Íslenska leiðin 2007-8

Page 1

4 Ritstjórn Íslensku leiðarinnar 6 Ávarp ritstjóra 7 Ávarp formanns Politicu 8 Langar þig í skiptinám til útlanda? Elva Ellertsdóttir 10 Hefur Ísland valið sér nýja stærð í alþjóðakerfinu? Baldur Þórhallsson 18 Smærri ríki innan ESB: Orðspor, gott fordæmi og sérfræðiþekking geta aukið völd Gunnhildur Lily Magnúsdóttir 21 Small states in Europe and the European Union Ditte Staun 23

The neo-conservative model and Europe Michael Rubin 26 Politics of Winners and Losers: Israel, Lebanon and the Sixth War Stephen Sheehi 33 Race, Immigration and Party Strategies in the US Elections Baodong Liu og R Darcy 44 Iceland, NATO and the canging Security Agenda Alyson JK Bailes 46 Kínaspjall Ólafur Egilsson 49 President Putin’s Political Power Håvard Hungnes Lien 53 Skipanir ráðuneytisstjóra á Íslandi í alþjóðlegu samhengi Dr. Ómar H. Kristmundsson 58 Áhrif framkvæmdarvaldsins á löggjafarvaldið Gunnar Helgi Kristinsson 63 Að námi loknu: Raunasaga stjórnmálafræðings Gunnar Sigurðsson 64 Bréf til hikandi stjórnmálafræðinema Birna Þórarinsdóttir

Ritstjóri: Valgeir Helgi Bergþórsson

Aðstoðar ritstjóri : Ásthildur Gunnarsdóttir

Útgáfustjóri: Steingrímur Jón Guðjónsson

Framkvæmdastjóri: Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir

Alþjóðafulltrúi: Anna Margrét Sigurðardóttir

Ábyrgðarmaður: Valgeir Helgi Bergþórsson Umbrot og uppsetning: Steingrímur Jón Guðjónsson

Prentun: Oddi ehf.

Sérstakar þakkir fá: Guðrún Ásta Guðmundsdóttir Hörður Halldórsson Lilja Þorsteinsdóttir

Stjórnmálafræðiskor, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, alþjóðamálastofnun

Efnisyfirlit
ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 2

Ritstjórn Íslensku leiðarinnar

Ritstjórn Íslensku leiðarinnar

Valgeir Helgi Bergþórsson Ritstjóri

Ég heiti Valgeir Helgi Bergþórsson, og er ritstjóri Íslensku leiðarinnar. Mitt helsta starf sem ritstjóri hefur verið verkstjórn s.s. að sjá til þess að allir hafi nóg að gera. Einnig hef ég unnið við að selja auglýsingar og afla greina fyrir bla ð i ð . Ég er Hafnfir ð ingur en er útskrifa ð ur frá Fjölbrautaskólanum í Gar ð abæ. Legg ég núna stund á nám vi ð stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands og stefni ég að því að útskrifast í vor Ástæðan fyrir því að ég valdi stjórnmálafræði er sú að námið sameinar flest áhugasvið mín, þ.e.a.s. heimspeki, fjölmiðla, sagnfræði, stjórnmál og margt fleira.

Ásthildur Gunnarsdóttir

Aðstoðarritstjóri

Ég heiti Ásthildur Gunnarsdóttir og er a ð sto ð arritstjóri Íslensku leiðarinnar. Starf mitt hefur að mestu leyti falist í ritun fundargerða, greinasöfnun og að halda utan um ljósmyndun fyrir blaðið. Sjálf er ég stúdent af alþjóðabraut frá Verzlunarskóla Íslands og ætli ég teljist ekki hálfur Reykvíkingur og hálfur Skagfirðingur. Barnsskónum var að mestu slitið í Danmörku og á Bifröst en snemma á táningsárunum lá leiðin til Reykjavíkur.

Ég hóf nám í stjórnmálafræði haustið 2005 og hafði lengi stefnt á þá námsgrein. Ástæða fyrir námsvali mínu er sú að stjórnmálafræði býður upp á fjölbreytileika og er góður grunnur fyrir framhaldsnám í hinum ýmsu fræðigreinum. Námið hefur staðist væntingar mínar að mestu leyti en samt sem áður vonast ég til að Háskóli Íslands leggi enn harðar að sér við að bæta kennslugæði og framboð valgreina. Ég stefni á útskrift vorið 2008 og er að skrifa BA-ritgerð um íbúalýðræði með áherslu á notkun rafrænna miðla til þess að virkja íbúalýðræði. Að námi loknu liggur leið mín í framhaldsnám í stjórnun og hef ég fulla trú á að stjórnmálafræðin muni nýtast mér þar og í atvinnulífinu að námi loknu.

Með fram námi starfa ég sem þjálfari hjá fimleikadeild Stjörnunnar og hef gert síðastliðin þrjú ár, auk þess að æfa sjálf fimleika. Þar að auki spila ég blak með meistaraflokki kvenna hjá Þrótti Reykjavík, ásamt því að starfa sem ritari blakdeildarinnar. Það má því segja að íþróttir skipi stóran sess í lífi mínu. Ritnefndarstörf fyrir Íslensku leiðina hafa verið ákaflega skemmtileg og krefjandi og ég þakka öllum nefndarmeðlimum fyrir gott samstarf.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
4

Steingrímur Jón Guðjónsson Útgáfustjóri

Ég heiti Steingrímur Jón Guðjónsson og er á þriðja ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vinna mín við þetta blað hefur verið margvísleg svo sem hugmyndavinnsla en mest hef ég séð um hönnun á útliti blaðsins ( umbrotshönnun ) sem þú heldur nú á.

Ég kem úr Kópavoginum þar sem ég gekk í Kópavogsskóla og síðar Menntaskólann í Kópavogi. Þaðan lá leiðin til Danmerkur í Lýðháskóla á Jótlandi en það var heldur betur skemmtilegur tími.

Nám í stjórnmálafræði er skemmtilegt en um leið krefjandi og opnar ekki aðeins huga manns heldur býður upp á mikla möguleika bæði í framhaldsnámi og atvinnulífi. Aðstaða til náms í Háskóla Íslands hefur einnig stórlega batnað með tilkomu Háskólatorgs og viðbygginga og lít ég framtíð Háskólans björtum augum.

Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir

Framkvæmdastjóri

Ég fékk það flotta starfsheiti framkvæmdastjóri, sem þýðir í raun að ég hef verið frekjan í hópnum. Starf mitt fólst í því að fara yfir prentmöguleika og taka ákvörðun um prentkost, vera með bókhaldið á hreinu, afla greina ásamt öllum í ritstjórn og vinna að því að fá nægan pening til að koma blaðinu út. Þá pikkaði ég í fólk þegar þrufti að senda upplýsingar til einstaklinga utan hópsins.

Ég er nýútskrifuð úr stjórnmálafræðinni, en það var mikill léttir þegar það hafðist. Stjórnmálafræðin hefur vissulega verið skemmtileg og undirbúið mig vel fyrir vinnu að rannsóknum og hjálpað mér við að koma upplýsingum, efni, hugsunum og skoðunum frá mér á skilvirkari hátt.

Eftir að hafa lokið náminu sé ég betur hvað það býður upp á marga möguleika fyrir mig hva ð var ð ar framhaldsnám, þ ar sem efni stjórnmálafræðinnar skiptist í svo marga þætti að möguleikarnir eru fjölmargir, hvort sem um er að ræða framhaldsnám í fjölmiðlafræði, opinberri stjórnsýslu, Evrópufræði, alþjóðaviðskiptum og fleira. Það má því segja að stjórnmálafræðiskor sé einhvers konar náttúrufræðibraut háskólans, sem heldur möguleikunum á hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór opnum aðeins lengur.

Anna Margrét Sigurðardóttir

Alþjóðafulltrúi

Ég heiti Anna Margrét Sigurðardóttir og er í stjórnmála- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Ég hef tekið þátt í útgáfu Íslensku leiðarinnar frá upphafi en í því felst að fá greinar í blaðið, auglýsingar o.fl. Ég er titluð alþjóðafulltrúi blaðsins, þar sem ég sá um að útvega grein frá erlendum kennurum. Ég er Kópavogsmær og stundaði nám við Menntaskólann í Kópavogi frá árunum 2001 - 2004. Ég hef einnig farið í háskóla skiptinám til Bandaríkjanna (skólinn hét Oklahoma State University), auk þess sem ég hef farið í tungumála-/starfsnám til Austurríkis. Ég fór í stjórnmálafræði vegna þess að námsráðgjöf HÍ benti mér á hve góður almennur grunnur námið er.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 5

Ávarp ritstjóra

Íslenska leiðin 2007/2008 er nú komin út og er það mér mikið gleðiefni. Blaðið er að koma út í sjötta skiptið en það var fyrst gefið út árið 2001. Frá þeim tíma hefur því verið tekið opnum örmum af bæði fyrrverandi og núverandi nemendum við stjórnmálafræðiskor, enda hefur verið lögð áhersla á að blaðið sé í senn fræðilegt og skemmtilegt aflestrar. Lestur blaðsins ætti ekki bara að vera ánægjulegur fyrir þá sem setið hafa áfanga í stjórnmálafræ ð i, heldur alla sem hafa áhuga á málefnum líðandi stundar bæði hérlendis og erlendis.

Vinna við undirbúning blaðsins hófst síðasta vor, en þá kallaði ég saman hóp einstaklinga til þess að vinna með mér að útgáfu blaðsins og hefur þessi fríði flokkur starfað einstaklega vel saman. Það hefur verið mér sönn ánægja að vinna með öllum hópmeðlimum og tel ég mig hafa sett saman sterka og góða ritstjórn.

Þegar búið var að skipa ritstjórn var hafist handa við að safna greinum, auglýsingum og styrkjum. Við tókum snemma þá ákvörðun að setja blaðið upp sjálf og skipta því í þrjá kafla sem byggðir eru á námsframboði við stjórnmálafræðiskor, þ.e.a.s. BA í stjórnmálafræði, MA í al þ jó ð asamskiptum og MPA í opinberri stjórnsýslu. Þótti okkur þessi kaflaskipting draga það besta fram í náminu og einnig sýna hversu víðfemt og gott nám er á boðstólum.

Með útgáfu Íslensku leiðarinnar leggjum við okkar lóð á vogarskálar fræðilegra umræðna, en gefum þó líka hinum almenna lesanda færi á að skyggnast

inn í heim stjórnmálafræ ð innar. Me ð þ eim hætti er öllum veittur möguleiki á að njóta blaðsins.

Þótt blaðið sé að miklu leyti byggt upp á fræðigreinum er þó a ð finna efni hér í blaðinu sem frekar er ætlað til skemmtunar en fræðslu. Þar má benda á vi ð töl vi ð nemendur, myndir af skemmtunum nemendafélags stjórnmálafræ ð inema, sem og pistla sem er sérstaklega beint til nemenda vi stjórnmálafræðiskor. Þessir pistlar fjalla um líf a námi, veita upplýsingar um skiptinám o.fl.

Að lokum langar mig að þakka fyrir allan þann stuðning sem við fengum við gerð þessa blaðs.

Njótið vel, Valgeir Helgi Bergþórsson Ritstjóri Íslensku leiðarinnar

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008

Ávarp fyrrum formanns Politicu

Innan stjórnmálafræ ð innar starfar kraftmiki ð nemendafélag sem heitir Politica. Á vegum þess fara fram allir helstu atburðir sem snerta félagslíf nema stjórnmálafræðinema.

Í byrjun skólaárs var okkar fyrsta verk að taka á móti nýjum nemendum, enda mikilvægt að nýjum nemum sem koma í nýtt umhverfi með nýju fólki líði vel og kynnist þeim nemendum sem þeir munu eiga samleið með næstu árin.

Starfsemi félagsins var kynnt á nýnemakynningu og svo hófst n ý nemafer ð in. Fer ð inni var heiti ð til Þorlákshafnar og tók þar við skemmtun sem stóð frameftir nóttu og allir urðu miklir vinir í þeirri ferð.

Næstu vikur fór félagslífið fram á venjubundinn hátt, ótal vísindaferðir sem og aðrar skemmtanir Politicu höfðu ofan af fyrir lesþreyttum stúdentum. Slíkur félagsskapur skilar sér beint til stjórnmálafræðinnar því góðir vinir gera námið mun auðveldara í alla staði, enda var brottfall um seinustu jól eitthvert það lægsta sem um getur.

Politica mætti til leiks á stjórn-hagdaginn með miklum baráttuhug í haust. Á stjórn-hagdeginum mætast stjórnmálafræ ð inemar og hagfræ ð inemar árlega og etja kappi í ýmsum göfugum keppnisgreinum er reyna á hug, hjarta og þor. Til að gera langa sögu stutta sigraði stjórnmálafræðin annað árið í röð og verðlaunagripurinn „Hólmsteinninn“ er áfram í fórum Politicu.

Eftir glæsilegan sigur á hagfræ ð inni tók vi ð hanaslagurinn svonefndi, en þ a ð eru árlegar kappræður milli fylkinga háskólans, Röskvu og Vöku. Kappræðurnar eru skipulagðar og haldnar af Politicu og oftar en ekki myndast þar gríðarlega skemmtilegar og fræ ð andi umræ ð ur um málefni háskólans. Kappræðurnar sem haldnar voru þetta árið voru þær mest sóttu frá upphafi og þurfti þrisvar að gera hlé á ræðuhöldum til að koma fólki fyrir í salnum. Tókst dagskráin með eindæmum vel og erum við stolt af því.

Fleiri árvissir vi ð bur ð ir eru á vegum okkar. Námsferðir stjórnmálafræðinnar eru skipulagðar af Politicu en í ár eru tvær ferðir farnar. Annarri ferðinni er

heitið til Bandaríkjanna þar sem viðkomustaðirnir eru New York og Washington. Þar fá nemendur að kynnast starfsemi Sameinuðu Þjóðanna og Alþjóðabankans svo dæmi séu tekin.

Hin námsferðin er til Brussel og þar munu nemendur kynnast helstu stofnunum Evrópusambandsins og NATO. Slíkar námsferðir skila nemendum tveimur einingum og eru mjög gagnlegar og skemmtilegar. Þar fá tilvonandi sendiherrar, starfsmenn sendiráða og alþjóðastofnana tækifæri til að kynna sér þær stofnanir sem hafa hva ð mest áhrif á daglegt líf alþjóðasamfélagsins.

Politica heldur úti kröftugri heimasí ð u www.politica.hi.is og er þ a ð sá vettvangur sem stjórnmálafræðinemar nota hvað mest í samskiptum sín á milli. Þar birtast fréttir um starfsemi félagsins, og spjallborð fyrir skoðanaglaða nemendur.

Hér hefur eingöngu verið stiklað á stóru í umfjöllun um starfsemi félagsins, ótal atburðir eru skipulagðir relgulega. Árshátíð Politicu er einn af hápunktum félagslífsins og hefur orðið fréttaefni fjölmiðla sem og alls háskólasamfélagsins.

Viðburðir líkt og danskennsla, bingókvöld og margar fleiri skemmtanir eru skipulagðir reglulega ásamt því að ráðnir eru ritstjórar þessa frábæra blaðs.

Politica hefur beitt sér fyrir réttindabaráttu nemenda og mikill árangur hefur náðst í samvinnu við kennara og starfsmenn skólans.

Það hefur verið okkur öllum sönn ánægja að fá að starfa í þágu félagsins og halda merkjum Politicu á lofti. Viljum við þakka fyrrverandi, núverandi og tilvonandi nemendum stjórnmálafræðinnar fyrir að gera okkur kleift að starfrækja þetta kröftuga félag. Politica er í stórsókn og er tekið eftir krafti okkar og velgengni langt út fyrir veggi skólans.

F.h a fráfarandi stjórnar Politicu, Vignir Örn Hafþórsson, formaður

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 7

Langar þig í skiptinám til útlanda?

Nemendur í stjórnmálafræði geta tekið hluta af námi sínu við erlendan háskóla og fengið metið inn í nám sitt í stjórnmálafræði. Háskóli Íslands á aðild að ýmsum samstarfsnetum s.s. Nordplus, Erasmus og ISEP-USA. Einnig hafa verið gerðir samningar við einstaka háskóla erlendis. Allar upplýsingar um samstarfsnet og samninga er a ð finna á heimasí ð u Al þ jó ð askrifstofu háskólastigsins, www.ask.hi.is

Af hverju að fara í skiptinám?

Námsdvöl í útlöndum veitir nemendum tækifæri til að kynnast háskólalífi í öðrum löndum, ásamt því að auka færni sína í tungumálum. Skiptinám veitir jafnframt möguleika á að taka námskeið á sviðum stjórnmálafræðinnar sem ekki eru kennd við Háskóla Íslands.

Skilyrði fyrir því að fara í skiptinám

Nemandi þarf að hafa lokið a.m.k. 30 einingum í stjórnmálafræði áður en hann fer í skiptinám. Allir sem fara í skiptinám þurfa að skrá sig í Háskóla Íslands eins og venjulega og greiða innritunargjöldin áður en þeir fara utan.

Sviðsljósið

Umsóknarferlið

a) Hefja þarf vinnu við umsóknarferlið a.m.k. sex mánuðum áður en umsóknarfrestur rennur út.

b) Afla þarf upplýsinga hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, annað hvort með heimsókn (á Háskólatorg eftir 1. desember) eða á vefnum www.ask.hi.is.

Eftir að nemandi hefur valið skóla: c) Þarf hann að gera eins nákvæma námsáætlun og mögulegt er á þar til gerð umsóknareyðublöð, „Learning Agreement“. Hafa þarf í huga að velja ekki námskeið sem eru keimlík þeim sem nemandi hefur þegar lokið Þau fást ekki metin. d) Skorarfulltrúi stjórnmálafræðiskorar á skrifstofu félagsvísindadeildar skrifar undir „Learning Agreement“ fyrir hönd skorar. Ef nemandi hefur ekki upplýsingar um námskeiðsframboð í skiptiháskóla áður en skila þarf inn umsókn til Alþjóðaskrifstofu, skrifar skorarfulltrúi undir með fyrirvara um val á námskeiðum og

Nafn? Sigurjóna Hreindís Sigurðardóttir

Hvað var það sem olli því að þú ákvaðst að fara í stjórnmálafræði? Þegar ég fór að skoða möguleikana var þetta í rauninni það eina sem kom til greina. Að mínu mati áhugaverðasta námið :) Svo dró Tinna systir mig með í prufu-vísó og eftir það varð ekki aftur snúið!

Hvað líkar þér best við stjórnmálafræðinám? Þetta er svo gaman! Námið er áhugavert og skemmtilegt, félagslífið er mjög gott og fólkið alveg frábært.

Hefur þú íhugað að fara í skiptinám til útlanda, og ef já, þá hvert? Já, mig langar rosalega að prufa að búa í Ástralíu og svo á ég líka alla Evrópu eftir.

Hvaða eina atriði finnst þér að helst mætti betur fara í Háskóla Íslands? Það fyrsta sem kemur upp í hugann er skipulag á prófum...

Nýtir þú þér fríu strætókortin? Sko, ég bý á heimsenda svo ég á bíl. Ég fór samt í strætó frítt um daginn til að sækja bílinn!

Hvað hefurðu í huga að gera eftir að BA-námi í stjórnmálafræði lýkur? Mig langar út í nám. Líst vel á almanna- eða alþjóðatengsl. En við sjáum til, allavega útlönd og meira nám!

Ð IN 2007/2008
ÍSLENSKA LEI

nemandi sendir upplýsingar til hans um leið og þær liggja fyrir.

e) Ef breytingar verða frá upphaflegri námsáætlun þarf aftur að leita samþykkis skorar.

Mat á skiptinámi

Til að fá skiptinám metið þarf nemandi að senda erindi til stjórnmálafræðiskorar þess efnis. Í flestum tilfellum er skiptinám metið sem val inn í nám í stjórnmálafræði og nægir að námskeiðslýsing fylgi erindinu. Ef nemandi óskar eftir að fá námskeið metið í stað skyldunámskeiðs þ námskeiðslýsing og leslisti að fylgja með

Gestaskóli sendir Al þ jó ð askrifstofu háskólastigsins staðfest afrit af einkunnum sem skrifstofan áframsendir til stjórnmálafræðiskorar. Ekki er endanlega gengið frá mati á náminu fyrr en staðfest afrit af einkunnum hefur borist stjórnmálafræðiskor. Nemendur ættu sérstaklega að hafa í huga að próftímabil og einkunnaskil í gestaskóla geta verið frábrugðin því sem er í HÍ. Því er ekki mælt með að nemendur fari í skiptinám á sínu síðasta námsmisseri.

Helstu umsóknarfrestir:

ERASMUS: 15. mars (bæði fyrir haust- og vorönn eða heilt skólaár)

NORDPLUS: 1. mars (bæði fyrir haust- og vorönn eða heilt skólaár)

Bandaríkin ISEP: 10. jan. (fyrir haustmisseri) og 1. ágúst (fyrir vormisseri)

Bandaríkin MAUI: 1. feb. (bæði fyrir haust- og vorönn eða heilt skólaár)

Kanada CREPUQ: 1. feb. (bæði fyrir haust- og vorönn eða heilt skólaár)

Tvíhliðasamningar : 1. feb. (í flestum tilfellum)

Heimild: Heimasíða Alþjóðaskrifstofu, www.ask.hi.is

ALÞJÓÐASKRIFSTOFA www.hi.is HVERT SEM LIGGUR ÞÍN LEIÐ … …tilEvrópuErasmus …tilNorðurlanda Nordplus …tilEystrasaltslanda Nordplus …tilBandaríkjanna ISEP,MAUI …tilKanadaCREPUQ …tilÁstralíuAEN …íýmsaráttir Tvíhliðasamningar Athugiðumsóknarfresti –Hugiðaðskiptinámiítíma! www.ask.hi.is An ambassador is an honest man sent abroad to lie for his country. Sr. Henry Wotton 9

valið sér nýja stærð í alþjóðakerfinu?

Í þessari grein verður fjallað um ástæður þess að íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum orðið virkari þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi. Notast verður við sérstakan kenningaramma sem greinir þær breytur sem taldar eru mikilvægar til að skýra hegðun ríkja í alþjóðakerfinu. Hefðbundnar breytur eins og íbúafjöldi, stær ð landsvæ ð is, þ jó ð arframlei ð sla og hernaðarmáttur hafa oft verið notaðar til að skýra stærð ríkja og þátttöku þeirra í alþjóðakerfinu en mikilvægt er að leita víðar fanga til að fá betri sýn á hegðun ríkja. Kenningaramminn greinist í sex flokka sem eru eftirfarandi: 1) Föst stærð

Fullveldisstærð

Pólitísk stærð 4) Efnahagsstærð 5) Skynjuð stærð 6) Valin stærð (Baldur Þórhallsson, 2006)

Hver flokkur verður annars vegar metin út frá innri einkennum ríkja og hins vegar ytri einkennum þ eirra. Innan þessara innri og ytri einkenna er dregin upp mynd af hæfni og veikleikum ríkja sem hafa áhrif á hegðun þeirra í alþjóðakerfinu.

Mynd 1 sýnir hæfnis- og veikleikakvarða fyrir innri einkenni ríkja. Hæfniskvarðinn nær frá engri hæfni til fullrar hæfni til þess að móta og hrinda stefnu í framkvæmd innan eigin ríkis. Veikleikakvarðinn metur veikleika innanlands og nær frá fullkomnum veikleikum

til engra veikleika. Sex ofangreindir flokkar kenningarammans fyrir hvert og eitt ríki, hva ðar innri einkenni, eru metnir út frá þessum tveimur kvörðum.

Mynd 2 sýnir hvernig flokkarnir sex, (ytri einkenni) eru metnir út frá hæfni og veikleikum. Á hæfniskvarðanum eru ríki staðsett samkvæmt hæfni þeirra til þess að hafa áhrif á alþjóðlegt umhverfi og nær kvarðinn frá engri hæfni til fullrar hæfni til áhrifa. Ytri veikleikakvarðinn metur að hvaða marki alþjóðakerfi þvingar ríki, t.d. getur lítið hagkerfi þý tt a ð ríki er veikt fyrir alþjóðlegum efnahagssveiflum.

Sta ð setning flokkanna sex á kvörðunum, hvort sem varðar innri eða ytri einkenni, getur byggt á tölfræðilegum upplýsingum þegar því er komið við eða huglægu mati. Þannig er hægt að staðsetja ríki á kvörðunum og meta getu þeirra til að takast á við verkefni innanlands og erlendis og hafa áhrif á alþjóðakerfið. Í þessari grein verður greint hvaða þættir sk ý ra aukna þ átttöku Íslands í al þ jó ð akerfinu síðastliðinn áratug með því að setja Ísland inn í kenningarammann.

Alþjóðasamskipti Íslands

Ákvörðun stjórnvalda um að sækja um aðild að Öryggisrá ð i Sameinu ð u Þ jó ð anna (S Þ ) ári ð 1998 markaði þáttaskil í utanríkisstefnu Íslands og er til

2)
3)
LEI Ð IN 2007/2008 Hefur
ÍSLENSKA
Ísland
10

marks um þá stefnubreytingu að taka aukinn þátt í alþjóðasamstarfi. Ísland hefur verið aðili að flestum alþjóðastofnunum sem stofnaðar hafa verið en var allt fram undir lok 10. áratugsins ekki virkur þátttakandi innan þeirra (Baldur Þórhallsson, 2005). Efnahagslegur ábati var forsenda aukinna utanríkissamskipta og virkrar þátttöku á alþjóðasamstarfi, hvort sem um viðskipti eða varnarmál var að ræða. Virk þátttaka innan S Þ (a ð undanskilinni vinnu vi ð Hafréttarsáttmálann), NATO, Evrópurá ð sins e ð a Al þ jó ð abankans var ekki ofarlega á dagskrá stjórnvalda. Þ au lög ð u áherslu á hagkvæma viðskiptasamninga við ríki Evrópu með aðildinni að EFTA árið 1970, tvíhliðasamningi við ESB sem fylgdi í kjölfari ð ári ð 1972 og inngöngu í Evrópska efnahagssvæ ð i ð (EES) ári ð 1994. Um lei ð og markaðsaðgengi fyrir sjávarafurðir var tryggt dvínaði hins vegar áhuginn fyrir virkari þátttöku innan þessara stofnana (Baldur Þórhallsson, 2005). Þátttaka Íslands í alþjóðakerfinu hefur hins vegar tekið stakkaskiptum frá því um miðjan 10. áratuginn eins og kemur fram í næstu köflum.

Breytingar á „fastri stærð“ Íslands

Föst stærð tekur tillit til tveggja hefðbundinna breyta þ.e. íbúafjölda og stærð landsvæðis. Almennt eru íbúafjöldi og stærð landsvæðis tiltölulega stöðugar breytur og mælanlegar sem hefur gert það að verkum að þær hafa óspart verið notaðar til að flokka ríki eftir stærð og getur til áhrifa í alþjóðakerfinu. Ísland var fámennasta ríki SÞ (92.000) þegar það gerðist aðili að samtökunum árið 1946. Fjölgun Íslendinga í 300.000 árið 2006 hefur vafalaust meira vægi hvað varðar getu landsins á alþjóðavettvangi í ljósi aukins mannauðs heldur en sambærileg fjölgun í fjölmennari löndum. Ef litið er til stærðar landsvæðis eða yfirráðasvæðis hefur stækkun fiskveiðilögsögunnar í fjórum skrefum, úr þ remur mílum ári ð 1952 í 200 mílur ári ð 1976, skapaðigrundvöll fyrir aukna hagsæld.

Það er athyglisvert að föst stærð Íslands hefur breyst umtalsvert síðustu sextíu ár bæði hvað varðar íbúafjölda og yfirráðasvæði. Ísland hefur yfir að ráða meiri auðlindum en áður til að byggja upp stoðir landsins og taka virkan þátt í alþjóðakerfinu. Þegar skoðuð eru innri og ytri einkenni fastrar stærðar má sjá að Ísland hefur aukið hæfni sína. Hins vegar skýrir föst stærð ein og sér ekki ástæður þeirrar aukiningar. Hins vegar skýrir föst stærð þátttakanda innan stofnanna

eins og SÞ, NATO, Evrópuráðsins og Alþjóðabankans og aukið verulega samskipti við fjarlæga heimshluta.

Hæfi innanlands og vaxandi þátttaka í alþjóðakerfinu: Stærð fullveldis

Samkvæmt kenningarammanum er fullveldisstær ð metin út frá þremur þáttum. Í fyrsta lagi hvort ríki geti haldið fullveldi yfir yfirráðasvæði sínu og hvort önnur ríki efist um yfirráðin. Í öðru lagi út frá hæfni ríkja til þess að viðhalda grundvallaruppbyggingu ríkis. Í þriðja lagi er fullveldis stærð metin út frá því hvort að ríki geti haldið úti lágmarks utanríkisþjónustu, þ.e. geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri í alþjóðasamskiptum.

Mynd 3 sýnir að Ísland hefur fulla hæfni þegar kemur a ð innri fullveldisstær ð samkvæmt ofangreindum þáttum. Veikleikar Íslands er varða innri fullveldisstærð felast aðallega í takmörkuðum mannauð og efnahagslegri getu. Staða Íslands er til dæmis allt önnur en staða Andorra, Monakó og San Marínó þar sem önnur ríki efuðust um innra og ytra fullveldi þeirra allt til upphafs 10. áratugar síðustu aldar. Litið var svo á að þau væru háð nágrannaríkjum sínum hvað varðar mótun og framkvæmd stefnumála innanlands sem og í alþjóðakerfinu. Þeim var af þessum sökum meinað um inngöngu í Sameinu ð u þ jó ð irnar. (Archer, 2003; Þórhildur Hagalín, 2005).

Ytri fullveldisstærð Íslands er takmarkaðri en sú innri vegna takmarkaðrar getu landsins til að taka þátt í stefnumótun í alþjóðakerfinu og hrinda stefnum í framkvæmd (sjá mynd 3). Ísland hefur til að mynda treyst á upplýsingar frá öðrum Norðurlandaþjóðum hvað varðar starfsemi innan EES og EFTA og þar til fyrir fáeinum árum var landið nánast óvirkur þátttakandi innan NATO (Valur Ingimundarson 1996; Alyson / Baldur Þórhallsson, 2006). Ísland er hins vegar að færast nær mi ð punkti á hæfniskvar ð anum vegna aukinnar getu til að starfa innan alþjóðastofnana og taka að sér umfangsmikil alþjóðleg verkefni. Ísland hefur ekki einungis tekið virkari þátt í störfum NATO síðastliðin tíu ár heldur var íslenska friðargæslan stofnuð formlega árið 2000 með það að markmiði að taka þátt í störfum NATO, ESB, SÞ og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Það að friðargæslan hafi tekið að sér umfangsmikið verkefni eins og stjórnun alþjóðaflugvalla undirstrikar stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda hva ð var ð ar þ átttöku í alþjóðasamstarfi. Hins vegar verða veikleikar Íslands að

Innri
Ytri
__________ Hæfni Veikleiki Hæfni Veikleiki Yfirráðasvæði Fullkomin Engir Fullkomin Engir Uppbygging ríkis Fullkomin Litlir Lítill-miðlungs Miðlungs-miklir Viðvera á alþjóðavettvangi Fullkomin Litlir Lítill-miðlungs Miðlungs-miklir Mynd 3. Fullveldis stærð ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 11
einkenni
einkenni

Mynd 4. Pólitísk stærð

teljast á bilinu miðlungs til miklir vegna takmarkaðrar getu til að móta stefnu á alþjóðavettvangi og hrinda henni í framkvæmd eins og mynd 3 sýnir.

Hefur pólitísk stærð Íslands vaxið?

Pólitísk stærð nær til þriggja þátta, þ.e. hernaðarmáttar, stjórnsýslu og samheldni. Ísland hefur verið algjörlega háð Bandaríkjunum og NATO í varnarmálum og hefur jafnframt treyst á samstarf ríkja innan Schengen og Europol var ð andi ví ð tækari öryggis þ ætti. Eftir a ð Bandaríkin tilkynntu íslenskum stjórnvöldum að þau myndu kalla herafla sinn heim er Ísland eina NATO-ríkið án ,,sýnilegra” loftvarna og herafla innanlands. Nýtt samkomulag landanna kveður hins vegar á um víðtæka samvinnu og nánari útlistun á þ ví hvernig varnarsamstarfi ríkjanna er háttað. Íslensk stjórnvöld hafa lagt kapp á a ð styrkja hlutverk stofnana innanlands eins og lögreglu og landhelgisgæslu í vörnum landsins. Eigi a ð sí ð ur er landi ð há ð Bandaríkjunum þ egar kemur a ð landvörnum eins n ý legur samningur milli landanna s ý nir. Veikleikar Íslands eru fullkomnir þegar kemur að hernaðarmætti eins og sjá má á mynd 4.

Íslenska stjórnsýslan hefur vaxið talsvert undanfarna tvo áratugi. Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað og hæfni stjórns ý slunnar til uppl ý singaöflunar og ákvar ð natöku hefur aukist grí ð arlega (Baldur Þ órhallsson, 2004(a); Baldur Þ órhallsson, 2002). Stjórnsýslan hefur getu til að móta eigin stefnu, hún er

minna háð hagsmunahópum en áður og getur fylgt eftir stefnumörkun sinni eins og gefið er til kynna á mynd 4. Á sí ð asta áratug tvöfalda ð ist stær ð íslensku utanríkisþjónustunnar hvað starfsmannafjölda varðar (mynd 5) og hæfni hennar til þess að greina stöðu Íslands í alþjóðakerfinu hefur aukist verulega (Baldur Þórhallsson, 2004(a); Baldur Þórhallsson, 2002).

Utanríkisþjónustan hefur því getað tekið að sér umfangsmeiri verkefni en áður. Árið 1999 gegndi Ísland formennsku í Evrópuráðinu í fyrsta skipti en hafði ætíð áður haldið því fram að það gæti ekki tekið yfir formennskuhlutverki ð , sem róterar á milli a ð ildarríkjanna, vegna smæ ð ar og vanmáttar stjórnsýslunnar. Ísland stýrði einnig Norðurlandaráði frá 2002 til 2004 og fór með forsæti í Eystrasaltráðinu frá miðju ári 2005 til miðs árs 2006. Undanfarinn áratug hefur utanríkisþjónustan einnig tekið virkari þátt í störfum ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar S Þ (UNESCO) sem og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO).

Fjöldi sendiráða hefur haldist í hendur við aukna virkni utanríkisþjónustunnar erlendis sl. áratug og ný sendiráð hafa verið opnuð í Kína, Indlandi, Japan, Kanada, Suður-Afríku, Finnlandi og Austurríki. Mynd 6 s ý nir fjölgun sendirá ð a/fastanefnda erlendis en á fimmta áratugnum þ egar utanríkis þ jónustan var nýstofnuð voru sett á laggirnar nokkur sendiráð/ fastanefndir erlendis en á 40 ára tímabili eftir það voru einungis fjögur sendirá ð veri ð opnu ð (Utanríkisráðuneytið, 2006).

Íslensk stjórnvöld lögðu þar til nýlega litla áherslu á virka þátttöku innan alþjóðastofnana. Fyrstu árin innan EFTA, í upphafi 8. áratugarins, var Ísland einungis með einn fastafulltrúa og eina og hálfa ritarastö ð u í höfuðstöðvum EFTA (Einar Benediktsson, 2003). Einnig tók Ísland lítinn þátt í starfi NATO fram undir lok síðustu aldar og embættismenn höf ð u litla þ ekkingu á hernaðarmálum sem var hindrun í þátttöku þeirra innan bandalagsins (Valur Ingimundarson, 1996; Albert Jónsson, 1989). Ári ð 1989 starfa ð i einungis ein manneskja a ð öllum málefnum NATO í utanríkisráðuneytinu og fastanefnd Íslands hjá NATO samanstóð af þremur embættismönnum og tveimur

Mynd 5. Fjöldi starfsmanna í utanríkisþjónustunni frá 1945

2003 (Utanríkisráðuneytið, 2003)

ÍSLENSKA LEI Ð
2007/2008
__________
IN
Innri einkenni Ytri einkenni
Hæfni Veikleiki Hæfni Veikleiki Hernaðarmáttur Engin Fullkomnir Engin Fullkomnir Forgangsröðun Fullkomin Litlir Lítil-miðlungs
Miklir
Hugmyndir um alþjóðakerfið Mikil Litlir Miðlungs Miðlungs
12

riturum. Til samanburðar störfuðu 30 til 40 manns innan norsku og dönsku fastanefndanna, hvorrar um sig, á sama tíma (Albert Jónsson, 1989),

Í byrjun síðasta áratugar settu stjórnvöld talsverðan mannskap í samningaviðræður um EES samninginn en þegar þær voru yfirstaðnar var starfsmönnum er fengust við málefni EES og ESB í utanríkisráðuneytinu fækkað. Utanríkisráðuneytinu skorti bæði mannskap og sérfræðiþekkingu til að fást við málefni EES fyrstu árin eftir að samningurinn gekk í gildi (Baldur Þórhallsson, 2001). Árið 1994 óskaði utanríkisráðuneytið eftir því að sérfræðingar Háskóla Íslands gerðu ítarlega úttekt á stöðu Íslands í Evrópusamrunanum. Undir lok síðasta áratugar haf ð i aukin sérfræ ð i þ ekking innan stjórnsýslunnar gert það að verkum að ráðuneytið og aðrar stjórnsýslustofnanir gátu án vandkvæða gert ítarlegar úttektir á stöðu Íslands í Evrópu.

Þrátt fyrir aukna getu íslensku stjórnsýslunnar sl. áratug er ytri stjórns ý slulegri hæfni Íslands í samanbur ð i vi ð önnur nágrannaríki enn veruleg takmörk sett eins og mynd 4 sýnir. Sem dæmi má nefna að árið 2001 taldi íslenska utanríkisþjónustan rétt um 150 starfsmenn (a ð undanskyldum erlendum starfsmönnum í sendiráðum/fastanefndum) á meðan sambærileg stöðugildi voru um 1.150 í Noregi. Í Lúxemborg þar sem íbúafjöldi er svipaður og á Íslandi störfuðu 206 manns í utanríkisþjónustunni árið 2001 (Utanríkisráðuneyti Íslands, Noregs og Lúxemborg, 2001). Aukinn fjöldi sérfræ ð inga í íslensku stjórnsýslunni hefur hins vegar gert það að verkum að Ísland er or ð i ð hæfara til a ð sinna al þ jó ð legum skyldum.

Þriðji þátturinn er varðar pólitíska stærð vísar til samheldni innan ríkis. Innri hæfni Íslands telst mikil þar sem samfélagið er einsleitt og pólitískur stöðugleiki ríkir eins og sjá má á mynd 4. Ytri einkenni samheldninnar eru hins vegar ekki eins augljós. Það hefur hvorki verð

samsta ð a me ð al stjórnmálaflokka né almennings um utanríkisstefnu landsins. Stigvaxandi þátttaka í Evrópusamrunanum, fyrst með aðild að EFTA og síðar EES vakti verulegar deilur í samfélaginu (Baldur Þórhallsson, 2004(b), eins og varnarsamningurinn vi ð Bandaríkin (Valur Ingimundarson, 1996, Baldur Þórhallsson & Hjalti Vignisson, 2004(a)).

Íslenskir stjórnmálamenn veigra sér enn við að knýja á um aukna þ átttöku í Evrópusamrunanum vegna neikvæðra umræðna er einkennast af ásökunum um a ð stu ð ningsmenn Evrópusamrunans vilji fórna sjálfstæði og fullveldi landsins. Deilur um náin samskipti Íslands og Bandaríkjanna skyggðu á önnur pólitísk málefni á tímum kalda stríðsins og afstaða kjósenda til þeirra höfðu meira skýringargildi um kosningahegðun en efnahags- og félagslegir þ ættir sem upphaflega sköpuðu flokkakerfið (Ólafur Þ. Harðarson & Gunnar H. Kristinsson, 1987). Þessar deilur höfðu talsverð áhrif á erlend samskipti Íslands, t.d. tók Ísland takmarkaðan þátt í samstarfsverkefnum og fundahaldi innan NATO til þess að vekja ekki upp deilur heima fyrir (Valur Ingimundarson, 1996). Lítil samheldni í utanríkismálum á Íslandi hefur þannig haft áhrif á utanríkisstefnu og að mörgu leyti veikt stöðu Íslands innan alþjóðastofnana eins og NATO. Deilur sem urðu árið 2005 um hvort Ísland ætti a ð halda frambo ð i sínu um sæti í Öryggisráði SÞ til streitu fyrir tímabilið 2009 2010 gætu hafa veikt möguleika Íslands á að hreppa sæti innan ráðsins og skaðað ímynd landsins erlendis. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson létu t.d. hafa eftir sér að þeir hefðu orðið fyrir talsverðum þrýstingi frá samstarfsbræðrum sínum á hinum Norðurlöndunum um a ð halda fyrirhugu ð u frambo ð i til streitu en Norðurlöndin að Íslandi undanskildu (þar til nú) hafa skipst á að bjóða sig fram til Öryggisráðsins annað hvert kjörtímabil (Morgunbla ð i ð 29. júlí 2005, Morgunblaðið 14. júlí 2005). Þá vöktu aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að setja nafn landsins á lista hinna viljugra þjóða árið 2003 miklar deilur í samfélaginu og hefur stjórnarandsta ð an sameinast um a ð hætta stuðningi landsins við stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum, eins og það hefur verið lagt upp, komist hún til valda.

Frá fátækt til auðæfa: Efnahagsleg stærð Efnahagsleg stærð tekna tekur til þjóðarframleiðslu,

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 13
Mynd 6. Fjölgun íslenskra sendiráða/fastanefnda erlendis (Utanríkisráðuneytið, 2006)

markaðsstærðar og þróun efnahags. Þjóðarframleiðsla og markaðsstærð er almennt taldin gefa vísbendingu um hæfni og veikleika ríkra, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi (Katzenstain, 1984; Katzenstain, 1985; Griffiths, 2004). Í byrjun síðustu aldar var Ísland eitt fátækasta ríki Evrópu en er nú eitt það ríkasta í heimi. Samkvæmt Lífsgæðaskýrslu SÞ mælist Ísland í ö ð ru sæti á eftir Noregi yfir þ á sta ð i þ ar sem eftirsóknarverðast er að búa en alls taldi listinn 177 lönd (Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, 2005).

Velgengni í efnahagsmálum á síðasta áratug hefur gefið íslenskum stjórnvöldum möguleika á að ráðstafa meira fé til uppbyggingar utanríkisþjónustunnar og breyta áherslum í utanríkisviðskiptum. Þannig er ekki lengur eingöngu einblínt á efnahagslegan ábata af alþjóðasamskiptum heldur eru markmiðin orðin mun víðtækari þar sem m.a. er lögð áhersla á hvað Ísland geti lagt af mörkum. Efnahagsleg velgengni Íslands gæti þó verið brothættari samanborin við önnur ríki sökum þess hve þjóðin er háð útflutningi sjávarafurða og áhrifa skammtímastórverkefna á efnahagslífið eins og t.d. uppbyggingu stóri ð ju og álvera. Þ etta endurspeglast í mynd 7.

Enn fremur hefur takmörku ð þ jó ð arframlei ð sla Íslands (samanborið við þjóðarframleiðslu ríkja eins og Danmerkur og Noregs), ásamt litlum heimamarkaði töluverð áhrif á efnahagslíf sem veikir það gagnvart sveiflum á alþjóðamörkuðum. Þessir þættir takmarka innri og ytri hæfni Íslands hvað efnahagslega stærð varðar.

Hvernig skynja þátttakendur stærð ríkis?

Skynjuð stærð vísar til þess hvernig innlendir sem erlendir aðilar líta á stærð ríkis í samanburði við önnur ríki. Þ etta endurspeglar hvernig pólitísk or ð ræ ð a

þessara aðila getur haft áhrif á hæfni og veikleika ríkja (Hansen, 2002; Guðmundur Hálfdánarson, 2004). Ólíkir hópar geta að sjálfsögðu haft mismunandi skoðanir á getu ríkisins eins og sést á mynd 8. Auk þess geta erlendir aðilar talið Ísland hafa fullkomna innri hæfni og takmarkaða veikleika meðan þeirra líta svo á að ytri hæfni landsins sé lítil vegna fyrri reynslu eða að landið komi neikvætt út í samanburði við önnur ríki.

Fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar töldu íslenskir stjórnmálamenn að landið hefði ekki ytri hæfni til að vera virkur þátttakandi í alþjóðakerfinu (Baldur Þ órhallsson, 2005). Or ð ræ ð a þ eirra bygg ð ist á sjálfsákvörðunarrétti um stækkun fiskveiðilögsögunnar, deilum um hversu háð landið væri Bandaríkjunum og átökum um flutning valds frá stofnunum í Reykjavík til stofnana ESB í Brussel (Baldur Þórhallsson og Hjalti Vignisson, 2004(b)). Einnig einkenndist orðræðan af nauðsyn þess að Íslendingar myndu njóta beinna hagsmuna af þátttöku í alþjóðlegum samskiptum (Geir H. Haarde, 2005; Baldur Þórhallsson, 2005). Þetta viðhorf íslenskra stjórnmálamanna var á skjön við vi ð horf samstarfsbræ ð ra þ eirra á hinum Norðurlöndunum sem töldu að lönd sín hefðu fulla getu til að taka þátt í alþjóðakerfinu sem þau og gerðu (Archer, 2003).

Umræðan um það hvort Ísland eigi að halda til streitu framboði sínu til Öryggisráðs SÞ sýnir klárlega tvö ólík viðhorf sem ríkja í landinu um þátttöku í alþjóðakerfinu. Annars vegar hið hefðbundna viðhorf er byggir á efnahagslegum ábata af öllum alþjóðasamskiptum með lítilli eða engri trú á að Ísland geti haft áhrif innan alþjóðastofnana (Davíð Oddsson, 2002) og hins vegar það viðhorf að Ísland hafi fulla getu til að taka virkan þátt í samstarfi innan alþjóðasamfélagsins og beri í raun skyldur gagnvart öðrum ríkjum á þeim vettvangi (Geir H. Haarde, 2002(a); Geir H. Haarde, 2005).

Ð
2007/2008
Ytri
Hæfni Veikleiki Hæfni Veikleiki Þjóðarframleiðsla Lítil-miðlungs Miklir Lítil Miklir Forgangsröðun Lítil Miklir Lítil Miklir Hugmyndir
Miðlungs Mikil
Innri einkenni Ytri einkenni Hæfni Veikleiki Hæfni Veikleiki Stjórnmálamenn innanlands Fullkomin Litlir Miðlungs Miðlungs-miklir Íbúar Fullkomin Miðlungs Miðlungs Miðlungs-miklir Aðrir þátttakendur innanlands Miklir Miðlungs Litlir Miklir Erlendir stjórnmálamenn Fullkomin Litlir Miðlungs Miklir Aljóðastofnanir Fullkomin Litlir Miðlungs Miklir Aðrir þátt. í alþjóðakerfinu Fullkomin Litlir Litlir Miklir
8. Skynjuð stærð 14
ÍSLENSKA LEI
IN
Innri einkenni
einkenni
um alþjóðakerfið Mikil
Miðlungs Mynd 7. Efnahagsstærð
Mynd

arnefnda viðhorfið hefur í vaxandi mæli einkennt utanríkisstefnu landsins frá miðjum 10. áratugnum þó að ólík sjónarmiða geti gætt meðal ólíkra aðila eins og fram kemur á mynd 8. Geir H. Haarde telur t.d. að með sæti í Öryggisráðinu gæti Ísland átt möguleika á a ð hafa áhrif á ákvar ð anir sem var ð a alþjóðasamfélagið. Hann telur jafnframt að íslensk stjórnsýsla sé ekki of lítil til að axla þá ábyrgð sem fylgdir aðildi að ráðinu og að með endurskipulagningu starfsmannahalds innan utanríkisráðuneytis og milli ráðuneyta megi ráða við tímabundið aukið álag (Geir H. Haarde, 2005; Geir H. Haarde 2006(b)).

alþjóðakerfisins á hverjum tíma. Mynd 9 sýnir m.a. ofangreinda innri hæfni landsins.

Þó nokkrir veikleikar hafa hins vegar fylgt þessum þ áttum. Til dæmis var sú forgangsrö ð un sem stjórnmálamenn kusu til þess að byggja upp íslenskt samfélag ekki alltaf sú besta út frá hagfræðilegu sjónarhorni. Einnig má telja að hugmyndum og/eða metnaði stjórnmálamanna um full yfirráð yfir landi og sjó hafi verið takmörk sett vegna óvissu um þróun alþjóðakerfisins og afleiðingar þess fyrir Ísland. Til að mynda ríkti mikil óvissa um viðbrögð annarra ríkja við stækkun fiskveiðilögsögunnar. Veikleikar Íslands í

Innri einkenni

einkenni

Al þ jó ð legur þ r ý stingur á aukna þ átttöku Íslands í alþjóðasamfélaginu hefur haft umtalsverð áhrif á utanríkisstefnu Íslands. Erlend stjórnvöld, hagsmunahópar og fjöldi al þ jó ð astofnana hafa skora ð á Íslendinga a ð leggja meira til alþjóðasamfélagsins. Á þetta við stofnanir eins og NATO, alþjóðabankana, EES og SÞ og aðildarríki þeirra. Frá byrjun síðasta áratugar hafa bandarísk stjórnvöld þrýst á íslensk stjórnvöld að leggja meira fjármagn til eigin varna og að deila skyldum með öðrum NATO ríkum. Má telja að erlendir aðilar hafi trú á a ð Ísland geti lagt meira af mörkum til alþjóðasamfélagsins og krefjist þess að landið axli meiri ábyrgð á þeim vettvangi eins og mynd 8 sýnir. Þessi þrýstingur hafi t.d. haft umtalsverð áhrif á stofnun íslensku friðargæslunnar og aukin útgjöld til þróunarmála.

Geta ríki valið sér eigin stærð?

Valin stærð nær yfir þrjá þætti sem eru metnaður, forgangsröðun og hugmyndir varðandi alþjóðakerfið. Íslenskir stjórnmálamenn höf ð u mikinn metna ð varðandi innanlandsmálefni alla síðustu öld og landið breyttist frá því að vera fátækt landbúnaðarsamfélag í au ð ugt i ð na ð ar- og vi ð skiptasamfélag. Forgangsrö ð un stjórnmálamanna var sk ý r: sjálfsákvör ð unarréttur yfir landi og fiskimi ð um. Stjórnvöld virðast einnig hafa trúað því staðfastlega að þeim myndi takast að öðlast fullt sjálfstæði og tryggja yfirrá ð yfir au ð lindum hafsins innan

þessu sambandi, innri einkenni, eru settir fram í mynd 9.

Ytri valin stærð Íslands er ekki jafn skýr þar sem talsverðar breytingar hafa átt sér stað á síðastliðinum áratug. Íslenska stjórnmálamenn virðist hafa skort tiltrú á að Ísland gæti haft áhrif innan alþjóðastofnana og metnað til þess að verða virkur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu allt fram á miðjan 10. áratug sí ð ustu aldar (Baldur Þ órhallsson, 2005). Aukin þátttaka í alþjóðakerfinu hefði aldrei komið til nema vegna breytts viðhorfs íslenskra stjórnmálamanna var ð andi forgangsrö ð un, hlutverk og skyldur í al þ jó ð asamfélaginu. Í sta ð þ ess a ð einblína á efnahagslegan ábata í al þ jó ð asamskiptum hafa hagsmunir Íslendinga verið skilgreindir með víðtækari hætti þar sem meiri áhersla er lögð á framlag til al þ jó ð asamfélagsins en á ð ur. Aukin virkni í alþjóðakerfinu er talin hagnast Íslendingum til lengri tíma litið. Þá hafa íslensk stjórnvöld gefið í skyn að Ísland beri skyldur gagnvart alþjóðasamfélaginu (Geir H. Haarde, 2006(a); Morgunblaðið 14. nóvember, 2003). Hefur það leitt til aukinnar þátttöku Íslands innan fjölmargra alþjóðastofnana. Það eru hins vegar umtalsver ð ir veikleikar fólgnir í aukinni þ átttöku Íslands í alþjóðakerfinu vegna óvissu í alþjóðlegu umhverfi og ef geta Íslands er borin saman við getu annarra ríkja eins og kemur fram í mynd 9. Afstaða stjórnvalda gagnvart getu Íslands til að vinna innan alþjóðakerfisins hefur einnig breyst, sjá mynd 9, og íslenskir stjórnmálamenn virðast trúa því í auknu mæli að þeir geti haft áhrif innan núverandi alþjóðakerfis.

Síð
__________ Hæfni Veikleiki Hæfni Veikleiki Metnaður Mikil-fullkomin Miðlungs Miðlungs Miklir Forgangsröðun Mikil Miðlungs Mikil Miðlungs-mikil Hugmyndir um alþjóðakerfið Mikil Mikil Miðlungs Mikil
Ytri
ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 15
Mynd 9. Valin stærð

Breytt viðhorf og forgangsröðun stjórnmálamanna eru lykilþættir í því að skýra stefnubreytingu Íslands hvað varðar aukna þátttöku í alþjóðakerfinu sl. áratug. Utanaðkomandi alþjóðlegur þrýstingur hefur einnig knúið íslensk stjórnvöld til þess að láta meira að sér kveða innan alþjóðastofnana. Auk þess hafa stjórnvöld orðið að bregðast við breyttum aðstæðum í heiminum t.d. hva ð var ð ar aukin samskipti vi ð fjarlæga heimshluta, nýja stöðu öryggis og varnarmála og aukin alþjóðaviðskipti. Þessir þættir hafa bæði leitt til aukinna tvíhliða- og fjölþjóðasamskipta.

Stefnubreyting íslenskra stjórnvalda hefur orðið samhliða aukinni velmegun (sem hefur stuðlað að uppbyggingu utanríkisþjónustunnar og stjórnsýslunnar almennt) og auknum mannau ð i (í formi aukinnar menntunar vinnuafls sem hefur getu til að takast á við alþjóðleg verkefni). Hins vegar ber að hafa í huga að þ a ð hefur veri ð me ð vitu ð ákvör ð un íslenskra

stjórnvalda a ð landi ð taki virkari þ átt í alþjóðasamfélaginu. Ísland hefur haft val hvað þetta varðar. Stjórnvöld hefðu auðveldlega getað kosið að vera áfram óvirkir þátttakendur í alþjóðakerfinu. Þau kusu hins vegar að gera Ísland að virkari þátttakanda í kerfinu til að stuðla að langtímahagsmunum landsins sem og til a ð leggja sitt af mörkum til alþjóðasamfélagsins.

Aukna þátttöku Íslands í alþjóðakerfinu má rekja til breyttra viðhorfa stjórnvalda til hæfni og getu landsins til að takast á við alþjóðleg verkefni. Veikleikar landsins í þessu samhengi eru hins vegar aldrei langt undan. Þessi viðhorfsbreyting hefur haldist í hendur við breytta afstöðu stjórnvalda til alþjóðakerfisins sem slíks þ.e. getu lands eins og Íslands til að takast á við alþjóðlegar skuldbindingar innan ríkjandi kerfis. Skynjuð og valin stærð landsins hafa því lagt grunninn að aukinni þátttöku í alþjóðasamfélaginu. Íslensk stjórnvöld hafa skynjað stærð sína með öðrum hætti en áður og valið sér nýja stærð í alþjóðakerfinu.

Heimildir

Albert Jónsson (1989). Iceland, NATO and the Keflavík Base. Iceland: Icelandic Commission on Security and International Affairs.

Alyson, J. K. & Baldur Þórhallsson (2006). Iceland and the European Security and Defence Policy. Í Alyson J. K. Bailes, Herolf, G. & Sundelius, B. (Ritstj.), The Nordic Countries and the European Security and Defence Policy (bls. 328 348). Oxford University Press. Archer, C. (2003). The Nordic States Contribution to the International System. Í Seppå, T. Touminen, K, Vesa, U. & Väyryen, T. (Ritstj.), Studying the World and Changing it (bls. 217 229). Tampere: Tampere Peace Research Institute.

Baldur Þórhallsson (2006). The Size of the States in European Union: Theoretical and Conceptual Perspectives. Journal of European Integration, 28(17 31.

Baldur Þórhallsson (2005). What feature determine international activties of small states? The International approach and Iceland until the mid 1990s. Stjórnmál og stjórnsýsla –veftímarit. 1(1), 105 154.

Baldur Þórhallsson og Hjalti Vignisson (2004(a)). The special relationship between Iceland and the United States of America. Í Baldur Þórhallsson (Ritstj.) Iceland and European Integration. On the the edge (bls. 203 127). London: Routledge.

Baldur Þórhallsson og Hjalti Vignisson (2004(b)). A controversial step: Membership of the EEA. Í Baldur Þórhallsson (Ritstj.) Iceland and European Integration. On the the edge (bls. 38 49). London: Routledge.

Baldur Þórhallsson (2004(a)). Shackled by smallness: a weak administration as a determinant of policy choice. Í Baldur Þórhallsson (Ritstj.), Iceland and the European Integration. On the the edge (bls. 161 184). London: Routledge.

Baldur Þórhallsson (2002). Consequences of Small Administration: The Case of Iceland. Current Politics and Economics of the European Union, 11(1), 61 76.

Baldur Þórhallsson. Möguleikar íslensku stjórnsýslunnar til að takast á við aðild að Evrópusambandinu. Í Eiríkur Bergmann Einarsson (Ritstj.), Ísland í Evrópu (bls. 30 54) Reykjavík: Samfylking.

Davíð Oddsson (25. janúar 2002). Ávarp forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. http//forsaetisraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/365. (Skoðað 27. mars 2006).

Einar Benediktsson (2003). Iceland and European Development: A Historical Review from a Perspective. Reykjavík: Almenna bókafélagið.

Geir H. Haarde (2005). Ræða Geirs H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. http://www.xd.is/xd/modules/100/print.aspx?id=160490&cownertype=1&cownerid=303 27&position=0 Skoðað 9. febrúar 2006).

Geir H. Haarde (9. March 2006(a)). Rétt að fara í átak til að upplýsa almenning. Viðtal í Morgunblaðinu.

Geir H. Haarde (9. March 2006(b)). Viðtal í ríkisútvarpinu, Rás 1 (RÚV).

Niðurstöður
LEI Ð IN 2007/2008
ÍSLENSKA
16

Griffiths, R. (2004). Small states and European economic integration. Reykjavík: Center for Small states Studies, Institute of International Affairs, University of Iceland. Guðmundur Hálfdánarson (2004). Discussing Europe: Icelandic nationalism and European integration. Í Baldur Þórhallsson (Ritstj.), Iceland and European Integration: On the edge (bls. 128 - 144) London: Routledge.

Hanssen, L. (2002). Indroduction. Í Hansen, L & Wæver, O. (Ritstj.), European Integration and National Identity, The Challenge of the Nordic States (bls. 1 - 19). London: Routledge. Katzenstain, P. (1984). Corporationsm and Change: Austria, Switzerland and the Politics of Industry. Ithaca og London: Cornell University Press.

Morgunblaðið (14. júlí 2005). Mörg fordæmi fyrir því að ríki hætti við Morgunblaðið (14. nóvember 2003). Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fjallaði um framboð til Öryggisráðs SÞ á Alþingi. Ákvörðun um framboð til öryggisráðs SÞ markar tímamót. Morgunblaðið (29. júlí 2005). Fullur stuðningur við framboð Íslands til Öryggisráðsins.

Ólafur Þ. Harðarson & Gunnar H. Kristinsson (1987). The Icelandic Parliamentary Election of 1987. Electoral Studies, 6(3), 219 - 34.

Utanríkisráðuneyti Íslands (2006). Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur 1918-2002. http//www.utanrikisraduneyti.is/utanrikisthjonustan/sogulegt-yfirlit/#VII. (Skoðað 25. mars 2006).

Utanríkisráðuneyti Íslands (2003). Upplýsingar. Reykjavík: Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneyti Íslands (Apríl 2001). Upplýsingar um fjölda starfsmanna í utanríkisþjónustu tiltekinna landa. Reykjavík: Utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðuneyti Luxemborg (Apríl 2001). Upplýsingar um fjölda starfsmanna í utanríkisþjónustu tiltekinna landa. Luxemborg: Utanríkisráðuneyti

Utanríkisráðuneyti Noregs (Apríl 2001). Upplýsingar um fjölda starfsmanna í utanríkisþjónustu tiltekinna landa. Osló: Utanríkisráðuneyti.

Valur Ingimundarson (1996). Ísland í eldlínu kalda stíðsins: samskipti Íslands og Bandaríkjanna 1945-1960. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

Viðtal við starfsmann íslenska utanríkisráðuneytisins (Janúar 2006).

Þórhildur Hagalín (2005). Raunverulegt sjálfstæði smáríkja. Reykjavík: Félagsvísindadeild, Háskóla Íslands. (BA-ritgerð).

Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (2005). The 2005 Human Development Index (HDI), New York: United Nations.

Skiptinemaspjall

Nafn?

Ólafur Benediktsson

Til hvaða lands fórstu og af hverju?

Ég fór til Árósa í Danmörku, langaði að breyta til og leit á þetta sem gott tækifæri til þess.

Hvernig fannst þér skiptinámið? Frábært í alla staði, gaman að kynnast fólki af ólíkum uppruna og úr mismunandi menningu.

Mundiru segja að þetta hafi haft áhrif á þína menntun? Má segja að þetta ár hafi opnað augun mín fyrir þeim möguleikum sem manni bjóðast eftir nám og jafnframt til frekara náms. Gefur manni aukið sjálfstraust í sambandi við námið

Myndirðu mæla með skiptinámi og þá af hverju?

Alveg hiklaust, þessi reynsla var mér ómetanleg og í raun fékk ég mun meira út úr þessu en ég bjóst upphaflega við. Ég mun búa að þessari reynslu alla ævi. Ég held almennt að maður þroskist mikið við þetta ef maður fer á réttum forsendum.

Hvert er mottóið þitt í lífinu? Betra er að teyga sopann en teygja lopann.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008

Smærri ríki innan ESB: Orðspor, gott fordæmi og sérfræðiþekking geta aukið völd

Gunnhildur Lily Magnúsdóttir

Doktorsnemi í stjórnmálafræði við HÍ og gestafræðimaður við Lundúnaháskóla

1 2

Orðspor, fordæmishegðun og sérfræðiþekking ríkis geta verið mikilvæg valdaúrræði fyrir smærri ríki sem geta ekki reitt sig á tölulegan styrk eins og stór ríki geta með stórri stjórnsýslu sinni, herstyrk, fjármagni og atkvæðavægi í Ráðherraráðinu. Hér er sjónum beint að or ð spori, fordæmisheg ð un og sérfræ ð i þ ekkingu Svíþjóðar og Finnlands í umhverfismálum og hvernig þ essir þ ættir hafa gagnast ríkjunum innan umhverfisstefnu ESB. Svíþjóð og Finnland búa yfir sérfræðiþekkingu í umhverfismálum og hafa langa reynslu af umhverfisvernd. Auk þess er hægt að segja að þessi ríki hafi sett ákveðið fordæmi með strangri umhverfislöggjöf sinni og vel skipulögðum ramma umhverfislaga. Svíar og Finnar setja umhverfismál hátt á forgangslista yfir hagsmunamál sín innan ESB og hafa ná ð eftirtektarver ð um árangri innan umhverfisstefnunar þrátt fyrir að bæði ríkin teljist til smærri ríkja ESB og hafi fá atkvæði í Ráðherraráðinu, litla stjórnsýslu og takmarkað fjármagn miðað við stærri aðildarríki.

Greinin er m.a. byggð á viðtölum við embættismenn fastanefna aðildarríkja ESB í Brussel, embættismenn í sænsku og finnsku umhverfis- og utanríkisrá ð uneytunum og embættismenn á stjórnarskrifstofu umhverfismála hjá Framkvæmdastjórn ESB (Environment Directorate General).

Orðsporið leggur grunninn

Samkvæmt viðmælendum í rannsókninni leikur enginn vafi á því að orðspor Svía og Finna er mjög jákvætt innan umhverfisstefnu ESB. Þ essi ríki eru talin afar ,,græn”, frumkvöðlar í umhverfismálum og í hópi forysturíkja innan umhverfisstefnunnar (ásamt Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Hollandi). Flestum viðmælendum ber einnig saman um að Svíar og Finnar hafi mun meiri áhrif á umhverfisstefnuna en stærð þeirra segir til um. Fræðimenn sem skoðað hafa völd og stöðu Norðurlanda í alþjóðlegu samstarfi hafa bent á að almennt jákvætt orðspor (reputation) Norðurlanda geti og hafi aukið völd þeirra ríkja á alþjóðavettvangi t.d. í umhverfismálum og fri ð arvi ð ræ ð um á Balkanskaga og fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem

þessi ríki hafa verið í hlutverki sáttasemjara (sjá t.d. Kronsell 2002; Ingebritsen 2004).

Almennt séð getur jákvætt orðspor aukið réttmæti e ð a lögmæti (legitimacy) ríkis í ákve ð num samningaviðræðum (Elgström og Jönsson 2000). Lítill vafi leikur á að jákvætt orðspor Svía og Finna hefur sitt a ð segja innan umhverfisstefnu ESB og telja vi ð mælendur í rannsókninni a ð a ð ildarríkin og Framkvæmdastjórnin leggi við hlustir þegar Svíar og Finnar taka til máls vegna þess góða orðspors sem þau hafa í umhverfismálum. Hins vegar eru sænskir og finnskir viðmælendur sannfærðir um að gott orðspor þeirra í umhverfismálum dugi ekki eitt og sér til að sannfæra hin aðildarríkin eða Framkvæmdastjórnina um réttmæti hugmynda þeirra um umhverfismál því oft vilja Sví þ jó ð og Finnland ganga lengra og setja strangari umhverfislög heldur en Framkvæmdastjórnin og/e ð a meirihluti a ð ildarríkjanna vill. Finnskir og sænskir vi ð mælendur telja nau ð synlegt a ð gó ð a or ð sporinu fylgi fordæmisheg ð un og/e ð a sérfræ ð i þ ekking ef takast á a ð sannfæra Framkvæmdastjórnina um nauðsyn þess að leggja fram ákveðið lagafrumvarp og síðar sannfæra hin a ð ildarríkin um mikilvægi þ essa ákve ð na lagafrumvarps. Fordæmishegðunin felst ekki einungis í því að ríkin sýni gott fordæmi með því að setja strangari umhverfislög en aðrar þjóðir. Fordæmið má einnig nota til að sýna fram á að ákveðin umhverfislög hafi nú þegar reynst vel og afleiðingar laganna séu jákvæðar fyrir umhverfið og ríkið í heild sinni. Sænskur embættismaður útskýrir mikilvægi fordæmishegðunar á eftirfarandi hátt: ,,Orðspor okkar í umhverfismálum er mikilvægt því það fær Framkvæmdastjórnina og hin ríkin til að hlusta á okkur. Til þess að sannfæra Framkvæmdastjórnina eða umhverfisráðherra hinna a ð ildarríkjanna um réttmæti tillagna okkar er nauðsynlegt að sýna fram á að við höfum nú þegar sett fordæmi með ákveðnum lögum og að við höfum séð aflei ð ingar þ eirra. Þ a ð er nefnilega erfitt fyrir umhverfisrá ð herra e ð a Framkvæmdastjórnina a ð ganga gegn hugmyndum um ný og/eða strangari umhverfislög þegar við getum sýnt fram á að við höfum haft svipuð lög hér heima fyrir í mörg ár og þau hafi reynst vel og haft jákvæð áhrif á umhverfið hér” (Viðtal við embættismann sænsku fastanefndarinnar gagnvart

1Fordæmishegðunin felst m.a. í því að ríki setur gott fordæmi með því að setja strangari umhverfislög en aðrar þjóðir (stundum gagngert í þeirri von að önnur ríki fylgi fordæmi þess). Fordæmið má svo nota til að sýna fram á að að ákveðin umhverfislög hafi reynst vel og afleiðingar laganna séu jákvæðar fyrir umhverfið og ríkið í heild sinni.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
2 Viðtölin eru hluti af yfirstandandi doktorsrannsókn minni um áhrif norrænna aðildarríkja ESB innan Umhverfisstefnu ESB. 18

ESB í Brussel). Viðmælendur hjá stjórnarskrifstofu umhverfismála (Environment Directorate General) taka í sama streng hvað varðar mikilvægi fordæmishegðunar þ ví Framkvæmdastjórnin byggir oft umhverfislagafrumvörp sín á umhverfislögum einstakra ríkja, þ .e.a.s. ríkja sem hafa sett fordæmi me ð umhverfislögum sínum sem Framkvæmdastjórnin telur rétt að skoða (sjá einnig Lindholm 2002 eða Jordan 2005). Bæði Svíar og Finnar hafa notað sér fordæmi sem þeir hafa sett heima fyrir þegar þeir hafa barist fyrir setningu ákveðinna laga á Evrópugrundvelli. Bæði ríkin telja sig hafa náð árangri með því að leggja áherslu á fordæmishegðun sína en Svíar hafa þó fleiri haldbær dæmi um árangur þ essarar a ð fer ð ar. Framkvæmdastjórnin hefur t.d. litið mjög til sænskra laga þegar lög um meðferð og framleiðslu kemískra efna hafa verið endurskoðuð og/eða lögð fram. Auk þess hefur Svíum tekist að draga evrópsk umhverfislög um kemísk efni í átt að sænskum lögum um kemísk efni í stað þess að þurfa að aðlaga hin ströngu sænsk lög um kemísk efni að evrópskum umhverfislögum, eins og margir Svíar óttuðust þegar þeir gengu í ESB. Nýjasta dæmið um árangur Svía í þessum málaflokki er REACH-áætlunin sem er fyrsta heildstæða áætlun ESB um meðferð kemískra efna. REACH-áætlunin er mikið hagsmunamál bæði fyrir Svía og Finna sem hafa barist fyrir strangari lögum um meðferð kemískra efna á Evrópugrundvelli og hafa vísað í sín eigin lög og reynslu í þessari baráttu. Finnar hafa þó frekar náð árangri þegar þeir hafa barist fyrir strangari lögum um losun mengandi efna út í andrúmsloftið heldur en í umræðunni um kemísk efni. Finnar hafa líkt og Svíar haft strangari umhverfislög um verndun andrúmslofts, heldur en flest önnur aðildarríki ESB og hafa þeir lagt áherslu á fordæmishegðun sína í baráttu sinni fyrir meiri takmörkunum um losun mengandi efna frá stórum verksmiðjum sem valda súru regni sem er vandamál í Finnlandi.

Framkvæmdastjórnin mjög háð sérfræðingum Þörfin fyrir sérfræðikunnáttu og tæknilega þekkingu er mikil innan Umhverfisstefnu ESB þ ar sem mörg umhverfismál eru í e ð li sínu mjög tæknileg og stefnumótun því frekar í höndum sérfræðinga heldur en stjórnmálamanna. Framkvæmdastjórn ESB er eins og flestir vita eina stofnun ESB sem hefur rétt til að leggja fram lagafrumvörp. Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar takmarkaða fjárhagslegar og stjórnsýslulegar bjargir og reiðir sig því mikið á utanaðkomandi aðstoð þ egar kemur a ð mótun lagafrumvarpa innan Umhverfisstefnunnar. Umhverfisstefnunni hefur vaxið mjög fiskur um hrygg síðastliðna tvo áratugi og hefur þörfin fyrir sérfræðiaðstoð aukist í takt við aukna útgáfu laga sem falla undir Umhverfisstefnuna (Lenchow 2005).

Þessari þörf hefur Framkvæmdastjórnin aðallega mætt me ð tvennum hætti. Annars vegar me ð sérfræðingum frá aðildarríkjunum (national experts) sem a ð ildarríkin tilnefna og eru rá ð nir beint til stjórnarskrifstofu umhverfismála hjá Framkvæmdastjórninni (Environment Directorate General) til að vinna að ákveðnum málaflokkum. Hollusta slíkra sérfræðinga á að sjálfsögðu fyrst og fremst að liggja hjá Framkvæmdastjórninni en þessir sérfræ ð ingar eru mikilvægur hlekkur á milli Framkvæmdastjórnarinnar og aðildarríkisins sem þeir koma frá (Andersen og Liefferink 1997). Svíar og Finnar hafa verið duglegir við að ,,lána” sérfræðinga sína til starfa til Framkvæmdastjórnarinnar í þeirri von að kunnátta viðkomandi sérfræðings geti vakið athygli Framkvæmdastjórnarinnar á ákve ð num umhverfismálum sem þessi ríki telja mikilvægt að setja lög um. Dæmi um slíkt er t.d. barátta Svía fyrir samevrópskri áætlun um varnir gegn súru regni. Svíum var mjög umhuga ð um a ð Framkvæmdastjórnin markaði samevrópska stefnu til varnar súru regni sem er mikið vandamál í Svíþjóð. Strax sama ár og Svíar gengu í ESB, tilnefndu Svíar sérfræðing til starfa hjá Framkvæmdastjórninni sem haf ð i veri ð yfirma ð ur stofnunar sem berst gegn súru regni í Svíþjóð. Auk þess bentu Svíar Framkvæmdastjórninni á fordæmi sitt þar sem þeir höfðu lengi haft mun strangari lög en flest önnur Evrópulönd um losun mengandi efna sem valda súru regni út í andrúmsloftið. Afleiðingin varð sú að Framkvæmdastjórnin setti fram áætlun til varnar súru regni árið 1997. Sú áætlun leiddi svo síðar til setningar ýmissa reglugerða sem eiga að minnka losun ýmissa mengandi efna út í andrúmsloftið sem valda súru regni. Þessi áætlun og reglugerðirnar sem fylgdu voru mjög mikilvægar fyrir Svía og eru sænskir embættismenn sannfærðir um að kunnátta þeirra og fordæmi hafi verið afgerandi þættir í að sannfæra Framkvæmdastjórnina um nauðsyn þess að setja fram þessa áætlun (viðtöl við sænska embættismenn í Brussel 2005-2006 og embættismenn á stjórnarskrifstofu umhverfismála Framkvæmdastjórnar ESB, 2005—2006, sjá einnig Kronsell 1997, 2002).

Hins vegar reiðir Framkvæmdastjórnin sig einnig miki ð á utana ð komandi sérfræ ð inga sem mynda tímabundna vinnuhópa (expert working groups) til þess að gefa álit sitt á ákveðnum umhverfismálum. Vægi þessara sérfræðinga sem sitja í vinnuhópunum er sérstaklega miki ð fyrir smærri ríki sem búa yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu því sérfræðingar smærri ríkja hafa jafn mikið vægi innan vinnuhópanna (expert working groups) og sérfræðingar stærri ríkjanna þegar unnið er að lagafrumvörpum um umhverfismál á vettvangi ESB. Rétt er þó að taka fram að þessir sérfræðingar koma heldur ekki fram fyrir hönd síns ríkis heldur í krafti sérfræðiþekkingar og eiga þeir því ekki beint að gæta hagsmuna síns ríkis. Hlutleysi þeirra er þó síður en svo

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 3 REACH stendur
3 19
fyrir: Registration, Evaluation and Authorisation of Chemicals.

IN

Ð

ÍSLENSKA LEI

algert og er þeim ætlað að veita upplýsingar um pólitískan stuðning síns aðildarríkis við þær hugmyndir/ tillögur sem þeir vinna að hverju sinni og geta þeir einnig reynt að beina umræðunni innan hópsins í þann farveg sem þjónar hagsmunum ríkis þeirra (Lindholm 2002). Svíþjóð og Finnland hafa einnig gert sér grein fyrir mikilvægi þessara sérfræðihópa og hvernig hægt er a ð nota þ á til a ð auka áhrif ríkisins á Umhverfisstefnuna. Dæmi um slíkt er t.d. áðurnefnd barátta Finna fyrir hertum reglum um losun mengandi efna frá stórum verksmiðjum sem valda súru regni. Finnar buðu fram krafta finnsks sérfræðings ári áður en þeir gengu í ESB, árið 1994, í gegnum aðild sína að EES. Þessi sérfræðingur tók sæti í vinnuhópi sem átti að endurskoða tilskipun um losun mengandi efna frá stórum verksmiðjum sem upphaflega hafði verið sett árið 1987. Það var Finnum mikið hagsmunamál að tilskipunin yrði gerð strangari og því buðu þeir fram krafta þessa finnska sérfræðings. Tillögur um strangari tilskipun mættu talsverðri andstöðu en hún náði loks fram a ð ganga ári ð 2000 og telja Finnar a ð sérfræðikunnátta þeirra bæði innan vinnuhópsins og einnig þegar þeir sátu í stól forseta Ráðherraráðsins

árið 1999 hafi ráðið miklu um að tilskipunin var gerð strangari. Einnig telja Finnar að fordæmishegðun þeirra sem áður var minnst á, þ.e. ströng finnsk lög um takmarkanir á losun mengandi efna út í andrúmsloftið, hafi haft sitt að segja og Framkvæmdastjórnin hafi litið til þeirra laga og sænskra laga þegar tilskipunin var gerð strangari.

Það er því alveg ljóst að bæði Svíar og Finnar telja að hægt sé að ná árangri innan Umhverfisstefnu ESB með því að notfæra sér óhefðbundin valdaúrræði eins og gott or ð spor, fordæmisheg ð un og sérfræðiþekkingu. Að sjálfsögðu hafa ýmsir aðrir þættir, eins og dagskrá forseta Ráðherraráðsins, samningastíll viðkomandi ríkis og möguleg bandalög ríkja innan Ráðherraráðsins, áhrif á hvort eða hvernig ríki tekst að koma sínum hagsmunamálum á framfæri. Greining á öðrum áhrifaþáttum er hins vegar frekar viðfangsefni doktorsrannsóknar minnar því lengd og eðli þessarar greinar leyfir ekki frekari umræður um aðra áhrifaþætti eða önnur valdaúrræði en þau sem hér hafa verið skoðuð

Heimildir:

Andersen, Michael Skou og Liefferink, Duncan (ritstj.) (1997): The European Environmental Policy- the Pioneers. Manchester University Press.

Elgström, Ole og Jönsson, Christer. 2000. “Negotiation in the European Union: Bargaining or Problem Solving?” í Journal of European Public Policy, vol. 7, no.2.

Ingebritsen, Christine. 2004. “Learning from Lilliput: small states and EU expansion” í Scandinavian Studies, vol.7, no.2.

Jordan, Andrew (ritstj.), (2005): Environmental Policy in the European Union: actors, institutions and processes. London. Earthscan. Kronsell, Annica. (2002): Can small states influence EU norms? Insights from Sweden's participation in the field of environmental politics í Scandinavian Studies, vol 74, no 3. Kronsell, Annica. (2001): Miljöpolitiken-föregångslandets dilemma í Jonas Tallberg (ritstj.), När Europa kom till Sverige - Ordförandeskapet i EU 2001, Stockholm. Kronsell, Annica. (1997): Sweden:setting a good example í Andersen, Michael Skou Andersen og Liefferink, Duncan (ritstj.), The European Environmental Policy- the Pioneers. Manchester University Press. Lenschow, Andrea (2005): Environmental Policy: Contending Dynamics of Policy Change í Wallace, Helen, Wallace William and Pollack, Mark (ritstj.), Policy-making in the European Union. Oxford. Oxford University Press.

Lindholm, Arto (2002): Finland in EU Environmental Policy. Helsinki. Ministry of the Environment.

2007/2008
20

Skiptinemaspjall

Nafn?

Anna Margrét Sigurðardóttir:

Til hvaða lands fórstu og af hverju? Ég fór til Oklahoma í Bandaríkjunum. Mig langaði að fara til Bandaríkjanna því ég hef gaman af að ferðast og kanna nýjar slóðir og hafði aldrei komið þangað áður.

Hvernig fannst þér skiptinámið?

Mér fannst alveg rosalega skemmtilegt og gefandi. Frábært að upplifa öðruvísi aðstæður og sjá hlutina frá nýju sjónarhorni.

Myndiru segja að þetta hafi haft áhrif á þína menntun? Já, mér finnst það. Oklahoma er svokallað ,,biblíubelti" og það var rosalega fróðlegt að læra stjórnmálafræði í fylki sem lítur á hlutina út frá biblíunni í marga staði.

Myndiru mæla með skiptinámi og þá af hverju? Ekki spurning. Þetta var algjör snilld. Maður eignast nýja vini, kynnist annarri menningu og bara upplifir sjálfan sig á nýjan hátt.

Hvert er mottóið þitt í lífinu? Að njóta alls þess sem lífið býður upp á.

Small states in Europe and the European Union

In Denmark - and other small states in Europepoliticians who favour the European Union argue that we have to give up sovereignty to have a say in a more globalized world. But is this so? Is it really necessary to deposit our national democracies in favour of a seat in Brussels to have influence internationally?

In short the answer is No. In the following article I shall qualify this answer and outline the alternatives that small states can chose as well as why independency from the EU is a better option that gives small states more possibilities to manoeuvre on the international scene. As Iceland and Denmark are politically, culturally and geographically situated in a Nordic context the cooperation between the Nordic countries is taken as a point of departure.

Many on the so-called “Yes-side” in Denmark believe, that pooling sovereignty within the framework of the EU is the way forward and that states´ right to self-determination is potentially destructive and has to be controlled tightly by supra national organisations. The problem with the argumentation is not the preconditions but the conclusion that a (any) European Union with supra national authority is the “natural” conclusion or solution.

States and especially small states are better off when pooling the strength with other states in international negotiations and national sovereignty taken to its extreme can be used indeed very destructively. Both vis a vis other states and nations as well as to suppress minorities or even a whole population. However, the European Union is not the answer to these problems; rather it is an ever growing part of them.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
21

The fact that the EU speaks with one voice in international negotiations on for example trade means that member states cannot join more like minded states and form more favourable alliances. As trade issues are decided by majority voting this means that Denmark has been unable to join Iceland and Norway in alliances for more fair trade, environmental issues and human rights. The Nordic countries are forced to spilt, with sometimes very grave consequences.

Thus, it is a direct consequence of the Danish and Swedish EUmembership, that the joint Nordic up until this year in fact very successful work for peace in Sri Lanka has been forced to stop. The EU has lapelled one part in the conflict a terrorist organisation, which effectively has put an end to the negotiations between the government and the “tigers”. The violence has escalated now that the Nordic crucial buffer is no longer there.

The Nordic countries have a long and successful history of forming alliances in favour of peace, human rights and the poorer countries. We have joined forced with a range of other states; middelpowers such as Canada and South Africa and small powers in Latin America and Africa – we have won international respect and influence. And there is no supra national body involved. We have build up a system of binding agreements between sovereign states, which enables each country to decide which policy and alliance to adopt. On issues were our opinions differ too much to agree we accept each others right to act accordingly.

The Nordic countries also have a strong tradition of acting according to international law and working for the strengthening of international institutions. Small states and middle powers are secured an equal right to a voice to that of (the) super power(s) and all states are at the same time protected by and obligated to abide by international law. The international institutions such as human rights and the rules surrounding the use of force are our protection against destructive and (armed) intervention.

Building competing structures to the UN system is unnecessary, expensive and potentially obstructive. The EU is doing a lot of damage in Sri Lanka, in Latin America and (primarily West-) Africa partly because of the history and interest spheres of France. The UN is

not a political entity and is thus the only legitimate administrator of peace and human rights.

Outside the EU – or better yet – with no European Union at all – small states can manoeuvre on the international scene more freely. The boundaries are set by the rights of all states and human beings under international law to prevent war and ensure institutions for negotiation.

Outside the EU small states in Europe can negotiates bilaterally or multilaterally via The European Free Trade Agreement (EFTA) to ensure better and more fair trade agreements without the - absurdtrade barriers of the EU.

Outside the EU, the Nordic countries with a total of 25 million people can work together (again) and even form a closer intergovernmental cooperation, to the extent the peoples of Iceland, Denmark, Norway, Sweden and Finland wish.

And outside the EU it is the national and local democracies that decide over national and local issues such as health, education, agricultural policy, fisheries, transport, energy, economical policies and ….– issues that Denmark and Sweden have now deported in some cases fully to Brussels to be dealt with behind closed doors and with - at best - depressingly little public scrutiny and democratic influence.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
22

The neo-conservative model and Europe

Michael Rubin

The author is a resident scholar at the American Enterprise Institute and is the editor of the Middle East Quarterly.

Engagement and multilateralism have become mantra among European policymakers. There is seldom a problem, they believe, that cannot be solved by dialogue. At the urging of her European counterparts, on May 31, 2006, U.S. Secretary of State Condoleezza Rice, acquiesced to join the European engagement with Iran.

“To understand our commitment to a diplomatic solution and to enhance the prospects for success, as soon as Iran fully and verifiably suspends its enrichment and reprocessing activities, the United States will come to the table with out EU-3 colleagues and meet with Iran’s representatives.

While European foreign ministers got their wish, there is no more dangerous ideology than the assumption that dialogue is always healthy or appropriate, or that the process of multilateralism trumps unilateralism regardless of its substance.

European engagement with Iran began in earnest in 1992 as a German initiative. Berlin argued that the Islamic Republic would moderate in response to trade and dialogue. Theory did not conform to reality. According to a Berlin court, Ali Akbar Hashemi Rafsanjani—the same pragmatist upon whom European leaders now place hope, personally ordered assassinations in Vienna and Berlin. Long before the Iraq-born antagonism between Washington and Brussels, Rafsanjani redoubled Iranian efforts to develop a covert nuclear program.

Many policymakers, academics, and policymakers bend over backwards to understand and rationalize developing countries’ positions. In an atmosphere of growing anti-Americanism and antipathy toward Bush administration unilateralism, many accept arguments that Iran’s program is defensive. After all, U.S. troops are now in both Iraq and Afghanistan, Iran’s neighbors. The only problem is that Iran’s nuclear program predates the Bush administration. In many ways, it is the product of hard currency won through failed European engagement initiatives.

Former EU External Affairs Commissioner Chris Patten argued, “There is absolutely no dispute on the

importance of opening [trade] negotiations with Iran.” European officials soon augmented the failed German initiative with additional trade. In 2000, bilateral trade between Europe and the Islamic Republic exceeded $12 billion. Over the next five years, European Union trade with Iran nearly tripled. Rather than bolster Iranian reformers, EU hard currency killed them. During the tenure of reformist president Muhammad Khatami, government-equipped vigilantes attacked student dormitories. Persecution of Jews, Christians, and Baha’is increased. Instances of capital punishment doubled. On June 8, 2002, three days after Islamic Jihad killed 17 on a public bus in Israel, the Iranian government bolstered its payments to the group by 70 percent. Rather than bolster human rights, European money convinced Iranian leaders they could get away with murder.

Rather than use its hard currency to invest in schools, hospitals, and civil society, the Iranian leadership has invested heavily in its weapons program. In March 2001, Khatami traveled to Moscow to sign a $7 billion arms and nuclear reactor deal, even while state workers marched for unpaid wages. Iranian biological weapons labs now stock Swiss, German, Italian, and Spanish lab equipment. European officials stay silent as Tehran budgets perhaps $200 million per year for Lebanese Hizbullah, even as that group remains in violation of UN Security Council Resolution 1559. Throughout this period, Iranian officials misled or outright lied to their European counterparts and international inspectors. Their actions should have indicated to European leaders the Iranian leadership’s true intentions.

The Iranian leadership not only takes advantage of European goodwill, but also assumes that there will be no consequence for failure to abide by its diplomats commitments. Take the case of author Salman Rushdie. On February 14, 1989, Iranian Supreme Leader Ayatollah Ruhollah Khomeini issued a declaration calling for his death for insulting Islam. Then president Ali Khamenei, who today is Supreme Leader, demanded that Rushdie apologize in exchange for cancellation of a religious edict ordering his murder. Rushdie apologized, but the Iranian government kept

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 23

relations and announced that it would cancel the bounty on Rushdie. Less than five months later, though, Iranian security officers reaffirmed their intention to carry out Rushdie’s death sentence. And, on May 19, 1999, a day after London and Tehran agreed to once again exchange ambassadors, an official Iranian government radio commentary called Rushdie an “apostate,” reiterating that his murder would be legal.

Multilateralism sounds good in theory, but it is no substitute for reality. Not all states are sincere. Both politicians and international organizations can be venal. Hundreds of thousands of Rwandans died as the United Nations—and its then-peacekeeping director, Kofi Annan—stood aside. The UN’s Oil-for-Food program diverted billions from baby food for Iraqi children to luxury cars for UN officials and their contractors. Billions in European aid to the Palestinians have been wasted, not because of Israeli actions, but rather because of Palestinian corruption. No European auditor has yet sought to recover the hundreds of millions of dollars in bank accounts and property held by Yasser Arafat’s Paris-based wife, Suha.

For engagement to be effective, the substance of diplomatic grievance must be rectified. Incentives must change behavior, not encourage intransigence. After all, if every impasse is met with additional aid, why not provoke an endless cascade of crises? Even after the Iranian regime won U.S. recognition and billions in aid and investment, it did not abandon its nuclear weapons program. In finding Iran in non-compliance with its Nuclear Non-Proliferation Treaty’s Safeguards Agreement, the International Atomic Energy Agency detailed a litany of unresolved issues, not the least of which was Iranian willingness to account for all its imported uranium or to adequately explain the inspectors’ discovery of weapons-grade uranium traces.

Many European officials call for more talks. On September 10, Javier Solana, the European Union’s foreign policy chief, called for more discussion. “These (talks) have been worth it,” he said. From a European and American standpoint, diplomats scramble to find a magic formula of new incentives. But Multilateralism should not be synonymous with bribery. Tehran should not be rewarded for its failure to ratify the nuclear Non-Proliferation Treaty’s Additional Protocol. Nor should the onus of Tehran’s non-compliance with the Non-Proliferation Treaty’s Safeguard’s agreement be on European or American taxpayers.

Diplomacy must be responsible. It should not create precedents which encourage states to flout treaties for financial gain or exemptions from both European and American democratization and human rights concerns. It should be about more than opening opportunities for European and American businessmen. The most recent European and American initiative to Iran may be celebrated among diplomats in Brussels, Berlin, and Vienna, but it risks becoming a textbook model for the triumph of short-term diplomacy over longterm results.

So what can be done? European officials are right to question the efficacy of military actions and the effectiveness of sanctions. Most often, those American and European commentators who argue against such tactics engage in straw man arguments, drawn from the realm of their own imagination rather than the reality of a more nuanced American policy debate. Perhaps it is time for Europeans to take a second look at the neoconservative model. While “neocon” has become a slur in European parlance, incorrectly associated with secret cabals and military force, at its heart, neo-conservatism argues that foreign policy should be tied to human rights rather than cynical realism, and that governments accountable to their people tend to promote security.

Here, left-leaning Europeans and right-leaning Americans should be able to find common ground. Trade unions, for example, exist to make governments accountable to their citizens. Europe and the United States should, together, pursue a Gdansk model for rogue dictatorships. Independent unions force regimes to be accountable to their people. Rather than invest its money in nuclear centrifuges, the Iranian leadership might pay the back wages of workers in government-owned factories. Textile workers in Gilan, bus drivers in Tehran, and refinery workers in Abadan all deserve respect. Already, they are willing to stand up for their rights. They are indigenous movements, not exile-imposed. Western governments should, at least, offer them moral support, and not predicate strategy only on subsidizing and engaging the governments against whom they struggle.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 24

Sviðsljósið

Nafn? Kristján Freyr Kristjánsson

Hvað olli því að þú ákvaðst að fara í stjórnmálafræði? Ég hafði mikinn áhuga á utanríkismálum og fannst ég ekki hafa nægilegan skilning á mörgum ákvörðunum sem teknar voru af ríkistjórnum, bæði hér heima og úti í heimi.

Hvað líkar þér best við nám stjórnmálafræði? Áhugi nemenda á heimsmálum. Ég hafði aldrei fyrr komist í kynni við jafn breiðan skoðanahóp. Síðan var félagslífið frábært!

Hefur þú íhugað að fara í skiptinám til útlanda, og ef já, þá hvert? Ég vildi ekki taka skiptinám erlendis því þá hefði ég misst af mörgum mjög spennandi áföngum sem ég hafði enga tryggingu fyrir að fá kennda í erlendum háskólum.

Vinstri eða hægri? Ef það er eitthvað sem ég hef lært í stjórnmálafræði þá er það að vinstri og hægri er mikil einföldun á stjórnmálum fyrir óupplýstan almenning. Til að upplýsa þetta fólk get ég sagt að ég aðhyllist ýmislegt í kenningum sem kenndar eru við báðar þessar hliðar.

Viltu fá áfengi í matvöruverslanir? 100% já, ríkið á ekki leyfa tóbak í verslunum en banna áfengi. Við leyfum ekki kók en bönnum pepsí.

Hvaða eina atriði finnst þér að helst mætti betur fara í Háskóla Íslands? Það ætti að stuðla að auknum umræðutímum, nemendur þurfa að fá að tjá sig miklu meira um námsefnið sín á milli og þá helst á fleiri stöðum en í vísindaferðum.

Hvar er best að læra? Vökuheimilið er án efa besti staðurinn til að fræðast um lífið, tilveruna og alla aðra þætti sem skipta máli í lífinu.

Nýtir þú þér fría strætókortið? Stundum geri ég það, ég fer samt oftar á bílnum og þá sérstaklega þegar það er snjór úti.

Hvað hefurðu í huga að gera eftir að BA - nám í stjórnmálafræði lýkur? Mig langar til að mennta mig meira í hagfræði, alþjóðasamskiptum og/eða stjórnun. Ég er ennþá að gera upp hug minn um hvort hafi vinninginn. Ég hef líka mikinn áhuga á að læra nýtt tungumál og verður að teljast afar líklegt að ég slái báða drauma í einu höggi með umsókn í erlendan háskóla.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
25

Politics of Winners and Losers: Israel, Lebanon and the Sixth War

On July 12 2006, Israel unleashed a ferocious military campaign against Lebanon. The stated reason for this campaign was the abductions of two Israeli soldiers from inside the “green line” by Hizbullah militants. Israel’s unrestrained bombing of Lebanese civilian populations and infrastructure and its air and sea blockade did not set a precedent in any way, however. The scope of the air and land campaign revealed that it was not an honest attempt to recover two kidnapped soldiers, nor was it an issue of maintaining security, nor was it even an act of vindictive retaliation. Rather, Israeli military action in Lebanon was the spearhead to the now accepted practice of using military force as the primary, not secondary, tool of foreign policy. The Sixth War, as it has become known in the Arab world, manifested a doctrine of shock-and-awe mixed with a heavy-handed ideological campaign.

This use of military force as a political tool is more than gunboat diplomacy on a micro-level. It fits into the macro-politics of Israel’s and the US’s foreign policy in the region. Therefore, not coincidentally, the issue of the captured soldiers was quickly overshadowed in the international media by a familiar language coming out of Washington and Israel. One must only look at commentaries and punditry in Israel and the United States, for example, preceding the July 20th vote in US House of Representatives, which backed Israel’s “war on Hizbullah” by a margin of 410-8. The war was cast as a battle for civilization itself. The campaign must be ruthless because it was a battle against ruthless terrorism. It was not an attack against the Lebanese people. Civilians were bearing the brunt of it, in fact, because Hizbullah was hiding behind them. This proved that the battle was against fanatical terrorists, who do the bidding of the Syrian-Iranian axis of evil. Any political dialogue with Hizbullah (particularly to attain the release of the Israeli soldiers) was equated with Neville Chamberlain’s appeasement of the Nazis. The accusation of Hizbullah as Islamofascists was espoused explicitly during the bombings by John Bolton, then US Ambassador to the UN, and his bosses Condellezza Rice and George Bush (for example, during an August 7th White House press conference, held by both the Secretary of State and the President). Like Nazis, Arab-“Islamo-fascists” understand only force and must be snuffed out so as to no longer threaten the free-world. And as if to

rebuttal any doubt of this war’s nobility, the campaign was a struggle for the Lebanese themselves, to liberate them from an extremist group who has taken the country hostage. The cost might be high but these were, in the now infamous words of Condoleezza Rice, “the birth pangs of democracy” and a premature cease-fire would only be a “false promise” and return the region to its “status quo” (July 21). This ideological face of the war disclosed that the inordinate use of State violence had political, not military, intent. This intent was to neutralize Hizbullah politically and push Lebanon further into the US fold and closer towards normalization with Israel.

The Saudi-led Arab League peace-initiative in the subsequent year, culminating in the March 2007 peace proposal, confirms this. Jump-starting efforts started in the Arab League’s 2002 Beirut Summit, the Riyadh Summit called for normalization with Israel based on the generally agreed upon “land-for-peace” formula where Israel would return to its 1967 borders as called for by UN Security Counsel Resolution 242. The sustained political crisis in Lebanon also maintained center stage at the summit. The Arab League’s proposal was launched at the behest of the US government and Secretary Rice lent it much praise. Over the past years, the Bush administration’s policies worked assiduously to polarize forces within Arab countries often to the point of civil unrest. This polarization was no policy failure but rather policy itself as it consolidated allies and created new ones. The pro-American governments that dominate the Arab League could take the initiative to act as mediators between the West, Israel and the Palestinian Authority, thereby infusing all of these parties with badly needed credibility while isolating “rogue states”, namely Syria. That the Egyptian and Jordanian foreign ministers scheduled a meeting to discuss the plan with their Israeli counterpart on July 12 2007, the one-year anniversary of the invasion, speaks volumes of the relationship between the Israeli campaign, US foreign policy, the role of it Arab allies and the process of normalization.

Such an observation is not to insinuate a conspiracy. Rather, it is an attempt to analyze the inevitable effects of the war in the context of stated intent of the Israelis and the policies and discourse of the US Department

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 26

of State and White House. Also, it is to understand the activities of allies who have a confluence of interests. Since the end of what has become to be known in the Arab world as the Sixth War, a specific political climate has been galvanized within the Arab world; a climate articulated in Lebanon’s rival coalitions. Despite a failing policy in Iraq, the US administration has succeeded in expanding its list of friendly client states to include the Seniora government in Lebanon, the Palestinian Authority and even Libya. Ironically, this was done through the victories of those “hostile” to the US. The aftermath of Israel’s bombing brought Europe into the equation as well. Thousands of troops from France, Italy, Spain, and elsewhere have been deployed to the South under the UN banner, while the UN itself under the new leadership of Ban-Ki Moon has been remarkably candid about its bias in favor of the pro-American government, including proactively setting up an international tribunal to investigate the assassination of Rafiq al-Harir and consistently siding with the Seniora government against Hizbullah.

Simultaneously, al-Shaykh Hassan Nasrallah has emerged as the preeminent anti-Zionist figure in the Arab world. Buttressed by a new international cache that emanates more from the street than from conservative Arab regimes, Hizbullah has since capitalized on, what it has termed (with the help of an advertising agency) their “Divine Victory”. Their ability to hold off the might of the Israeli army, navy and air force has translated into an unprecedented and perhaps long overdue consolidation of power for the Party and its allies in Lebanon. Moreover, Nasrallah’s intelligence, tact and skill as a statesman has made him a hard target to discredit in any way. The consolidation of power under his leadership culminated in an almost year long sit-in in the center of the capital. This sit-in has been indicative of the political climate and no-exit situation that Lebanon now finds itself.

THE POLITICS OF WINNERS AND LOSERS

In the early days of Israel’s bombing campaign many Lebanese vocalized their disapproval for Hizbullah’s kidnapping of two Israeli soldiers from inside Israel, seeing it as a provocative and reckless act. However, due to the intensity and duration of the sustained targeting of civilians, public infrastructure, private property and businesses, the Lebanese closed ranks around Hizbullah. Furthermore, the party’s astounding ability to hold off the advancements of the Israeli Armythe first military force to accomplish such a feat in Arab history—earned it reverence even among its critics. In fact, an independent poll of 800 Lebanese taken in September of 2006 from across all sectarian communities shows not only that the Lebanese saw

the war on Lebanon as a joint American-Israeli operation, but also believed Hizbullah to be the “winner” in the military and political conflict.

On the other side of the political divide, the Lebanese government had little currency among its citizens in the aftermath the war. Many saw the Seniora government as weak and ineffectual at best, and complicit and negligent at worse. During the invasion, the government seemed shell-shocked. The Prime Minister entertained Condolezza Rice at the same time she publicly endorsed the Israeli bombing. Contrasting Hizbullah’s martial effectiveness, intellectuals and politicians from across the Arab world rebuked the State for its complete lack of defense of Lebanese territory. This reached absurdity when Adnan Daoud, a general of the Internal Security Forces, surrendered his base along with his company’s weapons to the Israelis in Marjayoun at the orders of the Lebanese government. Subsequently, Gen. Daoud invited his Israeli counterparts to tea and gave them a tour of the base on August 10. Soon after the Israelis withdrew from the base, the Israeli Army shelled it. When the general negotiated a complete withdraw of Lebanese Army and Internal Security Forces, the Israelis agreed and then shelled the evacuating convoy, killing seven. After the invasion, the government’s first act was to promptly dispatch the Lebanese Army to positions formally held by Hizbullah. These were strategic positions in the South that Israel demanded the Lebanese Army occupy following its withdrawal in 2000. The government of Rafiq al-Hariri, at that time, refused for many reasons. He wanted to avoid a confrontation with Hizbullah, with whom he was still allied with under Syrian tutelage. Furthermore, al-Hariri needed to maintain some semblance of challenging Israel. More important, the South, and the security of Israel’s northern border by extension, was a bargaining chip for the Hariri-Asad alliance during any future peace negotiations with Israel.

Other than the deployment of the Lebanese Army and calls for international aid, the government was seen as being slow to assist refugees. A funding package for refugees was offered paying up to US $30,000 to rebuild their home but complaints circulated that the government was hindering reconstruction, particularly of Beirut’s Southern suburbs, a Hizbullah strong-hold. Indeed, the million internally displaced were weary of the commitment and sincerity of the Siniora administration, a rival to the Hizbullah-led Opposition. This suspicion was not unfounded. The government was late to respond to the humanitarian crisis in the first weeks of the invasion. The massive influx of refugees was received not by the Ministry of Interior or Health but by grassroots volunteer groups, the Lebanese and International Red

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 27

Cross and political and religious organizations. Indeed, Seniora’s utter lack of organization and efficiency, which included crying-fits on national television, compelled relief to come from everyone but the government. The independent print-media contrasted the effectiveness and tirelessness of the thousands of volunteers with government incompetence. Journalists, activists, opposition politicians and commentators called into question whether the government speed of response was a political move aimed at Hizbullah’s base, the largely poor Shi’a of the South and southern suburbs.

The fissures within the Lebanese body politic were clearly accentuated as the refugee crisis illustrated. Indicative of the fractious atmosphere, the Saudis and Qataris competed for influence among the Shi’a of the South. They, along with the Hariri establishment, offered cash to rebuild homes in southern villages, which were virtually razed by Israel’s arsenal. These offers were less philanthropic than a political effort to compete with Hizbullah‘s generous aid package to victims coached by an already extensive civil infrastructure of health care, education and job training. In the meantime, the administration of Prime Minister Sinioura has been less able to fulfill their guarantees to the Lebanese people about redressing the immediate economic issues of the country, which has subsequently lost five billion dollars in revenue. This is a large hit for a country with a GDP of only twenty billion dollars.

FEARS OF A NEW OCCUPATION

The Israeli Army withdrew from most of southern Lebanon on October 1. They remain in the Lebanese villages of Kfar Shuba and Sheba’a Farms and continue to occupy Ghajar, a Lebanese border village. The Israelis only partially vacated Ghajar in 2000, annexing the village’s southern half and integrating it into the Golan. The Israelis know that occupying Ghajar is provocative because it provides Hizbullah with a politically and legally-sanctioned justification for military attacks on Israel. In other words, by virtually annexing Ghajar, Hizbullah has recourse to international conventions affording them the right to continue to attack Israelis forces, both in and out of Lebanon, on the grounds that it is legally an occupying power.

By remaining in Ghajar, the Israeli government confirms the fears and suspicions of many Lebanese, scarred by decades of occupation. These suspicions and fears were only reinforced by Israel’s actions since their “withdrawal”. For example, the Israeli military constructed and extended a barbed-wire fence near the border villages of Kfar Kila and Adaysseh

encroaching past the “green line”. Likewise, the UN has been investigating reports that Israeli engineers disabled a water-pumping plant and, in turn, redirected waters from the Wazzani River into Israel. While stealing the Lebanese water is against international law and UN Security Resolution 1701, the accusation is not absurd considering Israel’s previous draining of Lebanese lakes and siphoning off water from the Litani River during their twenty-two year occupation of South Lebanon. The Israelis have denied taking water from the Wazzani, stating that engineers were fixing pipes that required them to cross the border, which in itself is a clear violation of the UN-brokered cease-fire.

These types of violations by the Israeli military are a daily occurrence not only in the South but throughout Lebanon according to the UN. Several days after the withdrawal from all towns but Ghajar, Shabaa Farms, and Kafr Shuba, Israel officially announced that it will continue “over-flights” to ensure its “security” despite Lebanese protestations to the UN. Since that time, the Israeli air force flies daily sorties over Lebanese territory including mock-raids on UN positions. Furthermore, Israeli tank and infantry prevented the deployment of French U.N. peacekeepers to Marwaheen, where an US-made F-16 previously bombed a civilian convoy escaping the South, killing twenty innocent Lebanese, including nine children, on July 15. French checkpoints were established within occupied areas where the Israeli Air Force staged mock air raids in the Biqa Valley, Jezzin, and Iqlim alTuffah. Staging mock-raids is a long practiced Israeli technique cause a diversion and was used several times in the July war. In addition to an Israeli gunboat firing at Lebanese fishing boats off the coastal village of Ras al-Naqoura, Israeli commandos landed deep within Lebanese territory only a few weeks after the cease-fire. This was a botched attempt to kidnap a high-ranking Hizbullah cleric. Hizbullah militants thwarted the raid and wounded several of the Israeli commandos, who were dressed as Lebanese soldiers. Apart from having “strange accents”, the Israelicommandos were driving US military Hummers, brought in by helicopter; a vehicle that the Lebanese Army does not possess. These egregious violations, committed throughout the cease-fire, give concern to Israel’s intentions.

NON-ZERO-SUM FOREIGN POLICY: ISRAEL’S WIN-WIN STRATEGIES

Indeed, Israel’s violations of the cease-fire agreement serve to maintain political pressure on the Lebanese government. Its concerns for “security” have historically been used as a trump card to justify its military operations. The problem vis-à-vis

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 28

international relations is that Israel often substitutes military solutions for diplomacy and genuine negotiation. Last summer demonstrated this tendency to force a political solution through military means both in Lebanon and Gaza.

The fierce bombardment of Lebanon targeted the civilian infrastructure of the country more than Hizbullah’s mobile and concealed infrastructure. The Israeli Army’s first attack was in fact on Beirut International Airport. Then it systematically, and some say maliciously, wiped out Lebanon’s system of highways, roads, and bridges as well as destroying all non-military, private telecommunications infrastructure, fuel depots and gas stations, radio and television broadcasting towers, and farms and factories The tactic of crippling all elements of civilian life clearly communicated that the campaign was about more than two kidnapped soldiers.

Seymour Hirsh confirmed this in the August (2006) issue of The New Yorker. Hirsh, along with Matthew Kalman of the San Francisco Chronicle, reported that high-ranking officers from the Israeli Army had toured Washington speaking to Pentagon and State Department officials with a Power-point demonstration of a plan for a full-scale invasion of Lebanon to crush Hizbullah. Last spring, the Olmert administration confessed that the invasion had been several months in planning and was intended to crush Hizbullah. The Israeli newspaper Haaretz disclosed information from the Winograd Committee’s investigation into the invasion, revealing that Olmert had discuss a plan of “moderate” bombing of Lebanon only four days after taking the office in January. This is the same time that Syria, despite its tough public talk, was making vigorous efforts through back channels to reopen dialogue with Israel about the Golan and peace. Regardless of Hirsh’s article and the Israeli government’s own admissions, the realization from the “Arab street” to the upper echelons of government is that a military operation of this scale by such an intimate ally of the United States could not have been executed without Washington’s green light. The Defense Department, in fact, sent an “emergency resupply” of missiles and jet fuel to the Israeli army only a week after the conflict began, according to a senior official. In addition, George Bush made explicit that not only did he approve of Israel’s excessive use of force against Lebanon but also that the degree of force was congruent with his administration’s “new vision” for the Middle East.

Some, such as Jonathan Cook, have argued that the July invasion then was to sabotage Syria’s suing for peace as Israel did not want to surrender strategic land to either Syria or Lebanon. Or worse, it would draw Syria into a war. I would argue the plan is more

complex. That is, Israel launched the war to put itself in the most advantageous bargaining position vis-à-vis the Syrians and Lebanese. Israel clearly calculated the consequences, gains and risks in launching such a bold-faced and even ruthless campaign against a country governed by an otherwise pro-American government. Clearly, Israel relied on the use of military force to reach a specific set of political gains.

Some, such as Tim Harford and Mark Levine, have noted the role of game theory in the tradition of Israel and the Middle East. Certainly, Israeli academics have excelled in this field, including Robert Aumann, the Nobel prize winner for economics in 2005 for advancements in game-theory. Rather than a linear plan of singular results, Israel seems to have calculated that the July invasion should result in a variety of winscenarios.

The Israeli invasion, therefore, was planned to serve more than the singular goal of securing Israel’s northern border. The scope of the bombardment could fulfill various objectives in the regional context. If Syria and Iran acted on their threats to overtly assist Hizbullah and attacked Israel, the conflict would justify the entry of the US military, at least in the form of US’s signature “shock-and-awe” bombing of these countries. The assertion is reasonable in the context of the Bush administration’s expressed desire to destroy Iran’s nuclear facilities. Iran’s intervention in the summer war would have been a perfect pretext. Furthermore, high ranking Bush-hawks from Daniel Pearle in the early years of the administrations to most recently David Wurmer, senior Middle East advisor to Dick Cheney, have been actively lobbying for regime change in Iran and Syria according to Newsweek’s September (2007) issue. Syria’s intervention into the fray would offer an opportunity not only to bomb strategic locations in Syria but also provide the impetus to foment an internal coup within the Baath party itself. The US has keenly created Syrian “opposition” figures “in exile” such as the opportunist Farid al-Ghadry (who left Syria when he was eight and emigrated to the US fro Lebanon when he was 21). At the same time, the State Department and intelligence services have developed ties with the opposition Muslim Brotherhood and rival Syrian factions within the Baath party, most publicly represented by Abd alHalim Khaddam, the exiled former Syrian vicePresident and leading figure of the party’s “old guard” . In this light, we understand why Israel provocatively bombed within meters of the Lebanese-Syrian borders during its campaign. More recently, this backdrop explains Hizbullah’s public statement after the Israeli raid on sites in Syria, vowing not to attack Israel if a conflict between the Jewish State and Syria breaks out.

What actually occurred was the alternate scenario,

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 29

however. Syria did not come to the military aid of Lebanon and, in not doing so, they lost a certain amount of political clout in the Arab world. Their statements of solidarity with Lebanon and “the Resistance” were exposed as the typical impotent bluster of an authoritarian regime in the face of American and Israeli will. More important, Syria’s failure to effectively reply militarily or politically to Israel’s campaign accentuated the tension between the SaudiEgypt axis and its rival Syria-Iran alliance. The marginalization of Syria’s political credibility within the Arab League empowered Saudi Arabia to become point-man for a new Arab League peace initiative with Israel in the subsequent year.

Events did not precisely unfold in this manner. Indeed, much had been made about the routing of Israel’s most elite units at the hands of a small group of committed and highly skilled guerillas. Hizbullah’s hand has been undeniably strengthened both nationally and regionally by its success while Olmert’s own government has suffered from serious malaise and lack of confidence within Israel. That said, few have acknowledged that the cessation of Israel’s campaign brought about the fulfillment of three demands that they have made since their humiliating withdrawal in 2000; a defeat from which they learned. These demands were: 1.) the removal of Hizbullah militants from South; 2.) the deployment of the Lebanese Army to the border; and 3.) the deployment of a reconstituted “muscular” international peacekeeping force from Western countries, with as much political as military teeth. In this way, Israel effectively relied on the use of military force to reach a specific set of political goals.

The idea that the summer campaign was a calculated win-win scenario is confirmed by Olmert, who repeatedly stressed that the “Second Lebanon War” was a “success”. Throughout the year, he reassured Israelis that the massive offensive was not an uncalculated adventure, but rather accomplished securing peace for northern Israel, by removing Hizbullah from the border and reinforcing the northern guard with European peacekeepers. Apart from the issue of security, removing Hizbullah from the South also stripped Lebanon--who no longer would enter negotiations as an ally of Syria—of one of its most salient bargaining chips. Olmert himself has acknowledged this “ripening” of Lebanon and Syria.

On the one-year anniversary of the invasion, the Israeli Prime Minister stated in the border town of Kiriyat Shmouna that the campaign not only achieved security but also brought about “conditions” that will make negotiations with Syria “ripe”. Likewise, Foreign Minister Tzipi Livni stated in a press conference with Kofi Annan on August 30, the day the cease-fire took

effect, that she will use this event to make a full peace agreement between Israel and Lebanon “happen”.

By creating a humanitarian crisis of debilitating proportions, Israel hoped to force the Lebanese government to do its bidding. A vast campaign on the civilian infrastructure was meant to precipitate a mass outcry of Lebanese who would call for the disarming of Hizbullah as a “state-within-a-state”. Capitalizing on the sentiments that circulated months before the summer, Lebanese pro-government groups could use Hizbullah’s rash kidnapping as a fulcrum to disarm its militia and expose the Party as an adventurer rather than a leader of the legitimate resistance. The epigram of resistance leaders, after all, has served Hizbullah well both at home and abroad. Current analysis of the Sixth war has overlooked the Seniora government’s desire to decommission Hizbullah’s arsenal in the preceding months. The government’s inability to carry out that desire stems from a lack of the political capital and practical means in Lebanon and the Arab world to disarm one of the few remaining resistance groups confronting Israel with conventional military tactics. In the mind of the Israeli strategists, if Israel could put enough discomfort on the Lebanese civilian population, the humanitarian crisis would provide the pro-American government with the necessity of confronting Hizbullah, which it has been unable to do successfully since it came to power in 2005. Furthermore, they could make this confrontation without shouldering any burden of responsibility or threat of appearing as if it were buckling to US pressure. Instead, it would be the will of the people and the fault of Hizbullah’s reckless abandonment. The Israeli campaign provided the Seniora administration just that; the political justification for removing Hizbullah from their southern positions and “forcing” it to deploy the Lebanese Army to those vacated positions along the Israeli frontier.

Exaggerating Israel’s foresight and political skill would be an error in understanding the July war and the subsequent developments in Lebanon. Indeed, Israel is an adroit political actor but an actor that can only work in concert with the resources and coordination of the United States. That is, capitalizing on the fault lines within the Lebanese policy could only transpire if Israel’s designs and ambitions were in concert with the policies of Washington. In other words, Israel’s campaign was not only congruent with America’s New Middle East. The United States’ “new vision” entails “a vision for a more moderate, peaceful, democratic, stable and prosperous Middle East," announced State Department spokesman Sean McCormack on the eve of Condelezza Rice’s trip to Saudi Arabia last Fall. During this visit, the Secretary of State intended to enlist Saudi Arabia to take a more

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 30

visible and active role in Iraq, Lebanon and Palestine. In condemning Hizbullah’s kidnapping of the two Israeli soldiers as a “reckless” act, Saudi Arabia unambiguously aligned itself with the United States during Israel’s campaign and reaffirmed the kingdom’s ties and commitment to the Hariri-led government. Saudi played a key role in restoring the Seniora government’s credibility in the months after the bombing . In addition to specific aid packages, donor conferences were held in Stockholm and Paris raising billions of dollars for reconstruction. What is less known is that, hundreds of millions of dollars of these funds were not new commitments from countries like Saudi Arabia but promises to deliver previously unfulfilled commitments to Lebanon. Likewise, much of the aid is interest-bearing loans from the United States with bench marks linked to “economic reform”. In an attempt to bolster the Lebanese government, the Bush administration has banned members of the Lebanese “opposition” from entering into the United States. At the same time, Bush tried to show a more productive face by meeting with executives from Cisco Systems, Intel, Occidental Petroleum, and Ghafari Inc. to launch a U.S.-Lebanon partnership for job creation. To further insinuate Lebanon into the neoliberal fold, Paul Wolfowitz, as president of the World Bank, publicly expressed interest in personally supervising the Bank’s loans to Lebanon. The policies of the reconstruction, in turn, neatly dovetail with Seniora’s decade-old desire to further integrate Lebanon into the world market and accede to the WTO.

EFFECTS OF WAR

Reconstruction of the country’s devastated private sector has been as politically contentious as it has been costly. According to the “Israel Defense Forces” own statistics, Israel dropped 6000 bombs and tens of thousands of kilograms of munitions on Lebanon including Uranium-depleted missiles. The South remains littered with hundreds of thousands of cluster bombs. The immediate destruction caused by Israel’s bombing is well-known; more than 1200 dead, which more than one third of whom were under the age of twelve; 3600 wounded, 15,000 homes destroyed in Beirut alone and a million temporarily displaced and tens of thousands still without homes. Yet, the long and short-term effects of the war are only now being examined. The reconstruction is to cost more than three billion dollars while Lebanon is said to have hemorrhaged billions in lost and projected revenue. Already saddled with a national debt that equals 185% of its GDP, rebuilding a previously shaky investor confidence and re-attracting the tens of thousands of Arab tourists that fund the Lebanese summer economy will be a difficult road.

More grave than short-term economic challenges, the civilians of Lebanon are just beginning to confront the environmental consequences of Israel’s war on Lebanon. In the last 72 hours of their offensive, Israeli jets dropped three million bomblets, whose failure rate was fifty percent, despite knowing that a cease-fire was imminent. These unexploded, “failed” submunitions have already caused 36 deaths and at least 270 wounded since the end of the war, including most recently Ali Daqduq, a six year old boy on the way to his first day at school on October 4 and a British sapper on October 11. The presence of cluster bombs in the South have resulted in extreme danger for the residents and prohibited farmers from harvesting their crops. Studies by several international and Lebanese organizations are investigating the effects of fall-out from the hundreds of 500 to 2500 kilo laser-guided Uranium-depleted missiles, tank rounds artillery shells as well as their shrapnel that now covers urban and rural Lebanon. Likewise, international crews along with national industry and local volunteers have started to clean up of 4.6 millions of gallons of oil that spilled into the Mediterranean after fuel depots at a coastal power plant were bombed by Israel in the first days of the conflict. Scientists and environmentalists have only begun to study the degree of damage to the ecosystem and marine life caused by a coast-long slick, one-third the size of the Valdez spill in Alaska in 1989.

To date, Lebanon has replaced most of the 75 destroyed bridges with temporary replacements and has begun to rehabilitate roads and highways. The airport’s pot-scarred tarmac have been repaired along with the country’s telecommunications network. South Lebanon and the southern suburbs of Beirut, which were demolished almost to the point of Dresden, have been slow to rebuild. This slow speed of reconstruction is less the fault of the availability of money than a political issue. Particularly, the government has refused to issue licenses for the removal of rubble and reconstruction to Hizbullah’s construction company Jihad al-Bina, whose assets the US Treasury Department froze after it was put on the government’s terrorism list.

THE PAST YEAR AND THE FUTURE

As a consequence of the invasion, the fissures between the pro-American March 14 coalition and the Hizbullah-led opposition became more pronounced. These two parties were in negotiations in the month preceding the July war in an attempt to hammer out a power sharing agreement. The invasion put a halt to these negotiations and crushed the small progress of the preceding months. Hizbullah’s success shored up its position internally while the Hariri coalition, buttressed by the US and French support, have amped

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 31

up the language of confrontation and accusation. This re-entrenchment of both sides has led to a debilitating political stalemate within Lebanon; a stalemate centered around power-sharing between the two coalitions and representation within the cabinet. In protest to being marginalized in the Seniora-led , Hariri dominated government, thousands of Hizbullah and Michel Aoun supporters have occupied Beirut’s downtown since December 2006. This standoff has prevented the parliamentary election of a new President, whose term will expire at the end of November, 2007. If the parliament fails to elect a new president, a constitutional crisis will unfold, potentially resulting in competing governments if not civil war.

The atmosphere of the election has been preceded by a year of increased inter-sectarian tension, particularly between Sunnis and Shiite, mirroring the polarized politics of the region. This tension has exploded as violence at times. Moreover, rumors abound that many of the larger political parties have been arming and training members in preparation to form armed militias. Walid Jumblatt is reported to have distributed weapons among his followers in December of 2006. The decommissioned Sunni militia, alMurabitun, are known to have made a resurgence under an alliance with Saad al-Hariri, the less than seasoned son of Rafiq. Most recently, the Internal Security Forces arrested eleven members of Michel Aoun’s Free Patriotic Movement who were allegedly training outside the town of Jbeil (Byblos). However, the ISF, with a history of abuse and torture, is notoriously loyal to Hariri and many wonder whether these allegations are true.

To further complicate matters, the Hariri organization has been accused of importing extremist Sunni militants into the country such as Fath al-Islam as well as financially supporting similar groups already in Lebanon such as Jund al-Islam and `Usbat al-Ansar. Months before Seymour Hirsh could report this in the New Yorker, independent groups, including UN agencies, within the Palestinian camps (in November 2006) along with al-Akhbar newspaper (in January 2007) were reporting this alarming influx of radical Islamist militants into camps such as Nahr al-Barid.

Hariri might well have imported and patronized these groups as to counter militarily Hizbullah’s seasoned militia . Unfortunately, the presence of Fath al-Islam resulted in a tragedy this summer.

After fighting a rival Syrian-backed Islamic militia Fatah Intifada, Fatah al-Islam was increasingly emboldened to launch illegal activities including bank robberies outside the camps. The presence and actions of Fatah Islam eventually led to the lethal and tragic confrontation with the Lebanese Army and a complete denial by Hariri that his organization was responsible for allowing Shaker Abssi and his party to enter the country illegally. The siege of Nahar al-Barid was a complete debacle, a pyrrhic victory for the Lebanese government. More than 400 people died during the siege of the refugee camp, 222 militants and 168 Lebanese soldiers. Nahr al-Barid refugee camp was pulverized. 40,000 people displaced.

The repercussions of the Sixth War have been felt throughout 2007. Israel’s invasion of Lebanon, while apparently a military loss and seemingly a political fiasco for Olmert, has yielded sum-total gains for the state. Lebanon’s political imbalance has always benefited the Jewish state but, more specifically, the pro-American government in Beirut has been given the political capital and backing to confront Hizbullah, to institute its neo-liberal economic plan and become a stalwart ally of Washington in the face of the SyriaIranian alliance. Moreover, despite Hizbullah’s cache in the Arab street, it has been remarkably diplomatic at times. Any political gains that Israel garnished—and I have argued that these gains are significant—should equally be credited to the intransigence of Lebanon’s political actors. Both the Hariri-led March 14 th government and the Hizbullah-Amal-Aoun opposition have held ground to create a stalemate that has led to a potential constitutional crisis, which might result in two competing governments. These two blocks have been remarkable in maintaining a united front against one another and creating an impasse, which has affected all sectors of Lebanese life (not least of which is the flight of brain-power, youth and capital investment).

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 32

Race, Immigration and Party Strategies in the US Elections

Liu is an Baodong Liu, Associate Professor of Political Science, University of Utah. Darcy is Regents Professor of Political Science and Statistics at Oklahoma State University

Introduction

A key question before the 2006 midterm election in the US was whether the country would be better off if there was a divided federal government, i.e., the executive and the legislative branches of the government controlled by the two opposing political parties. The election results can be seen as the country running out of patience with the Republicans. Democrats regained the control of both U.S. Senate and the House of Representative for the first time since 1994.

is how to translate their control over Congress into fulfillment of their campaign program. But fulfilling campaign promises may not be the point at all.

To political parties, the more important question is which party will emerge as the majority national party in the next decade. While Democrats are positioned to take the 2008 presidential election, will that reflects a long term realignment of voters with the Democratic Party? The short-term answer seems to be ”No.”

1

Foreign and military policies are among the most important voter concerns with the war in Iraq the deciding factors for many voters. But this election also invited voters to consider new directions for domestic issues.

Domestically, Democrats focused on Republican corruption scandals. Republicans, on the other hand, used ‘hot button’ social issues such as gay marriage and gay rights, abortion and the role of religion in the hope voters would respond again to these issues. The economy was also an issue area in which the Republican Party hoped to score some points. They were able to point to a record-breaking stock market and low unemployment. The Democrats, however, moved voters’ attention to fairness issues such as minimum wage and health care while countering Republican posturing on abortion with their own posturing on stem-cell research.

Elections are all about building and maintain coalitions big enough to beat opponents. Issues are important for at least temporarily drawing voters to a party, keeping voters or, at the very least, discouraging from voting those likely to vote for the opposition. The 2006 midterm election outcomes showed that the Democratic Party this time was more successful using issues to build and maintain election coalitions. The challenge to the Democrats after the election, however,

There are two main reasons for Democrats to be pessimistic. First, many voters were “angry” and voted as a protest rather than because they switched from one party to another. According to exit polls broadcast by CNN right after the election, more than 70 percent of the voters said they were angry, and these angry voters included Democrats, independents and Republicans. In short, these voters didn’t pick the Democratic Party because they found a great alternative to the Republicans. They just couldn’t stay with the Republicans that time.

Second, dividing issues such as the war in Iraq and social values will continue to be “unsolvable” and “partisan” “hot button” issues. What exactly should be done in Iraq, with abortion, or stem cell research? The 2006 midterm did not provide an answer.

One key issue, immigration, undocumented workers and illegal residents, while making voters angry, seems to be “too tough” for either party. Even in states far from the Mexican border congressional candidates were confronted with tough questions on immigration in their 2006 campaigns.

In Wisconsin Congressional District 8, for example, candidates Steven Kagen and John Gard exchanged harsh words over immigration reform. Latino organizations attacked Republican gubernatorial candidate Mark Green for implying illegal immigrants are a burden on taxpayers.

1 Democrats have 49 senate seats and Republicans 49. Two independents, Bernie Sanders of Vermont and Joseph Lieberman caucus with the Democrats, however, giving Democrats effective senate control.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 33

Is immigration a democratic or republican issue?

Which party, if any, will gain benefit from voter anger on this issue?

The Racial Minorities and their Electoral Power

The US population, overall, has become increasingly diversified since immigration policy was significantly reformed in the 1960s. However, within this diversification, there is segregation. Immigrant minorities have tended to move to urban centers, while the waves of white flight from urban centers to suburbs continued (see Liu and Darcy 2006). The overall migration pattern may benefit Republicans. The Republican sunbelt states of the South and West are growing while the Democratic urban centers of the Northeast and Midwest have seen white out-migration coupled with non-citizen and non-voting immigrant immigration (Gimple 1999).

power, thanks to the 1964 Civil Rights Act and the 1965 Voting Rights Act, has been translated to enhanced political representation. In the 2006 midterm elections, 41 African Americans were elected to the House of Representatives, and one, Barack Obama, to the Senate. Obama rapidly became a top contender in the 2008 Democratic nomination. Though African American incumbents lost one House seat due to Harold Ford, Jr.’s unsuccessful run for the US Senate in Tennessee, there was remarkable progress, giving African Americans 9.4 percent of the total 435 members, although it is still below their 12.9% share of the population. The most significant gain for African Americans in the 2006 midterm election, however,

Table 1. United States Race and Ethnicity 1990 and 2000

1990 2000

Race Number Percent Number Percent

White 199,686,070 80.29 211,460,626 75.14 African American 29,986,060 12.06 36,419,434 12.94 American Indian 1,959,234 0.79 2,475,956 0.88 Asian 7,273,662 2.92 10,242,998 3.64 Other 9,804,847 3.94 15,757,908 5.60

Two or More Races 5,064,984 1.80 Total 248,709,873 100 281,421,906 100

Table 1 shows the 2000 census racial and ethnic demographics. The African American population share is 12.9 percent of the total population. The Asian American population has grown because the 1965 immigrations reform ended a long history of discrimination against Asians; but their population share, at 3.6 percent is still very small.

Hispanic 22,354,059 8.99 35,305,818 12.55 Not Hispanic 226,355,814 91.01 246,116,088 87.45 Total 248,709,873 100 281,421,906 100

Source: Authors' calculations from US Census 1990 Summary Tape File 1 (STF 1) Tables P001, P006, P008 9 and 2000 Summary File 1 (SF 1) Tables QT P6 and QT P9.

was the election of Deval Patrick as Massachusetts’ first African American governor, and the second African American ever elected to the job in the United States (see below for a further discussion).

Hispanics are becoming the largest minority. Their size will continue to grow because of their high birth rate and high legal and illegal immigration. Hispanics are of all races. Many from Mexico are of Native American descent; many from the Caribbean have African ancestors, those from the Philippians are Asian. Many more are white. Hispanics are rapidly being taken into the political mainstream.

With the growth of minority populations in the US, white population share has declined to about 75 percent. White non-Hispanics are only 69 percent of the population. In California non-Hispanic whites are no longer the majority; they are only the largest minority. In Hawaii non-Hispanic whites are only the second largest minority.

Minorities, especially African Americans, have made their voice heard. The growth of their political

2 The first was Virginia’s L. Douglas Wilder (1990 – 1994) a Democrat.

2

The 2006 election also brought three Hispanic senators, New Jersey Democrat Bob Menendez, Florida Republican Mel Martinez and Colorado Democrat Ken Salazar, along with 24 Hispanic representatives to Congress. In George W. Bush's second cabinet are Hispanics Carlos Gutierrez, the Secretary of Commerce, and Alberto Gonzales, the Attorney General.

Asians are another diverse minority, having origins in the Philippines, China, Japan, India, Pakistan, Korea and many other places. In 1992 and 1996 they supported Republican presidential candidates and in 2000 and 2004 they supported Democrats. Overall, Asians are the most evenly politically divided among American racial and ethnic groups. Generally Asians are a small minority located throughout the United States. In two states, California and Hawaii,

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
34

however, they are a substantial proportion of the population. Asian-Americans Daniel Inouye and Daniel Akaka, both Democrats, represent Hawaii in the Senate. Some of the electoral successes of Asian Americans in California include the late Robert Matsui reelected to Congress as a Democrat from California in 2004, replaced by his wife Doris Matsui elected in the 2006 midterm election. At the state level Wilma Chan, Leland Yee, Carol Liu and Judy Chu are Democrats, and Alan Nakanishi is a Republican, all elected to the California Assembly in 2004.

Given the growing sizes of minorities and their increasing political representation at all levels of American government , the question is whether minorities can determine who will win the major elections. Are minorities even today's political battleground? It is certainly not correct to suggest that politicians do not pay attention to race when they design their campaign strategies. They do. In fact, right after the 2000 presidential election, Karl Rove, President Bush’s top political strategist , told the President that if he did not improve his 2000 minority vote (he gained nine percent from African Americans and 35 percent from Hispanics), he would probably lose his reelection bid (Brown, 2005).

Non Hispanic

Year Vote White Black Asian Hispanic Total

1976 Democrat* 47 83 76 50

Republican 52 16 24 48

Total 99 99 100 98

1980 Democrat 36 85 59 41

Republican* 56 11 33 51 Other 7 3 6 7

Total 99 99 98 99

1984 Democrat 35 90 62 40 Republican* 64 9 37 59 Total 99 99 99 99

1988 Democrat 40 86 69 45 Republican* 59 12 30 53 Total 99 98 99 98

1992 Democrat* 39 83 31 61 43 Republican 40 10 55 25 38 Other 20 7 15 14 19

Total 99 100 101 100 100

1996 Democrat* 43 84 43 72 49 Republican 46 12 48 21 41 Other 9 4 8 6 8

Total 98 100 99 99 98

2000 Democrat 42 90 54 67 48 Republican* 54 8 41 31 48 Other 3 1 4 2 2 Total 99 99 99 100 98

2004 Democrat 41 88 58 56 48 Republican* 58 11 41 43 51 Total 99 99 99 99 99

Group Percent of Total Population 79 12 2 6 99

Many believed that Bush’s proposal to introduce a new immigration policy for undocumented immigrants enabling them to obtain temporary visas for limited stays was designed to attract Hispanic votes. However, after President Bush introduced his proposals, politicians from his own political party launched a strong attack on him in the media. Eventually, the Republicans couldn’t agree on the immigration reform with many congressional Republicans outspoken against the President’s proposals. The president’s immigration proposals were an issue in the 2006 campaign and are continuing into the 2008 presidential election. Senator John MaCain, who supports Bush’s proposals, saw his lead in the race for the Republican nomination evaporate.

*Winner

Source: Marjorie Connelly. "Election 2004 How Americans Voted: A Political Portrait." New York Times Sunday November 7, 2004 page 4wk.

bulk of the voters are white. A Democrat cannot win a two candidate race with less than about eighty percent of his or her vote coming from whites. Thus, both Republicans and Democrats are dependent on white votes.

At the same time the Democratic Party is wary of racial issues. Although African Americans make up about 12 percent of the population, their overwhelming support for the Democratic Party combined with the Democrats’ inability to win the majority of white voters, has made the African-American contribution to the Democratic Party essential. In 1976 Jimmy Carter received eighteen percent of his votes from non-whites. In 2000 Al Gore got twenty percent of his votes from non-whites. But the larger the percentage of the Democratic presidential vote that comes from minorities, the less the chance that candidate has of winning. The

A Democrat can lose a majority of whites and still win, but to win Democrats still have to come close among whites. Table 2 shows the racial-ethnic presidential vote breakdown between 1976 and 2004. In five of these eight elections, 1976, 1984, 1988, 2000 and 2004, the two major parties gained over 95 percent of the vote. In three, 1980, 1992 and 1996 minor parties gained between six and ten percent of the vote. Looking only at the five elections dominated by the two major parties, we can see that Democrats won when they gained 47 percent or more of the white nonHispanic vote and lost when they gained 42 percent or less. Likewise, Republicans won when they gained 54 percent or more of the white non-Hispanic vote and lost when they gained 52 percent or less (see Black and Black , 2002).

Table 2. Presidential Vote by Race and Ethnicity 1976
2004
ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 35

In short, while elections can be won without the support of a majority of white voters, they cannot be won without substantial white support. Consequently, one of the most important defining features of American politics today is the paradox—the rising electoral potential of minorities is occurring simultaneously with the trend towards deracialized campaigns and policymaking.

Deracialization in American Elections

The strategy that politicians use to minimize the effect of race and focus on other issues in their campaigns is called “deracialization” in the political science literature (McCormick and Jones 1993; Liu 2003). Why do politicians want to adopt a strategy of deracialization? From the perspectives of politicians, it is imperative to analyze the strengths and weakness of all voting groups. To win an election, there are at least four elements candidates need to evaluate in relation to any given minority group: its size, its homogeneity, its distribution and its turnout level.

In terms of the sizes, Hispanics and African Americans are more powerful than Asian Americans, but none of these groups is big enough to guarantee a major party’s success at the national, or even a state level. African Americans are the most homogeneous group among the minorities, thus the most powerful one. But their strongest regional location is in the South where Republicans are very strong among whites.

Hispanics are much less homogenous than African Americans. There are mainly three groups that tend to

3.

Source: Authors' calculations from Amie Jamieson, Hyon B. Shin and Jennifer Day. "Voting and Registration in the Election of November 2000 Current Population Reports P20 542 U.S. Census Bureau, Washington, D.C. February 2002 page 12.

live in the Southwest, Florida, and Northeast. Cuban Americans are concentrated in Florida, and have supported Republican candidates. Mexican Americans are more loyal to the Democrats in the Southwest states such as New Mexico, but they may vote for GOP too, as occurred in Texas where they have supported George Bush. Puerto Ricans, concentrated in New York, are more likely to support the Democrats. It should also be noted that African Americans and Hispanics have supported the Democratic Party in those states with very big urban centers like California and New York.

Asian Americans are only 3.6 percent of the US population. One limitation on their political power is that they are not homogeneous. There are many ethnic groups, such as Chinese, Japanese, Koreans, Indians, Pakistanis and Filipinos, and they are very different from each other culturally and politically. Another limitation is that they spread out among the states, and thus cannot form a big force in any states, except Hawaii and California.

No matter how large a group is in the population, its political power can only be realized when its members vote. Table 3 shows the reported turnout data in congressional and presidential elections from 1964 to 2000. Whites participate at the highest rate. They also have the largest numbers. In 2000 white nonHispanics cast 83.8 percent of the votes and 84.2 percent in the 2002 election. In comparison, in a typical national election only 11 percent of the votes were from African Americans, 7 or 8 percent Hispanic, and about 1 percent Asian.

Given the limitations on the political power of minorities, it is “rational” for politicians to focus on the whitemajority, and to use deracialization strategy. The deracialization strategy has been used not only in presidential elections, but also in many state and local elections where race is still one of the most dividing issues. The deracialization strategy has even been used by the new generation of African American politicians in local elections (Liu and Vandereeuw 2007).

For example, one can see the successful use of deracialization strategy in Daval Patrick’s campaign for Massachusetts Governor. Running on the "politics of hope," Patrick skillfully commented on the role of race: "It's America, so it's on people's minds…But I don't think it's been an issue in the race because I'm not offering to be just the first black governor of Massachusetts." As a

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
White White
Table
United States Voting and Registration in Presidential Elections by Race and Ethnicity 1964 2000 Percent of Voting Age Who Reported Voting Year
Non Hispanic Black Asian Hispanic 1964 70.7 58.5 1968 69.1 57.6 1972 64.5 52.1 37.5 1976 60.9 48.7 31.8 1980 60.9 62.8 50.5 29.9 1984 61.4 63.3 55.8 32.6 1988 59.1 61.8 51.5 28.8 1992 63.6 66.9 54.0 27.3 28.9 1996 56.0 59.6 50.6 25.7 26.7 2000 56.4 60.4 53.5 25.4 27.5
2000 Population Proportion 78 12 3 7 Percent of all 2000 votes cast by group 83.8 11.4 1.4 3.4
36

Harvard-educated lawyer who served as assistant U.S. attorney general for civil rights under President Bill Clinton and held executive jobs at Texaco Inc. and Coca-Cola Co., Patrick rallied the traditional Democratic faithful. More importantly, however, his deracialized campaign appealed broadly to moderate Republicans and independent voters. At one time, a group of 11 prominent local Republicans took the unusual step of endorsing the Democrat (Szep, 2006)

Similarly, Lawton, Oklahoma African American Republican state legislator T.W. Shannon, a member of the local Chickasaw Nation, avoided getting involved when the Cherokee Nation voted to remove African American Freemen from the tribal roles. "To me, this boils down to a fundamental, basic issue of recognizing the Cherokees’ sovereignty," Shannon said. "The Cherokee Nation doesn’t need me using my position as a state legislator to influence their decisions.”

Indeed, American politics has entered into a new stage. Politicians repeatedly emphasize issues like jobs, the economy and foreign policy, not racial issues. Increasingly, race-based public policies have met challenges in the federal government and the fights of public opinions, especially among white population. For example, in 2003 a major test of affirmative action policies in college admissions ended with a 5-4 split decision from the Supreme Court. While the court upheld the individualized race-conscious admission policies of the University of Michigan’s law school, in her pivotal opinion, Justice Sandra Day O’Connor called for racial preferences to end in 25 years.

The use of race in redistricting to create majorityminority districts has also been limited by recent Supreme Court decisions in Shaw v. Reno (1993), Miller v. Johnson (1995), and Georgia v. Ashcroft (2003). With respect to educational policy, mandatory busing has never been very popular in white majority. Furthermore, as Kennth Jost put it, “Whatever has or has not been accomplished in the past, the nation’s changing demographics appear to be combining with law and educational policy to push ethnic and racial mixing to the side in favor of an increased emphasis on academic performance” (Jost, 2005, 194).

America, at least in the popular mind, by “luck and pluck.” As the many Horatio Alger books illustrate, a penniless immigrant orphan could become a corporate leader; a frontiersman born in a dirt-floored log cabin could become President of the United States. In this way, Americans born to privilege did not necessarily maintain that status in the absence of character. The nineteenth century American concept of democracy was, to a great extent, as much about social opportunity, and a chance for everyone to make good, as about legal rights.

The civil rights movement of the 1960s achieved an “ambiguous victory” in that open racism has been subjected to profound moral and political challenges (Winant 2004). On the other hand, the integration policies of the federal government have failed so far to achieve the goal of complete integration. Segregation in schools is rising not shrinking, while affirmative action programs have less and less support among whites. African Americans have made gains over the past halfcentury but remain marginalized in American society. A recent report shows that the majority of Latino immigrants in the United States are poor, and up to three-fifths are "working poor" or "lower middle class" with annual incomes of less than $30,000 (Marcela, 2006).

Conclusion: Race in a Historical Perspective and New Era

Race and ethnicity have always been central to understanding the historical development of American democracy. In the United States “democracy” in fact never referred to the political system of the ancient Athenians. Rather, it contrasted the European and American social systems. In nineteenth Century Europe an individual’s position was determined at birth; in

Marginalization is not restricted to a person’s economic situation. Yet that is the simplest to measure and it has an impact on many other aspects of life. African Americans, American Indians and Hispanics are not benefiting from America’s prosperity to the extent whites are. Politically, however, reactions of these minorities differ. African-American groups and elected leaders continue to push for more federal programs directed at affirmative action and funding for the poor. American Indians see their opportunities through tribal sovereignty, especially tribally operated gambling facilities outside the limits of state regulation. Hispanics are focused on immigration and language issues. They want increased access to legal status within the United States and they resist pressures to further marginalize them through “English only” legislation that will restrict government functions to one language. Asian Americans are generally prosperous and successful within the American social and economic system. They, as do many whites, resist any racial or ethnic limits that affirmative action programs may impose.

The unpopularity of affirmative action programs has reflected a general trend in the US politics in the new era, a trend of deracialization. To understand the importance of deracialization, as analyzed above, it is essential to examine the relationship between race and elections. Deracialization has been and will be a

3 http://www.afrigeneas.com/forume/index.cgi?noframes;read=15408
ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 37
3

campaign strategy used by white as well as minority candidates to maximize their chance of electoral success. These politicians win elections based upon new coalitions which are very different from those we saw during the civil-rights era. In this context it is increasingly likely that minorities will have to struggle to get their concerns on America’s political agenda and to find a coherent voice in the battle for equality.

The 2006 midterm election, however, strongly revealed that if the Republican Party wants to keep in control of all three branches of the government in a long run, then the President needs to find a new coalition partner. Latinos — with a population of approximately 40 million and as the largest minority group with the fastest population growth rate (both in terms of immigration and nature birth) — became the strategic target of the Bush administration.

Latinos represent more than 40 percent of U.S. population growth. It is “irrational” and “impractical” to send them all back to Mexico or other Latin America countries, repeated Bush. He worked very hard to pass the comprehensive immigration reform act. But Bush failed to convince his own party members, especially those conservatives in border states, to embrace his party’s strategic plan to control Washington.

For the Democratic Party, the issue is how to keep

the old coalition together, which already included an overwhelming number of African Americans and a significant majority of Latinos (an increasingly difficult political task as Latinos have competed with African Americans in more areas than ever). More important, Democrats need to attract new voters, especially white male voters, who have not supported the Democratic Party presidential candidates with more than 45 percent of their votes in more than two decades. Clearly, the immigration issue has a potential for the Democrats to increase their pool of voters in the future, but will the new Latino faces damage the old coalition the Democrats worked so hard to build in the past? The Democrats were not ready to answer that tough question. Not in the 2008 presidential election, at least.

References:

Black, Earl and Merle Black. 2002. The Rise of Southern Republicans. Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press.

Brown, Robert. 2005. “Minority Politics in the 2004 Presidential Election.” In Larry J. Sabato ed. Get in the Booth: A Citizen’s Guild to the 2004 Election. New York: Pearson Education, Inc. pp. 107-118.

Coates, Ta-Nehisi. 2004. ”Running from Race,” The Village Voice February 11-17, 2004. Liu, Baodong and Robert Darcy. 2006. “The Rising Power of Minorities and the Deracialization of U.S. Politics” in Gillian Peele, Christopher J. Bailey, Bruce E. Cain, and B. Guy Peters, ed. Developments in American Politics 5. Hampshire, UK: Palgrave Macmillan/Macmillan Publishers

2007/2008
ÍSLENSKA LEI Ð IN
38

Liu, Baodong and James Vanderleeuw. 2007. Race Rules: Electoral Politics in New Orleans, 1965-2006. Rowman and Littlefield/Lexington Books.

Gimpel, James G. 1999. Separate Destinations: Migration, Immigration, and the Politics of Places. Ann Arbor: The University of Michigan Press.

Jost, Kennth. 2005. “School Desegregatopm.” In Issues in Race, Ethnicity and Gender, 2nd edition. CQ Press. pp. 173-197.

Liu, Baodong. 2003. “Deracialization and Urban Racial Context,” Urban Affairs Review 38 (4): 572-591.

McCormick, Joseph and Charles E. Jones. 1993. “The Conceptulization of Deracialization: Thinking Through the Dilemma,” in Georgia A. Persons ed. Dilemma of Black Politics: Issues of Leadership and Strategy. New York: Harper Collins college Publishers: 66-84 Sanchez, Marcela. 2006. “For Hispanics, Poverty Is Relative,” Washington Post, Sunday, October 22, 2006; B07.

Simon, Mark. 2003. “Indian campaign donations in the spotlight:one fifth of all recall money money-$6.7 million- has come from tribes” San Francisco Chronicle ,Wednesday September 24.

Szep, Jason. 2006. “Democrat may be first black Massachusetts governor,”Reuters Monday, October 30, 2006.

Winant, Howard. 2004. “Behind Blue Eyes: Whiteness and Contemporary U.S. Racial Politics.” In Michelle Fine, Lois Weis, Linda Powell Pruitt, Apil Burns edt. Off White: Readings on Power, Privilege, and Resistance. New York and London: Routledge. Pp. 3-16.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008

Nám í stjórnmálafræði miðar að því að veita nemendum haldgóða menntun um stjórnmál í sem víðustum skilningi. Sú menntun felst jafnt í því að fræða nemendur um helstu viðfangsefni stjórnmálafræðinnar, stöðu þekkingar á þeim sviðum og þróa skilning þeirra á hvernig einstaklingar, okkar, samtök og ríki taka ákvarðanir. Námið leggur jafna áherslu á íslensk stjórnmál, samanburð við önnur ríki og alþjóðastjórnmál. Fastir kennarar skorarinnar eru með doktorspróf frá virtustu háskólum heims. Rannsóknir þeirra spanna vítt svið og niðurstöður þeirra eru iðulega birtar á innlendum og erlendum vettvangi.

Nemendur í BA-námi öðlast m.a.
á: Íslenskum stjórnmálum Samanburðarstjórnmálum Opinberri stjórnsýslu og stefnumótun Alþjóðasamskiptum BA–nám í stjórnmálafræði Upplýsingaö un Aðferðafræði Gagnrýnahugsun!
þekkingu

Myndir úr félagslífinu

Iceland, NATO and the changing Security Agenda

When Iceland joined NATO in 1949 it was a paradoxical event in several ways. A country without armed forces was joining a military alliance. A new-born country with a strong inclination towards independence and neutrality was pledging itself to a tight, mutually binding collective defence system. And in practice, it was not NATO as a whole but the USA on a bilateral basis that installed the bases, armaments and manpower considered necessary for Iceland’s defence.

In those days, Washington and NATO as a whole had reason to see Iceland as important strategic real estate – given the East-West nuclear confrontation in the High North, and the risk of Soviet naval forces breaking out through the ‘Greenland-Iceland gap’. But in the nearly 60 years that have passed since then, almost everything about US and NATO policies has changed. The US Administration no longer fears Russia militarily, even if there are still political and economic tensions with Moscow. In order to gain mobility for coping with the literally worldwide and unpredictable challenge of terrorism, linked with a few seriously misbehaving states, the Americans are everywhere cutting their overseas force deployments and pulling the remaining forces back from static front lines. In Japan and Korea as well as Europe, they are pushing the local states to fend more for themselves in face of any remaining, specific local threats.

The USA has also been able to push NATO to change its collective policies. During the 1990’s this was less obvious because the new tasks facing the Alliance still related largely to Europe: getting the Balkan wars under control, and trying to combine enlargement to central Europe with some minimum level of goodwill and cooperation with Russia. Even then, however – because the Alliance’s resources are not infinite – NATO was quietly pulling out of what used to be its core areas of activity before. The network of NATO headquarters and bases has been cut back to a minimum, the Alliance has not established any bases or foreign forces on the territory of its 11 new members, and it does not even have a formal military plan any longer for defending the whole of Europe from a military attack.

Since 9/11 the switch of emphasis has become much clearer. NATO formally changed in doctrine in 2002 to allow for joint military operations in support of Western interests anywhere throughout the world. It

has handed over all its European operations but KFOR to the EU and its single biggest investment (in terms both of deployed forces and reputation) is now as far away as Afghanistan. All Allies have had to re-vamp their own defence planning to equip themselves to contribute to the new missions: even Iceland has set up and started to use a new civilian intervention force. What is not so clear any longer is what the medium and small allies are getting back from NATO these days in terms of their own territorial defence concerns. Recently when a Russian warplane crashed on the wrong side of the Lithuanian border the Lithuanians were told it was ‘not a NATO matter’.

Against this background, the USA’s unilateral decision to complete the withdrawal of its forces from Iceland by the end of 2006 was anything other than a surprise. Even the fact that it caused such consternation and turbulence in terms of US-Iceland relations was nothing unusual. Negotiations over US troop redeployments affecting Japan and South Korea have also been very stormy and the core issue with South Korea (over what would happen in the event of a North Korean attack) is still not resolved yet. Many communities in Germany are unhappy about both the economic and the security implications of the latest sweeping wave of base closures there. But at least all these other countries have armies of their own.

Trying to define how much this all really matters for Iceland is like having to speak two languages at once. In subjective terms, for many Icelanders it means everything and changes everything. It is no small matter to lose the last physical link of shared security with a protecting power who has also been such a powerful political and economic influence, and for whom Iceland itself has made so many sacrifices including its membership of the Iraq ‘coalition of the willing’. It is true that Iceland’s NATO membership is not changed, but if the political guarantees of that membership were enough to ensure Iceland’s safety, why did the Americans have to come in the first place?

On this line of thought it is hard to end up anywhere but with the conclusion that Iceland has lost security, and cannot regain it unless the US were willing to provide a similar level of reassurance in some other form.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 44

But there is another, objective language that could be used especially by observers who do not ‘feel’ the Icelandic situation from the inside. On this view, the reason why the Americans don’t think they need to base aircraft in Iceland against the threat - and also why any other NATO Ally is unlikely to replace the aircraft at least on a permanent basis – is that the threat really is less, and is no longer worth pinning down any substantial resources for. Iceland still needs to make full use of its membership of NATO, but rather in a nonmilitary context as a platform where it can profile itself with equal rights and keep some say in the whole sweep of trans-Atlantic security policies. Iceland certainly needs practical services like search-andrescue, but it can find substitute solutions for these practical and secondary tasks that US forces used to carry out without having to go so far as creating an army itself. Iceland also needs security cooperation and protection against the ‘new’, non-military threats ranging from terrorism and illegal migration through natural disasters to longer-term climate change, but it isn’t for the most part NATO that arranges trans-Atlantic cooperation on those things and the best solutions to them have little to do with military forces. Following this argument leads, in fact, to the conclusion that if any institution in Europe today can provide ‘broad-band’ security coverage for the kind of challenges Iceland is

most likely to have to deal with in practice, it is not NATO but the European Union.

Anyone who knows Iceland should hesitate to say that one of these views is simply right and the other simply wrong. Security, stability and confidence are always in large part subjective matters: no-one can be simply ordered to ‘feel safe and stop worrying’. Change of environment, of partners and of policies in itself is a difficult challenge for democratic communities and usually comes out worse when it is forced or rushed.

In the end, the meaning of recent events and the course of future Icelandic relations with both NATO and the EU must depend on how far Iceland itself has changed since 1949. Independence was a new and fragile thing then, and is beyond question now. Having no military forces meant opting out from the defence agenda of that time, but today’s broader security agenda can neither be opted out from, nor depends on having military resources. The USA remains a powerful protector and partner but also – sad to say – also a frequent source of turbulence and tension in the modern world, and it is not the only effective pole of power that smaller European democracies can relate to. Perhaps most significant of all, Iceland has developed positive capacities and roles of its own, often out of proportion to its limited size, in wealth generation, in science, technology and medicine, in culture and many other internationally valued dimensions that go far beyond the fish in its waters. Future Icelandic generations have to decide the best security strategy to defend and develop this new range of assets, and must choose the partner countries and institutions who are most likely to value them and find uptodate ways of conserving them as the strategic environment goes on changing – which it surely will. For my part, while I don’t think Iceland’s basic choice of 1949 is going to be reversed, I don’t think it will be or should be the be-all-and-end-all of Icelandic strategy for very much longer.

“Securety, stability and confidence are always in large part subject and confidence are always in large part subjective matters: no-one can be simply ordered to ´feel safe and stop worrying´”
ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 45
Alyson JK Bailes

apríl 2004.

Ólafur Egilsson

Höfundur var sendiherra í Peking frá mars 1998 til ársloka 2002

Í grein í Morgunbla ð inu um sl. helgi vék hagfræðiprófessorinn heimskunni Jeffrey D. Sachs að þeirri staðreynd að í Kína og Indlandi búa um 40 af hundraði jarðarbúa. Ef hugað er að heildarstærð og heildaríbúafjölda Asíu kemur í ljós að hún er bæði langstærst og lang-fjölmennust heimsálfanna, nær yfir 33% landrýmis jarðar og í álfunni búa meira en 60% mannkyns.

Sachs spáir því að innan aldarfjórðungs verði hagkerfi Kína orðið stærra en Bandaríkjanna - og um miðja öldina hugsanlega helmingi stærra. Það er því ekki út í bláinn að líta stundarkorn á Kína og það sem þar hefur verið að gerast.

Viðhorf margra til Kína mótast nú á dögum ennþá töluvert af valdatöku kommúnista þar árið 1949 - og þátttöku Kínverja í Kóreustríðinu fyrir hálfri öld. Þetta voru grafalvarlegir atburðir, merki um yfirgangs- og útþenslustefnu heimskommúnismans sem vestræn ríki snerust gegn með stofnun Atlantshafsbandalagsins vorið 1949. Þó að Kóreustríðið væri háð svo langt í burtu, er áhugavert að minnast þess, að það var skýrasta merkið um það ótrygga heimsástand sem vísa ð var til, þ egar varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var ger ð ur 1951 - og bandarískt varnarlið kom aftur til landsins.

Eðlilegt er að hugleiðingar vestrænna manna um Kína snúist kannski fyrst um það að hve miklu leyti eða hvort ennþá eimi eftir af því Kína sem þarna birtisteða hvort líta megi landið í nýju og þá viðfeldnara ljósi. Mikilvægt er að matið sé raunhæft.

Til þess að taka ekki of stórt upp í sig má segja að Kína hafi bæði breyst og ekki breyst! Lítum á þetta nánar. Stærsta skref til breytinga spratt af valdatöku Deng Xiaoping, þess er kom í kjölfar Mao’s formanns undir lok 8. áratugarins. Opnunarstefnan, sem Deng beitti sér fyrir, hefur reynst afar farsæl, breytt mjög miklu og sannast sagna skilað ævintýralegum árangri. Stefna Dengs kristallast í þ eirri skemmtilegu staðhæfingu, sem honum er eignuð og margir kannast við, að - það sé sama hvort kötturinn sé hvítur eða svartur bara ef hann veiði mýs! - Þarna er í hnotskurn sú stefna sem ráðið hefur í sívaxandi mæli stjórnarfari Kína. Að halda sig að því er best reynist.

Áfram er við hátíðleg tækifæri talað um Marx og Lenin, styttur Mao’s standa og kínverska stjórnarskráin kveður á um að ríkið skuli reist á sósíalisma undir lýðræðislegu einræði þjóðarinnar, svo undarlega sem

þetta nú hljómar í okkar eyrum. En kreddum hefur óspart verið kastað fyrir róða.

Verulega hefur dregið úr ríkisrekstri og kapp verið lagt á að taka upp á sem flestum sviðum þær aðferðir og rekstrarform er mestum árangri skila - burtséð frá hvort þau verði fræðilega heimfærð undir sósíalisma eða kapítalisma. Um leið og einkarekstur og fleira framandi hefur haldið innreið sína í sívaxandi mæli, gætir þó mjög greinilega feimni við að viðurkenna slíkt í orði. Fremur er talað um sósíalisma í kínverskri útfærslu e ð a me ð kínverskum sérkennum (“with Chinese characteristics”). Og fyrrverandi forseti Kína, Jiang Zemin, sem hér var, hefur komist þannig að orði að hin kínverska ger ð sósíalismans sé enn þ á a ð slíta barnsskónum og muni þ urfa langan tíma til a ð fullmótast. Þótt margt af því sem nú ber fyrir augu í Kína líkist því sem rótgróið er á Vesturlöndum vilja kínverskir ráðamenn því fremur líta svo á að þeir séu að skapa e-ð nýtt en hverfa frá hugsjónum sínum og ganga á vit hugsjóna annarra. Og takmarki ð er auðvitað að það sem verði til hjá þeim - þeirra útfærsla - taki öllu öðru fram í fyllingu tímans.

Margt í stjórnarfari í Kína vekur athygli fyrir raunsæi og hyggindi. Tvö einföld dæmi mætti nefna um þetta: Deng gerði sér grein fyrir að ómögulegt væri að lyfta allri kínversku þjóðinni upp í einu efnahagslega. Því væri rétt að byrja í stórborgunum og austurhéruðum landsins. Nýta síðan í fyllingu tímans styrkinn sem þar yrði náð til framfarasóknar inn í sveitirnar.

Hitt dæmið er takmörkun barneigna, eitt barn á hjón. Með því var komið í veg fyrir að sá mikli vandiað tryggja afkomu þjóðarinnar og útrýma fátækt - hlypi á undan stjórnvöldum. Slegið var hring utan um vandann um leið og ráðist var í að leysa hann.

Ýmsum hefur reyndar þótt hér ómannúðlega farið að - og vísbendingar eru því miður um að framkvæmdin hafi í höndum sumra verið allhrottafengin. En Kínverjar eru nú nálægt 1,3 milljörðum - fimmtungur mannkyns. Ég las fyrir réttum fjórum árum að hefðu barneignir ekki verið takmarkaðar væru Kínverjar þá orðnir um 338 milljónum fleiri. Þetta svarar ugglaust meira en 1,7 milljör ð um í heild nú, ef þ á matvælaskortur og sjúkdómar hefðu ekki komið í stað stjórnarstefnunnar til takmörkunar á fólksfjölguninni.

Bandaríkjaþing, sem lætur sig margt varða, efndi fyrir nokkrum árum til yfirheyrslu um þ essa takmörkunarstefnu Kínverja. Hraut þ ar margt gagnrýnisorðið. Mig grunar samt að ekki væri mönnum

ÍSLENSKA
Ð
2007/2008
LEI
IN
Kínaspjall Í Rótarýklúbbi Breiðholts hinn 5.
46

þar á bæ rórra, ef Kínverjar hefðu náð þessum sí ð astnefnda fjölda og fjölga ð hömlulaust. Skv. nýlegum spám stefnir í að Kínverjum hætti að fjölga þegar þeir ná 1,6 - 1,7 milljörðum.

Hagvöxturinn í Kína hefur árum saman verið mjög hár, gjarna 7-8 af hundraði skv. opinberum tölum. Þær eru reyndar ekki óumdeildar og staðhæft að t.d. skýrslugjafir úr afskekktum héruðum mótist síður af raunveruleikanum en vilja flokksforkólfa þar til að sýna a ð þ eir hafi sta ð i ð í stykkinu, ná ð markmi ð um landsstjórnarinnar og verðskuldi meiri frama. Sumir vestrænir kunnáttumenn hafa þannig haldið því fram að 4-5% muni vera nær réttu lagi. En jafnvel hagvöxtur af þeirri stærðargráðu er slíkur að ríki í okkar heimshlutaþ. á m. við sjálf - eru stolt ef þau ná.

Efnahagsmáttur Kína og ábyrg efnahagsstefna komu vel í ljós í Asíukreppunni fyrir fáum árum. Þá reyndust Kínverjar kjölfesta sem kom í veg fyrir að afleiðingar kreppunnar yrðu miklu alvarlegri. Þetta gerðu Kínverjar ekki án fórna. Óumdeilt er t.d. að fastgengisstefnan sem kínverska stjórnin hélt uppi meðan gengi sumra grannríkjanna snarlækka ð i veikti til muna samkeppnisstöðu kínverskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum.

Sóknin inn í sveitirnar sem Deng Xiaoping sá fyrir sér er hafin. Sagt er að milljarðamæringar séu fleiri í Kína en Japan - og kínverskir milljónamæringar eru taldir skipta tugum þúsunda. Nýjustu upplýsingar herma að nær fimmtungur þjóðarinnar hafi nú náð því að kallast millistétt og helmingi fleiri geti vænst að ná því marki um 2020. Tekjur þessa fólks nálgast um hálfa milljón ísl. króna á ári. Úti í sveitunum eru hins vegar 7-8-900 milljónir sem hafa lítið umfram nauðþurftir. Þótt stöðugt fækki þeim sem berjast í bökkum við að brauðfæða sig skipta þeir samt enn nokkrum tugum milljóna.

Vegna lágra meðaltekna þess manngrúa sem byggir Kína flokkast landi ð enn sem þ róunarríki. En kaupmáttur margra hefur vaxið svo mikið að kínverski markaðurinn er afar fýsilegur fyrir alla sem þangað hafa e-ð að selja, vörur eða þjónustu.

Það sem kínversk stjórnvöld einsetja sér að hrinda í framkvæmd sér dagsins ljós með ótrúlegum hraða. Rá ð stafanir til a ð draga úr mengun svo og samgöngubætur í Peking sem hvort tveggja tengist Ólympíuleikunum 2008 eru dæmi um þetta. Vinnuaflið skortir ekki. Um það leyti sem ég yfirgaf Kína voru um 4000 verkamenn á vöktum allan sólarhringinn við að koma upp nýju óperuhúsi sem á að taka til starfa á næsta ári. Enginn efast um að það muni takast. Í Kína sannast eins og vænta má betur en á nokkrum öðrum stað hið gamalkunna - að margar hendur vinna létt verk. Þær setja mark sitt á framkvæmdahraða og fá áætlanir til að standast.

En það er fleira en efnahagslífið sem verið hefur á hreyfingu í Kína. Menn spyrja gjarna - og ekki að ástæðulausu - um þróun stjórnarfarsins. Alltaf er býsna mikið um harða gagnrýni á kínverskt stjórnarfar og ástand mannréttindamála í Kína í vestrænum fjölmiðlum. Sumt af gagnrýninni er auðvitað réttmætten ýmsar breytingar til bóta hafa líka átt sér stað

Áður en ég nefni dæmi um breytingar til bóta er vert að árétta að áfram fer Kommúnistaflokkur Kína með næstum alræðisvald í landinu. Framkvæmdaráðpolitbureau - miðstjórnar flokksins með aðalritarann í broddi fylkingar er valdamesta stofnun þjóðfélagsins. Hu Jintao, forseti Kína, er valdamesti ma ð ur þjóðarinnar í krafti leiðtogastöðu sinnar í flokknum - en ekki vegna þjóðhöfðingjaembættisins. Og athyglisvert er a ð stjórnmálaflokkarnir 8, a ð rir en Kommúnistaflokkurinn, sem til eru í Kína og eiga fulltrúa á svonefndu Ráðgjafarþingi þjóðarinnar hafa það yfirlýsta hlutverk að aðstoða Kommúnistaflokkinn við stjórn landsins. Þeir starfa sem sagt ekki á jafnréttisgrundvelli og er b ý sna þ röngur stakkur sniðinn. Félagafrelsi í landinu eru settar skorður sem hindra a ð vaxi ð geti upp fjöldahreyfingar sem flokkurinn hefur ekki stjórn á. Þ annig hafa t.d. kínverskir ríkisborgarar ekki haft leyfi til að ganga í Rótarýklúbbinn í Peking heldur einungis útlendingar.

Unni ð hefur veri ð a ð breytingum á Kommúnistaflokknum sem tryggi að hann geti um ókomna tí ð haldi ð stö ð u sinni sem lei ð andi stjórnmálaafl landsins. Í flokknum eru nú taldir nálægt 66 milljón félagar. Hann hefur verið opnaður fyrir t.d. kaupsýslumönnum og nánast gerður að flokki allra stétta. Stefna flokksins hefur einnig verið endurnýjuð og er þríþættur kjarni hennar að flokkurinn skuli ávallt kappkosta að gæta hagsmuna meirihluta þjóðarinnar og standa vör ð um framlei ð sluöflin og menningar þ róunina. Me ð þ essu s ý nist vera af hyggindum og framsýni brugðist við þeirri þróun sem orðin er í þjóðfélaginu og fyrirsjáanlegt er að haldi áfram. Þetta er áþekk breyting á flokknum þeirri sem Gorbatsjov reyndi allt hvað hann gat að koma um kring í Sovétríkjunum en lána ð ist ekki vegna öflugrar andstöðu íhaldsaflanna í flokki hans.

Því er haldið fram - og trúað - að meira lýðræðis og frjálsræ ð is gæti nú innan kínverska kommúnistaflokksins en áður var; sömuleiðis innan þjóðþingsins og ráðgjafarþingsins. Úti í þjóðfélaginu eiga sér einnig stað frjálslegar umræður ólíkt því sem áður var. M.a. er ekki hikað við að gagnrýna hve skaðvænleg “menningarbyltingin” hafi verið, hvernig hún hafi seinkað framförum sem valdi því að nú þurfi þjóðin að leggja ennþá meira að sér til að vinna upp þennan glataða tíma. Þá hafa á síðustu árum hafist tilraunir með lýðræðislegar kosningar til sveitarstjórna víðsvegar um landið og er ætlunin að færa út kvíarnar í því efni.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 47

Jiang Zemin fv. Kínaforseti hefur komist svo að orði að kínverska þjóðin hafi aldrei í sögu sinni ráðið meiru um eigin hag. Trúlega er þetta rétt. Þróunin hefur þannig verið í rétta átt, þótt mörgum þyki hægt farið Þar ber sjálfsagt að hafa meðal annars í huga að tímaskyn þjóðar sem státar af 5000 ára gömlum menningararfi hættir til að vera annað en þeirra sem eiga sér skemmri sögu.

Ekki er langt síðan tekið var upp í stjórnarskrá Kína í fyrsta sinn að með lögum skuli land byggja. Í langri sögu þjóðarinnar hafa það verið lítt heftir duttlungar valdhafanna sem réðu. Lagabætur hafa ýmsar átt stað þ. á m. hefur réttur sakborninga verið betur tryggður í refsilögum og réttur kvenna í hjúskaparlöggjöf. Í tengslum við aðild Kína að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) hafa einnig verið gerðar víðtækar breytingar á löggjöf og reglum á viðskiptasviði til aðlögunar að kröfum alþjóðaviðskipta.

Það er mat margra sem vel þekkja til að þróun mannréttindamála í Kína þokist í rétta átt. Kínverskir ráðamenn bregðast raunar ókvæða við þegar þeir eru hirtir í heimspressunni fyrir meint mannréttindabrot. En þeir hafa reynst fúsir til að halda samráðsfundi um fjölmarga þ ætti mannréttindamála me ð fulltrúum vestrænna ríkja og stofnana. T.d. hefur Raoul Wallenberg stofnunin vi ð Lundarháskóla, sem dr. Guðmundur Alfreðsson veitir forstöðu, haldið námskeið í Kína með fulltingi kínverskra stjórnvalda.

Vestræn ríki reyna að sjálfsögðu að halda því að kínverskum ráðamönnum að öll mannréttindi séu jafn rétthá og beri að virða. Þessu er ekki hafnað af kínverskri hálfu en sta ð hæft a ð menning og þ jó ð félagsa ð stæ ð ur hljóti a ð rá ð a nokkru um framkvæmdina. Þau mannréttindi sem allir geri fyrst kröfu til að njóta sé að hafa í sig og á. Ljóst er að kínverskir rá ð amenn telja a ð algjöru l ýð ræ ð i a ð vestrænni fyrirmynd fylgi sú áhætta að allt geti farið úr böndum efnahagslega og afkomu þjóðarinnar yrði þar með stefnt í hreinan voða. Hrun Sovétríkjanna og þróunin í Rússlandi hefur án efa styrkt með þeim þessa skoðun.

Í tengslum við þá upprifjun sögunnar sem ég hóf mál mitt með vil ég nú undir lok þessa spjalls segja fáein orð um utanríkis- og hermál Kína eins og þau koma mér fyrir sjónir. Hvað er að gerast og hvernig ber að bregðast við?

Eins og me ð flestum ö ð rum þ jó ð um felst hermálastefna Kína í því að fækka hermönnum en efla herinn að nýtísku tækni. Tækni þeirra er á háu stigi eins og m.a. kemur fram í því að þeir hafa þegar sent mann út í geiminn og hafa tekið stefnu á mánann. Engin merki eru lengur um út þ enslustefnu kommúnismans sem ógn stóð af. Kínverskir ráðamenn útiloka hins vegar ekki valdbeitingu, ef nauðsyn krefji til þess að hindra að Tævan, sem þeir líta á sem hluta kínverska ríkisins, verði endanlega skilið frá Kína í stað þess að sameinast meginlandinu með virkari hætti. Mikið kapp er lagt á samstarf við aðrar þjóðir bæði þær stærri og minni - ekki síst til að laða að tækniþekkingu og fjárfestingar sem hra ð a ð geta efnahagsuppbyggingu í landin. Efnahagsuppbyggingin situr í algjöru fyrirrúmi.

Í Bandaríkjunum er sagt a ð uppi séu tvær meginkenningar um afstöðuna sem taka beri til Kína.

Annars vegar eru þeir sem telja að líta verði á Kína sem óhjákvæmilegan andstæ ð ing - einungis sé tímaspursmál hvenær hættan bresti á. Því beri að leita allra ráða til þess að halda Kínverjum niðri.

Hins vegar eru þeir sem ekki eru jafnsvartsýnir heldur telja að samstarfið við Kína, sem farið hefur stöðugt batnandi og aukist eftir að landið tók að opnast, geti haldið áfram að eflast - til gagnkvæmra hagsbóta - og átt sinn þátt í að treysta friðsamlega heimsþróun og aukna farsæld.

Við mat á þessum tveimur viðhorfum er áhugavert að líta til þróunarinnar í Evrópu eftir heimsstyrjaldirnar tvær á öldinni sem leið. Í friðarsamningunum eftir þá fyrri var allt kapp lagt á að setja fótinn fyrir Þjóðverja og hindra uppgang þeirra. Öll vitum við hvaða áhrif þetta hafði. Eftir síðari heimsstyrjöldina var þveröfugt farið að, höndum tekið saman um uppbyggingu og náið samstarf. Með því að flétta saman hagsmuni og treysta á alla lund samvinnu þeirra sem áður létu vopnin tala hefur tekist að leggja grunn að tryggari friði ásamt meiri framförum og velsæld en nokkru sinni fyrr.

Eftir þau kynni sem ég hef haft af Kína og Kínverjum um 5 ára skeið þykja mér góðar forsendur fyrir Vesturlönd til að fylgja fremur síðari formúlunni í samskiptum við þetta fjölmennasta ríki veraldar. Hin held ég raunar að væri dæmd til að mistakast. Ég tel að rétti tíminn til að byggja upp alhliða tengsl við Kína sé núna - meðan þeir þurfa á öðrum að halda til þess að ná markmiðum sínum - en ekki þegar þeir hafa náð yfirburðunum sem þeim er spáð.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 48

President Putin’s Political Power

Håvard Hungnes Lien Cand. Polit.

Goal, theories and methods

This article will analyse the domestic political power of the Putin administration. Basing my theoretical views on power on the works of Poggi, Barry and Olson, I will define political power as ability to achieve one’s goals in the face of resistance and opposition, inside a specific institutional frame.

To benchmark the power of the current Russian federal administration I will use the implementation success of their own stated policy priorities as cases. The main methodological challenge in such an analysis is of course the lack of control over all variables; there might be events outside our control, or even knowledge, that have substantial impact on the cases. This will however only really be a methodological problem if there is notable success in a reform area. Success can be a product of external forces, no matter what the policy has or has not been, and can therefore be pure luck. Lack of success, on the other hand, no matter what its sources are, is a clear sign of lack of power.

Case selection

Policy areas officially listed as priorities have changed over the years of the current administration. In 2002 there were 16 of them, today there are 8. The goals as of fall 2006 are: an effective state; resolving the demographic problem; modern healthcare; quality education; comfortable and affordable housing; improved rural life; infrastructure development; modernisation of the armed forces. (Kremlin, 2006) Compared to the list that was presented in 2002 it is disturbing that ‘peace in Chechnya’ is removed as a policy priority, but on the other hand highly encouraging that the ‘demographic problem’ finally has been officially recognised.

I will have to single out a few areas to present in this article. These will be the ones that a state of Russia’s size and ambitions simply cannot live without, and that have been on the priority list all the time. It is reasonable to believe that they have been given the full attention of the federal government since the year 2000 and all the way until now, and they should therefore have the highest odds for success. If the areas have failed it will tell us that the Russian federal executive has limited domestic political power.

The bench mark test Reform of the economy

Several plans to reform the Russian economy have been constructed by the federal government under president Putin. The main goals have been to make Russia less dependent on hydro carbon exports, to improve the investment climate, and better organisational and financial transparency in what is know as the ‘natural monopolies’, which means the state owned industrial behemoths in electricity, gas, oil, telecommunications and railways. (Kremlin, 2000, 2001, 2002). Recent developments have also shown that the federal government is intent on centralising control over the largely privatised oil sector.

A lot of Russia’s financial problems can be traced back to the natural monopolies. United Energy Systems (UES) owns all power plants and the entire power grid in Russia, and is the largest of its kind in the world. 80% of UES’s fixed assets were reported to be obsolete in 2002, because investments and repairs have more or less stood still since the 1970s. The Federal Parliament passed lawns on splitting up UES in February 2003, and the highly subsidised domestic electricity market is planned to end. This reform plan seems to be moving forward, albeit at a somewhat low pace. (Moscow Times 2002a. 2003)

Gazprom, the natural monopoly in the gas sector, however, is an entirely different matter. It was also scheduled to be restructured, but the company has resisted fiercely. As of the fall 2005 the reform plans are reported to go nowhere. Gazprom claims that its current organisational structure is vital to the gas supply in Russia, and it is also probable that if Gazprom is split up it will largely become controlled by the oil barons, a force the Putin administration has fought vehemently for the entire duration of its time in office. The result is that Gazprom at least for the time being is staying the same as before. (Ahrend & Tompson pp 811-12)

Increased investment requires banks. The most peculiar side of Russian banking is that quite a lot of them are owned by oil companies. This does not of course bode well for an attempt to diversify the economy, away from its dependency on hydro carbon export, and is as such bad news for the Putin administration. These banks solely lend to their mother

ÍSLENSKA
49

companies, service their export operations and do their accounting (Gnezditskaia pp457-8).

One of the success stories of policy implementation in the area of big business regulation (I’m not claiming that what was done by the federal government was politically or morally good, neither do I say it was bad. I merely state that the success rate of the chosen policy is high) is the Yukos affair. The Putin administration has aspired to nationalise and control the oil business that to a large extent was privatised during the Yeltsin years. The Russian state is in an unusual position of strength towards business, and has used this position to create what very well can be described as state corporatism. (Hanson & Teague p 657-8) On the surface it seems that the federal government has achieved its goals here. The drawback of the heavy handed treatment of Yukos and Khodorkovsky is however that investment rates have deceased, so that the Russian state has control over the company, but it will have to struggle to gain much from this control. (Ahrend p 9 and 18)

The attempted move away from oil dependency in industry and export has failed. For the period 2001 –2004 the natural resource sector contributed to over 1/3 of the GDP growth, and the oil sector alone contributed to 1/4. (Ahrend p 5 and 20).

Armed forces

The reform of the Russian armed forces for the period in question is based on the Defence Ministry document ‘the State Policy Concept of the Russian Federation on Building the Armed Forces for the Period to 2005’, signed by the president July 30, 1998. Phase 2 of the plan, covering the period 2001 –2005, which is the period under review in this article, lists as main priorities: increased combat and operational readiness, which includes better discipline and rule of law. Development of better technical equipment. And of course, the shift from a conscript to a professional army. (Ministerstvo oborony Rossiyskoy Federatsy, 2001)

The main problem for the armed forces seems to be a lack of a new doctrine; Russia simply does not have a master plan for what its armed forces are supposed to be doing, how they are to go about doing it, and why (Blank). This is perhaps most clearly seen in

Russia’s wish to end the draft service, while on the other hand also has a need to maintain a useable base of reservists and reinforcements in case of conflict with China, which only can be maintained by keeping the draft system (Galeotti).

As for the change from a conscript to a professional armed force, there is a test project going on at the 76th Airborne Division stationed at Pskov on recruiting professional soldiers, and this project receives ok marks from most analysts. (Moscow Times 2002b) It is also planned to include the 42nd Division in Chechnya in this project, but I have not found any analysis of the outcome of this. I suspect that this is connected to the combat operations in the area, and that as simple things as number of troops there still is a national security matter and therefore secret. The state of affairs in the navy and the air force is no better, as the Main Naval Staff has suggested that the navy should have 14 carrier groups, when the hard fact is that Russia does not have capacity to run a single one. (Tsypkin) Such an approach to military planning cannot be called anything but wild dreams, and does no good to the much needed reform package. The commander in chief of the airforce reported a while back that 100% of the planes under his command needed modernisation. (Herspring, p 166)

Some projects on modernisation of arms are under way, most notably the production of the new fighter jet Su-30MKI, with the potential to sell to major countries like India and Indonesia (Wikipedia, SU-30MKI). This is however not representative for the whole of the armed forces. The need for upgrades on hardware is

The attempted

has failed. For the period 2001 – 2004 the natural resource sector contributed to over 1/3 of the GDP growth, and the oil

contributed to 1/4”

move away from oil dependency in industry and export
ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 50
Håvard Hungnes Lien

immense, and in 2006 the plans are to provide 31 T-90 tanks, 125 armoured personnel carriers, and 22 aircraft and helicopters (Galeotti); it goes without saying that with this rate of renewal the goal of increasing operational readiness won’t be reached by the end of the Putin administration’s term of office.

A marginal improvement in combat readiness as well as plans under way to modernise the air force points in the direction that something is being done about the rather sorry state of the Russian armed forces, but the federal government has a long way to go, especially in the paramount areas of doctrine reform, if it is to achieve its goals from 1998.

Public administration and rule of law

One of Putin’s first acts as president was to start strengthening the federal power over the Russian states (Russia is a federation with 89 states). During the Yeltsin years the states were given more or less carte blanche to do as they pleased, with the result that about 70% of the regional laws were in contradiction with federal laws, and 40% were even in contradiction with the federal constitution (Hyde, p22). Putin’s reform package was launched in May 2000, and started with naming presidential envoys to the states, who then would ensure that ‘a single legal space’ as it is know, is implemented in all of Russia. The federal parliament, the State Duma, is under firm control by Putin’s political party, and also granted him the right to dismiss regional governors. (Ross, p 34). As the presidential envoys have been appointed the policy must be said to be a success. To which degree they have been able to implement a single legal space is under heavy debate (Taylor, p 4). In the immediate aftermath of the Beslan tragedy in September 2004 president Putin tightened his grip further on the regional executives. The official reason for this was to increase the federal state’s capacity to fight terrorism (Golosov). If this is indeed the real reason I will not speculate on. The fact however remains that Russian local executives are no longer elected, they are now appointed by the Kremlin, and as such the federal centre under Putin must be said to have won the battle for the ‘single legal space’. It is highly disputed what the actual outcome of this reform will be, but seen solely as policy implementation it is a smashing success for the president.

The general view on Russia’s bureaucracy is that it is corrupt, way too large, inefficient and an impediment to any results from planned reforms, and is as such in desperate need of reform itself. If this is indeed the case, nothing will come of reform packages intended by the parliament and the president, because those

entrusted to carry out the policies either ignore or sabotage the plans. As we are about to see, this is only partially correct. It is however entirely true that something has to be done, and the federal government set out to change many aspects of the civil service, starting the process in 2003 with executive order n Pr – 1496. This lists, among other things, improved recruiting policies for the civil service, increasing public trust in it by ensuring openness, and to increase its funding.. As far as I have been able to establish, not much research has been done on this subject. The only research papers on the subject I have been able to find look at the situation from 1990 – 2003. It shows that Russia’s administrative sector is surprisingly small (1,2 % of the labour force), and that it is ill suited to fulfil its duties. In 2001, half of the federal employees at central level were hired in Brezhnev times. Institutional turnover is in other words very low, and to make things worse, those who work in the central administration are poorly educated. (Brym & Gimpelson , p15-16) However, this seems to be changing to the better. The area of higher education in Russia is relatively decentralised, which on the one hand means that some regional governors have used their local universities as simply extensions of their offices, but on the other hand ensures that a return to the centrally planned curricula from the Higher Party Schools are a thing of the past. Moscow’s lack of interest in this field also means that the development of the various education institutions is highly uneven, which again means that the supply of well educated bureaucrats varies across Russia. The most positive element of this development is that the era of the sole rule of technical experts in the state administration is over. The number of civil servants with a background from engineering or agricultural sciences is falling, and the number of employees educated in public administration, business or liberal arts is increasing, (Huskey) and they are arguably better suited to handle administration of a market economy, democratic state than their predecessors who were technocrats, not post-modern administrators.

As for levels of corruption, we can use Transparency International’s annual reports. Finland and Iceland are regularly the winners of these rankings, rated as the least corrupt states in the world, and ranked very close to the top mark of 10 (where 10 means totally honest and 0 is totally corrupt). Russia does not do well here, and has only marginally improved during the Putin years, from a standing of 2,1 in 2000 to a 2,7 in 2003, and back down again to 2,4 in 2005 (Transparency International).

Overall, we see at least some results from the federal and state service reforms.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 51

Conclusions

In short, the conclusion of this analysis is that the Putin administration has real political power in areas of legislation and reform of formal systems, but the practical outcomes are less visible. All projects than can be monitored and run from the Kremlin, typically the pilot project on a professional army or the legal action against Yukos, are under firm control of the

References

executive branch. The more complex issues that by and large are outside the grasp of Moscow, however, show that ruling single cases is one thing, governing a country of 17,075,400 square kilometres from a single office by a handful of people is quite another. The lack of reliable and functional political institutions stands out as a major problem for Russia, and basing all political action on a strong president is not the way to mend this systemic flaw.

Ahrend, Rudiger & Tompson, William. (2005). Unnatural Monopoly: The Endless Wait for Gas Sector Reform in Russia. Europe-Asia Studies, Vol. 57, No. 6, p 801 – 821

Ahrend, Rudiger. (2006). Russia’s Post-crisis Growth: Its Sources and Prospects for Continuation. Europe-Asia Studies, Vol 58, No. 1, p 1 – 24 Barry, Brian. (1991) Democracy and Power. Essays in Political Theory I. Oxford: Clarendon Blank, Stephen (2003). This Time We Really Mean It: Russian Military Reform. Russia and Eurasia Review, Vol. 2, Issue 1 http://www.cdi.org/russia/239-9.cfm

Brym, Robert J. & Gimpelson, Vladimir (2004) The Size, Composition, and Dynamics of the Russian State Bureaucracy in the 1990s. Slavic Review 63

Galeotti, Mark (2006). Russian military reform seeks adcances on all fronts. Jane’s Intelligence Review, April, 2006

Gnezditskaia, Anastasia. (2005). ‘Unidentified Shareholders’: the Impact of Oil Companies on the Banking Sector in Russia. Europe-Asia Studies, Vol. 57, No. 3, 2005, p 457 – 480 Golosov, Grigorii V What Went Wrong? Regional Electoral Politics and Impediments to State Centralization in Russia, 2003-2004. PONARS Policy Memo 337 http://www.csis.org/media/csis/pubs/pm_0337.pdf

Hanson, Philip & Teague, Elizabeth. (2005). Big Business and the State in Russia. Europe-Asia Studies, Vol 57, No. 5, p 657 – 680

Herspring Dale R. (2003). Putin’s Russia. Past Imperfect. Future Uncertain. London and New York: Rowman and Littlefield Publishers Hyde, Matthew (2000). Putin’s Federal Reforms and Their Implications for Presidential Power in Russia. Essex papers in Politics and Government, No. 154 Kremlin, 2006 Left side menu: ‘Priorities’ (http://www.kremlin.ru/eng/). Executive order n Pr – 1496, 2003 Putin’s State of the Union Address of 2002 Government Directive N 910-r, July 10 2001. Directive 1072-r of the Russian government, of August 3, 2000. Ministerstvo oborony Rossiyskoy Federatsy (The Ministry of Defence of The Russian Federation), 2001 ‘Voyennaya Reforma’ (Armed Forces Reform)

Olson, Mancur. (2000) Power and Prosperity. Outgrowing Communist and Capitalist Dictatorships. New York: Basic Books Poggi, Gianfranco. (1990). The State. Its Nature, Development, and Prospects. Cambridge: Polity Press Ross, C (2003). Putin’s Federal Reforms and the Consolidation of Federalism in Russia: One Step Forward, Two Steps Back!. Communist and Post-Communist Studies, No. 36, p 29-47

Taylor, Brian D. (2002). Strong Men, Weak State. Power Ministry Officials and the Federal Districts. PONARS Memo 284

Transparency International Annual Reports http://www.transparency.org/ Tsypkin, Mikhail. (2002). Rudderless in a Storm: The Russian Navy 1992 – 2002. Conflict Studies Research Centre, document B58 http://www.csrc.ac.uk/pdfs/B58-MT.pdf

Wikipedia ‘Su-30MKI’ http://en.wikipedia.org/wiki/Su-30MKI

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 52

Moscow times 11 June, 2002a. At UES, Reforms Could be Shocking

28 November 2002b ‘An Army of Criminal Pros?’

17 February, 2003. UES Revamp Gets the Green Light Olson, Mancur. (2000) Power and Prosperity. Outgrowing Communist and Capitalist Dictatorships. New York: Basic Books Poggi, Gianfranco. (1990). The State. Its Nature, Development, and Prospects. Cambridge: Polity Press Ross, C (2003). Putin’s Federal Reforms and the Consolidation of Federalism in Russia: One Step Forward, Two Steps Back!. Communist and Post-Communist Studies, No. 36, p 29-47 Taylor, Brian D. (2002). Strong Men, Weak State. Power Ministry Officials and the Federal Districts. PONARS Memo 284

Transparency International Annual Reports http://www.transparency.org/ Tsypkin, Mikhail. (2002). Rudderless in a Storm: The Russian Navy 1992 – 2002. Conflict Studies Research Centre, document B58 http://www.csrc.ac.uk/pdfs/B58-MT.pdf

Wikipedia ‘Su-30MKI’ http://en.wikipedia.org/wiki/Su-30MKI

Skipanir ráðuneytisstjóra á Íslandi í alþjóðlegu samhengi

Dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands

1 2

Við erum meyr þjóð, meir með ypsilóni. Hvenær sem komið er að kjarna máls hjá okkur, þá er það orðið viðkvæmt mál, besta að tala varlega og helst þegja, okkar haldreipi, prestkonumórallinn tekur við

Þessi orð lýsa vel opinberri umræðu um skipanir æðstu embættismanna á Íslandi. Þær eru viðkvæmt mál sem betra er að ræða varlega um. Ástæður fyrir því eru a.m.k. tvær. Í fyrsta lagi hafa umdeildar skipanir veri ð tengdar meintri spillingu og óvöndu ð um starfsháttum stjórnsýslunnar og því vandmeðfarnar í opinberri umræðu. Algengt er það viðhorf að æðstu embætti séu eingöngu auglýst til málamynda. Búið sé að ákveða fyrirfram hvern á að skipa í stöðuna. Vegna auglýsingaskyldu þurfi hins vegar að útbúa leikfléttu sem byggi m.a. á því að meta fyrirfram pólitískan skaða af skipuninni. Í annan stað getur verið erfitt að tjá sig

um skipunina einfaldlega þar sem upplýsingar eru takmarkaðar um forsendur hennar. Ekki er hægt að fullyrða að þær málefnalegu ástæður sem koma fram í rökstuðningi stjórnvalda í málum sem vísað t.d. hefur verið til Umboðsmanns Alþingis séu þær einu sem að liggja þar að baki.

Umdeildar skipanir í æðstu embætti geta haft neikvæð áhrif á ímynd íslenskrar stjórnsýslu og leitt til umræðu um spillingu eins og áður segir. Fram hefur komið vilji, m.a. hjá fyrrverandi forsætisráðherra og þingmönnum Samfylkingarinnar, til að breyta skipulagi efsta stjórnunarlags Stjórnarrá ð sins samhli ð a endurskoðun á skipulagi þess. Þar hafa m.a. komið fram hugmyndir um skipan pólitískra ráðuneytisstjóra í dúr við fyrirkomulag í Noregi og Svíþjóð

1 Greinin byggir á fyrirlestri um skipanir æðstu embættismanna í alþjóðlegu samhengi sem fluttur var á málþingi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um pólitískar ráðningar í Odda, Háskóla Íslands, 24. maí 2006.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
2 Halldór Laxness. Guðsgjafaþula. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1991. Bls. 68. 53

Til a ð skilja betur hvers vegna skipan í rá ð uneytisstjóraembætti er vandme ð farin er nau ð synlegt a ð hafa í huga hina skipulagslegu sérstöðu embættisins. Hér verður fjallað stuttlega um þessa sérstöðu. Með alþjóðlegum samanburði er skýrt frá hvernig styrkur pólitískrar forystu gagnvart embættismannakerfinu og aðskilnaður þar á milli hefur áhrif á það hvernig æðstu embættismenn eins og ráðuneytisstjórar eru skipaðir. Þessi samanburður er að lokum settur í samhengi við fyrirliggjandi hugmyndir um breytingar innan Stjórnarráðs Íslands.

Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að rifja upp hina svoköllu umbo ð s- e ð a ábyrg ð arke ð ju. Í lýðræðissamfélögum þarf að tryggja að unnið sé að hinum sameiginlegu verkefnum í samræmi við vilja borgaranna. Reynt er að tryggja þetta með svokallaðri umboðs- eða ábyrgðarkeðju. Í tilviki íslenska ríkisins felst hún í einfaldaðri mynd í því að í þingkosningum veitir þjóðin fulltrúum sínum, kjörnum þingmönnum, umboð til að fara með völd í landinu. Ríkisstjórn, sem starfar í umboði þings, felur síðan embættismönnum ráðuneyta og stofnunum ríkisins að koma í framkvæmd þeim ákvörðunum sem hún hefur tekið. M.ö.o. kjörnir fulltrúar fela opinberum starfsmönnum, sem starfa á grundvelli formlegra skipana eða ráðninga, að vinna að þ essum verkefnum. Þ eir sem vinna næst hinum pólitísku fulltrúum eru oftar en ekki embættismenn með sérstaka réttarstöðu.

Einn mikilvægasti en jafnframt flóknasti hluti umboðskeðjunnar er þar sem hin lýðræðislega kjörna forysta og hin faglega stjórn embættismanna mætast. Viðfangsefnið lýtur að því hvernig unnt sé að skapa jafnvægi milli hinnar pólitísku forystu, sem er ætlað að bregðast við þörfum og kröfum samfélagsins á hverjum tíma og embættismannakerfis sem er ætlað að hafa að leiðarljósi fagleg vinnubrögð, hæfni starfsmanna og jafnræði þegnanna.

Þessi klassíska tvískipting og sú staðreynd að skipulagslega liggur embætti ráðuneytistjóra við mörk þessarar tvískiptingar veldur því að sá sem í embættinu situr þarf að sinna tveimur nokkuð ólíkum hlutverkum. Í fyrsta lagi skal hann hafa hæfni til að framfylgja vilja ráðherra. Hann skal starfa skv. reglum og hefðum embættismannakerfisins sem m.a. kveða á um hvernig vinnubrögðum stjórnsýslunnar skuli háttað. Hann þarf a ð hafa yfirgripsmikla þ ekkingu á málaflokkum rá ð uneytisins. Í auknum mæli er liti ð á æ ð stu embættismenn eins og ráðuneytisstjóra sem leiðtoga sem taka virkan þátt í framþróun þeirra málaflokka sem þ eir bera ábyrg ð á. Hann þ arf þ ví a ð hafa forystuhæfileika. Ef ráðuneytisstjóri sinnti eingöngu þessu hlutverki væri eðlilegt að hann væri alfarið

skipaður á grundvelli ,,faglegra“ sjónarmiða, þ.e.a.s. hæfni, menntun og starfsreynslu.

Það er hins vegar ekki nóg að ráðuneytisstjóri hafi hæfni til að vinna í umboði ráðherra, hann þarf einnig að hafa vilja til að framfylgja stefnu hans, vera móttækilegur fyrir áherslumálum ráðherra og sýna honum hollustu og trúnað í hvívetna. Hollusta hefur raunar verið eitt af mikilvægari gildum hins hefðbundna embættismannakerfis en í fræðilegri umfjöllun hefur komið fram að embættismenn eru mismóttækilegir fyrir nýjum hugmyndum eða breytingum sem ráðherrar vilja ná fram. Bresku gamanþættirnir ,,Já, ráðherra“ lýsa þessu ágætlega. Þetta hlutverk undirstrikar mikilvægi þ ess a ð þ eir sem skipa ð ir eru í embætti ráðuneytisstjóra séu ekki eingöngu með nauðsynlega menntun og starfsreynslu heldur geti ráðherra treyst viðkomandi til að koma í framkvæmd stefnumálum sínum og sýna sér hollustu og trúnað. Ef taka á tillit til þessara sjónarmiða virðist liggja beint við að ráðherra skipi þann sem hann þekkir persónulega úr pólitísku starfi eða úr starfi á vegum ríkisins, auk þess að uppfylla almenn hæfnisskilyrði.

Fram hefur komið í rannsóknum að fátítt er að ráðuneytisstjórar hafi enga reynslu af starfi hjá hinu opinbera, annað hvort sem embættismenn ráðuneytis eða sem stjórnendur innan ríkisstofnana. Hins vegar er ólíklegt a ð rá ð herra hafi ekki á ð ur haft einhver persónuleg kynni af þessum einstaklingum fyrir skipun. Því má draga þá ályktun að persónuleg tengsl og hvort ráðherra einfaldlega telji að þeir eigi skap saman hafi umtalsvert vægi við ákvörðun hans þó erfitt geti reynst að draga fram slík sjónarmið þegar rökstyðja þarf skipun opinberlega.

Vandinn vi ð a ð samræma ólík hlutverk æ ð stu stjórnenda ríkisins sem hefur verið greint frá hér að ofan, endurspeglast í þeirri viðleitni að skapa jafnvægi milli hinnar pólitísku forystu og forystu embættismannakerfisins og er eins og áður segir gamalgrói ð vi ð fangsefni í flestum l ýð ræ ð isríkjum. Gagnlegt að skoða hið íslenska fyrirkomulag með hliðsjón af því sem tíðkast erlendis. Í þeim tilgangi er hér sett fram einfalt samanburðarlíkan sem byggir á tveimur meginþáttum.

Fyrri þátturinn lýsir styrk pólitískrar forystu gagnvart embættismannakerfinu sem endurspeglist í stöðu, fjölda og sérhæfingu tímabundins starfsliðs ráðherra. Þessu má ekki blanda saman við pólitískt vald ráðherra í ríkisstjórn. Til einföldunar er henni skipt í þrjá flokka eftir styrkleika hennar eða vægi. Þannig getur vægi pólitískrar forystu verið lítið, miðlungs eða mikið.

Seinni þátturinn lýtur að því að hve skýr aðgreining er milli pólitískar forystu og stjórnar embættismanna.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 54

aðgreining endurspeglast venjulega í formföstum og rótgrónum embættis- og starfsmannakerfum með reglum um val, skipan og starfsferil starfsmanna, réttindi og skyldur þeirra og vinnubrögð. Hugmyndin að baki slíkum kerfum – sem hefur verið lýst í hinni þekktu greiningu Max Webers – felst í þ ví a ð geta framkvæmdavaldsins til a ð framfylgja ákvör ð unum stjórnvalda verði best tryggð með því einfaldlega að þeir hæfustu séu ráðnir og fái framgang í starfi. Auk þess var það ekki talið samræmast hugmyndum manna um jafnræði, að mismuna fólki þegar um var að ræða embætti eða störf. Takmarkanir þessarar tvískiptingar eru margvíslegar – og fjarri því að skilin á milli séu skýr eins og saga stjórnsýslu 20. aldar lýsir.

Eftirfarandi samanbur ð ur byggir á þ eim fáu samanbur ð arathugunum sem til eru – sérstaklega athugun Edward C. Page og Vincent Wright en niðurstöður hennar birtust í bókinni ,,Bureaucratic Élites in Western European States. A Comparative Analysis of Top Officials.” sem kom út 1999. Ísland er raunar ekki með í þeim samanburði.

Með hliðsjón af framangreindum tveimur þáttum má greina mismunandi fyrirkomulag á forystu framkvæmdavaldsins.

Við skulum líta fyrst á það fyrirkomulag þar sem pólitísk forysta hefur miki ð vægi gagnvart embættismannakerfinu. Ágætt dæmi um þ etta er bandaríska alríkið þar sem 200 þúsund starfsmenn fylgja forsetanum sem er um 10% allra þeirra sem starfa hjá alríkinu – þetta hlutfall er raunar verulega hærra þegar stjórnunarstörf eru sérstaklega skoðuð. Fyrir daga hinna svokölluðu Pendleton laga 1883 voru nær allir skipaðir á grundvelli flokkspólitískra tengsla. Sú mikla uppbygging á starfsmannakerfi alríkisins sem varð á fyrri hluta 20. aldarinnar byggðist á því að gera skilin skýr milli pólitískra stjórnenda og embættismanna, sem m.a. eru skipa ð ir á grundvelli mi ð lægra samræmdra hæfniskrafna. Hið háa hlutfall pólitískt skipaðra sem starfa eingöngu kjörtíma forseta - skapar Bandaríkjunum enn nokkra sérstöðu og hefur ávallt verið umdeilt fyrirkomulag. Nokkur umræða átti sér stað um þetta n ý lega þ egar hæfni forstjóra FEMA –Almannavarnarstofnunar Bandaríkjanna – til að stýra verkefnum stofnunarinnar var dregin í efa eftir slæleg viðbrögð stofnunarinnar vegna náttúruhamfaranna við Mexíkóflóa 2005.

Fyrirkomulag á forystu

Í öðru lagi er um að ræða ríki þar sem vægi pólitískrar forystu er umtalsvert en þó talsvert minni en í tilviki Bandaríkjanna. Hér má nefna Noreg og Svíþjóð en bæði þessi ríki eru með sérstaka pólitíska ráðuneytisstjóra sem eru skipaðir af forsætisráðherra og hafa formlegt boðvald gagnvart embættismönnum ráðuneyta. Nokkur munur er þó í raun á þessum embættum. Þannig er dagleg stjórnun ráðuneytis í Noregi í höndum æðsta embættismanns þess, ,,departementsråd”, en pólitísk yfirstjórn í höndum ,,statssekretær”. Í Sví þ jó ð er ,,statssekreterare” hins vegar með sambærilega stöðu og ráðuneytisstjóri á Íslandi og í Danmörku. Til viðbótar eru til staðar pólitískir aðstoðarmenn og ráðgjafar m.a. fjölmiðlaráðgjafar. Í báðum tilvikum eru að mestu skýr skil milli pólitískrar forystu og æðstu embættismanna.

Ágætt er að hafa í huga að þótt hefð sé fyrir a ð greiningu á pólitískum stö ð um og faglegum embættum innan stjórnarráðs þessara landa þarf það ekki að gilda um aðrar skipanir svo sem forstjóra ríkisfyrirtækja. Hér má nefna að þekkt dæmi eru um pólitískar skipanir forstjóra ríkisfyrirtækja í Svíþjóð þó áhersla sé lög ð á faglegar skipanir æ ð stu embættismanna innan sænska stjórnarrá ð sins. Í umtalaðri þáttaröð um fyrrverandi forsætisráðherra Svía, Göran Persson (,,Ordförande Persson“) sem flutt var í sænska ríkissjónvarpinu vorið 2007 kom fram að Göran hefði boðið samráðherrum sínum forstjórastóla til að leysa ,,innanhússvanda“ ríkisstjórnarinnar.

Belgíska alríkið er dæmi um ríki þar sem vægi pólitískrar forystu er umtalsvert, m.a. vegna starfa pólitískra nefnda sem er forsætisráðherra til ráðgjafar um skipanir lykilstjórnenda. A ð skilna ð ur milli pólitískrar forystu og æðstu embættismanna er ennfremur óljós. Það viðhorf er ráðandi að pólitísk sambönd ráði mestu hvað varðar skipun og framgang embættismanna.

Í þriðja lagi má greina fyrirkomulag þar sem pólitísk forysta er ekki umfangsmikil mi ð a ð vi ð vægi embættismannakerfisins en þar sem aðskilnaður þar á milli er að mestu skýr. Dæmi um þetta er Danmörk og Bretland. Í Bretlandi skipar forsætisrá ð herra rá ð uneytistjóra skv. tilnefningu æ ð sta yfirmanns embættismannakerfisins, Head of the Home Civil Service. Þ eir njóta a ð sto ð ar sérstakrar valnefndar, Senior Appointments Selection Committee (SASC). Í gegnum tí ð ina er algengast a ð rá ð herra fari eftir

Aðgreining milli pólitískrar forystu og æðstu stjórnar embættismannakerfisins

Vægi pólitískrar forystu Aðgreining að mestu skýr Óskýr aðgreining

Mikið Bandaríkin (alríkið) Bandaríkin fyrir 1883 (alríkið)

Miðlungs Svíþjóð, Noregur Belgía (alríkið)

Lítið Danmörk, Bretland Ísland (sögulega?)

Skýr
ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
55

tilnefningu. Það hefur þó farið eftir forsætisráðherra hverju sinni hvort hann hafi afskipti af vali eða hvort hann eingöngu sta ð festir tillögu frá embættismannakerfinu. Þannig hafði Thatcher mun meiri afskipti af hverjir ur ð u rá ð uneytisstjórar en forverar hans.

Í samræmi við reglur ráðherrastjórnsýslunnar skipa danskir ráðherrar ráðuneytisstjóra. Fátítt er að þeir skipi aðra en reynslumikla embættismenn með starfsferil innan eins eða fleiri ráðuneyta. Hér verður að hafa í huga a ð pólitískar a ð stæ ð ur í Danmörku –samstöðustjórnmál og tíðni minnihlutastjórna – gera það að verkum að ekki eru hefðir fyrir pólitískum ráðningum. Danskir ráðherrar hafa lengst af ekki haft pólitískt starfslið. Á allra síðustu árum hafa verið starfandi sérstakir ráðgjafar (særlige rådgivere) sem ráðnir eru við ríkisstjórnarskipti og sitja starfstíma ráðherra. Hverjum ráðherra er heimilt að ráða einn slíkan ráðgjafa. Upphaf þess að Danir fóru að heimila slíkar ráðningar voru vísbendingar um að danskir rá ð herrar hef ð u rá ð i ð til sín spunameistara –fjölmiðlaráðgjafa. Danska þingið ákvað eftir skoðun að viðurkenna að danskir ráðherrar hefðu heimild til slíkra ráðninga – en þessi störf þyrftu að vera sérstaklega eyrnamerkt hjá danska stjórnarráðinu þannig að ekki færi á milli mála að um væri að ræða pólitískt starf.

Ísland er dæmi um land þar sem vægi pólitískrar forystu gagnvart embættismannakerfinu er lítið og þar sem aðskilnaður hefur a.m.k. sögulega verið fremur óljós. Skil á milli pólitískrar forystu og embættismanna ráðuneyta á Íslandi hefur verið óskýr allt frá stofnun Stjórnarráðsins. Skýringar eru ýmsar, hér má nefna fámennt embættismannakerfi og óformlegt skipulag Stjórnarráðs fram að setningu stjórnarráðslaganna 1969 og pólitískar skipanir í helstu embætti a.m.k. fyrstu áratugi aldarinnar.

Að minnsta kosti eitt dæmi er um það frá fyrri hluta aldarinnar að reynt hafi verið að setja fram tillögur til að tryggja faglegar skipanir embættismanna – í samræmi við sambærilega þróun erlendis. Hér er um að ræða tillögur milliþinganefndar í frumvarpsformi - sem lagðar voru fram 1934. Skv. frumvarpinu var veitingarvald ráðherra bundið ýmsum takmörkunum. Yfirmenn gátu þ eir einir or ð i ð sem voru me ð áskili ð próf e ð a viðurkennda starfshæfni. Einnig var þess krafist að þeir hefðu starfað í a.m.k. tvö ár við góðan orðstír við sambærileg störf e ð a í þ eirri starfsgrein, sem væntanlegt valdsvið þeirra næði yfir. Óheimilt var að veita skyldmenni starf. Skilgreint var í frumvarpinu hvaða skyldleiki gerði veitingarvaldhafa vanhæfan. Í greinargerð með frumvarpinu sagði að með ákvæðum kaflans um veitingar starfa væri ,,leitast við að setja gagnkvæmar takmarkanir til varnar því, að óhæfir menn taki trúnaðarstöður og veitingarvaldinu sé beitt af

handahófi”. Þessar tillögur fengu ekki hljómgrunn en nokkur ákvæði frumvarpsins rötuðu í starfsmannalögin frá 1954 – þó ekki þau ákvæði sem nefnd eru hér að framan.

Í stað slíkra reglna virðist, ef dæma má af ævisögum stjórnmálamanna, hafa verið algengt að flokkar í samsteypustjórnum hafi skipt embættum á milli sín –þannig hafi flokkar eignað sér ákveðnar tegundir embætta. Slíkar hef ð ir eru raunar sí ð ur en svo einstæðar, þær þekkjast vel annars staðar svo sem í Suður-Evrópu.

Ofangreind lýsing á við um Ísland á fyrri hluta 20. aldar – og að einhverju marki einnig seinni hluta aldarinnar. Það má færa rök fyrir því að á síðustu einum e ð a tveimur áratugum hafi dregi ð úr pólitískum rá ð ningum í lykilembætti. Varasamt er a ð draga almennar ályktanir út frá einstökum tilvikum sem hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri.

Pólitísk forysta rá ð uneyta á Íslandi gagnvart embættismannakerfinu er fremur veik – þá er ekki átt við valdastöðu ráðherra – heldur að pólitískt starfslið ráðherra er bæði fámennt og reynslulítið. Eingöngu er heimild fyrir ráðherra að skipa einn aðstoðarmann en ráðherrar hafa einnig ráðið til sín annan aðstoðarmann sem fengið hefur starfsheitið ráðgjafi. Í örfáum tilvikum hafa þrír aðstoðarmenn verið ráðnir. Í nýlegri athugun kom fram að á sl. tíu árum hafa orðið umtalsverðar breytingar á bakgrunni aðstoðarmanna. Þær felast í lægri meðalaldri, hlutfallslegri fjölgun þeirra sem ekki hafa loki ð háskólanámi og hafa litla e ð a enga starfsreynslu. Því virðist sem oftar hafi verið ráðnir einstaklingar sem tiltölulega stutt eru á veg komnir á sínum starfsferli og fátítt hefur verið að ráðnir væru einstaklingar sem gætu talist sérfræ ð ingar á málefnasviði ráðuneytis. Í þeirri ríkisstjórn sem var skipuð vorið 2007 má þó greina frávik frá þessari þróun.

Ekki hefur átt sér stað mikil umræða um breytingar á þ essu fyrirkomulagi fyrr en á 2005 þ egar forsætisráðherra skýrði frá vinnu sem beindist að því a ð endurskipuleggja Stjórnarrá ð Íslands – og hugsanlega taka upp fyrirkomulag það sem tíðkast í Noregi og Svíþjóð. Raunar má benda á að svokölluð stjórnkerfisnefnd sem skipuð var af forsætisráðherra 1983 lag ð i til a ð stofna ð yr ð i n ý tt embætti ráðherraritara í stað aðstoðarmanna ráðherra sem virðist hafa átt að hafa sambærilega stöðu og embætti pólitískra ráðuneytisstjóra í Svíþjóð og Noregi.

Ef Ísland vill fylgja hefðum nágrannaríkjanna og þá jafnframt skýra þær reglur sem gilda um skipanir rá ð uneytisstjóra er rökrétt a ð pólitísk forysta Stjórnarráðsins sé styrkt og/eða betur aðgreind frá

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 56

forystu embættismannakerfisins. Það er raunar unnt að gera án þess að innleiða það fyrirkomulag sem tíðkast í Noregi og Svíþjóð. Unnt er að ná þessu markmiði að einhverju leyti með því að ráðherra nýti sér það svigrúm sem hann hefur til ráðninga tímabundinna ráðgjafa eða sérfræ ð inga. Óvíst er hvort þ örf er á a ð r ý mka á ð urnefnda heimild í Stjórnarrá ð slögum í þ essum tilgangi. Jafnframt er eðlilegt að í auglýsingum séu settar fram skýrar kröfur um menntun og starfsreynslu þeirra

sem sækja um embætti ráðuneytisstjóra og það sé metið hvaða burði umsækjendur hafa til að veita ráðuneytinu öfluga forystu. Ráðherra þarf þó áfram hafa svigrúm til að leggja eigið mat á hvort líklegt sé að samstarf hans og umsækjenda verði árangursríkt. Í því sambandi má velta fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt að gera breytingar á núverandi löggjöf sem gildir um starfsmannamál ríkisins.

Skiptinemaspjall

Hvaða land valdirðu þér og af hverju?

Ég valdi Árósa í Danmörku. Mér fannst fínt að fara til lands sem var nokkuð stutt frá Íslandi og þar sem ég kannaðist aðeins við mig. Einnig fannst mér mjög gott að læra betur annað Norðurlandamál og tel ég að það muni gagnast mér mikið þegar ég leita mér að vinnu.

Hvernig finnst þér skiptinámið?

Mér finnst það mjög frískandi! Gott að breyta aðeins til og fá aðra sýn á námið en er á Íslandi. Hér er allt öðruvísi að læra, t.d. færri nemendur í tímum og allt mjög skipulagt og flott;) Í staðinn fyrir að taka löng lokapróf þá skella Danirnir sér bara í 15 mín. munnleg próf og svo kemur einkunnin um leið þar á eftir. Það kann ég vel við. Síðan er náttúrulega mjög gaman að kynnast fólki frá öllum áttum og sjá hvað maður á margt sameiginlegt með því.

Myndir þú segja að þetta hafi áhrif á þína menntun?

Já, ég vona að þetta hafi jákvæð áhrif. Skólinn hér í Árósum er einn sá besti hvað varðar stjórnmálafræði í Evrópu og mun maður flagga því í framtíðinni að hafa verið hérna að læra. Ég held að ég sé ekki að missa af miklu á Íslandi nema þá frábærum félagsskap úr HÍ. Íslendingar eru hreinlega skemmtilegri en Danir;)

Myndir þú mæla með skiptinámi og þá af hverju?

Já, alveg klárlega! Þetta eykur skilning og bætir þekkingu. Hér verða líka til fullt af vina- og tengslanetum sem liggja um allan heim.

Hvert er mottóið þitt í lífinu?

Ég las nú eitthvað gáfulegt um daginn sem ég ákvað að skrifa þegar ég yrði spurð að þessu næst...er alveg búin að gleyma þeim gáfumolum!

Bestu kveðjur frá Danaveldi, Íris Huld.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
57

Árið 1748 kom út í Genf bókin Andi laganna eftir Montesquieu barón, þ ar sem hann setti fram hugmyndir sínar um skiptingu valdsins. Kenningin um þrískiptingu valdsins hefur sennilega haft meiri áhrif á stjórnskipunarkenningar en nokkur annar texti. Breið samstaða ríkir samt meðal stjórnmálafræðinga um að kenningin sé ekki sérlega gagnleg til skilnings á samskiptum þ ings og ríkisstjórna í flestum l ýð ræ ð isríkjum nútímans. Líta má á kenningu Montesquieu sem uppgjör við einveldisstjórnir Evrópu og tilraun til a ð tryggja þ egnunum vernd fyrir harðstjórn. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að kenningin er sett fram á ð ur en ý msir þ ættir stjórnskipunar flestra Evrópuríkja tóku á sig þá mynd sem við okkur blasir í dag. Nútímaríkisstjórnir þróuðust til dæmis ekki fyrr en í upphafi nítjándu aldar – meira en hálfri öld eftir að kenning Montsequieu kom fram - og þingræði náði ekki almennri fótfestu fyrr en á síðari hluta nítjándu aldar og þeirri tuttugustu. Kenningin um þ rískiptingu ríkisvaldsins er þ annig eldri en þingræðisfyrirkomulagið, sem flest lýðræðisríki hafa valið sér, og lítur í raun og veru fram hjá því að með þingræði verður þingið oftast nær undirgefið ríkisstjórn, æðstu forystu framkvæmdarvaldsins. Kenningin er einnig eldri en sterkur flokksagi, sem er fyrst og fremst nítjándu og tuttugustu aldar fyrirbæri.

Til a ð átök á milli framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins séu líkleg þarf val á ríkisstjórn að vera óhá ð meirihluta þ ingsins, þ annig a ð ekki standi endilega sömu stjórnmálaöfl að baki ríkisstjórn eins og þingmeirihlutanum. Flokkar í þinginu þyrftu líka að einkennast af veikum flokksaga – ella er líklegt að flokkarnir frekar en þingið sem stofnun rá ð i lögum og lofum í samskiptum þ ings og ríkisstjórnar. Bá ð um skilyr ð unum er fullnægt í Bandaríkjunum. Þ ar situr ríkisstjórn óháð þingmeirihluta og flokksagi er veikur, enda er jafnan litið á bandaríska þingið sem sterkasta þing í heimi. Á Íslandi er hins vegar hvorugt skilyr ð i ð til sta ð ar. Hér ríkir þingræði og flokkarnir í þinginu mynda tiltölulega samhenta hópa.

Í íslensku stjórnarskránni segir í annarri grein a Al þ ingi og forseti Íslands fari saman me löggjafarvaldi ð Þ egar höf ð er í huga 13. gr. stjórnarskrárinnar, sem segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt, má ljóst vera að þingið og rá ð herrar á Íslandi fara sameiginlega me ð löggjafarvaldi ð Þ essa sér ví ð a sta ð í íslenskri stjórnskipun.

Í fyrsta lagi hafa rá ð herrar seturétt me ð fullu málfrelsi á Alþingi, óháð því hvort þeir hafa hlotið kosningu til þess eða ekki (51. gr. stj.skr.). Þeir geta þannig haft áhrif á umræður í þinginu og afgreiðslu mála þótt þeir hafi að vísu ekki atkvæðisrétt nema þeir séu jafnframt þingmenn.

Í ö ð ru lagi hafa rá ð herrar samkvæmt 25. gr. stjórnarskrárinnar rétt til að leggja frumvörp fyrir Alþingi óháð því hvort þeir eru þingmenn. Þennan rétt nýta þeir í ríkum mæli eins og við munum sjá hér á eftir.

Í þ ri ð ja lagi er skylt samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar að halda ráðherrafundi um nýmæli í lögum, sem þýðir að stjórnarskráin hefur í raun falið ríkisstjórn ákve ð i ð frumkvæ ð ishlutverk í löggjafarstarfinu.

Í fjórða lagi getur ríkisstjórn frestað fundum þingsins í tiltekinn tíma, kallað það saman aftur eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Með þeim hætti gæti ríkisstjórn, ef hún kysi þá leið, gripið með mjög afgerandi hætti inn í löggjafarstarf þingsins.

framkvæmdarvaldsins á löggjafarvaldið
Áhrif
Tafla 1. Fjöldi framkvæmdarvaldsreglna og ákvarðana skv. stjórnartíðindum 1970 og 2000. 1970 2000 Reglugerðir 93 343 Reglur 7 36 Samþykktir 27 89 Auglýsingar 74 392 Gjaldskrár 32 79 Annað 21 28 Heimild:
ðindi 1 Sjá Montersquieu 2002 (upph.l. 1748). The Spirit of Laws ( New York: Promotheus Books) 1 ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 59
Stjórnartí

Í

fimmta lagi getur ríkisstjórn gefi ð út bráðabirgðalög þegar Alþingi er ekki að störfum. Þau þurfa þ ó a ð sam þ ykkjast af þ inginu þ egar þ a ð kemur saman á ný

Í sjötta lagi setja ráðherrar ýmsar reglur sem lúta að framkvæmd stjórnarstefnunnar e ð a útfærslu á löggjöf - þ ótt reglur sem eru í þ yngjandi fyrir borgarana þurfi að vísu skýra stoð í lögum. Umfang þ essarar starfsemi hefur veri ð mjög vaxandi á undanförnum áratugum.

Tafla 2. Gestir á þ ingnefndarfundum vi ð afgrei ð slu stjórnarfrumvarpa.

Einungis stjórnarfrumvörp sem urðu að lögum skoðuð. Hlutfall afgrei ð slna þ ar sem utana ð komandi a ð ilar mættu á þingnefndarfundi.

Ráðuneyti 90% Framkvæmdarvaldsstofnanir 47% Sveitarstjórnir 13%

Hagsmunasamtök á vinnumarkaði 22% Hagsmunasamtök atvinnugreina 36% Önnur hagsmunasamtök 18% Aðrir 23%

Heimild: Unnið upp úr Alþingistíðindum

Fjöldi reglugerða hefur meir en þrefaldast á þessum tíma (úr 93 á ári í 343), fjöldi reglna fimmfaldast og samþykkta meir en fjórfaldast.

Til að skilja samstarf þings og ríkisstjórna um löggjafarverkefnið í þingræðisríki eins og Íslandi er gagnlegt að skoða þær samskiptarásir sem til staðar eru. Þ essar rásir e ð a samskiptafarvegir geta í meginatriðum verið tvenns konar.

Annars vegar bein samskipti þingsins eða stofnana þess við ríkisstjórn og stofnanir framkvæmdarvaldsins. Hins vegar hin flokkslegu samskipti flokkanna í ríkisstjórn við flokkana í þinginu.

Bein stofnanasamskipti þ ingsins og framkvæmdarvaldsins í löggjafarstarfinu felast aðallega í tvennu. Annars vegar a ð komu rá ð herra a ð löggjafarstarfinu, sem þegar hefur verið gerð grein fyrir og hins vegar samskiptum þingnefnda við stofnanir framkvæmdarvaldsins.

Ef fylgja ætti kenningunni um a ð greiningu löggjafarvalds og framkvæmdarvalds til hlítar væri eðlilegt að setja því skorður í hvaða mæli þingnefndir geti haft tengsl við stofnanir framkvæmdarvaldsins. Ef liti ð væri svo á a ð togstreita ríkti á milli framkvæmdarvaldsins og þingsins þyrfti að vera ljóst að starfsmenn framkvæmdarvaldsins gætu mætt á fundi nefnda einvörðungu sem fulltrúar ráðherra. Það væri þannig ljóst að þeir væru að gæta hagsmuna ráðherrans en ekki þingsins. Ef svona væri litið á málin mætti hugsa sér að þingnefndir gætu viljað yfirheyra starfsmenn framkvæmdarvaldsins í tengslum vi ð eftirlitshlutverk þingsins en varla til að fá aðgang að sérþekkingu. Til að fá sérfræðiaðstoð myndi þingið væntanlega vilja reiða sig á sérþekkingu sinna eigin starfsmanna frekar en starfsmanna framkvæmdarvaldsins.

Í reynd er hins vegar ekki litið svo á í íslenska stjórnkerfinu a ð togstreita ríki milli þ ingsins og framkvæmdarvaldsins og samstarf þingnefnda við starfsmenn framkvæmdarvaldsins er mikið. Nefndir þingsins vinna náið með framkvæmdarvaldinu og reiða sig í ríkum mæli á sérfræðiþekkingu og ráðgjöf frá starfsmönnum þess. Ef skoðuð eru nefndarálit um stjórnarfrumvörp sem lögð voru fram á Alþingi árið 2000 kemur í ljós að í níu af hverjum tíu tilvikum hafa fulltrúar ráðuneytanna mætt á fundi nefndanna og í nærri helmingi tilvika fulltrúar annarra stofnana framkvæmdarvaldsins einnig.

Tafla 2 sýnir í hve stórum hluta mála viðkomandi aðilar mættu á fundi þingnefnda. Hér eru þó einungis skoðuð stjórnarfrumvörp sem urðu að lögum. Fulltrúar ráðuneytanna koma nær alltaf við sögu – í níutíu tilvikum af hundraði – þeir semja ekki bara frumvörpin heldur eru líka helstu álitsgjafarnir inni í nefndum þ ingsins. Auk þ ess koma stofnanir sem undir ráðuneytin heyra við sögu í nær helmingi tilvika. Engir aðrir hafa sambærileg tengsl við þingnefndir.

Formenn fastanefnda þingsins vinna líka oft náið með ráðuneytunum, ekki síst ef þeir koma úr sama flokki eins og rá ð herrar í vi ð komandi málaflokki. Meginreglan er sú að stjórnarfrumvörp taka ekki miklum breytingum í meðförum þingnefnda nema með samþykki ráðherra. Hlutverki nefndanna er oft líkt við gæðaeftirlit sem lýtur að því að sníða agnúa af frumvörpum frekar en að móta meginstefnu þeirra. Þetta hlutverk þeirra hefur eflst á undanförnum árum og aðstaða þeirra til að sinna því batnað með eflingu nefndasviðs þingsins. Breytingartillögur sem lagðar eru fram af meirihlutanum í þingnefndum eru ævinlega samþykktar í þinginu, samanborið við um fjórðung breytingartillagna einstakra þingmanna eða nefndaminnihluta. Nefndirnar vinna þannig að verulegu leyti á flokkslegum grundvelli. Þegar meirihluti nefndar hefur gert upp hug sinn hefur mál í raun fengið stimpil þingmeirihlutans.

Hin flokkslegu samskipti eru ekki síður mikilvæg.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
60

Ísland Finnland Noregur Svíþjóð Danmörk

Heimild: Ólafur Þ. Harðarson 2000. “Might and Right: Views of Power in Society” í Esaiasson & Heidar (ritstj.) Beyond Westminster and Congress (Columbus: Ohio State University Press) bls. 285.

Þótt stjórnmálaflokkanna sé hvergi getið í íslensku stjórnarskránni eru þeir – ásamt þingi og ríkisstjórn –valdamestu stofnanir stjórnkerfisins. Eitt af því sem vantar í kenningu Montesquieu er skilningur á eðli og starfsháttum nútíma stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkarnir gegna lykilhlutverki í löggjafarstarfinu við að tengja saman ríkisstjórn og þ ing. Í þ ingræ ð isríkjum tryggja þ eir a ð þingmeirihlutinn gangi ekki gegn ríkisstjórn sem hefur þá þversagnakenndu afleiðingu í för með sér að þingræði leiðir oftast til þess að þing verða valdalítil. Ýmislegt getur þó haft áhrif á hversu valdalítil þau eru, þar á meðal hvers eðlis þingmeirihlutinn er. Þar sem einn flokkur er í meirihluta má að öðru jöfnu gera ráð fyrir að áhrif þingsins séu mjög takmörkuð Þar sem samsteypustjórnir sitja skiptir miklu hvort þær hafa fastan þingmeirihluta að baki sér eða ekki. Í könnun sem framkvæmd var meðal þingmanna á Norðurlöndunum fimm um miðjan tíunda áratuginn

Tafla 4. Mat norrænna þ ingmanna á áhrifum ráðherra

Ísland: 90 Finnland: 91 Noregur: 78 Svíþjóð: 82

Heimild: Heidar, K. 2000. “Parliamentary Party Groups” í Esaiasson & Heidar (ritstj.) Beyond Westminster and Congress (Columbus: Ohio State University Press) bls. 201.

var meðal annars spurt um mat þeirra á völdum hinna ýmsu aðila í stjórnkerfinu. Í töflunni eru svörin sýnd á kvarða frá 0 sem þýðir engin áhrif og upp í hundrað sem þýðir mikil áhrif.

Íslenskir og finnskir þingmenn telja að meðaltali þingin áhrifaminni heldur en kollegar þeirra í hinum löndunum þremur eins og myndin sýnir.

Almennt eru þing hlutfallslega valdaminni þar sem meirihlutastjórnir eru ríkjandi eins og á Íslandi og í Finnlandi - en valdameiri þar sem minnihlutastjórnir eru algengar. Í Skandinavíuríkjunum þremur heyra meirihlutastjórnir til undantekninga og þar eru þing

valdameiri en þ ar sem meirihlutastjórnir ríkja. Minnihlutastjórnir þurfa að semja við aðra flokka í þinginu til að fá málum framgengt og slíkt eykur óhjákvæmilega vægi þingsins í löggjafarferlinu. Þegar þingmenn voru beðnir um að meta áhrif ólíkra hópa á ákvarðanatöku í þinginu kom sams konar mynstur í ljós. Á Íslandi og í Finnlandi eru ráðherrar taldir mun áhrifameiri en í hinum löndunum þremur.

Íslenskir og finnskir þ ingmenn gefa áhrifum ráðherra um eða yfir 90 á kvarðanum frá 0 upp í 100 en þingmenn í hinum ríkjunum staðsetja þá talsvert neðar eða í kringum 80. Og ef við skoðum nánar hvernig íslenskir þ ingmenn sta ð setja rá ð herra samanborið við aðra fáum við eftirfarandi:

Ráðherrar eru langsamlega áhrifamestu aðilarnir á ákvar ð anatöku Al þ ingis og þ ar á eftir koma stjórnmálaflokkarnir. Fastanefndir þingsins hafa minni áhrif en bæ ð i formenn stjórnmálaflokkanna og þ ingflokkarnir - en óbreyttir þ ingmenn eru áhrifaminnstir þeirra aðila sem hér eru nefndir.

Lengi vel greindi Ísland sig frá hinum norðurlöndunum hvað það varðaði að stærri hluti löggjafarinnar byggðist á þingmannafrumvörpun –frumvörpum sem einstakir þingmenn eða hópar þ ingmanna höf ð u lagt fram – en hlutur stjórnarfrumvarpa var að sama skapi rýrari. Þetta hefur hins vegar breyst í tímans rás og í dag virðist þessi mismunur að hverfa. Þorri löggjafarinnar er nú skrifaður í stjórnarráðinu.

Tafla 5.

Mat á áhrifum mismunandi a ð ila á ákvarðanatöku Alþingis

Ráðherrarnir 90 Formenn stjórnmálaflokkanna 79 Þingflokkarnir 71 Fastanefndir þingsins 68 Þingflokksformennirnir 64

Heimild: Sama og tafla 4.

Tafla 3.
Mat norrænna þingmanna á áhrifum þings í stjórnkerfinu
Þing 69 69 73 74 77 ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 61

Stjórnarfrumvörp eru ári ð 2000 or ð in 92% af samþykktum lögum en þau eru auk þess mun meiri að vöxtum heldur en þ ingmannafrumvörp. Stjórnarfrumvörp voru að meðaltali rétt innan við eittþúsund orð – og þá er fjárlagafrumvarpið ekki me ð tali ð – en frumvörp þ ingnefnda rösklega eitthundrað og óbreyttra þingmanna innan við eitt hundrað orð

Hér eru að vísu bara skoðuð frumvörp sem urðu að lögum en meðalorðafjöldi stjórnarfrumvarpa var 955, þingnefndarfrumvarpa 121 og þingmannafrumvarpa 91.

Á sama tíma hefur það gerst að mun stærri hluti stjórnarfrumvarpa nær í gegn en áður og mun minni hluti þingmannafrumvarpa.

Í seinni tíð fara oftast um fjögur af hverjum fimm stjórnarfrumvörpum í gegn en fyrr á öldinni var þetta hlutfall mun lægra – reyndar ekki nema rétt rúmlega helmingur á millistríðsárunum.

Mun minni hluti þingmannafrumvarpa er samþykktur í þinginu heldur en fyrr á öldinni. Undanfarna áratugi hefur rösklega tíunda hvert þingmannafrumvarp verið samþykkt. Langflest þeirra hafa verið lögð fram af stjórnarþingmönnum eða meirihluta í nefnd. Iðulega eru engin frumvörp stjórnarandstöðuþingmanna samþykkt.

Líklegt virðist að aukinn flokksagi í þinginu skýri þessa þróun. Íslensku flokkarnir voru lengi fremur veikar stofnanir og starfsemi þeirra mun meira bundin við þingið og þingmenn en til að mynda í skandinavísku stjórnmálaflokkunum. Þetta birtist meðal annars í því a ð einungis 5% íslenskra þ ingmanna segjast í

Heidar (áður tilv. rit), bls. 197.

Sama heimild, bls. 218-221.

þ ingmannakönnuninni hafa vikulega samskipti vi ð landsstofnanir flokksins utan þings samanborið við á bilinu 22-37% á hinum Norðurlöndunum.

Sú tilgáta virðist ekki fráleit að neikvæð reynsla af agaleysi í íslensku þ ingflokkunum hafi eflt me ð þingmönnum skilning á mikilvægi þess að flokkarnir störfuðu sem heildir frekar en ósamstæðir hópar þingmanna. Í gögnum um atkvæðagreiðslur á Alþingi 1995-6 kemur fram að samloðun í stjórnarflokkunum er nær alger, en ofurlíti ð minni í stjórnarandstö ð uflokkunum. Þ rátt fyrir þ etta voru íslenskir þingmenn hlynntari auknum flokksaga en kollegar þ eirra á hinum Nor ð urlöndunum í þingmannakönnuninni sem fyrr er getið.

Ýmis tilbrigði geta verið við undirbúning og meðferð stjórnarfrumvarpa en í aðalatriðum má segja að þau gangi í gegnum sjö ólíka fasa.

Sá fyrsti er samning frumvarps í ráðuneyti sem oft er framkvæmd af starfsmönnum rá ð uneytanna en stundum af sérstökum nefndum. Samsetning nefndanna endurspeglar a ð hluta þ örf fyrir sérþekkingu, pólitíska reynslu og tengsl við málasviðið eða þá aðila sem lögin munu einkum snerta. Nefndir eru einkum notaðar við samningu stærri og flóknari frumvarpa.

Tildrög þess að ákveðið er að ráðast í samningu stjórnarfrumvarps geta verið með ýmsu móti. Drjúgur hluti þ eirra er saminn til a ð mæta þ örfum framkvæmdarvaldsins sjálfs, til dæmis fjallar samkvæmt mínum athugunum um fimmtungur þeirra stjórnarfrumvarpa sem verða að lögum um skattamál með einum eða öðrum hætti. Stjórnarsáttmálar og þingsályktanir hafa áhrif á samningu frumvarpa sem og ýmsar leiðréttingar eða aðlögun eldri laga að breyttum a ð stæ ð um. Úrskur ð ir dómstóla og al þ jó ð legar skuldbindingar hafa einnig vaxandi áhrif á samningu stjórnarfrumvarpa á Íslandi.

Þegar ráðherra hefur látið semja frumvarp þarf hann a ð tryggja þ ví stu ð ning ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarstigið er í rauninni afgerandi fyrir örlög stjórnarfrumvarpa. Ef frumvarp hlýtur náð fyrir augum ríkisstjórnarinnar eru góðar líkur á að frumvarp fáist samþykkt í þinginu en ef þau hljóta ekki náð fyrir augum ríkisstjórnarinnar ná þau ekki fram að ganga. Að koma máli í gegnum ríkisstjórn getur kostað samninga á milli stjórnarflokkanna en í því gegna formenn stjórnarflokkanna og forsætisráðherrann lykilhlutverki. Í ríkisstjórninni fer í rauninni fram mikilvægasti hluti hinnar pólitísku umræðu um stjórnarfrumvörp – að minnsta kosti þeirra sem fela í sér umtalsverð pólitísk álitaefni.

Mynd 1. Orðafjöldi frumvarpa að meðaltali Tegund frv. Stjórnarfrumvörp Frv. þingnefnda Önnur þingmannafrumv.
ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
2 3
62
Heimild: Byggt á Alþingistíðindum.
2
3

Eftir að samkomulag hefur náðst um frumvarp í ríkisstjórn fer það fyrir þingflokka stjórnarinnar. Ekki er algengt að mál stöðvist í þingflokkunum en um þau geta samt orðið átök og þau geta á því stigi tekið ýmsum breytingum. Ef semja þarf um breytingar á frumvarpi á þ essu stigi gegna rá ð herrarnir og nefndarmenn í vi ð komandi þ ingnefndum oftast lykilhlutverki.

Þegar frumvarp er lagt fyrir þingið fylgir ráðherra því úr hlaði en síðan eru um það almennar umræður í þingsal. Skylt er samkvæmt stjórnarskrá að viðhafa þrjár umræður um mál á Alþingi en önnur og þriðja umræða fara samkvæmt þingskaparlögum ekki fram fyrr en álit viðkomandi fastanefndar í þinginu liggur fyrir. Við umræður í þingsal takast oftast á stjórn og stjórnarandstaða en hlutverk slíkra umræðna er ekki síst a ð gera stjórnarandstö ð unni kleift a ð vi ð ra gagnrýni á stjórnarstefnuna í viðkomandi máli.

Eftir að umræða hefur farið fram í þingsal er frumvörpum vísað til nefnda. Í þinginu starfa 12 fastanefndir sem samsvara nokkurn veginn skiptingu ráðneyta í stjórnarráðinu. Nefndunum berast jafnan umsagnir fjölda aðila um frumvörp og á fundi þeirra koma einnig starfsmenn framkvæmdavaldsins og fulltrúar hagsmunaaðila af ýmsu tagi. Nefndir gera –eins og á ð ur er nefnt – oftast ekki veigamiklar breytingar á stjórnarfrumvörpum nema í samráði við rá ð herra en þ ær gera hins vegar margvíslegar minniháttar breytingar sem miða að því að sníða agnúa af frumvörpunum. Algengt er að nefndir klofni um nefndarálit, milli stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka, en það er þó engan veginn einhlítt og í nefndum ríkir oft vinnuandrúmsloft sem er ólíkt því sem einkennir átökin milli stjórnar og stjórnarandstöðu í þingsal.

Þegar frumvarp hefur farið í gegnum umræður í þingsal og nefnd kemur það til atkvæðagreiðslu. Stærstur hluti stjórnarfrumvarpa er sam þ ykktur

mótatkvæðalaust. Einungis um 8% stjórnarfrumvarpa fengu mótatkvæði við atkvæðagreiðslu í þinginu árið 2000. Stjórnarfrumvörp falla að sjálfsögðu ekki ef meirihluti stjórnarinnar er tryggur en hluti þeirra nær hins vegar aldrei í gegnum nefnd. Það gerist þó mun sjaldnar með stjórnarfrumvörp en þingmannafrumvörp. Eitt af hlutverkum nefndarformanna er að greiða leið stjórnarfrumvarpa í gegnum nefndir þingsins.

Á þinginu 2005-6 náðist þannig að afgreiða 115 af 138 stjórnarfrumvörpum en einungis 2 af 93 frumvörpum almennra þingmanna (bæði voru lögð fram af stjórnar þ ingmönnum). Ekkert frumvarp stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu þingi en ekkert frumvarp var heldur beinlínis fellt í atkvæðagreiðslu.

Lög taka síðan gildi þegar ráðherra undirritar þau ásamt forseta. Um löggjafarferlið á Íslandi má almennt segja að ríkisstjórnir gegni þar grundvallarhlutverki ásamt stjórnmálaflokkunum – þ .e.a.s. stjórnarflokkunum - en þingið hefur mjög takmörkuð sjálfstæð áhrif. Fram eftir tuttugustu öldinni einkenndist staða þingsins á Íslandi að vísu af einu einkenni sterkra þinga – þ.e.a.s. veikum flokksaga – og einu einkenni veikra þinga, þ.e.a.s. meirihlutastjórnum. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar hefur þetta breyst á þann hátt að Ísland hefur hvað báða þættina varðar einkenni veikra þ inga. Flokksagi hefur eflst og meirihlutastjórnir ríkja.

Ð IN 2007/2008
ÍSLENSKA LEI
Government is like a baby. An alimentary canal with a big appetite at one end and no sens of responsibility at the other.
- Ronald Regan
There aren’t any three branches of government. It’s all government. And it sucks.
63
- John Matonis

Að námi loknu: Raunasaga stjórnmálafræðings

Hvað er það sem fullvaxta karlmaður gerir eftir að hafa gengið plankann í Laugardalshöll, hrist handlegg Ólafs Þ. Harðar, pælt síðan í Páli rektori og hrist hönd hans duglega og blikkað, fengið í staðinn nælu og lyklakippu merkta Háskóla Íslands og hlýtt bros frá mömmu en síðast en ekki síst A4 blað skrautskrifað um hlotnum þess efnis að vera með B.A. gráðu í stjórnmálafræði?

Sögur frá námsárum

Það voru vissulega nokkrir hlutir sem höfðu meiri áhrif á sálarlíf mitt en aðrir meðan á námi mínu stóð. Líkt með kettinum sem er dýft í sitt eigið hland, þá breyttist ég úr manni í fulllvaxta karlmann. Fullvaxta mann sem lítur ekki til baka með sorgartár í kvörmum heldur með hjarta fullt af eldmóð, von og skilningsleysi á íslenskum fjármálamarka ð i og hlutverki greiningadeildar bankanna.

Sá merki atburður sem stendur upp úr er án efa tilraun Sambandsríkis Norður- Ameríku að gera mig að ónothæfum þjóðfélagsþegn með óhóflegri drykkju. Þetta átti sér stað einn hrollblautan þriðjudag í nóvember þ egar embættisma ð ur bandaríska utanríkisrá ð uneytisins á Íslandi lyfti glasi sínu, í norrænu húsi á íslenskum háskólaslóðum í Reykjavík, og bauð stjórnmálafræðinemum og öðrum gestum velkomna á bandaríska kosningavöku og fljótlega varð ég þess áskynja að þarna lá óhrein mylsna í poka. Sá bandaríski, sem var vel mælskur á sínu móðurmáli, tjáði okkur að sitja og súpa á Guðs veigum þar til úrslit forsetakosninganna yrðu kunn. Þegar starfsmenn þess Norræna voru að mæta til vinnu sinnar daginn eftir ákvað ég að gefa eftir enda búinn að súpa heilt sendiráð undir borðið. Kostnaður þess bandaríska nam hátt í fjórum orrystuvélum og byrjuðu þeir að draga smátt og smátt hernámslið sitt frá Miðnesheiði heim til Kanalands sem lauk nú nýverið með algjörum liðsflótta. Þess má geta að þeir bandarísku vilja ekkert við málið kannast þegar ég banka upp á dyr ráðuneytisins og heimta gefin loforð

Það kom mér því í opna skjöldu að ég fékk landvistarleyfi í Belgíu og óheftan a ð gang a ð Evrópurafhlöðunni og höfuðstöðvum NATO. Sú ferð var með ágætum og nær áreynslulaus uns þáverandi sendiherra Íslands í Belgíu bauð mér og fylgdarliði mínu, samnemum úr stjórnmálafræðinni og öðrum fyrirmönnum íslensku þ jó ð arinnar, til veislu.

Rekstarkostna ð ur sendirá ð sins þ etta kvöld rugga ð i íslensku þjóðarskútunni og í kjölfarið var sendiherrann kalla ur heim. Einnig má finna skýringarhátt á heimdrætti sendiherrans í fangelsisdvöl minni nóttina eftir umrætt veislubo ð sem skapa ð i eldfimt ástand á stjórnmálasambandi Belga og Íslendinga þar sem ég hélt því stöðugt fram að ég væri diplómatískur embættismaður Íslands en sendiherrann var búinn að segja mér það oftar en einu sinni þetta sama kvöld, undir góðum gin-glösum.

Tæpu ári síðar sat ég í tíma og sendi móðurbróður mínum smáskilaboð úr farsíma mínum og óskaði honum til hamingju með afmælið Þar sem ég var fátækur námsmaður á þessum tíma sagði ég honum að búast ekki við neinni flugeldasýningu þetta árið í afmælisgjöf. Þegar ég sendi þessi skilaboð lak setning úr munni kennara míns að utanríkisstefna þeirra bandarísku væri öll að linast og Kaninn væri allur að koma til í sandkassaleik alþjóðastjórnmála. Við þau orðin sögð ruddist hæglátur samnemandi minn inn í tímann og tilkynnti yfir bekkinn að flugvél væri búin að fljúga á turn. Á þeim tímapunktinum gerði ég mér grein fyrir því að ég væri umfram allt góður frændi og að utanríkisstefna Bandaríkjanna væri alltof furðuleg. Ég skráði mig því úr áfanganum og lagði öll helstu málefni Bandaríkjanna á hilluna enda brenndur af gylltum boðum þeirra og sviknum loforðum.

Sögur af atvinnumálum

Þ egar ég útskrifa ð ist fann ég fyrir titring á atvinnumarkaðnum. Skuldastaða mín gagnvart gamla Búnaðarbankanum varð til þess að bankinn gat skipt um nafn og eflt greiningardeild sína. Olli því útskrift mín nokkurri þenslu í samfélaginu. Fyrsta fyrirtækið sem réði mig til vinnu eftir útskrift var fasteignasalan Heimili. Starfið fólst í nokkra mánaða afleysingum sem skrifstofustjóri og það var eins og við manninn mælt húsnæðismarkaðurinn nötraði, verð á fasteignum hækkaði gríðarlega og aldrei í sögu Íslendinga var eins mörgum kaupsamningum þinglýst . Hvort snerpu minni og útsjónarsemi eða almennur kynþokki hafi þar veri ð um a ð kenna/ þ akka er ver ð ugt rannsóknarverkefni fyrir komandi kynslóðir verðandi hagfræðinga og/eða mannfræðinga. Eftir að hafa komið byggð upp í Grafarholtinu lá leið mín á Fréttablaðið.

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 64

Baugur Group fannst kominn tími til að hrista upp í íslenskri blaðaútgáfu. Var ég því ráðinn til sölu á auglýsingum í fríblaðið og ekki þurfti að bíða nema í tvo til þrjá mánuði þar æðstu stjórnendur fyrirtækisins sáu það að með slíkri auglýsingasölu var fríblað á Íslandi ekki aðeins heiðarleg tilraun heldur bylting í blaðaútgáfu um allan heim. Auglýsendur fóru síðan að gera tilboð í mig og ekki leið á löngu þar til ég réðst til gerðar og leiks í auglýsingu Icelandair fyrir enska boltann. Augl ý singin þ ótti heppnast svo vel a ð Icelandair sameinaðist sjálfum sér undir heitinu FLgroup og er það eitt öflugasta group á landinu í dag. Fljótlega upp úr þessu lá leið mín á útvarp X á sveiflutíðninni 97.7 þar sem ég ástundaði almenna dagskrárgerð fyrir hádegi en eftir hádegi í almenna dagskrárger ð á Stö ð 2. Dagskrárger ð mín þ ótti heppnast með afbrigðum vel og ekki leið á löngu þar

Bréf til hikandi stjórnmálafræðinema

til Dagsbrún var sett á laggirnar og ekki óreyndari maður en Ari “atvinnulífs” Edwald var fenginn til að halda um stjórnartaumana.

Eftir þessar væringar á vinnumarkaði ákvað ég að draga mig úr hringiðju fjölmiðlanna enda launakröfur mínar langt frá þeim hugmyndum sem stjórnendur fjölmi ð la gera. Ég hlusta ð i þ ví á kröfur ríkisstjórnarinnar, dró úr þ enslunni, minnka ð i einkaneysluna svo okkar elskulega þ jó ð arskúta kæmist aftur á góða siglingu. Það er því erfitt að svara þeirri spurningu hvað tekur við að námi loknu, auðveldara er að spyrja hverjir taka við manni? Áhugasömum er bent á netfangið fallegt@hotmail.com

Hvað í ósköpunum getum við gert við þessa gráðu?

Birna Þórarinsdóttir

Óhætt er að fullyrða að ég hafi haft litla hugmynd um þær slóðir sem stjórnmálafræðin átti eftir að leiða mig inn á þegar ég skráði mig til leiks á vormánuðum árið 2000. Sannast sagna hafði ég efasemdir á þeim tíma um að ég væri í raun efni í stjórnmálafræðing. Ég var óflokksbundin, me ð ómóta ð ar sko ð anir og takmarkaða þekkingu á íslenskum stjórnmálum í nútíð og þátíð. Ég hélt að það væri dæmi um góðan stjórnmálafræ ð ing a ð geta vísa ð til viðreisnarstjórnarinnar og áhrifa Höfðafundarins af þekkingu og þunga í almennum samræðum – og hvað ætti ég svo sem að gera við gráðuna ef ég hefði ekki áhuga á innlendri flokkapólitík? Skemmst frá að segja þá átti ég mikið eftir ólært um þá fjölbreytni sem fræðigreinin býr yfir. Þrátt fyrir að lítið sitji eftir af tímaglósum um viðreisnarstjórnina þá er ég í litlum vafa um hæfileika mína sem stjórnmálafræðingur í dag.

Eftir áhugaver ð ar og blessunarlega áfallalitlar upphafsannir við HÍ byrjaði stjórnmálafræðin fyrst að verða spennandi fyrir mér þegar ég fór sem skiptinemi til Prag á öðru ári. Þar kynntist ég nýjum nálgunum, kennsluaðferðum og fögum þar sem ég lærði m.a. um stofnanir á umbrotatíma (e. transitional politics),

þ jó ð ernisátök, “geopólitík” og stjórnmál mannvonskunnar (í kúrsi sem bar hina áhugaverðu yfirskrift The Politics of International Intolerance). Í framhaldi af námsdvölinni í Prag sótti ég alþjóðlegan sumarháskóla í Pristína, höfuðborg Kósóvó héraðs, þar sem augu mín áttu eftir að opnast enn frekar. Ég lærði kannski síst af námskeiðinu sjálfu, sem var um stórveldapólitík á Balkanskaganum frá 14. öld fram undir fyrri heimsstyrjöld, heldur var það dvölin í Kósóvó, þvælingur minn um stríðshrjáð nágrannaríki héraðsins og síðast en ekki síst samskiptin við heimamenn og samnemendur mína, sem flest komu frá Balkanskaganum og fyrrum austantjaldslöndum, sem höfðu sterkust áhrif á mig. Eftir að hafa numið alþjóðastjórnmál og átakafræði í háleitum kenningum um billjardkúlur og stofnanalíkön þá uppgötvaði ég í Kósóvó að raunveruleiki fólksins sem hafði upplifað átök átti lítið skylt við innrætta raunsæishyggju mína.

Ég varð einnig fyrir því láni í Kósóvó að kynnast starfsemi UNIFEM, þróunarsjóðs SÞ í þágu kvenna, í gegnum Margréti Heinreksdóttur, íslenskan lögfræðing sem var þá að störfum fyrir sjóðinn í Pristína. Ég heillaðist mjög af starfsaðferðum sjóðsins og verkefnum, sem á þeim tíma fólust m.a. í því að

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
65

tryggja réttindi kvenna í löggjöf héraðsins og þjálfa dómara og lögfræðinga í jafnréttisákvæðum laganna. Þegar ég kom heim til Íslands sýndi ég starfsemi íslenskrar landsnefndar sjóðsins áhuga, aðstoðaði við að hengja upp plaköt fyrir ráðstefnur og annað slíkt, en störf mín fyrir landsnefndina áttu síðar eftir að verða önnur og meiri.

Dvölin í Kósóvó og kynnin af starfsemi UNIFEM kveiktu áhuga minn á því að skoða áhrif stríðsátaka á konur og feminískar kenningar um alþjóðastjórnmál. Fylgdi ég þeim áhuga eftir í kúrsunum sem ég sótti á sí ð asta námsárinu heima. Námskei ð i ð L ýð ræ ð i, femínismi og pólitísk hugmyndafræ ð i hjá Rósu Erlingsdóttur var mér ómetanlegur skóli þar sem ég fann femínískum hugsjónum mínum loksins fræ ð ilegan farveg. Þ ar skrifa ð i ég einnig fyrstu greinarnar mínar um konur og stríð, viðfangsefni sem hefur fylgt mér æ síðan.

Á síðasta árinu í HÍ fékk ég jafnframt tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu Iceland Model United Nations (IceMUN) með félögum mínum sem höfðu sótt slíkar ráðstefnur erlendis. Það var sérstaklega spennandi og krefjandi verkefni fyrir okkur að koma ráðstefnunni á laggirnar hérna heima þar sem við fengum þar í fyrsta sinn a ð n ý ta stjórnmálafræ ð i þ ekkingu okkar a ð einhverju ráði. Á meðan ég var virk í IceMUN þá sótti ég ráðstefnur í Osló, New York og Lusaka, höfuðborg Zambiu, og fékk þar að rökræða alþjóðastjórnmál við jafnaldra mína hvaðanæva úr heiminum í ímynduðum fundarsal Sameinuðu þjóðanna.

Ég bjó a ð þ eirri reynslu þ egar ég hélt til Strassborgar á vegum utanríkisrá ð uneytisins a ð lokinni útskrift. Þar var ég í hálft ár sem starfsnemi hjá fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu, stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins í 46 Evrópuríkjum. Atgangurinn og málþófið í fundarsal ráðherranefndar ráðsins minntu mig merkilega mikið á MUN fundina, nema þá helst að fundarsköp voru tekin síður alvarlega í Evrópuráðinu. Tíminn í Strassborg kenndi mér mikið um takmarkanir al þ jó ð astofnana, skrifræ ð i ð þ ar á bæ og heim diplómatíunnar en jafnframt um hugsjónirnar sem liggja að baki alþjóðastofnunum sem vinna að betri heimi og þrautseigjuna sem starf í þeirra þágu krefst.

Að loknu starfsnáminu í Frakklandi var stefnan sett á nám í öryggismálafræðum í Bretlandi og var ég þegar komin með inngöngu í virtan háskóla á skeri nokkru í Wales þegar mér bauðst að sækja um starf framkvæmdastýru landsnefndar UNIFEM á Íslandi. Það varð úr að ég valdi íslenska klakann fram yfir velska skerið og hóf störf hjá UNIFEM haustið 2004.

Þ a ð var ómetanlegt fyrir femínískan stjórnmálafræðing með áhuga á alþjóðamálum að fá

að starfa á þeim vettvangi því þar mátti sjá margar þ eirra kenninga sem stúdera ð ar eru í stjórnmálafræðinni í framkvæmd á einn hátt eða annan. Fjölbreytt starfsemi landsnefndarinnar snerti nefnilega ótrúlegan fjölda stofnana og einstaklinga hér heima og erlendis. Þ annig mátti taka þ átt í hugsjónabaráttu grasrótahreyfinga, mi ð la þ eim hugmyndum inn í stjórnsýsluna og fylgjast með framgangi þ eirra þ ar á bæ, taka mi ð af stjórnmálaumhverfi þ ings og rá ð uneyta, kynnast starfsemi a þ jó ð astofnana í þ róunarlöndum og á átakasvæðum og loks fylgjast með átökum stórvelda og smærri ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Eftir tveggja ára starf hjá UNIFEM var engu að síður kominn tími til a ð sö ð la um og halda utan í framhaldsnámið sem var sett á hilluna á sínum tíma. Eitthvað höfðu áætlanir breyst í millitíðinni og í stað Wales hélt ég til höfu ð borgar heimsveldisins, Washington þ ar sem ég komst inn í nám í al þ jó ð aöryggismálum í Georgetown háskóla. Ég ákvað nefnilega að taka slaginn og tækla valdamiðju nútíma hervalds á heimaslóðum með friðelskandi femínisma mínum. Ég kalla þetta heimaslóðir því öryggismálafræ ð adeildin í Georgetown var upprunalega sett á laggirnar af bandaríska varnarmálaráðuneytinu, Pentagon, og fór kennslan m.a.s. fram í þeirri margbrotnu byggingu fyrstu árin. Um og yfir fjórðungur nemenda í deildinni er með bakgrunn úr hernum og þó nokkur fjöldi nemenda er sömuleiðis með reynslu af eða væntingar um störf fyrir leyniþjónustustofnanir. Það átti þó eftir að koma mér ánægjulega á óvart hversu gagnrýnin kennslan er og hversu fjölbreyttur bakgrunnur samnemenda minna er í raun og veru. Svo ég nefni dæmi þá er t.d. í einum tíma sem ég sæki búrmanskur útlagi, fatahönnuður, rúmenskur diplómati, Peace Corps-liði, starfsmenn ýmissa greiningadeilda bandaríska hersins - og tveir Íslendingar. Svo ótrúlega en jafnframt skemmtilega vildi til að við vorum tvö skólasystkini úr HÍ tekin inn í Georgetown sama árið, ég ásamt Ólafi Ragnari Ólafssyni (útskr. 2005) og leggjum við okkur öll fram um að sannfæra skólasystkinin um heimsvaldastefnu Íslands. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa enda myndum við saman stóran minnihlutahóp í lítilli deild (til samanburðar má þess geta að í árganginum er einungis einn nemandi frá Kína).

Eftir tveggja mánaða dvöl í Washington er ég gjörsamlega heilluð af námsumhverfinu. Kennararnir eru fyrsta flokks, fögin krefjandi og spennandi og samnemendurnir ekki einungis skemmtilegir heldur jafn fræðandi og námsefnið sjálft. Ekki skemmir svo fyrir að vera í borg þar sem allt snýst um pólitík og heimsmálin eru í sífelldri mótun.

Punkturinn sem ég vil koma á framfæri er þó ekki sá að hamingjan felist í bandarískri menntastofnun

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008 66

heldur að tækifærin sem stjórnmálafræðin býður upp á eru óteljandi og að slóðirnar sem hægt er að feta geta leitt mann á ótrúlegustu slóðir. Með bakgrunn úr íslenskum félagsvísindum og femínisma hefði mig seint grunað að ég myndi enda hér á bæ og hvað þá að telja mig á svo réttum stað þegar þangað væri komið. Hvað

tekur við að námi loknu er enn alls óljóst en ég veit í það minnsta að ég er á réttri leið Því segi ég við þau ykkar sem eruð í efa: fylgið því sem drífur ykkur áfram og hafið umfram allt gaman af. Lífið er enda það sem gerist á meðan við erum að skipuleggja annað

Sviðsljósið

Nafn?: Hlynur Einarsson

Hvað olli því að þú ákvaðst að fara í stjórnmálafræði? Fannst þetta hljóma spennandi og eitthvað fyrir mig.

Hvað líkar þér best við nám í stjórnmálafræði? Það er skemmtilegt, áhugavert og krefjandi.

Hefur þú íhugað að fara í skiptinám til útlanda, og ef já, þá hvert? Ég hef ekki velt þessu mikið fyrir mér. En hef upp á síðkastið verið aðeins að skoða fjölmiðlanám í London, held að það gæti verið skemmtilegt.

Vinstri eða hægri? Mjög erfið spurning. Ætli ég sé ekki lengst til hægri í Samfylkingunni og lengst til vinstri í Sjálfstæðisflokknum. Þetta er sama línan held ég. Svo fer það bara eftir því hvað stjórnvöld eru að gera hverju sinni.

Viltu fá áfengi í matvöruverslanir? Ég get eiginlega ekki ákveðið mig. Mér finnst mjög rökrétt að hafa það hér eins og í flestum öðrum löndum, en svo er ég að vinna í félagsmiðstöð og það eru einhverjar viðvörunarbjöllur sem hringja.

Hvaða eina atriði finnst þér að helst mætti betur fara í Háskóla Íslands? Það eru mörg atriði og ómögulegt að velja eitt, bendi fólki bara á að lesa stefnuskrá Vöku;)

Nýtir þú þér fría strætókorið? Jább, næstum því daglega, það tekur mig bara 20 mín að komast úr Breiðholtinu góða niður í Háskóla með strætó.

Hvað hefurðu í huga að gera eftir að BA-námi í stjórnmálafræði lýkur? Það er allt óráðið ennþá, er ekki einu sinni búinn að ákveða hvort ég fari beint í framhaldsnám, vinna eða jafnvel bara að skoða heiminn.

Hvernig ferðu að því að halda hárinu svona sterku og glansandi? Það er hernaðarleyndarmál sem verður ekki gefið upp! (en ég gæti þegið mútur, sem væru þá ein kippa af öli eða svo).

ÍSLENSKA LEI Ð IN 2007/2008
67
Frekari upplýsingar um sumarskólann og útgáfu á vef Alþjóðamálastofnuna : http://www.hi.is/ams

Framhaldsnám við stjórnmálafræðiskor

Meistaranám í alþjóðasamskiptum

Meistaranám í alþjóðasamskiptum er hagnýtt og fræðilegt nám sem hefur að markmiði að þjálfa nemendur fyrir vinnumarkaðinn og rannsóknarvinnu með frekara nám í huga. Námið býður upp á nokkurn sveigjanleika þar sem nemendur geta valið á milli níu sviða sem þeir geta sérhæft sig í en kjarni námsins miðar að því að veita nemendum ákveðna grunnkunnáttu í alþjóðasamskiptum og aðferðafræði félagsvísinda.

Opinber stjórnsýsla - MPA

Hvar nýtist meistaranám í opinberri stjórnsýslu? Námið býr fólk undir ölbreyttstörf á vettvangiríkis, sveitarfélaga, sjálfseignarstofnana sem sinna verkefnum fyrir hið opinbera, félagasamtaka, ráðgjafarfyrirtækja og einkafyrirtækja sem starfa náið með opinberum aðilum. Opinber starfsemi og stefnumörkun er í vaxandi mæli um öllunarefni ölmiðla.

og stjórn

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

ra að a veitar veitarfé pinb

s og lar eru ar e gslu k sa ilar Reykj

Stofnunin er vettvangur samstarfs stjórnmálafrðiskorar við opinbera aðila o. . um e ingu náms og rannsókna á stjórnun opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga og vettvangur umræðna um stjórnmál og stjórnsýslu. Samstarfsaðilar eru Reykjavíkurborg og Landspítali-háskólasjúkrahús. Stofnunin starfar í nánu m tengslum við fyrirtæki, stofnanir og samtök, innlend sem erlend. m t y nu m tengslum fy ið yr

rlend. n

Heimsaíða stofnunar um stjórnmál og stjórnsýslu http://stjornmalogstjornsysla.is/

Viðburðirnir eru opnir og án endurgjalds, nema annað sé tekið fram.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.