2 minute read

Örskýring: Ungar Athafnakonur

að bregðast kennurunum, heldur sjálfum mér og samnemendum mínum. Ég hafði val um að gera þá að betri nemendum, eða draga þá niður. Það var engin þriðja leið.

Líklega telja einhverjir að það sé ódýr lausn á vanda háskóla að gera meiri kröfur til nemenda. Þetta er hins vegar misskilningur því þannig fer af stað keðjuverkun. Kennarar þurfa á sama hátt að uppfylla auknar kröfur, skólaumhverfið þarf í framhaldi að bregðast við og það leiðir svo vonandi til faglegri umræðu í samfélaginu. Kannski snýst þetta að lokum um þá einföldu staðreynd að við eigum að gera jafn miklar kröfur til okkar sjálfra og við gerum til annarra.

Advertisement

Ég er enn að gera það upp við mig hvort ég eigi að halda áfram kennslu. Ef ég geri það mun ég herða þær kröfur sem ég geri til nemenda en um leið þær sem ég geri til mín sem kennara. Ég lofa að að ég fylli laugina af vatni, en það verður til skiptis heitt eða kalt.

p.s. Viðtengingarháttur er ekki skraut til að henda inn í setningar.

Örskýring

– Fyrir hvað standa samtökin Ungar Athafnakonur?

Ungar Athafnakonur (UAK) er félag sem samanstendur af konum sem vilja skara fram úr, eru áhugasamar um atvinnulífið og hafa metnað fyrir sjálfri sér og starfsframa sínum. Hópurinn er blanda af konum í námi og á atvinnumarkaðnum. Félagið veitir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að svipuðu takmarki. Hjá okkur er pláss fyrir alla og því fleiri því betra.

Markmið okkar er að stuðla að framförum og það viljum við gera með því að virkja ungar konur og hvetja þær til að stíga fram. Við viljum veita innblástur og hjálpa hvor annarri að þróa hæfileika okkar og nýta. Þær kynslóðir kvenna sem á undan okkur komu hafa svo sannarlega greitt veginn og er það skylda okkar að halda áfram að greiða þann veg. Líkja má veginum við götur Reykjavíkur þennan veturinn, malbikaðar, ásættanlegar en samt líka holóttar.

Stefna UAK er að auka vitund um hlutverk kvenna og karla í atvinnulífinu og vonandi með tímanum (helst á mjög stuttum tíma) stuðla að bættu samfélagi þar sem bæði kyn standa jafnfætis og bjóðast sömu tækifæri. Við viljum breytingar og einn stærsti liðurinn í því að sjá breytingar er að taka þátt í þeim.

Lokastöðin verður svo stofnun félagsins Ungt Athafnafólk og hlökkum við mikið til þess, því þá er markmiði Ungra Athafnakvenna náð.

Guðbjörg Lára Másdóttir

Stjórnarmeðlimur UAK www.uak.is

This article is from: