Íslenska leiðin 2020

Page 1

Efnisyfirlit

Ávarp ritstjóra 4 Ávarp fráfarandi formanns 6

Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra 7

Vangaveltur ungs stjórnmálafræðings: hógværð, hlutlægni og nákvæmni 11

Sniðgöngum Nestlé 14 Maður er manns gaman – viðtal við Örn Árnason 16

Kennarastofan 20 Þátttaka innflytjenda í íslenskum stjórnmálum 26 Stjórnmálafræði memes: brot af því besta 32 Hver sagði hvað? 33 Hvaðan kemur glimmer, gljái og glans? 34 Snör handtök: Pútín breytir stjórnarskránni 36

Vor í Brussel 40 Þau vinna, við vinnum 42 Eðli mannsins er alltaf það sama – viðtal við Boga Ágústsson 43 Krossgáta 46 Hlaðvörp Jóa 47 Skiptinám 49 Skiptinám í Kaþólska Háskólanum í Leuven 49 Í leit að fjögurra laufa smára 50 Ekki þannig séð 51 Annáll fráfarandi skemmtanastýru 54

ÚTGEFANDI Politica, félag stjórnmálafræðinema Reykjavík

RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR Óskar Örn Bragason

RITSTJÓRN Jóhannes Guðmundsson Óskar Örn Bragason Rakel Una Freysdóttir Rán Birgisdóttir Valgeir Bragi Þórarinsson

FORSÍÐA

Rakel Una Freysdóttir PRÓFARKALESTUR Ása Sigurlaug Harðardóttir

HÖNNUN, UMBROT Samskipti ehf. Justyna Grosel

PRENTUN Samskipti ehf.

2
ÍSLENSKA LEIÐIN 2020 19. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ

VIÐ GÆTUM HAGSMUNA ÞINNA!

Þekkir þú réttindi þín á vinnumarkaði?

Þarftu aðstoð við gerð ráðningarsamnings eða leiðsögn við að gera launakröfur í nýju starfi?

Félag íslenskra félagsvísindamanna er stéttarfélag sem leggur áherslu á að menntun félagsmanna sé metin til launa og að áunnin réttindi á vinnumarkaði séu virt. Allt félagsvísindafólk er velkomið í félagið hvort sem það starfar á almennum eða opinberum vinnumarkaði eða er sjálfstætt starfandi.

Aðild veitir félagsmönnum aðgang að fjölbreyttu styrkjakerfi BHM á sviði starfsþróunar og heilsuverndar auk aðgangs að orlofshúsum innanlands sem utan.

PASSAÐU UPP Á RÉTTINDI ÞÍN OG GAKKTU Í FÉLAGIÐ, VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR.

Ávarp ritstjóra

Kæru samnemendur.

Það er algeng klisja að hefja ritstjór narávarp sem þetta á lýsingum á því hvað útgáfa blaðsins hafi verið strem bin og hvað léttirinn sé mikill að sjá það loks gefið út. Slíkt ætlaði ég mér ekki að gera þegar ég tók við stjórnartaumu num en ég verð hreinlega að viðurke nna að ég hef sjaldan á ævinni verið jafn feginn að klára verkefni eins og þetta tímarit sem hefur verið næstum jafn erfitt og að reka íslenskt flugfélag, ímynda ég mér að minnsta kosti. Það er því mikil gleði að sjá afraksturinn loksins gefinn út eftir langa og erfiða fæðingu þar sem útgáfunni hefur ve rið frestað nokkrum sinnum vegna

kórónuveirunnar með tilheyrandi au kavinnu og veseni fyrir ritstjórn, pistla höfunda og viðmælendur. Stjórnmál eru eins og alltaf megin viðfangsefni Íslensku leiðarinnar og er þetta tölublað þar engin undan tekning. Það hefur verið áhugavert og lærdómsríkt að fá að sjá hversu víð tækt og breytilegt viðfangsefni stjórn mál er og hve ótrúlega margt er undir þegar skrifa á heilt blað um stjórnmál. Þar sannast algjörlega frasinn um hvað stjórnmálafræðin er fjölbreytt og gagnlegt nám. Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við gerð blaðsins kærlega

fyrir að gefa sér tíma til að sinna beið num okkar sem voru töluvert margar og örugglega ekki allar jafn spennan di. Ritstjórnin á einnig mikið hrós ski lið fyrir að standa í lappirnar og sigla blaðinu farsællega í höfn með mikla jákvæðni og þolinmæði að vopni. Ég vona innilega að þið hafið gagn og gaman af því að lesa blaðið og að komandi skólaár muni verða bæði skemmtilegt og eftirminnilegt þrátt fyrir ýmsar krefjandi takmarkanir. Njótið vel!

Óskar Örn Bragason, ritstjóri Íslensku leiðarinnar

4
Ritstjórn Íslensku leiðarinnar 2019-2020
Jóhannes Guðmundsson Óskar Örn Bragason Rakel Una Freysdóttir Rán Birgisdóttir Valgeir Bragi Þórarinsson

Græni skólinn

5
...selvfølgelig TUBORG léttöl

Ávarp fráfarandi formanns

Kæru félagsmenn,

Liðið skólaár var heldur betur óvenjulegt. Eins og við öll vitum hefur COVID-19 sett strik í reikninginn víða og þar var skólaár Politica engin undantekning. Skólaárið byrjaði þó frekar venjulega og við í fráfarandi stjórn tókum á móti nýnemunum okkar í Odda í ágústmánuði og áttum frábæran dag og kvöld með þeim. Ví sindaferðirnar voru nánast vikulegar og stjórnmálafræðinemar duglegir að mæta í þær.

Svo skall mars á og hópur af ne mendum hélt í námsferð til Brussel. Dagskráin fyrir vikuna var gríðarlega spennandi og allir spenntir fyrir þeim heimsóknum sem átti að fara í. Því

miður náðist ekki að fara í þær allar sökum COVID en alþjóðafulltrúinn ok kar á mikið hrós skilið fyrir að gera þó ferðina að ógleymanlegu ævintýri þrátt fyrir hindranir. Því miður varð ekki margt sem Politi ca gerði eftir marsmánuð og allir fas tir viðburðir eins og Sigmundurinn og árshátíðin féllu um sjálft sig. Ég trúi því þó að sú stjórn sem tekur við næsta skólaári geri skólaárið eins gott og hægt er með öflugu félagslífi, þrátt fy rir veiruna. Þessu skólaári mun ég seint gleyma og ég vil þakka ykkur öllum fyrir að taka þátt í því með okkur, allavega því sem hægt var að gera.

Bókabúð allra námsmanna

Ritföng - Gjafavörur - Kaffihús

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

- eykur lífsgæði stúdenta Háskólatorgi,
hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
www.studentagardar.is
STÚDENTA www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
3.
STÚDENTAGARÐAR
LEIKSKÓLAR
Hólmfríður María Böðvarsdóttir Howard, fráfarandi formaður Politica

Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra

Við hittum Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þann 11. mars síðastliðinn og ræddum við hana um starf hennar í stjórnmálum, núverandi stjórnmálaástand og verkefnin framundan. Á þessum tíma stóðu Katrín og samstarfsfólk hennar í ströngu og tóku stórar pólitískar ákvarðanir en

tveimur dögum eftir að viðtalið var tekið voru fyrstu sam komutakmarkanir lýðveldissögunnar kynntar. Við viljum því þakka Katrínu sérstaklega fyrir að gefa sér tíma til að svara spurningum okkar á þessum fordæmalausu tímum.

7
Óskar Örn Bragason og Valgeir Bragi

Hvað vakti fyrst áhuga þinn á stjórnmálum?

„Ég hef náttúrulega alltaf verið mjög félagslega virk og haft áhuga á félagsstörfum. En það sem rak mig út í einhvers ko nar pólitíska þátttöku, það var annars vegar háskólapólitík, þar sem ég var dregin inn í Röskvu af nöfnu minni, Júlíus dóttur, fyrrum þingmanni og ráðherra Samfylkingarinnar, og hins vegar umhverfismálin sem gerðu það að verkum að ég ákvað að gefa kost á mér í landsmálapólitík.“

„Mér fannst alltaf mjög gaman í háskólapólitík. Við stóðum í stórræðum á þessum tíma, mikil átök um skólagjöld og af greiðslutíma bókhlöðunnar sem var þá bara til fimm á da ginn. Við stóðum fyrir setuverkfalli og ýmsu öðru. Svo ætlaði ég nú ekkert í þessa pólitík en einhvern veginn gerðist þetta.“

Eru einhver málefni sem fengu þig frekar til að taka þátt í stjórnmálum en önnur?

„Já, það var auðvitað heit barátta um Kárahnjúkavirkjun á árunum 2002-3. Ég var ein af þeim sem mætti að mótmæ la á Austurvelli. Þannig að ætli það hafi ekki verið Kárahn júkavirkjun og framtíðin og umhverfismálin sem kveikti á mér að fara í þetta af öllu afli.“

Eftir að þú byrjaðir í stjórnmálum, myndir þú segja að það væru einhver málefni sem hafa komið þér á óvart hvað varðar að vera skemmtileg, áhugaverð eða vanmetin?

„Það að vera í stjórnmálum krefst þess að maður þarf að gera alls konar; vera í stjórnarandstöðu, vera í stjórn. Það eru forréttindi því maður nær að kynnast ótrúlega fjölbre yttum hlutum. Ég var til dæmis í efnahags- og viðskipta nefnd Alþingis í hruninu sem var mikil lífsreynsla. Þegar við fórum í ríkisstjórn 2009 sóttist ég eftir því að vera menn tamálaráðherra, ég hef alltaf brunnið fyrir menntun og menningu. Svo þegar við fórum í stjórnarandstöðu aftur, þá skipti ég um nefnd á hverju einasta ári, ekki síst til að fá sem fjölbreyttasta reynslu.“

Hvernig er að gegna starfi forsætisráðherra miðað við önnur störf sem þú hefur unnið?

„Öll störf geta verið leiðinleg og skemmtileg, það er náttúru lega svona fyrsta vers. En það er allt öðruvísi að vera for sætisráðherra en menntamálaráðherra, því maður þarf að vera vel inn í mjög ólíkum málum; vita mikið um sumt, og svolítið um allt. Það er ekki hægt að leyfa sér að fara á dýp tina í einum málaflokki og vera stikkfrí í öðrum, þú þarft að vera með allt á hreinu. Svo hefur það auðvitað komið mér á óvart í stjórnmálum almennt að maður fer inn með einhvern

bakgrunn, ætlar sér að vinna að einhverju málefni, en svo fer meirihlutinn af tímanum í að bregðast við því sem ge rist, hvort sem maður er í stjórn eða stjórnaraðstöðu. Maður hefur sín gildi og leiðarljós og ætlar að vinna að ákveðnum málum en tíminn til þess getur verið af skornum skammti. Maður verður svolítið að temja sér það hugafar að maður veit aldrei hvað dagurinn mun bera í skauti sér.“

Varðandi Covid-19. Búist þið við svona krísum og eruð þið með undirbúið plan eða gerist þetta bara svona jafn óðum?

„Gallinn við kreppur er að þær eru sjaldnast fyrirsjáanlegar. Og núna erum við með þessa veiru sem er að leggjast á heiminn og við vitum ekki nógu mikið um hana, við vitum ekki alveg hvernig hún hegðar sér. Á hverjum degi förum við forystufólk ríkisstjórnarinnar yfir stöðuna og heilbrigðisráð herra fer yfir stöðuna í heilbrigðiskerfinu og áhrifin af veirun ni á hverjum einasta ríkisstjórnarfundi. Síðan eru aukafun dir fyrir utan ríkisstjórnarfundi þar sem heilbrigðisráðherra, ég og dómsmálaráðherra sem er ráðherra almannavarna hittumst til að fara yfir stöðuna. Í svona ástandi er eiginle ga ekkert annað hægt að gera en að eiga mjög reglulegt samráð og vinna áfram. Sem betur fer þekkir maður aðeins fyrri kreppur þannig að það þýðir ekkert að fara á taugum, maður þarf bara að halda áfram.“

Hvernig gengur að gera málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfinu og reynið þið að gera málamiðlanir í öllum málum?

„Það er kannski svolítið breytilegt, við erum auðvitað með stjórnarsáttmála sem er fyrsta leiðarljós og hann er saminn sem einhvers konar málamiðlun. En síðan höfum við stjórn skipan þar sem hver og einn ráðherra ber ábyrgð á sínum málaflokki. Þetta er ekki eins og í Svíþjóð sem er með fjöl skipað stjórnvald, þannig að ákvarðanir þurfa allar að fara í gegnum ríkisstjórnina alla. Það er auðvitað flókið að vera með stjórnskipan eins og okkar og jafn ólíka flokka og raun ber vitni við ríkisstjórnarborðið, eðlilega koma upp alls ko nar flókin mál sem erfitt er að leysa.“

Finnst þér það vera jákvæð þróun að stjórnmálaflokkum sé að fjölga?

„Ef ég horfi eingöngu á Evrópu þá er þróunin almennt að flokkum er að fjölga. Við erum í raun að sjá gerbreytingar á flokkakerfinu eiginlega alls staðar, t.d. hafa orðið gífur legar breytingar í Frakklandi og Þýskalandi. Bretland er undantekningin sem skýrist af kosningakerfinu. Við sjáum þetta á Norðurlöndunum líka þar sem bæði spretta upp fleiri vinstriflokkar og fleiri hægriflokkar. Þannig að þetta er þróunin. Er hún jákvæð eða neikvæð? Að einhverju leyti en durspeglar hún stöðu lýðræðisins á breyttum tímum. Það eru fleiri sem hafa rödd í samtímanum en höfðu. Það þýðir að flokkarnir

8

verða fleiri sem er frábært en getur líka skapað flókna stöðu þegar á að mynda ríkisstjórn. Þannig að við getum sagt að þessi þróun endurspegli að einhverju leyti hvað lýðræðið er virkt, sem er stórkostlegt, og skapi líka ný úrlausnarefni. Hún hefur þau áhrif að fólk þarf að nálgast ríkisstjórnarmyndun með öðrum hætti en áður og kannski er það bara gott þótt það geti verið flókið.“

Heldurðu að þetta sé þróunin framundan?

„Já, svo höfum við séð flokka koma og fara. Jafnvel sjáum við flokka verða til, ná miklu fylgi og svo hverfa hreinle ga, eins og við höfum séð á Íslandi. Tryggð fólks gagn vart flokkum er ekki sú sama og hún var hér áður. Þetta er þar af leiðandi orðinn dálítið annar bransi. Stundum finnst mér talað um stjórnmálakerfið á Íslan di eins og árið sé 1980 en rau nin er sú að við getum einfald lega jarðað gamla hugtakið um fjórflokkinn, það heyrir einfaldlega fortíðinni til.“

„Stóra málið er loftslagsváin og sú staðreynd að hún á eftir að breyta mjög miklu. Það er gríðarlegt verkefni að vinna að okkar markmiðum um samdrátt í losun og við erum núna að vinna að uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur tekið sinn tíma. Hún er unnin með ólíkum geirum samfélagsins og snýst um að allar atvinnugreinar setji sér skýr markmið um losun í samstarfi við stjórnvöld þannig að við getum náð grænum umskiptum á samfélaginu.“

„Síðan eru það tæknibreytingarnar sem eru nú þegar byr jaðar að breyta vinnumarkaðinum. Við þurfum að móta ok kur stefnu um gervigreind, hvernig ætlum við að nýta ger vigreindina og hvaða takmörk ætlum við að setja henni? Ætlum við að hafa það algjörlega opið spil eða ætlum við að sammælast bæði á Íslandi og alþjóðlega um einhver gildi í þróun gervigreindar? Þetta er bara eitt af því sem er í senn krefjandi og spennandi verkefni. Verðum við til dæmis tilbúin að fara í uppskurð hjá tölvu bara eftir nokkur ár og hvar liggur ábyrgðin ef eitthvað fer úrskeiðis – hversu varin erum við?“

„Netöryggismál eru orðin stóra málið í öryggisumræðu á alþjóðavettvangi, svo dæmi sé tekið. Hér er mikið talað um 5G. Hvernig ætlum við að eiga við það að koma upp einhverju

sem heitir 5G án þess að koma okkur upp nægjanlega öflu gum vörnum í netöryggi? Þetta verður að fara saman.“

„Að lokum mætti nefna þá staðreynd að við lifum lengur sem er stórkostlegt en það þýðir að það verða færri hendur sem halda uppi fleirum þegar kemur að samneyslunni og álagið á heilbrigðiskerfið mun gjörbreytast.“

„Losun á Íslandi er mikil og við settum okkur strax mjög metnaðarfull markmið um að draga úr losun um 40% fy rir 2030 og verða kolefnishlutlaus ekki seinna en 2040. Þetta eru stóru markmiðin okkar. Við erum núna farin að sjá að það sem við byrjuðum á að kynna er farið að skila sér nú þegar, þannig ég held að við getum náð mjög góðum árangri í þessu.“

„Aðgerðir okkar eru nú þegar farnar að skila ákveðnum árangri enda ákváðum við að leggja af stað strax með fyr stu aðgerðaáætluninni og ráðast strax í aðgerðir en halda áfram að vinna að uppfærðri áætlun. Maður verður bara að byrja einhvers staðar. Við erum til dæmis farin að sjá brey tingu í bílainnflutningi. Þessi áætlun sem við kynntum 2018 er búin að skila því. Nú eru að hefjast mjög miklar fjárfestin gar í almenningssamgöngum sem munu breyta ferðaven jum. Við sjáum líka breyttar ferðavenjur í stóraukinni raf hjólanotkun og reiðhjólanotkun. Þannig að það eru jákvæð teikn. Við sáum að það væri bæði einfaldast að byrja á samgöngunum og ná þar árangri hratt. Það sem blasir við eru síðan breytingar í sjávarútvegi, landnotkun, landbúnaði, og ferðaþjónustu sem er auðvitað nátengd samgöngu num o.s.frv. Þannig að ég segi: Þetta er hægt, en það hangir auðvitað á því að við höfum hér stjórnvöld sem hafa skýra sýn og einbeittan vilja til að ná árangri.“

Hafa loftslagsmótmælin og aukin vitundarvakning meðal almennings haft bein áhrif á ákvarðanir stjórnvalda hvað varðar loftslagsmál?

„Já, ég held það hafi haft mjög mikil áhrif á stjórnmálin sem heild. Ég er náttúrulega búin að hafa áhuga á þessu mjög lengi og þegar VG var stofnað 1999 þá ályktuðum við um

9
Hvaða málefni finnst þér vera mest aðkallandi nú og eru einhver málefni sem eiga eftir að verða ennþá meira áberandi en við erum vön?
Núna er Ísland með aðgerðaáætlun í loftslagsmálum um að draga verulega úr losun, heldurðu að Ísland nái þessum markmiðum sínum?

loftlagsmál. Það var umhverfisráðherra VG sem setti fyr stu lögin um loftlagsmál á Íslandi árið 2012. Það var nú ekki gríðarlegur spenningur í samfélaginu fyrir því á þeim tíma. Það sem mér finnst frábært við loftslagsmótmælin er að þau hafa áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur samfélagið allt, á atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna. Við erum að sjá hugafarsbreytingu sem er náttúrulega það mikilvægasta.“ „Þetta hefur haft þau áhrif að ég tel að það sé líklegra að þessi vilji stjórnvalda haldi áfram þetta er orðið þver pólitískt mál.“

Hvað viltu helst láta minnast þín fyrir þegar þú hættir í stjórnmálum?

„Ég held að maður ráði því ekki sjálfur.“

En ef þú gætir óskað þér þess?

„Ég er stjórnmálamaður og manneskja, að því leytinu er það enginn aðskilnaður og ég hugsa bara alltaf einn dag í einu. Ég hef mín gildi, hugsanir og horfi auðvitað til lengri tíma en svo veit maður bara að maður ræður einhvern veginn ekki sinni för.“

„Ég get nefnt eitt dæmi frá því þegar ég var menn tamálaráðherra. Þá var mikið atvinnuleysi rétt eftir hrun. Það var ekkert rosa gaman að vera menntamálaráðherra fyrir manneskju sem langaði mest að stórauka framlög en þurfti að skera niður. Það sem ég vona að mín verði minnst fyrir er verkefnið „Nám er vinnandi vegur“, sem gekk út á að opna leiðir fyrir fólk sem missti vinnuna inn í nám. Við sérhönnuðum námsleiðir, við tryggðum að fólk gat haldið atvinnuleysisbótum og það voru á fjórða þúsund manns sem höfðu misst vinnuna sem fóru inn í ný námstækifæri. En svo getur verið að mín verði ekkert minnst fyrir það hel dur að hafa lokið við byggingu Hörpu sem ég fékk í fangið hálfbyggða. Mikilvægt hús fyrir tónlistina og kannski öllu hefðbundnara dæmi um það sem kallað hefur verið min nisvarðar.“

„Þannig við skulum bara sjá hvað gerist, ég held að það verði bara spennandi. Ég get svarað þessari spurningu þe gar ég hætti.“

Sérðu fyrir þér að starfa lengi í stjórnmálum?

„Það er nú eitt. Þegar ég gaf kost á mér í prófkjöri fyrst 2007, á því frábæra ári, hugsaði ég með mér að ég ætlaði að vera í tvö kjörtímabil sem hefði þá þýtt að ég hefði verið hætt 2015. En staðreyndin er sú að ég er á fimmta kjörtí mabili því það hafa verið mjög margar óvæntar kosningar og allt hefur æxlast öðruvísi en ég hélt. Ég hef hins vegar aldrei ætlað mér að gera þetta að ævistarfi því það er mjög margt sem ég á eftir að gera. Ég þarf einhvern smá tíma fyrir það.“

Ertu með einhver ráð til þeirra sem vilja byrja að taka þátt í stjórnmálum?

„Ég held að maður þurfi náttúrulega að hafa tvennt til að byrja. Í fyrsta lagi að hafa sýn og hugmyndir, um það snúast stjórnmál. Sýn og hugmyndir um hvert maður vill leiða samfélagið. Í öðru lagi held ég að maður þurfi að hafa áhuga á fólki. Ég þekki alveg stjórnmálamenn sem hafa eingöngu áhuga á fólki en ekkert sérstaklega mikla sýn og ég þekki stjórnmálamenn sem hafa mikla sýn en hafa kannski ekki mikinn áhuga á fólki. Ég held að maður verði að hafa hvort tveggja til að bera ef maður vill verða farsæll stjórnmálamaður en svo verður maður líka að hafa mjög mikið æðruleysi því það er staðreynd að maður ræður ekki alltaf örlögum sínum í stjórnmálum.“

10

Vangaveltur ungs stjórnmálafræðings: hógværð, hlutlægni og nákvæmni

„Eins og stjórnmálafræðingar myn du kannski að orði komast þá lítur út fyrir að þingkosningar í Bretlandi fari á þann veg að Íhaldsflokkurinn vinni með nokkuð öruggum meirihluta. Þó má einnig vera að Verkalýðsflokkurinn sigri,“ mælti kíminn ungur stjórnmála fræðinemi í tíufréttum RÚV hinn 7. maí 2015, smjörgreiddur, með gáfuman nagleraugu í fræðimannabótajakka1 og rúllukragapeysu.2

Tilefni ummælanna voru þingkosnin gar í Bretlandi árið 2015, fyrir hart næ rum fimm árum síðan.3 Kosningavaka var haldin í Stúdentakjallara Háskóla Íslands og neminn hafði fengið sér eitt eða tvö ölglös áður en hann var dreginn í viðtal og spurður álits um úrslit kosninga. Neminn ungi brosti í kampinn og flissaði með sjálfum sér. En hvað fannst honum svona fyndið? Ungi tilgerðarlegi stjórnmálafræði neminn, já þið gátuð rétt til það var

ég, horfðist í augu við nokkuð óvissa framtíð. Hann, líkt og margir aðrir, hafði oft velt fyrir mér hvað stjórn málafræðingar gerðu eiginlega? Í flestum fjölskylduboðum var hann spurður hvort hann ætlaði að gerast stjórnmálamaður; því fór fjarri.

Ég tók fljótt betur eftir því að stjórn málafræðingar voru iðulega álitsgjafar fjölmiðla um stjórnmál, eðli málsins samkvæmt. Ég hló að því með sjál fum mér að vera kominn í þá stöðu og áttaði mig á því hversu erfitt sé að segja til um úrslit kosninga, sér staklega á tíma þar sem sérfræðingar og skoðanakannanir áttu undir högg að sækja. Ég var þá þegar farinn að velta fyrir mér skeikulleika spádóma sérfræðinga og tilgangi stjórnmála fræðinnar.

Síðan hefur þessi ungi nemi lokið gráðu sinni við Háskóla Íslands, fa rið í skiptinám í KU Leuven og su marnám við Columbia University

1 Svipaður jakki og breskir hástéttaprófessorar klæðast með bætur á olbogum.

2 Minnir mig allavega – ég er ekki áreiðanleg frumheimild.

og lokið meistaragráðu frá London School of Economics (LSE) í Evrópuog alþjóðastjórnmálum; unnið sem viðskiptablaðamaður, hjá utanríkis ráðuneyti Íslands, í utanríkisþjónustu Bretlands og verið þess heiðurs aðn jótandi að kenna Evrópusamruna við Háskóla Íslands. Ég er þakklátur fyrir öll mín forréttindi, sem ég gerði ek kert sérstakt til að eiga skilið nema að fæðast.4

Þið hræðist kannski að greinin snúist bara um mig og mitt meinta ágæti. Þar hafið þið því miður eiginlega rétt fyrir ykkur. Þó vil ég gjarnan deila með ykkur nokkrum molum, heilræðum og ráðum sem ég hef lært á þessum fimm - tiltölulega stuttu - árum sem liðin eru frá því að ég var sjálfum glaður stjórnmálafræðinemi. Þetta eru hlutir sem hafa nýst mér vel hingað til og vonast til þess að gæti nýst ykkur, bæði á meðan og eftir að þið ljúkið við stjórnmálafræðinámið.

3 Íhaldsflokkur David Cameron sigraði kosningarnar naumlega og fékk 12 sæta meirihluta – kom það spámönnum þess tíma í opna skjöldu.

4 Hér bæti ég við einni neðanmálsgrein ef það má, því ég var sjálfur alltaf svo þakklátur þegar höfundar bættu við löngum neðanmálsgreinum. Þá leið mér eins og ég væri að lesa lengri texta en ella.

11

Hógværð

Í fyrsta lagi hef áttað mig á þessi fimm ár er að ég veit töluvert minna en ég hélt, en á samt að heita sérfræðingur; er það vel Hógværð gagnvart flóknu viðfangsefni er bráðnauðsynlegt veganesti. Stjórn málafræði sem vísindagrein, svipar til flestra annarra félagsvísindagreina. Margt í stjórnmálum er ómögulegt að mæla. Það þarf sambland af kennin gum, tölfræðigreiningu, þekkingu á sögu, kynjafræði, mannfræði og hag fræði (og mörgum öðrum tengdum greinum) og almennri skynsemi til að átta sig á þróun, í fortíð, framtíð og nútíð. Að átta sig á og greina ákvarða natöku, átök og valdauppbyggingu er vandmeðfarið. Því er gott að vita að við höfum ekki öll svörin; er það vel.

Hlutlægni

Eitt það flóknasta við að vera stjórn málafræðingur á Íslandi að mínu mati er þetta: þú getur annað hvort gert þig gildandi í stjórnmálum og hags munabaráttu fyrir opnum tjöldum –eða ekki. Í síðara tilfellinu verður lítið mark á þér tekið.

Þetta er þó ekki svona klippt og skor ið, þótt ég hafi sjálfur valið þá leið að reyna að halda mér utan deilumála samtímans, ykkur til mikillar blessunar. Öll höfum við skoðanir. Það er réttur all ra í lýðræðissamfélagi að berjast fyrir því sem fólk telur rétt. Þó er betra er að byggja upp góðan orðstír með skýrum og öflugum röksemdarfærslum. Það er í raun hlutverk fræðifólks að hafa skoðanir; að gagnrýna og greina. Einnig er mikilvægt að byggja grei ningu sína og texta á vissri tegund hlutlægni – þegar svo á við – til dæ mis þegar skrifaður er fræðitexti, min nisblað, ritgerð eða unnin er frétt. Það þýðir þó alls ekki að hundsa eigi skoðanir. Mikilvægt er að geta litið á málefni frá hinum ýmsu sjónarmiðum og séð heildarmyndina. Þetta mun reyna á hjá ykkur flestum.

Nákvæmni

Það ætti kannski ekki að þurfa að taka það fram að þau sem starfa á sviði tengdu stjórnmálafræði verða eins og aðrir að vera nákvæm og el jusöm. Nákvæmnin felst í að fara rétt með staðreyndir og vanda sig þegar

við setjum fram fullyrðingar. Fullyrðin garnar þurfa að vera skýrt rökstuddar til að forðast að vera gripinn í bólinu – þá missir einstaklingur trúverðuglei ka – hvort sem um stjórnmálamanne skju, fræðimanneskju eða skríbent er að ræða.

Þetta á sérstaklega við nú á tíma up plýsingaóreiðu þar sem stjórnmálafólk reynir á mörk staðreynda og skoða na. Ef á að stunda rannsóknir í stjórn málafræði, blaðaskrif eða taka þátt í stjórnmálaumræðu er best að vísa skýrt í gögn, dæmi og heimildir. Hægt er að spyrja sig: hvaðan kemur hei mildin eða gögnin sem ég styðst við í röksemdafærslu minni? Get ég treyst þeim? Hvers vegna eða hvers vegna ekki? Hvaða hagsmunir búa að baki þessum staðhæfingum? Ég vona að þessi takmarkaða viska og innsýn nýtist ykkur. Ég tel að ef þið hafið þessa þrjá meginmola bakvið eyrun; hógværð, hlutlægni og nákvæmni, og reynið ykkar besta, gangi ykkur allt í haginn í þeim viðamiklu og flóknu ver kefnum sem bíða okkar kynslóðar.

12

Nýtt Íslandsbankaapp

Með nýja Íslandsbankaappinu sinnir þú allri helstu bankaþjónustu hvar og hvenær sem er. Í appinu getur þú greitt reikninga, dreift greiðslum, séð allt um kortin þín, sótt um lán, stofnað sparnað, nálgast rafræn skjöl og margt fleira. Vertu í hópi ánægðustu viðskiptavina í bankaþjónustu á Íslandi* og sæktu nýja Íslandsbankaappið á islandsbanki.is/app

Sniðgöngum Nestlé

Okkur hefur reynst erfitt að sniðganga vörur frá Nestlé. Nestlé er jú stærsta matvælafyrirtæki í heimi, en einnig er það með krumlurnar sínar víðsvegar annars staðar á markaðnum. Sviti rennur niður ennið í lágvöruverslunum þegar maður rennir yfir risastóra Excel skjalið sem inniheldur öll undirfyrirtæki Nestlé, pírð augu mæta manni þegar spurt er út í sælgætisval einstaklings, fuss og svei heyrist þegar Quality Street molum er hafnað á jólunum. Af hverju leggjum við svona mikið á okkur til að sniðganga Nestlé?

Vörur Nestlé eru fjölmargar og má fin na á mörgum sviðum en t.d. má nefna súkkulaði og ýmiskonar annað nammi, barnamat, fæðubótarefni, morgun korn, drykkjarvatn, mjólkurvörur, frosnar máltíðir og gæludýramat. Fyrirtækið hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir ýmis mál sem flest tengjast mann réttindabrotum og arðráni auðlinda.

Súkkulaði og barnaþrælkun

Nestlé er ef til vill hvað þekktast hér á landi fyrir súkkulaðivörur á við KitKat, Nesquik og Quality Street. Ástæðan fyrir því að við byrjuðum bæði að sniðgan ga vörur frá Nestlé eru tengsl fyrirtæki sins við barnaþrælkun í kakóiðnaðinum Kakóiðnaðurinn í heild sinni hefur lengi verið gagnrýndur fyrir að búa vinnufólki óásættanlegar vinnuaðstæður. Með ferð á börnum sem vinnuafli hefur þá sérstaklega verið gagnrýnd. Um það bil 1/3 af kakói í heiminum kemur frá Vestur-Afríku og samkvæmt skýrslu atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna frá 2015 voru rúmlega 2 milljónir bar

na vinnandi við hættulegar aðstæður á kakóræktarsvæðum þar. Mörgum er beinlínis rænt og þau neydd til að vinna við uppskeru. Önnur eru tekin frá fjöls kyldum sínum með loforðum um góða menntun og framtíðaratvinnutækifæri, jafnvel aðeins 12 til 15 ára gömul. Börnin vinna oftast við skelfilegar aðstæður. Þau sem náðst hefur að taka viðtöl við kvarta gjarnan yfir ýmsum verkjum og hungri.

Árið 2019 tilkynnti Nestlé að fyrirtækið gæti ekki tryggt að framleiðsla súk kulaðivara þeirra væri laus við bar naþrælkun. Aðeins 49% af kakóinu frá Nestlé er rekjanlegt fyrir neytendur.

Vatn og veikindi

Eftir að við byrjuðum að sniðgan ga Nestlé vegna barnaþrælkunar í kakóiðnaðinum þá fórum við að kynna okkur starfsemi fyrirtækisins betur og komumst að því að starfsemi fyrirtæki sins er vafasöm á mun fleiri sviðum. Þá sérstaklega í kringum sölu þeirra á vat ni. Nestlé er stærsti vatnsflöskufram leiðandi í heimi, sem þýðir að hags munir fyrirtækisins eru að sem flestir kaupi vatn af þeim en hafi ekki ókeypis aðgengi að því. Það hefur gengið svo langt að fyrrum formaður fyrirtæki sins, Peter Brabeck-Lethmathe, gagn rýndi þá hugmynd að allt fólk eigi rétt á hreinu vatni. Taldi hann það vera öfgafulla lausn (e. Extreme solution). Formaðurinn hefur tekið þau ummæli til baka, en einungis eftir mikla gagnrý ni í fjölmiðlum. Starfsemi fyrirtækisins í vatnsmálum hefur hins vegar áfram endurspeglað þessa afturhaldssömu yfirlýsingu formannsins.

Sem dæmi má nefna aðgerðir Nestlé í Bhati Dilwan þorpinu í Pakistan. Þar he fur fyrirtækið ofnýtt grunnvatn fyrir Pure Life™ vörumerkið og þorpsbúar hafa því ekki aðgang af hreinu vatni sem he fur gert það að verkum að fjöldi barna hefur veikst í þorpinu. Nestlé hefur nei tað öllum ásökunum varðandi málið. Svipaðar aðstæður hafa myndast í borginni Flint í Bandaríkjunum, en þar var gríðarleg vatnskrísa þar sem íbúar höfðu ekki aðgang að hreinu vatni, á meðan Nestlé fyllti hundruð þúsundir vatnsflaska úr aðliggjandi lóni sem kostaði fyrirtækið aðeins 200 dollara. Loks má nefna að fyrirtækið hefur ve rið kært í fjölda skipta fyrir að fylla vat nsflöskur með kranavatni og ljúga um uppruna vatnsins, en sá gjörningur he fur þó ekki ógnað neinum mannslífum.

Þurrmjólk og ungbarnadauði

Nestlé hefur sætt gagnrýni fyrir mar kaðssetningu á ungbarnaþurrmjólk sem beindist sérstaklega að fátækum mæðrum í þróunarlöndum. Sam kvæmt International Baby Food Action Network (IBFAN) notaðist fyrirtækið við aðferðir sem ekki geta talist siðferðisle ga í lagi. Þeir markhópar sem fyrirtækið reyndi helst að ná til höfðu ekki aðgang að hreinu vatni en þegar þurrmjólkinni er blandað við óhreint vatn er heilsu ungbarna ógnað. Leiðbeiningar sem fylgdu voru sjaldnast á móðurmáli mæðranna og gátu þær því fæstar kynnt sér hætturnar. Samkvæmt mati Barnahjálp Sameinuðu þjóðan na (UNICEF) þá eru börn sem búa við slæmar hreinlætis aðstæður 6 til 25

14

sinnum líklegri til að deyja af völdum niðurgangs en niðurgangur er algen gasta dánarorsök barna undir fimm ára aldri í heiminum í dag. Samkvæmt IBFAN dreifir fyrirtækið fríum sýnishor num á fæðingardeildum en vegna þess að not kun þurrmjólkur í stað br

á þessu stóra vandamáli og segir að fólk eigi frekar að einbeita sér að bæta vatnsgæði á þessum svæðum frekar en að gagnrýna starfsemi fyrirtækisins. Fyrirtækið kom svo til með að nota þes sa sömu nálgun til að ýta undir sölu á vatnsflösku num sínum. Þegar við deilum með öðrum, til dæmis á samfélagsmiðlunum, ósætti okkar við Nestlé mætir maður oft pirringi og furðu yfir því að maður nenni að standa í þessu. Fyrrum upplýsingar hafa vonandi gefið ágæta sýn í uppruna afstöðu okkar til Nestlé og ákvörðun okkar að sniðganga vörur sem koma fyrirtækinu við. Sniðgönguhreyfingin gegn Nestlé er gríðarlegt batterí sem hefur dreift vængjum sínum víðsvegar um heiminn. Sérstök nefnd hefur meira að segja verið sett á fót, International Nestlé Boycott Committee, sem vaktar starfsemi fyrirtækisins. Að lokum viljum við birta mynd sem sýnir hversu fjölbreytt vöruúrval Nestlé er í þeim tilgangi að gera grein fyrir því hversu víðamikið fyrirtækið er og sýna hvaða vörumerki maður ætti að hugsa sig tvisvar um áður en maður verslar.

jóstamjólkur getur truflað mjólkurmyn dun mæðranna verða fjölskyldur í raun oft háðar henni og neyðast til að halda áfram að kaupa þurrmjólkina. Nestlé neitar að fyrirtækið beri nokkra ábyrgð

15 © Nestlé

Maður er manns gaman – viðtal við Örn Árnason

Stjórnmál og stjórnmálamenn hafa alla tíð verið eitt helsta viðfangsefni grínista og skemmtikrafta um heim allan og hefur pólitískt grín oftar en ekki hneykslað, ögrað og skemmt fólki. Ævistarf margra grínista er fólgið í því að finna spau gilegar hliðar á hversdagsleikanum og atburðum stjórn málanna og gera þeim skil á fyndinn hátt. Einn slíkra grínista er leikarinn Örn Árnason en hann vann við það í fjöldamörg

ár að gera grín að samtímanum og daglegum málefnum í vikulega sjónvarpsþættinum Spaugstofunni ásamt því að leika í fjölmörgum áramótaskaupum og öðru grínefni. Við tókum fjarfund með Erni og ræddum við hann um ferilinn sem atvinnugrínisti og fjölbreytt samband gríns og stjórn mála.

16

Örn er fæddur árið 1959 og því nýlega orðinn sextugur. Hann byrjaði ungur að pæla í gríni en hann minnist þess að hafa byrjað að semja grín þegar hann var tólf ára og skrifaði brandarabækur á ritvél heima hjá sér. Örn segir að eftir á að hyggja hafi verið greinilegt að leið hans hafi átt að liggja inn á vettvang grínsins þó svo að grínefni hafi verið lítið og fáar fyrirmyndir sýnilegar þegar hann var ungur. Grínferill Arnar hófst síðan fyrir alvöru árið 1984 þegar Örn og samstarfsfélagi hans úr Þjóðleikhú sinu, Sigurður Sigurjónsson bjuggu til útvarpsþáttinn „Þetta er þátturinn“ fy rir Ríkisútvarpið. Í kjölfarið bauðst þeim að taka þátt í fleiri verkefnum sem síðan leiddi til þess að ákveðið var að búa til vikulegan grínþátt sem sýndur yrði í sjónvarpinu.

Þátturinn hlaut nafnið Spaugstofan og var sýndur á skjám landsmanna á laugardagskvöldum á árunum 1989 til 2014 eða í 25 ár. Örn var meðlimur Spaugstofunnar allan þann tíma en aðrir Spaugstofumeðlimir voru þeir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þor láksson og Sigurður Si gurjónsson. Í þáttunum var aðallega gert grín að því sem gerðist í samtí manum og þeim dæ gurmálum sem dúkkuðu upp. „Þetta snerist eins og menn segja um að vera „current“ eða að vera með puttann á púlsinum“ se gir Örn. Þar sem þættirnir voru sýndir vikulega voru þeir unnir mjög hratt og nánast öll vikan undirlögð fyrir hug myndavinnu, skrif, tökur og klippingu. Örn segir að hraðinn á vinnslunni hafi bæði falið í sér kosti og galla. „Kostir nir eru náttúrulega að þú ert með þátt sem er púlstækur, þetta gerðist bara í gær eins og það heitir en gallarnir eru kannski þeir að þú hefur ekki mikinn tíma til þess að fínvinna hlutina, þæt tirnir liðu kannski stundum fyrir það að vera tæknilega vanbúnir.“

pólitíska grínið meira áberandi. „Við leiddumst alltaf meira og meira út í það að það sem hafði svo mikil áhrif á samfélagið okkar var náttúrulega pólitík og margvitrir stjórnmálamenn, misvitrir sumir, höfðu svona áhrif. Þan nig að þetta leiddist út í það að verða svona dægurrevía og kannski var pólitíkin full fyrirferðarmikil á köflum en það er kannski bara eðli svona þáttar að vera svona hálfgerð mini-stjórna randstaða“ segir Örn. Honum finnst of lítið um pólitískt grín á Íslandi í dag og segir að hann hefði viljað að Spaug stofan hefði eignast arftaka sem hefði haldið áfram á þeirri braut.

Eins og gefur að skilja getur margs konar umfjöllun um stjórnmálamenn haft áhrif á pólitískan feril þeirra og er grín þar engin undantekning. Örn te lur þó að Spaugstofan hafi ekki haft bein áhrif á stjórnmál á Íslandi þó að grínið hafi oft verið beinskeytt. Hann útilokar hins vegar ekki að með gríni sínu hafi Spaugstofunni tekist að se gja hluti sem aðrir áttu erfiðara með.

hafi aldrei gengið of langt. „Það getur vel verið að við höfum einhverju sinni einstaka sinnum verið eins og menn kalla ósmekklegir en ég held að við höfum aldrei farið yfir strikið.“ Þá segist Örn heldur ekki hafa neina eftirsjá af því gríni sem hann hefur tekið þátt í. „Það væri nú illt að vera atvinnuleikari eða grínisti ef maður myndi sjá eftir því sem maður gerir.“

„Við vorum kannski svona svolítið eins og ventill, ofþrýstingsventill. Ef fólki var ofboðið og kvartaði og kveinaði og kannski hafði þörf fyrir það að sjá „nú tuskum við hann aðeins til.“

Örn segir að gríni Spaugstofunnar megi að mestu leyti skipta í tvo flokka. Annars vegar svokallað heilsársgrín þar sem er gert grín að daglegu lífi fólks og hins vegar pólitískt grín sem snýst um að gera grín að því sem ge rist á vettvangi stjórnmálanna. Uppha flega var mun meira um heilsársgrín í Spaugstofunni en með tímanum varð

Örn telur að sá eiginleiki gríns að se gja hluti sem aðrir eiga erfiðara með sé nánast horfinn í dag þar sem fólk á sífellt auðveldara með að nýta sér nafnleynd til að koma skilaboðum á framfæri. „Nú geturðu farið á netið og í skjóli nafnleyndar geturðu hrau nað svoleiðis yfir mann og annan og það er beinlínis ósmekklegt, því miður. Menn gátu ekki vegið úr launsátri eins og í dag.“ Örn viðurkennir að Spaug stofan hafi oft gengið langt í sínu gríni og reynt markvisst að ganga fram af fólki. Oft á tíðum tókst það hins vegar ekki og vöktu mörg atriði sem meðlimir Spaugstofunnar töldu vera á grensun ni enga hneykslan meðal almennings. Örn telur að fólk sé yfirleitt hrifið af því að ekkert sé skafið af hlutunum og þar af leiðandi ánægt með það þegar grín er beinskeytt og hlífir fólki ekki. Þrátt fy rir að grín Spaugstofunnar hafi átt að ögra og stuða fólk telur Örn að grínið

Það getur reynst flókið verkefni að gera grín að ákvörðunum stjórnmála manna þar sem þær eru oft gríðar lega umdeildar og eins og aðrir geta grínistar haft margs konar skoðanir á hinum og þessum málefnum. Af þes sum sökum getur það verið auðvelt fyrir grínista að koma sínum eigin skoðunum að og beita sér pólitískt í þágu ákveðinna málefna. Örn segir að það sé fín lína á milli þess að gera grín að stjórnmálum og því að koma sínum eigin skoðunum á framfæri í gríninu. Hann segir að í Spaugstofunni hafi meðlimir hennar reynt eins og þeir gátu að fara milliveginn í stað þess að koma sínum skoðunum að og bendir á að þeir séu fimm ólíkir einstaklingar með fimm ólíkar skoðanir. Til þess að koma í veg fy rir að þeirra skoðanir yrðu allsráðandi í þáttunum reyndu þeir eftir fremsta megni að vera skipulagðir í sinni vinnu. „Við skrifuðum niður um fjöllunarefnin og hvaða svona „take“ við ættum að taka á sketsinn, hver væri hans vinkill, hvar liggur grínið í þessu eða er yfirhöfuð hægt að gera grín að þessu eða er þetta bara skít legt eðli?“ Þá kom það einnig fyrir að atburðir og ástand í þjóðfélaginu gat verið viðkvæmt meðal almennings og erfitt að líta á spaugilegu hliðarnar við fyrstu sýn. Þetta átti t.d. við um efna hagshrunið 2008 en Örn segir að fyrst um sinn hafi meðlimum Spaugstofun nar fundist ótrúlegt að þeim tækist að kokka upp eitthvað grín úr þeim aðs tæðum. Það kom hins vegar á daginn að það var vel hægt og segir Örn að honum finnist þættirnir í kjölfar hrun sins vera með betra gríni af því sem Spaugstofan gerði á sínum ferli.

Annað krefjandi verkefni sem fólgið var í gerð þáttanna var að leika sjál fa stjórnmálamennina en Örn sá um að leika fjölmarga stjórnmálamenn og

17

annað áberandi fólk. Sá stjórnmála maður sem hann lék lang oftast og flestir muna best eftir er Davíð Odds son fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Örn byrjaði að leika Davíð í áramótas kaupinu 1986 þegar hann var borgar stjóri og í kjölfarið festist hlutverkið við hann en Örn fór með hlutverk Davíðs í flestum áramótaskaupum og alltaf í Spaugstofunni. Davíð hefur því spilað mjög stórt hlutverk í starfsferli Arnar. Það gat verið krefjandi starf einkum vegna þess að Spaugstofan var vi kulegur þáttur og margt gat breyst á stuttum tíma. „Davíð Oddsson átti það til þegar hann var forsætisráðherra eða borgarstjóri að koma í alls konar svona drottningarviðtöl á föstudö gum þegar við vorum búnir að taka upp.“ Það reyndist Spaugstofunni erfitt og segir Örn að oft hafi meðlimir hennar þurft að giska á innihald viðta lanna fyrirfram. Örn segir að Davíð hafi ekki verið ósáttur með það hvernig Örn lék hann enda sjál fur vanur að gera grín að stjórnmálamönnum og þekki vel eðli grínand

stöðu. Grín Spaugstofunnar fór hins vegar ekki jafn vel í alla stjórnmála menn og voru þeir oft misánægðir með útreiðina sem þeir fengu í Spaug stofunni. Til að mynda fór það ekki vel í Halldór Ásgrímsson fyrrum forsæ tis- og utanríkisráðherra hvernig hann var túlkaður í þáttunum og taldi hann lítið úr sér gert. Örn segir að slíkt verði grínistar að vera búnir undir. „Þetta er eðli svona þáttar, maður stuðar suma og þá þarf maður bara að taka á því.“ Hann telur jafnframt að stjórnmála menn verði einnig að vera búnir undir að á þeim sé tekið í pólitísku gríni. „Þá skal maður ekkert hætta sér í pólitík ef maður þolir ekki að láta taka á sér.“

Starfsferill Arnar hefur að mestu leyti snúist um það að gera grín að öllu mil li himins og jarðar og oft að flóknum

Þó að tími Spaugstofunnar sé liðinn starfar Örn enn sem skemmtikraftur og leikari. Hann er því hvergi nærri hættur að gera grín að samfélaginu og er ein nýjasta afurðin hlaðvarp sem meðlimir Spaugstofunnar bjuggu til meðan samkomubannið var í gildi. Örn telur grín vera nauðsynlegan hlut í tilverunni og mikilvægt að reyna eftir fremsta megni að líta sem oftast á spaugilegu hliðarnar. „Lífið má aldrei vera þannig að maður megi ekki aðeins brosa út í annað. Einhvers staðar segir nú málshátturinn: „Maður er manns gaman“, svo lengi sem það skilur ekki eftir sig marbletti þá er það bara í góðu lagi.“

og dramatískum viðfangsefnum. En hver er skoðun hans á því hvort það megi gera grín að öllu? Örn segist hafa velt þessari spurningu mikið fyrir sér og segist hafa komist að þeirri niður stöðu að það fari eftir því hvernig það er gert. „Ég veit það ekki en ég held að það megi gera grín að öllu en það er bara spurning um að fara ekki þan nig yfir strikið að fólk fái viðbjóð á þér, því það er auðvelt.“ Sem dæmi nefnir Örn uppistandarann Eddie Izzard sem hann segir vera mjög snjallan grínis ta og nefnir að honum hafi meira að segja tekist að gera grín að íslensku rollunni, og það á ensku. Eddie hefur tekist að gera grín að ótrúlegustu hlu tum innan siðferðilegs ramma og má þar m.a. nefna grín að helför nasista sem hann gerði á þann hátt að það var hvorki siðlaust né andstyggilegt heldur einfaldlega fyndið. Hann telur einnig að sam hengi grínsins skipti máli. „Það er ekkert mál að vera rætinn, ósmekklegur og klámfenginn“ segir Örn en hann telur sjálfur þessa eiginleika ekki vera eftir sóknarverða.

18
DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345

KENNARASTOFAN

Nemendur stjórnmálafræðideildarinnar eru gríðarlega lánsamir með kennara deildarinnar sem eru sífellt til í að miðla gáfum sínum og reynslu til þeirra. En hver eru þau í raun og veru þegar þau eru ekki að kenna?

Baldur Þórhallsson

Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu? Mannfræði. Það var einn skylduáfangi í mannfræði sem mér fannst alveg skelfilega basic. Við stóðum meira að segja nokkur fyrir undirskrifasöfnum og hvöttum deildina til að taka áfangann úr skyldu. Það tókst. Okkur langaði miklu frekar í fleiri áfanga í stjórnmálafræði.

Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann? Smáríkið Ísland: áhrif smæðar á íslensk stjórnmál og utanríkisstefnu.

Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju? Vin minn Ólaf Þ. Harðasson. Okkur myndi ekki skorta umræðuefni.

Hvað gerir þú til að slaka á? Stunda crossfit.

Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?

Þáttaröðin Vikings á netflix, sjá síðasta svarið. Te eða kaffi?

Svart kaffi að sjálfsögðu.

Hver er uppáhalds kennslustofan þín? Ingjaldsstofa, hringstofan á Háskólatorgi. Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?

Ég er að grafa upp og endurgera manngerða hella við Hellu. Markmiðið er að sanna landnám Kelta á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Sjá, www.cave sofhella.is

20

Silja Bára Ómarsdóttir

Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?

Ég lærði ekki stjórnmálafræði við HÍ.

Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?

Femínísk alþjóðasamskipti

Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?

Huldu eða Gyðu, þær eru báðar svo sjúklega fyndnar.

Hvað gerir þú til að slaka á?

Besta slökunin mín hversdagslega er í ræktinni, en svo reyni ég að ferðast til að komast í burtu frá hversdagsleikanum.

Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?

Allra tíma, þá er það Veep, ekkert sérstakt í gangi núna.

Te eða kaffi?

Kaffi, alla daga.

Hver er uppáhalds kennslustofan þín?

Hún er ekki fundin enn – Árnagarður 422 uppfyllir margt af því sem mér finnst gott við kennslustofu en hún er ekki fullkomin.

Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?

Ég hélt ég væri opin bók, en það er greinilega ekki nógu vel þekkt staðreynd að ég lærði ekki stjórnmálafræði!

Eva Heiða Önnudóttir

Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?

Það er svo langt síðan að ég var í stjórnmálafræðinni. Ég hafði gaman af flestum áföngum í stjórnmálafræðinni, meira að segja aðferðafræðinni. En þeir áfan gar sem ég hafði kannski síst gaman af voru Opinber stjórnsýsla og Opinber stefnumótun, enda frestaði ég því að taka þá áfanga fram á síðasta árið mitt í stjórnmálafræðinni.

Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?

Það væri áfangi sem myndi einblína á það hvernig kjörnir fulltrúar og fram bjóðendur líta á sitt hlutverk gagnvart sínum kjósendum, hvernig þeir sinna sínu starfi sem kjörnir fulltrúar og hvað hefur áhrif á ákvarðanatöku þeirra og frama í stjórnmálum.

Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?

Þetta er erfitt val og margir sem koma til greina. En ef ég myndi velja einn ken nara, þá myndi ég velja Evu Marín Hlynsdóttur, vegna þess að við erum búnar að þekkjast síðan við vorum saman í grunnnámi í stjórnmálafræði og ég treysti hen ni til að ganga í þá hluti sem þyrfti að gera til að halda okkur á lífi í eyðieyjunni.

21

Hvað gerir þú til að slaka á? Ég vinn í garðinum, prjóna, fer í sund og held matarboð.

Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?

The Walking Dead – klárlega.

Te eða kaffi?

Kaffi

Hver er uppáhalds kennslustofan þín? Oddi 201 – hæfilega stór og björt.

Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig? Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla og úr grunnskóla fékk ég verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku – mér fannst það mjööög hallærislegt á sínum tíma en hef náð sáttum við það með tímanum.

Agnar Freyr Helgason

Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu? Mér hefur alltaf tekist að finna skemmtilega fleti í námskeiðunum sem ég hef setið í stjórnmálafræði. Algjörlega hreinskilið svar! Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?

„Rannsóknir í hagrænni stjórnmálafræði “ sem væri framhaldsnámskeið af bæði hagrænni stjórnmálafræði og aðferðafræðinámskeiðunum sem ég hef kennt. Þar myndum við skoða nýlegar rannsóknaraðferðir og beitingu þeirra við rannsóknir á hagrænum kenningum um stjórnmálaviðhorf og- atferli, kosningahegðun, stjórnmálastofnanir og opinbera stefnu. Námskeiðið myndi vera sérstaklega hagnýtt fyrir nemendur sem hafa áhuga á opinberri stefnumótun, upplýsingamiðlun eða framhaldsnámi í stjórnmálafræði.

Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju? Ólafur Þ. Harðarson. Vel lesinn og kann að segja skemmtilegar sögur, svo manni myndi í það minnsta ekki leiðast veran á eyjunni.

Hvað gerir þú til að slaka á? Spila, fer í sund og horfi á Man United spila fótbolta.

Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni? Akkúrat núna er það Love is blind, en ekki hafa það eftir mér. Te eða kaffi? Kaffi.

Hver er uppáhalds kennslustofan þín? Oddi 301.

Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig? Ég er mögulega eini háskólakennarinn (í heiminum?) sem hefur grillað þúsund hamborgara á 90 mínútum.

22

Mér líkar við allar stofur sem hafa glugga og hressa nemendur.

8. Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?

Hvað skal segja? Ég er sögð ein öflugasta hreingerningakona sem til er.

Stefanía Óskarsdóttir

Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?

Ég lærði ekki stjórnmálafræði í HÍ heldur í Purdue University í Indiana í Bandaríkjunum. Mér fundust allir áfangar í stjórnmálafræði ákaflega skemmtilegir og kennararnir frábærir. Þetta úskýrir hvers vegna ég hélt áfram að læra stjórnmálafræði og kláraði doktorspróf í faginu 1995.

Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?

Það færi eftir því hver ætti að kenna hann. Ef ég ætti hinsvegar að kenna hann dettur mér í hug áfangi um stjórnskipunarmál og stjórnarskrá, jafnvel í samstarfi við lagadeild o.fl.

Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?

Hér er úr vöndu að ráða. Ætli ég myndi ekki velja Gunnar Helga því hann er sagður góður smiður og slík færni kæmi sér ábyggilega vel á eyðieyju. Hvað gerir þú til að slaka á?

1. Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?

My memory is highly selective, so I honestly only remember interesting courses.

2. Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?

I would really like to teach a course on democracy and the public sphere in the "postfactual" age.

3. Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?

Baldur Þórhallsson. Always super fun and inspiring to talk to!

Mér finnst gaman að vera með fjölskyldunni minni. Mér finnst mér líka mjög gaman að fara í gönguferðir um bæinn og taka til hendi úti við. Nágrannar mínir vita þetta því þeir sjá mig oft fyrir utan heimili mitt með sóp eða hrífu í hendi. Ég hef líka mjög gaman að því að spjalla við fólk, bæði vini og ókunnuga. Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni? Mér finnst skemmtilegt að horfa á þætti sem fjalla um endurbyggingu húsa, sérstaklega ef þeir fjalla líka um hvernig standa á að verki og um sögu húsanna. Eins finnst mér gaman að horfa á þætti í anda „Who do you think you are?“

4. Hvað gerir þú til að slaka á?

Running, biking, hiking definitely something that involves fresh air .

5. Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?

Nailed it!

6. Te eða kaffi? Kaffi.

sem fjalla um einstaklinga sem leita uppruna síns og farið er yfir sögu forfeðranna. Ég hef lært margt um sögu í gegnum slíka þætti. Að síðustu má nefna að mér finnst líka gaman að horfa á þætti um ævintýralegar ferðir s.s. um þá sem róa landa á milli, sigla á skútu um heimsins höf eða keyra frá Evrópu til Asíu og annað slíkt.

Te eða kaffi?

Ég drekk aðallega kaffi en stundum te.

7. Hver er uppáhalds kennslustofan þín?

Hver er uppáhalds kennslustofan þín?

Anything with a view nothing worse than lecturing while staring at a wall.

Mér líkar við allar stofur sem hafa glugga og hressa nemendur.

Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?

Hvað skal segja? Ég er sögð ein öflugasta hreingerningakona sem til er.

Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?

My memory is highly selective, so I honestly only remember interesting courses.

Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?

I would really like to teach a course on democracy and the public sphere in the “postfactual” age.

Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?

Baldur Þórhallsson. Always super fun and inspiring to talk to!

23
Maximilian Conrad Maximilian Conrad

Hvað gerir þú til að slaka á? Running, biking, hiking – definitely something that involves fresh air. Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni? Nailed it! Te eða kaffi? Kaffi

Hver er uppáhalds kennslustofan þín? Anything with a view – nothing worse than lecturing while staring at a wall Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig? Getting my driver’s license was a long and expensive process...

Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?

Ég held að mér hafi þótt Almenn sálfræði ákaflega leiðinleg áður fyrr – en ég hef hins vegar skipt mjög um skoðun á þeirri grein síðari ár.

Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann? Stjórnmál og listir.

Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju? Ef þetta væri bara dagstund á eyðieyju myndi ég glaður dvelja með hverju þeirra sem er. Þau eru öll svo fróð og skemmtileg. En til lengri tíma veit ég ekki. Hvernig er þetta í Hávamálum? Ljúfr verðr leiðr, ef lengi sitr…

Hvað gerir þú til að slaka á? Elda, spila á hljóðfæri, les, sæki námskeið, rækta tré, smíða. Ég er samt hlynntur verkskiptu samfélagi og hef ekki sama smekk og Marx: „I could fish in the morning, hunt in the afternoon, rear cattle in the evening and do critical theory at night, just as I have a mind, without ever becoming hunter, fisherman, shepherd or critic. How does this indirectly critique capitalism?“

Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni? Fræðsluþættir.

Te eða kaffi?

Eiginlega hvorugt. Hálfur kaffibolli skaðar mig samt ekki að ráði.

Hver er uppáhalds kennslustofan þín?

Stóri salurinn í Háskólabíói. Reyndar er langt síðan ég hef fengið að kenna þar og kannski misminnir mig um hversu notalegur hann var.

Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?

Eitt árið komst ég á tvo metsölulista, annan með kokkabók og hinn með geisladisk.

24
BA nám • Stjórnmálafræði •
(aukagrein) DiplómAnám (meistArAstig 30e) • Alþjóðasamskipti • Blaða- og fréttamennska • Fjölmiðla- og boðskiptafræði • Hagnýt jafnréttisfræði • Opinber stjórnsýsla • Smáríkjafræði Námsframboð stjórNmálafræðideildar stjornmal.hi.is meistArAnám • Alþjóðasamskipti Stjórnmálafræðideild
Tel:
Kynjafræði
býður upp á fjölbreytt nám á BA- og meistarastigi, traustan og hagnýtan undirbúning fyrir sérhæfð störf á vinnumarkaði sem og fræðilega ögrandi námsleiðir. stjornmal.hi.is Félagsvísindasvið
+354 525 5445 / 4573 www.stjornmal.hi.is

Þátttaka innflytjenda í íslenskum stjórnmálum

Á Íslandi búa um 55.000 innflytjendur en það er um 15,2% af heildarfjölda Íslendinga. Fjöldi innflytjenda hefur aukist mjög mikið á síðustu tveimur áratugum og hafa þeir aldrei verið fleiri en í dag. Samkvæmt skilgreiningu er innflytjandi ein staklingur sem fæddur er erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar hans og ömmur. Þrátt fyrir mikinn fjölda innflytjenda í samfélaginu eru fá dæmi um innflytjendur sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum. Alls hafa fjórir innflytjendur tekið sæti á Alþingi en allir sátu þeir í stuttan tíma. Samanlögð þingseta þeirra er styttri en eitt kjörtímabil eins þingmanns. Sömuleiðis hafa fjórir inn

flytjendur tekið sæti í borgarstjórn Reykjavíkur og af þeim eru tveir núverandi borgarfulltrúar. Í þessari grein heyrum við reynslusögur og hugsjónir þeirra þriggja innflytjenda sem hafa verið kjörnir á Alþing og í borgarstjórn Reykjavíkur í beinni kosningu. Þau Pawel, Sabine og Nichole sögðu okkur frá upprunanum, flutningunum til Íslands og hvernig það var að verða á endanum íslenskur stjórnmálamaður. Við spurðum þau einnig spurninga um viðhorf þeirra til stöðu sinnar og annarra innflytjenda á vettvangi stjórnmálanna á Íslandi.

26
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf Nichole Leigh Mosty

Pawel Bartoszek

Pawel Bartoszek fæddist árið 1980 í borginni Poznan í Póllandi og bjó þar til ársins 1988 þegar hann flutti til Íslands. Það kom til vegna þess að faðir hans er tungumálafræðingur og hafði hann áhuga á að læra framandi tungumál. Faðir Pawels fluttist því til Íslands árið 1987 og ári seinna fluttist fjölskyldan einnig til landsins en flutningarnir voru nokkuð ferli þar sem fjölskyldan bjó á báðum stöðunum í tvö ár en flutti svo endanlega til Íslands árið 1990 þegar Pawel var 10 ára gamall. Á þessum tíma voru innflytjendur mun færri og ekki nærri eins áberandi í samfélagi nu. „Það hafði verið einn annar pól skur strákur í Melaskóla 15 árum áður þannig að kennararnir töldu sig hafa reynslu“ segir Pawel og telur hann þetta vera lýsandi fyrir hversu lítið sý nilegir innflytjendur voru á þeim árum. Fjöldi Pólverja á Íslandi átti þó eftir að breytast mjög mikið síðar meir en síðan Pawel fluttist til landsins hefur þeim fjölgað úr um 100 manns yfir í um 19.000.

Pawel segist hafa átt hefðbundna „Vesturbæjaræsku“ þar sem hann gekk í Melaskóla, Hagaskóla og síðan í MR. Síðar lærði hann stærðfræði við Háskóla Íslands og á þeim árum byrjaði þátttaka hans í þjóðfélagsumræðunni en Pawel byrjaði sem virkur blogga ri og vakti athygli með skrifum sínum á Deiglan.is og pistlum í Fréttablaðinu. Þegar Pawel var 19 ára skráði hann sig í Sjálfstæðisflokkinn. „Þá var ég á kjördag að labba um á milli og taka fólk tali og hitti þar Ögmund Jónasson í VG og ta laði við hann í örugglega hálftíma eða klukkutíma, skráði mig í kjölfarið í þann flokk sem honum væri fjærst.“ Pawel te kur þó fram að Ögmundur sé prýðilegur stjórnmálamaður þó þeir séu ósam mála um flesta hluti.

Áður en Pawel hellti sér út í pólitík tók hann þátt í margs konar pólitísku starfi en ásamt því að blogga um skoðanir sínar var hann m.a. virkur í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og árið 2010 var hann í 18. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjór narkosningarnar í Reykjavík.

Seinna fór Pawel í framboð til Stjórnla gaþings þar sem hann var kjörinn og var einn af 25 manna hópi sem tók þátt í að búa til frumvarp um nýja stjór narskrá árið 2011. Við stofnun Viðreisnar árið 2016 ákvað Pawel að færa sig um set, hætta í Sjálfstæðisflokknum og ganga til liðs við Viðreisn. „Ég fór ekki út úr Sjálfstæðisflokknum með einhver jum gríðarlegum sprengjum eða yfir lýsingum um að eitthvað rosalegt hafi

gerst, ég einfaldlega fann flokk sem að stóð mér nær hjarta. Ég hef alltaf ve rið Evrópusinni, hef alltaf verið á hæ grivængnum en mjög Evrópusinnaður og þarna var kominn trúverðugur flok kur sem deildi þeim áherslum og þá fannst mér sjálfsagt að styðja hann og taka þátt í starfi hans.“

Pawel fór í framboð fyrir Viðreisn í Alþingiskosningunum árið 2016 og var í kjölfarið kjörinn á þing. Pawel segir að sér hafi fundist mjög gaman á Alþingi. „Það var mjög merkilegt og maður er fullur auðmýktar, þó það sé klisja þá er maður það.“ Í skyndilegum Alþingiskos ningum 2017 náði Pawel ekki að endur heimta sæti sitt á Alþingi en var áfram virkur í Viðreisn. Ári síðar, 2018 fór hann í framboð fyrir flokkinn í borgarstjór narkosningum í Reykjavík og náði kjöri. Í dag starfar Pawel því sem borgar fulltrúi og gegnir m.a. hlutverki forseta borgarstjórnar. Hann segir að starfið sé skemmtilegt og mun nær kjósendum og daglegu lífi þeirra en starf Alþingis manns.

Aðspurður hvort Pawel geti hugsað sér að fara aftur á þing segir hann að hann geti vel hugsað sér að vera í stjórnmálum í þónokkurn tíma. Hans skoðun er sú að reynsla sé gagnleg í starfi stjórnmálamanns og heppilegra væri ef fólk myndi vera lengur í pólitík en gengur og gerist. Þetta sé þó allt háð umboði kjósenda og fer eftir úrsli tum kosninga, ef slíkt umboð fengist aftur gæti hann vel hugsað sér starf þingmanns á ný.

Sabine Leskopf

sínum lærði hún í senn ensku, rúss nesku og viðskiptafræði og fólst hluti námsins í því að læra í erlendum háskóla. Sabine fór því í nám til Edin borgar í Skotlandi og kynntist hún þar íslenskum eiginmanni sínum. Eftir námið í Skotlandi fluttust þau saman til Þýskalands í nokkur ár þar til eigin manni hennar bauðst atvinnutilboð á Íslandi og ákváðu þau í kjölfarið að flytja saman til Íslands árið 2000 en Sabine segir að hún hafi vel vitað hvað beið hennar enda búin að koma oft til landsins með eiginmanni sínum. „Ég var ekkert hrikalega spennt fyrir að koma hingað en ég var tilbúin að prófa það, ég var tilbúin að gefa Íslandi tæ

kifæri og ég vissi hvað ég var að gera“ en Sabine hafði bæði búið í Skotlandi og Rússlandi og því vön að búa annars staðar en í Þýskalandi.

Sabine telur sig hafa verið ótrúlega heppna með að fá strax starf við hæfi en fljótlega eftir að hún kom til Íslands fór hún að vinna í viðskiptaþróu nardeild hjá Össuri. Sabine segir að Ös sur hafi verið eitt af fáum fyrirtækjum sem hafi litið á innflytjendur sem öflu gan mannauð. Fyrirtækið hafi séð mikil tækifæri í að fá hana í vinnu þar sem hún var viðskiptafræðimenntuð, kun ni bæði þýsku og ensku og nógu góða íslensku til að bjarga sér á kaffistofunni.

27
Sabine Leskopf fæddist í Þýskalandi árið 1969 og ólst upp í litlu sveitaþorpi ekki langt frá Frankfurt. Á háskólaárum

Sabine segist hafa fengið mjög góðar móttökur við flutningana til Íslands en það hafi einmitt verið ástæðan fy rir því að hún vildi bæta úr málefnum innflytjenda sem höfðu það ekki eins gott og hún sjálf. „Ég fékk allt á silfurfati, samt var það ekki einfalt, samt átti ég mínar erfiðu stundir og ég byrjaði að hugsa um það hvernig það er fyrir fólk sem hefur það ekki jafn gott og ég.“ Sa bine tók þátt í að byggja upp Samtök kvenna af erlendum uppruna og þar með hellti hún sér út í mikla vinnu teng da málefnum innflytjenda.

Eftir starf sitt hjá Össuri starfaði Sa bine aðallega sem þýðandi og túlkur og var virkur sjálfboðaliði fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna. Veturinn 2012-13 fluttist fjölskylda Sabine síðan til Berlínar og segir hún að það hafi verið lærdómsríkt og áhugavert að „fara af tur heim sem er ekki lengur heima.“ Eftir árið í Berlín segist Sabine hafa fengið hálft ár í ró og næði á Íslandi en það breyttist síðan skyndilega í byrjun árs 2014. Þá fékk Sabine símtal frá þáve randi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Björk Vilhelmsdóttur, sem hvatti hana til að taka þátt í prófkjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykja vík sem fóru fram síðar á árinu. Sabine hafði verið skráð í Samfylkinguna um tíma en aldrei verið sérstaklega virk

innan flokksins og kom þessi hugmynd henni mjög á óvart. Eftir langan um hugsunartíma ákvað Sabine að leyfa Samfylkingunni að setja nafnið sitt á framboðslistann en ákvað að taka ekki þátt í prófkjörinu sjálfu. „Ég hélt bara að þetta væri útilokað fyrir útlending sem hefur engan saumaklúbb og ekki sama bakland.“ Sabine endaði í 9. sæti listans og eftir kosningarnar varð ljóst að Sa bine var orðin varaborgarfulltrúi, sem fól í sér að leysa af borgarfulltrúa sem forfallast í borgarstjórn og þátttöku í ýmsum nefndum.

Árið 2018 var gerð sú breyting að bor garfulltrúum var fjölgað og fól það m.a. í sér að varaborgarfulltrúar tóku ekki lengur sæti í nefndum á vegum borgarinnar. Sabine þurfti því að gera upp við sig hvort hún vildi hætta í bor garmálunum eða vinna við þau í fullu starfi sem kjörinn borgarfulltrúi. Hún ákvað að sækjast eftir sæti í borgar stjórn og tók því þátt í prófkjöri Sam fylkingarinnar. Um ástæður þess að Sabine ákvað að taka þátt í prófkjörinu segir hún: „Það má bara ekki vera að fólk eins og ég, innflytjendur eða konur á mínum aldri sem fá loksins tækifæ ri, að þau bara bakki strax aftur út úr þessu.“ Sabine endaði í 6. sæti á lista flokksins og upplifði hún það sem mi kinn sigur fyrir sjálfa sig.

Fljótlega eftir flutningana til Íslands segist Sabine hafa áttað sig á því að íslenska flokkalandslagið væri töluvert frábrugðið því þýska. Eftir að hafa fen gið íslenskan kosningarétt og kynnt sér stjórnmálin taldi hún sig eiga mikla samleið með Samfylkingunni og skráði sig þar af leiðandi í flokkinn. Hún segir að áhugi sinn á stjórnmálum hafi ein na helst kviknað í því starfi sem hún tók þátt í fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna, hún hafði vissulega verið áhugasöm um stjórnmál í Þýskalandi en aldrei verið virkur þátttakandi. Eftir spurnin eftir aðstoð hjá samtökunum var mjög mikil og segir hún að í því hafi falist mörg tækifæri fyrir hana að hafa áhrif á samfélagið.

Sabine telur líklegt að hún haldi áfram að starfa í stjórnmálum þó svo að lan gur stjórnmálaferill heilli hana ekki. Hún segir það hafa verið hvatningu fyrir sig að hafa ekki hætt snemma. „Þú getur ekki bara hætt strax aftur um leið og þú ert búin að læra á þetta, það má ekki vera þannig.“ Aðspurð hvort hún geti hugsað sér að færa sig yfir á Alþingi segir Sabine ekki vera búin að hugsa út í það, henni líði vel í borgar stjórn og er ánægð með störf sín þar.

Nichole Leigh Mosty fæddist í Michi gan í Bandaríkjunum árið 1972 og bjó hún þar í landi þangað til hún fluttist til Íslands í desember árið 1999. Nicho le kynntist eiginmanni sínum sem er íslenskur í Bandaríkjunum og eftir nok kurra ára samband ákváðu þau að flytja til Íslands þar sem eiginmaður hennar hafði áhuga á að ljúka námi.

Til stóð að þau myndu aðeins búa á Íslandi í nokkur ár en það fór hins ve gar svo að þau ílengdust hér á landi og hafa búið hér síðan.

Nichole segir sín fyrstu kynni af Íslan di hafa verið góð. „Fyrstu kynni var heimsókn og það var yndislegt, þá var ég áhugaverð og við vorum að ferðast, allir að sýna mér hitt og þetta og fara út að djamma og svona, voða gaman en þegar ég flutti þá var allt annað“ en Nichole segir að viðhorfið til hennar sem innflytjanda hafi ve rið allt öðruvísi en viðhorfið til hennar sem ferðamanns. Sem dæmi nefnir Nichole að fólk hafi snúið við henni baki þegar hún talaði ensku í verslunum, menntun hennar hafi ekki verið metin í atvinnuleit og að í sinni fyrstu vinnu hafi hún hvorki fengið rétt útborgað né verið kynnt fyrir réttindum sínum á vinnumarkaði. Hún segist hafa verið

einangruð og ekki náð góðum tengs lum við vinnufélaga sína og annað fólk. Fljótlega eftir flutningana byrjaði Nichole að starfa við ræstingar en fékk síðar starf sem leiðbeinandi á leikskóla. Hún ákvað að mennta sig í leikskóla kennararfræðum og starfaði síðar á leikskólum í Reykjavík sem leikskóla kennari og leikskólastjóri alveg þangað til hún hóf afskipti af stjórnmálum.

Nichole segir að fyrsta skref hennar í því að byrja að taka þátt í hafi verið að fylgjast með gangi stjórnmálanna en Nichole segist hafa byrjað að fylgjast vel með í kringum efnahagshrunið 2008. „Ég er farin að fatta hvernig hlutir virka, hvernig mín réttindi sem starfs maður og skattgreiðandi, það eru kannski alfyrstu skref, þá er ég farin að segja: bíddu nú við, mitt atkvæði skiptir máli.“ Í störfum sínum sem stjórnandi á leikskóla fékk Nichole töluverða reynslu

28
Nichole Leigh Mosty

af því að leita til yfirvalda borgarinnar. Virkni Nichole og samstarf hennar við borgaryfirvöld leiddi til þess að bæði Samfylkingin og Björt framtíð og höfðu áhuga á að fá hana á framboðslis ta fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014. Nichole sló til og þáði 8. sæti á lista Bjartrar framtíðar og gerðist virk í starfi flokksins. Það var síðan fyrir Alþin giskosningarnar 2016 að Nichole ákvað að taka þátt í landspólitíkinni. Það sem var einna helst hvatning fyrir hana að bjóða sig fram var heimsókn hennar á heimaslóðirnar í Michigan þar sem hún segist hafa áttað sig á því hvernig pólitíkin í Bandaríkjunum væri orðin. Þá var stutt í forsetakosningar og se gist Nichole hafa orðið vör við mikinn popúlisma, sundurrifna pólitík og fleira sem henni hugnaðist ekki. Við heimsók nina segist Nichole einnig hafa áttað sig á því að íslenskt stjórnmálaum hverfi væri gott. „Þá sá ég þá fjölbre ytni sem við höfum, það að við höfum svo marga flokka sem bjóða sig fram

og við höfum dýnamík.“ Hún tilkynnti Bjartri framtíð að hún væri tilbúin til að vera á framboðslista í kosningunum en gerði sér þó ekki miklar væntingar. Hún var stödd í bíó þegar henni barst sím tal frá Ilmi Kristjánsdóttur sem þá var í uppstillingarnefnd flokksins og spurði hvort Nichole gæti hugsað sér að taka að sér að vera í fyrsta sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Nichole þurfti að ákveða sig strax um kvöldið og þegar bíóinu lauk hringdi hún til baka og sagðist ætla að slá til.

Í kosningunum náði Nichole kjöri sem alþingismaður en hún viðurkennir að hafa verið mjög óörugg fyrst um sinn og ekki skilið allt sem fram fór á Alþingi þó að það hafi komið með tímanum. Hún segist hafa þurft að gæta vel að orðavali sínu sem hafi ekki verið hen nar sterkasta hlið. „Þú þarft að huga vel að hvað þú segir þegar það er opinbert og þú þarft að læra að nota ræðustól, þú ferð ekki þarna og segir bara eitt

Hefur þú orðið fyrir fordómum í störfum þínum í stjórnmálum?

Pawel segist ekki hafa fundið fyrir miklu aðkasti í sinn garð sem innflytjandi í stjórnmálum. „Það kemur eitthvað fyrir að maður er að rífast einhvers staðar á netinu og það kemur einhver og segir að maður sé föðurlandssvikari og fari aftur til síns heima en þær raddir hafa hingað til verið það fámen nar að þær hafa verið kæfðar af þeim sem eru manni ekki sammála. Ég hef ekki upplifað umræðuna sem fordómafulla í minn garð, á heildina litið hefur mín reynsla af þátttöku í stjórnmálum verið bara jákvæð hvað þetta varðar.“

Sabine segist heldur ekki hafa fundið fyrir fordómum gagnvart sér í eftir að hún hóf afskipti af stjórnmálum. „Nei, ég get ekki sagt þetta, þetta hefur ekki verið mín reynsla, ég hef einmitt fengið tækifæri vegna þess að fólk hefur viljað vissar raddir inn í, og yfirleitt komið fram við mig af virðingu.“ Það fer þó í taugarnar á henni þegar fólk tekur einungis eftir því að hún sé af erlendum uppruna en ekki verkum hennar í stjórn málum. Til dæmis þegar hún hefur verið að fjalla um flókin málefni sem krefjast mikillar nákvæmni. „Þá segir einhver: Vá hvað þú talar fína íslensku, ert þú búin að búa hér lengi? Og maður hugsar, bíddu, heyrði hann ekkert af því sem ég sagði, heyrði hann bara hreiminn?“ Hún segist einnig finna fyrir áhu galeysi fjölmiðla gagnvart innflytjendum. „Annað hvort áttu að vera alvöru útlendingur og átt að vera svona krassandi og hafa frá einhverju hrikalega sorglegu að segja eða þú átt að vera alvöru íslenskur stjórnmálamaður.“

Nichole segist aftur á móti hafa fundið fyrir miklum for dómum eftir að hún hóf afskipti af stjórnmálum. Hún fékk mi

hvað og ég var ekki góð í því. Mér var aldrei kennt það, ég bara fór upp og sagði það sem lá á mínu hjarta.“ Þá fannst henni einnig erfitt þegar það sem hún sagði var misskilið en Nicho le segir að það hafi oft komið fyrir og vakið töluverða athygli. Henni fannst þó gaman að starfa á Alþingi sem hún segir vera góðan vinnustað og starfs fólkið frábært.

Í Alþingiskosningunum 2017 náði Nicho le ekki endurkjöri og hætti hún þá af skiptum af stjórnmálum. Nichole segir að það hafi reynst sér erfitt að detta út af þingi og að hún hafi ekki getað hug sað sér að taka þátt í stjórnmálum af tur. Með tímanum átttaði hún sig þó á að hún gæti vel hugsað sér að snúa sér aftur að stjórnmálum. „Ég fattaði allt sa man og ég veit að ég var ekki búin með mín erindi. Ég hef lært svo mikið og ég hef svo mikinn vilja til þess að vinna það sem ég á eftir að vinna.“

kið sent að leiðinlegum facebook-skilaboðum og tölvupóstum og var m.a. kölluð „Trumphóra“ og sagt að „drulla sér í burtu.“ Þó að Nichole hafi ekki fengið slík skilaboð frá öðrum stjórn málamönnum upplifði hún töluvert vantraust í sinn garð frá mörgum þeirra. „Fólk treysti mér ekki alveg 100%.“ Hún segist ekki vera viss um hvers vegna það var en viðhorf margra hafi verið greinilegt þótt það væri ekki sagt upphátt.

Pawel segist ekki geta litið svo á. „Mér finnst ég ekki geta kallað mig málsvara innflytjenda sérstaklega. Fyrir það fyr sta þá held ég að maður eigi sér meiri tækifæri ef maður reynir að hafa eftir fremsta megni að hafa skírskotun sem er breiðust en ég er líka auðvitað meðvitaður um að mér finnst skipta máli að fólk geti horft á mig og séð það er alveg hægt að láta til sína taka og taka þátt í stjórnmálum ef maður er ekki með íslenskt nafn.“ Pawel bendir einnig á að það geti verið hættulegt að markaðssetja sig sem fulltrúa ákveðinna hópa því þá geta aðrir upplifað sig útundan. „Í grunninn eru þeir sem taka þátt í stjórnmálum fulltrúar allra kjósenda en ekki tiltekinna hópa.“

Sabine segist vissulega leggja mikla áherslu á málefni innflytjenda, það sé bæði hennar fagþekking og hún sér ein nig mikla þörf fyrir það. Hins vegar vill hún ekki vera eingöngu talin sem málsvari innflytjenda. „Ég vil ekki alltaf vera þessi atvinnuútlendingur, af því að mér finnst það líka mjög mi kilvægt að fólk byrji að horfa á innflytjendur bara sem ven julega íbúa.“

29
Finnst þér þú geta á einhvern hátt kallað þig málsvara innflytjenda í stjórnmálum?

Nichole segist hafa reynt sitt besta til að vera fulltrúi innflytjenda í stjórnmálum og koma þeirra sjónarhorni á framfæri. „Ég spurði alltaf um rökin sem tilheyra þeirra hag og reyndi að gæta hagsmuna innflytjenda í öllu sem ég gerði en fór ekkert fram með þá yfirlýsingu að ég var talsmaður þeirra því mér var aldrei gefið umboð til að gera það. Nichole segist hafa áttað sig á því að hún gæti ekki verið rödd allra en þess í stað gat hún deilt reynslu annarra og reynt að tryggja að ekki sé gengið fram hjá neinum.

Telurðu það vera erfitt eða auðvelt fyrir innflytjendur að byrja að taka þátt í stjórnmálum?

Pawel telur að það geti verið nokkuð erfitt. „Það er margt sem við gerum sem byggist á félagslegum eða fjöl skyldulegum netum sem við kannski sjáum ekki svo glöggt. Margir sem taka þátt í pólitík gera það í gegnum einhvern sem þeir þekkja nú þegar.“ Pawel bendir á að innflytjendur eru ekki jafn sýnilegir í stjórnmálum miðað við fjölda þeir ra í samfélaginu. „Pólverjar sjálfir eru tvöfalt fleiri en Vest firðingar eða íbúar í Norð-Vesturkjördæmi, ef við værum að hugsa það þannig þá ættu þeir að vera með níu þing menn sem þeir eru ekki. Eitthvað af því stafar kannski af því að það tekur tíma fyrir fólk að ná þannig um í samfélaginu að það fái þetta á radarinn að þetta sé eitthvað sem það getur gert. Oft eru menn að taka fyrstu árin í að koma sér fyrir og vita hvar allt er.“

Sabine telur fyrstu skrefin reynast mörgum erfið en segist upplifa að innflytjendum sé vel tekið innan stjórn málanna. „Þegar maður hefur ekki tengslanetið og veit ekki hvernig reglurnar eru og hvernig þetta virkar og svona, þá er svo miklu erfiðara að taka þetta fyrsta skref, en á hinn bóginn þegar maður tekur skrefið, þá eru tækifæri þar og ég hef ekki upplifað þetta þannig að það er verið að útiloka innflytjendur sérstaklega, þvert á móti.

Nichole telur einnig að það sé erfitt fyrir innflytjen dur að byrja að taka þátt í stjórnmálum. „Þú sérð flokka og hvernig þeir myndast, hvernig listinn myndast, þetta eru mjög mikið kunningjar eða félagar og svoleiðis.“ Hún nefnir sem dæmi að hennar tækifæri í stjórnmálum hafi komið eftir að hún kynntist öðrum stjórnmálamönnum. „Þegar ég er boðin inn, þetta er vegna þess að ég var farin að kynnast þessu fólki. Það var ekki að enginn af þeim þekkti mig eða voru ekki tilbúin að þekkja mig, þau voru búin að kynnast mér eitthvað.“

til þess, að það þurfi ekki að nota leiðirnar sem eru hælisleit og mannúðarglugginn sem er settur inn sem neyðarúr ræði, að það þurfi ekki að vera leiðin inn í landið. Ef fólk vill koma þá eigum við að vera sæmilega opin fyrir því, leyfa fólki að vinna, fá varanlegt dvalarleyfi og bara allir sáttir.“

Sabine segist telja sig hafa annars konar sýn og reyns lu verandi innflytjandi t.d. í umhverfismálum. „Ég er Þjóðverji, þú þarft ekki að útskýra fyrir mér hvernig maður á að flok ka rusl, ég lærði það fyrir fjörutíu árum síðan þar.“ „Stun dum gætu innflytjendur jafnvel verið með meiri þekkingu og reynslu í sumum málaflokkum, ég hef búið í stórborg í Evrópu, ég kem með þessa þekkingu og reynslu af almen ningssamgöngum hingað líka til dæmis.“

Nichole telur sig einnig hafa töluvert öðruvísi sjónar horn á hlutina en aðrir Íslendingar. „Að vera innflytjandi he fur gefið mér allt aðra sýn á lífið. Ég viðurkenni það þegar ég kom til Íslands, ég gekk hérna í algera forréttindastöðu. Ég var hvít 27 ára kona frá Bandaríkjunum. Ég hélt að allar dyr væru mér opnar. Þær voru það ekki og hlutir sem ég upplifði, ég var að mörgu leyti blind fyrir, þó að ég taldi mig vera bara pínu svona réttsýn og fordómalaus manneskja, ég hafði ekki hugmynd um hvað aðrir þurftu að ganga í gegnum.“ „Ég þurfti virkilega að læra hvað réttindi eru og skyldur sem ég bara tók sem sjálfsögðum hlutum alla mína ævi.“

Er mikilvægt að innflytjendur taki virkan þátt í stjórnmálum?

Pawel segist telja að ýmis tækifæri myndu glatast ef innflytjendur tækju ekki þátt í stjórnmálum. „En fólk þarf auðvitað líka að koma fram með eitthvað sem það trúir á. Það er kannski vont að hafa innflytjendur innflytjendan na vegna en að jafnaði væri ég glaðari yfir því að hlutfall kjörinna fulltrúa myndi endurspegla betur samsetningu samfélagsins, fólk fer að tala aðeins öðruvísi og haga sér aðeins öðruvísi. En það má ekki búast við því að allir sem koma inn í pólitík og eru innflytjendur séu einhvern veginn sammála um allt enda velur fólk sér ólíka flokka.“

Sabine telur virkni innflytjenda einnig mikilvæga. „Þet ta er eiginlega svo stór hópur í samfélaginu og vaxandi og fjölbreytni er náttúrulega svo ótrúlega mikilvæg fyrir jákvæða þróun í samfélaginu.“ Þá finnst henni mikilvægt að innflytjendur taki þátt í stefnumótun um öll málefni og innflytjendagleraugun séu innleidd í öllum málaflokkum en ekki eingöngu í málefnum innflytjenda.

Pawel segir að sennilega byggi eitthvað á persónule gri reynslu þar sem öll fjölskyldan gat flutt saman og bendir á að einstaklingur utan EES-svæðisins geti það ekki í dag. „Ég er með þessa nálgun á innflytjenda- og útlendingamál að ég vil sjá grunnkerfið sem er auðvitað fyrirkomulag, ég vil að einhver sem situr á Grænhöfðaeyjum og finnst Ísland heillandi staður til að flytja til hafi góða löglega möguleika

Nichole segir þátttöku innflytjenda vera afar mikilvæ ga einkum af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að innflytjendur eru skattgreiðendur og hins vegar veg na þess að þeir hafa „reynslu og sýn sem skiptir máli í því samfélagi sem þau búa í.“ Henni finnst stjórnvöld ekki nógu virk í að fá fólk af erlendum uppruna í stefnumótun og telur raddir þess fólks ekki heyrast nógu vel innan stjórnmálan na. „Samfélagið er að þróast og breytast og þessi sýn þarf að vera með í því að móta þessi kerfi og hvernig fjármagn dreifist og hvaða gildi okkar land stendur fyrir.“

30
Heldur þú að það að vera innflytjandi gefi þér einhverja aðra sýn á málefni en hjá öðrum Íslendingum?

INNFLYTJENDUR SEM HAFA TEKIÐ SÆTI Á ALÞINGI

Paul Nikolov

Amal Tamimi

Nichole Leigh Mosty

Pawel Bartoszek

Varaþingmaður fyrir Vinstri græn 2007 og 2008

Varaþingmaður fyrir Samfylkinguna 2011 og 2012

Alþingismaður fyrir Bjarta framtíð 2016-2017

Alþingismaður fyrir Viðreisn 2016-2017 og varaþingmaður 2018

INNFLYTJENDUR SEM HAFA TEKIÐ SÆTI Í BORGARSTJÓRN REYKJAVÍKUR

Falasteen Abu Libdeh

Sabine Leskopf

Pawel Bartoszek

Varamaður í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu 2006-2010

Varamaður í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu 2014-2018 og borgarfulltrúi 2018-2022

Borgarfulltrúi fyrir Viðreisn 2018-2022

Varamaður í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjörtímabilinu 2018-2022

Innflytjendur í öðrum sveitarstjórnum og stjórnmálamenn með erlendan bakgrunn aðrir en innflytjendur eru ekki teknir með í þessari umfjöllun.

Alexander Witold Bogdanski
31

Stjórnmálafræði memes

STJÓRNMÁLAFRÆÐI MEMES

32
Í
Brot af því besta 2019-2020!
boði instagram síðunnar @stjornmalafraedimeme
Í
Brot af því besta 2019-2020!
boði instagram síðunnar @stjornmalafraedimeme

Hvaðan kemur glimmer, gljái og glans?

Hvað er mica?

Líklegast hefur þú ekki heyrt talað um mica áður, en af tur á móti kemst þú örug glega í snertingu við það á hverjum einasta degi. Mica er yfirheiti yfir tegundir af steindum sem eru þekktar fyrir gljáandi eiginleika sín. Orðið mica kemur frá lat neska orðinu ,,micare‘‘ sem þýðir einfaldlega það að skína eða glitra. Sá eðlisei ginleiki steindarinnar að glitra, auk þess hvað hún er auðveld til vinnslu gerir hana mjög verðmæta og eftirsóknarverða. Hún finnst í nánast öllum tæknibúnaði, allt frá tölvum og símum til hárblásara og hleðslu tækja. Hún er einnig eitt af lykilinnihaldsefnum í förðu narvörum og naglalök kum, þar sem gljái, glans og glimmer í þeim vörum stafar nær oftast frá mica. Oftast er hægt að sjá inni haldslýsingu á förðunar vörum og er þá mica ýmist kallað mica, glimmer, kalig limmer, muskovit eða ein faldlega nefnt með kóða num CI 77019. Mica er einnig mjög mikilvægt efni fyrir bifreiðar- og flugiðnaðinn þar sem þúsundir þeirra parta sem mynda bíla og

flugvélar innihalda efnið. Þá veitir það einnig gljáa í bifreiðalakki. Ofantalið er einungis brotabrot af þeim vörum sem innihalda mica en talið er að eftirspurn eftir efninu í heiminum öl lum samsvari um 258,05 milljónum dollara árlega sem samsvara um 3,5 mill jörðum íslenskra króna.

Hvaðan kemur mica?

Steindin finnst í bergi í yfir 35 ríkjum. Þó að stærstu útflut ningslönd mica samkvæmt opinberum gögnum séu Indland og þar á eftir Kína þá bendir allt til þess að það séu raunverulega Ind land og Madagaskar. Ás tæðan fyrir þessu misræ mi er sú að vinnsla mica fer oft fram á óformlegum eða ólöglegum námuvinn slustöðum í þróunarríkjum þar sem innviðir og reglu gerðir eru takmarkaðar og því nær ómögulegt að se gja til um magn útflutnings á efninu. Indland og Mada gaskar eru einnig þau tvö lönd sem hafa flest börn í þrælahaldi við uppgröft mica samkvæmt SOMO, hollensku miðstöðvarinnar fyrir rannsóknir á fjölþjóð

legum fyrirtækjum. Somo framkvæmdi rannsókn á námuvinnslu mica fyrir hönd Terre des Hommes, svissneskrar hreyfingar sem berst fyrir réttindum barna um allan heim. Börn eru víða notuð sem þrælar við öflun mica á Indlandi og Madagaskar og leikur grunur á að það eigi ein nig við um mica námur í Kína, Brasilíu, Pakistan og Súdan. Þeir þættir sem fes ta barnaþrælkun í sessi í þessum löndum eru meðal annars lág lífsafkoma fólks sem stafar af því að börn eru látin vinna í stað þess að ganga í skóla. Einnig eru margar af mica námunum staðsettar á afskekktum svæðum og í fátækum hé ruðum þar sem löggæsla er af skornum skammti og þær geta starfað ólöglega í friði

Barnaþrælkun við öflun mica

Börn frá 5 ára aldri eru allt af 63% af heildarvinnuafli námuvinnslunnar á mica í Madagaskar og á Indlandi, þar sem lítill líkami þeir ra er nýttur til þess komast niður í djúpar holur niður í jörðinni þar sem þau sækja glimmerið með höndunum.

Vinnan og aðstæðurnar á námunum fyrir börnin eru lífshættulegar og kemur fram í skýrslu Terres des Hommes að börnin þjást undan verkjum í vöðvum, öndunarerfiðleikum og sýkingum í opnum sárum. Einnig kemur fram í skýrslunni að á tveg gja mánaða tímabili hafi rannsakendur náð að skrá dauða 7 barna á Indlan di auk þess að skrá tugi beinbrota og tilfelli lung nasjúkdóma hjá börnum. Það ber að nefna að þetta er einungis það sem Terres des Hommes náðu að skrá á tveggja mánaða tímabili í einu héraði á Indlandi en

Á Madagaskar og Indlandi fer fram ólögleg námuvinnsla á glimmeri, eða steindinni mica, þar sem börn eru notuð sem þrælar.
34
Rakel Una Freysdóttir

talið er að um 10 börn látist í mica námum í hverjum ei nasta mánuði. Raj Bhushan, sem vinnur fyrir barnavern darhópinn BBA Jharkhand á Indlandi, greinir frá því að fjölskyldur barnanna sem látast í námunum eru oft þaggaðar niður með greiðslu gegn því að til greina ekki dauða barnsins síns til yfirvalda. Þetta er daglegt brauð barnanna og hafa mörg þeirra ekki annarra kosta völ þar sem heilu fjölskyldurnar vin na allan daginn til þess að eiga fyrir einni máltíð.

að gera til þess að spor na gegn

því?

Eitt af stærstu vandamálu num við barnaþrælkun í mica námunum tengist því að flestar námurnar á Indlandi og Madagaskar eru ólöglegar. Með öðrum orðum er engin löggæs la eða eftirlit með þeim og þar með heldur barnaþræl kun áfram við tilheyrandi lífshættulegar aðstæður. Eftirlitsleysið þýðir einnig að kaupendur komast upp með það að borga heilu fjölskyldunum, sem vinna við námurnar, sem nemur um 300 íslenskum krónum á viku. Í skýrslu Terres des Hommes kemur fram að lausnin sé hins vegar ekki endilega sú að sniðganga kaup á mica frá þessum löndum. Það mundi bitna á viðkvæmum hópi fólks í mjög fátækum héruðum þar sem aðgengi að skóla og heilbrigðisþjónustu er lítið sem ekkert. Það er fól kið sem vinnur við námu

gröftinn. Engin verslun á mica mundi þýða að það missir allar þær litlu tekjur sem það hefur og þar með möguleikann á að halda uppi sjálfum sér eða fjöls kyldunum.

Annað vandamál er það hversu lítið gagnsæi er á framleiðslukeðju mica. Nær allt efnið sem kemur frá ólöglegu námunum á Ind landi og Madagaskar, sem og hluti af því sem kemur frá löglegum mica námum hvaðanæva að úr heimi num er flutt beint til Kína í verksmiðjur. Þar blandast ólöglegt og löglegt mica saman þegar unnið er úr því áður en það er selt til áfram stórfyrirtækja eða þriðja aðila. Fyrirtækin vita því oft ekki upprunann á því mica sem þau nota til framleiðslu og hvort það sé þá tengt barnaþrælkun eða ekki. Þetta er því hluti af því vandamáli sem skor tur á gagnsæi framleiðslu keðjunnar er. Rannsóknir á vegum Terres des Hommes leiddu í ljós að nær ekkert

þeirra fyrirtækja sem kaupa mica eru að rannsaka eða reyna að rekja hvaðan það kemur. Einnig rannsaka fy rirtækin ekki vinnuskilyrðin í námunum sem mica er sótt í. Þau nýta sér hið lit la gagnsæi framleiðslu keðjunnar til þess að líta framhjá vandamálinu og axla ekki ábyrð. Til þess að takast á við þetta og koma í veg fyrir barnaþrælkun væri langbest ef fyrirtækin sem kaupa og vinna með mica myndu axla ábyrgð á því hvaðan efnið kemur og nota vald sitt til að tryg gja ábyrga vinnslu, það er að segja krefjast öruggari vinnuaðstæðna og hær ri launa fyrir fullorðna. Þá gæti fólk búið við almenni leg lífskjör og þyrfti ekki að láta börnin sín vinna í stað þess að ganga í skóla. Ein nig væri árangursríkt að beita stjórnvöld á Indlandi og Madagaskar þrýstingi til að lögleiða mica námur og auka þar með löggæslu og eftirlit, sem aftur gæti komið í veg fyrir barnaþrælkun í námunum.

Af hverju heldur barnaþræl kun áfram að vera við lýði innan mica námuvinn slugeirans og hvað er hægt
Mynd: mica mining in India in 2016. @Terre des Hommes NL

Snör handtök: Pútín breytir stjórnarskránni

Þegar Vladimir Pútín lýsti því yfir í árlegri stefnuræðu sinni, sem hann flutti 15. janúar síðastliðinn, að hann hefði lagt fram tillögur um umtalsverðar breytingar á stjórnarskrá Rússlands kom það flestum opna skjöldu. Ekki einu sin ni forsætisráðherra landsins, Dmitrí Medvedev virtist hafa haft hugmynd um það fyrir fram að þetta stæði til. Strax eftir stefnuræðuna tilkynnti Medvedev afsögn sína og allrar ríkisstjórnarinnar.

Margir klóruðu sér í höfðinu yfir þeim tillögum sem Pútín lagði fram. Vissulega hafði verið búist við því að hann kyn ni að vilja breyta því ákvæði stjórnarskrárinnar sem kom í veg fyrir að hann gæti setið lengur en til 2024 þegar seinna kjörtímabil hans frá 2012 rennur út, en í tillögunum var ek kert slíkt að finna. Þvert á móti voru þær í þá átt að skerpa enn frekar á þeirri reglu að forseti sitji aðeins tvö kjörtímabil: Í stað þess að stjórnarskráin takmarkaði em bættistíma forseta við tvö samliggjandi kjörtímabil, gerðu tillögurnar ráð fyrir því að enginn gæti gegnt embæt tinu lengur en tvö kjörtímabil í heild. Sjálfur hafði Pútín þurft að taka sér eins kjörtímabils hlé frá embættinu 2008 til 2012 þegar Medvedev gegndi því, vegna þessa rar reglu.

Annað sem ekki var auðvelt að skýra þegar tillögurnar komu fram var að með þeim virtist dregið úr völdum forsetans. Hlut

verk þingsins við að skipa forsætisráðherra varð stærra og sömuleiðis voru tillögurnar í þá átt að færa skipunarvald frá forseta til þings. Með öðrum orðum, í tillögunum mátti sjá skref frá forsetaræði og í átt að þingræði. Eftirlitshlutverk forsetans með stjórnkerfinu virtist verða ríkara – hann hélt að miklu leyti þeim völdum sínum að geta rekið embæt tismenn og ráðherra, þar á meðal forsætisáðherra – en frumkvæðishlutverk hans takmarkaðra. Margir rússneskir fjölmiðlar héldu því fram að ætlunin væri að styrkja þrískip tingu ríkisvaldsins og sjálfur sagði Pútín að stjórnarskrár breytingarnar endurspegluðu aukinn pólitískan þroska rússnesks stjórnkerfis.

Það sem ekki olli undrun var hins vegar sá íhalds- og aftur haldsbragur sem var á mörgum tillagnanna. Í þeim fólust í fyrsta lagi ákvæði um að lög og stjórnarskrá Rússlands hefðu forgang fram yfir alþjóðlegar skuldbin dingar landsins – þannig að Rússlandi bæri aldrei að framfylgja ákvæðum samninga eða fara eftir alþjóðalö gum sem kynnu að stangast á við rússnesk lög eða stjórnar skrá. Sömuleiðis var lagt til að stjórnarskráin útilokaði fólk sem hefði búið lengi erlen dis eða haft ríkisborgara rétt í öðru landi frá mör gum æðstu embættum landsins. Tillögurnar höfðu þannig yfir sér þjóðernis legan blæ sem var í sam ræmi við samfélagsþróun í Rússlandi frá aldamótum.

36
Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði og Rússlandsfræðum

Hver er tilgangurinn?

Það var því ekki alveg auðvelt að túl ka tillögur Pútíns eða átta sig á því hvað vekti nákvæmlega fyrir forse tanum. Hvernig átti að skilja breyttar valdheimildir þings og forseta? Hvaða stofnanir aðrar fengju aukið hlutverk við þessar stjórnarskrárbreytingar og hvaða áhrif hefðu ákvæði um alþjóð legar skuldbindingar? Pútín skýrði frá því strax í stefnuræðunni að þinginu yrði falið að afgreiða tillögurnar með þeim breytingum sem þingmenn vildu gera, fljótt og vel en síðan yrðu brey tingarnar lagðar í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. apríl.

Pútín lagði tillögur sínar fyrir rússnes ka þingið – Dúmuna – strax 20. janúar, og samþykkti þingið þær þegar í stað og vísaði áfram til frekari vinnslu. Pútín skipaði 75 manna vinnuhóp til að fjalla

um tillögurnar, gera á þeim nauðsyn legar lagfæringar og viðbætur –en hópnum var meðal annars falið að safna saman tillögum frá héraðsstjór num og -þingum og öðrum aðilum í samfélaginu – þar á meðal frá al menningi. Hundruð tillagna bárust sem vinnuhópurinn tók afstöðu til og fáeinar þeirra rötuðu inn í drögin, sem þannig fóru fyrir þingið til annarrar umræðu í byrjun mars.

Það var á þessu stigi málsins sem þingið fór verulega að láta til sín taka. Þegar stjórnarskrártillögurnar komu frá vinnuhópi Pútíns var talsvert búið að breyta þeim og einkum bæta við ákvæðum sem fyrst og fremst miðuðu að því að breyta grunnkarakter stjór narskrárinnar, en þingið gekk enn len gra í þá átt.

Hverju er verið að breyta? –

Rússland 1993

Stjórnarskrá Rússlands á rætur að re kja til ólguáranna í byrjun tíunda ára tugarins þegar Boris Jeltsín var að fes ta sig í sessi. Árið 1993 var örlagaríkt. Þá leiddi Jeltsín átök við þáverandi þing landsins – Æðsta ráðið sem fen gið hafði mynd sína á síðustu árum Sovétríkjanna við breytingar Mikhails Gorbatsjovs á stjórnkerfinu. Jeltsín átti aldrei fullan stuðning þingsins og þegar á leið urðu átök um stjórnski pun sífellt harðari, og það kom meðal annars fram í deilum um nýja stjór narskrá Rússlands sem verið hafði í smíðum nokkur ár á undan. Jeltsín barðist fyrir því að stjórnskipanin tæki mið af helstu grunnstoðum vestræns frjálslyndis – og má vel halda því fram að hann og hans nánustu samstarfs menn á þeim tíma hafi verið hallir undir það sem síðar var kallað nýfr jálshyggja. Þessi stefna mætti harðri andstöðu annar svegar þeirra sem vildu ekki jafn afdráttarlaus skil við fortíðina, hinsvegar þeirra sem voru hliðhollir stærra og skýrara hlutverki ríkisvaldsins í samfélaginu.

Þessum átökum lauk með því að Jelt sín leysti upp þingið í september 1993 og um tíma lá við borgarastríði í Rúss

landi þegar leiðtogar þingsins gerðu úrslitatilraun til að taka völdin í Mos kvu. Jeltsín hafði fullan sigur snemma í október og þá voru hafðar hraðar hendur: Ný stjórnarskrá var borin undir þjóðaratkvæði og samþykkt snemma í desember og um leið var kosið til nýs þings landsins – Dúmunnar, sem var neðri deild þess og Sambandsráðsins, sem var efri deildin.

Stjórnarskráin sem samþykkt var 1993 er því með mjög frjálslyndu sniði. Stjórnkerfi Rússlands minnir að mör gu leyti á það franska og bandaríska. Forsetaembættið er miðlægt, en töluverð völd líka hjá þingi. Rússland er sambandsríki sem í dag telur 85 „aðila sambandsins“ og er stjórnski punarleg staða þeirra mismunandi. Sum hafa meiri sjálfstjórn en önnur og allmörg þeirra eru lýðveldi sem lúta að umtalsverðu leyti eigin lögum og hafa sett sér stjórnarskrár. Sömuleiðis er einstaklingsfrelsi og borgaralegum réttindum gert mjög hátt undir höfði. Valdheimildir ríkisins eru vel skilgrein dar, aðskilnaður veraldlegra og trúar legra þátta skýr og svo má áfram telja.

37

Aukin miðstýring, meiri valdstjórn

Þótt breytingarnar nú séu umfangsmi klar og beinist sem fyrr segir að hluta að gunnkarakter stjórnarskrárinnar er ekki verið að setja nýja stjórnarskrá með þeim breytingum sem Pútín, vinnuhópurinn og þingið sjálft hafa lagt til. En vissulega verða til mótsag nir í hinni frjálslyndu og lýðræðislegu stjórnskipun Rússlands og að einhverju leyti brotthvarf til valdstjórnarskipulags fyrri tíma, þótt hugmyndafræðilegum skilningi á stjórnarskránni sé ekki koll varpað. Þær viðbætur vinnuhópsins sem mesta athygli vöktu má segja að séu atlaga að borgaralegum rét tindum: Lagt var til að stjórnarskráin kvæði á um að hjónaband væri eining karls og konu – sem augljóslega ge rir hjónabönd samkynhneigðra stjór

Dúman slær lokatóninn

Lokadrög frumvarpsins voru til um ræðu í Dúmunni – neðri deild þings ins – 10. mars og reyndist stuðningur við þau vera, eins og búist hafði ve rið við, yfirgnæfandi. Það tók því ekki langan tíma að ljúka umræðunni þótt nokkrar breytingar hafi bæst við. Mes ta athygli vakti tillaga Valentínu Teres hkovu – þingkonu sem þekkt er fyrir að hafa verið fyrsta konan til að stýra geimfari á braut umhverfis jörðu – um að takmarkanir á valdatíma forseta ættu ekki við um þá sem þegar hafa gegnt embættinu fyrr en eftir að stjór narskrárbreytingarnar hafi tekið gildi. Með þessu var sagt að forsetinn væri settur á núllpunkt og þar með rættist loksins sá spádómur flestra stjórn málaskýrenda að breytingarnar myn du koma í veg fyrir að valdatíð Pútíns lyki sjálfkrafa við lok yfirstandandi kjörtímabils.

Einnig má segja að lagfæringar á lo kametrunum hafi snúið við mörgum þeim breytingum sem Pútín lýsti þe gar hann lagði fram tillögur sínar fyrst. Völd forsetans voru aukin aftur, og það

narskrárbrot. Þá er velferð barna lýst sem forgangsmáli ríkisins, þau eiga að njóta uppeldis sem gerir þau að heil brigðum, þjóðelskandi einstaklingum sem sýna eldra fólki virðingu. Rúss neskri tungu er veitt stjórnarskrárleg sérstaða umfram önnur tungumál ríkisins og sömuleiðis er vísað sér staklega til „forfeðranna“ – hugsjóna þeirra og trúar á Guð. Þótt sumt af því sem þannig er bætt við stjórnarskrána sé mælskukennt og hafi ekki við fyr stu sýn augljós áhrif á hvernig stjór narskráin ver réttindi borgaranna og temprar ríkisvaldið, er annað beinlínis í andstöðu við frjálslynd gildi og heild arbragur stjórnarskrárinnar markast af þjóðernishyggju og menningarlegri íhaldsemi.

sem kannski er ekki síst mikilvægt fyrir Pútín, bætt var við ákvæði um friðhelgi forsetans gagnvart lögsóknum ævi langt. Þegar upp er staðið er því varla hægt að halda því fram að tilgangur breytinganna sé að auka vægi þings ins og gera lýðræðiskerfi Rússlands opnara. Þvert á móti festa breytin garnar í sessi margt af því sem orðið hefur venja undir Pútin: takmarkanir á möguleikum stofnana til að starfa sjálfstætt og aukin völd og ógagnsæi forsetaembættisins. Þá er í raun dregið úr sjálfstæði dómsvaldsins og forseta num auðveldað að skipta út dómurum að vild á öllu stigum dómskerfisins.

Dúman samþykkti frumvarpið eftir aðra umræðu 10. mars og strax daginn eftir lauk þriðju umræðu auk þess sem frumvarpið var borið upp og samþykkt í efri deild þingsins, Sambandsráðinu, sama dag. Fáeinum dögum seinna úr skurðaði stjórnarskrárdómstóllinn að núllpunktsákvæðið og aðrar breytingar væru í samræmi við ákvæði um brey tingar á stjórnarskránni.

38

Pútin lagði frá upphafi mikla áhers lu á að þjóðin kæmi að breytingu num – bæði með því að almenningur gæti lagt fram tillögur og með því að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið í heild sinni. Ætlunin var að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram 22. apríl, en vegna COVID faraldursins var henni frestað til 1. júlí.

Gagnrýni á frumvarpið var hávær í hópi þeirra sem gagnrýna stjórnvöld opin berlega, en náði ekki nema að litlu leyti inn í umfjöllun meginstraumsfjölmiðla. Þótt meiri sveiflur hafi orðið á vinsæl dum Pútíns á þessu ári en oftast áður, virtist stuðningur nokkuð afdráttarlaus í samfélaginu. Áhugi á málinu virtist vissulega takmarkaður – breytingar á stjórnarskrá eru yfirleitt ekki málefni sem höfðar sterkt til hins almenna kjó sanda.

Þing Evrópuráðsins óskaði strax í janúar eftir því að Feneyjanefndin fjallaði um sumar þeirra breytinga sem lagðar voru til og mælti nefndin eindregið með því að hætt yrði við ákvæði um að tak marka gildi alþjóðalaga og alþjóða samninga, sem voru eitt meginatriðið í upphaflegum tillögum Pútíns.

Vegna faraldursins var höfuðáhersla lögð á rafræna atkvæðagreiðslu og var kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með rafrænum hætti í heila viku fy rir kosningarnar. Samkvæmt tölum frá yfirvöldum greiddi yfir helmingur kjó senda atkvæði rafrænt. Þegar upp var staðið var kosningaþátttaka sögð hafa verið tæp 68 prósent, rúm 77 prósent hafi greitt atkvæði með breytingunum en rúm 22 prósent gegn þeim, þegar miðað er við gild atkvæði.

Því hefur verið haldið fram að niður stöðurnar byggi í raun á víðtækum kosningasvikum. Þótt ekkert slíkt hafi verið staðfest, er ljóst að utanumhald kosninganna var með þeim hætti að erfitt er að sýna fram á að svo hafi ekki verið. Einkum er vantrú á þátttökutölum stjórnvalda en mörg dæmi um furðu lega þróun atkvæðatalna benda líka til að átt hafi verið við talningu atkvæða.

Niðurstöður voru tilkynntar strax 2. júlí og breytingarnar voru lögfestar sama dag. Hvað sem kosningasvikum líður er nokkuð ljóst að enga víðtæka and stöðu við stjórnarskrárbreytingarnar er að finna í samfélaginu. En þó á eftir að koma í ljós hver áhrif breytingarnar hafa á stjórnkerfið í heild sinni. Vissule ga bendir margt til þess að þær verði til að festa afturhalds- og þjóðernisö fl í sessi. En það kann líka að vera að sum hinna opnari og óljósari ákvæða leiði til þess að vægi stjórnarskrárinnar minnkar og áhrif hennar á ríkisvaldið – og samfélagið í heild – verði veikari. Það kann að sumu leyti að hafa verið ætlunin. Eitt af því sem einkennir stjór narhætti Pútímtímabilsins er mótþrói gegn réttarríkinu. Stjórnvöld vilja geta notað lögin til að ná þeim markmiðum sem þau setja sér hverju sinni, hvort sem um er að ræða aðgerðir gegn meintum og raunverulegum stjórna randstæðingum, andófsöflum af ýmsu tagi eða einfaldlega eintaklingum eða hópum sem yfirvöld telja þvælast fyrir sér, svo sem fjölmiðlum eða frjálsum félagasamtökum. Stjórnarskrá sem ver réttindi fólks og takmarkar heimildir stjórnvalda getur farið í taugarnar á valdsæknum leiðtoga.

39
Þjóðaratkvæðagreiðsla

Vor í Brussel

Á tveggja ára fresti fer hópur stjórnmálafræðinema í leiðangur til Brussel í Belgíu. Ferðin er hluti af námskeiði sem skiptist eftir ári á milli ferðar til Bandaríkjanna og Belgíu og er ávallt skipulögð af hópi nemenda í stjórnmálafræði. Tilgangurinn með þeirri stjórnmálapílagrímsferð sem heitið var til hjarta Belgíu var fyrst og fremst að fá að upplifa NATO, alþjóðastofnanir, og auðvitað Evrópusambandið og alla anga þess, í allri sinni dýrð.

40
Vífill

Í raun hófst ferðin fyrir mig í byrjun september 2019 er ég tók það að mér að skipuleggja þetta mikla ævintýri sem fram fór vorið 2020. Skipulagningin gekk eins og í sögu, þótt ég segi sjálfur frá. Prýðis gisting í algerri miðju borgarinnar var bókuð og staðsetningar hina fínustu veitingastaða niður negldar. Að sjálfsögðu, að fornri hefð, var einnig bókaður karaoke staður og komið vel fyrir ofarlega á ferðalistanum. Ég setti mig í samband við helstu stofnanir og lagði grunn að ferðamátanum norður og suður um borgina. Er undir búningsferlinu fór að ljúka snemma í desember hafði ég talið mér trú um að séð hafði verið fyrir öllu. Ekki hafði ég getað séð fyrir heimsfaraldri aldarinnar.

Kvöldið áður en flugið okkar átti að taka á loft voru sö gusagnir um að loka landinu farnar á kreik. Við lögðum af stað 2. mars og vorum lent í Brussel rétt eftir hádegi. Líkt og allir Íslendingar tókum við strax eftir veðrinu. Þrátt fyrir skýjað veður var hitinn mun meiri en í Norður-Atlantshafinu. Lestin tók hópinn með hraði inn í borgina og með ferðatöskur nar okkar röltum við á hótelið. Fyrsta kvöldinu í Brussel var fagnað á suðuramerískum veitingarstað. Morguninn eftir var fyrsta heimsókn ferðarinnar í ráðherraráð Evrópusam bandsins. Mikilfengleg bygging tók á móti okkur við komuna á Evróputorgið (torgið þar sem nær allar stofnanir Evrópu sambandsins er að finna). Eftir að hafa fengið okkur sæti í fundarherbergi fengum við kynningu á ráðherraráðinu og tilgangi þess. Kynningin var flutt af starfsmanni ráðsins sem fór yfir allt það helsta.

Því næst var stutt rölt yfir í sendiráð Íslands. Sendiráðið hafði nýlega flutt í sameiginlega byggingu norska sen diráðsins. Þar tók við mjög áhugaverð kynning á starfsemin ni sem og áhrifavöldum sendiráðsins innan Evrópusam bandsins. Kjarni málsins var að Ísland beitti valdi, einkum í gegnum EFTA með Noreg, Lichtenstein og Sviss sér við hlið. Í miðri kynningu bárust fregnir frá Evrópuþinginu að öllum heimsóknum í þingið yrðu frestað vegna kórónaveirufa raldsins. Líkt og fingrum væri smellt losnaði dagskráin það sem eftir var dagsins. Þar með höfðu tvær stofnanir hætt við að taka á móti okkur. Já, NATO hafði nefnilega frestað heimsókninni nær mánuði áður en haldið var til Brussel, eða um leið og faraldurinn fór að breiðast um Evrópu.

Þriðji dagurinn í Brussel var pakkaður af meira Evrópusam bandsfjöri. Fyrst var farið í EESC (European Economic and Social Committee) þar sem við fengum örkynningu frá upp

lýsingafulltrúa stofnunarinnar. Svo tók við langt hádegishlé sem var tilvalið tækifæri að rölta um gamla bæ Brussel. Þar mátti finna skemmtilegar matvörubúðir sem seldu an naðhvort allt náttúrulegt, beint frá bónda eða í engum um búðum. Þröngar götur með búðir af öllum gerðum og litlum soho-sniðuðum kaffihúsum. Næst heimsóttum við fram kvæmdastjórn Evrópusambandsins en þangað mættum við öll rennandi blaut, nýlent í hellidembu. En það kom ekki að sök þar sem heimsóknin í framkvæmdastjórnina var án efa sú besta af Evrópusambandsheimsóknunum. Við fengum að sitja í sjálfum stjórnarsalnum þar sem fram kvæmdastjórnin hittist sjálf reglulega til þess að ákveða og skipuleggja framtíð Evrópu. Þegar allir höfðu komið sér fyrir tók við hörku fjörutíuogfimm mínútna kynning á starfi fram kvæmdastjórnarinnar og í raun öllu því sem henni tengist. Kynnirinn var skemmtilegur og áhugasamur um efnið og held ég að hann hafi slegið met í talhraða. Að því loknu fórum við í umræður um framtíð Evrópu. Þar tóku við djúp samtöl um elli og hvernig samfélagið er í raun að eldast. Að því loknu var snætt í glænýrri matarmiðstöð (nær eins og Stjörnutorg í Kringlunni nema auðvitað ekkert eins og Stjörnutorg í Kringlunni).

Morguninn eftir var seinasta heimsókn ferðarinnar. Þær áttu að sjálfsögðu að vera fleiri en það vildi svo til að við ákváðum að koma til Brussel á nákvæmlega sama tíma og ný kórónaveira ákvað að breiðast um heiminn. En heimsóknarferðunum lauk með huggulegri ferð í EFTA hö fuðstöðvarnar. Þar starfa margir Íslendingar, sem var ga man að sjá og var okkur sagt frá spennandi starfsmögulei kum fyrir nýútskrifaða stjórnmálafræðinga hjá EFTA. Sama kvöld skellti hópurinn sér í karaoke sem var mikið fjör. Við fengum stórt herbergi með biluðu loftræstikerfi og fjöldann allan af lögum og bjór. Þar sem NATO hafði afbókað var ek kert annað í stöðunni en að njóta frídags í Brussel og aldrei hefði mér dottið í hug að það yrði hápunktur ferðarinnar er við gengum fyrir aftan Gretu Thunberg í gegnum Brussel til þess að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda við loftslags vandanum. Greta hafði nefnilega einnig gert sér ferð til Brussel til þess að hitta Ursulu von der Leyen, forseta Fram kvæmdastjórnar ESB. En á meðan stórkonurnar funduðu fór hópurinn sæll á stað þar sem nær hundrað tegundir af eðal Belgíubjór stóð okkur til boða og enduðum við kvöldið á dans og jazz undir kvöldhimni þeirrar fögru Brussel borgar sem tók svo vel á móti okkur.

41

Þau vinna, við vinnum

Í umræðunni um málefni flóttafólks takast á þau sem telja að Ísland ætti að taka við fleira flóttafólki og þau sem telja að taka ætti við færri. Rök þeirra sem eru á móti fjölgun flót tafólks byggja oft á hugmyndum um að hún hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þvert á þau rök hafa fjölmargar rannsók nir sýnt fram á að koma flóttafólks hafi jákvæðar afleiðin gar á efnahag dvalarlandsins. Þrátt fyrir þessar upplýsingar er afstaða íslenska ríkisins óljós og reynist mörgu flóttafólki erfitt að fóta sig í íslensku samfélagi og komast inn á vin numarkaðinn. En þá kemur að spurningunni: af hverju hafa íslensk stjórnvöld ekki auðveldað flóttafólki að komast inn á vinnumarkaðinn ef það hefur þessi jákvæðu áhrif á efna hagslífið?

Þegar flóttafólk kemur til Íslands og reynir að fóta sig í sam félaginu mætir það ýmsum hindrunum. Ein stærsta ásko runin er eflaust ferlið sem flóttafólk þarf að ganga í geg num til að fá atvinnuleyfi. Útlendingastofnun (ÚTL), sem sér um það ferli, fylgir mjög strangri og flókinni reglugerð. Flest flóttafólk þarf að bíða í þrjá mánuði áður en það geta sótt um atvinnuleyfi en þá þarf viðkomandi að vera fluttur úr búsetuúrræðum ÚTL. Til að geta flutt frá búsetuúrræði þarf viðkomandi oftast að vera með örugga framfærslu. Á þes su stigi má fólk hins vegar ekki vinna og því nær ómögulegt að uppfylla þessi skilyrði. Þegar fólk uppfyllir loks skilyrðin tekur við flókið ferli og oftast langur biðtími og algengt er að fólki sé vísað úr landi áður en það ferli klárast.

Rannsóknir um allan heim sýna fram á jákvæð áhrif flót tafólks á vinnumarkað og hagkerfi dvalarlandsins. Rannsók nir benda meðal annars til þess að það að veita flóttafólki atvinnuleyfi skili ríkinu sem þau dvelja í meiri pening í kas sann í gegnum skattgreiðslur, hækki verga þjóðarframleiðs

lu (VÞF) sem og að draga úr atvinnuleysi (sjá t.d. Maxmen, Migrants and refugees are good for economies, 2019). Sam kvæmt rannsóknum William Evans frá Háskólanum í Not re Dame, sem gerð var í Bandaríkjunum, má sjá að aðeins átta árum eftir komu flóttafólks var ábati þátttöku þeirra á vinnumarkaði orðinn meiri en kostnaðurinn sem fylgdi þeirri aðstoð og þeim bótum sem þau fengu frá ríkinu við ko muna. Sú þróun takmarkast ekki við Bandaríkin og má sjá merki um svipaða þróun um allan heim. Því mætti segja að það sé ákveðin fjárfesting fólgin í því að aðstoða flóttafólk við að komast inn á vinnumarkaðinn.

En hvers vegna beita stjórnvöld sér þá ekki fyrir breytingum á þessum reglugerðum fyrst það liggur ljóst fyrir að íslenskt samfélag og ríkið sjálft gætu hagnast á því? Vandamálið liggur ef til vill í að hvatar stjórnmálamanna beinast oft að skammtímaáformum og lausnum. Kostnaðurinn sem fylgir breytingum á ferlinu þegar litið er til skamms tíma, gæti haft neikvæð áhrif á ímynd stjórnmálamannsins sem talaði fyrir þeim breytingum, áður en að langtímaáhrifin koma í ljós. Þess vegna er tilhneigingin sú að líta fram hjá langtímaáhri funum. Í staðinn er athyglinni beint að skammtímalausnum svo breytingarnar kosti þá ekki endurkjörið. Pólitískir hags munir stjórnmálamanna kunna þannig að vega meira en lífsgæði og öryggi flóttafólks jafnvel þótt það sé á kostnað samfélagsins.

Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi mál betur og það væri gott ef íslenskir stjórnmálamenn myndu ná að leg gja pólitíska hagsmuni sína til hliðar, vinna í þágu sam félagsins og kalla eftir breytingum á málaflokknum. Ef ekki af mannúðarástæðum, þá af efnahagslegum.

42

Eðli mannsins er alltaf það sama – viðtal við Boga Ágústsson

Bogi Ágústsson er án efa einn ástsælasti og reyndasti frét tamaður þjóðarinnar og vel kunnugur flestum landsmön num. En hver er maðurinn sem hefur flutt okkur fréttirnar

svo áratugum skiptir? Við hittum Boga og ræddum við hann um ferilinn og starf fréttamannsins.

43

Hvernig er daglegt líf fréttamanns?

„Það er mjög misjafnt eftir því hvaða verkefnum hann sinnir. Svona „basic“ skipting er innlent – erlent. Svo erum við líka með fréttamenn sem eru úti á landi og við erum með frétta menn sem að sinna fréttaöflun inn á fréttastofunni, eru mest að skrifa á vefinn og fyrir stuttu fréttirnar í útvarpinu og þeir eru eiginlega bundnir við sinn vinnustað allan daginn sem og erlendu fréttamennirnir“ segir Bogi. Hann bendir á að frét tastofa Ríkisútvarpsins sé opin allan sólarhringinn og þar af leiðandi þarf að sinna fréttaflutningi á næturnar líka. „Vinnan er mjög ólík hvað þetta ytra skipulag varðar. Vinnan hins vegar í sjálfu sér er í eðli sínu hin sama. Að afla upplýsinga, sannreyna þær og koma þeim síðan í eitthvert svona skipu lagt, vitrænt form til þeirra sem við þjónum. Hvort sem það er í útvarpi, sjónvarpi eða á vefnum. Þannig að þetta er í eðli sínu fréttamennska og við verðum náttúrulega að hafa góð tengsl, við verðum að fylgjast mjög vel með, það verður að vera gott skipulag og fólk sjálft verður að vera vel skipulagt í sinni vinnu því það eru tímamörk. Þú verður að vera tilbúinn áður en að klukkan verður átta eða tólf eða sjö.“

staklega þegar þingið situr lon og don fyrir jól og við þinglok og annað. En eðli fréttamennskunar gagnvart stjórnmálum og gagnvart öðru er eins. Við erum á höttunum á eftir upplýsingum sem að við teljum að eigi erindi til almennings.“ Í því samhengi bendir Bogi á að hlutverk Ríkisútvarpsins sé töluvert frábrugðið öðrum fjölmiðlum hér á landi. „Við skil greinum Ríkisútvarpið sem almannaþjónustumiðil sem er í eigu almennings og eins og allir aðrir miðlar þá þjónum við eigendum okkar en eigendur okkar eru almenningur. Við tel jum okkur óháð öllum stjórnmálaöflum, viðskiptaöflum eða hreyfingum sem berjast fyrir einu eða öðru, hvort sem að við förum í ESB eða erum á móti því. Við tökum enga afstöðu. Við eigum að vera fulltrúi alls almennings. Öfugt við aðra miðla þá er skylduáskrift að Ríkisútvarpinu, það er ekki hægt að se gja Ríkisútvarpinu upp. Ef að þú ert óánægður með leiðarann í Mogganum eða óánægður með einhverja stefnu sem að áskriftarmiðlar eru að taka þá geturðu sagt þeim upp. Það út af fyrir sig gefur þeim miðlum umboð til að hafa og taka afstöðu vegna þess að fólk getur af fúsum og frjálsum vilja, ef að það er óánægt, bara sagt „nei takk.“ Það er ekki hægt í Ríkisútvarpinu. Þess vegna getum við ekki haft neina leiðara. Við getum ekki haft það að stefnu að berjast fyrir einhverjum breytingum á samfélaginu eða berjast gegn breytingum á samfélaginu. Við verðum að vera eins hlutlæg og hlutlaus í okkar fréttamati og nokkur kostur er.“

„Já, það er náttúrulega munur á milli. Það er allt annað mál að flytja fréttir af stjórnmálum en slysum. Stjórnmál eru hins vegar stór hluti af því sem að við erum að fjalla um og þá er náttúrulega spurning hvernig þú skilgreinir stjórnmál“ segir Bogi. Hann segir það einnig skipta máli hvort stjórnmál séu skilgreint þröngt t.d sem borgarstjórn eða bæjarstjórn, þing, formlega stjórnmálaflokka og þess háttar eða hvort skilgrei ningin sé víðtækari og nái yfir kjaramál, verkalýðsbaráttu og annað slíkt. Jafnvel þó það sé aðeins litið á stjórnmál sem framboð og þingstörf er það samt sem áður verulega stór partur af vinnu fréttamanna. „Það eru oft erfiðar vaktir, sér

Að hverju þarf að gæta þegar fjallað er um stjórnmál?

Bogi segir það einna mikilvægast að gæta að því að öll lög mæt sjónarmið komi fram. Með lögmætum sjónarmiðum á hann við að útiloka þurfi sjónarmið sem brjóta á landslögum sem og rasisma og annað slíkt. Hann segir það einnig skyldu Ríkisútvarpsins að sjá til þess að formenn allra stjórnmála flokka sem eiga fulltrúa á þingi fái að koma sínum málum og stefnum á framfæri. Annað mikilvægt verkefni er að meta hvaða málefni teljist fréttnæm. Sumir eru á þeirri skoðun að

Hvernig er það að flytja fréttir um stjórnmál í samanburði við önnur málefni?
44

það eitt að velja hvaða efni sé til umfjöllunar útiloki hlutleysi í sjálfu sér. „Þú ert ekki hlutlaus um leið og þú byrjar að velja eitthvað. Ég fellst svo sem á þau sjónarmið en í 99% tilfella þá er býsna augljóst hvað það er sem er fréttnæmt og hvað það er sem er ekki fréttnæmt.“

Hvernig hefur fréttaflutningur af stjórnmálum þróast frá því þú byrjaðir í fréttamennsku?

Bogi segist hafa verið það lengi í bransanum að hann hafi sjálfur orðið vitni að miklum breytingum á fréttaflutningi. Hann nefnir sérstaklega tilkomu fréttastofu sjónvarpsins en fram að því var afar sjaldgæft að ráðamenn væru spurðir gagnrýninna spurninga, það hafi beinlínis ekki þótt vera við hæfi. „Það verður svona ákveðin þróun í því að það er hætt að taka við upplýsingum gagnrýnilítið og farið að taka á fréttum af stjórnmálum og yfirlýsingum ráðamanna eins og hverjum öðrum fréttum.“ Þá hafa einnig orðið breytingar með tilkomu nýrra miðla þar sem önnur sjónarmið en sjónarmið ráðandi afla geta komið fram. „Það sem hefur breyst með tilkomu netsins er að það verður „kanall“ fyrir hvern sem er að koma sínum upplýsingum á framfæri hvort sem þær eru sannar eða lognar. Þá breytist hlutverk miðla frá því vera sem mætti kalla hliðverðir upplýsinga því nú hefur fólk aðgang að gífurlegu magni af óritstýrðu efni á netinu allan sólarhrin ginn.“ Hann hvetur því fólk til þess að vera gagnrýnið á þær upplýsingar sem það fær hvort sem það er frá Ríkisútvarpinu eða á netinu.

Ef þú gætir tekið viðtal við hvern sem er, lífs eða liðinn hver yrði fyrir valinu?

„Það er góð spurning. Ég var ekki alveg undirbúinn fyrir þessa“ segir Bogi en eftir stutta umhugsun segist hann þó gjarnan hafa viljað tala við Nelson Mandela. „Eitt af því sem að ég

lærði í sagnfræðinni var að þú dæmir ekki fortíðina út frá forsendum samtímans.“ Hann segir því snúið að að hugsa sér að taka viðtöl við fólk fortíðarinnar. Þetta á líka við í nútí manum þegar viðtöl eru tekin við fólk með samfélagslegan bakgrunn sem er frábrugðinn okkar eigin. Nauðsynlegt er að miða ekki við eigin aðstæður heldur vera tilbúinn að sjá hluti na út frá öðrum forsendum.

Hvaða atburður stendur helst upp úr á þínum ferli sem fréttamaður?

Bogi segist ekki geta sagt að eitthvað eitt standi sérstaklega upp úr en sumir atburðir séu þó eftirminnilegri en aðrir. „Þeir erfiðustu eru náttúrulega hlutir eins og snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir aldarfjórðungi. Það voru erfiðir atburðir að fjalla um þó að ég væri ekki á staðnum.“

„Umfjöllunin um morðið á Olof Palme, það er mjög eftirminni legur atburður líka. Þá var ég fréttamaður í Kaupmannahöfn og fór strax til Stokkhólms.“

Ertu með einhver skilaboð í lokin?

„Nei, ég veit að reynslu verður ekki skilað á milli kynslóða. Það þarf hver kynslóð að gera sín eigin mistök og læra af þeim. Þau geta ekki lært af mistökum foreldra sinna.“ „Það er sagt sko að tímarnir breytast og mennirnir með. Ég er þessu ósammála og segi að tímarnir breytast, mennirnir ekki. Eðli mannsins er alltaf það sama.“

45

LÁRÉTT

Forsætisráðherra Íslands

Fyrsta konan til að kjósa á Íslandi

Fyrsti ráðherra Íslands

Heimafylki Kamilu Harris

Önnur konan til að verða hæstaréttardómari í BNA

LÓÐRÉTT

Samband um opin landamæri

Forseti framkvæmdarstjórnar ESB

Besta vopn Íslands í stríði

Framsókn, VG, Sjálfstæðis og Samfylkingin eru þekkt sem…

Ljúktu við hugtakið: „ tækifæranna“

Þekktur fyrir að tala um hina ósýnilegu hönd

Rektor HÍ

Ísland varð árið 1918

Hvað fjallar sjötti og seinasti kafli íslensku stjórnarskránnar um?

Elsti stjórnmálaflokkur Íslands sem enn er á þingi

Seinasta land til að ganga í Evrópusambandið?

Fyrrverandi forseti Íslands

Útganga aldarinnar

Einn þekktasti fiskhatari Íslands, höfundur Fiskveisla fiskhatarans

Höfundur Kommúnistaávarpsins

Þekktasta bók Thomas Hobbes

4 5 2 1 3 6 7 10 11 13 15
GÁTA KROSS
16 17 18 19 20 22 23 24 21 25 12 14 9 8
3.
4.
6.
7.
9.
10.
11.
12.
18.
19.
22.
23.
24.
25.
Viðreisn
„You’re FIRED”
„Guð blessi Ísland”
Flokkur Pútíns
Drottning Háskólans
14.
15.
16.
17.
1.
2.
5.
8.
11.
13.
20.
21.
Opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða LÍFSVERK lífeyrissjóður ¬ Engjateigi 9 ¬ 105 Reykjavík ¬ www.lifsverk.is ∫ Meiri ávinningur réttinda ∫ Hagstæð sjóðfélagalán ∫ Sjóðfélagalýðræði ∫ Jákvæð tryggingafræðileg staða ∫ Ábyrg fjárfestingastefna ∫ Val um sparnaðarleiðir Lykillinn að góðri framtíð er að huga að henni strax

Skiptinám í Kaþólska Háskólanum í Leuven SKIPTINÁM

Tíminn minn í Belgíu var ekki langur en ég varð strax ástfangin af þessum „lit la“ bæ sem ég á enn þá bágt með að trúa að ég hafi þurft að flytja frá eftir aðeins 5 vikna dvöl. Upphaflega æt laði ég að vera þar eitt misseri en þar sem aðstæður breyttust þá verð ég í skiptinámi í Leuven þar til í janúar 2021. Leuven er gamall bær norðaustan af Brussel, í hollenskumælandi hluta Bel gíu. Í Leuven ertu annað hvort háskóla nemi eða vinnur í Stellu Artois brugg húsinu. Þar kvartaði fólk sífellt undan rokinu og köldu veðri á meðan ég lab baði í og úr skóla á stuttermabolnum en svitnaði samt á bakinu.

Skólinn minn heitir KU Leuven eða Kat holieke Universiteit Leuven. KU Leuven var stofnaður árið 1425, þegar við Íslen dingar vorum ennþá að moka flórinn í skinnskóm. Í skólanum er fólk alls staðar að, á öllum aldri og í alls konar fræðum (mörgum sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að væru til). Þar er ECTS einingakerfi eins og heima. Helsti munurinn er hins vegar sá að allir áfangarnir sem ég er í eru 3-6 einingar,

ég varð þess vegna að taka sjö áfanga til þess að fá þær 30 einingar sem ég þurfti á síðasta misseri. Mér finnst það samt frábært því að áfangarnir sem ég er í eru eins og einn undirkafli í fagi í Stjórnmálafræðideild HÍ. Dæmi um áfanga sem ég tók eru Labour mar kets, regulations and developments in Europe (Vinnumarkaðir, reglugerðir og þróun í Evrópu), Policy analysis (Stefnugreining) og Digital Marketing (sá áfangi er með áherslu á herferðir fyrir félagasamtök eða stjórnmála flokka). Áfangarnir eru allir kenndir á ensku og einkunnagjöf er frá 1-20, eins og víða er í mið- og suður Evrópu. KU Leuven er frekar harður skóli hvað ein kunnagjöf varðar en það er eiginlega engin leið að fá yfir 15 í einkunn. Á sama tíma þá fellur þú ef þú ert með undir 10. Öll lokaprófin voru munnleg í vor, sum þeirra áttu að vera munnleg frá upp hafi en önnur voru færð yfir á munnlegt form fyrir þau sem höfðu farið aftur til síns heima vegna veirunnar.

Það er tekið ofboðslega vel á móti skip tinemum í Leuven, Belgar eru með allt

49

SKIPTINÁM

á hreinu og ekkert „þetta reddast“. Þar er aðsetur fyrir erlenda nemendur þar sem þú færð frítt kaffi allt skólaárið ef þú kaupir margnota mál frá þeim. Ski pulagðir eru viðburðir þar sem einsta klingar frá mismunandi löndum skrá sig í hópa eftir tungumálum til þess að æfa sig í þeim. Svo eru auðvitað partý þar sem að bjórinn kostar eina evru og 50 sent. Við fengum leiðbeiningar um það hvar væri ódýrast að versla í matinn og hvernig flokkunarkerfið er. Við fengum „checklista“ með dagset ningum út misserið með þeim atriðum sem við þurftum að gera sem Erasmus nemendur. Svo er hægt að leigja hjól í langtímaleigu, en bærinn er bara rétt tæplega 3 km í þvermál og því ganga allir allt eða hjóla. Leuven er virkilega rólegur bær og þú sérð eiginlega enga bíla þar nema þú farir í úthverfin. Ég var ekki búin að átta mig á því hvað þetta væri raunverulega lítill bær fyrstu viku na og ætlaði mér að taka strætó heim en endaði óvart í Brussel. Ég hafði nú litlar áhyggjur af því þar sem strætóar heima fara í hringi þannig ég gerði ráð fyrir því að þeir gerðu það þarna líka. Nema auðvitað var þetta síðas ti strætóinn þetta kvöld og bjáninn ég festist í Brussel þar sem lestirnar voru líka hættar að ganga. Engar áhyggjur þetta reddaðist. Leigubílstjórinn sem keyrði mig heim frá Brussel var ofboðs lega almennilegur og skilaði mér heim fyrir ekki nema 70 evrur.

Ég leigði lítið herbergi í blokk þar sem eru einungis stelpur, ég er sú eina á mínum gangi sem er ekki belgísk. Mer kilegast finnst mér að þær fara allar heim til foreldra sinna hverja einustu helgi. Fjölskyldutengsl í Belgíu eru vir kilega sterk og í Leuven eru eiginlega bara erlendir stúdentar eftir um helgar, nema auðvitað þau fáu sem búa hé rna að staðaldri. Ennþá merkilegra er þó að þrátt fyrir að við séum allar með eins herbergi þá borgum við mismikið í leigu. Í Belgíu er það nefnilega reik nað út frá því hvað foreldrar þínir eru með í laun á ári hversu mikið þú borgar í leigu fyrir herbergi hjá skólanum, þau sem eru með lægri laun borga minna og foreldrar borga allt. Þrátt fyrir að þetta sé menningin hér er ég er ekki viss um að ég myndi vilja vera svona háð foreldrum mínum, þar sem þær eru sífellt að velta sér upp úr því hvort námið þeirra sé nógu góð fjárfesting

fyrir foreldra þeirra. Við fengum mjög tilfinningaþrunginn tölvupóst frá Rek tor skólans um daginn þar sem okkur var tjáð að vegna þess hve mörg ok kar erum ekki lengur í þeim herbergjum sem við leigjum og margir einstæðir foreldrar sem greiða, þá mun skólinn koma til móts við nemendur vegna ófyrirséðra aðstæðna og við þurftum aðeins að greiða helming leigunnar það sem eftir var misseris. Þrátt fyrir að vera fimmfalt stærri skóli en HÍ þá er KU Leuven virkilega persónulegur skóli.

Prófessorum er annt um nemendur sína en það hefur sérstaklega sýnt sig eftir að flestir flugu aftur heim í byrjun mars. Þeir senda póst reglulega sem snúast aðeins um það hvort að við og fjölskyldan okkar séum heilsuhraust. Einn prófessor sendi meira að segja farsímanúmerið sitt og sagði okkur að vinsamlegast hringja þó það væri bara til þess að spjalla, því hann vill vita hvernig við höfum það og hver nig gengur í náminu. Það gleymist oft að það er fólk í kring um okkur, sam nemendur til dæmis, sem eiga fáa að á svona erfiðum tímum og þá er svo ótrúlega dýrmætt að finna að fólki sé ekki sama. Mér þykir ofboðslega vænt um þetta, það er gott að finna fyrir því að jafnvel í margfalt fjölmennara landi en Íslandi sé maður ekki bara tala sem svífur um í skólakerfinu.

Ég ætlaði mér aldrei að fara í skip tinám, mér fannst stjórnmálafræðiná mið í Háskóla Íslands vera það eina sem ég þurfti. Þar hafði ég rangt fyrir mér. Við sem verðandi stjórnmála fræðingar þurfum að hafa víðara aka demískt sjónarhorn. Góð leið til þess að víkka það er að fara í skiptinám erlen dis. Stjórnmálafræðideildin er vissule ga góð og ég kann að meta hana, það sem ég vil benda á hérna er að til þess að öðlast dýpri þekkingu, hvort sem það er akademísk þekking eða per sónuleg, þá þurfum við að fara út fyrir landsteinana. Ég vil því hvetja öll þau sem þetta lesa að nýta sér þann kost að fara í skiptinám eða nám erlendis af einhverju tagi, ég get sagt hér með fullri vissu að þetta er ekki eina skiptið sem ég mun fara erlendis í nám.

50

SKIPTINÁM

Í leit að fjögurra laufa smára

Fyrir ári síðan ákvað ég að sækja um í skiptinám, ég hafði alltaf ætlað mér að fara í skiptinám í menntaskóla en var alltaf smeyk við tilhugsunina að flytja ein til útlanda. Ég hafði í raun ekki sér stakt land í huga en hallaðist frekar að því að fara til enskumælandi lands. Ég eyddi heilmiklum tíma að skoða sam starfskóla HÍ og endaði á því að sækja um hjá University of Limerick á Írlandi. Skólinn er í þriðju fjölmennustu borg Ír lands, Limerick, með tæplega hundrað þúsund íbúa. Ég var ótrúlega spennt fyrir þessu nýja ævintýri en loksins þegar komið var á leiðarenda tók við mikill kvíði og menningarsjokk sem ég hafði ekki búist við. Það tók mig þó ekki langan tíma að losna við þá tilfinnin gu og eftir það varð ferðin frábær í alla staði. Írar eru einstaklega vingjarnlegir, lífsglaðir og eru svo sannarlega með húmorinn í lagi. Háskólinn hefur unnið til verðlauna fyrir besta háskólasvæði á Írlandi og einnig fyrir besta Erasmus prógramið. Félagslífið í skólanum er mjög virkt með rúmlega 80 mismu nandi klúbba og félög sem eru í boði fyrir alla og eru jafn ólík og þau eru mörg. Stærsta félagið er félag ætlað skiptinemum, International Society, sem skipuleggur ferðir og allskonar viðburði vikulega. Ég var sjálf meðlimur í því félagi, fór í nokkrar ferðir og fannst það frábær leið til að kynnast betur

landi og þjóð en einnig öðrum skipti nemum. Félagið heldur International Night þar sem sextugur plötusnúður, DJ Ber, heldur uppi stuðinu með nákvæm lega sama lagalistann alla föstudaga. Írsku nemendurnir djamma afskaple ga mikið en þó ekki um helgar því flest þeirra fara heim. Í staðinn eru mánu dagar og fimmtudagar aðalmálið. Þet ta þótti okkur skiptinemum frekar skon dið og lærðum af reynslunni þegar enginn var í bænum á föstudagskvöldi. Þau héldu góðgerðarviku fyrir sköm mu af öðrum toga en ég er vön; þau drekka og djamma allan liðlangan da ginn sem mér þótti sniðug leið til þess að bæði skemmta sér og styrkja gott málefni í leiðinni.

Ég gæti ekki hafa beðið um betri sam býlinga. Við náðum öll ótrúlega vel sa man þrátt fyrir gjörólíkan menningar legan bakgrunn. Ég ætlaði að ferðast með nokkrum þeirra til Dublin á St. Pa trick’s Day og til Edinborgar í páskafríinu en eins og flestir vita þá breyttist margt í mars á þessu ári vegna kórónuveirun nar. Það var mikil óvissa, sérstaklega í byrjun mars, bæði hvernig skólahald myndi vera og hvort ferðin mín myndi mögulega styttast. Skólinn færði allar kennslustundir og próf yfir í fjarkenns lu um 10. mars, um svipað leiti hvöttu íslensk stjórnvöld Íslendinga sem voru

51
Guðrún Fríða Snorradóttir Wium

SKIPTINÁM

staðsettir erlendis til að huga að heim för. Foreldrar mínir voru þá komnir með verulegar áhyggjur og vildu að ég tæki næsta flug heim sem var áætlað tvei mur dögum seinna. Það var ótrúlega erfitt að sætta sig við það að þurfa skyndilega að fara heim en ég vissi þó að það væri skynsamlegast. Síðustu tveimur dögunum eyddi ég með vi num mínum, við löbbuðum um skólas væðið, elduðum saman og héldum lítið kveðjupartý. Þó svo að dvölin mín á Írlandi væri helmingi styttri en hún átti upprunalega vera var þetta ótrúlega

skemmtileg lífsreynsla. Ég mæli eind regið með því að fara í skiptinám, þú kynnist fólki frá öllum heimshornum og menningarheimum. Það gæti verið er fitt að aðlagast í fyrstu en reynslan og upplifunin mun ávallt vera þess virði. Maður áttar sig líka betur á því hvað maður kann að meta heima og hvers maður saknar.

Ég enda hér með hér með þessa grein á fyrstu og vonandi einu tilraun minni að limrugerð.

Skiptinám í heimsfaraldri, geri aðrir betur Fór ein í leiðangur í landi Sankti Patreks Kynntist alls kyns fólki Sem mér gaman þótti Dvölin var jú dásamleg, Far þú ef þú getur

Ekki þannig séð

Fæst sem við gerum er skemmtilegt. Það er ekki skemmtilegt að keyra í vinn una, ákveða hvað maður á að borða í kvöldmatinn, þrífa baðherbergið eða læra fyrir próf. Það er heldur ekki ga man að fara í níu tíma langt flug, láta svæfa hundinn sinn eða að reka sig í. Það er heldur ekki gaman að fara í skiptinám – ekki þannig séð.

Margir ímynda sér eflaust að fari maður í skiptinám sé maður sífellt á kaffihúsi í þröngri göngugötu, skoðandi söfn eða borðandi á veitingastöðum. Að fara í skiptinám er ekki að fara til útlanda –ekki þannig séð. Fólk í skiptinámi býr bara í útlöndum og gerir sömu hluti na og heima. Það þvær þvott, kaupir í matinn, hefur áhyggjur af peningum,

52
Oddur Þórðarson

SKIPTINÁM

sefur yfir sig, missir símann sinn í gólfið og borðar Ristorante-pizzur. Að vera í skiptinámi er bara að vera heima hjá sér í útlöndum, það er það sem skip tinám snýst um.

Ég veit ekki hvaða dagur er hjá þér, en hjá mér er 10. mars 2020. Ég er staddur í Southampton á Englandi og ég er hér í skiptinámi. Ég hef verið hérna síðan seint í september og verð þangað til í lok maí. Þeir stjórnmálafræðiáfangar sem ég tek hérna eru ágætir, svona þegar ég mæti að minnsta kosti. Í ei num þeirra fyrir jól fékk ég frekar háa einkunn en í hinum bara sæmilegar einkunnir. Ég get ómögulega spáð fy rir um hvernig námsframvindan verður eftir jól, en hún mun að öllum líkindum ekki vera nægilega góð til þess að rata í The Daily Echo, bæjarblaðið sem ég les aldrei. En það kannski breytir ekki öllu, ég á bara að vera að njóta mín hérna, er það ekki?

Nei. Alls ekki. Eins og ég sagði þá er það að vera í skiptinámi eins og að vera heima hjá sér nema í útlöndum. Í upphafi tekur maður þó út þriggja vik na tímabil þar sem maður hagar sér eins og maður sé í útlöndum. Maður fer á söfn og kaffihús og labbar um í frakka með regnhlíf eins og hálfviti. Fólk starir á mann eins og maður sé eitthvað ljóðskáldsskrípi sem villtist til smáborgar á Englandi þar sem ek kert er um að vera nema bílaumferð og raðir á skyndibitastöðum. Þegar hálfvitatímabilinu lýkur heilsar hvers dagsleikinn manni eins og hann birtist manni heima á Íslandi. Bónus verður að ASDA eða Tesco og WorldClass úti á Seltjarnarnesi verður að PureGym 24/7 á Northlands Road. Líkt og á Ís landi sekkur maður inn í óumflýjanle gan hversdagsleika og þá áttar maður sig á hversu klámvædd hugmyndin um skiptinám er. Innan skamms þarf

maður að fara að mæta í tíma, kau pa í matinn, sendaeinhvern póst á LÍN, mæta á fund með félagi skiptinema, hringja í Tollstjóra af því ilmvatnið sem mamma þín bað þig um að kaupa strandaði einhvers staðar í Keflavík, þvo þvott, þrífa baðherbergið o.s.frv, o.s.frv.

Það er ekki sanngjarnt að ég telji bara upp það „slæma“ við að fara í skip tinám – ekki þannig séð. Fólk talar yfirleitt bara um það góða við að fara í skiptinám, þess vegna er þörf á þes su sjónarhorni mínu. Það er gaman að kynnast nýju fólki, læra nýtt tungumál, skoða nýja heimshluta og gera ein hverja aðra menningu en þá íslensku að sinni um hríð. Þrátt fyrir að þurfa að gera ótal hundleiðinlega hluti þá fær maður inná milli að gera eitthvað skemmtilegt, rétt eins og heima. Og ég get sennilega ekki neitað því að það er ögn skemmtilegra að gera leiðinle ga hluti þegar maður getur verið úti á peysunni í febrúar heldur en heima á Íslandi í frosti og klaka.

Punkturinn minn er sá að það er ek kert gaman að fara í skiptinám – ekki þannig séð. Það á heldur ekki að vera gaman – ekki þannig séð. Skip tinám á að vera krefjandi, þroskandi, lærdómsríkt og uppbyggjandi rétt eins og háskólanám heima. Það er gaman að hafa yfirstigið þá hindrun sem skip tinám er. Það er skemmtilegt að geta litið til baka á þau krefjandi verkefni sem maður þurfti að takast á við, nú þegar maður tekist á við þau og það er gaman að geta séð hvernig það þroskaði mann og mótaði. Skiptinám er gott fyrir þig og ef þú hefur ekki fa rið í skiptinám áður, drífðu þig þá! En ég get lofað því að það verður ekki gaman eða skemmtilegt – ekki þannig séð.

53

Annáll fráfarandi skemmtanastýru

Undanfarin námsár hefur Politica, nemendafélag stjórn málafræðinema við Háskóla Íslands, gert sér glaða daga og heimsótt ýmis fyrirtæki í gegnum árin og var skólaárið 2019-2020 þar engin undantekning. Politica tók á móti fyrsta árs nemum með þvílíku teiti í Framsóknarhöllinni á Hverfis götunni í lok ágúst þar sem nýir, jafnt sem eldri nemendur fengu tækifæri til að kynnast. Síðan var keppt í beer-pong og flip-a-cup, þvílíkt og annað eins!

Politica hóf skólaárið á vísindaferð til Viðreisnar, mikilmennin Þorgerður Katrín og Jón Steindór tóku vel á móti nemendum og ræddu um starfsemi Viðreisnar. Eftir frábæra vísindaferð hjá Viðreisn héldu nemendur af stað á Októberfest SHÍ þar sem var dansað fram á rauða nótt.

Hagstjórnardagurinn var haldinn með pompi og prakt 4. október, keppt var í ýmsum greinum, svo sem fótbolta, kub bi, körfubolta, brennó og reipitogi. Eftir langan dag af strangri íþróttaiðkun var blásið til heljarinnar veislu í veislusal Gróttu þar sem tilkynntir voru sigurvegarar Hagstjórnardagsins og voru það hagfræðinemar sem báru sigur úr bítum.

Eftir Hagstjórnardaginn tóku við hrikalega skemmtilegar ví sindaferðir. Politica heimsótti Utanríkisráðuneytið, NOVA, Sjálfstæðisflokkinn, Fastanefnd ESB og Framsóknarflokkinn svo eitthvað sé nefnt. Það er óhætt að segja að rúsínan í pylsuendanum hafi verið heimsókn Politica á Bessastaði í lok nóvember. Nemendur tóku sér góða pásu frá prófalestri, klæddu sig upp og gerðu sér ferð í forsetahöllina þar sem forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson tók á móti nemendum ásamt frábæru starfsfólki og svaraði spurningum um starf semi hans og komandi tíma.

Vorönnin 2020 var vægast sagt áhugaverð, án þess að fara mikið út í þá sálma þá féll niður meirihluti vísindaferða ásamt árshátíð, vegna kórónuveiru. Áður en heimsfaraldur skall á þá heimsótti Politica Íslenska erfðagreiningu, Pírata og breska sendiráðið.

Frávíkjandi stjórn Politica þakkar fyrir frábært skólaár 20192020 og óskar nemendum góðs gengis á komandi námsári. Við bjóðum nýja stjórn velkomna sem er búin að hnoða sa man hrikalega dagskrá!

54
Þórunn Soffía Snæhólm, fráfarandi skemmtanastýra Politica
56 UNG VINSTRI GRÆN ER EINA UNGLIÐAHREYFINGIN SEM ALFARIÐ VERU ÍSLANDS Í HERNAÐARBANDALÖGUM HAFNAR /uvgungvinstrigraen @ungvinstrigraen /ungvinstri UNG VINSTRI GRÆN

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.