1 minute read

Ritstjórn Íslensku Leiðarinnar

Eiríkur, Jóna, Ólöf Rún, Bjarki, Hildur Ásta

Ritstjórnarspjall

Advertisement

Já, Íslenska leiðin er svo sannarlega upprisin!

Þegar við vorum skipuð í ritstjórn í september 2015 vorum við ákveðin í að gera stóra hluti með blaðið og vanda vel til verka. Starf ritstjórnar hefur gengið vel í vetur. Þrátt fyrir örfáar hindranir sem upp komu á veginum héldum við ótrauð áfram uns takmarkinu var náð, líkt og Kelly Clarkson vinkona okkar sem söng svo eftirminnilega ,,What doesn’t kill you makes you stronger.”

Í okkar augum er Íslenska leiðin nokkurs konar annáll yfir árið þar sem farið er yfir það helsta á vettvangi stjórnmálanna í bland við léttara efni. Úr miklu var að moða enda margt að gerast á sviði stjórnmálanna um þessar mundir. Forsetakosningar eru framundan bæði hérlendis og í Bandaríkjunum svo ekki sé minnst á flóttamannastrauminn og alla pólitíkina sem þar kemur við sögu. Fyrir stjórnmálafræðinema er ekki hægt að segja annað en að við lifum á áhugaverðum og spennandi tímum! Félagslífið var fjörlegt að vanda og var því hægur leikur að velja úr fjölda viðburða til þess að fjalla um þar.

Að lokum viljum við þakka öllum sem réttu okkur hjálparhönd við útgáfu Íslensku leiðarinnar þetta árið. Aðkoma ykkar gerði blaðið betra og áhugaverðara, efnið fjölbreyttara og líf okkar léttara. Hér getur að líta lokaútkomuna af málgagni stjórnmálafræðinema vorið 2016. Við vonum að allir stjórnmálafræðinemar sem og aðrir hafi gagn og gaman af lestrinum.

Bestu kveðjur með von um sólríkt og gleðilegt sumar

Ritstjórn Íslensku Leiðarinnar 2015-2016

Bjarki Kolbeinsson Eiríkur Haraldsson Hildur Ásta Þórhallsdóttir Jóna Ástudóttir Ólöf Rún Gunnarsdóttir

This article is from: