4 minute read

TAKK FYRIR STUÐNINGINN

Af Reying Og Skemmtun

Á Unglingalandsmótinu verður heilmikið um að vera fyrir utan keppnisgreinar. Boðið er upp á kynningar á mörgum greinum. Þátttakendur geta fengið að prófa alls konar og t.d. farið í vinnubúðir hjá

Advertisement

Andrew Henderson, margföldum snillingi í að halda bolta á lofti.

Badminton Fyrir Alla

Nokkrir badmintonvellir settir upp í íþróttahúsinu. Helgi Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, leiðbeinir. Allir velkomnir. Ekki þarf að skrá þátttöku.

Badminton Led

Við slökkvum ljósin nær alveg í íþróttahúsinu og spilum badminton og blöstum tónlist í botn. Kúlurnar eru með LED ljósi svo þetta verður eitthvað. Tónlist og badminton og frábær stemning. Allir velkomnir, börn og fullorðnir og engin skráning nauðsynleg.

KYNNING: BANDÝ

Laufey Harðardóttir landsliðskona leiðbeinir þeim sem vilja kynnast bandý. Skráning er ekki nauðsynleg.

Blindrabolti

Sum okkar hafa góða sjón, aðrir minni eða enga. Í blindrabolta er bundið fyrir augu þátttakenda. Tvö lið keppa á litlum sparkvelli í fótbolta. Boltinn er með bjöllum innan í og þarf aðstoðarmaður að styðja við öxl keppanda. Engin skráning.

Bmx Br S

Þessir meistarar verða með hressilega sýningu á tartan-hlaupabrautinni á íþróttasvæðinu. Það er hreint ótrúlegar kúnstir sem þeir gera. Allir velkomnir að taka þátt og vera með í gleðinni.

KYNNING: BOGFIMI

Eftir keppni í bogfimi geta gestir fengið að prófa greinina. Indriði Grétarsson leiðbeinir þátttakendum. Allir mega prófa.

KYNNING: BORÐTENNIS

Fulltrúar frá Borðtennissambandinu mæta á svæðið og aðstoða alla þá sem vilja prófa borðtennis. Engin skráning og allir velkomnir.

B Jarganga Me Lei S Gn

Hvar átti Guðrún frá Lundi heima? Boðið er upp á göngu um miðbæ Sauðárkróks með leiðsögn, þar sem sagðar eru sögur af fólki og húsum. Allir velkomnir og engin skráning.

Fimleikafj R

Hópur landsliðsfólks í fimleikum mætir á svæðið og verður með sýningu. Að henni lokinni fá ungmenni að taka þátt og prófa undir styrkri og öruggri leiðsögn landsliðsfólksins. Engin skráning nauðsynleg og allir hjartnalega velkomnir.

Strandhlaup

Opið hlaup fyrir unglinga og fullorðna á

Borgarsandi sem er falleg strandlengja við Sauðárkrók. Hægt er að hlaupa eftir svartri ströndinni alla leið niður að ósum Héraðsvatna. Engin ein vegalengd í boði. Hver og einn getur valið sér hlaupalengd. Engin skráning og allir velkomnir.

VINNUBÚÐIR: FREESTYLE FOOTBALL

Andrew Henderson, fimmfaldur heimsmeistari í Football Freestyle, verður með fjórar, tveggja tíma vinnubúðir fyrir þátttakendur. Andrew hefur farið um allan heim til að sýna og kenna listir sínar og nú er tækifæri til að læra af honum. Engin skráning er nauðsynleg en best er að hafa bolta með sér.

FÓTBOLTAFJÖR 5–10 ÁRA

Fótbolti og fjör fyrir börn 8–10 ára á föstudegi og 5–7 ára á laugardegi. Við tökum vel á móti börnunum og þau leika sér í fótbolta með okkur. Ekki þarf að skrá á viðburðinn heldur bara mæta.

Frj Ls R Ttaleikar Barna 10 Ra Og Yngri

Að lokinni keppni í frjálsum íþróttum verður boðið upp á frjálsíþróttaleika fyrir börn 10 ára og yngri. Engin skráning, bara að mæta í góða skapinu.

KYNNING: GLÍMA

Glíman er þjóðaríþrótt Íslendinga og hefur lifað með þjóðinni frá landnámi. Við bjóðum gestum okkar að prófa þessa íþróttagrein undir styrkri leiðsögn Sabínu Steinunnar Halldórsdóttur. Engin skráning, nóg er að mæta og prófa.

H Fileikasvi

Hæfileikasviðið vinsæla er á sínum stað. Nóg er að mæta í spariskapinu. Hér er sungið, leikið og skemmt sér eins og krökkum einum er lagið. Karaoke er á staðnum. Engin skráning bara að mæta í góðu skapi.

Halda Bolta Lofti

Það er gaman að halda bolta á lofti. Við setjum klukkuna af stað og svo detta þátttakendur út einn af öðrum þar til einn stendur eftir. Við setjum nokkur holl af stað svo það má koma aftur og aftur. Engin skráning, bara að mæta í góða skapinu.

J Ga Og Sl Kun

Sigþrúður Jóna Harðardóttir jógakennari sem tekur á móti gestum í sunnudagsjóga. Engin skráning, bara að mæta og njóta.

KYNNING: JÚDÓ

Keppni í júdó fer fram á laugardagsmorgni og á eftir er þátttakendum boðið að prófa greinina. Engin skráning.

K Rfuboltafj R

Körfuboltafjör verður við Árskóla. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta verða á svæðinu og halda uppi fjörinu. Engin skráning, bara að mæta og taka þátt í gleðinni.

Listasmi Ja

Listasmiðjur verða í skemmtitjaldi mótsins. Þar geta allir krakkar komið og málað listaverk sem verða sett upp til sýnis. Allir velkomnir.

Leikjagar Ur

Leikjagarður með ringóvelli, crossneti, stultum, frisbígolfi og ýmsu fleiru skemmtilegu.

Leikjagar Ur Fyrir

Yngstu B Rnin

Við setjum upp einföld leiktæki inni í íþróttahúsinu fyrir yngstu börnin.

SÝNING: MOTOCROSS

Motocrosssýning fyrir 6–18 ára á motocrossbrautinni á Gránumóum. Skráning á staðnum. Þátttakendur nota sín eigin hjól og eigin öryggisbúnað. Mæting kl. 13:00, æfing kl. 13:30 og sýning kl. 14:00

M Tssetning

Mótssetning verður á föstudagskvöldinu og hefst kl. 20:00. Allir gestir mótsins eru hvattir til að koma á mótssetninguna sem verður fjörug í ár. Allir þátttakendur eru beðnir um að mæta í skrúðgöngu kl. 19:30 á gervigrasvöllinn en þaðan verður gengið inn á völlinn. Fjölmennum á mótssetninguna!

M Tsslit Og Flugeldas Ning

Mótsslit verða kl. 23:30 sunnudaginn 6. ágúst og fara þau fram í kjölfar brekkusöngs. Dagskránni lýkur með flugeldasýningu sem sést best frá gervigrasvellinum. Til að tryggja öryggis allra er fólk beðið um að fara út á gervigrasvöllinn þegar sýningin hefst.

Sandkastalager

Við bjóðum krökkum að koma og taka þátt í sandkastalagerð á sandströndinni við Sauðárkrók. Þar verða skóflur, fötur og alls konar áhöld. Allir velkomnir.

Sundlaugarpart

Við skellum í gott partý í Sundlaug Sauðárkróks. Tónlist og mikið fjör. En það þurfa allir að fara varlega að sjálfsögðu. Allir með armband fá frítt í sundlaugina.

Sundleikar Barna 10 Ra Og Yngri

Að lokinni keppni í sundi er boðið upp á sundleika fyrir börn 10 ára og yngri þar sem allir sigra. Engin skráning, bara að mæta og vera með í gleðinni.

S Nggle I Me B Rnum

Það er gaman að syngja saman. Öll börn hjartanlega velkomin.

T Nlist

Flottir listamenn halda uppi stuðinu öll kvöldin á Unglingalandsmótinu. Á íþróttasvæðinu verður stórt samkomutjald þar sem flottir listamenn koma fram. Á sunnudagskvöldið verður skellt í brekkusöng í Grænuklaufinni ofan við gervigrasvöllinn.

• Fimmtudagur:

DJ Heisi. Heisi er einn þekktasti klúbba dj Norðurlands og ætlar að sjá til þess að allir fari dansandi inn í helgina.

• Föstudagur:

Danssveit Dósa

• Laugardagur:

Herra Hnetusmjör, Valdís og Emmsjé Gauti.

• Sunnudagur:

Brekkusöngur: Magni, Jón Arnór & Baldur og Guðrún Árný

Allir tónlistarviðburðirnir eru öllum opnir.

V Avangshlaup

Hlaupið um Skógarhlíðina sem er falin útivistarparadís. Hlaupið er upp með Sauðánni og skemmtilega leið. Allir velkomnir og velja sér hlaupalengd, engin tímataka. Allir á sínum forsendum og engrar skráningar krafist.

Zumba

Raggý býður upp á hressan Zumbatíma þar sem allir eru velkomnir, börn og fullorðnir. Engin skráning bara að mæta og taka á því.

Staðsetningu og tímasetningar má sjá í dagskrá mótsins hér að framan og á umfi.is

Settu myndavél símans yfir kóðann og fylgstu með UMFÍ á Facebook.

Settu myndavél símans yfir kóðannog fylgstu með UMFÍ á Instagram.

This article is from: