䌀倀 最愀欀攀爀ǻ   欀漀洀椀  猀瀀樀愀氀搀琀氀瘀甀渀愀 䄀氀氀甀爀 瀀愀瀀瀀爀 切爀 猀最甀渀渀椀

眀眀眀⸀最愀瀀瀀椀搀⸀椀猀


Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri í Ölfus. Ljósmynd: Aðsend

Höfnin: lífæð bæjar

Snorri Rafn Hallsson

Á síðustu árum hefur átt sér stað gríðarlega öflug uppbygging á höfninni í Þorlákshöfn. Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri í Ölfus segir að endurbætur á höfninni hafi skilað sér í aukinni starfsemi á svæðinu og líf hafi færst í sveitarfélagið sem og íbúa Þorlákshafnar. Höfnin er einstaklega vel staðsett með tilliti til Evrópusiglinga og bæjarfélagið hefur sótt af krafti á þeim tækifærum sem í því felast. Auk útgerðar og fiskvinnslu á svæðinu eru nú reglulegar ferjusiglingar til meginlands Evrópu ásamt vaxandi fiskeldi á landi. Blaðamaður Sjávarafls tók Hjört tali og spurðist fyrir um aðdraganda uppbyggingarinnar og framtíðarsýnina. Uppbygging hafnarinnar Hjörtur Jónsson hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina: „Ég hóf störf sem hafnarstjóri í byrjun árs 2014, en þar áður vann ég sjálfstætt auk þess sem ég rak plastverksmiðju og plastendurvinnslu. Svo var ég á sjó í hartnær 30 ár, lengst af sem skipstjóri.“ Hjörtur unir sér vel sem hafnarstjóri, en þar er hann á heimaslóðum. „Ég er uppalinn á Læk í Ölfusi sem liggur á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og ég byrjaði að vinna hérna við Þorlákshöfnina árið 1969.“

16

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Fyrirhuguð landeldisstöð vestan við Þrolákshöfn. Ljósmynd: Aðsend

Hvort sem það er fiskur, kjöt eða grænmeti, þá er varan ferskari þegar hún kemst á áfangastað og þá fæst hærra afurðaverð. Á áfangastað er dráttarbílum bakkað undir vagnana og svo eru þeir farnir út á hraðbraut áður en maður veit af. Þetta er eins ferskt og það getur verið!


Mykinesið siglir vikulega frá Þorlákshöfn til Rotterdam. Ljósmynd: Aðsend

Þegar Hjörtur tók við höfninni hafði hún lengi verið á niðurleið. Kvóti hafði horfið af svæðinu svo mikið dróst úr fiskveiðum og útgerð og eftir hrunið dugðu tekjur hafnarinnar vart fyrir rekstrinum. Landeyjahöfn hafði þá verið tekin í notkun og samdráttur varð í komum Herjólfs til Þorlákshafnar en það hafði verið stöðug tekjulind fyrir höfnina. „Mitt verkefni var eiginlega svolítið að finna leiðir til að rétta þetta ástand við,“ rifjar Hjörtur upp. „Við sáum fljótt að okkar sóknarfæri væri staðsetning hafnarinnar gagnvart Evrópu. Þetta er einn okkar helsti styrkur, hvergi á suðvesturhorninu er styttra til Bretlands, Færeyja og allra helstu hafna á meginlandinu, svo við ákváðum að nýta okkur þetta.“ Ráðist var í breytingar á höfninni til að gera stærri skipum kleift að leggjast þar að. Innri höfnin og siglingarennur voru dýpkaðar og bryggja fjarlægð sem var í slæmu ástandi og lítið sem ekkert notuð.

Smyril Line í Færeyjum. Þau tóku strax vel í þessa hugmynd og upp frá því hófst þetta samstarf sem reynst hefur afar farsælt,“ segir Hjörtur. Föstudaginn 7. apríl árið 2017 kom Mykines í höfn á sinni fyrstu ferð milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi. „Það voru margir svartsýnir á að þetta væri framkvæmanlegt, en þetta hefur gengið ótrúlega vel. Við vorum búin að dýpka hér höfnina og skipstjórarnir búnir að æfi sig í þar til gerðum siglingahermi. Færeyskir sjómenn eru reyndar að mínu mati einhverjir flinkustu sjómenn heims, þetta er í blóðinu hjá þeim,“ segir Hjörtur og bendir á að það sé ekki sama hver er við stjórnvölinn: „Við erum fyrir opnu Atlantshafinu og það eina sem hlífir okkur er hafnarnesið sem skýlir okkur í suðvestanátt.“

Það er mat flestra að það sé á fáum stöðum eins góð aðstaða fyrir fiskeldi á landi eins og hérna vestan við Þorlákshöfn.

Fersk verðmæti í ferjuflutningum Hjörtur segir að lagt hafi verið upp með að koma á ferjusiglingum til og frá höfninni: „Markmiðið var að það yrði fastar siglingar á hraðskreiðum ferjum milli Þorlákshafnar og meginlands Evrópu.“ Í fyrstu voru viðbrögðin dræm. „Við höfðum samband við þó nokkra aðila en það sýndi þessu enginn áhuga fyrr en við ræddum við

Í dag sigla tvær ferjur vikulega á vegum Smyril Line frá Þorlákshöfn til Evrópu. Auk Mykiness siglir Mistral á mánudögum til Hirtshals í Danmörku. Hjörtur segir að gríðarleg verðmæti felist í hverjum klukkutíma sem sparast í flutningum á ferskvöru: „Hvort sem það er fiskur, kjöt eða grænmeti, þá er varan ferskari þegar hún kemst á áfangastað og þá fæst hærra afurðaverð. Mykinesið bíður til dæmis alltaf eftir síðustu vögnunum frá laxeldinu fyrir vestan. Fyrirtækin þar geta verið að slátra til klukkan tvö eða þrjú SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

17


Hafnarsvæðið hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Ljósmynd: Aðsend

á föstudögum, varan er komin til okkar um tíuleytið og á markað í mið-Evrópu seinni part mánudags og jafnvel til Frakklands, Ítalíu og Spánar á þriðjudagsmorgni.“ Ferjurnar eru svokölluð RORO skip, en skammstöfunin stendur fyrir roll-on/roll-of. Þannig eru vörurnar fluttar í vöruvögnum á hjólum: „Með þessu verða mjög litlar tafir og það tekur skamman tíma bæði að lesta og losa. Á áfangastað er dráttarbílum bakkað undir vagnana og svo eru þeir farnir út á hraðbraut áður en maður veit af. Þetta er eins ferskt og það getur verið!“ segir Hjörtur.

Nú stendur til að reisa landeldisstöð í Þorlákshöfn þar sem aldir verða laxar í sláturstærð. Hjörtur nefnir að fiskeldi á landi hafi marga kosti í för með sér: „Þó kostnaðurinn sé hærri á ákveðnum tímapunkti þá felst mun meira rekstaröryggi í þessari aðferð, afföll eru minni, útilokað er að fiskur sleppi í sjó auk þess sem hægt er að hafa afar góða stjórn á öllum aðstæðum og skilyrðum. Svo má jafnvel nýta bæði fóðurleifar og annan úrgang sem fellur til með því að skilja hann frá vatninu og beita til uppgræðslu.“

vorin og fram eftir öllu sumrinu þegar stóru tankskipin koma til að flytja seiðin í kvíarnar þegar þau eru komin í rétta stærð. Þetta hefur færst mikið í aukana hér á svæðinu og ég held að það sé mikil framtíð í þessari framleiðslu,“ segir Hjörtur.

vegna þess að það munar um hvern metra sem þarf að dæla sjó upp, en síðan er vatnið margnýtt þar sem það rennur á milli kerjanna. Við njótum einnig góðs af þessum sprengingum og nýtum grjótið sem fellur til í ýmsar hafnarframkvæmdir eins og byggingu brimvarnagarða.“

Þegar samgöngur batna hefur fólk meiri Framkvæmdir eru hafnar við byggingu áhuga á að búa á staðnum, Landeldi við höfnina landeldisstöðvarinnar sem er á vegum Í Þorlákshöfn er ekki bara hægt að Fiskeldis Ölfuss. Þegar stöðin verður og þegar fólkinu fjölgar fylgir taka á móti stórum flutningaskipum fullbyggð er gert ráð fyrir að framleiða heldur hefur fiskeldi á landi rutt tonn af laxi á ári á 200.000 svo margt með, hingað kemur meiri 20.000 sér til rúms í bæjarfélaginu „Það fermetra lóð í grennd við Þorlákshöfn, eru tvær stórar seiðaeldisstöðvar en útflutningsverðmæti afurðanna eru þjónusta, fleiri verslanir og hérna, Ísþór og Laxar, sem framleiða áætluð í kringum 22 milljarða króna. veitingahús. Lífið verður seiði fyrir sjókvíar bæði fyrir austan „Þetta er gríðarlegt magn,“ segir Hjörtur og vestan. Þetta er nokkuð stálpaður og bætir við: „Það er byrjað að sprengja hreinlegra skemmtilegra fiskur sem er alinn hérna. Við finnum fyrir fyrir, en það þarf að lækka klöppina talsvert því að það er mikil umferð skipa hérna á niður sem kerin munu standa. Það er gert hjá öllum.

18

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021


Heilmikil áform eru um aukið landeldi í Þorlákshöfn og hafa nokkur fyrirtæki hafið undirbúning fyrir slík verkefni. Hjörtur segir að það megi meðal annars rekja til þess að í Þorlákshöfn séu góðar aðstæður fyrir slíka starfsemi: „Það er mat flestra að það sé á fáum stöðum eins góð aðstaða fyrir fiskeldi á landi eins og hérna vestan við Þorlákshöfn. Nóg er af ferskvatni og auðvitað óendanlegt magn af sjó sem hægt er að ná ferskum upp. Þegar sjónum er dælt upp úr borholum rétt við bjargbrúnina er hann laus við lús og svo verður hann mun jafnari hvað varðar hitastig og annað, og því minni árstíðabundnar sveiflur en ella. Bergið er svo þess eðlis að það er eru engar hömlur á því hvað sækja má mikinn sjó og svo rennur ferksvatnið grynnra í jörðinni og aðgengi því mjög gott.“

„Það er ekkert hægt að bera þetta saman við hvernig þetta var. Það er miklu meira líf og bjartsýni í bænum og það gerist með svona uppbyggingu.“

Framtíðin er björt

Í Þorlákshöfn eru áhrifin ekki eingöngu mæld í krónum og aurum, en vegna aukinna umsvifa við höfnina er verið að bæta samgöngur og flutningsleiðir til og frá bænum. „Þegar samgöngur batna hefur fólk meiri áhuga á að búa á staðnum, og þegar fólkinu fjölgar fylgir svo margt með, hingað kemur meiri þjónusta, fleiri verslanir og veitingahús. Lífið verður hreinlegra skemmtilegra hjá öllum,“ segir Hjörtur glaður í bragði. „Að því leytinu til er uppbygging eins og hérna við höfnina nauðsynleg, jafnvel lífsnauðsynleg fyrir sveitarfélag eins og okkar sem byggist upp í kringum hana. Ef það væri engin höfn væri ekkert þorp. Það er bara þannig.“

Ef það væri engin höfn væri ekkert þorp. Það er bara þannig.

Hjörtur segir að ekkert lát sé á framkvæmdum og uppbyggingu: „Stöðvarnar eru sífellt að stækka við sig og fá til þess auka lóðir. Störfum fjölgar við þetta og maður finnur muninn. Í kringum 2014 töldum við á bilinu 50-60 íbúðir auðar en í dag selst allt um leið og það er sett á sölu og bæjarstjórnin hefur vart undan að skipuleggja lóðir til sölu. Það er eitt af verðmætum Ölfussins, þetta mikla landrými. Þau eru fá sjávarplássin á landinu sem hafa eins mikið rými til að byggja á og stækka við sig.“ Íbúum í Þorlákshöfn hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og segir Hjörtur að andinn sé allt annar:

Það hversu vel hefur gengið gefur tilefni til að halda áfram og gera enn betur á enn fleiri sviðum. Nú stendur til að stækka höfnina aftur og að sögn Hjartar er stefnt á að hægt verði að taka á móti 180 metra löngum og 30 metra breiðum flutningaskipum: „Við erum að hugsa um vöruflutninga í þeim efnum og jafnvel ferjuflutninga á bæði fólki og vörum. Markaðurinn kallar á þetta og þess vegna ráðumst við í þessar framkvæmdir. Það græða allir á því að stytta flutningsleiðir og þjóðin öll nýtur góðs af því.“

Snjallari vinnslur • Sjálfvirknivæðing • Róbótatækni • Gagnasöfnun og rekjanleiki marel.com

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

19


Sjókvíaeldi í sátt við náttúruna

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur reynst Hafrannsóknastofnun vel í meira en hálfa öld. Nú stendur til að smíða nýtt skip í hans stað. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir

Einn af hornsteinum öflugs og sjálfbærs sjávarútvegs er nýting auðlinda í sátt og samlyndi við náttúru og lífríki. Eitt af hlutverkum Hafrannsóknarstofnunar er að veita sjávarútvegunum vísindalega ráðgjöf út frá bestu mögulegu þekkingu um nýtingu og ræktun nytjastofna sjávar, vatna og áa. Í því skyni stendur stofnunin fyrir viðamiklum grunnrannsóknum ásamt nýsköpunar og þróunarstarfi á ýmsum sviðum. Í apríl á þessu ári tók Þorsteinn Sigurðsson við stöðu forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Blaðamaður Sjávarafls tók Þorstein tali, forvitnaðist um nýja starfið og hvernig Hafrannsóknarstofnun styður við fiskeldi hér á landi. Með hugann við hafið

Snorri Rafn Hallsson

Þorsteinn er fæddur og uppalinn á Neskaupstað og hefur starfað hjá Hafrannsóknastofnun nær óslitið frá árinu 1994, en hafið hefur alltaf staðið honum nærri: „Ég er nú bara sveitastrákur að austan og tengdur sjávarútveginum frá blautu barnsbeini. Pabbi var sjómaður og afi var sjómaður, þannig að ég á ekki langt að sækja að fylgjast með hafinu,“ segir Þorsteinn. „Á þessum minni stöðum þá snýst lífið að stórum hluta um aflabrögð og að reyna að skilja bæði hafið og fiskinn. Þetta kveikti áhugann á sínum tíma.“ Þorsteinn var sjálfur á sjó með fram framhaldsskólanámi og tvö heil ár eftir það, og þar fékk hann að prófa ýmislegt: „Á þeim tíma náði ég að kynnast veiðum verulega af fyrstu hendi, fara á loðnuveiði, rækjuveiðar og vera á togara í heilt ár. Ég gerðist meira að segja svo frægur að fara í nokkrar siglingar til Þýskalands.“ Þorsteinn hugsar með hlýju til þessa tíma. „Það var margt skemmtilegt, en á þessum árum þegar maður er svona ungur getur líka verið erfitt að dvelja löngum stundum í burtu frá öllu villta lífinu. Þannig að hugurinn leitaði í að skoða þetta frá einhverjum öðrum hliðum.“ Þorsteinn fluttist suður þar sem hann lærði líffræði við Háskóla Íslands, en það var einmitt á háskólaárunum í Reykjavík sem ferill Þorsteins hjá Hafrannsóknastofnum hófst: „Ég byrjaði hér fyrst sem sumarmaður árið 1987 og var það á sumrin á meðan ég var í háskólanum hér fyrir sunnan. Einn veturinn tók ég líka að mér viðbótarverkefni um fæðu loðnunnar og var þá staðsettur hér á stofnunni.“ Eftir líffræðina hélt Þorsteinn til Björgvinjar í Noregi þar sem hann lagði stund á

20

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Þorsteinn Sigurðsson er nýr forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir


Starfsmenn stofnunnarinnar önnum kafnir við að mynda hafsbotninn fyrir burðarþolsmat. Ljósmynd: Rakel Guðmundsdóttir

framhaldsnám í fiskifræði en að því loknu lá leiðin beinustu leið aftur á Hafrannsóknastofnun þar sem Þorsteinn starfaði meðal annars sem sviðsstjóri uppsjávarsviðs. Árið 2020 var Þorsteinn eitt ár sem sérfræðingur hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en er nú snúinn aftur á sínar heimaslóðir hjá Hafrannsóknastofnun.

Ágætis byrjun En hvernig kann Þorsteinn við sig í nýja starfinu? „Það er alls konar, þetta er auðvitað aðeins öðruvísi starfsvettvangur en það sem ég var í, en þetta er bæði spennandi og skemmtilegt, starfsfólkið er frábært svo hér ríkir bara gleði.“ Áskoranirnar og tækifærin eru af ýmsu tagi: „Stóra verkefnið er að halda rekstrinum innan þess ramma sem okkur er settur. Þetta hefur verið svolítið krappur dans á undanförnum árum vegna minnkandi tekna, bæði í gegnum fjárlög með hagræðingarog sparnaðarkröfum en sértekjur hafa einnig minnkað. En á svona vinnustað er sem betur fer mikið um gott starfsfólk sem vill gera miklu meira og betur. Mitt hlutverk er þá að tryggja að við fylgjum sterkri framtíðarsýn í starfseminni. Verkefnin eru mörg og ærin og því þurfum við að forgangsraða til að gera það sem viljum gera og sinna því sem þarf að sinna.“ Nú stendur til að smíða nýtt rannsóknarskip fyrir stofnunina en þessa dagana er smíðin í útboðsferli. „Það er skip sem kemur í staðinn fyrir Bjarna Sæmundsson sem er orðinn rúmlega fimmtíu ára gamall og því kominn til ára sinna. Þó hann sé enn þá góður þá er komin þörf þó fyrr hefði verið til að endurnýja hann.“ Nýja skipið verður útbúið nútímatækni enda hafa hafrannsóknir breyst á undanförnum áratugum. „Þó við séum enn með hefðbundnar rannsóknir eins og togararöll þá liggur framtíðin meira í myndavélatækni og tækni þar sem ekki er notast við gróf veiðarfæri. Þegar við fengum Bjarna Sæmundsson 1967 og gamla Árna Friðriksson árið 1970 snerust fiskirannsóknir að stórum

Ég er nú bara sveitastrákur að austan og tengdur sjávarútveginum frá blautu barnsbeini. Pabbi var sjómaður og afi var sjómaður, þannig að ég á ekki langt að sækja að fylgjast með hafinu. Á þessum minni stöðum þá snýst lífið að stórum hluta um aflabrögð og að reyna að skilja bæði hafið og fiskinn. Þetta kveikti áhugann á sínum tíma. hluta um fiskileit. Í dag er hlutverkið svolítið annað, við fylgjum þeim varúðarsjónarmiðum sem búið er að undirgangast í hinu alþjóðlega samfélagi. Okkar skylda er að veita ráðgjöf á þeim forsendum að ekki sé verið að ganga á auðlindirnar heldur séu þær endurnýjanlegar, að við tökum ekki meira út en framleitt er og að við tryggjum það með okkar ráðgjöf að ástandið á miðunum verði í það minnsta ekki verra fyrir komandi kynslóðir en það er í dag. Og helst betra. Slík nálgun kallar á aukna vöktun og rannsóknir á lífríkinu og við bindum vonir til að geta eflt þær með komu nýja skipsins.“

Sjókvíaeldi Sjókvíaeldi í fjörðum landsins hefur færst mikið í aukana. Það er hlutverk stjórnvalda að ákvarða hvar hugsanlega skuli leyfa fiskeldi í sjó við strendur landsins og enn sem komið er takmarkast það við SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

21


Á Stað í Grindavík er vel búin fiskeldisrannsóknarstöð. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir

Okkar skylda er að veita ráðgjöf á þeim forsendum að ekki sé verið að ganga á auðlindirnar heldur séu þær endurnýjanlegar, að við tökum ekki meira út en framleitt er og að við tryggjum það með okkar ráðgjöf að ástandið á miðunum verði í það minnsta ekki verra fyrir komandi kynslóðir en það er í dag. Og helst betra. Austfirði og Vestfirði. Hlutverk Hafrannsóknarstofnunar er svo að meta hversu umfangsmikið fiskeldið má vera á hverjum stað, en forsenda rekstrarleyfis fyrir sjókvíaeldi er að fram hafi farið svokallað burðarþolsmat á viðkomandi stað.

verkum að þegar upp er staðið getum við sagt nokkuð nákvæmlega til um hvernig standa skuli að sjókvíaeldi á viðkomandi svæði. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að veita ráðgjöf sem hægt er að gagnrýna ef tölur og forsendur eru rangar og því mikilvægt að vanda til verks. Fiskeldi er stór og vaxandi atvinnuvegur sem við þurfum að standa vel að til að ekki sé gengið á lífríkið. ” Laxalús hefur aðeins látið á sér kræla fyrir vestan en gegn henni má beita ýmsum mótvægisaðgerðum segir Þorsteinn: „Menn hafa til dæmis verið að hvíla firði inni á milli til þess að forðast kynslóðir af laxalús og önnur óæskileg áhrif. Það er gert þannig að þegar lirfurnar koma til að festa sig á fiskinn þá sé ekkert fyrir þær að bíta. Hrognkelsið hefur einnig verið nýtt til þess að éta lúsina á ákveðnum tíma svo hún verði ekki viðeigandi vandamál. Hingað til hefur tekist að halda umhverfisáhrifum í lágmarki og eru þau bundin við þau svæði sem næst eru kvíunum og þá einungis í skamman tíma.“

“Áður en kvíar eru settar upp og eldi hefst er nauðsynlegt að huga að mögulegum umhverfisáhrifum á svæðinu,“ segir Þorsteinn: „Þá er okkar aðkoma að stórum hluta í upphafi að meta burðarþol svæðisins, það er hvert svæði getur borið mikið af fiski í kvíum án þess að það hafi neikvæð áhrif á lífríkið í kring. Sú vinna getur verið mjög umfangsmikil, rannsaka þarf hafstraumana bæði í viðkomandi fjörðum og utan þeirra. Sums staðar er ekki búið að kortleggja hafsbotninn og þá þurfum við að byrja á því til þess að geta gert raunhæf straumalíkön. Að auki þarf að taka stöðuna á lífríkinu áður en farið er af stað og þá loks er hægt að reikna út hversu mikill lífmassinn má vera án þess að raska umhverfinu.“ Að sögn Þorsteins eru slík verkefni stór í sniðum og krefjast aðkomu tuga sérfræðinga í ólíkum greinum, svo sem haffræði, líkanagerð og tegundagreiningu botndýra: „Allt kemur þetta saman og gerir það að

22

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Mæling á efnaferlum í seti. Ljósmynd: Rakel Guðmundsdóttir


Við reynum að varpa ljósi á ýmsa þætti svo sem fóðurnýtingu og vaxtarhraða. Á rannsóknarstöðinni höfum við fullkomna stjórn á hitastigi sjávarins, gott aðgengi að söltu vatni og birtu, þannig að við erum með frábæra aðstöðu til að sinna þessum málaflokki. Nú þegar hefur burðarþolsmat farið fram á nokkrum svæðum á Austfjörðum og Vestfjörðum og telur Hafrannsóknastofnun að á þeim svæðum sem mæld hafa verið væri samtals hægt að ala 144.500 tonn af fiski. Til samanburðar var heildarframleiðsla alls fiskeldis á Íslandi árið 2020 um 40.600 tonn. Hér á landi eru því enn gríðarleg tækifæri til vaxtar í atvinnugreininni og burðarþolsmatið er langtímaverkefni sem er í sífelldri þróun.

Áhættumatið takmarkandi þáttur En þó svo að firðir landsins geti borið margfalt meira fiskeldi en nú er stundað þarf einnig að huga að öðrum þáttum. Víða er áhættumat lægra en burðarþolsmatið. Áhættumatið snýr að því hve mikil hætta er vegna erfðablöndunar eldisfiska við villta stofna. „Það er í raun og veru sá þáttur sem hefur verið takmarkandi varðandi þann lífmassa sem við höfum verið að ráðleggja. Það er alltaf ákveðin hætta á slysasleppingum og hér á landi eru laxveiðiár sem þola mjög litla blöndun,“ segir Þorsteinn. En hvers vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir erfðablöndun eldisfisks og villtra stofna? „Hver og ein laxveiðiá er einstök og á sinn eigin villta stofn,“ útskýrir Þorsteinn. „Laxinn leitar alltaf aftur í þá á sem hann elst upp fyrstu æviárin áður en hann heldur til sjávar. Hann dvelur í sjónum í eitt til tvö ár áður en hann heldur aftur heim í sína upprunalegu á þar sem hann hefur aðlagast tilteknum aðstæðum. Eldisfiskur er upprunalega villtur fiskur sem búið er að kynbæta. Þá er valinn fiskur sem vex hraðar en gengur og gerist og hann þá valinn til undaneldis. Með þessum hætti er valið fyrir öðrum þáttum en náttúran gerir í villtum stofnum.“ Erfðablöndun getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir villta stofna og lífríki laxveiðiánna að sögn Þorsteins: „Ef frjór eldisfiskur sleppur upp í á og æxlast við villta stofninn þar, getur sú blöndun haft þau áhrif að stofninn glati hæfni sinni til að takast á við náttúrulegar aðstæður og þannig haft verulega neikvæð áhrif á villta stofninn.“ Áhættumat Hafrannsóknarstofnunar miðar við að fjöldi eldislaxa fari almennt ekki yfir 4% í hverri á og að erfðablöndun verði enn minni. Í því skyni fylgist stofnunin grannt með þeim ám þar sem mikil hætta

er á blöndun. Nýlega fékkst styrkur til að setja upp afar fullkominn vöktunarbúnað í Breiðdalsá í Breiðdalsvík: „Verið er að hanna og setja upp fyristöðuþrep með Árvakabúnaði sem allir fiskar fara í gegnum og eru kvikmyndaðir svo í raun er hægt að skoða hvern einasta fisk sem gengur upp ánna.“ Næsta skref er svo að setja upp búnað svo hægt sé að stoppa eldisfiskinn áður en hann kemst alla leið. Þegar fyrir kemur að eldislax finnst í ám er hann erfðagreindur og hægt er að rekja hann til þeirrar kvíar sem hann slapp úr með foreldragreiningu en arfgerð allra klakfiska er þekkt og skrásett. Með nákvæmum upplýsingum sem þessum er hægt að meta áhættuna mun betur og gera viðeigandi ráðstafanir eða breytingar á áhættumati. „Þegar við byrjum á þessu tökum við forsendur sem koma frá öðrum svæðum. Við verðum að byrja einhvers staðar en síðan stillum við okkur af út frá þeim gögnum sem við söfnum. Því meiri upplýsingar sem við höfum því meiri nákvæmni er í því sem við erum að gera,“ segir Þorsteinn.

Tækifæri í kynlausum fiski Auk þess að framkvæma burðarþols- og áhættumat vinnur Hafrannsóknastofnun einnig náið með innlendum og erlendum aðilum að ýmsum rannsóknum sem tengjast fiskeldi Sú starfsemi fer fram á rannsóknarstöðinni sem Hafrannsóknastofnun heldur úti á Stað í Grindavík, en þar er að finna 50 eldisker af mismunandi stærðum sem telja saman 500m³. Þar er til að mynda að finna hrognkelsaræktun auk ýmissa tilrauna með eldi sjávar- og laxfiska. „Við reynum að varpa ljósi á ýmsa þætti svo sem fóðurnýtingu og vaxtarhraða. Á rannsóknarstöðinni höfum við fullkomna stjórn á hitastigi sjávarins, gott aðgengi að söltu vatni og birtu, þannig að við erum með frábæra aðstöðu þarna til að sinna þessum málaflokki,“ segir Þorsteinn. Eitt af verkefnum rannsóknarstöðvarinnar er að gera tilraunir með kynlausan fisk sem myndi lágmarka hættuna á erfðablöndun við villta stofna. Til þess er notuð svokölluð genaþöggun þar sem ákveðnum efnum er beitt á hrogn sem hindrar tjáningu þeirra gena sem stýra því hvert kynfrumurnar fara í fisknum. Útkoman er sú að fiskurinn hefur í raun ekkert kyn og verður fyrir vikið ekki kynþroska. Kosturinn við þessa aðferð er að ekki er átt beint við genamengi fisksins og því telst hann óerfðabreyttur. Ef vel tekst til og tilraunirnar gefa góða raun er því möguleiki fyrir hendi að ala fisk við strendur landsins sem litlar sem engar líkur eru á að hafi áhrif á villta stofna. Þá mætti endurskoða áhættumatið og fjölga vaxtartækifærum í sjókvíaeldi til muna án þess að raska umhverfinu. Það er ljóst að Hafrannsóknastofnun hefur í mörgu að snúast þegar kemur að fiskeldi hér á landi og nýtist þar þekking á fjölmörgum sviðum til að tryggja áframhaldandi þróun iðnaðarins í sátt og samlyndi við náttúruna. En hvert stefnum við í framhaldinu? „Það er alveg sama hvaða málefni við ræðum,“ segir Þorsteinn. „Við stefnum fram á veginn!“

Sjókvíaeldi í Dýrafirði. Ljósmynd: Svanhildur Egilsdóttir, ljósmyndari Hafrannsóknastofnununar.

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

23


Tímamót hjá Landhelgisgæslunni Tímamót urðu hjá Landhelgisgæslunni í september þegar Hallbjörg Erla Fjeldsted tók við starfi vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (LHG). Um er að ræða fyrstu konuna sem er fastráðin hjá LHG í þessu starfi, en stofnun hennar var 1951. Frá þessu greinir Landhelgisgæslan í færslu á Facebook-síðu sinni. Sagt er frá í í færslunni að „Hallbjörg hefur undanfarin ár starfað sem varðstjóri í stjórnstöðinni og kemur til með að leysa af sem vaktstjóri á næstunni“.

Hallbjörg Erla Fjeldsted er fyrst kvenna til að gegna stöðu vaktstjóra í stjórnstöð. Ljósmynd: fengin af heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Stór og falleg demantssíld Á vef Síldarvinnslunnar kemur fram að Beitir NK kom með 1.100 tonn af síld en rætt var við Sturlu Þórðarson. Sagðist hann hafa fengið fallega demantssíld sunnarlega í Héraðsflóanum. Aflann fengu þeir í fjórum hollum og það er reynt að draga stutt. Þá segist Sturla vera ánægður með framhaldið og að „þetta verði fínasta vertíð.“

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR

KARFI

Aflamark 181.951.728 kg Veiddur afli: 4,8%

Aflamark 29.545.547 kg Veiddur afli: 3,7%

UFSI

ÝSA

Aflamark 75.752.025 kg Veiddur afli: 1,0%

Aflamark 35.459.109 kg Veiddur afli: 5,0%

Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg

24

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021


Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. www.matis.is


Gæðakerfi fyrir alla Athafnakonan Steingerður Þorgilsdóttir hefur um árabil fengist við innleiðingu gæðakerfi í stórum jafnt sem smáum fyrirtækjum. Í starfi sínu hefur Steingerður þróað ítarlegt og yfirgripsmikið stafrænt gæðakerfi sem er auðvelt í notkun og uppfyllir alla staðla. Snemma á næsta ári kemur út nýtt app úr smiðju Steingerðar, Gappið, sem gerir gæðakerfið aðgengilegt í öllum snjallsímum og spjaldtölvum. Blaðamaður Sjávarafls ræddi við Steingerði um gæðastörfin, nýja appið og óþrjótandi áhuga hennar á hvers kyns gæðamálum. Frá Suðureyri til Namibíu Leið Steingerðar inn í veröld gæðastjórnunar lá í gegnum sjávarútveginn. Steingerður er fædd og uppalin í Kópavogi en þegar hún var 12 ára fluttist fjölskylda hennar til Suðureyrar þar sem Steingerður komst fyrst í tæri við fiskvinnslu. „Pabbi var skipstjóri og á þessum tíma voru Súgfirðingar að kaupa sinn fyrsta togara, Sverdrupson“ rifjar Steingerður upp: „Hann var alvanur togveiðum og netagerð og miðlaði þeirri þekkingu til Súgfirðinganna. Þetta var dásamlegur tími fyrir barn að fá að alast upp í litlu sjávarþorpi á Vestfjörðum. Það var uppgangur á svæðinu á þessum tíma, og fyrir mig var það var mikil upphefð þegar ég fékk mitt fyrsta alvöru starf, á stærsta vinnustað bæjarins og fór að vinna í fiskinum í jólafríinu. Ég var reyndar

Steingerður á heimleið frá Namibíu, kvödd með virtum af samstarfsfólki og vinum. Ljósmynd: Aðsend

svo lítil að ég þurfti að standa uppi á kassa til að ná upp á borðið. En þetta gekk nú samt.“

Snorri Rafn Hallsson

Fjölskyldan dvaldi í tvö ár á Suðureyri áður en leiðin lá aftur í Kópavoginn. Steingerður hélt þó áfram í fiskinum á sumrin næstu átta árin en systur hennar tvær giftust Súgfirðingum. „Sjávarútvegurinn heillaði mig alltaf og það var þar sem ég fór fyrst að fást við gæðastörfin. Ég sótti Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði og það var upphafið að þessu öllu. Árið 1986 varð ég

Það skiptir engu máli í hvaða starfi ég er, ég er alltaf að gera þetta á hliðarlínunni. Steingerður kvödd eftir átta farsæl ár í Namibíu. Ljósmynd: Aðsend

26

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021


Fólk er oft ekki með rétta hugsun á gæðaeftirliti, finnst það vera eitthvað sem það neyðist til að gera fyrir Heilbrigðiseftirlitið, en það er alls ekki þannig.

gæðastjórnun. Sögu Steingerðar í veitingarekstri lauk þó fyrr á árinu þegar hún seldi hlut sinn í Mathöll Höfða sem hún opnaði í mars árið 2019 með samstarfsfólki sínu.

Allur pappír úr sögunni

Þegar Steingerður er ekki að sinna gæðamálum syngur hún jazz. Ljósmynd: Aðsend

svo fyrst gæðastjóri í fiskvinnslufyrirtæki, hjá Ísfiski í Kópavogi,“ segir Steingerður. Síðar lærði Steingerður iðnrekstrarfræði í Háskólanum á Akureyri og í kjölfarið héldu Steingerður og maður hennar í mikið ævintýri til Namibíu. „Þar bjuggum við í átta ár og unnum í sjávarútvegi, ég byrjaði sem gæðastjóri en endaði sem verksmiðjustjóri og seldi fisk út um allan heim. Það var mikill reynslubanki fyrir mig og tíminn í Namibíu var bæði dásamlegur og skemmtilegur,“ segir Steingerður. Eftir að fjölskyldan sneri heim frá Afríku fór Steingerður að vinna á veitingamarkaði sem leiddi hana beinustu leið aftur í gæðamálin: „Það skiptir engu máli í hvaða starfi ég er, ég er alltaf að gera þetta á hliðarlínunni. Oftast er þetta þannig að duglegur veitingamaður fer af stað og opnar veitingahús sem gengur vel og þá er farið út í að opna annan veitingastað. Þá kemur upp sú staða að það vantar yfirsýn yfir reksturinn og þá er hóað í mig.“, segir Steingerður og bætir við að það fari ekki alltaf saman að vera góður matreiðslumaður með góða sýn og svo að kunna að reka fyrirtæki. „Þetta þarf allt að spila saman svo vel fari. Þannig hef ég unnið með nokkrum veitingakeðjum með góðum árangri,“ segir Steingerður sem einnig er menntuð í viðskiptafræði og með framhaldsmenntun í

„Það er svo fyndið hvað mörgum finnst þetta heillandi en aðrir tengja ekkert við þetta. Kunningjakona mín spurði mig einu sinni: „Í alvörunni, lærðir þú þetta?“ segir Steingerður og hlær: „Þetta gengur auðvitað út á að fylgja gæðastöðlum og fara eftir reglum. Í grunninn snýst þetta þó um að staðla verkferla og gera hlutina gagnsæja og sýnilega til að vernda viðskiptavininn og tryggja gæði rekstursins.“ Steingerður segir það algengan misskilning að gæðaeftirlit sé einungis formsatriði: „Fólk er oft ekki með rétta hugsun á gæðaeftirliti, finnst það vera eitthvað sem það neyðist til að gera fyrir Heilbrigðiseftirlitið, en það er alls ekki þannig. Ég er eiginlega hætt að tala um gæðahandbækur og vill frekar kalla þetta rekstrarhandbækur því gæðamálin snerta á rekstrinum í heild. Það skiptir máli að hlutirnir séu gerðir vel og séu gerðir rétt ef dæmið á að ganga upp. Með góðu gæðakerfi má tryggja að lykilþættir séu í lagi svo eftirleikurinn verði auðveldari, minni sóun og meiri hagræðing í rekstri.“

Steingerður með namibískri nöfnu sinni, Tileni Steingerdur. Ljósmynd: Aðsend SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

27


er komið þangað inn þá er það nær þeim sem vinna með það. Þar er hægt að sinna öllum skráningum og fylla út viðeigandi þætti, sem er í raun helsta krafan.“ Kjarninn í aðferðafræði Steingerðar er notkun svokallaðra frávikakerfa. Tilgangur þeirra er að skrá og halda utan um öll frávik og undantekningar til að koma þeim í rétt ferli. „Að mínu mati er frávikakerfið límið í öllum gæðakerfum, það sem rekur starfið áfram. Ég reyni að virkja það eins og ég get, því þá styður það við allt daglegt gæðastarf og tryggir að rétt sé brugðist við. Þannig er hægt að fylgjast vel með því sem má gera betur og stuðlar að því að fyrirtæki séu sífellt að bæta sig.“

Gappið er næsta skrefið

Gappið er rafrænt gæðakerfi sem fáanlegt verður snemma á næsta ári

Gæða- eða rekstrarhandbækur geta verið hátt í 200 blaðsíður af verklagsreglum, vinnulýsingum og stýristöðum. Steingerður segir mikla vinnu liggja að baki gerð slíkra bóka, en hún hefur meðal annars innleitt gæðakerfi í fyrirtæki á borð við Serrano, Te og Kaffi, Papco og Local: „Þar eru stórar og miklar gæðahandbækur að baki stöndugra fyrirtækja. Ég mæti á svæðið, skrái og mæli alla ferla. Fara þarf yfir hvern einasta verkþátt í fyrirtækinu og taka út til að sjá hvað má gera betur. Við það verður starfsemin fullkomlega gagnsæ og maður öðlast mikla innsýn í hvernig allt hangir saman.“ Stór verkefni sem þessi geta tekið nokkra mánuði, en það er einungis upphafið að sögn Steingerðar: „Það telja margir að þegar gæðahandbókin sé tilbúin þá sé gæðastarfinu í raun lokið. Það er hins vegar misskilningur því það er þá sem vinnan þarf að fara af stað og þú þarft að fara að vinna eftir gæðahandbókinni.“ Því miður daga gæðahandbækur oft og tíðum uppi í hillu og lítið sem ekkert gerist í gæðamálunum. Mikilvægt sé að starfsfólk fyrirtækja haldi gæðastarfinu gangandi, segir Steingerður: „Ég er alveg búin að átta mig á því hvað virkar og hvað virkar ekki, og þar leika stafræn gæðakerfi stórt hlutverk því þau auðvelda eftirfylgni og gera gæðakerfið aðgengilegt, jafnvel skemmtilegt. Það sem skiptir máli er að finna þá eftirlitsþætti sem eru mikilvægir á hverjum stað og sinna eftirliti á þeim.“ Einn helsti kosturinn við stafræn gæðakerfi er hve auðveld þau eru í notkun. Þegar notast er við gæðakerfi á pappír þarf lítið út af að bregða til að raska starfinu. „Það þarf ekki nema að prentarinn bili og þá hættir gæðakerfið. Þess vegna hef ég markvisst unnið að því að gera þetta nógu einfalt. Það eru allir með símann við höndina svo þegar gæðakerfið

Með góðu gæðakerfi má tryggja að lykilþættir séu í lagi svo eftirleikurinn verði auðveldari, minni sóun og meiri hagræðing í rekstri 28

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Steingerður segir að gæðakerfið sem hún hefur þróað með notkun Google Forms hafi gefið góða raun: „Það er mjög þægilegt að vinna með það kerfi og auðvelt að sérsníða kerfið að þörfum ólíkra fyrirtækja. Ég hef innleitt slík kerfi í fjölmörg veitingahús og það eina sem þau þurfa að gera er að útvega sér spjaldtölvu sem ég set kerfið upp á. Með því að einfalda gæðakerfið með þessum hætti og þætta saman við frávikakerfi er hægt að ná miklum árangri. Næsta skrefið er svo Gappið, en það er appið sem við erum núna að þróa og það verður aðgengilegt snemma á næsta ári.“ Appið verður fáanlegt bæði fyrir síma og spjaldtölvur og geta fyrirtæki þá sett kerfin upp sjálf: „Þú byrjar á að kaupa appið og svo ferðu yfir spurningalista sem sníður kerfið að þínum vinnustað eða fyrirtæki. Uppsetningarferlið verður einfalt og svo verður auðvelt að bæta við og breyta eftir því sem á við. Við munum svo fylgja þessu vel eftir og vera til staðar fyrir notendur til að þeir fá sem mest út úr Gappinu.“ Það kom Steingerði á óvart að sjá hvar fyrirtæki væru stödd í gæðamálum þegar hún vann markaðsrannsókn fyrir Gappið: „Meira að segja í hátækniiðnaði er enn haldið utan um skráningar á pappír. Snilldin í appinu hjá okkur er að það kemur í veg fyrir að skráningar gleymist. Sjálfkrafa áminningar sjá til þess að allt sé rétt skráð og þegar þú ert búin að fylla út formin færðu klapp á bakið.“ Gappið mun styðja ólíka gæðastaðla og kerfi svo sem GÁMES (HACCP) sem er algengt í matvælaiðnaði og Vakann, sem ferðaþjónustan notast við. Meginmarkmiðið er að koma upp virku gæðakerfi sem leiðir til aukinnar framleiðni, öryggi í framleiðslu og meiri sölu og hagnaðar. Einnig má nýta Gappið með ISO stöðlum sem eiga við allskyns fyrirtæki, sérstaklega þau sem stunda alþjóðaviðskipti, auk GlobalGAP fyrir landbúnaðinn sem fiskeldi og garðyrkja víða um heim starfar eftir. Að auki má með lítilli fyrirhöfn bæta inn ferlum sem ganga lengra en staðlarnir gera kröfu um til að gera enn betur, segir Steingerður. Miðlæg söfnun og skráning gagna mun einnig auðvelda árlegar úttektir: „Þetta er mjög þægilegt þegar Heilbrigðiseftirlitið kemur í heimsókn. Allar upplýsingar eru þá á einum stað og þarf þarf ekki að hlaupa á eftir möppum og blaða í pappír. Það er einfaldlega hægt að fletta upp í bakskránni og þegar frávik eiga sér stað er hægt að elta það inn í skýrsluna og sjá hvað var gert. Þetta verður mjög sveigjanlegt, einfalt og gagnsætt.“ Frávikakerfi fylgir sem viðbót við GÁMES pakkann og er þannig hluti af appinu. „Í stærri fyrirtækjum getur frávikakerfið einnig nýst sem umbunarkerfi með stjörnugjöf. Það virkjar starfsfólk til að taka þátt og þeir sjá hag sinn í að setja appið upp í símanum. Sú hugmynd gengur út á að starfsfólki sé umbunað fyrir að benda á hvers kyns frávik á vinnustað með það að markmiði að fækka frávikum. Þannig má gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Steingerður að lokum.


PRISTINE WATERS

VIÐ FÆRUM ÞÉR FAGURBLEIKA LAXINN SEM ÞIG DREYMIR UM FYRSTA FLOKKS LAX SEM HLÚÐ ER AÐ Í SJÁLFBÆRU FISKELDI OG SAMHLJÓMI VIÐ NÁTTÚRU AUSTFJARÐA. Prótínríkur Auðugur af Omega 3 Íslensk náttúrugæði Öruggt og gott eftirlit Ábyrgt fiskeldi Umhyggja fyrir náttúru – sjálfbærni til framtíðar

Fagurbleika laxinn frá Berufirði færðu í helstu fiskbúðum og á veitingastöðum landsins.

FISKELDI AUSTFJARÐA HF.


Starfsmaður Slippsins við störf á Kópaskeri. Ljósmynd: Aðsend

Flutningur vatns og loftun eru hjartað og lungun í kerfinu, svo þetta má ekki klikka. Svo er einnig mikilvægt að huga að nýtingu vatns og við sjáum mikil tækifæri í því.

Fjölmörg tækifæri í fiskeldi Snorri Rafn Hallsson

Slipurinn á Akureyri er einn stærsti slippur og stálsmiðja landsins en þar hefur viðhaldi og viðgerðum á skipum verið sinnt óslitið frá árinu 1952, og býr fyrirtækið yfir mikilli reynslu í viðgerðum á allt frá smærri bátum upp í nútímalega frystitogara. Slippurinn rekur einnig öflugt framleiðslusvið þar sem hönnun, smíði og uppsetning á ýmsum búnaði fara saman. „Við bjóðum upp á heildarlausnir og viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita neitt lengra en til okkar.“ segir Páll Kristinsson, sviðsstjóri framleiðslusviðs Slippsins: „En svo erum við líka óhrædd við að kalla til okkar utan að komandi sérfræðinga ef verkefnin krefjast þess.“ 30

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021


Tölvuteikning af seiðastöðinni á Kópaskeri. Ljósmynd: Aðsend

Páll Kristjánsson, sviðsstjóri framleiðslusviðs Slippsins Akureyri ehf. Ljósmynd: Aðsend

Ef þú ferð í fiskbúð og skoðar flökin sérðu að sum þeirra eru alveg snjóhvít en önnur aðeins dekkri. Þetta er iðulega hægt að beintengja við það að blæðingarferlið hafi ekki verið nægilega gott.

Páll tók við starfinu fyrir tæpu ári, en þar áður hafði hann starfað í níu ár hjá GPG Seafood á Húsavík. Páll segir ánægjulegt að koma inn í rótgróið fyrirtæki eins og Slippinn: „Þetta er áratugagamalt fyrirtæki sem byggir á gömlum merg en í dag starfa að jafnaði 150 starfsmenn hjá okkur og þar af tæplega 40 á framleiðslusviðinu. Allur minn bakgrunnur er í sjávarútvegi, svo ég uni mér vel hér.“ Á framleiðslusviðinu sem Páll leiðir fer fram fjölbreytt starfsemi: „Við framleiðum til að mynda hinar sívinsælu DNG færavindur sem eru í sífelldri þróun, en þar að auki smíðum við, hönnum og þróum ýmis konar búnað fyrir vinnslu bæði á sjó og landi. Við leitum sífellt nýrra tækifæra og svæða til að sækja á og undanfarið höfum við mikið horft til fiskeldis, bæði á sjó og landi, en aðallega á landi. Með þessu erum við að auka vöruframboð og þjónustu okkar og teljum að það verði öllum til góðs, ekki síst verkkaupanum. Við erum þó ekkert að færa okkur frá hafinu, það er alls ekki þannig. Við erum haftengdir og verðum það áfram.“

Krefjandi verkefni á Kópaskeri Fram að þessu hefur fiskeldi á Íslandi helst farið fram í sjókvíum en samfara vexti í atvinnugreininni er landeldi farið að sækja í sig veðrið. Fyrirtækið Rifós hf sem er í eigu Fiskeldis Austfjarða fékk Slippinn með sér í byggingu palla, brúa og undirstaða undir búnað í nýja eldisstöð á Kópaskeri. Þar verður tekið á móti seiðum sem koma úr eldisstöð Rifóss í Kelduhverfi. Þegar seiðin eru orðin nægilega stór til að hægt sé að flytja þau í sjókvíar, eru þau flutt með brunnbátum sem sigla með seiðin austur á firði. Framkvæmdin hefur gengið vel. „Þetta er svona fyrsta alvöru fiskeldistengda verkefnið okkar,“ segir Páll. „Við smíðuðum alla palla, brýr og stiga inn í þetta nýja hús á Kópaskeri ásamt undirstöðum undir loftara og tromlufiltera.“ Verkefnið er stórt í sniðum og krefjandi. Í fyrsta áfanga verkefnisins voru sett upp átta eldiskör í tæplega þrjú þúsund fermetra húsi og segir Páll samstarfið hafa gengið vel: „Við hönnuðum allt sem kom

að okkar smíði, og höfum hug á því að færa okkur meira inn í smíði á lagnakerfum fyrir vatn sem felur þá í sér alhliða hönnun, smíði og samsetningu. Í verksmiðjum sem þessum þarf allt að passa saman og heildarmyndin að vera skýr.“ Eldisstöðin á Kópaskeri er með þeim stærri sem settar hafa verið upp hér á landi og því er að mörgu að huga. „Það er áskorun að setja saman bæði undirstöður og lagnakerfi svo þau séu traust og að aðgengi sé gott. Pallarnir þurfa ekki bara að hafa mikið burðarþol heldur þarf að koma vatni að og frá þessum tækjum,“ segir Páll og bætir við að þar hafi sú reynsla og þekking sem starfsfólk Slippsins býr yfir komið að góðum notum. Loftunar- og hreinsibúnaðurinn sem settur var upp á Kópaskeri kemur frá NP Innovation í Svíþjóð sem sérhæfir sig í smíði slíkra tækja. „Þetta er alvöru búnaður sem vegur mörg tonn þegar hann er fullur af vatni og í keyrslu,“ segir Páll. „Pallarnir sem við smíðuðum í þessu tilviki undir tromlufiltera og loftara þurfa að geta borið yfir 30 tonn. Það var ákveðin áskorun fyrir hönnuðina okkar. Við teljum að þetta hafi verið leyst á besta mögulegan máta og það ríkir almenn ánægja með það sem við höfum afhent.“ Uppsetningin á búnaðinum í Kópaskeri gekk vel fyrir, en mikið var um að vera á svæðinu á meðan vinnan fór fram, segir Páll: „Það voru að jafnaði fimm til sjö menn frá okkur að vinna að þessu á hverjum tímapunkti og það var mikið umleikis á svæðinu á meðan á uppsetningunni stóð. Það var verið að reisa húsið, leggja allar lagnir, rafmagn og fleira, og svo vorum við auðvitað að vinna í okkar hluta á sama tíma. Allt vann þetta ágætlega saman og við gengum í verk með öðrum verktökum á svæðinu og öfugt.“ Pallarnir, stigarnir og undirstöðurnar frá Slippnum voru engin smásmíði og því þurfti að koma þeim fyrir áður en gengið var frá byggingu hússins: „Við fórum inn í húsið þegar grindin var að hluta komin upp. Við urðum að gera það áður en húsinu var lokað til þar sem þetta er allt stórt í sniðum og ekki auðvelt að koma pöllum brúm og stigum inn ef húsinu hefði verið lokað áður,“ segir Páll og bætir við að hönnunin hafi verið vel heppnuð og uppsetningin því gengið vel: „Umfram allt þá er niðurstaðan góð.“ SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

31


sinni að blæðingarferlinu og því spennandi að sjá hvernig nýju tækin munu reynast.

Sjávarlón

Hér má sjá palla og búnað sem settir voru upp í seiðastöðinni Rifósi. Ljósmynd: Aðsend

Seiðastöðin er stór í smíðum og mikilvægt að tryggja bæði burðarþol og aðgengi. Ljósmynd: Aðsend

Rekstraröryggi og nýting auðlinda Að sögn Páls er aukið rekstraröryggi einn af þeim kostum sem fylgir því að hanna allt á einum stað svo skýr mynd liggi fyrir áður en farið er af stað í framkvæmdir: „Flutningur vatns og loftun eru hjartað og lungun í kerfinu, svo þetta má ekki klikka. Svo er einnig mikilvægt að huga að nýtingu vatns og við sjáum mikil tækifæri í því.“ Þó vatn virðist vera til í óendanlegu magni hér á landi er það takmörkuð auðlind eins og allt annað. „Það er allur gangur á því hvort menn greiða fyrir vatn inn, vatn út eða jafnvel bæði. Við höfum heyrt af því að ekki hafi alltaf verið hægt að tryggja nægilegt framboð vatns í fiskeldisstöðvar og þá verður að nýta það sem maður hefur eins vel og hægt er, það má ekki sólunda því út og suður. Við getum horft til Danmerkur í þessum efnum þar sem að sögn er greitt hærra gjald fyrir fráveitu en vatnsveitu. Þar snýst allt um endurnýtingu og að bæta sem minnstu magni af vatni við á hverjum degi,“ segir Páll og bætir við að þó að sú sé ekki staðan hér á landi sé endurnýting engu að síður mikilvæg. Páll segir að Slippurinn sjái mörg tækifæri þegar kemur að fiskeldi. Í fyrsta lagi er það smíði í kringum sérhæfðan búnað annarra framleiðenda, eins og hér hefur verið greint frá, en á vinnsluhliðinni er einnig að finna fjölmörg sóknarfæri: „Við höfum hannað blæðingarog kælibúnað sem settur verður upp í þremur skipum í haust, og erum að horfa á útfærslu á þeim búnaði inn í sláturfasann í fiskeldi þar sem miklum fjölda einstaklinga er slátrað á hverri mínútu.“ Kynna átti búnaðinn á sjávarútvegssýningunni í ár en vegna heimsfaraldurs varð ekkert af henni. Undanfarin ár hefur Slippurinn einmitt beint athygli

32

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Um þessar mundir vinnur Slippurinn hörðum höndum að Sjávarlóni, verkefni sem unnið er í samstarfi við Matís og Háskólann á Akureyri, en í fyrra hlaut verkefnið styrk úr AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi. Sjávarlón er kerfi til að besta blæðingu á fiski um borð í fiskiskipum, en Páll segir að í framtíðinni mætti einnig útfæra það til notkunar í landi. „Þegar blæðing fer fram um borð í skipum er notast við yfirborðssjó, en ef við lítum yfir árið sjáum við að hitastig sjávar getur verið allt frá núll gráðum og upp í tólf og jafnvel hærra eftir því hvaða árstími er, hérna norðan fyrir land hefur sjórinn farið allt upp í sextán gráður í sumar sem hlýtur að teljast nokkuð óeðlilegt,“ segir Páll. Sveiflur á hitastigi sjávar geta skapað visst vandamál þar sem bolfiski blæðir best við ákveðið hitastig. Miklar sveiflur líkt og þær sem eiga sér stað hér við land geta komið niður á gæðum hráefnisins. Í köldum sjó er blæðingin hæg og fiskurinn verður blakkari á holdið að sögn Páls: „Ef þú ferð í fiskbúð og skoðar flökin sérðu að sum þeirra eru alveg snjóhvít en önnur aðeins dekkri. Þetta er iðulega hægt að beintengja við það að blæðingarferlið hafi ekki verið nægilega gott. Þannig að Sjávarlón gengur út á að á kaldari tímum ársins notum við afgas af kælivélum og öðru slíku til að hita upp sjóinn áður en fiskurinn er blæddur til að flýta fyrir ferlinu og fá fallegri og betri flök. Þegar sjórinn er hlýrri einbeitum við okkur að tímaþættinum og þannig getum við minnkað los án þess að það bitni á holdlitnum. Svona reynum við að tryggja að afurðin sé alltaf eins góð og mögulegt er auk þess sem gæðin verða jafnari allan ársins hring.“ Í á annað ár hafa verið gerðar prufur og gögnum safnað um hitastig og tímalengd blæðingarferlisins ásamt því að gæði afurða eru metin þegar komið er í land. Slippurinn hefur unnið náið með Matís og Háskólanum á Akureyri í að byggja upp og vinna með þennan gagnagrunn. „Við erum í rauninni að nýta þeirra þekkingu og grunn með okkar. Þarna kemur saman bæði hagnýt og vísindaleg þekking í virkilega spennandi samkurli. Við sem þjóð búum svo vel að hjá Matís starfar afar hæft fólk eins og til dæmis Sigurjón Arason sem hefur unnið að rannsóknum í sjávarútvegi í áratugi og er frábært að eiga svoleiðis fólk sem hægt er að leita til.“ Sjávarlón er enn í þróun og segir Páll að endanleg mynd verði komin á Sjávarlón með haustinu. „Í þessum töluðu orðum er verið að setja búnaðinn í fyrsta skipið, Kaldbak, til að eiga þennan hitunarmöguleika. Útgerðarfélag Akureyringa og Samherji hafa verið með okkur í þessu, þannig að þegar við komum inn í nóvember eða desember og sjórinn er orðinn kaldur þá reynir á þetta.“

Ýmislegt á döfinni Það er nóg um að vera hjá Slippnum þessa dagana að sögn Páls. “Uppsetningu á búnaðinum í Kópaskeri er lokið og við vorum að klára smíði á nýjum búnaði í Oddeyrina frá Samherja og erum að setja hann í núna.“ Segja má að Oddeyrin sé tilraunaverkefni Samherja þar sem ætlunin er að bera að landi lifandi fisk. Skipið var keypt frá írskri útgerð með það fyrir augum að gera á því töluverðar breytingar. Í stað þess að landa fisknum á dekk verður honum dælt í þar til gerða tanka þar sem honum er haldið lifandi ýmist þar til hann er unninn um borð eða honum landað í kvíar. Skipið mun því búa yfir umfangsmiklu sjódælingar- og lagnakerfi til að tryggja ferskleika vörunnar. Það eru því ekki bara viðhald og viðgerðir sem fara fram í Slippnum við Akureyrarhöfn. Fyrirtækið sækir óhrætt á ný mið og segir Páll að það sé einn af helstu styrkleikum félagsins. „Við vinnum að því að hanna og þróa nýjar lausnir sem henta fyrir aðstæður hér norður í Atlantshafi. Við gerum okkar besta til að nýta þá þekkingu sem við búum yfir innanhúss en einnig í samstarfi við stofnanir og háskóla, þegar horft er fram á veginn viljum við til dæmis reyna að efla samstarfið við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum.



Maríulaxinn

Nýtt umhverfisvænt kælikerfi fyrir öll skip og báta

Bergþóra Jónsdóttir

Elfa Hrönn Valdimarsdóttir rekur fyrirtækið Kapp ehf með manni sínum Frey Friðrikssyni. Þau vilja leggja áherslu á umhverfisvænar lausnir í þróun sinni fyrir viðskiptavini sína og hafa nýlega tekið í notkun nýtt umhverfisvænt kælikerfi. Árið 2015 ákvað Elfa að snúa sér alfarið að fyrirtækinu. Þau hjónin vildu einfalda líf sitt með því að vera saman í fyrirtækjarekstrinum sem hentaði þeim betur samhliða barnauppeldinu. Fyrirtækið þeirra býður nú upp á nýtt umhverfisvænt kælikerfi sem hentar öllum gerðum af bátum og skipum. Elfa sér alfarið um launamálin, ýmis bókhaldsstörf og margt sem tengist starfsmannamálum og ýmis önnur atriði sem tengjast rekstrinum. Henni finnst gott að slaka á í Fljótshlíðinni með fjölskyldunni í frítíma sínum, veiða eða ganga með vinkonum sínum á hálendi Íslands. ,,Ég útskrifaðist sem smíðakennari á sínum tíma en kenndi dönsku þau ár sem ég starfaði sem kennari. Ég bjó í Danmörku ásamt Frey um tíma og var því orðin nokkuð góð í dönskunni en árið 2015 keyptum við

34

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

fyrirtæki sem hét Optimar Ísland ehf og stækkaði þá fyrirtækið okkar til muna, ákvað ég því að hætta að kenna og snúa mér að fyrirtækinu með manninum mínum. Okkur langaði að einfalda lífið okkar aðeins, það getur verið flókið að vera með ung börn og púsla saman vinnutímanum. Það voru því mikil forréttindi fannst okkur að geta gert þetta því ég get unnið heima eftir þörfum og annað slíkt. Freyr er mikið á ferðalögum bæði hér heima og erlendis vegna vinnu og er

KAPP er með fjölþætta þjónustu við sjávarútveginn með áherslu á kælingu og ryðfría sérsmíði. Þeir bjóða upp á nýja tækni sem gera öllum skipum sem hafa gamla Freonkerfið kleift að skipta í nýja umhverfisvæna hliðarkælingu.


,,Við erum mikið í því núna að skipta út kælimiðlinum R404A eða Freon. Magnið af kælimiðlinum er minnkað um 99% og er komið fyrir í litlu einangruðu kælikerfi í stað þess að það sé í lögnum eða forðatönkum um allt skipið.” Birna, Sigga, ELfa og Hulda

því ekki alltaf til staðar. Með þessu fannst okkur við geta stjórnað okkar tíma betur. Ég er þannig að mér finnst mjög gott að vera heima með börnin og sjá um þau t.d í veikindum og slíku þannig að mér finnst þetta frábært fyrirkomulag og henta mér vel og finnst það reyndar enn í dag.”segir Elfa Hrönn. Þau hjónin eru búin að vera gift í 17 ár en verið saman í 26 ár, þau eiga 4 drengi og hundinn Kát, strákarnir eru á aldrinum 10-18 ára þannig að það er oft mikið líf og fjör á heimilinu og austur í Fljótshlíð þar sem fjölskyldan á bústað að sögn Elfu.

Öflug þjónusta og þjónustuverkstæði KAPP ehf, býður upp á margbreytilega þjónustu fyrir sjávarútveg, matvælaiðnað og flutningageirann þar sem að mikil áhersla er lögð á

umhverfisvænar lausnir en undir vörumerkjum KAPP er Stáltech sem smíðar vörur og tæki úr ryðfríu stáli og undir Optim-ICE er framleiddur kælibúnaður sem kælir t.d. fisk hraðar en önnur sambærileg kæling. Starfsmenn fyrirtækisins hafa áratuga reynslu í hönnun, þjónustu, smíði á hinum ýmsa búnaði. Fyrirtækið býr yfir 3D hönnun og CNC tölvu og rennibekkjum sem hluta af sínum tækjakosti. Fyrirtækið getur tekið að sér verkefni nánast af öllum stærðum og gerðum. Þjónustuverkstæði er til staðar ásamt, öflugu véla- og renniverkstæði ásamt mjög flottri kæli & frystiþjónustu.

Umhverfisvæn breyting á kælikerfum Tæknideildin hefur undanfarin ár verið að þróa sig áfram í umhverfisvænum aðferðum sem henta fyrir útgerðir, verslanir og fiskvinnslur en það byggir á því að minnka þessa þekktu kælimiðla og minnka þannig umhverfissporin og hættuna á losun kælimiðla úti andrúmsloftið. ,,Við vorum að klára verkefni fyrir útgerð á Snæfellsnesi

Fjölskyldan á sjávarútvegssýningu SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

35


,,Mér finnst mjög gaman að ferðast bæði hér heima og erlendis. Við eigum sumarbústað austur í Fljótshlíð og eyðum við fjölskyldan töluverð frítíma okkar þar.” þar sem að tæknideildin og starfsmenn okkar fóru í umhverfisvæna breytingu á kælikerfi um borð með því að skipta út venjulegum kælimiðli.Það sama má segja um verslanir en þar höfum við verið mjög framarlega í að hanna, þróa og að markaðssetja CO2 kæla- & frystikerfi. Við erum mikið í því núna að skipta út kælimiðlinum R404A eða Freon. Magnið af kælimiðlinum er minnkað um 99% og er komið fyrir í litlu einangruðu kælikerfi í stað þess að það sé í lögnum eða forðatönkum um allt skipið. Möguleiki er að nýta stóran hluta af kælikerfinu sem eru fyrir í skipum og geta því flest skip sem hafa gamla Freonkerfið skipt yfir í umhverfisvænu kælinguna. Svo er hægt að geyma Freonið sem tekið er úr kerfinu og nota síðar meir og koma þannig í veg fyrir framleiðslu á nýju Freoni. Öll þessi umhverfismeðvitund í samfélaginu hefur knúið okkur áfram undanfarin ár og veitt okkur aðhald og hvatt okkur til að standa okkur í þessum efnum,” segir Elfa Hrönn.

Konur koma sterkar inn í frumkvöðlastarfssemi Áður en KAPP sameinaðist Optimar Island, þá voru eingöngu karlar sem störfuðu hjá fyrirtækinu en svo bættust nokkrar konur í hópinn, nú starfa 40 karlar og 5 konur hjá því þó segist Elfa aldrei spá í kynjahlutföllin þegar hún er spurð út í það hvernig það sé fyrir þessar fáu konur að vinna með stórum hópi karla en segir aftur á móti vilja sjá fleiri konur í sjávarútveginum og iðngreinum. ,,Það er ein kona vélstjóramenntuð sem starfar í framleiðsludeildinni. Þegar að við td auglýstum síðast eftir vélfræðing og rafvirkja þá kom enginn umsókn frá konu sem er mikil synd. Það er auðvitað þannig að sjávarútvegurinn hefur verið karllæg grein lengi. En ég held að konum fari fjölgandi og að þær komi sterkar inn í frumkvöðlastarfsemi. Konur þurfa að gera sig meira sýnilegri í greininni. Ég held að það sé fullt af konum þarna úti með mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Ég hef séð það gegnum vinnuna hjá mér og félagsskapinn, Konur í sjávarútvegi að það eru margar konur að gera mjög áhugaverða hluti, það er mikil nýsköpun og tækifæri í boði,”segir Elfa Hrönn.

Fluttu í nýtt húsnæði Sumarið fór mikið í það að flytja rekstur KAPP úr Miðhrauni Garðabæ í Turnarhvarf í Kópavogi og segir Elfa flutninga hafa tekið aðeins lengri tíma en hún hafi gert sér grein fyrir. ,,Það að byggja utanum rekstur KAPP í Turnahvarfinu hefur verið mjög skemmtilegt ferli og verkefni. Með svona flottan hóp af starfsfólki þá má alveg segja að allt ferlið varðandi flutningana hafi tekist vel, þrátt fyrir að

Gönguhópurinn

36

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2021

Teitur og Darri

þeir hafi tekið langan tíma. Það er bara ótrúlegt að vera flutt og komin í eigið húsnæði sem hentar okkar rekstri. Þrátt fyrir mikla vinnu við flutninga í sumar komst Elfa aðeins frá með fjölskyldunni með því að lengja helgarnar aðeins.,,Við fjölskyldan náðum að fara í tvær útilegur á Vestfirði og svo fórum við nokkra daga til Vestmannaeyja líka ásamt því að vera í Fljótshlíðinni. En sumarið endaði öðruvísi en við áætluðum, Pabbi minn lést skyndilega sem var mikið áfall og svo tveim vikum eftir útför pabba þegar ég ætlaði að fara í smá frí þá fékk ég covid og þurfti auðvitað að loka mig af gagnvart öðru fólki.

Veiðdella og göngur ,,Mér finnst mjög gaman að ferðast bæði hér heima og erlendis. Við eigum sumarbústað austur í Fljótshlíð og eyðum við fjölskyldan töluverð frítíma okkar þar. Í Fljótshlíðinni er stutt í margar náttúruperlur eins og jökla og stórbrotið landslag. Svo er það bara samveran með fjölskyldu og vinum hún er ómetanleg. Við hjónin förum saman í einn til tvo laxveiðitúra á hverju sumri og er það kærkomið enda bæði með töluverða veiðidellu. Ég er líka í hópi með um 20 stelpum og á hverju ári göngum við um hálendið. Við göngum skemmtilegar leiðir og gistum í fjallaskálum sem verða á leið okkar. Við erum alltaf með þema, skiptum okkur í nefndir og undirbúum þetta frá a-ö. Þetta eru oftast þriggja daga göngur og er einn af hápunktum sumarsins,” segir Elfa Hrönn að lokum.


Okkar aðall okkar gæði

Aðalgler ehf Vizyon

Skeiðarás 8 | 210 Garðabæ | Sími 888 gler (4537) | www. adalgler.is | adalgler@adalgler.is

– Í svalalokunum erum við betri –



Wisefish

Við fylgjum fiskinum alla leið Sérsniðnar tæknilausnir fyrir nútíma sjávarútveg

Við erum með lausnina


ÞORLÁKSHÖFN

Framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er því mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi. Einnig má geta þess að Smyril Line Cargo siglir tvisvar í viku allan ársins hring á milli Þorlákshafnar, Rotterdam og Hirtshals með viðkomu í Færeyjum. Flutningstíminn er sá stysti sem í boði er á SV-horni landsins í sjóflutningum til og frá landinu og hentar vel fyrirtækjum sem eru í inn- eða útflutningi.

Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.

Ótvíræður kostur fyrir útgerðir Með vikulegum vörusiglingum frá Þorlákshöfn til Evrópu er það ótvíræður kostur fyrir útgerðir að landa í Þorlákshöfn ferskum fiski beint til útflutnings.

Við hvetjum útgerðir til að kynna sér þessa útflutningskosti betur á thorlakshofn.is Einnig með tölvupósti á höfn@olfus.is eða í vaktsíma Þorlákshafnar 893 3659.

ARGH ehf. 11.2020

Í dag sigla tvær vöruflutningaferjur á vegum Smyril Line Cargo vikulega, allan ársins hring. Mistral siglir frá Þorlákshöfn á mánudögum til Hirtshals í Danmörku og Mykines á föstudögum til Rotterdam í Hollandi. Með þeim er flutningstíminn sá stysti til og frá landinu sem í boði er á SV-horninu í sjóflutningum. Samhliða vöruflutningum hefur löndunarþjónusta aukist sem og önnur þjónusta.

Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800

olfus@olfus.is thorlakshofn.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.