Efnisyfirlit Myndasaga
03
Ritstjórnarspjall
05
Ávarp formanns Politica
06
Hörmungar
08
Hvað er klukkan?
10
Að víkka út sjóndeildarhringinn
11
Hvaða leiðtogi ert þú?
12
Útgefandi Politica, félag stjórnmálafræðinema Reykjavík
Áður en allt verður um seinan
14
Ritstýrur og ábyrgðarkonur Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir
Viðtal við utanríkisráðherra
16
Falsfréttir
18
Kaffibolli í Lundi
20
K-pop dansklúbbur og sunnudagsmessur
21
Ofbeldi sem valdatæki
22
Hvað útskýrir breytta hegðun Kína gagnvart Norður-Kóreu?
26
Staða kvenna og karla í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi og í Noregi
28
Framtíð umburðarlyndis
30
Annaryfirlit skemmtanastýru
31
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019 18. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ
Ritstjórn Anna Steinunn Ingólfsdóttir Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir Inger Erla Thomsen Ragnheiður Guðmundsdóttir Ríkey Þöll Jóhannesdóttir Þórunn Soffía Snæhólm Ljósmyndari Inger Erla Thomsen Hönnun Axel F Friðriks Prófarkalestur Ása Sigurlaug Harðardóttir Uppsetning og prentun Prentun.is Sérstakar þakkir Eiður Þór Árnason Elva Ellertsdóttir Emil Ísleifur Sumarliðason Lóaboratoríum Ólína Lind Sigurðardóttir Stjórn Politica 18-19 Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Ritstjórn þakkar kærlega öllum greinarhöfundum, viðmælendum og styrktaraðilum fyrir framlag sitt.
2
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Myndasaga
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
eftir Lóaboratoríum
3
Námsframboð stjórNmálafræðideildar stjornmal.hi.is
Stjórnmálafræðideild býður upp á fjölbreytt nám á BA- og meistarastigi,
traustan og hagnýtan undirbúning fyrir sérhæfð störf á vinnumarkaði sem og fræðilega ögrandi námsleiðir. stjornmal.hi.is BA nám
• Stjórnmálafræði • Kynjafræði (aukagrein)
DiplómAnám (meistArAstig 30e) • • • • • •
Alþjóðasamskipti Blaða- og fréttamennska Fjölmiðla- og boðskiptafræði Hagnýt jafnréttisfræði Opinber stjórnsýsla Smáríkjafræði
meistArAnám • • • • • • •
Alþjóðasamskipti Blaða- og fréttamennska Fjölmiðla- og boðskiptafræði Kynjafræði Opinber stjórnsýsla Stjórnmálafræði Vestnorræn fræði
Félagsvísindasvið Tel: +354 525 5445 / 4573 www.stjornmal.hi.is
4
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Ritstjórnarspjall Kæri lesandi, Sem verðandi stjórnmálafræðingar stöndum við frammi fyrir ákveðinni ábyrgð. Við þurfum að vera meðvituð um það sem er í gangi í samfélaginu og umheiminum; til þess eins að vera betur stakk búin að miðla upplýsingum um stjórnmál, gefið ráð og halda uppi heiðri starfsgreinarinnar. Með ört vaxandi alþjóðasamfélagi og meiri hraða í öllum samskiptum þá getur verið erfitt að halda í við allan þann aragrúa af upplýsingum sem fljóta upp á yfirborðið. Er þriðja heimstyrjöldin yfirvofandi? Munum við deyja fyrr vegna loftslagsbreytinga? Er áframhaldandi tal um jafnréttisbaráttuna þörf? Hvers vegna byrjuðu allir að tala um breytingu klukkunnar?
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Oft getur þetta offramboð kunnáttu, kenninga og hugsjóna verið yfirþyrmandi og ruglandi. Það er því mikilvægt að halda „kúlinu”, öðlast skýra, gagnrýna og sjálfstæða hugsun. Við erum þó ekki vélmenni, við verðandi stjórnmálafræðingar þurfum einfaldlega bara að gera okkar besta. Íslenska leiðin er hér til að hjálpa ykkur að ná utan um eitthvað af þeim fjölmörgu brýnu málefnum sem hinn pólitíski heimur stendur nú frammi fyrir. Við í ritstjórninni vonum að þið hafið gagn og gaman að.
Takk fyrir okkur, Anna, Ásgerður, Inger, Ragnheiður, Ríkey og Þórunn
5
Ávarp formanns Politica Ellen Geirsdóttir Håkansson, forseti Politica 2018-2019
Kæru stjórnmálafræðinemar og aðrir lesendur, nú er skólaárið senn á enda og tilvalið að líta aðeins um öxl. Á liðnu skólaári höfum við, eins og stirðum stjórnmálafræðingum sæmir, haldið í hefðir seinustu ára en einnig skapað ný mót. Við settum aðgengismál og jafnrétti í forgang og lögðum okkar að mörkum til þess að það sé komið til móts við allt fólk innan stjórnmálafræðideildarinnar með tilheyrandi lagabreytingum. Einnig gáfum við lukkudýrinu okkar andlit og nafn og vonum að hann Svínmundur muni fylgja stjórnmálafræðinemum um langa tíð. Að vera kjörin forseti Politica og starfa sem slíkur mun vera mér minnisstætt um ókomna tíð en mig langar að þakka ykkur öllum fyrir að hafa treyst mér fyrir þessu hlutverki. Ég vona að ég hafi haldið uppi heiðri Politica og gert ykkur stolt af
því að tilheyra þessu frábæra nemendafélagi. Fráfarandi stjórn hefur sýnt mikinn metnað í vinnu sinni yfir árið og þykir mér mikilvægt að þakka þeim fyrir vel unnin störf. Stjórnmálafræðinemar eru að mínu mati, besta fólkið. Við erum öll með mismunandi áherslur og áhugamál vegna þess hve breiðan grunn stjórnmálafræðin og lífið sjálft gefur en náum samt öll að sameinast þegar þörf er á. Þrátt fyrir að hafa ekki hrósað sigri á HagSTJÓRNARdeginum í ár þótti mér samstaðan og samvinnan aðdáunarverð og það er eitthvað sem ég mun alltaf geyma nærri mínu hjarta og ég vona að þið gerið það líka. Þessi ár sem námið við stjórnmála-
fræðina einkennir í lífi okkar munu að sjálfsögðu líða undir lok eins og allt annað en eftir standa minningar og vinátta sem munu seint gleymast. Margir vinir okkar útskrifast nú sem stjórnmálafræðingar og halda á vit ævintýranna en um leið og ég óska þeim til hamingju vona ég að þeirra seinasta ár hafi farið vonum framar, eða að minnsta kosti verið á pari. Við í stjórn Politica óskum útskriftarnemunum góðs gengis og vonum að næstu ár hafi gæfu með sér í för. Með gleði í hjarta skil ég við embættið og hef fulla trú á að nýr snillingur komi í minn stað. Takk fyrir traustið krakkar, mér þykir vænt um ykkur öll.
Bókabúð allra námsmanna Ritföng - Gjafavörur - Kaffihús
www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
STÚDENTAGARÐAR www.studentagardar.is
www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. - eykur lífsgæði stúdenta
6
Háskólatorgi,LEIÐIN 3. hæð Sæmundargötu ÍSLENSKA 2019 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
Þú sækir pizzu og stóran skammt af brauðstöngum og færð aðra pizzu sömu stærðar að auki.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345 7
Hörmungar
Anna Margrét Pétursdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ, skrifar um dvöl sína í Palestínu.
Árið 2018 fagnaði Ísraelsríki 70 ára afmæli, sama ár og Palestínumenn minntust þess að 70 ár voru liðin frá Nakba—eða Hörmungunum á íslensku—þegar 750.000 Palestínumenn voru hraktir frá heimilum sínum og landsvæðum til að rýmka fyrir stofnun Ísraelsríkis, ásamt því að heilu bæirnir voru jafnaðir við jörðu af zíonískum hersveitum. Ég varði tveimur mánuðum í Palestínu í sumar með samstöðuhreyfingunni International Solidarity Movement (ISM), sem var stofnuð árið 2001 og er leidd af Palestínumönnum. Tilgangur hennar er að sýna baráttu Palestínumanna samstöðu, veita vernd með alþjóðlegri viðveru, taka þátt í friðsamlegum, beinum aðgerðum og síðast en ekki síst, vera vitni að því sem á sér stað og koma því á framfæri þegar heim er komið. Allir sem vilja ganga til liðs við ISM þurfa að fara í gegnum þjálfun þar sem meðal annars er kennt að bregðast við ofbeldi á friðsamlegan hátt. Það mikilvægasta er að við gerum ekkert sem er ekki skipulagt af Palestínumönnum.
Ég hafði viljað fara til Palestínu í mörg ár, ég hafði lesið mér til og tekið afstöðu. Það undirbjó mig samt ekkert undir það að sjá hernámið, aðskilnaðinn og ofbeldið með eigin augum. Á hverjum degi eru hús rifin, fólki rænt og haldið í fangelsi án réttarhalda—líka börnum.
Tamimi úr fangelsi, en enn sitja um 220 palestínsk börn í ísraelskum fangelsum. Réttað er yfir palestínskum börnum eins og fullorðnum, en herlög gilda um Palestínumenn á Vesturbakkanum, á meðan almenn ísraelsk lög gilda um ísraelskt landtökufólk í Palestínu. Fjöldi Palestínumanna búa innan ísraelskra landamæra, en búa ekki við sömu borgaraleg réttindi og Ísraelar. Hversdagsleg kúgun er jafnframt stór hluti af því ofbeldi sem einkennir hernámið. Palestínumenn búa við skert ferðafrelsi, mega ekki fara um ákveðna vegi og þurfa víða að fara í gegnum eftirlitsstöðvar mannaðar af vopnuðum hermönnum til að ferðast á milli staða og til að komast í skóla og vinnu—jafnvel oft á dag. Margir Palestínumenn hafa upplifað næturáhlaup þar sem hermenn ryðjast inn á palestínsk heimili í skjóli
nætur. Heimilum er rústað, fólki er rænt, börn eru vakin og hlutum er stolið. Næturáhlaup eru oft notuð í þeim tilgangi að þjálfa hermenn og varla þarf að útskýra að þau skapa andrúmsloft ógnar. Þetta er hluti af því sem palestínskur vinur minn útskýrði fyrir mér sem andlegt hernám, og er notað á meðvitaðan hátt af ísraelskum yfirvöldum til að viðhalda hernáminu og brjóta andspyrnu á bak aftur. Þó eru til þeir Ísraelar sem mótmæla hernáminu og aðskilnaðarstefnunni, og setja sjálfa sig í hættu til þess að standa með mannréttindum Palestínumanna. Í sumar kom ég að stofnun Return Solidarity, samtökum and-zíonískra Ísraela sem sýna réttinum til að snúa heim og Göngunni miklu (Great March of Return) í Gaza samstöðu. Eins og ISM er Return leidd af Palestínumönnum,
Ólífutré eru brennd og rifin upp með rótum, eignir Palestínumanna eru eyðilagðar og ráðist er á þá af hermönnum og landtökufólki. Palestínumenn eiga jafnframt á hættu að vera handteknir fyrir „ögrun“ á samfélagsmiðlum: sumarið 2018 var skáldið Dareen Tatour dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að birta ljóðið Resist, my people, resist them á Facebook. Í sumar losnaði Ahed 8
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
sem þýðir að allt er gert í samvinnu við Palestínumenn í Gaza eða með samþykki þeirra. Samtökin voru stofnuð í kjölfar ákalls um samstöðu vegna Göngunnar miklu, sem eru friðsamleg mótmæli sem hafa átt sér stað í Gaza síðan 30. mars. Tilgangur þeirra er að krefjast þess að alþjóðalögum sé fylgt og að réttur palestínskra flóttamanna til að snúa heim sé virtur, en meirihluti íbúa í Gaza eru afkomendur þeirra sem voru hraknir af heimilum sínum í Hörmungunum. Lykill hefur orðið einskonar tákn mótmælanna, þar sem margir minnast þess að foreldrar sínir, afar og ömmur hafi alla sína tíð borið lykla af heimilunum sem þau voru hrakin frá fyrir 70 árum. Í Gaza búa næstum tvær milljónir manns í aðstæðum sem Sameinuðu þjóðirnar segja að verði óhæfar til lifnaðar árið 2020. 95% af drykkjarvatni er ódrekkanlegt, íbúar fá aðeins um átta klukkustundir af rafmagni á dag, efnahagsástandið er í rúst og innflutningar á nauðsynjavörum er hindraður af ísraelskum stjórnvöldum. Þar hefur ríkt umsátursástand í 12 ár og enginn fer út eða inn nema með sérstökum undantekningum. Því er Gaza oft kallað stærsta fangelsi í heimi. Mótmælin hafa verið ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
haldin á hverjum föstudegi í níu mánuði, og Palestínumenn hafi fengið að gjalda það dýru verði: að minnsta kosti 210 hafa verið myrtir og yfir 18.000 særðir af hermönnum og leyniskyttum. Skotmörkin hafa verið blaðamenn, óvopnaðir mótmælendur og heilbrigðisstarfsfólk á borð við Razan al-Najar. 70 ára afmæli Ísraelsríkis og Hörmunganna tengjast sterkum, blóðugum böndum, en margir segja að þeim sé hvergi lokið: ísraelsk stjórnvöld reyna að gera aðstæður óbærilegar til að hrekja Palestínumenn á brott, og ólöglegar landtökubyggðir—sem eru stríðsglæpur undir alþjóðalögum—eru stækkaðar. Palestínumönnum er neitað um réttinn til að snúa aftur heim, sem bæði brýtur í bága við sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1949, og er hluti af áframhaldandi þjóðernishreinsun og aðskilnaði. Gyðingar mega „snúa heim“ til Palestínu hvenær sem er, á meðan Palestínumönnum er neitað um þann rétt. Refsileysi gildir um Ísrael á alþjóðavettvangi, sem fær að halda áfram glæpum sínum með vernd valdamikilla bandamanna á borð við Bandaríkin, en bandalagið hefur styrkst enn meira undir stjórn Trump.
Hlutleysi er engin dyggð þegar óréttlæti er til staðar, og ofbeldið, hernámið og aðskilnaðarstefnan mun ekki líða undir lok fyrr en alþjóðsamfélagið tekur afstöðu og svarar ákalli Palestínumanna um samstöðu. Sniðganga er friðsamleg andspyrna og okkar besta leið til að bregðast við ákalli Palestínumanna, en stofnanavædd aðskilnaðarstefna í Suður-Afríku leið undir lok að hluta til vegna þess þrýstings sem sniðganga alþjóðsamfélagsins skapaði á þarlend stjórnvöld. Margar vörur frá Ísrael, oft framleiddar í ólöglegum landstökubyggðum, eru seldar á Ísland, en það stærsta á sjóndeildarhringnum er Eurovision. Forvitnilegt væri að spyrja RÚV og það íslenska tónlistarfólk sem hefur sent lög inn í keppnina hvort þau hefðu spilað á eða stutt tónlistarhátíð á tímum aðskilnaðar í Suður-Afríku. Öll kúgun og allar frelsisbaráttur eru tengdar, og allir verða að leggja sitt af mörkum við að enda blóðbaðið í Gaza og hernámið í Palestínu. 9
Hvað er klukkan? Þórunn Soffía Snæhólm og Inger Erla Thomsen
Hugleiðingar um klukkuna Umræðan um klukkubreytingu, þ.e.a.s. breytingu á staðartíma á Íslandi, hefur verið á tungum margra undanfarna mánuði og hafa eflaust einhver okkar lesið pistla og greinar um þessa tillögu; samkvæmt samráðsgátt er um að ræða þrjár tillögur: Tillaga A er að halda klukkunni á Íslandi óbreyttri, klukkan verður áfram einni klukkustund fljótari en hún ætti að vera samkvæmt hnattstöðu landsins. Tillaga B, þá er klukkunni seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, t.d. ef klukkan er 11:00 núna yrði hún 10:00 eftir breytingu. Loks er þriðja tillagan sú að klukkan haldist óbreytt en skólar og stofnanir hefji starfsemi seinna á morgnana. Umræðan um breytingu á klukkunni er svolítið villandi og ekki allirskilja hana til hlítar. Það sem er í umræðunni er að klukkunni verði breytt bara einu sinni, s.s. seinkað um eina klukkustund og að tvískiptingu tímans, þ.e. vetrar- og sumartíma, verði sleppt. SUMARTÍMI OG VETRARTÍMI Lög voru sett árið 1917 um að klukkunni yrði flýtt yfir sumarið hér á Íslandi. Ávallt síðan hefurtíminn verið sá sami og Greenwich-tími (GMT). Ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund þá myndi birtustundum á morgnana fjölga um 13% á vesturhluta landsins í skammdeginu en á móti myndi birtustundum síðdegis fækka um 13%. MYNDI BREYTING KLUKKUNNAR BÆTA SVEFNVENJUR OKKAR ÍSLENDINGA? Eflaust höfum við heyrt í fréttum og/eða lesið um að margt ungt fólk á Íslandi glími við svefnvandamál, að unglingar og ungt fólk nái ekki góðum svefni á næturnar. Það er margt sem orsakar lítinn og slæman svefn og gæti staðartími Íslands verið eitt þeirra. Stóra spurningin er: Hvaðan stafar þessi klukku-umræða, þetta er nú bara einn klukkutími? Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík segir/skrifar að með breytingu klukkunnar sé hægt
10
að bæta svefnvenjur Íslendinga. Svefn er öllum mikilvægur og um að gera að nýta hverja einustu klukkustund! Erla segir að þetta sé ekki svo dramatísk breyting og myndum við vera fljót að venjast henni. Rök á móti breytingu klukkunnar eru þau að þá yrði minni birta seinni part dags - en það er morgunbirtan sem skiptir mestu máli því flestir vilja vakna við sólarljós á morgnana. Allt frá því Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra kom með þingsályktunartillögu um breytingu klukkunnar fyrir nokkrum árum hefur umræða átt sér stað í samfélaginu þar sem fólki finnst breytingin ýmistvera þvættingur eða nauðsyn. Seinagangur breytingar á klukkunni sýna ákveðna íhaldssemi í Íslendingum þar sem margt fagfólk, sálfræðingar og fleiri, hafa tekið undir nauðsyn breytingarinnar og þá einna helst til þess að bæta geðheilsu landans. Sumir hafa bent á að réttast sé að hafa hádegi á Íslandi á raunverulegu hádegi en ekki klukkutíma síðar. Mörgum þykir það erfið tilhugsun að breyta klukkunni vegna þess að þeir segjast ekki vilja koma heim eftir myrkur og svo eru það þeir sem benda á að oftast komi þeir þó heim í myrkri en það skipti meira máli að vakna í birtu, sérstaklega þá fyrir ungt fólk. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög breytt skólatíma unglingadeildar grunnskóla, líkt og þriðja tillagan segir til um. Athugavert er þó að í rauninni er það einungis tillaga B sem að raunverulega breytir klukkunni. Tillaga C felur í sér samfélagslegar breytingar sem munu eflaust taka lengri tíma en nokkurn tíma breyting klukkunnar. Margir hafa bent á að hugsanlega sé besta breytingin B og C saman, sem þýðir að þá er bæði klukkunni seinkað um klukkustund og að skólar og vinnudagar byrji seinna. Einstaklingum sem eru á þeirri skoðun er greinilega annt um svefninn en án tillits til þess er það eitthvað sem er vel gerlegt. Aftur á móti eru til einstaklingar sem vilja halda klukkunni óbreyttri og gætu rökin fyrir því verið þauað fólk vill hafa bjartan dag eftir að vinnu lýkur. Eftir því sem best er vitað kemur fólk heim úr vinnu og skóla í myrkri stóran hluta af árinu hvort eð er. Eitt er víst að ef breyta á klukkunni mun það verða stór samfélagsleg breyting sem mun hafa áhrif á alla einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í landinu. Hugsanlega verður smá -,,kaos” í nokkrar vikur en á endanum mun breytingin venjast, líkt og þegar það hætti að vera vinstriumferð á Íslandi. ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Að víkka út sjóndeildarhringinn Hjalti Björn Hrafnkelsson
Inni í þægindaramma íslensks samfélags getur verið auðvelt að koma sér vel fyrir í óhagganlegri staðfestu um ágæti eigin skoðana og heimssýnar. Þessi þægindi koma ekki síst vegna þess að Íslendingar eru almennt einsleitur hópur og sammála um vel flesta hluti milli himins og jarðar en kannski það sem meira er að ef þeir eru það ekki fer það ekkert voða hátt. Það er í raun fáránlega erfitt að tjá að þú sért ósammála samlanda þínum og ef það skal gert þarf að fara voðalega hægt í sakirnar. ,,Jaaaa, ertu nú alveg viss um það?“ eða „Hmmm, ég er kannski ekki alveg fullkomlega sammála þér þar.“ Mikilvægt er jafnframt að koma því á framfæri að þú sért ekki að efast um ágæti skoðana náungans en einungis að spyrja sjálfan þig eða jafnvel bara út í loftið. ,,Það er nú alveg mikið til í þessu hjá þér, ég var bara svona að pæla…“ Við Íslendingar erum fáir og á milli okkar eru traust bönd sem styrkjast af þessari smæð. Þessi eiginleiki samfélagsins hefur margbreytilega og fjölbreytta kosti í för með sér. Ungabörn liggja steinsofandi á Bankastræti í barnavögnunum sínum á meðan foreldrar þeirra sitja pollróleg og sötra kaffibolla. Enginn veitir þessu mikla eftirtekt nema kannski gáttaðir ferðamenn sem stara undan skærlitum regnjökkum. Í smæðinni felst hins vegar líka þessi óumflýjanlegi skortur á fjölbreytni sem ber af sér, það sem ég tel vera, skort á menningu fyrir því að takast á við það þegar skoðanir manna ganga á mis. Þetta er eitthvað sem ætti að vera okkur sem leggjum stund á stjórnmálafræði hugleikið. Snúa lýðræðisleg stjórnmál ekki einmitt að því að tekið sé tillit til sem fjölbreyttasta hóp hagsmuna, að sem flestar hugmyndir fái rými í stjórnmálaumræðunni og að þeim bestu sé hrint í framkvæmd? Þó ekki sé nema kannski skástu hugmyndanna til málamyndunar. Hér skal ekki sagt að á Íslandi sé ríkjandi alræðisleg skoðanakúgun heldur að þar sem að fólk er yfirleitt sammála um flesta hluti er ágreiningur sjaldan mjög djúpstæður. Stærstu ógnir sem vofa hins vegar yfir okkur nú eru ekki bara yfir Íslandi heldur mannkyninu öllu. Ljóst er að stjórnmálin sigrast einungis á þessari ógn með alþjóðlegu og samstilltu átaki. Hér á ég að sjálfsögðu við veðurfarsbreytingar þó svo að margt annað megi nefna. Veðurfarsbreytingar eru af manna völdum og öll munum við þurfa að lifa með afleiðingum þeirra. Þar sem þær eru af okkar völdum er það í einnig í valdi okkar hverjar þær verða. Við getum lágmarkað skaðsemina. Ef það á að takast þarf að sætta fjölbreyttari skoðanir, hugmyndir og hags-
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
muni en fyrirfinnast hér á landi og fara langt út fyrir þægindi okkar á Íslandi. Ættum við ekki einmitt að vera að tileinka okkur tækni til þess að sníða lausnir á þesskonar vandamálum? Hvað er þá til ráða fyrir verðandi stjórnmálafræðing? Að mínu mati er svarið einfalt. Förum í skiptinám, sækjum sumarnámskeið eða í höldum framhaldsnám erlendis. Nýtum þau fjölmörgu tækifæri sem háskólinn býður upp á til þess að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast háskólanemum hvaðan að úr heiminum. Ég segi þetta hafandi einhverja reynslu en ég fór 18 ára í tvö ár í heimavistarskólann United World College Red Cross Nordic og var þar í frekar afskekktum firði í Noregi ásamt 200 nemendum frá meira en 90 löndum. Mitt stærsta menningarsjokk þá var án efa hversu oft mín kæru gildi frá Íslandi voru dregin í efa og þóttu hreint ekki svo sjálfsögð. Allt í einu var fólk ósammála mér. Ég áttaði mig á því að ég hefði hugmyndir sem ég vissi ekki einu sinni að ég hefði, skoðanir sem ég hafði ekki einu sinni áttað mig á að væru skoðanir voru afhjúpaðar sem bara ein skoðun meðal margra á lífinu og tilverunni. Það sem er samt mikilvægara er að allt þetta fólk sem mér fannst í fyrstu vera svo gerólíkt mér var það alls ekki. Þegar búið var að stikla í gegnum jarðsprengjubelti léttra umræðuefna svo sem afstöðu til samkynhneigðar, réttmæti femínisma eða nytsemi mannréttinda utan vestursins deildum við draumum, áhugamálum og gátum vel unnið og búið saman. Gildismat og skoðanir sem ég hafði í farteskinu frá Íslandi breyttust kannski ekki svo mikið en ég lærði hverjar þær voru og hversu mikið ég gat átt sameiginlegt með fólki sem deildi þeim ekki. Ég hvet alla til þess að láta slag standa og fara á vit ævintýranna, svið stjórnmála framtíðarinnar er stórt og víðtækt og því er ekki annað til ráða en að leggja land undir fót. Að sækja um í skiptinám tekur styttri tíma en að sækja um ESTA til þess að fara í verslunarferð til Boston og raðirnar á alþjóðaskrifstofunni eru svo sannarlega styttri en í gegnum tollinn. Í lokin vil ég samt taka fram að allt eru þetta mínir eigin þankar og skoðanir og sért þú ósammála hvet ég þig eindregið, í anda pistilsins, til þess að láta mig heyra það ef þú sérð mig á förnum vegi. Ég lofa því jafnframt að við getum samt verið vinir. 11
Hvaða leiðtogi ert þú? 1. Hver er þín uppáhalds afþreying? a) Lesa b) Syngja c) Halda ræðu d) Fara út í göngutúr 2. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? a) Fish’n chips b) Sushi c) Hrútspungar d) Pulsa/pylsa 3. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? a) Appelsínugulur b) Grænn c) Blár d) Bleikur 4. Hvað er „your go to song“? a) Whitney Houston - I wanna dance with somebody b) Fjallabræður - Þar sem hjartað slær c) Village people - YMCA d) Ellý Vilhjálms - Vegir liggja til allra átta 5. Hvað er uppáhalds formið þitt? a) Hringur b) Ferhyrningur c) Þríhyrningur d) Barbapabbi 6. Hver er uppáhaldsíþróttin þín? a) Ballskák (pool) b) Tásuglíma c) Kappát d) Snjókast 7. Hver er þinn helsti ferðamáti? a) Einhnjól b) Strætó c) Einkaþota d) Leigubíll
9. Hvers konar yfirhöfn grípur þú oftast í? a) Frakka b) Gollu (létt peysa) c) Dúnúlpu d) Regnkápu 10. Hvert er þitt draumaheimili? a) Fjallakofi í ítölsku ölpunum b) Einbýlishús c) Snjóhús d)Torfbær 11. Hvernig gæludýr átt þú? a) Hund b) Humar c) Bengaltígrisdýr d) Síamskött 12. Hver er þinn helsti ávani? a) Bora í nefið b) Borða mat uppí rúmi c) Sofa yfir mig d) Naga neglurnar 13. Hver er uppáhalds sósan þín? a) Kokteilsósa b) Mæjó c) Tómatsósa d) Engin sósa 14. Hvaða drykk pantar þú þér á barnum? a) Gin&tonic b) Hreinn vodka c) Vín (hvítt, rautt, freyði) d) Einn svellkaldan bjór 15. Hvert myndir þú fara í draumafríið þitt? a) Maldives b) Norður-Kóreu c) Taílands d) Skotlands
8. Hvar líður þér best? a) Heima hjá mér b) Í flugvél c) Á Biffanum (B5) d) Á þriðju hæð Odda 12
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Flest a) … Hillary Clinton! Þú stefnir hátt og ætlar þér langt, en stundum standa appelsíngul skrípi með þunnt hvítt hár í vegi fyrir þér. Þá finnst þér best að fá þer glas af sterku að drekka og pústa aðeins við maka þinn, sem þú hefur stutt í gegnum súrt og sætt. Ert góð ræðumanneskja, kannt vel að meta góðar ævisögur og veist svona oftast hvað þú vilt. Mundu bara að logga þig útaf email-aðganginum þínum esskan!
Flest c) …. þú ert Emmanuel Macron, franskur ungur sjarmör sem heillar alla upp úr skónum sem verða á þínum vegi! Þú alveg fyrirlítur plastnotkun og drekkur bara kampavín úr Champagne héraðinu í Frakklandi og lætur ekki sjá þig annarsstaðar á djamminu nema á Biffanum og á Petersen svítunni. Svolítill svona leyni-snobbari. Upp á síðkastið hefurðu átt í vandræðum með eitthvað fólk í gulum vestum en þú lætur það ekki stoppa þig heldur áfram að brosa framan í myndavélarnar! ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Flest b) …. Til hamingju! Þú ert algjört harðjaxl eins og hann Vladimir Putin, þú mætir á djammið í stuttermabol og með hagglara þó það sé hávetur, pantar þrjú vodkaskot og ferð í að minnsta kosti í slag við tvo áður en þú deyrð áfengisdauða í þinni eigin ælu! Ekki láta kapítalismann, alþjóðleg mannréttindalög og almennt siðferði draga þig niður!
Flest d) …. þú ert Angela Merkel! Þú elskar að fá þér góða bradwurst pylsu með nóg af sauerkraut til hliðar og svo skemmir það nú ekki að hafa einnhveitibjór á kantinum eftir árangursríkan hitting hjá leiðtogaráði Evrópusambandsins. Þér finnst ekkert betra en sjóðandi heitt bað með allavega tveimur baðbombum, ekki er það heldur verra ef nokkar plastendur synda um baðið. Þú ert stoð og stytta flokksins þíns og þótt þú segir þig úr formannstöðunni þá vita allir að þú ert de facto hinn eini sanni leiðtogi! 13
Áður en allt verður um seinan Ragnheiður Guðmundsdóttir
Í loftslagskýrslu IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í 8. október 2018, var að engu leyti dregið úr alvarleika þeirra aðstæðna sem við mannskepnan höfum skapað með vítaverðu ábyrgðarleysi gagnvart umhverfi okkar og náttúru og þeim áskorunum sem alþjóðasamfélagið stendur nú frammi fyrir vegna þess. Við höfum vitað af þessu vandamáli í rúma tvo áratugi, en í staðinn fyrir að gera eitthvað í málunum strax þá og leggja grunn að lífstílsbreytingum og innleiða löggjöf og regluverk sem hefðu dregið hægt og rólega úr losun kolefna út í andrúmsloftið og gefið samfélögum tíma til aðlögunar, létum við græðgina ráða för og reyndum þess í stað að ílengja frestinn til þess að grípa í taumanna. Á þessum tveimur áratugum hefur losun gróðurhúsalofttegunda aukist um 60%, þvert á loforð alþjóðasamfélagsins. Nú stöndum við frammi fyrir því að við erum að falla á tíma og allar þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til frá og með núna, verða að vera innleiddar og aðlagaðar að samfélögum á mun skemmri tíma en annars hefði þurft. En ef ekkert er að gert munu mæta okkur skæðir þurrkar, uppskerubrestir, flóð og ýmsar aðrar náttúruhamfarir og sjúkdómar. Flóttamannavandinn verður að enn stærra verkefni, þar sem fólk kemur til með að flýja hungur og náttúruhamfarir í auknum mæli. Eins og þróunin er í dag, þá horfum við fram á framtíð þar sem líf á jörðinni er óbærilegt. Í skýrslu IPCC segir að ef við gerum ekkert í okkar málum og leyfum meðalhitastigi jarðar að hækka um meira en 2°C, þá missum við sjálfkrafa tökin á hlýnun jarðar og ekkert sem við gerum eftir það mun verka afturvirkt. Ef það gerist þá getum við kvatt vistkerfi jarðarinnar sem tilvist okkar byggist á og horft upp á ýmis lífríki jarðarinnar deyja út. Allar dómsdagsspár, allt frá Opinberunarbók Biblíunnar til nýjustu skýrslu IPCC, verða að veruleika. Alþjóðleg samvinna um loftslagsmál grundvallast fyrst og fremst á loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna (United Nations Framework Convention on Clima14
te Change, UNFCCC), sem var samþykktur árið 1992 og tók gildi árið 1994. „Samstarfið felst m.a. í því að samhæfa aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum og undirbúa óhjákvæmilega aðlögun að breytingum.” Líkt og aðrar 196 þjóðir heims er Ísland aðili að þessari alþjóðasamvinnu. Það fellur í hlut stjórnvalda að aðlaga stefnumótun ríkisins í loftlagsmálum að þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið í loftlagsmálum og fram koma í Kýótó bókuninni og Parísarsáttmálanum og koma þeim í lög og reglugerðir. Jafnframt er það þeirra hlutverk að innleiða og aðlaga samfélagið að öllum nauðsynlegum breytingum. Þegar loftslagskýrsla IPCC kom út í október 2018, hafði enginn gert sér fullkomlega grein fyrir alvarleika málsins. Jú auðvitað var ljóst að staðan væri slæm en kannski ekki alveg jafn alvarleg og raun ber vitni. Skýrslan breytti öllum fyrri viðmiðunum og kallaði eftir því að takmarkanir á hækkun meðalhitastigs á jörðinni yrðu lækkaðar niður í 1,5°C úr fyrri viðmiðunum sem voru 2°C. Þetta þýddi með öðrum orðum að Parísarsamkomulagið sem gert var um loftslagsmál árið 2015 þurfti að endurskoða og laga að nýjum viðmiðum IPCC skýrslunnar. Þetta var gert á alþjóðlegum fundi í Katóvítsje í Póllandi í desember 2018. Þar var markmiðið að búa til sameiginlegar leikreglur um Parísarsamninginn, einskonar ,,reglubók” um loftlagsmál. Með reglubókinni er skapaður ákveðinn rammi fyrir alþjóðasamfélagið til að fara eftir við gerð aðgerðaáætlana um loftlagsmál., þessar leikreglur eru sniðnar að hverju landi fyrir sig. Það er mikilvægt að heimurinn skilji alvarleika málsins og innihald skýrslu IPCC. Hún er samansett úr yfir 6000 vísindalegum heimildum, sem unnar eru úr skýrslum stjórnvalda og sérfræðinga í loftslagsmálum um allan heim. Það gefur augaleið hversu mikilvæg skýrslan er þegar kemur að opinberri stefnumótun í loftlagsmálum, enda gnótt af hágæðaupplýsingum um loftlagsmál. Þetta er í raun bara spurning um að taka upplýsingarnar nógu alvarlega og nýta þær til að byggja upp nýja, umhverfisvænni siðmenningu.
Við erum þegar farin að finna fyrir afleiðingum 1°C hnattrænnar hlýnunar í formi versnandi veðurfars, hækkunar sjávarborðs og bráðnunar jökla. Við getum því ímyndað okkur hversu slæmar afleiðingarnar geta verið ef við leyfum hitastiginu að hækka enn frekar.
Loftlagsbreytingar eru ekki einkamál neins, þær eru orðnar tilvistarkreppa alls mannkynsins og er mikilvægt að við vinnum saman gegn þeim. Lausnin er þegar til staðar Nú þegar er til aragrúi af tilbúnum lausnum við loftslagsbreytingum. Í bók sinni „Þetta breytir öllu: Kapítalisminn gegn loftslaginu“ talar Naomi Klein um að eins og staðan er í dag þurfum við í rauninni Marshall-áætlun fyrir jörðina. Í hennar huga felst slík áætlun í því „að virkja yfirfærslu fjármagns og tæknikunnáttu“ á mun víðtækari hátt en áður hefur verið reynt. Þá erum við að tala um sameiginlegt átak þar sem við dreifum ábyrgð og afli á sanngjarnan og kerfisbundinn hátt yfir heimsbyggðina og gætum þess í leiðinni að minnkun á losun kolefnis komi ekki niður á lífskjörum fólks. Nægt fé er til í heiminum sem hægt væri að samnýta með hag allra fyrir brjósti. Bæði Klein og IPCC trúa því að það fjármagn sem færi í að koma böndum á notkun jarðefnaeldsneytis og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda geti einnig hjálpað til við að útrýma fátækt í heiminum, með því að bæta lífskjör fólks og skapa bæði ný störf og tækifæri til nýsköpunar tengd umhverfis- og loftlagsmálum. En Klein gagnrýnir einnig ýmsa hagsmunahópa fyrirtækja sem reyna að nýta sér áföll og hamfarir sér til gróða sem í raun heftir jákvæða þróun í loftlagsmálum. Áður en við missum okkur í fullyrðingum eins og þær að okkur hafi hingað til skort góðar tæknilausnir og að þróun á umhverfisvænum úrlausnum sé of hæg, þá ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Himalaya fjallagarðurinn í Nepal.
skulum við minna okkur á þá staðreynd að sjálfbær orka unnin úr endurnýjanlegum auðlindum eins og t.d. vatni og vindum á sér lengri sögu en notkun jarðefnaeldsneytis. Jafnframt verður slík sjálfbær og endurnýtanleg orka ódýrari og skilvirkari með hverju ári. Enginn skortur er heldur á umhverfisvænni hönnun sem skilar litlum sem engum úrgangi. Tækni og hugvit sem þarf til að losna alfarið við jarðefnaeldsneyti og sannanir fyrir því að slíkt virki er þegar til staðar. Það er því mikilvægt að hætta að hlusta á duttlunga fárra en valdamikilla sérhagsmunaaðila og innleiða slíkt hugvit fyrir fullt og allt með hag okkar allra fyrir brjósti. Eins og þegar hefur fram þá skortir hvorki fé né nauðsynleg tól og eða tækni til að stemma stigu við þessari neikvæðu þróun. Það sem skortir er einfaldlega agi, vilji og samstaða til þess að láta hlutina ganga upp og gera það sem gera þarf áður en það er um seinan. Jafnframt er það nauðsynlegt og þarft verkefni að auka skilning og fræðslu í samfélögum heimsins um mikilvægi aðgerða sem draga úr loftslagsbreytingum. Við höfum látið það sitja á hakanum allt of lengi að draga úr losun út í andrúmsloftið þar sem slíkar aðgerðir ganga í berhöggi við hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar, þar á meðal um afnám regluverks í atvinnulífinu ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
og lækkun skatta á fyrirtæki, málefni sem snerta hagsmuni fámennra forréttindahópa sem stjórna hagkerfi heimsins og flestum fjölmiðlum hans. En það sem gerir loftslagsbreytingar frábrugðnar mörgum öðrum málum sem koma á borð stjórnvalda, er að þær eru ekki persónumál einhverra hagsmunahópa. Þrýstingur alþjóðasamfélagsins á að loftslagsmál séu gerð að forgangsmáli alls staðar er gríðarlegur og ekki er lengur hægt að f ylgja duttlungum forréttindahópa og taka áhættu um fyrir framtíð heildarinnar.
Þetta er ekki lengur spurning um að eiga þægilegt líf, heldur hvernig við eigum að lifa af. Með stækkun alþjóðamarkaðarins hefur aukning á losun gróðurhúsalofttegunda orðið enn hraðari. Síðan um aldamótin 2000 hefur hún náð 3.4% aukningu á ári og heldur í raun bara áfram að aukast. Enda fylgir mikil mengun hnattvæðingunni, t.d. vegna vöruflutninga, fjöldaframleiðslu á ýmsum afurðum og fæðu og aukinnar neyslu í öllu samfélögum. Á fundinum í Katóvítsje í Póllandi voru
það stóru löndin; Bandaríkin og Rússland, eða þau lönd sem menga hvað mest, sem voru erfiðust í samningaviðræðum en þau stilltu sér upp með hagsmunahópum um framleiðslu á olíu. Slík vægðarlaus sérhagsmunagæsla er ekki ný á nálinni. Ríku löndin vilja ekki missa afburða efnahagslega stöðu sína í heiminum og pláss sitt í valdapíramýda alþjóðasamfélagsins og fátæku ríkin vilja meiri svigrúm til þess að efla efnahag sinn, sem felur í sér meiri mengun. Ef við eigum að geta náð tilsettum árangri í loftlagsmálum, þá verðum við að hætta að horfa á hvort annað og náttúruna sem andstæðinga okkar og finna leiðir til að vinna saman að þessu stóra verkefni sem loftlagsmálin eru. Margir einstaklingar telja það myndi litlu breyta þótt þeir breyttu lífsstíl sínum til þess eins að hafa „örlítið“ áhrif á gang mála í umhverfismálum. En margt smátt gerir eitt stórt og þegar allir taka sig saman getum við haft víðtæk áhrif. stærra samhenginu er það þó á ábyrgð stjórnvalda að virkja alla í samfélaginu til að vera meðvitaða um losun úrgangs og verndun jarðar. Það þarf að gera svo miklu meira en gert er í augnablikinu. Ekki er langt í að sama hvað við gerum muni ekkert breyta gangi mála og þá verður allt um seinan. 15
Viðtal við utanríkisráðherra Viðtal tók Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir
Það hefur verið fastur liður í útgáfu Íslensku leiðarinnar að hafa viðtal við útskrifaðan stjórnmálafræðinema. Í þetta sinn er það stjórnmálafræðingur sem hefur verið títt ræddur í tímum hjá stjórnmálafræðinemum í vetur, allavega staða hans og hlutverk sem núverandi utanríkisráðherra og sitjandi alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Guðlaugur Þór Þórðarson, útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Fyrir þann tíma hafði hann sinnt áhuga sínum á stjórnmálum og var að nálgast áratugasetu í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ljóst er að Guðlaugur hafði alltaf áhuga á að vera virkur í stjórnmálum, en í þessu viðtali langaði okkur að vita hvernig gráðan í stjórnmálafræði hafi nýst honum í starfi. Finnst þér stjórnmálafræðinámið hafa nýst þér vel í starfi? „Það er auðvitað margt sem var mjög nytsamlegt, meira að segja hefur sumt sem fór virkilega í taugarnar á mér á meðan á námi stóð nýst mér mjög vel, til dæmis aðferðarfræðin. Það kom mér á óvart vegna þess að þá leit ég á að hún væri eitthvað sem ætti bara ekkert heima þarna í náminu, en eftir á að hyggja er mjög gott að hafa þann grunn, til dæmis þegar maður er að meta skoðanakannanir.“ „Almannavalsskólinn gengur m.a. út frá þeirri forsendu að þeir sem stýra opinberum stofnunum hafi það að markmiði að auka umsvif sín og áhrif. Það rímar að mínu mati vel við raunveruleikann. Ég hef unnið í bæjarstjórn, borgarstjórn, stjórn Orkuveitunnar, verið þingmaður og ráðherra. Það hefur ekki enn komið forstöðumaður sem hefur sagt „heyrðu, við erum bara með alveg eðlilegt fjármagn, við þurfum ekkert meira”. Ég hef einungis hitt fólk sem er með mjög háar hugmyndir um það að viðkomandi deild eða stofnun hafi miklu hlutverki að gegna sem ætti að styrkja eða efla til að fara inn á fleiri svið.“ „Lokaverkefnið mitt tengdist mínu áhugasviði um fríverslunarmálin, það var um GATT og Alþjóðaviðskiptastofnunina. Það er þekking og vitneskja sem hefur nýst gríðarlega vel í mínu starfi sem þingmaður og ráðherra. Á þeim tíma sem ég gerði lokaverkefnið þá þurfti ég að hafa mjög mikið fyrir efnisöflun, það var ekki neitt internet og engar bækur á Íslandi sem fóru djúpt í þetta efni svo ég þurfti að fara til London til þess að kaupa bækur um efnið. Svo var sumt sem mér fannst algjör óþarfi að lesa. Þá var það þannig að við þurftum að lesa rosalega mikið um Karl Marx og hans hugmyndir um lífið og tilveruna, en ég þurfti nú bara að rétt lesa
16
Kommúnistaávarpið til að átta mig á því að þetta væri ekki lífsskoðun sem ég væri tilbúinn í að fylgja.“ „Mér fannst vanta þá og vantar enn, að fá kennara eða fyrirlesara sem hafði einhvern bakgrunn úr stjórnkerfinu eða úr stjórnmálum. Ég vona bara að þau [kennararnir] finni rúm í hjarta sínu til þess að fyrirgefa mér fyrir að segja þetta. Það er náttúrulega best að heyra hlutina „straight from the horse‘s mouth” og þú ert hér á Íslandi með stjórnmálamenn og fyrrum stjórnmálamenn sem eru eða voru í hringiðunni í heimsmálunum og ég myndi ætla að það væri þess virði að fá þessa aðila til að koma endrum og eins fyrir nemendur að hlusta á þá. Það er ekki nóg að lesa bara um stjórnmál, þú verður líka að fá að upplifa þau. Án þess að það sé að fullu sambærilegt þá held ég að ef menn ætla einungis að læra læknisfræði eða hjúkrunarfræði upp í háskóla en fara ekkert að læra inn á Landspítalanum í náminu, þá ég held að það fólk kæmi ekkert voðalega vel undirbúið í starf sitt.“ „Það er styrkur í því að hafa upplifað og unnið í stjórnmálaflokkum, hvort sem fólk fer í fjölmiðla eða eitthvað þessu líkt eftir nám. Ég finn það í því fólki sem ég er að vinna með að þetta er bakgrunnur sem nýtist. Það hefur stundum verið talað niður sem ég held að sé óskynsamlegt. Starfsemi stjórnmálaflokka er einn mikilvægur þáttur lýðræðis og við ættum í rauninni frekar að tala það upp og vekja athygli á mikilvægi þess í stað þess að reyna að gera allt það sem fólk gerir í stjórnmálaflokkum sem eitthvað tortryggilegt. Ég veit ekki hvort það sé séríslenskt en það er allavega stærra mál hér en annarsstaðar. Fólk sem hefur bakgrunn úr stjórnmálaflokkum er ekki eftirsóknarvert í störf því það er búið að „merkja það“. En þetta er þekking og reynsla sem nýtist á flestum sviðum og ég kom með það náttúrulega sjálfur inn í námið og var það auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Auðvitað hafa ekki allir stjórnmálafræðingar áhuga á á því að hamast í pólitík en innsýn í hana er hinsvegar mjög góð leið til þess að skilja lýðræðið. Ég var búinn að vera þónokkuð mikið í stjórnmálum þegar ég fór að læra stjórnmálafræði og ég var ekki alveg sáttur við hvernig menn voru að kenna mér og segja hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var. Ég kann afskaplega lítið við þann Sjálfstæðisflokk sem var kenndur, miðað við þann sem ég var búinn að starfa í.“ Fannst þér þá eins og það hafi verið að fæla þig frá Sjálfstæðisflokknum? „Ég held að enginn hafi verið svo bjartsýnn, og að það hafi getað gerst. Þetta var akademískt umhverfi eins og mér finnst að það eigi að vera og að takast eigi á með rökum. Mér finnst ekkert vont við það að það séu til kennarar sem eru með mjög ákveðnar pólitískar skoðanir, en mér finnst það hinsvegar eiga bara að liggja á borðinu. Það er styrkur ef maður er að reyna að skilja hlutina að fá einmitt aðila sem eru með sterkar pólitískar sannfæringar. Auðvitað þurfa þeir eins og aðrir að passa sig að vera að tala út frá staðreyndum. Ég er eins og allir vita mjög harður sjáfstæðismaður og hef mjög mikla og einlæga trú á þeirri hugsjón sem við stöndum fyrir og ég er í þessu starfi því ég trúi því að ef þær hugmyndir ná fram að ganga þá verði þjóðfélagið miklu betra. En gefum okkur það að ég hefði fetað stjórnmálabrautina út frá akademísku sjónarhorni þá hefði ekki breytt minni grunnuppbyggingu, hún væri enn þarna en ég held að það eigi auðvitað við um aðra. Það fólk er ekki til sem hefur enga skoðun, sem mætir sem einhver hlutlaus „homo sapiens“, það er bara ekki þannig. Það vantar til dæmis svolítið í fjölmiðlum að fá sitthvora nálgunina, þegar verið ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
er að fá skýrendur í stjórnmálum á svæðið. Ef ég ætla að setja mig inn í eitthvað mál og hef lítinn tíma til þess þá finnst mér best að fá tvo aðila sem eru ósammála um málið og fá þá til þess að ræða málefnalega um það.
„Það á ekki að reyna að af-stjórnmálavæða allt. Í fyrsta lagi er það ekki hægt og í öðru lagi þá er það ekki æskilegt.“ Sem þjóðfélag þá þurfum við að þroska okkur hvað þetta varðar og það á ekki að reyna að af-stjórnmálavæða allt. Í fyrsta lagi er það ekki hægt og í öðru lagi þá er það ekki æskilegt. Svo er það að vera með stjórnmálskoðanir ekki það sama og vera í stjórnmálaflokki og ég held að flestar þjóðir sem við berum okkur saman við séu komnar aðeins lengra hvað þetta varðar. Við erum ennþá svolítið að reyna að trúa því að það sé hægt að koma fram með einhverja einstaklinga sem eru bara einhvernveginn hlutlausir, en oft á tíðum eru þeir með niðurstöðu byggða á pólitískri forsendu.“ Ertu enn í sambandi við þá sem voru með þér í náminu? „Ég kynntist auðvitað nóg af góðu fólki í náminu og ég á vini og kunningja sem maður er í samskiptum við, sumt fólk þekkti ég áður. Ég fæ að vera með í hópi sem ber það ágæta heiti „Skemmtilegustu stjórnmálafræðingar á Íslandi” og reyni þá eins og ég mögulega get að hitta þau. Það er nú alla jafna ekki alvarlegar samkomur, allir að gera sér bara glaðan dag sem er auðvitað algjörlega nauðsynlegur þáttur í tilverunni.“ Hvernig er svona þinn týpíski dagur í vinnunni? „Það er auðvitað ekki neinn týpískur vinnudagur hjá mér, en ég sagði þegar ég kom í ráðuneytið að ég ætlaði að vera utanríkisráðherra hérna heima en síðan er ég búinn að vera í útlöndum. Þannig þetta er svona ein af þeim yfirlýsingum sem ég get engann veginn staðið við. Það hefur samt verið markmið frá fyrsta degi að reyna að vera eins mikið heima eins og hægt er. Ég farið mjög lítið út á þessu ári, bara til Malaví og núna til Bandaríkjanna að hitta Mike Pompeo áður en hann kom hingað.“ „Maður má heldur ekki týnast inni í húsinu [utanríkisráðuneytinu] eða í útlöndum. Maður verður að vera í tengslum við umbjóðendurna sem er fólkið. Það þarf ekkert að hafa liðið langur tími og ég kem heim og er rosa ánægður að hafa gert eitthvað en sé svo að fólk er bara að hugsa um eitthvað allt annað. Kannski er þá enginn skilningur eða áhugi á því sem ég er að gera úti. Þannig ég er að reyna að samþætta þetta. Ég er hinsvegar mjög ánægður með samstarfsfólkið hér í ráðuneytinu og okkur hefur tekist að gera hluti sem menn töldu að væri ekki hægt í góðæri. Það fyrsta sem við gerðum þegar ég kom hingað inn var að fara í stefnumótun. Niðurstaðan var skýrsla með 151 tillögu sem bar nafnið Utanríkisþjónusta til framtíðar. Í þeirri vinnu skoðuðum við m.a. hvað utanríkisþjónustur annarra landa hafa verið að gera. Bæði starfsmenn og hagsmunaaðilar komu með sínar hugmyndir. Við erum núna búin að framkvæma 122 tillögur og þetta hefur leitt af sér mestu breytingar á íslenskri utanríkisþjónustu sem um áratugaskeið. Ég er búinn að leggja niður tvö sendiráð og við höfðum fært áherslurnar þangað sem við teljum að það sé mikilvægt að hafa þær. Það verður að undirbúa breytingar vel og vita hvert á að stefna ef árangur á að nást, en ekki vera eins og slökkviliðsmaður sem hleypur til þegar þess þarf, með fullri virðingu fyrir þeirri mikilvægu stétt. Við höfum og getum náð árangri þrátt fyrir fámennið. Okkur er treyst fyrir stórum málum og erum t.d. núna að gegna formennskum í Norðurskautsráðinu, Norðurlandasamstarfinu og Norðurlanda og eystrasaltssamstarfinu, leiðum kjördæmið okkar í Þróunarbankanum og sitjum í Mannréttindaráðinu svo eitthvað sé nefnt.“ ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Guðlaugur Þór og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar sá síðarnefndi kom í heimsókn til landsins þann 15. febrúar síðastliðinn. Myndin er í eigu Utanríkisráðuneytisins.
Ertu orðinn vanur því að hitta helstu leiðtoga í heimsmálunum? „Já, ég er búinn að vera í þessu mjög lengi. Ég fékk ekki bara góðan grunn í skólanum heldur líka hafði ég verið virkur í alþjóðastjórnmálum í áratugi og þá ertu bara mjög fljótur að átta þig á því þetta er bara fólk. Það eru líka flestir þannig að þeir vilja hafa hlutina afslappaða og vilja helst ekki vera í miklum stellingum. Þetta á við um alla. Ef þú síðan nærð saman við einhvern með góða kímnigáfu eða vegna sameiginlegra áhugamála eða eitthvað slíkt þá er það mjög gott, ef þú nærð að feta samræðurnar á þá braut þá hjálpar það mjög mikið. Við notum náttúrulega í dag mjög mikið fjarskipti til þess að eiga samskipti og munum gera það áfram en það kemur ekkert í staðinn fyrir persónuleg samskipti. Það er rosalegur munur að taka upp símann og hringja í einhvern sem þú hefur þekkt og kynnst eða bara hringja í einhvern sem þú veist ekkert um og hann veit ekkert um þig. Það er stór munur þar á og verður væntanlega um ókomna tíð.“ Hvaða ráð hefurðu til stjórnmálafræðinema? Gagnrýnin hugsun er kjarni máls. Það er mjög mikilvægt að athuga hvort það þeir hlutir sem þú ert að lesa um stemmi við raunveruleikann. Þá hvet ég ykkur vissulega til þess að fara sjálf í stjórnmál og læra af reynslunni, þó ég geri ekki ráð fyrir því að allir stjórnmálafræðinemar hafi áhuga á því. Það eru tvær leiðir til, og ein útilokar ekki aðra, en það er að upplifa sjálf stjórnmálalífið eða heyra í stjórnmálamönnum og fólki sem hefur verið í stjórnkerfinu lengi. Á Íslandi er þetta svo auðvelt því við erum svo fá, en allsstaðar í heiminum eru líka lítlir hópar sem eru að eiga við sömu málin. Þegar tveir stjórnmálamenn sitja saman frá sitthvorum heimshlutanum þá eru þeir ekkert að tala um að hlutirnir séu ólíkir. Þegar ég kynnist einhverjum úti, hvort sem það er á Norðurlöndunum, Bretlandi eða Bandaríkjunum, þá sér maður strax að þeirra þekking getur hjálpað mér í minni vinnu hér á Íslandi, þá skiptir ekki máli til dæmis hvort ríkisborgarar séu 360 þúsund á Íslandi eða 350 milljónir í Bandaríkjunum. Þannig að ef þið viljið ekki sjálf fara í stjórnmál þá er um að gera að tala við stjórnmálamenn. Ég er fullviss um að hver einasti stjórnmálamaður eða fyrrum stjórnmálamaður myndi alltaf koma á fund ef þið mynduð biðja um það. Stjórnmálamenn náttúrulega elska að fá að tala, eins og þið finnið núna með mig.“ 17
Falsfréttir Ragnheiður Guðmundsdóttir
Þann 7. desember 2017, birti National Geographic myndband á heimasíðu sinni af sveltum deyjandi ísbirni. Með myndbandinu fylgdi eftirfarandi staðhæfing: „This is what climate change looks like“ eða svona líta loftslagsbreytingar út. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter og varð eitt mest streymda myndbandið á heimasíðu National Geographic frá upphafi. Drógu fáir í efa lögmæti þess og staðhæfinganna sem fylgdu þar sem National Geographic er virtur miðill. Blaðamanni National Geographic, Cristina G. Mittermeier og ljósmyndaranum Paul Nicklen, sem tók upp myndbandið af ísbirninum deyjandi, lá svo á að færa heiminum sláandi frétt af afleiðingum hlýnun jarðar að þau virtu að vetthugi fyrstu starfsreglu fjölmiðlafólks. Þá starfsreglu að bakka skal upp allar staðhæfingar með lögmætum heimildum. Þau hefðu átt að kanna ýtarlega hvort hlýnun jarðar væri aðalorsökin fyrir sveltandi ísbirninum. Vissulega er hlýnun jarðar ógn við lífríki hennar, þar með talin heimkynni ísbjarna. Hins vegar var þessi frétt alhæfing og afbökun á sannleikanum. Cristina og Paul höfðu ekki sett sig í samband við vísindamenn á borð við Ian Stirlling, Mitch Taylor eða Jeff W. Higdon, sem hafa lengi vel sérhæft sig í lífi og heimkynnum ísbjarna. Þau hefðu þá getað spurt um áhrif loftlagsbreytinga á líf ísbjarna á norðurskauti, hvort að ísbjarnastofninn í heild sinni væri að svelta heilu hungri af völdum þeirra og jafnvel látið kryfja ísbjörninn til að fullvissa sig um að það hafi aðeins verið hungrið eitt en ekki einhver sjúkdómur sem leiddi hann til dauða. Hefðu þau lagt í þá vinnu, hefðu þau haft haldbærari grunn fyrir staðhæfingu sinni. En blaðamenn National Geograhic fóru fram úr sjálfum sér í þetta skiptið og neyddust í kjölfarið, eða í ágúst 2018, til þess að gefa út yfirlýsingu þess efnis að mjög líklega hafi hlýnun jarðar í rauninni ekki haft neitt að gera með ástand þessa staka ísbjarnar. Yfirlýsingu sem fæstir af þeim sem deildu myndbandinu, hafa séð. Hlýnun jarðar er vissulega vandamál og ógn við lífríki hennar, málefni sem er vissulega brýnt að vekja athygli á, en svona mistök líkt og blaðamenn National Geographic urðu uppvísir af, geta auðveldlega skaðað lögmæti annars brýns málefnis. Þetta voru fljótfærnismistök hjá 18
virtum fréttamiðli, en yfirleitt eru falsfréttir hins vegar samdar í þeim tilgangi að afvegaleiða fólk vísvitandi með því að skemma orðspor stofnana, eininga og einstaklinga eða til að ná pólitískum og/eða fjárhagslegum yfirburðum. Í dag er litið á þær sem ógn við líðræði og frjálsa umfjöllun. Þó að falsfréttir séu ekki fyrirbæri sem er nýtt á nálinni og hafi í raun viðgengist frá örófi alda, þá hefur þeim fjölgað með tilkomu samfélagsmiða á borð við Facebook og Twitter. Í gegnum samfélagsmiðla hafa fjölmiðlar haft mjög greiðan aðgang að fjölbreyttum hópi lesenda, einstaklingum sem jafnvel fylgjast ekki með fjölmiðlum að staðaldri. En þessi gátt hefur gefið fleiri miðlum en lögmætum fréttamiðlum tækifæri til að koma efni sínu á framfæri. Ýmiskonar hagsmunahópar nýta sér samfélagsmiðla til þess að tjá skoðanir sínar og jafnvel afbaka sannleikann til að ná fram sterkari viðbrögðum. Falsfréttir er þó ekki einungis hægt að finna á samfélagsmiðlum, heldur einnig falsfréttasíðum sem sumar hverjar líta út eins og lögmætar fréttasíður. Oftar en ekki eru þessar síður undir dulnefni og þar af leiðandi ekki hægt að rekja þær til réttra aðila. Oft eru sláandi fyrirsagnir falsfrétta ekki annað en “clickbait” og gerðar í þeim tilgangi að ná inn auglýsinga gjöldum.
“Samkvæmt BuzzFeed, þá fengu 20 efstu falsfréttirnar um forsetakosningar í Bandaríkjunum árið 2016, mun meiri athygli heldur en 20 raunverulegar fréttir frá 19 lögmætum fréttamiðlum.” Samfélagsmiðlar á borð við Facebook eru fullkomlega meðvitaðir um þetta vandamál og hafa gefið út yfirlýsingar þess efnis að þeir séu farnir að reyna að stemma stigu við þróuninni með nokkurs konar síu sem á að veiða úr falsfréttir og áróðursefni sem ekki eru byggt á lögmætum uppýsingum. Til eru samt sem áður einnig háðsádeilumiðlar, sem gera út á það að búa til ýktar og kaldhæðnislegar fréttir, en með fyrirvara um að fréttirnar skuli ekki vera teknar sem heilagur sannleikur og
kemur það yfirleitt mjög skýrt fram. Samt sem áður hefur fólk átt það til að trúa þeim sögum og deila þeim áfram sem sannleika eða jafnvel vitna í háðsádeilugreinar sínu málefni til stuðnings. Fallfréttir virðast verða umfangsmeiri í kringum kosningar og þá sérstaklega í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Þá voru falsfréttir áberandi og háðsádeilur fljótandi um veraldarvefinn. Margir gripu þær staðhæfingar föstum tökum og notuðu sínu málefni til framdráttar. Samkvæmt BuzzFeed, þá fengu 20 mest lesnu falsfréttirnar um forsetakosningar í Bandaríkjunum árið 2016, mun meiri athygli heldur en 20 raunverulegar fréttir frá 19 lögmætum fréttamiðlum. Svokölluð internettröll eru mjög iðin við að dreifa falsfréttum um veraldarvefinn og þá einna helst samfélagsmiðla. Samkvæmt alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), þá greiddu Rússar yfir 1000 slíkum nettröllum fyrir dreifingu falsfrétta og rangra upplýsinga um forsetaframbjóðanda demókrata, Hillary Clinton, í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir meira að segja gengu svo langt að búa til Twitter og Facebook profíla, þar sem þeir litu út fyrir að vera lögmætir kjósendur og töldu öðrum kjósendum trú um lögmæddi þeirra upplýsinga sem þeir dreifðu. Donald Trump, frambjóðandi Repúblika, varð einnig fyrir barðinu á upplýsingafölsun, birt í þeim tilgangi að draga úr lögmæti hans sem frambjóðandi. Margir muna eflaust eftir meme sem gekk um samfélagsmiðla af Trump sem sagt væri úr viðtali sem Peoples magazine átti að hafa tekið við hann árið 1998. Þar átti hann að hafa sagt: „Ef ég myndi bjóða mig fram, þá myndi ég bjóða mig fram fyrir Repúblíka. Þeir eru heimskasti hópur kjósenda í landinu. Þeir trúa öll frá Fox News. Ég gæti logið og þeir myndu samt éta það eftir mér. Ég tel að tölurnar mínar yrðu stórkostlegar.“ Hinsvegar er enginn fótur fyrir þessum upplýsingum og ekkert slíkt viðtal hefur fundist í neinu skjalasafni. Donald Trump hefur verið duglegur að nota hugtakið falsfréttir, en hann notar það hinsvegar í öðrum tilgangi. Hann hefur sakað þá fréttamiðla sem ekki eru hlutdrægir með honum og hans málefnum, um að vera falsfréttamiðlar. Í maí 2018 tísti Donald Trump á ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Skjáskot af tvíti Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna.
Twitter og bókastaflega viðurkenndi það að hann kalli þá falsfréttamiðla sem gagngrýna hann. FJÖLMIÐLAR SEM VOPN Í STRÍÐ Stjórnvöld hafa einnig orðið uppvísir að því að nýta sér fjölmiðla til að koma á afbökuðum staðreyndum til afsaka hernaðaríhlutun eða aðrar stjórnvaldsákvarðanir. Meðal annars vill óháða blaðakonan Eva Barlette meina að slíkt hafi viðgengist í borgarastyrjöldinni á Sýrlandi. Margir draga í efa lögmæti Barlette sem blaðamanns og vilja meina að hún starfi fyrir bæði Rússnesk stjórnvöld og stjórn Assads á Sýrlandi en engar sannanir eru þó fyrir því. Barlette hefur dvalið langdvölum í Sýrlandi á meðal borgara og tekið við þá fjölmörg viðtöl og myndbönd sem hún hefur hlaðið niðu r á Youtube. Hún hefur einnig skrifað fjölmargar greinar fyrir ýmsa fjölmiða og haldið út bloggi á heimasíðu sinni, In Gaza and beyond. Eva Barlette myndi ekki teljast til hins dæmigerða falsfrétt manns, enda var hún tilnefnd til Martha Gellhorn verlauna fyrir blaðamennsku og vann til alþjóðlegra blaðamennsku verðlauna fyrir alþjóðafréttamennsku, í Mexikó borg árið 2017. Í desember 2017 talaði hún um málefni Sýrlands á blaðamannafundi sem haldinn var á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Hinsvegar hafa vestrænir miðstraum fréttamiðlar reynt að gera lítið úr því sem hún hefur að segja varðandi misvísandi fréttaflutning sem borist hefur frá Sýrlandi, enda brýtur það í bága við ýmsa umfjöllun þeirra fjölmiðla um borgastyrjöldina í Sýrlandi. Eva Barletta, heldur því meðal annars fram að myndbönd af efnavopnaáras á óbreytta borgara í Douma þann 7. apríl 2018, hafi verið sviðsett í þeim tilgangi að bendla hana við ríkisstjórn Assads. Þar á meðal er kaótísk myndbandsupptaka frá spítala í Douma sem sýnir meðal annars börn vera meðhöndluð vegna meintrar snertingu þeirra við taugagas. Þetta myndskeið var sýnt á fjölmörgum vestrænum miðstraumsfjölmiðlum og notuðu bandarísk stjórnvöld og bandamenn þeirra í kjölfarið hina meintu efnavopnaárás Sýrlenskra stjórnvalda sem afsökun til hernaðaríhlutunar í landinu. Eva Berlette ræddi hins vegar við fjölmörg vitni sem voru á svæðinu og hefur hún ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
meðal annars birt viðtöl við einstaklinga, þar á meðal börn, sem tóku þátt í sviðsetningunni á sjúkrahúsinu, máli sínu til stuðnings. Þó að Alþjóðlega efnavopnastofnunin, OPCW, hafi vissulega fundið út eftir ýtarlegar rannsóknir á svæðinu, að efnavopna árás hafi vissulega verið gerð, þá fundu þau þó ekki taugagasið sarin eins og áður hafi verið haldið fram. OPCW gat heldur ekki staðfest það hver hafi staðið að baki árásinni. Einu ári síðar viðurkenndi Riam Dalati, framleiðandi hjá BBC sem starfað hefur við fréttaflutning frá Sýrlandi, á Twitter síðu sinni, að eftir 6 mánað rannsókn á því sem gerðist á þessum meinta spítala í Douma, þá hafi hann einnig komist að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið sviðsett. Slíkar upplýsingar fá hins vegar ekki mikla uppfjöllun, enda eru það valdamiklir leikendur sem hafa mikil ítök og stórra hagsmuna að gæta ef frásagnir líkt og þeirra Riam og Evu, fái víðtækari alþjóðaviðurkenningu.
“Stjórnvöld hafa einnig orðið uppvísir að því að nýta sér fjölmiðla til að koma á afbökuðum staðreyndum til afsaka hernaðaríhlutun eða aðrar stjórnvaldsákvarðanir.” HVAÐ ER GERT TIL DRAGA ÚR ÞESSARI ÞRÓUN? Líkt og Facebook, þá er Google einnig að reyna að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta. Í mars 2018, fór Google af stað með Google News Initiative (GNI) sem á að hjálpa við að taka falsfréttir úr umferð. Einnig hleypti Evrópussambandið af stokkunum því sem þeir kalla EU EAST STRATCOM TASK FORCE, þar sem þeir vinna að því að kemba og afsanna falsfréttir og reyna einni að rannsaka upptök þeirra. Heimasíða þeirra er: https://euvsdisinfo.eu Aðrar síður sem vinna við að lyfta hulunni af falsfréttamiðlum, en þær eru meðal annars síðurnar: FactCheck.org, Snopes. com, the Washington Post Fact Checker og PolitiFact.com. HVERNIG GETUR MAÐUR VARAST FALSFRÉTTIR? Claire Wardle frá First Draft News auðkennir sjö týpur af fölskum fréttum: 1. Háðsádeilur (engin áform um að valda skaða en hafa þann ásetning að hafa fólk að fíflum). 2. Falskar tengingar (þegar fyrirsagnir, myndir eða textar styðja ekki innihaldið).
3. Villandi efni (villandi notkun upplýsinga til að ramma mál eða einstakling). 4. Falskt samhengi (þegar raunverulegu efni er deilt í röngu samhengi við aðrar upplýsingar). 5. Svikið innihald (þegar raunverulegar heimildir eru afhentar með fölskum, tilbúnum heimildum). 6. Hagrætt efni (þegar raunverulegum upplýsingum eða myndmáli er hagrætt í þeim tilgangi að blekkja). 7. Tilbúið efni (nýtt efni sem er 100% ósatt, ætlað að blekkja og valda skaða) Alþjóðasamband bókasafna og stofnanna (IFLA) gaf út samantekt til að auðvelda fólki að bera kennsl á falskar fréttir. Aðalatriðin eru eftirfarandi: 1. Athuga uppsprettu fréttar (að skilja hlutverk hennar og tilgang). 2. Lesa lengra en fyrirsögnina (til þess að fá heildræna mynd af sögunni). 3. Athuga höfundana (til að sjá hvort þeir séu raunverulegir og/eða trúverðugir). 4. Meta studdar heimildir (til að tryggja að þær styðji efnið). 5. Athuga dagsetningu birtingar (til að sjá hvort sagan er viðeigandi og uppfærð). 6. Spyrja sig hvort að um grín sé að ræða (til að ákvarða hvort um er að ræða háðsádeilu). 7. Skoða eigin hlutdrægni (til að sjá hvort hún hafi áhrif á dómgreind þína). 8. Spyrja sérfræðinga (fá staðfestingu frá sjálfstæðum einstaklingum með þekkingu). Það er mikilvægt að samþykkja ekki allt sem maður les sem heilagan sannleik og ætið innbyrða og melta allan fréttaflutning með gagnrýnum huga.
CONSIDER THE SOURCE
READ BEYOND
Click away from the story to investigate the site, its mission and its contact info.
Headlines can be outrageous in an effort to get clicks. What’s the whole story?
CHECK THE AUTHOR
SUPPORTING SOURCES?
Do a quick search on the author. Are they credible? Are they real?
CHECK THE DATE
Click on those links. Determine if the info given actually supports the story.
IS IT A JOKE?
Reposting old news stories doesn’t mean they’re relevant to current events.
If it is too outlandish, it might be satire. Research the site and author to be sure.
CHECK YOUR BIASES
ASK THE EXPERTS
Consider if your own beliefs could affect your judgement.
Ask a librarian, or consult a fact-checking site.
International Federation of Library Associations and Institutions With thanks to www.FactCheck.org
Samantekt Alþjóðasambands bókasafna og stofnana (IFLA)
19
Kaffibolli í Lundi
Ríkey Þöll Jóhannesdóttir, stjórnmálafræðinemi í skiptinámi í Svíþjóð.
Ég sit í makindum mínum í huggulegri íbúð í Östra – Torn hverfinu í útjaðri Lundar í Svíþjóð. Ástæða þess að ég er svo makindaleg er sú að ég mun verja fyrri helmingi ársins hér í Lundi og stunda skiptinám. Ég var eiginlega ákveðin að fara í skiptinám á einhverjum tímapunkti þegar ég hóf nám við Hí, var þá tiltölulega nýkomin úr heimsreisu og enn full af ævintýraþrá. Það skemmdi heldur ekki fyrir að fyrir landsbyggðarmanneskju eins og mig sjálfa þá hljómaði skiptinám í gegn um Erasmus sem mjög góður kostur fjárhagslega samanborið við uggvænlegan leigumarkað Reykjavíkurborgar. Ég var staðráðin í að fara til Svíþjóðar, ekki þó af neinni sérstakri ástæðu heldur vegna mikillar ástríðu minnar á sænskri menningu sem ég hafði þó aldrei kynnst á eigin skinni. Þrátt fyrir aðeins rúmlega mánaðardvöl í fyrirheitna landinu þá sé ég sko alls ekki eftir þessu vali. Það er ekki annað hægt að segja en að Háskólinn í Lundi leggi sig allan fram við að
20
taka vel á móti skiptinemum, fyrstu vikuna var svo mikið á boðstólnum af skoðunarferðum, kynningum, kaffihittingum og partýum að það hálfa væri nóg. Passað var uppá að við værum vel upplýst um gang mála hér í Svíþjóð og samfélagið í Lundi. Við lærðum fljótt að fika er aðal málið ef þú ætlar að vera maður á meðal manna og að fara daglega í fika með vinum eða bekkjarfélögum er strax orðin rótgróin hefð þann stutta tíma sem ég hef verið hér. Fyrir þá sem ekki vita þá er fika stór partur í daglegu lífi svía og byggir á því konsepti að taka part úr deginum til að fá sér kaffi og eins og einn kanilsnúð eða semlu með góðu fólki. Lundur er sannkölluð háskólaborg, af um 90 þúsund íbúum stundar helmingurinn nám í háskólanum og það hefur svo sannarlega áhrif á andrúmsloftið hér. Mikið er lagt upp úr því að koma til móts við stúdenta bæði námslega og félagslega. Hér eru 13 mismunandi nemendafélög sem eru með stútfulla dagskrá alla daga vikunnar og öllum stendur til boða að taka þátt. Það væri mjög auðvelt að missa sig í gleðinni en sem betur fer er námið líka mjög áhugavert. Námið og allt utanumhald er töluvert frábrugðið náminu heima. Hér er til að mynda stuttannakerfi þar sem hver önn er í rúma tvo mánuði. Yfirleitt taka nemendur einn til tvo áfanga á önn, sem einfaldar manni að öðlast dýpri skilning á því sem tekið er fyrir hverju sinni. Ég er ótrúlega ánægð með þá áfanga sem ég tek þessa önnina, en það eru: umhverfisstjórnmál og saga stríðs og friðar í átökum Ísraels og Palestínu. Á síðari önninni
mun ég svo fræðast frekar um hið skandinavíska velferðarríki og sögu pólitískrar orðræðu. Kennsla áfanganna er einnig mjög ólík því sem hefðbundið er í HÍ. Mikil áhersla er lögð á málstofur og kynningar auk skriflegra texta. Það eru engin hefðbundin skrifleg próf heldur byggir stór hluti af lokaeinkunn á hópavinnu, virkni í tímum og fyrirlestrum og lokaverkefni eru í formi ritgerða. Andrúmsloftið í tímum er mjög afslappað og byggir meira á samræðum heldur mjög ströngu fyrirlestrarformi. Mín upplifun er sú að nemendur leggi meira upp úr því að koma lesnir í tíma til þess að geta tekið virkan þátt í umræðunni sem fer fram. Það má þó ekki heldur gleyma að minnast á allt góða fólkið sem ég hef kynnst hér. Flest eru þau líka skiptinemar og eru því í svipuðum sporum. Við höfum verið dugleg að kynnast nýju landi meðfram náminu og erum til að mynda að leggja í langferð til Lapplands eftir fáeina daga undir þeim formerkjum að sjá norðurljós. Ég hvet alla sem hafa kost á því að fara í skiptinám. Þó ég sé eiginlega bara nýkomin út og eigi mikið eftir ólært hér í Svíaríki þá get ég allavegna fullyrt að það sé mikilvægt að kúpla sig úr hversdagsleikanum af og til og upplifa námið út frá öðrum sjónarhornum og forsendum, og bara svona lífið almennt. Sendi góðar kveðjur með kaffi og kanilsnúð við höndina.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
K-pop dansklúbbur og sunnudagsmessur
Ísabella María er stjórnmálafræðinemi sem stundar nú skiptinám við International Christian University í Tokyo, Japan.
Ég var komin með leið á Íslandi og ákvað að fara í skiptinám. Fekk svona “groundhog day” tilfinningu og langaði í einhverja svakalega breytingu. Japönsk menning og söb-kúltúr hefur lengi heillað mig svo það var ekkert spursmál hvert ég skildi fara. International Christian University (ICU) í Tokyo varð fyrir valinu en mér fannst mjög spennandi að fara í skóla sem hafði tileinkað sér kristileg gildi. Það eru sunnudagsmessur og af og til haldin erindi um boðskap trúarinnar, en annars hefur ekki verið mikið um kristilegan áróður. Þeir sem læra í skólanum þurfa að skrifa undir samning að þau geri sér grein fyrir og virði Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, en ICU er þekktur fyrir að hafa mikið fyrir því að nemendunum líði vel í skólanum. Skólinn styðst við þriggja anna kerfi i stað tveggja, sem þýðir að annirnar eru styttri og maður kemst vanalega i gegnum fleiri áfanga. Það kom mér á óvart að það eru hvorki seldir orkudrykkir i skólanum né er leyft að hafa stúdentaráð en nemendum virðist almennt ekki kippa sér upp við það. Það er ekki mikil hefð fyrir að mótmæla ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
eða vera með eitthvað vesen, hlutirnir eru svolítið eins og þeir eru því þeir hafa alltaf verið þannig. Allir tímarnir sem ég er í eru sem betur fer kenndir a ensku. Kennslan byggist að miklu leyti á að nemendur séu virkir i tímum og taki þátt í umræðum. Lokaeinkunnin byggist meðal annars á hversu virkur maður er í tímunum. Það er meira um hópavinnu og kynningar sem nemendur þurfa að halda en það sem ég upplifi í HÍ. Hingað til hefur verið a.m.k. ein kynning í hverjum áfanga. Þrátt fyrir að það sé ekki stúdentaráð, þá er mikið haft fyrir skóla-klúbbum og eru sumir af þeim alveg áhugaverðir. Ég skráði mig til dæmis i k-pop dans-klúbb þar sem við hittumst einu sinni í viku og æfðum “kawaii” dansa við k-pop lög. Þeir eru svo miklu flóknari og hraðari en maður heldur. Ég deili stóru húsi utan háskólasvæðisins með sirka hundrað öðrum íbúum. Hér höfum við allt til alls, eitt eldhús, stórt baðkar eða lítil sundlaug og kartöflugarð. Þau eru öll mega næs og ég kynntist þar mínum nánustu vinum her úti. Okkur finnst gaman að grilla, spila og syngja i karaoke. Í húsinu er mikið af allskonar hljóðum því mörg rafmagnstækin spila lög þegar þeim vantar eitthvað. Vatnshitarinn spilar Minuet eftir Bach þegar hann þarf meira vatn og ísskápurinn spilar stafrófslagið ef hann er skilinn eftir opinn. Það er orðið svona ágætlega þreytandi. Það er rosa hentug og skipulögð partý menning hérna. Byrja vanalega mjög snemma svona upp úr þrjú-fjögur um eftirmiðdag og maður gæti þá verið kominn heim upp i rúm um níu. Stundum eru send boðskort þar sem maður merkir við hvenær maður ætlar sér að mæta og hve lengi maður ætli að vera. Það er samt mikið notað af plasti og þarf hver vara að vera pökkuð inn í a.m.k. þrjú lög af plasti aður en hún er sett í plastpoka. Ofan á það kemur ruslavandi en það eru varla neinar ruslatunnur hérna á almannafæri svo maður lendir oft í því að þurfa að halda á öllu
plastinu sínu þangað til maður kemur heim. Annars er Tokyo alveg ægilega góður staður til að vera á. Það virðist hafa skollið á einhverskonar æði fyrir Miranda Kerr þar sem maður sér hana á ábyggilega fimmtu hverri auglýsingu i Shinjuku og Shibuya. En það verður spennandi að fylgjast með því. Mæli með að skella sér bara út í skiptinám, það er algjörlega málið fyrir þá sem vilja bara smá „breik“ frá Íslandi.
21
Ofbeldi sem valdatæki Viðtal við Heiðu Björg Hilmisdóttur um MeToo byltinguna.
Inger Erla Thomsen
Heiða Björg Hilmisdóttir fór fyrst í framboð 2014 fyrir Samfylkinguna og hefur því verið í stjórnmálum í aðeins tæp 5 ár. Fyrir þann tíma hafði hún verið virk í kvennahreyfingu Samfylkingarinnar meðal annars sem formaður en er nú varaformaður Samfylkingarinnar. Henni hafði alltaf þótt það gefið að kynin væru öll jöfn en áttaði sig smám saman á því að allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að jafnrétti náist því það kæmist ekki á sjálfkrafa og án baráttu. „Hvers vegna á ég ekki að taka þátt frekar en einhver annar? Því fleiri sem við erum því fyrr verða breytingarnar“ segir Heiða og bendir á að það sé lítill hópur fólks í samfélaginu sem vill alls ekki að þar ríki jafnrétti og vill helst að við tökum skref í átt til fortíðar í þeim málum.
Til að stjórnmálaflokkur virki sem þessi lýðræðislegi vettvangur sem hann á að vera þarf rödd allra að fá hlustun, það þarf að ríkja jafnræði meðal fólks Heiða telur að MeToo-byltingin hafi breytt stjórnmálum sem starfsvettvangi fyrir konur. „Karlmenn innan stjórnmálanna taki þessu almennt alvarlega og margir hafi t.a.m ekki áttað sig á því áður hvernig orðræða þeirra skaðaði konur. Þeir áttuðu sig margir ekki á mikilvægi þess að hafa konur með þegar ákvarðanir eru teknar, að taka þeirra framlag jafn alvarlega og karlanna.” „Ég myndi segja að vinnan til að breyta stjórnmálakúltúrnum sé enn eftir.“ Heiða bendir á að mikilvægt sé að MeToo byltingin festi sig í sessi en verði ekki eins og enn ein vitundarvakningin sem endar svo á að verða ekki til breytinga. “Þær konur sem voru fremst í flokki í MeToo byltingunni óttuðust það. Það á enginn þessa byltingu en það verður engin bylting ef við förum ekki mörg í þetta samtaka.” “Til að stjórnmálaflokkur virki sem þessi lýðræðislegi vettvangur sem hann á að vera þarf rödd allra að fá hlustun, það þarf að ríkja jafnræði meðal fólks og fólk þarf að geta starfað með okkur eða átt við okkur örugg samskipti. Við kjörnir fulltrúar erum að mörgu 22
leyti alltaf fulltrúar okkar stjórnmálaflokka og þurfum að koma fram af háttvísi við allt fólk, alveg sama hvort við erum í vinnunni eða ekki. Innan [stjórnmála]flokkanna hefur menningin breyst þar sem allir flokkarnir hafa verið með samráðshóp og sameiginlegt málþing eftir MeToo byltinguna. Þeir vinna allir að því að koma á trúnaðarvettvangi sem einstaklingar innan flokkanna geta leitað til. Samfylkingin er búin að koma slíkum á fót eins og frægt hefur orðið eftir mál Ágústar Ólafssonar. Ein krafa stjórnmálakvenna í MeToo-byltingunni var að hafa slíkan vettvang innan flokka svo hægt væri að leita til
þeirra og treysta því að málið fái faglega meðferð. Það má ekki vera krafa að öll mál séu leyst í fjölmiðlum þar sem það eitt og sér getur haft þöggunaráhrif. Við í Samfylkingunni samþykktum á landsfundi að skipa sérstaka trúnaðarnefnd sem starfar eftir ákveðnu verklagi.” “Trúnaðarnefnd er samsett af fagfólki sem gegnir ekki neinum öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þetta eru lögfræðingar, sálfræðingar, félagsfræðingar og aðrir sem hafa til þess bæra menntun eða reynslu í að taka á svona flóknum málum og fylgja þeim eftir. Við sem störfum í flokknum höfum falið ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
þessu fólki úrlausn þessara mála og ég held að flestir flokkar vilji fá svona ábendingar inn í þær trúnaðargáttir sem eru smám saman að verða til. Þetta er faglegur og eðlilegur vettvangur, það þarf ekki að taka fram að auðvitað er öllum málum sem varða lögbrot eða eiga erindi til lögreglu umsvifalaust vísað þangað. En það er svo margt sem getur verið ábótavant í samskiptum fólks sem ekki er lögbrot.“ Heiða harmar að í tilfelli Ágústar hafi látið í veðri vaka að leiðin sem Samfylkingin fór í þessu máli hafi verið leið til þöggunar, þegar hún telur það hafi verið einmitt þveröfugt. „Við sáum í Metoo-sögunum að það sem oft sat mest í konunum var að maðurinn gekkst aldrei við því að þetta væri óeðlileg framkoma, það eitt er mikilvægt hvort sem um er að ræða áreitni, ofbeldi eða bara niðurlægjandi framkomu eins og að hlusta ekki á það sem konur hafa fram að færa, grípa fram í fyrir þeim á fundum og gera lítið úr því sem þær segja. Það er gríðarlega mikilvægt að við hlustum á frásagnir kvenna og að þær séu ekki látnar einar um að leysa úr slíkum málum. Oft er nefnilega hægt að vinna úr svona málum þannig báðir aðilar komi sterkir frá borði.” „Við eigum að hafa samúðina hjá þolendunum en ekki hjá ofbeldismönnunum. Þannig hefur íslenskt samfélag birst mér og hundruðum kvenna. Margar konur hafa sagt frá því að fjölskyldan þeirra trúir þeim ekki, þær hafi jafnvel misst vinnuna og æruna fyrir að segja frá. Þetta er erfitt meðal annars af því að oft er um að ræða gerendur sem okkur þykir vænt um og erfitt er að horfast í augu við að fólk geti beitt ofbeldi. Það er hávær en lítill hópur fólks sem vill halda í gamla kynjakerfið sem vinnur gegn jafnrétti. Þó við ræðum kynbundið ofbeldi þá þýðir það ekki að annað ofbeldi skipti engu máli. Þess vegna þurfum við að halda vel utan um þá umræðu, það eiga allir í hættu að verða fyrir ofbeldi en konur verða í mun meiri mæli fyrir ofbeldi en karlar. Það er „sýstematískt“ að halda okkur frá völdum og vellíðan.“ „Ég held að Klaustursmálið hafi svolítið minnt okkur á að við erum ekki komin eins langt og við viljum halda. Það er í rauninni birtingarmynd á akkúrat þeirri taktík sem margar konur í MeToo-hóp stjórnmálakvenna lýstu, karlar hlutgera þær og þær séu í raun allar dansandi undir stjórn karlanna. Klaustursmálið var í raun endurtekning á mörgum MeToo-sögum sem konur höfðu deilt. Þarna var verið að taka völdin af konum og tala þær niður með því að gera þær að kynveru en ekki að hugsandi manneskju sem hefur völd og áhrif ” segir Heiða og bætir ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
við að það sé alveg á hreinu að hún myndi ekki kjósa einstaklinga sem tala eða hegða sér með þessum hætti. Henni grunar að um fleiri ofbeldismenn er að ræða, því er mikilvægt að við fáum vitneskju um það þegar kjörnir fulltrúar hegða sér með ósæmilegum hætti.
Það var í rauninni lygilegt hversu keimlíkar MeToosögurnar eru og hversu augljóst það er að áreiti í garð kvenna er valdatæki sem virkar „Mér finnst líka að það þurfi að líta á vinnustaðinn Alþingi sem stofnun sem þarf að virka og ég er ekki viss um að vinnustaðir virki ef fólk talar með þessum hætti [líkt og í Klaustursmálinu] í kaffipásum. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim konum sem vinna á Alþingi. Við getum tekist harkalega á um pólitík en svona tal er allt annað og í rauninni bara ofbeldi, eins og Lilja Alfreðsdóttir sagði.“ „Ég óska þess að við sem samfélag komumst á þann stað að hegðun sem felur í sér áreitni eða hverskyns ofbeldi sé einfaldlega ekki boðlegt. Þetta er eitthvað sem við þurfum öll að taka til okkar því gerendur og þolendur eru allt í kringum okkur, oftast bara venjulegt fólk úr öllum stjórnmálaflokkun, vinnustöðum, skólum og fjölskyldum. Við þurfum sem samfélag bæði að þora að viðurkenna það að gerendur eru engin skrímsli og að við getum ekki lokað á alla sem brjóta af
sér í okkar samfélagi. Mín skoðun er sú að við höfum verið ófær sem þjóð að taka á svona málum. Ég hef alveg trú á því að við getum horfst í augu við þetta en við verðum að átta okkur á því að gerendur eru bara venjulegir menn, kannski menn sem okkur líkar vel við“ segir Heiða. „Við þurfum líka að hafa leiðir fyrir gerendur sem styður þá í að taka nauðsynlega ábyrgð á gjörðum sínum og leita sér hjálpar til að koma í veg fyrir að þeir beiti ofbeldi eða áreiti fólk. Ég er þá ekki að segja að allir eigi bara að fyrirgefa og þetta eigi ekki að vera neitt mál. Við þurfum að vera betri sem þjóð og hætta að kóa með ofbeldismönnum en um leið finna leiðir þannig að þeir geti átt eitthvert líf ef þeir gangast við brotum sínum og axla ábyrgð. Það eru margar sögur af því þar sem kvenkyns þolendur hafa verið útilokaðar á vinnustað, skóla, stjórnmálaflokk, íþróttafélögum eða janvel úr heilu bæjarfélögunum. Meðan gerendur hafa fengið fullan stuðning samfélagsins.“ Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á fjölbreyttara úrræði fyrir gerendur sem lið í að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. STÖNDUM MEÐ ÞOLENDUM, TÖLUM UM OFBELDI Reykjavíkurborg hefur verið að þróa aðferðir til að tala við börn um ofbeldi án þess að hafa slæm áhrif á þeirra frjóa huga. Eftir það hafa fleiri börn opnað sig og sagt frá ofbeldi sem þau hafa orðið fyrir eða orðið vitni að. Á sama tíma varð starfsfólk öruggara með að tala um og bregðast við ofbeldismálum. Heiða segir að það sé staðreynd að börn eru oft búin að segja frá ofbeldi allt að tíu sinnum áður en fullorðinn einstaklingur bregst 23
við. „Þarna þurfum við sem samfélag að hlusta á börn og fræða börn og unglinga um mörk og samskipti. Við þurfum að tryggja að umhverfið sé þannig að ef við sjáum ofbeldi eða verðum vitni af ofbeldi eða áreitni að við skiptum okkur af, látum vita og tilkynnum. Það er okkar lagaleg skylda að láta vita ef einhver verður fyrir ofbeldi.“ Heiða bendir á að við sem samfélag þurfum að vera meðvituð um þá hópa sem treystu sér ekki til að koma út með sínar sögur eða undirskriftarlista í MeToo-byltingunni vegna þess að það gæti ógnað öryggi þeirra, þá má einna helst nefna fatlaðar konur og eldri konur. „Við buðum öllum konum aðstoð við að mynda MeToo-hópa, meðvitaðar um að það er ekki auðvelt að halda utan um svona og alls ekki auðvelt að koma fram með söguna sína og sjá hana jafnvel birtast á forsíðum blaðanna.“ „Ég lenti í áreitni sem ég hef hvergi rætt út af minni aðkomu að MeToo. Mér fannst tilgangurinn augljós, verið var að þagga niður í mér. Á þessum tíma fannst mér alveg nóg að vera talskona MeToo þó svo að ég væri ekki að blanda inn í það einhverjum körlum sem voru að áreita mig á meðan þessu öllu stóð. Taktíkin sem er notuð er í rauninni til þess að slá okkur út af laginu.” “Það var í rauninni lygilegt hversu keimlíkar MeToo-sögurnar eru og hversu augljóst 24
það er að áreiti í garð kvenna er valdatæki sem virkar. Þessi kynjaði strúktur er ótrúlega rótgróinn í menningu okkar, ég held að við fæðumst inn í hann og við ölum börnin okkar upp í þessu og það er mjög erfitt að hætta því nema að vera meðvituð um það, hvort sem það er inn á heimilum, vinnustöðum eða samfélaginu yfir höfuð. Þetta snýst um völd, hefðir og kynjastrúktur sem við göngum inn í.
Við þurfum heldur ekki að vera í vörn fyrir kynið okkar, það er enginn að segja að allir karlmenn séu ofbeldismenn, eða allar konur þolendur SAMFÉLAGSLEGT HAGSMUNAMÁL “Það sem ég óttast mest er að það komi einhvers konar bakslag á byltingunni og að þeir sem beiti ofbeldi beiti því enn meira til að sanna kraft sinn og stöðu. Þetta snýst ekki bara um konur og karla heldur um að við öll sem samfélag tökum afstöðu. Við þurfum heldur ekki að vera í vörn fyrir kynið okkar, það er enginn að segja að
allir karlmenn séu ofbeldismenn, eða allar konur þolendur, það er bara algengasta birtingarmyndin. Við erum einfaldlega að senda skilaboð til þeirra sem beita ofbeldi að það er ekki liðið lengur og til þolenda um að þau séu ekki ein, við stöndum með þeim. Ef við getum bara sameinast um þetta væri það öllum til góðs. Rannsóknir eru sífellt að sýna okkur hvað ofbeldi hefur mikil áhrif á líðan og afköst, við gætum náð miklu meiri árangri sem þjóð í atvinnumálum og þjóðarframleiðslu, listum og sem einstaklingar í samskiptum í samfélaginu ef við gætum útrýmt þessu gamla kynjakerfi. Ég held að eiginlega allar konur verði fyrir einhvers konar kynbundnu áreitni á lífsleiðinni. Þetta er mein sem við verðum að uppræta, fátt er mikilvægara en jafnrétti og að við minnkum þessa valdabaráttu. Ég veit alveg að þetta breytist ekki á einu ári, við þurfum líka að sýna þrautseigju og vera mörg. Við erum alls konar og við þurfum að standa með hve öðru þrátt fyrir að við séum með mismunandi áherslur. Mér finnst ungt fólk almennt móttækilegra og tilbúnara til að breyta og við eigum að veita ungu fólki þann vettvang að geta barist fyrir jafnrétti. Innan stjórnmálanna var örlítið bakslag í jafnréttinu þegar konum fækkaði á Alþingi í kosningunum 2017. Þó við náum litlum sigrum virðumst við ekki ná alla leið. ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
@islandsbanki
440 4000
Íslandsbanki
Velkomin í hópinn Við bjóðum alla velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina Íslandsbanka. Skráðu þig í viðskipti á netinu, það tekur aðeins örfáar mínútur! Kynntu þér málið á islandsbanki.is/velkomin og smelltu þér í viðskipti.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
25
Hvað útskýrir breytta hegðun Kína gagnvart Norður-Kóreu? Ívar Vincent Smárason
Ívar Vincent Smárason fékk verðlaun Félag stjórnmálafræðinga fyrir framúrskarandi lokaritgerð í BA-námi árið 2017. Grein þessi er unnin upp úr ritgerðinni; „Kína á krossgötum: Hvað útskýrir breytta hegðun Kína gagnvart Norður-Kóreu?” Leiðbeinandi var Silja Bára Ómarsdóttir. Höfundur stundar nú meistaranám í Asíufræðum við Háskólann í Lundi. Í handbók grunnnema sem stjórnmálafræðideild HÍ gefur út er nemendum ráðlagt að velja sér áhugavert viðfangsefni í BA-ritgerð sinni. Af fenginni reynslu er þetta hollráð gríðarlega mikilvægt. Áhugi minn á Kína og Norður-Kóreu kviknaði snemma á menntaskólaárunum og tvíefldist þegar ég ferðaðist þangað eftir að menntaskólagöngu minni lauk. Þegar loks kom að því að skrifa lokaritgerðina í stjórnmálafræðinni lá því beinast við að skrifa ritgerð um ástand mála í Asíu. Kóreuskaginn og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu voru oftar en ekki í kastljósi fjölmiðla og var staða Kína í þessu ferli fremur óljós. Ég tók því ákvörðun um að stilla fókusinn á utanríkisstefnu Kína gagnvart Norður-Kóreu þegar ég hóf ritgerðarskrifin. FORMÁLI Þann 12. febrúar árið 2013 sprengdi ríkisstjórn Norður-Kóreu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni, þá þriðju í röð tilrauna sem höfðu það yfirlýsta markmið að auka öryggi landsins og þegna þess. Kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu hafa í gegnum árin kallað fram sterk viðbrögð alþjóðasamfélagsins og hafa vestræn ríki þar jafnan verið í fararbroddi. Ríkisstjórn Kína, nágrannaríki Norður-Kóreu, brást einnig við tilrauninni með því að fordæma atvikið á alþjóðavísu. Kína hafði vissulega látið í sér heyra þegar Norður-Kórea sprengdi fyrri kjarnorkutilraunir sínar en nú kvað við annan og harðari tón. Í ljósi þess að ríkin tvö hafa öllu jafna verið álitin bandamenn þótti hegðun Kína gagnvart norður-kóresku ríkisstjórninni merkileg. Í þessu samhengi beindu margir sjónum að Xi Jinping, hinum nýja leiðtoga Kína, og ríkisstjórnar hans sem skýringarþátt í hinni breyttu hegðun landsins. 26
KENNINGARAMMI Þær tvær kenningar sem mér fannst best eiga við til þess að greina utanríkisstefnu Kína voru annars vegar nýklassísk raunhyggja (e. neoclassical realism) og hins vegar félagsleg mótunarhyggja. Nýklassísk raunhyggja er sprottinn úr ranni raunhyggjukenninga en heimssýn þeirra grundvallast á þremur forsendum: ríki eru mikilvægustu gerendurnir í alþjóðastjórnmálum, þau hafa ávallt það að markmiði að lifa af og sjálfshjálparviðleitni er þeim í blóð borin. Þessa grundvallarþætti má finna í nýklassískri raunhyggju sem spratt fram á sjónarsviðið á tíunda áratug síðust aldar. Nýklassísk raunhyggja byggir þó á forsendum sem aðgreina hana frá öðrum kenningaskólum raunhyggjunnar, ekki síst hugmyndinni um að metnaður í utanríkismálum haldist í hendur við aukin eða minnkandi hlutfallsleg völd. Þau skrif innan nýklassískrar raunhyggju sem best eru þó til þess fallinn að útskýra breytta hegðun Kína að mínu mati eru eftir Randall L. Schweller, einn helsta fylgismann nýklassískrar raunhyggju. Það eru einkum tvær tilgátur sem Schweller nefnir í skrifum sínum sem geta vel útskýrt hina breyttu hegðun Kína og hvað hún þýðir fyrir Norður-Kóreu. Í fyrsta lagi telur hann að ákveðin skilyrði þurfi að eiga sér stað til þess að ríki ákveði að bregðast við utanaðkomandi ógn frá öðrum ríkjum í alþjóðakerfinu. Í þessu samhengi horfir hann til þeirra einstaklinga sem fara með ákvörðunarvald ríkja. Í stuttu máli þurfa þessir einstaklingar að vera sammála um eðli og umfang ógnarinnar, sem og aðgerðir til þess að vernda hagsmuni ríkisins. Í öðru lagi hefur Schweller skrifað um bandalög á milli ríkja, nánar tiltekið þegar bandalögin eru á milli valdameiri og
valdaminni ríkja. Í slíkum aðstæðum krefst valdaminna ríkið meiri aðstoðar en það getur innt af hendi. Slík bandalög eru því ekki eftirsóknarverð fyrir valdameira ríkið nema um afar mikilvægt landsvæði sé að ræða. Hin kenningin sem varð fyrir valinu, félagsleg mótunarhyggja, er afar frábrugðin raunhyggjukenningum. Hún teflir fram þeirri hugsun að hugmyndir, þekking, viðmið, gildi og reglur hafi öll áhrif á sjálfsmynd og hagsmuni ríkja sem og skipulag alheimsstjórnmála. Jafnframt beinir hún sjónum að sambandinu á milli gerenda (e. agents) og formgerða (e. structures), svo sem sambandinu á milli ríkja og formgerðar alþjóðakerfisins, og spyr mun frekar hvernig skoða eigi hlutina fremur en hvað eigi að skoða. Grunnstef kenningarinnar er sú að heimurinn sé félagslega mótaður, en gerendur geta hins vegar haft áhrif á formgerðina og umbreytt henni með hugmyndum sínum. Nálgun félagslegrar mótunarhyggju á alþjóðastjórnmál er afar víð og því skoðaði ég einkum þrjá þætti innan kenningarinnar. Í fyrsta lagi mótar formgerðin hagsmuni og sjálfsmynd gerenda, ef ríkið er upptekið af því að fylgja reglum alþjóðasamfélagsins mun það gera sitt besta til þess að brjóta ekki í bága við almennt viðurkennda hegðun. Í öðru lagi hefur hnattvæðing áhrif á hegðun ríkja og stuðlar að einsleitni þeirra. Þetta sést í gegnum stofnanalega einsleitni, sem kann að orsakast vegna þess að tiltekið ríki sækist í viðurkenningu alþjóðasamfélagsins með því að taka upp viðmið og gildi þeirra ríkja sem vinsælust eru. Í hnattvæddum heimi gætir áhrifa frá félagsmótun í gegnum alþjóðlegar stofnanir og samtök sem ríki hafa aðild að og getur slík félagsmótun haft áhrif á hegðun. Í þriðja og ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
síðasta lagi má nefna hugmyndir Alexander Wendt um þrjár tegundir stjórnleysis. Wendt heldur því fram að hegðun ríkja á alþjóðavettvangi megi rekja til þess hvernig stjórnleysi alþjóðasamfélagsins birtist ríkjum þess og hvernig það hefur áhrif á skynjun þeirra á öðrum ríkjum. BREYTT HEGÐUN KÍNA GAGNVART NORÐUR-KÓREU Líkt og fyrr segir hafði ríkisstjórn Kína verið gagnrýnin á kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu frá árinu 2006. Í kjölfar þriðju kjarnorkutilraunar landsins greindi ég þó ákveðna breytingu á utanríkisstefnu Kína gagnvart Norður-Kóreu þar sem gagnrýni stjórnvalda varð mun háværari. Þetta má sjá í yfirlýsingum sem kínversk stjórnvöld birtu í fjölmiðlum, gögnum frá fastanefnd Kína í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, ásamt þeirri staðreynd að almenningi, fræðimönnum og fjölmiðlum gafst nú kostur á að ræða stefnu Norður-Kóreu opinskátt. Jafnframt hóf Xi Jinping að leggja grunninn að nánari samskiptum við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Hér er vert að benda á að heimsókn Xi Jinping til Suður-Kóreu markaði tímamót því aldrei fyrr hefur kínverskur leiðtogi farið til Suður-Kóreu án þess að hafa áður sótt Norður-Kóreu heim.
ekki notið víðtæks stuðnings. Einnig getur verið að undirliggjandi reiði gagnvart hegðun norður-kóreskra yfirvalda hafi komið upp á yfirborðið þegar hin nýja ríkisstjórn tók við völdum. Í þriðja og síðasta lagi má skoða viðhorf Kína til bandalags þess við Norður-Kóreu út frá mikilvægi landsvæðis síðarnefnda ríkisins. Kína er mun valdameiri aðili í sambandi ríkjanna og Norður-Kórea græðir mun meira á bandalaginu, hins vegar er staðsetning Norður-Kóreu hernaðarlega mikilvæg fyrir kínverska ráðamenn. Af þeim sökum heldur Kínastjórn enn lífi í bandalaginu. Ef Norður-Kórea myndi líða undir lok myndu ríkin tvö á Kóreuskaganum sennilegast sameinast í eitt ríki undir merkjum Suður-Kóreu. Líklegt er að hið nýja kóreska ríki myndi jafnframt hleypa bandarískum herafla óþægilega nálægt landamærum Kína.
GREINING
„Á undanförnum árum og áratugum hefur Kína náð gríðarlegum efnahagslegum framförum, meðal annars með því að eiga aðild að alþjóðlegum stofnunum og fylgja eftir leikreglum alþjóðasamfélagsins.“
Til þess að skoða þessa breytingu nánar studdist ég við hina tvo fyrrnefndu kenningaramma í greiningu minni. Sé kenningaramma nýklassískrar raunhyggu beitt til þess að greina ástandið er einkum þrennt sem útskýrir hina breyttu hegðun kínverskra ráðamanna. Í fyrsta lagi má líta til hugmyndarinnar um hlutfallsleg völd. Vera má að Kínastjórn hafi litið svo á að kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu hafi verið til þess fallin að grafa undan hlutfallslegum völdum Kína. Nauðsynlegt hafi verið að sýna andstöðu gegn hegðun norður-kóreskra stórnvalda til þess að sporna við því að þau kæmu sér upp fullkomnum kjarnorkuvopnum með tilheyrandi raski á valdajafnvæginu í álfunni. Í öðru lagi má skoða hugmyndir Schwellers um valdaelítur. Hin breytta hegðun Kína gagnvart Norður-Kóreu átti sér stað um það leyti sem ríkisstjórn Xi Jinping tekur til valda og því má ætla að fyrri ráðamenn hafi ekki verið sammála um eðli og umfang þeirrar ógnar sem stafaði af kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Vera má að einstaka ráðamenn í fyrri ríkisstjórnum hafi fundist að nauðsynlegt væri að bregðast við kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu en
Út frá kenningaramma félagslegrar mótunarhyggju má í fyrsta lagi líta svo á að breytt hegðun Kína sé til komin vegna þess að kínverskir ráðamenn hafi látið undan alþjóðlegum þrýstingi. Á undanförnum árum og áratugum hefur Kína náð gríðarlegum efnahagslegum framförum, meðal annars með því að eiga aðild að alþjóðlegum stofnunum og fylgja eftir leikreglum alþjóðasamfélagsins. Hugsast getur að Kína hafi látið undan kröfu alþjóðasamfélagsins um að málefni Norður-Kóreu skyldu vera tekin föstum tökum. Einnig getur verið að kínverskir ráðamenn hafi hugsað sem svo að lögmæti Kína á alþjóðasviðinu yrði dregið í efa ef ekki kæmi harðari gagnrýni á aðgerðir Norður-Kóreu. Sú ákvörðun að fylgja alþjóðasamfélaginu ekki að málum í þessari deilu hefði mögulega gert Kína erfiðara um vik að stunda viðskipti við erlend ríki sem hefði óneitanlega komið niður á hagvexti landsins. Í öðru lagi má skýra breytta hegðun Kína út frá stofnanalegri einsleitni. Út frá þeirri hugmynd má færa rök fyrir því að Kína hafi færst sífellt nær þeim viðmiðum og gildum sem vestræn ríki kenna sig við, að minnsta
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
kosti þegar kemur að efnahagsmálum. Þannig hafa kínverskar stofnanir á undanförnum árum átt í nánari samskiptum við alþjóðlegar stofnanir, líkt og Alþjóðaviðskiptastofnunina, og hafa þær einnig í auknum mæli tekið upp svipað regluverk og þær. Slík náin kynni við alþjóðlegar stofnanir geta haft félagsmótandi áhrif og gert það að verkum að ákveðin hugarfarsbreyting hafi átt sér stað hjá kínverskum ráðamönnum sem fært hafi hugsun þeirra nær vestrænum viðmiðum og gildum þegar kemur að Norður-Kóreu. Í þriðja lagi má skoða hegðun Kína út frá hugmyndum Alexander Wendt um þrjár tegundir stjórnleysis. Samkvæmt honum skiptir skynjun ríkja á öðrum ríkjum sköpum þegar kemur að hegðun þeirra á alþjóðavettvangi. Í sögulegu samhengi hafði samband Kína við Bandaríkin og Vesturlönd batnað verulega frá fyrri tíð og því má færa rök fyrir því að skynjun Kína á Bandaríkjunum og Vesturlöndum hafi færst í átt frá óvini til keppinauts. Samkvæmt kenningaramma Wendt má því að segja að skynjun Kína hafi færst frá hobbesísku stjórnleysi yfir til lockeískrar skynjunar. Hugmyndir Wendt kunna því einnig að skýra hvers vegna Kína tók harðari afstöðu gegn kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu árið 2013. LOKAORÐ Báðar kenningarnar varpa mismunandi ljósi á viðfangsefni ritgerðarinnar. Nýklassísk raunhyggja dregur upp mynd af Kína sem vill halda í óbreytt ástand í Austur-Asíu en félagsleg mótunarhyggja beinir aftur á móti sjónum að því hvernig Kína hefur færst í átt að viðmiðum og gildum Vesturlanda. Í byrjun árs 2017 þegar ég lauk námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands taldi ég ómögulegt fyrir Kína að gefa Norður-Kóreu upp á bátinn, ekki síst vegna mikilvægi staðsetningar Kóreuskagans fyrir kínverska ráðamenn. Jafnframt taldi ég breytta hegðun Kína gagnvart Norður-Kóreu vera varanlega, ekki síst vegna þeirra viðmiða og gilda sem ríkið hefur tileinkað sér í gegnum alþjóðlegar stofnanir. Af þessum sökum er óhætt að tala um að togstreita hafi einkennt utanríkisstefnu Kína gagnvart Norður-Kóreu. Um þessar mundir er ástandið á Kóreuskaga að mörgu leyti ágætt fyrir kínverska ráðamenn þar sem dregið hefur verulega úr spennu á svæðinu. Kjósi Norður-Kórea hins vegar að taka upp fyrri hegðun mun Kína án efa svara nágrönnum sínum af fullum hálsi líkt og árið 2013. 27
Staða kvenna og karla í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi og í Noregi Laufey Axelsdóttir er doktor í kynjafræði og stundakennari við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
28
vegna ólíkrar stöðu kvenna og karla þegar kemur að fjölskylduábyrgð. Í öðru lagi snúast skýringar á lágu hlutfalli kvenna um skort á eftirspurn eftir þeim og tengjast hindrunum sem konur mæta í fyrirtækjum/ stofnunum. Konur eru sagðar mæta öðru viðhorfi en karlar og að hæfni þeirra sé dregin í efa. Tengslanet karla er talið hafa áhrif á ráðningarferli í stjórnunarstöður þar sem konur eru síður valdar. Kannað er hvernig skýringar um framboð og eftirspurn tengjast mögulegum lausnum á því að fjölga konum í framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Þær lausnir
sem voru skoðaðar eru virkar ráðningastefnur (demand-side lausn), jákvæð mismunun (demand-side lausn) og aukið kynjajafnvægi í fjölskylduábyrgð (supply-side lausn). AUKIÐ FRAMBOÐ KVENNA
Til að stuðla að auknu framboði kvenna í atvinnulífinu hefur ýmislegt verið gert á Íslandi og í Noregi. Þar má benda á jafnréttislöggjafir, lög um fæðingarorlof og lög um leikskóla. Þessar aðgerðir hafa átt þátt í því að atvinnuþátttaka kvenna og karla er svipuð í löndunum. Kynjakvótar við stjórnir fyrirtækja hafa einnig verið innleiddir til að auka eftirspurn eftir konum í stjórnir fyrirtækja. Noregur Þrátt aðgerðir til að auka varð fyrsta land í heiminum til að lögleiða kynjakvóta árið 2003 og árið 2012 voru konframboð og eftirspurn eftir ur um 40% stjórnarmanna í norskum fyrirkonum í atvinnulífinu, auktækjum sem kynjakvótarnir ná til. Frumvarp inn fjölda stjórnarkvenna og til laga um kynjakvótaí í stjórnum 2003 og árið 2012 voru konur um 40% stjórnarmanna norskum hlutafélaga fyrirtækjum sem væntingar um smitáhrif kvót- og einkahlutafélaga var samþykkt árið 2010 á kynjakvótarnir ná til. Frumvarp til laga um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga og seinna varvar samþykkt frumvarp anna í aðrar stjórnunarstöðeinkahlutafélaga var samþykkt árið 2010 á Íslandi Íslandiogogáriári seinna samþykkt frumvarp um um kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða. Lögur fyrirtækja, þálífeyrissjóða. sýna gögn kynjakvóta í stjórnum Lögin tóku gildi 1. september árið 2013 og ná til fyrirtækja in tóku gildi 1. september árið 2013 og ná til sem hlutfall eru með 50 starfsmenn eða fleiri. Mynd 1 sýnir glögglega þær breytingar sem hafa orðið að kvenna í framfyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða á kynjahlutfalli í stjórnumáog hvernig stærstu fyrirtækin hafa staðið sig hvað best í því að fylgja kvæmdastjórnum Íslandi fleiri. Mynd 1 sýnir glögglega þær breytingar eftir lögunum. Árið 2009 voru konur um 19% stjórnarmanna í stærstu fyrirtækjunum en ári sem hafa orðið á kynjahlutfalli í stjórnum og í Noregi hefur ekki aukist. áður en lögin tóku gildi hafði þeim fjölgað um 7% í þeim fyrirtækjum. Hlutfallið var svo komið og hvernig stærstu fyrirtækin hafa staðið sig í 36% árið 2013 og 39% árið 2017.
Stjórnir fyrirtækja 2009-2017 90 80
838581
7976 74
70
74 68 64
50
40 30
171519
20
3639 27
3638 28
36 32 26
26 24 21
73 6461
72 64 62
60
%
Undanfarna áratugi hefur umræða um skort á konum í áhrifastöðum aukist um allan heim. Hlutfall kvenna í valdastöðum í atvinnulífinu hefur vaxið hægt þrátt fyrir að fleiri konur sæki sér menntun á sviði viðskipta, lögfræði og stjórnunar. Staða kynjajafnréttis á Íslandi og í Noregi þykir góð en Ísland hefur verið í efsta sæti The Global Gender Gap Report frá 2009 og Noregur hefur fylgt fast á eftir. Hvað varðar stöðu kynjajafnvægis í æðstu stjórnunarstöðum (þ.e. kynjajafnvægi hjá löggjafanum, meðal hátt settra opinberra embættismanna og stjórnenda) þá sýndi skýrslan aftur á móti að Ísland var í 68. sæti af 149 löndum sem skoðuð voru árið 2018 og Noregur númer 39 (World Economic Forum, 2018). Hér verður varpað ljósi á viðhorf æðstu stjórnenda á Íslandi og í Noregi til skýringa á lágu hlutfalli kvenna í æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja og mögulegra lausna á því að fjölga konum í framkvæmdastjórnum. Niðurstöðurnar byggja á megindlegum gögnum sem safnað var með rafrænum spurningalista í um 250 stærstu fyrirtækjum þessara landa (stærð miðast við tekjur). Gögnum var safnað frá nóvember 2014 og fram í janúar 2015 á Íslandi en um vor og sumar 2014 í Noregi. Alls fengu 1349 stjórnendur á Íslandi þátttökubeiðni og af þeim sem svöruðu gáfu 37% (504 stjórnendur) upplýsingar um kyn. Í Noregi fengu 1296 stjórnendur spurningalistann og var svarhlutfallið þar 31% (404 stjórnendur). Gagnasöfnin frá Íslandi og Noregi voru sameinuð og unnið var úr svörum 908 stjórnenda (252 konur og 656 karlar) með aðstoð tölvuforritsins SPSS. Við greiningu gagna var stuðst við kenningar um framboð og eftirspurn (e. supply and demand). Skýringar á lágu hlutfalli kvenna í æðstu stjórnendastöðum í atvinnulífinu snúast í fyrsta lagi um að það sé ekki nægt framboð af hæfum konum og lúta slíkar skýringar einkum að einstaklingunum sjálfum. Ólík starfsþróun karla og kvenna er gjarnan útskýrð með vísan í kynjamun í gildum og viðhorfum, væntingum um kynjahlutverk eða átaka milli fjölskyldu- og atvinnulífs
10 0
Karlar
Konur
2009
Karlar
Konur
2012
Karlar
Konur
Karlar
2013
Konur
Karlar
2015
Konur
2017
Kyn og stærð fyrirtækja Stjórnarmenn 50-99
Stjórnarmenn 100-249
Stjórnarmenn 250+
Mynd 1.1. Stjórnir Stjórnirfyrirtækja fyrirtækja2009-2017. 2009-2017. Heimild: Hagstofa Íslands. (2018). Kyn framMynd Heimild: Hagstofa Íslands. (2018). Kyn framkvæmdastjóra og kvæmdastjóra og stjórnarmanna eftir stærð fyrirtækja 1999-2017. stjórnarmanna eftir stærð fyrirtækja 1999-2017.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Þrátt aðgerðir til að auka framboð og eftirspurn eftir konum í atvinnulífinu, aukinn fjölda stjórnarkvenna og væntingar um smitáhrif kvótanna í aðrar stjórnunarstöður fyrirtækja þá sýna
og mögulegra lausna kom fram að stjórnendur sem styðja skýringar um skort á eftirspurn eftir konum styðja einnig 100 9290 88 9093 9190 86 8891 89 86 87 90 86 virkar ráðningarstefnur og jákvæða mis84 80 munun. Aftur á móti þá tengdist stuðn70 ingur við skýringar um skort á framboði 60 af hæfum konum ekki stuðningi við auk50 ið kynjajafnvægi í fjölskylduábyrgð. 40 30 Stuðningur við bæði virkar ráðn16 14 14 14 20 10 7 1010 13 13 ingarstefnur og aukið kynjajafnvægi í 1011 13 9 8 10 fjölskylduábyrgð gefa til kynna að æðstu 0 stjórnendur telji að ef auka á kynjajafnKarlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur vægi í framkvæmdastjórnum þá þurfið 2009 2012 2013 2015 2017 bæði fyrirtæki/stofnanir og samfélagið Kyn og stærð fyrirtækja að axla ábyrgð. Niðurstöðurnar gefa jafnFramkvæmdastjórar 50-99 Framkvæmdastjórar 100-249 Framkvæmdastjórar 250+ framt vísbendingu um mikilvægi þess að skoða þurfi nánar hvernig starfsferill Mynd Framkvæmdastjórar2012 2012ogog 2017. Heimild: Hagstofa Íslands. (2018). Kyn framMynd 2.2.Framkvæmdastjórar 2017. Heimild: Hagstofa Íslands. (2018). Kyn framkvæmdastjóra og verður fyrir víxlverkandi áhrifum kvenna kvæmdastjóra og stjórnarmanna eftir stærð fyrirtækja 1999-2017. stjórnarmanna eftir stærð fyrirtækja 1999-2017. vegna skorts á virkum ráðningarstefnum í fyrirtækjum/stofnunum og skorts á kynjajafnvægi í fjölskylduábyrgð. Þar Niðurstöður sýna aðÁrið skýringar sem tengjast skorti á framboði af hæfum konum hvað best í þvírannsóknarinnar að fylgja eftir lögunum. leiðandi er mikilvægt að huga að bæði Niðurstöður rannsóknarinnfá meiri hjá19% stjórnendum en skýringar um skort á eftirspurn eftir þeim. Þá af styðja 2009 vorustuðning konur um stjórnarmanna skýringum og lausnum tengdum framsíðurenskýringar eftirspurn kvenkyns stjórnendur. Þrátt fyrir ará sýna að en skýringar sem íkarlkyns stærstu stjórnendur fyrirtækjunum ári áðurum en skort boði og eftirspurn við frekari stefnumótkynjamun viðhorfum ber fjölgað að geta þess bæði skýringar um skort á framboði og eftirspurn lögin tókuí gildi hafði þá þeim um aðtengjast skorti á framboði un og rannsóknir. fengu lítinn stuðning meðal stjórnenda 7% í þeim fyrirtækjum. Hlutfallið var svoog viðhorf þeirra endurspegla frekar hlutlausa afstöðu af hæfum konum fá meiri Nánari umfjöllun og heimildir má til þeirra skýringa semogvoru komið í 36% árið 2013 39%kannaðar árið 2017.fyrir utan óformleg tengslanet sem íslenskir kvenkyns finna í grein Laufeyjar Axelsdóttur og stuðning hjá stjórnendum en stjórnendur álíta mjög mikilvæga. Þrátt aðgerðir til að auka framboð Sigtona Halrynjo: Gender Balance in og eftirspurn eftir konum í atvinnulíf- skýringar um skort á eftirHvað varðar mögulegar lausnir á því að fjölga konum í framkvæmdastjórnum fyrirtækja þá Executive Management: Top-Managers‘ inu, aukinn fjölda stjórnarkvenna og spurn eftir þeim. sýna niðurstöður að kvenkyns stjórnendur álíta virkar ráðningarstefnur og aukið kynjajafnvægi Understanding of Barriers and Solutions væntingar um smitáhrif kvótanna í aðrar í fjölskylduábyrgð mjög mikilvægar leiðir til að ná fram auknu kynjajafnvægi í þessum stöðum from the Demand-Supply Perspectstjórnunarstöður fyrirtækja, þá sýna gögn en karlkyns stjórnendur telja þær mikilvægar. Hvað varðar jákvæða mismunun sem leiðive. til aðGreinin birtist í Social Politics: fyrirtækja þá sýna niðurstöður að kvenað hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnfjölga kvenkyns þá fær sú stjórnendur hugmynd ekki mikinn stuðning International meðal Studies in Gender, State & kyns álítajafn virkar ráðningarum á Íslandi og í framkvæmdastjórum Noregi hefur ekki aukSociety árið 2018. Frá því greinin birtstjórnenda. Á meðan kvenkyns stjórnendur álíta hana mikilvæga þá gera karlar það ekki. Þegar stefnur og aukið kynjajafnvægi í fjölist. Konur voru einungis um 13% framist hefur tölfræði verið uppfærð og því skylduábyrgð mjög mikilvægar leiðir til könnuð voru tengsl skýringa og mögulegra lausna kom fram að stjórnendur sem styðja kvæmdastjóra í stærstu fyrirtækjum bendi ég einnig á nýjustu skýrslu World að ná fram auknu kynjajafnvægi í þessum skýringar skort eftirspurn eftir konum styðja einnig virkar ráðningarstefnur og jákvæða Íslands áriðum 2017 ená10% í Noregi. Mynd Economic Forum, The Global Gender stöðum en karlkyns stjórnendur telja þær Aftur áá Íslandi móti þáfrátengdist stuðningur við skýringar um skort á framboði af hæfum 2mismunun. sýnir þróunina 2009-2017 Gap Report 2018 ásamt nýrri gögnum mikilvægar. Hvað varðar jákvæða miskonum ekkihlutfall stuðningi við aukið í fjölskylduábyrgð. og hvernig kvenna hefurkynjajafnvægi nánast munun sem leið til að fjölga kvenkyns frá Hagstofu Íslands (2018), Kyn framstaðið í stað á þessum tíma en karlar eru Stuðningur við bæði virkar ráðningarstefnur og aukið kynjajafnvægi í fjölskylduábyrgð gefa tæplega 90% framkvæmdastjóra í stærstu framkvæmdastjórum þá fær sú hugmynd kvæmdastjóra og stjórnarmanna eftir til kynna að æðstu stjórnendur telji að ef aukaekki á kynjajafnvægi framkvæmdastjórnum þurfið fyrirtækja 1999-2017. Nýjustu töljafn mikinn ístuðning meðal stjórn- þá stærð fyrirtækjum landsins. bæði fyrirtæki/stofnanir og samfélagið að axlaÁ ábyrgð. gefa jafnframt fræðiupplýsingar frá Noregi má finna í enda. meðan Niðurstöðurnar kvenkyns stjórnendur vísbendingu um mikilvægi þess að skoða þurfi nánar hvernig starfsferill kvenna verður fyrir Norwegian gender balance scorCORE. álíta hana mikilvæga þá gera karlar það NIÐURSTÖÐUR víxlverkandi áhrifum vegna skorts á virkum ráðningarstefnum í fyrirtækjum/stofnunum og200 (2018). ecard ekki. Þegar könnuð voru tengsl skýringa Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að %
Framkvæmdastjórar 2009-2017
skýringar sem tengjast skorti á framboði af hæfum konum fá meiri stuðning hjá stjórnendum en skýringar um skort á eftirspurn eftir þeim. Þá styðja karlkyns stjórnendur síður skýringar um skort á eftirspurn en kvenkyns stjórnendur. Þrátt fyrir kynjamun í viðhorfum þá ber að geta þess að bæði skýringar um skort á framboði og eftirspurn fengu lítinn stuðning meðal stjórnenda og viðhorf þeirra endurspegla frekar hlutlausa afstöðu til þeirra skýringa sem voru kannaðar fyrir utan óformleg tengslanet sem íslenskir kvenkyns stjórnendur álíta mjög mikilvæga. Hvað varðar mögulegar lausnir á því að fjölga konum í framkvæmdastjórnum ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
29
Framtíð umburðarlyndis Þórarinn Hjartarson
Blikur eru á lofti. Pólitískt andrúmsloft í vestrænum ríkjum einkennist af óróleika. Hugmyndafræðilegur skotgrafahernaður hefur skapað aðstæður þar sem háværar fylkingar beggja megin umræðunnar um málefni innflytjenda virðast ekki tilbúnar að efast á nokkurn hátt um ágæti eigin skoðana. Öðru megin telur fólk að lítill vandi sé að taka á móti innflytjendum frá Mið-Austurlöndum og að hryðjuverk hafi ekkert með trúarbrögð að gera. Gagnrýni á íslam á þar ekki upp á pallborðið. Í hinni fylkingunni heldur fólk því fram að múslimar eigi að „halda sig heima hjá sér“ og að hugmyndafræði íslam muni jafna vestræna menningu við jörðu með hryðjuverkum og óásættanlegum siðum. Maajid Nawas og Sam Harris hafa undanfarin ár reynt að brúa bilið milli þessara fylkinga. Saman skrifuðu þeir bókina Islam and the Future of Tolerance sem síðar varð að samnefndri kvikmynd undir stjórn Jay Shapiro. Efni og efnistök varpar ljósi á þær félagslegu áskoranir sem fylgja því að fjölmenningarsamfélag verður til. Maajid Nawas er múslimi og fyrrum öfgaíslamisti sem á árum áður vann að því að kynda undir andúð í garð vestræns samfélags meðal ungra múslima. Maajid athafnaði sig með öfgahópi að nafni Hizb ut-Tahrir. Hann var handtekinn í Egyptalandi fyrir að vera í slagtogi með samtökunum. Eftir að hafa afplánað fangelsisvist sína varð hann þess fullviss að hann væri á rangri leið. Hann ákvað að snúa við blaðinu og fór að vinna gegn ofstæki trúbræðra sinna í Bretlandi og víðar. Sam Harris er bandarískur hugsuður og doktor í taugavísindum. Hann hefur löngum haldið því fram að hryðjuverk undir formerkjum heilags stríðs múslima sé
hægt að rekja nánast alfarið til hugmyndafræði íslam. Harris er þekktur fyrir verk á borð við The End of Faith og önnur rit þar sem hann gagnrýnir trúarbrögð harðlega, og þá sérstaklega íslam. Bæði bókin og kvikmyndin fjalla um samræður þeirra um hvernig best sé að takast á við róttæka þjóðernispopúlista og öfgafulla múslima. Þá greinir vissulega á um hvernig taka skuli á málum en sammælast þó um að ef fólk neiti að eiga samræðurnar muni það hafa hörmulegar afleiðingar. Bókin var skrifuð árið 2015, á þeim tíma sem stríð í Sýrlandi hrakti gríðarlegan fjölda flóttamanna frá heimilum sínum, sem lögðu meðal annars leið sína til Evrópu í leit að betra lífi. Líkt og flestir í Sýrlandi voru, og eru, þessir flóttamenn múslimar. Samhliða straumi flóttamanna jókst andúð í garð innflytjenda frá Mið-Austurlöndum. Hægri flokkar í Evrópu, sem opinberlega leggjast gegn því að bjóða innflytjendur velkomna, hafa gert sér mat úr hryðjuverkaárásum öfgaísla-
mista og halda því fram að siðir og venjur múslima almennt séu ósamrýmanlegar siðum og venjum Vesturlanda. Þeir leitast við að sannfæra almenning um að innflytjendur og hryðjuverk séu samtvinnað vandamál og því nauðsynlegt að stöðva innflytjendur við landamærin. Þessi pólitíska aðferð var kórónuð í kosningum í Bandaríkjunum árið 2016 þar sem Donald Trump var kjörinn forseti. Hann hét því að stöðva algerlega komu múslima inn fyrir landamæri Bandaríkjanna uns menn „gætu áttað sig á því hvur fjandinn væri á seyði.“ Harris og Nawas vara báðir við hættu sem fylgir því að vanrækja tjáningarfrelsið. Öfgaflokkar til hægri sem bjóða einfaldar lausnir á flóknum málum laða að sér fylgi í auknum mæli á meðan pólitískir andstæðingar þeirra krefjast þess að íslam sé yfir gagnrýni hafið. Báðir telja Harris og Nawas fjölmenningarsamfélög ekki einungis fýsileg heldur nauðsynleg. Með aukinni tækni muni fleirum gefast kostur á því að ferðast og menningarheimar verði því sífellt minna einskorðaðir við landamæri. Þeir telja að það muni ekki stuðla að bjartari framtíð að krefjast þess að hatursorðræða sé bönnuð. Tjáningarfrelsi sé þvert á móti nauðsynleg forsenda þess að vandinn verði leystur. Samræður og gagnrýnar rökræður eru samkvæmt þeim eina lausnin sem felur ekki í sér ofbeldi. Sjón er sögu ríkari, og það er hiklaust hægt að mæla með bæði bók þeirra félaga, Harris og Nawas, og kvikmynd Jay Saphiro.
30
ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
Annaryfirlit skemmtanastýru Skemmtanastýra Politica, Matthildur María Rafnsdóttir
Politica, nemendafélag stjórnmálafræðinema, hefur gert víðreisn undanfarið námsár og heimsótt hina ýmsu staði. Til að byrja með tók fastanefnd ESB á Íslandi vel á móti okkur í september þar sem Evrópumálin voru skoðuð, farið var yfir stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og skelltum við okkur svo í staðreyndamiðað popquiz í lokin. Öllum að óvörum samanstóð sigurliðið af Evrópumanninum sjálfum Eirík Búa, Gettu Betur drottningunni Helgu Margréti, Kópavogsbúanum Pétri Illuga og ykkar einlægu skemmtanastýru. Næsti áfangastaður sem varð fyrir valinu var síðan Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og fengum við meðal annars útskýringar á því hver tilgangur samtakanna er í fróðlegum fyrirlestri. Tilgangur þeirra er að gæta hagsmuni íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi með því að stuðla meðal annars að hagkvæmni, nýsköpun og menntun tengda sjávarútvegi; efla skilning, taka þátt í alþjóðasamstarfi og sjá um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna svo dæmi séu nefnd. Vitaskuld allt þættir sem stjórnmálafræðinemar hafa brennandi áhuga á og löngun til þess að sökkva sér dýpra í. Þriðji leiðangurinn okkar fólst svo í rútuferð í október í Ljósafossstöð, einni af aflstöðvum Landsvirkjunar. Sérfræðingar gáfu kynningu á starfseminni, einnig fengum við tækifæri til þess að leysa eigin orku úr læðingi og fræðast um sögu raforku í heiminum. Aftur eitthvað sem stjórnmálafræðingar bókstaflega titra úr spenningi yfir. Næstu heimsóknir voru Kvenréttindafélag Íslands, RÚV, Samfylkingin, Viðreisn og bandaríska sendiráðið en seint munu stjórnmálafræðinemar þreytast á því að fræðast og gera sér glaðan föstudag. Hinn árlegi Sigmundurinn var síðan haldinn 8. febrúar en eftir æsispennandi keppni sem samanstóð af Kahoot, ræðukeppni, kókosbolluáti, blöðruleik og flippa glasi var það liðið Karlar í Krapinu sem hlaut sigur úr býtum. Vert er að taka það fram að ekki var liðið óvant sigurtilfinningunni ÍSLENSKA LEIÐIN 2019
en þó mjótt var á munum tókst Körlum í Krapinu að sigra annað árið í röð. Voru þar að verki Helga Margrét (sama stelpa og nefnd hér að ofan, ótrúlegt), Ásdís Jóhanns, Sigrún Ösp, Birna Erlends, Edda vinkona Ásdísar og Ari Hörður. Óhætt er að segja að félagslíf stjórnmálafræðinema hefur verið heldur skrautlegt en við þessi skrif er árshátíðarnefnd í fullum blóma og bíður spennt eftir að halda truflaða árshátíð Politica 22. mars næstkomandi. 31
UNG VINSTRI GRÆN
.is
vinstri.is
uvgungvinstrigraen
ungvinstri