9 minute read

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

Victoria Bakshina (hún/hennar)

Sergej Kjartan Artamonov er fæddur í Maríupol í Úkraínu og hefur búið á Íslandi síðan 2010.

Advertisement

Victoria Bakshina: Við komum bæði frá slavneskum löndum þar sem viðhorf til hinsegin sambanda og LG- BTQIA+- samfélagsins er fjandsamlegt. Svo langar mig að spyrja: hvenær áttaðir þú þig á því að þú værir hluti af LGBTQIA+-samfélaginu og hvernig hafa aðrir brugðist við þessu?

Sergej Kjartan Artamonov: Það var engin skýr uppljómun á því hjá mér. Þegar ég var yngri hafði ég áhuga á stelpum, og ég fór jafnvel á stefnumót með þeim. Ég hafði líka áhuga á strákum. Á ákveðnum tímapunkti áður en internetið var til fann ég spil með klámmyndum, og það var algjört áfall, ég eyddi drjúgri stund undir teppinu mínu í það að horfa á þessi spil. Nokkrum mánuðum áður en ég varð 18 ára steig ég fyrsta djarfa skrefið: fór á fyrsta stefnumótið mitt með strák. Ég var svo kvíðinn, þvældist um og reyndi að finna út hvað ég ætti að gera. Ég þurfti að flytja alla gagnkynhneigðarmiðaða reynslu mína á ógagnkynhneigðarmiðaðan völl. Mín fyrsta reynsla var slæm, jafnvel móðgandi upp að vissu marki. Ég fór í partý, ég laðaðist ekki að gaurnum, en var með samviskubit og gat ekki sagt nei við hann. Á öðru stefnumóti varð ég ástfanginn. Þannig byrjaði þetta allt saman.

Hvað varðar viðbrögð annarra, þá var ég sá sem hafði alltaf verið með munninn fyrir neðan nefið, ég vissi hvernig átti að búa til heilbrigð mörk og ég var félagslega virkur. Hins vegar gekk stúlka inn í tölvustofu í háskólanum einn daginn, heilsaði mér, og kallaði mig röngu nafni. Ég fattaði þá: ég var með prófíl á einni stefnumótasíðu undir þessu dulnefni. Ég átti í vandræðum með þessa stelpu lengi fyrir að hafa afhjúpað mig. Ég lét hið liðna vera gleymt en í kjölfarið fór ég að upplifa hómófóbíu. Auðvitað, þegar ég horfi á þetta núna, árið 2022, skil ég að þessi stúlka gæti hafa verið frelsari minn, því ég hefði ennþá starfað í háskólanum, hefði verið umtalsefni í slúðursögum, og hefði hugsanlega verið herkvaddur til að verja landamæri Úkraínu. Sem betur fer hætti ég að hugsa um háskólaferil sem forgangsverkefni mitt og hélt áfram.

VB: Hvað með foreldra þína?

SKA: Það er reyndar dálítið fyndið. Við pabbi minn eigum mjög dæmigert póst-perestroika afstöðulaust samband, og ég hef ekki átt vel þróað samband við mömmu mína heldur: ég var með henni til 6-7 ára aldurs, þá fór ég í skóla og amma mín og langamma höfðu umsjón með félagslífinu mínu. Þær eru úr öðrum heimi. Þess vegna hef ég sama hugarfar og Elísabet drottning í byrjun valdatíðar sinnar, eins og maðurinn minn grínast með. Mamma sagði mér að mér hafi fundist gaman að klæða mig eins og Verka Serduchka, ég var mjög góð eftirherma hennar, þangað til nágranni okkar birtist einn daginn, sem tilheyrði baptistakirkju, og sagði að strákar ættu ekki að klæða sig eins og stelpur. Sú gamla norn afhjúpaði mig næstum því!

VB: Svo engan í fjölskyldunni grunaði neitt?

SKA: Þau sögðu: ah, hann er listamaður, þetta er hann að fá skapandi útrás. Svo þegar ég kom til Íslands, þar sem allar mögulegar tegundir samkynhneigðar voru til, sagði fólk strax við mig: slakaðu á, við hjálpum þér að aðlagast. Þau vissu um leið og ég kom inn í herbergið. Þau sögðu mér að gleyma öllu bulli um kynhneigð mína og bara vera ég sjálfur. Án einhverra merkimiða.

En mamma virtist samt ekki ná þessu. Hún hélt að vinkona mín frá háskólanum væri kærastan mín. Ég reyndi ekki að sanna að hún hefði rangt fyrir sér. Ég varð að fara varlega. Ég er ekki hörundsár, og enginn hefur nokkru sinni sagt neitt móðgandi við mig, en ég veit líka um viðkvæmara fólk en mig og svona hlutir taka virkilega á fyrir sum. Þegar ég giftist manninum mínum, tók mamma það ekki alvarlega, hún sagði gjarnan eitthvað á borð við: hættu þessum bröndurum þínum, þú ert ekki fyndinn. Þegar við sýndum henni samstæðu giftingarhringana okkar hélt hún að þetta væri prakkarastrik og kallaði okkur trúða. Þegar ég kom henni út úr Úkraínu og til Ítalíu í stríðinu, fékk hún að upplifa öðruvísi veruleika, og hlutirnir hafa breyst örlítið. Hún biður að heilsa manninum mínum oftar. En hún er róleg og þrjósk, jafnvel rólynd kona. Þannig að ég býst við því að ég þurfi að koma út úr skápnum fyrir hana nokkrum sinnum í viðbót.

VB: Þú komst til Íslands árið 2010. Hvernig voru fyrstu kynni þín af landinu?

SKA: Þetta er eins og að vera á hinsegin skemmtiferðaskipi. Þú mætir bara eins og þú ert og öll eru sátt við það. Ísland og heimaborgin mín Maríupol eru eins og himinn og jörð. Stjórnmálakerfið og það hvernig ríkisvaldi er dreift á marga staði , Jón Gnarr, Pírata-flokkurinn, lesbía sem forsætisráðherra – allt þetta var nýtt og spennandi. Ég sá regnbogafánanum flaggað af opinberum stofnunum og fyrirtækjum! Friðarsúluna! Tæknivæðingu Íslands og víðsýni þessa lands.

En eftir þessa upphaflegu, hamslausu hrifningu varð sjónin mín hægt en rólega skýrari. Ég áttaði mig á því að aðlögun mín í samfélaginu hófst vegna þess að ég fór að taka eftir vandamálum. Ég varð ástfanginn af öllum samkynhneigðum manneskjum sem ég kynntist fyrst. Svo byrjaði ég að taka eftir því að sumar þeirra áttu við ýmis vandamál að stríða: fíkn, geðraskanir, ofbeldishneigð. Og fyrir sum er það orðið að lífsstíl. Hinsegin umboð hér er fátæklegt. Við erum bara með einn góðan hinsegin klúbb, Kíkí og einn fjölbreytileikabar, Gaukinn. Myndin af samkynhneigðri manneskju sem er sýnd á Gleðigöngunni á Íslandi er nokkuð óbroskuð. Þetta er áreiðanleg mynd, sem er bara að daðra við gagnkyhneigðarmiðaða samfélagið. Það sýnir ekki allar hliðar hinseginleikans og fræðir gagnkynhneigðarmiðaða samfélagið ekki nógu vel. Ég er mikið til í öfgagleðigönguna, með fleiri birtingarmyndum hinseginleikans og sterkari samræðu. Ísland, sem land með metnað alþjóðlega þorpsins, getur enn lært mikið af stærri borgum og löndum.

VB: Eftir að hafa búið á Íslandi í nokkur ár hefur þú safnað þessari reynslu og sennilega fór að heimsækja fólkið þitt í Úkraínu á einhverjum tímapunkti. Hvernig var þessi upplifun?

SKA: Þetta er eins og að ferðast aftur í tímann. Því Maríupol þrátt fyrir stærðina sína er ennþá smábær miðað við alþjóðlega borg Kyiv, prýðilega Odessa eða listræna Lviv. Ég sneri aftur með þrá um heimalandið í hjartanu, en að utan var ég þakkinn þunnu leirlagi frá Bláa Lóninu. Allir voru að spyrja: hvað gerðist, hvers vegna ert þú glóandi? Mér leið eins og poppstjörnu. Ég var fús til að deila sögum mínum, en á sama tíma labbaði ég meðfram götum Maríupols og hélt höfðinu á mér hátt vegna þess að ég hafði sigrast á svo miklum ótta. Ég stóð upprétt í heimalandi mínu tilbúinn til að horfast í augu með allt mögulegt. Orðin gátu ekki sært mig, þau endurköstuðust. Það var styrkur sem ég hef fengið frá íslenska samfélaginu sem hafði kreist út úr mér innri hómófóbíu og látið mig sættast við sjálfan mig. En ég er enn að læra mikið, enn að byggja mig upp.

VB: Þú hefur ekki orðið þinn fullkomni sjálfur, ég skil. Við skulum ræða aðeins óþægilegra efni. Innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og varð hvati fyrir hinsegin aktívisma í Úkraínu. Árið 2011 hafa verið samþykkt lög um lögleiðingu samkynja sambanda, í júní 2022 undirbjó fólkið í Úkraínu formlega beiðni sem krafðist löggildingu samkynja hjónabanda því "dagurinn hver gæti verið sá síðasti". Zelensky forseti brást við þessari beiðni í ágúst 2022 og bauð að íhuga þennan möguleika. En hann benti á að samkvæmt stjórnarskránni væri hjónaband byggt á samþykki karls og konu og samkvæmt herlögum er ekki hægt að breyta stjórnarskránni. Hvað finnst þér um það?

SKA: Það er í samræmi við almenna tilhneigingu til samstöðunnar í Úkraínu, enginn verður skilinn eftir. Það er einnig í samræmi við gildi Evrópusambandsins, sem forseti okkar styður. En við skulum ekki gleyma því að stríðið getur verið handfjöllunartæki þar sem herlögin gefa forsetanum ótakmarkað vald. Hann hefði getað verið ákveðnari við að stuðla að þessum lögum. Í núverandi lögum eru enn smugur sem gætu leyft samkynja pörum að giftast, þetta er bara áhættusamt. Talsmenn þessa laga reyna að fræða fólk í gegnum mismunandi miðla, en hingað til hefur það aðallega laðað að sér hommafóba og klerka, sem töluðu um reiði Guðs og synd. Sem endurtekur frásagnar rússneskra embættismanna. En við hinsegin fólk, ítrekum að þetta séu gildi sem við veljum: jafnrétti, fjölbreytileiki, engin aðgreining, umboð og sjálfsmynd. Það eru einnig raddir á okkar þingi sem eru eindregið gegn LGBTQIA+, sérstaklega þjóðernissinnar frá Vestur-Úkraínu. Meirihlutinn er einnig í meðallagi í skoðunum sínum, þeir fylgja bara straumnum. Kirkjan er sterklega andstæð samkynja hjónaböndum. Við viljum lifa samkvæmt evrópskum gildum, en á sama tíma viðhalda okkar eigin, t.d. lóðréttu valdaskipaninni. Þeir telja ef þeir gæfu hinsegin fólki fleiri réttindi gætu aðrir hópar átt óhægt um vik. Þeir sjá það ekki sem gagn fyrir alla. En almennt held ég að LGBTQIA+-spurningin sýni best þennan mun á evrópskum gildum eins og viðurkenningu, jafnrétti og umboði, og rússnesku frásögninni, sem er afar hommafælin í eðli sínu.

VB: Hvernig lítur hinsegin samfélag í Úkraínu í hinum fullkomna stríðslausa heimi?

SKA: Mér líkar vel við íslenska dæmið. Þú ert bara manneskja fyrst og fremst. Listamaður, rithöfundur og svo hinsegin manneskja. Kynhneigðin þín er lykilatriði en er ekki tæmandi. Ég þekki fólk, sem eru LGBTQIA+- -bandamenn, sem eru hluti af hinsegin samfélaginu bara vegna þess að sálin vill það. Hinseginleikinn þinn skilgreinir þig ekki. En ef við hugsum um þetta á heimsvísu þá ættu öll að vera hinsegin, því það er það sem við öll erum. Engin ströng mörk, engin merki. Frelsið hugtakið kynhneigð frá öllum aukablæ. Draumur minn væri að sjá Úkraínu í öllum hinsegin litum. Og við erum nú þegar á leiðinni til að byggja upp þetta samfélag: fyrir stríðinu blómstraði hinsegin líf, við eigum líka fullt af tónlistarmönnum sem eru kynlausir og styðja hinsegin fólk opinberlega. Allt það stuðlar að sýnileika hinsegin fólks. Skopmyndin af hinsegin fólki eins Boris Moiseev 1) er farin. Þess í stað birtist flókin og blæbrigðaríkari mannleg útgáfa af því. Hómófóbía og fordómar eru auðvitað enn til staðar, margir eru enn á móti LGBTQIA+ "dagskránni" í stjórnmálum. En ég held að Zelensky geti tekist á við það. En hinsegin fólk Í Úkraínu ætti ekki að slaka á og gera ekki neitt, þau ættu að endurmóta sig og berjast við innri og ytri hómófóbíu. Þannig græða allir.

This article is from: