Victoria Bakshina
„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn
“ In a perfect world we would all be queer”: A Ukrainian perspective
á ógagnkynhneigðarmiðaðan völl. Mín fyrsta reynsla var slæm, jafnvel móðgandi upp að vissu marki. Ég fór í partý, ég laðaðist ekki að gaurnum, en var með samviskubit og gat ekki sagt nei við hann. Á öðru stefnumóti varð ég ástfanginn. Þannig byrjaði þetta allt saman.
Victoria Bakshina: Við komum bæði frá slavneskum löndum þar sem viðhorf til hinsegin sambanda og LGBTQIA+- samfélagsins er fjandsamlegt. Svo langar mig að spyrja: hvenær áttaðir þú þig á því að þú værir hluti af LGBTQIA+-samfélaginu og hvernig hafa aðrir brugðist við þessu? Sergej Kjartan Artamonov: Það var engin skýr uppljómun á því hjá mér. Þegar ég var yngri hafði ég áhuga á stelpum, og ég fór jafnvel á stefnumót með þeim. Ég hafði líka áhuga á strákum. Á ákveðnum tímapunkti áður en internetið var til fann ég spil með klámmyndum, og það var algjört áfall, ég eyddi drjúgri stund undir teppinu mínu í það að horfa á þessi spil. Nokkrum mánuðum áður en ég varð 18 ára steig ég fyrsta djarfa skrefið: fór á fyrsta stefnumótið mitt með strák. Ég var svo kvíðinn, þvældist um og reyndi að finna út hvað ég ætti að gera. Ég þurfti að flytja alla gagnkynhneigðarmiðaða reynslu mína
VB: Hvað með foreldra þína? SKA: Það er reyndar dálítið fyndið. Við pabbi minn eigum mjög dæmigert póst-perestroika afstöðulaust samband, og ég hef ekki átt vel þróað samband við mömmu mína heldur: ég var með henni til 6-7 ára aldurs, þá fór ég í skóla og amma mín og langamma höfðu umsjón með félagslífinu mínu. Þær eru úr öðrum heimi. Þess vegna hef ég sama hugarfar og Elísabet drottning í byrjun valdatíðar sinnar, eins og maðurinn minn
VB: Svo engan í fjölskyldunni grunaði neitt? SKA: Þau sögðu: ah, hann er listamaður, þetta er hann að fá skapandi útrás. Svo þegar ég kom til Íslands, þar sem allar mögulegar tegundir samkynhneigðar voru til, sagði fólk strax við mig: slakaðu á, við hjálpum þér að aðlagast. Þau vissu um leið og ég kom inn í herbergið. Þau sögðu mér að gleyma öllu bulli um kynhneigð mína og bara vera ég sjálfur. Án einhverra merkimiða. En mamma virtist samt ekki ná þessu. Hún hélt að vinkona mín frá háskólanum væri kærastan mín. Ég reyndi ekki að sanna að hún hefði rangt fyrir sér. Ég varð að fara varlega. Ég er ekki hörundsár, og enginn hefur nokkru sinni sagt neitt móðgandi við mig, en ég veit líka um viðkvæmara fólk en mig og svona hlutir taka virkilega á fyrir sum. Þegar ég giftist manninum mínum, tók mamma það ekki alvarlega, hún sagði gjarnan eitthvað á borð við: hættu þessum bröndurum þínum, þú ert ekki fyndinn. Þegar við sýndum henni samstæðu giftingarhringana okkar hélt hún að þetta væri prakkarastrik og kallaði okkur trúða. Þegar ég kom henni út úr Úkraínu og til Ítalíu í stríðinu, fékk hún að upplifa öðruvísi veruleika, og hlutirnir hafa breyst örlítið. Hún biður að heilsa manninum mínum oftar. En hún er róleg og þrjósk, jafnvel rólynd
1) Fræg úkraínsk dragdrottning, alter egó af Andriy Danylko, söngvara, leikara, og grínista
60
Image: Sergej Kjartan Artamonov
Sergej er fæddur í Maríupol í Úkraínu og hefur búið á Íslandi síðan 2010.
Hvað varðar viðbrögð annarra, þá var ég sá sem hafði alltaf verið með munninn fyrir neðan nefið, ég vissi hvernig átti að búa til heilbrigð mörk og ég var félagslega virkur. Hins vegar gekk stúlka inn í tölvustofu í háskólanum einn daginn, heilsaði mér, og kallaði mig röngu nafni. Ég fattaði þá: ég var með prófíl á einni stefnumótasíðu undir þessu dulnefni. Ég átti í vandræðum með þessa stelpu lengi fyrir að hafa afhjúpað mig. Ég lét hið liðna vera gleymt en í kjölfarið fór ég að upplifa hómófóbíu. Auðvitað, þegar ég horfi á þetta núna, árið 2022, skil ég að þessi stúlka gæti hafa verið frelsari minn, því ég hefði ennþá starfað í háskólanum, hefði verið umtalsefni í slúðursögum, og hefði hugsanlega verið herkvaddur til að verja landamæri Úkraínu. Sem betur fer hætti ég að hugsa um háskólaferil sem forgangsverkefni mitt og hélt áfram.
grínast með. Mamma sagði mér að mér hafi fundist gaman að klæða mig eins og Verka Serduchka 1) , ég var mjög góð eftirherma hennar, þangað til nágranni okkar birtist einn daginn, sem tilheyrði baptistakirkju, og sagði að strákar ættu ekki að klæða sig eins og stelpur. Sú gamla norn afhjúpaði mig næstum því!