Íslenska leiðin 2016

Page 1

Tímarit 15. árgangur 2016

Námsframboð Stjórnmálafræðideildar

Stjórnmálafræðideild býður upp á fjölbreytt nám á BAog meistarastigi. Í grunnnámi er einnig hægt að velja aukagreinar úr öðrum deildum. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Stjórnmálafræðideildar, stjornmal.hi.is

BA-nám

• Stjórnmálafræði

• Kynjafræði, aukagrein

Diplómanám (meistarastig 30e)

• Alþjóðasamskipti

• Fjölmiðla- og boðskiptafræði

• Hagnýt jafnréttisfræði

• Opinber stjórnsýsla

• Smáríkjafræði

Meistaranám

• Alþjóðasamskipti

• Blaða- og fréttamennska

• Fjölmiðla- og boðskiptafræði

• Kynjafræði

• Opinber stjórnsýsla

• Samanburðarstjórnmál

• Stjórnmálafræði

• Vestnorræn fræði

Doktorsnám

Efnisyfirlit

Útgefandi: Politica

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólöf Rún Gunnarsdóttir

Hönnun og Umbrot: Klara Arnalds

Prentsmiðja: Litla Prent

Ljósmyndir: Klara Hödd Ásgrímsdóttir, Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir og Tómas Guðjónsson

Sérstakar þakkir: Elva Ellertsdóttir, Klara Arnalds, stjórn Politica 2015-2016, Hótel Laki, greinarhöfundar, viðmælendur og styrktaraðilar

Ritstjórn Íslensku Leiðarinnar 4

Ávarp Auðar Karlsdóttur, formanns Politica 5

Konur í Framboði – Hvað er svona merkilegt við það? 6

Er Kaninn klikk? 9 Gullkorn frá Donald Trump 11 Óskabyltingin fyrir næstu árshátíð 12 Íslamska Ríkið – Viðtal við Magnús Bernharðsson 14

Er líf eftir stjórnmálafræðina? 18

Fræ fyrir kynslóðir Framtíðarinnar 20

Skylduáhorf stjórnmálafræðinemans 24

Kröfugerð kennarabusa 26

Örskýring: Ungar Athafnakonur 27

Frá Íran til Íslands: Saga Zöhru Mesbah 28

Ertu þá farin(n)? 30

Íslenska Þjóðfylkingin – Þjóðhollur hægri flokkur 32

BA-ritgerðir stjórnmálafræðinema 36

For Crying out loud! 38

Ásta Lára í Brussel 40

Úr fjósagryfjunni í fræðaheiminn 43

Skólaárið undir rós 44

Kaffipásukrossgátan 46

3

Eiríkur, Jóna, Ólöf Rún, Bjarki, Hildur Ásta

Ritstjórnarspjall

Já, Íslenska leiðin er svo sannarlega upprisin!

Þegar við vorum skipuð í ritstjórn í september 2015 vorum við ákveðin í að gera stóra hluti með blaðið og vanda vel til verka. Starf ritstjórnar hefur gengið vel í vetur. Þrátt fyrir örfáar hindranir sem upp komu á veginum héldum við ótrauð áfram uns takmarkinu var náð, líkt og Kelly Clarkson vinkona okkar sem söng svo eftirminnilega ,,What doesn’t kill you makes you stronger.”

Í okkar augum er Íslenska leiðin nokkurs konar annáll yfir árið þar sem farið er yfir það helsta á vett vangi stjórnmálanna í bland við léttara efni. Úr miklu var að moða

enda margt að gerast á sviði stjórnmálanna um þessar mundir. Forsetakosningar eru framundan bæði hérlendis og í Bandaríkjunum svo ekki sé minnst á flóttamanna strauminn og alla pólitíkina sem þar kemur við sögu. Fyrir stjórnmálafræðinema er ekki hægt að segja annað en að við lifum á áhugaverðum og spennandi tímum! Félagslífið var fjörlegt að vanda og var því hægur leikur að velja úr fjölda viðburða til þess að fjalla um þar.

Að lokum viljum við þakka öllum sem réttu okkur hjálparhönd við útgáfu Íslensku leiðarinnar þetta árið. Aðkoma ykkar gerði blaðið betra og áhugaverðara, efnið fjölbreyttara og líf okkar léttara. Hér getur að líta

lokaútkomuna af málgagni stjórnmálafræðinema vorið 2016. Við vonum að allir stjórnmálafræðinemar sem og aðrir hafi gagn og gaman af lestrinum.

Bestu kveðjur með von um sólríkt og gleðilegt sumar

Ritstjórn Íslensku Leiðarinnar 2015-2016

Bjarki Kolbeinsson

Eiríkur Haraldsson

Hildur Ásta Þórhallsdóttir Jóna Ástudóttir

Ólöf Rún Gunnarsdóttir

4

Ávarp formanns

Það er mér sannur heiður að fá tækifæri til að segja nokkur orð við ykkur kæru samnemendur og vinir.

Þegar ég lít til baka yfir skólaárið sem er að líða get ég ekki annað en verið stolt. Stolt af bæði stjórn og meðlimum Politica sem gerðu þetta skólaár ógleymanlegt.

Fráfarandi stjórn lagði upp með það strax í byrjun að halda vikulegar vísinda ferðir og árlega viðburði eins og hefur verið gert síðustu ár. Það mynduðust biðlistar í nær hverja einustu vísindaferð sem er kannski ekki skrýtið þar sem Politica er orðið eitt af virkustu nemendafélögum innan Háskóla Íslands.

Nefndir Politica hafa staðið sig með prýði. Forum Politica hélt minnisstæðan málfund um valdatíð Davíð Oddssonar þar sem til okkar komu stórskemmtilegir ræðumenn á borð við Ögmund Jónasson, Vilhjálm Egilsson og Hannes Hólmstein.

til Brussel. Ferðin gekk eins og í sögu og eiga stelpurnar í nefndinni mikið hrós skilið fyrir. Árshátíðarnefndin stóð algjörlega fyrir sínu og héldu árshátíð á Selfossi sem tókst einstaklega vel. Ritnefndinni, sem hefur unnið hörðum höndum síðustu mánuði við gerð þessara frábæra blaðs vil ég óska innilega til hamingju með afraksturinn.

Auður Karlsdóttir Formaður Politica 2015- 2016

Politica hefur samanstaðið af skoðanasterkum, klárum og fjölhæfum einstak lingum í gegnum árin og í þann hóp bættust fyrsta árs nemar núna í haust. Meðlimir Politica eru mismunandi eins og þeir eru margir en samt höfum við náð einstaklega vel saman og það er svo meiriháttar skemmtilegt að vera í kringum alla alveg sama þó rökrætt sé fram og tilbaka um það sem er að gerast í samfélaginu, eins og til dæmis um núverandi ríkisstjórn eða frambjóðendur til forsetaembættis (við viljum bara að Baldur og Felix fari á Bessastaði).

Málfundafélagið hefur einnig staðið fyrir svokölluðum „Hvað er að frétta?“ fundum þar sem málefni líðandi viku eru rædd. Alþjóða nefnd skipulagði ferð annars og þriðja árs nema

Þetta skólaár mun seint fara úr huga mínum og ég vil þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka þátt í þessu með mér og treysta mér fyrir þessu hlutverki.

5

Konur í framboði

– hvað er svona merkilegt við það?

Hildur Ásta Þórhallsdóttir skrifar um kvennaframboðin á níunda áratugnum og heimildamyndina Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur.

6

„Hvað er svona merkilegt við það, að vera karlmaður?“ sungu Grýlurnar, en þær voru búnar að fá sig fullsaddar af karllægum stjórnmálum. Eins og svo margar konur á níunda áratug síðustu aldar vildu þær umbylta ríkjandi hefðum, stjórnmálakerfinu og koma málefnum kvenna sem löngum höfðu verið þögguð niður á dagskrá. Kvennaframboðin eru merkilegt framtak í íslenskri stjórnmálasögu.

Heimildamynd Höllu Kristínu, sem ber sama heiti og lagið eftir Grýlurnar, setur sögu þeirra fram á afar skemmtilegan, kraftmikinn og líflegan hátt. Hún birtir frásagnir þeirra sem stóðu í eldlínunni, landslagið sem þær bjuggu við, hvað knúði þær áfram, hvað gerðist –allt djúsí stöffið.

Ég hef lengi haft áhuga á kvenréttindamálum. Ég hef lengi verið áhugasöm um stjórnmál. Ég hef í einhvern tíma þekkt megindrætti í sögu Kvenna listans og þóst vita að við nútímakonur eigum þeim margt að þakka. Það var hins vegar ekki fyrr en ég sá Hvað er svona merkilegt við það sem ég áttaði mig á því hvað þetta er ótrúlega merkileg saga. Ég varð alveg hugfangin, horfði á myndina þrisvar í röð á milli þess sem ég las mér frekar til um konurnar (sem mér finnst vera mestu töffarar íslenskrar stjórn málasögu), hugmynda fræðina og áhrifin sem framboðin höfðu á stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum.

Í kjölfar grasrótarstarfsemi áttunda áratugarins ákváðu

konur að bjóða sig sjálfar fram til borgarstjórnar 1982 enda orðnar þreyttar á sviknum loforðum og gamaldags pólítík. Í kjölfar góðrar útkomu, var gengið til Alþingiskosninga 1983 undir merkjum nýstofnaðs flokks – Kvennalistans. Kvennalistinn lifði í sextán ár og bauð fram í fjórum Alþingis kosningum með góðum árangri til að byrja með, en undir lokin var farið að

halla undan fæti. Við stofnun framboðanna var lögð mikil áhersla á að allar konur gætu fundið sig innan hreyfingarinnar. Hún átti að byggja á reynsluheimi allra kvenna, þar sem allar konur gætu komið sínum málefnum á framfæri. Heimilda myndin sýnir afar vel samheldnina, gleðina og kraftinn sem einkenndi hreyfinguna.

Ég varð alveg hugfangin, horfði á myndina þrisvar í röð á milli þess sem ég las mér frekar til um konurnar (sem mér finnst vera mestu töffarar íslenskrar stjórnmálasögu), hugmyndafræðina og áhrifin sem framboðin höfðu á stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum.

Áhrif Kvennalistans á íslensk stjórnmál eru óumdeilanleg. Ljóst er að með tilvist hans tókst að auka hlutfall kvenna á þingi. Á tímabilinu 1971-1983 voru þrjár konur á Alþingi. Fyrsta árið sem Kvennalistinn bauð fram urðu þær níu, hlutfallið fór úr 5% í 15%. Árið 1987 voru konur á Alþingi orðnar sautján og hlutfallið 20%. Hinir stjórnmála flokkarnir tóku við sér og áttuðu sig á því að ekki væri hægt lengur að útiloka konur. Kvennalistinn breytti áherslum í pólítík og kom á dagskrá málefnum úr reynsluheimi kvenna sem ekki höfðu verið í umræðunni áður.

Það ættu allir að kynna sér sögu kvennaframboð anna, ekki bara stjórnmálafræðingar (alveg klárlega allir stjórnmálafræðingar samt). Hvað er svona merkilegt við það er full kominn byrjunarreitur, að undanskildum þessum litla pistli frá mér. Hún er ekki bara fræðandi og frábær skemmtun, heldur er hún líka innblástur fyrir femínistann í okkur. Leggðu frá þér Íslensku leiðina, hlauptu út á vídjóleigu og pumpaðu lofti í femínistann!

7
8 Litlaprent ehf. | Miðaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litlaprent@litlaprent.is | midaprent@midaprent.is Stórt verk lítið mál Flestar gerðir límmiða FOR VINNSLA PRENTUN FRÁGANGUR 2014 – 2015

Er Kaninn klikk?

– Stjórnmálasálfræðilegar

skýringar á fylgi

Donald Trump

Höfundur: Hulda Þórisdóttir

Senuþjófur forkosninga fyrir bandarísku forsetakosningarnar hefur án nokkurs vafa verið milljónamæringurinn og raunveruleika þáttasjónvarpsstjarnan Donald Trump. Hugmyndir hans og hegðun virðast einmitt gjarnan eiga betur heima í óraunverulegum raunveruleikaþætti heldur en í raunverulegri forsetakosningabaráttu. Hugmyndir um múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og aftökur fjölskyldumeðlima hryðjuverkamanna í bland við ofbeldisfullt orðbragð og óútfærð loforð um að gera Bandaríkin “great again” hafa þó náð eyrum fjölda fólks.

Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að Trump verði forsetaframbjóðandi flokksins. Samkvæmt samantekt realclearpolitics.com á skoðanakönnunum á landsvísu hefur Clinton um 6% forskot að meðaltali á Trump, og allt að 13% í nýjustu könnunum. Eftir stendur þó sú staðreynd að um það bil 41% skráðra kjós enda myndu kjósa Trump frekar en Clinton, langlíklegasta mótframbjóðanda hans.

En hvernig getur það gerst að fjörutíu prósent Bandaríkjamanna fylki sér að baki manni með enga reynslu af stjórnmálum, manni með rasískar skoðanir og óútfærð kosningaloforð? Er Kaninn orðinn klikk? Hryggjarstykkið í kjósendahópi Trump eru hvítir kjósendur af lágstétt eða neðri millistétt, gjarnan lítt menntaðir. Þetta er fólk sem

upplifir, réttilega, að það hafi í ýmsum skilningi setið eftir. Atvinnuöryggi og hlutfalls legar tekjur þessa fólks hafa minnkað á undanförnum árum, t.d. þegar verksmiðjum hefur verið lokað og ýmiskonar framleiðsla flutt til annarra landa.

Þetta er það fólk sem hefur farið verst út úr sívaxandi efnahagslegum ójöfnuði í Banda ríkjunum. Það hefur illa efni á því að senda börnin sín í háskóla og heilbrigðistryggingar þeirra veita takmarkaða vernd. Þetta fólk upplifir að stjórnmálamenn séu undir hælnum á sérhagsmunum stórfyrirtækja og treystir þeim ekki. Það heyrir Trump segja að sökum eigin ríkidæmis þurfi hann ekki að taka við pening um eða skipunum frá neinum og hann ætli að beita sér fyrir því að afnema fríverslunarsamn inga milli Bandaríkjanna og hinna ýmsu þjóða. En fríverslunarsamningana sjá þessir kjósendur sem undirrót efnaghagsvandræða sinna því vegna þeirra hafi störfin flust úr landi.

Kjósendahópur Trump er því fyrst og fremst hræddur um eigin stöðu og framtíð barna sinn. Hann er vissulega einnig fordómafullur og hræddur við ýmsa þá ógn sem kemur að utan, eins og múslima, enda almennt lítt menntaður og lítt sigldur hópur (helstu forspárþættir fordóma). Slíkar áhyggur falla þó í skuggann af efnhagsáhyggjum.

9

En hvers vegna velur þetta fólk ekki frekar Bernie Sanders sem einnig andmælir fríverslunarsamningum og boðar stórtækar kerfisbreytingar í átt til jöfnuðar? Ástæðan liggur vitanlega að hluta til í flokkshollustu, en hún á sér einnig sálfræðilegar skýringar. Sálfræðingurinn Jonathan Haidt hefur sýnt að fólk hallast til vinstri og hægri í stjórnmálum til samræmis við grund vallarhugmyndir um mikilvægi ólíkra siðferðisgilda.

Í þessum kosningum hafa rannsóknir leitt í ljós að stuðningsmenn Sanders, sem upp til hópa eru ungir og frekar vel menntaðir, leggja mesta áherslu allra á gildin umhyggju og jöfnuð, og minnst allra á gildið yfirvald. Kjósendur Trump á hinn bóginn leggja áherslu á mikilvægi sjálfsábyrgðar og yfirvalds. Þetta fólk á því erfitt með að kyngja umfangsmiklum velferðarhugmyndum Sanders en því auðveldara með að fylgja leiðtoga sem það treystir til þess að skapa á ný að stæður sem gera því kleift að búa sér mannsæmandi líf með eigin vinnu.

Það má því segja að þrátt fyrir bága félags- og efnahagslega stöðu þá haldi stuðningsfólk Trump enn dauðahaldi í hugmyndafræðina að baki ameríska draumnum og trúi að hver sé sinnar gæfu smiður. Það vill ekki vera uppá

neinn kominn – allra síst yfirvöld. En hræðslan knýr það til að vilja sterkan leiðtoga sem það getur treyst til þess að vernda það gegn vá. Eins mótsagnakennt og það kann að hljóma í fyrstu, þá ávinnur Trump sér traust með því að lýsa yfir stórkallalegum skoðunum sem ganga í berhögg við viðteknar hugmyndir stjórnmálaelítu bæði til hægri og vinstri. Rannsóknir hafa sýnt að við treystum því að fólk sé að segja satt þegar það lýsir óvinsælli skoðun – því hvers vegna ætti einhver að leggja á sig að synda gegn straumnun nema hann virkilega meini það?

Þegar Trump segist ætla að endurreisa Bandaríkin þá trúir fólk í þessari stöðu honum, það þráir að trúa einhverjum og Trump er sá eini sem það hefur nokkra ástæðu til að ætla að sé að segja satt.

10

Gullkorn frá Donald Trump

Bandaríski forsetaframbjóðandinn er viskubrunnur og ekki feiminn við að viðra skoðanir sínar eða gefa öðrum þjóðráð. Hér er brot af því besta af Twitter síðu hans.

11

Óskabyltingin fyrir næstu árshátíð

Snædís Rán Hjartardóttir nemi á fyrsta ári í stjórnmálafræði lýsir upplifun sinni af árshátíð stjórnmálafræðinema ásamt því að velta vöngum yfir heimsins gangi.

Glampandi gullskraut og svartar blöðrur þekja borð og heilan sal eins og eftir sprengjuregn, hér verður ballið í kvöld. Ekki vita það samt allir því einhverjir hanga uppi á fjórðu hæð með einhverjar rangar upplýsingar um fordrykk sem yrði

Auðvitað er ég það en einhver svaraði fyrir mig áður en ég náði að gera það sjálf. Ég hélt samt ekki að ég þyrfti að fá mér nafnspjald með þessum upplýsingum. Rétt eins og þessi með rauðu slaufuna um hálsinn eða hinn í bláu skónum sem geta varla verið stjórnmálafræðinemar, eða hvað? Ekki það að óboðnir séu eitthvað verri, þeir gætu leynt

á sér og yrðu líklega ekki teknir til rannsóknar nema þeir tækju með sér hækju eða göngugrind. Það er í tísku.

og nýtt skemmtiatriði fylgir með. Árshátíðarvídeóið! Ég hlæ næstum bara að spurningunni sem maðurinn í rauðu og grænu fötunum spyr: „Klukkan hvað byrjar byltingin?“

Ef ég bara vissi, ég hef beðið eftir henni í mörg ár og bíð enn. Hvenær kemur þú?

þar eftir smá. Fólk streymir upp og niður bygginguna eins og hringrás blóðsins á meðan Árni Johnsen situr í sófanum í miðju sprengjuregninu. Hann er tilbúinn fyrir árshátið Politica 2016 þar sem hann er aðalkarlinn með brandarana og gítarinn, hann er á sínum stað þegar ég kem inn í salinn með túlka og aðstoðarkonu í eftirdragi. Þá spyr hann: „Er þessi í hjólastólnum stjórnmálafræðinemi?“

Rétt í þessu áttar fólk sig á því hvar skemmtunin á að vera og týnist inn í reykjarbólstrana til að snæða dýrindis forrétt og hlusta á hlægilega vonlausa brandara úr sjóði hins fyrr verandi þingmanns. Þeim hefur líklega sumum verið stolið eins og peningunum og ýmsu öðru, en það er allt í lagi, þessi maður veit hverju má stela og hverju ekki. Ég

get ekki sagt að ég sé að hlusta með báðum eyrunum enda nóg að gera við að sópa í sig rándýrum humri úr íslenskri landhelgi, það eru sko engir innflytjendur. Áður en ég veit af er kominn sannur landkrabbi á diskinn, íslensk lambasteik með sveppasósu og ósviknum útlenskum kartöflum

Mín bylting yrði ekki eins og þessi sem átti sér stað í Rússlandi, heldur sérstök allsherjarbylting sem myndi breyta heiminum í paradís. Ástarbylting? Það er hægt að kalla hana það í hippalegu samhengi, það er ást að halda friðinn. Í kjölfarið mun svo fylgja ótakmarkað aðgengi að túlkun, aðstoð, menntun, atvinnu og nefndu það bara. Engir myndu draga í efa að kona í hjólastól væri að læra byltingarfræði í stjórnmálafræðinni og það yrði ekkert mál fyrir hana að fara til útlanda til þess að læra, því þetta er alheimsbylting.

Og þá slær klukkan ellefu…

Ég fæ ekki túlka lengur en til klukkan ellefu og það minnir mig á að byltingin er ekki enn hafin. Kannski er betra að segja að hún sé búin þar sem hún gæti hafa byrjað fyrir löngu síðan en ekki bylt öllu á einni nóttu. Þetta er spurning um tíma og vinnu, ég er að hugsa um að lengja sólarhringinn minn. Það kæmi sér vel fyrir næstu árshátíð!

12
13

Íslamska ríkið

– Viðtal við Magnús Bernharðsson

Magnús Bernharðsson útskrifaðist með gráðu í stjórnmálafræði og guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Árið 1992 lauk hann meistaragráðu í guðfræði við Yale háskóla í Bandaríkjunum. Því næst eyddi hann ári í Sýrlandi þar sem hann lærði arabísku áður en hann sneri aftur til Yale háskóla og lauk þar doktorsnámi í sögu Mið-Austurlanda árið 1999. Í dag starfar hann sem prófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og kennir áfangann Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga sem gestaprófessor við Háskóla Íslands. Hann sérhæfir sig í sögu Mið-Austurlanda, einkum stjórnmála og menningarsögu Írak. Ég leitaði til hans í von um að fræðast meira um ISIS (DAESH).

Viðtal: Eiríkur Haraldsson

Hvaðan kemur ISIS? ISIS er afsprengi ýmissa atburða og þróunar í Mið-Austur löndum. Í fyrsta lagi má segja að síðustu tuttugu til þrjátíu árin hafi verið heilmikil valdabarátta í Mið-Austurlöndum þar sem margs konar aðilar hafa viljað endurskilgreina upp á nýtt hvers konar ríki þeir eiga að hafa á sínum slóðum. En svona nánar tiltekið þá eru ISIS liðarnir margir fyrrverandi hermenn íraska hersins og fengu þjálfun sína þar. Þetta eru þar af leiðandi Írakar sem voru mjög nánir stjórnvöldum þegar Saddam Hussein var við lýði. Þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og ráku hermennina, þar með talda æðstu hermenn landsins, urðu þeir atvinnulausir

og vildu hefna sín á nýju stjórninni sem Bandaríkjamenn settu á laggirnar. Þeir fóru að berjast gegn hernáminu og nýju ríkis stjórninni. Þá myndaðist stjórnarandstaða sem taldi að eina leiðin til að ná tilsettu markmiði væri að beita vopnaðri baráttu gegn stjórn sem þeir vildu ekki að hefði rödd innan samfélagsins. Samhliða Arabíska vorinu var mikið stjórnleysisástand í Sýrlandi. ISIS varð einn af mörgum hópum sem flykktust til Sýrlands undir þeim formerkjum að steypa stjórnvöldum Sýrlandsforseta af stóli. Þetta stríðsástand varð ágætis flóra fyrir svona samtök til þess að vaxa.

14

Er þetta að einhverju leyti minnisvarði um hversu illa hefur gengið að koma á farsælum og stöðugum samfélögum sums staðar í Mið-Austurlöndum eftir Arabíska vorið? Eftir heimsstyrjöldina síðari hefur verið töluverð spenna í Mið-austurlöndum. Á vissan hátt hefur einnig verið friður eða ákveðinn stöðugleiki, en það getur gerst í einræðisríki eða þar sem einræðisherra er við völd. Þegar Arabíska vorið átti sér stað í Egyptalandi var einræðis herra sem var búinn að vera við lýði síðan 1981 steypt af stóli, þannig að það var eitt sinn mikill stöðugleiki. Í Sádí Arabíu er sama fjölskyldan líka búin að vera við völd síðan 1920. Það er svolítið mótsagnakennt við þetta svæði að það er mikill stöðugleiki en um leið á sama tíma spenna. Eitt af því sem stöðugleiki síðustu fimmtíu ára færði stórum hópi fólkins á þessu svæði var óánægja með gang mála og vilji til þess að fá upp á dekk nýja elítu með breyttar áherslur sem kæmi til með að vinna að öðrum málefnum með allt öðrum hætti en gamla elítan.

Eitt af því sem stöðugleiki síðustu fimmtíu ára færði stórum hópi fólkins á þessu svæði var óánægja með gang mála og vilji til þess að fá upp á dekk nýja elítu með breyttar áherslur sem kæmi til með að vinna að öðrum málefnum með allt öðrum hætti en gamla elítan.

Í hverju felst átrúnaðurinn sem ISIS tengir sig við? Hvernig á að meta hver átrúnaður þeirra er þegar ekki er hægt að meta átrúnað hvers einstaklings? Lífssýn þeirra snýst um að stofnsetja nýtt ríki þar sem væri sterkt dóms vald og mjög sterkt framkvæmdarvald. Þeir vilja taka sér það vald að geta sagt fólki nákvæmlega hvernig lífi það á að lifa. Það eru mjög skýrar reglur um dómsvaldið. Þeir vilja koma á svona hreinræktuðu ríki þar sem þeir gætu íhlutast í málefnum fólks og komið á sterku einræðisríki sem þeir myndu þá stjórna sjálfir. Þeir réttlæta eigin athæfi með tilvísun í hefðina og nota mjög fallegt myndmál og hefðbundin trúarleg tákn til þess. En vissulega eru margir sem eru algjörlega á móti því og kalla þetta afbökun á fallegum og góðum gildum trúarinnar í pólitískum tilgangi.

Nú hefur ISIS notað börn til hernaðar, er það til marks um að þeir séu á undanhaldi? Þetta er því miður einkenni 21. aldar og kallast óhefðbundinn hernaður. Þetta hefur sést í borgarastyrjöldum í Afríku og etnískum deilum en þar eru ungir strákar notaðir einmitt í hernaðarlegum tilgangi. ISIS eru að fara á sömu braut. Landfræðilega hafa þeir ekki stækkað eða hert ítök sín á því landsvæði sem þeir stjórna Nú er meira vegið að þeim ,,systematískt,“ hernaðarlega og efnahagslega sérstaklega, þannig að máttur þeirra er ekki eins mikill. Það eru margar vísbendingar um það að í febrúar síðastliðinn hafi ýmsir starfs menn þeirra ekki fengið útborgað, eða allavega ekki á réttum tíma. Þeir eru ekki eins voldugir efnahagslega og þeir voru fyrir um það bil ári síðan. Það hefur einnig gengið erfiðlega fyrir þá að koma vörum sínum í verð á svörtum markaði, til dæmis olíu. Olíuverðið er það lágt að það eru ekki mörgum aðilum í hag að kaupa olíu á svarta markaðnum.

Hvernig er staða kvenna innan íslamska ríkisins? ISIS vilja að fjölskyldulöggjöfinni sé framfylgt. Sérstaklega hvað varðar réttindi kvenna í erfðarétt og í hjónabandinu. Eitt af því sem hefur verið einkenni 20. og 21. aldar er að mörg nútímaþjóðríki Mið-Austurlanda hafa verið að jafna hlut kvenna hvað varðar einka mál. En Íslamska ríkið vill snúa þeirri þróun við. Hlutverk konunnar eins og þeir útskýra það í sínum áróðri, er að framleiða hermenn, að búa til börn, vera heima fyrir og að hlúa að hermanninum í hinu Íslamska ríki. Því setja þeir mjög skýrar skorður á hvað hlutverk konunnar á að vera í sínu fyrirmyndar samfélagi. Í etnískum deilum eru nauðganir

15

oft notaðar sem vopn til þess að niðurlægja óvininn og þeir nota það í síauknum mæli. Konur eru í veigamiklu hlutverki í áróðri þeirra bæði varðandi það hvernig hin fyrir-myndar kona eigi að vera og hvernig hún er notuð sem kynlífsþræll.

Hefur þú einhverja innsýn í virkni stjórn kerfisins innan íslamska ríkisins? Eigum við að gefa þeim það virðingarheiti að kalla þetta stjórnkerfi þó að þeir séu náttúrulega með stjórn á afmörkuðu svæði? Þetta er svona ,,ad hoc” stjórnkerfi af því að þeir taka ákvarðanir dag frá degi. Þar hafa þeir ákveðin prinsipp mál en leyfa þeim sem ráða í þorpum og borgum að taka ákvarðanir eins og þeir telja að sé best. Það er ekkert löggjafar vald af því að þeir hafa lögin sem þeir telja sig þurfa að hafa. Stjórnkerfið er með mjög sterkt framkvæmdar vald og dómsvald. Dómsvaldið gengur út á það að allir vita nákvæmlega hver þeirra staða er út frá lögunum. Það er mjög skýrt hvernig á að framfylgja þessum lögum og hverjir geta tekið lögin í sínar hendur til þess að framfylgja þeim. Þetta eru megin einkenni stjórnkerfis þeirra, ef stjórnkerfi má kalla.

þá sem geta gert eitthvað í stöðunni til aðgerða eins og til dæmis Rússa, Tyrki, Írani, Bandaríkjamenn og Ísraela. Þeir þurfa að koma saman til þess að ræða þessi mál og skiptast á skoð unum um hvernig best sé að leysa þau. ISIS hafa einnig verið mjög öflugir á samfélags miðlunum. Þeir eru ekki bara í stríði með hefðbundnum hætti heldur leita þeir nýrra leiða í gegnum samfélagsmiðlana. Þar getum við svarað þeim.

Ætti Twitter ekki að loka á þá? Nei ég held ekki. Það væri svolítið varhugavert skref ef Twitter eða einhver miðill færi að ákveða hver má og hver má ekki tjá sig. Ef að Twitter lokar á þá finna þeir sínar leiðir til þess að vera með áróður sinn.

...hversu miklu viljum við fórna af frelsi okkar til þess að stemma stigu við svona samtökum? Eitt af því sem þeir óska eftir er að við verðum lokaðri samfélög og að við munum vígbúast, því ISIS eru hersamtök sem vilja fá okkur í beint stríð við þá. Það er þannig sem þeir viðhalda eldinum.

Reynsla síðustu ára virðist benda til þess að viðbrögð Vesturlanda við hryðjuverkum séu ekkert síður hættuleg en hryðjuverkin sjálf. Hvað væru rétt viðbrögð við hryðju verkum?

Hvað getur alþjóðasamfélagið gert til þess að sporna við uppgangi ISIS og hvað geta nágrannaríkin gert? Til þess að sporna við uppgangi ISIS þarf að leysa mörg önnur mál. Það þarf að leysa stöðuna í Sýrlandi annars vegar og í Írak hins vegar. Þetta er mál alþjóðasamfélagsins alls. Evrópubúar eru að sjá fórnarlömb þessa stríðs núna á hverjum einasta degi. Þúsundir manna koma til Evrópu til að flýja þetta stríð. Þetta er ekki bara svæðis bundið stríð og þess vegna þarf að vera mun sterkari áhersla í alþjóðasamfélaginu að knýja

Þetta er það sem kallað er „risk management“. Við getum aldrei búið í heimi þar sem ekki verða slys eða árásir. Við getum ekki útilokað að einhverjir brjálæðingar geri eitthvað sem er okkur ekki að skapi. Það sem gerðist í París núna í nóvember síðastliðnum og með Charlie Hebdo árásinni árið áður er fyrirmynd árásarinnar í San Bernadino í Kaliforníu. Þar fengu þau innblástur frá samtökunum og ákváðu að taka lögin í sínar hendur með þessum hætti heima fyrir. Þetta er meðal þess sem við verðum að spyrja okkur að, hversu miklu viljum við fórna af frelsi okkar til þess að stemma stigu við svona sam tökum? Eitt af því sem þeir óska eftir er að við verðum lokaðri samfélög og að við munum vígbúast, því ISIS eru hersamtök sem vilja fá okkur í beint stríð við þá. Það er þannig sem þeir viðhalda eldinum.

16
17

Er líf eftir

stjórnmálafræðina?

Reynir Jóhannesson er þrítugur Siglfirðingur sem flutti til Noregs með fjölskyldu sinni átta ára gamall. Þegar kom að því að fara í háskólanám snéri Reynir aftur til Íslands í nám við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í dag býr hann hins vegar og starfar í Osló. Reynir gaf sér tíma til að svara nokkrum vel völdum spurningum fyrir okkur.

Hvaðan og hvenær útskrifaðist þú úr háskóla? Ég útskrifaðist árið 2008 með BA úr stjórnmálafræði úr HÍ, eftir þrjú frábær ár með skemmtilegum fyrirlestrum, vísinda ferðum, oktoberfest og ekki má gleyma stúdentapólitíkinni og Vöku. Ég er mjög ánægður með að hafa farið í nám á Íslandi og að hafa tekið þátt í félagsstarfseminni. Ég skrifaði lokaritgerð um blogg og stjórnmál og hefur það nýst mér afskaplega vel síðar.

Hvert lá leiðin eftir stjórnmálafræði? Hvaða tækifæri bárust þér í kjölfar útskriftar? Það hefur reynst mér afar nytsamlegt að hafa lært gagnrýna hugsun, að lesa mikið magn af upplýsingum og greina hratt. Ég hefði ekki viljað vera án slíkrar háskólamenntunar í því starfi sem ég gegni í dag.

Ég útskrifaðist um það leyti sem hagkerfið á Íslandi hrundi. Ég tók þá nokkur námskeið í alþjóða stjórnmálum og vann meðal annars með Indefence-hópnum sem beitti sér fyrir undirskriftasöfnun gegn Icesave samningnum í gegnum indefence.is og Facebook. Lokaritgerðin kveikti sérstakan áhuga minn á því hvernig stjórnmál og samfélagsmiðlar geta unnið saman. Í Icesave-málinu fékk ég sönnun fyrir því hversu öflugir þessir nýju miðlar geta verið. Eftir að ég flutti til Noregs fór ég að vinna sem ráðgjafi fyrir þingflokk Framfara flokksins í Noregi og bar þá ábyrgð á uppbyggingu flokksins á samfélags miðlum. Um haustið 2013 ákvað ég að söðla um og hætta í stjórnmálum og hóf störf hjá upplýsingafyrirtæki í Osló. Eftir aðeins tvær vikur sem ráðgjafi þar var mér boðið að

starfa fyrir nýjan samgönguráðherra Noregs. Það var tilboð sem ég gat ekki hafnað.

Segðu aðeins frá starfi þínu í dag. Í dag er ég statssekretær í Samgöngu ráðuneytinu sem er staða aðstoðar ráðherra. Mín helstu ábyrgðasvið eru hafnarmál, póst- og fjarskiptamál. Ég sé um að útbúa drög að samgöngu fjárlögum á hverju ári og vinn að heildar stefnumótun fyrir ráðherrann.

Hugurinn leitar alltaf til Íslands og þeirra frábæru minninga sem ég á frá námsárunum í Háskóla Íslands. Þær minningar voru margar skráðar á MySpace. Við vorum ekki með Facebook þá.

18
Viðtal:

Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir kemur frá Akureyri og útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2012 með BA gráðu í stjórnmálafræði með kynjafræði sem aukagrein. Eftir námið fluttist hún með fjölskyldu sinni til Danmerkur og fór í mastersnám í umhverfis-og átakafræði (e. Human Security) við Háskólann í Árósum. Í dag starfar Guðrún hjá NATO og hún svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur svo við gætum fengið betri innsýn hvað sé handan námsins.

Hvernig byrjaði starfsferill þinn hjá NATO og í hverju felst starf þitt þar? Ég byrjaði í starfsþjálfun á skrifstofu jafnréttismála í alþjóða hermálastarfsliði bandalagsins og að henni lokinni var ég ráðin í stöðu sérfræðings á sömu skrifstofu. Ég vinn meðal annars að málefnum sem snúa að stöðu kynjanna innan herliða aðildarríkjanna. Þar sem hallar á konur á þessu sviði skiptir aukin þátttaka kvenna miklu máli sem og rödd þeirra þegar kemur að ákvarðanatöku. Í þessu samhengi lítum við til ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi.

Í starfinu felst einnig samþætting kynjasjónarmiða í allar aðgerðir bandalagsins, sem og æfingar og þjálfun. Það er af nægu að taka í þessum málaflokki, til að mynda

vann ég í fyrra drög að hernaðar legum viðmiðunarreglum um hvernig megi fyrirbyggja og bregðast við kynbundnu ofbeldi í stríðsátökum, reglurnar voru síðan samþykktar síðasta sumar.

Við á hermálasviði störfum einnig náið með sérstökum fulltrúa framkvæmdarstjóra banda lagsins fyrir konur, frið og öryggi og hennar teymi.

Myndir þú segja að stjórnmála fræði sé æskileg menntun fyrir starf á við þitt? Já, mér finnst B.A námið í stjórnmálafræðideildinni mjög góður grunnur sem hægt er að nýta á svo margan hátt. Hins vegar tel ég að það sé mikilvægt að víkka sjóndeildarhringinn, hvort sem það er að taka aukagrein, fara í skiptinám eða framhaldsnám erlendis. Ég gerði allt þrennt og sú reynsla hefur verið mér dýrmæt.

Hvað er skemmtilegast við að vinna erlendis? Mér finnst virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt að starfa í alþjóðlegu umhverfi með fjölþjóð legum hópi fólks. Ég hef kynnst svo mörgu frábæru fólki allstaðar að úr heiminum og læri mjög mikið af því að vinna með því.

Getur þú sagt okkur frá einhverju eftirminnilegu atviki síðan þú byrjaðir að vinna í Brussel? Þegar nefnd NATO um kynjasjónarmið kom saman árið 2015 var Astrid prinsessa af Belgíu sérstakur gestur á ráðstefnunni. Það var mjög áhugavert að sjá um allt umstangið í kringum þann viðburð og vinna með hennar teymi úr konungshöllinni. Mér var síðan falið það skemmtilega verkefni að leggja drög að ræðu prinsessunnar.

19
Viðtal: Bjarki Kolbeinsson

Fræ fyrir kynslóðir

framtíðarinnar

Árið 1996 var bókinni Virkjum Bessastaði dreift á öll heimili landsins. Var það hluti af framboði Ástþórs Magnússonar til embættis forseta Íslands. Tuttugu árum síðar býður Ástþór sig fram á ný – í þriðja skipti – til forseta. Stefnumál hans eru þau sömu og þá enda eiga þau ekki síður við í dag. Ástþór ræddi við Íslensku leiðina um árin tuttugu í baráttu sinni fyrir frið og virkara lýðræði.

Viðtal: Hildur Ásta Þórhallsdóttir

Ástþór er fæddur og uppalinn í Reykjavík, stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og á ýmis konar menntun og starfsreynslu að baki. Hann hefur verið með sjálfstæðan rekstur tengdan ljósmyndun, auglýsingagerð, tölvum, forritun og flugrekstri. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar tók Ástþór skyndilega fyrstu skrefin í stjórnmálum.

Árið 1995 var Kalda stríðinu nýlega lokið og eflaust margir sem upplifðu þann tíma sem friðsælan. Hvað varð til þess að þú ákvaðst þá að stofna samtökin Frið 2000? Það má segja að ég hafi orðið fyrir andlegri uppljómun árið 1994 eftir að hafa gengið vel í viðskiptum og áttað mig á því að bílar, þotur og annað slíkt veraldlegt glingur er ekki það sem lífið snýst um. Ég vildi láta gott af mér leiða. Eftir að hafa lesið yfir 200 bækur og rit um alþjóðamál áttaði ég mig á því að Ísland, sem herlaust land með elsta starfandi þjóðþing heims, gæti valdið straumhvörfum til friðar í heiminum. Þetta varð til þess að ég stofnaði samtökin Friður 2000 og gaf síðan út bókina Virkjum Bessastaði með hugmyndafræðinni. Meðal stofnenda Friðar 2000 var Steingrímur Hermannsson sem var forsætisráðherra árið 1986, þegar leiðtogafundurinn var haldinn að Höfða.

20

Hvað felur slagorð þitt og nafn bókar þinnar frá 1996, Virkjum Bessastaði, í sér? Að virkja áhrifamátt forseta Íslands á innlendum og erlendum vettvangi. Mér finnst embættið tilgangslaust sem skraut embætti. Hins vegar getur forsetinn haft mikinn slagkraft á alþjóðlegum vettvangi ef hann er virkjaður í alþjóðlegri umræðu um friðar-, mannréttinda- og náttúruverndar mál. Forsetar hafa aðgang að öðrum þjóðhöfðingjum og leiðtogum svo og mörgum af áhrifamestu ráðstefnum heims. Forsetar hafa einnig greiðari aðgang að fjölmiðlum en flestir aðrir. Þannig getum við látið rödd Íslands hljóma um alla heimsbyggðina með nýja hugmyndafræði til friðar í heiminum.

Af hverju telur þú Ísland hafa það sem þarf til að hýsa höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna? Ísland er frábært fordæmi sem herlaust og friðsælt land með elsta starfandi þjóðþing heims. Á Íslandi mætast jarðskorpuflekar austurs og vesturs sem er táknrænt fyrir verkefni S.Þ. Við liggjum nánast mitt á milli höfuðborga stórveldanna Moskvu og Washington. Leiðtogafundurinn að Höfða fyrir þrjátíu árum markaði upphaf að endalokum Kalda stríðsins.

Sífellt háværari kröfur heyrast um að flytja höfuðstöðvar S.Þ. frá New York á hlutlausari stað, ekki síst eftir að sendinefnd Rússlands hætti við að mæta á alþjóðlega ráðstefnu hjá S.Þ. á síðasta ári eftir deilur um vegabréfs áritun til Bandaríkjanna fyrir forseta rússneska þingsins.

Landsvæðið á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar yrði kjörið byggingarland fyrir S.Þ. Flugvöll urinn, sem áður hýsti herstöð, gæti einnig orðið að höfuðstöðvum og þjálfunarbúðum fyrir friðargæsluliða. Ef okkur Íslendingum tekst að laða þessa starfsemi til landsins gæti það

skapað 21.000 störf og 600 milljarða verðmætasköpun á hverju ári. Þetta yrði þriðji stærsti atvinnuvegur Íslendinga og myndi virka eins og öflug vítamínsprauta inn í íslenskt þjóðlíf.

Hvernig telur þú Ísland geta gert betur í friðarmálum? Ég veit ekki til þess að við höfum gert neitt. Því miður hafa stjórnvöld hér ítrekað stutt hernað Bandaríkjanna í MiðAusturlöndum. Stjórnvöld studdu

einnig það, að velta úr sessi löglega kjörnum forseta í Úkraínu, og refsi aðgerðir gegn Rússum í kjölfarið. Aftur í blindni eltir fjórflokkurinn vestræna öfgastefnu. Í stað þess að stuðla að friði hefur þetta uppátæki komið til valda enn spilltari klíku en forsetinn var og aukið ófrið og hörmungar í landinu. Nú stefnir

21

Úkraína í þjóðargjaldþrot með auknum straum flótta manna til Evrópu og Rússlands. Það er kominn tími á forseta á Bessastöðum sem leiðir menn út úr þessum ógöngum.

Í áratugi var því haldið fram að málskotsréttur forseta væri ekki virkur, þar til Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að skrifa undir fjölmiðla frumvarpið árið 2004. Óhætt er að segja að ákveðin óvissa hafi síðan ríkt um þetta ákvæði stjórnar skrárinnar. Hvernig vilt þú að málskotsréttinum sé beitt? Ég er algerlega á móti því að einn maður hafi geðþóttavald yfir því hvaða mál fara í þjóðaratkvæða greiðslu. Eitt af mínum fyrstu verkum á Bessastöðum yrði að setja ákveðnar reglur um hvað þurfi til að forseti beiti málskotsréttinum. Ég myndi styðjast við reglurnar sem settar voru af Stjórnlaga ráði um þjóðaratkvæða greiðslur þannig að þjóðin og þingið viti fyrir fram hve margar undirskriftir þurfa að berast forseta. Ég hef stungið upp á því að hraðbankakerfið verði nýtt sem kjörklefar í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég vil skoða þann mögu leika að fækka þing mönnum um helming og fá samhliða slíku þingi kosningakerfi þar sem þjóðin yrði beinn þátt takandi í ákvörðunar ferlinu í stærri málum. Ég tel að slíkt kerfi yrði skilvirkara, ódýrara í rekstri og myndi auka ánægju þjóðar-innar með helstu ákvarðanir í sínum málum.

Margar hugmynda þinna eru í takti við stefnumál Pírata, sem nú hafa mælst langstærsti stjórnmála flokkurinn um allnokkurt skeið. Hefur þú íhugað einhvers konar samstarf með Pírötum? Það er mér mikil ánægja að sjá að sumar hugmynda minna hafa fengið farveg í nýju stjórnmálaafli sem nú mælist stærst á Íslandi. Það er mér mikil hvatning til að halda áfram. Hins vegar er ég þverpólitískur og þarf að vera óháður stjórnmálaflokkum sem boðberi friðar.

Annars er skemmtilegt að segja frá því að ég hitti fyrst Pírata árið 1996, þegar ég hitti dóttur Bergþóru Árnadóttur en Bergþóra var einn af mínum helstu stuðningsmönnum og aðstoðaði mig mikið með

forsetaframboðið. Dóttir hennar heitir Birgitta og það hefur heldur betur ræst úr þeirri konu, sem ég spái að eigi mikla framtíð fyrir sér í íslenskum stjórnmálum.

Þú hefur allt frá upphafi talað fyrir beinu lýðræði, virkjun málskotsréttarins og friði. Þó þú hafir ekki verið kjörinn sjálfur hafa tvö þinna stefnumála, beint lýðræði og málskotsrétturinn, verið ein helstu deiglu mál íslenskra stjórnmála síðastliðin tuttugu ár. Telur þú að friðarmál verði brátt meðal áherslna vinsælla íslenskra stjórnmálaafla? Klárlega. Ég vona að í aðdraganda þessara forsetakosninga takist mér að stimpla friðar málin þannig inn að þau verði eitt helsta baráttumál íslensku þjóðarinnar á næstu árum. Ekki aðeins er þetta lykilatriði (eða „Major-Key“ eins og unga fólkið segir í dag) hvað varðar að tryggja friðsamlega framtíð okkar þjóðar og mannkyns, þetta er einnig eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar til verðmætasköpunar. Vegna sögu okkar og legu landsins höfum við einstaka stöðu sem fæstar þjóðir hafa til að laða til Íslands starfsemi tengda friðarmálum og S.Þ. Við höfum hreinlega ekki efni á því að sleppa þessu tækifæri. Sú 600 milljarða verðmætasköpun sem skapast við að virkja Bessastaði myndi gera okkur kleift að veita öllum landsmönnum ókeypis heilbrigðis þjónustu, bæta kjör aldraðra og öryrkja og gera þjóðlífið á Íslandi bæði betra og skemmtilegra.

Að hvaða leyti er nálgun þeirra sem hafa náð framgangi með sömu stefnumál ólík þinni? Það tekur tíma að opna huga fólks fyrir nýjum hugmyndum. Ég sagði alltaf að ég myndi ekki endilega sjá afrakstur þessa starfs persónu lega. Ég er að sá fræjum fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Ég er aðeins lítið hjól í stóru verki. Ég er klukkan sem vekur þjóðina.

22

Nýtt nám við Stjórnmálafræðideild

MA í samanburðarstjórnmálum

Spennandi kostur fyrir nemendur sem vilja sameina fræðilega krefjandi viðfangsefni og fyrsta flokks þjálfun í aðferðafræði. Umsóknarfrestur til 15. apríl. Allar nánari upplýsingar á www.stjornmal.hi.is

23

Skylduáhorf Stjórnmálafræðinemans

Hver kannast ekki við það að nenna ekki að byrja að læra? Hver hefur ekki, á slíkri stundu ákveðið að henda sér í að horfa á einn þátt eða þrjá áður en byrjað er? En þá vaknar líka alltaf þetta nagandi samviskubit yfir því að vera ekki að læra, en örvæntið ei! Hér er listi með nokkrum frábærum þáttaröðum sem þið getið logið að samviskunni að séu í raun lærdómur.

Bjarki Kolbeinsson tók saman.

House of Cards

Imdb

einkunn: 9,0

Bandarísk aðlögun á samnefndri breskri smáþáttaröð og eru þessir þættir algjört skylduáhorf fyrir stjórnmálafræðinemann. Frank Underwood sem leikinn er af Kevin Spacey er ein lævísasti pólitíkus sem litið hefur dagsins ljós. Frank byrjar sem svipa (Whip) í flokki Demókrata í þinginu og hann svífst einskis til að fleyta frama sínum áfram, hvort sem það er á kostnað vina eða óvina.

Rome

Imdb

Í

einkunn: 8,9

Rome fylgjum við sögu tveggja rómverskra hermanna, þeirra Titus Pullo og Lucius Verinus, eftir að þeir snúa heim úr stríðinu í Gallíu með Júlíusi Sesari. Pólitík og mannlegt eðli er gríðarlega stór hluti af þessari sögu þar sem við fylgjumst með rómverska þinginu og valdabrölti fyrirmenna frá sjónarhorni þeirra Titus og Lucius.

24
1 2

The West Wing

Imdb einkunn: 8,8

West Wing kemur úr hugarheimi Aaron Sorkin og er einn vinsælasti þáttur sem gerður hefur verið um stjórnmál. West Wing er frábær þáttaröð fyrir þá sem njóta þess að horfa á pólitíkusa með siðferðilega áttavitann á réttum stað. Hér fylgjumst við með bandaríska forsetanum Josiah Bartlet og demókrataískri stjórn hans fást við hin ýmsu vandamál.

The Thick of It

Imdb einkunn: 8,8

3 4

The Thick of It er bresk kómedía eins og hún gerist best. Þessir ættir fjalla um starfs fólk breska félagsmálaráðuneytisins og ýmis vandræði sem þeir lenda í. Þá er spuna meistarinn Malcom Tucker er einn skemmti legasti karakterinn í þessum þáttum með óteljandi móðganir og reiðilestra. Þess má til gamans geta að mikill hluti þáttanna er spuni.

5

Borgen

Imdb einkunn: 8,5

Alveg hrikalega öflugt danskt stjórnmáladrama. Þættirnir segja frá Birgitte Nyborg sem verður forsætisráðherra Danmörku, fyrst kvenna. Hér er Birgitte fylgt eftir og sagt frá hvernig hún breytir dönskum stjórnmálum og hvernig valdið breytir henni. Frábærir þættir sem hafa notið æ meiri vinsælda

Wolf Hall

Imdb einkunn: 8,2

Wolf Hall er stórgóð smáþáttaröð frá BBC og fjallar um lögfræðinginn Thomas Cromwell sem náði að vinna sig upp í metorðastiganum í Englandi á 16 öld. Í þessum þáttum fylgjumst við með honum reyna að fóta sig í ringulreiðinni í kringum stjórn Hinriks VIII.

Veep

Imdb einkunn: 8,1

Veep eru gamanþættir úr smiðju HBO. Þeir fjalla um Selena Meyer sem er fyrrum þingmaður sem starfar nú sem varaforseti Bandaríkjanna. Hún og starfsfólk hennar reyna eftir bestu getu að sigla í kringum hið venjulega valdatafl sem einkennir Washington.

8

Boss

Imdb einkunn: 8,1

Boss eru þættir þar sem þú þarft að fylgjast vel með og fjalla þeir um Tom Kane sem er borgar stjóri Chicago og baráttu hans til að halda völdum og heilsu eftir að hann greinist með vitglöp. Fimmfaldi Emmy verðlaunahafinn Kelsey Grammer fer hér með aðalhlutverkið.

The Borgias

Imdb einkunn: 7,9

The Borgias eru þættir sem byggðir eru á raunveru legum atburðum og persónum. Þeir sem setið hafa tíma í stjórnmálaheimspeki hjá Hannesi hafa eflaust heyrt mikið um Machiavelli en sá stjórnmálaheimspekingur dáðist einmitt mikið af einni af aðalsöguhetjunum í þessum þáttum. The Borgias gerist í kringum 1492 og fjalla um Borgia fjölskylduna sem varð ein valdamesta fjölskylda Ítalíu um tíma.

6 7 9 10

Scandal

Imdb einkunn: 7,9

Skemmtilegur þáttur um Olivia Pope og hennar samstarfsfólk sem starfa í Washington. Þeirra starf felst í því að bjarga stjórnmálamönnum og fleirum úr ýmsum vanda sem gæti haft neikvæð áhrif á feril þeirra. Auk þess hefur hún starfað náið með forseta Bandaríkjanna og á það oft eftir að koma notum en einnig koma henni í vandræði.

25

Kröfugerð kennarabusa

Að kenna í fyrsta sinn er eins og að hoppa út í sundlaug í niðamyrkri. Það er ekki lendingin sem er slæm heldur þessi stutti tími þar sem maður veltir fyrir sér hvað í ósköp unum taki við þarna niðri. Ég tók þá djörfu ákvörðun að búa til og kenna tvö ný námskeið haustið 2015, annað í grunnnámi en hitt í framhaldsnámi. Eftir á að hyggja var þetta ekki

við Háskólann í Edinborg sem er á sumum listum talinn einn af 10 bestu háskólum í heimi. Eftir kennsluna í haust velti ég því lengi fyrir mér hvað það er sem gerir þann skóla svo góðan, og við skulum bara vera hreinskilin með það, miklu betri en Háskóla Íslands. Auðvitað eru ástæðurnar margar en sú veigamesta snýr held ég að kröfum.

Kannski snýst þetta að lokum um þá einföldu staðreynd að við eigum að gera jafn miklar kröfur til okkar sjálfra og við gerum til annarra.

skynsamlegt því það er nógu erfitt að kenna í fyrsta sinn, hvað þá að búa námskeið til. Þessi blessaða laug var sem sagt ansi djúp.

Háskóli Íslands hefur sett sér háleit markmið um að komast í hóp bestu háskóla í heimi. Sjálfur stundaði ég meistaranám

Stúdentar hafa löngum gert miklar kröfur til skólastofnana og kennara. Ég ætti að vita það því þegar ég sat í Háskólaráði fyrir hönd stúdenta upp úr aldamótum ræddi ég oft og ítrekað um nauðsyn þess að kennarar tileinkuðu sér nýstárlegri kennsluaðferðir, að þeir notuðu nýjustu tækni og svo var víst einhver krafa um prófskil. Sem nýr kennari fann ég mjög sterkt fyrir kröfum nemenda og fannst stundum erfitt að standa undir þeim. Mér fannst ég hins vegar ekki geta gert jafn ríkar kröfur til nemenda og ég tel að háskólar eigi að gera.

Í mínum huga eru til tvær teg undir af nemendum. Það eru þeir sem leggja sig fram og svo hinir sem gera það ekki. Trúið mér þegar ég segi að við kennarar erum mjög fljótir að átta okkur á því hverjir vilja raunverulega bæta sig. Þeir sem leggja sig fram eru ekki endilega bestu nemendurnir eða þeir sem fá hæstu einkunnirnar. Sá sem fær 7 er ekkert endilega verri nemandi en sá sem fær 9.

Háskólaumhverfi sem gerir ráð fyrir því að nemendur geti mætt óundir búnir í tíma er í mínum huga á villigötum. Hvaða skilaboð erum við að senda fólki með þannig vinnu brögðum? Þegar ég viðra þetta við fólk er mér alltaf bent á að sumir stundi nám með vinnu eða að heimilisaðstæður séu erfiðar. Þetta er alveg hárrétt, en vandamálið er það að við erum allt of oft tilbúinn að setja námið aftast á forgangs listann. Ég hef verið þar sjálfur því ýmiss konar tómstundastarf og stúdentapólitík var alltaf mikilvægara í mínum huga en námið. Í Edinborg lærði ég á fyrstu vikunni að með því að vera óundirbúinn var ég ekki

26

að bregðast kennurunum, heldur sjálfum mér og samnemendum mínum. Ég hafði val um að gera þá að betri nemendum, eða draga þá niður. Það var engin þriðja leið.

Líklega telja einhverjir að það sé ódýr lausn á vanda háskóla að gera meiri kröfur til nemenda. Þetta er hins vegar misskilningur því þannig fer af stað keðjuverkun. Kennarar þurfa á sama hátt að uppfylla auknar kröfur, skólaumhverfið þarf í framhaldi að bregðast við og það leiðir svo vonandi til faglegri umræðu í samfélaginu. Kannski snýst þetta að lokum um þá einföldu staðreynd að við eigum að gera jafn miklar kröfur til okkar sjálfra og við gerum til annarra.

Ég er enn að gera það upp við mig hvort ég eigi að halda áfram kennslu. Ef ég geri það mun ég herða þær kröfur sem ég geri til nemenda en um leið þær sem ég geri til mín sem kennara. Ég lofa að að ég fylli laugina af vatni, en það verður til skiptis heitt eða kalt.

p.s. Viðtengingarháttur er ekki skraut til að henda inn í setningar.

Örskýring – Fyrir

hvað standa samtökin Ungar Athafnakonur?

Ungar Athafnakonur (UAK) er félag sem samanstendur af konum sem vilja skara fram úr, eru áhugasamar um atvinnulífið og hafa metnað fyrir sjálfri sér og starfsframa sínum. Hópurinn er blanda af konum í námi og á atvinnumarkaðnum. Félagið veitir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að svipuðu takmarki. Hjá okkur er pláss fyrir alla og því fleiri því betra.

Markmið okkar er að stuðla að framförum og það viljum við gera með því að virkja ungar konur og hvetja þær til að stíga fram. Við viljum veita innblástur og hjálpa hvor annarri að þróa hæfileika okkar og nýta. Þær kynslóðir kvenna sem á undan okkur komu hafa svo sannarlega greitt veginn og er það skylda okkar að halda áfram að greiða þann veg. Líkja má veginum við götur Reykjavíkur þennan veturinn, malbikaðar, ásættanlegar en samt líka holóttar.

Stefna UAK er að auka vitund um hlutverk kvenna og karla í atvinnulífinu og vonandi með tímanum (helst á mjög stuttum tíma) stuðla að bættu samfélagi þar sem bæði kyn standa jafnfætis og bjóðast sömu tækifæri. Við viljum breytingar og einn stærsti liðurinn í því að sjá breytingar er að taka þátt í þeim.

Lokastöðin verður svo stofnun félagsins Ungt Athafnafólk og hlökkum við mikið til þess, því þá er markmiði Ungra Athafnakvenna náð.

Guðbjörg Lára Másdóttir Stjórnarmeðlimur UAK www.uak.is

27

Frá Íran til Íslands – saga Zöhru Mesbah

Zahra Mesbah er 23 ára Afgani sem stundar nám í ensku og íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands. Zarah flutti til Íslands með móður sinni og systur árið 2012. Þær bjuggu með fjölskyldu sinni í Afganistan til ársins 1996, en eftir að faðir hennar var myrtur fluttu þær til Íran. Við tók erfiður tími fyrir þær mæðgur því réttindi Afgana í Íran eru verulega skert og litlir atvinnumöguleikar. Ég hitti Zöhru í Háskólanum og ræddi við hana um líf hennar í Íran og á Íslandi.

Lífið í Íran

Áfallið við föðurmissinn var mikið fyrir Zöhru og fjölskyldu hennar. Stuttu síðar höfðu allir karlmenn fjölskyldunnar látið lífið. Það sem eftir var af fjölskyldunni, Zahra, systir hennar og móðir voru í kjölfarið orðnar flóttamenn. Þær náðu að komast til Íran en þar voru lífsgæði lítil. Á þeim tíma sem Zahra

bjó í Íran nutu afganskar konur engra réttinda, né konur yfirleitt, réttinda sem er fyrir okkur Íslend ingum sjálfsagður hlutur eins og að keyra bíl eða ganga menntaveginn. Framtíðin í Íran lofaði ekki góðu fyrir þær mæðgur, en ekki gátu þær farið aftur til Afganistan vegna ótta, verandi flóttamenn.

Vissi ekkert um Ísland

„Ég vissi bókstaflega ekkert um Ísland,“ segir Zahra. Mæðgurnar höfðu leitað til Rauða Krossins í Íran. Þegar þær fengu fréttirnar að þeim yrði veitt hæli á Íslandi runnu á þær tvær grímur. „Iceland – er það land þar sem allt er á kafi í ís?“, spurðu þær hvor aðra. Zahra segir mér frá því að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún heyrði minnst á Ísland. „Ég komst í tölvu og gúgglaði Ísland á netinu en fann ekki mikið um landið. Það sem kom upp var að Ísland væri land þar sem víkingar bjuggu einu sinni og svo voru aðeins lands lagsmyndir af sveitinni, minna frá þéttbýlisstöðum.“

28
Viðtal: Ólöf Rún Gunnarsdóttir

Þriggja manna fjölskyldan hélt á brott ásamt tveimur öðrum afgönsk um fjölskyldum sem allt voru konur. Engin þeirra vissi við hverju átti að búast. „Við millilentum í Frankfurt áður en ferðinni var heitið til Íslands, með var íranskur maður sem aðstoðaði okkur á flugvellinum. Hann spurði hvert við værum að fara og við sögðum til Íslands. Maðurinn byrjaði þá að skellihlæja og við skildum ekki af hverju hann væri að hlæja svona mikið. Hann sagði á Íslandi byggju allir í snjóhúsum og fólkið væri klætt eins og eskimóar.“

Mistök að fara til Íslands

Á þessum tímapunkti vildi Zahra alls ekki fara til Íslands. Upplifun hennar hefði verið að staður sem allur væri lagður ís væri ekki góður fyrir fólk sem er að flýja slæmt ástand í heimalandi sínu. „Ég og mamma mín vorum báðar mjög áhyggjufullar þannig ég stakk uppá því við hinar fjölskyldurnar að við ættum að flýja til Þýskalands.“

á löndunum tveimur og öðruvísi venjur.“ Í dag telur Zahra að hún og fjölskylda hennar hafi það gott á Íslandi og allt sé eins og það eigi að vera. Nýtt líf hefur tekið við og þær mæðgur hafa lagt sig fram við að aðlagast landi og þjóð.

Stjórnmálamaður í fjölskyldunni

Faðir Zöhru, Littill Mesbah var vinsæll og atorkusamur stjórnmála maður í Afganistan. Þar stjórnaði hann mörgum verkefnum á pólítíska

Flóttamannaaðstoð Íslendinga

Ísland mun nú á næstu tveimur árum taka á móti fimmtíu flótta mönnum sem eru að flýja stríðs ástand í heimalöndum sínum. Zahra hefur ákveðnar skoðanir á flóttamannamálunum og fylgist vel með fréttunum. „Það þarf að hætta að segja að þetta séu bara fimmtíu manns, þetta eru fimmtíu kynslóðir.“ segir Zahra og heldur svo áfram, „Ég er ekki bara ein manneskja sem Ísland bjargaði heldur hefur framtíð komandi kynslóða breyst að eilífu, hugsanlega munu börnin mín sem fæðast hér vilja fara aftur til Afganistan og stefna að því að gera framtíðina þar betri, hugsanlega verða þau hér á Íslandi líkt og ég til frambúðar. Landið Ísland er landið mitt, minningar mínar á ég frá Afganistan. Fimmtíu manns er ekki aðalatriðið, það er mjög lítill hluti af flóttamanna vandanum, verum þakklát fyrir það sem er gert en stefnum alltaf að því að gera betur og hjálpa til, samhjálpin skiptir miklu máli.”

Ég er ekki bara ein manneskja sem Ísland bjargaði heldur hefur framtíð komandi kynslóða breyst að eilífu, hugsanlega munu börnin mín sem fæðast hér vilja fara aftur til Afganistan og stefna að því að gera framtíðina þar betri, hugsanlega verða þau hér á Íslandi líkt og ég til frambúðar.

Leiðin lá hinsvegar til Íslands. „Þegar við komum til Íslands í október 2012 var allt dimmt og á leiðinni frá Keflavík var ekkert nema myrkur og hraun, nær engin hús. Ég bjóst við að þetta myndi vera eins og maðurinn í Frankfurt var búinn að lýsa fyrir okkur, en ég sá engin snjóhús.“ Fyrstu dagarnir voru afar erfiðir fyrir Zöhru og átti hún erfitt með að venjast nýju landi. „Ég hugsaði með mér að ég hefði gert mjög stór mistök með að hafa komið hingað til Íslands.“

„Fyrst um sinn var erfitt að venjast Íslandi og allt var skrýtið. Ég skil vel menningarmuninn á milli Afganistan og Íslands, það er mikill munur

sviðinu og var fyrsti stjórnmálamað urinn sem sá um að styðja og þróa vöruflutning frá Íran til Afganistan á neyðartímum. Þá voru átökin í landinu mikil milli þjóðarinnar og ráðandi valdaherra í Sovétríkjunum, en saga Afganistan er stráð átökum mismunandi fylkinga. Yfirtaka Talíbana á landinu voru enn ein átökin á sínum tíma. Faðir Zöhru var myrtur í Afganistan, tveir bræðra hennar voru einnig myrtir og sá þriðji lést úr hjartasjúkdómi. Þessum umbrotatíma í landinu er vel lýst í bókinni Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini, sem síðar var gerð bíómynd eftir.

Ég enda þetta á að fylgja betur eftir hugmyndum Zöhru um það hvort hún sjái það fyrir sér að fara aftur til Afganistan. “Ég er alltaf að hugsa um þetta – ég vil fara til baka og hjálpa fólkinu mínu í Afganistan en ég vil ekki búa þar. Ég bý á Íslandi, en þar búa engir í snjóhúsum líkt og maðurinn í Frankfurt hélt fram” segir Zahra hlæjandi um leið og hún brosir svo fallega að ég skynja að lífshlaup hennar er rétt að byrja en ekki að enda. Hún er ánægð að vera til staðar með okkur hinum hér á Íslandi, en hefur ekki gleymt vinum og ættingjum í Afganistan.

29

Ertu þá farin(n)?

Við fengum nokkra stjórnmálafræðinema sem útskrifast á næstunni til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum. Við óskum þeim góðs gengis í framhaldinu.

Pétur Andri Dam

Uppáhaldsfagið þitt á háskóla göngunni? Stjórnmálaheimspeki.

Besta minning frá háskólanum? Vísindaferðirnar, lokaprófs lærdómssessionin

í góðra vina hópi og stjórn-hag dagarnir.

Næsta skref eftir útskrift? Ég stefni á að fara í meistaranám erlendis.

Draumastarfið væri? Að kenna við háskóla.

Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Jón Steinsson hagfræðing eða Andra Snæ Magnason.

Hvað færðu þér á Stúdenta kjallaranum? Bröns.

Skemmtilegasta vísindaferðin? Ölgerðin.

Júlía Skúladóttir

Uppáhaldsfagið þitt á háskóla göngunni? Valnámskeið sem ég tók í Hagnýttri siðfræði síðasta haust.

Besta minning frá háskólanum? Án efa námsferðin til Bandaríkjanna vorið 2015!

Næsta skref eftir útskrift? Ég ætla að byrja á því að vinna út sumarið og svo er aldrei að vita hvert ævintýrin leiða mann.

Draumastarfið væri? Ég á mér svo mörg draumastörf og eitt af þeim er að vinna í tengslum við alþjóðamál.

Af hverju ætti fólk að velja stjórnmálafræði? Af því að námið í stjórnmálafræði er mjög áhugavert og skemmtilegt. Fjölbreytnin er mikil sem ég tel skipta miklu máli. Einnig er félagslífið innan stjórnmála fræðinnar mjög virkt og skemmtilegt sem er nauðsynlegt í gegnum námið.

Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Þegar stórt er spurt....

Hannes Hólmsteinn er: Skemmtilegur fyrirlesari.

30

Jón Stefán Hannesson

Næsta skref eftir útskrift? Stefnan sett á atvinnumarkaðinn eins og stendur, mögulega að taka meiraprófið... hef heyrt að ráðherrabílstjórar séu nánast á

ráðherralaunum.

Draumastarfið væri? Vel borgað með góðum fríum... samt ekki þingmaður.... mögulega ráðherrabílstjóri.

Af hverju ætti fólk að velja stjórnmálafræði? Til þess að finna sig, til þess að skilja umhverfið sem við þrífumst í og til þess að fara í nýja vísindaferð á hverjum föstudegi.

Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Alla vega ekki hvítan forréttindapésa. Helst einhvern sem tilheyrir minnihlutahóp og er vegan.

Hvað færðu þér á Stúdenta kjallaranum? Ódýran bjór, biðin eftir matnum er yfirleitt svo löng að ég gleymi því að ég hafi komið þangað til að snæða.

Hannes Hólmsteinn er: besti fyrirlesari deildarinnar, mannvinur og húmoristi.

Skemmtilegasta vísindaferðin? Í Heimssýn að ræða við JBH og fleiri óvini ESB.

Álfrún Perla Baldursdóttir

Uppáhaldsfagið þitt á háskóla göngunni? Utanríkisstefna: Mótun, framkvæmd, mat er uppáhalds áfanginn minn þessa stundina. Áfanginn er mjög vel skipulagður og í hverjum tíma er farið yfir eitt atvik úr sögunni til að útskýra betur fræðilega hlutann.

Við fórum til dæmis yfir þá ákvörðun Bandaríkjanna að ráðast inn í Írak og svo seinna fórum við yfir ákvörðun

Breta að styðja þá innrás. Mér finnst lang áhugaverðast þegar kennarar ná að tengja efnið við atburði sem hafa átt sér stað og atburði sem eru að eiga sér stað.

Besta minning frá háskólanum? Bestu minningarnar eru úr Bandaríkjaferðinni, Brusselferðinni og frá árshátíðinni. Svo hef ég lúmst góðar minningar frá því að sitja langt fram á kvöld með góðum vinum með kertaljós og kaffibolla í hönd að læra fyrir próf.

Næsta skref eftir útskrift? Vonandi meistaranám, ef ég kemst inn í þá skóla sem ég hef sótt um... krossið fingurnar fyrir mig.

Draumastarfið væri? Ég er ekki með augastað á einu góðu og áhuga verðu starfi. Mig langar ekki í akademíuna, held ég. Minn helsti vandi er að mér finnst allt svo spennandi en mig langar að vinna í fjölbreyttu starfi og reyna að vinna

að því að gera heiminn að betri stað (já, já, ég henti bara í gömlu góðu klisjuna).

Af hverju ætti fólk að velja stjórnmálafræði? Því að námið er mjög fjölbreytt og fjallar um málefni sem skipta okkur öll máli. Það sem við lærum er eitthvað sem allir ættu að velta fyrir sér, námið er mjög áhugavert og nær bæði að auðvelda og flækja sýn manns á heiminn.

Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Úff, ég veit það ekki... má ég segja Vigdísi Finnbogadóttur aftur?

Skemmtilegasta vísindaferðin? Ég ætla að fá að svindla og segja að “vísindaferðin” í íslenska sendiráðið í Washington hafi slegið öll met. Klárlega á topp tíu skemmtilegustu viðburðum sem ég hef farið á. Það er ekki hægt að toppa það að syngja hástöfum Á Sprengisandi með Geir H. Haarde og öðrum rúllandi stjórnmálafræðinemum.

31

Íslenska Þjóðfylkingin

– Þjóðhollur hægri flokkur

Nýverið rak ég augun í frétt um stofnun nýs stjórnmálaflokks sem kallaði sig Íslenska Þjóðfylkingin. Ég ákvað að hafa samband við Helga Helgason formann flokksins og krafði hann svara um helstu stefnumál.

Viðtal: Eiríkur Haraldsson

Hvernig myndir þú lýsa Íslensku Þjóðfylk ingunni í stuttu máli? Ég lýsi henni sem þjóðhollum flokk. Við erum með borgaraleg gildi og jafnvel íhaldssöm.

Ætlið þið að bjóða fram til Alþingis? Já við stefnum á það. Við stefnum bæði að því að bjóða fram til Alþingis og sveitarstjórnar.

Nú vill Íslenska þjóðfylkingin segja upp EES samningnum. Hver er rökin fyrir þeirri afstöðu? Að okkar mati á þetta að vera fríverslunar samningur, sem hann er ekki í dag. Við erum að taka inn allt þetta reglu gerðabull frá ESB. Við viljum bara ráða okkur sjálf. Ég get nefnt dæmi um hvernig þetta þjónar ekki okkar hagsmunum. Íslensk stjórnvöld tóku hérna upp tilskipun frá Evrópusamband inu um að það þyrfti að skilja á milli fram leiðslu og flutnings á orku. Hvað gerðist þegar þessi tilskipun tók gildi? Jú, rafmagn á íslensk heimili hækkaði. Það eru svona hlutir sem eru algerlega óþarfir og við þurfum ekkert á að halda. Við eigum að hafa tvíhliða fríverslunar samning eins og til dæmis Sviss. Ég hef oft sagt, „Hvað hefðu menn sagt ef að Kínverjar færu að

heimta það að við tækjum upp kínversk lög eftir samþykki fríverslunarsamningsins við þá?” EES samningurinn gerir það að verkum að við verðum að taka upp lög Evrópusambandsins. Við erum bara ekkert hrifin af því. Við erum sjálfstæðissinnar.

Hvernig mynduð þið framkvæma skuldaleiðréttinguna sem fjallað er um í stefnuskránni? Við stefnum að því að hér verði almenn skuldaleiðrétting. Hér varð aldrei almenn skuldaleiðrétting að minnsta kosti ekki fyrir þá sem þurftu á henni að halda. Við viljum koma á nýju húsnæðiskerfi svo að fólk geti komið þaki yfir höfuðið. Við ætlum að nota þá aðferð sem var notuð við skuldaleiðréttinguna til þess að koma hér upp sjóð sem að myndi geta lánað ungu fólki til íbúðakaupa á 3% vöxtum. Þetta er svokölluð TARP leið (Troubled Asset Relief Program) sem var beitt í Bandaríkjunum. Þeir björguðu sínum íbúðalánasjóðum þar með því að gera þetta. Það virkar þannig að Seðlabanki Íslands býr til íbúðalánasjóð. Hann lánar þessum sjóð peninga, segjum 100 milljarða á vöxtunum 0,01. Þessi sjóður lánar út á vöxtunum kannski 3,75 sem þýðir hann er 3,74 í plús. Þetta er hægt af því að við höfum okkar eigin gjaldmiðil og höfum þ.a.l peningaprentunarvaldið. Þetta er bæði einföld og áhrifarík leið.

Það verður tvennt að fylgja með í þessari aðgerð. Það er í fyrsta lagi að afnema verð tryggingu og í öðru lagi að tengja krónuna við bandaríkjadollar. Það yrði ný mynt sem við

32

myndum kalla ríkisdollar. Af hverju bandaríkja dollar? Einfaldlega vegna þess að langstærstur hluti efnahagslífsins sem gerir upp í erlendri mynt gerir upp í dollar. Þetta er mjög einföld aðgerð. Hún er svo einföld að fólk er hrætt við hana. Því það trúir ekki að það geti verið svona einfalt. Skuldaleiðréttingin, afnám verðtrygg ingar, upptaka nýrrar myntar og tenging við bandaríkjadollar. Þannig erum við bara komin með stöðugt efnahagslíf.

Hvernig vill Íslenska Þjóðfylkingin taka á spillingu og fjármálamisferli? Í fyrsta lagi myndum við herða allar reglur um fjármála starfsemi á Íslandi.

Vilt þú styrkja fjármálaeftirlitið? Mér finnst þeir hafa staðið sig mjög illa. Þeir hafa verið mjög meðvirkir banka kerfinu. Það virðist ekki einungis vera núverandi stjórn fjármálaeftirlitsins heldur líka þær stjórnir sem hafa setið áður. Mér fannst það mjög virðingarvert af Björgvini G. Sigurðarsyni að leysa upp stjórn fjármála eftirlitsins í hruninu en hann gaf þá skipun að reka skildi forstjórann. Það var mjög pólitískt heiðarlegt af honum. Við viljum aðskilja innlánastarfsemi frá áhættubankastarfsemi. Þá getur þú verið viss um það að ef þú leggur peningana þína inn í banka ert þú að leggja þá inní banka sem gamblar ekki með þá. Ef þú vilt hins vegar taka meiri áhættu þá getur þú farið í banka þar sem þú veist að þú ert að taka áhættu. Að okkar mati þarf að skipta um stjórnir allra þessara banka. Við viljum helst fá bankakerfið aftur í fangið til þess að siðvæða það og til þess að ráða nýtt fólk sem hefur viðskiptasiðferði og vit á fjármálum.

Að okkar mati þarf að skipta um stjórnir allra þessara banka. Við viljum helst fá bankakerfið aftur í fangið til þess að siðvæða það og til þess að ráða nýtt fólk sem hefur viðskiptasiðferði og vit á fjármálum.

lögregluliðinu. Við höfum vitnisburð lögreglu manna úti á landi sem eru að gæta geysistórs svæðis. Það kom einmitt lögreglumaður fram í sjónvarpi fyrir nokkru síðan og lýsti ástandinu þar sem hann er einn í bílnum. Hvað gerist ef hann stöðvar bíl af einhverjum óþjóðalýð sem hjólar í hann? Hann á ekki séns. Þessu þarf að breyta. Á Íslandi er of fámennt lögreglulið miðað við höfðatölu. Allar skýrslur segja það. Við viljum efla tollinn til þess að spyrna á móti smygli á eiturlyfjum og öðru. Varðandi Landhelgisgæsluna, er hrikalegt til þess að hugsa að við eigum fullkomnustu flugvél í Evrópu og að hún sé alltaf send erlendis. Við eigum mjög fullkomið varðskip sem er meira og minna í höfn. Við erum ekkert að gæta land helginnar í kringum landið og því vitum við ekki almennilega hvað er að gerast þar. Önnur varðskip eru send erlendis. Þeir þurfa að leigja þau út til þess að eiga fyrir rekstrinum. Það er eins og stjórnmálamenn virðast ekki skilja að það kostar að reka þjóðfélag. Það er bara kolrangt forgangsraðað og hefur verið svoleiðis lengi.

Íslenska þjóðfylkingin vill efla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í eigin vörnum. Þetta er mjög frábrugðið helstu áherslum annarra flokka á Íslandi. Hvað liggur þessari afstöðu til grundvallar? Kannanir og skýrslur sem hafa verið gerðar í tengslum við t.d starfsemi lögreglunnar. Það er alltaf að fækka í

Finnst þér að Íslendingum beri skylda til þess að taka á móti flóttamönnum? Okkur hefur fundist þetta hóflegt eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina. Við höfum verið að taka á móti um það bil tuttugu flóttamönnum á ári. Ég sé í sjálfu sér ekkert að því. Við erum að stjórna því algjörlega sjálf hverjum við tökum á móti. Ég útiloka það ekki að við tökum á móti flóttamönnum áfram svo framalega sem það er samstaða um það. Allt kostar pening og þeim þarf að forgangsraða. Við viljum byrja á að taka á fátækt á Íslandi. Allt í einu fundust tveir milljarðar hjá ríkisstjórninni þegar kröfurnar voru hvað hæstar um að við myndum taka á móti allt að 500 flóttamönnum. Nú eru fimmtíu flóttamenn á Kjalarnesi. Hvar er fólkið sem bauðst til þess að hýsa þessa flóttamenn?

33

Af hverju er þetta fólk núna í reiðileysi? Við viljum byrja á því að hjálpa okkar eigin fólki. Ef það finnast tveir milljarðar og síðan 1,5 milljarður á ári til þeirra bæjarfélaga sem taka á móti flóttamönnum þá hljótum við að geta hjálpað þeim 5000 manns sem eru á skrá hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Við viljum útrýma fátækt.

Við erum ekki á móti útlendingum. Það eru margir sem hafa snúið út úr þessum hluta stefnu okkar og sagt, „Þið viljið ekki útlendinga til Íslands.“ Hvernig dettur fólki svoleiðis vitleysa í hug? Á að loka landinu? Við tökum undir það sem Merkel segir, við skulum ekki reyna fjölmenningu af því að hún hefur brugðist. Við eigum frekar að gera áætlanir um að þeir sem koma hingað til að setjast að aðlagist íslenskri menningu.

Í grunnstefnuskrá ÍÞ stendur: „ÍÞ er alfarið á móti því að moskur verði reistar á Íslandi eins og þegar er gert í fjölmörgum ríkjum, bann verði lagt við búrkum, umskurði kvenna af trúarlegum ástæðum og skólum íslamista á Íslandi. ÍÞ hafnar hugmyndinni um fjölmenningu á Íslandi en styður við öflugar aðgerðir til aðlögunar þeirra sem setjast hér að.“ Hvað kemur til að Þjóðfylkingin hafnar fjölmenningu og því að byggðar séu moskur? Angela Merkel sann færði okkur um það. Við erum ekki á móti útlendingum. Það eru margir sem hafa snúið út úr þessum hluta stefnu okkar og sagt, „Þið viljið ekki útlendinga til Íslands.“ Hvernig dettur fólki svoleiðis vitleysa í hug? Á að loka landinu? Við tökum undir það sem Merkel segir, við skulum ekki reyna fjölmenningu af því að hún hefur brugðist. Við eigum frekar að gera áætlanir um að þeir sem koma hingað til að setjast að aðlagist íslenskri menningu. Þannig að þetta hér myndist í raun og veru ekki marg menning eða hámenning heldur séu allir sammála um sameiginleg gildi.

Hvernig mynduð þið gera það? Einfaldlega með því að skilgreina vandann. Hvernig stendur á því að hið opinbera er ekki að nota þau tæki og tól sem það hefur. Stjórnvöld ættu að fara til Fjölskylduhjálpar Íslands og spyrja hverjir eru það sem fá mat í poka hjá ykkur. Hvaða fólk er þetta? Af hverju og hvers vegna? Hvað getum við gert? Það væri byrjunin.

Tala við þetta fólk. Hjálpa því og finna það. Þannig getum við útrýmt fátækt. Við viljum hækka persónuafslátt í 300.000 krónur. Það myndu stórbæta kjör allra þeirra lægst launuðu og einnig öryrkja og aldraðra. Ef þú skoðar kjarnastefnuskrá okkar þá stendur að flokk urinn muni ætíð styðja bæði öryrkja og aldraða.

Við erum bara að taka mið af því s em er að gerast í hinum Norður löndunum, eins og til dæmis hvernig Norðmenn hafa hert sína löggjöf varðandi þessi mál. Ástandið upp á Kjalarnesi er alls ekki gott. Fólk veit ekkert hvað á að gera við þessa 50 flóttamenn. Eru þetta alvöru flótta menn? Eru þetta efnahagsflóttamenn? Þetta er sá póll sem ekki hefur mátt ræða núna. Í Grimshoj í Danmörku hefur bæjarstjórnin dregið til baka leyfi fyrir því að þar verði reist risastór moska. Einn stjórnmála maður kom opinberlega fram í sjónvarpi og lýsti því yfir að það ætti að rífa eina moskuna í Grimshoj. Það kom í ljós að í þessari mosku var farið eftir sharia lögum. Eins konar dómstóll inn í ríki Danmörkur. Forystumenn íslenskra múslima hafa sagt að þeim finnist vald til þess að dæma í fjölskyldumálum ætti að vera í þeirra höndum. Það er algjörlega óásættanlegt. Hvernig væri með Votta Jehóva. Nú segja sumir að söfnuðurinn hafi dæmt í eigin málum innan safnaðarins. Yrðu þeir dæmdir á sama hátt? Já auðvitað. Menn eiga að fara réttu leiðina sem er íslenskir dómstólar.

34
SÍMI 58 12345 DOMINO’S APP WWW.DOMINOS.IS

BA­ritgerðir stjórnmálafræðinema

Nemendur í stjórnmálafræðideild taka fyrir hin ýmsu málefni í lokaritgerðum sínum til BA-náms. Við fengum tvo nemendur til að segja stuttlega frá ritgerðum sínum.

Einstaklingsréttindi eða misneyting? Útbreiðsla viðmiða um vændi og mansal í Hollandi og Svíþjóð.

Höfundur: Kristrún Halla Gylfadóttir

Hugmyndin að ritgerðinni kviknaði um leið og önnin byrjaði og ég fór að huga að því að velja mér leiðbeinanda. Ég vissi að mig langaði að skrifa um mannréttindi og þá sérstaklega þau sem snúa að málefnum kvenna en nokkru áður hafði verið hávær umræða um vændi eftir að Amnesty International skrifaði undir yfir-lýsingu þess efnis að samtökin væru hlynnt lögleiðingu vændis.

Ég valdi að bera saman þessi tvö lönd þar sem lagaleg umgjörð þeirra um vændi er svo gríðarlega ólík. Í Hollandi er aðferð lögleiðingar beitt sem tilraun til að aðskilja hið löglega frá hinu ólöglega og bæta ímynd og réttindi þeirra sem kjósa að stunda vændi en í Svíþjóð eru kaup á vændi fordæmd og er það ólögleg iðja. Þannig er miðað við að fólk í vændi sé nánast alltaf fórnarlömb og að eftirspurn haldi markað inum gangandi og ýti undir mansal. Þar sem mansal er jafngríðarlega útbreidd glæpastarfsemi og raun ber vitni langaði mig að reyna að varpa ljósi á hvort aðferð Hollands eða Svíþjóðar sé betur til þess fallin að sporna gegn ólöglegri vændis starfsemi og mansali. Að auki skoðaði ég hvernig viðmið um vændi og mansal hafi breiðst út til landanna tveggja á nokkuð ólíkan hátt.

Þegar ég komst af stað gekk þetta nokkuð örugg lega fyrir sig þar sem mikið magn heimilda um efnið er aðgengilegt. Einnig fannst mér viðfangsefnið einstak lega áhugavert og skemmti legt, svo ekki skemmdi það fyrir. Ég studdist við fyrirliggjandi gögn, aðallega skýrslur og lög frá löndunum tveimur sem og ýmislegt sem varpaði ljósi á kosti og galla beggja aðferða. Auðvitað er frekar erfitt að komast að því s vart á hvítu hvor aðferðin sé betri en hin. Til þess þarf að gera viðamikla rannsókn og byggist mat hvers og eins á eigin skoðunum. En niðurstöður þessarar ritgerðar eru að viðmið um vændi hafa breiðst á mjög svo ólíkanhátt til landanna tveggja.

Í stefnu Hollands byggjast þau á einstaklings réttindum og frjálslyndum femínisma en í Svíþjóð tengist vændi ekki einstaklings réttindum heldur misneytingu og byggist stefnan á róttækum femínisma. Á meðan skiptar skoðanir eru um vændi er það viðmið, að mansal sé slæmt og að koma beri í veg fyrir það, afar útbreitt. Það eru hins vegar leiðirnar, sem fólk vill fara að útrýmingu þess, sem stangast á.

36

Þegar kom að því að s krifa BA ritgerð í stjórnmálafræði var það sérstak lega eitt efni sem ég vildi fjalla um. Mér hefur lengi fundist það sérstakt hvað vantraust á stjórnmála mönnum er útbreitt. Hinn síljúgandi stjórnmálamaður virðist orðinn að staðalímynd. Samt erum við með kerfi sem byggir á því að fólk framselji vald sitt til stjórnmálamanna. Persónulega finnst mér vandi stjórnmálanna í dag felast í þessu. Fólki finnst það beitt blekkingum og er því hætt að treysta stjórnmálamönnum og jafn vel stjórnmálakerfinu. Ég ákvað því að skoða sérstaklega hugmyndina um blekkingu valdsins, og endaði á að skrifa heimildaritgerð þar sem ég studdist mest við gamla heimspekitexta.

Mér fannst mesta áskorunin að afmarka efnið svo það myndaði eina heild. Í raun skrifaði ég nokkra sjálfstæða kafla og reyndi svo að tengja þá saman eftir á. Það gekk á endanum, en alls ekki þrautalaust. Það er í svona glímu sem leiðbeinandinn er svo mikilvægur. Leiðbeinand inn minn, Svanur Kristjánsson, var afskaplega hjálplegur þegar kom að því að finna einn þráð í einhverjum hugmyndagraut.

Í grunninn fjallar ritgerðin um ákveðna togstreytu í stjórnmálunum. Lýðræðið byggir á trausti og það er hægt að tala um innbyggða sannleikskröfu. Lýðræðinu stendur því ógn af blekkingunni. En engu að síður fylgja stjórn málunum margs konar hvatar til að blekkja. Sá augljósasti er kannski nálægð valdsins við spillinguna, sem hefur orðið mönnum tilefni til að vilja setja einhvers konar bönd á valdið. Meira að segja Platón, upphafsmaður hug myndarinnar um hina göfugu lygi í þágu

almannahagsmuna, vildi banna ráð amönnum að eiga eignir, nokkurn veginn svo blekkingar valdsins yrðu ekki í þágu sérhagsmuna. Hannah Arendt taldi einnig að lygin væri stjórnmálamanninum eðlislæg af því að hún fæli í sér aðgerð, á meðan sannleikurinn fæli í sér afstöðuleysi. Svo má nefna að Platón var einn sá fyrsti, en ekki sá síðasti, sem taldi að það þyrfti að hafa elítu við stjórn til að hafa vit fyrir fólki. Þá eru þeir til sem telja að stjórnmál séu þess eðlis að venjulegt siðferði eigi ekki við.

Einn útgangspunkturinn í ritgerðinni var greinarmunur Max Webers á gilda kenningum og raunhyggjukenningum, þ.e.a.s. hvernig hlutirnir eiga að vera og hvernig þeir eru í raun. Gildakenningar geta orðið hvati til blekkinga þegar þær breytast í kennisetningar, en það er einnig athyglisvert að skoða blekkinguna sjálfa sem gildakenningu. Samkvæmt því er blekkingin nauðsynleg og æskileg í stjórnmálum, oftast með vísun í almannahagsmuni.

Niðurstaða mín er ekki að setja fram gildakenningu um blekkingarlaus stjórnmál, heldur frekar að benda á neikvæðar hliðar blekkingarinnar. Þeir sem blekkja af góðum hug í þágu almannahagsmuna ættu að hafa í huga að blekkingin sjálf grefur undan trausti og þar með lýðræðinu og það getur ekki talist í þágu almannahagsmuna. Einnig er það frekar varasamt að gefa stjórnmálamönnum undan þágu frá almennu siðferði. Nálægð stjórn málanna við spillinguna ein og sér veldur trúnaðarbresti eins og Sigurður Líndal sagði eitt sinn. Þess vegna ætti í raun að gera ítarlegri kröfur til stjórnmálamanna þegar kemur að siðferði.

37
„Aldrei trúa neinu fyrr en því hefur verið neitað opinberlega“; um stjórnmál, lýðræði og blekkingar

„For crying out loud!“

Nú er ég ekki vanur að nota svona orðbragð eins og ég setti í fyrirsögnina, en þar sem ég er að skrifa í háskólarit, blað ungu kynslóðarinnar þá ætla ég að reyna að nota orðfæri unga fólksins... auðvitað án þess að missa reisnina og virðinguna. Ég hef náð vel til ungs fólks í gegnum tíðina, þ.e. þeirra sem eru fyrir ofan meðallag í greind og nógu þroskuð til að skilja mig. Hingað til hefur mér þótt það nóg, því af hverju ætti ég að hafa áhuga á að ná til hinna...?

En í þessu tilfelli ætla ég að brjóta odd af oflæti mínu og reyna að ná til fjöldans, því það sem ég hef að segja er verulega mikilvægt á þessum mikilvægu tímum! Því bið ég ykkur, unga fólk sem hugsar ekki um annað en graðhestatónlist, hormóna og líkamsvessa, gefið ykkur nokkrar mínútur í að lesa þessa mikilvægu grein, því hún getur breytt lífi ykkar. Þið getið hnippt í einhvern af jafnöldrum ykkar sem er betur gefinn og

betur lesinn til þess að útskýra hvert ég er að fara og þau flóknu orð sem ég nota, því að þó að ég ætli að stíga niður á ykkar plan og í rauninni tala niður til ykkar, þá get ég ekki farið að tala eins og heilalaus hormónasprengja til þess eins að ná til ykkar! Þið verðið líka að teygja ykkur upp til mín!

Þá er ég kominn að efninu. Landið okkar stendur á tímamótum. 20 ára farsælu tímabili er að ljúka, sem ég hef kallað „The Olafs era“. Nú er kominn tími til að velja nýjan forseta lýðveldisins, því það er orðið útséð um að sitjandi forseti muni halda áfram, þrátt fyrir að mörgum okkar þyki 20 ár vera alltof stuttur tími sem þegnar hans. Þetta ætti að vera spennandi tækifæri fyrir lýðræðisríki, að velja sér nýjan þjóðhöfðingja... en öðru nær, ég er fullur kvíða og efasemda. Því þetta þýðir að almenningur hefur valdið í höndum sér og það eru atkvæði óbreytts almúgans sem muna ráða úrslitum. Það boðar ekki gott og stefnir í stórslys, því almenningur veit yfirleitt ekkert hvað er sér fyrir bestu, langt því frá!

Ég hef lengi barist fyrir því að tekið verði upp menntað einveldi á þessu landi, eða amk. einhverskonar versjón af því. Auðvitað er ekki hægt að búast við því að ómenntað/illa menntað kunni að fara með það vald sem fylgir atkvæðum þeirra.

38

Ef hægt væri að finna aðila sem væri: Vel menntaður, vel lesinn, hugrakkur, forvitinn um mannlegt eðli, með föðurlegt yfirbragð, (vel) yfir meðallagi greindur, strangur en sanngjarn, smekklegur, ljóðrænn, mannvinur (án þess að vera með aumingja gæsku!), með meðfædda stjórnunarhæfileika, aðlögunarhæfni (kamel ljón) og fylginn sjálfum sér... þá er engin spurning að þjóðin væri í miklu betri höndum en ef hún reyndi á klaufalegan hátt að kjósa úr mis-hæfum, athyglissjúkum pótin tátum sem væru ekki hæfir til að leiða leik skóla, hvað þá heila þjóð á þessum tvísýnu tímum!

Ég hef lengi barist fyrir því að tekið verði upp menntað einveldi á þessu landi, eða amk. einhverskonar versjón af því. Auðvitað er ekki hægt að búast við þvíað ómenntað/ illa menntað kunni að fara með það vald sem fylgir atkvæðum þeirra.

til að taka embættið að þér til langframa, eins lengi og þú sjálfur vilt! Við treystum engum betur en þér til að verða forseti lýðveldisins, auk þess sem við viljum að þú fáir óskorað vald í embætti, því það er orðið fullreynt með þetta þingræði og lýðveldi... það er ekki að virka í núverandi mynd! Frímann, við viljum engan nema þig!!!“

„Frímann, þú ert maðurinn í þetta starf! Við sjáum engan annan sem gæti leitt þjóðina á þessum erfiðu tímum. Engan sem hefur brot af þeim hæfileikum og vitsmunum sem þú hefur. Við grátbiðjum þig um að gefa kost á þér... ekki bara til næstu fjögurra ára, heldur

Ef það stigi fram breið fylking menntafólks sem myndi skora á mig, þá myndi ég svo sannarlega hugsa mig um. Og ef það væri hægt að tryggja að ég myndi hljóta embættið þá myndi ég að öllum líkindum ekki bregðast því trausti sem mér hefur verið sýnt. Hvernig væri mér stætt á öðru?!?

Unga fólk, vakniði! „For crying out loud!“

Með vinsemd og virðingu, Frímann Gunnarsson

39

Próftarnardagbók Ástu Láru sló eftirminnilega í gegn í Íslensku leiðinni 2015. Óhrædd við að láta flest gossa, er hún mætt aftur. Í þetta skiptið segir hún frá því hvað á daga hennar dreif í námsferð 2. og 3. árs nema í Brussel.

Ásta Lára í Brussel

Höfundur: Ásta Lára Magnúsdóttir

28.02

Ég á í ástar-hatursambandi við morgun flugið. Það er eitthvað svo mikil athöfn að vakna um miðja nótt til þess að leggja af stað á vit ævintýranna og miklu hátíðlegra heldur en að vakna á venjulegum tíma sólahringsins til þess að ná flugi. Ég veit, smá melódrama tískt, en samt. Á hinn bóginn er maður álíka þreyttur og í síðasta tímanum í þrefaldri almennri félagsfræði þegar maður reynir að drattast á lappir. Enn fremur er hinn heilagi ég-er-á-leiðinni-til-útlanda-bjór ekki ásættanlegt flugvallarfæði á þessum tíma sólarhringsins, ekki að það hafi stoppað mig, en augngotur voru fleiri en hefði þetta verið síðdegisflugið.

Eftir bjór eða tvo á flugvellinum tók við flug þar sem flestir, ef ekki allir, voru að reyna að sofna í misfyndnum stellingum. Ást mín á noise-cancelling heyrnartólunum mínum jókst til muna, því að í sætinu við hliðina á mér sat krakki sem hafði mikla þörf fyrir það að sanna að þrátt fyrir að hann væri lítill þá þyrfti hann mikið pláss. Sem hávaxinn einstaklingur var ég mjög fegin að flugið var bara tæpir þrír tímar, því ég glataði ekki alveg tilfinningu fyrir löppunum á mér. Allir voru glorsoltnir þegar við lentum, og að sið Íslendinga í útlöndum ráfuðum við um þar til við rákumst á McDonalds. Engir skandalar gott fólk, fyrir

utan mjög skemmtilegt atvik þar sem reynsluleysi tveggja túrista með metrohliðin endaði í stundarfangelsun þeirra en það endaði allt vel, þar sem ferðin tók sinn toll og flestir voru komnir í rúmið um tíu (ég meina kojudjamm telst sem að vera komin í rúmið, right?)

29.02

Það var mjög gaman að sjá hvað allir voru sætir og fínir fyrir fyrstu stofnanaheimsóknina okkar. Við litum eiginlega út fyrir að vera hópur á leiðinni í atvinnuviðtal. Morgunmat, metróferð og nokkrum röngum beygjum seinna fundum við EFTA skrifstofuna þar sem kynningarnar voru við hringborð sem er næs, því hringborð er staður þar sem merkilegir hlutir gerast. Eftir kynninguna var stefnan tekin á okkar heittelskaða H&M, ásamt túristun á háu stigi þar sem sjálfsmyndir, hópmyndir og alls konar myndir voru teknar. Ég velti því stundum fyrir mér hversu sjaldan það í raun gerist að maður mætir í partí þar sem einhver er í sömu fötum og þú miðað við þá hjarðhegðun í átt til H&M sem á sér stað þegar íslendingar eru í útlöndum. Kannski fylgjumst við með því hvað aðrir eru að kaupa eða að ég er einfaldlega heppin með tímasetningar. Fyndið samt, að þetta sama kvöld þá vorum við einmitt tvær í sama kjólnum, en þó í sitthvorum litnum þannig að engin tískustórslys áttu sér stað.

40

Frábær marrókóskur veitingastaður varð fyrir valinu fyrir kvöld mat sem var mikil upp lifun en ég viðurkenni að ég taldi aðeins þúsund kallana þegar maturinn var að koma á borðið. Við pöntuðum nefnilega fyrir hóp og síðan byrjaði maturinn að rúlla út úr eldhúsinu líkt og þetta væri færibandi og um tíma leit út fyrir að þeir ætluðu ekki að stoppa. En ég meina, maður sparar ekki þúsundkallana þegar maður ferðast. Sátt og sæl eftir þó nokkuð margar rangar beygjur enduðum við á bar að nafni Delirium. Hann var pakk aðari en B5 klukkan tvö á laugardagskvöldi og með mjög vafasamri innanhússhönnun, þar sem það var eitthvað kúrekaþema í gangi og við sátum við svona vagnahjólsborð. Þeir voru hins vegar með yfir 200 bjórtegundir þannig að allt er fyrirgefið. Þreyttir, tipsy háskólanemar röltu heim á leið því næst á dagskrá var NATO.

01.03

Eina morguninn sem mátti sofa út notuðu metnaðarfullir túristar til þess að fara að skoða Atomium. Þar var margt að sjá, meðal annars mann sem hafði greinilega dregið stutta stráið á vaktinni, því hann var í Tinnabúning með

tilheyrandi pappahöfði. Atomium er risa vaxið líkan af atómi, eins og nafnið gefur til kynna, og hægt var að ferðast á milli kúlanna í rúllustiga sem ýtti undir þá tilfinningu að maður væri í geimskipi sem gladdi barnshjartað mjög. Þessir metnaðarfullu túristar eru hins vegar ekki þekktir fyrir framúrskarandi skipulagshæfileika og því gleymdist að gera ráð fyrir tíma til þess að borða áður en lagt yrði af stað í NATO. „Svangir í bland við þunna“ er yfirlýstur titill þessarar rútuferðar, því hún var djöfulleg ef viðkomandi hafði misst sig í gleðinni kvöldið áður, þar sem við kipptumst til og hossuðumst um þvera og endilanga borgina.

Þegar við komum inn í NATO-kynninguna leið mér eins og ég hefði stigið inn í tímavél aftur til tíma kalda stríðsins. Á kynningunni var borð með veitingum sem olli því að ég eyddi hluta af fyrirlestrinum að reyna að finn upp á leið til þess að næla í snakkskálina fyrir aftan mig án þess að nokkur tæki eftir því. Það tókst ekki, þannig að ég beið af mér mjög áhugaverðan fyrirlestur. Misþunnir en jafn þreyttir háskólanemar skriðu upp í rúm.

41

02.03

Miðvikudagurinn dekraði við okkur þar sem morgun matur var ekki fyrr en klukkan níu áður en haldið var á kynningu stofnanna Evrópusambandsins. Kynningin hjá European Council fór fram í fundasal fulltrúa ríkjana þar sem ég valdi að sjálfsögðu að sitja við borð póstnýlendustefnuríkis með valdacomplexa, eða öðru nafni Bretland. Áhugaverð heimsókn, en Evrópusambandið mætti alveg endurskoða fyrirkomulag sitt þegar kemur að loftræstingu þar sem loftið var orðið svo þungt undir lok kynningarinnar að það var áþreifanlegt, þó að NATO mætti reyndar líka taka þetta til sín.

Greinilegt var að European Commission fær langmesta monísið af stofnunum Evrópusambandsins, svo mikinn að þeir vita varla hvað á að gera við hann, eins og fancy silkigestamiðarnir gáfu til kynna. Þeir leystu líka út með rausnarlegum gjöfum, meðal annars Evrópusambands næslu sem ég er tilbúin að selja hæstbjóðandi. Kojudjamm á heimsmælikvarða var tekið um kvöldið sem reyndist ekkert sérstaklega framsýn ákvörðun þegar ég vaknaði daginn eftir.

02.03

Óóóóó sú þynnka. Rausnarlegt magn af margarítu með kvöldmatnum ásamt bráðskemmtilegu kojudjammi reyndist dýrkeypt morguninn eftir. Ræs var á óheilsu samlegum tíma, sem er hreinlega ónáttúrulegt að gera ráð fyrir að B-fólki sé hreinlega mögulegt að gera. Ég er í alvörunni að íhuga að finna lækni sem er tilbúin að skrifa uppá að heilsu minnar vegna þá megi ekki krefja mig um að mæta neitt fyrir klukkan níu á morgnanna, helst tíu. Morgunmatur þennan morguninn var klukkan 7:30 og að sjálfsögðu var ekkert eðlilegra í stöðunni heldur en að vakna 7:40. Þegar ég leit í spegilinn varð mér ljóst að það þyrfti kraftaverk, öðru nafni tonn af allskyns snyrtidóti, til þess að fá mig til að líta skít sæmilega út. Það tók tíma sinn þannig að haugþunnur háskólanemi greip eitt epli af morgunverðarborðinu áður en hópur hélt af stað í metróið.

ESA var áhugavert en þessi dagur var stífplanaður, og þaðan var hlaupið beint í European Parliament þar sem flestir gripu fullkomið Instagram tækifæri en sönnunargögn þess röðuðust inn á ýmsa samfélags miðla þann daginn. Þunna sál mín sem hafði þraukað af morguninn á einu epli fékk loks langþráða máltíð í formi beyglu og appelsínusafa. Ljóst var eftir þá máltíð að appelsínusafi er framúrskarandi þynnkumeðal.

Sendiráðið var síðasta heimsókn ferðarinnar en fékk einnig aukaprik fyrir bestu veitingarnar, þar voru aldeilis ekki sparaðar veigarnar. Um kvöldið var síðasta tækifærið til þess að fá góðan, ódýran belgískan bjór nýtt, áður en haldið var til Amsterdam. Þetta kvöld gæti hugsan lega hafa endað á tuttugu-og-fjögurra-klukkustunda McDonalds, ásamt framúrskarandi raftónlistamönnum sem blönduðu saman Mozart og nútímanum í tilheyrandi búning. Mikil upplifun gott fólk, ég mæli með þeim þó ég hafi ekki gripið nafnið þar sem þeir töluðu því miður flæmsku.

Ps. Það var mælt með því að kaupa lestamiðana til Amsterdam tímalega í ferðinni til þess að losna við pressuna að lenda í röð og missa af lestinni á föstudeginum og þar með spara sér smá stress. Frestunaráráttan olli því að ég gleymdi þessu að sjálfsögðu eða sagðist ætla að fara á morgun og ég skal veðja öllu sem ég á að miðinn verði keyptur andartaki áður en lestin leggur af stað.

04.03

Ég hafði rétt fyrir mér.

Það helsta sem ég lærði af ferðinni fyrir utan stofnanaheimsóknirnar:

– Belgar eru sálufélagar mínir þegar kemur að því að forgangsraða matvælum. Bjór, súkkulaði, vöfflur og franskar. Já, þessi borg er hönnuð fyrir fulla og þunna til skiptis. Ef þeir væri líka með afbragðskaffi myndi ég flytja þangað á morgun.

–Best er að spara bjöguðu frönskuæfingarnar fyrir spegilinn því ef þú byrjar á frönsku þá munu þeir tala við þig á fullum hraða en því fylgir oftar en ekki vandræðaleg þögn þar sem þú viðurkennir að þú skilur ekki neitt og sért að ljúga að sjálfum þér um tungumálagetu þína og það er vandræðalegt andartak sem auðveldlega væri hægt að forðast.

–Það er svæði í NATO byggingunni þar sem er skilti sem segir til um að hér megi ekki ræða nein hernaðarleg leyndamál. Mig hefur aldrei langað jafn innilega að setja eitthvað á snapchat en þar voru símar bannaðir, en stundum er lífið svona.

–Ég þarf að læra að forgangsraða í ferðatösku því ein hvern veginn náði ég að pakka fjórum mjög svipuðum peysum ofan í töskuna en gleymdi tannbursta.

42 Ásta Lára í Brussel

Úr fjósagryfjunni

í fræðaheiminn

,,Svo þú ætlar á þing?” ,,Er nokkur vinna í því?” ,,Hví ferðu ekki í lögfræði, nú eða hjúkrunarfræði?” “Ég sem hélt að þú yrðir eitthvað” “Þú sem varst svo efnileg” “Hvað sem gerir þig hamingjusama”.

Árið er 2015, senn fer að hausta. Á meðan laufblöðin svífa hægt til jarðar, viðbúin frosthörku vetrarins, breyttist líf tuga barna á eyjunni litlu í norðri. ,,Umsókn þín í stjórnmálafræðideild HÍ hefur verið samþykkt.” Full af eftirvæntingu og draumum um bjarta framtíð bjuggust þau til skólagöngu þetta haust. Stúlka ein austan úr sveit með fornafnið Jóna kennd við móður sína Ástu var ein af þessum krílum og verður hennar saga sögð hér. Nágrannarnir, póst konan, sundlaugarvörðurinn og kallinn í búðinni ásamt öllum öðrum í sveitinni kepptust við að spyrja hvað stúlkan ætlaði sér að verða þegar hún yrði stór. Þegar svarið leit dagsins ljós urðu viðbrögðin þurr og einsleit.

Eftirvæntingin varð skyndilega að efasemdum í huga hennar. Hin barnslega einfeldni þessarar ungu stúlku gufaði upp þegar erlendur túristi frá kurteisu landi sagði við hana: “At least you are doing some thing.” Yfir sumarið náði þessi eymdarlegi snjóbolti túristans að verða að tignarlegum snjókarli sem stefndi án nokkurs vafa í höfuð-

Í fyrstu virðast háskólabygging arnar vera gríðarstórar og svo ótalmargar að stúlkan á í erfið leikum með að rata á rétta staði. Nýtir hún sér því þráðlausu ADSLtengingu borgarinnar og tengist staðsetningarforriti í snjallsímanum. Áttavitinn verður bara notaður í næstu leitum, en núna þarf að finna Odda. Eins og gatslitin lopa peysa í Karen Millen í Kringlunni er hún skyndilega stödd í frægðarhöll Odda. Í stofu 201 er hún umkringd stjörnu prýddu liði. Spurningar um háskólann streyma um huga stúlkunnar:

Stúlkan með ljósu lokkanna skóf undan nöglunum og skipti um sokka fyrir fyrstu vikuna í háskólanámi í virðulegri kima landsins. ,,Á ég að mæta í bláu? Grænu? Rauðu? Með sjóræningahatt?”

borgina stóru í stjórnmálafræði. Stúlkan með ljósu lokkanna skóf undan nöglunum og skipti um sokka fyrir fyrstu vikuna í háskólanámi í virðulegri kima landsins. ,,Á ég að mæta í bláu? Grænu? Rauðu? Með sjóræningahatt?” Röndótt varð fyrir valinu í þetta skipti hjá stúlkunni.

– Hver er félagslega samþykktur skrefafjöldi í hringstiganum á Háskólatorgi?

– Ef ég fæ mér kaffi í Bóksölunni er ég þá bóhem?

– Er meira kúl að glósa á tölvu en á gamaldags pappírssnifsi?

– Heyrir sessunautur minn hvað ég hugsa?

Spurningarnar eru margar og óskiljanlegar en stúlkan er fullviss að komandi reynsla muni án efa færa henni svörin. Stúlkan úr fjósagryfjunni er ekki lengur hluti af sauðsvörtum almúganum. Hún er orðin hluti af einhverju miklu stærra og flottara; fræðaheiminum, rjómanum af þjóðfélaginu. Hún er háskólaborgari.

43

Skólaárið undir rós

Politica 2015- 2016

Senn líkur skólaárinu, það er hálf ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar maður skemmtir sér vel. Að vanda hefur stjórn Politica og raunar allir þeir sem komið hafa nálægt starfinu, unnið hörðum höndum undanfarið ár að því að hafa ofan af fyrir komandi stjórn málafræðingum landsins. Þrátt fyrir að lesturinn sé hollur og örfi huga duglegra námsmanna er ágætt að taka sér smá pásu frá honum, sér í lagi á föstudagseftirmiðdegi. Þá er stefnan oftar en ekki sett á þing flokka landsins, íslensk fyrirtæki og stofnanir sem taka ölþyrstum stúdentum opnum örmum, gefa þeim örlítið að snæða og sulla í þá votum veigum fram undir næsta hana gal.

Meðal fyrstu verka nýrrar stjórnar var að skipuleggja árlega útilegu Politicu. Að morgni 18. júlí pökkuðu eftirvæntingarfullir stjórnmálafræðinemar í tösku og lögðu af stað í ævintýri, ferðinni var heitið í austur af Reykjavík. Niður kambana, Suðurlands undirlendið var þverað endilangt,

áfangastaðurinn var Hamragarður. Þar var grillað, sungið og dansað, gleðin ríkti langt fram undir morgun. Þegar líða fór að kaffitíma næsta dag og tjaldstæðaverðinum leist ekki lengur á blikuna, skriðu fyrstu stjórnmálafræðinemarnir út úr tjöldum sínum. Þeim til mikillar undrunar hafði allt steini léttara fokið um nóttina og flestir söknuðu einhvers sem vindurinn hafði tekið með sér á haf út. Þrátt fyrir það fóru flestir skælbrosandi heim eftir góða samverustund með vinum og vandamönnum á meðan hinir stoppuðu, grámyglulegir, á KFC á Selfossi á leiðinni heim.

Næst á dagskrá Politicu var nýnema dagurinn en 28. febrúar fylltist HT 103 af bráðefnilegum hópi ný stúdenta sem allir höfðu það sameginlegt að hafa ótæmandi áhuga á stjórnmálum. Eftir að sitja magn þrunginn fyrirlestur helstu stjórn málafræðinga landsins tók alvaran við. Hópnum var skipt niður í smærri einingar sem innbyrðis kepptu um álit eldri nemenda.

44

Lið Samfylkingarinnar bar þar sigur úr býtum en yfirburða frammistaða þeirra minnti einna helst á sigurgöngu Chigago Bulls árið 1996, eða 72-10 tímabilið eins og það er kallað. Það er óhætt að segja að nýnemarnir hafi komið sterkir inn í félagslífið því strax á fyrsta kvöldi voru þeir farnir að drekka vana menn og konur undir borðið.

Almennt var föstudagskvöldum vetrarins, samhliða námslánum nemenda, eytt í eymd og volæði á hverfisbörum Stór-Reykjavíkur svæðisins. Þó voru undantekningar á því en af og til setti stjórnin í fimmta gír og skipulagði stærri viðburði. Einn þessara viðburða var Stjórn-hagdagurinn en þar tókust erkióvinirnir, stjórnmálafræðideild og hagfræðideild Háskóla Íslands á í margvíslegum þrautum. Eftir langa og drengilega keppni laut stjórnmálafræði deildin í lægra haldi, en viti hagfræðadeildin það, við komum tvíelfd aftur að ári. Þrátt fyrir tapið skemmtu sér allir konunglega og óhætt er að segja að dagurinn í heild sinni hafi verið einn af hápunktum ársins.

Hrekkjavökunni var fagnað af sér amerískum sið í sal Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þar slettu annars háalvarlegir stjórnmálafræðinemar úr klaufunum klæddir sem frægar Hollywood

fígúrur, alíslenskir stjórnmálamenn, Maggi Texas og Dóra landkönnuður. Tjúttað var langt fram á nótt og sagan segir að Framsóknar salurinn hafi ekki boðið upp á betra partý síðan að skuldaleiðréttingin fór í gegn.

Eftir langa og stranga jólaprófatörn héldum við próflokateiti í Leiknisheimilinu. Þar voru spilin dregin fram ásamt því að gömlu dans arnir voru rifjaðir upp. Kvöldið var enn ungt þegar að tattúeraða jólasveina bar að garði. Sveinarnir sungu og spiluðu jólalög auk þess sem að þeir áreittu gesti og gangandi.

Snemma í febrúarmánuði var svo komið að helgistund stjórnmálafræðinema, Sigmund inum sjálfum. Til okkar komu fulltrúar allra þingflokka landsins, að utanskildnum Pírötum sem komust því miður ekki vegna þess að einhver þarf að manna mastrið. Eftir funheita og æsispennandi rökræðu flokksfulltrúana snérum við okkur að mikilvægari málum en þá tók við innbyrgðis keppni meðal stjórnmálafræðinema í almennum ósiðum. Meðal annars var keppt í kappáti, fáfræði, drykkjuskap og ómálefnanlegri ræðulist. Þar vann lið Gunnars Braga sannfærandi sigur í annars bráðskemmtilegri keppni.

45

Kaffipásukrossgátan

1 2 34 56 7 8 91 01 1 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30

Lárétt

5. Starfsemi sem mótar og framkvæmir stefnu ríkisvaldsins 8. Friður 13. Fita sem unnin er úr sjávardýrum 15. Sitjandi forseti Alþingis 21. Öl og matstaður stúdenta 23. Ákvarðanatökuvald safnast á fárra hendur í ríkisstjórnum eða stofnunum 24. Framlag Íslendinga í Júróvisjon 2001 25. Þurrkuð vínber 27. Eitt ríki eda ríkjasamband fer með yfirráð á alþjóðavettvangi 28. Rótgrónar formgerðir í samfélögum sem byggjast á yfirráðum karla og undirokun kvenna 29. Helgistund Stjórnmálafræðinema 30. Mánudagurinn í föstuinngangi

Lóðrétt

1. Besta rannsóknarsniðið til að draga ályktanir um orsakir 2. Botnaðu: You know nothing.. 3. Viðurnefni stjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks árið 1947-49 4. Fyrsti ráðherra Íslands staðsettur hér á landi 6. Loforð 7. Þeir sem aðhyllast það að hver þjóð eigi að hafa sitt eigið ríki 9. Fyrsta konan til að kjósa í opinberum kosningum á Íslandi 10. Meginhugtak Klaus Von Beyme 11. Þegar rannsóknaraðferðum náttúruvísinda er beitt á viðfangsefni félagsvísinda

Svör

Í krossgátunni er ekki miðað við að bil sé á milli orðasambanda og nafna sem beðið er um 12. Sjónvarpsþáttur Donald Trump 2004-2015 14. Grunngildi og reglur fullvalda ríkis 16. Flytjendur stuðlagsins Selfoss er 17. Hópur ráðherra sem fer með stjórn ríkis 18. Ástand í alþjóðakerfinu þegar skortur er á pólitísku yfirvaldi. 19. Black death 20. Heimasmíðuð vopn Íslendinga í Þorskastríðinu 1972-73 22. Útvarpstöð með slagorðin: Þú verður að hlusta! 26. Jarm 1. Tilraunir 2. Jon Snow 3. Stefanía 4. Hannes Hafstein 5. Stjórnsýsla 6. Skuldbinding 7. Þjóðernissinnar 8. Ró 9. Vilhelmína Lever 10. Flokkafjölskyldur 11. Megindlegar aðferðir 12. Lærlingurinn 13. Lýsi 14. Stjórnarskrá 15. Einar Guðfinnsson 16. Sniglabandið 17. Ríkisstjórn 18. Stjórnleysi 19. Brennivín 20 Togaravírklippur 21. Stúdentakjallarinn 22. Útvarp Saga 23. Miðstýring 24. Birta 25. Rúsínur 26. Me 27. Einpólakerfi 28. Feðraveldi 29. Sigmundurinn 30. Bolludagur

46

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.