![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222720-563664ee97a504d109a363a42b3e8aa1/v1/b9f40dccabe25b986906dd24a3074e39.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
9 minute read
Kennarastofan
Nemendur stjórnmálafræðideildarinnar eru gríðarlega lánsamir með kennara deildarinnar sem eru sífellt til í að miðla gáfum sínum og reynslu til þeirra. En hver eru þau í raun og veru þegar þau eru ekki að kenna?
Baldur Þórhallsson
Advertisement
Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?
Mannfræði. Það var einn skylduáfangi í mannfræði sem mér fannst alveg skelfilega basic. Við stóðum meira að segja nokkur fyrir undirskrifasöfnum og hvöttum deildina til að taka áfangann úr skyldu. Það tókst. Okkur langaði miklu frekar í fleiri áfanga í stjórnmálafræði.
Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?
Smáríkið Ísland: áhrif smæðar á íslensk stjórnmál og utanríkisstefnu.
Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?
Vin minn Ólaf Þ. Harðasson. Okkur myndi ekki skorta umræðuefni.
Hvað gerir þú til að slaka á?
Stunda crossfit.
Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?
Þáttaröðin Vikings á netflix, sjá síðasta svarið.
Te eða kaffi?
Svart kaffi að sjálfsögðu.
Hver er uppáhalds kennslustofan þín?
Ingjaldsstofa, hringstofan á Háskólatorgi.
Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?
Ég er að grafa upp og endurgera manngerða hella við Hellu. Markmiðið er að sanna landnám Kelta á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Sjá, www.cavesofhella.is
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222720-563664ee97a504d109a363a42b3e8aa1/v1/82bc080f4f25ca8811c5865152b22861.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
Silja Bára Ómarsdóttir
Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?
Ég lærði ekki stjórnmálafræði við HÍ.
Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?
Femínísk alþjóðasamskipti.
Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?
Huldu eða Gyðu, þær eru báðar svo sjúklega fyndnar.
Hvað gerir þú til að slaka á?
Besta slökunin mín hversdagslega er í ræktinni, en svo reyni ég að ferðast til að komast í burtu frá hversdagsleikanum.
Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?
Allra tíma, þá er það Veep, ekkert sérstakt í gangi núna.
Te eða kaffi?
Kaffi, alla daga.
Hver er uppáhalds kennslustofan þín?
Hún er ekki fundin enn – Árnagarður 422 uppfyllir margt af því sem mér finnst gott við kennslustofu en hún er ekki fullkomin.
Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?
Ég hélt ég væri opin bók, en það er greinilega ekki nógu vel þekkt staðreynd að ég lærði ekki stjórnmálafræði!
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222720-563664ee97a504d109a363a42b3e8aa1/v1/6a71e36cd6e96e1dbe24f44bca967be9.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
Eva Heiða Önnudóttir
Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?
Það er svo langt síðan að ég var í stjórnmálafræðinni. Ég hafði gaman af flestum áföngum í stjórnmálafræðinni, meira að segja aðferðafræðinni. En þeir áfangar sem ég hafði kannski síst gaman af voru Opinber stjórnsýsla og Opinber stefnumótun, enda frestaði ég því að taka þá áfanga fram á síðasta árið mitt í stjórnmálafræðinni.
Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?
Það væri áfangi sem myndi einblína á það hvernig kjörnir fulltrúar og frambjóðendur líta á sitt hlutverk gagnvart sínum kjósendum, hvernig þeir sinna sínu starfi sem kjörnir fulltrúar og hvað hefur áhrif á ákvarðanatöku þeirra og frama í stjórnmálum.
Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?
Þetta er erfitt val og margir sem koma til greina. En ef ég myndi velja einn kennara, þá myndi ég velja Evu Marín Hlynsdóttur, vegna þess að við erum búnar að þekkjast síðan við vorum saman í grunnnámi í stjórnmálafræði og ég treysti henni til að ganga í þá hluti sem þyrfti að gera til að halda okkur á lífi í eyðieyjunni.
Hvað gerir þú til að slaka á?
Ég vinn í garðinum, prjóna, fer í sund og held matarboð.
Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?
The Walking Dead – klárlega.
Te eða kaffi?
Kaffi.
Hver er uppáhalds kennslustofan þín?
Oddi 201 – hæfilega stór og björt.
Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?
Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla og úr grunnskóla fékk ég verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku – mér fannst það mjööög hallærislegt á sínum tíma en hef náð sáttum við það með tímanum.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222720-563664ee97a504d109a363a42b3e8aa1/v1/2f5530f0e51615eb6ec65790c6260298.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
Agnar Freyr Helgason
Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?
Mér hefur alltaf tekist að finna skemmtilega fleti í námskeiðunum sem ég hef setið í stjórnmálafræði. Algjörlega hreinskilið svar!
Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?
„Rannsóknir í hagrænni stjórnmálafræði “ sem væri framhaldsnámskeið af bæði hagrænni stjórnmálafræði og aðferðafræðinámskeiðunum sem ég hef kennt. Þar myndum við skoða nýlegar rannsóknaraðferðir og beitingu þeirra við rannsóknir á hagrænum kenningum um stjórnmálaviðhorf og- atferli, kosningahegðun, stjórnmálastofnanir og opinbera stefnu. Námskeiðið myndi vera sérstaklega hagnýtt fyrir nemendur sem hafa áhuga á opinberri stefnumótun, upplýsingamiðlun eða framhaldsnámi í stjórnmálafræði.
Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?
Ólafur Þ. Harðarson. Vel lesinn og kann að segja skemmtilegar sögur, svo manni myndi í það minnsta ekki leiðast veran á eyjunni.
Hvað gerir þú til að slaka á?
Spila, fer í sund og horfi á Man United spila fótbolta.
Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?
Akkúrat núna er það Love is blind, en ekki hafa það eftir mér.
Te eða kaffi?
Kaffi.
Hver er uppáhalds kennslustofan þín?
Oddi 301.
Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?
Ég er mögulega eini háskólakennarinn (í heiminum?) sem hefur grillað þúsund hamborgara á 90 mínútum.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222720-563664ee97a504d109a363a42b3e8aa1/v1/27e95235fffce61dfe127dd62aacabb7.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
Maximilian Conrad Stefanía Óskarsdóttir
Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?
Ég lærði ekki stjórnmálafræði í HÍ heldur í Purdue University í Indiana í Bandaríkjunum. Mér fundust allir áfangar í stjórnmálafræði ákaflega skemmtilegir og kennararnir frábærir. Þetta úskýrir hvers vegna ég hélt áfram að læra stjórnmálafræði og kláraði doktorspróf í faginu 1995.
Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?
Það færi eftir því hver ætti að kenna hann. Ef ég ætti hinsvegar að kenna hann dettur mér í hug áfangi um stjórnskipunarmál og stjórnarskrá, jafnvel í samstarfi við lagadeild o.fl.
Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?
Hér er úr vöndu að ráða. Ætli ég myndi ekki velja Gunnar Helga því hann er sagður góður smiður og slík færni kæmi sér ábyggilega vel á eyðieyju. 1. Hver er Hvað gerir þú til að slaka á? leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?
Mér finnst gaman að vera með fjölskyldunni minni. Mér finnst mér líka mjög gaman að fara í gönguferðir um bæinn og taka til hendi úti við. Nágrannar mínir My memory is highly selective, so I honestly only remember interesting courses. 2. vita þetta því þeir sjá mig oft fyrir utan heimili mitt með sóp eða hrífu í hendi. Ég Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann? hef líka mjög gaman að því að spjalla við fólk, bæði vini og ókunnuga.I would really like to teach a course on democracy and the public sphere in the "postfactual" age. Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni? 3. Mér finnst skemmtilegt að horfa á þætti sem fjalla um endurbyggingu húsa, Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju? sérstaklega ef þeir fjalla líka um hvernig standa á að verki og um sögu húsanna.
Eins finnst mér gaman að horfa á þætti í anda „Who do you think you are?“ Baldur Þórhallsson. Always super fun and inspiring to talk to! 4. Hvað gerir þú til að slaka á? sem fjalla um einstaklinga sem leita uppruna síns og farið er yfir sögu
Running, biking, hiking – forfeðranna. Ég hef lært margt um sögu í gegnum definitely something that involves fresh air. slíka þætti. Að síðustu má 5. nefna að mér finnst líka gaman að horfa á þætti um ævintýralegar ferðir s.s. um þá sem róa landa á milli, sigla á skútu um heimsins höf eða keyra frá Evrópu Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?
Nailed it! til Asíu og annað slíkt. 6. Te eða kaffi? Te eða kaffi?
Kaffi. Ég drekk aðallega kaffi en stundum te. 7. Hver er uppáhalds kennslustofan þín?Hver er uppáhalds kennslustofan þín?
Anything with a view – Mér líkar við allar stofur sem hafa glugga og hressa nothing worse than lecturing while staring at a wall. nemendur.
Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?
Hvað skal segja? Ég er sögð ein öflugasta hreingerningakona sem til er.
Maximilian Conrad
Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?
My memory is highly selective, so I honestly only remember interesting courses.
Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?
I would really like to teach a course on democracy and the public sphere in the “postfactual” age.
Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?
Baldur Þórhallsson. Always super fun and inspiring to talk to!
Hvað gerir þú til að slaka á?
Running, biking, hiking – definitely something that involves fresh air.
Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?
Nailed it!
Te eða kaffi?
Kaffi.
Hver er uppáhalds kennslustofan þín?
Anything with a view – nothing worse than lecturing while staring at a wall.
Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?
Getting my driver’s license was a long and expensive process...
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222720-563664ee97a504d109a363a42b3e8aa1/v1/b82ca70324fc80597365dc61b8f91c5f.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
Gunnar Helgi Kristinsson
Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu?
Ég held að mér hafi þótt Almenn sálfræði ákaflega leiðinleg áður fyrr – en ég hef hins vegar skipt mjög um skoðun á þeirri grein síðari ár.
Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann?
Stjórnmál og listir.
Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju?
Ef þetta væri bara dagstund á eyðieyju myndi ég glaður dvelja með hverju þeirra sem er. Þau eru öll svo fróð og skemmtileg. En til lengri tíma veit ég ekki. Hvernig er þetta í Hávamálum? Ljúfr verðr leiðr, ef lengi sitr…
Hvað gerir þú til að slaka á?
Elda, spila á hljóðfæri, les, sæki námskeið, rækta tré, smíða. Ég er samt hlynntur verkskiptu samfélagi og hef ekki sama smekk og Marx: „I could fish in the morning, hunt in the afternoon, rear cattle in the evening and do critical theory at night, just as I have a mind, without ever becoming hunter, fisherman, shepherd or critic. How does this indirectly critique capitalism?“
Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni?
Fræðsluþættir.
Te eða kaffi?
Eiginlega hvorugt. Hálfur kaffibolli skaðar mig samt ekki að ráði.
Hver er uppáhalds kennslustofan þín?
Stóri salurinn í Háskólabíói. Reyndar er langt síðan ég hef fengið að kenna þar og kannski misminnir mig um hversu notalegur hann var.
Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig?
Eitt árið komst ég á tvo metsölulista, annan með kokkabók og hinn með geisladisk.