
6 minute read
Ávarp Forseta SHÍ
Ávarp Forseta SHÍ
Isabel Alejandra Díaz
Advertisement
ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
MYND PHOTO Helga Lind Mar
Þegar ljóst var í vor að kórónuveirufaraldurinn hefði miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir stúdenta lagði Stúdentaráð fram nokkrar réttmætar kröfur. Ein helsta krafa ráðsins til stjórnvalda var að tryggja stúdentum rétt til atvinnuleysisbóta þar sem við blasti að yfirvofandi atvinnuleysi sökum faraldursins ætti líka við um stúdenta. Ráðið vísaði í þá staðreynd að stúdentar hefðu átt rétt á atvinnuleysisbótum, í námshléum, fram til ársins 2010 og að með því að öðlast þann rétt að nýju gætu þeir einfaldlega sótt aðstoð sem þau höfðu áunnið sér. Af launum stúdenta rennur nefnilega atvinnutryggingagjald í atvinnuleysistryggingasjóð, eins og hjá öllum vinnandi landsmönnum. Um er að ræða gjald sem heldur áfram að renna í sjóðinn þrátt fyrir að stúdentar eigi ekki rétt á aðstoð úr honum.
Þessi krafa hefur hingað til mætt lokuðum dyrum og eru rökin m.a. á þá leið að of vandasamt sé að fara í stórar kerfisbreytingar. Kerfisbreytingarnar hafa þó verið allmargar síðustu mánuði sökum ástandsins, þær hafa hins vegar ekki náð til stúdenta. Það má túlka sem svo að krafa stúdenta sé marktæk en hópurinn sem leggur hana fram, stúdentar, sé ekki stjórnvöldum marktækur.
Kjarni málsins er sá að stúdentar hefðu ekki lent í þessari erfiðu stöðu ef þegar væri til staðar áreiðanlegt öryggisnet fyrir þá. Þeim hefur ekki einungis verið meinaður aðgangur að sjóði sem þeir eiga fullan rétt á, heldur hefur námslánakerfið ekki þjónað tilgangi sínum sem skyldi. Téð kerfi á að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir stúdentum námsaðstoð og tækifæri til framvindu og framlags. Þess í stað hefur það neytt stúdenta út í vítahring þar sem jafnvægið milli náms og vinnu er óútreiknanlegt. Stúdent er alltaf að taka áhættu, ákveði hann að fara á námslán með möguleika á skerðingu vegna þess að hann hefur verið að vinna samhliða eða ákveði hann að sleppa því og vinna meira til að sjá fyrir sér.
Skörun þessara kerfa er þess að auki miskunnarlaus. Stúdent er nefnilega ekki heimilt að vera í meira en 12 einingum, samhliða vinnu, til að eiga rétt á stuðningi úr atvinnuleysistryggingakerfinu missi hann vinnuna. Á sama tíma verður stúdent að standast 22 einingar til að eiga kost á námslánum. Það er því stór hluti námsfólks sem fellur milli kerfa og hefur ekkert annað úrræði að sækja í.
Þrátt fyrir þennan raunveruleika eru stúdentar látnir sitja eftir í þessum faraldri. Rúmir níu mánuðir eru frá því að hann skall á en engin langtímalausn hefur enn verið fundin við atvinnuleysi stúdenta eða skörun þessara kerfa. Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær verður því þá svarað? Kona spyr sig vegna þess að það var ekki heldur komið til móts við kröfuna um afnám skrásetningargjaldsins þegar það lá fyrir að atvinnulaus og tekjulaus stúdent myndi eiga erfitt með að greiða 75.000 krónur fyrir það eitt að stunda nám. Hlutabótaleiðin svokallaða greip stúdenta í rúma tvo mánuði áður en snúið var baki við okkur, sumarstörfin voru einungis fyrir þau sem náðu að uppfylla kröfuhörð skilyrði og voru auk þess aðeins til tveggja mánaða yfir þriggja mánaða sumartímann. Grunnframfærsla framfærslulána hjá nýja Menntasjóðnum var ekki hækkuð með nýjum úthlutunarreglum þó ástæða væri til og úrræði félagsmálaráðherra, sem veitti fólki af vinnumarkaði kost á að sækja sér nám samhliða atvinnuleysisbótum, tók ekkert tillit til núverandi stúdenta.
Stúdentar eiga að geta stundað nám sitt óáreittir og áhyggju lausir og þeim á ekki að vera refsað fyrir það með fjárhagslegu óöryggi. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum er hægt að greina í ákveðið mynstur þess að stúdentar séu ekki fjárfestingarinnar virði. Þetta viðvarandi viðhorf til okkar er ekki einungis letjandi og ósanngjarnt heldur fer það einnig í bága við þá hugmynd sem stjórnvöld stæra sig af um fyrirmyndar menntakerfi. Það sem við höfum hins vegar lært síðustu ár er að vera óhrædd við mótlætið og því munum við halda áfram að krefjast þess sem er réttilega okkar.
Address from the Student Council President
This spring, when it became clear that the coronavirus pandemic would have serious repercussions for students, the Student Council made several just demands. The Council’s number one demand was that the government secure students’ right to unemployment benefits, as it was evident that the impending unemployment crisis caused by the pandemic would also affect students. The Council cited the fact that until 2010, students had the right to unemployment benefits during breaks from school, and argued that by regaining that right, students would simply be receiving the assistance they had earned. After all, students, just like all working individuals, pay part of their wages to the employment benefit fund. This fee continues to be paid into the fund, even though students have no right to receive assistance from it.
So far, this demand has fallen on deaf ears, and the argument is to the effect of “it’s too complicated to make large systemic changes.” However, many largescale changes have been introduced over the past several months due to the current situation; they just haven’t benefitted students. This can be understood to mean that students’ demand is significant, but the group making it, students, are insignificant in the government’s eyes.
The heart of the matter is that students would have never ended up in this difficult position if there was a solid safety net in place to protect them. Not only have they been refused access to a fund to which they absolutely have a right, but the student loan system has also failed to serve its intended purpose. This system is supposed to be a tool for social equality that assists students in seeking an education and gives them the opportunity to progress and contribute to society. Instead, the system has forced students into a vicious circle in which finding a balance between work and school is impossible. Students are always taking risks, whether they decide to take out loans with the possibility of cuts because they’ve also been working, or whether they decide to skip the loans and work more to provide for themselves.
In addition, the way these systems work, it’s as if the right hand isn’t talking to the left, with serious consequences for students. You see, a student is not allowed to take more than 12 credits while working; otherwise, if they lose their job, they will not be entitled to support from the unemployment benefits system. At the same time, they must complete 22 credits in order to qualify for student loans. Because of this discrepancy, a large percentage of students fall between the cracks and end up with no options left to fall back on.
Despite this reality, students have been neglected during the pandemic. Over nine months since the crisis began, a long-term solution to the student unemployment problem or the incongruity of these systems has yet to be found. If the call is not answered when the need is highest, when will it be answered? I have to wonder, because there was also no effort made to address students’ demand to eliminate the annual registration fee when it was obvious that unemployed students with no source of income would have difficulty paying 75,000 ISK for the sole privilege of studying. The so-called partial unemployment strategy aided students for a couple months before the government turned its back on us, and the summer jobs on offer were only for students who met certain stringent criteria and, moreover, only lasted for two of the three summer months. The basic support rate used to calculate maintenance loans from the new Student Loan Fund was not increased with the adoption of new allocation rules, though there was good reason to do so, and the Minister of Social Affairs’ plan, which gave out-of-work individuals the chance to study while receiving unemployment benefits, did not take current students into account.
Students should be able to focus on their studies undisturbed and worry-free and not be punished with financial uncertainty for pursuing an education. A pattern has emerged in the government’s response to the pandemic, a pattern that demonstrates they believe students are not a worthy investment. This persistent view of us is not only discouraging and unfair, it also contradicts the government’s proud declarations about our exemplary education system. But what we’ve learned this past year is to not fear adversity, so we will continue to demand that which is rightfully ours.