5 minute read
ekki lært af COVID
Erna Lea Bergsteinsdóttir er annars árs nemi í félagsráðgjöf og forseti Félags- og menningarlífsnefndar Stúdentaráðs. Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti Ernu Leu á dögunum til að ræða hlutverk nefndarinnar og hvernig hún hefur orðið fyrir áhrifum heimsfaraldursins.
„VIÐ ERUM AÐ VANDA OKKUR MJÖG MIKIГ Aðspurð hvert helsta verkefni Félags- og menningarlífsnefndar Stúdentaráðs sé segir Erna Lea að fyrst og fremst sé markmið hennar að sporna gegn félagslegri einangrun nemenda háskólans. „Þar með hafa allir einhverja félagslega viðburði til þess að mæta á og geta þar með skapað félagsleg tengsl við samnemendur og þar fram eftir götunum. Ég tel það mikilvægt að allir geti upplifað gott félagslíf innan háskólans óháð námsgrein,“ segir Erna. Hún bætir við að það séu einnig fastir viðburðir sem nefndin heldur utan um yfir skólaárið. „Þar má til dæmis nefna Mínútuleikana á Októberfest, Vísó í Stúdentaráð, Fyndnasta Háskólanemann, Partýbingó og Vísó í Þrennu“ segir Erna.
Advertisement
Hún segir að það sé erfitt að vinna að þessum hefðbundnu verkefnum á tímum sem þessum. Þegar viðtalið var tekið höfðu þau ekki enn haft tök á að halda viðburði sökum ástandsins í samfélaginu. „Við í nefndinni erum að bíða og sjá hvað gerist en erum auðvitað líka á fullu að skipuleggja viðburði sem eru í takt við tímann, en það er erfitt, sérstaklega þar sem við erum ekki nemendafélag. Nemendafélög einskorðast við eina deild en við erum með allan háskólann og við viljum ekki velja úr hverjir mega koma eða eitthvað slíkt. Við viljum að öll séu alltaf velkomin. Þess vegna erum við að vanda okkur mjög mikið og erum því bæði að skipuleggja okkur í kringum veiruna en einnig að reyna að vera bjartsýn og höldum í vonina um að geta haldið einhverja viðburði yfir skólaárið og erum því líka í undirbúning fyrir slíkt,“ segir Erna Lea.
„ÞAÐ ER ALLSKONAR HÆGT AÐ GERA“ Aðspurð hvort nefndin sé að vinna að einhverjum veiru-vænum útfærslum á viðburðum segir Erna að nefndin sé að íhuga rafræna útgáfu á þeim. „Mig langar ekki að opinbera allar hugmyndirnar sem við erum með því við erum ekki búin að staðfesta þessa viðburði eða hvort við getum fundið útfærslu á þeim. Við höfum verið í mikilli hugmyndavinnu frá því skólaárið byrjaði og út frá því spruttu upp margar góðar hugmyndir. Þá var staðan í samfélaginu hins vegar önnur en hún er núna þannig maður er mikið að endurskoða og útfæra viku eftir viku,“ segir hún. Erna bætir við að um það leyti sem viðtalið var tekið var nefndin að skipuleggja rafrænt partýbingó sem þau vilja gera mjög veglegt. „Þetta verður ekki bara einhver að lesa upp tölur á skjá, við ætlum að reyna að gera það eins fyndið og skemmtilegt og við mögulega getum. Það er allskonar hægt að gera,“ segir hún.
Nefndin hefur einnig verið dugleg að undirbúa viðburði með hefðbundnara sniði þegar tækifæri gefst. „Vísó í Stúdentaráð hefur verið samþykkt á Stúdentaráðsfundi. Hefðin er að sá viðburður sé haldin í byrjun skólaársins en af augljósum ástæðum var það ekki möguleiki. En okkur langar rosalega mikið að halda það og við bíðum eftir tækifærinu. Síðan er til dæmis Fyndnasti Háskólaneminn og Vísindaferð í Þrennu vanalega haldið á vorönn og það er engan veginn hægt að gera sér grein fyrir hver staðan verður þá. Við vonumst auðvitað eftir því að geta haldið þá viðburði með hefðbundnum hætti,“ segir Erna. Þó megi ekki gera ráð fyrir því að komandi viðburðir á vegum nefndarinnar muni fela það í sér að fólk komi saman. „Við erum stöðugt að endurmeta stöðuna og viljum halda einhverja skemmtilega viðburði um leið og tækifæri gefst. Það væri líka svo leiðinlegt að skipuleggja einhvern geggjaðan viðburð, búin að gera og græja allt og síðan verða hertar aðgerðir vegna COVID. Við viljum allavegana bægja frá því að slíkt gerist,“ segir hún. hold any events due to the current circumstances. “The committee is waiting to see what happens, and of course we’re also working on events that are appropriate given the current situation, but it's difficult, especially since we’re not a student union (nemendafélag). Each student union is bound to one department, but we’re in charge of everyone at the university, and we don’t want to pick and choose who can attend and who can’t or anything like that. We want everyone to always be welcome. That’s why we’re taking great care and planning around COVID-19, but also trying to be optimistic and hold on to hope that we will be able to hold some events during the school year, so we’re also preparing for that,” says Erna Lea.
“THERE ARE ALL SORTS OF POSSIBILITIES” Asked if the committee is working on some virus-appropriate versions of events, Erna replies that the committee is considering holding events online. “I don’t want to reveal all of the ideas that we have, since we haven’t confirmed these events or even figured out if we can make them work. We’ve been brainstorming since the start of the school year and many great ideas have come out. Back then the situation was different than what it is now, so we’re revising and working it out week by week.” Erna adds that about the time the interview took place, the committee was organizing an online party bingo that they want to make as fun as possible. “This won’t just be someone reading numbers on a screen, we want it to be as funny and entertaining as possible. There are all sorts of possibilities,” she says.
The committee has been hard at work organizing events in a more traditional form once the opportunity arises. “A field trip (vísó) to the Student Council was approved at a Student Council meeting. Traditionally, this event is held at the beginning of the school year, but obviously that was not possible. However, we really want to go ahead with it and are waiting for the opportunity. Then, for example, the Funniest Student contest and the trip to Þrennan are usually held in the spring, but there’s no way of knowing what the situation will be like by then. Of course, we hope we’ll be able to hold those events as usual,” Erna remarks. However, we shouldn’t assume that the committee’s upcoming events will involve people gathering. “We’re constantly re-evaluating the situation and want to be able to have some fun events as soon as possible. It would be so sad to have organized some fun event, arranged everything, and then have to cancel because of stricter measures due to COVID. We want to avoid that happening,” says Erna.
IMPORTANT TO TRY AND BE CREATIVE The Student Paper asks Erna if she thinks the current situation has had any positive effect on the committee’s work. She doesn’t think so, but adds that it's a bit too early to say if this will have any