Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 11

Ávarp forseta SHÍ

Rebekka Karlsdóttir

Student Council's President Address

Hagsmunabarátta allra stúdenta The fight for all students’ equal rights

Mynd / Photo

Stúdentaráð Háskóla Íslands

Mér verður oft hugsað til þess þegar samnemandi minn tjáði mér að honum þætti stúdentahreyfingin vera að búa til storm í vatnsglasi vegna þess að við værum stöðugt að berjast fyrir breytingum sem vörðuðu fáa stúdenta. Þessu er ég afar ósammála, þar sem hlutverk okkar er að berjast fyrir réttindum allra þeirra sem á því þurfa að halda. Hagsmunabaráttan verður að vera allra stúdenta, ekki bara meirihlutans. Í gegnum lífið sinnum við ýmsum hlutverkum, tilheyrum mismunandi hópum samfélagsins eftir þessum hlutverkum og höfum ólíkra hagsmuna að gæta eftir því hvar við erum stödd á okkar vegferð. Þegar við tökum þá stóru ákvörðun um að hefja háskólanám skipum við okkur í hóp stúdenta og sem slíkir höfum við sameiginlegra hagsmuna að gæta í ýmsum málum. Það er þó ekki þar með sagt að allir stúdentar séu nákvæmlega eins. Í dag eru um fjórtán þúsund nemendur sem stunda nám við Háskóla Íslands og eins og gefur að skilja hafa ekki allir þessir 14 þúsund stúdentar sama bakgrunn, sömu þarfir og sýn. Rödd stúdenta er sterk þegar við tökum höndum saman, en það þýðir ekki að það eigi að vera aðeins ein rödd stúdenta. Til þess að hagsmunabarátta stúdenta geti staðið undir nafni verður hún að gera ráð fyrir fjölbreytileikanum í stúdentahópnum og skipta hagsmunasamtök eins og Q–félag hinsegin stúdenta þar miklu máli. Í Háskóla Íslands búum við að ríkri hefð fyrir öflugri hagsmunabaráttu stúdenta, en Stúdentaráð Háskóla Íslands var komið á laggirnar árið 1920. Hlutverk ráðsins, eins og nafnið gefur til kynna, er að gæta sameiginlegra hagsmuna stúdenta skólans

og á þeim rúmlega hundrað árum sem Stúdentaráð hefur starfað hafa margir mikilvægir sigrar í þágu stúdenta unnist með samtakamætti stúdenta. Það að margir sigrar hafi unnist þýðir þó ekki að mikilvægi hagsmunabaráttunnar sé eitthvað minna í dag, heldur hafa baráttumálin breyst og þróast í takt við þarfir og áherslur stúdenta hverju sinni. Baráttumál Stúdentaráðs í dag snúa meðal annars að þróun fjölbreyttra kennsluaðferða og auknum sveigjanleika í námsmati, en líka að öruggri fjármögnun háskólans, sanngjörnum kjörum á vinnumarkaði og lánasjóðskerfi sem sinnir hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi en það sem þau snúast öll um í grunninn er baráttan fyrir jöfnu aðgengi að námi, að Háskóli Íslands sé aðgengilegur fyrir öll þau sem vilja stunda hér nám. Háskólinn er ekki aðgengilegur öllum ef það er ekki gert ráð fyrir þörfum allra stúdenta innan veggja hans; ef kennslustofan er ekki aðgengileg öllum og ef það er ekki salernisaðstaða fyrir alla stúdenta. Baráttan stoppar ekki við veggi háskólans heldur teygir hún anga sína á alla þá staði sem varða stúdenta sem manneskjur. Háskólanám er ekki aðgengilegt öllum ef lánasjóðurinn styður ekki við þau sem þurfa á aðstoð hans að halda, ef stúdentar hafa ekki aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði og ef undirfjármagnaður háskóli getur ekki sinnt öllum nemendunum. Háskóli Íslands á að vera aðgengilegur öllum þeim sem vilja stunda hér nám og stúdentar verða að láta í sér heyra þar til því marki er náð. Rödd stúdenta er ekki sameinuð nema þau sem eru í forsvari sinni

11


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.