5 minute read
Heilbrigt kynlíf og heilbrigt viðhorf
Healthy Sex and Healthy Attitudes
Þegar ég kom til Íslands tók ég eftir því að flest voru töluvert opnari um kynhneigðir sínar, og að umræðan um kynlíf væri opinskárri en það sem ég átti að venjast í Englandi. Ég ræddi við Gerði Huld Arinbjarnardóttur, sem rekur kynlífstækjabúð, um það hvort viðhorf til kynlífs og kynhneigðar væri að breytast.
Advertisement
SJÓNARMIÐIN BREYTAST Gerður svaraði spurningu minni um það hvernig best væri að stuðla að heilbrigðu viðhorfi til kynlífs með áherslu á mikilvægi fræðslu og opinnar umræðu. Hún benti sérstaklega á það að sem stendur miði kynfræðsla helst að því að kenna fólki að forðast ótímabæra þungun og kynsjúkdóma, frekar en að beina sjónu sinni að skemmtilegri hliðum kynlífs. Fólk ætti að alast upp við þann skilning og vitneskju að kynhvöt og kynórar séu ekkert til að skammast sín fyrir. Samkvæmt Gerði hafa viðhorf Íslendinga til kynlífs breyst mikið síðustu 10 árin og eftirspurn eftir kynlífstækjum hefur einnig aukist. Fólk sé farið að kaupa mörg mismunandi tæki til ýmissa nota. Hún minnist þess að afar hennar og ömmur hafi haft áhyggjur af því að hún væri að spilla mannorði sínu. Hún lítur það bjartsýnum augum að fólk sé farið að vera opnara þegar kemur að kynlífi og stendur föst í þeirri trú að öll eigi jafnan rétt á því að upplifa unun, ekki bara karlar og konur. Því meira sem fólk fræði sig og þrói með sér heilbrigt viðhorf, verði unaðurinn sem fólk fær út úr því meiri.
SAMSKIPTI OG SAMÞYKKI ERU LYKILATRIÐIN Gerður tók þá ákvörðun að flokka kynlífstækin í verslun sinni ekki eftir kyni til að gæta gæta þess að öll upplifi sig velkomin. Í staðinn flokkar hún þau eftir kynfærum; „píka, typpi og rass“, sem gerir fólki auðveldara að finna það sem þau leita að, og útilokar ekki neinn frá umræðunni um heilbrigt viðhorf til kynlífs. Hún nefnir einnig að fullt af fólki hafi jafnvel ekki áhuga á kynlífi: „Með því að tala um mismunandi langanir og það að ekki öll vilji, upplifi eða hafi áhuga á því sama þegar kemur að kynlífi er okkur mikilvægt. Kynlíf er mun meira en bara innsetning. Sum hafa engan áhuga á þeim hluta kynlífsins, en elska forleik, eða jafnvel bara nándina sem skapast.“ Að sjálfsögðu inniheldur ekki allt kynlíf hjálpartæki, en getan til að tjá þarfir þínar og langanir er mikilvægur liður í því að stunda heilbrigt kynlíf. Gerður minntist á tvö lykilatriði sem mér finnst nauðsynlegt að leggja áherslu á: samskipti við þig sjálft eru alveg jafn mikilvæg og samskipti við rekkjunaut, fyrsta skrefið í átt að heilbrigðu kynlífi er að leyfa þér að prófa þig áfram og njóta. Seinna atriðið er hve mikilvægt það er að upplýsa rekkjunaut þinn hvort tveggja um það sem þú fílar og hvað þú fílar alls ekki. Það stuðlar að heilbrigðum mörkum að vita hvers þú nýtur.
MÖRK OG ÖRUGG SVÆÐI Það er undir þér komið hvaða mörk þú setur sjálfu þér enda er kynlíf mjög persónuleg upplifun. Sumum reynist það mjög auðvelt að stunda kynlíf á meðan aðrir hafa ekki sama sjálfstraust og áhyggjuleysi. Það er mikilvægt að virða mörk fólks í öllum aðstæðum, en það á þó sérstaklega við í innilegum samböndum. When I arrived in Iceland, I noticed that people seemed much more open about their sexualities, and I felt like discussions surrounding sex were a lot more open than they are in England. I spoke to Gerður Huld Arinbjarnardóttir who runs an erotic retail store about whether or not attitudes towards sex and sexuality were changing.
ATTITUDES ARE CHANGING In answer to my question about how best to promote healthy attitudes towards sex, her answer focused on the importance of education and open communication – specifically how currently, sex education focuses on prevention of pregnancies and STDs, rather than the more fun aspects. People should grow up with knowledge and understanding of sex drive and sexual fantasy and not be made to feel ashamed of it.
Attitudes in Iceland have changed a lot over the past 10 years according to Gerður, and demand for toys has risen too – people are starting to buy multiple toys for different things. Gerður mentioned that her grandparents were concerned that she has “ruined” her name. She definitely sees it as a good thing that people are becoming more open about sex, and is adamant that everyone has equal rights to experience pleasure, not just men and women – and the more everyone educates themselves and develops a healthy attitude, the more pleasure people can get out of it.
COMMUNICATION AND VALIDATION ARE THE KEY In order to support equal representation, Gerður made the decision not to categorise toys by gender, but instead by using the categories of “vagina, penis, or ass” which makes it easier for people to find what they are looking for and does not exclude anyone from the wider discussion of healthy sexual attitudes. She also acknowledges that a lot of people might not be interested in sex: “It is important to talk about different longings; not everyone wants, feels or is interested in the same things when it comes to sex. There is more to sex that just penetration. Some people aren’t interested in the penetration part of sex, but do love foreplay, or the intimacy.”
Of course, not all sex will involve the use of toys, but being able to communicate your needs or desires safely is a key requirement to being able to enjoy a healthy sex life. Gerður mentioned two key points that I feel require emphasis: communication with yourself is just as important as with your partner – allowing yourself to experiment and enjoy things safely is the first step to a healthy sex life. And the second point to emphasise is that it is important to communicate to your partner both what you do like as well as what you do not like. Knowing what you do not enjoy helps you to set healthy boundaries.
BOUNDARIES AND SAFE SPACES What boundaries you set for yourself is up to you – sex is a very personal experience, and whilst a lot of people are very comfortable and/or confident when it comes to doing the deed, a lot of people are also not. Respecting other people’s boundaries is crucial in