Íslenska Leiðin TÍMARIT
S TJÓRNMÁL AFR ÆÐINEMA
1 7. Á R G A N G U R 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 1 8
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
01
Y ÍSLENSKA LEIÐIN 2018 17. ÁRGANGUR, 1. TBL.
Útgefandi Politica, félag stjórnmálafræðinema Reykjavík Ritstjóri & ábyrgðarmaður Eiður Þór Árnason Ritstjórn Davíð Eldur Baldursson Eiður Þór Árnason Ólína Lind Sigurðardóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Ljósmyndari Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir Hönnun & umbrot Axel F Friðriks Prófarkalestur Anna Helgadóttir Prentun Háskólaprent AN SV
S MERK
IÐ
Prentgripur 1041 0823
Sérstakar þakkir Stjórn Politica 2017-18 Stjórnmálafræðideild HÍ Elva Ellertsdóttir Ritstjórn þakkar öllum greinahöfundum, viðmælendum og styrktaraðilum innilega fyrir framlag sitt.
EFNIS YFIRLIT Blaðsíða
Grein
05
Ritstjórnarspjall
06
Ávarp formanns Politica
07
Kjörsókn ungs fólks á Íslandi
10
Þátttaka Íslands í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi
12
Gjörbreytt kosningabarátta
14
Kosningaáróður fortíðar
18
Er hæli raunhæfur möguleiki?
20
Pólitískar pöndur
22
Nýjar aðstæður sem flokkar þurfa að bregðast við
24
Samsæriskenningar
26
Kosningar, lýðræði og fatlað fólk
28
Fjórða valdið
30
ICAN
32
Skiptinemar
34
Annaryfirlit skemmtanastýru
36
Viðtöl við útskrifaða stjórnmálafræðinema
Námsframboð stjórNmálafræðideildar stjornmal.hi.is
Stjórnmálafræðideild býður upp á fjölbreytt nám á BA- og meistarastigi,
traustan og hagnýtan undirbúning fyrir sérhæfð störf á vinnumarkaði sem og fræðilega ögrandi námsleiðir. stjornmal.hi.is BA nám
• Stjórnmálafræði • Kynjafræði (aukagrein)
DiplómAnám (meistArAstig 30e) • • • • • •
Alþjóðasamskipti Blaða- og fréttamennska Fjölmiðla- og boðskiptafræði Hagnýt jafnréttisfræði Opinber stjórnsýsla Smáríkjafræði
meistArAnám • • • • • • •
Alþjóðasamskipti Blaða- og fréttamennska Fjölmiðla- og boðskiptafræði Kynjafræði Opinber stjórnsýsla Stjórnmálafræði Vestnorræn fræði
Félagsvísindasvið Tel: +354 525 5445 / 4573 www.stjornmal.hi.is
04
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Ritstjórnarspjall Kæri lesandi Við lifum óumdeilanlega á spennandi tímum. Mikill erill og spenna hefur einkennt innlend sem erlend stjórnmál síðasta árið, og stundum er skapi næst að segja að einn sólarhringur sé langur tími í pólitík. Það er örugglega óhætt að segja að það hafi sjaldan verið betri tími til að leggja stund á stjórnmál, hvort sem það er í formlegu námi eða með almennari hætti. Enn eitt árið er Íslenska leiðin upp risin, eins og skínandi viti í ofsafengnu brimróti stjórnmálanna. Tímarit stjórnmálafræðinema er sem fyrr sneisafullt af fjölbreyttu gæðaefni, sem er ætlað að fræða, skýra og varpa nýju ljósi á málefni líðandi stundar.
Í ritinu má m.a. finna fréttaskýringar, viðtöl og brakandi ferskar fræðigreinar, sem minna okkur ef til vill á vægi stjórnmálafræðinnar í okkar hverfula heimi.
Takk kærlega fyrir okkur,
Á erilsömum tímum sem þessum var skiljanlega ákveðin áskorun að búa til rit sem var enn athyglisvert og hafði eitthvað til málanna að leggja, þegar á hólminn var komið. Við vonum þó að það hafi tekist ágætlega til og að þú munir finna þar sitthvað gagnlegt, áhugavert og jafnvel skemmtilegt.
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Davíð Eldur Baldursson Eiður Þór Árnason Ólína Lind Sigurðardóttir
Því í miðju brimrótinu má ekki ekki gleyma því að staldra aðeins við og njóta útsýnisins.
Frá vinstri: Davíð Eldur Baldursson, Ólína Lind Sigurðardóttir, Eiður Þór Árnason og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
05
Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson
Ávarp formanns Politica
Guðmundur Ragnar Frímann
Ágætu félagsmenn, Það er mér sannur heiður að fá að sitja í forsvari fyrir nemendur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Okkar hlutverk í stjórn félags stjórnmálafræðinema er ávallt að standa vörð um hagsmuni og réttindi nemenda og vera málsvari þeirra út á við, gagnvart skólayfirvöldum sem og öðrum aðilum. Á nýafstaðinni haustönn var efnt til auka aðalfunds Politica þar sem fram fóru kosningar í tvö embætti félagsins. Fyrst var kjörinn nýnemafulltrúi sem situr sem fulltrúi fyrsta árs nema. Hann er jafnframt kjörnum skemmtana stjóra til halds og trausts. Að því loknu var gengið rakleiðis aftur að kjörkassanum og kosið um nýjan gjaldkera félagsins í fjarveru Anastasíu Jónsdóttur, sem hélt til Ítalíu í skiptinám í upphafi haustannar. Í báðum kosningunum var andrúmsloftið rafmagnað og baráttan æsispennandi. Þegar talið var upp úr kjörkössunum munaði aðeins einu atkvæði á milli fyrsta og annars manns.
06
Stjórnarmeðlimir Politica vinna enn þann dag í dag eftir þeirri forskrift að gera félagslífið eilítið betra en það var á síðasta skólaári. Kröfurnar sem félagsmenn og aðrir nemendur gera til okkar eru fyrsta flokks og ríkur vilji er innan okkar raða að svara til baka af fagmennsku, auðmýkt og festu. Félagsstarfið í gegnum tíðina hefur verið á úrvalsdeildarmælikvarða og í okkar tilfelli hefur fjöldi félagsmanna ekki aftrað okkur frá því að setja markið hátt. Veturinn sem senn er farinn að styttast í annan endann hefur verið einkar viðburðarríkur. Margar minningar sitja eftir á harðadisk heilans og mörg vináttubönd hafa verið mynduð, sem munu vonandi reynast dýrmætt veganesti í framtíðinni. Mín bjargfasta trú er að nemendur njóti til botns þess tíma sem þeir verja saman innan sem utan háskólans. Þannig verður eftirsóknarverðara að líta um öxl, og hugsa til gamla skólans með hlýhug þegar fram líða stundir. Njótið þess
að leysa flókin verkefni, harðsjóða á ykkur heilann og öðlast færni í að yfirstíga allar akademískar hindranir sem verða á vegi ykkar. Látið ykkar ekki eftir liggja, verið virk innan kennslustofunnar, setjið ykkur í fótspor þess sem er á öndverðum meiði við ykkar skoðanir. Fyrst og síðast skuluð þið horfa eftir tækifærunum sem fyrir finnast í smæðinni. Innan Háskóla Íslands er auðveldara að stækka tengslanetið vegna nálægðar nemenda hver við annan. Nám við stjórnmálaf ræðideildina býður upp á tækifæri til þess að þroskast sem gagnrýninn hugsuður, samstarfsfélagi og síðast en ekki síst sem samfélagsþegn. Njótið þess sem eftir er af ykkar skólagöngu, haldið til þekkingar leitarinnar bein í baki og berið ætíð höfuðið hátt.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Full ástæða til að hafa áhyggjur af kjörsókn ungs fólks á Íslandi
Viðt al tók Eiður Þór Árnason
H U L DA Þ Ó R I S D ÓT T I R
Kosningaþátttaka ungs fólks hefur víða verið til umfjöllunar bæði hér á landi og erlendis á undanförnum árum. Hafa margir lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að kjörsókn yngri aldurshópa hafi dregist saman víðsvegar á Vesturlöndum og oft á tíðum meira en hjá öðrum aldurshópum. Stóra áfallið kom hér eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2014 þegar Hagstofa Íslands safnaði í fyrsta sinn tölum um kjörsókn skipt upp eftir aldri. Kom fram í tölum Hagstofunnar að einungis 47,5% kosningabærra manna á aldrinum 18-29 ára hefði mætt á kjörstað það árið. Niðurstöður innlendra rannsókna hafa sömuleiðis bent til þess að kjörsókn þessa hóps hafi undanfarið minnkað hraðar en hjá þeim eldri, á sama tíma og heildarkjörsókn hefur lækkað á Íslandi.
Engin einhlít skýring Hulda Þórisdóttir, doktor í félagslegri sálfræði og lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að þessi fylgisþróun hafi sést síðar hér en víðast hvar annars staðar. Á Íslandi hafi minnkuð kjörsókn meðal ungmenna mest sést í sveitarstjórnar kosningum en verið stöðugri í Alþingis kosningum. Aðspurð um hvaða skýringar gætu legið að baki lækkandi kjörsókn hjá þessum aldurshóp segir Hulda mikilvægt að nefna að kjörsókn sé hegðun sem stjórnast af ótal
mismunandi þáttum. Þannig sé enginn einn afgerandi þáttur sem hefur áhrif á þátttöku fólks í kosningum heldur sé frekar um að ræða marga ólíka þætti þar sem hver og einn hefur fremur smávægileg áhrif.
yfir í það sem gjarnan kallast óhefðbundin stjórnmálaþátttaka. Með því er t.d. átt við þátttöku í mótmælum, málefnahreyfingum og samfélagsmiðlabyltingum, svo fátt eitt sé nefnt.
Þar sé einkum um að ræða augljóslegar breytur á borð við traust fólks til stjórnmála, áhugi þess á stjórnmálum og hugsanlega þátttaka í ýmiss konar félagsstarfi. Þess fyrir utan sjáist oft sterk áhrif foreldra og þá einkum áhugi þeirra á stjórnmálum eða virkni í pólitísku starfi. Einnig skiptir miklu máli hvort fólk telji þátttöku í kosningum tilheyra borgaralegri skyldu (e. civic duty).
Hulda nefnir að viss vísbending sé um að sú sé ekki endilega raunin hér á landi og vísar þá í niðurstöður spurningakönnunar, sem unnin var af Bjarka Þór Grönfeldt, undir handleiðslu hennar fyrir BSc-ritgerð hans í sálfræði. „Þeir sem eru virkir í óhefðbundinni [stjórnmálaþátttöku] eru líka virkir í hefðbundinni. Það er ekki eins og þú veljir annað og hafnir hinu. Í þeirri einu rannsókn sem hefur skoðað þetta á Íslandi, þá sjáum við ekki að fólk leiti frekar í óhefðbundna heldur er líklegt að þú sért bara almennt pólitískt virkur.“
Óljóst að kjósendur séu að hafna flokkastjórnmálum Ein kenning, sem lengi hefur verið haldið á lofti, er að ungt fólk hafi jafn mikinn áhuga á stjórnmálum í dag en það hafi hafnað hinum hefðbundnu f lokkastjórn málum og í staðinn fært sig í auknum mæli
Neikvæð umræða gæti haft áhrif Hulda telur líklegt að ungt fólk í dag hafi alist upp við mun neikvæðari umræðu og hugmyndir til stjórnmála en fyrri kynslóðir,
Hvað er til ráða? Auka lýðræðiskennslu á öllum skólastigum
• Þetta má ýmist gera í formlegu námi, í gegnum nemendafélög eða með auknum stuðningi við skuggakosningar. Slíkar kosningar hafa jákvæð áhrif á þátttöku í almennum kosningum, ef rétt er staðið að þeim.
Auka aðgengi ungs fólks að stjórnmálum
• T.a.m. með því að endurskoða vefsíður stjórnvalda og stjórnmálaflokka með tilliti til ungs fólks svo þær höfði til þeirra, séu ekki fráhrindandi og að upplýsingar á þeim séu aðgengilegar óháð þekkingu fólks á stjórnmálum. • Stjórnmálaflokkar reyni að ná sérstaklega til ungs fólks og virki það í starfi sínu, t.d. með því að hafa það í forystu og halda fundi um málefni sem brenna á ungum kjósendum. Einnig að þeir taki virkan þátt í skuggakosningum og stjórnmálaviðburðum sem skipulagðir eru af ungu fólki.
Um er að ræða helstu ályktanir rannsóknarverkefnisins „Ungt fólk til áhrifa“ sem hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði náms manna og var unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg sumarið 2017. Rannsókninni var ætlað að svara því hvað fengi ungt fólk til þess að kjósa. Höfundar verkefnisins voru Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, Jóhann Bjarki Arnarsson Hall og Arnar Kjartansson, nemendur við Háskóla Íslands.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
07
einkum í kjölfar hruns bankanna. Þetta neikvæða andrúmsloft gæti mögulega haft áhrif á traust og áhuga þess á stjórnmálum seinna meir. Einnig telur hún að minnkandi flokkshollusta geti haft áhrif á nýja kjós endur. Í báðum tilvikum er þó um að ræða óprófaðar tilgátur. „Áður fyrr væru kannski mamma þín og pabbi miklu líklegri til að hafa áhrif, en þau eru kannski komin í los og hugsanlega búin að missa trú á gamla flokkinn sinn, þannig að þau eru ólíklegri til að beita sér. Við vitum að ungt fólk er líklegra [þegar það kýs] í fyrsta sinn til að kjósa eins og mamma og pabbi heldur en seinna meir.“ Að lokum minnir Hulda á að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af kjörsókn ungs fólks og þróun í þeim efnum. Það hafi sýnt sig að fólk sem kýs þegar það er ungt sé líklegra til að kjósa seinna á lífsleiðinni. „Það að kjósa er vanabundin hegðun, fólk sem hefur kosið í tvígang er mjög líklegt til að halda því áfram. [...] Ef þú venst því að kjósa ekki þá er mjög erfitt að ætla að breyta því.“
08
Tölur frá síðustu kosningum ástæða til bjartsýni Greinilega mátti marka aukna áherslu á þátttöku ungs fólk fyrir Alþingiskosning arnar 2017. Bar þar einna hæst endur tekning svokallaðra skuggakosninga í fram haldsskólum landsins, risatónleikar Vökunnar 2017 og örþættirnir Hvað í fjandanum á ég að kjósa? Einnig mátti sjá aukna virkni meðal ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna frá árinu áður. Í lok seinasta árs greindi Hagstofa Íslands frá því að kjörsókn í Alþingiskosningunum 2017 hafi aukist hjá öllum aldurshópum frá kosningunum árið áður en jókst hún jafnframt mest hjá yngstu kjósendunum. Kjörsókn fólks á aldrinum 18-19 ára jókst um 9,5% á milli ára og var aukning upp á 5,9% hjá aldurshópnum 20-24 ára. Því má mögulega leiða líkum að því að eitthvað af því öfluga starfi, sem fór fram fyrir síðustu kosningar, hafi orðið til þess að auka kjörsókn yngri kjósenda. Þó er þörf á frekari rannsóknum til að skýra betur hvaða þættir höfðu þar áhrif og í hvaða mæli.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
K J Ö R S Ó K N E F T I R A L D R I 2 0 14 – 2 0 17
79,2%
81,2% 68,7%
75,2%
65,7%
69,3% 72,4%
69,6%
66,5% 51,9 %
45,4%
48,1%
% Heildarkjörsókn
18–19 ára
20–24 ára
25–29 ára
Alþingiskosningar 2017 Alþingiskosningar 2016 Sveitarstjórnarkosningar 2014
Gögn frá Hagstofu Íslands
Íslensk ungmenni telja félagslega þátttöku mikilvægari en pólitíska þátttöku Í nýlegri rannsókn Ragnýjar Þóru Guðjohnsen, aðjúnkts í uppeldis- og menntunarfræðideild HÍ og Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, prófessors við sömu deild, voru skoðuð viðhorf íslenskra ungmenna á aldrinum 14 og 18 ára til pólitískrar þátttöku. Könnun var lögð fyrir 1042 einstaklinga og voru þeir annars vegar spurðir út í stjórnmálaþátttöku, s.s. að kjósa, taka þátt í stjórnmálaumræðu og ganga í stjórnmálaflokk, og hins vegar félagslega þátttöku, s.s. að taka þátt í pólitískum eða félagslegum umbótahreyfingum á sviði umhverfismála eða jafnréttisbaráttu. Um 80% svarenda töldu það skipta frekar eða mjög miklu máli að góður pólitískur borgari tæki þátt í vinna að mannréttindum eða í þágu umhverfisverndar. Á sama tíma sögðu 62% svarenda það skipta frekar eða mjög miklu máli fyrir góðan pólitískan borgara að kjósa í öllum kosningum, og eins töldu 15% mikilvægt að ganga í stjórnmálaflokk. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Einnig kom fram í viðtölum við ungmennin að skortur á trausti „hefði án efa orðið til þess að draga úr áhuga ungs fólks á að kjósa.“ Unnið upp úr fræðigreininni „Viðhorf ungs fólks til pólitískrar þátttöku“ sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2017, sjá www.irpa.is.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
09
Þátttaka Íslands í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi
Baldur Þórhalls son, prófes sor í s tjórnmálafræði / Pétur Gunnar s son, s tjórnmálafræðingur
„Við eigum ekki að taka þátt í svona aðgerðum blindandi,“ sagði forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í byrjun árs 2016 þegar hann var spurður út í þátttöku Íslands í viðskiptaþvingunum Banda ríkjanna og Evrópusambandsins (ESB) gegn Rússlandi. Forsætisráðherra tók einnig fram að: „Menn sáu það ekki fyrir að gagnaðgerðir Rússa vegna viðskiptaþvingana á hendur þeim myndu bitna svona sérstaklega illa á Íslandi, landi sem er í raun aðeins með í þvingununum að nafninu til.“ En hvað átti hann við? Gæti það verið rétt hjá forsætisráðherranum fyrrverandi, að hans eigin ríkisstjórn hafi ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í þessu viðamikla hagsmunamáli? Hér verður reynt að varpa ljósi á það hvers vegna íslensk stjórnvöld taka enn þátt í þvingunaraðgerðunum þrátt fyrir að verulega efasemda hafi gætt um það hvort taka ætti þátt í þeim eftir að rússnesk stjórnvöld hófu að beita Ísland gagnaðgerðum. Enn fremur verður sagt frá áhugaverðri stefnu breytingu varðandi þátttöku Íslands í viðskiptaþvingununum, það er þegar Ísland hætti að taka þátt í yfirlýsingum ESB um þvingunaraðgerðirnar. Ísland er í heldur snúinni stöðu þegar kemur að mótun utanríkisstefnu, sér í lagi þegar kemur að því að viðhalda sjálf stæði (e. autonomy) í utanríkismálum. En lítil ríki eins og Ísland eru háð stuðningi og velvild nágranna sinna og banda manna. Frá lokum síðari heimsstyrja ldar hefur utanríkisstefna Íslands einkum verið byggð á þremur meginstólpum; aðild að Atlants h afsbandalaginu (NATÓ), að tryggja markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir á erlendum mörkuðum, einkum til ríkja Evrópu, og varnarsamvinnu við Bandaríkin.
Þrýstingur að utan og heima Í mars 2014 sendi ESB frá sér yfirlýsingu (e. decleration) um að sambandið hygðist beita Rússa efnahagslegum þvingunaraðgerðum
010
vegna innlimunar Krímskaga og þátttöku þeirra í öðrum stríðsaðgerðum í Úkraínu. Ísland og nokkur önnur ríki, sem eru nátengd sambandinu (eins og Noregur og Liechtenstein), ákváðu að styðja aðgerðirnar og taka þátt í yfirlýsingunni. En í kjölfar undirritunar samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hefur EFTA/EES ríkjunum verið boðið að taka þátt í yfirlýsingum ESB um utanríkismál. Ísland þyggur boðin oftast og í þau fáu skipti sem það gerir það ekki er það vegna þess nauma tíma sem gefinn er til að bregðast við boðunum. Íslands fylgir því ríkjum Evrópusambandsins eftir þegar kemur að utanríkisstefnu nær undan tekningarlaust. Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utan ríkisráðherra, sagði að ákvörðunin um að taka þátt í þvingunaraðgerðunum hefði verið sú erfiðasta sem hann hefði tekið á ferli sínum sem utanríkisráðherra. Hann útskýrði að talsverður þrýstingur hefði verið frá Bandaríkjamönnum, og einnig ESB, að styðja þvingunaraðgerðirnar. Gunnar Bragi tók fram að utanríkisráðuneytið hefði unnið að framkvæmd málsins og það hefði í kjöl farið verið kynnt fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórninni.
Rússnesk stjórnvöld gripu fljótlega til gagn aðgerða, sem takmörkuðu meðal annars innflutning á matvælum frá þeim ríkjum sem tóku þátt í þvingununum. Það vakti athygli að Ísland var ekki beitt gagnaðgerðum í upphafi. En þegar ljóst var sumarið 2015 að Ísland yrði beitt gagnaðgerðum sem myndu hamla útflutning á sjávarafurðum til Rússland hófu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi – SFS herferð fyrir því að Íslandi hætti þátttöku í þvingunaraðgerðum. Samtökin bentu á að mikilvægir hagsmunir væru í húfi þar sem um 10 prósent af útflutningi sjávarafurða hefði farið til Rússlands árið 2014. Samtökin héldu því jafnframt fram að málið hefði verið illa undirbúið og gagnrýndu samráðsleysi stjórnvalda.
Í kjölfarið íhuguðu íslensk stjórnvöld að hætta þátttöku í þvingunaraðgerðum. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna, rétt eins og forsætisráðherra, sögðust efins um þátttöku í þvingununum. Óformlegar viðræður fóru fram um málið við rússnesk stjórnvöld. Til dæmis hringdi þáverandi forsætisráðherra í Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rúss lands, og forseti Íslands ræddi við sendi herra Rússlands um málið. Samtölin snerust meðal annars um leiðir til að komast fram hjá þvingunaraðgerðunum, samkvæmt rússneskum embættismanni, en ekki var látið á þær reyna þar sem ólíklegt var talið að þær skiluðu tilætluðum árangri. Niðurstaðan varð því sú að Ísland hélt sömu stefnu. Utanríkisráðherra var afdráttarlaus í stuðningi sínum við áframhaldandi þátttöku í viðskiptaþvingununum og var studdur af utanríkismálanefnd Alþingis. Í langri skýrslu utanríkisráðuneytisins um málið, sem kom út árið 2016, var mat á hagsmunum Íslands tíundað. Þar kom skýrt fram að það væri mikilvægt fyrir hagsmuni Íslands að það tæki þátt í viðskiptaþvingununum sem sýndi virðingu fyrir alþjóðalögum og bent var á mikilvægi samvinnu og samleið með vestrænum lýðræðisríkjum og stuðning við bandamenn landsins.
Ísland er háð vörnum Bandaríkjanna og NATO. Ísland er líka háð markaðsaðgangi að mörkuðum ESB. Segja má að Ísland njóti pólitísks og efnahagslegs skjóls af hendi þessara voldugu nágranna. Ákvörðun Íslands að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, sem leiddar voru af Banda ríkjunum annars vegar og ESB hins vegar, þarf því ekki að koma á óvart. Eftir að Bandaríkin hófu að þrýsta á að Ísland kvikaði ekki frá þátttöku í viðskiptaþvingunum varð erfitt fyrir stjórnvöld að breyta um stefnu. Samk væmt skýrslu utanríkisráðherra hefði það að öllum líkindum talist: „[..] meiriháttar
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
frávik frá utanríkisstefnunni og ábyrgðarhluti sem kallaði, í besta falli, á gagnrýnar spurningar vinaþjóða um veg ferð íslenskra stjórnvalda í alþjóðasamskiptum.“
Ísland hverfur af listanum Íslensk stjórnvöld hafa reynt að láta lítið fara fyrir þátttöku sinni í þvingununum frá því að Rússland hóf gagnaðgerðir sem bitnuðu verulega á útflutningi til Rússlands. Í kjölfar gagnrýni hagsmunasamtaka í sjávarútvegi á þátttöku stjórnvalda í þvingununum hætti Ísland að taka þátt í reglulegum yfirlýsingum ESB um þær, þó að það framfylgi enn þvingunaraðgerðum. Líklega hefur þetta verið gert með væntingar í huga um að Rússland sjái auman á Íslandi og hætti gagnaðgerðum sínum og til þess að friðþægja stjórnarliða, sem fannst Ísland vera fast í pilsfaldi ESB í utanríkismálum. Eigi að síður hefur þetta ekki orðið til þess að Rússland aflétti gagnaðgerðum sínum og Ísland tekur enn þátt í nær öllum öðrum yfirlýsingum ESB um utanríkismál.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Ísland fylgir bandalagsríkjum sínum, Banda ríkjunum og ríkjum ESB, eftir þegar kemur að utanríkismálum. Viðhorf íslenskra stjórnmálamanna og ráðamanna í þessum ríkjum til utanríkismála fara oft saman og hagsmunirnir eru oft þeir sömu. Samkvæmt þessu máli er það hins vegar vandkvæðum bundið fyrir Ísland að rjúfa samstöðu bandalagsríkjanna, þótt það hafi verulegt fjárhagslegt tjón í för með sér fyrir landið. Stjórnvöld hafa með táknrænum hætti skilið sig frá þvingunaraðgerðunum með því að taka ekki þátt í yfirlýsingum um þær en lengra nær aðskilnaður ekki. Að lokum reyndist samstaða með bandalagsríkjum gegn yfirgangi Rússlands í Úkraínu yfirsterkari því efnahagslega tjóni sem fylgdi þátttöku í þvingununum. Það getur reynst erfitt fyrir ríki, sem eru efnahagslega og pólitískt háð bandamönnum sínum, að fara eigin leiðir. Það getur auk þess verið kostnaðarsamara að ætla sér að feta einstigu þegar til lengri tíma er litið og það getur komið niður á vilja bandalagsríkja að veita sameiginlegar varnir og hagstæðan markaðsaðgang.
Grein þessi er byggð á tveimur fræði greinum eftir höfundana. Nánari upp lýsingar um heimildir ásamt nánari umfjöllun má finna þar. Annars vegar í greininni Iceland’s alignment with the EUUS sanctions on Russia: autonomy versus dependence í Global Affairs netútgáfu frá 15. október 2017 og hins vegar Iceland’s Relations with its Regional Powers: Align ment with the EU-US sanctions on Russia, The Norwegian Institute of International Affairs (NUPI) Working Paper 874, 2017.
01 1
Gjörbreytt kosningabarátta
Viðt al tók Davíð Eldur Baldur s son
„Þetta voru kosningarnar sem að súperpakkinn kom til sögunnar í íslenskum stjórnmálum…“ Þann 28. október síðastliðinn var kosið til Alþingis í þriðja skiptið frá árinu 2013. Nokkuð stuttur aðdragandi var að kosningunum í þetta skiptið, því aðeins rúmum mánuði áður, 15. september, hafði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar klofnað vegna hneykslis mála í tengslum við uppreista æru kyn ferðisaf brotamanna. Íslenska leiðin hitti stjórnmálafræðinginn, Karl Pétur Jónsson, og spurði hann út í þessa kosningabaráttu, en hann var í kosningastjórn Viðreisnar fyrir síðustu kosningar ásamt því að hafa starfað sem aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra á síðasta ári. Áður hafði Karl bæði unnið við framboð Ólafs Ragnars Grímssonar til forseta árið 2012, en síðan þá í kosningabaráttum bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.
KARL PÉTUR
Sem dæmi um þetta í síðustu kosninga baráttu nefnir hann Samtök skattgreiðenda og hóp sem kallaði sig stuðningsmenn Sjálf stæðisf lokksins. Þar hafi verið á ferðinni öfl sem ekki er vitað um hver fjármagnaði, sem hafi sett aukamótor á kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins, sem þeim veitti ekki af.
„Líklega er þetta löglegt, en þetta er í það minnsta ekki í anda þeirra laga sem sett voru um fjármögnun stjórnmálaafla.“ Þá var einnig nokkuð af nafnlausum auglýsingum á veraldarvefnum, sem hann segir að hafi haft mikil áhrif. Svipað hafi verið uppi á teningnum, engin leið hafi verið að komast að því hversu mikið fjármagn færi í þær. Nöfnin skattaglaða, eða Skatta-Kata hafi sem dæmi fests á verðandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í kjölfar kosninganna. Karl segir að síðustu tvo dagana fyrir kosningar hafi bæði síðan Kosningar 2017 og Aldrei aftur vinstri stjórn keyrt á mjög stífum áróðri gegn Viðreisn. Þetta segir hann að hafi haft áhrif á fylgi Viðreisnar, þar sem hægra fylgi þeirra sé mjög viðkvæmt fyrir því að þeir fari í slíkt samstarf.
ÚR MYNDBANDI FRÁ SÍÐUNNI KO S N I N G A R 2 0 17
Hvað var mest áberandi? Það sem Karli fannst mest áberandi í þessari síðustu kosningabaráttu voru þær aug lýsingar sem komu ekki frá neinum stjórn málaf lokki. Segir hann slíkt hafa átt sér stað áður, en aldrei með þeim hætti sem við sáum nú. Þarna hafi verið um að ræða bandaríska módelið, en í Bandaríkjunum er ströng löggjöf um fjármögnun kosninga og stjórnmálaflokka, sem farið er í kringum með því að stofna til félagsskaps sem kallaður er „Superpack“. Það sé eins konar félagsskapur sem megi lýsa yfir stuðningi við öll stefnumál, en ekki beint við eitthvað stjórnmálaaf l. Það gilda síðan engin lög um hversu mikla peninga þetta Superpack má ryksuga upp. Þannig sé hægt að halda úti mjög öf lugri kosningabaráttu með endalausum peningum, jafnvel frá einum aðila.
01 2
sjá meira af þessu í næstu kosningum ef ekkert verði aðhafst í þessum efnum á kjörtímabilinu. Þar sem aðrir f lokkar hafi séð hvað þetta virkaði vel fyrir Sjálf stæðisflokkinn, án afleiðinga fyrir flokkinn.
Hver vann kosningarnar? Hverjir sigurvegarar þessara kosninga eru, þá er Karl ekki í neinum vafa. Segir hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Mið f lokkinn hafa verið sigurvegarar kosn inganna ásamt Flokki fólksins. Segir hann Sigmund mjög flinkan, að hann hafi látið allt snúast um sig sjálfan, dögum saman í fjölmiðlum og komið fram sem mikill leið togi á meðan. Þá segir hann hans félaga í Viðreisn einnig hafa gert vel með því að fara úr 2-3% í skoðanakönnunum upp í 6,7% í kosningunum.
„Vinstri Grænir unnu kosningarnar, en töpuðu kosningabaráttunni.“ Segir Karl það augljóst að Vinstri Grænir hafi tapað þessari kosningabaráttu. Miðað við það fylgi sem flokkurinn hafði verið með í könnunum þegar blásið var til kosninga. Mögulega hafi þar spilað inn í bæði hræðsluáróður gegn vinstristjórn, sem og hafi verið ofris í könnunum.
„Ég held að það hafi kostað okkur svona 3%. Okkar hægra fylgi er mjög viðkvæmt fyrir þeirri hættu að við förum í vinstristjórn. Svo fer Sjálfstæðisflokkurinn beint í vinstri stjórn að loknum kosningum.“ Karl segir að mjög líklegt sé að við munum
S V E I FL A S Í ÐA S TA M Á N U Ð I N N
Vinstri Græn Miðflokkurinn
29% 5%
25.-28. september
könnun Félagsvísinda stofnunnar
16,9% 10,9%
28. október niðurstöður kosninga
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
01 3
Kosningaáróður liðinna tíma 17. A P R Í L 19 9 1
2 0 . A P R Í L 19 91
17. A P R Í L 19 9 1
21. A P R Í L 19 8 3
2 2 . J Ú N Í 1978
014
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
6 . A P R Í L 19 9 5
6 . A P R Í L 19 9 9
17. A P R Í L 19 9 1
6 . A P R Í L 19 9 9
0 6 . A P R Í L 19 9 9
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
01 5
10. A PR Í L 20 07
0 9. A P R Í L 2 0 0 3 Verndum árangurinn - var›veitum stö›ugleikann
SKATTLEYSISMÖRKIN Í 150.000 NAUÐSYNLEGAR KJARABÆTUR
Guðjón A. Kristjánsson Norðvesturkjördæmi
Kolbrún Stefánsdóttir Suðvesturkjördæmi
150.000 kr.
Jón Magnússon Reykjavík Suður
Sigurjón Þórðarson Norðausturkjördæmi
Magnús þór Hafsteinsson Reykjavík Norður
Grétar Mar Jónsson Suðurkjördæmi
112.000 kr.
Skattleysismörk allra verði að verðgildi þau sömu og voru við gildistöku staðgreiðslukerfisins 1988 eða um 112.000 kr. á mánuði. Tekinn verður upp sérstakur persónuafsláttur svo skattleysismörk verði 150.000 kr. á mánuði fyrir þá sem hafa árstekjur allt að 1.800.000 kr. Sérstaki persónuafslátturinn lækki síðan hlutfallslega með vaxandi tekjum og falli niður við 3.000.000 kr. árstekjur.
25. APRÍL 2009
Land stö›ugleikans, áfram Kæru landsmenn.
Við viljum búa í sanngjarnara samfélagi • Lækkum skuldir heimilanna, burt með verðtrygginguna.
Vi› Íslendingar getum veri› bjarts‡nir. Vi› búum í einu besta landi heims og vi› ætlum a› halda áfram a› skipa flví í öndvegi me›al fleirra fljó›a sem njóta mestrar velsældar. Vi› ætlum a› vi›halda stö›ugleikanum til a› geta haldi› áfram a› lækka skatta, auka kaupmátt og tryggja hagvöxt – okkur öllum til gó›s.
• Aldraðir og öryrkjar geti haft 1.000.000 kr. tekjur án bótaskerðingar og tekjutenging við maka verði afnumin.
Stö›ugleiki fyrir einstaklinga og fjölskyldur Stö›ugleiki fyrir atvinnulífi›
• Lífeyrisgreiðslur beri 10% skatt líkt og fjármagnstekjur.
Stö›ugleiki fyrir efnahagslífi› Vi› sjálfstæ›ismenn höfum a› undanförnu vitna› í verk okkar af flví a› flau eru öruggust vísbending um a› vi› tökum lofor› okkar alvarlega. Í alflingiskosningunum á morgun leitum vi› sjálfstæ›ismenn eftir umbo›i flínu til a› fá a› fljóna landi okkar, landi stö›ugleikans, áfram.
xd.is
áfram Ísland www.xf.is
Skeifan 7 | Reykjavík | sími 553 6061
9. A P R Í L 2 0 0 3
10. M A Í 20 07
6 . A P R Í L 19 9 5
016
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
01 7
Er hæli raunhæfur möguleiki? Túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni
Kris tjana Júlía Þor s teinsdót tir
Síðustu misseri hefur Dyflinnarreglugerðin reglulega verið til umfjöllunar, það er ítrekað vísað í hana þegar senda á hælisleitendur úr landi. Þegar ég fór að huga að viðfangsefni meistararitgerðar minnar langaði mig að kynna mér reglugerðina frekar og komast að því hvers vegna íslensk stjórnvöld nota hana eins og raun ber vitni. Viðfangsefni ritgerðar minnar var því túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni. Ég tók fyrir tvö tímabil, árin 2001-2003 og 20142016 og orðræðugreindi umræðu á þingi og í fjölmiðlum. Ísland hefur tekið þátt í Schengen-samstarf inu og gengist við Dyflinnarreglugerðinni, í einu eða öðru formi, síðan árið 2001. Markmið með Dyf linnarsamstarfinu er að einfalda ferli hælismála í Evrópu með því að ákvarða hvaða ríki beri ábyrgð á hverri hælisumsókn, sem er vanalega það ríki í Evrópu sem hælisleitandi kemur fyrst til. Þar sem Ísland er eyja nyrst í Evrópu er ólíklegt að hælisleitendur komi hingað til lands án þess að koma við í öðru ríki Evrópu, því falla margar hælisumsóknir undir Dyflinnarreglugerðina. Helsta kenningin sem ég ákvað að nota í ritgerðinni var heimsborgarahyggja, en þar er miðað að því að afmá öll landamæri, í hið minnsta umbreyta núverandi landa mærakerfi. Heimsborgarasinnar telja alla menn jafna, sama hvar þeir fæðast, þeir telja okkur öll vera borgara heimsins en ekki borgara einstakra ríkja. Með heims borgarahyggju er lögð áhersla á félagslegar tengingar sem sameinar fólk og sú tilviljana kennda staðreynd að tveir aðilar fæðist í sama landi á ekki að tengja þá sterkari böndum heldur en aðra íbúa heimsins. Íslensk stjórn völd, líkt og flest ríki Evrópu, líta heiminn gjörólíkum augum og vildi ég því nota heimsborgarahyggju til samanburðar við hina viðurkenndu vestfalísku hugmynd um þjóðríki, þó svo að heimsmynd heims borgarasinna sé mjög langsótt í þeim heimi sem við búum í nú til dags.
01 8
Á þeim tímabilum sem voru til skoðunar var engin skrifleg stefna í málefnum hælis leitenda, heldur var vísað til íslenskra laga um útlendinga. Í þeim lögum kemur fram að stjórnvöld geti synjað að taka umsókn til efnislegrar meðferðar ef krefja má annað aðildarríki Dyf linnarsamstarfsins um að taka við umsækjanda. Þeim er það hins vegar engan veginn skylt og því geta íslensk stjórnvöld ekki skýlt sér á bak við þau lög. Í Dyf linnarreglugerðinni er heimild að umsókn sé tekin til meðferðar þó svo að ríki sé það ekki skylt, sú heimild er hins vegar sjaldan nýtt á Íslandi. Á þingi á þeim tímabilum sem voru til skoðunar var síendurtekið að Dyf linnar reglugerðin væri ekki regla sem stjórnvöldum bæri skylda til að nýta í öllum tilvikum. Hins vegar hafa stjórnvöld sýnt í framkvæmd að stefna þeirra sé að hluta til að vísa hælisleitendum til annars aðildarríkis á grundvelli reglugerðarinnar, ef sá möguleiki sé fyrir hendi, enda er það leyfilegt sam kvæmt íslenskum lögum. Eftir rúman áratug þar sem Dyflinnarreglugerðin hefur verið í notkun virðist enn vera óljóst hvernig eigi að nýta hana, orð og framkvæmd haldast ekki í hendur. Túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnar reglugerðinni er mjög þröng og hefur verið það síðan Dyflinnarsamstarfið var innleitt á Íslandi árið 2001. Það eina sem hefur breyst er umfangið, en töluvert fleiri hafa sótt um hæli á Íslandi síðustu ár heldur en fyrstu árin eftir innleiðingu samningsins. Þessi túlkun sem íslensk stjórnvöld hafa viðhaldið gefur takmarkaða möguleika á að hafa hina svokölluðu heimsborgarahyggju til hliðsjónar. Stjórnvöld líta á reglugerðina sem reglu frekar en heimild og virðast ekki telja sig bera siðferðislega ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafa lagt leið sína til Íslands. Miðað við núverandi túlkun þeirra og notkun virðist sem þau séu fyrst og fremst að hugsa um eigin þjóðarhagsmuni en ekki hagsmuni f lóttafólks og hælisleitenda.
Þegar aðildarríki nota reglugerðina til þess að firra sig ábyrgð í stað þess að taka þátt í sameiginlegu verkefni er reglugerðin ekki að virka sem skyldi. Niðurstöður ritgerðarinnar koma ekki mjög á óvart við fyrstu sýn, það er auðséð að íslensk stjórnvöld neita f lestum Dyf linnarhælis umsóknu m. Það er hins vegar hneyks lanlegt að þau tali um að fram f ylgja lögum og reglum þegar lögin bjóða upp á þann möguleika að vera mannúðlegri. Með lögunum eru íslensk stjórnvöld ekki neydd til að senda hælisleitendur aftur til fyrsta komuríkis, þar sem hæliskerfin eru í mörgum tilvikum yfirfull og nánast óstarf hæf. Íslensk lög leyfa stjórnvöldum að taka Dyflinnarhælisumsóknir til efnislegrar með ferðar og þar með létta byrgðina af öðrum Evrópuríkjum. Áhugaverðar umbætur á Dyflinnarreglu gerðinni eru fyrirhugaðar í framkvæmda stjórn Evrópusambandsins um þessar mundir sem gætu haft jákvæð áhrif á dreif ingu hælisleitenda í Evrópu. Þegar fjöldi hælisleitenda í tilteknu aðildarríki fer yfir 150% af þeirri prósentu sem það ríki þarf að taka á móti hefst dreifingarferli. Það ferli fer aðallega eftir vergri landsframleiðslu og íbúafjölda. Það er hins vegar enn óvíst hvort þær umbætur komist í gegnum bæði Evrópuþingið og ráðherraráðið, en báðar stofnanirnar þurfa að samþykkja breyt ingarnar, svo að þær taki gildi. Sama hvað verður um Dyflinnarreglugerðina á næstu árum er óskandi að íslensk stjórnvöld fari að túlka reglugerðina með víðari skilningi og myndi sér skýra stefnu sem auðveldlega er hægt að nálgast. Þau sjónarmið sem hafa verið við lýði alveg síðan reglugerðin var tekin í gildi á Íslandi ættu að lúta í lægra haldi fyrir meiri samkennd gagnvart öllum borgurum heimsins. Íslensk stjórnvöld ættu að taka fleiri Dyflinnarhælisumsóknir til efnislegrar meðferðar, þó svo að þeim sé það ekki lagalega skylt.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
á netinu Enter PIN
GREIÐA -og málið er dautt
FYRIRFRAM GREITT ER FLJÓTLEGRA Það er orðið enn þægilegra að panta hjá Domino’s, því nú er hægt að greiða fyrirfram um leið og pantað er á netinu eða með appinu. Þannig getur þú t.d. gengið frá heilli máltíð fyrir fjölskylduna án þess að vera á staðnum sem getur komið sér vel. Semsagt: Pikka, panta og borga. Verði þér að góðu!
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
01 9
Pólitískar pöndur
Ólína Lind Sigurðardót tir
,,Þessi merkisatburður er táknrænn fyrir samband okkar landa. Við höfum unnið náið saman síðustu ár innan G-20 og hefur það leitt okkur hingað og höfum við fengið þessa tvo viðkunnanlegu diplómata hingað til okkar.“ Þessi orð lét Angela Merkel falla fyrir komandi G-20 fundinn í Þýskalandi sumarið 2017. Tilefnið var koma tveggja risapandabjarna til Berlínar frá Kína.
Veganbirnir Risapöndur eru af bjarnarætt og eru heim k ynni þeirra í Kína. Talið er að aðeins um 1600 risapöndur lifi villtar í bambusskógum í hjarta Kína og um 100 í kínverskum dýragörðum. Auk þess búa um 15–20 risapöndur í dýragörðum víðsvegar um heiminn. Um 98% af fæðu risapöndunnar er bambus en ef þær komast í tæri við fugla, nagdýr, fisk, eða skordýr éta þær það líka. Í meltingarfærum og kjálkabyggingu risa pandna bendir margt til þess að þær hafi verið rándýr en þróast með tímanum út í veganisma. Risapanda eyðir um 16 klukkutímum á sólarhring í að éta bambus vegna þess að meltingarfærin vinna líkt og í rándýrum. Risapöndur eru í dag taldar sem ein af þjóðargersemum Kína. Risapöndur sem diplómatar Kínverska alþýðulýðveldið hefur notað risa pöndur sem diplómata síðan í seinni heims styrjöldinni. Fyrstu risapöndurnar voru sendar sem diplómatar til Bandaríkjanna 1941, sama kvöld og Bandaríkin hófu beina þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni. Risa pöndurnar voru sendar sem þakklætisvottur kínverskra stjórnvalda.
Risapöndur eru kínverskir ríkisborgarar Allar risapöndur eru kínverskir ríkisborgarar og einnig allir húnar, óháð því þótt þeir fæðist utan Kína. Svo ef þú hefur einhvern tímann séð risapöndu í dýragarði þá hefur þú verið að horfa á eign kínverska alþýðulýðveldisins.
Þetta þýðir að Kína getur tekið risapöndur til baka ef hýsingarlandið gerir eitthvað sem stjórnvöldum Kína hugnast ekki. Það er einmitt það sem gerðist fyrir húninn, Tai Shan, árið 2010. Tai Shan var kallaður heim til Kína frá Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að Barack Obama, forseti Banda ríkjanna, hitti Dalai Lama og Bandaríkin gerðu vopnasamning til Taivan.
kínversk stjórnvöld þá um stefnu. Frá því hafa risapöndur ekki lengur verið sendar sem gjafir heldur í formi tíu ára láns og þurfa ríkin sem taka á móti risapöndunum að borga árlegt gjald fyrir að hýsa þær. Gjaldið sem þarf að borga með þeim ár hver er um ein milljón dollara. Dýragarðar hafa mikla hags muni að gæta vegna pandanna því þeir græða mjög mikið á þeim og eru þær oft á tíðum eitt helsta aðdráttaraflið. Gjaldið sem þarf að borga með þeim ár hvert er aðeins dropi í hafið miðað við hvað hægt er að græða á því að hafa þær. Árið 1998 ákváðu Bandaríkin að taka aðeins við risapöndum ef helmingur ársgjaldsins, sem þeir borguðu fyrir þær, færi í uppbyggingu og aðhald risapandna og til heimkynna þeirra í Kína.
Útrýmingarhætta Árið 1984 voru risapöndur settar á lista sem dýr í útrýmingarhættu og breyttu
Á árunum 1958–1984 gáfu kínversk stjórnvöld 23 risapöndur til 9 ríkja ---
Formaður kommúnistaflokksins og póli tískur leiðtogi Kína á árunum (1949–1976), Mao Zedong, var duglegur að senda vinum sínum í Sovétríkjunum og NorðurKóreu risapöndur. Þær voru ekki lang lífar og drapst ein birna sem send var til Moskvu vegna þess að ekki var gætt að ólíku loftslagi Kína og Moskvu.
020
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
---
Eftir sögulega heimsókn Bandar íkja forseta, Richard Nixons, til Kína árið 1972 voru tvær risapöndur sendar til Banda ríkjanna. Var heimsókn Nixons táknræn að því leyti að hún batt enda á 25 ára spennu og samskiptaleysi milli ríkjanna tveggja. Risapöndurnar sem sendar voru höfðu gríðarlega mikið aðdráttarafl og bar 1,1 milljón manns risapöndurnar augum fyrsta árið. Þær eignuðust fimm húna en enginn þeirra lifði af fyrstu dagana.
---
Tveimur árum eftir sögulega heimsókn Nixons til Kína ferðaðist forsætisráðherra
Bretlands til Kína, Edward Heath. Bað hann sérstaklega um risapöndur og komu tvær í London Zoo dýragarðinn, tveimur vikum seinna.
---
Óvelkomnar risapöndur til Taívan Kína og Taívan hafa lengi eldað grátt silfur saman. Þessu vildu kínversk stjórnvöld breyta og stóð til að gefa Taívan tvær risapöndur árið 2006. Taívan er eyja sem liggur við strendur Kína, sem berst fyrir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og Kína sjálfstæði sínu. Kína bauð Taívan risa pöndurnar eftir sögulegan fund fulltrúa
stærsta stjórnarandstöðuflokks Taívans við kínverska ráðamenn árið 2005. Hafði slíkur fundur ekki átt sér stað síðan árið 1945. Stjórnvöld í Taívan afþökkuðu risapöndurnar og sögðust líta á gjöfina sem móðgun við kröfum þeirra. Risa pöndurnar sem átti að senda til Taívan báru nöfnin Tuan-tuan og Yuan-yunan sem þýða saman „samstaða“. Stjórnvöld í Taívan óttuðust að ef þau myndu sam þykkja komu risapandnanna væru þau að samþykkja þá kröfu kínverskra stjórnvalda að Taívan sé hluti af Kína.
---
Árið 2010 lánaði Kína Skotlandi risa pöndupar sem þakklætisvott vegna milli ríkjasamnings landanna um innflutning á skoskum laxi og Land Rover til Kína.
---
Kínversk stjórnvöld biðu með að senda tvær risap öndur, sem áætlaðar voru til Malasíu, eftir hvarf malasísku flug vélarinnar MH307 árið 2014. Í flugvélinni voru 150 kínverskir ríkisborgarar. Kínversk stjórnvöld töldu að illa væri staðið að rann sókn malasískra stjórnvalda á hvarfinu. Átti frestun á afhendingu risapandnanna að undirs trika vanþ óknun kínverskra stjórnvalda með framgang mála.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
02 1
Nýjar aðstæður sem flokkarnir verða að bregðast við
Viðt al tók Eiður Þór Árnason
Allt frá árinu 1983 hefur Íslenska kosninga rannsóknin safnað gögnum um kosninga hegðun Íslendinga og er því um að ræða mikilvæga heimild um stöðu íslenskra stjórnmála. Margt hefur breyst á þeim 35 árum sem liðin eru frá því að fyrsta kosningarannsóknin var fram k væmd sem hluti af doktors verkefni Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknin veitir einstaka innsýn í þessar breytingar og hvað varð til þess að metfjöldi stjórnmálaf lokka á nú sæti á Alþingi Íslendinga. Blaðamaður Íslensku leiðarinnar settist niður með þessum fyrrverandi forseta Félagsv ísindasviðs HÍ í leit að skýringum.
Ekki er allt sem sýnist Frá upphafi rannsóknarinnar hefur verið leitast við að skoða áhuga og traust Íslendinga á stjórnmálum. Þar segir Ólafur marga oft halda því ranglega fram að áhugi fólks á stjórnmálum, og þá sérstaklega meðal ungs fólks, hafi farið minnkandi og að það sé hugsanlega meðal ástæðna lækkandi
kjörsóknar. Ólafur segir að gögnin sýni þvert á móti að áhugi á stjórnmálum hafi haldist stöðugur og jafnvel aukist á því tímabili sem rannsóknin hefur verið starfrækt. Aðra sögu sé þó hægt að segja um traust Íslendinga á stjórnmálum. Þar hafa átt sér stað einhverjar sveiflur en lengst framan af sáust ekki miklar breytingar fyrr en það tók mikla dýfu í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Síðan þá virðist hafa átt sér stað hægfara aukning á trausti almennings, en það vekur athygli Ólafs að sá bati virðist ætla að taka sér mun lengri tíma en endurreisn efnhagslífsins eftir hrun.
Miklar sveiflur á fylgi flokkanna Á síðustu áratugum hafa m.a. sést gríðarmiklar breytingar á íslensku flokkakerfi. Um leið og stórir kjölfestuf lokkar, svo sem Sjálf stæðisflokkur og Framsókn, hafa séð fylgi sitt lækka verulega hefur fjöldi flokka, sem á sæti á Alþingi, fjölgað til muna. „Vandi Framsóknar hefur kannski verið sá að hann var hefðbundinn bændaflokkur og landsbyggðarflokkur. Bændum hefur fækkað
ÓLAFUR Þ. H A R ÐA R S O N
mjög mikið og Framsókn hefur farið frá því að vera hefðbundinn flokkur með 25% fylgi á síðustu áratugum í að vera með fylgi í kringum 10 til 15%, og er það í rauninni ekki óeðlilegt miðað við fylgisgrundvöllinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar farið úr því að vera gjarnan með í kringum 40% fylgi í að vera nær 25% fylgi. Það megi m.a. skýrast á því að flokkum í framboði hefur fjölgað til muna og um leið hafi samkeppnin um fylgið aukist. Þess fyrir utan hafa sést miklar tilfærslur á fylgi milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á undan förnum árum. Ólafur segir þessa þróun í íslensku flokka kerfi vera í líkingu við þá þróun sem átt hefur sér stað víða á Norðurlöndum. „Stórir flokkar eru að minnka, flokkum er að fjölga og þar af leiðandi eru margir þeirra minni heldur en var áður.“ „Allir þessir stóru krataflokkar á Norðurlöndunum hafa verið að minnka, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hér, svo kannski er einungis tími stórra flokka í kerfum af þessu tagi liðinn.“ Bæði þessi þróun og fjölgun þingflokka hér
Íslenska kosningarannsóknin í 35 ár • Íslenska kosningarannsóknin (eða ÍSKOS) er umfangsmikið rannsóknar verkefni sem ætlað er að skoða kosninga- og stjórnmálahegðun íslenskra kjósenda. • Er henni m.a. ætlað að skoða traust og áhuga á stjórnmálum, afstöðu kjósenda til stjórnmálaflokka og málefna, flokkshollustu og afstöðu til lýðræðis, svo fátt eitt sé nefnt. • Rannsóknin hefur verið framk væmd eftir hverjar einustu Alþingiskosningar frá árinu 1983 og er hún ein elsta og umfangsmesta félagsvísindarannsókn sem gerð hefur verið hér á landi.
02 2
• Ólafur Þ. Harðarson hefur stýrt rannsókninni frá upphafi en naut þar lengi liðsinnis Gunnars Helga Kristinssonar. Ásamt Ólafi skipa í dag, Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir og Hulda Þórisdóttir stjórnunarteymi ÍSKOS. • Rannsóknin hér var fyrst framkvæmd að norrænni og breskri fyrirmynd, og er hún m.a. hluti af norrænu og alþjóðlegu samstarfi um kosningarannsóknir. • Spurningalisti ÍSKOS hefur lítið breyst frá upphafi og er hluti hans samræmdur við álíka rannsóknir víða um heim. Þetta gefur fræðimönnum t.a.m.
bæði kleift að skoða hvernig afstaða Íslendinga hefur breyst á síðustu áratugum og sömuleiðis er hægt að bera hana saman við við niðurstöður í 30 til 40 ólíkum löndum. • Rannsóknin er í stöðugri þróun og hefur á síðustu árum t.a.m. verið bætt við frambjóðendakönnun, þar sem samanburður er gerður á ýmsum viðhorfum og einkennum frambjóðenda og kjósenda. Einnig hefur verið prófað að notast við svokallaða netpanela.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
TR AUST KJÓSENDA TIL STJÓRNMÁL AMANNA 2003–2016 49,2%
50%
44,5%
44,7%
49,8%
44% 40,7%
37,5%
37,7%
32,4% 29,3%
25%
26,8%
21,9%
20%
16%
22,6%
14%
12,5%
0%
2003
2007
2009
Yfirleitt eða mörgum treystandi
2013
Sumum
Fáum eða engum
á landi, sem og á Norðurlöndunum, virðist haldast í hendur við minnkandi f lokks hollustu kjósenda. Frá árinu 1983 hafa sést skýr merki um fækkun þeirra sem telja sig tilfinningalega bundna stjórnmálaflokkum. Á þeim tíma sagðist meira en helmingur kjósenda telja sig flokksholla en nú er sú tala komin niður fyrir 40%. Samhliða því hefur þeim sem skipta um flokk á milli kosninga fjölgað, og var það sérstaklega greinilegt í kosningunum árið 2016. „Í kosningunum 2016 fór þessi tala í fyrsta skipti yfir 50%, þá var það meira en helmingur kjósenda sem skipti um flokk á milli kosninganna 2013 og 2016. Það er mjög há tala. Þetta er grundvöllurinn fyrir meiri sveiflum og þess vegna betri möguleika fyrir nýja flokka.“
eða langt til hægri en það er ekki nærri því eins algengt. Menn eru fyrst og fremst að færa sig á milli flokka sem eru tiltölulega nálægt hvor öðrum á hægri vinstri ásnum.“
Leita í flokka með svipaða stefnu
Kallar á breytta stjórnarmyndun
Það ætti þó að koma fáum á óvart þessar miklu fylgissveif lur, sem virðast eiga sér fyrst og fremst stað á meðal þeirra flokka sem kjósendur staðsetja ýmist til vinstri eða hægra megin við miðju á hinum hefðbundna kvarða.
Fjölgun þingf lokka hér á landi og aukin dreifing fylgis á síðustu árum hefur gert stjórnarmyndunarviðræður erfiðari í kjölfar kosninga en Ólafur segir slíkt þó ekki vera lögmál. Víða í Skandinavíu sé t.a.m. hefð fyrir skýrum stjórnmálablokkum og að flokkar úr vinningsblokkinni myndi saman ríkisstjórn, oft á tíðum minnihlutastjórn. Hér á landi búum við hins vegar við gal opið samsteypukerfi þar sem allir geta unnið með öllum. Þetta má sjá skýrast á myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisf lokks, Vinstri grænna og Framsóknar en Ólafur
„Það eru t.d. miklar færslur undanfarin ár á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar flokksins, og miklar færslur milli Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata, sem kjósendur staðsetja alla vinstra megin við miðju. Auðvitað gerist það líka að menn færa sig langt til vinstri
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
2016
Sömuleiðis getur fjöldi flokka í framboði og nálægð þeirra á vinstri hægri ásnum hjálpað nýjum framboðum. „Það sem gerist þegar flokkar eru mjög nálægt hvor öðrum á hægri vinstri ásnum getur einhver sem er staddur þar í rauninn valið hvorn flokkinn sem er, og getur tekið inn aðrar víddir en hægri vinstri til þess að gera upp á milli þessara tveggja flokka. Með fleiri flokkum þá ertu að búa til fleiri valmöguleika og í rauninni með fleiri flokkum á kjósandinn auðveldara með að finna flokk sem er honum sammála.“
telur gjörsamlega útilokað að sambærilegir flokkar færu saman í stjórn á hinum Norður löndunum. „En í okkar opna kerfi hefur aukinn fjöldi flokka flækt stjórnarmyndanir þar sem við höfum lengst af eða oftast búið við tveggja flokka stjórnir og menn hafa gjarnan viljað hafa tveggja flokka stjórnir enda eru þær kannski einfaldari heldur en stjórn með fleiri flokkum.“ Almennt sé um að ræða nýjar aðstæður sem flokkarnir verða að bregðast við með einhverjum hætti. „Núna í síðustu kosningum var ekki hægt að mynda neina tveggja flokka stjórn og þá verða menn náttúrulega að reyna að mynda þriggja, fjögurra eða fimm flokka stjórnir. Þótt það sé auðvitað flóknara að reka slíkar stjórnir þá geta þær verið starfhæfar, það er ekkert sem útilokar það. Það er bara svolítið flóknara.“
02 3
Samsæriskenningar og tengsl þeirra við lýðræðið
Hulda Þórisdót tir
Samsæriskenningar hafa fengið allmikla athygli á undanförnum misserum. Náði athyglin nýlega hámarki í kringum kjör Donald Trumps árið 2016 og hina ógeðfelldu samsæriskenningu að barnaníðingar tengdir Hillary Clinton væru gerðu út frá pizzastað í höfuðborg Bandaríkjanna. Það er raunar tilfinning margra að samsæriskenningum hafi vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Það virðist þó ekki vera sem fjöldi einstakra kenninga hafi aukist á 100 árum eins og rannsókn á fjölda þeirra innsendu bréfa til New York Times og Chicago Tribune, á árunum 1890–2010 þar sem vísað er í samsæriskenningar, ber vott um (Uscinski og Parent, 2014). Rannsóknir benda heldur ekki til þess að hlutfall fólks sem aðhyllist samsæriskenningar fari hækkandi, a.m.k. ekki á Vesturlöndum. Á hinn bóginn dreifast þær út mun hraðar en áður í gegnum netið, mögulega vegna þess að samfélagsmiðlar hafa ýtt undir þá tilhneigingu fólks til þess að deila veruleika og gildum með öðrum. Einnig eru merki um að stjórnmálaleiðtogar beiti samsæriskenningum í auknum mæli til þess að stjórna almenningi, leita að blórabögglum og afvegaleiða umræðu. Samsæri er „leynilegt samkomulag tveggja eða fleiri aðila um að öðlast pólitísk eða efnahagsleg völd, brjóta gegn viðurkenndum réttindum, sanka að sér mikilvægum leyndarmálum eða breyta stofnunum ríkisins með ólögmætum hætti“. Samsæriskenning er á hinn bóginn „skýring á atburðum í fortíð, samtíð eða framtíð sem gerir ráð fyrir að meginorsök atburðanna liggi hjá litlum hópi valdamikilla einstaklinga, samsærismanna, sem aðhafist með leynd til þess að tryggja eigin hagsmuni gegn hagsmunum almennings“ (Uscinski og Parent 2014, 31–32). Samsæri er viðurkennd skýring á tilteknum atburði. Samsæriskenning getur verið rétt eða röng, en hún gengur gegn opinberum skýringum og er óstaðfest. Að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi staðið að baki morðinu á John F. Kennedy er sam særiskenning, að brotist hafi verið inn í skrifstofur Demókrataflokksins í Watergatebyggingunni, með vitund Nixon þáverandi forseta, er á hinn bóginn dæmi um samsæri. Samsæriskenningar gera ráð fyrir flóknu neti samskipta og yfirhylminga. Annað einkenni
024
þeirra er að skortur á sönnunum er gjarnan tekinn sem merki um að samsærið sé einmitt sérlega leynilegt og vel lukkað. Einungis sé hægt að draga ályktanir um samsærið út frá flóknum vísbendingum sem túlka þurfi af kunnáttu og út frá samhengi. Þetta er ein ástæða þess að það getur reynst afar erfitt að telja fólk af því að trúa á tiltekna samsæriskenningu.
Hverjir trúa og hvers vegna? Það sem fyrst og fremst einkennir þá sem aðhyllast samsæriskenningar er að þeir upplifa sig á jaðri eða útilokaðir frá hinu hefðbundna valdi. Í Bandaríkjunum eru svartir til dæmis mun líklegri en hvítir til þess að trúa þeim. Karlar og konur eru þó álíka líkleg til þess að aðhyllast sam særiskenningar (Goertzel, 1994). Trú á samsæriskenningar minnkar með aukinni menntun (van Proojen, 2017). Fólk sem trúir á yfirnáttúruleg fyrirbæri er líklegra til að trúa einnig samsæriskenningum. Jafnframt vitum við að þeir sem trúa einni samsæriskenningu eru mun líklegri til að trúa annarri, alls óskyldri og jafnvel tveimur kenningum sem stangast á (Douglas, Sutton og Cichocka, 2017). Fræðimenn hafa lengi greint á um hvort samsæristilhneiging sé jöfn meðal hægraog vinstrafólks (Uscinski and Parent 2014; Hofstadter, 1964). Raunar er greinarhöfundur nú þátttakandi í fjölþjóðlegu verkefni þar sem reynt hefur verið að skera úr um þetta álitaefni í eitt skipti fyrir öll. Það sem þó fyrst og fremst ákvarðar hvort fólk trúir stjórnmálatengdum samsæriskenningum á borð við kosningasvindl eða önnur óheilindi í tengslum við kosningabaráttu er hvernig þeirra flokki vegnaði í kosningum (Edelson, Alduncin, Krewson, Sieja og Uscinski, 2017). Í skoðanakönnun meðal líkindaúrtaks um það bil 700 Íslendinga, sem Félags vísindastofnun framkvæmdi vorið 2017 fyrir greinahöfund, var spurt að ýmsu sem viðkemur samsæristilhneigingum og trú á tilteknar samsæriskenningar. Þótt ítarlegri niðurstöður bíði birtingar á fræðilegum vettvangi má gefa smá sýnishorn hér. Sams æriskenndur þankagangur var mældur með
fimm atriða kvarða, þar sem spurt var um almenna tilhneigingu fólks til þess að telja yfirvöld hylma yfir mikilvægar upplýsingar og f leira í þeim dúr (Bruder o.f l, 2005). Á kvarðanum 0-10 þar sem 10 merkir algjöra trú á samsæri yfirvalda í f lestu, en 0 merkir algjöra höfnun á slíku, var meðaltalið 5,92 og normaldreifðust svörin því sem næst. Þetta var greint eftir því hvaða flokk viðkomandi kaus í kosningum 2016 og mátti sjá að kjósendur Pírata og þeir sem kusu „annan flokk“ skoruðu marktækt hærra í samsæriskenndum þankagangi en kjósendur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ekki kom því fram munur á afstöðu þeirra til vinstri og hægri, þótt hægt væri að sjá tilhneigingu meðal kjósenda þáverandi ríkisstjórnarf lokka til þess að mælast síður með samsæriskenndan þanka gang. Það er manninum eiginlegt, og til samræmis við innsæi okkar, að trúa því að ástæða liggi að baki öllu því sem gerist og að allt tengist. Hin empiríska hugsun, að líkur og tilviljanir leiki stórt hlutverk í orsakasamhengi er okkur ekki eins eiginlegt. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem hafnar að jafnaði sam særiskenningum býr bæði yfir getunni til þess að hugsa á greinandi og gagnrýninn hátt og hefur áhuga á að beita þess háttar hugsun varðandi samsæriskenningar (Ståhl og van Prooijen, 2018). Einstaklingur með góða greiningargetu sem sér ástæðu til að trúa samsæriskenningu (t.d. vegna djúp stæðs vantrausts á yfirvöld) mun líklega á hinn bóginn reynast einn allra harðasti stuðningsmaður samsæriskenninga því hann mun eiga auðveldara með að túlka stað reyndir henni í vil (Kahan, Peters, Dawson og Slovic, 2017). Það er því alls ekki svo að allt langskólagengið fólk hafni sam særiskenningum. Fyrir tveimur árum áttu til dæmis sér stað heitar umræður á innra neti Háskóla Íslands þegar tveir prófessorar drógu í efa opinberar skýringar á falli tvíburaturnanna þann 11. september 2001.
Eru samsæriskenningar slæmar fyrir lýðræðið? Trú eins á samsæriskenningar getur haft alvarlegar af leiðingar fyrir annan.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Samsæriskenningin um barnan íðingana á pizzastaðnum endaði með því að maður réðst inn á staðinn og skaut þar þremur skotum en særði engan. Á hinn bóginn hefur það gerst í kjölfar aukinnar tíðni skotárása í Bandaríkjunum að þeim hefur fjölgað sem trúa því að skotárásirnar séu sviðsettar af andstæðingum skotvopna. Hafa aðstandendur fórnarlamba eða þeir sem sloppið hafa naumlega frá skotárás lent í skæðadrífu persónulegra árása á netinu, gegnum síma og í eigin persónu af hálfu slíkra samsærissinna. Samsæriskenningar geta einnig dregið úr vilja fólks til þess að bregðast við á samfélagslega æskilegan hátt, til dæmis að það bólusetji börnin sín gegn lífshættulegum sjúkdómum. Tilraunir hafa þannig sýnt að einungis tveggja mínútna
langt brot úr kvikmynd, þar sem því er haldið fram að hlýnun loftslags sé samsæri, dregur stórlega úr vilja fólks til að haga sér á umhverfisvænan hátt og eykur líkur á að það hafni vísindalegri þekkingu um efnið (van der Linden, 2015). Ráðleggingar fræðasamfélagsins til að sporna gegn þessum áhrifum eru á þá leið að yfirvöld, hvort sem um er að ræða vísindaleg eða pólitísk, skuli greina skýrt frá þeim staðreyndum sem liggja að baki lagasetningum eða annarri stefnumótun, en vera hreinskilin hvar þekkingu er ábótavant eða hún er óviss. Leggja skuli ítrekað áherslu á þær staðreyndir sem eru vel staðfestar en forðast að endurtaka eða vísa til rangra upplýsinga úr ranni samsæriskenninganna.
Þar sem trú á samsæriskenningar er lík legust meðal þeirra sem telja sig standa á jaðrinum gagnvart valdinu og bera yfir leitt mikið vantraust til þess, má segja að samsæriskenningar séu frekar af leiðing kerfis sem ekki virkar sem skyldi fyrir alla borga rana frekar heldur en að vera orsök. Á hinn bóginn hafa margir fræðimenn, David Runciman sálfræðingur, og Hugo Drochon heimspekingur við Cambridge háskóla þar á meðal, bent á að stutt geti verið á milli æskilegrar tortryggni og gagnrýni á yfirvöld og samsæriskenningar. Að líta megi á þær sem langt gengna tortryggni og því óhjákvæmileg hliðarafurð í samfélagi þar sem lýðræðið virkar sem skyldi.
MEÐALTALSGILDI KJÓSENDA F YRIR TRÚ Á SAMSÆRI YFIRVALDA (0–10)
5,09
Viðreisn (n=30) Samfylkingin (n=40)
5,37
Sjálfstæðisflokkurinn (n=114)
5,39 5,74
Framsóknarflokkurinn (n=62)
6,01
Vinstri Græn (n=138) Píratar (n=83)
6,45
Annar flokkur/framboð (n=50)
6,52 5,9
Heild (n=517) 0
2
4
6
8
Heimildaskrá: Douglas, K., Sutton, R. M., og Cichocka, A. (2017). The psychology of conspiracy theories. Current Directions in Psychological Science. Goertzel, T. (1994). Belief in conspiracy theories. Political Psychology, 15, 733-744. Hofstadter, R. (1964). The Paranoid Style in American Politics, and Other Essays. Cambridge: Harvard University Press. Kahan, D.M. , Peters, E., Dawson, E.C. og Slovic, P. (2017). Motivated numeracy and enlightened self-government. Behavioural Public Policy, pp. 54-86 Oliver, E. og Wood, T. (2014). Conspiracy Theories and the Paranoid Style(s) of Mass Opinion. American Journal of Political Science 58, 952–66. Prooijen, J. W. (2017). Why Education Predicts Decreased Belief in Conspiracy Theories. Applied Cognitive Psychology, 31(1), 50-58. Stähl, T. og van Prooijen, J. W. (2018). Epistemic rationality: Skepticism toward unfounded beliefs requires sufficient cognitive ability and motivation to be rational. Personality and Individual Differences, 122, 155-163. Uscinski, J. E., og Parent, J. M. (2014). American Conspiracy Theories. New York: Oxford University Press. Van der Linden, S. (2015). The conspiracy-effect: Exposure to conspiracy theories (about global warming) decreases pro-social behavior and science acceptance. Personality and Individual Differences, 87, 171-173. Van Prooijen, J-W, Douglas, K. M, og Inocencio, C. D. (2017) . Connecting the dots: Illusory pattern perception predicts belief in conspiracies and the supernatural. European Journal of Social Psycholoy,
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
02 5
Kosningar, lýðræði og fatlað fólk Rannveig Traus t adót tir, prófes sor í fötlunar fræði við Háskóla Íslands James G. Rice, lek tor í mannfræði við Háskóla Íslands
Kosningaréttur er grundvallarréttur þegna í lýðræðisríkjum og þátttaka í kosningum ein af mikilvægustu athöfnum borgaranna. Þótt þessi réttindi skuli tryggð öllum þegnum sýna alþjóðlegar rannsóknir að fatlað fólk er víða útilokað frá þátttöku í kosningum. Fatlað fólk er síður líklegt til að kjósa en ófatlað fólk og mætir iðulega ýmsum hindrunum ef það reynir að taka þátt í kosningum. Íslenskar rannsóknir á þessu sviði eru ekki fyrir hendi og engin skipuleg tölfræðileg gögn eru til varðandi þátttöku fatlaðs fólks í kosningum eða stjórnmálum hér á landi. Greinin byggir því á alþjóðlegum rannsóknum, gögnum sem af lað var hjá tveimur fjölmennustu heildarsamtökum fatlaðs fólks hér á landi, kosningalögum og tilvísun í skyldur ríkisins til að stuðla að og tryggja þátttöku þess í stjórnmálum og opinberu lífi, ekki síst í ljósi þess að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hefur verið fullgiltur hér á landi.
Alþjóðlegar rannsóknir Í lýðræðisríkjum er þátttaka í kosningum grundvallarréttindi þegnanna sem kjósa til landsþings og sveitarstjórna (FRA, European Union Agency for Fundamental Rights 2010; Guldvik, Askheim og Johansen 2013; Priestley o.fl. 2016; Waddington 2013). Þó að þessi réttindi skulu tryggð öllum þegnum hafa alþjóðlegar rannsóknir sýnt að fatlað fólk hefur víða átt og á enn erfitt með að njóta þeirra grundvallarréttinda að taka þátt í kosningum (FRA 2010; OHCHR, Office of the United Nations High Commissioner for Human Rights 2011; Priestley o.fl. 2016). Þetta á ekki síst við um ákveðna hópa fatlaðs fólks, svo sem fólk með þroskahömlun og fólk með sálfélagsleg vandamál (FRA 2010; OHCHR 2011). Rannsóknir sýna að fatlað fólk er síður líklegt til að kjósa en ófatlað fólk og mætir iðulega ýmiss konar hindrunum (Schur, Adya og Ameri 2015). Slíkar hindranir geta verið margvíslegar eftir því hvaða hóp fatlaðs fólks er um að ræða. Og felast meðal annars í því að kjörstaðir og kjörklefar eru óaðgengilegir hreyfihömluðu fólki, kjörseðlar eru ónothæfir blindu og sjónskertu fólki og illskiljanlegir fólki með
026
þroskahömlun. Þá getur fatlað fólk þurft að leggja á sig ýmsar íþyngjandi aðgerðir eða kostnað til að komast á kjörstað eða fá aðgengi að kjörstöðum (Miller og Powell 2016). Rannsóknir sýna að þátttaka fatlaðra kjósenda geti verið 20% lægri en ófatlaðs fólks, sem að öðru leyti hefur sömu lýðfræðilegu einkenni (Schur o.fl. 2002). Þótt lagasetningar séu augljóslega mikil vægar þá duga þær ekki einar og sér til. Ýmsir fræðimenn hafa bent á að ekki þurfi síður að huga að félagslegum, menningarlegum og sálrænum þáttum sem hafa neikvæð áhrif á þátttöku fatlaðs fólks í kosningum og geta varpað ljósi á hina viðvarandi gjá milli kosningaþátttöku fatlaðs og ófatlaðs fólks (Holland 2016; Miller og Powell 2016; Schriner og Shields 1998; Schur, Adya og Ameri 2015). Kosningaréttur er mikilvægur hornsteinn lýðræðisins og því mikilvægt að vekja athygli á þeim hindrunum sem margt fatlað fólk mætir við að nýta þennan grund vallarrétt. Þetta er svið sem ekki hefur verið rannsakað eða fjallað um meðal fræðimanna hér á landi og því tímabært að beina sjónum að þessum hnökrum á lýðræðinu og ræða hvað það segir um stöðu og heilbrigði þess og lýðræðislegra stofnana að það sé viðvarandi ástand að hluti þegnanna njóti ekki fullra borgaralegra réttinda.
Fatlað fólk og kosningar á Íslandi Ekki eru fyrir hendi rannsóknir eða töl fræðileg gögn um kosningaþátttöku fatlaðs fólks á Íslandi. Í greininni er því stuðst við upplýsingar og gögn frá heildarsamtökum fatlaðs fólks en leitað var til Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar um reynslu þeirra af kosningaþátttöku fatlaðs fólks. Og um baráttu þessara samtaka fyrir aðgengi fatlaðs fólks að kosningum. Til grundvallar var lögð fyrir reynsla af tvennum kosningum sem voru nýlega afstaðnar þegar greinin var skrifuð á vormánuðum 2017: Forsetakosningum sumarið 2016 og alþingiskosningum haustið 2016. Þá var einnig rýnt í þau atriði íslenskra kosningalaga sem skipta máli fyrir fatlað fólk.
Íslenska stjórnarskráin (grein 33) kveður svo á um að allir íslenskir ríkisborgarar, sem eru orðnir 18 ára eða eldri, hafi kosningarétt. Jafn kosningaréttur allra borgaranna er ein grundvallarforsenda lýðræðis. Í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 eru ákvæði sem snúa sérstaklega að fötluðu fólki. Ákvæðin er meðal annars í 63. grein, um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, og í 86. grein, um atkvæðagreiðslu á kjörfundi. Í þessum greinum er kveðið á um rétt fatlaðs fólks til aðstoðar við að kjósa. Í grein 66(3) var ákvæði sem takmarkaði heimild til aðstoðar við starfsfólk kjörstjórna. Samtök fatlaðs fólks og fatlaðir einstaklingar mótmæltu þessu og kröfðust þess að lögum yrði breytt þannig að það gæti sjálft ráðið því hver aðstoðaði það við að greiða atkvæði. Árið 2012 var kosningalögum breytt þannig að við bættist grein þar sem kveðið var á um með hvaða hætti fatlað fólk gæti fengið aðstoð frá einstaklingi að eigin vali (lög nr. 111/2012). Ákvæðum um aðstoð við atkvæðagreiðslu var bætt við greinar 63 og 86. Sömu breytingar voru gerðar árið 2012 á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Nokkur atriði vekja sérstaka eftirtekt við þessar breytingar á kosningalögum. Í fyrsta lagi eru ákvæði sem lúta að því að fatlað fólk geti sjálft valið hver aðstoðar það við atkvæðagreiðslu ákaf lega f lókin. Í öðru lagi er framkvæmdin á vali aðstoðarmanns íþyngjandi fyrir alla aðila sem eru viðstaddir enda þarf að gera hlé á atkvæðagreiðslu til að skera úr um hvort fatlaði kjósandinn hafi í raun sjálfur valið aðstoðarmanninn, og ef hann tjáir sig á óhefðbundinn máta, talar til dæmis táknmál eða á erfitt með að tjá sig, þá eru engin ákvæði um táknmálstúlk eða aðra aðstoð fyrir viðkomandi. Slíkar aðstæður geta skapað talsverða rekistefnu og erfiðleika sem tekur tíma að leysa úr eða getur jafnvel endað á því að fötluðum kjósanda er vísað frá kjörstað á grundvelli þess að geta ekki tjáð sig á þann hátt sem starfsmenn kjörstjórnar skilja. Á meðan verið er að skera úr um þessi atriði bíða allir aðrir kjósendur, sem augljóslega getur valdið streitu og gremju hjá þeim og verið niðurlægjandi fyrir fatlaða
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
kjósandann. Hindranir af þeim toga sem hér eru raktar eru tæpast viðunandi í lýðræðis ríki. Í þriðja lagi vekur það athygli að ekki skuli hafa verið notað tækifærið þegar verið var að breyta kosningalögum varðandi aðstoð við að kjósa og horfið frá hinu forneskjulega orðalagi að kjósandi eigi einungis rétt á aðstoð sé hann „eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt … sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf “. Þetta orðalag er ákaflega forneskjulegt og í engu samræmi við nútímaorðalag eða skilning á fötluðu fólki. Eftir stendur hins vegar að aðeins þeir sem búa við sjónskerðingu eða hreyfihömlun geta átt rétt á aðstoð til að kjósa með aðstoð fulltrúa að eigin vali. Þetta útilokar hópa fólks með aðrar skerðingar, sem þurfa aðstoð við að kjósa, til dæmis fólk með þroskahömlun sem getur þurft aðstoð, fólk á einhverfurófi sem á erfitt með að tjá sig í viðurvist ókunnugra og við nýjar og óþekktar aðstæður. Þá geta einstaklingar með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, svo og aðrir, sem nota óhefðbundin tjáskiptaform, verið útilokaðir frá því að kjósa með fulltrúa að eigin vali á grundvelli þess að geta ekki „með skýrum
hætti tjáð kjörstjóra vilja sinn“ ef hann skilur ekki tjáningarmáta viðkomandi. Ljóst er að þær breytingar sem gerðar voru á kosningalögum árið 2012 voru íhaldssamar, þröngsýnar og endurspegla fornleg viðhorf og skort á þekkingu á nútímakröfum um full mannréttindi fatlaðs fólks, meðal annars ákvæði samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Þá eru reglur um að fólk geti sjálft valið sér aðstoðarmann við að greiða atkvæði ákaflega flóknar og þunglamalegar í framkvæmd. Hér virðast því blasa við sömu hindranir varðandi kosningalög og framkvæmd kosninga og finna má víða í öðrum löndum og voru raktar hér að framan.
Tillögur til breytinga á kosninga lögum Forseti Alþingis skipaði vinnuhóp til að endurskoða kosningalög í júní 2014. Hópurinn skilaði skýrslu og drögum að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis í ágúst 2016 (Alþingi 2016). Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að fulltrúar Landssamtakanna Þroskahjálpar hafi komið á fund hópsins í maí 2015 og lagt áherslu á að tryggt væri að fólk með
þroskahömlun og skyldar skerðingar gæti nýtt rétt sinn til þátttöku í kosningum með nauðsynlegri aðstoð. Þessar ábendingar fulltrúa Þroskahjálpar um að fólki með þroskahömlun væri tryggður réttur til þátt töku í kosningum skilaði engu. Einu breyt ingatillögurnar til að auka möguleika fatlaðs fólks til að nýta þau borgaralegu grund vallarréttindi að kjósa virðist vera að finna í eftirfarandi klausu í tillögum vinnuhópsins: „Að hugað verði að því hvernig bæta megi aðgengi að kjörstöðum og kjördeildum þannig að sem best verði komið til móts við mismunandi þarfir fólks“ (Alþingi, 2016, 18). Ljóst er því að í fyrirliggjandi tillögum til breytinga á kosningalögum er ekki að finna áætlanir eða ákvæði sem uppfylla skilyrði samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) varðandi jafnrétti, bann við mismunun á grundvelli fötlunar og rétt til virkrar og fullrar þátttöku í stjórnmálum, þar með töldum kosningum, og í opinberu lífi til jafns við aðra. ---
Þessi grein er stytt útgáfa af fræðigrein með sama heiti, sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og
stjórnsýsla, 13, 83-102. Greinina í fullri lengd ásamt heimildaskrá má finna á www.irpa.is.
Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir Aukakrónur
Allt fyrir skólann
Fatnaður
Afþreying
Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is/aukakrónur
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
027
Fjórða valdið
Ragnheiður Guðmundsdót tir
Fjölmiðlar eru oft kallaðir fjórða valdið þar sem hlutverk þeirra í lýðræðisríkjum er að gefa stjórnvöldum og fjármálalífinu ákveðið aðhald. Þeim er ætlað að veita almenningi aðgang að áreiðanlegum og vönduðum upplýsingum, en jafnframt gæta ákveðins hlutleysis og veita hinum almenna borgara vettvang til umræðu. En þörf á umfjöllun fjölmiðla um ýmis málefni hefur í sumum tilvikum stuðlað að breytingum innan samfélagsins.
Þrýstingur frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum Íslenskir fjölmiðlar hafa hins vegar fengið að sitja undir þeirri gagnrýni að þeim hafi á vissan hátt mistekist að fullnægja þessu hlutverki sínu í aðdraganda efnahagshrunsins 2008. Inn á milli voru samt sem áður fréttamenn sem reyndu að vara okkur við því að íslenska fjármálakerfið stæði ekki undir sér og væri að falli komið. Margar af þeim greinum voru byggðar á umfjöllun erlendra fjölmiðla um yfirvofandi efnahagshrun. Reynt var að kæfa þennan „neikvæða” fréttaflutning af hagsmunaaðilum, jafnvel með beinum hótunum, en einnig með yfirþyrmandi gagnárás „jákvæðra” frétta um viðskiptalífið. Það var auðvelt fyrir auðmenn Íslands að stjórna fjölmiðlum þar sem þeir
voru f lestir í þeirra eigu, að undanskildu RÚV, sem vissulega er í eigu ríkisins. Eins og fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá árinu 2010, urðu fréttamenn RÚV hins vegar einnig fyrir þrýstingi og hótunum, en það var algengt hér áður fyrr að stjórnmálamenn hringdu í fréttamenn hjá RÚV og heimtuðu að fréttir yrðu leiðréttar og var þeim jafnvel hótað með skerðingu fjármagns til RÚV. Íslenskt samfélag er lítið og því fylgja bæði kostir og gallar. Kostirnir eru að auðvelt er fyrir fjölmiðlafólk að fá aðgang að opinberum persónum, en gallarnir eru þeir að nándin gerir fólk á vissan hátt varara um sig. Það hugsar sig tvisvar um áður en það flaggar skoðunum sínum opinberlega, þar sem það hefur áhyggjur af afleiðingunum. Í samfélagi þar sem allir þekkja alla, eða þekkja einhvern sem þekkir einhvern, er erfiðara að komast upp með hluti án þess að allir komist að því. Einnig auðveldar þetta þeim aðilum sem eru í ráðandi stöðum að toga í spotta sín á milli eftir hentisemi. Þetta gerir það að verkum að bæði fjölmiðlar og fræðimenn eru oft smeykir við að tjá sig opinberlega um umdeild málefni vegna þess að þeir hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu og orðspori.
Erfitt starfsumhverfi fjölmiðla Vegna lágra launa og lítils starfsöryggis innan fjölmiðlageirans, þá er starfsmanna velta mikil. Þetta hefur haft það í för með sér að fátt fjölmiðlafólk þjálfar með sér fag vitund og sérfræðiþekkingu á takmörkuðum sviðum og ákveðnum málefnum og þeim sem hefur tekist það er oftar en ekki gefið lítið svigrúm til að láta ljós sitt skína. Það er á vissan hátt hægt að segja að við séum með margt fjölmiðlafólk sem veit lítið um mikið, í stað þess eru starfræktir sérhæfðir fjölmiðlar sem vita mikið um lítið. Af þessum ástæðum er oft leitað eftir sérfræðiþekkingu frá utanaðkomandi sérfræðingum sem ekki eru allir tilbúnir til að gefa hlutlausar upp lýsingar um það efni sem til umfjöllunar er hverju sinni. Fjölmiðlum á Íslandi hefur einnig verið gert erfitt fyrir með að nálgast handbærar upplýsingar, t.d. frá fjárfestingafélögum og jafnvel frá opinberum stofnunum, eins og kom í ljós þegar umfjöllun um uppreisn æru stóð sem hæst. Einnig er vert að minnast á í þessu samhengi að á undanförnum árum hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinnum af Mannréttindadómstóli Evrópu fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi blaðamanna hér á landi.
T R A U S T T I L Í S L E N S K R A FJ Ö L M I Ð L A
73
%
stjórnmálamanna telja fjölmiðla vera mjög eða frekar háða stjórnmálaflokkum
46
%
stjórnmálamanna eru mjög eða frekar ósammála því að fagleg sjónarmið ráði fréttamati íslenskra fjölmiðla
41
%
kjósenda er mjög eða frekar ósammála því að fagleg sjónarmið ráði fréttamati íslenskra fjölmiðla
24%
stjórnmálamanna eru mjög eða frekar ósammála því að fagleg sjónarmið ráði fréttamati íslenskra fjölmiðla
Niðurstöður úr könnun sem unnin var eftir alþingiskosningar 2016 af Ingibjörgu Elíasdóttur og Birgi Guðmundssyni, dósent við Háskólann á Akureyri. Tölurnar voru birtar sem hluti af erindi þeirra Hlutleysi og afstaða í íslenskri blaðamennsku sem flutt var á Þjóðarspeglinum 2017.
028
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Íslenskt samfélag var mjög lokað fyrir gagn rýni fram að fjármálakreppunni 2008. Ef til vill er það viðkvæm sjálfsmynd þjóða rinnar út á við sem hefur verið ríkjandi ástæða fyrir því að við viljum síst heyra eitthvað neikvætt um litla Ísland, hvað þá að fjölmiðlar séu að róta upp skít í haughúsum íslenskra stjórnmála- og viðskiptalífs. Eftir hrunið var hulunni svipt af þessu leikriti valdhafa og viðskiptamanna og meiri krafa kom frá almenningi að fá að heyra sannleikann, sama hversu sláandi hann væri og að siðferði opinberra starfmanna væri sett skýrari mörk.
Hlutdræg umfjöllun eða mikilvægt aðhald? Fréttamiðlar eins og Stundin og Kjarninn, sem gera einna helst út á rannsóknablaða mennsku, komu fram á sjónarsviðið í kjölfar hrunsins, sem ákveðið mótsvar við þeirri meðvirkni sem einkennt hafði íslenska fjöl miðla, sem vermt höfðu vasa stjórnmála manna og fjármálafyrirtækja. Þessir frétta miðlar hafa lagt áherslu á að vera óháðir og heiðarlegir í skrifum sínum og hafa verið mjög róttækir og miskunnarlausir í sinni fréttaumfjöllun um stjórnmál og íslenskt viðskiptalíf. Fyrir áhugasama lesendur
fréttamiðla og þá sem hafa sterka réttlætisog siðferðiskennd komu slíkir fréttamiðlar inn í samfélagið sem ferskur andblær. Uppi hafa verið raddir um það í íslensku samfélagi að með sumri umfjöllun sinni um valdhafa séu fjölmiðlarnir að taka sér afstöðu með eða á móti ákveðnum stjórnmálaflokkum með hlutd rægnum hætti. Aðrir, og ekki síður forsvarsmenn miðlanna, hafa neitað því og sagt gagnrýna umfjöllun vera hluta af því að veita sitjandi ríkisstjórn viðeigandi aðhald. Jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að viðbrögð og gagnrýni þeirra heiftúðlegustu í umræðunni um íslenska fjölmiðla minni að einhverju leyti á viðbrögð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, við gagnrýnni frétta umfjöllun og upphrópunum hans um falskar fréttir. Lögbannið á Stundina og Reykjavik Media, í kjölfar umfjöllunar þeirra um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við Glitni nokkrum dögum fyrir efnahagshrunið 2008 og önnur viðskipti hans og fjölskyldu hans, var algjört áfall fyrir gagnrýna frétta mennsku. Sumir hafa jafnvel viljað meina að þar hafi verið ákveðin tilraun gerð til að þagga niður í óháðri fréttamennsku, á tímum þegar
við einmitt þurfum á slíkri blaðamennsku að halda til að halda stjórnmálamönnum á tánum og innan siðferðislegra marka. En til þess að fjölmiðlar fái að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu sem aðhald gagnvart vald höfum, þá þurfa þeir að fá að gagnrýna það sem miður fer og gefa hinum almenna ríkisborgara tækifæri til að krefjast þess að menn geri betur. Fyrsta skrefið að jákvæðum breytingum er að viðurkenna að það sé eitt hvað fyrir hendi sem krefst breytinga. Sam félagið sem við lifum í er í stöðugri þróun. Fólk er nú óhræddara við að láta í sér heyra og grípa til aðgerða þegar það telur á sér brotið eða telur stjórnmálamenn hafa sýnt af sér siðferðislega bresti. Við lifum á breyttum tímum þar sem samfélagsmiðlarnir leika stórt hlutverk og finnst okkur flestum það ekki mikið til ætlast af valdhöfum okkar að þeir sýni gegnsæi og heiðarleika í sínum vinnubrögðum.
Bókabúð allra námsmanna Ritföng - Gjafavörur - Kaffihús
www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
STÚDENTAGARÐAR www.studentagardar.is
www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. - eykur lífsgæði stúdenta
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 02 9 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
ICAN: Kjarnorkuvopn og Femínismi Ólína Lind Sigurðardót tir
Friðarverðlaun Nóbels 2017 Friðarverðlaun Nóbels árið 2017 voru veitt International Campaign to Abolish Nuclear Weapons (ICAN). ICAN eru regnh lífar samtök frjálsra félagasamtaka frá yfir 100 löndum sem vinna saman að því að útrýma kjarno rkuv opnum. Rök s tuðningurinn fyrir því að ICAN fengi friðarverðlaunin var að samtökin höfðu vakið athygli á hörmulegum afleiðingum notkunar kjarn orkuvopna og voru brautr yðjendur í gerð millir íkjasamnings um takmörkun kjarn orkuvopna. Friðarverðlaun Nóbels eru ein af fimm verðlaunum sem stofnuð voru af auðlegð Alfred Nobels. Þau eru veitt ár hvert til einstaklings eða félags sem hefur unnið að friði milli ríkja eða afvopnun, dregið úr hernaði eða staðið fyrir friðar ráðstefnum. Meðal fyrrverandi handhafa friðar v erðlaunanna eru Jane Addams, Martin Luther King Jr., Nelson Mandela og Malala Yousafzai.
ICAN ICAN var leiðandi í gerð samnings Sam einuðu þjóðanna um bann við kjarnorku vopnum, sem samþykktur var á allsherjar þingi Sameinuðu þjóðanna 7. júlí 2017 með 122 atkvæðum. Þau níu ríki sem halda kjarnorkuvopnum tóku ekki afstöðu með samningnum en það eru: Bandaríkin, Rúss land, Bretland, Kína, Frakkland, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Sögðu ríkin að samningurinn væri óraunhæfur og myndi ekki hafa nein áhrif á magn kjarn orkuvopna í heiminum. Ríki í Atlants hafs banda l aginu (NATÓ) tóku heldur ekki afstöðu til samningsins um bann við kjarnorkuvopnum og þar með talið Ísland. Vísa þau ríki til þess að þau séu þó enn með gilda samninga um takmörkun á dreifingu kjarnorkuvopna (Non-Proliferation Treaty) frá 1970. Frá 20. september 2017 til janúar 2018 höfðu 56 ríki skrifað undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarn orkuvopnum.
þess. Ráðandi orðræðan sé að þeir sem benda á afleiðingar kjarnorkuvopna og kalla á bann við þeim eru taldir af andstæðingum sínum fávísir eða stjórnist af tilfinningum. Þeir sem eru andsnúnir banninu segjast sjálfir styðja skynsamlega, raunhæfa og hagsýna stefnu hvað kjarnorkuvopn varða og að ætla að banna þau sé óskynsamlegt og óábyrgt. Flestar konur og minnihlutahópar þekkja þessa orðræðuaðferð á eigin skinni. Þessi aðferð er notuð þegar karlmenn reyna að tryggja völd sín og yfirráð með því að lítil lækka og jaðarsetja konur og aðra og ásaka þau um að láta sjónarmið sín ráðast af tilfinningum, vera upptrekkt, einhæf eða ófær um rökrétta hugsun. Umræðan um kjarnorkuvopn er einnig kynjuð og tví hyggja er þar einkennandi um að til séu tvö kyn. Karlmannlegir eiginleikar eru settir upp á móti kvenlegum eiginleikum. Þar er talað um sterkt öryggi á móti veiku öryggi, kröftugt á móti þróttlitlu, virkt á móti passífu og ríkisöryggi á móti almannaöryggi. Fylgni er á milli þess sem talið er vera karlmannlegt og hvað talið er hafa meira gildi í umræðunni. ICAN og undirsamtök þeirra beita sér fyrir því að gera þessa orðræðu sýnilega og fólk sé meðvitað um hana.
Konur taka afleiðingum kjarnorku vopna Kjarnorkuvopnin sjálf eru táknræn fyrir kraft, varnir, og völd. Margir benda á að þessi táknmynd kjarnorkuvopna setji skugga á raunverulegan tilgang þeirra, sem er að eyða. Einnig skyggi þessi táknmynd á af leiðingar þessarar eyðingar er vopn unum er beitt. Vopnin eru búin til með það fyrir augum að eyða mannslífum í þús undatali og verða saklausir borgarar þar í meirihluta fyrir áhrifum þeirra. Beatrice Fihn, framkvæmdarstjóri ICAN, segir að það séu karlmenn sem ákveði að nota kjarnorkusprengjur en svo eru það konurnar sem þurfa að byggja samfélagið upp. Fihn bendir á að kjarnorkusprengjur hafi önnur áhrif á konur en karla en geislunin getur eyðilagt æxlunarfæri þeirra, þau auka líkur á fósturmissi og að börn fæðist andvana og fæðist með sjúkdóma. Hún bætir við að sú hugmynd að betra sé að eyða kerfisbundið lífi hundruð saklausra borgara en að setjast niður og semja sé fáránleg og kallar hana eitraða karlmennsku. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sagðist sem móðir og dóttir vilja heim þar sem engin kjarn orkuvopn væru til en hún þyrfti líka að vera raunsæ. Kjarnorkuvopn væru líka nauðsynleg
Femínismi og kjarnorkuvopn Stjórnmálafræðingurinn Ray Acherson og talskona ICAN segir að sú vegferð að banna kjarnorkuvopn sé barátta gegn heimsmynd byggða af feðraveldinu og ráðandi orðræðu
03 0
A k t i v is t inn Se t suko T hur low s em koms t lí f s af ef t ir k jar nor kuár ásina á Hiroshima 1945 og Bea t r ice Finn for s t jór i I C A N t aka á mót i f r iðar verðlaunum Nóbels 2017.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
„Við erum ekki bara að banna kjarnorkuvopn, við erum að brjóta aftur feðraveldið“ - Ray Acheson, fulltrúi ICAN.
Samtök innan ICAN: • Acronym Institute for Disarmament Diplomacy • African Council of Religious Leaders – Religions for Peace • Article 36 E f t ir leikur k jar nor kuár ás ar innar á Hiroshima og Nagas ak i.
til þess að verja fjölskylduna og fólkið hennar. Ray Acherson segir Haley tengja það að vilja banna kjarnorkuvopn við það að vera kona og móðir en réttlætir kjarnorkuvopn með því að þau séu verndari, sem hafi í gegnum tíðina verið tengt við hlutverk karlmannsins.
Konur hafa verið leiðandi í baráttunni frá upphafi Konur hafa verið leiðandi í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum frá því þau komu fyrst fram á sjónarsviðið í seinni heimsstyrjöld inni. Women’s International League for Peace and Freedom var eitt af fyrstu frjálsu félagasamtökunum til þess að fordæma kjarn orkuá rásirnar á Hiroshima og Nagasaki, 6. og 9. ágúst 1945. Konur voru leiðandi í baráttunni gegn kjarnorkuvopnaprófunum
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
í Bandaríkjunum með því meðal annars að safna barnatönnum sem sönnun fyrir geislavirkri mengun. Konur leiddu Nuclear Freeze hreyfinguna á níunda áratugnum sem hvöttu Bandaríkin og Sovétríkin til þess að láta af vígbúnaðarkapphlaupi sínu. Í dag eru konur leiðandi af l, bæði innan ríkisstjórna og frjálsra félagasamtaka, að banna kjarnorkuvopn algjörlega. Mjög hallar á konur í öllum formlegum viðræðum um afvopnun. Rannsóknir hafa sýnt að á fundum milliríkjasamtaka um afvopnun er líklegt að aðeins fjórðungur þátttakenda samanstandi af konum og um helmingur allra sendinefnda eru samsettar eingöngu af körlum.
• International Physicians for the Prevention of Nuclear War • Latin America Human Security Network • Norwegian People’s Aid • PAX • Peace Boat • Swedish Physicians against Nuclear Weapons • Women’s International League for Peace and Freedom
031
Að komast aðeins frá klakanum Anas t asía Jónsdót tir
S K I P T I N E M A R
Að stunda nám erlendis var eitthvað sem mér fannst alltaf sjálfsagt. Ég þurfti að víkka sjóndeildarhringinn og vildi upplifa eitthvað alveg nýtt og spennandi. Eftir ársdvöl í Háskóla Íslands, takmarkaðan áhuga á kennslunni þar en virka þátttöku í félagslífinu, ákvað ég að taka af skarið. Fyrir fátækan námsmann var stúdentaskipti á vegum Erasmus augljósi og ódýrasti valkosturinn. Þar fá nemendur tækifæri til að sækja hluta náms síns við hina ýmsu skóla í Evrópu. Endanleg ákvörðun um að fara út kom ekki fyrr en nokkrir dagar voru eftir af umsóknarfrestinum, því eyddi ég ekki miklum tíma í að ákveða hvert ég skyldi fara, heldur leitaði ráða hjá fjölskyldu minni. Hljóp síðan í kvíðakasti milli skrifstofa að fá allar undirskriftir sem þurfti, fékk smá stresskast á skrifstofu pabba og var svo tveimur dögum seinna búin að senda inn umsókn um skiptinám við Háskólann í Bologna á Ítalíu. Þar sem ég var á svo mikilli hraðferð þegar kom að umsókninni gaf ég mér ekki tíma til að lesa smáaletrið, þar sem stóð að ég væri að fara í Forlí kampusinn, sem er um 70 kílómetra frá Bologna, og er alls ekki sú stórborg sem mig dreymdi um að búa í, heldur smábær þar sem allir alast upp saman og enginn talar ensku.
Þrátt fyrir þetta litla klúður þá fór dvöl mín í Forli fram úr mínum björtustu vonum. Ég féll fyrir litla bænum, kósí kaffihúsunum og krúttlega gamla fólkinu sem teflir klukku tímum saman í görðunum. Andr úmsloftið var gjörsamlega andstæðan við Ísland, allir voru töluvert afslappaðri og það tók mig alveg nokkrar vikur að átta mig á opnunartíma Ítalanna, sem vilja helst einungis vinna um
03 2
tvo tíma á dag. Eftir stuttan tíma kynntist ég fjölbreyttum hópi bæði skiptinema og Ítala sem gerðu dvölina enn betri.
Ég hafði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið frelsi það hafði í för með sér að standa á mínum eigin fótum í ókunnugu landi og læra að vera ein. Því í skiptináminu kynntist ég ótrúlegustu karakterum frá öllum heimshornum, en þarf líka að læra að vera ein á báti. Það er þó óþarfi að óttast einmanaleika því Erasmus heldur vel utan um alla skiptinema. Menningin á Ítalíu er frábrugðin okkar á marga vegu. Ítalar vilja helst sýna ást sína með miklum látum og hamagangi, sem var svolítið erfitt fyrir kaldan og oft ópersónulegan Íslending, en einnig sameinaði háskólinn marga ólíka menningarhópa. Það var mikil áhersla lögð á virka þátttöku í kennslutímum og að ýta nemendum út úr þægindarrammanum. Þetta hafði í för með sér að tækifæri gafst til að kynnast fólki frá ólíkum heimshornum og ólíkum sjónarmiðum þeirra. Þökk sé því
eignaðist ég alþjóð legan vina hóp sem ég mun örugg lega halda sam bandi við áfram. Námið sem ég fór í er allt öðruvísi en námið hérna heima. Á Ítalíu er lögð mikil áhersla á að nemendur eigi auðvelt með að halda fyrirlestra og færa rök fyrir máli sínu fyrir framan fullan sal af fólki. Þessi þáttur kennslunnar er kenndur með munnlegu lokaprófi, þar sem bekkurinn situr allur í stofunni meðan verið er að yfirheyra hvern nemanda. Auk þess þurfti ég að læra sjálfstæðari vinnubrögð og eyða meiri tíma í námið þar sem það er töluvert meira krefjandi. En nýjar kennsluaðferðir eru þroskandi og auka sjálfstæði. Skyndilega átti ég auðveldara með að tjá skoðanir mínar og standa á mínu og er ófeimnari við að tjá mig fyrir framan stóran hóp.
Til að byrja með var planið að vera einungis í eina önn, eins og langflestir gera, en eftir að ég fékk það samþykkt ákvað ég að spyrja hvort það væri möguleiki að framlengja skiptinámið í eitt ár. Mér fannst ein önn varla vera nóg. Það hefði auðvitað líka verið frábær reynsla, en með því að lengja dvölina í tvær annir gafst mér meiri tíma í að kynnast menningunni og tungumálinu og kynnast Ítalíu. Því er ég á leið út aftur núna í lok janúar og verð vonandi komin með betri tök á ítölskunni þegar ég kem heim í sumar. Ég mæli hiklaust með skiptinámi fyrir alla, það er auðveld leið til að komast aðeins frá klakanum og upplifa eitthvað nýtt. Ég hvet alla til þess að kynna sér málið og láta svo vaða. Allar þær upplýsingar sem til þarf er hægt að fá hjá Alþjóðaskrifstofunni.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Belgísk borgarferð Steinunn Á sa Sigurðardót tir
Eftir nokkra kynningarfundi, mikla skoðun á Google og smá skrifræði hélt ég út í skipti nám í september 2017. Stefnan var sett á Leuven – 100.000 manna borg í flæmsku mælandi hluta Belgíu. Leuven er lítill háskólabær, í um hálftíma fjarlægð frá Brussel með lest. Borgin heillaði mig alveg frá byrjun – þegar ég steig út af lestarstöðinni á sólríkum septembermorgni og gekk í gegnum hálfa borgina þangað til mér tókst að finna húsið sem ég ætlaði að búa í næstu mánuðina.
Það var mjög gaman að sjá ný sjónarhorn í náminu og heyra ólíkar skoðanir sam nemenda minna sem koma víða að. Námið
er frekar krefjandi og voru til að mynda allir áfangarnir mínir á meistarastigi. Ein helsta áskorunin hvað varðar námið er þó sú að lokapróf haustannarinnar eru í lok janúar, en þegar þessi grein er skrifuð er ég í jólafríi heima á Íslandi. Endilega krossið fingur fyrir mig í komandi prófatíð!
Það sem stendur upp úr frá Belgíudvölinni er þó ekki endilega námið, heldur allar nýju upplifanirnar, fólkið og staðirnir sem ég heimsótti. Þótt borgin sé lítil er alltaf eitthvað að gerast og það eru mjög margir í svipuðum sporum og maður sjálfur, skiptinemar og aðrir erlendir nemar sem koma til Leuven, svo það er auðvelt að kynnast fólki. Flestar helgar fór ég í stuttar ferðir þar sem það er einstaklega auðvelt að sjá margar borgir með lítilli fyrirhöfn í Belgíu. Mér tókst að heimsækja allar helstu borgirnar í Belgíu sem hafa hver sinn sjarma og skrapp líka ófáum sinnum til höfuðborgar Belgíu og Evrópu, Brussel.
S K I P T I N E M A R
Hingað var ég komin til þess að stunda nám við Kaþólska háskólann í Leuven, í eina önn – en þar að auki til að kynnast nýju fólki, nýrri menningu, sjá nýja staði og prófa nýja hluti. Hvað námið varðar þá er það eilítið frábrugðið náminu heima, til að mynda þar sem námsmat í flestum áföngum mínum er einungis lokapróf. Ég er mjög
glöð að hafa fengið að taka áfanga sem varða ýmis málefni sem ég hef áhuga á – svo sem átakastjórnun og friðarumleitanir, alþjóðleg stjórnmál loftslagsbreytinga, utanríkisstefnu Evrópusambandsins og stjórnmálasamskipti Rússlands og Evrasíulanda. Ég gerði einnig heiðarlega tilraun til að skilja stjórnmálakerfi Belgíu (þar í landi eru hvorki meira né minna en sex ríkisstjórnir) og að læra smá hollensku.
Eitt er víst að ég fer frá Belgíu með ótal minningar í farteskinu, vini fyrir lífstíð og með mun dýrari (en líklegast betri) smekk á bjór. Ég mæli hiklaust með skiptinámi fyrir alla sem hafa tök á því, þetta er einstakt tækifæri og í rauninni sáraeinfalt líka! Vriendelijke groeten, Steinunn!
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
03 3
Annaryfirlit skemmtanastýru Rúna Helgadót tir Borgfjörð
Árið 2017 flaug hjá og kvaddi með látum, en var það ekki einhver sem sagði að „time flies when you are having fun”. Það er allavega búið að vera gaman hjá okkur í Politica, eins og fyrri ár !
keypti ölið, já eða allavega hvernig ætti að drekka það. Basically þá unnum við það sem skipti máli. Vísindaferðirnar okkar voru alla jafna mjög
Október rann í garð eins og hann gerir á hverju ári og eins og vanalega hélt Politica sitt tryllta Halloween party. Í ár breyttum við út af vananum og héldum þetta party aldarinnar með fjórum öðrum nemenda
vel sóttar og voru haldnar langflesta föstu daga á önninni. Við vorum svo heppin að enn ein ríkisstjórnin féll, blásið var til kosninga og stjórnmálaf lokkarnir voru æstir í að taka á móti ungum stjórnmálafræðinemum landsins. Við kíktum í flokkana, bæði lengst til hægri, lengst til vinstri og fyrir miðju, en stútfullt var í ferðirnar og komust færri að en vildu.
félögum, Mentor – Félagi félagsráðgjafa, Norm – Félagi félagsfræðinema, Homo – Félagi mannfræðinema og Þjóðbrók – Félagi þjóðfræðinema. Fengum við sal Dósaverk smiðjunnar leigðan og stútfylltist hann af bjórþyrstum einhyrningum og óvættum. Paris Hilton og Nicole Richie komu meira að segja til okkar, svo epískt orðspor hefur árlegt Halloween teiti Politica á sér.
Í aðdraganda kosninganna ákváðum við að heimsóknir í flokkana, þar sem otað var að okkur kræsingum eins og G&T, rauðvíni og Jóa P og Króla væri einfaldlega ekki nóg. Við ákváðum því að halda viðburð í anda Djúpu laugarinnar gömlu góðu og fengum við til liðs við okkur tvo óákveðna kjósendur og unga fulltrúa frá helstu flokkum landsins. Kvöldið var hið skrautlegasta og kom margt áhugavert í ljós, eins og hvurslags bifreið frambjóðendur myndu kaupa sér og hver afstaða þeirra væri til lögleiðingar MMA.
Þann 15. desember, eftir erfið og almennt mannskemmandi lokapróf, tókum við stöðuna í próflokapartýi. Fengum við enn og aftur frábæran sal Pírata í Síðumúla að láni, drukkum bjór, borðuðum pizzur og hvöttum bugaða nýnemana til dáða. Almenn ánægja var með skemmtanalífið á önninni og örlaði fyrir spenningi í röddum fólks fyrir þeirri næstu. En lofa ég ykkur góðri skemmtun, rugli og hinum ýmsu uppátækjum á næstu önn.
Við í nýrri stjórn tókum við keflinu og voru stórir skór sem ég þurfti að fylla upp í. Blóm legu skemmtanalífi Politica varð að halda við, svo ég fór full eftirvæntingar og stressi í að plana það sem koma skyldi. Fyrsti viðburður annarinnar hófst yfir há sumarið 21. júlí, en þá var haldið austur fyrir fjall í hina árlegu útilegu Politica. Eins og svo oft áður var fremur fámennt, en þeim mun góðmennra.
Þá var komið að því að skólaárið hæfist í ágúst. Nýnemadagurinn var haldinn hátíðlegur 25. ágúst. Þá mættu brakandi ferskir nýnemar upp í háskóla, fullir af ranghugmyndum og fölskum vonum um framtíðina. Við vorum ekki lengi að sýna þeim að þetta snerist 70/30 um drykkju frekar en nokkuð annað. Við fórum með þau í ýmsa leiki og fóru svo þeir allra hugrökkustu með okkur niður í Síðumúla, þar sem gleðskapurinn hélt áfram fram eftir kvöldi. Í september var mikið um að vera, en bæði var haldinn aukaaðalfundur 15. september og Hagstjórnardagurinn þann 22. sept. Fyrir aukaaðalfundinn var komin upp sú staða að okkar ástkæri gjaldkeri, Anastasia var farin á vit ævintýranna í skiptinám til Ítalíu, svo kjósa þurfti bæði um nýnema fulltrúa og gjaldkera. Frábærar stelpur tóku við embættunum og þrátt fyrir ungan aldur gefa þær engan afslátt á drykkju og almennum dólgslátum. Hagstjórnardagurinn var okkur ekki hlið hollur í ár, en hagfræðin stal bikarnum góða til baka eftir stutt stopp hjá okkur. Stelpurnar okkar kenndu þeim hins vegar hvar Davíð
03 4
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða •
Hagstæð sjóðfélagalán
•
Góð tryggingavernd
•
Traust staða
•
Ábyrg fjárfestingarstefna
•
Val um sparnaðarleiðir
•
Meiri ávinningur
LÍFSVERKÍ Slífeyrissjóður, 9, 105 www.lifsverk.is L E N S K A Engjateigi LEIÐIN 2 0Reykjavík, 18
03 5
V I Ð TA L V I Ð Ú T S K R I FA Ð A N S TJ Ó R N M Á L A F R Æ Ð I N E M A
Freyja Steingrímsdóttir er 28 ára stjórnmálafræðingur sem hefur m.a. unnið með þáverandi forseta Evrópuþingsins og starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Einnig hefur hún hlotið fjölmörg verðlaun fyrir kosningaherferðir sem hún hefur stýrt. Hvaðan og hvenær útskrifaðist þú úr háskóla? Ég útskrifaðist frá HÍ árið 2013, tók fyrst BA í stjórnmálafræði með áherslu á Evrópu fræði og tók síðan diplómanám í hagnýtri kynjafræði.
Hvað dró þig í nám í stjórnmála fræði? Fjölbreytni, bæði í náminu sjálfu og tækifæri eftir útskrift. Tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið.
Hvað tókstu þér fyrir hendur eftir útskrift? Ég ætlaði að halda strax áfram í framhaldsnám en fékk tækifæri sem var of gott til þess að hafna þegar mér var boðið starfsnám fyrir Evrópuf lokk sósíalista og demókrata í Brussel. Það byrjaði sem 5 mánaða starfsnám en svo var mér boðið starf í kosningateymi f lokksins fyrir Evrópuþingkosningarnar 2014. Ég fékk þar tækifæri til að vinna með forseta Evrópuþingsins, Martin Schulz, ferðast um Evrópu og læra hvernig er best að byggja upp kosningaherferðir með ótrúlegu teymi.
Hefur þú stundað eitthvað annað nám eða þjálfun eftir BA-námið? Ég fór náttúrulega í þetta starfsnám hjá Evrópuf lokki sósíalista og demók rata og hef auk þess sótt ýmis námskeið og þjálfun, t.a.m. í samfélagsmiðlun og markaðssetningu á netinu, kosningastjórnun og markaðs setningu/miðlun stjórnmálaskilaboða.
Við hvað starfar þú í dag? Síðustu ár hef ég starfað sem stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi (Senior Consultant) fyrir fyrirtæki í Brussel/Washington og geri enn. Ég er nýflutt heim og fór nýlega að vinna líka í upplýsingamálum fyrir félagasamtök sem
03 6
heita Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Það þýðir svolítið af ferðalögum frá Íslandi til Brussel, Washington og fleiri áfangastaða, en það er nú bara gott að komast af og til af þessari eyju stundum.
Í hverju felst starf þitt? Starf mitt felst kannski helst í mótun skilaboða. Hvort sem ég er að vinna fyrir sérstakan frambjóðanda, stjórnmálaflokk, mannréttinda- eða félagasamtök, þá snýst málið yfirleitt um að finna vinkil sem fólk tengir við, og síðan miðla skilaboðunum til fyrirfram ákveðinna markhópa, hvort sem það er í gegnum fjölmiðla eða stafræna miðla. Síðan getur verið mikill munur á daglegu starfi eftir verkefni. Ef ég er að vinna með stjórn mála f lokki fyrir kosningar getur vinnan mín t.a.m. falist í því að móta staf ræna stefnu (áherslu á samfélagsmiðla og netið almennt), vinnu með leiðtoga (greinaog ræðuskrif, stuðningur við samfélagsmiðla, umræðuprepp) og auglýsingagerð - en ef ég er að vinna með félagasamtökum getur vinnan snúist meira um fjáröf lun, stóra viðburði og samfélagsmiðlaherferðir, málefni, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er allavega mjög fjölbreytilegt og lifandi starf!
vinna fyrir stofnun og vildi vera áfram í Brussel. Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á Evrópumálum og samskiptum Íslands við Evrópu svo að Eftirlitsstofnun EFTA lá beint við. Ég hugsa að ég hafi verið ráðin vegna mikillar áherslu á Evrópumál í HÍ (tók meðal annars tvo áfanga í Evrópufræðum á meistarastigi í BA-náminu), vinnu fyrir Unga Evrópusinna/Já Ísland og auðvitað í Evrópuþingkosningunum.
Hvað er fram undan hjá þér? Hver veit! Það er alltaf nóg að gera í stjórn málunum hérlendis og erlendis. Eitt verkefni á sjóndeildarhringnum er t.d. að vinna með Evrópskum kvenréttindasamtökum (EWL) að spennandi herferð um alla Evrópu. Mitt persónulega markmið er að vinna einungis með flokkum og samtökum sem ég hef trú á að geti haft góð áhrif á samfélagið - svo ég ætla að halda ótrauð áfram í því.
Hvernig kom það til að þú fórst að starfa hjá Eftirlitsstofnun EFTA? Eftir mjög „intensífa“ kosningabaráttu til Evrópuþingsins langaði mig að prófa að
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
V I Ð TA L V I Ð Ú T S K R I FA Ð A N S TJ Ó R N M Á L A F R Æ Ð I N E M A
Guðlaug Edda Hannesdóttir er 23 ára þríþrautakappi og stjórnmálafræðingur úr Kópavogi. Hún stundaði afreksíþróttir samhliða námi sínu við HÍ og fór óvenjulegri leið en flestir eftir útskrift. Hvaðan og hvenær útskrifaðist þú úr háskóla?
Hvað ert þú að gera í dag?
Ég útskrifaðist úr stjórnmálafræði í Háskóla Íslands síðastliðinn október, þannig ég er nýfarin að geta kallað mig stjórnmálafræðing! Á meðan ég var í HÍ fór ég í sumarnám við Stanford háskóla í Bandaríkjunum og skiptinám við SDU-háskólann í Odense, í Danmörku.
Hvað tókstu þér fyrir hendur eftir útskrift? Líf mitt breyttist mjög mikið þau þrjú ár sem ég var í stjórnmálafræði í HÍ. Planið var alltaf að klára BA og fara síðan í mastersnám erlendis. Frá því ég var í menntaskóla hef ég stundað afreksíþróttir meðfram námi (fyrst sund og síðan hlaup). Ég meiddist á fyrsta ári í HÍ og gat lítið sem ekkert æft af fullum krafti, eins og ég hafði gert áður. Ég fór að átta mig betur á því hversu stór hluti íþróttir voru af lífi mínu. Á miðju öðru ári fór ég aðeins að stunda þríþraut, sem samanstendur af sundi, hjóli og hlaupi. Ég féll kylliflöt fyrir íþróttinni og fór fljótlega að ná góðum árangri á Íslandi. Mig langaði að verða miklu betri og halda áfram að stunda þríþraut á fullu, en vissi að ef ég vildi vera á heimsmælikvarða í íþróttinni yrði ég að æfa erlendis með ungu þríþrautarfólki, sem hefði sambærileg markmið í þríþraut og ég sjálf. Ég fann að mig langaði til þess að gera svo miklu meira í íþróttum áður en ég færi að lifa „fullorðinslífi” eftir BA-námið. Ég vissi að ég gæti ekki verið afrekskona í íþróttum alla ævi, en ég gæti frekar farið í mastersnám og síðan vinnu þegar ég yrði eldri. Í lok annars árs fékk ég boð frá erlendu þríþrautarliði um að verða hluti af þeirra æfinga- og keppnishópi. Ég vissi að ég myndi sjá eftir
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
því alla ævi ef ég myndi ekki láta slag standa og prufa að æfa með atvinnumannaliði. Ég sagði já og flutti út til Danmerkur í byrjun þriðja árs. Síðasta árið tók ég því í fjarnámi frá HÍ og var í skiptinámi við SDU-háskólann í Odense þar sem ég bý núna. Ég kláraði BAritgerðina mína í júlí síðastliðinn og fékk því formlega BA- gráðuna mína í október 2017. Síðan þá hef ég minnkað við mig námið og stunda nú þríþrautaræfingar og -keppnir eins og atvinnumaður. Það þýðir að allir mínir dagar snúast um æfingar, hvíld og næringu, allt til þess að hámarka afköst mín í þríþrautarkeppnum. Ég er búin að ferðast út um allan heim til að keppa og hef fengið að kynnast hinum ýmsu menningarheimum, sem gleður stjórnmálafræðihjartað. Mitt stærsta markmið í þríþraut er að komast á Ólympíuleikana í þríþraut og vera góð fyrirmynd fyrir unga krakka í íþróttum.
Í dag bý ég í Odense þar sem ég æfi þríþraut í fullu starfi ásamt því að stunda hlutanám í háskóla. Þríþrautin er hins vegar númer eitt, tvö og þrjú hjá mér og allir dagar snúast um æfingar, mat og hvíld. Ég fer reglulega í nokkurra vikna æfingarbúðir til heitari Evrópulanda og keppi í atvinnumanna keppnum í þríþraut, sem haldnar eru um allan heim í átta mánuði á ári. Þess á milli les ég mikið af bókum og get ekki komist í gegnum daginn án þess að hafa skoðað erlenda og innlenda fréttamiðla.
Hvað er fram undan hjá þér og hverju stefnir þú að? Fram undan hjá mér er undirbúnings tímabil fyrir næsta keppnistímabil. Á næstu mánuðum verð ég á fullu að æfa, bæði í Danmörku og á Spáni áður en ég byrja að keppa aftur. Í maí byrjar inntökuferlið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020 sem stendur yfir í tvö ár. Ég ætla að reyna að komast inn á Ólympíuleikana og því verða þær keppnir sem gilda í inntökuferlið í fyrirrúmi hjá mér í sumar/haust. Annars langar mig til þess að festa mig í sessi sem ein af bestu þríþrautarkonum í Evrópu og heimi á næstu árum, og til þess þarf ég að halda áfram að æfa, stunda mína íþrótt af ástríðu og forgangsraða mínu lífi þannig það henti þríþraut sem best.
Hefur þú stundað eitthvað annað nám eftir BA-námið? Ég stunda mastersnám í Alþjóðaöryggis fræðum og –lögfræði (e. International Security and Law) við SDU-háskólann í Odense. Ég er hins vegar ekki í fullu námi eins og ég hef alltaf verið í, heldur í 50% námi.
03 7
V I Ð TA L V I Ð Ú T S K R I FA Ð A N S TJ Ó R N M Á L A F R Æ Ð I N E M A
Helen Inga S. von Ernst er 29 ára stjórnmálafræðingur, fædd í Sviss og uppalin í Kópavogi. Helen fékk snemma mikinn áhuga á alþjóða- og þróunarmálum og var stefnan í kjölfarið tekin á nám í stjórnmálafræði. Hún starfar í dag hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hvaðan og hvenær útskrifaðist þú úr háskóla?
Hefur þú stundað eitthvað annað nám eða þjálfun eftir BA-námið?
Hvernig kom það til að þú fórst að starfa hjá fastanefndinni?
Ég útskrifaðist frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í febrúar 2015. Þar sem áhugi minn liggur á sviði alþjóðamála, lagði ég áherslu á alþjóðastjórnmál í náminu og til þess að auka skilning minn enn frekar á því sviði, tók ég alþjóðalögfræði sem aukagrein.
Ég fór í meistaranám í alþjóðastjórnmálum við London School of Economics and Political Science (LSE) árið 2016 þar sem ég lagði áherslu á utanríkisstefnu, alþjóðasamvinnu og stjórnmál Miðausturlanda, og útskrifaðist síðastliðinn desember. Meðfram náminu var ég svo heppin að starfa sem aðstoðarkennari í áfanganum Stjórnmál Miðausturlanda.
Ég sá starfsnám hjá utanríkisráðuneytinu auglýst í miðjum lokaprófum í LSE síðastliðið vor. Þrátt fyrir miklar annir ákvað ég að sækja um, enda hef ég alltaf haft áhuga á starfi utanríkisþjónustunnar. Ég fékk símtal frá ráðuneytinu og mér boðið starfið á meðan ég fagnaði próflokum á Ítalíu, nánar tiltekið á torgi í Flórens. Ég þáði starfið, kláraði meistararitgerðina mína og flaug til New York eina viku eftir skil. Þetta hefur verið alveg sprúðlandi ævintýri alla daga síðan.
Hvað dró þig í nám í stjórnmála fræði? Við fjölskyldan ferðuðumst mikið á mínum yngri árum, þar á meðal til Afríku. Á þeim ferðalögum kviknaði upphaflega áhugi minn á alþjóða- og þróunarmálum, og leiddi síðar til þess að ég fór að starfa í Mósambík eftir útskrift frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þegar kom að því að velja háskólanám var augljóst fyrir mér að valið lá á milli stjórn málafræði og lögfræði, og ég ákvað að lokum að skipuleggja námið þannig að ég gæti unnið með áhugasvið mitt í báðum greinum.
Hvað tókstu þér fyrir hendur eftir útskrift? Ég kláraði burtfararpróf í söng hjá Diddú við Söngskóla Sigurðar Demetz og vann hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar. Ég fluttist svo til Berlínar þar sem ég stundaði frekara söngnám og fjarnám í opinberri stjórnsýslu á meistarastigi við Háskóla Íslands.
03 8
Við hvað starfar þú í dag og í hverju felst starf þitt? Ég starfa hjá fastanefnd Íslands hjá Sam einuðu þjóðunum í New York. Starfið er gríðarlega fjölbreytt og enginn dagur er eins. Frá því í september var ég hluti af teymi fastanefndarinnar í mannréttindanefnd allsherjarþingsins, en fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Einar Gunnarsson, var formaður nefndarinnar þetta árið. Til gamans má geta að þetta var í fyrsta skipti í yfir 50 ár sem Ísland tekur að sér formennsku í undirnefndum allsherjarþingsins. Nefndin tók meðal annars á móti mannréttindafulltrúa SÞ og forseta mannréttindaráðsins, og voru tæplega 60 ályktanir samþykktar undir formennsku Íslands. Þar að auki sá ég um framkvæmd ályktunar, ásamt varafastafulltrúa Íslands hjá SÞ, Nikulási Hannigan, um landgræðslu og aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun í annarri nefnd allsherjarþingsins sem fjallar um sjálf bæra þróun. Mér fannst mjög gaman að fá að taka þátt í að hlúa að hugsjón sem Ísland hefur einmitt haldið uppi í fjölda ára. Í byrjun febrúar kláruðum við svo formennsku í mannréttindanefndinni, á 56. fundi nefndar um félagslega þróun (e. Commission for Social Development). Þar lögðum við fram drög að, og stýrðum samningaviðræðum um ályktun í tengslum við mögulegar leiðir til að vinna gegn fátækt.
Hvað er fram undan hjá þér? Það er margt spennandi á næstunni. Fasta fulltrúi Íslands ásamt fastafulltrúa Katar hafa tekið að sér viðræðustjórn í samninga viðræðum um endurskoðun á efnahagsog félagsmálanefnd Sameinuðu þjóða nna (ECOSOC). Það er heilmikið ferli sem fer á fullt von bráðar. Þar að auki mun fastanefndin taka fullan þátt í undirbún ingi fyrir 62. fund Kvennanefndar SÞ (e. Commission on the Status of Women), sem verður haldinn í New York 12.-23. mars næstkomandi. Fyrir hönd Íslands tek ég einnig þátt í samningaviðræðum varð andi sáttmála um örugga, skipulagða og reglubundna fólksf lutninga sem hefjast á næsta leiti, ásamt samningaviðræðum um sáttmála er snýr að umhverfismálum. Annars mun ég bara njóta dásamlegu New York og alls þess sem borgin hefur upp á bjóða.
ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Heimskautaréttur
við Háskólann á Akureyri “My experience of the Polar Law Program at the University of Akureyri is that it’s one of the most elaborate programmes if you want to study how the Polar Regions are regulated, and I have had the opportunity to study international law at several universities. The Polar Law programme is not only a legal programme, it includes both a social and a political dimension of the complexity of the Polar Regions, especially in the Arctic where policies, human rights and regional cooperation are essential components in Arctic governance. I can, therefore, recommend the programme, regardless your educational background.” Mikael Lundmark MA in Polar Law
2 ára MA nám 120 ECTS einingar 1 ½ árs LLM nám 90 ECTS einingar 1 árs diplómanám 60 ECTS einingar Nám í heimskautarétti snýst um lagaumhverfi norður- og suðurskautsins, jafnt á sviði alþjóðalaga, landsréttar og svæðisbundins réttar. Nemendur kynnast umhverfislögum og fjölbreytni lífríkisins, skoða mannréttindi, hafrétt og lög um sjálfbæra þróun og auðlindir. Álitamálin eru mörg og snúast m.a. um fullveldi og deilur um markalínur á sjó og landi, réttindi frumbyggja í norðri, sjálfstjórn, stjórnfestu og landa- og auðlindakröfur. Mikið er lagt upp úr alþjóðlegu samstarfi við aðra háskóla. Heimskautaréttarnámið er m.a. hluti af West Nordic Studies Masters Programme, sem er alþjóðlegt samstarf háskóla um þverfaglegt meistaranám í vestnorrænum fræðum.
Upplýsingar um námið veita: ÍSLENSKA LEIÐIN 2018
Heiða Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri Rachael Lorna Johnstone brautarstjóri
Sími 460 8039 Sími 460 8666
Netfang: heida@unak.is Netfang: rlj@unak.is 039
Vertu með sterkt bakland!
Það er mikilvægt að vera með sterkt bakland þegar komið er út á vinnumarkað að loknu námi. Starfsvettvangur félagsvísindamanna er mjög fjölbreyttur og breytist ört. Félag íslenskra félagsvísindamanna er stéttarfélag sem starfar fyrir háskólamenntaða félagsvísindamenn. Hlutverk félagsins er að vinna að bættum kjörum og gæta hagsmuna og réttar félagsmanna á vinnumarkaði.
Það er mikilvægt að standa vörð um þá fjárfestingu sem háskólamenntun er og tryggja að menntun sé metin til launa. Með aðild að Félag íslenskra félagsvísindamanna getur þú fengið leiðbeiningar varðandi þín fyrstu skref á vinnumarkaði t.d. varðandi laun og launaþróun auk fjölbreyttrar aðstoðar við þau málefni sem upp geta komið á vinnustað. Aðildin veitir einnig aðgang að sjóðum BHM þar sem hægt er að sækja um styrki m.a. vegna líkamsræktar, sjúkradagpeninga, gleraugna,
Félagsvísindamenn þurfa að vera vakandi fyrir þeim
sjúkranudds eða tannviðgerða. Orlofssjóði sem veitir m.a
tækifærum sem skapast fyrir háskólamenntaða á vinnu-
aðgang að fjölbreyttum orlofskostum innanlands sem utan.
markaði framtíðar og vinna saman að því að nýta þau. Félag
Einnig eru í boði fræðslusjóðir sem styðja við starfsþróun og
íslenskra félagsvísindamanna horfir til þeirrar framtíðar á
endurmenntun.
grundvelli sérstöðu og hagsmuna háskólamenntaðra.
FÍF býður upp á námsmannaaðild Vertu með! www.stett.is/fif