2 minute read
Kröfugerð kennarabusa
Höfundur: Baldvin Þór Bergsson
Að kenna í fyrsta sinn er eins og að hoppa út í sundlaug í niðamyrkri. Það er ekki lendingin sem er slæm heldur þessi stutti tími þar sem maður veltir fyrir sér hvað í ósköpunum taki við þarna niðri. Ég tók þá djörfu ákvörðun að búa til og kenna tvö ný námskeið haustið 2015, annað í grunnnámi en hitt í framhaldsnámi. Eftir á að hyggja var þetta ekki
Advertisement
skynsamlegt því það er nógu erfitt að kenna í fyrsta sinn, hvað þá að búa námskeið til. Þessi blessaða laug var sem sagt ansi djúp.
Háskóli Íslands hefur sett sér háleit markmið um að komast í hóp bestu háskóla í heimi. Sjálfur stundaði ég meistaranám við Háskólann í Edinborg sem er á sumum listum talinn einn af 10 bestu háskólum í heimi. Eftir kennsluna í haust velti ég því lengi fyrir mér hvað það er sem gerir þann skóla svo góðan, og við skulum bara vera hreinskilin með það, miklu betri en Háskóla Íslands. Auðvitað eru ástæðurnar margar en sú veigamesta snýr held ég að kröfum.
Stúdentar hafa löngum gert miklar kröfur til skólastofnana og kennara. Ég ætti að vita það því þegar ég sat í Háskólaráði fyrir hönd stúdenta upp úr aldamótum ræddi ég oft og ítrekað um nauðsyn þess að kennarar tileinkuðu sér nýstárlegri kennsluaðferðir, að þeir notuðu nýjustu tækni og svo var víst einhver krafa um prófskil. Sem nýr kennari fann ég mjög sterkt fyrir kröfum nemenda og fannst stundum erfitt að standa undir þeim. Mér fannst ég hins vegar ekki geta gert jafn ríkar kröfur til nemenda og ég tel að háskólar eigi að gera.
Kannski snýst þetta að lokum um þá einföldu staðreynd að við eigum að gera jafn miklar kröfur til okkar sjálfra og við gerum til annarra.
Í mínum huga eru til tvær tegundir af nemendum. Það eru þeir sem leggja sig fram og svo hinir sem gera það ekki. Trúið mér þegar ég segi að við kennarar erum mjög fljótir að átta okkur á því hverjir vilja raunverulega bæta sig. Þeir sem leggja sig fram eru ekki endilega bestu nemendurnir eða þeir sem fá hæstu einkunnirnar. Sá sem fær 7 er ekkert endilega verri nemandi en sá sem fær 9.
Háskólaumhverfi sem gerir ráð fyrir því að nemendur geti mætt óundirbúnir í tíma er í mínum huga á villigötum. Hvaða skilaboð erum við að senda fólki með þannig vinnubrögðum? Þegar ég viðra þetta við fólk er mér alltaf bent á að sumir stundi nám með vinnu eða að heimilisaðstæður séu erfiðar. Þetta er alveg hárrétt, en vandamálið er það að við erum allt of oft tilbúinn að setja námið aftast á forgangslistann. Ég hef verið þar sjálfur því ýmiss konar tómstundastarf og stúdentapólitík var alltaf mikilvægara í mínum huga en námið. Í Edinborg lærði ég á fyrstu vikunni að með því að vera óundirbúinn var ég ekki