1 minute read

KEPPNISGREINAR

Next Article
GÓÐA SKEMMTUN Á

GÓÐA SKEMMTUN Á

Á Unglingalandsmóti UMFÍ er boðið upp á 18 keppnisgreinar af ýmsum toga. Gott er að kynna sér reglurnar og smávegis um greinarnar áður en farið er af stað. Slóðin inn á heimasíðuna er: https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/

BIATHLON (HLAUPASKOTFIMI)

Advertisement

Í hlaupaskotfimi hlaupa þátttakendur 400 metra hring og stoppa síðan á skotsvæði til að skjóta liggjandi fimm skotum í mark með rafriffli. Ef þátttakandi hittir ekki hleypur hann 40 m refsihring fyrir hvert skot sem geigar áður en hann fer af stað. Þátttakendur hlaupa tvo hringi.

Gefendur verðlauna:

Nánari upplýsingar um mótið má finna á slóðinni: https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/

Frisb Golf

Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í keppni í frisbígolfi. Nóg er að mæta og taka þátt. Spilaðar eru 1 x 9 holur og ráðast úrslit að því loknu. Hægt verður að fá lánaða diska á staðnum en keppendur geta líka komið með sína eigin diska.

Gefendur verðlauna:

Bogfimi

Keppt er í opnum flokki þeirra sem eiga ekki boga og lokuðum flokki þeirra sem koma með sína eigin boga. Bogaflokkum er skipt upp í sveigboga, trissuboga og berboga. Í opna flokknum er skotið úr 12 m fjarlægð en í þeim lokaða er skotið úr 18 m fjarlægð.

Gefendur verðlauna:

Nánari upplýsingar um mótið má finna á slóðinni: https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/

This article is from: