10 minute read

Stúdentalíf á umrótstímum

Next Article
Ávarp ritstjóra

Ávarp ritstjóra

GREIN ARTICLE Eva Margit Wang Atladóttir Sam Patrick O’Donnell

ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir

Advertisement

Student Life During the Apocalypse

LJÓSMYND PHOTOGRAPH Sædís Harpa Stefánsdóttir

Kjarni háskólalífsins er Félagsstofnun stúdenta, sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. Megnið af allri þjónustu við nemendur á háskólasvæðinu er rekin af Félagsstofnun stúdenta, t.d. Háma, Stúdentakjallarinn, Bóksala stúdenta og Stúdentagarðar ásamt þremur leikskólum. „Við reynum að auka lífsgæði háskólastúdenta eins og við getum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, talsmaður Félagsstofnunar stúdenta.

UMBREYTING Á VERULEIKANUM Allt breyttist við tilurð COVID. „Fyrstu breytingarnar komu auðvitað í mars, þegar háskólinn ákvað að loka öllum byggingum og skella í lás,“ segir Rebekka. „Skyndilega voru allir viðskiptavinir okkar farnir. Að sjálfsögðu voru enn börn í leikskólunum og íbúar á Stúdentagörðunum, en raunveruleiki allra breyttist á einni nóttu, einnig okkar.“

Loka þurfti allri þjónustu sem staðsett var á háskólasvæðinu og leita annarra leiða til að halda starfseminni gangandi. „Þjónusta á vefsíðum hefur verið bætt mjög mikið,“ segir Rebekka, og bætir við að nemendur geti t.d. nálgast allar bækur frá Bóksölunni í gegnum netið. Aðra þjónustu er einnig hægt að nálgast á netinu, sem þýðir að meira fer fram í gegnum vefsíðuna en áður. „Við bættum einnig við heimsendingu á bókum,“ segir hún. „Ef þú pantaðir bækur fyrir hádegi, gastu fengið þær sendar heim samdægurs nú í haust.“ Undirskriftir á leigusamningum fyrir Stúdentagarðana eru nú rafrænar, og verið er að bæta aðra rafræna þjónustu til að mæta nýjum raunveruleika.

VONARNEISTI Veitingaþjónustan opnaði aftur í maí. Í júní litu hlutirnir vel út og svo virtist sem lífið myndi færast í eðlilegt horf á háskólasvæðinu. „Í enda júlí leit út fyrir að lífið í háskólanum myndi vera með eðlilegum hætti í haust,“ segir Rebekka. Starfsfólk Félagstofnunar stúdenta var áfjáð í að koma starfseminni aftur í fyrra horf. „En þá breyttust hlutirnir aftur. Þegar kennsla hófst í enda ágúst voru viðmiðunarreglurnar þær að allir ættu að vera heima og stunda námið rafrænt eins mikið og mögulegt væri. En nýnemum var leyft að stunda nám sitt á svæðinu og kennarar hvattir til að vera með tíma fyrir þá.“ Meira en 2.000 nýnemar komu til að sækja tíma við háskólann, stór hluti þeirra voru erlendir nemendur. „Flestir þeirra sem höfðu sótt um húsnæði á Stúdentagörðunum skiluðu sér að lokum.“ Loftið var spennuþrungið.

EN VIÐ VORUM EKKI SLOPPIN Þá gerðist það versta: smit kom upp á háskólasvæðinu. Félagsstofnun stúdenta brást við um leið. „Allt gerðist mjög hratt,“ segir Rebekka. Félagsstofnun stúdenta vann náið með öryggisnefnd háskólans þegar tilkynnt var um fyrsta smitið á háskólasvæðinu. „Þegar staðfest smit kom upp í Hámu, var okkur tilkynnt um það um leið af smitrakningarteyminu.“ Allt starfsfólk Hámu á Háskólatorgi var samstundis sent í einangrun og smitpróf. „Við fylgjum reglunum og leggjum okkur fram við það.“

Jafnvel áður en smitið kom upp á svæðinu var öllum hreinlætiskröfum fylgt til hins ítrasta. Nánast frá upphafi þessa árs hefur allt starfsfólk Hámu verið með grímur og hanska við störf sín, og allt er sótthreinsað mjög reglulega. Þrátt fyrir að smitið hafi verið mikil vonbrigði og í raun ákveðið áfall, var léttir að vita að öllum reglum hafði verið fylgt. „Það góða er, að flestir sérfræðingar í samfélaginu eru nákvæmlega hér á svæðinu,“ segir Rebekka, og vísar þá í starfsfólk háskólans sem hefur unnið náið með Embætti landlæknis og öðrum stofnunum, og deCODE, sem hefur útvegað búnað og skimað fyrir veirunni síðan í mars. Nýlega bauðst deCODE til að skima alla nemendur og starfsfólk háskólans þeim að kostnaðarlausu. „Þeir vissu hvað þurfti að gera og það var tekið rétt á málunum,“ segir Rebekka. „Ég er sannfærð um að ekki er hægt að finna jafn mikinn fjölda fólks á litlu svæði sem hefur farið í COVID próf og hér á háskólasvæðinu.“

NÝR VERULEIKI Þó Félagsstofnun stúdenta sé að aðlagast nýjum takmörkunum er ófyrirséð hver langtíma fjárhagsleg áhrif verða á stofnunina. Þar sem besta leiðin til að passa upp á heilsuna er að halda fjarlægð, þá eru flestir að vinna eða læra heima hjá sér, en ekki á háskólasvæðinu. „Það er stóra vandamálið sem við þurfum að glíma við eins og stendur. Það er ekkert fólk hérna og þar af leiðandi nánast engar tekjur af veitingasölu,“ segir Rebekka.

Þrátt fyrir að það séu nokkrir nemendur og eitthvert starfsfólk ráfandi um svæðið þá er lífið í háskólanum nánast óþekkjanlegt frá því sem áður var. „Sem stendur er það helst veitingahlutinn af starfsemi okkar sem líður fyrir þetta, því ef það eru hvorki nemendur né starfsfólk, þá er enginn til að borða matinn sem við framleiðum, svo þetta er mjög erfitt,“ segir Rebekka. Nemendur og starfsmenn geta auðveldlega séð hvaða áhrif þessar takmarkanir hafa á Hámu, Stúdentakjallarann, og Bóksölu stúdenta. „Venjulega er þessi tími árs mjög skemmtilegur; þú kemst varla leiðar þinnar í gegnum byggingar háskólans því það er svo mikið líf, eftirvæntingarfullir nemendur á leið í eða úr tímum, að kaupa bækur, eða að tylla sér til að borða og hitta skólafélaga, vini og samstarfsfólk.“

Mestu viðbrigðin voru ekki aðeins hve hratt ákvarðanir um fjarvinnu og fjarkennslu voru teknar, heldur einnig geta og hæfni fólks til að fylgja þessum nýju reglum. „Þó það sé gott, þá kom það mér satt að segja dálítið á óvart hvað fólk er hlýðið,“ segir Rebekka. „Þegar ég sá og las yfir leiðbeiningarnar, hugsaði ég með mér: þetta mun aldrei ganga upp, en það hefur komið mér á óvart hversu vel fólk hefur fylgt leiðbeiningum hér á svæðinu og hve hratt það gerðist.“ Hún bætir við að á sama tíma ætti það svo sem ekki að koma henni á óvart. „Þegar allt kemur til alls, þá vilja flestir leggja sitt af mörkum til að lífið komist aftur í fastar skorður eins fljótt og hægt er.“

Þótt hún beri virðingu fyrir þeim reglum sem settar hafa verið þá vonast hún eins og flestir til að hlutirnir komist aftur í eðlilegt horf sem fyrst. „Ég tel að svo stór og mikilvægur hluti af háskólalífi sé að tilheyra heild, vera í persónulegum samskiptum og í sambandi við annað fólk sem er að gera og upplifa það sama,“ segir hún. „Það er mikil áskorun að þurfa að vera heima, bæði andlega og námslega, sérstaklega fyrir nýnema og erlenda nema sem eiga hvorki vini eða fjölskyldu nálægt.“ Vonum að kúrfan fletjist fljótt út aftur.

The heart and soul of university life is Student Services, a non-profit organization run with independent finances. Many aspects of student life on campus are run through Student Services, including Háma, Stúdentakjallarinn, the University Bookstore, student housing, and three daycare centers. “We try to do what we can to make students’ lives as easy as possible,” says Rebekka Sigurðardóttir, spokesperson for Student Services.

A SHIFT IN REALITY Everything changed with the emergence of COVID. “Of course, the first change came in March, when the university decided to shut down all the buildings and lock the doors,” Rebekka says. “Suddenly, all our clients were gone. Of course, we still had children in daycares and people living in student housing, but everyone’s reality changed overnight, including ours.”

They had to close all of their services that were located on campus and find other ways to keep their business going. “All our websites have improved greatly,” Rebekka says, adding that students can get all their books from the University Bookstore through the internet. Other services are also available online, which means that there is more service provided through that domain than there was before. “We also added home delivery service on books,” she says. “If you ordered your books before noon, you could have them delivered the same day.” Student housing contracts are now signed online, and other online services are also in the process of being improved in response to the new reality.

A GLIMMER OF HOPE In May, food services reopened. Around June, things began to look up, and it appeared as though life would go on as usual around campus. “At the end of July, it seemed like university life would be as regular in the fall,” says Rebekka. The staff at Student Services were eager to be up and running again.

“Then things changed again. When classes started at the end of August, the guideline was that everybody was to stay at home and study online as much as possible,” Rebekka says. “But the freshmen were allowed to come to campus, and teachers and professors were encouraged to provide classes for them.” Over 2,000 new students arrived to attend classes at the university, many of them international students. “Most of the people who had applied for student housing did arrive in the end.” The air was thick with anticipation.

NOT OUT OF THE WOODS Then the worst happened. A new infection was reported on campus. Immediately, Student Services sprang into action. “Everything happened really quickly,” Rebekka says. Student Services worked closely with the university security committee when the first infection was reported on campus. “When an infection was confirmed in Háma, we were immediately notified by the contact tracing team.” Within hours, everyone in Háma in Háskólatorg was sent into quarantine and testing. “We follow very strict guidelines, and we do that willingly.”

Even before the infection on campus, every precaution was taken to ensure that the strictest hygiene protocols were followed. Since the beginning of the year, everyone working at Háma has had to wear a mask and gloves. Everything is disinfected regularly. So even though the infection was disappointing and quite a shock, it was a relief to know that everything had been done correctly.

“The good thing is that if there are specialists anywhere within the community, they are on this spot right here,” Rebekka says, speaking of university staff who have been working closely with the Directorate of Health and other authorities, as well as deCODE, which has been providing equipment and testing since March. Most recently, they offered free testing for all university students and staff. “They knew what to do, and it was handled correctly,” Rebekka says. “I’m pretty sure you will not be able to find such a great number of people in a small area who have been tested for COVID as on the university campus.”

A NEW NORMAL Student Services is learning to operate with new restrictions after the infections on campus, but the long-term financial impact is unforeseeable. Since the best way to stay healthy in these times is to stay away, most people are working or studying from home and not on campus. “That’s the big problem we’re dealing with at the moment. There are no people here, and therefore no profit on food services,” Rebekka says.

Even though there are some students and staff members ambling about on the grounds, life on campus is hardly recognizable. “At the moment, it is mostly in the food service section of our operations, because if there are no students, and there’s no staff, then there’s no one to feed, so it’s very difficult,” Rebekka says. Students and staff members can also plainly see the influence these restrictions must have on Háma, Stúdentakjallarinn, and the University Bookstore. “Usually, this time of year is very pleasant and joyful; you can hardly walk through the building because it is full of life, with loads of enthusiastic people going in and out of classes, buying their books, sitting down for food and drinks, and hanging out with friends and colleagues.”

The biggest shock was not only the swiftness with which decisions were made to put the university online and have staff work from home, but people’s ability to adapt to new rules. “Though it is a good thing, I’m a bit surprised by how obedient people are, to tell the truth,” Rebekka says. “I mean, when I first saw and read [the guidelines], I thought: This is never going to work... but I’ve been surprised at how well people have followed the guidelines and how quickly it has happened.” She adds that at the same time, it shouldn’t surprise her. “At the end of the day, most people want things to function and to get back to their normal lives as soon as possible.”

While she respects the rules put into place, like most other people she is eager to have things return to normal. “I think that such a great and important part of university life is to be involved, interact, and be in the company of other people who are doing the same thing,” she says. “It’s very challenging having to stay at home, both mentally and academically, especially when you’re a freshman or an international student who has no friends or family around.” Here’s hoping that the curve flattens again soon.

This article is from: