
11 minute read
Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

Alma Ágústsdóttir (hún/hennar - she/hers)
Við getum líklega öll sammælst um það að eitt af veigamestu hlutverkum háskóla sé að undirbúa nemendur undir samfélagið sem bíður þeirra að menntun lokinni.
Advertisement
Samfélagið er þó síbreytilegt og örar tækniþróanir síðustu ára gera það að verkum að kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst talsvert, og munu halda áfram að gera það. Það liggur því í augum uppi að Háskólinn þarf að aðlagast samfélagsbreytingum til að sjá nemendum fyrir heildstæðri menntun sem veitir þeim öll þau tæki og tól sem þeir þarfnast till að takast á við lífið eftir skóla.
Ein stærsta breyting síðari ára er aukin hnattvæðing samfélagsins. Það finnst varla sá ferill þar sem samstarf þvert á landamæri hefur ekki orðið ómissandi hluti starfsins. Það er því nauðsynlegt að sem allra flestir nemendur læri að vinna í alþjóðlegu samhengi áður en stigið er út á vinnumarkaðinn.
Alþjóðavæðing í námi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einsett sér það markmið að koma á laggirnar evrópsku „háskólasvæði“ þvert á háskóla og landamæri, þar sem a.m.k. 50% nemenda, á öllum stigum náms, grunnnámi, framhaldsnámi og doktorsnámi, búa að alþjóðareynslu við útskrift, hvort sem sú reynsla fer fram í staðnámi, fjarnámi eða samblandi þessa tveggja. Þetta kemur fram í Erasmus+ verkefnaleiðbeiningum sem voru gefnar út árið 2020 og á að raungera fyrir árið 2025.
Háskólinn hefur stigið fjölmörg skref til að stuðla að aukinni alþjóðavæðingu í námi og það að Háskólinn sé opinn og alþjóðlegur er ein af megináherslunum í stefnu skólans, HÍ26, sem var samþykkt árið 2021.
Skiptinám hefur lengi staðið nemendum til boða en það er stöðugt verið að bæta í þá skóla sem Háskólinn starfar með og auk þess býður Aurora (samstarf 9 mismunandi háskóla í Evrópu sem HÍ tekur virkan þátt í) upp á fjölbreytt tækifæri til að koma alþjóðavæðingu að í námi á öllum sviðum og námsbrautum.
Það skiptir, að sjálfsögðu, höfuðmáli að þessi tækifæri séu aðgengileg og standi öllum nemendum til boða. Til að stuðla að því býður Háskóli Íslands þeim sem fara í skiptinám eða starfsþjálfun á vegum Erasmus+ upp á að sækja um styrki til Alþjóðasviðs til að mæta viðbótarkostnaði. Þessir styrkir eiga líka við um tækifæri á vegum Aurora sem vara flest styttra en almennt skiptinám á vegum Erasmus+, sem miðast oftast við heila önn eða jafnvel heilt námsár.
Það er einfaldlega þannig að það líta ekki allir á skiptinám eða alþjóðavæðingu í námi sem tækifæri sem hentar þeim og fyrir því geta verið margvíslegar ástæður. Allir þeir háskólar sem taka þátt í Erasmus+ hafa því samþykkt skilmála ECHE (Erasmus Charter for Higher Education) þar sem þeir m.a. skuldbinda sig í að tryggja jafn aðgengi og tækifæri þátttakenda. Erasmus+ hefur því tilgreint fjölda áskorana sem fólk getur mætt þegar kemur að námsdvöl erlendis og nemendum stendur til boða að sækja um viðbótarstyrk fyrir hverjum þeim aukalega kostnaði sem aðstæður þeirra valda. Þetta er gert til þess að stuðla að því að sem allra flestir geti upplifað þá þroskandi og gefandi reynslu sem skiptinám og alþjóðavæðing í námi býður upp á.
Boðið er upp á viðbótarstyrki fyrir þá sem mæta hindrunum svo sem menningarmuni, þetta á við um einstaklinga úr minnihlutahópum sem geta haft færri möguleika til náms eða búa við tungumálaörðugleika, t.d. flóttamenn og afkomendur þeirra, innflytjendur og aðra af erlendum uppruna sem upplifa hindranir sem réttlæta aukinn fjárhagslegan stuðning. Einnig getur þetta átt við um einstaklinga sem nota táknmál eða glíma við tal- og/eða málörðugleika.
Sömuleiðis er hægt að sækja um styrk ef einstaklingur glímir við félagslegar- eða efnahagslegar hindranir og gætu þurft á auknum stuðningi að halda til að bæta möguleika til þátttöku. Hægt er að kynna sér þau atriði sem gætu verið styrktarhæf á íslenskri vefsíðu Erasmus+ 1) .
Algengustu styrkirnir sem sótt er um á Íslandi og þeir sem Alþjóðasvið tekur sérstaklega fyrir á vefsíðu Háskólans eru viðbótarstyrkir vegna fötlunar eða veikinda og viðbótarstyrkir fyrir fjölskyldufólk.
Viðbótarstyrkur vegna fötlunar eða veikindi Þessi styrkur er til þess gerður að greiða raunkostnað bæði ferðalags og uppihalds á meðan á námsdvöl erlendis stendur. Ferðakostnaður, flutningskostnaður á stoðtækjum, sem og ferðakostnaður og uppihald aðstoðarmanneskju fellur þar undir. Sömuleiðis getur verið að einstaklingur þarfnist sérstaks húsnæðis sem mætir þörfum þeirra og kostnaður á því er einnig innifalinn í styrknum.
Hver umsókn fyrir sig er skoðuð sérstaklega og tekið tillit til þess hvers nemandi þarfnast þegar kemur að ferðalagi og uppihaldi.
Erasmus+ er einnig með vefsíðu 1) þar sem hægt er að kynna sér inngildingu sem háskólar og aðrar stofnanir bjóða upp á fyrir erlenda nemendur, sem og aðgengi og aðstöðu stofnananna. Þar má finna upplýsingar um einstaka háskóla og lönd og einnig reynslusögur nemenda, hvort sem er áður en sótt er um námsdvöl erlendis eða á meðan einstaklingur undirbýr sig undir flutninginn.
Viðbótarstyrkur fyrir fjölskyldufólk Yfir 30% nemenda í námi á Íslandi eiga að minnsta kosti eitt barn samkvæmt Eurostudent VII. Þetta er þrefalt hærra en meðaltal þeirra landa sem tóku þátt í könnuninni og tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Samkvæmt könnuninni er hvergi hærra hlutfall af nemendum með barn á sínu framfæri en á Íslandi 2) .
Sökum þessa leggur Alþjóðasvið sérstaka áherslu á aðgengi að leikskólaplássi þegar þau eru í viðræðum við mögulega samstarfsskóla (en sömuleiðis leggja þau áherslu á að skólar bjóði upp á sálfræðiþjónustu).
Nemendur með börn undir 18 ára aldri geta sótt um viðbótarstyrk og ekki er skilyrði að barnið dvelji allan tímann með foreldrinu sem ætlar út í nám á meðan námsdvöl stendur.
Hvers vegna skiptir þetta máli? Þetta snýst um að bjóða nemendum okkar upp á heildstæða menntun sem er metin að verðleikum sínum. Menntun þar sem þú brautskráist ekki einungis með prófskírteini heldur getu og færni sem er ekki endilega meðvitað kennd í hefðbundinni kennslu. Við viljum útskriftarefni sem eru framsýn, sjálfsörugg og opin fyrir nýjum hugmyndum og það er einmitt það sem alþjóðareynsla kennir þér. Hún kennir þér að skilja önnur sjónarmið og að miðla þínu eigin, hún kennir þér að standa með sjálfum þér og sér þér fyrir tengslaneti sem takmarkast ekki við landið þar sem þú fæddist. Vegna þess að þýðingarmikil alþjóðleg reynsla mótar þig sem manneskju. Hún reynir á þig og sér þér fyrir tækifærum til að þroskast. Því við lærum ekki hvað við erum í raun hæf um án þess að stíga út fyrir þægindarammann.
Það skiptir því höfuðmáli að þessi tækifæri séu aðgengileg og opin öllum nemendum.
///
I imagine we can all agree that one of the most vital roles of a university is to prepare its students for the society that awaits them after higher education.
However, society is ever changing and the rapid technological developments of recent years mean that the demands of the job market have changed accordingly, and will continue to do so. It is therefore apparent that the University needs to adjust to societal developments in order to provide students with a holistic education that gives them all the tools they may need to confidently tackle life after they receive their degree.
One of the most prominent changes of recent years is the increased globalisation of our society. There is hardly a single career path out there where cross-national cooperation does not play a part. It is therefore pivotal that students learn to work in an international capacity before they enter the job market.
Internationalisation in education The European Commission has made it their goal to establish a European higher education inter-university ‘campus‘ where at least 50% of students, at all levels, including at Bachelor, Master and Doctoral levels, graduate with an international experience as part of their studies, whether that be through physical, virtual or blended mobility. This is stated in the Erasmus+ programme guide, published in 2020 and meant to be realised by 2025.
The University of Iceland has taken several steps to increase globalisation in education and one of the main priorities of HÍ26, the University’s policy that was approved in 2021, is that the University should be open and international.
Exchange studies have been an option for students at the University for years and the number of schools that students can visit as a part of their studies is constantly increasing. Additionally, students of all Schools and disciplines have a variety of opportunities for internationalisation through Aurora (a collaboration between 9 universities within Europe that the University of Iceland is an active participant of).
It is, of course, critical that the opportunities provided are accessible and open to all students. To ensure that, the University of Iceland offers those who apply for exchange studies or staff exchanges the chance to apply for supplementary grants to tackle additional costs. These grants also apply to opportunities offered by Aurora that are usually short-term exchanges, rather than the full semester or even full academic year exchanges that are most commonly offered through Erasmus+.
The fact of the matter is that not everyone believes that exchange or internationalisation in education is a viable option for them, for a variety of reasons. To aid in this, all universities that take part in Erasmus+ have agreed to the terms of ECHE (Erasmus Charter for Higher Education). That means that they have committed to ensuring equal access and opportunities for all participants. Erasmus+ has identified a number of challenges that people may face when applying for exchange studies and offer supplementary grants for all those who may have to deal with additional costs to their exchange due to their circumstances. This is done so that everyone may benefit from the valuable experience of exchange and internationalisation.
Supplementary grants are, for example, offered to those who deal with cultural differences. This grant is specifically for minority groups who may have limited options for education, deal with language barriers, such as immigrants (both first and second generation), immigrants, and other individuals of foreign origin who face barriers that justify additional financial support. This can also apply to those who employ sign language or deal with speech impediments.
It is also possible to apply for a supplementary grant if a person faces social- or economical barriers that require additional financial support to ensure equal opportunity. The specifics of what may be deemed grant worthy can be found on the Icelandic Erasmus+ website 1) .
The most common grants applied for in Iceland, and the ones specified by the International Division on the University’s website are supplementary grants for students and staff with physical, mental or health-related conditions and students and staff with children.
Supplementary grant for disability or illness
This grant is to supplement the actual cost of both a student’s travel and stay during exchange. Travel costs, transportation of orthosis, as well as the travel cost and cost of stay for an assistant. It is also possible that an individual may require specific accommodation that meets their needs and the cost of that is also covered by the grant.
Each application is evaluated on an individual basis and what each students requires during both travel and their stay is taken into account.
Erasmus+ also has a website 2) where they specify the inclusion policy that universities and other institutions offer for international students as well as their facilities and accessibility. Information can be sorted by country or by individual institutions and there are also testimonials by students that one can take a look at before applying or when preparing for the exchange.
Supplementary family grants According to Eurostudent VII, over 30% of students in Iceland have at least one child. This is three times higher than the average student of the countries that took part in the poll and two times higher than in other Nordic countries. According to this poll, Iceland has the highest number of student parents out of all countries polled 3) .
Due to this the International Division specifically emphasises access to kindergartens when liaising with schools for possible exchange agreements (they also emphasise access to psychological assistance).
Students who have children under the age of 18 can apply apply for supplementary grants and it is not a prerequisite that the child spend the entirety of the exchange with the parent who is going abroad for their studies.
Why is this important? This is about offering the most valuable and most holistic education for our students. An education where they do not only walk away with a degree but walk away having developed skills that aren’t necessarily taught in the traditional classroom environment. We want graduating students who are innovative, open-minded and confident, and that is what international experience teaches you. It teaches you to understand different perspectives and communicate your own, it teaches you how to stand on your own two feet and it provides you with a wider network of contacts that isn’t confined to your country of origin. Because a meaningful, international experience actually shapes you as a person, it pushes you and provides you with opportunities to grow. Because it is only through leaving our comfort zones that we truly learn our own capabilities.
And it is pivotal that those educational opportunities are inclusive and open to everyone.