3. maí 2013

Page 1

sólrún Ósk lárusdóttir, sálfræðingur hjá geðhjálp, kann ráð við að vinna á ástarsorg – sorg sem jafnvel getur verið lífshættuleg. Úttekt 28

Sundföt fyrir konur með línur

ég gæti ekki drepið barnaníðing

katrín sylvía símonardóttir fann ekki sundföt við hæfi. hún tók málin í eigin hendur og hannaði sundföt fyrir konur sem vilja vera sætar og sexí – með línur.

suður-afríski rithöfundurinn deon meyer, skrifar um morðingja sem hefur skorið upp herör gegn barnaníðingum – og sálgar þeim af einurð.

Viðtal 32

Viðtal 34

Helgarblað

3.–5. maí 2013 18. tölublað 4. árgangur

ÓkeyPis  viðtal Óttarr ProPPé tekur sæti á alþingi fyrir bjarta fr amtíð

Stiklar um landið með pabba sínum Lára Ómarsdóttir gerir ferðaþætti í sumar. dæGurmál 70

kennarar og nemendur á þing Í hópi nýrra þingmanna eru sjö kennarar og fjórir háskólastúdentar. 12 FréttaSkýrinG

Ný falleg sending Fötin sem krakkarnir vilja

Þungarokkari á þing einn þeirra sem náðu kjöri á alþingi í kosningunum um síðustu helgi er Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins. Hann er þekktur sem söngvari hljómsveitanna Ham, dr. Spock og Rass og Funkstrße og sem prófessorinn á barnaplötunni Diskóeyjunni. Svo var hann líka bóksali. Sumir þekkja Óttarr hins vegar best sem einn af fulltrúum Reykvíkinga í spurningaþættinum Útsvari. Nú ætlar Óttarr enn að spreyta sig í nýju hlutverki. síða 24

Ljósmynd/Hari

Garðar oG Grill Í FréttatÍmanum Í dag: r æktuna r á hug i Í da la byg g ð – b ur kn a r á s kug g sælum stö ð um – E i g i ð k ryd d a l lt á r i ð

lífshættuleg ástarsorg

KRINGLAN • SMÁRALIND

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri


2

fréttir

Helgin 3.-5. maí 2013

 stjórnmáL sigmundur davíð gunnLaugsson fékk umboð forsEta ísLands tiL að mynda ríkissjórn

Formenn ræða um nýja ríkisstjórn Pétur Gunnarsson petur@ frettatiminn.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hittust síðdegis í gær til að ræða hugsanlegt samstarf í nýrri ríkisstjórn. Þetta var annar fundur þeirra en Sigmundur Davíð fer með umboð til að mynda ríkisstjórn frá forseta Íslands. Hann hefur einnig átt fundi með formönnum annarra flokka og segja þeir fundina með Sigmundi Davíð hafa verið ágæta en óformlega; þeir marki ekki upphaf eiginlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Í fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum í gær kom fram að fundirnir hafi allir verið innihaldsríkir en að ekkert hafi verið ákveðið með framhaldið. Sigmundur Davíð ákvað að stilla hinum formönnunum upp í stafrófsröð til viðræðna. Bjarni Benediktsson vildi

ekki una því: „Ég mun ekki hefja neinar stjórnarmyndunarviðræður á meðan verið er að ræða við aðra,“ sagði Bjarni og hitti ekki Sigmund Davíð fyrr en fundum hans við alla hina formennina var lokið. Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um næstu ríkisstjórn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur nefnt að Framsókn geti myndað minnihlutastjórn með hlutleysi allra flokka nema Sjálfstæðisflokks. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, vill hins vegar að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur nái saman um meirihlutastjórn. „Ég trúi að Sigmundur Davíð myndi í framhaldinu stjórn með Sjálfstæðisflokknum um sterk málefni og hér fari hjól atvinnulífsins að snúast, heimilunum verði bjargað, brottfluttir Íslendingar flytji heim,“ sagði Guðni á Stöð 2.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tilkynnti á Bessastöðum að hann hefði falið Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Ljósmynd/Hari

 bíó j.j. abr ams áhugasamur um kvikmyndatökur hér á Landi  Endurnýting Ljósgjafi í stað rusLs

Ljósakrónur úr einnota plastmálum Hjónin Árni Jón Sigfússon arkitekt og Annetta Scheving grafískur hönnuður hafa hannað fallegar ljósakrónur úr hráefni sem flestir henda í ruslið. Einnota plastílát eru efniviðurinn, ílát sem fylla heilu tunnurnar á flestum vinnustöðum. Eftir að búið er að nota plastmálin eru þau þvegin og fest Hjónin Árni Jón Sigfússon saman á ákveðinn hátt þannig að það myndast arkitekt og Annetta Scheving, stór kúla. Ljós er útbúið innan í kúlunni. Þessar grafískur hönnuður. Mynd Hringrás ljósakrónur nefna hjónin Ljósmál, að því er fram kemur í fréttabréfi Hringrásar. „Þessi hugmyndaglöðu hjón,“ segir þar, „lærðu í Stuttgart í Þýskalandi þar sem endurvinnsla og endurnýting er mikið stunduð. Eftir námið höfðu þau tamið sér ákveðið hugarfar. Árni hafði orð á því hve vandað og dýrt efni væri notað í umbúðir og því synd að henda þeim beint í ruslið. Hann minntist á að fyrsta skrefið í áttina að hreinna umhverfi og endurbættri endurvinnslu væri að minnka flækjustig umbúða og einfalda, þannig að auðveldara sé að endurvinna þær.“

Aldrei fleiri sprengjumál Aldrei hafa fleiri sprengjumál verið skráð hjá sérsveit embættis lögreglustjóra en á síðasta ári, eða 20. Tvö stærstu sprengjumál ársins voru annars vegar sprengja á Hverfisgötu og hins vegar rörasprengja, gaskútar og blýkúlur sem fundust við húsleit. Þá var í fyrsta skipti lagt hald á sprengiefni í húsnæði MCsamtakanna hér á landi en um var að ræða tæplega eitt kíló af dínamíti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Sérsveitin sinnti 3.593 verkefnum á síðasta ári. Almenn löggæsluverkefni voru 3.104 og umferðarverkefni 489. Sérsveitarverkefni þar sem þjálfun og búnaður sveitarinnar var nýttur voru 249, þar af voru sérsveitarmenn vopnaðir í 72 tilfellum. -eh

Krónan styrkist en verð lækkar ekki Krónan hefur þó styrkst frá um 8% frá því í byrjun mars en samt hækkar verðlagið sífellt. „Af hverju lækkar ekki verðbólga þegar krónan styrkist? Hver tekur hagnaðinn til sín?“ spurði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, í ræðu sinni á baráttufundi vegna 1. maí í Reykjavík. „Kaupmenn nýta sér sveiflur krónunnar til þess eins að hækka vöruverð, um leið og krónan gefur hið minnsta eftir, jafnvel samdægurs,“ bætti hann við. Kristján sagði að leita þurfi leiða til að festa gengi krónunnar og ná fram stöðugleika og lágri verðbólgu. Til lengri tíma litið þurfi hins vegar að skipta um gjaldmiðil til að tryggja hag heimilanna.

Sigruðu í frumkvöðlakeppni kvenna MIA sigraði í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Bylgja Bára Bragadóttir og Álfheiður Eva Óladóttir standa að baki hugmyndinni sem felst í framleiðslu á fljótandi sápum og froðusápum. Bylgja og Álfheiður hlutu að launum tveggja milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Þetta er annað árið í röð sem frumkvöðlakeppnin er haldin. Hún hófst með námskeiði í gerð viðskiptaáætlana í janúar. Alls sóttu 70 konur með 55 viðskiptahugmyndir um að sitja námskeiðið en 35 sæti voru í boði. Út úr námskeiðinu komu 26 viðskiptaáætlanir sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlunina enn frekar.

Vélmennin R2D2 og C-3PO hafa verið í öllum sex Star Wars-myndunum til þessa og munu mæta til leiks í þeirri næstu. Svona gætu þau tekið sig út á Jökulsárlóni ef af því verður að tökur á fyrstu myndinni fari fram hér á landi. Samsett mynd/Hari

Skoða tökustaði á Íslandi fyrir Star Wars Ekkert lát er áhuga stórlaxa í Hollywood að taka upp kvikmyndir á Íslandi. Leikstjórinn J.J. Abrams er spenntur fyrir því að taka upp fyrir næstu Star Wars-mynd hér á landi. Sagafilm hefur skoðað hugsanlega tökustaði fyrir hann.

Þ Talið er líklegt að Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher snúi aftur í hlutverk sín.

eir eru ekki á landinu, það er allt sem ég segi,“ segir Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm. Undanfarið hefur teymi á vegum Sagafilm kannað jarðveginn fyrir hugsanlegur tökur á nýrri Star Wars mynd á Íslandi. Hafa þessar þreifingar farið afar leynt en þær fóru fram á Suðurlandi. Ekki liggur fyrir hvaða tökustaðir voru skoðaðir og engar upplýsingar fást um þetta hjá Sagafilm. Verkefnið er þó svo skammt á veg komið að ólíklegt verður að telja að leikstjórinn, J.J. Abrams, eða aðrir stórlaxar hafi enn komið til landsins. Þó er vitað að Abrams hefur áhuga á að taka upp á Íslandi. Hann stefndi að því að taka upp fyrstu Star Trek-myndina hér fyrir nokkrum árum en það datt upp fyrir. Í fyrra kom tökumaður á hans vegum hingað og tók bakgrunnsmyndir fyrir Star Trek 2 sem væntanleg er í kvikmyndahús síðar í þessum mánuði. Ekki er vitað hvort þær rata á hvíta tjaldið. Það er skammt stórra högga á milli hjá Árna Birni en hann greindi nýlega

frá því í viðtali við Fréttatímann að hann hafi kannað tökustaði með leikstjóranum Christopher Nolan hér um páskana. Árni Björn verst allra fregna af hugsanlegum Star Wars-tökum hér. „Ég veit ekki hver var að segja þér þetta. Ég var að „skáta“ fyrir rússneska mynd um daginn.“ Umrædd Star Wars-mynd er sú fyrsta í nýjum þríleik. Í fyrra festi Disney kaup á Lucasfilm og hreppti þar með réttinn að gerð Star Wars-mynda. Áætlað er að fyrsta myndin verði frumsýnd árið 2015. Tvö ár eiga svo að líða þar til sú næsta verður frumsýnd og önnur tvö þar til þríleikurinn klárast. Á milli á svo að frumsýna sjálfstæðar myndir. Gangi þetta eftir fá Star Wars-aðdáendur eina mynd á ári í fimm ár. Þríleikurinn er beint framhald af fyrsta þríleiknum, gömlu góðu Star Wars-myndunum. Talið er líklegt að Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher snúi aftur í hlutverk sín. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


Taktu á móti

sumrinu

með iPhone 2.000 kr.

á mán. í 12 mán. fylgir iPhone 5

iPhone 4 8 GB

69.990 kr. dagur & steini

4.190 kr. / 18 mán. iPhone 5 16 GB

119.990 kr. 7.290 kr. / 18 mán.

1.000 kr.

á mán. í 12 mán. fylgir iPhone 4

ti Setmæmrstistaður

sk Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Símnotkun fylgir með 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð, áskrift og frelsi. Gildir einnig af umframnotkun í Snjalláskrift. Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort.

í heimi!


4

fréttir

Helgin 3.-5. maí 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Skammvin hlýindi Vaxandi sunnan og suðvestanátt í dag, með hlýindum og rigningu í flestum landshlutum. Austanátt með áframhaldandi rigningu á laugardag, en snýst í norðaustan hvassviðri með slydduéljum á Vestfjörðum en snjókomu til fjalla. norðanátt V-lands og kólnar á sunnudag, en vestanátt og þurrt austantil.

1

2

1

2

2

4

4 4

elín björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is

2

-1

0

0

2 4

2

S 8-15 m/S og rigning en HægAri og úrkomulítið nA-til. Hiti 2 til 8 Stig.

nA 10-18 m/S, og SlyDDA nv-til AnnArS A-læg átt og Skúrir. Hiti 0 til 5 Stig.

n 10-18 m/S, en v-læg átt A-til. SlyDDA eðA rigning. kólnAr AFtur.

HöFuðborgArSvæðið: S 5-10 m/S og rigning. Hiti 3 til 6 Stig.

HöFuðborgArSvæði : nA 8-13 og SkýjAð en úrkomulítið. FroSt 1 til 5 Stig.

HöFuðborgArSvæði : n 8-13 m/S. SkýjAð en úrkomulítið. Hiti 1 til 5 Stig.

 MenntaMál Íslenskir leiklistarneMar sjá ekki FraM á að geta lokið náMi

Fjáröflun ADHD samtakanna í byrjun þessa mánaðar hófu ADHD samtökin fjáröflun með sölu á armböndum. Samtökin vilja líka vekja athygli á starfi sínu og stöðu þeirra sem eru með ADHD. Seld verða gúmmíarmbönd með áletrun ADHD samtakanna og á þeim má einnig finna mynd af gimsteini sem á að vísa til þess jákvæða, góða og fallega sem býr í Ólafur ragnar grímsson, forseti íslands, öllum, eins og segir í tilkynningu frá samkeypti fyrsta armbandið í fjáröflun ADHD tökunum. í ár fagna ADHD samtökin 25 ára samtakanna. afmæli sínu og er sala armbandanna einn liður af mörgum sem efnt verður til vegna afmælisins. Sala armbandanna hófst í gær þegar Ólafur ragnar grímsson, forseti íslands, keypti fyrsta armbandið.

kuldamet í maí 36 ára gamalt kuldamet í maímánuði féll í fyrrinótt þegar frost mældist 17,6 stig á grímsstöðum á Fjöllum. Það er 0,2 stigum kaldara en áður hafði mest sést á mælum hérlendis í maímánuði. engu að síður býst veðurklúbburinn á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík við því að sumarið verði gott, þegar það loksins kemur. Dalvíkingarnir telja hins vegar að það fari ekki að vora almennilega fyrr en eftir hvítasunnuna sem er 20. maí. Veðurklúbburinn gefur reglulega frá sér veðurspár. Þær rætast stundum en stundum ekki.

Dregnir inn í svindl og fá ekki námslán níu íslenskir leiklistarnemar í Danmörku sjá ekki fram á að geta lokið náminu eftir að skólanum var skyndilega lokað. nýr skóli hefur verið stofnaður með sömu formerkjum en lín samþykkir námið ekki sem lánshæft. Stjórnarmenn gamla skólans hafa orðið uppvísir að því að stofna fölsk félög með nöfnum nemendanna og fá opinbera styrki út á félögin. íslenskur nemandi kom af fjöllum þegar hann komst að því að hann væri stjórnarmaður í Hjólakautafélagi norðurbrúar.

l

Hófleg bjartsýni á Vöruskiptaafframtíðarhorfur gangur 9,3 milljVæntingavísitala Capacent arðar í mars gallup sýnir litla breytingu á væntingum íslenskra neytenda á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar á milli mars og apríl. Væntingavísitalan lækkaði um rúm 2 stig á tímabilinu. Hún mælist nú 87 stig en var 89 stig í mars. Capacent gallup tekur fram að mælingin hafi verið framkvæmd í fyrri hluta mánaðarins, fyrir lokasprettinn í nýafstaðinni kosningabaráttu fyrir alþingiskosningar – og þau kosningaloforð sem þá voru gefin sem að öðru jöfnu ætti að auka væntingar um bjartari framtíð. Þrátt fyrir lækkunina er þetta þriðja hæsta gildi vísitölunnar frá því í apríl árið 2008. íslenskir neytendur eru talsvert bjartsýnni nú á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar en þeir voru á sama tíma í fyrra. í apríl í fyrra nam væntingavísitalan 71 stigi. Vísitalan er þó enn undir 100 stigum en þá eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Væntingavístalan mældist síðast yfir 100 stigum í febrúar árið 2008. - jh

Afgangur af vöruskiptum við útlönd í mars var 9,3 milljarðar króna, að því er fram kemur hjá Hagstofu íslands. Það er nær tvöfalt meiri afgangur en í sama mánuði í fyrra, reiknað á sama gengi. munurinn liggur í talsvert minni innflutningi í síðastliðnum mars en fyrir ári. Útflutningur í mars nam 50,9 milljörðum króna en innflutningur 41,6 milljörðum. Útflutningurinn var í meginatriðum í takti við undanfarna mánuði en innflutningur var með minna móti. Það skýrist að hluta af litlum innflutningi hrá- og rekstrarvara og litlum sem engum innflutningi skipa og flugvéla. Á fyrsta fjórðungi ársins var 25,6 milljarða króna afgangur af vöruskiptum við útlönd. Það er umtalsverð aukning frá sama tíma í fyrra, þegar 18,2 milljarða afgangur var af vöruskiptum. Vöruskipti við útlönd skiluðu 75,5 milljarða króna afgangi á árinu 2012, 4,4% af vergri landsframleiðslu. -jh

Hann skráði nemendur skólans sem stjórnarmeðlimi og sótti um styrki til sveitarfélagsins fyrir þessi fölsku félagasamtök.

GERIÐ GÆÐASAMANBURÐ!

Frábært grill

U VELD GRILL T NDIS SEM E Ú OG Þ AR SPAR

fyrir íslenskar aðstæður

16,5 KW

69.900

Grilleining og grillgrindur eru postulínsemaleraðar Skúffa undir öllu fyrir fitu

Er frá Þýskalandi

Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Þyngd 55 kg

www.grillbudin.is

Fjöldi gas og kolagrilla á frábæru verði

mt. Daily Snow í hlutverki mammons í nemendasýningunni komedien om enhver sem CiSPA setur upp í vor. mynd/CiSPA

eiklistarnám og fjárhagur níu íslenskra námsmanna í Danmörku er í uppnámi eftir að listrænum stjórnendum og aðalkennurum skólans þeirra var sagt upp á miðri önn. Skólanum, Holberg, var í framhaldinu lokað og fylgdu nemendur listrænu stjórnendunum yfir í annan skóla sem þeir stofnuðu með samskonar áherslur og sá fyrri. Lánasjóður íslenskra námsmanna vill hins vegar ekki meina að námið sé lánshæft í nýja skólanum, CISPA (Copenhagen International School of Performing Arts). „Við getum ekki klárað námið okkar,“ segir einn íslensku nemendanna, Dagur Snær Sævarsson, sem kallar sig Daily Snow, en skólagjaldið er um ein milljón íslenskra króna á ári. Hann segir þá nú vinna að því hörðum höndum að sýna LÍN fram á að í raun sé um að ræða sama skóla, með annarri stjórn. Á síðasta stjórnarfundi LÍN var samþykkt, vegna sérstakra aðstæðna, að nemendurnir fái lán fyrir önnina sem nú er að líða en síðan ekki meir.

aðalkennurunum var sagt upp var gagnrýni þeirra á að bókhald skólans væri ekki opið. Upphaflega ætluðu nemendur að athuga hvernig þeir gætu komið stjórninni frá. „Þá fengum við upplýsingar um að það væri ýmislegt óhreint í bókhaldinu þeirra. Við skoðuðum það betur og komumst að því að formaður stjórnarinnar hafði, ásamt ritaranum og einum endurskoðanda stofnað félagasamtök þar sem hann skráði nemendur skólans sem stjórnarmeðlimi og sótti um styrki til sveitarfélagsins fyrir þessi fölsku félagasamtök,“ segir hann. Daily Snow varð heldur undrandi við nánari eftirgrennslan þegar hann komst að því að hann, ásamt öðrum íslenskum nemanda, er á pappírum skráður stjórnarmeðlimur í Hjólaskautaklúbbi Norðurbrúar. „Þetta bjó stjórnarformaðurinn til,” segir Daily Snow. Hann hefur undir höndum gögn sem sýna að styrkir til fjögurra fölsku félaganna nema allt að fjórum milljónum íslenskra króna á fimm síðustu ársfjórðungum. Nemendur vinna að því að afla frekari gagna en félögin voru alls sjö.

Styrkir upp á milljónir

opna bókhaldið

Daily Snow segir að þar með sé ekki öll sagan sögð því ein af ástæðum þess að

Það var í framhaldi af þessu sem nemendurnir kærðu stjórnarmenn í Holberg, skólanum var formlega lokað og stjórnarformaðurinn réði sér lögmann. „Við erum núna að leita okkur að lögmanni sem getur tekið þetta að sér,“ segir Daily Snow sem óttast að þurfa að endurgreiða styrkina þar sem hann skrifaði undir pappíra sem hann taldi vera vegna félagaaðildar við skólann en í raun var hann að skrifa undir að hann stýrði Hjólaskautaklúbbnum. Nemendur CISPA standa nú í ströngu að klára önnina og setja upp leikrit. Íslendingarnir hafa hins vegar ekki gefist upp við að sýna fram á lánshæfi skólans. Daily Snow gagnrýnir hins vegar að þeir fái ekki upplýsingar frá LÍN um ástæður þess að Holberg uppfyllti skilyrðin og hvað hann hafði fram yfir CISPA. Báðir skólarnir eru einkaskólar og því litlar upplýsingar um þá að sækja til danskra yfirvalda. Daily Snow segir nemendur ekki geta farið í sambærilegt nám í öðrum skóla. „Holberg var eini alhliða leiklistarskólinn í Danmörku sem er á skrá hjá LÍN. Þetta er því mjög slæmt,“ segir hann. Þá bendir Daily Snow á að CISPA ætlar að hafa opið bókhald og hefur hann, sem fulltrúi nemenda, verið kjörinn í stjórnina. Framkvæmdastjóri LÍN vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði til þess að nemendurnir hefðu undir höndum öll svör frá LÍN. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Hámarkaðu afsláttinn

7KR

10KR

50 -150 L KR

0-50

L

0L+ 15

5

Afsláttarþrep Orkunnar Þín stöð Afsláttarþrep Orkunnar er nýjung á Íslandi þar sem Orkulyklahöfum býðst stighækkandi afsláttur af eldsneyti hjá Orkunni í takt við aukinn fjölda keyptra lítra í mánuðinum á undan hjá Orkunni og Shell. Þín stöð bætist við Afsláttarþrep Orkunnar og verður afslátturinn þannig að hámarki 10 kr.

ÞREP 1 0-50L

3 kr.

ENNEMM / SÍA / NM56163

ÞREP 2 50-150L ÞREP 3 150L+

2 kr. Þín stöð 5 kr.

= 5 kr. afsl. 2 kr. Þín stöð

8 kr.

= 7 kr. afsl. 2 kr. Þín stöð

= 10 kr. afsl.

Skráðu þig í Afsláttarþrep Orkunnar á orkan.is og hámarkaðu afsláttinn þinn. Sjá nánar á www.orkan.is

www.orkan.is/afslattarthrep

Símanúmer þjónustuvers: 578 88 00

AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI!


6

fréttir

Helgin 3.-5. maí 2013

 Dagbók arfærslur Meintar hugrenningar sigMunDar Davíðs í spéspegli á vef fréttatíMans

SMS frá Össuri – 15% skuldaniðurfærsla max – og broskall! Kæra dagbók. Og góður Guð. Þú sem vilt ekki blessa Ísland. Ef það er þín hugmynd að ég geri hér einhver stórvirki þá veit ég sannarlega ekki hvort ég er rétti maðurinn. Ég velti fyrir mér hvort það sé ekki einhver önnur leið. Ég er búinn að tala við alla formennina og ég held að enginn þeirra vilji í raun fara í ríkisstjórn. Nema Bjarni. Gallinn er að það vill enginn fara með honum í stjórn. Allir hinir sjá að sá sem fer í ríkisstjórn verður grýttur í haust.“ Þannig byrjaði dagbók Sig-

mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á vef Fréttatímans í gær, dagbók sem birtist daglega á vefnum, frettatiminn.is. Rétt er að ítreka, eins og gert er á vef Fréttatímans, að dagbókin er ekki skrifuð af Sigmundi Davíð sjálfum heldur er hún spéspegill, skrifuð til að gera lífið skemmtilegra. Formaður Framsóknarflokksins er í miðri hringiðu stjórnmálanna. Fylgjast má með nýrri dagbókarfærslu dag hvern á vefnum: frettatiminn.is

6,1% kynbundinn launamunur í Hafnarfirði Heildarlaun kvenna hjá Hafnarfjarðarbæ eru 6,1% lægri en heildarlaun karla að teknu tilliti til starfsgreinar, aldurs, starfsaldurs og fjölda yfirvinnustunda. Það er svipaður munur og mældist 2007. Ef kennarar eru ekki meðtaldir mælist

kynbundinn launamunur hjá bænum nú 9%, sem er 0,4% hækkun frá 2007. Sé eingöngu litið til dagvinnulauna er munurinn 2,1% en 3,1% hjá öðrum en kennurum en í hópi kennara er munurinn minnstur. Mestur munur er á heildarlaunum ófaglærðra karla

27. apríl „Æ, ég er orðinn syfjaður. 157 ólesin skilaboð og 26 missed call. Helmingurinn fá pabba. Ég þori eiginlega ekki að svara honum. Hann ætlar örugglega að reyna að stjórna í gegnum mig. Hann er minn Bush eldri.“ 28. apríl „Kæra dagbók, þú getur ekki ímyndað þér hvað það eru margir framsóknarmenn í heiminum. Og ég held að þeir hafi allir hringt í mig í dag.“ 29. apríl „En ég held að Bjarni sé jafn dasaður og ég eftir Bessastaði. Við erum það líklega

öll. Mig langar mest til að setja á mig hárkollu og gerviskegg og fara á Iron Man. En það er eins og að vera eftirlýstur að sigra kosningar. Farsíminn er ökklabandið. Nýtt SMS frá Össuri: 15% niðurfærsla skulda max og þjóðaratkvæði um ESB 2014? Og broskall! Svoldið desperate, kallinn.“ 30. apríl „Svo er það Birgitta. Ég skil hana ekki. Ég var aldrei á Hlemmi. Ég er eins og hóll. Birgitta og Jón Gnarr eru ský. Gnarr er klósigar, eitthvað sem er á jaðri gufuhvolfsins. Birgitta er þoka sem breytist reglulega í regnský. Á ég að reyna

að skilja þetta fólk? Ber mér skylda til þess?“ 1. maí „Gummi Steingríms hefur engan sérstakan áhuga á að fara í stjórn – alla vega ekki með mér... Mætti á fundinn eins og einhver hipster og með hinn formanninn með sér. Heiða er ágæt. En það er hálfkjánalegt að hafa tvo formenn í sex manna flokki.“

 heilbrigðisMál sænskur skurðlæknir á leið til lanDsins

og kvenna en á dagvinnulaunum karla og kvenna í hópi sérfræðinga. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir stöðuna ólíðandi. „Við munum fara í markvissar aðgerðir til að útrýma þessum launamun," segir hún í yfirlýsingu.

Fimm kynleiðréttingaraðgerðir verða framkvæmdar á Landsspítala háskólasjúkrahúsi í þessum mánuði. Aðeins ein slík var framkvæmd í fyrra. Ljósmynd/Nordicphotos/Getty

Sýningum lýkur í vor!

Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is

17. júní í Reykjavík

Fimm kynleiðréttingar framkvæmdar hér í maí Sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz mun framkvæma fimm kynleiðréttingaraðgerðir hér á landi í mánuðinum. Að þeim loknum munu 25 Íslendingar hafa gengist undir kynleiðréttingu. Aðeins var ein slík aðgerð framkvæmd hér á landi í fyrra.

Dagskráratriði óskast Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 10. maí. Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@hitthusid.is

Þetta hefur verið uppsafnaður vandi. ... Þess vegna eru þetta svona margar aðgerðir nú.

Þ

etta er gert einu sinni á ári hér á landi. Þá kemur sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz frá Linköping. Hann er væntanlegur hingað nú í maí,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir. Fimm Íslendingar munu gangast undir kynleiðréttingu í þessum mánuði. Svíinn Gunnar Kratz framkvæmir aðgerðirnar en hefur íslenska lækna á lýtalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss sér til halds og trausts. Óttar vildi ekkert segja um af hvoru kyni þeir væru sem gangast munu undir kynleiðréttingaraðgerðir nú. Hann er einn af þeim sem framkvæma mat á þeim sem gangast undir kynleiðréttingu. „Það eru mjög margir aðilar sem koma að því mati en ég er einn af þeim, já,“ segir Óttar. Aðeins ein kynleiðréttingaraðgerð var framkvæmd hér á landi í fyrra. Óttar segir að samtals hafi fjórtán aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi og hefur Gunnar Kratz framkvæmt þær flestar. Samtals hafa 20 Íslendingar gengist undir kynleiðréttingu. „Þetta hefur verið uppsafnaður vandi. Það voru engar aðgerðir framkvæmdar frá 2001 til 2009. Þess vegna eru þetta svona margar aðgerðir nú,“ segir Óttar. Aðspurður segist Óttar ekki bjartsýnn á að íslenskir læknar muni framkvæma kynleiðréttingaraðgerðir hér á landi í bráð. „Þetta eru svo fáar aðgerðir á hverju ári. Tvær til þrjár aðgerðir á ári er bara of lítið. Menn verða bara að gera miklu fleiri aðgerðir til að halda sér í æfingu.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is

Óttar Guðmundsson geðlæknir.


ALWAYS A BETTER WAY

Nú eru allir Hybrid bílar á sumartilboði

GRÆ

NIR

BÍLA

R

YARIS HYBRID

AURIS HYBRID

Eyðsla í blönduðum akstri frá 3,5 l/100 km

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 63902 04/13

Eyðsla í blönduðum akstri frá 3,8 l/100 km

PRIUS

Eyðsla í blönduðum akstri frá 3,9 l/100 km

PRIUS +

Eyðsla í blönduðum akstri frá 4,1 l/100 km

PRIUS PLUG-IN

Eyðsla í blönduðum akstri frá 2,1 l/100 km

Gleðilegt sumar. Með hækkandi sól bjóða allir viðurkenndir söluaðilar Toyota Hybrid bíla á sérstöku tilboðsverði. Komdu í heimsókn, finndu Hybrid bíl sem hentar þér og lækkaðu bensínkostnaðinn svo um munar. Við hlökkum til að sjá þig.

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

Ti lb til oði 17 ð g . m il aí dir .

Kíktu á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi


8

fréttir

Helgin 3.-5. maí 2013

 Skuldamál Samningar einStaklinga Við kröfuhafa

Háar skuldir millistéttar Fimm árum eftir bankahrun er enn fjöldi fólks sem glímir við háar afborganir vegna fasteignalána. Lögmaður segir bankastofnanir og Umboðsmann skuldara beita fólk ósanngjörnum kröfum þegar kemur að skuldauppgjöri. Bankarnir segja að reynt sé að koma til móts við fólk. núna sé það aðallega vegna verðtryggðra lána. Sævar leggur áherslu á að oft þurfi einstaklingar í skuldavanda að fara með mál sín tvisvar og jafnvel þrisvar sinnum í gegnum kerfið til að fá sanngjarna niðurstöðu. Bankarnir þurfi að taka tillit til getu fólks til að greiða en ekki setja fram óraunhæfar kröfur.

Fólki refsað fyrir að vera í eigin rekstri

Að mati Sævars hefur fólk í eigin rekstri átt erfitt með að fá sanngjarna niðurstöðu í sín skuldamál því það er með óljósar tekjur. „Fólki er því refsað fyrir að vera í eigin rekstri,“ segir Sævar og bætir við að honum þyki það óskiljanlegt og að í sumum tilvikum hafi Umboðsmaður skuldara beitt fólk þessum kröfum. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni skuldara getur reynst erfiðara fyrir fólk í eigin rekstri að ná samningi ef það getur ekki áætlað tekjur sínar fram í tímann. Oftast sé miðað við tekjur síðasta árs en ef verulegar breytingar hafi orðið og ekki hægt að miða við

Ljósmynd/Hari

V

enjulegt fólk í millistétt skuldar kannski yfir hundrað milljónir króna vegna fasteignalána. Oftast eru skuldirnar til komnar vegna kaupa á fasteign eða vegna nýbygginga. Fólki finnst mikið að skulda yfir hundrað milljónir króna og að það hafi kannski farið fram úr sér. Það þarf ekki að vera svo því það koma svo margar breytur inn í þetta. Til dæmis fólk sem hefur verið að byggja og átt tvær fasteignir eða tekið gengistryggð lán. Það er mjög algengt að það fólk sem ég hjálpa skuldi áttatíu til hundrað milljónir króna,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður. Að sögn Sævars er algengt að fólk leiti til hans eftir að hafa látið reyna á úrræði hjá hinu opinbera og bönkunum. „Stundum er það líka þannig að fólk hefur ýtt vandanum á undan sér og ekki talið sig geta gert neitt. Svo þegar kemur að uppboði leitar fólk til lögmanns,“ segir Sævar og bætir við að fyrst eftir bankahrunið hafi flestir leitað lögfræðiaðstoðar vegna gengistryggðra lána en að það hafi breyst og

Tæpum fimm árum eftir bankahrun er enn unnið að úrlausn á skuldavanda einstaklinga og fjölskyldna.

þær tekjur lengur séu fáar forsendur til að miða við. Frá Íslandsbanka fengust þær upplýsingar að torveldara geti verið að áætla tekjur einstaklinga í eigin rekstri og að tekjur séu alltaf forsenda þess að viðkomandi geti staðið undir lágmarks greiðslu af fasteignalánum.

Hjá Arion-banka fengust þær upplýsingar að reynt væri að koma til móts við fólk og viðmiðun fundin, svo sem skattframtal síðasta árs. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Sævar Þór Jónsson lögmaður segir algengt að það fólk sem til hans leiti skuldi áttatíu til hundrað milljónir vegna fasteignalána.

Heimkaup stækkaði pakkann og bætti við sig sendlaþjónustu Póstsins „Viðskiptavinir Heimkaupa geta fengið vörurnar afhentar innan 90 mínútna á Höfuðborgarsvæðinu. Sendlaþjónusta Póstsins bregst hratt við og stendur við loforð Heimkaupa.“ Sverrir Steinn Ingimundarson, rekstrarstjóri hjá Heimkaupum, www.heimkaup.is

Við viljum gera meira fyrir viðskiptavini okkar og aðstoða þá við að bjóða viðskiptavinum sínum réttar lausnir og hagræða í rekstri – það köllum við að stækka pakkann. Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins í síma 580 1090 eða í fyrirtaekjalausnir@postur.is. Þú getur líka skoðað þær lausnir sem í boði eru á postur.is.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-0960

www.postur.is


GREIÐSLUR ÚR LÍFEYRISSPARNAÐI MAÍ

Bíla- og tækjafjármögnun kynnir þjónustu sína á stórsýningunni og fjölskylduhátíðinni „Allt á hjólum“

MAÍ

VERKEFNASTJÓRNUN Í NÝSKÖPUN

ENTERPRISE ARCHITECTURE MAÍ

Upplýsinga- og tæknisvið Arion banka fjallar um Enterprise Architecture (EA) í samstarfi við Dokkuna

Hvað ber að hafa í huga varðandi greiðslur úr lífeyrissparnaði? Fræðslufundur í Reykjavík og á Akureyri

MAÍ

Morgunfundur um verkefnastjórnun í nýsköpun í samstarfi við Young Crew á Íslandi

SÉREIGNARSPARNAÐUR MAÍ

Fræðslufundur um séreignarsparnað, séreignarsjóðinn Lífeyrisauka og þjónustu við sjóðfélaga

VIÐBURÐADAGATAL ARION BANKA Við hjá Arion banka bjóðum fjölbreytt úrval af námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum þér að kostnaðarlausu. Hér að ofan eru nokkrir af viðburðum maímánaðar. Alla viðburði, nánari upplýsingar og skráningu er að finna á arionbanki.is/vidburdadagatal Hlökkum til að sjá þig.


10

viðskipti

Helgin 3.-5. maí 2013

 Húsnæði MánaðarHækkun saMbærileg og á árinu 2007

Húsnæðisverð hækkar og verðbólga hjaðnar Þvílík hækkun milli mánaða hefur ekki sést á þessum lið síðan á þensluárinu mikla 2007. Óvenjulega mikil hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni, í mælingu Hagstofu Íslands, er helsta skýring á því að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði, þvert á spár um lækkun eða óbreytta vísitölu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,13% milli mánaða í apríl. Þrátt fyrir nokkra hækkun vísitölu neysluverðs nú hjaðnar verðbólga töluvert í aprílmánuði, fer úr 3,9% niður í

3,3%, að því er fram kemur í yfirliti Greiningar Íslandsbanka. Markaðsverð húsnæðis hækkaði í apríl um 1,8% á milli mánaða. „Þvílík hækkun milli mánaða hefur ekki sést á þessum lið síðan á þensluárinu mikla 2007,“ segir Greiningin. „Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæði hækkaði um 1,8%, en verð fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu lækkaði hins vegar lítið eitt. Á móti því vó hins vegar 8,6% hækkun húsnæðisverðs á

landsbyggðinni. Sú hækkun kemur verulega á óvart, enda hefur svo mikil mánaðarhækkun ekki sést í tölum Hagstofu svo langt aftur sem þær ná, eða til síðustu aldamóta. Þá hækkaði greidd húsaleiga um 1,7% í apríl, sem er óvenju mikil hækkun,“ segir enn fremur. Verð á ýmsum innfluttum vörum lækkaði í kjölfar verulegrar styrkingar krónu frá miðjum febrúarmánuði. Eldsneytisverð

lækkaði um 4% og verð á nýjum bílum lækkaði um 2,2%. „Þá má greina áhrif styrkingarinnar í öðrum vöruflokkum á borð við raftæki,“ segir Greiningin. „Í heild lækkuðu innfluttar vörur í verði um 1,0% í apríl. Miðað við þróun krónunnar undanfarið virðist þó vera innstæða fyrir talsverðri viðbótarlækkun á innfluttum vörum og verður fróðlegt að fylgjast með verðþróun þeirra á komandi mánuðum.“ - jh

Veruleg hækkun varð í apríl á húsnæðisverði á landsbyggðinni. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði líka í verði en fráleitt eins mikið en verð í fjölbýli þar lækkaði lítið eitt.

 eiMskip saMið uM lækkun k aupverðs á nýsMíði tveggja gáMaskipa

Tvö ný skip á aldarafmælinu Það verður gaman að taka á móti nýju skipunum á 100 ára afmælisári félagsins 2014, segir Gylfi Sigfússon forstjóri.

t ... lækkun á kaupverði skipanna í tengslum við tafir á afhendingu þeirra sem nemur um 1,2 milljörðum íslenskra króna.

vö ný skip sem nú eru í smíðum fyrir Eimskip verða afhent félaginu á aldarafmælisári félagsins en félagið var stofnað árið 1914. Skipafélagið hefur samið um lækkun á kaupverði skipanna, að því er fram kemur á síðu þess. Á árinu 2011 samdi Eimskip við skipasmíðastöð Rongcheng Shenfei í Kína um smíði á tveim gámaskipum. Skipin eru hvort um sig 875 gámaeiningar að stærð, þar af með tengla fyrir 230 frystigáma. Burðargeta skipanna er um 12 þúsund tonn, lengd 140,7 metrar og breidd 23,2 metrar. „Upphaflega var gert ráð fyrir að skipin yrðu afhent á þessu ári. Nú liggur fyrir samkomulag við skipasmíðastöðina um að afhending á skipunum verði á fyrri hluta árs 2014. Jafnframt því að semja um seinkun á afhendingu hefur félagið samið um rúmlega 20% lækkun á samningsverði skipanna og nemur lækkunin 10 milljónum USD [Bandaríkjadala] samtals fyrir bæði skipin. Félagið hefur að teknu tilliti til lækkunar á verði skipanna greitt um 26 milljónir USD eða sem nemur um 70% af uppfærðu samningsverði. Fjárfestingin er fjármögnuð með eigin fé og brúarláni frá innlendum banka á byggingartímanum og með langtímafjármögnun frá erlendum banka,“ segir enn fremur. Í mars 2013 kynnti félagið umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi sínu. Seinkunin á

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir það ánægjulegt að náðst hafi fram lækkun á kaupverði skipanna tveggja. Ljósmynd/Eimskip

Teikning af hinum nýju gámaskipum Eimskips.

afhendingu skipana mun ekki hafa áhrif á þær breytingar eða þjónustu við viðskiptavini félagsins. Hún mun þó hafa í för með sér áframhaldandi leigu á skipum lengur en gert hafði verið ráð fyrir. „Það er ánægjulegt að hafa náð fram lækkun á kaupverði skipanna í tengslum við tafir á afhendingu þeirra sem nemur um 1,2 milljörðum íslenskra króna,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. „Það verður gaman að taka á móti nýju skipunum á 100 ára afmælisári félagsins 2014. Þrátt fyrir tafir á afhendingu skipanna þá verða

engar breytingar á nýju siglingakerfi félagsins og mun þetta ekki hafa áhrif á þjónustu félagsins við viðskiptavini. Það er einnig gott að finna fyrir því trausti sem Eimskip hefur áunnið sér frá hendi erlendra fjármálastofnana við fjármögnun verkefnisins, en félagið er með trygga langtímafjármögnun vegna nýsmíðinnar.“ Eimskip rekur 51 starfsstöð í 18 löndum og er með 16 skip í rekstri. Starfsmenn eru um 1.330. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

heitir nú Við hlökkum til ánægjulegs samstarfs. - snjallar lausnir

Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 102, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is

TM

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)


Kræsingar & kostakjör

MEgatilBoð á PaMPErsBlEiuM vErð 1498kr

Pampers BD Jun.11-25kg 45s Eco 5 Pampers BD Maxi 7-18k 50s Eco 4 Pampers BD Maxi+ 9-20kg 46s Eco 4+ Pampers BD Midi 4-9k 56s Eco 3

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


12

fréttaskýring

Helgin 3.-5. maí 2013

 ALÞiNGiSKoSNiNGAr FJöLBrEyttur BAKGruNNur Nýrr A ALÞiNGiSMANNA

Kennarar og nemendur setjast á Alþingi Í hópi nýrra þingmanna eru sjö kennarar og fjórir háskólastúdentar. Einn þingmaðurinn er líka sprettharðasti maður Íslands og tveir nýliðanna eiga að baki landsleiki með unglingalandsliðum Íslands í knattspyrnu.

S

umir hafa kvartað undan því að menntamál hafi fengið lítið pláss í kosningabaráttunni sem lauk um síðustu helgi. Niðurstaða kosninganna er engu að síður sú að kennarar og námsmenn eru nú meira áberandi í hópi þingmanna en nokkru sinni. 27 nýir þingmenn setjast nú á Alþingi, 15 karlar og 12 konur. Í þeim hópi eru sjö sem hætta störfum við grunn- og framhaldsskóla landsins til að gerast þingmenn. Þá eru fjórir nýju þingmannanna staddir í miðju háskólanámi, sem þeir verða væntanlega að leggja á hilluna næstu árin. Í hópi nýju þingmannanna er líka sprettharðasti maður landsins – núverandi Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi. Tveir nýliðanna eiga að baki landsleiki fyrir unglingalandslið Íslands í knattspyrnu.

Pétur Gunnarsson

fræði og kenndi um tíma við grunnskóla Njarðvíkur. Hún starfar nú sem aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar HS Orku. Brynjar Þór Níelsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands er einna þekktastur af nýju þingmönnunum. Hann sest á þing fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Hann hefur lengi látið mikið að sér kveða í þjóðfélagsumræðunni. Færri vita að Brynjar var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins í sínum aldursflokki á árum áður, lék með meistaraflokki Vals og náði að leika einn landsleik með U-19 landsliði Íslands áður en hann lagði skóna á hilluna til að einbeita sér að laganámi.

Willum Þór Þórsson, nýr þingmaður framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi, er hins vegar þekktastur fyrir knattspyrnuiðkun enda einn sigursælasti þjálfari landsins síðustu ár. Willum lék þrjá landsleiki fyrir U-17 landslið Íslands en lærði síðan viðskiptafræði. Hann er einn af kennurunum, sem nú setjast á þing; aflaði sér kennsluréttinda og hefur lengi kennt við Menntaskólann í Kópavogi. Willum sat líka í stjórn Sparisjóðsins í Kópavogi á árum áður allt þar til sjóðurinn sá var sameinaður BYR á árinu 2007. Fyrir utan Willum eru kennararnir í hópi nýrra þingmanna þessir:

FÍTON / SÍA

petur@frettatiminn.is

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi, er menntaður grunnskólakennari en líka náms- og starfsráðgjafi, og starfar sem slíkur við framhaldsskólann í Fjallabyggð.

Páll V. Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar á Suðurlandi, er 52ja ára en lauk grunnskólakennaraprófi árið 2011 og hefur starfað síðasta árið sem kennari við Fisktækniskólann í Grindavík, auk þess að sitja þar í bæjarstjórn

Elsa Lára Arnardóttir, er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, og hefur starfað sem grunnskólakennari þar í bæ frá 2001 og lauk B.Ed prófi 2005.

Þórunn Egilsdóttir, er líkt og Líneik Anna, framsóknarþingmaður af Norðausturhorninu. Hún er 49 ára og kennir við Grunnskóla Vopnafjarðar, enda með B.Ed próf frá Kennaraháskóla Íslands. Hún er líka sauðfjár- og skógarbóndi þar í sveit ásamt eiginmanni sínum.

Valgerður Gunnarsdóttir, er 57 ára þingmaður Sjálfstæðisflokksins af Norðausturlandi. Hún er skólameistari Framhaldsskólans að Laugum í Þingeyjarsveit. Hún gekk í Sjálfstæðisflokkinn 2008 en var lengi virk í Kvennalistanum og sat fyrir hann í bæjarstjórn Húsavíkur um tólf ára skeið og var meðal annars forseti bæjarstjórnarinnar. Eiginmaður Valgerðar er fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann heitir Örlygur Hnefill Jónsson, og er hæstaréttarlögmaður, og settist nokkrum sinnum á þing á árunum 20012003. Fleiri þingmenn eiga kennsluferil að baki.

Líneik Anna Sævarsdóttir, er líka þingmaður Framsóknar, en kemur úr Norðausturkjördæmi. Hún er skólastjóri grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og hefur gegnt því starfi frá 2006, en er með B.Sc. próf í líffræði auk kennsluréttinda.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, framsóknarkona úr Suðurkjördæmi, er með B.A. próf í sagn-

Vilhjálmur Bjarnason er þekktur fyrir að keppa í Útsvari fyrir hönd Garðabæjar og fyrir að tala máli almennra fjárfesta og halda uppi harðri gagnrýni á útrásarvíkinga. Vilhjálmur er liðlega sextugur, rekstrarhagfræðingur að mennt, starfaði áður sem bankaútibústjóri í Vestmannaeyjum og var kennari við Iðnskólann í Reykjavík frá 19891995. Vilhjálmur er líka þekktur baráttumaður fyrir bættri stöðu og högum fatlaðra en hann á tvær fatlaðar dætur, sem luku báðar diplómanámi frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum síðan.

Einn nýliðanna verður elsti þingmaðurinn næstu ár; Sigrún Magnúsdóttir er fædd 1944 og því 68 ára gömul. Hún er hins vegar enginn nýgræðingur í stjórnmálum, var borgarfulltrúi Framsóknarflokksins frá 19862002 og varaþingmaður Ólafs Jóhannessonar á árunum 1979-1983 og tók þá tvisvar sinnum sæti á þinginu. Eiginmaður Sigrúnar er líka einn af þekktustu stjórnmálamönnum landsins síðustu áratugi, Páll Pétursson, fyrrverandi

félagsmálaráðherra og þingmaður framsóknar í tæp 30 ár. Sigrún sat í Landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Hún vann hjá Deutsche Bank í Darmstadt í Þýskalandi veturinn 1963-1964 en rúmum fjörutíu árum seinna, eða 2006, lauk hún BA prófi í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Þá er komið að háskólastúdentunum sem nú gerast alþingismenn. Þeirra á meðal er

Haraldur Einarsson, 25 ára gamall bóndasonur úr Flóanum. Hann er á síðasta ári í verkfræðinámi við Háskóla Íslands. Haraldur er líka núverandi Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi karla. Hann vann þann titil um svipað leyti og ákveðið var að hann skipaði fjórða sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi við kosningarnar í vor.

Vilhjálmur Árnason er þrítugur lögreglumaður og ökukennari sem býr í Grindavík. Hann sest nú á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vilhjálmur er langt kominn

með að ljúka B.A. námi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.

Jón Þór Ólafsson, er 37 ára þingmaður Pírata úr Reykjavík. Í kosningabaráttunni kynnti Jón Þór sig sem nema í viðskiptafræði og segist hafa lokið um þriggja missera námi í viðskiptafræði og eins misseris námi í heimspeki. Hann hefur áður skrifað greinar í blöð og þá ýmist kynnt sig sem heimspeking, stjórnmálafræðing eða stjórnmálaheimspeking. En hvernig sem það er allt vaxið er enginn vafi á að nú er Jón Þór orðinn alþingismaður.

Karl Garðarsson er landsþekktur fjölmiðlamaður, sem hefur M.A. próf í fjölmiðlafræði og starfaði í tæp 20 ár hjá Bylgjunni og Stöð 2, – lengi sem fréttalesari og fréttastjóri. Síðar var hann ritstjóri fríblaðsins Blaðsins. Undanfarið hefur Karl hins vegar stundað laganám við Háskólann í Reykjavík og var það hans helsta verkefni áður en kosningabaráttan tók við.

Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsti þingmaður sögunnar, tæplega 22 ára. Í fyrsta skipti sem hún kaus til Alþingis gat hún kosið sjálfa sig á þing. Jóhanna María er lærður búfræðingur en var áður í Morfísliði Fjölbrautar í Breiðholti. Hún er sauðfjárbóndi í Mjóafirði og þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Premium Icelandair American Express®® kortið veitir þér aðgang að Saga Lounge í Leifsstöð

Kynntu þér kostina á www.americanexpress.is

American Express

American Express

Valid Thru

Valid Thru

Member Since

Member Since

er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express

American Express er skrásett vörumerki American Express.


r rIsA

L

LAGErsALA A4 ALLA HELGINA Á KöLLuNArKLEttsvEGI 10 Yfir 6000 vöruteGundir – verð frá 49 kr. – 4.999 kr.

Köllunarklettsvegur

Sæbraut

Gjafapokar og pappír 99 kr Gjafakort Stílabækur og möppur

frá 49 kr.

frá 499 til 1.999 kr.

föndurvörur

frá 49 kr.

Laugardagur – Opið 11-17 Sunnudagur – Opið 13-17 13–15 Grillaðar pylsur og svali 14–15.30 Grillaðar pylsur og svali 14.00 Solla stirða og íþróttaálfurinn 14.30 Solla stirða og íþróttaálfurinn

www.a4.is / sími 580 0000 / sala@a4.is

A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi

TM & © 2013 LazyTown Entertainment. A Time Warner company. All rights reserved.

Ís frá 99 kr.

Sæbraut

49 kr

SkólatöSkur

Hoppu kastali Spil og púSl

Sundagarðar


14 

viðtal

Helgin 3.-5. maí 2013

menntAmál Skóli án AðgreiningAr

Hugmyndafræði má ekki verða að pólitískum rétttrúnaði Margir foreldrar barna með sérþarfir vilja hafa val um það hvort barn þeirra fer í almennan hverfisskóla eða sérskóla. Að mati Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar í sjálfu sér ekki slæm. Sá pólitíski rétttrúnaðar sem ríkt hefur gagnvart hugmyndinni hafi þó valdið því að smátt og smátt hafi verið lokað á flest sérúrræði utan hverfisskólanna.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi segir álag á kennara of mikið og að veita þurfi þeim meiri stuðning til að sinna nemendum í skóla án aðgreiningar.

A

ð mati Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa eru skólar mis vel í stakk búnir til að starfa án aðgreiningar. „Sumir skólar standa sterkir því innan þeirra eru öflugir hópar sérfræðinga sem sinna börnum með sérþarfir. Sú staða er því miður ekki hjá öllum skólum,“ segir Þorbjörg.

Breyttar þarfir eftir aldri

Þorbjörg telur reynsluna sýna að mörgum börnum henti vel að vera í sínum hverfisskóla upp að vissum aldri. Eftir kynþroskaaldurinn verði félagslegur þroski mismunandi á milli barna og þá vilja foreldrar senda börn sín í sérskóla eða aðra þjónustu en þau úrræði eru ekki í boði fyrir alla. Þorbjörg telur að pólitískur rétttrúnaður hafi verið ríkjandi gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar og vegna hans hafi smátt og smátt verið lokað á flest sérúrræði utan skólanna. „Þá stöðu þarf að endurskoða því börn með sérþarfir þurfa að eiga kost á að skipta um skóla. Þegar foreldrar sjá að börn þeirra á unglingsaldri standa illa náms- eða félagslega í bekknum sínum, þá skil ég mjög vel áhyggjur þeirra. Það er mjög skiljanlegt að foreldrar vilji að börn sín fari í umhverfi þar sem félagsþroski er svipaður meðal nemendanna.“

Árekstur hugmynda

Að sögn Þorbjargar efast sumir foreldrar barna með sérþarfir um gagnsemi náms barna sinna í almennum skólum. „Foreldrar óttast að börnin fái ekki nægilegan stuðn-

Það er mjög skiljanlegt að foreldrar vilji að börn sín fari í umhverfi þar sem félagsþroski er svipaður meðal nemendanna. ing í skólanum til að ná framförum. Þetta er þó misjafnt, sumir skólar standa sig alveg frábærlega,“ segir Þorbjörg. Að mati Þorbjargar getur hugmyndin um opin rými innan skóla unnið gegn skóla án aðgreiningar því nú sé meira áreiti inni í kennslustofum en áður. Því hafa sumir skólar stúkað af rými fyrir

börn með sérþarfir svo skólastefna um einstaklingsmiðað nám og teymisvinnu geti gengið upp. Sums staðar veitir þetta börnum með sérþarfir nægjanlegan stuðning og næði en ekki alls staðar.

Alvarlegar geðraskanir

Stefnt er að því að byggja upp

SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114 / VÍNLANDSLEIÐ 16 150 REYKJAVÍK

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum 4. maí

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tekur gildi 4. maí nk. Markmiðið með kerfinu er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og lækka lyfjakostnað þeirra sem nota dýr og/eða mörg lyf. Upplýsingar um kerfið má nálgast: Á www.sjukra.is þar sem þú getur einnig reiknað út lyfjakostnaðinn þinn í nýju kerfi. Hjá apótekum.

www.sjukra.is

svokallaða þátttökubekki í hverfum Reykjavíkur sem sinnt geti börnum með alvarlegar geðraskanir. Brúarskóli í Leynimýri er sérskóli en starfrækir þátttökubekk í Breiðholti og hugmyndir eru uppi um að opna annan í Grafarvogi. Þessir þátttökubekkir eru að margra mati afturhvarf til fortíðar enda hugmyndin ansi lík sérdeildum eins og voru í skólum á níunda áratugnum. Stefnan er að fjölga þeim og einnig þátttökubekkjum fyrir börn með þroskahamlanir úr Klettaskóla. Í Brúarskóla stunda börn nám þegar þeim líður illa en fara svo í sinn skóla þegar andleg líðan þeirra er betri. Að mati Þorbjargar á það ekki að vera skilyrt að börn séu aðeins tímabundið á slíkum stöðum því sumum geti hentað betur að vera þar til langframa því þeim líði ekki vel þar sem mikið áreiti er. Þorbjörg telur að þessa staðreynd þurfi að viðurkenna og bætir við að alltaf þurfi að vera úrræði fyrir börn. „Mér finnst að börn með alvarlegar geðraskanir eigi ekki að fara á biðlista. Sú staða getur komið upp eins og nú er að Barna- og unglinga geðdeild Landspítalans sé full og marga mánaða bið eftir inngöngu í Brúarskóla. Það á að vera hægt að finna strax úrræði fyrir börn þegar þeim líður mjög illa. Annað er óásættanlegt fyrir börn, foreldra og kennara,“ segir Þorbjörg og bætir við að foreldrar barna eigi að hafa skilyrðislausan rétt á að vera boðin mismunandi úrræði eftir aðstæðum, enda sé það kjarni laga um grunnskóla að mæta þörfum hvers og eins.

Stuðningur til skóla

„Það er mikið álag á kennurum, meðal annars vegna þess hversu mörg börn með geðræn vandamál eru í hverfisskólunum,“ segir Þorbjörg og bætir við að yfirvöld þurfi að viðurkenna að kennarar þurfi

Skóli án aðgreiningar byggir á viðurkenningu og þátttöku allra nemenda. Námsskráin er merkingarbær fyrir alla nemendur og námsumhverfið einkennist af margbreytileika. Allir nemendur njóta virðingar og ná besta mögulega árangri. Skólastarf án aðgreiningar er ferli í sífelldri þróun, allt skólastarfið er heildstætt og samþætt og stuðningur er veittur eftir þörfum hvers og eins. á meiri stuðningi að halda til að sinna nemendum sínum í skóla án aðgreiningar. Lausnin sé ekki endilega að fjölga bekkjum. „Það er skynvilla að halda að sérskólarnir hafi verið dýrari en skóli án aðgreiningar. Nú er verið að dreifa sérfræðingum um skóla borgarinnar og þeir þurfa að fræðast um fleiri tegundir fatlana en áður og það krefst meiri endurmenntunar og aukins fjölda sérmenntaðra kennara,“ segir Þorbjörg. Lausnin er frekar að viðurkenna að það verði að vera til fleiri úrræði og miklu, miklu sterkari ráðgjöf til umsjónarkennara.

Álag óskylt kjarasamningum

„Það á ekki að hækka laun eða fjölga kennurum á þeim forsendum að það séu of mörg börn sem eiga erfitt. Það á frekar að efla stuðningskerfi sem sinnir þessum börnum betur. Ég er algjörlega á móti því að tala um kjör í samhengi við hugmyndafræði. Þetta á að snúast um börnin og ríki og borg verða að tryggja að skólar geti sinnt verkefninu,“ segir Þorbjörg. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


ÍSLENSKA SIA.IS HLS 63956 05/13

FYRIR

32 20% Happy people möndlur – ýmsar bragðtegundir. Hollt og bragðgott lífrænt snakk.

Kaupir tvo og færð einn poka frían.

Vítamín og bætiefni Solaray, Guli miðinn og Higher Nature.

20% afsláttur

breytt OG bætt heilsuhús á smáratorgi

20%

FRÁBÆR

25%

opnunartilboð

Amé Lífrænn gosdrykkur í veisluna. 3 bragðtegundir.

Yogi te Fjölmargar tegundir sem kitla bragðlaukana.

20% afsláttur

glæsilegur

25% afsláttur

KAUPAUKI

Vivani Lífrænt lúxus súkkulaði.

Kaupir tvö og færð eitt frítt með.

FYRIR

32

Mádara Ef þú kaupir fyrir 8.000 kr. eða meira í Mádara línunni færðu deodorant að verðmæti 3.139 kr. í „kaupbæti“.

Svarið býr í náttúrunni laugavegi

lágmúla

kRinglunni

smáRatoRgi

selfossi

akuReyRi

Reykjanesbæ


gOODfellA´s PiZZur - fljótlegt og þægilegt

tilboð

429kr/pk verð áður 579

að nýbak aup! í hagk

tilboð

tilboð

25% afsláttur á kassa

259kr/stk verð áður 319

tilboð

129kr/stk verð áður 179

Ítölsk smábrauð

baguette 400g

mcCain cCain franskar

Vissir þú að í hagkaup færðu 9 mismunandi tegundir af baguette?

2 tegundir - ljós og dökk

339

kr/stk

lífrænt

tilboð

4299

kr/stk verð áður 4999

blómafrjókorn

Gildir til 5. maí á meðan birgðir endast.

eru góður próteingjafi, innihalda mikið af vítamínum og andoxunarefnum.

Amino energy

Frábær orkudrykkur sem hægt er að drekka hvenær sem er yfir daginn til að auka orku.

tilboð

berry Whité

Lífrænir, léttir, ljúffengir og svalandi drykkir. Án viðbætts sykurs. Engin aukefni.

tilboð

389kr/pk

599kr/stk

verð áður 599

verð áður 719

freyju reyju mix 400g

myllu djöflaterta

sOJA & kókOsÍs

tilboð

599kr/stk verð áður 799

Tilvalinn eftirréttur fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða ofnæmi. Kókosmjólkurísinn hentar þeim sem eru með sojaóþol.


tilboð

25% afsláttur á kassa

ribeye

3225kr/kg

grilluð ribeye steik

verð áður 4299

með ChimiChurri fyrir 4 að hætti Rikku ChimiChuRRi sósa 30 g steinselja 20 g ferskt kóríander 10 g ferskt oreganó 60 ml rauðvínsedik

Setjið allt jurtirnar, edikið, hvítlaukinn, chili-aldinið 6 hvítlauksrif 1/2 rautt chili-aldin og ólífuolíuna í matvinnsluvél og maukið saman. 120 ml ólífuolía Kryddið með salti og pipar. salt og nýmalaður pipar

tilboð

Ribeye 4 Ribeye steikur salt og nýmalaður pipar

Grillið steikurnar á meðalheitu grilli í 4 mínútur á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar, pakkið inn í álpappír og látið standa í 3-4 mínútur. Berið kjötið fram með chimichurri sósunni og grilluðu grænmeti.

tilboð

25% afsláttur á kassa

tilboð

25% afsláttur á kassa

30% afsláttur á kassa

lambatvírifjur kryddlegnar

lærissneiðar kryddlegnar

íslenskt heiðarlamb

verð áður 3389

verð áður 2699

verð áður 1999

2542kr/kg

2024kr/kg

1399kr/kg

tilboð

25% afsláttur á kassa entrecote hægmeyrnað

svínalundir frosnar

verð áður 4699

verð áður 1599

3525kr/kg

1399kr/kg

Jensen´s bØfhus - hEim í ELdhúsið tilboð

Jensen‘s tilbúnir réttir tilboð

30% afsláttur á kassa

20% afsláttur á kassa

- Klassískur pottréttur - Buffpottréttur - Klassískur svínapottréttur

Jensen‘s steikur - Frokostbøf - Farmerbøf

tilboð

30% afsláttur á kassa

Jensen‘s bbQ svínarif

- sem þarf aðeins að hita í ofni eða á grilli


18

viðhorf

Helgin 3.-5. maí 2013

Fjármögnun hins opinbera á ekki hafa áhrif á verðtryggingu fjárskuldbindinga

Rangir vísitöluútreikningar

S Nýtt happdrættisár framundan

SEX VW BJALLA! Sex sinnum á happdrættisárinu verður dregin út Volkswagen Bjalla, sportlegur lúxusbíll, 5 milljóna virði.

MILLJÓNAVINNINGAR

7×6 milljónir og 39×4 milljónir Fjórtán 3 milljóna króna og sjötíu og átta 2 milljóna króna vinningar á einfaldan miða.

Skuldamál heimilanna voru helsta mál nýliðinnar kosningabaráttu. Þrátt fyrir tilraunir hefur ekki tekist að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir þá sem verst fóru út úr lántökum á árunum fyrir hrun, lánum sem urðu fyrir „stökkbreytingu“, eins og það hefur verið kallað. Það bíður nýrra stjórnvalda að taka á þeim fortíðarvanda. Alla varðar hvernig tekið verður á lánskjörum þegar til framtíðar er litið. Verðtrygging, það er að segja vísitölubinding fjárskuldbindinga, hefur í meginatriðum verið við lýði frá árinu 1979. Fyrir þann tíma voru lánamál í ólestri. Fólk sá ekki ástæðu til að leggja fé sitt í banka, þar sem það rýrnaði, heldur eyddi því hratt. Af því Jónas Haraldsson leiddi að lánsfé var torfengið jonas@frettatiminn.is enda breyttist það að hluta í gjafafé á lánstímanum vegna neikvæðra vaxta. Þetta er nauðsynlegt að rifja upp nú þegar boðað er að draga eigi úr vægi verðtryggingar eða afnema hana til framtíðar. Lántakendur, langþreyttir á vísitöluhækkunum lána, hafa í auknum mæli leitað í óverðtryggð lán undanfarin misseri. Greiðslubyrði þeirra getur þó orðið þung. Varhugavert er, miðað við þær aðstæður sem við þekkjum – og söguna – að lántakendur hafi ekki val, eigi einnig kost á verðtryggðum lánum með jafnari greiðslubyrði. Aðkallandi er hins vegar að breyta þeirri vísitölu sem notuð er til verðtryggingar lánanna. Á þetta benti Guðlaugur Guðmundsson, löggiltur endurskoðandi, í grein í Fréttatímanum nýverið. Fram kom hjá honum að í tímans rás hafa allnokkrar vísitölur verið notaðar til verðtryggingar á fjárkröfum. Helstar hafa verið byggingarvísitala, lánskjaravísitala, samsett úr byggingarvísitölu og neysluvísitölu, og nú síðast neysluvísitalan ein og sér. „Þessar vísitölur hafa allar þann annmarka, að inn í þeim eru alls konar óbeinir skattar og opinber gjöld af öllu tagi,“ sagði endurskoðandinn og nefndi sem dæmi virðisaukaskatt, fasteignagjöld, áfengisgjald, tóbaksgjald, gúmmígjald af hjólbörðum, sykurskatt, vörugjöld af bifreiðum, önnur vörugjöld hins opinbera, innflutningstolla af vörum, hvers konar aðra tolla, óbeina skatta og gjöld til hins

opinbera, auk breytinga á markaðsverði húsnæðis. „Þessir skattar og gjöld,“ sagði endurskoðandinn, „eiga ekkert erindi inn í vísitölu til verðtryggingar á fjárskuldbindingum. Það á ekki að skipta neinu máli í slíkri vísitölu hvort hið opinbera kýs að afla skatttekna með beinum sköttum eða óbeinum. Beinir skattar (tekjuskattur/útsvar) hafa aldrei verið inni í vísitölum af neinu tagi, en óbeinir skattar hafa hins vegar verið þar alla tíð, vegna þess að þeir hafa áhrif á það heildarverð sem við greiðum fyrir hina tolluðu vöru eða þjónustu. Þeir hafa hins vegar engin áhrif á hið raunverulega vöruverð. Þetta getur alveg átt rétt á sér við útreikning á vísitölum til almennra verðmælinga á afmörkuðum þáttum neysluþjóðfélagsins. En þetta á ekkert erindi inn í vísitölu til verðtryggingar á fjárskuldbindingum, og er beinlínis rangt. Fjármögnun hins opinbera á samneyslunni með beinum og óbeinum sköttum, má ekki hafa áhrif á verðtryggingu fjárskuldbindinga. Það er ósanngjarnt gagnvart skuldurum á hverjum tíma, og eykur ójöfnuð í samfélaginu.“ Síðar í grein sinni segir Guðlaugur: „Aukin skattheimta hins opinbera leiðir til aukinnar samneyslu, og á að koma fram í aukinni þjónustu við almenning. Yfirleitt dregst einkaneysla saman við aukna skattheimtu, saman ber það sem við höfum upplifað frá hruni bankanna 2008. Efnahagslífið dróst þá saman í heildina, ríkið greip til aukinnar skattheimtu til að verjast fjárlagahalla, og einkaneyslan dróst enn meira saman vegna skattheimtunnar, sem svo hækkaði verðtryggðu lánin. Slíkar tilfærslur fjármuna í efnahagslífinu eiga ekkert erindi inn í vísitölu, sem notuð er til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Stór hluti hækkunar verðtryggðra lána eftir hrun leiddi einmitt af hækkun óbeinna skatta á tímabilinu. Niðurstaðan er því sú, að við þurfum að búa til nýja vísitölu til þessara nota, án allra áhrifa frá fjármögnun opinberra aðila á samneyslunni. Hvernig grunnur þeirrar vísitölu á að vera er verkefni, sem þarf að leysa á vettvangi hins opinbera í samvinnu við neytendur og fjármálalífið.“ Ábendingar sem þessar hljóta að rata inn á borð þeirra sem ætla sér það verkefni að koma skikki á lánamál heimilanna.

Alls er dregið um 50 þúsund vinninga á árinu.

Niðurstaðan er því sú, að við þurfum að búa til nýja vísitölu til þessara nota, án allra áhrifa frá fjármögnun opinberra aðila á samneyslunni.  Vik an Sem Var

5 MILLJÓNIR KRÓNA Í SKOTTINU á tvöfaldan miða

eða 10 milljónir í peningum.

ÍSLENSKA SIA.IS DAS 63218 04/13

Miðaverð 1.300 kr. á mán. fyrir einfaldan miða.

Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757.

En nú er grasið grænna Ég er bara að flýja úr landi. Mig grunaði hvernig kosningarnar myndu fara þannig að ég hef bara hraðann á. Sigurður Guðmundsson, úr Hjálmum og Memfismafíunni, ætlar að flytja úr landi og dvelja erlendis í tvö ár hið minnsta. Mátturinn er með honum! Ársreikningur Reykjavíkurborgar ber styrkri fjármálastjórn sterkt vitni. Hann sýnir að aðgerðaáætlun eigenda og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið eftir framar vonum. Jón Gnarr borgarstjóri er ánægður með fjárhagsstöðu borgarinnar. Landslagskrot Þetta er fyrst og fremst furðulegt, sá sem hefur gert þetta hefur þurft að fara fjórar til fimm ferðir upp brekkuna til þess að geta gert hvern staf.

Hreiðar Hreiðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík, undrast elju umhverfissóða sem krotuðu með málningu á friðað svæði í Grjótagjá í Mývatnssveit.

Rapphundurinn Erpur Eyvindarson var á svipuðum nótum og breski þingmaðurinn þegar hann tjáði sig um nýjustu tölur á kosningavöku VG.

Maður kemur í manns stað Ég þarf að passa mig svo ég verði ekki nýr Björn Valur stjórnmálanna. Brynjar Níelsson lögmaður, nýkjörinn þingmaður og annálaður strigakjaftur, ætlar að reyna að hafa hemil á sér.

Svona, svona... Ég er mjög döpur og sorgmædd. Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er með böggum hildar eftir kosningahamfarir Samfylkingunnar.

Hvað er langt til tunglsins? Hversu heimskir geta Íslendingar verið? Barry Sheerman, þingmaður breska Verkamannaflokksins í Bretlandi, sá enga glóru í kosningaúrslitunum á Íslandi. Bingólottó Þjóðin kaus lottó og hún mun fokkíng tapa.

Peningar annars fólks Svo megum við sjálfsagt búast við að stjórnmálabaráttan í framtíðinni muni einkennast af loforðum um „beingreiðslur“ úr ríkissjóði til kjósenda eftir kosningar! Hæstaréttardómarinn fyrrverandi Jón Steinar Gunnlaugsson er lítt hrifinn af kosningaloforðum um skuldaniðurfellingar.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60260FL

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60460FL

1200 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók

1400 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

Listaverð: 135.900,-

Listaverð: 145.900,-

Þú sparar: 27.180,-

Þú sparar: 29.180,-

12 manna stell 5 þvottakerfi Turbo-þurrkun Hljóðlát vél: 47db (re 1 pW) Orkunýtni: A Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

TILBOÐSVERÐ – 108.720,-

TILBOÐSVERÐ – 116.720,-

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 75470FL

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 75670FL

Þú sparar: 35.980,-

1600 snúninga Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók Listaverð: 189.900,-

TILBOÐSVERÐ – 151.920,-

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 87680FL

ÞURRKARI LAVATHERM T76280AC

ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI LAVAMAT 75470 & LAVATHERM T76280

TILBOÐSVERÐ – 119.920,-

PAR 1

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

1400 snúninga · Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók ÞURRKARI

Listaverð á PARINU: 329.800,-

Umboðsmenn um land allt

12 manna stell 5 þvottakerfi 4 hraðastillingar A/A/A orkunýting Hljóð 51db Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

TILBOÐSVERÐ –

ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI LAVAMAT 87680FL & LAVATHERM T86280IC

ÞVOTTAVÉL

1600 snúninga · Taumagn 8 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók

79.900,89.990,-

HVÍT STÁL

PAR 2

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

ÞURRKARI

FRÁBÆRT PAR!

Þú sparar: 65.960,-

TILBOÐSVERÐ –

UPPÞVOTTAVÉL ZDF2010 - W/M

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

Þú sparar: 29.980,-

TILBOÐSVERÐ – 158.320,-

Barkalaus með rakaskynjara Taumagn 8 kg Íslensk notendahandbók

N ÝTIÐ TÆKIFÆRIÐ MEÐAN ÞAÐ GEFST!

Listaverð: 149.900,-

Þú sparar: 39.580,-

ÞVOTTAVÉL

Barkalaus Rakaskynjari Taumagn: 8 kg Íslensk notendahandbók

HVÍT STÁL

afsláttur af öllum þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum

Þú sparar: 37.980,-

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

87.920,95.920,-

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

TILBOÐSVERÐ – 143.920,1600 snúninga Taumagn 8 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók Listaverð: 197.900,-

TILBOÐSVERÐ –

Barkalaus með rakaskynjara Taumagn: 8 kg Stafrænn framvinduskjár Íslensk notendahandbók Listaverð á PARINU: 363.800,-

FRÁBÆRT PAR!

Þú sparar: 72.760,-

PARIÐ 263.840,-

TILBOÐSVERÐ –

PARIÐ 291.040,-

LÁGMÚLA 8 SÍMI 530 2800 www.ormsson.is

VAXTALAUSAR RAÐGREIÐSLUR

3.6% lántökugjald

K V I K A

1400 snúninga Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók Listaverð: 179.900,-

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

UPPÞVOTTAVÉL FAVORIT 45010-W/M

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ


20

fréttir vikunnar

Helgin Helgin 1.-3.3.-5. október maí 2010 2013

Vikan í tölum

1.000.000.000

króna og rétt rúmlega það borgaði bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Jive Software fyrir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Clara ehf. Stofnendur Clöru eru Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, 27 ára, og Jón Eðvald Vignisson, 28 ára. Fyrirtækið er fimm ára gamalt.

105

Bækur Astrid Lindgren eru komnar á innkaupalistann

Mjallhvít á villigötum

E

itt það skemmtilegasta í heiminum er að lesa. Lestur opnar okkur dulda heima, kynnir okkur fyrir persónum og aðstæðum sem við myndum annars aldrei vita af. Ég hef alltaf notið þess sjónarhóll að lesa og finnst mér mikilvægt að halda bókum að þriggja ára dóttur minni. Og einhvern veginn fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri góð hugmynd að skrá hana í Disneyklúbbinn og fá heimsenda bók í hverjum mánuði. Fyrsta bókin kom í vikunni. Ég leit hratt á hana og fagnaði því að hafa strax fengið Mjallhvíti. Ekki besta Erla fyrirmyndin en mér þykir samt vænt Hlynsdóttir um Mjallhvíti og söguna um hana erla@ þurfa allir að þekkja til að teljast frettatiminn.is gildir í almennri umræðu. Það er bara svona eins og að vita að einu sinni bjuggu risaeðlur á jörðinni. Grundvallaratriði. Á mig runnu tvær grímur þegar við dóttirin byrjuðum að lesa nýju bókina. Ég hafði jú séð að hún hét „Mjallhvít heimsækir dvergana sjö“ en taldi það bara vera

einhvern nútímatitil á klassíska sögu. Svo var ekki. Bókin fjallar um sjö dverga sem eiga von á Mjallhvíti nokkurri í heimsókn ásamt prinsi sínum. Þeir ákveða að gefa henni demant þegar hún kemur en til allrar óhamingju týna þeir honum. Sem betur fer finna þeir demantinn aftur. Í lok bókarinnar kemur síðan þessi Mjallhvít, þau borða öll saman og eru rosa kát. Endir. Dóttir mín fékk um daginn skó að gjöf frá ömmu sinni. Á skónum er mynd af Mjallhvíti með epli og ég sé fram á að þurfa að kaupa nýja bók til að það sé nú á hreinu í hennar huga að Mjallhvít er ekki bara einhver gella sem nokkrir dvergar bjóða í kvöldmat. Ég kenni útgefendum Disney-bókanna auðvitað ekki um þetta. Ég hefði auðvitað átt að kynna mér betur hvað er boðið uppá í þessum klúbbi og eflaust eru margir mjög sáttir við að fá svona bækur. Eftir að hafa deilt óánægju minni á Facebook fékk ég nokkrar ráðleggingar. Sérstaklega var ég hvött til að kaupa bækur Astrid Lindgren en sem kunnugt er skrifaði hún margar perlur. Lína langsokkur, Emil í Kattholti, Ronja ræningjadóttir og Bróðir

ár eru síðan íþróttafélagið Fram var stofnað.

minn ljónshjarta eru þeirra á meðal. Sumar bóka hennar henta dóttur minni vissulega betur þegar hún verður aðeins eldri en ég held að ég kjósi þær frekar en framhaldsDisneysögur sem eiga ekkert skylt við þær upphaflegu. Ég veit líka að mig langar að ala dóttur mína upp við að lesa alvöru sögur sem eru vel skrifaðar og með góðum fyrirmyndum, börnum sem láta ekki segja sér of mikið fyrir verkum og reyna á þolrif samfélagsins. Það er líka gefið út mikið af barnabókum eftir íslenska höfunda. Ekki nógu mikið samt því það er eins og barnabókmenntir njóti ekki þeirrar virðingar sem þær eiga skilið. Góðar barnabækur eiga þátt í að ala upp lesendur framtíðarinnar og barnabókaskrif eiga ekki að vera aukabúgrein. Vissulega eru til sérstök verðlaun fyrir íslenskar barnabækur en í hvert sinn sem tilkynnt er um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sakna ég þess að þar er ekki flokkur með barnabókum. Þessi pistill endar því á þeirri tillögu minni að barnabókahöfundar verði gjaldgengir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

25,6

milljarða afgangur var á vöruskiptum við útlönd fyrstu þrjá mánuði ársins.

20

milljónir króna verða til úthlutunar á ári hverju í nýjum Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar.

2

ár í röð hefur Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, orðið meistari í Slóvakíu með liði sínu Good Angels Kosice.

Ég sé fram á að þurfa að kaupa nýja bók til að það sé nú á hreinu í hennar huga að Mjallhvít er ekki bara einhver gella sem nokkrir dvergar bjóða í kvöldmat.  Vik an sEm Var

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS KYNNIR:

Og syngja Maí­ stjörnuna... Allir mega segja það sem þeir vilja. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stendur vörð um málfrelsið og leyfir meira að segja Ólínu Þorvarðardóttur og Merði Árnasyni að tjá sig. En það er alltaf á tali! Við erum í símaskránni. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, er alltaf til í að tala við fulltrúa annarra flokka um stjórnarmyndun.

8.-28. maí Vinnustaðakeppni Keppt er um: • Flesta þátttökudaga - vinnustaðakeppni • Flesta kílómetra - liðakeppni

Vertu með! Samstarfsaðilar

Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is Aðalstyrktaraðili

Við erum öll fram­ sóknarmenn! Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er í sigurvímu eftir kosningasigurinn. A, D, E, F, G á eftir kemur B Ætli ég taki þetta ekki bara í stafrófsröð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fundar með flokksformönnum í réttri röð.


Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Ungnautalund heil/hálf, íslensk

5488 6098

kr./kg

kr./kg

erum

Við g

Grísasíður pörusteik

g

rir þi

a fy meir

898 998

kr./kg

kr./kg

e prim a b Lam

8 9 7 2

g kr./k

g

kr./k 3498

ir t s e B öti í kj

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Ungnauta hamborgari, 120 g

249 289

kr./stk.

kr./stk.

ísleAðeins nsk k j t í k öt jö

20

tbo rði

Íslensk matvæli kjúklingalundir

2384 2649

kr./kg

kr./kg

afsláttu% r

Helgartilboð! 20 afsláttu% r

2 fyrir 1

Myllu Fitty brauð

15

Epli Kanzi, 8 stk.

399

15

MS Engjaþykkni, karamella og korn

119

kr./stk.

145 kr./stk.

398

kr./pk.

498 kr./pk.

kr./pk.

489 kr./pk.

afsláttu% r

afsláttu% r

H&G Garðsalat, poki 200 g

15

25

afsláttu% r

Cantalópumelóna, sneiðar

499 699

kr./kg

kr./kg

afsláttu% r

McCain sætar kartöflur, sléttar

499 577

kr./pk.

kr./pk.

Trópí nýkreistur m/aldinkjöti, 1 lítri

314

kr./stk.

369 kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Pepsi / Pepsi Max 33 cl

79 89

kr./stk.

kr./stk.


úr kjötborði

Svínakótilettur

Fjallalambs ódýrt saltkjöt

1.298,kr./kg

669,kr./kg

verð áður 1.698,-/kg

verð áður 798,-/kg

Fjallalambs fjallalæri

1.398,kr./kg

Fjarðarkaup 3 og 4. maí

Nautahakk 1 fl.

1.298,kr./kg

verð áður 1.598,-/kg

Fjallalambs lambalæri frosið

Fjallalambs hangiframpartur í bitum

FK kryddaðar svínakótilettur

Ali spareribs soðið

1.298,kr./kg

998,kr./kg

1.398,kr./kg

1.257,kr./kg

verð áður 1.398,-/kg

verð áður 1.198,-/kg

verð áður 1.850,-/kg

verð áður 1.733,-/kg

KF lambalærisneiðar villikryddaðar

1.898,kr./kg

Kalkúnabringur ferskar

2.639,kr./kg

KF Íslenskt heiðarlamb

1.398,kr./kg

Landana old ostur

1.420,kr./kg

Floridana sumarsafi 1L

verð áður 3.298,-/kg

- Tilvalið gjafakort

www.FJARDARKAUP.is

198,kr.


Kellogg´s 500g

Coco pops 550g

Kelloggs Variety

Gotti ostur

598,kr.

798,kr.

698,kr.

1.135,kr./kg

1/2 L appelsín, pepsí eða pepsí max

98,kr./stk.

Bio tex þvottaefni 1,8kg

948,kr.

Axe shower gel

Axe shower sportblast

598,kr.

598,kr.

Bio tex fljótandi fyrir litaðann eða svartann þvott

638,kr./stk.

Axe svitasprey

499,kr.

Dove Shower silk 250ml Dove silk lotion 250ml 498,kr.

646,kr.

Bio tex þvottakoddar white eða color Bio tex blettahreinsir

1.598,kr./pk.

698,kr.

Finish powerball 30 töflur

924,kr.

Finish powerball 90 töflur

Finish gljái 400ml

1.798,kr.

499,kr.

Vanish Oxi action eða crystal white

998,kr./stk.

Fræ blaðið er komið út. 24 síðna heilsublað, fullt af fróðleik og tilboðum

Tilboð gilda til laugardagsins 4. maí Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is

Ostakaka m/hindberjum

998,kr.


24

viðtal

Helgin 3.-5. maí 2013

Pólitík er eins og langt skíðaferðalag Einn þeirra sem náðu kjöri á Alþingi í kosningunum um síðustu helgi er Óttarr Proppé, sá fjölhæfi borgarfulltrúi Besta flokksins. Hann er þekktur sem söngvari hljómsveitanna Ham, dr. Spock og Rass og Funkstraße og sem prófessorinn á barnaplötunni Diskóeyjunni. Svo var hann líka bóksali og seldi erlendar bækur í Mál og Menningu í 20 ár. Sumir þekkja Óttarr hins vegar best sem einn af fulltrúum Reykvíkinga í spurningaþættinum Útsvari. Nú ætlar Óttarr enn að spreyta sig í nýju hlutverki og taka sæti á Alþingi fyrir kjósendur í Reykjavík og Bjarta framtíð.

V

ið Óttarr mælum okkur mót á í skrifstofuhúsnæði í Tjarnargötu og fáum okkur sæti á kaffistofu borgarfulltrúa þar sem stórt kort af Reykjavík hangir á vegg. Óttarr upplýsir að þetta sé glæný aðstaða, í húsinu hafi áður verið einkaskrifstofur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Besta flokksins á tveimur hæðum en nú sé búið að breyta; skrifstofurnar eru í opnu rými á hálfri hæð og kaffistofan hinu megin. Önnur hæðin er nú laus til annarra nota. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna eiga sömu breytingar í vændum en fengu aðeins lengri aðlögunartíma áður en breytingin verður gerð þeirra megin. Óttarr segir að langflestir séu sáttir við breytingarnar og líka aðra breytingu sem meirihlutinn er að gera og felst í því að hætta að prenta út á pappír öll þau gögn sem fjallað er um á fundum. Framvegis verður aðgangurinn að þeim bara rafrænn og starfsmenn borgarinnar losna við að keyra út pappírsbunka heim til borgarfulltrúa kvöldið fyrir borgarstjórnarfund.

Óttarr kann greinilega vel við sig í borgarfulltrúastarfinu en nú er þeim kafla að ljúka og hann ætlar að helga Alþingi alla sína krafta. Hann segir það ekki alveg hreint út en samt er greinilegt að hann er búinn að ákveða að hætta í borgarstjórn þegar hann sest á Alþingi: „Við frystum þá pælingu í kosningabaráttunni og eigum ennþá eftir að finna út úr því en ég held að það sé ekki hægt að sinna af fullum krafti báðum störfum. Það að vera borgarfulltrúi í stóru nefndunum er meira en fullt starf fyrir hvern sem er þannig að ég geri frekar ráð fyrir að draga mig í hlé í borginni fyrst svona er komið. Mér finnst óþægilegt að gera hlutina illa – ég nenni ekki að gera hlutina með hálfum huga og vil frekar einbeita mér að því að gera hlutina vel – og ég sé ekki að það sé hægt með góðu móti að sinna tveimur störfum sem maður þarf að sinna af fullum huga.“ Þegar ég bendi á að það séu mörg fordæmi fyrir því að borgarfulltrúar sitji á þingi bætir hann við, eins og til þess að koma í veg fyrir að orðin verði

skilin sem gagnrýni á það ágæta fólk: „Við erum líka nýr flokkur og þess vegna verður það kannski meiri vinna fyrir okkur að koma inn á Alþingi, við þurfum tíma til að móta okkur að einhverju leyti.“

Diplómatískt svar

Þetta er diplómatískt svar og það er fullyrt að diplómatískir hæfileikar Óttarrs og pólitísk útsjónarsemi eigi mikinn þátt í því að Besta flokknum hefur tekist vel upp í borgarstjórn. Flestir eru sammála um að borgarstjóratíð Jóns Gnarr hafi verið býsna farsæl og að vel hafi tekist til í erfiðum verkefnum eins og því að koma efnahag Orkuveitunnar á réttan kjöl. Þegar ég nefni hvort þetta sé rétt vill hann ekki kannast við það að hann sé á einhvern hátt í hlutverki sem aðrir geta ekki tekið við innan Besta flokksins. „Við vinnum vel saman, dreifum ábyrgð og tölum mikið saman. Ég hef ágætis reynslu eftir að hafa unnið í hinu og þessu og er tiltölulega fljótur að átta mig á málum og hef gaman af að ræða við fólk. En mitt hlutverk í

En það er einhver ákafi í störfum pólitíkusa – þegar til þeirra sést opinberlega – sem virkar furðulega á margt fólk.

Besta flokknum er að vera einn af hópnum. Það hefur næstum því aldrei gerst á fundi hjá Besta flokknum að það hafi þurft að greiða atkvæði. Þetta hefur almennt verið mjög auðvelt samstarf og við höfum vandað okkur og gefið okkur tíma til þess að ræða okkur að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við.“ Hvað langar þig mest til að gera á Alþingi? „Drifkrafturinn hjá mér er sá að taka upp önnur og betri vinnubrögð. Vinna hlutina öðru vísi. Fyrir mér er það rökrétt framhald af því hvernig við höfum reynt að vinna í Besta flokknum, draga úr flokkadráttum og vinna meira eins og gert er úti í þjóðfélaginu. Svo eru ákveðin mál sem ég hef komið meira inn á en önnur. Ég hef mikið verið í alþjóðasamstarfi fyrir Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga og ég brenn fyrir því og sömuleiðis í menntamálum – ég hef mikinn áhuga á þeim málaflokki. En svona stuttu eftir kosningar er óljóst hvernig hlutverkin raðast og að einhverju leyti fær maður úthlutað málaflokkum sem maður þekkir lítið inn á.“ Ertu búinn að sjá fyrir þér hvert verður þitt fyrsta mál á Alþingi? „Nei, ég er ekki kominn svo langt.“


viðtal 25

Helgin 3.-5. maí 2013

Burt með kvótann var athugasemd um umræðuna á kvótakerfið, sem hefur dálítið skipst þannig að fólk er annað hvort mikið með eða mikið á móti. Það var engin dýpri merking á bak við þegar það var samið og okkur kom það á óvart þegar við spiluðum það í fyrsta skipti á Ísafirði að það var lesið miklu meira í það en við höfðum sett í það. Í raun var það meira um rifrildið en kerfið en það var líka um það að kvótakerfið er dæmi um ákvarðanir sem eru teknar annars staðar án þess að fólk fái að taka þátt í því. Umboðsmaður Alþingis er lag sem mér finnst alltaf undarlegt að hafa sungið þegar ég hitti Umboðsmann Alþingis en það er algjörlega barnalegasti brandari í heimi út frá þeim misskilningi að umboðsmaður hljóti að vera umboðsmaður eins og í hljómsveit. Skilaboðin eru þau að Alþingi hafi slæma ímynd og njóti ekki þeirra vinsælda sem það vill njóta og það bendi

til þess að umboðsmaðurinn sé ekki að standa sig í því af afla vinsælda eins og hann ætti að vera gera.“ Það eru þrjú ár síðan Óttarr hellti sér út í pólitíkina með Besta flokknum og tók þátt í kosningabaráttu sem minnti meira á gjörning en venjulega kosningabaráttu. Barátta Bjartrar framtíðar var hins vegar öllu hefðbundnari og í stórum dráttum eins og hjá hinum flokkunum. Óttarr segist upplifa þessar tvær baráttur á mjög mismunandi hátt. „Barátta Besta flokksins var bæði á sérstökum forsendum og á mjög sérstökum tíma og það var ekki að marka það. En stóra skrefið fyrir þann sem hefur ekki verið inni í pólitík og pólitísku starfi er að stíga fram. Mjög mörgum finnst næstum því að það sé skömm að pólitík og maður er dálítið að gefa færi á sér með því að stíga fram og viðurkenna að maður vilji taka þátt. En það er ekki næstum því eins erfitt og

maður ímyndar sér; það er aðallega óttinn inni í manni sjálfum við það að stíga út og viðurkenna að maður vilji taka þátt. En í raun og veru er þetta afskaplega skemmtilegt fyrir mig sem hef mjög gaman af að tala við fólk, kynna mér mál og læra nýja hluti.

Pólitík er eins og langt skíðaferðalag

Ég sagði við einhvern sem spurði mig út í þetta að þetta væri eins og langt skíðaferðalag. Maður dettur inn í nýtt umhverfi, allt annað er sett til hliðar og maður eyðir miklum tíma með ákveðnu fólki og sambandið verður mjög náið. Þetta er mjög skemmtilegt. En af því að þetta tekur mikinn tíma og maður er að hitta mikið af fólki, fara á fundi og veit aldrei hverju maður á von þennan daginn þá er þetta mjög lifandi tími en um leið er lokað á allt annað og maður hittir fjölskylduna lítið.“ Framhald á næstu opnu

F í to n / S Í A

Ert þú að fara að taka skóna af hillunni?

Óttarr Proppé ætlar að halda áfram í hljómsveitum eftir að hann sest á Alþingi. Hann segir að það hafi sömu áhrif og að fara út að hlaupa að fara á góða hljómsveitaræfingu. Það sé líka gott að hitta reglulega rokkara sem ekki hafa áhuga á stjórnmálum. Þeir hjálpi honum að víkka út sjóndeildarhringinn. Ljósmynd/Hari

Umboðsmaður Alþingis er ekki að standa sig Lögin Burt með kvótann og Umboðsmaður Alþingis er ekki að standa þig sem þú gafst út með hljómsveitinni Rass; segja þau einhverja sögu um þínar pólitísku áherslur? „Ég er búinn að vera í hljómsveitum í yfir 20 ár og hef komið að allskonar músík. Margt af því er áleitin músík og hávær en almennt hefur hún ekki verið pólitísk nema óbeint en í þessari hliðarhljómsveit, Rass, vildum við leika okkur með þetta einfaldasta pönk. Við vorum mjög hrifnir af Ramones sem spiluðu bara tveggja mínútna lög um ekki neitt. Við æfðum ekki og sömdum lögin á sviðinu en við vorum að leika okkur með harðari pólitísk skilaboð og þótt maður hafi ekki átt von á því varð þessi hljómsveit frekar vinsæl þannig að við tókum upp plötu og sömdum lögin í stúdíói yfir helgi. Þetta var 2005 og á þeim tíma var einhvern veginn allt á sjálfstýringu í samfélaginu og allir hlutir metnir í krónum og aurum þannig að okkur fannst ástæða til þess að benda á nokkur mál og platan endaði þannig að hvert lag fjallaði um mál á ákveðinn hátt. Já, þannig séð var þetta góðærisandóf og við vorum líka að endurspegla einhverja stemningu.

Námskeið fyrir þá sem hafa náð, eða eru að nálgast eftirlaunaaldur VR býður upp á námskeið fyrir þá sem eru hættir að vinna til að aðstoða við nýjar áskoranir í lífinu. Umsjónarmaður er Ásgeir Jónsson, stofnandi Takmarkalauss lífs, ásamt gestafyrirlesurum. Námskeiðið er þrír dagar, 27.–29. maí, frá 13:00–16:00 í Húsi verslunarinnar. Skráning er í þjónustuveri VR 510 1700 eða í tölvupósti vr@vr.is. Félagsmenn á landsbyggðinni geta tekið þátt á fjarfundum.

Tekið verður á ýmsum málefnum: Viðhorf

Hvernig má halda líkama og sál í góðu standi? Hvað hentar hverjum og einum best sem áhugamál? Hvað gerist þegar maður hittir ekki vinnufélagana á hverjum degi?

Réttindi

Hvaða réttindi fylgja eftirlaunum? Hvaða tilboð og afslættir standa til boða?

Heilsa

Hvernig á að haga mataræði? Hvað er heilbrigður lífsstíll? Hverjar eru orsakir helstu kvilla?

VR félögum að kostnaðarlausu Takmarkaður fjöldi þátttakenda

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Virðing Réttlæti


26

viðtal

Helgin 3.-5. maí 2013

Þegar framboð Besta flokksins kom fram sögðust Jón Gnarr og félagar hans ekki vera stjórnmálamenn og það segja þau stundum enn. Er Óttarr búinn að sættast við tilhugsunina um að vera orðinn stjórnmálamaður? „Já, maður hefur lært á þetta og kannski líka vanist þessari tilhugsun – en ég dett oft í það að segja: „Ég er ekki pólitíkus“ en það er augljóslega rangt þegar maður er kominn í pólitík þótt maður upplifi sig ekki sem pólitíkus. En ég hef reynt að vera meðvitaður um að halda mér utan við það og muna að þetta er dálítið óeðlilegur eða að minnsta kosti sérstakur vettvangur, sem er manni ekki eðlilegur, skulum við segja.

Ekkert okkar í Besta flokknum hafði komið nálægt pólitík og þegar við fórum af stað voru það viðbrögð við ástandinu á sínum tíma. Þetta var einhver skyldukvöð og manni fannst að maður ætti að taka þátt. En við fórum náttúrlega í þetta með alla okkar fordóma sem ég held að séu þeir sömu og margir hafa gagnvart pólitíkinni. Það sem fólk fær að sjá af pólitíkinni er mjög fráhrindandi. Við sjáum rifrildin og alltaf ágreininginn en ekki þann hluta af störfunum þar sem menn eru að vinna saman án ágreinings – það er ekki fréttnæmt. En það er einhver ákafi í störfum pólitíkusa – þegar til þeirra sést opinberlega – sem virkar

furðulega á margt fólk. Maður heyrir þetta mikið, sérstaklega hjá ungu fólki. Það skilur þetta ekki og maður heyrir það oft sagt að pólitíkusar hegði sér ekki eins og annað fólk. Einn hvatinn var í raun og veru sá að reyna að gera pólitísk störf „venjulegri“ í augum fólk skulum við segja því það var að mörgu leyti óvænt þegar maður kom inn í þennan heim hvað samskiptin voru venjuleg og hvað þetta var allt öðruvísi en ég ímyndaði sér. Ég var svolítið hræddur um hvernig okkur yrði tekið hjá því fólki sem er að reka kerfin sem þurfa að ganga sinn gang í borginni, eins og skólakerfið. Almennt hefur þetta verið mjög skemmti-

Óttarr Proppé: „Það er alltaf hægt að vinna með fólki þegar maður reynir að vinna með því.“ Ljósmynd/Hari

SKINKA

KJÚKLINGAÁLEGG REYKT

SPÆGIPYLSA

HUNANGSSKINKA

ENNEMM / SIA • NM57286

SILKISKORIÐ ÁLEGG FRÁ GOÐA – gott á brauðið, í salatið eða bara eitt og sér!

legt og jákvætt og gengið mjög vel. Ef maður er tilbúinn að eiga góð samskipti við fólk er ekkert stórmál að starfa í pólitík. Þegar maður sýnir fólki virðingu og ræðir saman af einlægni þá gerast hlutirnir. Kjörtímabil Besta flokksins er það rólegasta sem jafnvel langminnugt fólk man eftir í borgarpólitíkinni síðustu 20 ár eða þar um bil. „Það hafa verið deildar meiningar um marga hluti og það er viss mismunur á milli flokkanna sem kemur fram í mörgum málum en það hefur verið ríkur vilji – ekki bara hjá okkur heldur öllum flokkum – til að vinna saman. Það voru fleiri en við úti í bæ sem voru orðin þreytt á þessu; það voru líka þau sem voru að vinna í pólitíkinni. Þau voru tilbúin að gefa því séns að vinna öðruvísi.“

Búum til pláss

Skoðið úrvalið á facebook! www.hjahrafnhildi.is S. 581 2141

Og hefur það tekist? „Já, ég upplifi það þannig, sérstaklega þegar maður ber saman borgina og upplifunina þar miðað við hvernig síðasta þing hefur þróast. Mér finnst að spennan hafi aukist á Alþingi frekar en hitt og vinnubrögðin orðin einstrengingslegri og þess vegna segi ég að það er eitt af stóru verkefnunum hjá Bjartri framtíð að breyta því og ef það tekst ekki þá að minnsta kosti að búa til pláss sem við fyllum upp í þar sem fólk neitar sér um þessi vinnubrögð. Það er oft erfitt því stundum sárnar manni og maður verður reiður út af einhverju en þá þarf að vera meðvitaður um að hleypa því ekki út og vinna í því að halda áfram að leita á lausnum. Ég segi mjög oft að það hefur verið mjög góður undirbúningur undir þetta starf að hafa unnið í hljómsveit vegna þess að í hljómsveit er ekki hægt annað en að vinna saman. Þegar lagið er byrjað þá er ekki hægt að rífast um hvað gerist næst, menn verða að virða bæði skoðanir og styrkleika annarra, annars er ekki möguleiki að klára lagið. Og þannig er það ekki bara í hljómsveitum, þannig vinnur fólk í fyrirtækjum og út um allt í þjóðfélaginu.“

Samstarf við Freyju Haralds og mannréttindi

Fyrir hvað stendur þú í pólitík? „Björt framtíð skilgreinir sig sem miðjuframboð og við lítum á okkur sem frjálslyndan flokk. Það er sterkt í mér að fólk eigi að hafa tækifæri til að vera eins og það er og það eigi að vera opinn aðgangur að því fyrir fólk að gera sitt. Klassískasta dæmið um það er að mér finnst ekki að stjórnvöld eigi að vera með sérstök lög um hvað fólk skírir börnin sín. Fólk má vera asnalegt ef það langar til þess. Mér er sem sagt meinilla við að berjast við vandamál áður en þau gerast. Hins vegar finnst mér alveg skýrt að það fylgir því mikil ábyrgð að vera hluti af samfélagi þar sem maður fær að gera sitt. Því að vera fullorðinn fylgir ábyrgð á því sem maður gerir sjálfur og líka á öðru fólki. Ég fæ ekki grænar bólur yfir hugtökum eins og frjálshyggja eða jafnaðarmaður og get alveg kvittað jafnt upp á þau en ég skilgreini mig ekki þannig. Því meira sem ég hugsa um það, og eftir því sem ég kem meira að ákvarðanatöku sem hefur áhrif á líf fólks, því sterkari verður mannréttindahugsunin í mér. Mannréttindi eru eiginlega það helgasta fyrir mér, rétturinn til að lifa góðu lífi og blómstra og leyfa öðrum það sama og aðstoða þá sem eiga erfitt. Það sem stendur eiginlega upp úr eftir þessa kosningabaráttu er að hafa fengið að kynnast og vinna með Freyju Haraldsdóttur. Hún hefur sprengt svo marga fordóma sem maður vissi ekki að maður væri með, þegar hún hefur útskýrt að hún álíti ekki að hún sé fötluð heldur sé það samfélagið sem fatli hana með því að loka á hana. Þetta gerum við ósjálfrátt í alls konar hlutum, til dæmis þegar við tölum við börn og gerum ráð fyrir að þau séu ekki jafnklár og fullorðnir eða þegar við tölum hægt við útlendinga af því að við gerum ráð fyrir að þeir eigi erfitt með að skilja án þess að við spyrjum hvort þeir vilji það. Það verður alltaf sterkara í mér að nálgast hlutina út frá þessu mannréttindasjónarmiði.“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is


M

Y

1

26.4.2013

18:07

Verðlækkun, ójá Nýr iMac

iPhone 5

Verð frá 114.990

„Draumur í námi og leik“

áður frá 124 .900

21,5” verð frá 239.900 áður frá 259.900

27” verð frá 339.900 áður frá 359.900

Engar prófanir voru gerðar á dýrum við þessa auglýsingargerð.

C

istore_apr2013.pdf

1000 kr. símnotkun á mánuði í 12 mánuði hjá NOVA fylgir.

M

Y

Y

MY

K

Full búð af alls konar aukahlutum á góðu verði. MacBook Pro verð frá 194.900 áður frá 219.900

istore.is

MacBook Air verð frá 169.900 áður frá 174.900

Apple TV verð 21.900 áður frá 22.900

566 8000

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og faglega þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hreyfihömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.


28

úttekt

Helgin 3.-5. maí 2013

Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur hjá Geðhjálp, ráðleggur fólki í ástarsorg að næra ekki ástarfíknina með því að skoða Facebook-síðu síns fyrrverandi í tíma og ótíma. Ljósmynd/Hari

Ástarsorg getur verið lífshættuleg Til að hughreysta fólk sem er nýhætt í sambandi er stundum sagt að það hafi nú enginn dáið úr ástarsorg. Staðreyndin er hins vegar að margir hafa einmitt veslast upp andlega eftir erfiðan skilnað og sumir jafnvel framið sjálfsvíg. Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur hjá Geðhjálp, hefur í starfi sínu kynnst fjölda fólks sem hefur átt erfitt með að vinna úr ástarsorg. Hún kann þónokkur ráð til að sigrast á sorginni enda hefur hún sjálf upplifað ástarsorg eins og flestir sem komnir eru af unglingsaldri.

É SUMARTILBOÐ Grunnnámskeið í maí 15.000 kr. með júní 20.000 kr. út sumarið 30.000 kr. “Árangurinn er alveg ótrúlegur á ekki lengri morguntímar kl. 6.30 tíma. Ég léttist, styrktist og hef öðlast kraft sem ég hef ekki haft í áraraðir fyrir utan hvað hádegistímar 12.30 þetta er skemmtilegt, hvetjandi og aldrei eins”. - Geir Leó kvöldtímar kl. 19.00 auk 19 WOD-tíma alla virka daga

Upplýsingar um okkur og skráning crossfitreykjavik.is

g hef nokkrum sinnum lent í ástarsorg og það hefur alltaf verið ofboðslega erfitt,“ segir Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur hjá Geðhjálp. „Ég lenti í minni fyrstu ástarsorg 14 ára. Fyrsti kærastinn minn sagði mér upp og ég réði ekkert við þær tilfinningar sem fylgdu. Ég man að ég grét allan sólarhringinn í viku. Tárin láku niður kinnarnar þegar ég vaknaði og þannig bar ég út Moggann, fór í skólann og borðaði kvöldmat, segir Sólrún. Við þetta tækifæri skrifaði ein besta vinkona hennar miða sem hún heldur enn mikið upp á. Yfirskriftin var „Ráðleggingar við ástarsorg“ og voru ráðin í níu liðum. „Þrátt fyrir að vera ungar að árum vorum við vel lesnar í hinum ýmsu unglingablöðum og sjálfshjálparbókmenntum og mörg af þessum ráðum voru bara ansi góð,“ segir hún. Sólrún kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur róandi nærveru og hlýlegt augnarráð, og augljóst er að hún hefur valið sér réttan starfsvettvang.

Alvöru sorg

Hún hélt fyrirlestur um ástarsorg nýverið í fyrirlestraröð sem Samtökin Regnbogabörn stóðu fyrir. „Ég fékk fyrst fræðilegan áhuga á ástarsorg þegar ég sá að til okkar hjá Geðhjálp leitaði fjöldi fólks með alvarlegan vanda sem við nánari athugun átti upptök sín í ástarsorg,“ segir hún. „Það fyrsta sem mér finnst skipta máli þegar fjallað er um ástarsorg er að skilja að ástarsorg er alvöru sorg. Ástarsorg er ekki eitthvað krúttlegt fyrirbæri sem finnst bara hjá unglingum sem engjast yfir því að uppáhalds poppstjarnan þeirra sé ekki lengur á lausu,“

Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að tilfinningarnar eru eðlilegar, allir syrgja á sinn hátt og það er engin ein rétt leið.

segir Sólrún og bendir á það að slíta sambandi sé einn mesti streituvaldur sem við upplifum á lífsleiðinni og að það getur verið mikið áfall. „Hjá sumum verður depurðin og lífsleiðinn viðvarandi og þróast út í þunglyndi. Hjá öðrum þróast líkamlegu einkennin út í kvíða. Viðbrögð við svikum geta þróast út í almenna tortryggni og þráhyggju. Sumir missa algjörlega trúna á sjálfa sig og festast í því að hugsa um hvað þeir hljóti að vera ómögulegir úr því að viðkomandi vildi ekki halda sambandinu áfram,“ segir Sólrún. Afleiðingarnar geta því verið meiri en margur heldur í fyrstu. „Stundum er sagt, sérstaklega við þessa unglinga sem eru í krúttlegu ástarsorginni, að það hafi enginn dáið úr ástarsorg. En þetta er bara ekki satt! Það hefur fullt af fólki dáið úr ástarsorg. Sumir hafa tekið eigið líf eða líf annarra vegna þess að þeir sjá ekki þá stundina fram úr svartnættinu.“ Sólrún leggur áherslu á að fólk leiti sér hjálpar ef það hefur verið fast í viðjum ástarsorgar í einn eða tvo mánuði án þess að vinna bug á henni. Það sé engin skömm að leita til sálfræðings, læknis eða annarra sérfræðinga og stundum bara hreinlega nauðsynlegt.

Margar birtingarmyndir

Hún leggur áherslu á að ástarsorg sé einmitt sorg. „Sorg er skilgreind sem viðbrögð við missi og ástarsorg er vissulega missir og henni fylgir sorgarferli og úrvinnsla eins og í annarri sorg. Það að missa maka vegna andláts getur líka verið ástarsorg en dauðsfalli fylgja oftast öðruvísi viðbrögð. Það er almennt viðurFramhald á næstu opnu


„Brjálæðislega góð sýning fyrir mæðgur og vinkvennahópa… Mjög skemmtileg kvöldstund." – Gunnar Smári, Í bítið

„Algjörlega frábært – ég bæði hló og grét… Stórkostlegt verk og þau voru bæði æðisleg!"

– Sóley Tómasdóttir, Í bítið

LEIKSTJÓRI

CHARLOTTE BÖVING 3. maí 4. maí

Uppselt 7. sýning Örfá sæti 8. sýning

10. maí Örfá sæti 9. sýning 11. maí 10. sýning

Næsta sýning:

3. maí 2013 Þjóðleikhúsið er á Facebook, fylgstu með – facebook.com/leikhusid

16. maí 11. sýning 17. maí Örfá sæti 12. sýning

24. maí 25. maí

Miðasala:

551 1200 midasala@leikhusid.is leikhusid.is

13. sýning 14. sýning

31. maí 1. júní

15. sýning 16. sýning


30

úttekt

Helgin 3.-5. maí 2013

bendir á að ástarsorg getur haft slæm áhrif á sjálfsmyndina. „Það er mikilvægt að hlúa að sjálfum sér og hugsa um andlega jafnt og líkamlega heilsu, stunda reglulega hreyfingu, byggja upp sjálfstraustið og efast ekki um getu sína til að mynda ný tengsl.“

kenndara í samfélaginu að syrgja látinn maka heldur en að syrgja og sakna maka sem er sprellifandi. Það er eins og það sé stundum ríkari krafa að sá sem stendur í sambandsslitum eigi bara að hressa sig við og muna að það séu fleiri fiskar í sjónum.“ Ástarsorg á sér margar birtingarmyndir, jafnvel hjá sama einstaklingnum. „Þar geta blandast saman höfnunartilfinning, söknuður, vonbrigði og jafnvel léttir ef sambandið var búið að vera. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að tilfinningarnar eru eðlilegar, allir syrgja á sinn hátt og það er engin ein rétt leið,“ segir Sólrún.

Vælt með Wagner

Eins og að standa í hríðarbyl

Líkamleg vanlíðan er einnig algeng, fólk finnur fyrir þyngslum fyrir brjósti, verkjum og svefntruflunum. Þá getur matarlyst ýmist aukist eða minnkað hjá fólki í ástarsorg. „Ef annar aðilinn vill óvænt slíta sambandinu eða upp kemst um svik eru fyrstu dagarnir oft mjög erfiðir. Einn vinur minn lýsti þessu sem svo að þetta væri eins og að standa í hríðarbyl og sjá ekki veginn,“ segir Sólrún. Hún hefur kynnt sér fræðilegar rannsóknir á ástarsorg en í ljós hefur komið að sömu boðefni koma við sögu þegar fólk er ástfangið og þegar það neytir kókaíns eða nikótíns. Ástarsorgin getur þannig bókstaflega valdið fráhvarfseinkennum. „Alveg eins og fíklar í leit að dópi reynum við að fóðra heilann með stöðugum hugsunum um viðkomandi og sumir geta engan veginn hamið sig í því að hringja, senda sms og að opna Facebookprófílinn aftur og aftur og aftur,“ segir Sólrún. „Nýleg rannsókn þar

sem notast var við heilamyndatöku sýndi að heilinn gerði ekki mun á líkamlegum og sálrænum sársauka. Það er að segja að það kom í ljós virkni á sömu heilasvæðum við líkamlegan sársauka og þegar þeir hugsuðu um nýleg sambandsslit. Höfnun virtist framkalla sömu sársaukatilfinningu og að fá yfir sig brennandi heitt kaffi.“

Muna að borða!

Erfiðustu ástarsorgina upplifði Sólrún á menntaskólaárunum. „Það var kannski fyrsta alvöru ástin. Það voru svo miklar og ofsafengnar tilfinningar í spilinu og mikil rússíbanareið. Ég fæ enn sting í magann þegar ég hugsa um það,“ segir hún. En það getur líka verið erfitt að vera sá sem slítur sambandinu. „Mér hefur líka fundist

mjög erfitt að ljúka sambandi þegar það er að mínu frumkvæði. Það er ömurlegt að valda ástarsorg. Ég hef líka verið sorgmædd yfir því að missa frábæra tengdafjölskyldu og skemmtileg vinapör þó ég hafi verið sátt við sjálf sambandsslitin. Svo þarf maður að búa til ný framtíðarplön þegar manneskjan sem maður gerði plönin sín með er ekki lengur inni í myndinni,“ segir Sólrún. Eins og vinkona Sólrúnar vissi vel þá eru ýmis ráð við ástarsorg. „Fyrst og fremst á fólk að fara vel með sjálft sig. Taka fyrsta daginn í að anda inn og anda út og leyfa sér að finna til, gráta, öskra eða hvað það nú er. Fólk þarf að passa upp á svefninn og að borða reglulega, líka þegar það hefur ekki lyst. Gleðstu yfir litlu skrefunum, að fara fram úr rúminu, að fá sér ferskt loft.“ Hún

Hún mælir alls ekki með því að fólk banni sér að hugsa um ástina sem það missti – það sé hreinlega ávísun á vanlíðan og leiði til þess að fólk hugsi enn meira um sorgina. Sólrún hvetur fólk einmitt til að gefa sér afmarkaðan tíma til að vera leiður og hlusta á sorglega eða dramatíska tónlist í klukkutíma og snúa sér svo að öðru „Ég veit um einn sem vældi með Wagner á fóninum,“ segir hún kómísk. Síðan er víst algjör skylda að eyða tapaðri ást út af Facebook. „Það þarf að klippa á ástarfíknarhringinn. Sumir mæla líka með því syngja eða valhoppa. Það er ekki hægt að líða illa á meðan,“ segir hún. Sólrún segir að þrátt fyrir þær þrautir sem fylgja ástarsorginni þá geti henni líka fylgt jákvæðir hlutir. „Það hafa skapast fegurstu ljóð, tónlist og kvikmyndir vegna ástarsorgar. Margir líta á þetta sem tækifæri, finnst þeir jafnvel hafa glatað sjálfum sér í sambandinu og eru að uppgötva á nýjan leik hvað þeir vilja. Sumir breyta til, eignast ný áhugamál, nýja vini, mála, skapa sér nýjan stíl,“ segir hún og bendir á að margir fari að hugsa betur um sjálfa sig og takast á við nýjar áskoranir. „Sumir líta svo á sem þeir standi uppi sterkari, hafi gengið í gegnum erfiðleika og komist yfir þá. Aðrir einblína á það sem þeir hafa lært í sambandinu og

taka með sér í ný sambönd. Ástarsorg er ákveðin reynsla sem getur þroskað okkur á margan hátt. Þótt það virðist kannski ótrúlegt meðan ástarsorgin stendur yfir verða margir ástfangnir aftur og jafnvel hamingjusamari en nokkru sinni fyrr,“ segir hún.

Ástin er flókin

Sólrún er einhleyp í dag og segir hún að ástin hafi undanfarin ár verið sér hugleikin. „Mér finnst ástin oft ansi flókin. Ég held að það sé ástæða fyrir því að þetta er kallað „falling in love“ upp á ensku. Á maður að leyfa sér að vera í frjálsu falli og verða ástfanginn eða á maður að setja upp varnir og passa hjartað sem kannski er örlítið marið og hnjaskað eftir fyrri reynslu?“ Hún segist hafa lært ýmislegt um sjálfa sig, um lífið og tilveruna í gegn um ástarsambönd og í gegn um ástina. „Og svo hef ég lært ýmislegt um enska boltann,“ segir hún kankvís. Ástir fræga fólksins eru gjarnan í fjölmiðlum sem og sambandsslitin. Sólrún segist nýlega hafa lesið að söngkonan Katy Perry hafi leitað til svokallaðs „heartbreak coach“, eða ástarsorgarráðgjafa, þegar hún skildi við leikarann Russel Brand. „Mér finnst það góð hugmynd og ég ætti kannski að íhuga það sem starfsvettvang. Vinkonur mínar og fjölskylda hafa bjargað minni geðheilsu þegar ég hef gengið í gegnum erfið sambandsslit. Það hefði örugglega verið ágætt að gefa þeim smá frí þegar ég var á tímabili eins og biluð plata, ýmist að tala um hvað viðkomandi væri æðislegur eða ómögulegur,“ segir Sólrún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is

TÚRISTI


BRONZ10_220X297_NYTT_ISL

20/01/10

9:46

Page 1

Sveipaðu húðina bronslitu slöri... úr vatni og silki Aðaluppistaðan í BRONZING GEL er vatn (70%) og extrakt unnið úr hinu undurfína Koishimaru-silki. BRONZING GEL leggst yfir húðina eins og fislétt slör, sveipar hana gegnsæjum lit, veitir henni ríkulegan raka og í dagsbirtunni ljómar hún óviðjafnanlega. BRONZING POWDER, byggt á hinni einstöku rakaþéttniformúlu (Moist Thight-Fit), laðar samstundis fram afar jafnan, endingargóðan og umfram allt náttúrulegan ljóma húðarinnar, hinnar óaðfinnanlegu Silky Bronze-húðar.

Gleðilegt sumar Í tilefni af hækkandi sól og björtum sumarnóttum er 20% afsláttur www.sensai-cosmetics.com af Bronzing gel og sólarpúðrum frá Sensai 2. – 8. maí. Ef keyptar eru tvær vörur í Sensai fylgir falleg gjöf.

DEBENHAMS – Lífstílsbúð í SMÁRALIND

Finndu okkur á facebook

KONUR

HERRAR

BÖRN

SNYRTIVÖRUR


32

viðtal

Helgin 3.-5. maí 2013

Sundfatalínan samanstendur af fimm flíkum sem hægt er að blanda saman á ólíka vegu, brjóstahaldara, sundbuxum, kjól, toppi og pilsi. Ljósmynd/Kasy.is

Hannaði sjálf draumasundfötin Íslensk sundföt fyrir konur með línur eru komar á markaðinn. Sundfötin eru afrakstur frumkvöðlavinnu Katrínar Sylvíu Símonardóttur sem var orðin þreytt á að leita endalaust að sundfötum sem hún væri ánægð með. Hún fer með sundfatalínuna á sölusýningu í Bandaríkjunum í sumar og setur markið hátt.

NÝJAR VÖRUR FRÁ HOUSEDOCTOR

K

atrín Sylvía Símonardóttir er einstæð móðir sem lét drauminn rætast eftir að hún missti vinnuna í bankahruninu. Hún hafði lengi leitað að hinum fullkomna sundfatnaði fyrir konur með línur, sundfatnaði sem leyfði henni að upplifa sig kynþokkafulla, auk þess að vera þægileg. Þegar leitin bar engan árangur ákvað hún að taka málin í eigin hendur og búa sundfötin til sjálf. Í vikunni kom fyrsta sending í hús hjá fyrirtæki Katrínar Sylvíu, Kasy. „Það eru þrjú ár síðan ég ákvað að stökkva út í djúpu laugina og fara út í þennan bransa,“ segir Katrín. Sundlínan hennar samanstendur af fimm flíkum sem hægt er að breyta eftir því hvaða aðstæðum konan er í. „Þegar ég fer á sólarströnd langar mig að geta farið frá því að vera mjög fáklædd í sólbaði í að vera meira hulin þegar ég leik við barnið mitt. Með þessari hönnun þarf ég ekki að skipta um föt heldur breyti bara flíkinni,“ segir hún.

Sölusýning í Miami

Eftir að Katrín var komin með hugmyndina í kollinn ákvað hún að skrá sig í viðskiptasmiðju Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem meðal annars er ætluð frumkvöðlum með viðskiptahugmyndir. Í framhaldinu fékk hún lán hjá Svanna, lánatryggingasjóði kvenna, til að koma framleiðslunni af stað og fyrir markaðsetningu. Á síðasta ári fór að draga til tíðinda þegar Kasy komst á topp 10 í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu. Katrín er síðan ein þeirra sem í ár fengu styrk til atvinnumála kvenna frá velferðarráðuneytinu. Hún fékk 1,25 milljón króna til að markaðssetja Kasy sundfatnaðinn erlendis. „Ég er að fara á sölusýningu í Miami í sumar þannig að nú er allt að gerast,“ segir Katrín. „Ég stefni á bandaríska markaðinn þar sem hann er mjög stór og yfir 68% kvenna þar eru yfir kjörþyngd,“ segir hún.

Gerum hús að heimili TEKK COMPANY og HABITAT Kauptúni | Sími 564 4400 www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is Opið mán.–lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13-18

Vörumerkið Kasy var formlega sett á laggirnar á síðasta ári. Til að byrja með verða sundfötin bara til í svörtu en Katrín vonast til að strax á næsta ári verði hægt að fjölga litunum. Fötin fást í stærðum 12-26, miðað við bresk númer og segist hún alltaf hafa stefnt á stærri stærðir. „Mér fannst bara vanta sundföt fyrir konur með línur sem vilja vera sætar og sexí. Síðan er líka sterkara að koma nýr inn á markað sem er lítið sinnt,,“ segir hún.

Vinkonurnar voru tilraunadýr

Allt framleiðsluferlið er búið að taka tvö ár og bæði Katrín og vinkonur hennar hafa prófað sundfatnaðinn á meðan hann var í þróun. „Já, þær hafa verið tilraunadýrin mín og komið með hugmyndir að því sem mætti betur fara,“ segir hún. Katrín hefur sjálf verið dugleg að synda í Kasy-sundfötunum. „Sumir hafa horft hissa á mig í sundlaugunum þegar ég er að smella við sundfötin eða taka af. Þeir sem þora að spyrja hvað í ósköpunum ég sé að gera eru almennt mjög hrifnir og spyrja hvar ég hafi fengið sundfötin,“ segir Katrín glettin. Hún er þegar búin að semja við tískuvöruverslunina Belladonnu og undirfataverslunina HB búðina um að selja sundfatnað Kasy. Þá verður hægt að panta þau á vefsíðunni kasy.is. „Ég er afskaplega ánægð. Á þessum langa þróunartíma hef ég oft hugsað um að hætta og ég er orðin frekar þreytt á því að borða núðlusúpu,“ segir hún hlæjandi. „Það er samt ástríðan sem hefur haldið mér gangandi og trúin á vöruna. Ég hvet alla sem hafa hugmyndir til að láta drauma sína rætast. Þetta er erfitt og hlutirnir gerast hægar en maður heldur. En þetta er sannarlega þess virði,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

helgartilboð

15%

Mér fannst bara vanta sundföt fyrir konur með línur sem vilja vera sætar og sexí.

afsláttur

af öllum síðbuxum

Laugavegi 80 S: 561 1330 w w w. s i g u r b o g i n n . i s

Katrín Sylvía Símonardóttir er konan á bak við Kasy-sundfatalínuna. Fyrsta sending kom í hús fyrr í þessari viku. Ljósmynd/Hari


799 kr.

PIPAR \ TBWA •

SÍA •

131127

Tortilla • rifinn ostur majónes • iceberg muldar flögur • lundir salsasósa • ristaður í grilli

svooogott

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS


34

viðtal

Helgin 3.-5. maí 2013

t ! t ý N

Ég gæti ekki drepið barnaníðing Suður-afríski glæpasagnahöfundurinn Deon Meyer hefur slegið í gegn utan heimalandsins á undanförnum árum. Sögur hans hafa verið gefnar út víða og um mánaðamótin kom bókin Djöflatindur út á íslensku. Þar eltist rannsóknarlögreglumaðurinn og alkóhólistinn Benny Grissel við morðingja í Höfðaborg en sá hefur skorið upp herör gegn barnaníðingum í borginni og sálgar þeim af einurð og festu. Deon segir flesta glæpi í heimalandi sínu sorglega, tengda áfengi og heimilisofbeldi og skorti þann sjarma sem glæpasögur þurfi að hafa þannig að hann sækir sögur sínar frekar í kollinn á sjálfum sér en umhverfið.

Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli

Andaðu með nefinu Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahettum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

S

uður-afríski rithöfundurinn Deon Meyer fæddist í grennd við Höfðaborg fyrir 55 árum og hefur búið í borginni í ein tuttugu ár og hún er sögusvið Djöflatinds, fyrstu bókar hans sem kemur út á íslensku. Útkoma bókarinnar gaf honum kærkomið tilefni til þess að sækja Ísland heim. Hann hefur greinilega unnið heimavinnuna sína og veit ýmislegt um landið og um leið og hann steig á íslenska grund fékk hann eina staðreyndina beint í fangið. Hér er kalt. „Ætli ég komist miklu fjær heimahögunum en þetta,“ segir Deon og hlær. „En þetta er ótrúlegt og mér finnst frábært að vera kominn hingað. Þetta er alveg magnað.“ Deon taldi ekki eftir sér að fljúga heimsálfa á milli til þess að fylgja Djöflatindi úr hlaði enda vanur löngum ferðalögum. „Ég flaug til Parísar og var svo tvo daga í Kaupmannahöfn þar sem bók eftir mig var að koma út og heimferðin verður vissulega löng. En þegar maður býr í Suður-Afríku er maður vanur löngu flugi. Við erum langt frá öllu og allar ferðir eru langar. Þegar Deon er spurður að því hvort hann hafi vitað eitthvað um þessa köldu og fjarlægu eyju áður en gengið var frá útgáfu Djöflatinds hér þylur hann upp ýmsar staðreyndir um land og þjóð eins og hann sé í munnlegu prófi. „Ég veit að Spasskí og Fischer

mættust hérna á áttunda áratugnum og að Reagan og Gorbatsjov áttu hérna mikinn leiðtogafund. Síðan varð eitt eldfjallanna ykkar nýlega næstum búið að kyrrsetja mig í London lengur en ég kærði mig um,“ segir hann og hlær. „Ég hef líka auðvitað heyrt um efnahagshrunið sem kom illa niður á mörgum Íslendingum sem töpuðu miklum peningum.“ Þessi hægláti maður leynir greinilega á sér þar sem í ljós kemur að hann hefur mikinn áhuga á að koma hingað aftur og þá til þess að spóla utan vega á mótorhjóli.

Hreinsar hugann með hjálm á höfðinu „Ég hef alltaf haft ofboðslegan áhuga á akstri mótorhjóla utan vega og veit að þið eigið mjög góða drulluvegi fyrir þetta sport þannig að ég á örugglega eftir að koma hingað aftur einhvern daginn til þess að hjóla. Ég átti nú fleiri hjól þegar ég var yngri en þau eru bara tvö núna og ég stefni að því að selja annað þeirra. Ég hef bara ekki tíma lengur til að sinna þessu áhugamáli. Rétt áður en ég kom hingað fór ég í þriggja daga hjólatúr bara til þess að hreinsa hugann vegna þess að ég hef haft mjög mikið að gera undanfarið. En eitt hjól ætti að duga mér í framtíðinni.“

Heillaðist ungur af glæpum

Þegar Deon byrjaði að skrifa lagði hann ekki upp með að verða glæpasagnahöfundur og sagðist í raun alls ekki hafa verið meðvitaður um að hann væri kominn út á þá braut. „Ég skrifaði bara sögur og taldi þær nú ekki vera glæpasögur. Það var ekki fyrr en fyrsta bókin mín kom út í Suður-Afríku sem byrjað var að tala um mig sig glæpasagnahöfund. Ég var greinilega of vitlaus til þess að fatta að ég væri að skrifa glæpasögur. Ég taldi mig bara vera að skrifa en hugsaði bara með mér: „Jæja, gott og vel,“ og hélt mínu striki. Ég hef alltaf verið hrifnastur af glæpasögum sem lesandi og lagðist á kaf í þær á unglingsárunum. Þegar ég byrjaði síðan að skrifa vildi það bara þannig til að ég fór að skrifa um glæpi,“ segir Deon og nefnir Bandaríkjamennina John D. MacDonald og þá sérstaklega Ed McBain sem helstu áhrifavaldana enda hafi hann sökkt sér í bækur þeirra sem ungur maður.

Suður-Afríka er ekki hættuleg

Deon segist finna fyrir því að Vesturlandabúar telji SuðurAfríku kraumandi suðupott og stórhættulegt land en segir þetta byggja á misskilningi. „Þið fáið allar slæmu fréttirnar frá SuðurAfríku. Vissulega er það staðreynd að glæpatíðinin er meiri hjá okkur en í Evrópu enda erum við ekki fyrsta heims ríki en Suður-


viðtal 35

Helgin 3.-5. maí 2013

Afríka er samt mjög öruggt land. Landið er fjölmennt og fátæktin mikil þannig að það er meira um ofbeldisglæpi en í Evrópu, Skandinavíu og Íslandi en ég er 55 ára gamall og ég hef aldrei orðið vitni að glæp. Ég og konan mín spókum okkur einu sinni til tvisvar í viku um Höfðaborg að næturlagi og teljum okkur fullkomlega örugg. Flestir glæpir í Suður-Afríku eru framdir þar sem fátæktin er mest og þetta gerist aðallega inni á heimilunum þar sem fólk sem býr saman eða þekkist vel á í hlut. Þá er mjög algengt að áfengi eða önnur fíkniefni komi við sögu. Fátæktin í Suður-Afríku er miklu meiri en annars staðar í heiminum og ég veit að fólk hefur þá sýn á landið að það sé ofbeldisfullur og hættulegur staður en það er einfaldlega ekki rétt.“

Ég minnist þess að hafa lesið um kynferðisbrot gegn börnum og að hafa orðið mjög reiður. þess að hann átti aldrei að verða aðalpersóna. Síðan líkaði mér svo vel að vinna með hann að sögurnar fóru að hverfast um hann. Hann er áhugaverður að því leyti held ég að hann er ósköp venjulegur maður. Hvorki sérstaklega fágaður eða menntaður en hann er mjög góð lögga með stóra galla. Hann drakk burt þrettán ár ævi sinnar og sektarkenndin yfir því liggur þungt á honum.“

Suður-Afríka var mikið í fréttum nýlega í kjölfar þess að fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius var handtekinn eftir að hafa skotið unnustu sína, Reeva Steenkamp, til bana. Ekki verður hjá því vikist að spyrja reyfarahöfundinn hvort þarna hafi verið um dæmigerðan SuðurAfrískan heimilisglæp að ræða þótt gerandinn sé síður en svo fastur í fátæktargildru. „Það er það sem öll höldum en

munum að hann er saklaus þar til sekt er sönnuð. En almennt er talið að þau hafi rifist heiftarlega og hann hafi skotið hana. Fjöldinn stendur í þeirri meiningu en ég vil nú segja sem minnst um þetta. Þetta er mjög sorglegt mál og ég sá í blöðunum að hann hafði reynst íslenskri fjölskyldu mjög vel og þau taka þetta mjög nærri sér.“ Rannsókn Pistoriusar-málsins fór ekki vel af stað en Deon vill hvorki meina að málið sé áfellisdómur

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Þér er boðið á tónleika í Hörpu!

Heimilisofbeldi er bara sorglegt

Deon segist í raun ekki sækja innblástur mikið í umhverfi sitt enda séu glæpirnir í landinu svo ömurlegir að þeir séu ekki góður efniviður í glæpasögur. „Þetta er eins og ég segi, 83% glæpa í Suður-Afríku eru framin á þeim svæðum þar sem fátæktin er mest og þá er mest um áfengistengt heimilisofbeldi að ræða. Maður getur ekkert skrifað glæpasögur um slíkt. Þetta er bara hræðilegt og sorglegt og ekkert drama eða ráðgátur í kringum þetta. Þetta er ekki aðlaðandi söguefni þannig að ég bý bara sögurnar mínar til.“ Kynferðisofbeldi og þá sérstaklega gegn börnum er í brennidepli Djöflatinds en sá viðbjóður leitaði sterkt á Deon þegar þessir glæpir runnu undan þagnarhjúpi aðskilnaðarstefnunnar. „Á meðan aðskilnaðarstefnan var við lýði fjallaði enginn um kynferðisofbeldi. Sérstaklega ekki misnotkun á börnum. Aðskilnaðarstefnan leyfði enga útgáfu á efni um slíkt vegna þess að þeir vildu ekki að heimurinn vissi að svona nokkuð viðgengist í Suður-Afríku. Þegar við losnuðum við aðskilnaðarstefnuna vorum við allt í einu komin með frjálsa fjölmiðlun og fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta og fólk að tala um þessa glæpi. Þetta hafði mikil áhrif á mig og ég minnist þess að hafa lesið um kynferðisbrot gegn börnum og að hafa orðið mjög reiður og hugsað með mér að ef einhver myndi snerta börnin mín þá myndi ég drepa hann. En ég áttaði mig síðan á því að slíkt er ekki möguleiki fyrir mig vegna þess að ég er löghlýðinn borgari sem trúir á lög og reglu. Djöflatindur spratt upp úr árekstri þessara andstæðu tilfinninga.“

Í tilefni af Evrópudeginum 2013 stendur Evrópustofa fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu, laugardaginn 11. maí kl. 20.00. Þar flytur Ungsinfónía Evrópusambandsins tónlist með írsku stefi ásamt söngvurum Evrópsku óperumiðstöðvarinnar. Hljómsveitarstjóri er Laurent Pillot.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis

og hægt er að tryggja sér miða á www.harpa.is Ungsinfónía Evrópusambandsins (e. European Union Youth Orchestra) sameinar hæfileikaríkasta unga tónlistarfólk Evrópu undir stjórn heimsþekktra hljómsveitarstjóra og hefur getið sér gott orð um allan heim. Vladimir Ashkenazy er tónlistarstjóri hljómsveitarinnar. Ungsinfónían er fjármögnuð með styrk frá Menningaráætlun ESB og ríkisstjórnum hinna 27 aðildarríkja ESB.

(c) Claudia Prieler

Eltingaleikur við böðul barnaníðinga

Í Djöflatindi verður allt brjálað í Höfðaborg þegar morðingi sem lýst hefur stríði á hendur barnaníðingum fer blóðugum hamförum. Rannsóknarlögreglumaðurinn Benny Grissel reynir að hafa hendur í hári morðingjans undir miklum þrýstingi fjölmiðla og stjórnmálamanna. Hann grípur að lokum til þess örþrifaráðs að enga gildru fyrir morðingjann með hjálp vændiskonu sem sú tilraun á eftir að draga dilk á eftir sér. Aðalsögupersónan berst einnig við sína innri djöfla og er að berjast við að hætta að drekka á meðan á þessum hildarleik stendur. Benny átti aldrei að verða miðpunktur í sögum Deons en vann sig upp hjá höfundinum. „Ég er að skrifa tíundu bókina mína og Benny hefur verið í fjórum. Hann byrjaði sem aukapersóna í einum af fyrri bókum mínum og ég eyddi ekkert of miklum tíma í að hugsa um hann vegna

Klúðrið í Pistoriusar-málinu

yfir lögreglunni né réttarkerfinu í landinu. „Ég held að lögreglan í SuðurAfríku sé almennt mjög góð en því miður var rannsóknarlögreglumaðurinn sem fékk málið í upphafi bara ekki góður lögreglumaður. Lögreglan gerði þau mistök að gera sér ekki strax grein fyrir hversu stórt og mikilvægt mál þetta væri. Þeir hefðu strax átt að setja toppmannskap í málið. Þeir gerðu það að lokum en þá var þetta orðið að hneyksli. Réttarkerfið er fínt hjá okkur og engin vandamál þar. Dómstólarnir eru skilvirkir og ég held nú að eftir að Pistorius var handtekinn hafi allt verið gert rétt.“

Evrópska óperumiðstöðin (e. European Opera Centre) var stofnuð til að brúa bilið milli náms og atvinnumennsku fyrir ungt, evrópskt afburðafólk á óperusviðinu. Hún er fjármögnuð af framkvæmdastjórn ESB og Royal Bank of Scotland.

Evrópusambandið fjármagnar starfsemi Evrópustofu.


36

viðhorf

Helgin 3.-5. maí 2013

Tónlistarskólinn í Reykjavík Inntökupróf verða laugardaginn 11. maí Enn eru laus pláss í öllum hljóðfærum

Við sérhæfum okkur í námi á mið- og framhaldsstigum í hljóðfæratónlist og öllum stigum í söng

• Frábært •

úrval kennara, sjá nánar á vefsíðu skólans www.tono.is

Ný sýn

N

HELGARPISTILL

Í haust hefst nám í klassísku slagverki

• Auður Hafsteinsdóttir, fiðlukennari kemur aftur til starfa

Jónas Haraldsson

Nánari upplýsingar í síma 553 0625 milli kl. 13-16 alla virka daga og á www.tono.is

jonas@ frettatiminn.is

AquaClean áklæði AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa

aðeins með vatni!

kynningarafsláttur

Nýtt Mósel

Tungusófar - Sófasett - Hornsófar

Milano

Sófasett - Hornsófar - Tungusófar g

Torino

Teikning/Hari

Hornsófar - Tungusófar - Sófasett

Basel

Tungusófar - Sófasett - Hornsófar

Paris

Tilboðsvörur á frábæru verði

70 % allt að

afsláttur

af völdum vörum og sýningareintökum

Borðstofustólar frá 7.900 kr

Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Speglar frá 5.000

HÚSGÖGN Patti verslun I Dugguvogi 2

I

Heilsukoddar 2.900 kr

Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá 75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is

„Notaðu fjaraugun,“ segja afkvæmi mín stundum þegar þau vilja að ég sjái eitthvað. Vera kann að ég kjósi ekki að sjá allt eða nenni því ekki en til frasans grípi þau vegna þess að ég hef löngum montað mig af góðri sjón, að sjá langt frá mér – og svo hefur raunar verið og það ber vita­ skuld að þakka. Ég, eins og aðrir sem komast á virðulegan aldur, hef samt ekki farið varhluta af breytingum á sjón. Það helgast helst af því að stafir í bókum, blöðum og á tölvuskjá urðu smám saman loðnari. Því þurfti stöðugt að lengja bilið frá augum að bókstöf­ unum þar til lengd handleggjanna dugði ekki lengur. Þá var ekkert annað að gera en að fara til augnlæknis. Sá góði maður skoðaði, mældi og sá, eins og við var að búast, að ég þurfti lestrar­ gleraugu. Þau hef ég verið með á nefinu síðan. Það eina sem ég hef þurft að gera er að styrkja gleraug­ un endrum og sinnum, eftir því sem árunum fjölgar. Annars duga augun vel og sjónin er góð hvað sem líður lestrargleraugunum og ég sé vel frá mér. „Fjaraugun“ eru enn á sínum stað, sem betur fer. Þróunin hefur verið svipuð hjá mínum betri helmingi, enda eru við að kalla jafnaldra, aðeins munar átta mánuðum á okkur þótt ég sé árinu eldri, samkvæmt almanakinu. Þó hefur hún að undanförnu kvartað undan því að sjá verr en áður, jafnvel svo að hefðbundnu gleraugun dugðu vart. Því fór hún til augnlæknis. Sá skar úr um að hún þyrfti að fara í augnsteinaaðgerð sem hann sagði að væri til þess að gera lítið mál. Eftir það sæi hún miklu betur en fyrr, jafnvel eins og unglingur. Henni var gefinn tími nokkuð fram í tímann en að fyrri aðgerðinni kom á dögunum. Augun á að lagfæra með um það bil mánaðar millibili. Ég gantaðist aðeins vegna þessa, þótt auðvitað verði það að vera í hófi þegar augun eru annars vegar, minnti hana á að við værum að kom­ ast á viðgerðaraldurinn þegar huga þarf að endurnýjun á ýmsum líkams­ pörtum. Hún tók því með jafnaðargeði og sagði ástandið á okkur varla vera verra en hjá öldruðum hjónum, það er að segja hjónum sem eru talsvert miklu eldri en við, sem fengu sér hafragraut í morgun­ sárið nýverið. Gamla konan sagði dreymin á svip við mann sinn, um leið og hún fékk sér skeiðarfylli af grautnum: „Manstu þegar við vorum ung og borðuðum hafragrautinn nakin?“ „Já, elskan mín, þótt langt sé um liðið man ég það eins og það hefði gerst í gær,“ sagði sá gamli. „Mér hitnar allri við það eitt að rifja þetta upp,“ bætti gamla konan við og horfði ástúðlega yfir gler­ augun á þann mann sem hún hafði

eytt ævinni með. „Það er nú bara af því, gæskan,“ sagði bóndi hennar, sem enn var með bærilega sjón,“ að þú ert með annað brjóstið í hafra­ grautnum og hitt í kaffibollanum!“ Það er því hlýlegt að fá að eldast saman – en það er önnur saga. Eins og góðum eiginmanni sæmdi ók ég konu minni í augnaðgerðina, á hægra auga, og sótti hana að henni lokinni. Síðan fór ég í apótekið og keypti augndropa sem læknirinn ráðlagði henni að nota um hríð. Konunni bar að hafa hægt um sig dagana eftir sem hún gerði, hélt sig frá birtu og notaði lepp fyrir viðgerða augað. Dropana brúkaði hún samkvæmt læknisráði. Allt gekk þetta vel, sem betur fer. Eftir aðgerðina sá hún miklu betur með hægra auganu en óviðgerðu vinstra auganu. Í eftirskoðun spurði hún augnlækninn hvernig það væri að vera með svo mismunandi sjón á augunum. Hann sagði það ekki vera vandamál því heilinn jafnaði það út og nýtti betra augað. Svo væri þess heldur ekki langt að bíða að hann lagfærði vinstra augað. Þá sæi hún vel með báðum augum. Magnað er það hvað augnlæknar geta gert, ekki síður en aðrir læknar, til að auðvelda okkur lífið en enn magnaðra er líf­ færið góða í toppstykkinu á okkur sem, auk annars, leiðréttir nær sam­ stundis missýn augnanna. Frúin sér því til muna betur en áður – og væntanlega enn betur þegar aðgerðin hefur verið gerð á báðum augum. Þessu fagnaði ég að vonum en varð þess þó var, svona á þriðja eða fjórða degi eftir augnað­ gerðina á hægra auganu, að hún horfði svolítið undarlega á mig. Það gat ekki verið vegna þess að ég hefði misst brjóstin ofan í hafragrautinn því þau hef ég engin, auk þess sem ég var aðeins með ristað brauð og ávaxtasafa fyrir framan mig. „Ansi er ennið á þér orðið hrukkað,“ sagði konan, eftir að hafa horft á mig dágóða stund með nýja auganu – og raunar því gamla líka en með mun betri sjón en áður eftir að heilinn beindi öllum sínum krafti í sýn nýja augans. „Ég hafði bara ekki tekið eftir þessu fyrr,“ bætti hún við – „eða hreinlega bara ekki séð það.“ „Hvaða vitleysa er þetta í þér,“ sagði ég og neita því ekki að mér var nokkuð brugðið enda taldi ég húðina á mér slétta eins og barnsrass, þar sem ég tek ég lýsi sem heilsuþátt­ urinn í Fréttatímanum segir að geri kraftaverk fyrir húð og hár, auk þess sem ég borða íslenska tómata, ræktaða í Biskupstungum, sem sami heilsuþáttur segir að auki teygjan­ leika húðarinnar og minnki líkurnar á ótímabærum hrukkum. Hvað ætli hún sjái þegar augn­ læknirinn verður búinn að yngja í henni bæði augun?


NÝR 4BLS BÆKLINGUR

STÚTFULLUR AF NÝJUM SJÓÐHEITUM TILBOÐUM

SM Á K ELLT NE ÖR U WW TBÆK FUN MEÐ W.TO LINGU A G LVU R KÖR AGNV TEK. Á FUH IRK IS NAP UM P

ENN A BETRÐ VER

16GB MINNISLYKILL Örsmár og sérlega glæsilegur Silicon Power Touch T01 minnislykill úr höggvörðu stáli

1.990 4GB 990 • 8GB 1.490 • 32GB 4.990

Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

3 LITIR HEYRNARTÓL

Ótrúlega tær hljómur og djúpur bassi í þessum litlu silíkon tappa heyrnartólum frá Sony

2.990 SNILLD FRÁ SONY :)

7”SPJALDTÖLVA

Spjaldtölva fyrir leiki, tónlist, kvikmyndir, internetið og tölvupóstinn með Android 4.1

14.900 ÓTRÚLEGT TILBOÐ!

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900



100 95 75

25 5 0


40

ferðir

Helgin 3.-5. maí 2013

knæpur Þar sem ekkert breytist

ódýr!

% 5 2

Góð

Kaup!

798

mst fyrst og fre

afsláttur

kr. kg

Verð áður 1098 kr. kg Grísakótilettur, frosnar í kassa

ca.

5sskag

í ka

Afreksfólk öræfanna Æviferill Fjalla-Eyvindar og Höllu Nýtt fræðslurit FÍ Fæst í öllum helstu bókabúðum og á skrifstofu FÍ Í nýjasta fræðsluriti FÍ er um­ fjöllunarefnið æviferill þeirra Fjalla­ Eyvindar og Höllu. Það hlýtur að vekja aðdáun enn í dag, hvernig Eyvindur og Halla gátu bjargað sér uppi á öræfum á þeim árum þegar harðindi og hörmungar geisuðu um byggðir landsins og mörg hundruð manna fóru á vergang í byggð og dóu úr hungri. Fróðlegt er fyrir fjallagarpa nútímans að setja sig í spor Eyvindar og Höllu og keppa við þau á jafnréttisgrundvelli, hvað klæðnað og allan útbúnað snertir til dvalar á fjöllum.

SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT!

www.fi.is

FerðaFélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is

Fraser veit hvað hann syngur enda staðið vaktina lengi á hinum rómaða hverfispöbb, Kay´s Bar í Edinborg.

Rauðar og klassískar krár Tíminn hefur staðið í stað á þessum þremur knæpum í Frankfurt, Kaupmannahöfn og Edinborg. Kristján Sigurjónsson kíkti á barinn. Kay´s Bar – Edinborg

„Hvað varstu að borða?,“ spyr Fraser, eigandi Kay´s Bar, þegar ég bið hann um að mæla með góðum bjór snemma kvölds. Þegar ég segi honum að ég hafi nýlokið við Fish and Chips hristir hann höfuðið, skenkir botnfylli af ljósu öli í glas og réttir mér. „Þú finnur sennilega ekkert bragð, er það nokkuð? Fish and Chips fer alveg með bragðlaukana. Þetta er það eina sem dugar,“ segir hann og fyllir glas af dökkum, bragðmiklum bjór. Og Fraser veit hvað hann syngur enda staðið vaktina lengi á þessum rómaða hverfispöbb, smá spöl frá helstu ferðamanna­ slóðum skosku höfuðborgarinnar. Í hádeginu er boðið upp á hádegismat á Kay´s Bar (39 Jamaica Street) og Fraser segist mæla sérstaklega með Haggis í hádegismat og auðvitað er eng­ inn djúpsteiktur fiskur á matseðlinum.

Die Rote Bar í Frankfurt

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

00000

w w w. v e i d i k o r t i d . i s

Þessi kokteilbar við bakka Main hefur verið sagður „á mörkum þess að vera of svalur fyrir Frankfurt“. Það eru engar merking­ ar utan á húsinu og engin leið að ramba á þennan litla stað. Við dyrnar er þó merkt bjalla og ef henni er hringt birtist smóking­ klæddur og vatnsgreiddur barþjónn að vörmu spori. Hann vísar gestunum til sætis í litlum sal þar sem rauðir ljósaskermar dempa þau fáu ljós sem þar er að finna. Músikin heyrist varla og gestirnir hafa komið sér þægilega fyrir með hanastél. Hingað er fólk komið til að ræða málin en ekki dansa. Die Rote Bar (Main­ kai 7) hefur verið á sínum stað í nærri sjö áratugi og að sögn barþjónsins er bekkurinn ávallt þéttskipaður. Verðinu er þó stillt í hóf því „allir eigi að hafa efni á góðum kokteil við og við.“

Bo-Bi Bar – Kaupmannahöfn

Engu hefur verið breytt á Bo-Bi-Bar í Kaupmannahöfn í nær hundrað ár.

Gardínur heyra eiginlega sögunni til á börum Kaupmannahafn­ ar því nú vill fólk lifa fyrir opnum tjöldum. Á hinum agnarsmáa Bo­Bi Bar hefur hins vegar engu verið breytt síðan þessi fyrsti ameríski bar borgarinnar var opnaður fyrir nærri hundrað árum síðan. Veggirnir eru klæddir rauðu veggfóðri, á borð­ FLEIRI VÖTN VERÐ Það er líka dregið er unum grænir dúkar ÓBREYTT og sætin bólstruð. fyrir gluggana og því sjást gestirnir ekki frá götunni. Einhverjir þeirra hafa kannski eitthvað að fela en flestir eru bara fegnir að geta farið inn á svona klassískan og huggulegan bar þar sem ekkert breytist, heldur ekki verðið og fyrir suma er það líka kostur að vertinn hefur aldrei heyrt minnst á reykingabann. Kristján Sigurjónsson gefur út ferðavefinn Túristi.is og þar er hægt að lesa meira tengt ferðalögum til Frankfurt, Edinborgar og Kaupmannahafnar.

Die Rote Bar hefur verið á sínum stað í Frankfurt í nær sjö áratugi.


v3.11 legghlífar

FRÁBÆR VERÐ Á FLOTTUM MERKJUM

Stærðir S-L Verð: 4.990 kr. Outlet-verð:

2.490 kr.

50%

v5.11 legghlífar Stærðir XS-L Verð: 3.490 kr. Outlet-verð:

1.750 kr.

50%

EvoSpeed 3 legghlífar

Fótboltaskór

Stærðir S-L Verð: 4.990 kr. Outlet-verð:

2.490 kr.

50%

frá Puma í miklu úrvali

EvoSpeed 5 legghlífar Stærðir S-L Verð: 3.490 kr. Outlet-verð:

1.750 kr.

50%

EvoSpeed

PowerCat 1.10

70% Létt örtréfjaefni. Stærðir 40-46 Verð: 45.990 kr. Outlet-verð: 13.990 kr.

PowerCat 1.10

70% Leður Stærðir 41-46 Verð: 45.990 kr. Outlet-verð: 13.990 kr.

v1.10 K

72% Mjúkt K-leður Stærðir 41-46 Verð: 49.990 kr. Outlet-verð: 13.990 kr.

PowerCat 3.12

36% Gerviefni Stærðir 40-46 Verð: 18.990 kr. Outlet-verð: 11.990 kr.

King Wn´s

65% Leður. Stærðir 36-40,5 Verð: 33.990 kr. Outlet-verð: 11.990 kr.

slip legghlífar m. sokk

Stærðir S-L Verð: 5.990 kr. Outlet-verð:

2.990 kr.

50%

v6.11 HG

33% Gerviefni Stærðir 40-46 Verð: 8.990 kr. Outlet-verð: 5.990 kr.

v6.11 HR Jr.

50% Krakkaskór Stærðir 28-38,5 Verð: 7.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr.

v6.11 TT

33% Gervigrasskór Stærðir 41-46 Verð: 8.990 kr. Outlet-verð: 5.990 kr.

v6.11 HR Jr.

50% Krakkaskór Stærðir 28-38,5 Verð: 7.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr.

v5.11 FG JR

33% Krakkaskór Stærðir 33-39 Verð: 11.990 kr. Outlet-verð: 7.990 kr.

v6.11 TT Jr

50% Gervigrasskór Stærðir 28-38,5 Verð: 7.990 kr. Outlet-verð: 3.990 kr.

PowerCat 4.12 HG Jr

v6.10 - junior

Krakkaskór Stærðir 28-39 Verð: 9.990 kr. Outlet-verð: 6.990 kr.

70% Krakkaskór Stærðir 28 - 38 Verð: 6.990 kr. Outlet-verð: 1.990 kr. (ekki til í öllum stærðum)

Esito TT inf

v6.10 - junior

30%

30% Fyrir þau yngstu Stærðir 20-24 Verð: 9.990 kr. Outlet-verð: 6.990 kr.

Markmannshanskar

50%

Stærðir 4 - 11 Verð: 3.990 kr. Outlet-verð: 1.990 kr.

70% Gervigrasskór Stærðir 28 - 38 Verð: 6.990 kr. Outlet-verð: 1.990 kr. (ekki til í öllum stærðum)

Við erum í Vínlandsleið í Grafarholti

Puma boltar

Vínlandsleið 6 113 Reykjavík

Opið: Virka daga Laugardaga Sunnudaga

kl. 11-18 kl. 11-16 kl. 13-17

50% Nokkrir litir Stærðir 3 - 4 - 5 Verð: 3.990 kr. Outlet-verð: 1.990 kr.


42

bílar

Helgin 3.-5. maí 2013

skoda vinsæll fjölskyldubíll

chevrolet Z/28 á mark að síðar á árinu

Frumsýning þriðju kynslóðar Octavia

n

ýr Škoda Octavia verður frumsýndur hjá umboðsaðilanum, Heklu, í dag og á morgun, 3.-4. maí. Höldur á Akureyri sýnir bílinn á morgun, laugardag milli klukkan 12 og 16 og Hekla á Akureyri sýnir bílinn fimmtudaginn 9. maí, milli klukkan 9 og 17. Þá sýna Bílasala Selfoss, Hekla Reykjanesbæ og Bílás á Akranesi Octavia laugardaginn 11. maí. Þriðja kynslóð Octavia var frumsýnd í desember síðastliðnum í Škoda-safninu í Mladá Boleslav. Þessi nýja gerð er 9 cm lengri og 4,5 cm breiðari en gerðin á undan og hefur hjólhafið verið aukið um 8,9 cm. Bíllinn er einnig 102 kílóum léttari en fyrri gerðin. Mun meira er lagt upp úr innanrými en áður og meðal valkosta sem eru í boði eru 20 cm snertisjár, sem einnig er í boði í Golf og stórt rafdrifið

sólþak. „Það er nóg pláss fyrir farangur í þessari þriðju kynslóð Octavia, því farangursrýmið rúmar 590 lítra, sem er með því besta sem gerist á markaðnum í þessum stærðarflokki, og er raunar meira en 565 lítra farangursrýmið í Volkswagen Passat, sem er stærri bíll. Octavia Kombi, eða skutsbílsútgáfan verður síðan með 610 lítra farangursrými þegar hann kemur á markað í byrjun sumars,“ segir meðal annars í tilkynningu Heklu.

Octavia verður á markaði hér á landi í tveimur gerðum, Ambition og Elegance, báðar gerðir mjög vel búnar. Bíllinn verður í boði með tveimur gerðum bensínvéla, 1,2 lítra 105 hestafla og 1,4 lítra 138 hestafla og jafnframt með tveimur gerðum dísilvéla, 1,6 lítra 105 hestafla og 2.0 lítra 150 hestafla. Þriðja kynslóð Škoda Octavia hefur hlotið mjög góðar viðtökur erlendis og er nú komin á markað hér. Mynd Hari

Straumlínuhönnun hins nýja Chevrolet Camaro gerir hann stöðugri í akstri.

Magnaður Camaro kynntur

c

• Bekkur með tvær setstöður • Íslensk hönnun • Sterkur og fallegur

4 400 400

Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is

12 volt díóðuljós Eyða allt að 90% minni orku en halogen Tilvalið fyrir sumarbústaði með sólarorku

hevrolet Camaro Z/28, árgerð 2014, var frumsýndur á bílasýningunni í New York á dögunum. Camaro kom upphaflega á markaðinn 1967 og var sérstaklega hannaður til hraðaksturs. Hann var léttbyggður, lipur og aflmikill. Nýr Camaro býr yfir öllum sömu eiginleikunum og hvert smáatriði er hannað til að skapa honum sess sem magnaðasta Camaro sögunnar, segir í tilkynningu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Chevrolet. „Vélin, LS7,“, segir enn fremur, „er t.a.m. sett saman í höndum. Þetta er aflmesta, fjöldaframleidda V8 vél án forþjöppu sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. Hágæða íhlutir og nákvæmni í samsetningu gerir henni kleift að snúast á allt að 7.000 snúningum á mínútu. LS7 vélin er einstaklega sterkbyggð og með léttum en sterkum íhlutum eins og ventlum úr títaníum og sveifarás úr hertu stáli. Slagrými vélarinnar er 7 lítrar og hún skilar 500 hestöflum. Camaro kemur eingöngu með TREMEC TR6060 6 gíra beinskiptingu sem er séraðlöguð að öllu vélaraflinu. Með þessu er líka verið að hverfa aftur til þess tíma þegar Z/28 kom fyrst á markað á sjöunda áratugnum og var

tromp Chevrolet í hinum goðsagnakenndu Trans-Am kappaksturskeppnum á sjöunda áratugnum. Vélaraflið flæðir til afturhjólanna um mismunadrif sem er staðalbúnaður með bílnum og gerir ökumönnum kleift að leggja enn meira á bílinn í hröðum beygjum. Í útlitshönnun Camaro Z/28 2014 er einnig vísað til upprunalega bílsins um leið og stuðst er við nútíma hönnunarnálgun og tækni. Straumlínuhönnun bílsins er með þeim hætti að bíllinn býr yfir miklum niðurkrafti sem gerir hann stöðugri í akstri á miklum hraða. Það þarf alvöru bremsur í bíl af þessu tagi og staðalbúnaður er með koltrefja-keramik bremsudiska frá Brembo, vinddreifi að framan, vindhlíf undir botnplötunni sem eykur niðurkraftinn, útdregin bretti og vindskeiðar að aftan. Yfir 200 breytingar hafa verið gerðar á undirvagni, þar á meðal stífari demparar, stífari gormar og stífari fóðringar. Bíllinn kemur á 19 tommu felgum og allt er gert til að létta hann sem mest. Z/28 kemur á markað síðar á þessu ári en Chevrolet hefur skráð hann til keppni í nokkrum viðburðum strax á þessu vori.“

Þetta er aflmesta, fjöldaframleidda V8 vél án forþjöppu sem nokkru sinni hefur verið smíðuð.

r ange rover ár æðinn evoque

Útlit sem sker sig frá öðrum Ú

12v 2,5w

12v 1,66w

12v 1,66w

12v 1,3w

12v 1,3w

12v 1,0w

12v 1,2w

12v 3,0w

12v 1,0w

SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM

Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is

tlit hins nýja Range Rover Evoque vekur sannarlega athygli en eins og vænta mátti er um að ræða glæsilegan bíl. „Afturlækkandi þaklína gefur nútímalegt yfirbragð og undirstrikar að hér er á ferðinni bíll sem hannaður er af áræðni en þó með athygli á smáatriðum svo sem lágri framljósalínu sem gengur út á hliðarnar og stórum álfelgum sem gera yfirbragð Evoque einstakt,“ að því er segir á síðu umboðsins, BL. Þar kemur fram að við smíði Range Rover Evoque sé notuð nýjasta tækni og bestu efni til að ná þeim árangri að smíða sparneytnasta Land Rover frá upphafi. „Þegar þú kaupir Range Rover Evoque,“ segir enn fremur, „getur þú raðað nákvæmlega saman þeim bíl sem þig langar í. Þú velur liti, áferð og efni að eigin vali og raðar saman við einhverja af þeim þremur gerðum sem í boði eru: Pure – nákvæmlega formið og tjáningin sem Range Rover Evoque endurspeglar. Prestige –

hér er allt það vandaðasta sem Range Rover Evoque býður upp á auk fleiri möguleika á aukahlutum sem gera innréttinguna glæsilegri. Dynamic – það glæsilegasta sem í boði er í Range Rover Evoque línunni með Sport innréttingu og glans svartri áferð á einstökum hlutum innréttingar.“

Range Rover Evoque. Útlit bílsins er sérstakt og áræðið en afturlækkandi þaklínan gefur nútímalegt yfirbragð.


Er kagginn kominn með skoðun?

BETRI STOFAN

Keyrum örugg inn í vorið og látum skoða bílinn þar sem reynslan er mest!

IS

MA 345 13 2013

mARs ApRíl mAí

30

sKoðUNARsTÖðVAR Um lANd AllT

5

SKOÐUNAR MÁN

MAÍ

Það er metnaður okkar hjá Frumherja að veita góða þjónustu og hagstæð kjör á skoðunum.

lUKKUleiKUR

Komdu með bílinn í skoðun og freistaðu gæfunnar í Lukkuleik okkar. Eldsneytisvinningur að upphæð kr. 25.000 dreginn út í hverri viku.

- örugg bifreiðaskoðun um allt land Fax: 570 9002 · Netfang; frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is


44

matur

Helgin 3.-5. maí 2013

 kjúklingur á grillinu

Kjúklingakjuðar

Úr eggi í fiðrildi

Það er erfitt að finna betra snakk en kjúklingavængi og kjuðarnir, þykkasti endinn sem tengir vænginn við fuglinn, eru bestir á grillið. Kjuðarnir eru þó fullir af sinum og tengivef þannig að best er að elda þá lengi við miðlungs hita.

Kjúklingur hefur lengi þótt erfiður viðureignar á grillinu. Það vill svo oft kvikna í þegar hann fer á grindurnar. Svo ekki sé talað um þegar hann er eldaður heill og bringurnar eru orðnar þurrar þegar lærin eru klár. En það er nú svo að þegar vel tekst til er fátt er betra en vel grillaður kjúklingur.

E

in helsta ástæðan fyrir því að erfitt getur verið að elda heilan kjúkling er að hann er svo skrambi ójafn í laginu. Því getur verið gott að jafna leikinn og það er tiltölulega einfalt. Með eldhússkærum er bakið hreinlega klippt af. Klippa á upp með hryggnum sitt hvoru megin og kjúllinn er svo flattur út eins og fiðrildi. Gott er líka að taka bringubeinið úr. Það er gert með því að þræða þumalfingri og vísifingri meðfram öllu beininu og fletta kjötinu frá. Passa að rífa kjötið þó ekki mikið. Æfingin skapar meistarann hér eins og í öðru.

Saltþurrkaður Áður en kjúklingurinn er flattur út er gott að taka hann úr kæliskápnum og salta hann rausnarlega utan sem innan og geyma hann svo við stofuhita í tvo tíma. Þetta er gert til þess að þétta skinnið og draga vökva úr kjúklingnum. Skola hann svo vel með köldu vatni svo hænan verði ekki brimsölt. Klippa svo bakið úr og fletja vel. Krydda allan fuglinn vel og vandlega. Best að byrja á salti og pipar og fikra sig þaðan næst ef þurfa þykir.

Lóð

Hitið grillið og finnið svo eitthvað

þungt sem þolir mikinn hita. Pottjárnspanna er gott tól en múrsteinn vafinn inn í álpappír er það líka. Tuttugu kílóa ketilbjalla er sennilega of mikið. Grillið kjúklinginn við miðlungshita eða aðeins þar undir. Gott að byrja á bakhliðinni. Snúa svo við með stórum spaða eins og fiskispaða eða álíka tóli. Líkurnar eru með því að eitthvað festist. Hreinar og olíubornar grindur hjálpa en gott er að búa sig andlega undir að eitthvað verði eftir. Grilla svo á hinni hliðinni við svipaðan eld þangað til kjöthitahitamælirinn sýnir rétt rúmar sjötíu gráður. Ef

Þurrkryddaðir og gláðir Það er ágætt að marínera kjuðana sína en hver man eftir því. Kjuðana er feikinóg að þurrkrydda áður en þeir fara á hitann. Búa svo til gljáa til að löðra þá í á grillinu. Í þurrkryddi á kjúkling eru nokkur krydd sem gott er að blanda saman. Magn af hverju fer eftir smekk. Paprika, reykt paprika, chili, Cayenne pipar, hvítlauks- og laukduft og svartur pipar. Oftast er svo gott að setja líka salt út í blönduna en það á ekki við í þessu tilviki því það er mikið salt í gljáanum. Þurrkaðar kryddjurtir eru oft góðar í svona blöndur en þegar grilla á eitthvað í langan tíma vilja þær oft brenna þannig að við sleppum þeim að þessu sinni. Þegar góð blanda næst er kjúklingurinn kryddaður hátt sem lágt. Gljáinn er svo úr um það bil jöfnum hlutföllum af soyjasósu, Worcestershire sósu, smjöri, hotsauce og púðursykri. Þetta er hitað saman í potti, þarf ekki að sjóða. Bara hita rétt til þess að bræða sykurinn og smjörið.

það tekur of langan tíma er gott að slökkva undir kjúklingnum í lokin og grilla áfram við óbeinan hita þangað til kjarnhitinn sýnir réttar gráður. Hvíla svo í nokkrar mínútur áður en kjötið er svo rifið eða skorið niður í mannskapinn.

Út að grilla Kjuðunum er skellt út á heitt grillið og þeim snúið eftir smá stund svo þeir fái fallegar grillrendur. Þá er slökkt undir kjuðunum og þeir grillaðir áfram við óbeinan hita svo ekkert brenni. Þegar þarna er komið sögu er líka komið að fyrstu umferð af gljáanum. Hafa grillið í plús/mínus 180 gráðum og snúa stöku sinnum og bera þá meiri gljáa á. Tekur um það bil 25-30 mínútur. Himneskt er svo að blanda góðu mæjónesi, smá súrugúrkusafa og hotsauce saman til að dýfa kjuðunum í en þá verður líka að fara út að hlaupa á eftir.

hari@frettatiminn.is

Eldhússkæri til matreiðslu eru ekki með nauðsynlegri tækjum í vopnabúrið en þau koma sér einstaklega vel þegar dudda á með ýmsar útgáfur af kjúklingi eða þegar klippa á ugga af fiski. Auk þess að klippa hér um bil allt það sem á annað borð þarf að klippa í eldhúsinu. Passa upp á að kaupa skæri sem auðveldlega er hægt er að taka í sundur þegar kemur að því að þrífa. Því enginn vill kjúklingasafa á milli blaðanna.

hari@frettatiminn.is

Við bjóðum alla landsmenn velkomna:

Sunnlenski sveitadagurinn 2013 Laugardaginn 4. maí kl. 12-17

á athafnasvæði Jötunn Véla og Vélaverkstæðis Þóris að Austurvegi 69, Selfossi

Sími: 824 0056 • www.jotunn.is • audur@rit.is


VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 50278 06/10 - Ljósmyndir: Hari

Hjónin Helgi og Hildur reka garðyrkjustöðina Gufuhlíð í Reykholti og rækta þar agúrkur. Gufuhlíð er fjölskyldufyrirtæki. Áður höfðu foreldrar Helga stundað garðyrkju á staðnum frá árinu 1965. Ræktunin í Gufuhlíð er vistvæn, gúrkurnar eru ræktaðar í vikri og er lífrænum vörnum beitt á plönturnar. Gróðurhúsin eru hituð upp með hveravatni.

islenskt.is


46 

bjór

Helgin 3.-5. maí 2013

Bjór Borg Brugghús fyrst til að Brugga tvöfaldan iPa-Bjór á Íslandi

Tvöföld humlaveisla hjá Stulla og félögum Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari í Borg, heimsótti á dögunum læriföður sinn, hinn virta bruggmeistara Vinnie Cilurzo. Sturlaugur og félagar hafa sent frá sér fyrsta íslenska tvöfalda IPAbjórinn sem er við hæfi því Cilurzo er talinn hafa fundið upp þann bjórstíl. Í heimsókninni fékk Cilurzo að smakka tilraunagerð af taðreyktum bjór sem kemur á markað innan tíðar.

Þ

Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson í Borg brugghúsi hafa sent frá sér fyrsta tvöfalda IPA-bjórinn sem framleiddur er á Íslandi. Ljósmynd/Hari

etta er svo sannarlega humlaðasti bjór sem framleiddur hefur verið á Íslandi,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari í Borg brugghúsi. Sturlaugur og félagar sendu frá sér nýjan bjór í vikunni. Sá kallast Úlfur Úlfur nr. 17 og er hann 9% double IPA-bjór sem aðeins er framleiddur í takmörkuðu magni. Tvöfaldi IPA-stíllinn nýtur mikilla vinsælda meðal bjórunnenda en þetta er í fyrsta skipti sem slíkur bjór er framleiddur hér á landi. „Það er reyndar skondið að þegar ég byrjaði með Borg þá skellti ég í svipaðan bjór, bara til að læra á græjurnar. Þetta er semsagt bjór sem hefur setið í manni heillengi og er búinn að meltast vel,“ segir Sturlaugur, eða Stulli eins og hann er jafnan kallaður. Hann segir erfitt að fullyrða hvort umræddur bjórstíll sé í uppáhaldi hjá honum... en: „Þetta er eitt af því betra.“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is

Lærifaðirinn er brautryðjandi Tenging Sturlaugs við tvöfalda IPA-stílinn nær alveg aftur til námsára hans í Bandaríkjunum. Sturlaugur var lærlingur hjá upp-

Hann var ánægður með það sem við leyfðum honum að smakka. Og sagði að ég væri besti lærlingur sem hann hefur haft.

hafsmanni tvöfalda IPA-stílsins, Vinnie Cilurzo bruggmeistara hjá Russian River. Það brugghús þykir

með þeim fremstu í framleiðslu IPA-bjóra í heiminum. Sturlaugur hefur greinilega lært eitt og annað

RÉTTIÐ UPP HÖND

SEM V I L JA V E RA H RE S S V I Ð ÚT LE ND I NG A

K I R K J U T O R G 4 - 1 01 R E Y K J AV Í K

VIÐ LEITUM AÐ VEITINGA- OG REKSTRARSTJÓRA

VIÐ LEITUM AÐ STARFSFÓLKI Í GESTAMÓTTÖKU OG AFGREIÐSLU

Það er nú bara ýmislegt sem þú

Þessi störf eru unnin á vöktum á

þarft að gera, skal ég segja þér. Þú

daginn og næturnar. Og hvort sem

þarft að sjá um starfsmannahald og

það er nótt eða dagur berðu ábyrgð

Kvosin er nýtt hótel í einu af

innkaup og uppgjör og daglegan

á þjónustu við gesti hótelsins og

fallegustu húsum borgarinnar, í

rekstur, þannig að það er bara

almenn afgreiðslustörf og önnur

Kirkjuhvoli við Kirkjutorg. Þið vitið,

heilmikið.

tilfallandi störf.

og við hliðina á Alþingishúsinu. Þar

Og ekki nóg með það, þú verður að

Þú verður að vera hressa týpan og

er allt til alls og meira til: stór

vera hressa týpan og opna týpan og

opna týpan og ábyrga týpan og

herbergi, stærri herbergi og svítur

ábyrga týpan og almennilega týpan

almennilega týpan sem er góð í

og eitt svolítið lítið. Svo verður

sem er góð í liðsheild.

liðsheild.

Þú verður að kunna ensku, annars

Þú verður að kunna ensku, því það

gengur þetta ekkert, og ekki verra

eru svo fáir útlendingar sem kunna

að kunna fleiri tungumál.

íslensku. Það er alls ekkert verra ef

hjá Vinnie Cilurzo því IPA-bjórinn Úlfur nr. 3 var valinn besti evrópski IPA-bjórinn á World Beer Awards í fyrra. „Hann er brautryðjandi. Hann hefur verið í bransanum í aldarfjórðung og er alltaf framarlega í flokki með það nýjasta,“ segir Sturlaugur um sinn gamla læriföður. Hann segir að Cilurzo hafi alist upp á vínekru í Kaliforníu en síðar uppgötvað töfra bjórsins. Þegar hann starfaði sem bruggmeistari hjá brugghúsi í Kaliforníu hafi hann byrjað að prófa sig áfram með að setja „fáránlega mikið af humlum í bjór,“ eins og hann orðar það. „Vinnie er með tvær afgerandi línur. Hann er með ameríska bjóra sem eru mjög humlaðir og margir þeirra eru mjög vel metnir. Og svo er hann með belgíska stíla, sérstaklega súra bjóra, tunnuþroskaða bjóra.“ Sturlaugur nam hjá Vinnie Cilurzo í nokkra mánuði eftir að hann lauk bóklegum hluta náms síns í ölgerðarvísindum. Fram að því hafði hann verið að brugga sem áhugamaður í um það bil áratug. „Maður var náttúrlega mikið í tilraunamennsku. Ég talaði um það við hann að mig dreymdi um að búa til taðreyktan bjór. Honum fannst það svo fyndið að hann lét mig lofa því að um leið og ég

væri búinn að því ætti ég að leyfa honum að smakka. Og ég stóð við það,“ segir Sturlaugur sem fór á fund gamla lærimeistarans í janúar síðastliðnum. Í farteskinu var tilraunaútgáfa af taðreyktum bjór sem hann útilokar ekki að komi á markað innan tíðar. Með í för voru félagar hans í Borgar-teyminu, Valgeir Valgeirsson meðbruggari hans og Óli Rúnar Jónsson. Valgeir segir að þeir hafi komið með alla Borgar-bjórana og leyft Cilurzu að smakka. „Hann var ánægður með það sem við leyfðum honum að smakka. Og sagði að Stulli væri besti lærlingur sem hann hefur haft. Hann hætti bara ekki að tala um hvað hann væri frábær.“

Úlfur Úlfur einu sinni á ári

Sturlaugur er afar ánægður með nýjustu afurðina, Úlfur Úlfur. „Hann passar vel inn í það sem við stöndum fyrir í Borg, að kynna nýjungar fyrir fólki.“ Hann segir að það hafi einkennt marga af bjórum Borgar að þeir hafi háa alkóhólprósentu. Margir þeirra, til að mynda Surtur og Giljagaur, hafi þá eiginleika að þeir þroskist vel og lengi eins og fín vín og séu þess virði að geyma. Úlfur Úlfur lúti þó öðrum lögmálum. „Þegar maður er kominn út í bjór sem er svo humlaður þá er meginatriði að hann sé sem ferskastur, að það líði sem stystur tími frá framleiðslu þar til fólk drekkur hann. Við stefnum að því að vera með hann í takmörkuðu upplagi einu sinni á ári. Þá getur fólk verið visst um að hann sé ferskur.“

þarna í húsinu á móti dómkirkjunni

þarna allt fullt af erlendum ferðamönnum. Okkar starf felst eiginlega í því að passa upp á að þeir hafi það gott og

þú kannt einhver önnur tungumál

vilji koma aftur eða mæla með okkur.

eins og til dæmis frönsku eða þýsku eða dönsku.

Umsóknir sendist á birgir@kvosinhotel.is

Vel fór á með Stulla og Vinnie Cilurzo, gamla lærimeistara hans, þegar Stulli og félagar í Borg heimsóttu hann í janúar.


FRÍT

T IN

STÓRSÝNINGIN

N!

FÍFUNNI • 4.-5. MAÍ 2013 NÝIR BÍLAR • MÓTORHJÓL • HÚSBÍLAR • AUKAHLUTIR FERÐAVAGNAR • FJÓRHJÓL • MARGT FLEIRA SÝNINGAR- VEITINGAR TILBOÐ

HOPPUKASTALAR

FRUMSÝNINGAR

ENNEMM / SÍA / NM46786

SÝNINGARAÐILAR: Askja • BL • Bílabúð Benna • Suzuki umboðið • Hekla • Bernhard • Toyota • Ásbjörn Ólafsson • Arctic Trucks Seglagerðin Ægir • Víkurverk • Útilegumaðurinn • Bílanaust • Poulsen • Avis • AB varahlutir • Atlantsolía • Nanó lausnir • FíB • Iða • Borgarholtsskóli • Bílgreinasambandið • Arion bílafjármögnum • Ergo • Lykill • Landsbankinn.

FJÁRMÖGNUN OPIÐ: LAUGARDAG: 11 - 18 SUNNUDAG: 12 - 17


áltíð fyrir

48

heilsa

Helgin 3.-5. maí 2013  Golf MikilvæGt að ver a Með Gr æjur seM henta hver juM oG einuM

ROSEBERRY Öflugt gegn blöðrubólgu Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn

Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is

4

+

Það þarf oft ekki annað en að skipta um skaft til þess að gamli dræverinn gangi í endurnýjun lífdaga. Þorsteinn Hallgrímsson einn af eigendum Hole in one golfverslunarinnar gerir sig kláran í slíka aðgerð. Ljósmynd/Hari

1 flaska af

Hundrað grömm af golfi takk

2L

Flest vitum við hvaða stærð af fötum við þurfum. Kannski ekki upp á millimetra en svona plús, mínus upp á tommu. Í það minnsta er nóg að vita bara hvaða stærð af köflóttum buxum á að kaupa. Golfkylfurnar í pokanum þurfa líka að passa eins og þær köflóttu. Þá er bara um eitt að ræða – bruna beint í mælingu.

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Þ

Verð aðeins

1990,-

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Náttúruleg lausn á breytingarskeiðinu

facebook: Chello fyrir breytingarskeiðið

Hitakóf - Svitakóf Hita- og svitakóf er oft fylgikvilli breytingarskeiðs kvenna Chello hefur bætt líðan fjölda kvenna á þessu annars frábæra tímaskeiði. Chello er náttúrulegt efni og fæst í þremur tegundum: PRENTUN.IS

Grænn án Soja

Rauður fyrir konur yfir fimmtugt

Chello fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna

Blár fyrir konur undir fimmtugt

www.gengurvel.is

Sá sem ekki hefur prófað að sveifla sama kylfuhausnum með mismunandi skafti skilur ekki hvað er verið að pexa yfir þessu.

egar forgjöfin læðist undir tuttugu þarf að fara að huga að mælingu,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson, einn eigenda Hole in one golfverslunarinnar og sá sem sér um að mælingarnar þar á bæ. „Það er ekki jafn mikilvægt fyrir byrjendur, því sveiflan er svo óstöðug, en þeir sem vilja komast úr sextán í fimm græða mest á mælingunni.“ Ólíkt því sem margir halda eru sköftin oft talin mikilvægasti hluti golfkylfunnar. Til að mælingin taki ekki daga og vikur er sérstöku tölvuskafti sveiflað nokkrum sinnum og sér það um að finna út þrjú sköft sem eiga að henta sveiflunni.

loksins prófuð. Þegar eina rétta skaftið er fundið er svo farið að kíkja á hausa. Hjá okkar manni í Hole in one er hægt að velja á milli allra þessara helstu. Við valið kemur tölvan minna inn í en með sköftin heldur finnur hver og einn sinn uppáhalds. Þá er besta leiðin að fá mælingakylfuna lánaða og halda á æfingasvæðið. Þegar sá rétti hefur verið fundinn er mælt fyrir gráðum. Oft þarf að beygja hálsinn á kylfunni nokkrar gráður. Ýmist upp eða niður. Og gripin, ekki má gleyma þeim. Þau eru svo sannarlega ekki ein stærð fyrir alla. Þannig er settið svo búið til fyrir hvern og einn. Rjúkandi heitt, beint úr verksmiðjunni.

Lengdin skiptir máli

Gamalt verður gott

Halda mætti að það eina sem skipti máli sé lengdin. En það er rangt. Vissulega skiptir lengdin máli en meira máli skiptir að skaftið henti sveiflu hvers og eins. Þar skiptir stífleikinn og þyngdin á skaftinu gríðarlega miklu. Sköftin eru um það bil hundrað grömm hvert. Mjúk sköft geta virkað stífari og þyngri en þau stífu og öfugt. Svo bogna þau ekkert öll í miðjunni – gera það fæst reyndar. Sá sem ekki hefur prófað að sveifla sama kylfuhausnum með mismunandi skafti skilur ekki hvað er verið að pexa yfir þessu. En sá sami mun sjá ljósið þegar mælingin er

Það er þó ekkert endilega bara þeir sem að eru að kaupa nýjar golfkylfur sem láta mæla. Oft er hægt að stórbæta gömlu kylfurnar. Með því til dæmis að setja smá þyngingar hér og þar, ýmist efst á skaftið eða á hausinn sjálfan. Þykkja eða þynna grip, beygja hálsa og hausa. Það er þó ekki hættulaust að fara í slíkar mælingar því þeir sem láta kíkja á gamla settið enda oft á því að selja það á Barnalandi og kaupa eitthvað flunkunýtt úr búðinni. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

 heilsa hitaeininGar

Neikvæðar hitaeiningar ekki til Sú mýta að ákveðnar fæðutegundir flýti fyrir efnaskiptum líkamans hefur verið lífseig. Margir halda fast í þá von að til séu „neikvæðar“ hitaeiningar sem virka þannig að líkaminn brenni hitaeiningum við að innbyrða ákveðnar fæðutegundir. Sellerí er ein þessara fæðutegunda vegna þess hve hitaeiningsnautt og vatns- og trefjaríkt það er. Það er þó ekki rétt því við meltingu á selleríi brennir líkaminn aðeins einum fimmta af hitaeininga innihaldi þess.

Sá misskilningur hefur einnig verið ríkjandi að drykkja á köldu vatni auki brennslu líkamans því líkaminn þurfi að hita sig aftur að drykkju lokinni en engar rannsóknir eru til sem styðja þá kenningu. Gamla góða aðferðin virkar best til að losna við aukakílóin – að borða færri hitaeiningar en brennt er og nota hreyfingu til að brenna, en ekki efnaskipti líkamans.

Sellerí


heilsa 49

Helgin 3.-5. maí 2013

Ráð til að minnka plastnotkun Mikil notkun á plasti hefur valdið gríðarlegri mengun, bæði á sjó og landi. Eftirfarandi eru nokkur ráð til að nota minna af plasti í daglegu lífi.

NORÐURKRILL

Drekkum úr brúsum úr ryðfríu stáli. Þeir eru umhverfisvænir og innihalda ekki hættuleg efni. Hættum að kaupa plastflöskur.

NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum. Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið. Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð, uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum.

Geymum glerkrukkur og notum þær aftur Kaupum leikföng úr viði. Drekkum úr glerglösum, ekki einnota plastglösum.

Tökum taupoka með í búðina og hættum að kaupa plastpoka í hverri innkaupaferð.

Betri einbeiting og betri líðan Þegar maður rekur sitt eigið fyrirtæki, er í fullu fjarnámi og á auk þess tvö ung börn, þá skiptir öllu máli að heilinn virki rétt og vel. Ég byrjaði að nota Norðurkrill fyrir fjórum mánuðum og fann nánast strax mun á mér. Einbeitingin varð betri auk þess sem ég varð vör við mjög jákvæð áhrif á lesblinduna hjá mér. Fyrir utan skarpari einbeitingu líður mér allri betur líkamlega og andlega.

Höfum alltaf hnífapör úr tré eða málmi til taks í vinnunni og á flakkinu.

PRENTUN.IS

Það skiptir mig miklu máli að Omega 3 í Norðurkrill sé hreint og ómengað og eftir að hafa prufað þó nokkuð margar tegundir af Omega 3 olíum get ég fullyrt að Norðurkrill er besta Omgea 3 olía sem ég hef notað. Ég hvet alla þá sem vilja skerpa á minni og einbeitingu að taka inn Norðurkrill. Heilinn í okkur verðskuldar aðeins það besta. Jóhanna S. Hannesdóttir,

Endurvinnum lífrænan úrgang sem til fellur á heimilinu. Þannig minnkum við magn úrgangs sem fer í tunnuna og notum færri ruslapoka.

Notum margnota diska, ekki pappaeða plastdiska.

þjóðfræðinemi og eigandi Sunnlenska.is

Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is

Fæst flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.

Vilt þú fá meira út úr lífinu? Ný námskeið hefjast í maí

Stoðkerfislausnir

Hentar einstaklingum sem glíma við einkenni frá stoðkerfi svo sem bakverki, verki í hnjám eða eftirstöðvar eftir slys. Mán., mið. og fös. kl. 15:00 eða 16:30. Verð 3x í viku, 6 vikur, kr. 26.900,Hefst 13. maí.

Orkulausnir

Hentar þeim sem vilja byggja upp orku t.d. vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. Þri. og fim. kl. 10:00 eða 15:00 Verð 2x í viku, 6 vikur, kr. 23.900,Hefst 14. maí.

Kvennaleikfimi

Mán., mið. og fös. kl. 16:30. Þri. og fim. kl. 10:00.

Yoga

Þri. og fim. kl. 12:00.

Í form fyrir golfið þri. og fim. kl. 12:10-12:55.

Morgunþrek

Fyrir lengra komna. Mán., mið. og fös. kl. 7:45 eða 09:00.

Zumba og Zumba toning Þri. og fim. kl. 16:30.

Verð: 4 vikur, 3x í viku kr. 14.900,Verð: 4 vikur, 2x í viku kr. 12.900,-

Fyrir 60 ára og eldri

Zumba gold fyrir þá sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00. Leikfimistímar fyrir þá sem vilja styrkja sig. Mán og mið kl. 11:00 eða 15:00. Verð kr. 9.900,-

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is


50

langur laugardagur

Helgin 3.-5. maí 2013

r afvIrkI opnar verslunIna sturlu

Flott herraföt og hlýleg stemning Í vikunni opnaði verslunin Sturla að Laugavegi 27. Hjá Sturlu verður boðið upp á vandaðan herrafatnað frá merkinu Scotch & Soda, ásamt íslenskri tónlist og íslenskum vörum. Ingólfur Arnar Magnússon, eigandi verslunarinnar, ákvað eftir marga ára starf sem rafvirki að venda kvæði sínu í kross og skella sér í verslunarrekstur. Nú um helgina verður langur laugardagur og því mikið um að vera í miðbænum.

I

ngólfur Arnar hefur lengi haft áhuga á tísku og átti sér þann draum að opna tískuverslun. Eftir margra ára starf við rafvirkjun ákvað Ingólfur svo að láta drauminn rætast. Síðasta verkefnið var rafmagnið í Hörpu en hann hafði fengið sig fullsaddan af verktakabransanum. „Þessi bransi er slappur núna og mig langaði að breyta til og gera eitthvað nýtt,“ segir Ingólfur.

Vandað og flott merki

Glæsileg vorlína frá

Í versluninni Sturlu er boðið upp á herrafatnað frá vörumerkinu Scotch & Soda. „Þetta er mjög breið lína og í herralínunni eru 750 tegundir af flíkum svo ég þarf í rauninni ekkert annað merki með. Fötin eru mjög vönduð og stíllinn þeirra er svalur og sérstakur,“ segir Ingólfur og bætir við að nýjar vörur komi mánaðarlega og það geri merkið enn skemmtilegra. Í versluninni Sturlu verður líka boðið upp á íslenska tónlist og íslenskar vörur með. „Fyrst og fremst verður hlýleg og skemmtileg stemning í búðinni,“ segir Ingólfur. Margt fólk sem búið hefur erlendis þekkir merkið Scotch & Soda og hafa nokkrir komið að máli við Ingólf og lýst yfir ánægju sinni yfir að merkið verði nú loksins fáanlegt hér á landi.

Staðsetning mikilvæg

Laugavegur 58 S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is

Mikið úrval af gæða sængurverasettum við öll tækifæri

Eftir að Ingólfur ákvað að opna verslunina Sturlu byrjaði hann á því að finna gott húsnæði á Laugaveginum. Eftir það hóf hann leit að góðu merki til að bjóða upp á. Ingólfur hafði heyrt margt gott um

Ingólfur Arnar Magnússon opnaði verslunina Sturlu í vikunni að Laugavegi 27. Boðið verður upp á herrafatnað frá Scotch & Soda en fyrirtækið leggur mikið upp úr staðsetningu þeirra verslana sem selja vörur þess.

merkið Scotch & Soda og þar sem það hefur ekki verið á boðstólum á Íslandi ákvað hann að leita eftir samstarfi við fyrirtækið. Til að byrja með voru aðstandendur Scotch & Soda ekki áhugasamir um að semja við íslenska verslun, meðal annars vegna smæðar

Nýjar sumarvörur frá Masai

auka afsláttur af útsöluslá

markaðarins. Eftir að Ingólfur fékk þá til að samþykkja fund með sér í mars fóru hjólin að snúast. Aðstandendum merkisins er annt um að þær verslanir sem selja merkið séu mjög vel staðsettar og því gaf Ingólfur þeim ítarlegar upplýsingar um þau merki sem seld eru í búðunum í kring á Laugavegi.

Föt fyrir alla karla

Ingólfur mun bjóða upp á fatnað fyrir karla á öllum aldri. „Ég er líka með föt fyrir strákana þannig að feðgar geta verslað saman. Seinna á ég sennilega eftir að bæta kvenfötum við. Þær versla meira,“ segir Ingólfur og hlær. Aðspurður hvort kvenfötin fái þá jafn mikið vægi og karlfatnaðurinn segir Ingólfur að tíminn muni leiða það í ljós. „Það er kominn tími til að konurnar komi í okkar búð en ekki alltaf við í þeirra búðir. Karlafötin eru alltaf úti í horni, uppi á lofti eða niðri í kjallara. Þurfa þær ekki bara að fara að koma til okkar?“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a

101 Reykjavík

S. 551 4050

H ELGAR BLA Ð

Laugavegi 49 S. 552 2020

Laugardagstilboð! Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Margt fólk sem búið hefur erlendis þekkir merkið Scotch & Soda og hafa nokkrir komið að máli við Ingólf og lýst yfir ánægju sinni yfir að merkið verði nú loksins fáanlegt hér á landi.


MIÐBORGIN OKKAR BÝÐUR ÞÉR HEIM

Margsl�g� maí LANGUR LAUGARDAGUR 4. MAÍ

Lífið leikur við gesti miðborgarinnar, sem finna þar allt til alls fyrir brúð­ kaupin, vorfögnuðinn og útskriftirnar. Kátir kaupmenn á hverju götuhorni, gróðurinn blómgast og sólin setur stefnuna hátt. Framundan eru ótal viðburðir við allra hæfi, ferðamenn flykkjast að og auðga mannlífið, fjölmenningardagurinn er framundan — auk þess sem Listahátíð í Reykjavík er á næsta leiti.

101

GJAFAKORT MIÐBORGARINNAR Fáanleg í öllum bókaverslunum miðborgar.

Brandenburg/ Teikng: Sól Hrafnsdóttir

Verum, verslum og njótum vorsins þar sem hjartað slær.


52

tíska

Helgin 3.-5. maí 2013

Brosandi í blúndu

NÝKOMINN AFTUR ! teg 11007 - stækkar þig um heilt númer, fæst í 70-85B, 75-85C á kr. 5.800,OPIÐ: buxur í stíl á kr. 1.995,- MÁN - FÖST

Mikið var um dýrðir á heimsfrumsýningu The Great Gatsby í New York á dögunum. Rómantík einkenndi fatastíl margra kvenna sem þangað mættu enda gerist myndin á þriðja áratug síðustu aldar. Blúndur voru sérlega vinsælar enda fátt sem gerir konur glæsilegri en fallegur blúndukjóll.

10 - 18 LAUGARD. 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Vor/sumar

2013 Föstudagur og laugardagur

20%

afsláttur af öllum buxum og peysum Skoska söngkonan Emeli Sandé var í svörtum blúndukjól þar sem blúndurnar nutu sín sérstaklega á handleggjunum. Emeli hefur fulla ástæðu til að brosa þessa dagana því fyrsta plata hennar sló gamalt met Bítlanna í vikunni þegar hún hafði verið á top tíu lista breska vinsældarlistans 63 vikur í röð.

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Getty/NordicPhotos

Isla Fisher valdi sér kjól frá Dolce and Gabbana til að vera á frumsýningunni. Hún tók rómantíkina alla leið, blóm að ofan og blúndur að neðan. Isla leikur Myrtle Wilson í myndinni. Skartgripina fékk hún frá Fred Leighton og töskuna frá Roger Vivier. Getty/NordicPhotos

Háar í mittið - Stretch

Kate Mulvany, sem heitir ungfrú Mckee í myndinni, var djörf á frumsýningunni í bleikum blúndukjól með stuttum ermum. Hún fór varlega í skartgripina enda kjóllinn dásamlegur og lét litla perlueyrnalokka nægja. Getty/NordicPhotos

Flottar gallabuxur á 6.900 kr.

2 skálmasnið: þröngar og beinar niður Dökkar og ljósar “Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá

AUKASÝNINGAR VEGNA FJÖLDA ÁSKORANNA 8.júní Aukasýning

9.júní Aukasýning

Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

síðuna okkar

551 1200 midasala@leikhusid.is leikhusid.is

Dolce and Gabbana varð einnig fyrir valinu hjá leikkonunni Jennifer Morrison sem var glæsileg í rjómalitum blúndukjól og átti fátt sameiginlegt með þekktustu persónu sinni, lækninum Allison Cameron úr Dr. House. Getty/ NordicPhotos


TILKOMUMIKIL AUGU á einfaldan hátt NÝJAR

HYPNÔSE DRAMA EYES SKUGGAPALLETTUR & MASKARI

Augnförðun hefur aldrei verið eins auðveld. Sjáðu meira á Lancome.com Hypnôse Drama augnskuggapalletta: DR1 Bain de Minuit + Hypnôse Drama maskari svartur + Crayon Sourcil Châtain augnabrúnablýantur 020 // Teint Idole 24h farði 03 + Blush Subtil kinnalitur 06 Pêche Intense // Absolu Nu varagloss 101 // Vernis In Love naglalakk 573B Bleu de Flore.

LANCÔME KYNNING Í LYF OG HEILSU KRINGLUNNI FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS. Kristjana Rúnarsdóttir Lancôme national make-up artist er nýkomin frá París og sýnir nýjustu förðunina kl. 15:00 og 17:00 fimmtudag og föstudag og kl. 14:00 á laugardag.

25%

Gildir á kynningunni meðan birgðir endast. Einn kaupauki á viðskiptavin.

afsláttur af öllum LANCÔME vörum á kynningunni.

Kaupaukinn þinn þegar þú kaupir Lancôme vörur fyrir 8.900 krónur eða meira.


54

heilabrot

Helgin 3.-5. maí 2013

?

Spurningakeppni fólksins 1. Hve marga þingmenn fékk Pírataflokkurinn í síðustu alþingiskosninum? 2. Hver var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um síðustu helgi? 3. Willem-Alexander varð konungur Hollands í vikunni eftir að móðir hans skrifaði undir afsögn sína. Hvað heitir drottningin fyrrverandi? 4. Hvaða lið er bæði Íslands- og bikarmeistari í körfuknattleik kvenna? 5. Hvaða íslenska söngkona söng með Tom Jones í matarboði í Beverly Hills á dögunum? 6. Hvaða bygging í Reykjavík hlaut á dögunum verðlaun Evrópusambandsins fyrir nútímabyggingarlist? (Verðlaunin eru kennd við Mies van der Rohe og veitt annað hvert ár). 7. Hver fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum House of Cards sem sýndir eru í Ríkissjónvarpinu? 8. Hvað heitir yngsti þingmaður Íslandssögunnar? 9. Tónlistarkonan Emilíana Torrini gefur út nýja plötu í haust. Hvað heitir síðasta platan hennar? 10. Hversu margar konur voru kjörnar til setu á Alþingi í nýliðnum kosningum? 11. Hvað heitir nýr formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga? 12. Hvaða þingmaður kvaddi Alþingi með orðunum „Free at last“? 13. Hvar héldu framsóknarmenn kosningavöku sína um síðustu helgi? 14. Í hvaða borg í Evrópu sprakk öflug sprengja í byrjun vikunnar? 15. Hvaða flokkur sem náði mönnum á þing vill alls ekki fara í ríkisstjórn?

Hannes Þórður Þorvaldsson lyfjafræðingur

2. Pass 3. Pass 4. Keflavík

5. Pass 6. Harpa

7. Kevin Spacey

8. Pass 9. Pass 10. 24 11. Ólafur Skúlason

12. Pass 13. Á Hótel Borg

 15. Píratar 

14. Prag

8 rétt

4 1

7 3 8 7 1

6

handritshöfundur 1. Þrjá

4

2. Veit ekkert um fótbota 3. Beatrix

6. Harpa

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

3 2 4 7 5 9

1 9 1

5. Anna Mjöll

7. Kevin Spacey

8. Jóhanna María Sigmundsdóttir

6

9. Me and Armini

4

10. 26 11. Man ekki hvað hann heitir en hann er með skegg 12. Þráinn Bertelsson

5 3 7

5 8 3 9 2 6

13. Veit það ekki

 15. Píratar  14. Prag

9 rétt

1 9 7

6 9

3

4 2

7 9 1 8 5 3

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 135

DJÚPLEIÐ

TÍMABILS

KRYDD

KRYDD

PRJÁL

BEKKUR

MISSA MARKS

ÞÉTTSETJA

FRAMMASTUR

 lauSn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 134

ELDI LÖSKUN

mynd: Johnny LJunggren (CC By-SA 3.0)

74,6%

5

 Sudoku fyrir lengr a komna

4. Grindavík?

 kroSSgátan

Hannes skorar á Benedikt Þorra Sigurjónsson, hagfræðing.

1

6 2 6

Jóhann Ævar Grímsson

Svör: 1. Þrjá 2. Gareth Bale 3. Beatrix, 4. Keflavík 5. Gréta Karen Grétarsdóttir 6. Harpa 7. Kevin Spacey 8. Jóhanna María Sigmundsdóttir 9. Me and Armini 10. 25, 11. Ólafur G. Skúlason 12. Þráinn Bertelsson 13. Á hótel Borg 14. Prag 15. Píratar

Jóhann Ævar sigrar með 9 stigum gegn 8.

5 1

9

B O R Á K P U Í N A N E Ó L T K A R Ó S MÆ M N D A R T Í

LESTRARHESTUR

MÁLEINING

PÚKA

SVALI

HLJÓÐFÆRI SKADDAST

SMYRSL

LEGGJA

V A F E R Í Á S K U Ó R MISSA BAUN

Í RÖÐ

ÁKÆRA

S E T J A VILJA NÆGUR

N Ó G Ö F U Í R L L Ú T

NEÐAN VIÐ ÓKYRRÐ

ÖNDVERT

LAND

KERALD STEFNA

HÁSETAKLEFI

AÐFERÐ

B I L L L A B K A Ó S D I I S G T L A Á M K A A K

PYNGJUR

TVEIR EINS

NEITUN LÚTUR

ÞRÚTNUN MERKI

RJÚKA

TALA MEÐ RYKKJUM

MINNKA

AUGNSJÚKDÓMUR

SPRÆKUR HNOÐA

MÁLMHÚÐA MÁLMUR

TITRA

HEIÐUR

BLÓÐHLAUP

KROPP

LOKAORÐ

NEÐAN

F Ó Ð R U N STYRKJA EKKI

E I G I MAÐUR ÞEKKJA LEIÐ

R A T A ELDSNEYTI UMFRAM

A U K

P G K A O R T R Ú A R I L D I G A F E F L A R N S A L H A M A N A N G U M I I Ð A N Í U T A G R F L O L Í A M E N P P M P A N URMULL

FÁLM

KK NAFN

SANNFÆRINGAR HELBER

LETRUN

DANGAST

FUGL

FULLNÆGJA

SKÁN 950

ALGILDA ILMUR

MAS

HAMINGJA

BOLI

MÁNUÐUR

MANNÞVAGA FUGL

TALA

HÁSPIL

LITLAUS ÁGÆT

HAMFLETTA BÓT Á FLÍK

VITUR Í RÖÐ

KVIÐUR

ELDUNARÁHALD

F M U R A R A T U N U K R Ó A H K Ó F Æ F A L N A U T M A Ö S J K R Á R Á A M S V Í S A G I N A TRÉ

RÁMA

FÆÐA

OFNEYSLA

SVALI

ÞORPARA

ÓVILD

mynd: denelson83 (CC By-sA 3.0)

1. Þrjá

 Sudoku

BLÓM RÓT

FUGL HERBORG

Í RÖÐ

STOPP TILGÁTA

FYRIRBOÐI GLJÚFUR

SEINNA

HINDRUN

SPIL

STEINTEGUND

VARÐVEISLA

SKÓLI

KROTI

FERÐALAG

Í RÖÐ SLÁ

BIL

SPRÆNA

FYRIRTÆKI VÖNTUN

Í RÖÐ

SKELDÝR

SÍTT

URMULL

Barnafmæli !

12”pizza 2/álegg 1050 kr. Salat með kjúklingi eða roastbeef 990 kr.

MEIRI

ENDURBÆTA

UNGDÓMUR

KVK. NAFN

TALA

FUGL

MISKUNN

NÆRÐAR

MARÐARDÝR

ÁVÖXTUR

ÞEFA UNDIROKUN KJAFI HEFÐARKONA

PLÖTUUMSLAG

DÚLLA

BIFA

ÁVÍTUR

FORM PEDALI

AUÐGA

TRJÁTEGUND

SKILJA

DAUÐI

RÖÐ

RJÚKA

BÁL

SVIKULL

GASTEGUND

NÁTT

HRAPA

HRINGUR

LÝÐ

SPERGILL

SPILA

SNÍKJUDÝR

NAG

49

Í RÖÐ

ÞÁTTTAKANDI POTTRÉTTUR

LÆKKA

Bátur mánaðarins 750 kr. 2x16” pizza 2/álegg 2980 kr.

TVEIR EINS

MÆLIEINING

HELGAR BLAÐ

BRÉFBERA

GOGG SÆLLÍFI

TELPU

GALDRASTAFUR

RÓL JURTARÍKI

AÐHEFST

GOLF ÁHALD

TVÍHLJÓÐI

GOÐSAGNAVERA

Í RÖÐ

SLEIT

BLUND

HEIMSÁLFA

Nýbýlavegi 32 S:577-5773

FERNUM

FÉLAGI

TIF

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

rennibraut og boltaland fyrir börnin

ÆRSLAHLÁTUR

MÓÐURLÍF

ÞRÍFUR

SAMSKONAR


Ugla Kr. 7.400,Dádýr Kr. 13.300,Páfagaukur Kr. 9.800,-

Kanína margir litir Kr. 7.400,-

Fjölbreytt úrval af Heico lömpum - sveppir og margskonar d‡ramyndir Rammaklukka Settu fjöldskyldumyndirnar í klukkuna. 2 litir, svart og silfurgrátt Kr. 3.390,-

Hani, krummi, hundur, svín Veggskraut með 4 snögum. Kr. 11.900,-

Klukka

Hver er flottastur

Stærðfræðipælingar Kr. 9.700,-

Herrasnuð Kr. 1.790,-

Kraftaverk

Around Clock eftir Anthony Dickens Kr. 3.900

Distortion

Hefðbundið form kertastjaka bjagað og útkoman er óvenjuleg. Margir litir. Kr. 4.690,-

iPlunge

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hfur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990,-

Tölvutöskur Mörg hólf fyrir síma, penna, og annað smálegt. Svartar eða ljósgráar. Aðeins kr. 3.690,-

Cubebot róbótar

Þegar þú ætlar að horfa á mynd eða video í símanum. Með iPlunge kemur þú honum í réttar skorður. Kr. 1.490,-

Cubebot er róbót úr tré, vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum japanskra Shinto Kumi-ki þrauta. Ferningsmennið fjölbreytilega er jafnt leikfang, skraut og þraut. Margir litir, nokkrar stærðir. Verð frá 1.930

Mezzo útvörp frá Lexon Kr. 8.700,-

Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 8.900,-

Eilíf›ardagatal MoMA skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja


56

skák og bridge

Helgin 3.-5. maí 2013

sk ák ak ademían Tveimur ofursk ákmóTum lauk í vikunni

Topalov minnir á sig!

v

Aronian og Gelfand sigruðu á minningarmótinu um Alekhine Öðru stórmóti lauk í vikunni – minningarmótinu um Alexander

Snillingurinn Veselin Topalov sigraði með glæsibrag á Grand Prix móti FIDE í vikunni. Hér leikur Elín Torfadóttir fyrsta leikinn fyrir Topalov gegn Gunnari Björnssyni á minningarmóti um Guðmund J. Guðmundsson árið 2003.

Alekhine,sem haldið var í París og St. Pétursborg. Efstir og jafnir urðu Lev Aronian (Armeníu) og Boris Gelfand (Ísrael), hlutu 5,5 vinning af 9 mögulegum. Heimsmeistarinn Vishy Anand varð í þriðja sæti með 5 vinninga, næstir komu Vitiugov (Rússlandi), Fressinet (Frakklandi), Kramnik (Rússlandi), Adams (Englandi) og Vachier Lagrave (Frakklandi) með 4,5 vinning. Ding Liren (Kína) varð í 9. sæti en Svidler (Rússlandi) varð einn neðstur með 3 vinninga. Minningarmótið um Alekhine er til marks um að Anand heimsmeistari hefur ekki ennþá fundið

Jóhann Hjartarson er stigahæstur íslenskra skákmanna.

2803. Topalov skaust upp í 4. sæti með frækilegri frammistöðu sinni í Zug og hefur nú 2793 stig. Næstir koma Anand heimsmeistari (2782), Grischuk (2779), Nakamura (2775), Caruana (2774), Karjakin (2767) og Morozevich (2760). Sá ágæti Radjabov frá Azerbæjan hefur hrunið niður listann, eftir hörmulegt gengi á áskorendamótinu í London og Grand Prix mótinu í Zug. Radjabov var löngum í 4. sæti heimslistans en er nú í 15. sæti.

Alls eru nú 46 skákmenn með meira en 2700 skákstig. Til samanburðar má nefna að Jóhann Hjartarson er stigahæstur íslenskra skákmanna með 2583 stig. Næstir koma Héðinn Steingrímsson (2558), Helgi Ólafsson (2544), Margeir Pétursson (2532), Hjörvar Steinn Grétarsson (2516), Hannes H. Stefánsson (2516), Jón L. Árnason (2502), Henrik Danielsen (2500), Stefán Kristjánsson (2494) og Bragi Þorfinnsson (2478).

SkákþrAutin

fjölina sína, en hann þarf í haust að mæta þeim ógnarsnillingi Magnúsi Carlsen í heimsmeistaraeinvígi. Í vikunni var kunngjört að sjálfur Gary Kasparov verður í liði Carlsens gegn Anand. Kasparov var um hríð þjálfari Carlsens og liðstyrkur hans mun án nokkurs vafa vega þungt í glímunni miklu, sem allir skákáhugamenn hljóta að hlakka til.

Svartur leikur og vinnur. Sakaev töfraði fram undurfalleg lok í skák gegn Novik...

Sviptingar á toppnum

Magnus Carlsen situr vitanlega sem fastast á toppnum á skákstigalistanum, hefur nú 2868 stig. Aronian er í 2. sæti með 2814 stig og Kramnik er í þriðja sæti með

Lausn: 1.... Dxg2+!! 2.Kxg2 Bxe4+ 3.Kh2 Hf2+ 0-1. Sókn svarts er óstöðvandi.

eselin Topalov minnti rækilega á tilveru sína á Grand Prix móti FIDE í Zug í Sviss sem lauk á miðvikudaginn. Þessi 38 ára búlgarski snillingur sem bar krúnu heimsmeistara 2005-6 sigraði með yfirburðum á mótinu, og jafngilti árangur hans heilum 2924 skákstigum. Tólf meistarar tefldu á mótinu og var Topalov sá eini sem skeiðaði taplaus frá upphafi til enda, hann sigraði í fimm skákum og gerði sex jafntefli, hlaut sem sagt 8 vinninga af 11 mögulegum. Næstur kom sá valinkunni hrokagikkur Nakamura frá Bandríkjunum með 6,5 vinning, og 3.-4. sæti deildu þeir Ponomariov frá Úkraínu og Caruana frá Ítalíu með 6 vinninga. Röð annarra keppenda var: Kamsky (Bandaríkjunum) og Morozevich (Rússlandi) 5,5 vinningar, Giri (Hollandi), Leko (Ungverjalandi), Karjakin (Rússlandi) 5 vinningar, Radjabov (Azerbæjan), Mamedyarov (Azerbæjan), Kasimdzhanov (Úsbekistan) 4,5 vinningar.

 Bridge ÚrsliT á íslandsmóTinu

Óvæntur sigur VÍS

u

m síðustu helgi lauk Íslandsmótinu í bridge með frekar óvæntum sigri VÍS. Í sveitinni spiluðu Hlynur Angantýsson fyrirliði, Jón Ingþórsson, Hlynur Garðarsson, Hrannar Erlingsson, Júlíus Sigurjónsson og Sigurður Vilhjálmsson. Einungis Júlíus og Sigurður höfðu unnið titilinn áður, hinir voru að vinna sinn fyrsta titil. Eftir riðlakeppnina var staðan svona:

1. VÍS ........................................................................ 2. Lögfræðistofa Íslands ........................................ 3. Sparisjóður Siglufjarðar .................................... 4. Garðsapótek ...................................................... 11 Suður utan hættu

♠ ♥ ♦ ♣

865 AKD4 G32 1083

♠AG7 ♥9 ♦AKD875 ♣AG7 n V

A S

♠93 ♥G108 ♦64 ♣KD9654

♠ KD1042 ♥ 76532 ♦ 109 ♣2

219 201 182 178

Þá tók við úrslitakeppni þessara fjögurra sveita og í síðustu umferð áttust við tvær efstu sveitirnar og þurfti Lögfræðistofan að vinna leikinn 21-9 til að vinna. Leikurinn reyndist æsispennandi og sveit VÍS átti í vök að verjast framan af, en í spili 11 (16 spila leikur) dró til tíðinda. Í opnum sal spiluðu NS 5 tígla doblaða +1 sem gaf +750 sem leit út fyrir að vera góð niðurstaða fyrir Lögfræðistofuna. En í NS í lokuðum sal var fyrirliðinn Hlynur Angantýsson í norður með makker sínum Jóni Ingþórssyni. Gefum Hlyni orðið: „Eftir pass hjá Jóni og Bjarna opna ég rólega á 1 tígli, Aðalsteinn kemur inná á einum spaða og makker mér til mikillar ánægju laumar sér inná með tveimur laufum. Bjarni gefur gott reis með tveimur tíglum og nú eins og allir séu til í slaginn. Ég dobla tvo tígla til að sýna góðan tígul fyrst, kjúa spaða til að tékka betur á makker sem á nokkuð eðlilega ekkert extra og meldar 4 lauf. Makker er agaður í meldingum og ég var nokkuð viss að hann ætti hjónin a.m.k fimmtu þar og set hann því í 6 lauf.“ Spaði út þýðir að eina hættan í spilinu er að ef laufið er ekki 2-2, þá þarf tígullinn að brotna 3-2 nema lengdin sé með 3 lit í laufi. Slemman er því mjög góð, makker tekur tvisvar lauf og þegar tígullinn brotnar er

Nýkrýndir Íslandsmeistarar VÍS.

hægt að leggja upp í 12 slagi. +920 til VÍS og mikilvægir 5 impar. Leiknum lauk með 20-10 sigri Lögfræðistofunnar og lokastaðan varð þannig. 1. VÍS ................................................................... 2. Lögræðistofan ................................................ 3. Sparisjóðurinn ............................................... 4. Garðsapótek ...................................................

257 256 230 217

Til hamingju VÍS!!

Í Sushi Samba tvímenningi BR hafa Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson stungið aðra af og ljóst að erfitt verður að hrinda þeim af stalli síðasta kvöldið. Staðan eftir þrjú kvöld af fjórum: 1 983,2 Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 2 853,9 Sigurður Sigurjónsson – Jón Páll Sigurjónsson 3 851,7 Kjartan Ásmundsson – Stefán Jóhannsson 4 838,0 Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson

Sérblað um reiðhjól Hjól fyrir alla, fylgihlutirnir og menningin.

10. Maí

Föstudaginn 10. maí gefum við á Fréttatímanum út blað um reiðhjól. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í blaðið þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is


131390 •

SÍA PIPAR \ TBWA

21% hreinn safi úr þykkni

21% hreinn safi úr þykkni

21% hreinn safi úr þykkni


58

sjónvarp

Helgin 3.-5. maí 2013

Föstudagur 3. maí

Föstudagur RÚV

20.00 Útsvar Úrslitaþáttur Spurningakeppni sveitarfélaga. Lið Fjarðabyggðar og Reykjavíkur keppa til úrslita.

20:10 Spurningabomban (19/21) Logi Bergmann Eiðsson stjórnar þessum stórskemmtilega spurningaþætti.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

22:10 Tree of Life Falleg þroskasaga manns sem fæðist í Texas um miðja síðustu öld. Með aðalhlutverk fara Brad Pitt og Sean Penn.allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:25 Shedding for the Wedding NÝTT Áhugaverður þættir þar sem pör keppast um að missa sem flest kíló fyrir stóra daginn.

Sunnudagur

20.10 Ljósmóðirin (1:9) Breskur myndaflokkur um unga ljósmóður í fátækrahverfi í austurborg London árið 1957.

22:00 The Walking Dead (13:16) Rick og landsstjórinn reyna nú að berja saman friðarsamninga því báðir vita þeir að fleiri lík munu ekki hjálpa til.

13.45 Skólahreysti e 15.40 Ástareldur e 17.20 Babar (17:26) 17.42 Unnar og vinur (3:26) 18.05 Hrúturinn Hreinn (5:20) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hljómskálinn (2:4) e 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Útsvar Fjarðabyggð - Reykjavík, úrslitaþáttur Spurningakeppni sveitarfélaga. Lið Fjarðabyggðar og Reykjavíkur keppa til úrslita. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. 21.15 Morganhjónin flýja í sveitina Fráskilin hjón verða vitni að morði í New York. Morðinginn sér þau og í öryggisskyni eru þau flutt til smábæjar í Wyoming. Þar verður núningur á milli stórborgarfólksins og sveitamannanna. Leikstjóri er Marc Lawrence og meðal leikenda eru Hugh Grant og Sarah Jessica 5 6 Parker. Bandarísk bíómynd frá 2009. 23.00 Hefndin Dönsk bíómynd frá 2010. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

Laugardagur 4. maí RÚV

08.00 Morgunstundin okkar 08.01 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Tillý og vinir 08.12 Háværa ljónið Urri 08:05 Malcolm In The Middle (17/22) 08.23 Sebbi 08.34 Friðþjófur forvitni 08:30 Ellen (137/170) 08.56 Úmísúmí 09.20 Grettir 09.31 09:15 Bold and the Beautiful Nína Pataló 09.38 Kung Fu Panda 09:35 Doctors (73/175) 10.01 Skúli skelfir 10.15 Skólahreysti e 10:15 Celebrity Apprentice (5/11) 12.10 Gulli byggir (3:6) e 11:50 The Whole Truth (12/13) 12.40 Útsvar úrslitaþáttur e 12:35 Nágrannar 13:00 Stóra þjóðin (1/4) allt fyrir áskrifendur13.50 Kastljós e 14.15 Landinn e 13:30 Adam 14.45 Haukar - Fram úrslit beint 15:10 Sorry I've Got No Head fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16.30 Kiljan e 15:40 Leðurblökumaðurinn 17.20 Fagur fiskur í sjó (3:10) e 16:05 Ævintýri Tinna 17.50 Skoppa og Skrítla í Tógó (1:2) e 16:30 Waybuloo 18.15 Táknmálsfréttir 16:50 Bold and the Beautiful 18.25 Stephen Fry: Græjukarl (5:6) e 17:10 Nágrannar 4 5 18.54 Lottó 17:35 Ellen (138/170) 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 18:23 Veður 19.40 Alla leið (3:5) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 20.45 Hraðfréttir e 18:47 Íþróttir 20.55 Frímann flugkappi 18:54 Ísland í dag 21.45 Hin systirin Saga þroska19:11 Veður heftrar stúlku sem er staðráðin 19:20 Simpson-fjölskyldan (12/22) í að standa á eigin fótum. Leik19:45 Týnda kynslóðin (32/34) stjóri er Garry Marshall aðal20:10 Spurningabomban (19/21) hlutverk Diane Keaton, Juliette 21:00 American Idol (32/37) Lewis, Tom Skerritt og Giovanni 22:25 The Education of Charlie Banks Ribisi. Bandarísk bíómynd 1999. 00:05 Battle for Haditha Mögnuð 23.55 Gefðu duglega á kjaft e verðlaunamynd 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01:40 Fatal Secrets 03:05 Adam 04:40 Spurningabomban (19/21) 05:25 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

08.00 Morgunstundin okkar 07:00 Strumparnir 07:25 Brunabíl10.20 Alla leið (3:5) e arnir 07:50 Doddi litli og Eyrnastór 11.25 Ferð að miðju jarðar (2:2) e 08:00 Algjör Sveppi 09:50 Kalli 12.30 Silfur Egils Beint kanína og félagar 10:15 Kalli litli 13.50 Attenborough - 60 ár í nátt. e kanína og vinir 10:35 Ozzy & Drix 14.45 Leynilíf Walters Mittys e 11:00 Mad 16.35 Í draumi sérhvers manns e 11:10 Young Justice 16.50 Í garðinum með Gurrý (1:6) e 11:35 Big Time Rush 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Poppý kisuló (15:52) 13:20 American Idol (32/37) 17.40 Teitur (24:52) 14:45 One Born Every Minute (1/8) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.51 Skotta Skrímsli (16:26) 15:35 Sjálfstætt fólk 17.56 Hrúturinn Hreinn (17:21) 16:15 Mike & Molly (10/23) 18.00 Stundin okkar (1:31) e 16:40 ET Weekend 18.25 Basl er búskapur (5:8) 17:25 Íslenski listinn 19.00 Fréttir 17:556Sjáðu 4 5 19.30 Veðurfréttir 18:23 Veður 19.40 Landinn 18:30 Fréttir Stöðvar 2 og Íþróttir 20.10 Ljósmóðirin (1:9) Breskur 18:55 Heimsókn myndaflokkur um unga ljósmóður 19:10 Lottó í fátækrahverfi í austurborg 19:20 Spaugstofan (23/23) London árið 1957. Meðal leikenda 19:45 Wipeout eru Vanessa Redgrave, Jessica 20:30 The Big Year Raine og Pam Ferris. 22:10 Tree of Life 21.25 Listahátíð 2013 00:25 Predators 22.00 Sunnudagsbíó - Hvítar lygar 02:10 Repo Men Frönsk bíómynd frá 2010. 04:05 Righteous Kill 00.30 Silfur Egils e 05:45 Fréttir 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn

08:55 Atl. Madrid - Barcelona 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:15 Magdeburg - Flensburg 10:55 Dr. Phil 11:35 Real Madrid - Dortmund 13:00 Dynasty (19:22) 13:15 Þorsteinn J. og gestir 13:45 Once Upon A Time (18:22) 13:40 Meistaradeild Evrópu 14:30 Shedding for the Wedding (1:8) 14:10 Pepsi deildin 2013 - upphitun 15:20 Solsidan (6:10) 15:40 Grindavík - Stjarnan allt fyrir áskrifendur15:45 An Idiot Abroad (2:3) 17:20 La Liga Report 16:35 Parenthood (4:16) 17:50 Real Madrid - Valladolid Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:25 Vegas (15:21) 20:00 Cage Contender XVI 18:15 Ljósmyndakeppni Íslands (6:6) 21:55 Pepsi deildin 2013 - upphitun 18:45 Blue Bloods (10:22) 23:25 Real Madrid - Valladolid 19:35 Judging Amy (11:24)

06:00 Pepsi MAX tónlist 10:50 Dr. Phil 11:30 Dr. Phil SkjárEinn 12:15 Dynasty (18:22) 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:00 Chelsea - Basel 13:00 7th Heaven (18:23) 08:00 Dr. Phil 16:40 Benfica Fenerbahçe 5 13:45 Judging Amy (10:24) 08:40 Dynasty 6(19:22) 18:20 Chelsea - Basel 14:30 The Office (4:24) 09:25 Pepsi MAX tónlist 20:00 Pepsi deildin 2013 - upphitun 14:55 Design Star (5:10) 15:35 Charlie's Angels (2:8) 21:30 Meistaradeild Evrópu 15:45 The Good Wife (21:22) 16:20 Necessary Roughness (5:12) 22:00 La Liga Report 16:35 The Ricky Gervais Show (2:13) 17:05 The Office (4:24) 22:30 Pepsi deildin 2013 - upphitun allt fyrir áskrifendur 17:00 Family Guy (2:22) 17:30 Dr. Phil 00:00 Memphis - Clippers 20:20 Top Gear USA (10:16) 17:25 The Voice (6:13) 18:10 An Idiot Abroad (2:3) 4 Law & Order (2:18) 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:10 20:25 Shedding for the Wedding NÝTT 19:00 Minute To Win It 22:00 The Walking Dead (13:16) 21:15 Once Upon A Time (18:22) 19:45 The Ricky Gervais Show (2:13) 10:45 Aston Villa - Sunderland 22:50 Lost Girl (6:22) 22:00 Beauty and the Beast (12:22) 20:10 Family Guy (2:22) 15:55 Sunnudagsmessan 12:25 Premier League Review Show 23:35 Elementary (17:24) 22:45 You Only Live Twice 20:35 America's Funniest Home Videos 17:10 Wigan - Tottenham 13:20 Premier League Preview Show 00:20 Down River 00:45 Sacrifice 21:00 The Voice (6:13) 18:50 Everton - Fulham 13:50 Tottenham - Southampton Beint allt 4 5 6 fyrir áskrifendur 00:45 Excused 02:25 Excused 00:00 Ljósmyndakeppni Íslands (6:6) 20:30 Premier League World 2012/13 16:15 QPR Arsenal Beint allt fyrir áskrifendur 01:10 The Walking Dead (13:16) 02:50 Beauty and the Beast (12:22) 00:30 Excused 21:00 Premier League Preview Show 18:30 Swansea - Man. City fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:00 Lost Girl (6:22) 03:37 Pepsi MAX tónlist 00:55 Lost Girl (5:22) 21:30 Football League Show 2012/13 20:10 Norwich - Aston Villa fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:45 Pepsi MAX tónlist 01:40 The Wrath of Cain 22:00 Southampton - WBA 21:50 West Ham - Newcastle 03:05 Pepsi MAX tónlist 23:40 Premier League Preview Show 23:30 WBA - Wigan 00:10 Man. City - West Ham 01:10 Tottenham - Southampton 09:10 Dodgeball 4 509:15 Of Mice and Men6 10:45 The Full Monty SkjárGolf SkjárGolf 11:05 Dear John 4 5 6 allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 12:15 I Don't Know How She Does It 11:30 Shakespeare in Love 06:00 ESPN America 06:00 ESPN America 12:50 Ice Age 13:45 The Chronicles of Narnia III 13:30 Let's Talk About the Rain 08:20 Wells Fargo Championship (1:4) 06:50 Wells Fargo Championship (2:4) 14:10 Sumarlandið allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:35 Dodgeball 15:10 Journey 2 12:20 PGA Tour - Highlights (12:45) 10:50 Inside the PGA Tour (17:47) 15:35 Of Mice and Men fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:10 The Full Monty 16:45 Shakespeare in Love 13:15 Wells Fargo Championship (1:4) 11:15 Wells Fargo Championship (2:4) 17:25 Dear John 18:40 I Don't Know How She Does It 18:45 Let's Talk About the fréttir, Rainfræðsla, sport og skemmtun 17:15 Golfing World 15:15 PGA Tour - Highlights (17:45) 19:10 Ice Age 20:10 The Chronicles of Narnia III 20:25 Journey 2 18:05 Champions Tour - Highlights 16:10 Golfing World 20:35 Sumarlandið 22:00 Sherlock Holmes 19:00 Wells Fargo Championship (2:4) 22:00 Pirates Of The Caribbean 17:00 Wells Fargo Championship (3:4) 22:006 Red 4 5 00:15 Fair Game 00:10 What's Your Number 4 23:00 Golfing World 22:00 LPGA Highlights (5:20) 23:50 Lethal Weapon 02:05 Captivity 01:55 The Special Relationship 23:50 The Open Champ. Official 1976 23:20 Golfing World 01:45 88 Minutes 4 5 03:306 Pirates Of The Caribbean 03:25 Sherlock Holmes 00:45 ESPN America 00:10 ESPN America 03:35 Red

www.boconcept.is XEINN IX 13 04 007

6

Húsgögnin frá BoConcept sameina framúrskarandi hönnun, gæði, góð verð og óteljandi möguleika. Þú getur notað teikniforritið á www.boconcept.is til að hanna þín eigin húsgögn – sófann, borðið, stólana, skenkinn eða hvað sem hugurinn girnist. Þú smellir einfaldlega á flipann „Design in 3D Home Creator“ undir hverri mynd, byrjar að hanna og reiknar verðið!

Skannaðu QR kóðann og sjáðu hvernig teikniforritið virkar


sjónvarp 59

Helgin 3.-5. maí 2013 

5. maí STÖÐ 2 07:00 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 Hello Kitty 08:00 UKI 08:05 Algjör Sveppi 10:50 Victourious 11:15 Glee (16/22) 12:00 Spaugstofan (23/23) 12:25 Nágrannar 13:50 American Idol (33/37) 14:35 Týnda kynslóðin (32/34) 15:00 How I Met Your Motherallt fyrir áskrifendur 15:25 Anger Management (5/10) 15:50 2 Broke Girls (21/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:15 Kalli Berndsen - í nýju ljósi 16:45 Spurningabomban (19/21) 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir 18:55 Stóru málin 4 19:30 Sjálfstætt fólk 20:05 Mr Selfridge (8/10) 20:55 The Mentalist (21/22) 21:40 The Following (14/15) 22:25 Mad Men (4/13) 23:15 60 mínútur 00:00 The Daily Show: Global Editon 00:25 Suits (4/16) 01:10 Game of Thrones (5/10) 02:05 Big Love (5/10) 03:05 Boardwalk Empire (10/12) 04:00 Breaking Bad (5/13) 04:45 The Listener (10/13) 05:25 Anger Management (5/10)

í útvarpinu pistlar Eiríks stEfánssonar

Andófsmaður leggur árar í bát Útvarp Saga er uppáhalds útvarpsstöðin mín og þar vega þyngst símatíminn Línan er laus, síðdegisþáttur þeirra Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar og svo ekki síst, hingað til, skoðanapistlar hins mjög svo kjaftagleiða verkalýðsfrömuðar frá Fáskrúðsfirði, Eiríks Stefánssonar. Nú er hins vegar skarð fyrir skildi. Eiríkur tilkynnti í upphafi vikunnar, froðufellandi af bræði eins og venjulega, að hann væri hættur. Eiríkur hefur árum saman reynt 5

6

5

6

08:30 Fuchse Berlin - RN - Löwen 09:50 Barcelona - Bayern 11:30 Þorsteinn J. og gestir 11:55 Real Madrid - Valladolid 13:35 Chelsea - Basel 15:15 Pepsi deildin 2013 - upphitun 16:45 Pepsi deildin 2013 Beint allt fyrir áskrifendur 19:00 NBA leikur 7 eða leikur 1 22:00 Barcelona - Betis Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:40 Pepsi deildin 2013 01:30 Barcelona - Betis

09:00 Swansea - Man. City 10:40 Tottenham - Southampton 12:20 Liverpool - Everton Beint 14:45 Man. Utd. - Chelsea Beint allt fyrir áskrifendur 17:00 Sunnudagsmessan 18:15 Liverpool - Everton fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:55 Sunnudagsmessan 21:10 Man. Utd. - Chelsea 22:50 Sunnudagsmessan 00:05 QPR - Arsenal 01:45 Sunnudagsmessan 4

SkjárGolf 06:40 Wells Fargo Champ.(3:4) 11:10 Inside the PGA Tour (17:47) 11:35 Wells Fargo Championship (3:4) 16:05 The Open Champ. Official 1978 17:00 Wells Fargo Championship (4:4) 22:00 US Open 2008 - Official Film 23:00 Golfing World 23:50 ESPN America

4

5



6

að hafa vit fyrir þjóðinni með slíkum munnsöfnuði og fúkyrðaflaumi að maður hefur setið hugfanginn við hlustir. En nú hefur hann gefist upp. Kosningaúrslitin voru þess eðlis að honum féllust hendur. Eðlilega þar sem segja má að drjúgur hluti landsmanna hafi með ráðstöfun atkvæða sinna sýnt Eiríki, svo ekki verður um villst, að þeir annað hvort hlusti ekki á hann eða taki ekkert mark á honum. Kvótagreifar, „útrásargarkar“, spillingargosar og gróðapungar hljóta þó að anda léttar nú þegar

þokulúðurinn Eiríkur er þagnaður. Ég deili ekki þeirri gleði og vona heitt og innilega að Arnþrúður, með allan sinn sannfæringarkraft, nái að lokka þennan óðamála hrópanda í eyðimörkinni aftur að hljóðnemanum. Á þessum síðustu og verstu tímum pólitískrar rétthugsunar og landlægrar móðgunargirni sem oftar en ekki eru uppspretta kjánalegra meiðyrðamála eru básúnuleikarar eins og Eiríkur Stefánsson mikilvægir menn. Hafi hann bestu þakkir fyrir að hafa þorað að tjá sig og að skemmta mér enda-

laust með vaðli sínum. Maður þarf alls ekki að vera sammála Eiríki í einu og öllu til þess að hafa lýðræðislegan þroska til þess að vilja láta rödd hans hljóma. Eiríkur komdu aftur! Þórarinn Þórarinsson




62

bíó

Helgin 3.-5. maí 2013

 frumsýND

The Place Beyond The Pines

Geggjað fjör

Ryan Gosling er með vinsælustu leikurum heims þessi misserin og eftir magnaða frammistöðu í Drive þyrstir fólk í meiri hasar frá þessum mjög svo prúða manni. Ofbeldisveislunnar Only God Forgives, þar sem hann og Nicolas Winding Refn, leikstjóri Drive, sameina krafta sína á ný er því að vonum beðið með óþreyju. The Place Beyond The Pines ætti þó að virka sem ágætis biðstöð en hér leikur Gosling mótorhjólakappa sem rótar sér

í vandræði. Þegar hann hittir gamla vinkonu, sem Eva Mendes leikur og kemst að því að hann á með henni son sem hann vissi ekkert um, ákveður hann að leggja fyrir sig bankarán til þess að auðgast hratt og geta séð fjölskyldu sinni farborða. Þessi áætlun gengur ekki upp sem skyldi og áður en hann veit af er hann kominn upp á kant við gamlan kunningja sem Bradley Cooper leikur. Aðrir miðlar: Imdb: 7.8, Rotten Tomatoes: 80%, Metacritic: 68%

Ryan Gosling er alltaf jafn sætur en hefur sérstakt lag á að koma sér í klandur.

BíóDómur iroN maN 3 

Robert Downey Jr. hefur verið frábær í hlutverki Tony Stark/Iron Man en hefur aldrei verið í jafn miklu stuði og í Iron Man 3 enda fær hann að njóta sín mikið utan búningsins sem gerir hann nánast ósigrandi. Hinn sjálfumglaði Tony Stark er bara miklu skemmtilegri en Járnkarlinn og er ómótstæðilegur klæddur holdi Downeys. Þessi þriðja Iron Man-mynd er sú besta hingað til enda kannski ekki við öðru að búast þegar handritshöfundurinn og leikstjórinn Shane Black er annars vegar. Hann hefur skrifað nokkrar bestu spennumyndir síðustu áratuga, Leathal Weapon, The Last Boyscout og The Long Kiss Goodnight og víða má greina bergmál þessara mynda í Iron Man 3. Aukapersónur sögunnar fá líka loks að njóta sín. Gwyneth Paltrow er loksins annað og meira en gluggaskraut og Don Chedale og Downey komast í góðan Leathal Weapon-fílíng þegar þeir snúa bökum saman. Ben Kingsley er síðan bráðskemmtilegur og ábúðarmikill í hlutverki terroristans The Mandarin. Sannkallaður senuþjófur. Þórarinn Þórarinsson

 evil DeaD NafNtogaðasta hrylliNgsmyND síðustu ár atuga

Ert þú búin að prófa ? Endurgerð Evil Dead segir sömu hrakningasögu og fyrirmyndin frá 1981 og sem fyrr lendir hópur ungmenna í lífsháska þegar þau vekja óvart upp skrattakolla sem eru ekki af þessum heimi.

Endurvinnsla á sígildum hrolli Á níunda áratugnum og langt fram eftir þeim tíunda þurfti ekki annað en nefna Evil Dead til þess að hrollgjörnum unglingum rynni kalt vatn milli skins og hörunds enda myndin með þeim áhrifameiri sem fram höfðu komið í þeirri deild. Evil Dead markaði upphafið á ferli leikstjórans Sam Raimi og hins kostulega leikara Bruce Campell. Myndin hefur nú verið endurgerð með velþóknun þeirra félaga.

l

Hentar sérlega vel fíngerðu hári Fæst í apótekum, Fjarðarkaupum og Heilsubúðinni Hafnarfirði

EFTIR

ÓMAR RAGNARSSON

THE VIRGIN SPRING / THE LAST HOUSE ON THE LEFT

IN MEMORIAM?

SUN: 20:00 (16)

LAU & SUN 18:00 (L)

SKÓLANEMAR:

25%

AFSLáTTUR

GEGN

FRAMVíSUN

SKíRTEINIS!

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Myndin gat af sér tvær framhaldsmyndir. Evil Dead II leit dagsins ljós 1987 og Army of Darkness kom út 1992.

eikstjórinn Sam Raimi gerði hryllingsmyndina Evil Dead árið 1981 fyrir lítinn pening. Með honum í liði voru aðalleikarinn Bruce Campell og Robert Tapert sem framleiddi myndina með hinum tveimur. Evil Dead þótti býsna subbuleg á þess tíma mælikvarða og var lengi vel á alræmdum bannlista yfir kvikmyndir á Íslandi. Myndin féll í frjóan jarðveg ytra og ekki spillti fyrir að hrollvekjukonungurinn Stephen King jós hana lofi. Öflugir fjárfestar gengu því til liðs við félagana og Evil Dead lagði upp í blóðuga sigurför um heiminn. Myndin gat af sér tvær framhaldsmyndir. Evil Dead II leit dagsins ljós 1987 og Army of Darkness kom út 1992. Evil Dead II var gamansamari en fyrsta myndin og Army of Darkness er beinlínis gamanmynd sem segir frá hremmingum aðalhetjunnar Ash (Campell) þegar hann er kominn yfir í þann djöflaheim sem óvættir hinna myndanna spruttu upp úr. Raimi og Campell eru með áform um að halda sögunni áfram og gera fjórðu myndina en þeir framleiða einnig Evil Dead-endurgerðina sem þeir treystu Fede Alvarez til að leikstýra. Heittrúaðir aðdáendur frummyndarinnar voru ekkert of hressir með hugmyndina um endurgerð en Alvarez virðist hafa staðið undir væntingum bæði þeirra og framleiðendanna þar sem Evil Dead, árgerð 2103, hefur verið vel tekið í Bandaríkjunum þar sem hún hefur gert það gott í miðasölu og almennt verið vel tekið af gagnrýnendum. Alvarez er því eðlilega byrjaður á handriti Evil Dead II en sú mynd verður

ekki endurgerð heldur hyggst leikstjórinn fara með söguna í nýjar áttir. Söguþráður Evil Dead og þar með þeirrar subbuveislu sem boðið er upp á nú er flestum kunnur en myndin segir frá fimm vinum sem hafast við í afskekktum kofa úti í sveit. Þar vekja þeir óafvitandi upp fjandsamlega skrattakolla úr öðrum heimi sem taka sér bólfestu í vinunum með skelfilegum afleiðingum. Campell lék Ash í gamla þríleiknum og eins og allt vel skólað fólk í hryllingsfræðum endaði hann með að missa höndina í viðureign sinni við þá djöflamergi sem herjuðu á hann og félaga hans í Evil Dead. Hann setti þá vélsög á stubbinn og beitti henni af einurð og festu gegn fjendum sínum. Ash og Campell eru fjarri góðu gamni í endurgerðinni en leikarinn og framleiðandinn er hæstánægður með útkomuna: „Brellurnar eru tíu sinnum betri en nokkuð sem við höfðum aðgang að og leikararnir eru allir betri en við vorum 1979.“ Campbell segir Raimi vera brjálaðan snilling og þess vegna hafi útkoman orðið jafn klikkuð og raun ber vitni. Og allt bendir til þess að Alvarez sé verðugur sporgöngumaður. Aðrir miðlar: Imdb: 7,1, Rotten Tomatoes: 62%, Metacritic: 57%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is



64

menning

Helgin 3.-5. maí 2013

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Sun 26/5 kl. 19:30 Aukas. Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Sun 12/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 31/5 kl. 19:30 Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð

Kvennafræðarinn (Kassinn)

Fös 3/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 Fös 17/5 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30 Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum?

kirkjukaNtata Þrír kórar og hljóðfæraleikarar í jazz- og Þjóðlagastíl

Lau 1/6 kl. 19:30 Sun 2/6 kl. 19:30 Fös 7/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30

Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 5/5 kl. 14:00 Sun 12/5 kl. 14:00 Síðustu sýningar!

Sun 26/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 14:00 Lokas.

Karíus og Baktus (Kúlan)

Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 4/5 kl. 15:00 Lau 11/5 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!

Lau 25/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 15:00

Hvörf (Kúlan)

Fös 3/5 kl. 19:00 Aðalæf Mið 8/5 kl. 19:00 Fös 10/5 kl. 19:00 Lau 4/5 kl. 19:00 Frums. Sun 5/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00 Lab Loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Sun 12/5 kl. 19:00

Karma fyrir fugla (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Aukasýningar í júní

Sun 9/6 kl. 19:30 aukas.

Gilitrutt (Brúðuloftið)

Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 4/5 kl. 15:30 Lau 25/5 kl. 13:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn

VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Hverfisgötu 19

551 1200

leikhusid.is

midasala@leikhusid.is

Tengdó – HHHHH – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Sun 9/6 kl. 13:00 Fös 3/5 kl. 19:00 Fim 23/5 kl. 19:00 Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 4/5 kl. 19:00 Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 9/5 kl. 14:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 10/5 kl. 19:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 11/5 kl. 19:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 16/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 17/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00 Lau 18/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu!

Gullregn (Stóra sviðið)

Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.

Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)

Fös 3/5 kl. 20:00 Fös 10/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma.

Núna! (Litla sviðið)

Þri 7/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00 Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu

Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið)

Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar

Tengdó (Litla sviðið)

Fim 2/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fim 16/5 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Fös 17/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fim 9/5 kl. 20:00 aukas Fim 23/5 kl. 20:00 Fös 10/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!

Sun 26/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas

Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið)

Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Fim 9/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Vorið kemur í Grafarvogskirkju N

orsk kirkjukantata í Grafarvogskirkju í jazz- og þjóðlagastíl verður flutt í Grafarvogskirkju á morgun, laugardaginn 4. maí klukkan 17. Verkið heitir „Víst mun vorið koma“ og er eftir tónskáldið Sigvald Tveit og sálmaskáldið og prestinn Eyvind Skeie. Það var séra Árelíus Níelsson sem þýddi ljóðin. Þrír kórar sem flytja verkið: Kór Grafarvogskirkju, Gospelkórinn Vox Populi og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafavogskirkju. Stjórnendurnir, Hilmar Örn Agnarsson, Margrét Pálmadóttir og Hákon Leifsson, hafa undirbúið kórana sem allir starfa við kirkjuna. Hilmar Örn stjórnar flutningnum. Kallað hefur verið til einvalalið hljóðfæraleikara úr framvarðasveit jazz- og popptónlistar hér á landi. Það eru þeir Kjartan Valdimarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Einar Scheving á trommur og Gunnar Þórðarson á gítar. Einnig koma fram ungir og upprennandi stórtalentar fram á tónleikunum, þeir Bogi Haraldsson á blokkflautu og táningspiltarnir Baldvin Oddsson á trompet og Flemming Valmundsson á harmónikku. „Verkið er samið við texta úr opinberunnarbók Jóhannesar. Textarnir segja frá Jóhannesi

og sýnum hans í fangelsinu á grísku eyjunni Patmos. Tónlistin hefur því á stundum skýrar skírskotanir til grískrar tónlistarhefðar, létt og dansandi. Verkið hefur yfir sér dramatíska spennu milli myrkurs og eyðandi afla annars vegar og uppbyggjandi játningar til lífsins sem hinnar góðu sköpunar hinsvegar. Það er sterkur undirtónn í verkinu sem er trúarstyrkur og von sem mætir framtíðinni í fullu trausti til skaparans,“ segir í tilkynningu. Höfundur verksins, Sigvald Tveit, er meðal fremstu tónskálda Norðmanna. Hann hefur starfað mikið við Norska útvarpið sem stjórnandi og tónskáld og eins skrifað um 1100 verk. Hann er starfandi prófessor við Óslóarháskóla og hefur kennt þar síðan 1973, einkum barokk og sálmafræði. Það var séra Tómas Guðmundsson sem kom verkinu á framfæri við Hilmar Örn, þá organista sinn í Þorlákshöfn árið 1984, en Tómas heyrði verkið flutt í Ósló það ár. Haft var samband við séra Árelíus Níelsson og hann beðinn um að þýða ljóðin. Hann sagðist myndu reyna. Eftir viku var hann búinn að þýða öll ljóðin með von í hjarta um að verkið yrði flutt í kirkjum „fólki til gleði og uppbyggingar“.

Þrír kórar sem flytja verkið: Kór Grafarvogskirkju, Gospelkórinn Vox Populi og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafavogskirkju, auk einvalaliðs hljóðfæraleikara úr framvarðasveit jazz- og popptónlistar hér á landi.


„Atli leikur snilldarlega og sýnir gríðarlegan kraft og sjarma… frábært nýtt leikverk." Mbl. S.G.V.

„Leikhús á öðru plani… Fullkomin útfærsla á skáldsögunni."

englar alheimsins Fbl. S.Á.S.

3. maí 4. maí 8. maí 10. maí

Uppselt Uppselt Uppselt Uppselt

4. sýning 5. sýning 6. sýning 7. sýning

11. maí 12. maí 16. maí 17. maí

Uppselt Örfá sæti Uppselt Uppselt

Næsta sýning:

3. maí 2013 Þjóðleikhúsið er á Facebook, fylgstu með – facebook.com/leikhusid

Aukasýning Aukasýning 8. sýning 9. sýning

23. maí 24. maí 25. maí 26. maí

Uppselt 10. sýning Uppselt 11. sýning Uppselt 12. sýning Aukasýning

30. maí 31. maí 1. júní 2. júní

Miðasala:

551 1200 midasala@leikhusid.is leikhusid.is

Örfá sæti 13. sýning Örfá sæti Örfá sæti Aukasýning

7. júní Örfá sæti 8. júní 9. júní Aukasýning 14. júní


66 

samtíminn

Helgin 3.-5. maí 2013

Það sKiptir eKKi aðeins mÁli í dómsKerfinu hver er saK aður um glæp; heldur líK a hver Þolandinn er

Mishelg fórnarlömb

Á

sama hátt og það má halda því fram að fordómar gagnvart jaðarhópum hafi afvegaleitt rannsóknir og fellt ranga dóma yfir saklausu fólki; þá er jafnvel enn augljósara hvernig fordómar valda því að ekki er lagður trúnaður á frásagnir fólks úr undirsettum hópum, sem hefur verið beitt misrétti eða ofbeldi. Mörg undanfarin ár og áratugi hefur verið háð barátta fyrir því að styrkja stöðu kvenna í dómskerfinu sem hafa sætt kynferðislegu ofbeldi. Fyrir ekki svo löngu síðan varð nauðgun ekki að dómsmáli nema miklu ofbeldi hefði verið beitt og þá sérstaklega ef verknaðurinn raskaði því sem skilgreint var sem samfélagslegt jafnvægi; til dæmis ef gerandinn var af lægri stétt

en fórnarlambið, ókunnugur, utangarðs eða á einhvern hátt skilgreinanlegur sem ytri ógn. Það hefur tekið langan tíma og mikla baráttu að flytja til þessi mörk. Og það er enn erfitt fyrir vímaða konu sem var nauðgað í samkvæmi um miðja nótt á ókunnum slóðum að fá rannsakendur og dómara til að leggja trúnað á frásögn sína. Úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þekkjum við frásögn Erlu Bolladóttur af nauðgun fangavarðar, sem hún hefur nú kært áratugum seinna. Við getum ímyndað okkur hvort kæra hennar hefði fengið réttláta meðferð í miðri rannsókn málsins fyrir meira en 35 árum. Brot gegn börnum hafa lengst af ekki verið viðurkennd vegna þess að við höfum ekki veitt börnunum sömu mannhelgi og fullorðnum. Þau

hafa sætt nauðung, ofbeldi og frelsissviptingu af foreldrum, skyldmennum og starfsmönnum opinberra stofnana án þess að trúnaður hafi verið lagður á frásagnir þeirra af þessum brotum. Og samfélagið á enn langt í land með að þróa aðferðir til að geta tekið á brotum og misrétti sem beinist að börnum. Og sama á við um þroskaheft fólk, fólk sem hefur verið svift sjálfræði vegna geðsjúkdóma, fólk sem er illa leikið af áfengis- og vímuefnasýki, innflytjendur og fólk sem á bágt með að tjá sig á íslensku og er illa tengt félagslega, fátækt fólk og fólk í alvarlegum fjárhagsvanda og fólk sem dvelst á stofnunum vegna veikinda, fötlunar eða öldrunar. Með því að vera hjálparþurfi og ósjálfbjarga hefur fólk misst stöðu og trúverðug-

leika í samfélaginu. Það á því erfiðara með að leita réttar síns og getur síður varið sig gegn misrétti, misnotkun og ýmiskonar misbeitingu. Rótgrónir fordómar geta því ekki aðeins veikt stöðu þeirra hópa sem eru skilgreindir sem ógn að utan heldur líka þá hópa sem hafa verið undirsettir í samfélaginu og hafa enn ekki fengið fulla viðurkenningu. Viðurkenningin getur verið í orði og á yfirborðinu; en kerfið er þannig uppbyggt að það þjónar ekki þessum hópum. Það var byggt upp til að þjóna öðru fólki; meðal annars með því að halda þessum hópum undirsettum.

Erla Bolladóttir hefur nú kært fangavörð fyrir að hafa nauðgað sér í Síðumúlafangelsinu þegar á rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins stóð. Það er hæpið að slík kæra hefði fengið eðlilega meðferð fyrir meira en 35 árum; kæra ungrar konu sem sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að tveimur morðum, ýmsum smáglæpum og fyrir að hafa borið saklausa menn röngum sökum.

 Á morgun verður frumsýnt í Kúlunni við ÞjóðleiKhúsið leiKverKið hvörf, sem fjallar um guðmundar- og geirfinnsmÁlin, umtöluðustu gl æpar annsóKn íslandssögunnar; dómsmÁl sem nú bíður endurupptöKu eftir starf nefndar sem taldi r annsóKnina hafa verið sjúK a og dóminn Þar af leiðandi veiK an.

Fordómum verður sjaldan áfrýjað Fordómar eru fyrsta dómstigið og þeir hafa fallið áður en mál koma til meðferðar í hinu formlega dómskerfi. Þegar fólk úr jaðarhópum samfélagsins dregst inn í opinbera rannsókn stendur það því ver en þeir sem eru betur settir og betur tengdir félagslega.

g

uðmundar- og Geirfinnsmál eiga sér ekki aðeins upphaf í hvarfi tveggja manna heldur ekki síður í því andrúmi sem ríkti í samfélaginu undir lok æskubyltingar sjöunda áratugarins, sem hafði einkennst af pólitísku andófi og höfnun á siðferðisgildum eldri kynslóða. Eftir ógnarlanga og ansi ruglaða rannsókn voru nokkur ungmenni dæmd fyrir morðin á mönnunum sem höfðu horfið eða hlutdeild í þeim. Þessir krakkar voru engir fermingardrengir, eins og Ragnar Hall lögmaður orðaði það áratugum síðar; alla vega ekki samkvæmt borgaralegum staðli. Þau voru smákrimmar sem slógust, stálu og fölsuðu og seldu og notuðu dóp.

Allir undir sama vald

Með hippunum komu efasemdir um vald samfélagsins til afskipta af því hvernig fólk hegðaði lífi sínu; meðal annars hvort það notaði lögleg eða ólögleg vímuefni. Fólk reif kjaft þegar það var handtekið, kallaði lögregluna svín að amerískum hætti og leit á afskipti hennar sem kúgun fremur en klukk; að fólk hafi verið gripið við eitthvað sem allir vissu og viðurkenndu að væri bannað. Það er ofrausn að líkja þessu ástandi við borgarastríð, en vígstaðan var samt lík þótt umfangið

hafi verið lítið. Hluti samfélagsins neitaði að beygja sig undir reglur samfélagsins. Við þekkjum mörg dæmi um hvernig slík afstaða getur leikið ímyndunarafl almennings og magnað upp öfgakennd viðbrögð yfirvalda; til dæmis gegn samfélögum múslima, sem eru fastheldin á eigin hefðir og lífsafstöðu, innan vestrænna samfélaga. Aðrir hlutar samfélagsins líta gjarnan á slíka afstöðu sem ógn og árás og krefjast þess að uppreisnarfólkið sé brotið undir almenn gildi samfélagsins; siði, klæðnað, tungumál, smekk. En við skulum ekki fara lengra út í þá sálma heldur einbeita okkur að einum þætti sem fékk fólk til að trúa öllu illu upp á sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu; dópinu.

Menningarstríð

Tengsl vímuefna, fordóma og útskúfunar eru samtvinnuð í sögunni. Fólk hefur mætt fordómum fyrir hvaða vímuefni það notar og vímuefni hafa verið útskúfuð vegna þess hverskonar fólk hefur notað þau. Allir þekkja þá vestrænu þjóðsögu að hashashins, meðlimir herskárrar persneskrar trúarreglu, hafi verið einstaklega miskunnarlausir og grimmlyndir vegna neyslu á hassi (og af þeim eru frönsku og ensku heitin á launmorðingjum dregin; assassin).

Rúnar Guðbrandsson leikstjóri, skáldið Sjón og leikhópurinn reyna í sýningunni að fanga þau öfl sem afvegaleiddu rannsóknina, sviptu ungmenni framtíðinni og fengu þjóðina til að fagna illum örlögum þeirra.

Í heimildarmyndinni The House I Live In fjallar David Simons, höfundur þáttaraðanna The Wire (sem Jón Gnarr vakti athygli á í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík 2010), um tengsl vímuefna og kúgunar minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Hann bendir á að almenningur hafi verið skelfdur með frásögnum af því hversu hættulegir ópíumsjúklingar væru; í kjölfar þess að hópar fólks af kínversku og asísku bergi fluttu til Bandaríkjanna í lok nítjándu aldar. Í kjölfar þess var ópíum bannað. Simons heldur því fram að þetta hafi verið gert til að undirsetja asískt fólk í samfélaginu og skapa þá ímynd að menning þeirra væri hættuleg bandarísku þjóðlífi. Það sama gerðist þegar Mexíkanar og fólk frá Suður-Ameríku tók að streyma til Kaliforníu og suðvesturríkjanna um og upp úr kreppunni miklu. Þá var rekinn áróður fyrir að marijúana gæti sturlað fólk og fengið það til að fremja hryllileg ódæðisverk. Leikna kennslumyndin Reefer Madness frá 1936 dregur þennan ótta einkar vel fram; Women cry for it – Men die for it, stóð á plaggatinu.

Hippar verða ógn

Mannréttindabaráttu svartra og andstöðunni við Víetnamstríðið var mætt af mikilli hörku af yfirvöldum í Bandaríkjunum; þjóðvarðliðum var sigað á mótmælendur. Þessi barátta blandaðist lífsstílsbreytingum hippanna; meðal annars fjölbreyttari vímuefnaneyslu. Mikil-

vægur hluti aðgerða stjórnvalda til að mæta pólitískri andstöðu var að færa átakalínuna frá stjórnmálum og yfir í refsiverða hegðun; andófsmenn voru gerðir að glæpamönnum og fangelsaðir fyrir vörslu lítilla skammta af marijúana. Þegar þessi átök höfðu magnast urðu morð hinnar svokölluðu Manson-fjölskyldu á Sharon Tate (1969) að stærsta fréttamáli síðustu ár sjöunda áratugarins. Charles Manson varð tákngervingur hins illa; ný tegund ódæðismanna sem var trúandi til alls.

Aðskilnaðarstefna

Richard Nixon lýsti yfir stríði gegn ólöglegum vímuefnum 1971 ekki síst vegna þess að svartir Bandaríkjamenn höfðu náð ítökum í dreifingu og sölu á heróíni á lokaárum stríðsins í Víetnam. Þegar krakk spratt upp í hrörnandi eldri hverfum svartra í helstu stórborgum um miðjan níunda áratuginn var lögum breytt svo þeir sem gripnir voru með krakk (kókaín sem svartir reyktu) fengu tíu sinnum lengri dóm en þeir sem voru gripnir með venjulegt kókaín (kókaín sem hvítir tóku inn um nefið). Örlítið breytt útgáfa af kókaíni var þannig notuð til að ýta enn frekar undir mismunun og kúgun svartra í Bandaríkjunum. Stríðið gegn fíkniefnum í Bandaríkjunum hefur þannig haft mun neikvæðari áhrif á samfélög svartra en annarra hópa.

Fjandanum sleppt lausum

Neysla á meth-amfetamíni hefur mjög aukist undanfarin ár meðal hvítrar lágstéttar; lítt menntaðs fólks, atvinnu- og eignarlauss; í suður- og suðvesturríkjum Bandaríkjanna. Og við sjáum þess strax merki í kvikmyndum hvernig þessi hópur (og vímuefni þess) eru teiknað upp á kunnuglegan máta. Hér heima þekkjum við hvernig fjallað var um e-pilluna þegar hún kom hingað um 1990, hvernig sprautufíklar eru jaðraðir í umræðunni og líf þeirra og tilfinningar tortryggðar; og að undanförnu hefur mátt greina hvernig ótti hefur byggst upp gagnvart mönnum á sterum. Ég þarf ekki að taka fram að ég mæli neyslu vímuefna ekki bót. Þau valda miklum hörmungum í lífi fólks, fjölskyldum þjáningum og spilla samfélaginu. En þeim skaða sem efnin valda má mæta með meðferð við hæfi. Þegar samfélagið bregst hins vegar við þessum efnum eins og utanaðkomandi ógn og árás og skilgreinir neytendurna sem sjúkdómseinkenni í samfélaginu getur fjandinn orðið laus. Eins og Guðmundar- og Geirfinnsmálið er dæmi um.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is



68

dægurmál

Helgin 3.-5. maí 2013

 Í takt við tÍmann Guðrún Sóley GeStSdóttir

Gæðastundir að fara út að hlaupa með pabba Guðrún Sóley Gestsdóttir er 25 ára Vesturbæingur sem er að ljúka námi í bókmenntafræði við HÍ. Hún er ritstjóri Stúdentablaðsins og hefur starfað um hríð á Morgunblaðinu en færir sig um set í sumar og hefur störf á Ríkisútvarpinu. Staðalbúnaður

Ég kaupi voða lítið af fötum á Íslandi en þegar ég geri það er það á fatamörkuðum og í búðum eins og Zöru, Topshop, Geysi og GK. Eins og allir Íslendingar er ég eins og kálfur að vori þegar ég kemst í búðir í útlöndum. Ég trompast alveg þegar ég kem inn í Cos, þar missi ég alla sjálfsstjórn. Uppáhalds merkið mitt er Acne, það er rosalega fallegt. Svo er það náttúrlega bara H&M. Ég einskorða mig ekki við neinn stíl, ég kaupi bara það sem ég er í skapi fyrir þá stundina. Ég legg eiginlega skammarlega litla hugsun í það hvernig ég klæði mig en ég reyni þó að láta þægindi ganga fyrir. Samt geng ég alltaf í háhæluðum skóm til að fela smæð mína. Allar vinkonur mínar eru hávaxnar eins og súpermódel og ég hef vanið mig á að ganga á stultum til að halda í við þær.

Hugbúnaður

Það er eiginlega stórviðburður ef ég hætti mér út á galeiðuna. Ætli það sé ekki svona tvisvar á ári. Ég nenni bara ekki þessu djammi, það er ósjarmerandi að standa í röð og stappi. Ég sæki hamingjuna annað. Samt er ég rosa mikið fyrir að dansa en þar sem það er aldrei pláss til þess á skemmtistöðum fæ ég útrás í að kenna dans í

Háskóladansinum. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að leyfa mér að fara út að borða með vinum mínum eða á kaffihús. Á Kaffitári í Bankastræti fæ ég rosa gott kaffi en þar sem ég eyði flestum mínum stundum á Háskólatorgi sæki ég næringu mest í Hámu og Stúdentakjallarann. Ef ég hætti mér út af háskólasvæðinu er gott að borða á Austurlandahraðlestinni, Saffran eða á einhverjum góðum sushi-stað. Mér finnst fátt leiðinlegra en að hlaupa á hlaupabretti eins og hamstur en útihlaup höfða til mín. Ég er enginn Kári Steinn en ég nýt þess að hlaupa um Reykjavík og hlusta á góða tónlist. Við pabbi hlaupum mikið saman, það eru gæðastundir hjá okkur. Hann er 72 ára en er miklu betri hlaupari en ég. Ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarp en er með blæti fyrir bresku gríni og uppistandi. Uppáhaldsþættirnir núna eru A Bit of Fry & Laurie sem eldast svo vel að það er kraftaverki líkast. Uppáhalds uppistandarinn minn er Dylan Moran, hann er eiginlega leiðtogi lífs míns.

Vélbúnaður

Eins og margir er ég með nefið ofan í símanum og tölvunni til skiptis. Ég á Macbook Pro tölvu og iPhone og nota myndavélina í símanum ofsalega

mikið. Ég er miskunnarlaus í notkun minni á samfélagsmiðlum; Instagram, Snapchat og Facebook, ég er algerlega háð þessu stússi og nota það sem afsökun til að gera eitthvað annað en læra og vinna.

Aukabúnaður

Ég hef rosa gaman af því að elda. Það fer svolítið eftir árstíðum hvað ég elda en það er allt frá léttum réttum og grilli á sumrin upp í nautalund. Ég les mikið af uppskriftarbókum og matarbloggum. Besta bloggið er Evalaufeykjaran.com. Ég á fullt af áhugamálum, dansinn, ræðumennsku og skrif, bækur og tónlist svo fátt eitt sé nefnt. Ég fór á Aldrei fór ég suður um páskana og það var með skemmtilegri ferðum. Það er svo ótrúlega fallegt á Ísafirði. Ég er einmitt ættuð þaðan. Í sumar er ég að fara til Amsterdam og London og svo langar mig líka að ferðast innanlands. Uppáhalds borgin er alltaf Barcelona eftir að ég bjó þar eftir menntaskóla og var í háskóla. Ég setti mér það takmark að fara þangað árlega en það hefur ekki alveg tekist. En ég hef mikið dálæti á Barcelona og ætla mér að búa þar aftur.

Guðrún Sóley gengur alltaf á háum hælum til að fela smæð sína. Hún segist missa alla sjálfsstjórn þegar hún kemur inn í tískuverslanirnar Cos. Ljósmynd/Hari

 appafenGur

Sleep Cycle

Við eigum mikið úrval af tískufatnaði fyrir verðandi mæður og konur með barn á brjósti. Við bjóðum einnig upp á glæsilegar flíkur sem henta konum sem ekki eiga von á barni. Það geta því allar konur fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur. Skoðið úrvalið í vefversluninni okkar á

w w w. m k m . i s Við sendum frítt hvert á land sem er og keyrum vörur heim á höfuðborgarsvæðinu.

Finndu okkur á facebook :) Smáralind | www.mkm.is | 571-0003

Ég er ein af þeim sem vakna stundum mjög úrill þrátt fyrir að hafa sofið mína átta tíma. Um hríð hefur verið hægt að kaupa rándýrar vekjaraklukkur sem skynja svefnmynstrið og vekja þig þegar þú sefur léttum svefni. Forritari nokkur komst að því að öll tæknin sem þarf til að fylgjast með svefnmynstri væri til staðar í iPhone-símum og hannaði app sem kostar smáaura. Notandi stillir símann þannig að hann hafi 30 mínútna bil til að vekja sig, til dæmis milli sjö og hálfátta. Síminn er síðan lagður við koddann áður en farið er að sofa og appið mælir svefnstig og gæði svefnsins með því að skrá niður hreyfingar í svefni. Því miður gengur því ekki að nota appið á dýnum sem eru mjög harðar. Satt að segja þá hélt ég að þetta væri tómt rugl, svona eins og allt sem hljómar of gott til að vera satt. Mér til mikillar undrunar vakna ég hins vegar alltaf spræk þegar ég man að kveikja á appinu. Svefnpurrkur: Þetta er app fyrir ykkur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


LUNA myndarammi svartur / hvítur 8.960 kr.

CHRYSALIS veggskraut 15 stk. í pk. 2.800 kr. pk.

FLEUR klúta/bindahengi 2.080 kr.

TUCAN standur f. salernispappír 6.320 kr.

pANE myndarammi 3.040 kr.

L-Conceal bókahilla 5.760 kr.

20

af

ÖLLUM vÖrUM frá UMbra META sápupumpa 3,160 kr.

Nýjar vÖrUr í betri búð tiLboðið giLdir út heLgiNa

CITY LIFE 7 skilti í pk. 7.160 kr.

SHoJI myndarammi 3.840 kr.

CoUCHpAL Farsíma/Fjarstýringarhirsla 2.360 kr.

SCRIBE snagi 6.000 kr.

CoNCEAL ósýnilega hillan small 2.320 kr. large 3.120 kr.

MANTRA veggskraut 5.360 kr. LITTLE pINK DRESS skarthirsla 4.640 kr.

Gerum hús að heimili

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mán.–lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13-18

NUMBRA veggklukka 10.000 kr.

BIRDIE 3 snagar í pk. 3.600 kr.

www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is


70 

dægurmál

Helgin 3.-5. maí 2013

fjölmiðlar GunnlauGur jónsson Gerir útvarpsþætti um íslensk a tónlist

Á úrklippubækur frá 1991 „Ég hef alltaf verið smá músíknörd þannig ég held að ég hafi ómeðvitað verið að undirbúa þetta síðan ég var í fjölbrautaskóla,“ segir Gunnlaugur Jónsson knattspyrnuþjálfari. Gunnlaugur er umsjónarmaður nýrrar þáttaraðar sem hefur göngu sína á Rás 2 á morgun, laugardag. Þættirnir kallast Árið er... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er fjallað um íslenska tónlist frá 1983 og fram til dagsins í dag og er eitt ár tekið fyrir í hverjum þætti. Í þáttunum er meðal annars dustað rykið af gömlum upptökum Rásar 2 sem hafa ekki heyrst frá því að þær voru frumfluttar. „Upphaflega var pælingin að tímabilið yrði frá Hljómum og til dagsins í dag en svo þótti við hæfi að byrja niðurtalninguna 1983,

á árinu sem Rás 2 fór í loftið,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur gerði eftirminnilega þætti um hljómsveitina Ný dönsk árið 2008 og í kjölfarið þróaði hann hugmyndina um Árið er... „Síðasta haust fóru hlutirnir að gerast og ég hef verið að vinna að þessu síðan í desember,“ segir Gunnlaugur sem kveðst eiga velgerðarmenn á Rás 2, þá Ólaf Pál Gunnarsson og Ásgeir Eyþórsson, sem eigi miklar þakkir skildar fyrir að koma þáttunum á koppinn. Þeir tveir eru sveitungar þínir af Akranesi. Er þetta bara einhver klíkuskapur? „Nei, nei. Það finnst kannski einhverjum Skagaklíkan vera orðin aðeins of umfangsmikil þarna á Rás 2 en það skiptir ekki máli hvaðan

 lár a ómarsdóttir á far aldsfæti

góðar hugmyndir koma,“ segir Gunnlaugur léttur í bragði. Gunnlaugur kveðst ekki vera einn þeirra tónlistarnörda sem eigi þúsundir platna. „Þetta snýr meira að upplýsingasöfnun hjá mér. Ég á til dæmis úrklippubækur frá 1991.“ Við gerð þáttanna hefur Gunnlaugur notið aðstoðar Ásgeirs Eyþórssonar,

Gunnlaugur Jónsson hefur legið yfir íslenskri tónlist undanfarið og fjallar um hana í þáttunum Árið er... sem hefja göngu sína á Rás 2 klukkan 16 á laugardag.

Jónatans Garðarssonar og Sigríðar Thorlacius. „Skothelt teymi,“ segir hann. Hvað er svo besta árið í tónlistarsögu þessa tíma? „Við erum núna að vinna að þættinum um 1994. Ég myndi segja að 92 sé þéttasta árið til þessa, það var ansi mikið sem gerðist þá. Þá fór Bubbi til Kúbu, Sódóma var frumsýnd, KK kom sterkur inn, Sykurmolar hættu, Jet Black Joe mætti á svæðið, Kolrassa vann Músíktilraunir og árið var mjög stormasamt hjá Sálinni. Það er skemmtilegasta árið hingað til.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

massimo oG k atia fundu öryGGi á íslandi

Stiklar um landið með pabba Fréttakonan Lára Ómarsdóttir ætlar að taka sér leyfi frá störfum á fréttastofu RÚV í sumar og taka upp átta ferðaþætti og kynna landanum áhugaverða staði á Íslandi. Karl faðir hennar, Ómar Ragnarsson, verður með í för og eys úr viskubrunni sínum. „Vinnutitillinn er Ferðastiklur en þetta verða samt allt öðruvísi þættir en Stiklur,“ segir Lára og hlær og vísar til vinsælla þátta Ómars sem nutu mikilla vinsælda á árum áður. „Við ætlum að fara á skemmtilega staði á landinu sem eru ekki allir í alfaraleið eins og til dæmis Gullfoss og Geysir. Heldur staði sem gleymast oft á ferðum fólks um landið.“

... þannig að sumstaðar verð ég að segja honum sögur og hann mér á öðrum

Lára fékk hugmyndina að þáttunum fyrir tveimur árum eða svo. „Ég hef farið í svona ferðir með börnin mín sem við höfum kallað mömmuferðir og þá vinkla ég inn sögunni af stöðunum, þjóðsögum. Tröllum, álfum og Íslendingasögum.“ Lára segist full tilhlökkunnar eftir því að vinna með föður sínum en hún hefur aldrei gert það áður. „Hann ætlar stundum að koma fljúgandi eða vera með mér í bílnum allt eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Hann hefur samt ekki komið á suma staðina sem við förum á og ég hef ekki komið á aðra þannig að sumstaðar verð ég að segja honum sögur og hann mér á öðrum. Og svo ætlum við að hitta alls konar skemmtilegt fólk.“ -þþ

Ferðaþættir Láru Ómarsdóttir verða sýndir í Sjónvarpinu í vetur en sumrinu ætlar hún að eyða í upptökur. Massimo og Katia fundu Ísland á internetinu og ákváðu að setjast hér að til frambúðar og lifa á ítalskri matargerð. Ljósmynd/Hari

Pastagerð samlyndra hjóna Ítölsku hjónin Massimo og Katia enduðu á Íslandi eftir að þau ákváðu að yfirgefa heimalandið. Þau fundu Ísland á netinu og létu slag standa. Þau reka veitingastað sem ber nöfn þeirra við hlið hins fornfræga Lauga-Áss og una hag sínum vel og hafa þegar skotið rótum á Íslandi.

ó Við ætlum okkur að búa framvegis í þessu fallega landi.

hætt er að segja að hjónin Massimo og Katia séu samhent. Þau reka veitingahúsið Massimo og Katia á Laugarásvegi þar sem þau framreiða ítalskan heimilismat fljótt og una sér vel saman við hlóðirnar. „Við höfum alltaf unnið á veitingahúsum eða á börum,“ segir Katia. „Og við rekum þennan stað af ástríðu og viljum að hér geti viðskiptavinir stigið inn í ítalska stemningu og þeir eiga alla okkar athygli.“ Katia segir þau hjónin elda allan mat saman enda líki þeim það best. Þau tala litla ensku og íslensku en börnin þeirra þrjú sem eru tíu, sjö og fimm ára, Gabriel, Aurora og Ginevra, eru mömmu og pabba innan handar enda búin að fóta sig vel í samfélagi íslenskra krakka. Eftir að hjónin höfðu kynnt sér Ísland á netinu fór Massimo til landsins, leist vel á sig og fjölskyldan fylgdi í kjölfarið. „Við völdum Ísland vegna þess að fólkið hér er afslappað og umhverfið einfalt og náttúrulegt. Við ætlum okkur að búa framvegis í þessu fallega landi en förum reglulega til Ítalíu að heimsækja ættingja okkar þar.“ Eðli málsins samkvæmt er ítölsk matar-

gerð sérgrein hjónanna og þau eru sérstaklega stolt af handgerða orechiette pastanu sínu sem á rætur að rekja til Suður-Ítalíu. Massimo og Katia leggja áherslu á fljótlega eldamennsku enda segir Katia flesta viðskiptavini kjósa að taka matinn með sér þannig að í raun er um skyndibita að ræða þótt þau slái ekki af kröfunum í eldhúsinu. Katia segir að í grunninn séu viðskiptavinir veitingahúsa alls staðar eins en vill þó meina að þeir íslensku séu dálítið kröfuharðari en hún kynntist heima á Ítalíu. „Þeir Íslendingar sem við höfum kynnst eru mjög almennilegir og hjálpsamir og í gegnum skóla barnanna okkar höfum við kynnst mjög svo hjálplegri fjölskyldu,“ segir Katia sem vill hafa veitingastaðinn þeirra sem fjölskylduvænstan enda skondrast börnin þeirra þar um af og til og Gabriel litli tekur að sér að túlka þegar svo ber undir. Fjölskylda Massimo og Kötiu stendur því undir hugmyndum okkar um samhenta ítalska fjölskyldu sem sameinast ekki síst yfir matargerð. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is



HE LG A RB L A Ð

Hrósið... ... fær myndasöguverslunin Nexus fyrir að taka þátt í hinum alþjóðlega Ókeypis myndasögudegi í tólfta sinn á laugardaginn og halda þannig þessu lífseiga bókmenntaformi að nýjum lesendum. Fjörið byrjar klukkan 13 á laugardaginn og enginn ætti að þurfa að fara tómhentur heim.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin GUðmUndUr InGI Guðmundsson

ST AFÖ NA DÝ YFIR

FÆTUR OG BOTN FYLGJA

www.rumfatalagerinn.is Tilboðin gilda frá 03.05 til 05.05

SPARIÐ

30.000

PLUS ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

Hjartahlýr orkubolti Aldur: 36 ára Maki: Ekki í bili Foreldrar: Snjólaug Guðmundsdóttir, vefnaðarkennari og handverkskona, og Guðbrandur Brynjúlfsson, búfræðikandídat og bóndi. Menntun: MS í umhverfisfræði og BS í líffræði. Starf: Framkvæmdastjóri Landverndar Fyrri störf: Rannsóknir og kennsla við Háskóla Íslands, landgræðsla, ferðaþjónusta og bústörf. Áhugamál: Útivera, náttúra Íslands, leikhús, samvera með góðum vinum Stjörnumerki: Hrútur Stjörnuspá: „Ráðgátur daglegs lífs vekja forvitni þína. Sýndu fyllstu gætni þegar skilmálar eru settir og skoðaðu smáa letrið,“ segir í stjörnuspá Morgunblaðsins daginn sem Græna gangan var farin.

M

ummi er opinn, hjartahlýr, eldklár, ótrúlega skemmtilegur og algjör orkubolti,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi og góð vinkona Guðmundar, eða Mumma eins og hann er ávallt kallaður. „Hann er ein vinnusamasta manneskja sem ég þekki og gerir allt 150%. Mummi er hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kemur og það bregst ekki að það er alltaf fáránlega skemmtilegt að hitta hann,“ segir hún. -eh

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd, þar sem Guðmundur Ingi er framkvæmdastjóri, er eitt þeirra félaga sem stóðu að Grænu göngunni þann 1. maí þar sem þúsundir hvöttu nýkjörið Alþingi til góðra verka í umhverfismálum og til að minna á að þingið hefur ekki umboð til að framfylgja virkjanastefnu á kostnað náttúrunnar.

60 x 120 sm. 70 x 200 sm. 90 x 200 sm. 120 x 200 sm. 140 x 200 sm. 153 x 200 sm. 180 x 200 sm.

VERÐ FRÁ:

1.495

SWEET DREAMS AMERíSk DýnA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæða svampi. Í neðra lagi eru 415 BONELL gormar. Fætur og botn fylgja með. Stærð: 153 x 203 sm.

1.495 2.495 2.995 3.495 3.995 6.995* 4.995

2000

4218804

PLUS F5 hAnDY DýnA Flott og handhæg dýna sem hægt er að leggja saman. Tekur lítið pláss! Stærð: 63x 190 sm.

KODDI 50 X 70 SM. 3.995

MYRKVUNARGARDÍNA 60

PLUS ÞÆ G IN D I & GÆÐI

VERÐ NÚ FRÁ:

ANDADÚNSÆNG kROnBORG LUX AnDADúnSænG Gæðasæng fyllt með andadúni og smáfiðri. Bómullaráklæði og snúrukantur. Þyngd: 900 gr. Þolir þvott við 60°C. Stærðir: 135 x 200 sm. 14.950 nú 12.950 135 x 220 sm. 16.950 Koddi: 50 x 70 sm. 3.995

12.950 B A S IC

Fr áB Ær t ve rÐ

Enn betri heilsa, endurnýjuð lífsorka.

AFSLÁTTUR

CiRCLE MYRkvUnARGARDínUR Flottar, munstraðar myrkvunargardínur. Fást í 2 litum. Stærðir: 60 x 170 sm. 2.995 nú 2.395 80 x 170 sm. 3.495 nú 2.795 90 x 210 sm. 3.995 nú 3.195 100 x 170 sm. 3.995 nú 3.195 120 x 170 sm. 4.495 nú 3.595 140 x 170 sm. 4.995 nú 3.995 180 x 170 sm. 6.995 nú 5.595

135 X 200 SM.

B A S IC

20%

2.395

FULLT VERÐ: 14.950

B A S IC

Fr áB Ær t ve rÐ

25%

AFSLÁTTUR

www.heilsuhotel.is

7.995

SPARIÐ

25%

512-8040

90 x 200 sm. 79.950 120 x 200 sm. 99.950 140 x 200 sm. 109.950 153 x 203 sm. 99.950

HANDY DÝNA ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

PLUS T20 DýnUhLíF Virkilega mjúk og þægileg dýnuhlíf. Dýnan er með teygju á hornum og fyllt með 70% bómull og 30% polyester. Hún er suðuþolin og hentar því vel fyrir þá sem hættir til að fá ofnæmi. Má þvo við 95°C. * Fylling: 100% polyester.

Fr áB Ær t ve rÐ

Skráning í síma

99.950

3401916

B A S IC

Næsta námskeið hefst 3. maí.

153 X 203 SM. FULLT VERÐ: 129.950

AFSLÁTTUR

Fr áB Ær t ve rÐ

25% AFSLÁTTUR

KREP

KREP

FULLT VERÐ: 1.995

FULLT VERÐ: 1.995

FULLT VERÐ: 1.995

FULLT VERÐ: 1.995

1.495

1.495

1.495

1.495

nikkA SænGURvERASETT Efni: 100% polyestermíkrófíber. Lokað að neðan með rennilás. 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm.

AnGELinA SænGURvERASETT Efni: Polyesterkrep. Lokað að neðan með rennilás. 140 x 200 sm. og koddaver 50 x 70 sm.

ELLA SænGURvERASETT Efni: 100% polyester. Lokað að neðan með rennilás. 140 x 200 sm. og koddaver 50 x 70 sm.

RASMinE SænGURvERASETT Efni: 100% polyesterkrep. Lokað að neðan með rennilás. 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm.


Garðar og grill Helgin 3.-5. maí 2013

Ræktunaráhugi í Dalabyggð Ný deild stofnuð innan Garðyrkjufélagsins.

 bls. 4

Garðyrkja í örum vexti Sífellt fleiri leggja stund á garðyrkju í frístundum sínum.

 bls. 8

Eigið krydd allt árið Auður Ottesen garðyrkjufræðingur notar eigin ræktun allt árið um kring.

 bls. 7

Grilltímabilið er hafið Einfaldar reglur um hvernig fólk skal bera sig að við grillið.

 bls. 2

Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands! Skoðaðu kosti þess að vera félagi

Öflug heimasíða www.gardurinn.is

Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - gardurinn@gardurinn.is


2

garðar og grill

Helgin 3.-5. maí 2013

Gasalega gott grill Það eru nokkrar lykilreglur í lífinu og ein þeirra hefur hingað til verið að kolagrill eru númer eitt og gasgrill eru bara fyrir plebba í úthverfunum. En með fjórum einföldum reglum er hægt að fá undanþágu og úthverfaplebbar sem og miðbæjarrottur geta borið höfuðið hátt sem gasmenn og -konur.

G

asið er svo einfalt og þægilegt miðað við kolagrillið. Það þarf ekki að vera endalaust að kaupa í það kol og þegar gasið loksins klárast er jafnvel hægt að fá það heimsent gegn vægu gjaldi. Það þarf heldur ekki að vera endalaust að dusta kolaryk og það þarf ekki að muna að hita kolin.

Lokið

Gasgrill eru í nær öllum tilfellum með loki og það á að nota það óspart. Það lokar inni reykinn bragðgóða og það lokar inni hitann. Þetta tvennt er enda það sem fólk sækist eftir þegar matur er eldaður á útigrilli. Ef verið er að elda stóra steik á helst rétt að opna bara smá rifu á grillið til að ganga úr skugga um hvort ekki sé allt með felldu þar inni. Því hiti leitar jú upp og hverfur því eins og dögg fyrir sólu sé opnað í fulla gátt. Passa líka upp á að hitamælirinn sé virkur því hann er einn besti vinur gasista.

Grindurnar eiga að vera þykkar

Á kolagrillum eru yfirleitt þunnar grindur vegna þess að reykurinn frá kolunum þarf að komast að kjötinu frá sem flestum hliðum. En á gasinu er best að hafa grindurnar þykkar og miklar. Bestu grindurnar eru úr þykku pottjárni en það getur verið vesen að halda þeim við því pottjárn ryðgar sé það ekki gert. Grindur úr ryðfríu stáli eru þá kærkomin búbót en það ryðfría

Reykur þýðir bragð en hvaða viður er notaður skiptir litlu svo lengi sem harðviður verður fyrir valinu. Undantekningin á þessari reglu er ef reykja á eitthvað lengur er fjóra til fimm tíma. Þá byrjar viðartegundin að skipta máli.

heldur ekki jafn vel hita. Millivegurinn sem oft er farinn eru emaleraðar grindur. En hvaða efni sem er valið þarf að hafa grindurnar þykkar og helst frekar flatar að ofan til þess að brennimerkja kjötið með þykkum og miklum röndum. Þar á sér stað karmelisering sem gefur gott grillbragð. Til þess svo að ná þessum fallegu röndum þarf að hita grindurnar vel áður en maturinn er settur á. Lækka svo eldinn svo ekki brenni allt til kaldra kola.

Óbein eldun

Gasgrill eru alltaf með í það minnst tveimur brennurum. Þegar elda á stóra steik eða kjúkling er óþarfi að vera að pakka öllu inn í álpappír. Það gerir í raun ekkert nema sjóða matinn í eigin safa. Best er að loka kjötinu á heitu grillinu og slökkva svo undir þeim megin sem maturinn er og elda með hita frá hinum brennaranum. Þetta er líka gott að hafa í huga

þegar feitmeti eins og lambakótilettur eru eldaðar. Þegar kviknar í, það mun kvikna í, þá er lettunum komið í var þangað til slökkvistarfið hefur farið fram og hægt er að færa ljúfmetið aftur yfir eldinn.

Reykur

Flest grill nú til dags eru með vörn yfir brennurunum þannig að fitan sem rennur af kjötinu stífli þá ekki. Þegar fitan lekur á þessar hlífar myndast reykur og þessi reykur fer beint í kjötið sem gott bragð. En þegar grilla á eitthvað aðeins þykkara en áðurnefndar kótelettur er gott að fá meiri reyk. Þá er gripið í harðviðarlurk eða spæni. Sag er of fíngert til þess að bixa með við gasgrillið. Betra að nota það í litla reykofna. Þegar grillið er hitað er lurkunum, gott að hafa þá ekki óþarflega stóra, eða lúku af blautum spæni vafið í álpappír eða komið fyrir í hitaþolnu íláti úr stáli. Ef ílát eru

Hitamælirinn þarf að virka svo hægt sé að fylgjast með því sem gerist undir lokinu.

notuð er lokað yfir með álpappír. Nokkur göt eru gerð á álpappírinn svo reykurinn sleppi út og herlegheitin sett beint yfir brennarana. Passið að hafa götin ekki of stór. Þá gæti komið upp eldur. Gerist það þarf að slökkva hann um leið því eldur þýðir sót og sót er ekki gott á bragðið. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

Sæmilegur kubbur vafinn í álpappír er ágætur til að gefa reyk. En fyrir þá sem ætla sér frama í þessum fræðum er hægt að einfalda sér lífið með því að kaupa sérhönnuð reykbox sem passa á grillið. Það eru til margar tegundir, sumar fara undir grindina og aðrar ofan á. Þetta spænisbox frá Weber fer ofan á grindina en þeir bjóða líka box sem fer undir hana og tekur þá minna pláss.

Úrval gróðurhúsa í Jötunn Vélum

• Margar gerðir og stærðir • Margar gerðir og stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Val um liti á setlaugum • Hitastýringar fyrir setlaugar • Margar og stærðir Líttugerðir við á heimasíðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! úrval aukabúnaðar • Val• Fjölbreytt um liti á setlaugum Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður

• Hitastýringar fyrir setlaugar •Líttu Val um á setlaugumokkar viðliti á heimasíðu

Setlaugar www.normx.is kynntu þér úrvalið! Líttu við6og á• 200 heimasíðu okkar Auðbrekku Kópav • S. 565 8899

www.normx.is og kynntu þér úrvalið!

Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður

Setlaugar Setlaugar

Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899

Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899

Serralux Breidd: 3m / Hæð: 2,5m Lengd á einingu: 0,75m

Hafið samband við sölumenn okkar og fáið upplýsingar um fjölbreytta úrval gróðurhúsa og möguleika varðandi viðbætur og aukahluti.

Austurvegur 69 - 800 Selfoss

Splendid

Breidd: 3m / Hæð: 2m Lengd: 4,5m

Lónsbakki - 601 Akureyri

Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610

Sími 480 0400

Cardinal, sexhyrnd

Þvermál: 3,1m / Hæð: 2,6m Hlið: 2m

www.jotunn.is jotunn@jotunn.is


GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA

WWW.WEBER.IS


4

garðar og grill

Helgin 3.-5. maí 2013

garðyrkja Stemning í LeifSbúð

ALLT FYRIR GARÐINN www.meistari.is

Garðsláttur! Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar!

S: 571-2000

hreinirgardar@hreinirgardar.is www.hreinirgardar.is

edalgardar.is • Hellulagnir • Trjáklippingar • Jarðvegsskipti • Smágröfuþjónusta • Vörubíll með krabba

Einar • sími 698 7258

Ræktunaráhugi í Dalabyggð

Þ

að var mikil stemning í Leifsbúð í Búðardal 10. apríl síðastliðinn þegar stofnuð var Dalabyggðardeild Garðyrkjufélagsins. Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélagsins, Guðríður Helgadóttir varaformaður og Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnis- og fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands, sóttu fundinn fyrir hönd félagsstjórnarinnar. Félagið hefur á stefnuskrá sinni að efla ræktunarmenningu um land allt og vill stuðla að samvinnu sveitarfélaga og samtaka áhuga-

fólks um ræktun til gagns og yndis og bæta ásýnd og hollustu umhverfis byggðar. Hefur félagið nýlega hlotið styrk frá stjórnvöldum í þessu skyni. Í febrúarlok dvöldu Kristinn og Vilhjálmur dvöldu í Dalabyggð undir leiðsögn Boga Kristinssonar byggðatæknifræðings. Tré voru mæld, garðar skoðaðir og þversnið tekinn í jarðvegi til skoðunar og mótaðar hugmyndir um samstarf við sveitarfélagið. Í erindi sínu fjallaði Kristinn um gróður í görðum og á opnum svæðum

ELDHEIT ÍSLENSK HÖNNUN SVUNTA HANSKI HÚFA Í HANDSKREYTTUM GJAFAPOKA Kokka • Dúka • Grillbúðin • Álafoss • 18 Rauðar rósir Þjóðminjasafnið • Dalía • Blómasmiðjan • Garðheimar Hús handanna, Egilstöðum • Pottar og prik, Akureyri Aðalbúðin, Siglufirði • Þröstur Ormsson, Ísafirði • Motivo, Selfossi Hverablóm, Hveragerði • Póley, Vestmannaeyjum Dreifing: Auntsdesign, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, S. 618 3022

Rósirnar dafna vel í Búðardal.

sveitafélaga og benti á leiðir til að auka skjól með trjágróðri og skipuleggja gróðursetningu skjólbelta og stórvaxinna trjáa til að mynda skjól og lyfta vindstreng yfir byggðina án þess að mynda óheppilega skugga. Guðríður kynnti blómfagra fjölæringa sem rækta mætti í einkagörðum. Vilhjálmur sagðir frá reynslu Rósaklúbbs Garðyrkjufélagsins af rósarækt á síðustu 10 árum og hvaða lærdóm mætti draga af því fyrir Búðardal og Dalabyggð. Í skoðunarferðum þeirra þremenninga um Búðardal kom í ljós að fjöldi tegunda trjáa og runna í Dalabyggð vex þar með miklum ágætum. Viðkvæmar sígrænar tegundir og rósir, standa sig ótrúlega vel á stöðum sem eru opnir fyrir hörðum vestanáttum og hinni ríkjandi norð-austanátt. Merkilegt var að sjá hið fræga enska rósayrki „Graham Thomas“ vaxa í yfir eins metra hæð með ókalna sprota tilbúið til að senda út nýja sprota mót komandi sumri. Ekki hefði fyrirfram verið talið að það hentaði til ræktunar í Búðardal. Af þessu má ráða að bæði jarðvegur og jarðvegsraki í Búðardal henti sérlega vel til ræktunar. Þar spila saman frjósamur birkimór og hinn frægi Dalaleir. Afmörkuð voru sérlega áhugaverð svæði bæði til ræktunar skjólbelta umhverfis byggðina og til ræktunar skrúðgarða innan bæjarins í Búðardal. Þegar liggur fyrir brautryðjendastarf og reynsla af tegundum sem hægt er að byggja á. Í lok fundarins var staðfestur samstarfssamningur milli Garðyrkjufélagsins, Dalabyggðar og samtaka garðyrkjuáhugafólks í Dalabyggð um eflingu ræktunarmenningar og útbreiðslu þekkingar í gegnum skólastarf svo stuðningi við ræktun í einkagörðum og í almenningsrými á vegum sveitarfélagsins. Með því fer Garðyrkjufélagið inn á nýja braut í starfi sínu með nánu samstarfi við íbúa í minni sveitarfélögum í landinu.


garðar og grill 5

Helgin 3.-5. maí 2013

Skuggamegin plöntur Sem vilja helSt ver a á SkuggSælum Stað

Burknar – tilbrigði við grænt

Vönduð vinnubrögð og persónuleg þjónusta.

Burknar eru yfirleitt auðveldir í ræktun, svo framarlega sem þörfum þeirra um hæfilega rakan jarðveg og skjól fyrir vindi og sól sé fullnægt. Ríflega 20 tegundir burkna tilheyra íslensku flórunni.

S

kuggsælu staðirnir í garðinum vilja oftast vera til vandræða. Blómstrandi plönturnar þrífast engan veginn á þessum stöðum, þær verða spíraðar og linar af því að teygja sig í sólarljósið, ljósgrænar og fölar af birtuskorti og blómin láta alls ekki sjá sig því til að fá blóm þurfa plöntur beina sól, að minnsta kosti hluta úr degi. Það er því hægt að afskrifa fjölskrúðuga litadýrð í skugganum. Hins vegar eru til plöntur sem vilja helst af öllu vera á skuggsælum stað, þar sem jarðvegurinn er alltaf frekar rakur og vindur er ekki til vandræða. Í þessum hópi eru burknar. Burknar eru til af ótal stærðum og gerðum, allt frá örlitlum burknum sem sjást varla með berum augum (að minnsta kosti ekki ef sá sem horfir er farinn að nálgast miðjan aldur) upp í risastóra trjáburkna sem geta orðið 25 metra háir. Hérlendis eru ríflega 20 tegundir burkna sem tilheyra íslensku flórunni en auk þess er fjöldi tegunda sem hefur verið fluttur inn í garða. Meðal vinsælustu burkna í görðum okkar eru stóriburkni, fjöllaufungur, tófugras og körfuburkni en allir nema körfuburkni eru íslenskir. Burknar eiga það sameiginlegt að þeir eru með stór blöð, oft margskipt og hafa þau mjög fínlegt yfirbragð. Burknar blómstra ekki heldur mynda þeir gró. Gróin myndast ýmist í litlum gróhirslum sem finnast á neðra borði blaða burknans eða þá að upp úr burknanum rís sérkennilegt blað, öðru vísi en hin burknablöðin og ber þetta blað gróhirslurnar á sér. Gróin dreifast með vindi og lendi þau í rökum jarðvegi geta þau spírað og í kjölfarið myndast nýir burknar. Burknar eru yfirleitt auðveldir í ræktun, svo framarlega sem þörfum þeirra um hæfilega rakan jarðveg og skjól fyrir vindi og sól sé fullnægt. Þeir eru ákaflega þægilegar garðplöntur því vaxtarhraðinn er þægilegur, yfirleitt þarf ekki að skipta burknum nema á margra ára fresti. Þegar kemur að því að skipta þeim er auðvelt að stinga þá upp og skipta hnausnum í fleiri hluta sem aftur er hægt að gróðursetja á fleiri

Róbert. S. 866 9767 www.gardathjonustaislands.is

Hérlendis eru ríflega 20 tegundir burkna sem tilheyra íslensku flórunni. Tófugras er einn þeirra.

skuggsæla staði. Hægt er að raða saman fleiri tegundum af burknum og spila þannig saman mismunandi grænum litum laufblaðanna, því ekki eru allar tegundir burkna í sama græna litnum. Einnig er gaman að leika sér með burkna af mismunandi hæð. Stóriburkni og körfuburkni geta orðið fast að metri á hæð á meðan fjöllaufungur er kringum hálfur meter. Tófugrasið er breytilegra á hæð, um það bil 10-30 cm en allir mynda þessir burknar fallega kúlulaga brúska af fínlegum blöðum. Skuggsælu staðirnir í garðinum geta orðið að lokkandi og svalandi stöðum á sólríkum sumardögum þar sem bústnir burknar prýða umhverfið í uppáhaldslit landsmanna um þessar mundir, grænum.

FALLEG OG FRÆÐANDI bók fyrir garðáhugafólk

www.rit.is

Fæst á öllum helstu bóksölustöðum um land allt. – Pöntunarsími 578-4800.

Garðlausnir Gæði, fegurð og góð þjónusta Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön.

Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum.

20 YFIR

TEGU N AF HE DIR LLUM

4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Láttu draumagarðinn verða að veruleika Pantaðu landslagsráðgjöf í dag! Halla Hrund Pétursdóttir, landslagsarkitekt FILA, hjálpar þér við að skipuleggja draumagarðinn þinn.

4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is


6

garðar og grill

Helgin 3.-5. maí 2013

Garðyrkjuritið komið út

G

Sérverslun

í skandinavískum anda

fyrir garðinn, heimilið og þig

Vandaðar vörur frá: Nelson Garden GardenGirl GrowCamp Indoor Garden og margt, margt meira

litla

gar

dbu

din

.is

arðyrkjuritið 2013 er komið út. Ritið er með veglegra móti, alls 184 síður og birtar um 37 fróðlegar greinar eftir fjölda höfunda sem segja frá reynslu sinni, áhugaverðum plöntutegundum og ræktunaraðferðum. Ritstjóri er Guðrún Agnarsdóttir. Kápu ritsins prýðir mynd af rósinni „Guðfinnu“ sem Jóhann Pálsson hefur ræktað. Sérstakur kafli í ritinu er helgaður fjörutíu ára afmæli Norræna rósafélagsins og þar sagt frá rósarækt í öllum löndunum fimm. Haldið var upp á Norrænu rósahelgina í fyrsta sinn á Íslandi í fyrra sumar en Rósaklúbbur Garðyrkjufélagsins skipulagði dagskrá hennar. Einn norrænu gestanna segir í Garðyrkjuritinu frá reynslu sinni upplifun af heimsókn til Íslands og í rósagarð Steinunnar Ólafsdóttur á Íslandi. Þá er í ritinu fróðleg grein um íslenskan jarðveg og leiðir til að auka frjósemi hans í garðrækt. Garðyrkjuritinu er eingöngu dreift til félagsmanna og er innifalið í félagsgjaldi. Á aðalfundi Garðfélagsins 22. apríl lét Vilhjálmur Lúðvíksson af formennsku eftir sex ára starf og í stað hans var kjörin Þuríður Backman, fyrrverandi alþingismaður. Þá voru sr. Halldór Reynisson og Margrét Frímannsdóttir kjörin í aðalstjórn en Lilja Sigrún Jónsdóttir, Carl Gränz og Þyrí Emma Þorsteinsdóttir í varastjórn. Á aðalfundinum var kynnt könnun á viðhorfum félaga til allra helstu þátta í þjónustu félagsins og er greinilegt að Garðyrkjuritið nýtur yfirgnæfandi vinsælda en vefsíða, fyrirlestrakvöld, námskeiðahald og útvegun á efniviði til ræktunar, t.d. rósum og ávaxtatrjám, og starfsemi klúbba um afmörkuð áhugamál eru einnig mikils metin hjá félagsmönnum. Matjurtaklúbbur félagsins er vinsælastur og í honum eru skráðir um 850 félagar af rúmlega 2400 félagsmönnum sem hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Félagið hefur sett á stofn svonefnda grenndargarða í samvinnu við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Rósaklúbburinn og Ávaxta- og berjaklúbburinn eru með á fjórða hundrað félaga hvor og hafa staðið fyrir innflutningi og tilraunum með harðgerðar tegundir og yrki sem ætla má að eigi erindi í íslenska garðrækt. Um þessar mundir er lögð áhersla á aukna þjónustu félagsins við áhugafólk á landsbyggðinni. Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu þess: www.gardurinn.is eða með því að hringja í síma 552 7721 og 896 9922.

Pantaðu á netinu eða kíktu í heimsókn Erum á Facebook HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Opið: má-fö. 12:30-18:00. Dalvegi 16a. Rauðu múrsteinshúsunum. 201 Kóp. – nora.is - facebook.com/noraisland


garðar og grill 7

Helgin 3.-5. maí 2013  Kryddjurtir Auðveld r æKtun

Eigið krydd allt árið Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, notar krydd úr eigin ræktun allt árið.

Blóðberg, rósmarín, stítrónumelisa og hrokkin og sléttblaða steinselja eru allt kryddjurtir sem þrífast vel í pottum á svölunum eða veröndinni.

F

erskar kryddjurtir er auðvelt að rækta, á svölunum er hægt að vera með þær í pottum, inn á milli gróðurs í beðum í garðinum eða saman í kryddgarði. Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, notar krydd úr eigin ræktun allt árið. Ferskar kryddjurtir yfir sumartímann sem hún ræktar í eldhúsglugganum, í pottum og upphækkuðu beði þar sem fjölærar kryddjurtir vaxa til endanna en einærar í miðju. Í mars sáir Auður fyrir fyrstu kryddjurtunum, rósmarín, og síðan koll af kolli fram í apríllok. „Ég er að rækta um 20 tegundir kryddjurta. Basiliku nota ég í pestó en hana rækta ég í eldhúsglugganum, hún þolir ekki svalt íslenskt sumar. Tegundir sem þurfa ekki mikið pláss set ég saman í 20-30 lítra potta og hef við anddyrið þannig að ég

geti skotist út til að ná mér í krydd í matinn,“ segir hún og bendir á að í einum pottinum hafi hún sett saman blóðberg, sléttblaða og hrukkótta steinselju og sítrónumelisu. „Salvía, kóríander, Oregano og dill eru líka fínar í samplöntun. Ég kýs að vera með rósmarín og majóran í sérpottum og piparmyntuna, sem skríður líkt og skriðsóley, er ég með í beði og skessujurtin sem er frekjan í kryddjurtahópnum fær sérstakt pláss og næringarríkan jarðveg. Vetraforðann ræktar hún

svo í upphækkuðum ræktunarkassa sem smíðaður var fyrir hana í vinnuhæð. „Það er algert æði að geta staðið uppréttur þegar maður er að fást við plönturnar. Kassinn er 90 sm hár og breiddin á beðinu 60 sm. Dýptin á moldinni er 30 sm en hún hvílir á grind sem smíðuð er inn í kassann og jarðvegsdúkur hindrar að moldin skolist burt. Ég hef ræktað í þessum kassa í mörg ár með góðum árangri í bland, lauk og krydd,“ segir Auður sem sannarlega er með græna fingur.

Auður I. Ottesen, ritstjóri Sumarhússins og garðsins, ræktar allt sitt krydd sjálf.


Garðar og grill 

Helgin 3.-5. maí 2013

skrúðgarðar BirtaN kveikir eftirvæNtiNguNa

Flögrandi þrestir og ræktun í grennd Ræktun skrúðgarða við heimahús er algeng hér á landi og sífellt fleiri koma sér einnig upp kálgarði eða salatbeði til nytjaræktar. Sumarið nálgast og margir eru farnir að undirbúa verkin í garðinum.

N

ú fer í hönd þessi yndislegi tími þegar náttúran vaknar af dvala eftir veturinn og endurnýjast. Við sem búum hér á mörkum hins byggilega heims gleðjumst yfir sumarkomu og flestir eiga eitthvað sem markar þessi tímamót í huganum. Sumir taka út grillið, aðrir hjólið eða golfsettið og enn aðrir fara að snudda í garðinum í leit að vorboðum og að fræjum og útsæði í verslunum. Allt eru þetta tákn um eftirvæntinguna sem birtan kveikir og bið eftir hlýnandi tíð. Garðyrkja sem áhugamál er í örum vexti hér á landi og ræktun skrúðgarða við heimahús er ótrúlega algeng. Það er sífellt algengara nú að fólk komi sér einnig upp kálgarði eða salatbeði til nytjaræktar. Ræktunarglaðir einstaklingar sem bíða eftir sumri sýna snemma árs ýmis ytri einkenni þess að biðin sé erfið. Kannski má segja að þeir séu sjálfir „að bruma“ þótt allur jarðargróður sé enn í dvala. Til að fá smá útrás er byrjað að skoða ræktunarsíður á netinu strax í janúar og spá í hvað geti sprottið hér á landi. Svo koma fyrstu fræsendingarnar og frælisti Garðyrkjufélags Íslands. Þá er gleðin ekkert minni en hjá börnum í leikfangaverslun við að skoða. Það er hægt að byrja að sá í mars

Mikið úrval af hellum og garðeiningum sem eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður.

eða apríl og svo heldur ævintýrið áfram, leiðangrar í garðplöntustöðvar verða æ tíðari til að fylgjast með framboði af plöntum fyrir þetta sumarið. Jafnvel kartöfluræktunin verður spennandi því oft fást fágætar tegundir af útsæði svo sem blálandsdrottning, möndlukartöflur eða Asterix. Í huganum er rifjuð upp ræktun síðasta árs; hvort uppskeran hafi verið hæfileg eða hvort eldhúsið hafi fyllst af grænmeti á einhverjum tímapunkti. Mikið væri svo skemmtilegt að prófa að rækta eitthvað nýtt í ár, til dæmis kúrbít. Ef til vill gengur það með því að skýla honum í vermireit. Það má leika sér í garðinum og taka áhættu enda fórnir við tilraunir litlar og gleðin þeim mun meiri þegar vel tekst til. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og mörg sveitarfélög á landsbyggðinni bjóða íbúum upp á afnot af landi til ræktunar á matjurtum. Það er holl og góð samvera fyrir fjölskyldur að rækta saman grænmeti og um að gera að prófa. Nú er að hefjast fimmta sumarið sem Garðyrkjufélag Íslands (GÍ) hefur getað boðið fólki á höfuðborgarsvæðinu upp á að leigja sér garðlönd til ræktunar matjurta. Þeir eru í Grafarvogi, Kópavogi og Breiðholti. Fleiri hundruð fjölskyldur eiga athvarf í grenndargörðum félagsins

og sækja þangað næringu fyrir líkama og sál. Í matjurtagarði ræktar hver það sem hann kýs helst, sumir rækta hefðbundnar tegundir grænmetis og aðrir eru djarfari. Hjá Garðyrkjufélaginu ganga þau sem höfðu garð í fyrra að sínum reit aftur og geta byrjað að vinna jarðveginn þegar veður leyfir. Ég er svo lánsöm að ganga að einum slíkum garði. Þar á ég stefnumót við þresti

Breiðhöfða 3

Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir

110 Reykjavík

landslagsarkitekt (FÍLA) aðstoðar þig við að móta hugmyndir

pipar\tbwa • sía • 131410

Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is

Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir

Sýningarreitur fyrir matjurtaræktun í Urtagarði í Nesi við Seltjörn.

varamaður í stjórn Garðyrkjufélags Íslands

Garðurinn lifnar við með BM Vallá

Skoðaðu úrvalið.

BM Vallá ehf.

sem treysta á höfðinglega maðkaveislu þegar garðurinn verður stunginn upp. Um helgina ætla ég að kanna það hvort jarðvegur er farinn að hitna. Gleðilegt sumar.

þínar um fallegan garð. Pantaðu tíma hjá söludeild.

bmvalla.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.