Pistill frá alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Alma Ágústsdóttir
Address from the Student Council's International Officer
Mynd / Photo
Stúdentaráð Háskóla Íslands
þátt í) upp á fjölbreytt tækifæri til að koma alþjóðavæðingu að í námi á öllum sviðum og námsbrautum.
Við getum líklega öll sammælst um það að eitt af veigamestu hlutverkum háskóla sé að undirbúa nemendur undir samfélagið sem bíður þeirra að menntun lokinni. Samfélagið er þó síbreytilegt og örar tækniþróanir síðustu ára gera það að verkum að kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst talsvert, og munu halda áfram að gera það. Það liggur því í augum uppi að Háskólinn þarf að aðlagast samfélagsbreytingum til að sjá nemendum fyrir heildstæðri menntun sem veitir þeim öll þau tæki og tól sem þeir þarfnast till að takast á við lífið eftir skóla. Ein stærsta breyting síðari ára er aukin hnattvæðing samfélagsins. Það finnst varla sá ferill þar sem samstarf þvert á landamæri hefur ekki orðið ómissandi hluti starfsins. Það er því nauðsynlegt að sem allra flestir nemendur læri að vinna í alþjóðlegu samhengi áður en stigið er út á vinnumarkaðinn. Alþjóðavæðing í námi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einsett sér það markmið að koma á laggirnar evrópsku „háskólasvæði“ þvert á háskóla og landamæri, þar sem a.m.k. 50% nemenda, á öllum stigum náms, grunnnámi, framhaldsnámi og doktorsnámi, búa að alþjóðareynslu við útskrift, hvort sem sú reynsla fer fram í staðnámi, fjarnámi eða samblandi þessa tveggja. Þetta kemur fram í Erasmus+ verkefnaleiðbeiningum sem voru gefnar út árið 2020 og á að raungera fyrir árið 2025. Háskólinn hefur stigið fjölmörg skref til að stuðla að aukinni alþjóðavæðingu í námi og það að Háskólinn sé opinn og alþjóðlegur er ein af megináherslunum í stefnu skólans, HÍ26, sem var samþykkt árið 2021. Skiptinám hefur lengi staðið nemendum til boða en það er stöðugt verið að bæta í þá skóla sem Háskólinn starfar með og auk þess býður Aurora (samstarf 9 mismunandi háskóla í Evrópu sem HÍ tekur virkan 1) erasmusplus.is/um-erasmus/jofn-taekifaeri/
Viðbótarstyrkir Það skiptir, að sjálfsögðu, höfuðmáli að þessi tækifæri séu aðgengileg og standi öllum nemendum til boða. Til að stuðla að því býður Háskóli Íslands þeim sem fara í skiptinám eða starfsþjálfun á vegum Erasmus+ upp á að sækja um styrki til Alþjóðasviðs til að mæta viðbótarkostnaði. Þessir styrkir eiga líka við um tækifæri á vegum Aurora sem vara flest styttra en almennt skiptinám á vegum Erasmus+, sem miðast oftast við heila önn eða jafnvel heilt námsár. Það er einfaldlega þannig að það líta ekki allir á skiptinám eða alþjóðavæðingu í námi sem tækifæri sem hentar þeim og fyrir því geta verið margvíslegar ástæður. Allir þeir háskólar sem taka þátt í Erasmus+ hafa því samþykkt skilmála ECHE (Erasmus Charter for Higher Education) þar sem þeir m.a. skuldbinda sig í að tryggja jafn aðgengi og tækifæri þátttakenda. Erasmus+ hefur því tilgreint fjölda áskorana sem fólk getur mætt þegar kemur að námsdvöl erlendis og nemendum stendur til boða að sækja um viðbótarstyrk fyrir hverjum þeim aukalega kostnaði sem aðstæður þeirra valda. Þetta er gert til þess að stuðla að því að sem allra flestir geti upplifað þá þroskandi og gefandi reynslu sem skiptinám og alþjóðavæðing í námi býður upp á. Boðið er upp á viðbótarstyrki fyrir þá sem mæta hindrunum svo sem menningarmuni, þetta á við um einstaklinga úr minnihlutahópum sem geta haft færri möguleika til náms eða búa við tungumálaörðugleika, t.d. flóttamenn og afkomendur þeirra, innflytjendur og aðra af erlendum uppruna sem upplifa hindranir sem réttlæta aukinn fjárhagslegan stuðning. Einnig getur þetta átt við um einstaklinga sem nota táknmál eða glíma við tal- og/eða málörðugleika. Sömuleiðis er hægt að sækja um styrk ef einstaklingur glímir við félagslegar- eða efnahagslegar hindranir og gætu þurft á auknum stuðningi að halda til að bæta möguleika til þátttöku. Hægt er að kynna sér þau atriði sem gætu verið styrktarhæf á íslenskri vefsíðu Erasmus+ 1) . Algengustu styrkirnir sem sótt er um á Íslandi og þeir sem Alþjóðasvið tekur sérstaklega fyrir á vefsíðu Háskólans eru viðbótarstyrkir vegna fötlunar eða veikinda og viðbótarstyrkir fyrir fjölskyldufólk. Viðbótarstyrkur vegna fötlunar eða veikindi Þessi styrkur er til þess gerður að greiða raunkostnað bæði ferðalags og uppihalds á meðan á náms-