
6 minute read
Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address
Mér verður oft hugsað til þess þegar samnemandi minn tjáði mér að honum þætti stúdentahreyfingin vera að búa til storm í vatnsglasi vegna þess að við værum stöðugt að berjast fyrir breytingum sem vörðuðu fáa stúdenta. Þessu er ég afar ósammála, þar sem hlutverk okkar er að berjast fyrir réttindum allra þeirra sem á því þurfa að halda. Hagsmunabaráttan verður að vera allra stúdenta, ekki bara meirihlutans.
Advertisement
Í gegnum lífið sinnum við ýmsum hlutverkum, tilheyrum mismunandi hópum samfélagsins eftir þessum hlutverkum og höfum ólíkra hagsmuna að gæta eftir því hvar við erum stödd á okkar vegferð. Þegar við tökum þá stóru ákvörðun um að hefja háskólanám skipum við okkur í hóp stúdenta og sem slíkir höfum við sameiginlegra hagsmuna að gæta í ýmsum málum. Það er þó ekki þar með sagt að allir stúdentar séu nákvæmlega eins. Í dag eru um fjórtán þúsund nemendur sem stunda nám við Háskóla Íslands og eins og gefur að skilja hafa ekki allir þessir 14 þúsund stúdentar sama bakgrunn, sömu þarfir og sýn. Rödd stúdenta er sterk þegar við tökum höndum saman, en það þýðir ekki að það eigi að vera aðeins ein rödd stúdenta. Til þess að hagsmunabarátta stúdenta geti staðið undir nafni verður hún að gera ráð fyrir fjölbreytileikanum í stúdentahópnum og skipta hagsmunasamtök eins og Q–félag hinsegin stúdenta þar miklu máli.
Í Háskóla Íslands búum við að ríkri hefð fyrir öflugri hagsmunabaráttu stúdenta, en Stúdentaráð Háskóla Íslands var komið á laggirnar árið 1920. Hlutverk ráðsins, eins og nafnið gefur til kynna, er að gæta sameiginlegra hagsmuna stúdenta skólans
og á þeim rúmlega hundrað árum sem Stúdentaráð hefur starfað hafa margir mikilvægir sigrar í þágu stúdenta unnist með samtakamætti stúdenta. Það að margir sigrar hafi unnist þýðir þó ekki að mikilvægi hagsmunabaráttunnar sé eitthvað minna í dag, heldur hafa baráttumálin breyst og þróast í takt við þarfir og áherslur stúdenta hverju sinni. Baráttumál Stúdentaráðs í dag snúa meðal annars að þróun fjölbreyttra kennsluaðferða og auknum sveigjanleika í námsmati, en líka að öruggri fjármögnun háskólans, sanngjörnum kjörum á vinnumarkaði og lánasjóðskerfi sem sinnir hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi en það sem þau snúast öll um í grunninn er baráttan fyrir jöfnu aðgengi að námi, að Háskóli Íslands sé aðgengilegur fyrir öll þau sem vilja stunda hér nám. Háskólinn er ekki aðgengilegur öllum ef það er ekki gert ráð fyrir þörfum allra stúdenta innan veggja hans; ef kennslustofan er ekki aðgengileg öllum og ef það er ekki salernisaðstaða fyrir alla stúdenta. Baráttan stoppar ekki við veggi háskólans heldur teygir hún anga sína á alla þá staði sem varða stúdenta sem manneskjur. Háskólanám er ekki aðgengilegt öllum ef lánasjóðurinn styður ekki við þau sem þurfa á aðstoð hans að halda, ef stúdentar hafa ekki aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði og ef undirfjármagnaður háskóli getur ekki sinnt öllum nemendunum.
Háskóli Íslands á að vera aðgengilegur öllum þeim sem vilja stunda hér nám og stúdentar verða að láta í sér heyra þar til því marki er náð. Rödd stúdenta er ekki sameinuð nema þau sem eru í forsvari sinni
hagsmunabaráttu fyrir alla stúdenta - hlusti þegar við á, hjálpi til og taki undir þegar við á og taki við boltanum ef þörf er á. Menntun er mannréttindi og þörfin á hagsmunabaráttu stúdenta hættir ekki þegar meirihlutinn hefur greitt aðgengi að námi.
///
I often think of the time when my fellow student told me how he felt as if the Student Council were making a mountain out of a molehill, because of how we constantly fought for change which affected a small number of students. I heartily disagree, because our role is to advocate for equality - on behalf of everyone who needs it. Fighting for change must encompass all students, not just the majority.
Throughout our lives we have many roles to play, we belong to different groups of society within those roles and have various interests depending on where we’re situated in our journey. When we make the leap to pursue higher education, we firmly place ourselves amongst the student body, and as such we have common interests and experiences in many aspects. Although this is true, it doesn’t mean that all students are exactly alike. Today, about fourteen thousand people are enrolled in the University of Iceland, and, understandably, those fourteen thousand people have different backgrounds, needs and points of view. Students’ voices grow strong when united, but that doesn’t mean it should be a singular voice. To ensure that the student fight for equal rights upholds its name, we must honor the diversity within the student body, and organizations like Q–the Icelandic Queer Student Association are an essential part of that fight.
The University of Iceland is rich with tradition when it comes to fierce student advocacy, which has been present since the founding of the Student Council of the University of Iceland in 1920. The Council’s role, as the name suggests, is to protect the rights and interests of the university’s
students, and many victories have been won during the century it’s been active. Even though this is true, it doesn’t diminish the importance of fighting for student rights today, rather that our focal points have shifted and evolved according to students’ needs and emphases through the years. Today, the Student Council strives for diverse teaching methods and more flexibility regarding evaluation, along with secure funding for the university, fair rates and conditions once graduated and a student loan system which fulfils its purpose as an equalizing fund. This is only part of the Student Council’s current focal points, but they all share the same trait of ensuring equal access to education, to facilitate a university which welcomes everyone who wishes to pursue higher education. The University of Iceland is not accessible to all if all its students’ needs are not taken into account; if a classroom is not accessible to all or if a building lacks bathrooms for all genders. The fight for equality reaches further than the University’s walls, and touches on all the different aspects relevant to students as human beings. Higher education is not accessible to all if the Student Loan Fund does not support those who need its help, if students don’t have access to affordable housing or if an underfinanced university cannot tend to all its students.
The University of Iceland should be accessible to all who wish to attend it, and students need to speak up until that point has been reached. Students’ voices cannot be united unless those at the forefront fight for equality when it comes to each and every student - sometimes that fight requires listening, offering an extra pair of hands or carrying the torch when the need arises. Education is a human right, and even though the majority has access to higher education, the need to fight for equality is still very much there, and we must strive towards equal access to education for all.