Spurningar til forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir sækist ekki eftir áframhaldandi kjöri í næstu þingkosningum.
Kosningahugurinn gerður upp
Hafa stúdentar í Háskóla Íslands ákveðið hvað þeir ætla að kjósa í alþingiskosningunum í vor?
Erkióvinir ráðleggja kjósendum
Hannes Hólmstein Gissurarson og Stefán Ólafsson ráðleggja kjósendum og spá fyrir um úrslit kosninganna.
Námsferð til Bandaríkjanna
Ferðadagbók alþjóðafulltrúa Politica í ferð til Washington og New York.
Erfiðast að flytja til Kína
1. tbl. 13. árg. 2013
Ritstjóraspjall
Stundum er talað um að konur sækist síður eftir stjórnunarstöðum en karlmenn. Að okkur finnist hreinlega þægilegra að láta aðra stjórna. Þegar ég hóf leit mína að ritnefnd Íslensku leiðarinnar sóttist þó enginn karlmaður eftir stöðu innan hennar. Til þess að gæta að kynjajafnvægi bauð ég persónulega nokkrum karlmönnum stöðu innan nefndarinnar, án árangurs.
Ekki er hægt að segja að konur í stjórnmálafræði forðist stjórnunarstöður. Í stjórn Politica sitja nefnilega sex konur og aðeins tveir karlmenn og voru þeir einu karlmennirnir sem sóttust eftir kjöri. Þó er kynjahlutfall í stjórnmálafræðideild nokkuð jafnt.
Ég hef alla tíð verið umkringd sterkum konum og hef trú á því að þetta sé merki um það sem koma skal. Við þurfum ekki endilega kynjakvóta til þess, við þurfum að sækjast eftir því sem við viljum.
Í þessu blaði er viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og ég vil í þessu samhengi vitna í orð hennar þar sem hún segir: ,,Við konur getum ekki krafist aukinna valda og ábyrgðar í samfélaginu en á sama tíma vísað frá okkur tækifærunum þegar þau bjóðast.”
Að því sögðu kynni ég með stolti ritnefnd Íslensku leiðarinnar sem í fyrsta sinn er aðeins skipuð konum og vil þakka þeim sem í henni sitja fyrir vel unnin störf.
Takk fyrir lesturinn.
Berglind Jónsdóttir, ritstjóri Íslensku leiðarinnar
EFNISYFIRLIT
Spurningar til forsætisráðherra
4 Jóhanna Sigurðardóttir sækist ekki eftir endurkjöri á Alþingi eftir áratuga starf. Kosningahugurinn gerður upp
5 Erkióvinir ráðleggja kjósendum
6 Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson deila skoðunum sínum. Erfiðast að flytja til Kína
8 Viðtal við Hjálmar W. Hannesson og Önnu Birgis, sendiherrahjón í Winnipeg. Stjórnmálafræðingar í atvinnulífinu
12 Hvert fara stjórnmálafræðingar að námi loknu? Starf Politica 2012-2013
Vinalega þjóðin, grein eftir Viktor Stefánsson
14 Being a foreign student at the Political Science Department 15 Námsferð til Bandaríkjanna
16 Kristín Arnórsdóttir, alþjóðafulltrúi Politica, deilir ferðadagbók sinni með lesendum. Sturlaðar staðreyndir um stjórnmálafræði
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Berglind Jónsdóttir
Ritstjórn Íslensku leiðarinnar:
Berglind Jónsdóttir
Karen Kristine Pye
Lilja Kristín Birgisdóttir
Lilja Kristjánsdóttir
Hönnun & umbrot:
Birgir Þór Harðarson
Ljósmyndir:
Berglind Jónsdóttir
Lilja Kristjánsdóttir
Einar Valur Sverrisson
Íslenska leiðin þakkar aðstoðina
Birgir Þór Harðarson Einar Valur Sverrisson Stjórn Politica 2013 Elva Ellertsdóttir
Margrét Birgis Halldór Arnarsson Hótel Holt
Íslenska leiðin þakkar einnig öllum viðmælendum kærlega fyrir þátttökuna og öllum styrktaraðilum fyrir hjálpina.
Berglind Jónsdóttir
Karen Kristine Pye
Lilja Kristín Birgisdóttir Lilja Kristjánsdóttir
...........................................................................
............................................................................
..........................................................................
........................................................................................
...................................................................
........................................................................................ 13
2 | ÍSLENSKA LEIÐIN 2013
..................................................
..................................................................................
........................................................ 18
Spurningar til forsætisráðherra
EFTIR LILJU KRISTÍNU BIRGISDÓTTUR
Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið á Alþingi síðan 1978 og er því einn þaulsetnasti þingmaður þjóðarinnar frá stofun Lýðveldisins. Hún er jafnframt fyrsti kvenkyns forsætisráðherra þjóðarinnar og hefur stýrt ráðuneyti sínu síðustu fjögur árin á miklum erfiðatímum í sögu þjóðarinnar. Hún sækist ekki eftir áframhaldandi kjöri í næstu þingkosningum og því er ekki úr vegi að spurja Jóhönnu hvernig stjórnmálaferillinn hefur verið.
enginn vafi. Í mínum huga vó það enda mjög þungt í ákvörðun minni um að takast verkefnið á hendur, að ella hefði ég verið að bregðast konum þessa lands. Við konur getum ekki krafist aukinna valda og ábyrgðar í samfélaginu en á sama tíma vísað frá okkur tækifærunum þegar þau bjóðast.
Ef þú lítur yfir tíma þinn sem forsætisráðherra, hefur þú einhverja eftirsjá? Nei, ég get ekki sagt það. Auðvitað gæti maður velt fyrir sér hvort eitt eða annað hefði mátt gera
Það á enginn að stefna á þingmennsku, en finni menn hjá sér þörfina og viljann til að berjast fyrir framgangi góðra mála, þá eigum við öll að vera reiðubúin að leggja okkar af mörkum.
Hvað var það sem fyrst vakti áhuga þinn á stjórnmálum? Ég var alinn upp á miklu jafnaðarmannaheimili þar sem barátta ömmu minnar, Jóhönnu Egilsdóttur og starf föður míns Sigurðar Egils Ingimundarsonar fyrir bættum hag verkafólks og lífeyrisþegar var allt um lykjandi. Líklega hef ég þannig fengið stéttarvitundina og jafnaðarmennskuna með móðurmjólkinni ef svo má að orði komast. Ég hef alla tíð verið pólitísk og mun líklega verða.
Þegar þú tókst við embætti forsætisráðherra á Íslandi, fannstu fyrir aukinni pressu sem fyrsta konan til að gegna því embætti? Já, á því er
með öðrum hætti en gert var í fordæmalausu aðstæðum og verkefnum liðins kjörtímabils, en slíkar vangaveltur eru í raun til lítils. Ég hef allan tíman lagt mig alla fram og valið þær leiðir sem ég taldi bestar fyrir land og þjóð og í samræmi við mína bestu samvisku. Árangurinn liggur nú fyrir og ég sé ekki eftir að hafa tekið slaginn.
Í 35 ár hefur líf þitt verið helgað pólitíkinni, nú fer þessu kjörtímabili senn að ljúka, hvað tekur við? Það er enn óráðið, en ég kvíði því í engu enda framtíðin full af tækifærum og spennandi verkefnum svo lengi sem mér endist heilsan. Til að byrja með mun ég nú einbeita mér að
fjölskyldunni sem ég hef lítið séð af síðustu árin.
Þegar þú stígur frá stjórnmálum, fyrir hvað viltu helst láta minnast þín? Ég hef ekki velt því fyrir mér... Ætli það sé ekki helst að hafa verið trú þeim hugsjónum jafnaðarstefnunnar sem ég hef svo lengi barist fyrir.
Hvaða ráðleggingar gæfir þú ungu fólki sem stefnir á þingmennsku í dag? Það á enginn að stefna á þingmennsku, en finni menn hjá sér þörfina og viljann til að berjast fyrir framgangi góðra mála, þá eigum við öll að vera reiðubúin að leggja okkar af
mörkum. Þáttaka í stjórnmálastarfi er gríðarlega mikilvæg fyrir framþróun samfélagsins og hvort sem maður leggur slíku starfi lið með þingmennsku eða með öðrum hætti, þá skiptir öllu máli að vera trúr sjálfum sér og þeim hugsjónum sem maður ber í brjósti. Þingmennska er ekki og má aldrei verða venjulegt starf sem einstaklingar stefna á eða halda í sjálfs síns vegna. Þingmennska, ráðherradómur eða önnur störf stjórnmálamanna eru fyrst og síðast tæki og tækifæri til að leggja góðum verkefnum og góðum hugmyndum lið og slík tækifæri verða menn að nýta vel ef þau gefast.
4 | ÍSLENSKA LEIÐIN 2013
Kosningahugurinn gerður upp
ÍSLENSKA LEIÐIN FÓR Á STÚFANA OG ATHUGAÐI HVORT STÚDENTAR HEFÐU ÁKVEÐIÐ HVAÐ ÞEIR ÆTLA AÐ KJÓSA Í VOR.
Nanna Elísa
22 ára lögfræðinemi
,,Akkúrat núna finnst mér flest framboðin frekar óspennandi en ég á eftir að kynna mér þetta betur.”
Margrét Berg Sverrisdóttir
23 ára lögfræðinemi
,,Ég hef hingað til alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn og mun líklega kjósa hann aftur en það verður ekki með jafn mikilli gleði og áður.”
Gylfi Þór
23
ára hagfræðinemi
,,Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn því mér finnst hin framboðin ekki vera nógu góð.”
Davíð Fjölnir Ármannsson
31 árs umhverfis- og auðlindafræðinemi
,,Ég hef ekki gert upp hug minn. Ég er tilbúinn til að skoða ný framboð og mun líta sérstaklega til umhverfisstefnu flokkanna.”
Friðjón Örn 25 ára stjórnmalafræðinemi ,,Ég er ekki flokksbundinn en er búinn að ákveða hvað ég kýs og ætla að kjósa rétt.”
Baldvin Baldvinsson
23 ára sálfræðinemi
,,Ég hef ekki skoðað þetta neitt svo það er allt opið.”
Ólafur Ingibergsson
33 ára þjóðfræðinemi
,,Það eina sem ég get sagt með fullri vissu er að ég mun aldrei kjósa Sjálfstæðisflokk, aldrei Framsókn og aldrei Hægri Græna.”
Jóna Elísabet Ottesen
32 ára nemi í hagnýtri menningarmiðlun ,,Ég ætla að kjósa Bjarta Framtíð, list vel á eitthvað nýtt og ferskt.”
KOSNINGAR 2013 ÍSLENSKA LEIÐIN 2013 | 5
Erkióvinir ráðleggja kjósendum
Hvað myndir þú ráðleggja fólki að gera sem hefur ekki gert upp hug sinn fyrir Alþingiskosningarnar í vor en vill taka upplýsta ákvörðun?
Ég myndi ráðleggja fólki að kynna sér árangur núverandi ríkisstjórnar og leggja mat á hvort umsagnir um hana séu sanngjarnar. Síðan er auðvitað að skoða það sem stendur til boða nú. Fólk á að hafa í huga að það var frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins sem leiddi þjóðina afvega á tímabilinu frá um 1995 til 2008. Sú stefna sigldi Íslandi inn í stærsta bóluhagkerfi sögunnar og svo í stærsta hrun sögunnar. Það er ekkert smá mál engin smá mistök. Svo á fólk að spyrja að hvaða leyti hefur Sjálfstæðiflokkurinn skipt um stefnu? Mér sýnist hann í engu hafa breytt um kúrs. Þeir sækja vúdú hagfræðina og auðmannadekrið til Hannesar Hólmsteins sem aldrei fyrr og bjóða enn stærri skammt af þessari snákaolíu en fyrr. Er það trúverðugt?
Svo er Framsókn á mikilli siglingu núna. Fólk virðist trúa því að hún muni bæta hag heimilanna með fastri áherslu á skuldaniðurfellingu. Framsókn gerðist of höll undir frjálshyggju Sjálfstæðismanna á árum Davíðs og Halldórs og tengdust talsverðri fjármálaspillingu þá. Nú er ný forysta og fleira nýtt fólk. Kannski vill fólk láta reyna á hvort þau skili kjarabótum. Það er ekki fráleit afstaða miðað við aðstæður, þó fortíðin og fjármálaöflin sem standa á bak við flokkinn hræði óneitanlega.
Svo eru nýju framboðin. Ég er svolítið skotinn í Bjartri framtíð. Mér finnst þau með áhugaverða öðruvísi nálgun á pólitík og geðþekka miðjustefnu. Mér hugnast það líka vel að þau vilja klára aðildarviðræðurnar við ESB til að sjá hvað kemur út úr því og leyfa þjóðinni svo að taka upplýsta ákvörðun. Svo finnst mér Guðmundur Steingrímsson sérstaklega geðþekkur forystumaður. Faðir hans var vel þokkaður leiðtogi Framsóknarflokksins á sini tíð og að mörgu leyti farsæll stjórnmálamaður.
Ég held að önnur ný framboð muni ekki komast á skrið, nema helst Lýðræðisvaktin. Þar mun væntanlega ráða miklu hvernig til tekst við uppstillingu á framboðslistum. Það á eftir að koma í ljós. Mér skilst að ungt fólk hafi einhvern áhuga á Pírötum, en það er held ég einkum leið til að sóa atkvæði sínu.
Þetta kallar allt á svolitla stúdíu, en ef menn vilja taka upplýsta ákvörðun um örlög atkvæðis síns þá kallar það á vinnu. Stjórnmálafræðinemar eiga að
Kannski væri það verðugt verkefni fyrir stjórnmálafræðinema að taka saman hlutlaust skýrt yfirlit um einkenni allra framboðanna og stefnumálanna sem verða í boði fyrir kosningarnar í vor. Þannig gætuð þið eflt ykkar eigin upplýstu ákvörðun og hjálpað öðrum kjósendum í leiðinni.
öðrum
Hvort telur þú að það sé betra eða verra að hafa færri og aðgreindari flokka eða fleiri og líkari?
Frá sjónarhóli markaðsfræðanna eru fleiri og sérhæfðari framboð líklegri til að koma betur til móts við fjölbreyttar skoðanir kjósenda. Þá aukast líkurnar á að einstakir kjósendur geti fundið sér "klæðskerasaumað" framboð til að velja! Þetta er hins vegar ekki eina sjónarmiðið, því fámennisframboð skipta engu máli þegar á hólminn er komið. Ef þau ná ekki 5% markinu þá detta atkvæði þeim greidd í reynd niður dauð. Tveir alltumlykjandi flokkar, eins og er í Bandaríkjunum og lengi var í Bretlandi (hægri og vinstri valkostir) ná yfir megin áherslumun fólks, en eru svolítið eins og fjöldaframleiðsluverksmiðjur eða loðnubræðslur. Taka oft lítið tillit til sérmála. Örfá framboð til viðbótar geta mætt slíku, eins og t.d. VG gerir hér á landi, þjóna vel ákveðinni og mikilvægri sérvisku, eins og á sviði umhverfisverndarmála og femínisma. Samt á fólk líka að hugsa sem svo að hægt er að vinna sérmálum fylgi innan stærri framboðanna. Án stærðar ná menn engum áhrifum í fulltrúalýðræðinu. Þess vegna er mikilvægt að hafa stóra flokka og menn eiga að forðast að sundra fólki
sem hefur sömu lífsskoðun í megindráttum. Það dregur á möguleikum á að hafa áhrif og þá er til lítils unnið.
Heldur þú að kosningaþátttaka í ár verði frábrugðin kosningaþátttöku fyrri ára?
Ég myndi spá því að kosningaþátttaka verði lítillega minni en áður.
Hver er þín persónulega spá fyrir útkomu kosninganna í vor?
Þetta er stærsta spurningin! Ég held að það sé enn mikil óvissa um útkomur. Fylgið er almennt mjög laust og reikult. Það er ein af afleiðingum þess tapaða trausts sem kom með hruninu. Það vekur auðvitað mikla athygli nú hversu illa gengur hjá Sjálfstæðisflokknum og velgengni Framsóknar að sama skapi vekur athygli. Ég býst við að stjórnarflokkarnir muni rétta hlut sinn eitthvað frá núverandi könnunum en tapa þó miklu frá síðustu kosningum, sem voru þeim óvenju hagstæðar. Stjórnarflokkarnir munu líða fyrir það að enginn getur verið ánægður með kjör sín í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar, jafnvel þó þau hafi náð þokkalegum árangri við endurreisnina og hreingerninguna ekki síst miðað við aðrar kreppuþjóðir. Ég hélt um tíma að Björt framtíð gæti endurtekið leik Besta flokksins í Reykjavík og siglt upp í hæstu hæðir. Það er alls ekki útilokað að þau fái góða kosningu. Framsókn virðist þó vera að taka það svolítið frá þeim, en þetta gæti breyst. Svo er óvissa um Lýðræðisvaktina. Hún gæti sett strik í reikninginn. Óvissa er sem sagt enn mjög mikil.
vera
fremri í könnun valkostanna.
KOSNINGAR 2013
6 | ÍSLENSKA LEIÐIN 2013
STEFÁN ÓLAFSSON FÉLAGSFRÆÐIPRÓFESSOR
KOSNINGAR 2013
Nú líður senn að Alþingiskosningum og eru væntanlega margir kjósendur með valkvíða þar sem úrvalið hefur sjaldan verið jafnmikið. Íslenska leiðin fékk prófessoranna og andstæðurnar Hannes Hólmstein Gissurarson og Stefán Ólafsson til þess að ráðleggja kjósendum og spá fyrir um úrslit kosninganna.
eiga allir að greiða sama hlutfall af tekjum sínum í skatt yfir einhverju lágmarki.
Heldur þú að kosningaþátttaka í ár verði frábrugðin kosningaþátttöku fyrri ára?
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON STJÓRNMÁLAFRÆÐIPRÓFESSOR
Hvað myndir þú ráðleggja fólki að gera sem hefur ekki gert upp hug sinn fyrir Alþingiskosningarnar í vor en vill taka upplýsta ákvörðun?
Ég myndi ráðleggja því að kjósa annan hvorn stjórnarandstöðuflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ríkisstjórnin, sem nú situr, er hin versta, sem ég hef þekkt. Hún hóf feril sinn í skugga ofbeldis og óeirða og lét verða fyrstu verk sín að hrekja gamla stjórnmálaandstæðinga úr embættum (Davíð Oddsson) og jafnvel draga þá inn í réttarsal (Geir Haarde), sem er einsdæmi í Íslandssögunni. Hún kiknaði í hnjáliðunum fyrir framan útlendinga og gerði fráleitan samning við Breta og Hollendinga, sem hefði sett okkur í skuldafangelsi áratugum saman: Kostnaðurinn af Icesave samningnum, sem átti að keyra óséðan í gegnum þingið, hefði verið um 531 milljarðar. Hún tók lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem var hreinn óþarfi að taka, en vaxtakostnaðurinn nam um 30 milljörðum á ári. Hún afhenti erlendum vogunarsjóðum tvo af bönkunum á silfurfati, sem er óskiljanleg ákvörðun. Hún efndi til kosninga á stjórnlagaþing, sem Hæstiréttur dæmdi ógildar, en gaf síðan Hæstarétti langt nef með því að skipa sömu einstaklinga í svokallað stjórnlagaráð, og frá því fólki hefur komið óskýr óskalisti, sem á að neyða upp á þjóðina kortéri fyrir kosningar. Hún reynir að þröngva okkur inn í Evrópusambandið, þótt Vinstri grænir svíki með því sín kosningaloforð, á sama tíma og ESB er að glíma við stórkostlegan vanda, og hún
kallar aðlögunarferilinn „samningaviðræður“. Hér hefur enginn hagvöxtur verið frá bankahruninu (nema sýndarvöxtur vegna þess, að menn tóku út lífeyrissparnað og lengdu í lánum), en í öðrum Evrópulöndum, sem fengu jafnvondan skell, er nú að verða ör hagvöxtur, til dæmis í Eystrasaltsríkjunum. Og forsætisráðherrann getur ekki einu sinni farið rétt með fæðingarstað Jóns forseta.
Hvort telur þú að það sé betra eða verra að hafa færri og aðgreindari flokka eða fleiri og líkari?
Ég er þeirrar skoðunar, að best sé að hafa tveggja flokka kerfi eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá verður ábyrgð einstakra flokka skýrari. Þá eiga menn völ um tvo ólíka kosti, stjórn eða stjórnarandstöðu. Hlutfallskosningar virðast á yfirborðinu réttlátari. En markmið kosninga er í rauninni ekki að endurspegla þjóðarviljann, því að hann er ekki til nema sem hugtak í stjórnmáladeilum. Markmið kosninga er að draga valdamenn til ábyrgðar. Kjósendur eru spurðir á nokkurra ára fresti, hvort þeir vilji áfram þá valdamenn, sem þeir hafa. Lýðræði er umfram allt friðsamleg leið til að skipta um valdamenn, ef meiri hluti kjósenda eru óánægðir með þá. Aðalatriðið er, að menn geti búið við sömu réttindi, hvort sem þeir lenda í meiri hluta eða minni hluta. Það er til dæmis mikið ranglæti, ef skattamálum er svo fyrir komið, að meiri hluti kjósenda greiði engan tekjuskatt eða mjög lágan, en geti síðan ákveðið með afli atkvæða, að minni hlutinn greiði hlutfallslega miklu hærri skatta. Þá er meiri hlutinn að kúga minni hlutann. Menn
Það kæmi mér ekki á óvart, ef kosningaþátttakan yrði minni en venjulega. Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með stjórnmálin, en það er vegna þess, að þeir hafa ætlast til of mikils af þeim. Marx sagði, að frelsun verkalýðsstéttarinnar yrði að verða verk hennar sjálfrar. Á sama hátt verður frelsun hvers manns að verða verk hans sjálfs. Stjórnmálamenn geta ekki boðið okkur hamingju eða hagsæld. Það eru einstaklingarnir sjálfir, sem skapa hamingju sína eða hagsæld. Reynslan sýnir, að hagsældin helst í hendur við frelsið, svigrúm manna til athafna. Stjórnmálamenn gera best í að halda sér til hlés, ryðja úr vegi hindrunum fyrir því, að einstaklingarnir geti í frjálsum viðskiptum og samskiptum sínum bætt hag sín og sinna.
Hver er þín persónulega spá fyrir útkomu kosninganna í vor?
Ég held, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bæti báðir við sig fylgi frá því, sem var í kosningunum 2009. Ég yrði ekki hissa, þótt þeir fengju hvor um sig eitthvað í kringum 5–8% meira en þá, saman 10–15%. Stjórnarflokkarnir tveir, Svört fortíð, munu missa meiri hluta sinn, en ekki gjalda eins mikið afhroð og skoðanakannanir sýna. Gangnamönnum þeirra mun takast að draga marga sauði aftur inn í dilkana. Björt framtíð tekur eitthvað frá stjórnarflokkunum, þó meira frá Samfylkingunni. Aðrir flokkar fá lítið, held ég. En kosningar eru aðeins önnur lota baráttunnar. Hin er stjórnarmyndun. Þar er allt opið. Sjálfstæðisflokkurinn gæti hugsanlega myndað stjórn með Samfylkingunni eða með Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn gæti myndað stjórn með Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Jafnvel væri hugsanlegt, að allir vinstri flokkarnir myndi saman stjórn ásamt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í stjórnarandstöðu. Það gæti gerst, ef hann bætir ekki verulega við sig fylgi frá síðustu kosningum. Hið eina, sem kæmi mér verulega á óvart, væri, ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fengju ekki saman meiri hluta á þingi, þótt það merki alls ekki sjálfkrafa, að þeir fari saman í stjórn. Það væri hins vegar rökréttast. En ekki öfunda ég þá stjórn, sem þarf að taka við af þessari.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2013 | 7
Erfiðast að flytja til Kína
VIÐTAL VIÐ HJÁLMAR W. HANNESSON OG ÖNNU BIRGIS, SENDIHERRAHJÓN EFTIR BERGLINDI JÓNSDÓTTUR
Hjálmar W. Hannesson stjórnmálafræðingur hefur verið í utanríkisþjónustunni frá árinu 1976 og mun í byrjun sumars fara ásamt konu sinni Önnu Birgis til Kanada til þess að taka við stöðu aðalræðismanns Íslands í Winnipeg.
Berglind Jónsdóttir hitti Hjálmar og fór yfir störf hans sem sendiherra, hvað felst í starfinu og mikilvægi íslensku utanríkisþjónustunnar ásamt því að spjalla við Önnu um líf og störf sendiherrafrúarinnar.
Hjálmar hafði áhuga á námi í Bandaríkjunum og tvítugur flutti hann vestur um haf þar sem hann nam stjórnmálafræði við háskólann í Norður Karólínu í Chapel Hill. Hjálmar hafði áður lokið kennaraprófi og starfaði sem kennari í MR, í Kennaraskólanum og við Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum við HÍ eftir dvölina í Bandaríkjunum. Hann var síðar hvattur til þess að sækja um starf hjá utanríkisþjónustunni, hóf þar störf þrjátíu ára gamall og ári síðar var hann fluttur til Brussel þar sem hann gegndi stöðu sendiráðsritara í þrjú ár. Frá Brussel fór Hjálmar til Stokkhólms sem sendiráðunautur, var næst skipaður sendiherra í afvopnunar og mannréttindamálum, varð síðar sendiherra í Þýskalandi rétt áður en múrinn féll, setti á laggirnar fyrstu sendiráð Íslands bæði í Peking og Ottawa, var fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og tók síðar við stöðu sendiherra í Washington DC. Frá þessum sendiherrapóstum var hann jafnframt sendiherra í nærri 30 öðrum ríkjum, t.d. Páfaríkinu, Japan, Kúbu og Kóreu.
En hver skildu helstu störf sendiherra vera í íslensku sendiráði? „Í venjulegu sendiráði felst starfið aðallega í þremur þáttum, viðskiptamálum, menningu og pólitík. Viðskiptahlutinn snýr m.a. að aðstoð við að koma á viðskiptatengslum á milli Íslands og viðkomandi ríkis, í menningarhlutanum felast ýmsar uppákomur og mikil landkynningarstarfsemi og pólitíska hliðin er m.a. að sækja fundi fyrir hönd Íslands og koma stefnumálum landsins á framfæri við stjórnvöld annarra ríkja. Einnig er hluti starfsins borgaraþjónusta við Íslendinga í viðkomandi ríki, að heimsækja íslenska fanga, aðstoða
Við erum að gera mikið fyrir lítinn pening, ekki viljum við loka á SÞ, ekki lokum við í Brussel, hvað þá í Frakklandi, Þýskalandi eða í Bandaríkjunum þar sem er mikilvægt að viðhalda sterkum tengslum. Viljum við loka í Kína þar sem er annað stærsta hagkerfi heims eða viljum við loka á mikilvæg sambönd við Norðurlöndin?
ferðamenn sem lenda í vandræðum o.s.frv. Störf í fastanefndum eru annars eðlis og sérhæfðari.”
Hjálmar segist geta nefnt þrjá hápunkta ferils síns og einn þeirra sé að hafa verið í Þýskalandi þegar Berlínarmúrinn féll. ,,Ég varð sendiherra í Vestur Þýskalandi í september 1989 og múrinn fellur þarna tveimur mánuðum síðar. Það vildi svo til að á þessum tíma var sendiherrann í Moskvu farinn heim, en hann hafði séð um Austur Þýskaland. Og því fór það svo að ég varð einn þriggja erlendra sendiherra í Bonn sem varð jafnframt sendiherra í Austur Þýskalandi áður en það hvarf við sameininguna 3. okt. 1990. Svo það má segja að við sameinuðum þannig Þýskaland á undan Þjóðverjum!”
Annan hápunkt segir Hjálmar hafa verið að hafa tekið þátt í stofnun fyrsta íslenska sendiráðsins í Kína. ,,Það var mikill hörgull á heppilegu húsnæði í Peking á þessum tíma því þarna voru fyrrum Sovétlýðveldin öll og fleiri ný ríki nýbúin að opna sendiráð. Skrifstofan var því fyrstu sex vikurnar eftir opnun á Hilton hótelinu þar sem við gistum
í Peking. Það er auðvitað mikill tímamunur á Kína og Íslandi svo þegar ég var búinn að loka skrifstofunni í Kína á daginn þá fór ég að taka við erindum frá Íslandi og oft var vinnudagurinn frá hálfníu á morgnanna til miðnættis fyrsta hálfa árið. Þetta var heilmikil vinna en á sama tíma ótrúlega gaman og mikil upplifun. Að opna sendiráð Íslands í Ottawa, höfuðborg Kanada, var létt verk miðað við Peking.”
Hjálmar talar um að þriðji hápunktur ferils síns hafi verið þegar hann var sendur til New York árið 2003 til þess að vera fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann var tvisvar kjörinn einn af varaforsetum ECOSOC og eitt ár varaforseti allsherjaraþingsins. Mestur tími starfs hans í NY fór í að afla fylgis við framboð Íslands til Öryggisráðsins en framboðið var ákveðið árið 1998 af þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. „Þetta var gríðarlega spennandi og mikil vinna. Það voru tvö sæti sem þrjú ríki kepptust um, Tyrkland, Austurríki og Ísland. Tyrkir virtust líklegir til þess að komast inn í fyrstu umferð. Kosningarnar voru 17. október 2008 og við vorum búin að gera fullt af samningum við ríki um að styðja okkur. Við áttum mikla möguleika á því að komast inn en svo verður hrunið á Íslandi þann 6. október, ellefu dögum fyrir kosningarnar. Almennt er talið að það hafi gert það að verkum að Austurríki marði það að komast inn í fyrstu umferð.”
Hvað myndirðu segja að væri annars vegar það erfiðasta við starf sendiherra og hins vegar það skemmtilegasta?
„Ætli það erfiðasta séu ekki flutningarnir. Þeir geta verið afskaplega erfiðir fyrir fjölskyldur diplómata en eru á sama tíma mjög spennandi. Það skemmtilegasta við starfið er að hitta jákvætt og áhugavert fólk. Starfið snýst að miklu leyti um að umgangast fólk svo maður verður að hafa gaman af því til þess að geta sinnt starfinu vel.”
Síðustu ár hafa ýmsir talað um að sendiráðin séu óþörf og að peningum skattborgara væri betur varið annars staðar. Hvað myndir þú segja við þessu? ,,Auðvitað ber okkur að fara vel með peninga skattborgarans jafnt þarna sem annars staðar í
8 | ÍSLENSKA LEIÐIN 2013
„Ætli það erfiðasta séu ekki flutningarnir. Þeir geta verið afskaplega erfiðir fyrir fjölskyldur diplómata en eru á sama tíma mjög spennandi," segir Hjálmar W. Hannesson, aðalsræðimaður Íslands í Winnipeg.
Það er ekki vinnufólk á heimilinu nema að við kjósum það og þá borgum við þeirra laun úr eigin vasa.
ríkisrekstrinum en hefðbundin íslensk utanríkisþjónusta kostar aðeins um 0,5 til 0,7% af útgjöldum ríkisins á ári. Að halda úti utanríkisþjónustu
er mjög mikilvægt fyrir sjálfstætt ríki. Öll ríki heimsins, sama hversu smá, hafa einhverskonar utanríkisþjónustur. Þetta er nauðsynlegt til þess að geta verið í mikilvægum samskiptum við aðrar þjóðir m.a. á sviði viðskipta. Persónuleg tengsl koma ríkjunum alltaf til góða. Við erum að gera mikið fyrir lítinn pening, ekki viljum við loka á SÞ, ekki lokum við í Brussel, hvað þá í Frakklandi, Þýskalandi eða í Bandaríkjunum þar sem er mikilvægt að viðhalda sterkum tengslum. Viljum við loka í Kína þar sem er annað stærsta hagkerfi
Ég þurfti bara að sparka af mér háu hælunum og njóta þess sem landið hafði upp á að bjóða
heims eða viljum við loka á mikilvæg sambönd við Norðurlöndin? Ef við lokum sendiráði, til dæmis í Kanada, þá loka þeir hér á gagnkvæmnisgrundvelli.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2013 | 9
Það var búið að tengja fyrir okkur fína þvottavél sem henni leist ekki alveg nógu vel á og með aðstoð bílstjórans, sem talaði góða ensku, kom í ljós að hún óskaði eftir því að keypt yrði þvottabretti! Henni fannst þvottavélin hreinlega ekki þvo nógu vel og var vön að þvo á þvottabretti svo það var auðvitað keypt í snatri.
Þá færi nú lítið fyrir sparnaði og yrði jafnvel tap fyrir íslenska hagkerfið í heild.”
Aðspurður segir Hjálmar að fyrir þá stjórnmálafræðinema sem hafa áhuga á diplómatastarfinu sé mikilvægt að hafa reynslu í farteskinu.
„Fyrst og fremst þarf að hafa a.m.k. masterspróf, helst í einhverju tengdu alþjóðastjórnmálum og skrifa góða mastersritgerð um eitthvað tengt Íslandi og umheiminum. Til að öðlast reynslu væri sniðugt að sækja um starfsnám í utanríkisráðuneytinu eða hjá alþjóðastofnunum, því meiri reynsla, því betra.”
Hjálmar og kona hans Anna, fagna nú í apríl 47 ára brúðkaupsafmæli sínu og hefur Anna sinnt sendiherrafrúarstarfinu af miklum áhuga.
Hún segir að flestar íslenskar sendiherrafrúr vinni heilmikið og þetta snúist auðvitað mikið um samstarf hjónanna. Ríkið fái í raun “tvo fyrir einn”.
,,Það er ekki ætlast til þess að við (sendiherrafrúr) vinnum úti og það myndi alls ekki ganga í mörgum löndum, til dæmis í Bandaríkjunum, vegna atvinnuleyfis og þess háttar.”
Er alltaf vinnufólk sem sinnir heimilinu í sendiráðsbústöðum?
,,Nei, það er ekki vinnufólk á heimilinu nema að við kjósum það og þá borgum við þeirra laun úr eigin vasa. Stundum er það þannig, til dæmis eins og í Washington, að þá höfðu fyrrum sendiherrahjónin verið með konu í vinnu á heimilinu og við héldum henni þegar við tókum við. Þar er mikið um heimsóknir og gott að vera með hjálp en
ein af skyldum sendiherra er að halda móttökur og matarboð í sendiherrabústöðunum.”
Anna hefur alls ekki setið aðgerðalaus sem sendiherrafrú og hefur alltaf tekið virkan þátt í margskonar félagsstörfum. Í New York t.d. stofnaði hún ásamt fleiri eiginkonum diplómata félagið UN Women for Peace sem hefur styrkt konur til mastersnáms við friðarháskólann í Costa Rica. ,,Við vildum vekja fólk til umhugsunar á stöðu kvenna í heiminum. Við héldum góðgerðaviðburði eins og tíðkast í NY, meðal annars stóra menningarveislu í allsherjarþingssalnum þar sem peningum var safnað. Fyrsta árið styrktum við fjórar konur til náms og höfum nú styrkt alls tólf konur frá stofnun félagsins.” Anna var fyrsti formaður félagsins og situr enn í stjórn þess. Á Stokkhólmsárunum var Anna formaður félags diplómatakvenna, svo fátt eitt sé nefnt.
Beðin að rifja upp eftirminnileg og skemmtileg dæmi úr lífi sendiherrafrúarinnar segir Anna að sem betur fer sé svo margt skemmtilegt við þetta starf.
,,Ég hef haft mjög mikla ánægju af dvöl okkar, á öllum þeim stöðum sem við höfum verið á, en Kína var örugglega mesta upplifunin, en um leið var erfiðast að flytja þangað. Þar er mikil mengun og óhreinindi sem við á Íslandi erum ekki vön en ég þurfti bara að sparka af mér háu hælunum og njóta þess sem landið hafði upp á að bjóða. Ég slóst í hóp með konum sem hjóluðu reglulega um Peking og þannig kynntist ég borginni á mjög skemmtilegan hátt. Ætli ein skemmtilegasta sagan sé ekki frá því við vorum í Peking, en þá var kona sem kom til okkar og sá um þvottinn ásamt öðru. Það var búið að tengja fyrir okkur fína þvottavél sem henni leist ekki alveg nógu vel á og með aðstoð bílstjórans, sem talaði góða ensku, kom í ljós að hún óskaði eftir því að keypt yrði þvottabretti! Henni fannst þvottavélin hreinlega ekki þvo nógu vel og var vön að þvo á þvottabretti svo það var auðvitað keypt í snatri.”
Íslenska leiðin þakkar hjónunum Hjálmari og Önnu fyrir viðtalið og óskar þeim velfarnaðar í Winnipeg.
Hjálmar og Anna ásamt Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og konu hans Michelle Obama.
Brandenburg 10 | ÍSLENSKA LEIÐIN 2013
Brandenburg
Stjórnmálafræðingar í atvinnulífinu
LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR HAFÐI SAMBAND VIÐ STJÓRNMÁLAFRÆÐINGA
GÍSLI MARTEINN BALDURSSON
Borgarfulltrúi í Reykjavík
Hvenær útskrifaðist þú úr stjórnmálafræði? 2008, eftir langt hlé. Ég var „næstum því” búinn þegar ég fékk vinnu hjá Sjónvarpinu 1997, og hið stutta hlé sem ég ætlaði að taka mér varð að 10 árum.
Hvernig hefur stjórnmálafræðimenntun hjálpað þér á þínum starfsvettvangi? Ég man eftir nokkrum mjög praktískum kúrsum, t.d. um Evrópumál, stjórnmálahagfræði og ýmislegt annað sem oft nýtist enn þann dag í dag. Svo eru það kúrsarnir sem koma í veg fyrir að maður geri sig að fífli í almennri þekkingu á stjórnmálasögu landsins. Þá varð ég fyrir miklum áhrifum af þeirri stjórnmálaheimspeki sem Hannes Hólmsteinn kenndi og var þá einn vinsælasti kúrsinn í náminu. Maður sér alltaf betur og betur hvað kenningar Platós og gömlu meistaranna eru stórkostlegar og geta ennþá kennt manni margt.
Hvað fannst þér eftirminnilegast úr náminu? Ætli ég segi ekki bara kennararnir, skemmtilegustu kennslubækurnar, stemmningin í Odda og
ERLA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR
Markaðsstjóri Handpoint
Hvenær útskrifaðist þú úr Stjórnmálafræði? Ég útskrifaðist með BA gráðu árið 2004 og MPA gráðu í stjórnsýslufræðum 2012.
Hvernig hefur stjórnmálafræðimenntun hjálpað þér á þínum starfsvettvangi? Stjórnmálafræðin hefur nýst mér mjög vel í mínum störfum, bæði aðferðarfræðin sem mikil áhersla var lögð á þegar ég var í námi hefur reynst mikilvæg í starfi mínu sem markaðsstjóri og þekkingin á stjórnkerfinu hefur komið sér vel þegar ég hef setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Hvað fannst þér eftirminnilegast úr náminu? Þetta var svo frábær tími að það er erfitt að gera upp á milli en það var alltaf gaman að fara í tíma þar sem að kennararnir voru algerlega frábærir. Starf
vísindaferðirnar! Annars fór ég fljótlega í Vöku og megnið af tímanum fór í það sem kalla má praktíska stjórnmálafræði á vettvangi stúdentaráðs.
Hver er uppáhalds pólitíkusinn þinn og hvers vegna? Ég sé það alltaf betur og betur hvað fólk fer í stjórnmál af ólíkum ástæðum. Ég kann mjög að meta stjórnmálamenn úr öllum flokkum sem hafa eitthvað greinilegt erindi, eða hugmyndir um það hvernig þjóðfélagið eða borgin gæti verið betra. Slíkir stjórnmálamenn eru í uppáhaldi hjá mér, jafnvel þótt ég sé ekkert endilega sammála stefnu þeirra. Allt of margir eru í stjórnmálum valdanna vegna. Slíkir menn eru stundum kallaðir “sleipir” eða “pólitískir refir” og stundum er jafnvel talað um þessa eiginleika af nokkurri virðingu (þeir sem hafa séð House of Cards vita hvers konar stjórnmálamenn ég er að meina). Ég ber enga virðingu fyrir slíku. Ég
mitt sem formaður Politica var dýrmæt og skemmtileg reynsla og það er mér minnisstætt þegar við stofnuðum Forum Politica og Íslenska leiðin var gefin út í fyrsta skipti og það er virkilega gaman að sjá að þetta tvennt lifir enn góðu lífi.
Hver er uppáhalds pólitíkusinn þinn og hvers vegna? Einu sinni var það Davíð Oddsson, hann var frábær leiðtogi á sínum tíma, skemmtilegur og útsjónasamur. Nú eru það hins vegar konurnar sem eiga sviðið að mínu mati Hillary Clinton, Angela Merkel og Hanna Birna Kristjánsdóttir (stjórnmálafræðingur). Þær hafa allar látið taka til sín á vettvangi stjórnmálanna og eiga það sammerkt að vera ástríðufullar, hugrakkar, staðfastar og samkvæmar sjálfum sér. Ég fíla það!
BENEDIKT VALSSON
Hraðfréttamaður í Kastljósi Rúv Hvenær útskrifaðist þú úr stjórnmálafræði? Ég er enn óútskrifaður. Tók mér ársleyfi vegna vinnu en á smotterí eftir.
Hvernig hefur stjórnmálafræðimenntun hjálpað þér á þínum starfsvettvangi? Innan fjölmiðlageirans þarf maður að vera vakandi fyrir því sem er í gangi í samfélaginu. Það er því afar mikilvægt að vita hvernig stjórnkerfið fúnkerar. Þó ég starfi við annars konar fréttaöflun en gengur og gerist þá þarf maður alltaf vera á tánum.
Hvað fannst þér eftirminnilegast úr náminu? Tímarnir hjá Hannesi Hólmsteini, þar var engin lognmolla.
ætla nú ekkert að nefna nein nöfn hérna heima, því þetta eru vinnufélagar mínir.
En af útlendum stjórnmálamönnum sem mér finnst standa sig vel, get ég nefnt Boris Johnson borgarstjóra Lundúna. Hann er að gera Lundúni að betri borg með því að minnka bílaumferð, stækka svæðin fyrir gangandi, hjólandi, standandi, sitjandi, talandi eða syngjandi og með því gerir hann borgina skemmtilegri og öruggari. Allt hlutir sem við viljum gera hér í Reykjavík líka.
Hvað er draumastarfið þitt? Borgarfulltrúi í Reykjavík. Ég er ekki að djóka. Besta starf í heimi ef maður hefur áhuga á borgarmálum.
Hefurðu einhver ráð fyrir núverandi stjórnmálafræðinema? Ég veit nú ekki hvað Ólafi Þ. Harðarsyni finndist um það að ég væri að gefa ykkur ráð! Jæja, ætli ég segi ekki bara að best sé að lesa góðu kennslubækurnar, hlusta vel á góðu kennarana því þeir hafa margt gott að segja. En umfram allt að njóta vel þeirra forréttinda sem okkur eru veitt með því að hafa hér (næstum) ókeypis háskóla á háu plani. Ekki taka því sem sjálfsögðum hlut.
Hvað er draumastarfið þitt? Ég er alltaf í draumastarfinu mínu hverju sinni. Ég markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækis og það starf hefur reynst virkilega skemmtilegt og krefjandi. Við erum á kafi í nýsköpun og það er mjög gaman að vera þátttakandi í að breyta því hvernig fólk tekur við kortagreiðslum.
Hefurðu einhver ráð fyrir núverandi stjórnmálafræðinema? Njóta þess að læra stjórnmálafræði því þetta skemmtilega tímabil tekur enda. Ég myndi leggja áherslu á að kynnast samnemendum og kennurum vel því það eru ekki síður tengslin og fólkið sem maður kynnist sem er dýrmætt að námi loknu. Já og mig langar til að hvetja stjórnmálafræðinema til að taka þátt í félagslífinu það var dýrmæt reynsla fyrir mig sé ég bý enn að.
Hver er uppáhalds pólitíkusinn þinn og hvers vegna? Álfheiður Ingadóttir er í sérstöku uppáhaldi, þá aðallega vegna þess að hún auglýsti Hraðfréttir í ræðustól Alþingis. Annars hef ég mjög gaman af Kötu Jak, hún er svo létt í lund eitthvað.
Hvað er draumastarfið þitt? Að vinna í sjónvarpi hefur alltaf verið draumur og þar er ég.
Hefurðu einhver ráð fyrir núverandi stjórnmálafræðinema? Ég mæli ekkert með því að fara í svona leyfi, nema rík ástæða sé til.
12 | ÍSLENSKA LEIÐIN 2013
STJÓRN POLITICA 2012-2013
FÉLAGSLÍF POLITICA 2012-2013
Aðalfundur Politica 2013 verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl. Þar verður ný stjórn Politica kosin. Kosið verður í eftirfarandi stöður: formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritstjóri, meðstjórnandi, skemmtanastjóri, hagsmunafulltrúi og alþjóðafulltrúi. Frambjóðendur eru hvattir til að kynna sér lög Politica á heimasíðu okkar. Framboð skal senda á politica@hi.is og er framboðsfrestur fram að kosningum.
Frá vinstri: Kristín alþjóðafulltrúi, Berglind ritstjóri, Brynjar meðstjórnandi, Lilja nýnemafulltrúi, Ásta hagsmunafulltrúi 2. og 3. árs, Einar formaður, Bryndís gjaldkeri, Rósanna varaformaður og Viktoría skemmtanastýra.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2013 | 13
Vinalega þjóðin
Í fréttum nýlega kom fram að Ísland væri vinalegasta þjóðin í garð erlendra ferðamanna, Íslendingar bjóði ferðamenn velkomna með mikilli vinsemd og hjálpfýsi og virðast alltaf vera tilbúnir að skemmta sér vel með ferðamönnum á skemmtistöðum miðborgarinnar. En þar sem innflytjendamál hafa verið ofarlega í huga mínum seinustu árin vakti þessi frétt athygli mína og fékk mig til þess að hugsa hver raunveruleg afstaða Íslendinga er gagnvart útlendingum. Er þessi vinsemd Íslendinga í garð útlendinga raunveruleg eða erum við einungis tækifærasinnar sem reyna að hirða hverja krónu sem ferðamenn hafa? Aldrei hef ég heyrt né lesið frétt um hversu samvinnu eða hjálpfúsir Íslendingar eru í garð innflytjenda. Eru ferðamenn og innflytjendur svona ólíkir?
Samkvæmt tölum Hagstofu árið 2010 voru 26.171 innflytjandi á Íslandi sem mynda 8,2% heildaríbúafjölda Íslands. Á góðæristímanum komu hingað fjölskyldur í leit að betri launum og betra lífi á Íslandi og Íslendingum fannst það ágætt þar sem þessar fjölskyldur voru reiðubúnar til þess að vinna þau störf sem Íslendingar vildu ekki sinna. En viðhorf Íslendinga virðist enn einkennast af íhaldssemi,
fíf
vantrausti og einangrunarhyggju. Börn innflytjenda virðast verða fyrir aðkasti í skólum, innflytjendur ná oft ekki að tengjast hinu þétta samfélagi Íslendinga, Íslendingar eru óhræddir að finna að íslenskukunnáttu innflytjenda og við virðumst vera gædd einstökum hæfileikum til að alhæfa um innflytjendur, þeir séu allir glæpamenn eða öfgafullir múslimar. Á sama tíma og Íslendingar lofsyngja fjölmenningarlegar stórborgir á borð við New York og London og fjalla iðulega um frábæra erlenda veitingastaði þá virðast þeir ekki sjá mikinn hag í því að taka á móti stórum hópi innflytjenda nema auðvitað þegar við þurfum að reisa stíflur. Ég kenni mikilli fáfræði um þetta vandamál okkar, t.d. hvað varðar trúmál. Íslendingar virðast almennt hræddir við byggingu mosku í Reykjavík, kristileg gildi skulu vera í hávegum höfð og Þjóðkirkjan skal vernda menningu okkar. Umræðan um Evrópusambandsaðild einkennist einnig af hræðslu við útlendinga og einangrunahyggju. Svo virðist vera að við inngöngu Íslands inn í Evrópusambandið myndu hingað flykkjast útlendingar í stjarnfræðilegu magni og eyðileggja menningu okkar, tungumál og hirða af
okkur auðlindirnar. Útlenska yrði móðurmálið og hinir varnarlausu Íslendingar myndu fljótlega verða undirokar erlendra stórþjóða. Eitt allsherjar samsæri. Mér dytti ekki í hug að dreifa hér áróðri um hina mörgu kosti Evrópusambandsins en afstaða Íslendinga gagnvart útlendingum verður að breytast.
Fjölmenningarlegt samfélag sem sýnir hæfni til aðlögunar að breyttum aðstæðum er betur sett til þess að bjóða íbúum sínum betri lífskjör en önnur. Íslendingar myndu óumdeilanlega hagnast á frekari aðkomu innflytjenda þar sem þeir bera með sér venjur, siði og þekkingu sem myndu lífga upp á tilveru Íslendinga og skapa fjölbreytni. Fjölmenningarlegt samfélag stuðlar að mun meira umburðarlyndi og upprætir fáfræði og kynþáttahyggju. Minnumst þess að án utanaðkomandi hjálpar myndum við aldrei ganga í þeim fötum sem við notum, borða þann mat sem við borðum eða njóta góðs af þeirri tækni sem einmitt útlendingar hafa skapað. Í samanburði við þá verðum við alltaf litlu eyjaskeggjarnir sem þurfa á hjálp að halda. Innflytjendur eru komnir til að vera og vinna að þvíað skapa gott samfélag fyrir alla en ferðamennirnir koma og fara. Hverjir eru mikilvægari?
Ef þú ert félagsvísindamaður: Þá getum við aðstoðað með:
F élagsfræðingur S tjórnmálafræðingur H eimspekingur A fbrotafræðingur M annfræðingur Þ jóðfræðingur Þ róunarfræðingur S afnafræðingur T rúfræðingur F ötlunarfræðingur
K jarasamninga R áðningarsamninga R éttindavörslu S júkrasjóði O rlofssjóð S tarfsmenntasjóð K jararannsóknir S tarfsþróunarsetur H agsmunagæslu V innumarkaðsráðgjöf L ögfræðiráðgjöf
Stéttarfélag allra félagsvísindamanna
Félag íslenskra félagsvísindamanna - www.bhm.is/fif - s:581 2720
VIÐHORF 14 | ÍSLENSKA LEIÐIN 2013
Viktor Stefánsson
Being a foreign student at the Political Science Department
EFTIR LILJU KRISTÍNU BIRGISDÓTTUR OG BERGLINDI JÓNSDÓTTUR
Joseph Boer is a 20 year old exchange student from Canada who currently studies Political Science at the University of Iceland. We asked Joseph a few questions about his expe rience as a foreign student in Iceland.
What was it that made you decide to study in Iceland? “In the summer of 2008, I came to Iceland on vacation with my family. I immediately fell in love with the country. I was captivated by Iceland’s unique culture and the beautiful landscape. I’ll nev er forget seeing the bright sky from my hotel room at 3 in the morning. Since then, I’ve always known I wanted to return to Iceland someday. As soon as I had the chance to come here on exchange, I jumped on the opportunity.”
Why did you pick political science? “At my home university, my major is in International Studies, so it was natural for me to take political science courses on exchange here. I believe it’s important, as a Ca nadian citizen, to follow politics in my country, as it directly affects my life. I also enjoy learning about political events in other countries because I have a keen interest in travelling, and politics helps me un derstand what happens in other parts of the world.”
Do you think that the teaching differs a lot from your home University? If yes, in what way ? “Gener ally, I find that courses here are of the same quality as my courses back home. However, I have an ad vantage in the English classes here, since I’m a na tive English speaker. Back home, I take many of my courses in French, my second language, so to speak
saw were incredibly beautiful. I'm also happy I’ve been able to see the northern lights. I never saw them before coming to Iceland, but seeing the northern lights is an unforgettable experience.”
What is the weirdest thing you‘ve come across
how strange the pig looks!”
Do you believe that your stay in Iceland will benefit you in some way in the future? “My time in Iceland has already transformed my life. Before I came here, I was unsure if I would be able to cope
SÍMI 58 12 3 4 5 WW W D OMINOS IS D OMINO ’S A P P PANTAÐU MEÐ APPI EÐA Á NETINU VIÐNOTUMEINGÖNGU OST ÍSLENSKAN 100% ÍSLENSKA LEIÐIN 2013 | 15
Boer says he immediately fell in love with Iceland while on holiday here in 2008.
Ferðadagbók alþjóðafulltrúa
Námsferð til Bandaríkjanna í mars 2013
Eftir Kristínu Arnórsdóttur, alþjóðafulltrúa Politica
Eins og margur veit stendur stjórnmálafræðinemum á 2. og 3. ári í grunnnámi til boða að fara í námsferð á vorönn. Ef áhugi er fyrir námsferð meðal nemenda er kosið á milli áfangastaðanna Brussel í Belgíu og New York og Washington í Bandaríkjunum. Það varð ljóst nokkuð snemma að meiri áhugi var fyrir Bandaríkjunum meðal nemenda, og því var stefnan sett vestur um haf strax í október á seinasta ári. Þá tók við margra mánaða skipulags og fjáröflunarverkefni nemendahópsins og má segja að undirbúningsvinnan sem nemendur stóðu að hafi gengið einstaklega vel upp.
Alls fóru 25 nemendur í ferðina, en auk þeirra fengum við Jón Gunnar Ólafsson, aðjúnkt í stjórnmálafræðideild og alhliða snilling, með okkur í ferðina sem kennara fagsins. Það var mikið happ fyrir námsferðalanganna að fá Jón Gunnar í þetta verkefni, enda stóð hann fyrir meirihluta þeirra heimsókna sem hópnum bauðst að sækja.
Flogið var til New York frá Keflavík, föstudaginn 1. mars síðastliðinn. Hópurinn hittist á Leifi Eiríks, en þar skiptust nemendur á að aðvara hvorn annan um stranga landamæraverði á flugvöllum í Bandaríkjunum. Sem betur fer lenti þó enginn í vandræðum þegar út var komið, fyrir utan alþjóðafulltrúann sem fékk leiðinlega ræðu um fingraskannann frá einum landamæraverðinum.
Því næst safnaðist hópurinn saman í tveimur glæsikerrum sem fluttu þá að forláta hóteli í efra vestur hverfinu (Upper West side) í New York. Eftir að allir höfðu komið sér fyrir fór hópurinn saman út að borða á veitingastaðnum El Malecón, sem matreiðir rétti frá Dómeníska lýðveldinu. Það má segja að maturinn hafi komið flestum að óvart þar sem nánast enginn vissi hvað hann var að panta.
Laugardagurinn var svo mest megnis frídagur, fyrir utan heimsókn í NYU (New York University) þar sem nemendur í stjórnmálafræðideild skólans tóku á móti okkur og fræddu okkur um bandarísk stjórnmál og kosningar. Nemendurnir áttu það sameiginlegt að hafa unnið á kosningaskrifstofu fyrir forsetaframbjóðanda fyrir kosningarnar 2012. Eftir hringumræður með nemendunum í skólanum fóru þau með okkur á matsölustaðinn Amity Hall þar sem námsferðalöngum gafst kostur á að taka þau eintali um hin ýmsu málefni.
Á mánudagsmorgni mættu nemendur svo hressir í morgunmat eftir annan frídag í stóra eplinu. Því miður var morgunmaturinn á hótelinu ekki upp á marga fiska en það spilti þó ekki eftirvæntingu hópsins fyrir heimsóknum dagsins. Byrjað var á ferð í Sameinuðu þjóðirnar þar sem okkur var skipt í tvo hópa sem fékk hver sinn leiðsögumann. Það var ys og þys í aðalbyggingunni útaf árlegri kvennaráðstefnu sem byrjaði á sama degi. Allsstaðar mátti sjá konur í fallegum þjóðbúningum og aðalþingsalurinn var þétt setinn af fulltrúum landanna.
Eftir heimsóknina lá leið okkar til fulltrúa í
Maltnesku riddarareglunni (Sovereign Military Order of Malta) sem bauð okkur í heimsókn á sendiskrifstofu sína og ræddi við okkur um starfsemi reglunnar. Því næst flýtti hópurinn sér á Time Square í hjarta borgarinnar þar sem við áttum bókaða heimsókn til ritsjórans Toni Reinhold hjá Reuters. Dagurinn endaði svo á heimsókn á skrifstofu fastanefndar Íslands hjá Sameinuðuðu þjóðunum.
Þriðjudagurinn var svo seinasti dagur nemenda í New York. Dagurinn byrjaði á heimsókn í skemmtileg grasrótar hagsmunasamtök sem kallast NYPRIG (New York Public Interest Research Group). Samtökin vinna meðal annars að því að hvetja nemendur og ungt fólk í Bandaríkjunum til að skrá sig á kosningaskrá (þess má geta að Barack Obama er fyrrverandi meðlimur samtakana). Seinni heimsóknin var svo hringborðsumræða með Dr. Cörlu Ann Robbins hjá Council on Foreign Relations. Eftir heimsóknina tóku nemendur svo rútur til Washington DC en þar kom hópurinn sér fyrir á hefðbundnu farfuglaheimili (Youth Hostel).
Miðvikudagsmorguninn í Washington var heldur dauflegur. Veðurspáin gerði ráð fyrir snjóstormi í borginni (Snow Storm Saturn) og því var nánast allt lokað og enginn á ferð nema hópur af léttklæddum Íslendingum. Heimsóknirnar sem höfðu verið bókaðar þann daginn héldust þó mest megnis eftir áætlun, og við byrjuðum daginn á heimsókn í American Foreign Service Association og skoðunarferð um Utanríkisráð Bandaríkjanna.
16 | ÍSLENSKA LEIÐIN 2013
Seinnipart dagsins heimsóttum við íslenska sendiráðsbústaðinn á Kalorama Road þar sem Guðmundur Árni Stefánsson og samstarfsmaður hans Erlingur Erlingsson tóku vel á móti okkur. Nemendahópurinn tók fimmtudaginn einstaklega snemma með heimsókn í Pentagon þar sem við byrjuðum á skoðunarferð um bygginguna. Leiðsögumennirnir okkar voru algjörir snillingar, strákur í sjóhernum og stelpa í flughernum, bæði voru þau meistarar í gríni og að ganga aftur á bak. Eftir skoðunarferðina var okkur svo boðið að ræða við starfsmenn Pentagon sem fengust við málefni Íslands. Eftir hádegið lá síðan leið okkar í þinghúsið, þar sem við fengum skoðunarferð og glimmrandi flotta fyrirlestra um hin ýmsu listaverk í þeirri margbrotnu byggingu.
Það var vægast sagt mikil eftirvænting fyrir föstudagsmorgninum, en þá áttum við bókaða heimsókn í Hvíta húsið. Okkur barst tilkynning um það að öllum heimsóknum í Hvíta húsið skyldu verða aflýst frá og með laugardeginum 9. mars vegna sparnaðar hjá ríkinu (þar með mun fólk ekki geta fengið að heimsækja hvíta húsið í framtíðinni uns kostnaðarmál verða leyst) og því rétt sluppum við inn meðal seinustu gestanna í bili. Eftir hádegið héldum við svo á skemmtilegan fund með stategistanum Will Marshall, sem hefur meðal annars unnið fyrir Bill Clinton.
Laugardagurinn var fyrsti frídagur nemenda í Washington. Flestir nýttu hann til að skoða söfn og minnisvarða eða versla og rölta um borgina. Tvær val heimsóknir stóðu nemendum til boða á laugardeginum, heimsókn í Fox News, og heimsókn og skoðunarferð í Georgetown University.
Ferðin okkar endaði á sunnudeginum, nemendur fengu frí um morguninn í glimrandi sól og hita til að kíkja á seinustu staðina í Washington áður en lúxus rútan sem við leigðum kom og sótti okkur.
Námsferðin var í fáum orðum einstaklega lærdómsrík og skemmtileg. Frábær hópur af nemendum, frábærar heimsóknir og ómetanleg
Að ofan: Fyrir utan Hvítahúsið.
Til hliðar: Hópurinn í Council of Foreign Relations.
innsýn inn í stjórnmál frá ýmsum sjónarhornum.
Við viljum nýta tækifærið og þakka þeim sem styrktu okkur með gjöfum. Hafliða Ragnarssyni og konfekt.is sem gáfu okkur einstaklega flotta og
girnilega konfektkassa, 66° norður sem gaf okkur fallegar húfur og bókaútgáfuna Bjart sem gaf okkur vandaðar ljósmyndabækur. Einnig viljum við þakka Háskólabíói fyrir aðstoð við fjáröflun.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2013 | 17
KAREN KRISTINE PYE TÓK SAMAN ÁHUGAVERÐAR STAÐREYNDIR UM FAGIÐ OKKAR
Sturlaðar staðreyndir um stjórnmálafræði
7 af 63 Alþingismönnum eru með B.A. gráðu í Stjórn málafræði. Ólafur Ragnar Grímsson er stjórnmálafræðingur að mennt OBAMA SAFNAR SPIDERMAN OG CONAN THE BARBARIAN TEIKNIMYNDASÖGUM Í Hvíta Húsinu eru herbergi baðherbergi... ... og það koma um það bil 6000 gestir á dag þangað að Abraham Lincoln var með réttindi sem barþjónn. d a g u r & s t eini 18 | ÍSLENSKA LEIÐIN 2013
Stærsti skemmtistaður í heimi! Þú finnur Nova appið í App Store og Play Store sem Nova Iceland! d a g u r & s t eini