26.apríl

Page 1

Flakka á milli fíkna Heimsviðburðir stór hópur þeirra sem eiga heim í stofu

sjöfn rafnsdóttir varð gjaldþrota í svíþjóð í kreppunni þar en er nú flutt heim og býr í tveimur gámum við hellu. Viðtal 34

við matarfíkn að stríða kemur úr fjölskyldum þar sem fíknisjúkdómar eru vandamál. Fíkniráðgjafi segir fjölfíkn algenga.

Viðtal 44

Helgarblað

mikil gæði að geta setið heima og velt fyrir sér hvort maður eigi að skella sér á óperu í new york, tónleika í Berlín eða leiksýningu á West end. 72 samtÍminn 26.–28. apríl 2013 17. tölublað 4. árgangur

ókeypis

Einvígi

 Úttekt alþingiskosningarnar á laugardag

Barnalæknir opnar búð Guðrún Scheving Thorsteinsson saknaði uppáhaldsbúðarinnar sinnar Dægurmál 78

Drengur missir ríkisfang Þórarinn Leifsson skrifar leikritið Útlenski drengurinn Dægurmál

78

ræðumaður Íslands

Teikning/Hari

Sigríður María er hestakona og útivistarmanneskja

Dægurmál

76

síða 18

SÍA

110613

GÖNGUGREINING FLEXOR PIPAR \ TBWA

K o s n i n g a r Í FréttatÍmanum Í dag: a l lt u m k o s n i n g av ö k u r n a r – s m á r é t t i r F y r i r k o s n i n g a pa r t Í i ð – l Í k l e g u s t u r á ð h e r r a r n i r

með eitt nýra og stálhnefann á lofti

TÍMA PANTAÐU

517 3900

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 26.-28. apríl 2013

 SkipulagSmál Íbúar Í hverfum borgarinnar koma með hugmyndir

Börnin skipuleggja hverfið sitt Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is

Börn í Hlíðum og Breiðholti á aldrinum 9-10 ára hafa sett fram í máli og myndum hvernig þau vilja bæta hverfin sín. Brátt munu börn í öðrum borgarhlutum taka þátt í samskonar verkefni sem er liður í hverfisskipulagsvinnu sem senn hefst í átta hlutum Reykjavíkurborgar. Vinna barnanna í Hlíðum og Breiðholti var því eins konar þjófstart. Í hverfisskipulaginu verður leitað til íbúa hverfanna um hugmyndir og þar verður

byrjað á börnunum. Hildur Gunnlaugsdóttir, hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að sérstaklega verði vandað til samráðsins. Á kortum af hverfinu merkja börnin meðal annars inn hvar þau búa og hvar þau leika sér. „Þarna sést mikill munur á því hvert börnin fara ein að leika sér og hvert þau fara með foreldrum sínum,“ segir hún. Hugmyndir barnanna voru fengnar þannig að Hugrún Þor-

steinsdóttir, arkitekt og kennari, fór í frístundamiðstöðvar og ræddi við þau. „Leiðbeinendurnir höfðu í fyrstu áhyggjur af því að börnin myndu ekki nenna þessu en þau voru mjög spennt og áhugasöm,“ segir Hildur. Hvers konar hugmyndir sem tengjast leik eru áberandi. „Í Hlíðunum þar sem mikið er um græn svæði vilja börnin gjarnan sjá stærri tré til að klifra í. Ævintýramennska er þarna áberandi,“ segir Hildur.

Sýning á hugmyndum barna um framtíðarskipulag í Hlíðum og Breiðholti stendur nú yfirí þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni og var sett upp í tengslum við Barnamenningarhátíð. Ljósmynd/Hugrún Þorsteinsdóttir

 koSningar ÍSlendingar ytr a geta lent Í vandr æðum með að kjóSa

Aukið atvinnuleysi Samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar hefur atvinnuleysi aukist um 1,7% á milli mánaða. Atvinnuleysi í febrúar mældist 4,7 % en í mars voru 6.8% án atvinnu. Í mars 2012 var atvinnu-

leysi meðal karla 9% miðað við 7,4% nú. Fyrir ári voru 6,2% kvenna án atvinnu en eru nú er hlutfallið 5,9%. Heildaratvinnuleysi í mars 2012 var 7,5% og hefur því minnkað um 0,7% milli ára. Fjöldi

starfandi fólks í mars var 167.100 en í febrúar var fjöldinn 170.000. Samkvæmt árstíðarleiðréttingu jókst atvinnuleysi um 1,7% á milli febrúar og mars en hlutfall starfandi fólks minnkaði um 1,2%.

Ingólfur Júlíusson látinn

Glaðlegi víkingurinn Ingólfur Júlíusson fæddist þann 4. maí 1970 og lést 22. apríl 2013.

Ingólfur Júlíusson, fréttaljósmyndari og margmiðlunarhönnuður með meiru, lést aðfararnótt mánudags eftir stutta en erfiða baráttu við bráðhvítblæði. Ingólfur greindist með meinið í október og fór þá strax í lyfjameðferð sem skilaði ekki árangri. Við tóku tvær meðferðir til viðbótar sem skiluðu ekki árangri og í ársbyrjun var meðferð hætt. Ingólfur lét þó ekki bugast og horfði bjartsýnn frá á veginn og sagði þetta um veikindin í viðtali við Fréttatímann í febrúarlok : „Ég nýt þess bara að vera til, ógeðslega grannur og hef það bara gott. Ég meina þetta fer eins og það fer og ég geri mitt til að grasa þetta og svona. Kannski þrauka ég en ef maður fer þá fer maður bara.“ Ingólfur var annálað ljúfmenni, alltaf glaður og í góðu skapi og skildi eitthvað gott og fallegt eftir í hjörtum allra sem nutu þeirrar gæfu að kynnast honum. Hann var sjálfum sér líkur fram á síðasta dag og verður víða sárt saknað, jafn vinsæll og vinamargur og hann var. Ingólfur var viðloðandi Fréttatímann frá stofnun blaðsins. Tók þátt í umbroti fyrsta tölublaðsins og stökk reglulega til í afleysingar þar til veikindin fóru að hrjá hann. Vinir og vinnufélagar Ingós ylja sér nú við minningar um ótal skemmtilegar vinnustundir með þessum fallna félaga sem kvaddi allt og fljótt og senda Monicu Haug, dætrum þeirra Ingólfs Hrafnhildi og Söru og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. -þþ

bakaðar kjúklingabringur Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is

Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bjó í Bandaríkjunum í tíu ár og þekkir því af eigin raun hversu erfitt getur verið að koma atkvæði sínu til kjördeildar á Íslandi.

Kjörseðill á ferðalagi Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur auglýsti á Facebook að hún gæti tekið að sér að koma kjörseðlum frá Danmörku til Íslands. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og kemur hún fjölda atkvæða til skila, sumum frá bláókunnugu fólki. Eitt atkvæðið fer í gegnum þrjá milliliði áður en það ratar í kjörkassann.

Þ

Mér datt í hug að liðsinna þeim sem væru í vandræðum.

etta verða líklega um tuttugu atkvæði. Ég er þegar komin með sjö í hendurnar,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur sem kemur til Íslands á föstudag með atkvæði Íslendinga í Danmörku. Tæplega þrettán þúsund Íslendingar á kjörskrá eiga lögheimili erlendis. Þeim hefur fjölgað um allt að þriðjung frá síðustu kosningum. Flestir eru Íslendingarnir á Norðurlöndunum, þar af ríflega þrjú þúsund í Danmörku. Silja Bára bjó sjálf í Bandaríkjunum í áratug þegar hún var í námi og þekkir því af eigin raun hversu erfitt getur verið að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Lengst keyrði ég frá Portland í Oregon til Seattle, líklega um sex- til sjöhundruð kílómetra ferð báðar leiðir,“ segir hún. Íslendingar erlendis geta kosið hjá ræðismanni eða í sendiráði. Kjósi þeir tímanlega geta þeir sent atkvæðið í pósti til Íslands. Þeir sem gera seint upp hug sinn, eða hreinlega gleyma að kjósa, þurfa stundum að fara krókaleiðir. „Mér datt í hug að liðsinna þeim sem væru í vandræðum og auglýsti á Facebook að ég væri á heimleið daginn fyrir kosn-

ingar og gæti tekið með mér atkvæði,“ segir Silja Bára. Viðbrögðin voru mikil og henni komið í samband við nokkra bláókunnuga einstaklinga sem vildu taka þátt í alþingiskosningunum. „Mér finnst ég vera að taka þátt í lýðræðinu með þessu. Ég veit að sumir ætluðu að sleppa því að kjósa því þeir héldu að þeir yrðu of seinir,“ segir hún. Eitt atkvæðið ferðast þó öllu meira en önnur. Þar er um að ræða atkvæði konu sem Silja Bára þekkir ekki neitt. Sú ætlar að fara með atkvæðið sitt til Kaupmannahafnar, til vinkonu Silju Báru. Þangað sækir Silja Bára atkvæðið áður en hún fer í flug á föstudag og fer með það til Reykjavíkur þar sem bróðir kjósandans tekur við því. Bróðirinn fer síðan með atkvæðið á sinn stað, í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er mikið ferðalag,“ segir hún. Önnur atkvæði fer hún með til sýslumanns í utankjörfundaratkvæðagreiðsluna. Sjálf kýs Silja Bára síðan á laugardag eins og flestir. „Ég var að hugsa um að kjósa líka utan kjörfundar og svo aftur á kjördag til að fá meira vægi en það virkar víst ekki alveg þannig,“ segir hún kímin. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


TRYGGJUM ÖGMUNDI ÞINGSÆTI Á Alþingi þurfum við þingmenn sem eru sjálfum sér samkvæmir. Þora að standa og falla með sannfæringu sinni og þeim loforðum sem þeir hafa gefið kjósendum. Ögmundur Jónasson hefur margoft sýnt að hann er þannig maður.

Hann er öflugur og óþreytandi baráttumaður fyrir jöfnuði og hagsmunum almennings. Hann hefur barist fyrir náttúruvernd. Hann hefur staðið með lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Hann hefur beitt sér af festu til að uppræta kynferðisofbeldi. Hann vill tryggja innlend yfirráð yfir íslensku landi og þjóðaraeign á auðlindum. Hann hefur alltaf varið velferðarkerfið. Hann hefur sem ráðherra aukið veg beins lýðræðis. Hann hefur þorað að taka umræðu þar sem aðrir hafa þagað.

SETJUM X VIÐ V OG TRYGGJUM ÖGMUNDI JÓNASSYNI ÞINGSÆTI!

ÖGMUNDUR JÓNASSON

1. SÆTI SUÐVESTURKJÖRDÆMI

FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU


4

fréttir

Helgin 26.­28. apríl 2013

veður

föstuDagur

laugarDagur

sunnuDagur

Víða kalsasamt á kjördag Enn er bið á vorlegra veðri. Í kvöld og nótt er spáð vætu með hlýnandi veðri um stund. Skil fara austur yfir landið og á morgun, kjördag er útlit fyirr strekkings V­ átt á landinu með skúrum eða slyddu­ éljum um vestanvert landið. á fjallvegum, einkum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, verður vetrarveður með hríð og skafbyl. Eystra mun sjást til sólar. útlit er fyrir talsvert NA­ kast á sunnudag með snjókomu N­ og A­til.

-4

-1

-3

1

4 1

Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

3

2

4

-1

-2

0

1 5

3

Kalt, En Hlýnar mEð rigningu og slyDDu V-til í KVölD.

allHVöss V-átt og rigning Eða sKúrir. snjóKoma á fjallVEgum nV-til.

gEngur í HVassa na-átt mEð snjóKomu og fjúKi n- og na-til.

HöfuðborgarsVæðið: S­HVASSVIrðI oG rINGING Í KVÖLd.

HöfuðborgarsVæðið: STrEKKINGSVINdUr oG SKúrIr.

HöfuðborgarsVæðið: N­áTT oG KóLNANdI. Að MESTU úrK.LAUST.

 Dýr avelferð Yfir 200 kÍlóa naut alin á 1,8 fermetrum

Naut alin í miklum þrengslum í fjósum Aðbúnaður nautgripa til kjötframleiðslu á hefðbundnum búum á Íslandi sviptir dýrin möguleikum til að uppfylla margar af sínum náttúrulegu þörfum, að mati Önnu Berg Samúelsdóttur, bútækni­ fræðings og meistaranema. Samkvæmt reglugerð skal stíustærð nauta yfir 220 kílóum ekki vera minni en 1,8 fermetrar. Til samanburðar skal hvert leikskólabarn hafa 7 fermetra hreyfirými. Áhugi er meðal kúabænda á að auka hreyfirými nautgripa.

Kaupmáttur eykst Kaupmáttur launa hefur aukist á síðustu mánuðum vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og styrkingar krónunnar. Nemur kaupmáttaraukningin frá áramótum 1,9%. Hagstofan birti fyrr í vikunni launavísitölu fyrir mars, ásamt afleiddum vísi­ tölum. Vísitalan hækkaði um 1,3% en í mánuðinum kom til framkvæmda kjarasamn­ ingsbundin hækkun á launum opinberra starfsmanna. Launavísitalan hefur hækkað um 4% frá ársbyrjun. Stærstur hluti þeirrar hækkunar er til kominn vegna 3,25% kjarasamningsbundinnar hækkunar stærstu launþegahópa í febrúar og mars. Kaup­ máttur launa mælist nú svipaður og hann var á 2. ársfjórðungi 2006. ­ jh

Samdráttur tekna tæplega 15 prósent Marel birti fyrr í vikunni uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2013. „Uppgjör þetta verður að teljast óviðunandi fyrir stjórn­ endur og eigendur félagsins,“ segir Greining Íslandsbanka. Tekjur félagsins á ársfjórðungnum námu 158 milljónum evra, um 24 milljörðum króna, sem er samdráttur upp á tæplega 15% frá sama tímabili í fyrra. „EBIT­ framlegð félagsins var 6,5% af tekjum en var 11,4% á sama tímabili í fyrra og er því víðsfjarri mark­ miðum stjórnenda sem hljóða upp á að hlutfallið sé í kringum 10­12%.“ Hlutabréf félagsins lækkuðu í kjölfar þess að upp­ gjörið var birt. „Staða pantanabókar félagsins hefur lækkað frá sama tímabili í fyrra og nemur lækkunin yfir 20%. Borið saman við stöðu pantanabókarinnar í lok 4. ársfjórðungs 2012 þá hefur staðan batnað, en hafa

verður í huga við þann samanburð að í lok ársins 2012 var pantanastaðan í lægstu stöðu síðan í upphafi ársins 2011. Upphafsstaða pantanabókarinnar um síðustu áramót skýrir að hluta hinn mikla tekjusamdrátt sem er hjá félaginu á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Greiningin enn fremur. Þar kemur einnig fram að Marel hefur breytt tekjuspá sinni með þeim hætti að nú er miðað við að velta félagsins nái einum milljarði evra árinu 2017, en áður var stefnt að ná þessu takmarki á árinu 2015. Gróft reiknað jafngildir þetta yfir 10% vexti tekna á ári, fram til ársins 2017. „Í ljósi þróunarinnar undanfarið,“ segir Greining Íslandsbanka, „má segja að hér sé um mjög metnaðarfullt markmið að ræða.“ ­ jh

KOSNINGAR TILBOÐ Gashella

69.900

Er frá Þýskalandi

Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

www.grillbudin.is

FJÖLDI GRILLA Á KOSNINGA TILBOÐI

Nautgripastía með meira hreyfirými en reglugerð kveður á um.

Í

rannsókn meistararitgerðar Önnu Lóu Sveinsdóttur frá árinu 2010 á tuttugu og tveimur búum hérlendis kom í ljós að ekkert búanna uppfyllti öll skilyrði reglugerðar um aðbúnað nautgripa. Samkvæmt reglugerðinni skal nautgripur yfir 220 kílóum hafa 1,8 fermetra svæði. Rannsókn Önnu Lóu leiddi í ljós að á rúmlega 70% nautabúanna voru nautgripir í minni stíum. Til samanburðar má nefna að samkvæmt reglugerð um leikskóla (nr. 438/2002) skal hvert leikskólabarn hafa að minnsta kosti 7 fermetra hreyfirými. „Graðnautum er ekki heimilt að dvelja utandyra eftir sex mánaða aldur og fullri sláturstærð ná þau ekki fyrr en um átján til tuttugu og tveggja mánaða. Þessar skepnur þurfa því að dvelja innandyra á 1,8 fermetrum í tólf til sextán mánuði,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, bútæknifræðingur og meistaranemi. Anna Berg hefur efasemdir um að 1,8 fermetrar séu nægilega mikið pláss fyrir nautgrip til að geta sinnt grunnþörfum sínum og hreyft sig á eðlilegan hátt. Því telur Anna Berg mikilvægt að aðstaða nautgripanna innandyra verði tekin til endurskoðunar og tekið meira tillit til velferðar dýranna. Nautum er það eðlilegt að eyða mestum tíma í að leita matar og jórtra. Frítíma nota þau svo í samveru svo sem að hnoðast hvert í öðru. Anna Berg segir augljóst að kostnaðarsamara sé fyrir bændur að hafa allar aðstæður fyrir sína nautgripi til fyrirmyndar.

„Ef niðurgreiðslur til bænda duga ekki svo þeir geti veitt sínum dýrum bærilegra uppeldi þarf ef til vill að endurskoða opinbera styrki til landbúnaðar,“ segir Anna Berg. Að sögn Sigurðar Loftssonar, formanns stjórnar Landsambands kúabænda, leiddi viðhorfskönnun meðal þeirra í febrúar síðastliðnum í ljós aukinn áhuga meðal kúabænda á að stækka rými og bæta aðbúnað nautgripa. Sigurður segir greinina hafa verið í erfiðri fjárhagslegri stöðu undanfarin ár þó afkoman hafi farið batnandi síðust misseri en að aukin framlög ríkisins til uppbyggingar aðstöðu myndu hjálpa mikið við að bæta aðbúnað nautgripa. Oft séu nautgripir í gömlum fjósum sem byggð voru samkvæmt eldri kröfum og slíku sé kostnaðarsamt að breyta. Nokkur nautabú á Íslandi bjóða nautum sínum upp á fyrirmyndar aðstæður. Þessi bú selja afurðir sínar þó undir sömu merkjum og þau sem ala nautgripi við síðri aðbúnað því afurðastöðvar skilgreina bú ekki eftir aðbúnaði. Anna Berg nefnir sem dæmi að í Danmörku geti bændur með góðan aðbúnað nautgripa aðgreint sínar vörur með vottun, til dæmis frá Dýraverndarsambandi Danmerkur. Verið er að þróa þá hugmynd hér á landi. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


ALWAYS A BETTER WAY

Nú eru allir Hybrid bílar á sumartilboði

GRÆ

NIR

BÍLA

R

YARIS HYBRID

AURIS HYBRID

Eyðsla í blönduðum akstri frá 3,5 l/100 km

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 63902 04/13

Eyðsla í blönduðum akstri frá 3,8 l/100 km

PRIUS

Eyðsla í blönduðum akstri frá 3,9 l/100 km

PRIUS +

Eyðsla í blönduðum akstri frá 4,1 l/100 km

PRIUS PLUG-IN

Eyðsla í blönduðum akstri frá 2,1 l/100 km

Gleðilegt sumar. Með hækkandi sól bjóða allir viðurkenndir söluaðilar Toyota Hybrid bíla á sérstöku tilboðsverði. Komdu í heimsókn, finndu Hybrid bíl sem hentar þér og lækkaðu bensínkostnaðinn svo um munar. Við hlökkum til að sjá þig.

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

Ti lb til oði 17 ð g . m il aí dir .

Kíktu á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi


6

fréttir

Helgin 26.-28. apríl 2013

 Umferðaröryggi ekki gert r áð fyrir gangandi vegfarendUm við Bæjarhr aUn

Erfitt aðgengi að skrifstofu sýslumannsins í Hafnarfirði Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is

Hvorki er að finna gangstéttir né gangbrautir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur við götuna Bæjarhraun í Hafnarfirði. Skrifstofa sýslumannsins í Hafnarfirði og ýmis fyrirtæki eru við Bæjarhraun og þangað sækir fólk margvíslega þjónustu. Bæjarhraun er tvístefnugata og er hámarkshraði þar fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ hefur skipulags- og byggingasvið unnið tillögu að deiliskipulagi sem bæta myndi öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda til muna. Tillagan felur í sér að gerður verði 3.5 metra breiður stígur meðfram götunni sem tengist hjólastíg til Garðabæjar til norðurs en íþróttasvæði FH í

Kaplakrika til suðurs. Í tillögunni kemur fram að samkvæmt aðalskipulagi sé gatan Bæjarhraun á óbyggðu svæði og liggi meðfram iðnaðar- og athafnasvæði. Þar sé mikil bílaumferð en fáar gönguleiðir. Hljóti tillagan hljómgrunn er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta sumar. Að sögn Magnúsar Jenssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, er það hugarfar ríkjandi á Íslandi að eðlilegt sé að fara allra sinna ferða á bíl. Að mati Magnúsar vantar víða gangbrautir og stíga svo gangandi og hjólandi vegfarendur séu öruggir. „Það er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir því að fólk fari allra sinna ferða á bíl og að gangandi og hjólandi þurfi sífellt að víkja fyrir akandi umferð,“ segir Magnús.

Hættulegt getur verið að ganga til sýslumannsins í Hafnarfirði.

 Skólamál aðferðir hjallaStefnUnnar gegn einelti

Saman getum við unnið að réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir heimilin í landinu

Andrea Ólafsdóttir

Einelti og ofbeldi getur ekki þrifist nema fullorðnir samþykki það á einhvern hátt. Margrét Pála Ólafsdóttir, Magga Pála, leggur áherslu á að fólk gefist aldrei upp gagnvart því að öll börn njóti sín í því umhverfi sem þeim er boðið upp á.

• Margar gerðir og • Margar gerðir ogstærðir stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar ••Margar gerðir og stærðir Val um liti á setlaugum • Hitastýringar fyrir setlaugar • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar Líttu við á heimasíðu okkar • Val•www.normx.is um liti áogsetlaugum Hitastýringar fyrir setlaugar kynntu þér úrvalið!

•Framleiddar Val um litifyrir á setlaugum íslenskar aðstæður

Líttu við á heimasíðu okkar Líttu við og á heimasíðu www.normx.is kynntuokkar þér úrvalið! www.normx.is og kynntu þér úrvalið!

Framleiddar fyrir aðstæður Setlaugar Framleiddar fyrir íslenskar íslenskar aðstæður

Einelti er vöntun á góðum aðstæðum Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segir að einelti sé ekki sjálfstætt vandamál heldur vöntun á að fullorðnir taki sína ábyrgð því einelti og ofbeldi getur ekki þrifist nema fullorðnir samþykki það á einhvern hátt. Örfá dæmi eru um einelti í 20 ára sögu Hjallastefnunnar því lögð er áhersla á að aðstæður sem fyrirbyggja einelti.

e

Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899

Setlaugar

Setlaugar

Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899

Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899

Sérblöð Fréttatímans Sérblöð Fréttatímans eru vönduð og auglýsingar í þeim skila auglýsendum árangri enda er Fréttatíminn lesin af um 109.000 manns um hverja helgi, en ekki bara flett við morgunverðarborðið. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í sérblöðin þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is

Fylgstu með - láttu sjá þig!

Ég nota ekki hugtökin gerendur og þolendur því einelti er slys vegna slæmra aðstæðna, eftirlitsleysis og vöntunar á kennslu og hjálp í samskiptum. Allir sem eru á staðnum þar sem einelti fer fram eru staddir í slysinu og sitja í súpunni. Ég neita að kalla barn geranda í slíku máli.

ngar frímínútur eru í skólum sem reknir eru undir merkjum Hjallastefnunnar því vitað er að mikið ofbeldi fer fram í frímínútum og þær gróðrastía fyrir einelti, að sögn Margrétar Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar. Þess í stað skreppa kennarar út með nemendum sínum. Matmálstímar geta einnig verið viðkvæmur tími og því borða kennarar með nemendum inni í sinni stofu. Innan skóla Hjallastefnunnar eru þannig allar aðstæður skapaðar til að koma í veg fyrir að einelti geti átt sér stað, að sögn Margrétar Pálu. Aðferðir hennar virðast virka því aðeins örfá dæmi eru þar sem upp hefur komið einelti í 20 ára sögu Hjallastefnunnar, segir hún. Þegar nemendur fara í sund og íþróttir fylgja kennarar þangað. Daglega fá nemendur að velja sér viðfangsefni úti eða inni eftir sínu áhugasviði og er þá tryggt að aldrei sé meira en þriðjungur barnanna úti í frjálsu vali og alltaf undir eftirliti kennara. „Með þessu móti eru börnin undir mjög skýru eftirliti og aðstæðurnar gerðar þannig að þær hámarki líkur á góðum samskiptum,“ segir Magga Pála. Innan Hjallastefnunnar hefur hver kennari umsjón með tólf til átján börnum og ekkert kennaraborð er til staðar heldur er kennarinn staðsettur á meðal barnanna. Þessi nálægð kennarans við börnin minnkar líkurnar á að kennari taki ekki eftir neikvæðum samkiptum. Vináttuþjálfun og kennslu í umburðarlyndi og aga er fléttað saman við aðra kennslu og skilar það sér

í betri samskiptum nemenda á milli. Það er skoðun Möggu Pálu að enginn ætli sér illt, heldur séu það rangar aðstæður sem bjóði upp á einelti. Hugtökin gerendur og þolendur eru ekki notuð innan Hjallastefnunnar, heldur er alltaf talað um hlutaðeigandi. „Ég nota ekki hugtökin gerendur og þolendur því einelti er slys vegna slæmra aðstæðna, eftirlitsleysis og vöntunar á nógu mikilli kennslu og hjálp í samskiptum. Allir sem eru á staðnum þar sem einelti fer fram eru staddir í slysinu og sitja í súpunni. Ég neita að kalla barn geranda í slíku máli. Þess vegna nota ég orðið hlutaðeigandi. Rétt eins og þegar skriðufall verður úr fjallshlíð. Það er engum að kenna en mjög óheppilegt að vera staddur þar,“ segir Magga Pála af miklum sannfæringarkrafti. „Við Hjallastefnufólk rýnum í allar aðstæður og skoðum hvort þær virki. Ef svarið er nei þá verðum við að breyta og þá breytum við þangað til við náum árangri. Þar kemur líka sú hugmynd Hjallastefnunnar að einelti sé ekki sjálfstætt vandamál heldur vöntun á að fullorðnir taki sína ábyrgð því einelti og ofbeldi getur ekki þrifist nema fullorðnir samþykki það á einhvern hátt,“ segir Magga Pála sem leggur mikla áherslu á að fólk gefist aldrei upp gagnvart því að öll börn njóti sín í því umhverfi sem þeim er boðið upp á. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


ÍSLENSKA SIA.IS DAS 63218 04/13

Nýtt happdrættisár framundan

SEX VW BJALLA! Sex sinnum á happdrættisárinu verður dregin út Volkswagen Bjalla, sportlegur lúxusbíll, 5 milljóna virði.

MILLJÓNAVINNINGAR

7×6 milljónir og 39×4 milljónir Fjórtán 3 milljóna króna og sjötíu og átta 2 milljóna króna vinningar á einfaldan miða.

Alls er dregið um 50 þúsund vinninga á árinu. Miðaverð 1.300 kr. á mán. fyrir einfaldan miða.

Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757.

5 MILLJÓNIR KRÓNA Í SKOTTINU á tvöfaldan miða ST YR KT U M ÁL EF NI AL DR AÐRA

eða 10 milljónir í peningum.


8

fréttir

Helgin 26.-28. apríl 2013

 sAMningur innAnríkisr áðuneytið

Rauði krossinn veitir hælisleitendum aðstoð Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is

Samningur milli innanríkisráðuneytisins og Rauða krossins um aðstoð og þjónustu við hælisleitendur var undirritaður í vikunni, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Samningurinn hljóðar upp á þrjár milljónir og gildir til næstu áramóta en þá er stefnt að endurskoðun hans. Samningurinn er liður í átaksverkefni sem ríkisstjórnin efndi til í mars síðastliðnum vegna aukins fjölda hælisleitenda.

Samningurinn felur í sér að Rauði krossinn veiti hælisleitendum aðstoð og þjónustu. Sú aðstoð felst meðal annars í hlutlausri og óháðri hagsmunagæslu, reglulegu samráði og samstarfi við stjórnvöld, viðtalstímum, heimsóknarþjónustu, fataúthlutun, félagsstarfi og fleira. Fjöldi hælisumsókna jókst um 66% á milli áranna 2011 og 2012. Frá áramótum hefur 81 sótt um hæli á Íslandi. Vegna þessarar aukningar

hefur málsmeðferðartími lengst. Í mars síðastliðnum efndi ríkisstjórnin til tímabundins átaks til að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna og tryggja búsetu og aðbúnað hælisleitenda. Ráðinn hefur verið verkefnastjóri yfir átakinu og starfsmönnum fjölgað tímabundið hjá innanríkisráðuneyti og Útlendingastofnun. Samningurinn er liður í því átaki.

Samningurinn er liður í átaksverkefni sem ríkisstjórnin efndi til í mars síðastliðnum vegna aukins fjölda hælisleitenda.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

 Menntun Afsprengi LungA hátíðArinnAr

Stofna lýðháskóla á Seyðisfirði Lýðháskóli mun taka til starfa á Seyðisfirði í byrjun næsta árs. Kennslan verður byggð á hinni klassísku lýðháskóla hugmyndafræði Grundtvig frá miðri 19. öld þar sem áhersla er lögð á að örva vitsmunalíf nemenda og þeir undirbúnir fyrir lífið. Auk þess sækir skólinn innblástur í LungA hátíðina og Kaospilot skólann í Árósum í Danmörku. Mikill stuðningur ríkir í samfélaginu.

V

ið byrjum á því að opna fyrir 35 nemendur og erum í samstarfi við gistihúsin á svæðinu þar sem heimavistin verður. Þannig getum við nýtt það sem er til staðar og styrkt núverandi rekstur fyrirtækja,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn aðstandenda Lungaskólans. Aðalbækistöðvar Lungaskólans verða í félagsheimili Seyðisfjarðar en starfsemin verður meðal annars í samstarfi við Listaháskólann,

Seyðisfjarðarbæ, Kaospilot skólann í Árósum í Danmörku, Skaftfell og Tækniminjasafnið á Seyðisfirði, svo margir koma að verkefninu.

Afsprengi Listahátíðar unga fólksins

Að sögn Bjartar þróaðist hugmyndin um skólann í framhaldi af LungA, Listahátíð unga fólksins, sem haldin hefur verið árlega frá árinu 2000 og verið vel sótt af ungu fólki alls staðar að úr heiminum.

Saman getum við tryggt arð af auðlindum og haldið þeim í þjóðareigu

Guðrún Dadda Ásmundardóttir

Nemendur Lungaskólans munu geta valið um að stunda nám í eina eða tvær annir og verður kennslan þannig upp byggð að nemendur ljúka fimm námskeiðum á önn og hvert námskeið stendur yfir í tvær til þrjár vikur. „Haldin verða námskeið með listamönnum sem eru að fást við spennandi hluti sem koma til með að dvelja í styttri tíma á Seyðisfirði. Þar sem námskeiðin verða stutt verður auðveldara að fá stærri listamenn, alls staðar að úr heiminum, til að koma,“ segir Björt. Einnig verður boðið upp á fyrirlestra og minni námskeið. Á hinum Norðurlöndunum er rík hefð fyrir starfsemi lýðháskóla en Lungaskólinn verður sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Aðstandendur skólans sjá fyrir sér að stofnun skólans muni laða ungt fólk til Seyðisfjarðar og auðga þannig mannlíf í bænum. Námið er bæði ætlað þeim sem hyggja á frekara listnám og öðrum – aðalatriðið er að fólk sé fullt lærdómslöngunar og opið fyrir óvæntum áskorunum. Skólinn er ætlaður fólki átján ára og eldra.

Vinna með sjálfsmyndina

Að sögn Bjartar byggist hugmyndafræði Lungaskólans á því að menntun sé þróun. „Fyrir okkur er menntun ekki aðeins þróun á hæfileikum og akademískri þekkingu heldur líka þróun manneskjunnar sem heildar. Því þykir okkur svo mikilvægt að vinna með sjálfsmynd

„...menntun er ekki aðeins þróun á hæfileikum og akademískri þekkingu heldur líka þróun menneskjunnar sem heildar. Því þykir okkur svo mikilvægt að vinna með sjálfsmynd nemenda og þann kraft sem innra með þeim býr.“

Björt Sigfinnsdóttir undirbýr nú, ásamt fleiri, stofnun Lungaskólans á Seyðisfirði. Fyrstu nemendurnir hefja nám í byrjun næsta árs. Ljósmynd/Hari

nemenda og þann kraft sem innra með þeim býr. Sá kraftur er grunnurinn að öllu því sem við framkvæmum. Þessi kraftur snýst líka um að fólk geti látið hugmyndir sínar verða að veruleika. Markmiðið er að verkefni nemenda Lungaskólans hjálpi þeim að kynnast sjálfum sér betur og þekkja veikleika sína og styrkleika." Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans, lunga.is Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

www.volkswagen.is

Volkswagen Caddy

Góður vinnufélagi Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metanvélum frá framleiðanda.

Caddy* kostar aðeins frá

3.090.000 kr. ( 2.642.151 kr. án vsk)

*Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós.

Fæst einnig fjórhjóladrifinn

Til afgreiðslu strax

Atvinnubílar

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins

Það er kominn tími á breytingar

Við viljum að á hverju ári héðan í frá geti fólk litið til baka og sagt að það hafi það betra en í fyrra. Þetta er vel mögulegt.

Við ætlum að hækka ráðstöfunartekjur heimilanna með raunhæfum lausnum á skuldavandanum, lækkun skatta og öflugra atvinnulífi.

Á morgun getur Ísland tekið nýja og betri stefnu. Sjálfstæðisflokkurinn

NÁNAR Á 2013.XD.IS


10

fréttir

Helgin 26.-28. apríl 2013

 NeyteNdamál ávextir og gr æNmeti hækk a mest

Matvara hefur hækkað umfram  13% verðlag frá hruni

Heill frosinn kjúklingur, kg

m

atvælaverð hefur hækkað um 10 prósent umfram verðlagshækkun frá því fyrir hrun ef tekið er mið af tölum frá Hagstofu Íslands. Fréttatíminn uppreiknaði vöruverð á öllum helstu matvælum miðað við vísitölu neysluverðs og komst að því að íslenskar landbúnaðarvörur og kornvara hefur almennt lækkað í verði frá því á árinu 2007. Nær allt kjötmeti hefur lækkað að undanskildum kjúklingi. Grænmeti og ávextir hafa almennt hækkað í verði. Miðað var við verð vörutegunda í febrúar 2007 og í sama mánuði á þessu ári. Mest er hækkunin á perum, 58 prósent, epli hafa hækkað um 51 prósent og kartöflur um 45 prósent. Mesta lækkunin er á rjómasúkkulaði, 49 prósent og tekex hefur lækkað um 40 prósent, miðað við tölur Hagstofunnar.

 27% kaffi, innlent, kg

 51% epli, kg

 2%

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

HeilHveitibrauð, kg

 14%

 24%

laukur, kg

appelsínur, kg

74,6% ... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Verð 2007 Hveiti, kg

Mismunur í prósentum

138

148

8

277

424

484

14

Hrísgrjón, kg

241

369

412

12

Strásykur, kg

131

200

246

23

Kaffi, innlent, kg

964

1474

1.876

27

Heilhveitibrauð, kg

289

442

433

-2

Cornflakes, kg

634

970

924

-5

Dilkakjöt, læri, kg

1.154

1765

1.358

-23

Svínakjöt, kótelettur, kg

1.247

1907

1.454

-24

457

699

792

13

Nautakjöt, hakkað, kg

1.101

1.684

1.343

-20

Ýsuflök fersk, kg

1.036

1.585

1.536

-3

80

122

121

-1

254

388

400

3

Heill frosinn kjúklingur, kg

Skyr, kg

HELGAR BLAÐ

Verð 2013

Haframjöl, kg

Nýmjólk, l

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

90

2007 uppreiknað á núgildandi verðlag

Ostur 26%, kg

993

1519

1.408

-7

Egg, kg

440

673

669

-1

Smjör, kg

440

673

673

0

Kartöflur, kg

86

132

191

45

Tómatar, kg

215

329

416

27

70

107

92

-14

Laukur, kg Epli, kg

130

199

300

51

Appelsínur, kg

118

180

223

24

Bananar, kg

160

245

275

12


Við horfðumst í augu við vandann og tókum á honum Nú horfumst við í augu við tækifærin og nýtum þau! Sköpum ný verðmæti til lausnar á vanda heimilanna Leyfum atvinnulífinu að blómstra og tryggjum vel launuð störf Treystum þjóðinni til að ákveða hvort Ísland gengur í ESB Jafnaðarmenn stöndum saman! Nánar á xs.is


12

viðskipti

Helgin 26.-28. apríl 2013

 HAgstofAn ÁstAndið sVipAð MeðAltAli eVrópusAMbAndsríkjAnnA

Óleiðréttur launamunur kynjanna 18,1 prósent Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi reiknaður samkvæmt aðferðafræði evrópsku hagstofunnar Eurostat var 18,1% árið 2012, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Munurinn var 18,5% á almennum vinnumarkaði en 16,2% hjá opinberum starfsmönnum. Frá árinu 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi og var lægri árið 2012 en 2008. Á almennum vinnumarkaði fór launamunurinn lækkandi til ársins 2010 en hækkaði aðeins árið 2011. Óleiðréttur launamunur hjá opinberum starfs-

mönnum lækkaði allt tímabilið. Útreikningar á óleiðréttum launamun kynjanna byggja á aðferðafræði launarannsóknar evrópsku hagstofunnar. Sú rannsókn er framkvæmd á fjögurra ára fresti, síðast árið 2010. Í evrópskum samanburði var óleiðréttur launamunur á Íslandi sá níundi hæsti árið 2010 í samanburðarhópum eða tæplega 18%. Það er svipaður launamunur og að meðaltali í Evrópusambandinu. Hlutfall yfirvinnustunda af greiddum stundum var hæst á Íslandi árið 2010 en hlutfallið var 10% hjá ís-

 Vífilfell MAnnAuðsdeild til leigu

lenskum körlum og 5% hjá konum. Við útreikning er stuðst við mánaðarlaun í októbermánuði á hverju ári. Reiknað er tímakaup karla annars vegar og kvenna hins vegar og mismunur þess sem hlutfall af heildartímakaupi karla er túlkað sem óleiðréttur launamunur. Hagstofan segir að launamunurinn sé skilgreindur sem óleiðréttur þar sem ekki er tekið tillit til skýringarþátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga. Dæmi um slíka skýringarþætti eru starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. -jh

% 25

Óleiðréttur launamunur eftir launþegahópi 2008-2012

20 15 10 5 0

2008

 Alls

2009

2010

2011

2012

 Almennur vinnumarkaður  Opinberir starfsmenn

Ekki er tekið tillit til þátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga, starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. Heimild/Hagstofan

 MAtVælAVerð fuglA- og sVínAbændur gAgnrýnA MÁlflutning sVþ

Attentus stýrir mannauðsmálum Vífilfell og Attentus – mannauður og ráðgjöf hafa gert með sér samning um að sérfræðingar Attentus stýri starfsmannamálum hjá Vífilfelli hf. á Íslandi sem mannauðsdeild til leigu, að því er fram kemur í tilkynningu. Markmiðið Guðríður Sigurðardóttir, Inga Björg Hjaltaer að Vífilfell fái bestu mögulega dóttir, Árný Elíasdóttir og Ingunn Björk þjónustu og ráðgjöf í mannauðsVilhjálmsdóttir, ráðgjafar hjá Attentus, Árni stjórnun. Með samstarfinu vill Stefánsson forstjóri Vífilfells og Þóra G. ÞórisVífilfell sjá mannauðsmál sem enn dóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs. öflugri þátt í að ná markmiðum fyrirtækisins. Vífilfell er markaðs- og þjónustufyrirtæki sem starfar fyrst og fremst á sviði drykkjarvöru. Fyrirtækið stefnir að því að auka frekar vöruval innanlands, þá einkum með áherslu á heilnæmar lausnir. Attentus veitir ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri og stjórnun út frá áherslum mannauðsstjórnunar. Árið 2012 fékk fyrirtækið hvatningarverðlaun FKA m.a. fyrir að eiga frumkvæði að því að bjóða fyrirtækjum og stofnunum lausnina „mannauðsstjóri til leigu“. Mannauðsdeild til leigu felur í sér enn umfangsmeiri aðkomu að starfsmannamálum. -jh

Saman getum við knúið fram afdráttarlaust uppgjör við hrunið

Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir svína- og alifuglakjöt hafa hækkað hlutfallslega minna undanfarin fimm ár en nemur vísitölu neysluverðs og verði á fötum og raftækjum. Ljósmynd/Hari

„Ekki eru tollar að þvælast fyrir þar“ Formaður Svínaræktafélags Íslands segir vísitölu neysluverðs hafa hækkað um 45% frá því í janúar 2008. Föt hafi hækkað um 75% og raftæki um 72% en á sama tíma hafi svínakjöt hækkað um 15% og alifuglakjöt um 33%.

A Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

lifugla- og svínarækt skapa um 1.500 störf víða um land. Þessar tvær greinar standa undir um helmingi framleiðslu þess kjöts sem neytt er í landinu og eru mikilvægur hlekkur, bæði í íslenskum landbúnaði og

- snjallar lausnir

heitir nú Við hlökkum til ánægjulegs samstarfs.

Wise lausnir ehf. Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is

atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Svo sagði í auglýsingu Félags kjúklingabænda og Svínaræktarfélags Íslands í kjölfar umræðu um búgreinarnar tvær, sem ekki hefur síst verið leidd af talsmönnum Samtaka verslunar og þjónustu. Alfugla- og svínabændur telja umræðuna villandi og fullyrðingar misvísandi og oft rangar. Í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag var vísað til ummæla Margrétar Kristmannsdóttur, formanns Samtaka verslunar og þjónustu, um að lækka mætti matarútgjöld hvers íslensks heimilis um tugi þúsunda með því að draga úr innflutningshöftum og auka viðskiptafrelsi. Varnarmúr sé hins vegar um innlenda landbúnaðarframleiðslu og einokunarsölu. Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna, bendir vegna þessa á þá umræðu sem meðal annars hafi verið í Bændablaðinu. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, evrópsku hagstofunni, eyði Íslendingar hlutfallslega lægra hlutfalli launa sinna til matvörukaupa en margar aðrar Evrópuþjóðir. Hlutfall útgjalda til matvörukaup sýni að Íslendingar verji 13% heildarútgjalda sinna til kaupa á matog drykkjarvörum en meðaltal ESB-ríkja er 14%. „Þessar tölur,“ segir Tjörvi, „stangast mjög á við fullyrðingar Samtaka verslunar og þjónustu í fjölmiðlum að undanförnu um hlutfallslega hátt matvælaverð á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd.“ Forsvarsmenn alifugla- og svínabænda segja það skjóta skökku við að Samtök verslunar og þjónustu höggvi nú í íslenska alifugla- og svínarækt sem skapi atvinnu, spari gjaldeyri og séu mikilvægur þáttur í þjónustu við íslenska neytendur

og verslunina. Í yfirlýsingu Félags kjúklingabænda frá því í aprílbyrjun var málflutningur Margrétar Kristmannsdóttur og Samtaka verslunar- og þjónustu gagnrýndur. Í yfirlýsingunni kom meðal annars fram að gæði íslensks alifugla- og svínakjöts og kröfur um framleiðsluaðferðir í greinunum séu meðal þeim mestu sem gerðar eru í heiminum. Fjöldi fólks hafi atvinnu sína af alifuglarækt og afleiddum störfum. Í Bændablaðinu var haft eftir Herði Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal og formanni Svínaræktarfélags Íslands, að á landinu séu ellefu starfandi svínaræktendur sem reki bú á nær tuttugu stöðum. Hann bendir jafnframt á að stór hluti svínafóðurs sé innlent korn. Til að mynda sé allt upp í 80 prósent fóðurs á hans búi íslenskt bygg og íslenskt hveiti. Þá bendir Hörður á að frá því í janúar 2008 hafi vísitala neysluverðs hækkað um 45 prósent. Á sama tíma hafi svínakjöt hækkað um 15 prósent og fuglakjöt um um 33 prósent. Hins vegar hafi föt hækkað um 75 prósent og raftæki um tæp 72 prósent. „Ekki eru tollar að þvælast fyrir þar,“ var haft eftir Herði. Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Keldum, sagði einnig í Bændablaðinu að sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna væri í mörgu tilliti einstök og auðlegð sem bæri að verja með öllum tiltækum ráðum. Á fundi Bændasamtakanna 3. apríl síðastliðinn benti hann á að einn þáttur í því að verja þá stöðu væri að sem minnst væri flutt inn af hráum ómeðhöndluðum dýraafurðum sem hugsanlega gætu borið með sér smit. Jónas Haraldsson jonas@frettatimin.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-0906

ER ÞETTA EITTHVAÐ SEM GÆTI GAGNAST ÞÉR?

Vegna frábærra viðbragða flytjum við fyrirlesturinn í Silfurberg, Hörpu til að fleiri komist að!

VIÐ BJÓÐUM ÞÉR Á FYRIRLESTUR HJÁ HÖFUNDI BUSINESS MODEL CANVAS Skráning á fyrirlestur Alexander Osterwalder fór fram úr björtustu vonum, svo við ákváðum að flytja hann í Silfurberg í Hörpu svo fleiri komist að. Takk fyrir frábærar viðtökur. Alexander Osterwalder, höfundur Business Model Canvas og metsölubókarinnar Business Model Generation, heldur fyrirlestur um aðferð sína í Silfurbergi, Hörpu, 30. apríl klukkan 09.00–10.30. Við hvetjum þig til að nýta þér þetta frábæra tækifæri. Aðgangur ókeypis. Skráning á arionbanki.is. Takmarkað sætaframboð.

Metsölubókin Business Model Generation


14

fréttir

Helgin 26.-28. apríl 2013

 Dómsmál Þekktur ofbelDismaður gekk laus mánuðum saman

Stöðvaður allt of seint Fjórir mánuðir liðu frá því Jens Hjartarson nauðgaði ungri konu á hrottafenginn hátt þar til hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Á því tímabili hafði hann beitt þrjár aðrar ungar konur alvarlegu ofbeldi og fyrrverandi unnusta hans fengið nálgunarbann á hann. Jens var nýverið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir brot sín.

J

ens Hjartarson réðist á fjölmargar ungar konur á síðasta ári, ári sem hjá honum einkenndist af fíkniefnaneyslu og ofbeldi. Hann er 33ja ára gamall en um­ gekkst mikið af mun yngra fólki, bæði stelp­ um og strákum. Ein af stúlkunum sem hann hefur verið dæmdur fyrir að ráðast á segir í samtali við Fréttatímann að hann hafi sótt í að hanga með ungum stelpum, boðist til að skutla þeim um allan bæ og keypt handa þeim sígarettur. Þetta voru brotnar stelpur sem sumar vissu af ofbeldisfullri fortíð Jens en trúðu því að hann myndi ekki koma jafn illa fram við þær. Fyrrverandi unnusta Jens fékk nálgunar­ bann á hann þann 15. október 2012. Þá hafði hún á undanförnum tíu mánuðum ítrekað þurft að kalla til lögreglu og leita sér læknis­ aðstoðar eftir að hann réðist á hana. Í byrj­ un febrúar óskaði hún eftir að lögregla fjar­ lægði hann af heimili sínu og í lok febrúar var hann handtekinn heima hjá henni eftir að eyðileggja húsgögn og tæki. Það sama var uppi á teningnum í byrjun ágúst þegar hún kallaði til lögreglu eftir að hann eyði­ lagði sjónvarp, stofuborð og rúðu heima hjá henni. Í lok ágúst mætti Jens síðan óboðinn á heimili hennar. Jens var ekki dæmdur fyrir brot gegn fyrrverandi unnustu sinni. Jens Hjartarson var fyrir tíu árum dæmd­ ur í sjö ára fangelsi fyrir ófyrirleitna líkams­ árás og tilraun til manndráps. Alls réðist hann á þrjá menn vopnaður hnífi. Ástæðan voru samskipti mannanna við unnustu Jens, þá sömu og framan er getið.

„Þegiðu krakki“

Daginn sem hún fékk nálgunarbann á hann réðist Jens á aðra konu sem hann bjó hjá um hríð. Hann gerði tilraun til að kyrkja hana,

kýldi hana í andlitið og hélt áfram að sparka í hana eftir að hún féll í gólfið. Hún missti meðvitund en þegar hún komst aftur til meðvitundar fór hún að hlúa að tveggja ára dóttur sinni. Jens sló konuna þar sem hún hélt á barninu og fór barnið að gráta. Föt barnsins lituðust af blóði móðurinnar, hún lét það á rúmið og ætlaði að skipta um föt á telpunni. Jens öskraði þá: „Þegiðu krakki!,“ gerði sig líklegan til að ráðast á barnið en móðirin gekk fyrir og fékk í bakið hnefa­ högg sem ætlað var barninu.

Barði hana meðvitundarlausa

Tveimur mánuðum fyrr, 20. ágúst, gerðist Jens sekur um hrottafengna nauðgun á enn annarri ungri konu. Hún hafði farið út að hitta vin sinn sem vildi hitta Jens. Unga konan hafði heyrt sögur af Jens og vildi síður hitta hann en af varð að þau sóttu hann. Til ósættis milli Jens og vinar hennar kom heima hjá henni og á endanum um var hún ein eftir með honum. Eftir árangurs­ lausa tilraun hans til að útvega sér meira amfetamín réðist hann skyndilega á hana og nauðgaði henni hrottalega. Enn ein árásin átti sér stað 29. október þegar Jens réðist með ofbeldi á 17 ára stúlku sem bað hann að biðja sig afsök­ unar á að kalla sig öllum illum nöfnum. Jens er kunningi föður stúlkunnar og var í heimsókn hjá henni. Jens var þá órólegur í leit að kveikjara. Stúlkan sagðist vera með kveikjara en vildi ekki láta hann af hendi fyrr en Jens bæði sig afsökunar á þeim illu nöfnum sem hann kallaði hana. Jens snög­ greiddist þá og sló hana í höfuðið þannig að hún missti meðvitund um tíma. Þegar hún rankaði við sér reyndi hún að fá hann út úr íbúðinni en hann þá ýtt henni ofan í

sturtubotn og þrýst fast að hálsi hennar svo áverkar hlutust af.

Dró hníf undan koddanum

Föt barnsins lituðust af blóði móðurinnar, hún lét það á rúmið og ætlaði að skipta um föt á telpunni.

Síðust í þessari árásahrinu var líkamsárás Jens á átján ára stúlku á gistiheimili á Snorrabraut þann 13. desember. Stúlkunni hafði hann kynnst þegar þau voru bæði inni á meðferðarstofnun og hún búið hjá honum í nokkra daga eftir að hún kom þaðan út. Jens vændi stúlkuna um að hafa verið að fikta í símanum sínum og réðist á hana. Hún missti meðvitund við barsmíðarnar en rankaði við sér þegar Jens var enn að berja hana. Þá kæfði hann hana nánast í rúminu, dró eldhúshníf undan koddanum, lagði að hálsi hennar og spurði hvort hún væri tilbúin að deyja. Eigandi gistiheimilis­ ins og nágrannar heyrðu til þeirra þar sem stúlkan hrópaði: „Nei, ekki gera þetta. Ég skal gera hvað sem er.“ Þeir kölluðu til lög­ reglu sem handtók Jens. Stúlkan var stór­ slösuð, í miklu áfalli og leitaði sér aðstoðar á geðdeild. Í framhaldi af þessu fór lögregla fram á gæsluvarðhald yfir Jens sem Hæstiréttur staðfesti síðan þann 17. desember. Ákærur gegn Jens vegna þessara mála voru gefnar út í janúar. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis­ og fíknivanda, hefur sent landlækni erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöð­ um í framhaldi af þessari síðustu árás. Þar er þess krafist að skapaðar verði aðstæður í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við alkóhólisma án þess að eiga á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Ekki forsendur fyrir síbrotagæslu „Ég tel að ekki hafi verið brugð­ ist of seint við,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarsaksókn­ ari og sviðsstjóri á ákærusviði lögreglunnar, spurður hvort lögreglan hafi of seint tekið Jens Hjartarson úr umferð. Þrátt fyrir hrottafengna nauðg­ un í ágústmánuði segir Karl Ingi að lögreglan hafi ekki haft forsendur til að óska eftir því að Jens yrði hnepptur í varðhald. „Menn hafa ekki verið teknir

úr umferð fyrir viðlíka brot,“ segir hann. Karl Ingi bendir á að brotamenn hafi verið settir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna vegna nauðgunar á almannafæri en málin séu erfiðari þegar um er að ræða nauðgun í heimahúsi. Þá er og oftar en ekki um að ræða orð gegn orði og sönn­ unarstaðan því erfið. Skilyrði fyrir almannagæslu er að uppi sé sterkur grunur um sekt sak­

bornings. Það kom því ekki til álita í þessu máli að óska eftir slíku,“ segir hann. Þá bendir Karl Ingi á að nánast sé óþekkt að menn séu settir í síbrotagæslu vegna of­ beldisbrota. „Ég man ekki eftir þannig máli,“ segir hann. „Skil­ yrði fyrir að fá mann í síbrota­ gæslu er að allar líkur séu á að hann haldi áfram afbrotum. Til þess þurfum við að hafa röð af afbrotum, eitt eða tvo fullnægja

ekki þessum skilyrðum,“ segir hann. Það var síðan þegar síðasta árás Jens átti sér stað, um miðjan desember, sem lög­ reglan hafði nægjanleg gögn í höndunum til að óska eftir varð­ haldi. Héraðsdómur samþykkti varðhald. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð. Ákærur gegn Jens voru gefnar út í janúar og hann dæmdur 13. apríl 2013. -eh

Afbrotaferill Jens frá því hann nauðgar ungri konu og þar til hann er handtekinn 20. ágúst - Nauðgun 15. október - Nálgunarbann 15. október - Árás á móður með barn 29. október - Árás á dóttur kunningja síns 13. desember - Árás á meðferðarfélaga



eð marinerað og m urtum j d d y r k m u k s r fe tilboð

40% afsláttur á kassa

MERKIÐ

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

TRYGGIR GÆÐIN

hagkaup grilllæri

1559kr/kg verð áður

2598

lífrænt

339

kr/stk

tilboð

tilboð

299kr/stk

189kr/stk

verð áður 449

verð áður 239

fimmkornabrauð

snúður Alltaf nýbakað!

Berry Whité

Lífrænir, léttir, ljúffengir og svalandi drykkir. Án viðbætts sykurs. Engin aukefni.

tilboð

299kr/stk

Gildir til 28. apríl á meðan birgðir endast.

verð áður 329

gott verð Coke light Keyptu eina 2L flösku af coke light og glas fylgir með.

v Diermen van frosnir eftirréttir

1199kr/stk sumarsafi

Tilbúnir á 20 mínútum.

HollensKir gæðaostar Í Úrvali Dolaner extra piquant iquant

Dolaner sweet piquant

Kosningaterta

Old Amsterdam 250gr Old Amsterdam í sneiðum Gouda í sneiðum Edam í sneiðum Geitaostur í sneiðum

Beemster x-o Þroskaður í 26 mánuði

Beemster Classic

Þroskaður í 18 mánuði

Beemster premier Þroskaður í 10 mánuði


tilboð

25% afsláttur á kassa

nautafille

3224kr/kg verð áður 4299

grillað nautafille

með parmesan polentu og gráðostasveppum fyrir 4 að hætti Rikku 800 g nautafille 2-3 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk cumin krydd salt og nýmalaður pipar 3 msk ólífuolía

Setjið hvítlauk, cumin krydd, salt, pipar og ólífuolíu saman í skál, veltið nautakjötinu upp úr blöndunni og látið standa í 30-60 mínútur í ísskáp. Takið kjötið út 10 mínútum áður en það er eldað. Grillið kjötið við meðalhita í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Pakkið kjötinu inn í álpappír og látið það standa í 5-7 mínútur.

Parmesan Polenta 2 msk ólífuolía 1 skalottlaukur, saxaður 1, 5 l grænmetissoð (eða 1,5 l vatn og 2 1/2 grænmetisteningur) 350 g polenta 60 g rifinn parmesanostur salt og nýmalaður pipar

Steikið laukinn í potti við meðalhita. Hellið vatninu saman við og sjóðið, bætið polentunni við og látið malla þar til að blandan þykknar u.þ.b. 5-7 mínútur. Kryddið polentuna, bætið parmesanostinum saman við og berið fram.

tilboð

GráðaostasvePPir 3 msk ólífuolía 150 g blandaðir sveppir (shitake, kastaníu og íslenskir t.d) 1 tsk ferskt garðablóðberg (timjan) 3 msk gráðaostur salt og nýmalaður pipar

Steikið sveppina vel upp úr olíunni og bætið garðablóðberginu og gráðaostinum saman við. Kryddið með salti og pipar og berið fram með kjötinu og polentunni.

tilboð

tilboð

25% afsláttur á kassa

20% afsláttur á kassa

20% afsláttur á kassa

grand orange helgarsteik

Ungnautahakk

2249kr/kg

1519kr/kg

Hamborgarar 4stk m/ brauði

verð áður 2999

verð áður 1899

799kr/pk

verð áður 999

öt 100% kjúklingakj án allra aukefna!

tilboð

tilboð

25% afsláttur á kassa

15% afsláttur á kassa

bratwurst kjúklingapylsur

382kr/pk

verð áður 449

aromatiC Crispy DuCK

pEKingönd TiLbúin Á 35 mínúTum

lífrænt

359

kr/stk

kjúklingur ferskur

794kr/kg

verð áður 1059

tilboð 3399kr/pk verð áður 3699

með 24 pönnukökum og hoisin sósu


18

úttekt

Helgin 26.-28. apríl 2013

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Teikning/Hari

Einvígið um forsætisráðuneytið Ljóst er að forystumenn tveggja stærstu flokka landsins samkvæmt skoðanakönnunum, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, munu heyja einvígi í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Þessir tveir flokkar hafa verið stærstir um áratugaskeið en aldrei jafnstórir. Sigur á laugardag mun skera úr um hvor verður forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson.

F

ramsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið tveir stærstu flokkarnir í íslenskum stjórnmálum um áratugaskeið þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi ávallt verið mun stærri. Á síðustu fjórum áratugum hafa allir forsætisráðherrar landsins komið úr röðum framsóknarmanna eða sjálfstæðismanna, þar til mynduð var hrein vinstri stjórn árið 2009, að undanskilinni minnihlutastjórn Alþýðuflokksins 1979-1980, og lengst af þessa tímabils hafa þessir tveir flokkar verið saman í ríkisstjórn. Nú stefnir í einvígi þessara tveggja flokka. Skoðanakannanir síðustu vikuna sýna lítinn mun milli flokkanna enda hefur Sjálfstæðisflokkur verið að sækja í sig veðrið og hefur saxað á forskot Framsóknarflokksins. Nýjasta

könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, sýnir að flokkarnir eru hnífjafnir með rúm 24 prósent hvor. Framsóknarflokkurinn fengi hinsvegar, miðað við þá könnun, tveimur þingmönnum fleiri vegna misvægis atkvæða eftir kjördæmum. Sá flokkur sem ber sigur úr býtum á laugardaginn mun standa með pálmann í höndunum enda hefur hann möguleika á að mynda ríkisstjórn með næststærsta flokknum sem og tveimur öðrum miðjuflokkum, Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Formaður þess flokk sem fær flest atkvæði á laugardag mun því að líkindum verða forsætisráðherra – nema ef mjótt verður á munum, þá getur verið að farið verði að nýlegu fordæmi Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins,

sem eftirlét Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi formanni Framsóknarflokksins, forsætisráðherrastólinn síðustu tvö ár kjörtímabilsins 2003-7, þótt Halldór hafi hætt fyrr en áætlað var.

Ráðuneytum verður fjölgað

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn með jafnmikið fylgi, rúm 24 prósent, en vegna misvægis atkvæða eftir kjördæmum fengi Framsóknarflokkurinn 20 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 18. Samfylkingin er með rúm 13 prósent atkvæða, samkvæmt könnuninni og 9 þingmenn og Björt framtíð er með rúm 7 prósent og 5 þingmenn. Í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins Framhald á næstu opnu



20

úttekt

Helgin 26.-28. apríl 2013

væri annars augljós kostur sem oddviti flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Telja má líklegt að formaður Framsóknarflokksins telji hagsmunum flokksins betur borgið með því að halda henni utan ríkisstjórnar og utan þess sviðsljóss fjölmiðla sem á henni myndi skína í stól Alþingis. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var sett inn ákvæði um að annar varaformaður flokksins væri ekki ráðherra og því væri Kristján Þór Júlíusson, sem leiðir listann í Norðausturkjördæmi, sjálfkrafa útilokaður úr ríkisstjórn. Heimildir Fréttatímans herma hins vegar að standi honum ráðherraembætti til boða muni hann segja af sér í embætti annars varaformanns.

ráðuneyti, fimm hvor. Tíunda ráðuneytið verður því búið til og annað hvort tekið út úr innanríkisráðuneytinu eða atvinnuvegaráðuneytinu, nema ef efnahags- og viðskiptaráðuneytið verður endurvakið, líkt og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur reyndar talað fyrir. Þó er ekki útilokað að efnahagsmálin verði færð aftur inn í forsætisráðuneytið. Þar sem Framsóknarflokkurinn virðist vera að vinna mun meiri kosningasigur en Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útilokað að embætti forseta Alþingis falli Framsóknarflokknum í skaut. Framsóknarmenn gætu hins vegar lent í vandræðum með að skipa í embættið því Vigdís Hauksdóttir hefur verið mjög umdeild en hún

og Framsóknarflokksins mun forsætisráðherrastóllinn að öllum líkindum enda hjá þeim flokki sem ber sigur úr býtum í kosningunum. Hefð er fyrir því að sá flokkur í stjórnarsamstarfinu sem ekki fær forsætisráðherrastólinn, fái stól utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttatímans mun Sjálfstæðisflokkurinn gera kröfu um að ráðuneytum verði fjölgað um að minnsta kosti eitt, heilbrigðisráðuneytið verði tekið út úr velferðarráðuneytinu sem sérstakt ráðuneyti. Velferðarráðuneytið verður þá hugsanlega félagsmálaráðuneyti að nýju. Ef um tveggja flokka stjórn er að ræða er talið víst að ráðuneytum verði fjölgað um tvö til þess að flokkarnir tveir fái jafnmörg

Hvers má vænta Stjórnmálaskýrendur eru flestir sammála um að miðað við fylgi flokka í skoðanakönnunum séu líkur á þrenns konar stjórnarsamstarfi að loknum kosningum. Líklegasti kosturinn sé tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forystu þess flokks sem fær meira fylgi í kosningunum. Einnig er möguleiki á tveimur þriggja flokka stjórnum, ýmist undir forystu Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks, sem myndu þá leita til Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar. Fréttatíminn fékk Svanborgu Sigmarsdóttur stjórnmálafræðing til að spá fyrir um hver áherslumál þessara ríkisstjórna gætu orðið.

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks

S

tefnuyfirlýsing Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks myndi einkennast af áherslum á efnahagsmál, atvinnu og skuldir heimilanna. Bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur telja skattkerfið vera orðið of flókið og tala um einfalt og gegnsætt skattkerfi. Það er nokkuð sama hvaða flokkur kemst í ríkisstjórn, allir virðast sammála um að lækka beri tryggingagjaldið. Lækkun skatta, tryggingagjalds og einföldun vörugjalda eigi að skila sér í atvinnuuppbyggingu og þannig aukinni verðmætasköpun sem leiði af sér auknar tekjur ríkissjóðs, það sem til

einföldunar hefur verið kallað „að stækka kökuna“. Flokkarnir myndu koma sér saman um að lækka tekjuskattsprósentu rekstraraðila til að bæta samkeppnishæfni og auka fjárfestingar, erlendar sem innlendar. Þá talar Sjálfstæðisflokkurinn um lægri tekjuskatt, en Framsóknarflokkurinn um að hækka persónuafslátt, en í báðum tilfellum yrði um að ræða að lægri skatta einstaklinga. Allir flokkar eru sammála um mikilvægi þess að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og viðhalda stöðugleika í hagkerfinu – koma hagkerfinu af stað án þess að það verði að bólu. Báðir flokkar segja að það þurfi að sýna

Helstu atriði stjórnarsáttmála D og B Einföldun skattkerfis Lækkun skatta og tryggingagjalds Aðhald í ríkisútgjöldum Leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána Endurskoðun rammaáætlunar um nýtingu náttúruauðlinda Upptaka auðlindagjalds Hætta viðræðum við ESB Frestun á nýrri stjórnarskrá

Umhverfisráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir (D)

Innanríkisráðherra Kristján Þór Júlíusson (D)

rá N ðu ý t Ne t yt

Heilbrigðisráðuneyti Hanna Birna Kristjánsdóttir (D)

Velferðar(félagsmála) ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson (B)

Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B)

Fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson (D)

Utanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir (D)

Efnahagsráðuneyti? Illugi Gunnarsson (D)

Atvinnuvegaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson (B)

Umhverfisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson (B)

Innanríkisráðherra Illugi Gunnarsson (D)

Menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson (D) i

Atvinnuvegaráðherra Frosti Sigurjónsson (B)

Menntamálaráðherra Eygló Harðardóttir (B)

rá N ðu ý t Ne t yt

Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson (B)

rá N ðu ý t Ne t yt i

Fjármálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B)

i

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson (D)

Undir stjórn B (B5 – D5)

Heilbrigðisráðuneyti Eygló Harðardóttir (B)

Velferðar(félagsmála) ráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir (D) rá N ðu ý t Ne t yt i

Undir stjórn D (D5 – B5)

Efnahagsráðuneyti? Frosti Sigurjónsson (B)


úttekt 21

Helgin 26.-28. apríl 2013

Forsætisráðherrar Frá árinu 1974

1974-8

Geir Hallgrímsson

1978-9

Ólafur Jóhannesson

1979-80

Benedikt Gröndal

1980-83

Gunnar Thoroddsen

1983-7

Steingrímur Hermannsson

1987-8

Þorsteinn Pálsson

1988-89 1989-91

D+B

1991-5

Davíð Oddsson

D+A

B+A+G

1995-9

Davíð Oddsson

D+B

1999-03

Davíð Oddsson

D+B

D+B+G

2003-4

Davíð Oddsson

D+B

D+B

2004-6

Halldór Ásgrímsson

B+D

D+A+B

2006-7

Geir Haarde

D+B

Steingrímur Hermannsson

B+A+G+Borg

2007-9

Geir Haarde

D+S

Steingrímur Hermannsson

B+A+G+Borg

aðhald í rekstri hins opinbera og lækka skuldir ríkissjóðs án þess þó að geta þess hvar verði að sýna slíkt aðhald. Þegar talað erum aðhald í rekstri ríkisins er þó gott að hafa í huga að um 40 prósent af fjárlögum 2013 rennur til velferðarráðuneytis í heilbrigðis- og velferðarmál. Um 12 prósent rennur til menntamálaráðuneytis og um 15 prósent fara beint í vaxtagjöld. Þessi þrír liðir eru 2/3 hluti fjárlaga og í því stærðarsamhengi hefur það lítið að segja að loka einu sendiráði eða svo. Þá eru báðir flokkar sammála um mikilvægi þess að afnema gjaldeyrishöftin, þó þannig að það trufli ekki efnahagslegan stöðugleika landsins, hvorki til skamms né til lengri tíma. Báðir flokkar hafa talað á þeim nótum að mikilvægt sé að semja við kröfuhafa gömlu bankanna þannig að þeir gefi eftir hluta af krónueignum sínum og að þær eignir verði eftir hér á landi. Framsóknarflokkurinn vill að þær eignir verði notaðar til að leiðrétta verðtryggð húsnæðislán og í kjölfarið að verðtrygging nýrra neytendalána verði afnumin. Á þessu sviði gæti reynst erfitt fyrir flokkana að semja. Sjálfstæðisflokkurinn vill nota skattkerfið til að verðlauna þá sem greiða af veðlánum sínum og lækka þannig höfuðstól lána og auka valkost á óverðtryggðum lánum þannig að verðtrygging verði ekki almenn regla. Það þarf ekki að reynast erfitt að semja um afnám verðtryggingar, þar sem lántakendur kjósa nú fremur að taka óverðtryggð lán en þau verðtryggðu. Hvað varðar leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum, sem hefur verið eitt helsta kosningamál Framsóknarflokksins, hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið mjög neikvæður og hefur ekki talið loforðið framkvæmanlegt. Á þessu gæti því steytt í stjórnarmyndunarviðræðum. Í auðlinda- og umhverfismálum eru flokkarnir sammála um að endurskoða nýgerða rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem fylgja þurfi áliti sérfræðinga og draga til baka „pólitíkina“ sem fulltrúar flokkana segja að hafi ráðið að lokum. Við þetta gætu svæði í biðflokkum komist í virkjunarflokka. Framsóknarflokkurinn segist vilja auðlindaákvæði í stjórnarskrá og að lagt verði á auðlindagjald af nýtingu auðlinda. Hvorugur flokkurinn virtist mjög áhugasamur um breytingar á stjórnarskrá á nýliðnu þingi og verða breytingar á stjórnarskrá varla framarlega á forgangslista. Auðlindagjald er ekki meðal ályktana Sjálfstæðisflokksins, en fyrir þeim er fordæmi og því gæti Sjálfstæðisflokkurinn mögulega sæst á slíkt gjald. Hornsteinn utanríkismála slíkrar ríkisstjórn yrði að hætta viðræðum við ESB, reyna að tryggja hagsmuni Íslands á norðurslóðum og að halda áfram þátttöku í NATO. Framhald á næstu síðu

A

Áhyggjulaust líf á frábærum börum og veitingastöðum.

seeglasgow.is Náðu frítt í Glasgow appið

kr19.800 aðra leið með sköttum og gjöldum


úttekt

Helgin 26.-28. apríl 2013

Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar Kjarni stefnu Bjartar Framtíðar og Samfylkingar er aðild að ESB. Það yrði fyrsti ásteytingarsteinninn í stjórnarmyndunarviðræðum við Framsóknarflokkinn. Framsókn gæti, líkt og VG, samþykkt viðræður með þeim fyrirvara að flokkurinn myndi berjast gegn aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hinn kosturinn, sem er líklegri er að mjög fljótlega á nýju kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB. Allir flokkar myndu sammælast um að hlíta vilja þjóðarinnar í þeirri atkvæðagreiðslu. Næsti ásteytingarsteinn yrði kosningaloforð Framsóknar um leiðréttingu verðtryggðra lána. Samfylking og Björt Framtíð tala bæði um „raunsæjar lausnir“ í því að aðstoða heimili í greiðslu- eða skuldavanda. Skapist það svigrúm að hægt væri að greiða niður veðlán, gæti það verið skynsamara eða réttlátara að nýta þá fjármuni til að greiða niður lán ríkis-

ins. Ef allir flokkar stunda skapandi hugsun væri þó hægt að semja sig í kringum þetta kosningaloforð. Í það minnsta ættu flokkarnir að geta náð saman um að þak verði sett á verðbætur verðtryggðra lána og að verðtrygging á nýjum lánum verði tekin til endurskoðunar og að skipuð verði nefnd. Það sem flokkarnir yrðu sammála um væri að vera miðjustjórn og opnir fyrir ýmsum hugmyndum. Allir þrír flokkar yrðu sammála um að vinna frekar að nýrri stjórnarskrá með skýru auðlindaákvæði og upptöku auðlindagjalds. Þá þyrfti að ná hér stöðugleika í efnahagslífinu til framtíðar og stefna þannig að Maastricht skilyrðum yrði náð, hvort sem það myndi leiða til upptöku evru eða ekki. Björt Framtíð og Framsóknarflokkur eru sammála um að einfalda þurfi skattkerfið. Þá eru allir flokkar sammála um að einfalda þurfi tekjutengingar ýmsar í bótakerfinu.

Helstu atriði stjórnarsáttmála B, S og A Einföldun skattkerfis Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB Þak á verðbætur verðtryggðra lána Ný stjórnarskrá Upptaka auðlindagjalds

rá N ðU ý t NE t yt i

BSA (B5 – S2 – A2)

Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson (B)

Menntamálaráðherra Guðmundur Steingrímsson (A)

Velferðar(félagsmála)ráðherra Frosti Sigurjónsson (B)

Atvinnuvegaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson (B)

Umhverfisráðherra Heiða Kristín Helgadóttir (A)

Innanríkisráðherra Katrín Júlíusdóttir (S)

Heilbrigðisráðuneyti Eygló Harðardóttir (B)

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar Líkt og í samsteypustjórn undir forystu Framsóknarflokks þyrftu flokkarnir þrír að byrja á að leysa ESB málið sem Samfylking og Björt Framtíð leggja áherslu á. Líklegast yrði það gert á svipaðan hátt og í samsteypustjórn A,B,S, að fara fljótlega á nýju kjörtímabili í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla myndi svo ráða því hvort haldið yrði áfram í átt að upptöku evru sem peningamálastefnu eða hvort bregðast þurfi við með krónuna í farteskinu til framtíðar. Það yrði auðveldara fyrir þessa flokka að ná saman um skuldamál heimilanna og framtíð verð-

tryggingarinnar, þar sem þessir þrír flokkar virðast sammála um að hugmyndir Framsóknarflokksins séu óraunhæfar. Þá hafa þessir flokkar talað um að minnka vægi verðtryggingar, frekar en afnám hennar. Allir þrír flokkarnir eru sammála um mikilvægi stöðugleikans í hagkerfinu og myndu fljótt sammælast um lækkun tryggingagjalds. Líkt og í stjórn með Framsóknarflokknum gæti Sjálfstæðisflokkurinn sæst á auðlindagjald, en myndi leggja áherslu á að stjórnarskrá yrði ekki breytt nema með breyttum vinnubrögðum þar sem Alþingi yrði leiðandi í gerð nýrrar stjórnarskrár.

Helstu atriði stjórnarsáttmála D, S og A Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB

Lækkun tryggingagjalds Upptaka auðlindagjalds

Minna vægi verðtryggingar

Ný vinnubrögð við breytingar á stjórnarskrá

Aukinn stöðugleiki í hagkerfinu

DSA (D5 – S3 – A2)

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson (D)

Fjármálaráðherra Illugi Gunnarsson (D)

Utanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir (D)

Menntamálaráðherra Guðmundur Steingrímsson (A)

Umhverfisráðherra Heiða Kristín Helgadóttir (A)

Innanríkisráðherra Oddný Harðardóttir (S)

Heilbrigðisráðuneyti Kristján Þór Júlíusson (D)

Velferðar(félagsmála)ráðherra Katrín Júlíusdóttir (S)

rá N ðU ý t NE t yt i

Fjármálaráðherra Árni Páll Árnason (S)

i

Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B)

rá N ðU ý t NE t yt

22

Efnahagsráðuneyti Árni Páll Árnason (S)

Atvinnuvegaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir (D)


Hvar er nýja

stjórnarskráin þín? Valgerður Matthíasdóttir

Eyþór Jóvinsson

Ástrós Signýjardóttir

Arkitekt og fjölmiðlakona

Vestfirskur verslunarmaður

Stjórnmálafr. og fv. stjórnl.ráðsftr.

Þórir Baldursson Tónskáld

Kristín Ósk Wium

Lýður Árnason

Finnbogi Vikar

Guðný Halldórsdóttir

Húsmóðir og nemi

Læknir og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi

Viðskiptalögfræðingur og sjómaður

Kvikmyndagerðarmaður

Þorvaldur Gylfason

Anna Geirsdóttir Heimilislæknir

Sigríður Ólafsdóttir Lífefnafræðingur

Egill Ólafsson

Prófessor og fv. stjórnl.ráðsfulltrúi

Katrín Fjeldsted

Móeiður Júníusdóttir

Hjörtur Hjartarson

Hans Kristján Árnason

Læknir og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi

Guðfræðingur og tónlistarmaður

Sagnfræðingur

Stofnandi Stöðvar 2

Ólafur Ólafsson

Sigríður Stefánsdóttir

Anna Kristine Magnúsdóttir

Edda Björgvinsdóttir

Fv. landlæknir

Fv. bæjarfulltrúi og verkefnastjóri

Blaðamaður og rithöfundur

Leikkona

Svanur Kristjánsson

Íris Erlingsdóttir

Þórhildur Þorleifsdóttir

Örn Bárður Jónsson

Prófessor

Fjölmiðlafræðingur

Leikstjóri og fv. stjórnl.ráðsfulltrúi

Prestur og fv. stjórnl.ráðsfulltrúi

Tónlistarmaður

www.xlvaktin.is xlvaktin@lxvaktin.is Sími: 661 6622 facebook.com/XLvaktin


24

viðhorf

Helgin 26.-28. apríl 2013

FRéttiR vikunnaR Sextíu vændismál

Tveir milljarðar í arð

Um sextíu mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem snúast um kaup á vændi. Þrír vændiskaupendur hafa verið ákærðir og búast má við fleiri ákærum. Sjö konur hafa verið yfirheyrðar og leikur grunur á mansali í einhverjum tilvikum.

HB Grandi, eitt stærsta útgerðarfélag landsins, samþykkti á aðalfundi sínum að greiða hluthöfum hátt í tvö milljarða í arð vegna síðasta árs. Heildarhagnaður á árinu var 2,4 milljarðar og lagði stjórnin til að stærsti hlutinn yrði greiddur í arð. Stjórnarformaður HB Granda sagði á fundinum að veiðigjöld eigi eftir að íþyngja rekstrinum á komandi árum.

Seðlabankastjóri tapar Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði Seðlabanka Íslands af kröfum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra sem vildi ógilda ákvörðun um launalækkun hans. Kjararáð lækkaði laun Más í framhaldi af því að lög voru sett sem kváðu á um að laun stjórnenda hjá ríkinu væru ekki hærri en laun forsætisráðherra.

Langtímafjárfesting á Fjöllum Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo, sem vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum, sagði í fyrsta sinn að jarðarkaup á Íslandi væru langtímafjárfesting. Innan tíðar opnist siglingaleiðir um norðurslóðir þegar ísinn bráðnar og landareignir hækki í verði.

Ný Vestmannaeyjaferja Innanríkisráðherra kynnti bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum áætlun um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mögulegt að loka þurfi Landeyjahöfn þar til nýja ferjan verður tilbúin.

Karl Vignir í dómsal Aðalmeðferð í máli Karls Vignis Þorsteinssonar vegna kynferðisbrota gegn fjórum einstaklingum fór fram í vikunni. Réttarhöldin voru lokuð. Karl Vignir hefur setið í varðhaldi frá janúarbyrjun en hann var kallaður til yfirheyrslu eftir að hann játaði í Kastljósi kynferðisbrot gegn börnum um áratuga skeið.

Fella tré í Öskjuhlíð Um eitt hundrað grenitré í Öskjuhlíð verða felld á næstunni þar sem þau ógna flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Um er að ræða allt að 25 metra há tré og eru þau hin elstu í Öskjuhlíðarskóginum. Starfsmenn Flugmálastjórnar gróðursettu trén á fimmta áratug síðstu aldar. Þau hafa nú, sökum hæðar sinnar, skapað hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki.

Einangraðir Seyðfirðingar Um sjötíu Seyðfirðingar gengu yfir Fjarðarheiði til að mótmæla lélegum samgöngum. Eini vegurinn til og frá Seyðisfirði er yfir heiðina og í vetur hefur hún margoft verið ófær dögum saman. Fjöldi Seyðfirðinga sækir daglega vinnu eða nám yfir heiðina og með fjöldagöngunni vildu þeir þrýsta á um að hafist verði handa við gerð ganga undir Fjarðarheiði.

Vart mælanlegur munur á D og B Vart er mælanlegur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið 17.-23. apríl. Sjálfstæðisflokkinn mælist með 24,8% og bætir við sig 0,4 prósentustigum frá síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 24,4% og minnkar um 3,7 prósentustig. Munurinn á milli flokkanna er innan skekkjumarka.

Vetur og sumar frusu saman Vetur og sumar frusu saman nánast um allt land í fyrrinótt. Samkvæmt þjóðtrúnni veit það á gott sumar.

Skátar fjölmenntu í skrúðgöngur Sumardagurinn fyrsti hefur verið hátíðisdagur hjá íslenskum skátum um áratuga skeið og engin breyting var á því í gær. Skrúðgöngur skáta voru víða í tilefni dagsins – og létu skátarnir kuldann sem víða var ekkert á sig fá.

Alþingiskosningar Nýta ber lýðræðislegan rétt

Í

Valdið er hvers kjósanda

Íslendingar ganga til alþingiskosninga á morgun, laugardag. Á kjörskrá eru 237.957 kjósendur og hefur þeim fjölgað um 10.114, eða 4,4 prósent, frá þingkosningunum árið 2009. Þeir sem kjósa í fyrsta skipti til alþing­ is eru 18.670, eða 7,8 prósent af kjósenda­ tölunni. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 12.757. Margir Íslendingar hafa leitað út fyrir landsteinana í leit að betri lífskjörum undanfarin ár. Því hefur kjós­ endum ytra fjölgað um 2.833 frá síðustu alþingiskosning­ um, eða um 28,5 prósent. Alls eru 15 listar í framboði en 11 listar bjóða fram í öllum kjördæmum. Sumum þykir raunar nóg um þann fjölda en hann er merki um að lýðræðið virki, sýnilegt tákn þess að Jónas Haraldsson þeir sem telja sig hafa eitthvað jonas@frettatiminn.is fram að færa í þágu þjóðar hafa tækifæri til þess. Auk Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, sem sumir kalla fjórflokkinn, bjóða sjö stjórn­ málasamtök fram lista í öllum kjördæmum, Björt framtíð, Dögun, Flokkur heimilanna, Hægri grænir, Lýðræðisvaktin, Píratar og Regnboginn. Þess utan eru í boði listar Alþýðufylkingarinnar og Húmanistaflokks­ ins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og listi Sturlu Jónssonar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá býður Landsbyggðarflokkurinn fram í Norðvesturkjördæmi. Frambjóðendur stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtaka hafa undanfarnar vikur kynnt sig og stefnumál sín. Skoðanakann­ anir hafa sýnt að mikil hreyfing hefur verið á fylgi. Það þarf ekki að koma á óvart eftir þær efnahagslegu hamfarir sem urðu hér haustið 2008 sem leiddu til falls þáverandi ríkis­ stjórnar og þingkosninga í kjölfarið, vorið 2009. Ýmislegt sem fylgdi í kjölfar hrunsins er enn óleyst. Um þau mál hefur kosninga­ baráttan meðal annars snúist. Á kjördegi er valdið í höndum kjósenda. Sá réttur er ómetanlegur en ekki sjálfgefinn.

Fjöldi þjóða býr ekki við þau lýðréttindi að geta valið sér valdhafa heldur býr við skoð­ anakúgun og margháttað ófrelsi, svo ekki sé talað um hreina valdníðslu. Í stjórnarskrá okkar eru hins vegar skýr ákvæði um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum og njóta mannréttinda. Það er lýðræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í störfum stjórn­ málaflokka og annarra frjálsra félagasam­ taka. Í því lýðræði sem við búum við felst að ríkisvaldið á uppsprettu hjá þjóðinni og meðferð þess valds sætir eftirlits hennar. Kjósendur líta því annars vegar til liðins kjörtímabils þegar þeir gera upp sinn hug gagnvart einstökum flokkum eða stjórn­ málamönnum en horfa hins vegar til fram­ tíðar í ljósi stefnu og loforða þeirra sem bjóða fram þjónustu í þágu þjóðarinnar. Þeir sem kjöri ná bera pólitíska ábyrgð meðan þeir þjóna og ekki síst ef þeir leita endurkjörs. Þátttaka í alþingiskosningum hér á landi hefur almennt verið góð. Frá árinu 1983 hefur átta sinnum verið gengið til þing­ kosninga. Þátttaka í þessum kosningum hefur verið frá 83,6 til 90,1 prósent. Minnst var kosningaþátttakan á þessu tímabili árið 2007 en mest árið 1987. Þegar kosn­ ingaþátttaka minnkaði um rúmlega fjögur prósentustig milli áranna 2003 og 2007 óttuðust sumir að sama þróun ætti sér stað hér á landi og í mörgum öðrum vestræn­ um lýðræðisríkjum, að kosningaþátttaka minnkaði. Svo var ekki, að minnsta kosti ekki hvað þingkosningar varðar, því þátt­ takan var 85,1 prósent í síðustu alþingis­ kosningum. Ýmislegt bendir til þess að þátttaka verði góð núna. Mun fleiri hafa til dæmis kosið utan kjörfundar nú en var á sama tíma fyrir fjórum árum. Mikilvægt er að kjósendur noti lýðræðis­ lega rétt sinn, mæti á kjörstað og taki af­ stöðu. Sá réttur er dýrmætur. Kosningarnar snúast um framtíð okkar allra, hvernig þing­ ið verður skipað og ríkisstjórn í framhaldi þess. Áherslur þeirra sem bjóða sig fram eru mismunandi og stefnumál um margt ólík. Það er kjósandans að vega og meta.

Nauthólsvík laus við saurgerla Saurgerlamengun er ekki lengur yfir viðmiðunarmörkum í Nauthólsvík. Því er í góðu lagi að stinga sér til sunds þar á nýjan leik.

Baráttugleði um allt land Kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar eru opnar um allt land á kjördag, rjúkandi kosningakaffi og gómsætt meðlæti. Nánar á heimasíðu Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands, xs.is Akstur á kjördag

414 2200 Jafnaðarmenn stöndum saman!

Mikilvægt er að kjósendur noti lýðræðislega rétt sinn, mæti á kjörstað og taki afstöðu.  Vik an sem Var Þungur kross að bera Sá sem er eitt sinn kallaður af guði býr við það að köllun guðs víkur ekki frá honum. Gunnar Þorsteinsson, löngum kenndur við Krossinn, hefur hug á að endurheimta trúfélagið sitt. Sumir á bomsum... Ég held mínu striki. Ég er fighter. Egill Ólafsson er alltaf í stuði og lætur ekki slá sig af laginu þótt eitthvað hafi verið um afbókanir á honum sem söngvara eftir að hann tók sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar. Er Emotional Rescue rispuð? Ég spyr hann nokkurra spurninga yfir þetta tímabil og hann svarar eins og biluð plata. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Seflossi, er í eldlínunni eins og oft áður. Nú vegna þess að hann þykir frekur til fjörsins í nauðungaruppboðum. Svona lýsti Arnheiður Aldís Sigurðardóttir, sem er að missa húsið sitt, samskiptum sínum við sýslumann í DV.

Stækur rommfnykur Það er dálítil kosningalykt af þessu. Snæbjörn Steingrímsson, fram­ kvæmdastjóri SMÁÍS, telur að opnun skráarskiptasíðunnar Thepiratebay undir .is léni sé einhvers konar kosningabrella af hálfu Pírata sem eru öðrum fremur upp­ teknir af frelsi á netinu. Síðan var áður með sænskt lén. Hver skilur ekki Gunnar? Þetta er einhver misskilningur hjá Ármanni blessuðum. Flokksbræðurnir Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson, hafa oft eldað grátt silfur. Nú telur Ármann íþróttafélagið HK sæta pólitískum ofsóknum Gunnars. Stælum vísað frá Þetta segir okkur það að Visa, [...] get[i] ekki tekið sér neitt alræðisvald um það hverjir megi stunda viðskipti. Ólafur Vignir Sigurvinsson fagnaði úrs­ kurði Hæstaréttar um að stóru greiðslu­ kortafyrirtækin verði að opna greiðslugáttir Datacell til WikiLeaks að nýju.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


GLÆSILEG GOLFVERSLUN OPNAR 27. APRÍL

Í INTERSPORT LINDUM fullt af glæsilegum opnunartilboðum

öll helstu golfmerkin á einum stað

INTERSPORT LINDUM / SÍMI 585 7260 / LINDIR@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 11 - 19. LAU. 11 - 18. SUN. 12 - 18. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 19. LAU. 10 - 18. SUN. 12 - 18. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


26

viðhorf

Helgin 26.­28. apríl 2013

VikAn í tölum

810

fjarvistir voru skráðar á Árna Johnsen, þingmann Sjálf­ stæðisflokksins í Suðurkjör­ dæmi, á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðaustur­ kjördæmi, kemur næstur með 749 fjarvistir skráðar.

24

100

krónum minna fæst að meðaltali fyrir kílóið af slægðum þorski á mörkuðum en í fyrravetur. Síðustu vikur hafa gjarnan fengist 200­250 krónur fyrir kílóið að meðaltali, en í fyrravetur var það oft 100 krónum hærra. Línufiskur hefur þó skilað talsvert hærra verði, en meðaltölin bera með sér.

5

ár voru liðin í gær frá því að Reyk­ hólavefurinn, reykholar.is, var settur á laggirnar. „Það er einstaklega mikilvægt bæði fyrir íbúa hreppsins og þá brottfluttu, rétt eins og fyrir sveitarfélagið sjálft, að hafa svona virkan og lifandi vef,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

92

prósent hlutur í Skeljungi verður seldur. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfús­ dóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, eigendur hlutarins, hafa ákveðið að selja allan hlut sinn í olíufélaginu. Viðræður við fram­ takssjóðinn SÍA II, sem er rekinn af sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni, eru langt komnar og búið er að semja um helstu atriði mögulegs samnings.

26,7

börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 150 manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í gær, sumardaginn fyrsta. Markmið sjóðsins Vildarbörn er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á.

Við treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi barnanna okkar

Læknana heim

É

g hef sagt frá því hér, í þessum pistli, að sonur minn, sem nú er fimm ára, höfuðkúpubrotnaði þegar hann var fimm mánaða. Brotið var alvarlegt og blæddi inn á heilann með þeim afleiðingum að hann lamaðist öðru megin í líkamanum og fékk flogaköst. Hann var í lífshættu í tvo langa sólarhringa áður en við hjónin gátum andað léttar. Ári síðar var hann útskrifaður frá lækninum og úrsjónarhóll skurðaður heilbrigður þrátt fyrir að eyða væri á heilanum á því svæði sem blæðingin var. Nú, bráðum fimm árum síðar, hefur komið í ljós að höfuðkúpan hefur aldrei gróið. Innst inni hef ég alltaf vitað að ekki væri alveg eðlilegt hvernig höfuðkúpan hefur afmyndast á því svæði sem Sigríður brotið var. Læknir hans fann ekkDögg ert athugavert við svæðið þegar hann útskrifaði hann frá sér þegAuðunsdóttir ar drengurinn var eins og hálfs sigridur@ árs. Ástæðan er sú, að tilfelli sem frettatiminn.is þessu eru svo ógurlega sjaldgæf, að ólíklegt er að þau hafi nokkru sinni sést á Íslandi. Mér fannst afmyndunin hins vegar aukast eftir því sem drengurinn óx og loks hafði ég mig í að fara með drenginn aftur til sérfræðingsins – sem þá sá að ekki var allt með felldu. Hann vísaði okkur til annars sérfræðings, sem þekkt betur til höfuðkúpubrota. Sá hafði margra ára reynslu af stórum spítala í Svíþjóð og sá því undir eins hvers eðlis var. Nokkrir samspilandi þættir höfðu

prósent mældist vera fylgi Sjálf­ stæðisfokksins í skoðanakönnun sem MMR birti í gær. Fylgi Framsóknar­ flokksins mældist 22,4 prósent, Samfylkingarinnar 13 prósent, VG 11,6 prósent, Bjartrar framtíðar 7,7 prósent og Pírata 7,5 prósent. Aðrir flokkar voru undir 5 prósent. Fylgi við ríkisstjórnina mældist 32,6 prósent.

gert það að verkum að gatið í höfðinu á drengnum stækkaði eftir því sem höfuð hans stækkaði og því var nokkuð stórt gat á höfuðkúpunni og á því svæði er heilinn óvarinn fyrir hnjaski. Ef þessi læknir hefði ekki snúið aftur heim eftir áralangt starf í Svíþjóð er ekki víst að gatið hefði uppgötvast. Og þó svo væri, er ekki víst að hægt hefði verið að framkvæma aðgerðina hér á landi. Læknirinn vildi bregðast við undir eins eins og í dag er drengurinn í stórri aðgerð þar sem tekið verður bein úr höfuðkúpunni og grætt í gatið. Einnig verður heilahimnan löguð til, en hún er orðin ónýt á þessu svæði. Hugsanlega verður tekin

beinhimna úr höfðinu, en ef það er ekki hægt fær hann gervi-beinhimnu í staðinn. Undir beinið verður sett plata úr sykri, sem eyðir sér á um það bil ári. Skrúfurnar sem notaðar verða til að festa beinið, eru einnig úr sykri. Læknirinn hefur framkvæmt fjölda slíkra aðgerða áður á börnum í Svíþjóð. Hann segir jafnframt aðgerðina ekki lífshættulega þótt hún sé nokkuð mikið inngrip. Ég er samt hrædd. Ég þarf að leggja líf sonar míns í hendur íslensks heilbrigðiskerfis. Ég get ekkert gert nema að bíða – og biðja – og þakkað fyrir að þessi tiltekni læknir ákvað að snúa aftur heim. Við þurfum fleiri lækna aftur heim.

Ég get ekkert gert nema að bíða – og biðja – og þakkað fyrir að þessi tiltekni læknir ákvað að snúa aftur heim.

Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við ö tækifæri.

HV ÍTA HÚ S IÐ / S ÍA

++++++++++++++++++++++++++++

F lo ur úr Dölunum

++++++++++++++++++++++++++++

++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++

++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++


ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60260FL

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60460FL

1200 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók

1400 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

Listaverð: 135.900,-

Listaverð: 145.900,-

Þú sparar: 27.180,-

Þú sparar: 29.180,-

12 manna stell 5 þvottakerfi Turbo-þurrkun Hljóðlát vél: 47db (re 1 pW) Orkunýtni: A Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

TILBOÐSVERÐ – 108.720,-

TILBOÐSVERÐ – 116.720,-

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 75470FL

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 75670FL

Þú sparar: 35.980,-

1600 snúninga Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók Listaverð: 189.900,-

TILBOÐSVERÐ – 151.920,-

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 87680FL

ÞURRKARI LAVATHERM T76280AC

ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI LAVAMAT 75470 & LAVATHERM T76280

TILBOÐSVERÐ – 119.920,-

PAR 1

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

1400 snúninga · Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók ÞURRKARI

Listaverð á PARINU: 329.800,-

Umboðsmenn um land allt

12 manna stell 5 þvottakerfi 4 hraðastillingar A/A/A orkunýting Hljóð 51db Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

TILBOÐSVERÐ –

ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI LAVAMAT 87680FL & LAVATHERM T86280IC

ÞVOTTAVÉL

1600 snúninga · Taumagn 8 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók

79.900,89.990,-

HVÍT STÁL

PAR 2

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

ÞURRKARI

FRÁBÆRT PAR!

Þú sparar: 65.960,-

TILBOÐSVERÐ –

UPPÞVOTTAVÉL ZDF2010 - W/M

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

Þú sparar: 29.980,-

TILBOÐSVERÐ – 158.320,-

Barkalaus með rakaskynjara Taumagn 8 kg Íslensk notendahandbók

N ÝTIÐ TÆKIFÆRIÐ MEÐAN ÞAÐ GEFST!

Listaverð: 149.900,-

Þú sparar: 39.580,-

ÞVOTTAVÉL

Barkalaus Rakaskynjari Taumagn: 8 kg Íslensk notendahandbók

HVÍT STÁL

afsláttur af öllum þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum

Þú sparar: 37.980,-

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

87.920,95.920,-

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

TILBOÐSVERÐ – 143.920,1600 snúninga Taumagn 8 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók Listaverð: 197.900,-

TILBOÐSVERÐ –

Barkalaus með rakaskynjara Taumagn: 8 kg Stafrænn framvinduskjár Íslensk notendahandbók Listaverð á PARINU: 363.800,-

FRÁBÆRT PAR!

Þú sparar: 72.760,-

PARIÐ 263.840,-

TILBOÐSVERÐ –

PARIÐ 291.040,-

LÁGMÚLA 8 SÍMI 530 2800 www.ormsson.is

VAXTALAUSAR RAÐGREIÐSLUR

3.6% lántökugjald

K V I K A

1400 snúninga Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók Listaverð: 179.900,-

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

UPPÞVOTTAVÉL FAVORIT 45010-W/M

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ


28

viðhorf

Helgin 26.-28. apríl 2013

Siðferðisleg endurreisn þjóðar

Þverpólitísk sátt allra þingmanna

S

á merkilegi atburður gerðist uðu sig inni í Höfða – svona til að á Íslandi að það rann upp ljós breyta um umhverfi – og ákváðu fyrir öllum þingmönnum á að láta hendur standa fram úr ermAlþingi – þverpólitískt ljós. Þeir um. Þeir ákváðu að koma ekki út komu saman í þingsal og ákváðu úr Höfða fyrr en þeir væru búnir að allir sem einn að láta flokkslínleysa nokkur risastór mál. Og viti ur niður falla – en létu í staðinn menn ... út komu þeir þrem dögum vilja þjóðarinnar ráða í nokkrum síðar með snilldarplan um almennstærstu hagsmunamálum hennar í ar leiðréttingar lána og afnám verðþeim tilgangi að endurreisa traust tryggingar í þeim tilgangi að gera á þinginu. kerfislæga tiltekt á ósjálfbærri penFullir yfirvegunar tóku þeir ingaútþenslu bankanna og ná fram ábyrgð á sögulegu lágmarkstrausti Andrea J Ólafsdóttir bæði efnahagslegri og siðferðilegri þjóðar til þingsins. Þeir sömdu endurreisn þjóðar eftir heilmikla þverpólitíska viljayfirlýsingu um að hér eftir áfallaröskun áranna eftir hrun. Jafnframt kom út úr vinnunni nýtt heilbrigt myndu þingmenn starfa sem þjónar lýðræðisins, sem verkfæri þjóðarviljans. húsnæðislánakerfi með vaxtaþaki til öryggis Þingmennirnir þurftu virkilega að taka sig fyrir heimilin og sem hvati fyrir fjármálakerfá til að kasta grímum flokkanna. Þeir náðu þó ið til að halda verðbólgu undir vaxtaþakinu. að taka höndum saman, allir sem einn, lok- Ákvörðun var tekin um að krefja Seðlabank-

ann um stífa og ábyrga hagstjórn með því að setja skatt á gjaldeyrisbrask í þeim tilgangi að hlífa krónunni við stöðutökum og stýra peningamagni í umferð með því að hemja útlánaþenslu einkabanka. Planið fól í sér endurreisn heimilanna og fyrirtækja og kom hagkerfinu og atvinnulífinu af stað með auknum ráðstöfunartekjum fólksins. Bankarnir fengu skýr fyrirmæli um hvernig þeim bæri að leiðrétta höfuðstól lána og jafnframt var tekinn af hagnaði þeirra samtals 200 milljarða króna skattur til að fjármagna leiðréttingar ÍLS og greiða fjölskyldum skaðabætur fyrir aðför að heimilum þeirra. Snjóhengjan var leyst með háum útgönguskatti og ríkisstjórnin fékk það verkefni að endursemja um gríðarlegar ósjálfbærar opinberar skuldir. Lífeyrissjóðskerfið var auk þess tekið til heildarendurskoðunar og endurskipulagningar. Tekin var upp ný stjórnarskrá ásamt breytt-

um stjórnarháttum – þannig að fólkið var eftir þetta haft með í ráðum varðandi stærstu ákvarðanir samfélagsins. Auðlindirnar voru tryggðar í þjóðareigu, án nokkurs þras um hvað það þýddi – og þjóðin fékk að sjá frumvarp sem tryggði arð af sjálfbærri nýtingu auðlindanna til þjóðarinnar. Í kjölfar aðgerðanna talaði fólk almennt um gífurlegan létti og traust á þinginu fór í sögulegar hæðir. Tíu árum síðar var talað um aðgerðirnar sem „hið íslenska efnahagsundur“ og siðferðilega endurreisn þjóðar. Úr hugarheimi Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur, oddvita Dögunar í Suðurkjördæmi

Skuldir heimilanna hafa lækkað á kjör-

Höfum við

S Nýr Landspítali við Hringbraut, sjúkrahótel og bílastæðahús Forval nr. 15452 fyrir hönnunarútboð Undirbúningur 1. áfanga uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut hefur nú staðið um þó nokkurt skeið. Í nóvember 2012 lauk hönnunarhópurinn SPITAL við forhönnun heildarverkefnisins. SPITAL vann einnig tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Landspítalareit sem tók gildi 4. apríl 2013. Nú er komið að forvali fyrir fullnaðarhönnun heildarverkefnisins, en því hefur verið skipt upp í 4 aðskilin hönnunarútboð; um 58.500 m²meðferðarkjarna, um 14.000 m² rannsóknarhús, um 21.300 m² bílastæðahús (með skrifstofuhluta og tæknihluta) og um 4.000 m² sjúkrahótel. Forval það er hér er auglýst snýr að tveimur einfaldari verkefnunum, sjúkrahóteli og bílastæðahúsi. Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í útboði á fullnaðarhönnun sjúkrahótels og/eða bílastæðahúss sem verða hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Hér er um að ræða opið forval auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en útboðin verða lokuð öðrum en þeim bjóðendum sem tekið hafa þátt í forvalinu og uppfyllt allar kröfur þess. Engin takmörkun er á fjölda bjóðenda. Þannig verður öllum umsækjendum sem uppfyllt hafa kröfur forvalsgagna og þannig staðist forval boðið að taka þátt í lokuðum aðskildum hönnunarútboðum fyrir sjúkrahótel og/eða bílastæðahús eftir því sem við á. Ekki er gefin einkunn fyrir hæfni og reynslu og því mun tilboðsfjárhæð hafa 100% vægi í hönnunarútboðunum. Ekki verður greitt fyrir þátttöku í forvali þessu.

Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni og rannsóknarhús Forval nr. 15453 fyrir hönnunarútboð Undirbúningur 1. áfanga uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut hefur nú staðið um þó nokkurt skeið. Í nóvember 2012 lauk hönnunarhópurinn SPITAL við forhönnun heildarverkefnisins. SPITAL vann einnig tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Landspítalareit sem tók gildi 4. apríl 2013. Nú er komið að forvali fyrir fullnaðarhönnun heildarverkefnisins, en því hefur verið skipt upp í 4 aðskilin hönnunarútboð; um 58.500 m²meðferðarkjarna, um 14.000 m² rannsóknarhús, um 21.300 m² bílastæðahús (með skrifstofuhluta og tæknihluta) og um 4.000 m² sjúkrahótel. Forval það er hér er auglýst snýr að tveimur flóknari verkefnunum, meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi. Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í útboði á fullnaðarhönnun meðferðarkjarna og/eða rannsóknarhúss sem verða hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Hér er um að ræða opið forval auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en útboðin verða lokuð öðrum en þeim bjóðendum sem tekið hafa þátt í forvalinu og uppfyllt allar kröfur þess. Engin takmörkun er á fjölda bjóðenda. Þannig verður öllum umsækjendum sem uppfyllt hafa kröfur forvalsgagna og þannig staðist forval boðið að taka þátt í lokuðum aðskildum hönnunarútboðum fyrir meðferðarkjarna og/eða rannsóknarhús eftir því sem við á. Ekki er gefin einkunn fyrir hæfni og reynslu og því mun tilboðsfjárhæð hafa 100% vægi í hönnunarútboðunum. Ekki verður greitt fyrir þátttöku í forvali þessu.

Öll gögn í forvali þessu, útboði og í verkinu í heild, skulu vera á íslensku að undanskildum tæknilegum forskriftum og samskiptum við nauðsynlega birgja, vottunaraðila o.fl. sem mega vera á ensku. Þó er heimilt að senda inn fyrirspurnir á ensku.

Öll gögn í forvali þessu, útboði og í verkinu í heild, skulu vera á íslensku að undanskildum tæknilegum forskriftum og samskiptum við nauðsynlega birgja, vottunaraðila o.fl. sem mega vera á ensku. Þó er heimilt að senda inn fyrirspurnir á ensku og starfsferilslýsingar erlendra ráðgjafa mega einnig vera á ensku.

Þeir fyrirvarar eru gerðir strax í upphafi að útboð á hönnun muni þá aðeins fara fram að verkefninu verði tryggð fjármögnun á fjárlögum. Niðurstöður forvalsins skulu gilda í 9 mánuði eftir að þær liggja fyrir. Þátttaka í forvali gefur umsækjendum kost á því að taka þátt í útboði á öðru verkefninu eða báðum, en skuldbindur þá ekki til þess. Forval þetta er án skuldbindingar fyrir verkkaupa, hvort og hvenær verkefnið verður boðið út og þá í hvaða áföngum.

Þeir fyrirvarar eru gerðir strax í upphafi að útboð á hönnun muni þá aðeins fara fram að verkefninu verði tryggð fjármögnun á fjárlögum. Niðurstöður forvalsins skulu gilda í 9 mánuði eftir að þær liggja fyrir. Þátttaka í forvali gefur umsækjendum kost á því að taka þátt í útboði á öðru verkefninu eða báðum, en skuldbindur þá ekki til þess. Forval þetta er án skuldbindingar fyrir verkkaupa, hvort og hvenær verkefnið verður boðið út og þá í hvaða áföngum.

Forvalsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Umsóknum í forvalið skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, eigi síðar en fimmtudaginn 18. júlí fyrir kl: 10:00 þar sem þær verða opnaðar.

Forvalsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Umsóknum í forvalið skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, eigi síðar en fimmtudaginn 18. júlí fyrir kl: 11:00 þar sem þær verða opnaðar.

umir virðast halda að verðmæti ve rð i ek k i til hjá skap andi og frjóu fól k i sem skapar fjör í þjóðfélaginu heldu r hj á værukærum Ragnar Halldórsson embættisráðgjafi mönnum ríkisins, falli af himnum ofan eða skapi sig sjálf. Og þeir hinir sömu virðast haldnir þeirri firru að eina leið ríkisins til þess að afla tekna sé að skattpína fólk og nýsköpunarfyrirtæki. Þeir halda með öðrum orðum að það að lækka skatta á fólk og fyrirtæki sé ekki vítamínsprauta – auki ekki fjörið, umsvifin og nýsköpunina í þjóðfélaginu þannig að allir njóti þess – líka ríkið og velferðarkerfið – heldur að þetta hafi engin áhrif á fólk og fyrirtæki og ríkið tapi á því. Og þetta viðhorf er ekki aðeins ferlega sorglegt þekkingarleysi á því hvernig þjóðfélagið starfar – ægilega skaðlegur misskilningur varðandi það hvernig skapandi hæfileikafólk býr til verðmæti þegar það fær tækifæri til þess – heldur sýnir það skattpíndu vinnandi fólki fyrirlitningu.

Um hvalrekaskatt Dögunar

Athugasemd

F

réttatíminn heldur því fram í síðasta tölublaði sínu að meðal fullyrðinga stjórnmálaflokka sem ekki standist skoðun sé sú stefna Dögunar að unnt sé að leggja hvalrekaskatt á hagnað bankanna. Í efnahagsstefnunni segir: „að lögð verði upp samsett aðgerð til að takast á við gjaldeyrishöft og ósjálfbæra skulda- og eignastöðu í efnahagskerfinu; með myntskiptum á mismunargengi (mismunandi skiptigengi), eða annars konar leiðréttingum eigna/skulda, með bröttum og tímabundnum skatti á útstreymi gjaldeyris – og með því að leggja á „uppgripaskatt“ (e. windfall-tax)“ (http://xdogun.is/stefnan/ efnahagsstefna-dogunar/). Dögun er fullkunnugt um að afturvirkir skattar verða ekki lagðir á – heldur aðeins „framvirkir“ samkvæmt ákvæði í stjórnarskrá: „Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.“ Hvalrekaskatt – eða „uppgripaskatt“ má leggja hvort sem er á ófyrirséðar hvalrekatekjur kröfuhafa, ef lagaheimild var fyrir honum þegar tekjur mynduðust, eða á óvæntan hvalrekahagnað banka ef lagaheimild var fyrir hendi „þegar


viðhorf 29

Helgin 26.-28. apríl 2013

Náttúruauðlindir og auður sem býr í þekkingu og færni

Auður er lítils virði ef hann er ekki nýttur skynsamlega!

A

Sólrún Jóhannesdóttir 3. sæti XL í NV.

uðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt. Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Náttúruauðlindirnar er mikilvægt að nýta en um leið án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt að koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið

sín lítils. Þegar að kreppir ríður á að forgangsraða þannig að auður Íslands hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og skili okkur á endanum viðunandi lífsskilyrðum. Samanburður við frændþjóðir okkar sýna að við höfum dregist aftur úr hvað varðar lífskjör og við verðum að finna leiðir til að stöðva þá þróun svo ungt fólk sjái ástæðu til að búa hér. Við frambjóðendur Lýðræðisvaktarinnar viljum bæta íslenskt samfélag og um leið íslensk stjórnmál. Forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið sín er einfaldlega sú að farið sé að vilja al-

mennings. Svikin kosningaloforð eru samofin þeirri vanvirðingu lýðræðisins sem við búum við. Nú er lag að hverfa frá stjórnkerfi þar sem sérþarfir valdamikilla þrönghagsmunahópa eru teknar fram yfir hagsmuni hins almenna borgara. Það getum við gert með aukinni aðkomu íbúanna að ákvarðanatökum í þeim málum sem skipta þjóðina og framtíð hennar mestu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru gott verkfæri í slíkri vegferð. Náttúra landsins, allt frá nytjafiskum, loft- og vatnsgæðum til okkar fjölbreytta og fallega lands, er bankainn-

istæða landsmanna, auður sem nota þarf á sjálfbæran og skynsaman máta. Á sama hátt þarf að skapa starfsskilyrði þannig að mannauður þjóðarinnar nýtist og viðhaldist. Það gerum við með því að styrkja atvinnugreinar sem geta leyst af hólmi stóriðjustefnuna sem er gengin sér til húðar. Mikil sóknarfæri liggja í uppbyggingu á þekkingariðnaði og nýsköpun sem tengist sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Vonandi ber okkur gæfa til að nýta það sem okkur er gefið og leiðin að því marki felst í skynsamlegum langtímalausnum.

tímabilinu og kaupmáttur er á uppleið

það betra? Ríkið græðir á meira fjöri Danir hafa horft upp á það eftir alþjóðahrunið – alveg eins og Íslendingar undir vinstristjórninni hér – hvernig Danmörk hefur verið að dragast stöðugt aftur úr nágrannaríkjum sínum í samkeppnishæfni – misst tugþúsundir starfa til útlanda og lítil og stór nýsköpunarfyrirtæki hafa farið á hausinn – á meðan ríkisbáknið hefur þanist út ásamt skuldum þess og fjárlagahallanum. Og hvernig skyldi danska ríkisstjórnin ætla að koma nýsköpuninni og fjörinu í gang, koma nýjum og frjóum fyrirtækjum á laggirnar, skapa glæný störf og margfalda tekjur ríkisins til velferðarkerfisins í leiðinni? Með því að gera nákvæmlega eins og Sjálfstæðisflokkurinn: Að auka frelsi fólks og lækka skatta á vinnandi fólk, heimili og fyrirtæki eins og Svíar. Því Svíþjóð hefur gert allt ofangreint. Nákvæmlega eins og Danir eru að gera og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera. Með mögnuðum árangri. Enda er allt í uppsveiflu í Svíþjóð nánast eins og ekkert alþjóðahrun hafi átt sér stað. Fólk fær miklu meira í budduna, nýsköpunin og umsvifin aukast, glæný störf skapast og tækifærin nýtast í stað þess að glatast. Og hver skyldi líka stórgræða á fjörinu í þjóðfélaginu? Ríkið. Og velferðarkerfið.

frá Dögun

Kræklingaferð í Hvalfjörð, 27. apríl kl. 10.

Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann og verkun hans. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 10. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Hvalfjörð meðtöldum. Mælt er með því að þátttakendur taki með sér stígvél og ílát fyrir krækling. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna og er öllum opin.

Næstu ferðir: 25. maí kl. 11 – Gönguferð um söguslóðir Háskóla Íslands. 8. júní kl. 10 – Gönguferð um Þingvallaþjóðgarð utan alfaraleiðar. 31. ágúst kl. 11 – Sveppaferð í Heiðmörk. 21. september kl. 11 – Gönguferð þar sem matur, saga og menning verða meginefnið.

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um fræðandi gönguferðir sem hófust á aldarafmæli skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskóla Íslands blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Allar nánari upplýsingar á hi.is

Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands.

PIPAR \ TBWA • SÍA • 131153

þau atvik urðu“ er ráða niðurstöðu rekstrarreiknings banka. Ef nægileg lagaheimild er ekki fyrir hendi í Rekabálki Jónsbókar frá 1281 (http://www.althingi.is/ lagas/141a/1281000.401.html) um skiptingu hagnaðar af hvalreka milli hagsmunaaðila, þegar ekkert miðstýrt framkvæmdarvald var fyrir hendi, má setja sérstök lög um hvalrekaskatt. T.a.m. mætti leggja eins konar hvalrekaskatt á í formi eignarskatts eða „með bröttum og tímabundnum skatti á útstreymi gjaldeyris“ en þá verða skattatvik ekki fyrr en þegar útstreymi á sér stað; er tími því nægur til þess að setja lög um útgönguskatt enda eru enn í gildi lög um gjaldeyrishöft. Þá má setja lög um skatt á arð úr bönkunum – áður en arðgreiðslur, til útlanda eða innanlands, eiga sér stað. Dögun vísar því á bug að fullyrðingar í stefnu Dögunar eða ummælum frambjóðenda standist ekki stjórnarskrá. Dögun hafnar einnig fullyrðingu blaðsins um að Dögun hafi haldið því fram að bankar hafi ótakmarkaðar heimildir til þess að búa til peninga og útskýrir það á heimasíðu sinni og á vefsíðu Fréttatímans þar sem ekki fékkst meira rými í prentmiðlinum.

Með fróðleik í fararnesti


viðhorf

30

Helgin 26.-28. apríl 2013

Velferð og menntun í forgang

Kjósum réttlátt samfélag vöxtur 1,6% og lánstraust Kjósendur ganga að kjörog orðspor endurreist. borðinu á laugardaginn. Fjárlagahallinn stefnir í Samfylkingin hefur stýrt að verða innan við 4 milljríkisstjórn frá 2009 og arðar á þessu ári. Kaupleitt það vandasama verkmáttur launa hefur aukist efni að koma þjóðarbúinu að undanförnu og mælist á réttan kjöl eftir bankanú svipaður og fyrri hluta hrunið sem var afleiðing árs 2006. af stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokks og FramVelferð og menntun sóknarflokks. Þeir einkaí forgangi væddu bankana í hendur flokksgæðinga án þess Samfylkingin er velferðað byggja upp nægilegar arflokkur og við munum almannavarnir gagnvart forgangsraða fjárþeirri óhugnanlegu svika- Skúli Helgason veitingum til að byggja myllu krosseignatengsla, upp á ný í heilbrigðisÞingmaður og frambjóðandi innherjasvika og blekkmálum, menntamálum Samfylkingarinnar í 3. sæti inga með hlutabréfaverð og velferðaþjónustu, með Reykjavíkurkjördæmis norður sem leiddi efnahagslegar áherslu á umbætur í alhörmungar yfir þjóðina. mannatryggingakerfinu, Hér eru nokkrar góðar ástæður til að sem munu skila bættum kjörum eldri kjósa Samfylkinguna: borgara og öryrkja á nýju kjörtímabili. Samfylkingin er í forystu fyrir byggÞjóðargjaldþroti afstýrt ingu nýs Landspítala til að bæta þjónustu við sjúklinga, bæta starfsaðstöðu Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og sameina á einum stað starfsemi sem tók við þjóðarbúinu þegar fjárlagahallnú fer fram í 17 byggingum í borgarlandinn var 216 milljarðar, verðbólga og inu. Það eitt mun spara tæpa 3 milljarða stýrivextir voru 18%, atvinnuleysi 9%, í rekstrarkostnað á einu ári. skuldatryggingarálag 1500 stig, samVið munum auka framlög til háskóla dráttur landsframleiðslu var 6,5% – sá og framhaldsskóla og forgangsraða mesti í 64 ár – og orðspor þjóðarinnar og sérstaklega í þágu verk-, tækni- og listlánstraust á alþjóðavettvangi var í rúst. náms; takast á við brotthvarf strax í Ríkisstjórnin skilar allt öðru og betra grunnskóla með markvissum aðgerðbúi fjórum árum síðar: verðbólga er um og auka áherslu á nemendamiðað innan við 4%, stýrivextir 6%, atvinnuleysi menntakerfi sem hefur það höfuðmark5%, skuldatryggingaálag 130 stig, hag-

mið að virkja það besta í hverjum nemanda. Allir geta lært ef þeir fá til þess viðeigandi stuðning.

Evrópusamvinna í þágu heimila og fyrirtækja

Samfylkingin er Evrópuflokkurinn. Við viljum klára aðildarviðræður við ESB og styðjum aðild með fyrirvara um samþykkt þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðild skapar tækifæri til að taka upp nýjan gjaldmiðil sem myndi bæta til frambúðar kjör íslenskra heimila og fyrirtækja í krafti verulegrar lækkunar vaxtakostnaðar, afnáms verðtryggingar og lægri verðbólgu.

Græn atvinnustefna

Samfylkingin er grænn flokkur sem kemur hlutum í verk. Við höfum á kjörtímabilinu haft forystu um að samþykkja Rammaáætlun, sem er ein stærsta verndaráætlun sögunnar, við stýrðum stefnumótun um eflingu græna hagkerfisins og höfum tryggt fjármagn til að hrinda þeirri stefnu í framkvæmd með 1 milljarðs króna fjárveitingu strax á þessu ári. Samfylkingin leggur áherslu á þjóðareign auðlinda og heildstæða auðlindastefnu, þar sem þjóðin fái sanngjarna

hlutdeild í arði af nýtingu auðlindanna. Þess vegna höfum við haft forgöngu um að útgerðin greiðir nú í fyrsta sinn eðlilegt veiðigjald af fiskveiðiauðlindinni. Á þessu ári renna allt að 13 milljarða tekjur af veiðigjöldum í ríkissjóð, sem varið er til fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar um land allt. Við höfum tryggt ríflega 60% hærri fjárveitingar í samkeppnissjóðina: Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð sem mun nýtast til nýsköpunar í öllum helstu atvinnugreinum.

Jafnrétti í reynd

Samfylkingin er jafnréttisflokkur, fyrsti flokkurinn sem valdi konu til að leiða ríkisstjórn, fyrsti flokkurinn sem valdi jafnmargar konur og karla í ráðherraembætti. Við höfum nú skorað launamun kynjanna á hólm með jafnlaunaátaki sem beinist að því að hækka laun stétta, ekki síst í heilbrigðis- og menntageiranum. Af þessum ástæðum og mörgum fleiri er Samfylkingin skýrasti kosturinn fyrir þá sem vilja ábyrga efnahagsstjórn, aukið vægi heilbrigðis- og menntamála í traustu velferðarkerfi, fjölbreytt atvinnulíf og stöðugan gjaldmiðil. Kjósum réttlátt og gott samfélag. X-S!

Samfylkingin er Evrópuflokkurinn

Fáðu góð ráð við oFnæmi

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 62719 01.2013

neutral .is

Dönsku astma- og ofnæmissamtökin

Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá


Lækkum verð um þriðjung (33%) á öllum barnafatnaði

KJÓSUM AUKINN

T KAUPMÁvT öruverð kjósum lægra

33% AFSLÁTTUR af öllum barnafatnaði

24.-28. apríl

Barnafatnaður á Íslandi getur lækkað mikið í verði ef skattar og tollar hér væru sambærilegir og víða erlendis.

Skorum á verðandi þingmenn að endurskoða skatta og tolla eftir kosningar! Það er aukinn kaupmáttur!


Laufásvegur Laugavegur 5-100 Leifsgata 6. kjördeild Lindargata Ljósvallagata Lokastígur Lækjargata Marargata Miðstræti Mímisvegur Mjóstræti Mýrargata Njarðargata Njálsgata 1-87 Norðurstígur Nýlendugata

1. kjördeild Aðalstræti Amtmannsstígur Auðarstræti Austurstræti Ánanaust Ásvallagata Bakkastígur Baldursgata Bankastræti Barónsstígur Bárugata Bergstaðastræti 3-51

Fjölnisvegur

2. kjördeild Bergstaðastræti 52-86 Bergþórugata Bjargarstígur Bjarkargata Bjarnarstígur Blómvallagata Bókhlöðustígur Bragagata Brattagata Brávallagata Brekkustígur Brunnstígur Bræðraborgarstígur Drafnarstígur Egilsgata Eiríksgata Fischersund Fjólugata

4. kjördeild Hallveigarstígur Hávallagata Hellusund Hofsvallagata 1-23 Holtsgata Hólatorg Hólavallagata Hrannarstígur Hringbraut, sléttar tölur Hverfisgata

7. kjördeild Nönnugata Óðinsgata Pósthússtræti Ránargata Seljavegur Sjafnargata Skálholtsstígur Skothúsvegur Skólabrú Skólastræti Skólavörðustígur Skúlagata

5. kjördeild Ingólfsstræti Kárastígur Kirkjugarðsstígur Kirkjustræti Kirkjutorg Klapparstígur

8. kjördeild Smáragata Smiðjustígur Snorrabraut, sléttar tölur Sóleyjargata Sólvallagata

3. kjördeild Frakkastígur Framnesvegur 1-54 Framnesvegur 56-56a Framnesvegur 58-58b Freyjugata Garðastræti Grettisgata 2-86 Grjótagata Grundarstígur Haðarstígur

Spítalastígur Stýrimannastígur Suðurgata 3-37 Tjarnargata Tryggvagata Túngata Týsgata Unnarstígur

1. kjördeild Austurbrún Álfheimar Álftamýri 2-46

9. kjördeild Urðarstígur Vatnsstígur Vegamótastígur Veghúsastígur Veltusund Vesturgata Vesturvallagata Vitastígur Þingholtsstræti Þorfinnsgata Þórsgata Ægisgata Öldugata

2. kjördeild Álftamýri 47-75 Ármúli Ásholt Ásvegur Barðavogur Bolholt Bollagata Borgartún Bólstaðarhlíð Brautarholt Brekkulækur Bríetartún

10. kjördeild Erlendis búsettir, fæddir 16.-31. dag mánaðarins Óstaðsettir í hús, fæddir 16.-31. dag mánaðarins Sendiráð

3. kjördeild Brúnavegur Bugðulækur Dalbraut Dragavegur Drekavogur Dugguvogur Dyngjuvegur Efstasund Eikjuvogur Einholt Engjateigur Fellsmúli 2-12

4. kjördeild Fellsmúli 13-22 Ferjuvogur Flókagata Glaðheimar Gnoðarvogur Goðheimar Grettisgata 90-98 Guðrúnargata Gullteigur 5. kjördeild Gunnarsbraut Háaleitisbraut Háteigsvegur 6. kjördeild Hátún Hjallavegur Hjálmholt Hlunnavogur Hofteigur Hólmasund Hólsvegur Hraunteigur Hrefnugata

Katrínartún Kirkjusandur Kirkjuteigur Kjartansgata Kleifarvegur Kleppsvegur 2-44

Njálsgata 90-112 Njörvasund Norðurbrún Nóatún Nökkvavogur Otrateigur Rauðalækur

8. kjördeild Kleppsvegur 46-620

12. kjördeild Rauðarárstígur Reykjavegur Safamýri Samtún Selvogsgrunn Sigluvogur Sigtún Silfurteigur Síðumúli Skaftahlíð 1-28

• Kleppsvegur Hrafnista • Kleppur starfsmannahús

Langahlíð Langholtsvegur 1-120b

9. kjördeild Langholtsvegur 122-208 Laugalækur Laugarásvegur Laugarnestangi Laugarnesvegur

13. kjördeild Skaftahlíð 29-42 Skarphéðinsgata Skeggjagata Skeiðarvogur Skipasund Skipholt

10. kjördeild Laugateigur Laugavegur 103-162 Ljósheimar Mánagata Mánatún Meðalholt Miðtún

7. kjördeild Hrísateigur Jökulgrunn Kambsvegur Karfavogur Karlagata

14. kjördeild Snekkjuvogur Snorrabraut, oddatölur Sólheimar

11. kjördeild Mjölnisholt Mörkin

við alþingiskosningar 27. apríl 2013

1. kjördeild Aflagrandi Aragata Arnargata Álagrandi Bauganes Baugatangi Bárugrandi Birkimelur Boðagrandi Dunhagi Eggertsgata 2-8 2. kjördeild Eggertsgata 10-34 Einarsnes Einimelur Faxaskjól Fáfnisnes Fálkagata Fjörugrandi Flyðrugrandi Fornhagi Fossagata Framnesvegur 55 og 57 Framnesvegur 59-68 3. kjördeild Frostaskjól Gnitanes Góugata Granaskjól Grandavegur Grenimelur Grímshagi Hagamelur 2-40 4. kjördeild Hagamelur 41-53 Hjarðarhagi Hofsvallagata 49-62 Hringbraut, oddatölur Hörpugata Kaplaskjólsvegur

5. kjördeild Keilugrandi Kvisthagi Lágholtsvegur Lynghagi Meistaravellir Melhagi Neshagi Nesvegur Oddagata Rekagrandi 6. kjördeild Reykjavíkurvegur Reynimelur Seilugrandi Skeljagrandi Skeljanes Skeljatangi Skerplugata Skildinganes Skildingatangi Smyrilsvegur Starhagi Suðurgata 100-121 7. kjördeild Sörlaskjól Tómasarhagi Víðimelur Þjórsárgata Þormóðsstaðavegur Þorragata Þrastargata Ægisíða Öldugrandi 8. kjördeild Erlendis búsettir, fæddir 1.-15. dag mánaðarins Óstaðsettir í hús, fæddir 1.-15. dag mánaðarins Sendiráð

1. kjördeild Barmahlíð Beykihlíð Birkihlíð Blönduhlíð Bogahlíð Drápuhlíð 1-33 2. kjördeild Drápuhlíð 34-48 Engihlíð Eskihlíð Grænahlíð Hamrahlíð Háahlíð Hörgshlíð Lerkihlíð Mávahlíð 1-31

1. kjördeild Aðalland Akraland Akurgerði Austurgerði Áland Álfaland Álftaland Ánaland Árland Ásendi Ásgarður Bakkagerði

3. kjördeild Mávahlíð 32-48 Miklabraut Mjóahlíð Reykjahlíð Reynihlíð Stakkahlíð Stigahlíð Suðurhlíð Vesturhlíð Víðihlíð

Básendi Bjarmaland Bleikargróf Blesugróf Borgargerði Brautarland 2. kjördeild Breiðagerði Brekkugerði Brúnaland Búðagerði Búland

Bústaðablettur Bústaðavegur Byggðarendi Dalaland Efstaland Efstaleiti Espigerði Fossvogsvegur 3. kjördeild Furugerði Garðsendi Gautland

1. kjördeild Akrasel Árskógar Bakkasel Bláskógar Brekkusel Dalsel Dynskógar Engjasel 1-83 2. kjördeild Engjasel 84-87 Fífusel Fjarðarsel Fljótasel Flúðasel Giljasel Gljúfrasel Grjótasel Grófarsel Hagasel

3. kjördeild Hálsasel Heiðarsel Hjallasel Hléskógar Hnjúkasel Holtasel Hólmasel Hryggjarsel Hæðarsel Jakasel Jórusel Jöklasel Kaldasel Kambasel 1-48 4. kjördeild Kambasel 49-85 Kleifarsel Klyfjasel Kögursel

Geitland Giljaland Goðaland Grensásvegur 26-60 Grundargerði Grundarland Haðaland Hamarsgerði Háagerði 4. kjördeild Heiðargerði Helluland Hjallaland Hlíðargerði Hlyngerði Hólmgarður Hulduland

Lambasel Látrasel Lindarsel Ljárskógar Lækjarsel Melsel Mýrarsel Rangársel Raufarsel Réttarsel Seljabraut Síðusel Skagasel Skógarsel 5. kjördeild Skriðusel Staðarsel Stafnasel Stallasel Stapasel

Hvammsgerði Hvassaleiti 1-37 5. kjördeild Hvassaleiti 38-157 Hæðargarður Hörðaland Jöldugróf Kelduland Kjalarland Kjarrvegur Klifvegur Kringlan Kúrland 6. kjördeild Kvistaland Langagerði

Steinasel Stekkjarsel Stíflusel Strandasel Strýtusel Stuðlasel Teigasel Tindasel Tjarnarsel Tungusel Vaðlasel Vaglasel Vatnasel Vogasel Ystasel Þingasel Þjóttusel Þrándarsel Þúfusel Þverársel

Láland Litlagerði Ljósaland Logaland Markarvegur Markland Melgerði Miðleiti Mosgerði Neðstaleiti 7. kjördeild Ofanleiti Rauðagerði Réttarholtsvegur Seljaland Seljugerði Skálagerði

Skógargerði Skógarvegur Sléttuvegur 8. kjördeild Snæland Sogavegur Steinagerði Stjörnugróf Stóragerði Sævarland Teigagerði Traðarland Tunguvegur Undraland Viðjugerði Vogaland


Vættaskóli Borgir (áður Borgaskóli)

Sóltún Sporðagrunn Stakkholt Stangarholt 15. kjördeild Starmýri Stórholt Stúfholt Suðurlandsbr. 16-66 Suðurlbr. Álfabrekka Sundlaugavegur Sunnuvegur Súðarvogur Sæviðarsund Úthlíð Vatnsholt Vesturbrún Vífilsgata Þverholt

1. kjördeild Austurfold Baughús Básbryggja Bláhamrar Brekkuhús Dalhús Dverghamrar Dyrhamrar Fannafold 1-157 2. kjördeild Fannafold 158-251 Frostafold Funafold Funahöfði Garðhús 3. kjördeild Geithamrar Gerðhamrar Grundarhús Hamarshöfði Hesthamrar Hlaðhamrar Hlíðarhús Hverafold Höfðabakki Jöklafold Leiðhamrar

4. kjördeild Krosshamrar Logafold Miðhús Naustabryggja

1. kjördeild Álfaborgir Bakkastaðir Barðastaðir Berjarimi

5. kjördeild Neshamrar Rauðhamrar Reykjafold Salthamrar Smiðshöfði Sporhamrar Stakkhamrar Suðurhús Svarthamrar Sveighús Vallarhús Vegghamrar Veghús Vesturfold Vesturhús Vesturlandsbr. Keldur

2. kjördeild Breiðavík Brúnastaðir Dísaborgir Dofraborgir Dvergaborgir Fífurimi 3. kjördeild Flétturimi Fróðengi Garðsstaðir Gautavík Goðaborgir Grasarimi Gufunesvegur 4. kjördeild Gullengi Hamravík Hrísrimi Hulduborgir Hvannarimi Jötnaborgir Laufengi 1-42

5. kjördeild Klukkurimi Laufengi 44-182 Laufrimi Ljósavík Lyngrimi Mosarimi 6. kjördeild Mururimi Reyrengi Rósarimi Smárarimi Sóleyjarimi

1. kjördeild Andrésbrunnur Biskupsgata Freyjubrunnur Friggjarbrunnur Gefjunarbrunnur Gerðarbrunnur Gissurargata Grænlandsleið Gvendargeisli, oddatölur Haukdælabraut Iðunnarbrunnur Jónsgeisli

Úlfarsbraut Úlfarsfellsvegur Vesturlandsbraut Engi Vesturlandsbraut Fífilbrekka Vesturlandsbraut Lambhagi 2. kjördeild Kristnibraut, oddatölur Vesturlandsbraut Mæri Vesturlandsbraut Stekkur Lambhagavegur Vesturlandsbr. Tjarnarengi Lofnarbrunnur Vesturlandsbraut Úlfarsfell Marteinslaug Vesturlandsbraut Víðimýri Sifjarbrunnur Þórðarsveigur Sjafnarbrunnur Skyggnisbraut Urðarbrunnur Kapellustígur Katrínarlind Klausturstígur

7. kjördeild Stararimi Starengi Tröllaborgir Vallengi Viðarrimi Vættaborgir Æsuborgir 1. kjördeild Álfsnes og önnur bæjarnöfn Búagrund

Esjugrund Furugrund Helgugrund

Hofsbraut Jörfagrund Víkurgrund

Alþingiskosningar 2013

Depluhólar Dúfnahólar Dvergabakki Erluhólar Eyjabakki Fannarfell Ferjubakki Fornistekkur 2. kjördeild Fremristekkur Brúnastekkur Fýlshólar 1. kjördeild Arahólar Asparfell Austurberg Álftahólar Blikahólar Blöndubakki

1. kjördeild Álakvísl Árkvörn Birtingakvísl Bjallavað Bleikjukvísl Brautarás Brekkubær Brúarás Bröndukvísl Búðavað Deildarás Dísarás Elliðavað Eyktarás

2. kjördeild Fagribær Ferjuvað Fiskakvísl Fjarðarás Glæsibær

Grundarás Hábær Heiðarás Heiðarbær Helluvað Hestavað Hlaðbær Hólavað Hólmvað

Gaukshólar Geitastekkur Gilsárstekkur Grýtubakki 2-16 3. kjördeild Grýtubakki 18-32 Gyðufell Hamraberg Haukshólar

Háberg Heiðnaberg Hjaltabakki Hólaberg Hólastekkur Hrafnhólar Hraunberg Iðufell Írabakki 2-16 4. kjördeild Írabakki 18-34 Jórufell Jörfabakki Keilufell Klapparberg

Lyngháls Lækjarás

5. kjördeild Lækjarvað Malarás Melbær Móvað Mýrarás Norðurás 3. kjördeild Næfurás Hraunbær 1-110 Rafstöðvarvegur Rauðavað 4. kjördeild Rauðás Hraunbær 111-19 8 Reiðvað Kambavað Reyðarkvísl Klapparás Reykás 1-25 Kleifarás Kólguvað 6. kjördeild Krókavað Hólmsl. Tungufell Laxakvísl Reykás 26-49 Lindarvað Rofabær

Kóngsbakki Kríuhólar Krummahólar 1-8 5. kjördeild Krummahólar 9-59 Kötlufell Lambastekkur Lágaberg Leirubakki Lundahólar Maríubakki Máshólar Möðrufell Neðstaberg Norðurfell

Sandavað Seiðakvísl Selásblettur Selásbraut Selvað Silungakvísl Sílakvísl Skógarás Sólbrekka Stangarhylur Suðurás Suðurlbr. Árbæjars. Suðurlbr. Bakkakot Suðurlbr. Hella Suðurlbr. Hólmur Suðurlbr. Litlaland Suðurlbr. Sólnes Urriðakvísl

7. kjördeild Vallarás Vesturás

Viðarás Vindás Víkurás Vorsabær Ystibær Þingás Þingvað Þverás Þykkvibær

Núpabakki Nönnufell Orrahólar Ósabakki Prestbakki 6. kjördeild Réttarbakki Rituhólar Rjúpufell Skriðustekkur Smyrilshólar Spóahólar Staðarbakki Starrahólar Stelkshólar

Suðurhólar Súluhólar Torfufell 1-32 7. kjördeild Torfufell 33-50 Trönuhólar Tungubakki Ugluhólar Unufell Urðarbakki Urðarstekkur Valshólar Vatnsveituvegur Vesturberg 1-92

8. kjördeild Vesturberg 93-199 Vesturhólar Víkurbakki Völvufell Yrsufell Þangbakki Þórufell Þrastarhólar Æsufell

3. kjördeild Gvendargeisli, sléttar tölur Kirkjustétt Kristnibraut, sléttar tölur Laxalón Maríubaugur

4. kjördeild Ólafsgeisli Prestastígur Vesturlandsbr. Grafarholt Þorláksgeisli

Kjörfundur hefst laugardaginn 27. apríl kl. 9.00 og honum lýkur kl. 22.00 Kjörskrá er aðgengileg á vefnum www.kosning.is Á kjördag eru upplýsingar um kjörskrá og ýmis önnur aðstoð veitt kjósendum í símum 411-4915, 411-4916, 411-4917, 411-4918, 411-4919, 411-4925, 411-4926 og 411-4927 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður mun á kjördegi hafa aðsetur sitt í Ráðhúsi Reykjavíkur, en yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður í Hagaskóla Aðgengi fatlaðra er tryggt á öllum kjörstöðum Kjósendur eru hvattir til að ferðast með vistvænum ferðamáta á kjörstað. Göngum, hjólum eða tökum strætó


34

viðtal

Helgin 26.-28. apríl 2013

Með eitt nýra og stálhnefann á lofti Hárgreiðslumeistarinn Sjöfn Rafnsdóttir hefur marga fjöruna sopið á lífsleiðinni. Hún varð gjaldþrota í Svíþjóð í kreppunni þar og sér engan mun á ástandinu þar þá og því sem fólk er að upplifa á Íslandi núna. Hún missti dóttur sína eftir áralöng og erfið veikindi og telur heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér. Hún er nú hætt að klippa mennska hausa og snyrtir hesta með tilþrifum á Hellu. Þar býr hún í tveimur gámum þar sem hún fær ekki byggingarleyfi. Hún er með eitt nýra og stálhnefa sem hún steytir á móti ranglæti heimsins.

S

jöfn Rafnsdóttir bjó í Svíþjóð um langt árabil þar sem hún starfaði sem hárgreiðslukona. Þegar kreppa skall á Svíaríki missti hún allt sitt og var nánast á götunni árið 1993. Hún mátti ekkert eiga í fimmtán ár en kann ekki að gefast upp og hefur nú komið sér fyrir á litlum skika í grennd við Hellu. Hún hefur beðið eftir byggingarleyfi í á þriðja ár og hefst á meðan við í tveimur tólf feta gámum. Árið 2004 lést dóttir Sjafnar, Eva Björk Eiríksdóttir, eftir tveggja áratuga erfið veikindi. Sjöfn fylgdi dóttur sinni hvert fótmál í baráttunni og gaf henni nýra sem virkaði þó ekki sem skyldi. Hún hefur fengið sinn skammt af mótlæti en segist aldrei gefast upp. Henni ofbýður svo ástandið í

samfélaginu að hún ákvað að taka sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar í Suðurkjördæmi til þess að reyna að láta gott af sér leiða. Röddina segir hún þannig að hún geti ekki rifið mikinn kjaft en hún láti þeim mun meira til sín taka á lyklaborðinu sem hún hamrar á í gámnum sínum umkringd þremur stórum hundum. „Ég gat ekki setið þegjandi og horft upp á hvernig menn leika sér að örlögum annarra og fá bara að halda því óhindrað áfram. Þetta ranglæti er eitt af því sem fékk mig til þess að kasta mér á lyklaborðið,“ segir Sjöfn ákveðin. „Ég á eftir að fara í að aðgerð á raddböndum og get ekki mikið verið með í því að hrópa á torgum en reyni að aðstoða eins og ég get. Ég valdi Lýðræðisvaktina vegna þess að þar er fólk sem stendur fyrst og fremst

Saman getum við tryggt þjóðinni nýja stjórnarskrá og lýðræðisumbætur

Þórður Björn Sigurðsson

farið er með fólk hérna og ef ég get hjálpað einhverjum með mínu framlagi þá er ég til í slaginn.“

Býr í tveimur gámum

upp gegn óréttlætinu og ég fékk alveg nóg þegar þjóðinni var sýnd vanvirðing með meðhöndlun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi. Það var dropinn sem fyllti mælinn.“

Missti aleiguna 1993

Sjöfn fluttist til Svíþjóðar 1989 og bjó í Stokkhólmi í hartnær átján ár. „Ég fór illa út úr kreppunni í Svíþjóð á sínum tíma þegar ég missti heimilið mitt og þetta er ég að endurupplifa núna hérna heima. Ég keypti 1989 og var búin að missa allt 1993. Það sem er í gangi á Íslandi núna er bara endurtekning á öllu því sem gekk þá yfir Svía.“ Sjöfn starfaði náið með neytendasamtökum í Svíþjóð og með hópum sem börðust gegn eignaupptöku þá. „Með neytendasamtökunum kom ég að gerð skuldaeyðingarlaga sem voru sett í Svíþjóð í apríl 1994 og tók virkan þátt í baráttunni gegn því hvernig farið var með fólk á þessum tíma. Þannig að ég veit hvað fólk er að fara í gegnum hér núna og þetta er bara nákvæmlega eins.“ Sjöfn segir markvisst níðst á „heiðarlegu fólki sem fremur þann glæp að kaupa sér húsnæði fyrir sig og börnin sín. Ég var þarna ein með tvö börn og veit hvað það er að lenda í klónum á hrægömmum. Í mínu tilfelli var þetta fimmtán ára straff þar sem ég mátti ekkert eignast. Ég gat heldur ekki sótt um skuldaeyðingu af þeirri einföldu ástæðu að ég var með veikt barn sem var orðið átján ára og það var ekki tekið með í reikninginn. Það hryggir mig alveg ótrúlega hvernig

Ég er búin að búa í kössum í tíu ár og hef flækst um á leigumarkaðnum sem er alveg svakalegur. Fáránlegur.

Sjöfn hefur komið sér fyrir á litlum skika við Hellu þar sem hún hefur í á þriðja ár stefnt að því að koma sér upp heimili. Það hefur ekki gengið sem skyldi og hún hefst því við í tveimur tólf feta gámum þar til rofar til í kerfinu. „Ég kýs að vera svona og ég kýs að búa svona og er bara enn í sveitinni að sleikja sárin. Maður hefur samt lært maður getur verið sáttur ef maður veit að maður hefur gert eins vel og maður gat og aðstæður buðu upp á,“ segir Sjöfn sem sækir vatnið í brunn en er með það sem mestu máli skiptir í gáminum. „Ég er með rafmagn og internettengingu og það er æðislegt. Þetta gefur mér bara tækifæri til að njóta hlutanna á annan hátt en áður og horfa öðruvísi á það sem maður leit áður á sem sjálfsagðan hlut.“ Biðin eftir byggingarleyfi hefur þó reynst öllu lengri en Sjöfn reiknaði með í upphafi. „Stjórnsýslan í þessu landi er í þvílíku ólagi að ég er búin að bíða í tvö ár eftir byggingarleyfi og vona að þetta fari að ganga. En uppgjöf er ekki til í mínum orðaforða þannig að ég flutti hingað á byggingarsvæðið í þessa tvo gáma og þetta er þriðji veturinn minn í þeim. Þetta er búið að vera ansi skemmtilegt, lærdómsríkt og rosalegt. Það var til dæmis ansi magnað hérna um árið þegar það voru 50 metrar á sekúndu. Þá var ég búin að skorða mig hérna með hundunum mínum, alveg ákveðin í því að nú færi gámurinn. Það gekk svo mikið á að ég fann tveggja metra skjólvegg, sem ég var með hérna, í tætlum tugi metra úti á túni. Þetta var svakalalegt.“

Risarotþró í loftköstum

„Ég má bara ekkert gera hérna fyrr en leyfið kemur þótt ég sé löngu komin með lögbýlisrétt. En svona eru skipulagsmálin og það er alltaf eitthvert nýtt fólk að taka við. Ég keypti mér stærstu rotþró sem um getur en mátti Framhald á næstu opnu


aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Ungnauta hamborgari, 120 g

249 289

Við g

kr./stk.

e bafill lam iturönd

8 5 9 3

f með

Mikið

fyrir lítið

g kr./k

g

kr./k 8 9 3 4

g

rir þi

ira fy

me erum

kr./stk.

Úrbeinað lambalæri fyllt með sveppum og camembert

15

% r afsláttu

ir Bestöti í kj

2598 3898

kr./kg

kr./kg

aðeins

1990 fyrir má ltíðina

KjúKlingaKlingaKlingaMáltíð

ísleaðeins nsk k j t í k öt jö

ÍM Kjúklingabringur

2099 2469

tbo rði

Grillaður kjúklingur - heill Franskar kartöflur - 500 g Kjúklingasósa - 150 g Coke - 2 lítrar*

kr./kg

kr./kg

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

gleðilegt leðilegt sumar 15

nÝtt!

20

afsláttu% r

Gular melónur, sneiðar

Maísstönglar, forsoðnir, 2 stk.

548 649

kr./pk.

kr./pk.

499 649

kr./kg

kr./kg

15

SS kryddlegnar lambatvírifjur

2498 3135

20

Grillbakki, sætar kartöflur, kryddaðar

% afsláttur

649

20

kr./kg

kr./kg

afsláttu% r

afslát % tur

Mjólka skyrterta bláberja

998 1139

kr./stk.

kr./stk.

Coke Light, Coke Zero, 2 lítrar

229 269

kr./stk.

kr./stk.

Höfðingi, 150 g

369 438

15

% afsláttur

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

kr./pk.

Sóma pizzur með pepperoni og nautahakki

698 869

kr./stk.

kr./stk.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

% afsláttur


36

viðtal

ekki einu sinni grafa hana. Hún fór alltaf af stað í veðrinu og eftir að ég var búin að eltast við hana og hlaupa á eftir henni í heilt ár fékk ég leyfi til að grafa hana niður. Hún var þá búin að brjóta niður girðingar hérna og hvaðeina.“ Þessar hrakningar allar draga þó hvergi úr Sjöfn sem heldur áfram óbuguð. „Ég lít bara á þetta sem tækifæri og ég er ekkert búin að gefast upp á því að koma mér upp þaki yfir hausinn á mér. Ég tel mig bara heppna að hafa tekist, eftir fimmtán ára straff og að mega ekki eiga neitt, að kaupa mér landskika. Ég á líka mjög góða að og er að koma mér hér fyrir en það er auðvitað skelfilegt að bjóða fólki upp á guð, gaddinn og götuna þegar búið er að hirða af því heimilin.“ Sjöfn átti tvö börn Evu Björk og Svein Rafn Eiríksson. Sveinn Rafn er fæddur 1979 en Eva Björk var tveimur árum eldri en hún lést fyrir níu árum. Veikindi Evu Bjarkar voru erfið og Sjöfn var á stöðugu flakki á milli Svíþjóðar og Íslands. „Ég skráði lögheimilið mitt hérna 2005, fór til Svíþjóðar og keypti mér 14 tonna trukk og setti allt dótið okkar í hann og sigldi með hann hingað heim með Norrænu. Ég kom með trukkinn hingað í júní 2006 og dótið mitt hefur verið í honum síðan þá. Ég er búin að búa í kössum í tíu ár og hef flækst um á leigumarkaðnum sem er alveg svakalegur. Fáránlegur. Með allt stóðið mitt, fram og til baka og þar á meðal þrjá stóra hunda.“

Sorgleg sjúkrasaga

Eva Björk var sex ára þegar hún veiktist af sykursýki og við tók rúmlega tuttugu ára barátta við erfið veikindin. „Þegar maður er búinn að vera inn og út af sjúkrahúsum í Svíþjóð og á Íslandi í tvo áratugi, búa þar bara mánuðum ef ekki árum saman þá veit maður hvernig á ekki að gera hlutina.“ Eva Björk bjó ein á Íslandi síðustu ár sín og var þá orðin blind. „Hún kom nú einhvern tíma fram í sjónvarpinu, þessi elska , og sagði frá veikindum. Tók meira að segja úr

Helgin 26.-28. apríl 2013

Sjöfn Rafnsdóttir lætur til sín taka í gámunum á Hellu. Ljósmynd/Hari

sér gerviaugað í beinni útsendingu. Kjör öryrkja eru ömurleg og það er skelfilegt hvernig farið er með þá. Ranglætið er hróplegt en maður heldur að þetta sé allt í lagi, sem það er ekki, fyrr en maður lendir sjálfur í þessu.“ Sjöfn vandar heldur ekki heilbrigðiskerfinu kveðjurnar þótt hún segist hafa fulla samúð með heilbrigðisstarfsfólki sem sé hart keyrt við erfiðar aðstæður. „Ég gaf henni nýra og þeir klúðruðu því. Íslendingar voru náttúrlega að spara og það vantaði eina rannsókn í viðbót.“ Ógæfan dundi síðar á Evu Björk á meðan verkfall hamlaði heimahjúkrun. „Þá rak hún tána í rúmið sitt og ég fékk svo hringingu frá sjúkrahúsinu hér heima og þá var búið að taka af henni þrjár tær. Í framhaldinu þurfti af taka af henni fót fyrir neðan hné.“

Sjöfn fór vitaskuld rakleitt heim til Íslands þegar hún fékk hringinguna en Eva Björk átti ekki afturkvæmt af spítalanum. „Það var svo mikil mannekla að einhverju sinni var hlaupið frá henni og hún skilin eftir ein. Þá datt hún og á stubbinn og fékk sjúkrahússbakteríu í hann og svo rak bara hvert ólánið annað þar til yfir lauk. Maður dauðvorkennir samt þessum færu læknum sem við eigum vegna þess að þeir hafa engan tíma.“

Dekrar við hrossin

Sjöfn er hætt að eiga við hárið á höfði fólks og unir sér nú vel við snyrtingar á hestum. „Ég er búin að skipta um kúnnahóp og þetta er mjög skemmtilegt á annan hátt. Merarnar rífast um mig þegar ég kem í stóðið. Þær slást meira að segja. Þetta er allt í lagi á

meðan þetta eru lítil folöld en þá bakka þau bara til mín þegar ég kem með bursta og þau vilja snyrtingu.“ Leikar æsast hins vegar þegar hrossin vaxa úr grasi og þá er ekkert gefið eftir. „Ég á þá fullt í fangi enda bara með tvær hendur.“ Og stundum er hestahárgreiðslan hættulegt starf. „Ein var eitthvað hálf fúl út í mig einu sinni þegar ég var búin að vera lengi að klippa hana. Hún rykkti í mig, rauk af stað og ég flækti höndina í þessu öllu saman þannig að það þurfti að skipta um liði í henni fyrir bragðið. En ég fékk bara stálhnefa í staðinn,“ segir Sjöfn sem er einkar lagið að horfa á björtu hliðarnar. Sjöfn segir hesta ekki svo hégómlega að hársnyrtingarnar séu fegrunaraðgerðir. „Þetta er bara spurning um að láta hestunum líða vel. Sérstaklega á þessum tíma þegar þeir eru að missa vetrarhárin. Þá klæjar og ég er með sérstaka bursta, greiði þeim og nudda. Merarnar fá svo alltaf sérstaka meðferð. Þær vilja svona smá nudd og eru ósköp þakklátar fyrir þetta,“ segir Sjöfn sem efast ekki um að dekur hennar hafi góð áhrif á andlega heilsu dýranna. „Ég stend í þessu bara úti á túni og það eru alger forréttindi að fá að vera innan um þessi dýr.“

Með járnhnefann á lofti

Þótt samvistir Sjafnar við skepnurnar úti í náttúrunni hafi róandi áhrif á hana gefur hún ekkert eftir í baráttunni fyrir betri heimi og hikar ekki við að byrsta sig ef svo ber undir og steyta járnhnefann. „Ég neita að gefast upp. Og þegar heilbrigðismál, húsnæðismál og málefni öryrkja eru annars vegar þá er ég öllum hnútum kunnug og ef ég get sagt eitthvað eða gert eitthvað til að koma fólki til hjálpar þá er ég tilbúin. Þess vegna lét ég tilleiðast og tók 4. sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar í Suðurkjördæmi og finnst ég hafa valið rétt. Alveg hiklaust,“ segir hestasnyrtirinn með járnhnefann. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Saman getum við tryggt arð af auðlindum og haldið þeim í þjóðareigu Andrea Ólafsdóttir

Gísli Tryggvason

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

1. sæti Suðurkjördæmi

1. sæti Norðausturkjördæmi

1. sæti Reykjavík norður

Saman getum við farið í öflugar aðgerðir í þágu heimilanna G. Dadda Ásmundardóttir

Margrét Tryggvadóttir

Þórður Björn Sigurðsson

1. sæti Norðvesturkjördæmi

1. sæti Suðvesturkjördæmi

1. sæti Reykjavík suður



viðhorf

Helgin 26.-28. apríl 2013

GLÆNÝTT FRÁ

MANTRA veggskraut 6.700 kr.

UMBRA ULove myndarammi 3.900 kr.

Í ríki Al Thani

É

HELGARPISTILL CONCEAL ósýnilega hillan small 2.900 kr. large 3.900 kr. BIRDIE 3 snagar í pk. 4.500 kr.

Gerum hús að heimili

4

TEKK COMPANY og HABITAT Kauptúni | Sími 564 4400 www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is Opið mán.–lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13-18

+

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Verð aðeins

1990,-

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Saman getum við tryggt arð af auðlindum og haldið þeim í þjóðareigu

Gísli Tryggvason

Teikning/Hari

áltíð fyrir

38

Ég leit fyrir tilviljun út um gluggann á flugvélinni og sá þá pálmana sérkennilegu, landfyllingarnar sem gerðar hafa verið í Dúbaí. Þær eru dæmi um brjálæðislega hugmynd sem varð að veruleika, þegar peningar voru taldir nægir og byggt var á færustu sérfræðingum frá Belgíu og Hollandi, þar sem menn hafa náð hvað lengst í gerð sjóvarnargarða. Upphaflega hugmyndin var að lengja strandlengju Dúbaí um 520 kílómetra, með lúxushúsnæði við sjávarsíðuna, glæsihótelum og afþreyingarstöðum af öllu tagi. Sumt er komið í gagnið, annað ekki en Dúbaí fór illa út úr fjármálakreppunni. Framkvæmdir við pálmana stórbrotnu hafa því tafist en upphaflega stóð til að ljúka þessum framkvæmdum á 1015 árum en grjótflutningar út í Persaflóann hófust árið 2001. Við hjónin vorum á leið til Kaupmannahafnar frá Katmandu í Nepal, með millilendingu í furstadæminu Katar við Persaflóa, það löngu stoppi þó í höfuðborginni Doha að tími átti að vera til þess að fá vegabréfsáritun inn í landið og dvelja þar dagpart. Töf á fluginu frá Katmandu setti þó strik í reikninginn en nægur tími var samt til þess að skreppa í bæinn. Fimm tíma flug er frá Katmandu til Doha og óhætt er að segja að þar stigi maður inn í allt annan heim. Ríkidæmið lekur beinlínis af þessu olíuríki sem er á nesi sem skagar út í Persaflóann. Ekki er það stórt, Ísland er um það bil tíu sinnum stærra en Katarar eru svipað margir og Íslendingar – en íbúar landsins hins vegar til muna fleiri. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur í bæinn sagði að þeir væru 1,7-1,8 milljónir. Viðbótin er innflutt vinnuafl frá nálægum Arabaríkjum, Indlandi, Nepal, Pakistan, Sri Lanka, Filippseyjum og fleiri ríkjum. Bílstjórinn sem keyrði okkur frá flugvellinum var frá Túnis, sá sem ók okkur til baka var frá Nepal. Katarar eru því yfirstétt í eigin landi, ríkasta landi í heimi samkvæmt lista Forbes. Hvorki meira né minna en 94 prósent af vinnuafli landsins er aðkeypt. Katar á ekki landamæri að öðru landi en Sádi-Arabíu en skammt undan ströndum þess er eyríkið Bahrein. Áður en olía og gas fannst í jarðlögum Katar voru fiskveiðar og perluleit helstu atvinnugreinar. Landið var undir breskum yfirráðum til 1971 en Al Thani fjölskyldan hefur verið ráðandi í landinu frá miðri 19. öld. Emírinn þar er Hamad bin Khalifa Al Thani. Al Thani nafnið tengist íslenskri viðskiptasögu, eins og margir þekkja, en frændi emírsins, Mohammed bin Khalifa Al Thani, kom við sögu Kaupþings á síðustu dögum fyrir fall bankans er hann keypti milljarðahlut í honum. Það mál er fyrir dómstólum hér en sérstakur saksóknari telur að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Það er önnur saga og ótend heimsókn okkar til Katar. Við og önnur hjón í ferðahópi okkar spurðum leigubílstjórann einfaldlega

hvort hann tæki dollara og hvort hann vildi skutla okkur í miðbæinn. Hann vildi dollarana og brunaði með okkur áleiðis að háhýsahverfi miðborgar Doha þar sem hvert húsið er öðru glæsilegra um leið og hann fræddi okkur um risavaxna verslunarmiðstöð sem vert væri að skoða. Taldi sennilega að við ættum fleiri dollara en raunin var og er kannski vanur að aka slíku fólki. Við þekktum ekkert til í Doha en spurðum þó, þegar við nálguðumst skýjakljúfana, hvort ekki væri gamlan miðbæ að finna. Hann hélt það nú og sneri þegar frá glitrandi háhýsunum að lægri byggð, nær flugvellinum. Það var vel valið – við vorum ekki svikin af hinum gamla miðbæ Doha. Þar var dásamlegt að rölta um innan um smáverslanir og markaðstorg af öllu tagi auk veitingastaða sem buðu upp á alls konar lystisemdir. Minn betri helmingur stóðst ekki mátið og splæsti í teppi. Prútt frúarinnar á þessum arabíska markaði tókst eftir atvikum. Þótt konur hafi öðlast nokkurn rétt í Katar, meðal annars kosningarétt árið 1999, eiga þær enn langt í jafnræðisland. Arabísku karlarnir gengu um í hvítum kuflum en konur í þeirra fylgdarliði voru svartklæddar frá toppi til táar með hulin andlit, stundum nokkrar með einum hvítklæddum. Þeir bönduðu frá sér forvitnum Kópavogsbúum sem vildu mynda hjörðina. Alls staðar sat fólk á veitingastöðum og reykti vatnspípur, einkum karlar en þó slæðingur af konum. Við fjögur sem fórum saman í bæinn fundum okkur góðan veitingastað og pöntuðum forvitnilega rétti, í nokkurri óvissu þó, eins og stundum gerist þar sem maður þekkir sig ekki. Ég lét vaða á lambakjöt, þóttist vita að Arabar væru þar á heimavelli. Mér brá nokkuð þegar þjónninn kom með diskinn. Þar virtist í fyrstu aðeins vera viskustykki en reyndist, þegar að var gáð, pönnukaka. Undir henni var prýðilegur lambaréttur, kryddaður með einhverju sem ég kann ekki skil á. Ekki þýddi að biðja um áfengan drykk með ljúfmetinu. Það er bannað. Vatn eða gos varð það að vera – eða vatnspípa sem við létum eiga sig. Nepalinn sem ók okkur aftur á flugvöllinn ræddi líka um Katarana og aðflutta vinnuaflið, ekki síður en bílstjórinn frá Túnis. Það var aðeins tónn í báðum gagnvart yfirstéttinni, Katörunum sjálfum, sem borga ekki einu sinni tekjuskatt – og vita varla ekki aura sinna tal. Katar verður væntanlega meira í fréttum þegar nálgast árið 2022. Þá verður heimsmeistarakeppnin í fótbolta haldin þar. Einhvers staðar heyrði ég að fótboltavellirnir, sem þeir ætla að byggja fyrir hátíðina miklu, verði kældir – og veitir víst ekki af. Hitinn er nálægt 40 stigum í maí og september og vel yfir 40 gráðum sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. En Al Thani, það er að segja emírinn en ekki Kaupþingsfrændinn, á víst fyrir slíkum smámunum.


2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 4 Hot Wings,2 skammtar af frönskum, 2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa

0 9 1.9kr.

PIPAR\TBWA •

SÍA •

130935

k i e l o u D í t t ! á k þ o u o t Tak C á Facebið í frí KF tir verið á leoinu þínu. u Þú gæ páhalds d p með u

svooogott gott

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS


Dögun býður þér í kosningapartý verður á Boston, Laugavegi ÍKosningavakan Reykjavík verður kosningavakan á Boston, 28b í Reykjavík28b, frá kl. fram nótt. á nótt. Laugavegi frá21 kl.og 21:00 ogáfram Söngur og skemmtun á milli talna verður í höndum frambjóðenda Dögunar. Fram koma Guðrún Ágústa og Hlynur Arnórsson. Allir velkomnir.


Saman getum við farið í öflugar aðgerðir í þágu heimilanna


42

AquaClean áklæði AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa

aðeins með vatni!

kynningarafsláttur

Nýtt Mósel

Tungusófar - Sófasett - Hornsófar

bíó

Helgin 26.-28. apríl 2013

 Kosningar

Pólitískir hráskinnaleikir í bíó

Kosningabaráttan nær hámarki á laugardag þegar landsmenn kjósa til alþingis eftir hressilegar byltur, bæði innan flokka og á milli þeirra, og heilmikið hopp og skopp í skoðanakönnunum. Finnist einhverjum hafa vantað upp á dramatíkina í slaginn má alltaf leita eftir meiru hjá Hollywood þar sem svikabrallið og innantóm loforðin eru síst minni en í raunveruleikanum. Fréttatíminn tínir hér til nokkrar sígildar kosningamyndir fyrir þá sem ekki hafa fengið nóg. Primary Colors (1998)

Milano

Sófasett - Hornsófar - Tungusófar g

Torino

Hornsófar - Tungusófar - Sófasett

John Travolta leikur ígildi Clintons forseta í Primary Colors.

John Travolta og Emma Thompson eru hér í hlutverkum ríkisstjórahjóna sem sækja fyrirmyndir til Bills og Hillary Clinton og fyrstu kosningabaráttu Bills um embætti forseta Bandaríkjanna. Hér segir frá atlögu ríkisstjórans Jacks Stanton að forsetaembættinu en myndin byggir á lykilrómanunum Primary Colors: A Novel of Politics. Bókin fjallar um kosningabaráttu Clintons 1992. Hún kom fyrst út án þess að nafns höfundar væri getið en síðar kom á daginn að þar var á ferðinni blaðamaðurinn Joe Klein, sem fjallaði um baráttu Clintons fyrir Newsweek. Hér gengur á ýmsu og Billy Bob Thornton fer mikinn í hlutverki spunakarls og pólitísks plottara.

The Campaign (2012) Basel

Tungusófar - Sófasett - Hornsófar

Paris

Pólitísk gamanmynd með þeim Will Ferrell og Zach Galifianakis í hlutverkum ólíkra Suðurríkjamanna sem berjast um þingsæti. Ferrell leikur demókratann Cam Brady sem er að sigla inn í sitt fimmta kjörtímabil. Kosningabarátta hans kemst í uppnám þegar fréttist að hann hefur staðið í framhjáhaldi með konu úr stuðningsliði sínu. Spilltir viðskiptajöfrar sjá sér þá leik á borði og dubba ferðafrömuðinn Marty Huggins (Galifianakis) upp sem frambjóðanda Repúblikana með það fyrir augum að fella þingmanninn. Þessir ólíku menn takast síðan á af fullri hörku og öllum brögðum í bókinni er beitt.

Zach Galifianakis leikur hálfgerðan einfeldning sem er settur til höfuðs þingmanni sem Will Ferrell leikur.

Tilboðsvörur á frábæru verði The Ides of March (2011)

70 % allt að

afsláttur

af völdum vörum og sýningareintökum

Borðstofustólar frá 7.900 kr

Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Speglar frá 5.000

HÚSGÖGN Patti verslun I Dugguvogi 2

I

Heilsukoddar 2.900 kr

Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá 75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is

Ryan Gosling kemst að því með illu að hugsjónir eiga lítið erindi í stjórnmálabaráttu.

George Clooney leikur aðalhlutverkið í og leikstýrir þessari mynd um baktjaldamakk í kosningabaráttu. Hann leikur nánast fullkominn frambjóðanda og ríkisstjóra sem er kominn langleiðina með að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninga. Hann er, ásamt snjöllum kosningastjóra sínum (Philip Seymour Hoffman) og ungum en feikilega færum fjölmiðlafulltrúa sem enn hefur hugsjónir (Ryan Gosling), í Ohio þar sem þeir ætla sér að gulltryggja honum sigur. Keppinauturinn er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp en hafi hann betur í ríkinu getur brugðið til beggja vona. Það er því mikið undir og lævís kosningastjóri andstæðingsins nær hælkróki á Gosling. Samstaðan í þéttum hópnum rofnar og skyndilega er setið á svikráðum í hverju skúmaskoti og ljóst er að aðeins þeir allra klókustu muni komast heilir frá þessum hráskinnaleik.

Warren Beatty er með pólitískari mönnum í Hollywood og skrumskælir stjórnmálin með látum í Bulworth.

SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114 / VÍNLANDSLEIÐ 16 150 REYKJAVÍK

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum 4. maí

Bulworth (1998) Warren Beatty, leikstýrir, skrifar handrit og leikur aðalhlutverkið í þessari léttu ádeilu. Þingmaðurinn frjálslyndi Jay Billington Bulworth hefur verið lengi í stjórnmálum og hálfpartinn dagað uppi með meiningar sínar sem þóttu sniðugar á milli 1960 og 1970. Hann hyggst stytta sér aldur með því að setja leigumorðingja til höfuðs sér í miðri baráttu sinni fyrir endurkjöri en atburðir haga því þannig að hann verður skyndilega forsetaefni. Bráðfeigur maðurinn.

Robert Redford deildi á póitíkina í Bandaríkjunum í The Candidate

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tekur gildi 4. maí nk. Markmiðið með kerfinu er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og lækka lyfjakostnað þeirra sem nota dýr og/eða mörg lyf. Upplýsingar um kerfið má nálgast: Á www.sjukra.is þar sem þú getur einnig reiknað út lyfjakostnaðinn þinn í nýju kerfi. Hjá apótekum.

www.sjukra.is

The Candidate (1972) Sjarmatröllið Robert Redford leikur Bill McKay sem er í þingframboði fyrir Kaliforníu. Hann á ekki möguleika á að ná kosningu og er þess vegna tilbúinn til þess að klípa aðeins í kerfið með því að segja það sem honum sýnist. Þegar skoðanakannanir benda til þess að hann muni skíttapa kosningunum breytir hann þó um takt. Hann er sonur fyrrverandi ríkisstjóra og reiknaði með að geta tapað með sóma en ekki skömm. Viðsnúningurinn og breiddin sem hann setur í baráttuna lyftir honum í könnunum en því fylgja ekki síður vandamál að fljúga hátt en lágt.


Mið Fim Lau Fim Fös Lau

24/4 25/4 27/4 2/5 3/5 4/5

Kl. 20 UPPSELT Kl. 20 UPPSELT Kl. 20 UPPSELT Kl. 20 UPPSELT Kl. 20 UPPSELT Kl. 20 UPPSELT

Sun Fim Fös Lau Fim Fös

5/5 9/5 10/5 11/5 16/5 17/5

Kl. 20 UPPSELT Kl. 20 örfá sæti Kl. 20 UPPSELT Kl. 20 örfá sæti Kl. 20 UPPSELT Kl. 20 örfá sæti

Lau Fim Lau Sun Fös Lau

18/5 23/5 25/5 26/5 31/5 1/6

Kl. 20 örfá sæti Kl. 20 örfá sæti Kl. 20 örfá sæti Kl. 20 örfá sæti Kl. 20 örfá sæti Kl. 20 lokasýn.


44

viðtal

Helgin 26.-28. apríl 2013

OPIÐ FYRIR

INNRITUN Í HÁSKÓLANN Á AKUREYRI

Esther Helga Guðmundsdóttir hefur rekið MFM meðferðarstöðina í sjö ár án nokkurra opinberra styrkja, þrátt fyrir að hafa ítrekað sóst eftir þeim. Ljósmynd/Hari

▶ Hjúkrunarfræði** ▶ Iðjuþjálfunarfræði* ▶ Diplómu- og meistaranám í heilbrigðisvísindum - M.S. í heilbrigðisvísindum - Diplómunám í heilbrigðisvísindum (40 einingar)

Í boði er nám í þremur deildum á hug- og félagsvísinda sviði; félagsvísindadeild, lagadeild og kennaradeild: ▶ ▶ ▶ ▶ ▶ ▶ ▶ ▶ ▶

Félagsvísindi* Fjölmiðlafræði* Kennarafræði* (leik- og grunnskólastig) Lögfræði Nútímafræði* Sálfræði* Heimskautalögfræði L.L.M/M.A. Nám til kennsluréttinda Menntunarfræði - Diplómunám í menntunarfræðum (60 einingar) - M.Ed. í menntunarfræðum - M.A. í menntunarfræðum

Á viðskipta- og raunvísindasviði er boðið upp á nám í viðskiptadeild og auðlindadeild: ▶ ▶ ▶ ▶ ▶ ▶

Líftækni* Sjávarútvegsfræði* Náttúru- og auðlindafræði* Viðskiptafræði* M.S. í auðlindafræði M.S. í viðskiptafræði

Sjálfstæði - Traust - Framsækni - Jafnrétti

Á heilbrigðisvísindasviði er boðið upp á nám í þremur deildum:

*Einnig í boði í fjarnámi **Í boði á Selfossi og Reyðarfirði Engin skólagjöld, innritunargjald fyrir skólaárið kr. 60 þúsund.

www.unak.is

Umsóknarfrestur til 5. júní

Flakka á milli fíkna

Stór hópur þeirra sem eiga við matarfíkn að stríða kemur úr fjölskyldum þar sem fíknisjúkdómar eru vandamál. Fíkniráðgjafi segir fjölfíkn algenga, þar sem ofneysla matar komi jafnvel fram í kjölfar þess að ofneyslu áfengis er hætt ef ekki er unnið með undirliggjandi orsakir vandans.

H

átt hlutfall þeirra sem leita sér aðstoðar hjá MFM miðstöðinni vegna matarfíknar kemur úr fjölskyldum þar sem fleiri eiga við alvarlegan þyngdarvanda eða fíknivanda að etja. „Við sjáum að fíknin liggur í fjölskyldum,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir, fíkniráðgjafi hjá MFM, meðferðar og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana. „Fjölskyldusagan er skoðuð þegar fólk kemur í meðferð og í langflestum tilfellum sjáum við þar matarfíkn, alkóhólisma eða aðrar neyslufíknir. Þá virðist um greinilega genatengingu að ræða,“ segir Esther og bendir á að sama genið hafi fundist hjá alkóhólistum og matarfíklum. Algengast er að matur sem inniheldur

mikið af sykri, hveiti eða fitu valdi fíkniáhrifum. Vissulega koma einnig í meðferð einstaklingar þar sem engin fjölskyldusaga er um fíknisjúkdóma. „Þá er það oft í kjölfar áfalla eða ofbeldis að fólk fer að borða óhóflega og þróar með sér þessa fíkn,“ segir hún. Sjö ár eru síðan Esther Helga stofnaði MFM miðstöðina. Á þessum tíma hafa um tvö þúsund manns tekið þátt í meðferðarstarfi á vegum miðstöðvarinnar.

Sturta í sig sykri

Esther segir svokallaða krossfíkn, eða fjölfíkn, vera nokkuð algenga. „Góður maður sagði eitt sinn að ef við fyndum eina fíkn hjá einstaklingi þá eru þær sennilega allavega þrjár. Það er líka mín reynsla af því að vinna með fíknir. Við

erum yfirleitt að vinna með fleiri en eina fíkn, og jafnvel að fólk flakki á milli fíkna,“ segir hún. Þannig sé algengt að alkóhólisti, til að mynda, sem hættir að drekka án þess að vinna með undirliggjandi ástæður fíknar sinnar, byrji í staðinn að borða í óhófi. „Ég hef heyrt það frá fólki sem vinnur með áfengis- og fíkniefnasjúklingum að þetta er töluvert vandamál. Þeir fara jafnvel að sturta í sig sykri, sem hækju,“ segir hún, og bætir við að það sé vissulega skárra en að neyta harðra fíkniefna en sé engu að síður bara önnur birtingarmynd fíknar. Hún bendir á að ef alkóhólisti kemur í meðferð hjá MFM miðstöðinni sé honum ráðlagt að huga vel að alkóhólismanum og fara á fundi. „Matarfíklar vinna einnig sporin tólf en hver tólf spora samtök


Helgin 26.-28. apríl 2013

viðtal 45

Við sjáum að fíknin liggur í fjölskyldum.

hafa sinn tilgang. Alkóhólisti fær ekki stuðning vegna áfengisfíknar á fundum fyrir matarfíkla. Þannig fara margir á tólf spora fundi hjá fleiri en einum samtökum til að viðhalda bata,“ segir hún. Esther hafði lengi átt þann draum að stofna regnhlífarsamtök áhugafólks um matarfíkn og sá draumur varð að veruleika fyrr í þessum mánuði þegar samtökin Matarheill voru stofnuð. Þar komu fram 28 matarfíklar sem samtals hafa misst 1,1 tonn frá því þeir tókust á við fíknina og hafa bókstaflega öðlast nýtt líf.

Gagnrýnir heilbrigðiskerfið

MFM nýtur engra opinberra styrkja, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Estherar til þess. Ýmis stéttarfélög niðurgreiða þó námskeiðisgjöld fyrir sína félagsmenn. Esther gagnrýnir að heilbrigðisyfirvöld viðurkenni ekki matarfíkn sem sjúkdóm. „Alkóhólistum er ráðlagt að hætta að drekka og þegar þeir geta það ekki eru þeir settir í meðferð við fíkn. Einstaklingi sem ekki ræður við mataræði sitt og þyngist stöðugt og leitar sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu er ráðlagt að borða minna og hreyfa sig meira. Þegar það tekst ekki og viðkomandi leitar aftur aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins er honum áfram sagt að borða minna og hreyfa sig meira. En það er stór hópur sem ekki getur það án hjálpar,“ segir Esther. Enn eitt vandamálið þegar kemur að matarfíkn er að þeir sem þjást af offitu skammast sín oft of mikið til að leita sér aðstoðar. „Fordómar gagnvart feitu fólki er staðreynd. Það hafa verið gerðar rannsóknir á því að fagfólk í heilbrigðisstéttum hefur fordóma og feitt fólk er síður ráðið í vinnu. Of feitir bera það utan á sér að það er eitthvað í þeirra lífi sem er ekki í jafnvægi. Það eru samt alls ekki allir sem eru of þungir matarfíklar og margir sem geta með leiðsögn komist út úr vítahringnum. En allavega helmingur þeirra sem eru í vanda með át og þyngd þurfa aðstoð og meðferð sambærilega við þá sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Esther Helga: „Ég hef heyrt það frá fólki sem vinnur með áfengis- og fíkniefnasjúklingum að þetta er töluvert vandamál. Þeir fara jafnvel að sturta í sig sykri, sem hækju,“ segir hún, og bætir við að það sé vissulega skárra en að neyta harðra fíkniefna en sé engu að síður bara önnur birtingarmynd fíknar.


46

úttekt

Helgin 26.-28. apríl 2013

Skálað fyrir sigrum og grátið ofan í bjórinn Kosningavökur stjórnmálaflokkanna eru ómissandi þáttur í tilveru hörðustu stuðningsmanna á kosninganótt þar sem ýmist er skálað glaðlega fyrir glæstum sigrum eða grátið ofan í veigarnar yfir ótíðindum upp úr kjörkössunum. Vökurnar verða óvenju margar í ár enda fádæma margir listar í boði þannig að ætla má að víða um borgina muni fólk hlæja og gráta í mislitum kórum. En kjósendur ráða því vitaskuld hvar gleðin verður við völd og hvar þunglyndið mun svífa yfir vötnum. Fréttatíminn tiltekur hér hvar þeir flokkar sem eiga raunhæfa möguleika á að ná fólki á þing, samkvæmt skoðanakönnunum, daginn fyrir kosningar koma saman. Og rifjar um leið upp stemninguna hjá fjórflokknum fyrir fjórum árum.

Sjálfstæðisflokkurinn

Samfylkingin

Framsóknarflokkurinn

Hilton Reykjavík Nordica

Rúgbrauðsgerðin

Hótel Borg

Suðurlandsbraut 2 Sjálfstæðismenn í Reykjavík safnast saman á hótelinu og fylgjast með nýjustu tölum. Líklega verður nokkur spenna í þeirra röðum enda gætu þeir unnið varnarsigur á endasprettinum. Á kosninganótt í apríl 2009 komu flokksmenn saman á varnarþingi sínu í Valhöll og voru búnir undir það versta. Mannskapurinn bar sig þó vel, ekki síst Sigurður Kári Kristjánsson, sem eyddi kvöldinu í að detta inn og út af þingi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sá þó ekki ástæðu til að staldra lengi við og yfirgaf samkvæmið snemma kvölds eftir að hafa stappað stálinu í sitt fólk. Stórsöngvarinn Geir Ólafsson var þó í miklum ham, lét slæma niðurstöðu ekki draga sig niður og sá fram á bjarta tíma í stjórnarandstöðu.

Borgartúni 6 Mikill völlur var á samfylkingarfólki fyrir fjórum árum þar sem það fagnaði ákaft kosningasigri á Grand Hótel. Flokksfólk mun að þessu sinni koma saman í Rúgbrauðsgerðinni en verður varla jafn borubratt og á sama tíma fyrir fjórum árum þegar krókódílatár féllu yfir gengi Sjálfstæðisflokksins. Þá bar hugurinn marga hálfa leið til Evrópu og þrátt fyrir ofgnótt áfengis var það fyrst og fremst sigurvíman sem hélt viðstöddum í sjöunda himni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var þar hrókur alls fagnaðar og réði sér vart af kæti yfir þeim skilaboðum sem hann nam upp úr kjörkössunum: Að þjóðin vildi stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna og komast í Evrópusambandið. Margt hefur breyst síðan þá. Jóhanna Sigurðardóttir var hetja kvöldsins en nú kemur það í hlut nýrakaðs Árna Páls Árnasonar að rífa upp stemninguna.

Pósthússtræti 9-11 Framsóknarflokkurinn var ekki aðeins staðfastur í Icesavedeilunni heldur lætur hann ekki hagga sér af Borginni þar sem flokksfólk kom saman á kosninganótt 2009. Þá fór allt friðsamlega fram og stemningin var óvenju róleg, hvorki mikill fögnuður né sorg. Formaðurinn nýi virðist í ljósi sögunnar hafa verið býsna spámannlega vaxinn þetta kvöld en flokkurinn rétti aðeins úr kútnum á endasprettinum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þetta vera upphafið að því sem koma skal. „Þetta er upphafið að því sem koma skal,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á kosningavöku flokksins í Reykjavík fyrir örfáum mínútum. Flokkurinn hefði verið kletturinn í hafinu og fólk ætti bara að ímynda sér „hvað hefði gerst ef við hefðum haft eins og eina viku til viðbótar í kosningabaráttu.“ Næstu nótt kemur í ljós hvernig fjögur ár í baráttu munu gagnast flokknum.

Sérblöð Fréttatímans Sérblöð Fréttatímans eru vönduð og auglýsingar í þeim skila auglýsendum árangri enda er Fréttatíminn lesin af um 109.000 manns um hverja helgi, en ekki bara flett við morgunverðarborðið. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í sérblöðin þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is

Fylgstu með - láttu sjá þig!

Pírataflokkurinn Restaurant Reykjavík (áður Kaffi Reykjavík) Vesturgötu 2 Pírataflokkurinn var ekki í framboði fyrir síðustu kosningar en á raunhæfa möguleika á þingsætum nú. Internetliðið ætlar að koma saman á Restaurant Reykjavík og taka því þar sem verða vill. Birgitta Jónsdóttir er einn mest áberandi kafteinn sjóræningjanna, en hún var í miklum ham á Iðnó í apríl 2009 þegar hún fór á þing, ásamt þremur öðrum, fyrir Borgarahreyfinguna. Það sem helst bar til tíðinda á vöku Borgarahreyfingarinnar var að á þriðja tímanum var ungum manni hent út með nokkrum látum. Hann taldi sig eiga erindi við viðstadda og slökkti á hljóðkerfi staðarins þar sem hann vildi koma því á framfæri að það væri alveg sama hvað fólk kysi það fengi alltaf „sama bullið“ yfir sig. Ekki útilokað að þessi maður sé pírati í dag.

Vinstri-hreyfingin grænt framboð Hótel Saga Hagatorgi Vinstri-græn áttu góða nótt á Kaffi Reykjavík fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk mesta fylgi í sögu sinni. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður VG, var vígreifur og hylltur sem traustur leiðtogi og mikill sigurvegari þegar hann gekk í salinn þangað sem hann kom beint frá Akureyri þar sem hann hafði gert gott mót í heimakjördæmi sínu. Hann lýsti yfir sigri flokksins í kosningunum og sagði makleg málagjöld Sjálfstæðisflokksins bera þess skýrt vitni að lýðræðið virkaði á Íslandi. Mikilvægast sagði hann þó að forsendur fyrir hreina vinstri stjórn hefðu skapast. Staða VG er allt önnur í dag og hvað sem gerist á laugardag er ljóst að Steingrímur fær ekki sama uppklappið og áður og að Katrín Jakobsdóttir mun bera hitann og þungann af nóttinni. Og virkni lýðræðisins verður varla Steingrími jafn vel að skapi sé eitthvað að marka fylgiskannanir.

Björt framtíð Víkin – Sjóminjasafn í Reykjavík Grandagarði 8 Björt framtíð er einnig nýliði þegar kemur að því að slá upp kosningavökum en liðsmenn hennar safnast saman í Víkinni. Hverfandi líkur eru taldar á því að formaðurinn Guðmundur Steingrímsson muni þenja nikkuna á kosninganótt en plötusnúður mun sjá um tónlist á milli þess sem nýjustu tölur berast.


Kjósum íslenskan landbúnað! Íslenskir bændur framleiða fjölbreyttar búvörur sem eru þekktar fyrir gæði og ferskleika. Metnaður bænda stendur til þess að sjá þjóðinni fyrir sem mestu af þeim matvælum sem hún þarfnast og hægt er að framleiða innanlands. Landbúnaðurinn er hornsteinn byggðanna og hefur víðtæk margfeldisáhrif á atvinnusköpun um allt land. Á næstu árum er mikilvægt að búa svo í haginn að íslenskur landbúnaður vaxi og dafni.

Útgjöld Íslendinga til matvælakaupa Íslendingar verja 13% heildarútgjalda sinna til kaupa á matvörum en meðaltal ESB-ríkja er tæp 14%. Við verjum lægri hluta útgjalda okkar til matvælakaupa en Finnar, Svíar og Norðmenn. Útgjöld neytenda til kaupa á íslenskum búvörum, án grænmetis, eru um 5,4% heildarútgjalda. Allt grænmeti, bæði innflutt og innlent, er 0,8% af heildarútgjöldum. Heimild: Eurostat, 2013.

Innlend matvælaframleiðsla heldur aftur af verðbólgu Frá árinu 2008 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 45,5%. Íslenskar búvörur hafa almennt hækkað minna en aðrar neysluvörur. Innflutningur á búvörum Töluvert er flutt inn af búvörum til Íslands. Árið 2012 voru flutt inn til landsins

1.111 tonn

64 tonn

af erlendu kjöti

af jógúrt

163 tonn

10 tonn

af ostum

af mjólkurdufti

Verðmæti útfluttra búvara

Mál sem brenna á bændum Bætum kjörin Bændur hafa glímt við afleiðingar efnahagshrunsins eins og aðrir landsmenn. Seinagangur við úrlausn skuldamála hefur letjandi áhrif á framþróun atvinnugreinarinnar. Flest aðföng sem notuð eru í landbúnaði hafa hækkað mikið í verði undanfarin ár. Búrekstur á víða undir högg að sækja þrátt fyrir mikla hagræðingu síðustu ár.

Eflum nýsköpun og þróun Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska er búmannsháttur 21. aldar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar.

Betur borgið utan ESB Bændasamtökin hafa ítrekað andstöðu sína við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og telja að hagsmunum landsins sé betur borgið utan ESB.

Tollverndin stendur vörð um innlenda matvælaframleiðslu Stuðningur við íslenskan landbúnað byggir annars vegar á greiðslum úr ríkissjóði og hins vegar tollvernd. Tollar eru liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði og eru mikilvægir til að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar búvöruframleiðslu gagnvart erlendri framleiðslu.

Treystum grunnþjónustu í dreifbýli Bændasamtökin hafa ítrekað vakið máls á því að bæta þurfi úr þeim ójöfnuði sem íbúar dreifbýlis búa við. Viðhaldi og þjónustu vega í dreifbýli er ábótavant, fjarskipti eru víða ekki í lagi og dreifikerfi raforku þarf að bæta.

Kíktu á bondi.is og kynntu þér málin frekar

Höfnum innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti Vísindamenn hafa bent á að staða sjúkdóma í íslenskum búfjárstofnum sé í mörgu tilliti einstök og verðmæti sem beri að verja með öllum tiltækum ráðum. Ýmis sýkingarhætta er fyrir hendi ef flutt er inn hrátt, ófrosið kjöt og getur hún ógnað heilbrigði dýra og manna.

Nýtum auðlindir og tryggjum fæðuöryggi Það er hverri þjóð nauðsyn að reka öflugan landbúnað. Nýjar áskoranir blasa við matvælaframleiðendum um allan heim sem þurfa að bregðast við aukinni eftirspurn eftir mat. Íslenskir bændur vilja nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi.

Árið 2011 voru tekjur af útflutningi búvara og sölu á gistingu og þjónustu við erlenda ferðamenn í sveitum

8,3 milljarðar króna. Ríkisútgjöld til landbúnaðar 2,12% af útgjöldum ríkisins renna til landbúnaðarins. Heildarútgjöld hins opinbera til landbúnaðar voru 16 milljarðar króna árið 2011. Verðmæti landbúnaðarframleiðslu Heildarverðmæti búvöruframleiðslunnar árið 2010 var

33,9 milljarðar króna. Fjöldi lögbýla og bænda

4.200 lögbýli eru í ábúð 4.800 manns starfa í landbúnaði 11.000 störf tengjast landbúnaði


48

matur

Helgin 26.-28. aprĂ­l 2013

Spennandi ferĂ°ir Ăşt Ă­ heim 3DUDGtVDUH\MDQ

6UL ODQND RNWyEHU QyYHPEHU

Innifalið: Hålft fÌði, flug, hótel,skattar, íslenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. Safarí ferð um Yala Þjóðgarðinn.

ďƒ¨ kosningakvĂśld gott Ă­ gogginn

SmårÊttir í kosningapartíið MÜndlur með rósmarín MÜndlur eru dýrindissnarl en Þessar eru enn betri. Fyrir 8 300 g mÜndlur 2 msk ólívuolía 2 hvítlauksgeirar 1 grein rósmarín 1 1/2 tsk sjåvarsalt

VerĂ° per mann i 2ja manna herbergi 499.920 kr

Nåttúra, menning og fjÜlbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan,Ìvintýraleg upplifun í einstÜku umhverfi. Eyjan sem Sinbað sÌfari og Marco Polo heimsóttu å ferðum sínum. Við kynnumst framandi en heillandi heimi sem tekur å móti ferðalÜngum með opnum Ürmum. Verð per mann í 2ja manna herbergi 464.329 kr Innifalið: Flug, hótel, allar ferðir,skattar og íslenskur fararstjóri.

AĂ°ferĂ° HitiĂ° ofninn Ă­ 180ÂşC. BlandiĂ° Ăśllu saman Ă­ skĂĄl, setjiĂ° ĂĄ ofnplĂśtu og bakiĂ° Ă­ 10 mĂ­nĂştur. TakiĂ° Ăşr ofninum og lĂĄtiĂ° standa Ăžar til kĂłlnar.

�YLQWøUL

0H[tNy *XDWHPDOD RJ %HOL]H

Beikonvafin hĂśrpuskel GĂłmsĂŚt hĂśrpuskelin verĂ°ur enn betri ĂĄ bragĂ°iĂ° meĂ° stĂśkku beikoni.

RNWyEHU

Við kynnumst stórkostlegri nåttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíana. Skoðum m.a. hin Þekkta piramida Tulum, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við nÌst stÌrsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Við tÜkum svo nokkra daga å luxus hóteli við Karabiska hafið Þar sem allt er innifalið.

+LQ IDJUD RJ IRUQD $OEDQtD

$OEDQtD VHSW ² RNW

VerĂ° per mann Ă­ 2ja tveggja manna herbergi 314.061 kr InnifaliĂ°: Flug, hĂłtel, skattar, hĂĄlft fĂŚĂ°i, allar ferĂ°ir, aĂ°gangur Ăžar sem viĂ° ĂĄ og Ă­slenskur fararstjĂłri

AlbanĂ­a hefur nĂş loksins opnast fyrir erlendum ferĂ°amĂśnnum. Enn hefur alĂžjóðafĂŚĂ°ingin ekki nĂĄĂ° aĂ° festa Ăžar rĂŚtur og er lĂ­tt sjĂĄanleg. Ăžar mĂĄ sjĂĄ ĂŚvaforna menningu, sĂśguna ĂĄ hverju horni, grĂ­Ă°arfallega nĂĄttĂşru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna Ăžar sem gĂśmul gildi eru Ă­ hĂĄvegum hĂśfĂ°.

Fyrir 8 12 beikonsneiĂ°ar 24 hĂśrpuskeljar Safi Ăşr 1/2 sĂ­trĂłnu

Ostastangir Þessar ostastangir eru gómsÌtar framreiddar nånast beint úr ofninum. ÞÌr eru gerðar að hluta til úr heilhveiti og eru Því hollari fyrir vikið. Fyrir 8 85g heilhveiti 85g hveiti 3 msk smjÜr (mjúkt) 3msk parmesan (rifinn) 1 stórt egg 2msk mjólk 1tsk paprikuduft 1msk sesamfrÌ Aðferð: Hitið ofninn í 180ºC. Setjið bÜkunarpappír å 2 bÜkunarplÜtur. Blandið hveiti og salti í

AĂ°ferĂ° HitiĂ° ofninn Ă­ 180ÂşC. SkeriĂ° beikonsneiĂ°arnar Ă­ tvennt og vefjiĂ° utan um hverja hĂśrpuskel. FestiĂ° meĂ° tannstĂśngli. KreistiĂ° sĂ­trĂłnusafa yfir og bakiĂ° Ă­ ofni Ă­ 15 mĂ­nĂştur. BoriĂ° fram heitt.

skål og bÌtið smjÜri í og hrÌrið Þangað til blandan verður eins og brauðmylsna. HrÌrið parmesanosti út í. HrÌrið saman egg og mjólk. Geymið eina matskeið en blandið restinni út í hveitiblÜnduna Þannig að úr verði ÞÊtt deig. Hnoðið. Stråið paprikudufti å borðið og fletjið deigið út í ferning, með um 20cm hliðarlengd. Smyrjið með eggjablÜndunni sem eftir var, skerið í 10cm lengjur sem eru um 1cm að breidd. Takið lengjurnar og snúið upp å ÞÌr og leggið å bÜkunarpappír å ofnplÜtu. Bakið í 15 mínútur. KÌlið Ügn og berið fram volgt. Geymist í allt að 5 daga.

StĂłrfengleg borg

Beint flug frĂĄ KeflavĂ­k og Akureyri

BrauĂ° meĂ° geitaosti

26.-29. oktĂłber

Riga

BakaĂ°ur geitaostur er eitt ĂžaĂ° besta sem til er og Ăžar sem hann er ekki ĂĄ boĂ°stĂłlum hjĂĄ okkur Ă?slendingum ĂĄ hverjum degi er hann sannkallaĂ°ur veislumatur. Fyrir 16 1 snittubrauĂ°, skoriĂ° Ă­ 2,5 cm sneiĂ°ar 80ml tĂłmatpĂşrra (pĂşrĂŠe) 2msk sĂłlĂžurrkaĂ° tĂłmatmauk (paste) 4 tĂłmatar 140g geitaostur 1 1/2 msk ĂłlĂ­vuolĂ­a 2msk furuhnetur ferskt tĂ­mĂ­an

Lettlandi

Ăšrval veitingahĂşsa, verslana (m.a. H&M) og kaffihĂşsa. NĂŚturlĂ­f eins og ĂžaĂ° gerist best. Gamli bĂŚrinn er frĂĄ ĂĄrinu 1201 og er verndaĂ°ur af Unesco. Ăžar ber hĂŚst kastalinn Ă­ Riga, kirkja Sankti PĂŠturs og DĂłmkirkjan. Gamli bĂŚrinn Ă­ Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litiĂ° er og setur borgina ĂĄ stall meĂ° fallegri borgum EvrĂłpu.

VerĂ° Ă­ tveggja manna herbergi kr. 94.900,InnifaliĂ°: Flug, skattar, hĂłtel meĂ° morgunmat, Ă­slensk fararstjĂłrn og rĂşta til og frĂĄ flugvelli. Trans Atlantic sĂŠrhĂŚfir sig Ă­ ferĂ°um til Eystrasaltslanda.

Upplýsingar í síma 588 8900

Míní beikon- og eggjapÌ Lítil eggjapÌ, bragðgóð og seðjandi og tilvalin í veisluna 24 stk 3 egg, hrÌrð 4 beikonsneiðar 1 lítill laukur, smått skorinn 1/4 bolli rifinn ostur salt og pipar sletta af rjóma

AĂ°ferĂ°: HitiĂ° ofninn Ă­ 180ÂşC. SmyrjiĂ° mĂşffumĂłt. HrĂŚriĂ° Ăśllu saman Ă­ skĂĄl og helliĂ° Ă­ mĂłtin. BakiĂ° Ă­ ofni Ă­ 15-20 mĂ­nĂştur. BeriĂ° fram volgt eĂ°a kalt.

AĂ°ferĂ° HitiĂ° grilliĂ° og ristiĂ° brauĂ°iĂ° ĂĄ bĂĄĂ°um hliĂ°um. BlandiĂ° saman tĂłmatpĂşrru og -mauki og smyrjiĂ° Ăśgn ĂĄ hverja sneiĂ°. SneiĂ°iĂ° tĂłmatana og setjiĂ° eina sneiĂ° ĂĄ hverja brauĂ°sneiĂ°. SetjiĂ° eina sneiĂ° af geitaosti ofan ĂĄ tĂłmatinn og dreitil af ĂłlĂ­vuolĂ­u ofan ĂĄ ostinn og fĂĄeinar furuhnetur og Ăśgn af tĂ­mĂ­an. GrilliĂ° Ă­ 4-5 mĂ­nĂştur ĂžangaĂ° til osturinn byrjar aĂ° brĂĄĂ°na og furuhneturnar aĂ° brĂşnast. BeriĂ° fram heitt.



50

heilsa

Helgin 26.-28. apríl 2013  Heilsa Húðin er stærsta líffærið okk ar

Fæða fyrir fegurri húð

Viltu ráða betur við tilfinningar þínar ? S.s. kvíða, þunglyndi, depurð, reiði, leiða, vonleysi, orkuleysi og sektarkennd – og bygg ja upp heilbrigt sjálfstraust?

Sjálfstyrkingarnámskeið Slökun, hugleiðsla og tilfinningaheilun. Styrkhæft hjá stéttarfélögum.

Ástand húðarinnar endurspeglar heilbrigði okkar. Til að húðin sé upp á sitt besta er mikilvægt að drekka mikið vatn, hreyfa sig reglulega og forðast skyndibita sem innihalda fjöldann allan af aukaefnum. Þá er reykingafólki uppálagt að hætta að reykja og allir skulu fara sparlega í áfengisneyslu. En það eru nokkrar fæðutegundir sem gera einnig mikið fyrir húðina.

Nánari upplýsingar á http://hildurheilari.blog.is Skráning í síma 692-1909 eða netfang hildur.thordardottir@gmail.com

Lyfjaskömmtun er ókeypis þjónusta sem Lyfjaborg býður viðskiptavinum sínum. Hún hentar einstaklega vel þeim sem taka að staðaldri nokkrar tegundir lyfja og vítamína.

Fljótleg

Þægileg

Örugg Persónuleg

1

– Lifið heil

Lægra verð í Lyfju

Voltaren Gel

15% verðlækkun 50 gr. Nú:

1.767 kr. / 100 gr. Nú: 3.222 kr.

er ódýrara! Gildir fyrir allar pakkningastærðir og styrkleika af Nicotinell Fruit

2

Gildir út apríl.

Möndlur. Þær innihalda mikið af Evítamíni sem er mikilvægt fyrir húðina og notað í fjölmargar húðvörur. Þá er nóg af góðri fitu í möndlunum sem minnkar líkur á þurrkublettum og þurri húð.

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 63615 03/13

Ókeypis skömmtun á lyfjum

Tómatar. Íslensku tómatarnir eru ávallt gómsætir. Lýkópen, efnið sem gefur þeim rauða litinn, gefur okkur aukna vörn gegn sólbruna og er öflugt andoxunarefni. Neysla tómata eykur einnig teygjanleika húðarinnar og minnkar líkur á ótímabærum hrukkum.

15% U AFSLÁTT

R

3

Epli. Andoxunarefnin í eplum eru góð vörn gegn sólbruna og neysla þeirra minnkar þannig líkur á húðkrabbameini. Það eru síðan gömul sannindi og ný að epli á dag bæti almenna heilsu.


heilsa 51

Helgin 26.-28. apríl 2013  Offita R annsókn um upplýsingaR á matseðlum

Tvo tíma að brenna hamborgarahitaeiningum

m

atseðlar, þar sem tekið er fram hve lengi fólk þurfi að ganga til þess að brenna hitaeiningunum í réttinum hjálpa til við að draga úr neyslu, samkvæmt niðurstöðum í nýrri bandarískri rannsókn og BBC segir frá. Fólk á veitingastað sem fékk þessar aukaupplýsingar pantaði almennt hitaeiningasnauðari rétti en þeir sem höfðu ekki þessar upplýsingar. Rannsakendur segja að vitneskjan um að það þurfi að ganga í tvær klukkustundir til að brenna einum hamborgara sé meira víti til varnaðar en upplýsingar um hitaeiningafjölda. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa af handahófi. Einn hópurinn fékk matseðil án allra upplýsinga um hitaeiningar, annar fékk upplýsingar um hitaeiningafjölda réttanna og þriðji fékk upplýsingar um hversu mikla líkamsrækt þyrfti til að brenna máltíðinni. Þriðji hópurinn neytti að meðaltali um 100 færri hitaeininga en hópurinn án upplýsinganna.

4

Lýsi. Ómegafitusýrurnar gera kraftaverk fyrir húð og hár. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hvað við berum á húðina heldur hvernig við veitum henni raka og næringu innan frá.

Hitaeiningar

 Hitaeiningar (kalóríur - kcal) eru mælieining fyrir orku í fæðu.  Líkamsrækt brennir hitaeiningum.  Karlmaður þarf að meðaltali um 2.500 hitaeiningar á dag.  Kona þarf að meðaltali um 2.000 hitaeiningar á dag.  Hitaeiningaþörfin tekur mið af aldri og hversu mikið fólk hreyfir sig.  Í rannsókninni var miðað við gönguhraðann 5,5 km/klst. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

ÍSLENSKUR

OSTUR

5

Heilkorn. Mikið úrval er í verslunum af heilkornabrauði og heilkornamúslí. Þessar vörur eru álíka ríkar af andoxunarefnum og ávextir og grænmeti. Það er því gott ráð að velja heilkorn fram yfir hveitibrauð þegar við viljum bæta húðina. Heilkorn bæta líka meltinguna.

ROSEBERRY Öflugt gegn blöðrubólgu H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn

ekkert nema ostur Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is

Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú finnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is.


52

heimili

Helgin 26.-28. apríl 2013

 tískulitir appelsínugulur, smar aðsgr ænn og fjólublár

Litríkt vor á heimilinu

Tískulitirnir í ár eru bjartir og fallegir, hvort sem um er að ræða á sýningarpöllum tískuhúsanna eða litaspjöldum innanhússhönnuðanna - allt helst þetta í hendur. Þeir sem vilja tolla í innanhússhönnunartískunni þurfa ekki annað en að mála fáeina veggi í réttum litum, appelsínuglult, smaragðsgrænt eða fjólublátt eða bæta við vel völdum aukahlutum, einmitt í réttu litunum.

TENDER ShOOTS PANTONE 14-0446

POPPY RED PANTONE 17-1664

EMERALD PANTONE 17-5641

HELGARBLAÐ

DUSK BLUE PANTONE 16-4120

LEMMON ZEST PANTONE 13-0756

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

LINEN PANTONE 12-1008 AFRICAN vIOLET PANTONE 16-3520

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

GRAYED JADE PANTONE 14-16011

FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

00000

w w w. v e i d i k o r t i d . i s

NECTARINE PANTONE 16-1360


-70

k ns n le u

allt

Ís nn hö

LAGERSALA

laugardag & sunnudag

%

Stærð 140x200, ko ddaver 50x70 Nú 6.990 kr (áður 12.980 kr)

allt að 80%

Stærðir

afsláttur

70x100 100x140

Ath takmarkað magn argar gerðir

Barnarúmföt - m

Áttablaðarós rúm

Verð frá 2.990 kr

föt - 360 þráða bó mull

Stærð 140x200

Það verður ekki m ýkra!

Áður 12.980 Nú 6.990 kr

koddaver 50x70

ðabómull Sérofin hágæ stök mýkt Ein rr-i 3 rúmfötum

Mikið úrval af stæ Stærðir; 140x220,

0%

200x200, 220x220

Verð frá 2.990 kr Allt að

80%

afsláttur

Blómahaf rúmföt - einstakir litir

-40

-60% - %

Rúmföt - stærri st

ærðir

Rúmföt

dúkar, púðar

80

%

490 kr-79sl0átktur r

Allt að 70% af

r gerðir Púðar - marga r 0 kr - 2.495 k 39

Aðeins

þessa 2 daga

r -80% afsláttu 0 5 i ð læ k d n a H i frá 1.665 kr Baðhandklæð

Stærðir 150x250 150x300 145x145 145x200

- 3 gerðir Svefngrímur ða silki 100% bómull e æturnar marn Fyrir björtu su

handklæði og margt meira

Straufrítt efni

Dúkar frá 1.290 kr

Dúkar allt að 70% afsláttur Margar gerðir og stærðir

Allt að 80% afsláttur Opið laugardag & sunnudag 11-16

Lagersala Lín Design Laugavegi 178 www.lindesign.is


54

heimili

Helgin 26.-28. apríl 2013

 Hönnun Hannar undir merkinu nogi.is

Nýtir afgangsefni í hönnun nytjahluta Ingólfur Egilsson er áhugamaður um smíði og hönnun sem hefur verið að föndra við framleiðslu á húsgögnum og heimilismunum um nokkra hríð. Hann hefur nú opnað vef undir nafninu nogi.is þar sem hann selur vörur sínar og opnaði nýverið sýningu í Gallerí bakarí að Bergstaðastræti af því tilefni. Þar sýnir hann borðstofuhúsgögn og garðhúsgögn, skurðarbretti, snaga kolla og ljós. „Ég hef verið að leika mér að því að smíða ýmislegt úr afgangsefnivið um nokkurra ára skeið. Það byrjaði þannig að ég bjó til jólagjafir handa vinum og ætt-

ingjum sem síðan fóru að biðja mig um að framleiða fyrir sig gjafir sem þeir vildu gefa sínum vinum,“ segir Ingólfur. Hann vann mest með mótatimbur í upphafi en notar nú ýmsan annan efnivið svo sem afskurð úr borðplötum sem verða að skurðarbrettum. „Ég veit aldrei hvað mun verða úr efninu sem ég er með, hlutirnir gera sig eiginlega sjálfir,“ segir Ingólfur sem vonast til þess að geta einbeitt sér æ meira að hönnun í framtíðinni.

Frá sýningu Ingólfs í Gallerí bakarí sem opin verður í viku til viðbótar.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Ljósmynd/Hari

 Verslun nýir eigendur að HúsgagnaHöllinni

Verslunin hefur tekið stakkaskiptum Fjölmargar nýjungar en sömu gömlu góðu gildin en hafa fylgt versluninni í nær hálfa öld eru enn við lýði.

n

ýir eigendur tóku við rekstri Húsgagnahallarinnar síðastliðið haust. Miklar breytingar hafa verið gerðar á versluninni þó sömu gildin sem henni hafa fylgt í 50 ár séu enn við lýði. „Það hafa verið gerðar miklar breytingar á versluninni frá því í haust en þar má helst nefna að mikil aukning er á smávörum,“ segir Hulda Rós Hákonardóttir, einn af eigendum Húsgagnahallarinnar. Húsgagnahöllin var stofnuð árið 1965 en í september 2012 tóku nýir eigendur við rekstrinum og hefur mikil breyting orðið á versluninni síðan. „Verslunin á sér nær 50 ára sögu og því er mikilvægt að halda í gömlu og góðu gildin sem hafa fylgt henni. Hins vegar

Við höfum verið að taka inn vörur sem okkur finnst fegra heimilið.

SPENNANDI KÓSÍKRIMMI!

2. SÆTI

DYNAMO REYKJAVÍK

EYMUNDSSON KI LJUR 17.-23. APRÍL

Fimm gamli gamlingjar lingjjar kkomast omast að ðþ því víí að ðþ það að ð er miklu betri aðbúnaður í fangelsum en á elliheimilum og grípa til sinna ráða. En leiðin á bak við rimlana reynist þyrnum stráð ...

Ný smávörudeild hefur verið opnuð í Húsgagnahöllinni. Oft þarf ekki nema nýja púða og falleg kerti til að lífga aðeins upp á heimilið.

var þörf á breytingum og hefur búðin tekið stakkaskiptum síðan í haust.“ Mikið hefur verið lagt í það að breyta útliti verslunarinnar ásamt því að nýjar vörur hafa verið teknar inn. „Það hefur gengið mjög vel með nýju smávörudeildina og heimsóknum í Húsgagnahöllina hefur fjölgað. Við höfum verið að taka inn vörur sem okkur finnst fegra heimilið. Það þarf stundum ekki nema nýja púða og falleg kerti til að lífga aðeins upp á heimilið og stofuna,“ segir Hulda. „Við höfum tekið inn fjölda nýrra merkja, til dæmis Södahl sem er dönsk hönnun. Frá þeim erum við með sérlega fallega og litaglaða púða, dúka, baðvörur og eldhúsvörur. Annað danskt merki er Bloomingville sem eru skemmtilegar smávörur í flottum og hressandi litum sem lífga upp á heimilið. Einnig höfum við tekið inn ítalska glervörumerkið Vidivi. Í því merki erum við með hágæða glös, skálar, könnur og ýmis föt í eldhúsið. Þá ber einnig að nefna merkið Pomax, en frá þeim erum við með flottar klukkur, spegla og smávöru í hæsta gæðaflokki. Við erum líka með ýmis smávörumerki frá Hollandi, Belgíu, Svíþjóð og Danmörku ásamt því að


heimili 55

Helgin 26.-28. apríl 2013  heimilisprýði afskorin blóm

Lengið líftíma blómanna Afskorin blóm eru alltaf heimilisprýði. Hér eru góð ráð svo blómin haldist fersk sem lengst. Best er að sem stystur tími líði frá því að blóm eru keypt í verslun þar til þau komast í vatn. Ef um langan tíma er að ræða skal biðja söluaðila að setja blautt við stilkana. Þegar heim er komið er nauðsynlegt að skáskera stilkana með beittum hnífi og setja blómin í

ylvolgt vatn með blómanæringu. Blómanæringin inniheldur sótthreinsandi efni auk næringar og er forsenda fyrir góðri endingu. Áríðandi er að ílát sem notuð eru undir blóm séu hrein, best er að þvo blómavasa að innan með

heitu sápuvatni, en einnig getur verið gott að láta klórvatn standa í þeim annað slagið. Afskorin blóm endast best við lágt hitastig, því skal forðast að hafa þau nálægt hitagjöfum svo sem miðstöðvarofnum og beinu sólarljósi.

Þegar heim er komið skal skáskera stilkana með beittum hnífi eða skærum.

Hulda Rós Hákonardóttir, einn eigenda Húsgagnahallarinnar, og Kristjana Jenný Ingvarsdóttir útstillingarhönnuður.

vera með eitt mesta úrval landsins af púðum.“ Hulda segir stefnuna setta á meira úrval af gjafavöru. „Við erum þegar byrjuð að taka inn töluvert af gjafavöru og stefnum á að vera með mikið úrval af fallegum matarstellum, glösum og fleira í þeim dúr. Hér ættu verðandi brúðhjón að geta fundið sér fallega hluti og gjafir og bjóðum við upp á brúðargjafalista þar sem fólk getur skráð sig.“

GLÆSILEGaR DaNSKaR

INNRéTTINGaR é TTING Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS

fjÖLBREyTT úRVaL af HuRðuM, fRaMHLIðuM, KLÆðNINGuM OG EININGuM, GEfa þéR ENDaLauSa MÖGuLEIKa Á að SETja SaMaN þITT EIGIð RýMI.

Útstillingarhönnuður á staðnum

Hulda segir Húsgagnahöllina ávallt hafa verið með þekkta gæðahönnun í sölu og vörumerki á heimsmælikvarða beggja vegna Atlantshafsins. Það hefur ekki breyst. „Við seljum fallegar og vandaðar vörur sem henta öllum. Hér er hægt að finna allt sem þarf fyrir heimilið, frá húsgögnum til smávöru.“ Mikilvægt sé að viðskiptavininum líði vel í versluninni, fái góða þjónustu og hann fari glaður út. „Við erum með frábært starfsfólk og einnig með útstillingarhönnuð á staðnum. Kristjana Jenný Ingvarsdóttir er frábær útstillingarhönnuður sem sér um uppstillingu og framsetningu á vörunum. Þá gefur hún viðskiptavinum einnig góð ráð um það hvernig fegra má heimilið.“ Þá er einnig hægt að fylgjast með versluninni á netinu. „Við erum með Facebooksíðu og heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með öllu því sem er að gerast og erum dugleg að setja inn nýjar vörur og skemmtileg tilboð sem eru í gangi hjá okkur.“ Húsgagnahöllin er staðsett á Bíldshöfða 20 í Reykjavík og er opin alla daga vikunnar. Verslunin mun opna á Akureyri í júní þar sem Húsgagnahöllin, Betra bak og Dorma verða undir sama þaki.

Baðherbergi

Góðar hirslur

Innbyggðar uppþvottavélar

Pottaskápar

HREINT OG KLÁRT

Fataskápar

Sérsmíði

VIð HÖNNuM OG TEIKNuM fyRIR þIG

Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

Þvottahús

Úrvalið er hjá okkur

þITT ER VaLIð

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

Sunna Stefánsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is

Allar útfærslur

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15

friform.is


56

tíska

Helgin 26.-28. apríl 2013

ALVEG FRÁBÆR ! teg TOTALLY TARTAN fæst í stærðum 32-38 D,DD,E,F,FF,G á kr. 9.550,-

Silki og leður fyrir vorið

OPIÐ: MÁN - FÖST 10 - 18 LAUGARD. 10 - 14

Silki og leður voru áberandi hjá tískuhúsunum þegar vortískan 2013 var kynnt. Sniðin á leðurfatnaðinum voru mörg hver víð og með miklum öxlum og minntu verulega á tísku níunda áratugarins.

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Fyrir

Eftir

www.birkiaska.is

Valentino.

Ert þú búin að prófa ?

Hentar sérlega vel fíngerðu hári Fæst í apótekum, Fjarðarkaupum og Heilsubúðinni Hafnarfirði

Miu Miu.

Flott pils ! Verð 8.900 kr.

Vorum að taka upp margt fallegt frá og

Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

síðuna okkar

Chanel.

“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá


tíska 57

Helgin 26.-28. apríl 2013

GLÆSIKJÓLAR FRÁ

20% auka afsláttur af útsöluslá

Victor Virgile. Chloe.

Mugler.

Nýjar sumarvörur frá Masai

Damir Doma.

Við eigum mikið úrval af tískufatnaði fyrir verðandi mæður og konur með barn á brjósti. Við bjóðum einnig upp á glæsilegar flíkur sem henta konum sem ekki eiga von á barni. Það geta því allar konur fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur. Skoðið úrvalið í vefversluninni okkar á

w w w. m k m . i s Við sendum frítt hvert á land sem er og keyrum vörur heim á höfuðborgarsvæðinu.

Finndu okkur á facebook :) Rochas.

Gareth Pugh.

VERTU VINUR Á FACEBOOK

Smáralind | www.mkm.is | 571-0003


58

ferðir

Helgin 26.-28. apríl 2013

 Bandaríkin Hápunktar HöfuðBorgarinnar

Saman getum við farið í öflugar aðgerðir í þágu heimilana

Margrét Tryggvadóttir

Fimm ástæður til heimsækja Washington Síðustu sjö ár hefur höfuðborg Bandaríkjanna verið sá staður vestanhafs sem flestir hafa flutt til. Ferðamannastraumurinn þangað hefur líka aukist enda sífellt fleiri sem hafa áttað sig á því að borgin er langt frá því að vera litlaus diplómatabær. Hér eru nokkrir af hápunktum borgarinnar, hver á sínu sviði. Skyndibitinn

Íslendingaslóðir í Kanada Sumar 11 31. júlí - 10. ágúst Verð: 259.200 kr. á mann í tvíbýli. Fararstjórar: Margrét Björgvinsdóttir & Ragnheiður Kjærnested

Við fetum í fótspor Íslendinga sem fluttu forðum daga vestur til Ameríku í von um betra líf í nýjum heimi. Í ferðinni gefast ótal tækifæri til að hitta fólk af íslenskum ættum.

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

Afreksfólk öræfanna Æviferill Fjalla-Eyvindar og Höllu Nýtt fræðslurit FÍ Fæst í öllum helstu bókabúðum og á skrifstofu FÍ Í nýjasta fræðsluriti FÍ er um­ fjöllunarefnið æviferill þeirra Fjalla­ Eyvindar og Höllu. Það hlýtur að vekja aðdáun enn í dag, hvernig Eyvindur og Halla gátu bjargað sér uppi á öræfum á þeim árum þegar harðindi og hörmungar geisuðu um byggðir landsins og mörg hundruð manna fóru á vergang í byggð og dóu úr hungri. Fróðlegt er fyrir fjallagarpa nútímans að setja sig í spor Eyvindar og Höllu og keppa við þau á jafnréttisgrundvelli, hvað klæðnað og allan útbúnað snertir til dvalar á fjöllum.

SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT!

www.fi.is

Pylsa í brauði með chili con carne sósu yfir er réttur hússins á Ben´s Chilli Bowl (1213 U street NW), bæjarins bestu í Washington. Obama forseti hefur mætt á svæðið til að smakka og Bill Crosby er fastagestur. Stuttan spöl frá þinghúsinu á Capitol Hill er ósvikin hamborgarabúlla sem kallast Good Stutt Eatery (303 Pennsylvania Avenue) og mun forsetafrúin hafa sérstakar mætur á þeim stað. Út um alla borg eru vagnar sem selja alls kyns fljótlega og frumlega rétti og það er því um að gera að prófa ef lyktin er lokkandi og biðröðin löng.

Söfnin

Það kostar ekki krónu inn á Smithsonian söfnin jafnvel þó þar megi finna ótrúlegt magn af dýrgripum og fróðleik. Þau eru talin vera með þeim merkari í heiminum. Ellefu af þeim söfnum sem tilheyra Smithsonian eru í nágrenni við National Mall og þau eru flest opin alla daga ársins nema jóladag. Safnverðir í Washington fá því ekki frí á mánudögum líkt og kollegar þeirra víða annars staðar.

Verslanirnar

Það er meiri upplifun í því fólgin fyrir ferðamann að fara í búðaráp í miðborg en í risavaxinni kringlu í úthverfi. Í Washington eru nokkur góð verslunarhverfi innan borgarmarkanna þar sem finna má sérverslanir og útibú þekktustu vörumerkjanna. Í nágrenni við Hvíta húsið, n.t.t. á breiðgötum F og G á milli sjöunda og þrettánda strætis eru nokkrar stórverslanir og í Georgetown, háskólahverfinu, er einnig mikið úrval og ein lítil kringla. Metró gengur út í Pentagon City verslunarmiðstöðina og svo er Tyson Corner Center, sjötta stærsta kringla Bandaríkjanna, ekki svo langt frá Washington.

14. strætið

Hringiðja næturlífsins í Washington er á 14 stræti Logan Circle hverfisins. Þar opna nýir veitingastaðir og barir jafnt og þétt úrvalið er fjölbreytt. Á Birch and Barley (nr. 1337) er bjórinn í aðalhlutverki. Þannig geti matargestir pantað sér mismunandi öl fyrir hvern rétt. Á Cork bar (nr. 1720) má fá ljúffengan tartar og umtöluðustu franskar borginnar með vínglasinu. Hanastélin á leynibarnum Gibson (nr. 2009) eru framúrskarandi og það er því þess virði að banka á ómerkta hurðina og athuga hvort dyravörðurinn vilji hleypa manni inn.

Kennileitin

Hvíta húsið er klárlega þekktasta hús Bandaríkjanna. Þetta aðsetur forseta landsins er í norðurhluta National Mall almenningsgarðsins og þar má finna minnisvarða látinna hermanna, forseta og þjóðhetja ásamt þinghúsinu og Smithsonian söfnunum. Það tekur um 2-3 tíma að rölta á milli allra þessara þekktu mannvirkja. Það er líka tilvalið að leigja borgarhjól og hjóla í rólegheitum á svæðinu því þar er bílaumferð takmörkuð. Kristján Sigurjónsson ritstjorn@frettatiminn.is

FerðaFélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is og þar má lesa meira tengt ferðalögum til Washington.


#reykjavik

LÖNG HELGI Í REYKJAVÍK

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 23.-28. APRê L / BARNAMENNINGARHATID.IS

Páll Óskar setur BarnamenningarháDð í Hörpu ásamt 4. bekkingum Reykjavíkur sl. þriðjudagsmorgun

FJÖLSKYLDU & HÚSDÝRAGARÐURINN

SUNDLAUGARNAR

Afgreiðslut’ mar helgarinnar ‡ itr.is

Afgreiðslut’ mar helgarinnar ‡ itr.is

EVE FANFEST H… RPU ALLA HELGINA

Leiðir 2,17,19

Leið 14

VERLSUN OG VEITINGAR MIÐBORGARINNAR Opið sumardaginn fyrsta

Leiðir 1,3,6,11,12,13,14

ÁSMUNDARSAFN

LISTASAFN REYKJAVÍKUR

NAUTHÓLSVÍK Afgreiðslut’ mar helgarinnar ‡ itr.is

KJARVALSTAÐIR FLÆÐI

LISTASAFN REYKJAVÍKUR N‡ nar ‡ listasafnreykjavikur.is

N‡ nar ‡ listasafnreykjavikur.is

Leiðir 1,3,6,11,12,13,14 Fr’ tt inn fyrir fullorðna ’ fylgd með bš rnum ‡ Barnamenningarh‡ t’ ð.

Leiðir 2,17,19

Leið 19 Leið 13

Fr’ tt inn fyrir fullor fullorðna ’ fylgd með með bš rnum ‡ Barnamenningarh‡ t’ ð.

Miðborgin er miðstš ð verslunar, þj— nustu og menningar ’ Reykjav’ k auk þess að vera fjš ls— ttasta sv¾ ði landsins. Yfir 300 verslanir og veitingahœs . Opið sumardaginn fyrsta og alla helgina

FLUGFELAG.IS

BÖRN Á ÖLLUM ALDRI ÞRÁ AÐ LENDA Í ÆVINTÝRUM. TAKTU FLUGIÐ TIL REYKJAVÍKUR.

Gestakort Reykjavíkur vei%r aðgang að söfnum og sundlaugum í Reykjavík og Strætó. Kor%ð er selt á Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík, hótelum , BSÍ og Listasafni Reykjavíkur


60

bílar

Helgin 26.-28. apríl 2013

 Sýning Fjögur þúSund mannS Skoðuðu vöðvabíla

Mustang GT 2005 kosinn fallegasti bíllinn Ford Mustang GT 2005 var kosinn fallegasti bíllinn á Ford Mustang sýningunni sem var haldin í Ford salnum síðastliðinn laugardag. Á síðu Brimborgar kemur fram að frábærlega hafi tekist til en um fjögur þúsund manns lögðu leið sína í salinn til að skoða glæsilegt úrval þessara vöðvabíla. Á sýningunni gafst gestum kostur á að kjósa fallegasta bílinn. Titilinn hlaut Ford Mustang GT 2005. Gísli Árnason, eigandi bílsins, breytti bílnum sjálfur í „Boss 302“ útlit. Gísli, sem er bílamálari, málaði bílinn sjálfur í Ford Focus lit, þriggja laga „Electic Orange“ lit.

„Gísli gerir breytingarnar eftir sínu eigin höfði og er ekki endilega að leitast við að hafa upprunalegt útlit eins og ef Ford hefði smíðað bílinn. Felgurnar undir bílnum eru krómaðar 20 tommu FR500 útlit sem gerir bílinn enn eftirtektarverðari. Vélin á bílnum hefur aðeins verið hresst við en hún er um 320 hestöfl,“ segir enn fremur á síðunni. Á næsta ári fagnar Ford Mustang 50 ára afmæli sínu og af því tilefni verður öllu tjaldað til. Stefnan er að hafa þá sýningu enn glæsilegri og veglegri.

Titilinn hlaut Ford Mustang GT 2005. Gísli Árnason, eigandi bílsins, breytti bílnum sjálfur í „Boss 302“ útlit. Ljósmynd/Síða Brimborgar

 Suzuki Stærri og betur búinn

SX4 með nýrri gerð aldrifs Suzuki ætlar sér stóra hluti í hinum vinsæla C- stærðarflokki

Liturinn er rúbínrauður og breytist eftir því hvernig birtan fellur á bílinn.

Rúbínrauður hugmyndajeppi Citroën Hugmyndajeppinn Citroën Wild Rubis verður frumsýndur á bílasýningunni í Shanghai nú í apríllok. Honum hefur verið lýst þannig, að því er fram kemur á síðu Brimborgar, umboðsaðila Citroën, að hann sé jafn villtur og hann er fágaður. Rubi stendur fyrir litinn sem einkennir bílinn, rúbínrauður. Liturinn breytist eftir því hvernig birtan fellur á bílinn.

 Hyundai öFlugur FjórHjóladriFSbíll

Santa Fe er álitlegur kostur Hyundai Santa Fe. Í bílnum er 197 hestafla dísilvél og sex þrepa sjálfskipting. Suzuki SX4, nýr frá grunni. Bíllinn er stærri og betur búinn er forverinn.

Hinn fjórhjóladrifni Hyundai Santa Fe er vinsæll og bílablaðamenn á Íslandi kusu hann jeppa ársins 2013. Bíllinn er því álitlegur kostur og hentar vel við íslenskar aðstæður. „Santa Fe er með nýja sparneytna 197 hestafla dísilvél sem togar 437 Nm við 2000 snúninga á mínútu og er því með öflugri vél en er í mörgum stærri jeppum en eyðsla í blönduðum akstri er þó einungis 6,7 lítrar/100 km. með sjálfskiptingu. Santa Fe er með 6 þrepa sjálfskiptingu, sjálfvirka tölvustýrða stöðugleikastýringu og spólvörn, leðurinnréttingu með rafstýrðum sætum, sóllúgu,

DODGE Viper v-10. Árgerð 1995, ekinn 16 Þ.KM, bensín, beinskiptur. Draumur allra karlmanna. Verð 6.900.000. Rnr.113137.

Bluetooth símabúnað, glæsileg hljómtæki, aksturstölvu, tvískipta miðstöð með lofthreinsibúnaði, álfelgur og síðast en ekki síst hefur hann rými sem fullnægir kröfuhörðum kaupendum,“ segir á síðu Hyundai, en umboðið er með sýningarsal að Kauptúni 1 í Garðabæ. Hyundai Santa Fe fæst í þremur útfærslum, Comfort sem kostar 7.650 þúsund, Style sem kostar 8.350 þúsund og Premium sem kostar 8.950 þúsund. Fimm ára verksmiðjuábyrgð er á Santa Fe, eins og öðrum Hyundai bílum. Akstur er ótakmarkaður út ábyrgðartímabilið.

AUDI A6 new quattro. Árgerð 2007, ekinn 80 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.990. Umboðsbíll gríðalega fallegur bíll Rnr.311101.

Hönnun á innanrými SX4 tekur mið af þægindum á lengri ferðum.

Opið mánud til fös 10 til 18 ATH. Opið á fimmtud. til kl. 21 laugard frá 12 til 15 lokað á sunnud Sími 567 2277 • www.nyja.is

S

uzuki SX4 var fyrst sýndur sem hugmyndabíllinn SCross á bílasýningunni í Frakklandi í fyrra. Nú er hann klár til framleiðslu, nýr frá grunni og var frumsýndur á bílasýningunni í Genf. „Suzuki ætlar sér stóra hluti í hinum vinsæla C-stærðarflokki. Þess vegna er nýr SX4 hannaður með það fyrir augum að vera í forystu innan stærðarflokksins bæði hvað varðar innanrými og lítinn útblástur, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsins; Suzuki Bíla. Bíllinn kemur í sölu í Evrópu næsta haust. Hann verður boðinn með tveimur gerðum véla, bensínvél og dísilvél með sama 1,6 lítra slagrýminu. Bensínvélin verður boðin með fimm gíra beinskiptingu en dísilbíllinn fær sex gíra beinskiptingu. Þá verður SX4 einnig fáanlegur með CVT sjálfskiptingu.

„SX4 hefur, eins og nafnið gefur til kynna, drif á öllum hjólum. Aldrifskerfið kallast AllGrip. Það er með fjórum mismunandi stillingum sem ökumaður getur valið um, allt eftir vegaðstæðum hverju sinni og eigin óskum. Nýr SX4 er talsvert stærri en bíllinn sem hann leysir af hólmi. Fyrri gerðin var 4.135 mm á lengd og 1.755 mm á breidd en nýi bíllinn er 4.300 mm á lengd og 1.765 mm á breidd. Þá fer hjólhafið úr 2.500 mm í 2.600 mm sem gerir það að verkum að farangursrýmið eykst úr 270 lítrum í heila 430 lítra. Þetta þýðir að farangursrými í nýjum SX4 er eitt hið mesta í bílum í C-stærðarflokki. Hönnun á innanrými SX4 tekur mið af þægindum á lengri ferðum. Þá verður hann fáanlegur með glerþaki með tvöfaldri, opnanlegri sóllúgu.“



62

heilabrot

Helgin 26.-28. apríl 2013

?

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku

1 7

1. Hvar er rokkhátíðin Eistnaflug haldin

5 6 9

árlega?

5

2. Hvað heitir höfuðborg Afganistan? 3. Í hvaða kjördæmi býður flokkurinn Sturla

7

5 7 8 9 4

Jónsson fram? 4. Von er á annarri mynd í Hunger Games þríleiknum á næstunni. Hvað heitir aðalpersóna sögunnar? 5. Hver er bæjarstjóri Garðabæjar?

4

3 1 5 8 6 4 3

6. Hvaða stjórnmálamaður skuldar Agli

Jens Þórðarson

Helgasyni viskíflösku vegna tíu ára gamals

Saga Garðarsdóttir

framkvæmdastjóri ITS.

veðmáls?

leikkona

9. 10. 11. 12. 13. 14. 15.

7. Hver er höfundur bókarinnar Englar

Á Neskaupstað Kabúl Reykjavík-suður Pass Gunnar Einarsson Steingrímur J. Sigfússon Einar Már Guðmundsson Luis Suarez í Liverpool beit Branislav Ivanovic í Chelsea Ajax Pass 27 Gott veður um sumarið MH Viborg Pass

alheimsins?

 

2. Kabúl

8. Hver beit hvern í enska boltanum um

7. Einar Már Guðmundsson

hreinu? 11. Hvað eru mörg lönd í Evrópusambandinu?

3

9. KR

12. Hvað þykir það tákna ef vetur og sumar

4 3

10. Kristinn Stuð Styrkársson

frjósa saman?

11. 50 til 60

13. Hvaða skóli vann Söngvakeppni framhalds-

12. Gott sumar

skólanna um síðustu helgi? 14. Frá hvaða danska kvennaliði í handbolta var Óskar Bjarni Óskarsson rekinn sem þjálfari? 15. Í hvaða bandarísku sjónvarpsþáttum leikur Baglioni?

14. Pass 15. The Borgias

7 3

Svör: 1. Neskaupstað, 2. Kabúl, 3. Reykjavík-suður, 4. Katniss Everdeen, 5. Gunnar Einarsson, 6. Steingrímur J. Sigfússon, 7. Einar Már Guðmundsson, 8. Luis Suarez (Liverpool) beit Branislav Ivanovic (Chelcea), 9. Heerenveen, 10. Kristinn „Stuð“ Styrkársson Proppé, 11. 27, 12. Veðurblítt sumar, 13. MH, 14. Viborg, 15. The Borgias. 133

LOKKA

mynd: Peretz Partensky (CC By-sa 2.0)

VITLAUST

S S K A K Á K S T A K Á A L F S T A M Ö A R N Á Æ F R I A R HUNSA

ATVIKAST

SIGAÐ BEIN

ÁKÆRA

H R A N E D K V E R R J A LOST

HAFNA SÝRA

KARLKYN

SKYLDLEIKI

LJÓMI BÝSN

F E I K N HVIÐA SAMKVÆMT

E F T S P I Í R T S Í V A S

FREISTA

SLÉTTUR

FLUTTNING FLATBAKA

LAND

RÍSA

KLAKI

SEINNI ÍLÁT

B L O I T K F S L K A Y N N T L U A N G N Ð A I BÆN POT

KLASTUR GAN

DULINN

ÞEKKING

EYJA ÁMA

SÚPUSKÁL FELLDI

ÁGÓÐI

VÖKVI

SVANUR

SKORDÝR ÁSAMT

ÞRÁÐUR PÍLA

NJÓLI

MJÓLKURVARA

BEITA

HEIÐUR

Á N E T J A KÖTTUR BIL

S K I L PILLU NÍSTA

G N Í S T A GARÐSHORN

Ð

A M I Ð G A A U R T S K Ú K A L L M K I S A A F I U G G N N Ú Ó E L T Ö F L A R N V I L N A Ó Ú R A A G R F A R K O T U R V MERKI

SKEL

SKVETTA

PENINGAR SKÝRA

MJÓRÓMA STAGL

TVEIR EINS SKÓLI

NÆRA ARR

FLÍK

GÚLPUR

ÓTTI

TÓNN

RÁNDÝRA

VEFNAÐARVARA

ÆVIKVÖLD HRESSIR

ALDUR FÍNGERÐ LÍKAMSHÁR

M N G A A R U R Æ K T T A T A F F A T U R R L F A L I U E R E K N R L G A E I I L L G E J Ó N A L D

KROPPA

HINDRA

DRUKKINN ILLGRESI

NÚMER

FÁ INNI

EKKI

TVEIR EINS

RIST

DRULLA

ÞUNGI MUN

KK NAFN

STJÓRN

ELDI

FÁLM

KK NAFN

FÆÐA

RÁMA

MÁLEINING SANNFÆRINGAR HELBER LETRUN

PÚKA

DANGAST

SVALI

FUGL

HLJÓÐFÆRI SMYRSL

SKADDAST

PYNGJUR

LEGGJA

TVEIR EINS

OFNEYSLA

FULLNÆGJA STYRKJA

SVALI

EKKI MISSA

SPRÆKUR

SKÁN

BAUN

HNOÐA

950

BAK

BELTI

NEITUN

ALGILDA

LÚTUR

ILMUR

Í RÖÐ

ÞRÚTNUN

MAS

ÁKÆRA

MERKI

HAMINGJA

Staður fjölskyldunnar ! 12”pizza 2/álegg 1050 kr. Salat með kjúklingi eða roastbeef 990 kr.

ÞORPARA

2x16” pizza 2/álegg 2980 kr.

VARÐVEISLA BOLI

MÁLMUR

MÁNUÐUR

VILJA

MAÐUR

NÆGUR

ÞEKKJA LEIÐ

SKÓLI

NEÐAN VIÐ

TITRA

MANNÞVAGA

ÓKYRRÐ

HEIÐUR

FUGL

RJÚKA

TALA

TALA MEÐ RYKKJUM

HÁSPIL

ÖNDVERT

SLÁ LITLAUS

AUGNSJÚKDÓMUR

ÁGÆT BLÓÐHLAUP

HAMFLETTA

KROPP

BÓT Á FLÍK

LAND KERALD STEFNA HÁSETAKLEFI

SPRÆNA

ELDSNEYTI

FYRIRTÆKI

UMFRAM

VÖNTUN VITUR

LOKAORÐ

Í RÖÐ

NEÐAN

AÐFERÐ

KROTI Í RÖÐ

MINNKA

Bátur mánaðarins 750 kr.

Nýbýlavegi 32 S:577-5773

TRÉ

LESTRARHESTUR

MÁLMHÚÐA

rennibraut og boltaland fyrir börnin

URMULL

HIMNESKA VERU

NUDDA

STEINTEGUND

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

FLATARMÁLSEINING

LANGAR

ÆSINGUR

KÁSSA

HAGNAST

6 7 6 5 9 5 8

LÖSKUN

 lauSn

3 2

7. stig

134

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

8 7

8 2

13. MR

 kroSSgátan

Jens skorar á Hannes Þórð Þorvaldsson lyfjafræðing að taka við. Saga skorar á Jóhann Ævar Grímsson handritshöfund.

1 8 4 2 6

8 5

8. Bjarni Fel. beit einhvern

Björn Hlynur Haraldsson Ítalann Gian Paolo

Jens sigrar með 11 stigum gegn 7 og er því kominn í úrslitakeppnina.

 Sudoku fyrir lengr a komna

6. Sigmundi Davíð

Ólafsson lék í kvikmyndinni Með allt á

11. stig

 

1

5. Pass

10. Hvert er fullt nafn persónunnar sem Egill

4

4. Katniss Everdeen

9. Með hvaða liði leikur Alfreð Finnbogason?

 

6

3. Reykjavík-suður

síðustu helgi?

1. Á Neskaupstað

mynd: Johnny LJunggren (CC By-SA 3.0)

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

8

KVIÐUR ELDUNARÁHALD


Viðræður Íslands við Evrópusambandið snúast um lífskjör og framtíð okkar allra

Samkvæmt nýjustu könnunum vilja 61% þjóðarinnar ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.* Við skorum á stjórnmálamenn að virða vilja meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að myndun nýrrar ríkistjórnar Íslands.

*Könnun Capacent sem gerð var dagana 7. -15. mars. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 61 % klára viðræðurnar en 39% slíta þeim. Spurt var: “Hvort vilt þú klára aðildarviðræður við ESB eða slíta þeim?.”


64

skák og bridge

Helgin 26.-28. apríl 2013

 Sk ák ak ademían Góður ár anGur á norðurlandamóti Stúlkna

Nansý Norðurlandameistari!

Alexander Alekhine heimsmeistari og einn mesti skáksnillingur sögunnar.

hársbreidd frá því að vinna gullið í elsta flokknum, en varð að gera sér silfur að góðu eftir jafntefli við Hrund Hauksdóttur í lokaumferðinni. Alls tefldu sex íslenskar stúlkur í flokkunum þremur og stóðu sig allar með sóma. Á síðustu þremur árum hafa stelpurnar okkar unnið fjögur gullverðlaun af níu mögulegum á Norðurlandamótum, og er það til marks um mikla grósku og gott starf. Norðurlandamótið verður næst haldið á Íslandi, og þá munu enn fleiri íslenskar stúlkur verða með. Framtíðin er björt!

Hart barist á minningarmótinu um Alekhine

Flestir bestu skákmenn heims leika listir sínar þessa dagana. Í París stendur yfir minningarmót um Alexander Alekhine, fjórða heimsmeistarann í skák, og í Zug í Sviss fer fram Grand Prix mót á vegum FIDE. Heimsmeistarinn Anand er meðal keppenda í París. Hann hefur ekki verið mjög sannfærandi síðustu misserin og hlaut slæman skell gegn Michael Adams í fyrstu umferð. Sá góði Englendingur sigraði Rússann Peter Svidler í annarri umferð, en lá svo fyrir Ísraelanum Boris Gelfand í þeirri þriðju. Af öðrum keppendum má nefna Levon Aronian og Vladimir Kramnik, sem eru í 2. og 3. sæti heimslistans.

Þá er gaman að fylgjast með hinum unga Ding Liren, sem er margfaldur skákmeistari Kína. Fyrstu fimm umferðirnar á þessu ofurmóti fara fram í París en seinni helmingurinn verður í St. Pétursborg, enda var Alekhine heitinn þegn Rússlands og Frakklands. Hann barðist með Rússum í fyrri heimsstyrjöldinni og Frökkum í þeirri seinni! Síðar var hann reyndar sakaður um samvinnu við nasista, enda birtust níðgreinar um gyðinga í hans nafni á stríðsárunum. Eftir stríð harðneitaði Alek- nansý Davíðsdóttir, Norðurlandameistari stúlkna 2013. hine að hafa skrifað greinarnar sjálfur, en málið var aldrei til lykta leitt, því hann lést (með dularfullskákþrAutin um hætti) í Portúgal árið 1946.

Gallerí af snillingum í Zug

Stórmótið í Zug er ekki síður spennandi. Þar er heilt gallerí af snillingum og eftir fimm umferðir af 11 eru Alexander Morozevich og Veselin Topalov efstir með 3,5 vinning af 5. Á hæla þeirra koma Ponomariov, Karjakin, Caruana og Kamsky með 3 vinninga. Af öðrum keppendum má nefna Anish Giri og Nakamura. Hægt er fylgjast með þessum mótum í beinni útsendingu á netinu, til dæmis á www.chessbomb. com. Þar eru líka útsendingar frá kínverska meistaramótinu og fleiri skemmtilegum skákmótum.

Hvítur leikur og vinnur. Smallbone hafði hvítt og átti leik gegn Brazier. Hvítur getur að minnsta kosti unnið mann, og jafnvel mátað – með smá hjálp frá svörtum.

Lausn: 1.Hxf5! Gxf5? (svartur hefði getað leikið Hd6, en hefði verið manni undir eftir Dg5) 2.h6 1-0. Svartur er nú óverjandi mát.

n

ansý Davíðsdóttir, 11 ára, varð Norðurlandameistari stúlkna í yngsta flokki, og bætti þar með enn einum bikarnum í safnið. Óhætt er að segja að Nansý sé efnilegasta skákstúlka sem fram hefur komið á Íslandi. Foreldrar hennar fluttu hingað til lands frá Kína fyrir allmörgum árum, og Nansý er í þeim stóra hópi snillinga sem komið hafa fram á sjónarsviðið í Rimaskóla. Nansý hefur ótrúlega þroskaðan skákstíl, og landsliðsþjálfari kvenna, Davíð Ólafsson, segir með ólíkindum að svo ung stelpa sé með svo mikinn stöðuskilning. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var

 BridGe íSlandSmótið í Sveitakeppni hafið

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verður hörð

í

slandsmótið í sveitakeppni hófst í gær, á sumardaginn fyrsta. Tólf sveitir keppa til úrslita, allir við alla, 16 spila leikir. Fjórar efstu sveitirnar spila til úrslita á sunnudaginn og spila þá þrjá 16 spila leiki til viðbótar. Baráttan um titilinn í ár verður að öllum líkindum hörð og nokkrar sveitir sem koma til greina. Líklegust hlýtur að teljast sveit Lögfræðistofu Íslands. Jón og Láki, Bjarni og Alli eru allir í landsliði Íslands sem keppir á NM í lok maí og sveitin sigraði mjög örugglega í aðalsveitakeppni BR sem er nýlokið. Núverandi Íslandsmeistarar í sveit Karls Sigurhjartarsonar munu þó ekki gefa titilinn baráttulaust frá sér. Sveitin hefur misst Magnús Magnússon frá síðasta ári, en fengið Snorra Karlsson í staðinn. Spurningin hvort Bessi haldi áfram að framleiða Íslandsmeistaratitla en hann hefur verið í sigurliði ÍM síðast liðinn fjögur ár og er sigursælasti spilari ÍM síðustu 15 árin. Síðan eru nokkrar sveitir sem koma til með að berjast um sæti í undanúrslitum. Þar má fyrst nefna Grant Thornton, sem

hefur verið í undanúrslitum í mörg ár. Í sveitinni spilar spútník landsliðsparið Guðmundur Snorrason og Ragnar Hermannsson. Garðsapótek hefur oft verið í undanúrslitum, en það gæti orðið erfiðari barátta hjá sveitinni þetta árið. Sparisjóður Siglufjarðar er vel skipuð sveit og reynslumikil. Á fullt erindi í toppbaráttuna á góðum degi. Sveit Chile er vel skipuð sveit sem hefur alla burði til að fara langt. Komst óvænt ekki í úrslitin í fyrra, spurning hvort liðsmenn þurfi ekki að sanna eitthvað í ár ? Síðan eru það sveitir sem koma til með að sigla lygnan sjó í mótinu en gætu á góðum degi blandað sér í baráttuna um fjórða sætið. Sveit VÍS er sæmilega sterk á pappírnum, sérstaklega eftir að þeir bættu í sveitina Júlíusi Sigurjónssyni og Sigurði Vilhjálmssyni. Júlíus er nýkominn fra Danmörku þar sem hann vann stórt mót með Peter Fredin sem makker. Með þá í stuði getur allt gerst. Myvatnhotel.is er sveit sem gæti komið á óvart, en vantar stöðugleika.

Sigtryggur vann er ágætis lið með mikla reynslu, en eru bara skráðir fjórir og álagið gæti reynst þeim erfitt. Vestri, Hreint og VÍS/Lífís eiga langa og erfiða helgi fyrir höndum og ekki líklegt að þessar sveitir verði í baráttunni um fjórða sætið þó svo að góðir einstaklingar séu í öllum þessum liðum. Mótið verður spilað í Perlunni og eru áhorfendur velkomnir á staðinn að fylgjast með, aðgangur er ókeypis. Bein útsending á netinu frá hverri umferð á www.bridgebase.com. Þar er leik lýst beint og tilvalið fyrir óvana sem langar að kynnast bridge betur að kíkja inn á bridgebase og kynnast þessarri skemmtilegu íþrótt betur. Inn á heimasíðu BSÍ www.bridge.is má finna stöðuna, getraun hvaða sveitir komast áfram, butler allra spilara og ýmsar fleiri upplýsingar. Spil dagsins er frá úrslitunum árið 2010. Magnús Magnússon í sveit Grant Thornton, sem vann þetta ár, endaði sem sagnhafi í 6 hjörtum. Lesandinn getur spreytt sig á spilinu áður en lengra er haldið. Útspil spaða ás.

♠962 ♥A72 ♦KQJ94 ♣J4 ♠ ♥ ♦ ♣

AKQJ54 Q96 --K1053

n V

A s

♠ 10873 ♥ --♦ 10876532 ♣ 98

♠--♥KJ108543 ♦A ♣AQ762 Magnús trompaði útspilið og lagðist undir feld í heilar þrjár mínútur. Spilið er ekki í neinni hættu nema trompið brotni 3-0. Hann lagði svo niður hjarta kóng tók svo tvisvar tromp í viðbót áður en hann lagði niður tígul ás og spilaði svo laufi á gosann. Meistaraleg spilamennska og 1660 í dálkinn. Svona spila meistarar!

Sérblað um reiðhjól Hjól fyrir alla, fylgihlutirnir og menningin.

10. Maí

Föstudaginn 10. maí gefum við á Fréttatímanum út blað um reiðhjól. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í blaðið þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is


PIPAR\TBWA-SÍA - 131260

Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

Verkfræðistofan OMR hefur unnið að nýrri aðferðafræði byggingarframkvæmda með endurvinnslu fasteigna að leiðarljósi. Aukin hagkvæmni, jákvæð umhverfisáhrif, styttri verktími og sparnaður er reynslan af þessari breyttu aðferðafræði. Verkfræðistofan OMR er eitt þeirra öflugu fyrirtækja sem staðsett eru í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum á Ásbrú.

endurvinnslu

Ásbrú er stærsta verkefni Íslandssögunnar Ásbrú í Reykjanesbæ hefur stundum verið nefnd „stærsta og hagkvæmasta endurvinnsluverkefni Íslandssögunnar“. Það húsnæði sem Bandaríkjaher skildi eftir sig hefur verið endurskilgreint og hannað út frá sjónarmiðum um mark­ vissa og vistvæna endurnýtingu byggingarefnis – með tilheyrandi sparnaði. Umhverfis­ og endurnýtingarstefnan er ekki aðeins viðhöfð í húsnæðislegu tilliti. Á Ásbrú er t.d. sjálfært ofanvatnskerfi, farið var í umfangsmikið upp­ græðsluátak, orku­ og tækniskóli Keilis hefur staðið fyrir tilraunaverkefni um ylrækt og Reykjanesbær fyrir moltugerð. Ásbrú er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi nýsköpun­ arfyrirtækja og blómstrandi mannlíf.

Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


66

sjónvarp

Helgin 26.-28. apríl 2013

Föstudagur 26. apríl RÚV 15.00 Alþingiskosningar 2013 - Forystusætið (Regnboginn) e. 15.40 Ástareldur 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Íslandsmótið í hópfimleikum 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Alþingiskosningar 2013 Leiðtogaumræður Formenn framboða sem bjóða fram á landsvísu mætast í sjónvarpssal og ræða helstu stefnumál sín fyrir alþingiskosningarnar 27. apríl. 22.05 Hraðfréttir 22.15 Ævintýraland (Adventureland) Sumarið 1987 fær námsmaður vinnu í skemmtigarði í New York sem reynist ágætur undirbúningur fyrir alvöru lífsins. 00.05 Valentínusarmessa er óþolandi (I Hate Valentine's Day) Ástarsaga sem gerist á Manhattan. Bandarísk bíómynd frá 2009. e. 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil 08:40 Dynasty (17:22) 09:25 Pepsi MAX tónlist 16:20 Necessary Roughness (4:12) 17:05 The Office (3:24) 17:30 Dr. Phil 18:10 An Idiot Abroad (1:3) Karl og Warwick ferðast um Ítalíu og Makedóníu í þessum þætti 19:00 Minute To Win It 19:45 The Ricky Gervais Show (1:13) Bráðfyndin teiknimyndasería frá snillingunum Ricky Gervais og Stephen Merchant, sem eru þekktastir fyrir gamanþættina The Office og Extras. Þessi þáttaröð er byggð á útvarpsþætti þeirra sem sló í gegn sem „podcast“ á Netinu. 20:10 Family Guy (1:22) 20:35 America's Funniest Home Videos 21:00 The Voice (5:13) 23:30 Ljósmyndakeppni Íslands (5:6) 00:00 Excused 00:25 Lost Girl (4:22) 01:10 Cass 03:00 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

RÚV

08.00 Morgunstundin okkar / Tillý og 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In The Middle (13/22) vinir / Háværa ljónið Urri / Sebbi / Friðþjófur forvitni / Úmísúmí / Grettir 08:30 Ellen (132/170) / Nína Pataló / Kung Fu Panda - Goð09:15 Bold and the Beautiful sagnir frábærleikans / Skúli skelfir 09:35 Doctors (68/175) 10.15 Skólahreysti e. 10:20 Celebrity Apprentice (4/11) 11.00 Gulli byggir (2:6) e. 11:55 The Whole Truth (11/13) 11.30 Hljómskálinn á Listahátíð e. 12:35 Nágrannar 13:00 Percy Jackson and Theallt fyrir áskrifendur13.10 Landinn e. 13.40 Kiljan e. Olympians: The Lightning Thief 14.30 Fagur fiskur í sjó (2:10) e. 15:00 Barnatími Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.00 Hönnunarkeppnin 2013 e. 16:50 Bold and the Beautiful 16.30 Svellkaldar konur e. 17:10 Nágrannar 16.50 Rúnar Þór í Salnum e. 17:35 Ellen (133/170) 17.55 Ljóskastarinn e. 18:23 Veður 18.15 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 5 18.25 Stephen Fry: Græjukarl – Fjör og 18:47 Íþróttir leikir (4:6) e. 18:55 Kosningar 2013 - kvöldið fyriir 18.54 Lottó kjördag Kosningabaráttan gerð 19.00 Fréttir upp og sérfræðingar spá í spilin 19.30 Veðurfréttir fyrir kjördag. 19.35 Stella í framboði Gamanmynd 19:20 Simpson-fjölskyldan (11/22) frá 2003. e. 19:45 Týnda kynslóðin (31/34) 21.00 Kjörtímabilið í Skaupinu 20:10 Spurningabomban (18/21) 21.45 Kosningavaka RÚV verður 21:00 American Idol (30/37) á ferð og flugi um land allt á 22:25 Push Ævintýralegur framtíðartryllir með Dakota Fanning í kosninganótt. 05.00 Dagskrárlok aðalhlutverki. 00:15 Noise 01:45 The Mist 03:45 Percy Jackson and The Olympians: The Lightning Thief 05:40 Fréttir

Sunnudagur 28. apríl

Laugardagur 27. apríl

SkjárEinn

STÖÐ 2

RÚV

08.00 Barnatími 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir 10.30 Nótan 2012 e. / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / Barnatími Stöðvar 2 / Algjör 11.20 Samfestingurinn 2012 e. 12.00 Úrslit kosninganna Sveppi / Kalli kanína og félagar / 13.35 Ferðin til Suðurskautslandsins e. Kalli litli kanína og vinir 13.50 Örkin hans Attenboroughs e. 10:35 Mad 14.45 Úrslitakeppnin í handbolta 10:45 Ozzy & Drix 16.35 Þegar tíminn hverfur e. 11:10 Young Justice 17.20 Táknmálsfréttir 11:35 Big Time Rush allt fyrir áskrifendur 17.30 Poppý kisuló (14:52) 12:00 Bold and the Beautiful 17.40 Teitur (23:52) 13:20 American Idol (30/37) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.51 Skotta Skrímsli (15:26) 14:45 Modern Family (20/24) 17.56 Hrúturinn Hreinn og verðlaunaféð 15:10 How I Met Your Mother (19/24) 18.00 Stundin okkar 15:35 Sjálfstætt fólk 18.25 Basl er búskapur (4:8) 16:10 ET Weekend 19.00 Fréttir 16:556 Íslenski listinn 4 5 19.30 Veðurfréttir 17:25 Game Tíví 19.40 Landinn 17:55 Sjáðu 20.10 Höllin (10:10) (Borgen) 18:23 Veður 21.15 Stansað, dansað, öskrað 18:30 Fréttir Stöðvar 2 Heimildamynd um hljómsveitina 18:49 Íþróttir Grafík og 30 ára feril hennar. 18:55 Heimsókn 22.35 Sunnudagsbíó - Einhleypi eigin19:10 Lottó maðurinn (Préte-moi ta main) Luis 19:20 Wipeout er 41 árs staðfastur piparsveinn 20:05 Spurningabomban (13/21) og er ánægður með lífið. En 21:10 Kosningapartý Stöðvar 2 Logi mamma hans og fimm systur hans Bergmann stýrir kosningavöku leggja hart að honum að festa ráð Stöðvar 2 þar sem gleðin verður sitt. Frönsk bíómynd frá 2006. í fyrirrúmi. 00.05 Úrslit kosninganna 01:00 Mercury Rising 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02:50 The Matrix

STÖÐ 2

07:00 Barnatími 10:50 Victourious 11:15 Glee (15/22) 12:00 Hádegisfréttir 12:40 Nágrannar 14:05 American Idol (31/37) 14:50 Týnda kynslóðin (31/34) 15:15 Swimming With Killer Whales 16:15 Kalli Berndsen - í nýju ljósi (6/8) allt fyrir áskrifendur 16:45 Spurningabomban (18/21) 17:35 60 mínútur fréttir, fræðsla, sport og skemmt 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Uppgjör kosninganna 2013 19:30 Sjálfstætt fólk 20:056 Mr Selfridge (7/10) 4 20:55 The Mentalist (20/22) 21:40 The Following (13/15) 22:25 Mad Men (3/13) 23:15 60 mínútur 00:00 The Daily Show: Global Editon 00:25 Suits (3/16) 01:10 Game of Thrones (4/10) 02:05 Big Love (4/10) 03:00 The Listener (9/13) 03:40 Boardwalk Empire (9/12) 04:35 Breaking Bad (4/13) 05:20 Sjálfstætt fólk 05:55 Fréttir

06:00 Pepsi MAX tónlist 10:50 Dr. Phil 05:05 How I Met Your Mother (19/24) 09:30 Meistaradeild Evrópu 12:55 Dynasty (16:22) SkjárEinn 05:30 Fréttir 11:10 Þorsteinn J. og gestir 13:40 7th Heaven (17:23) 11:45 Dr. Phil 11:35 Spænski boltinn 14:25 Judging Amy (9:24) 13:10 Dynasty (17:22) 13:15 Fenerbahçe - Benfica 15:10 The Office (3:24) 13:55 Once Upon A Time (17:22) 07:00 Stjarnan - Grindavík 14:55 Kielce - Metalurg 08:30 Basel - Chelsea 15:35 Design Star (4:10) 14:40 The Bachelorette (12:12) 16:50 Stjarnan - Grindavík 16:25 Hamburg - Flensburg 10:10 Stjarnan - Grindavík 16:25 The Good Wife (20:22) 15:20 Solsidan (5:10) 18:20 Basel - Chelsea 18:05 Evrópudeildarmörkin allt fyrir áskrifendur 11:40 Meistaradeild Evrópu 15:45 An Idiot Abroad (1:3) 20:00 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 17:15 The Ricky Gervais Show (1:13) 18:35 The Swing 13:20 Þorsteinn J. og gestir 17:40 Family Guy (1:22) 16:35 Parenthood (3:16) 20:30 La Liga Report 19:00 Grindavík - Stjarnanfréttir, fræðsla, sport og skemmt 13:55 Veszprèm - Kiel 18:05 The Voice (5:13) 17:25 Vegas (14:21) 21:00 Evrópudeildarmörkin 21:00 Spænski boltinn 15:25 La Liga Report 18:15 Ljósmyndakeppni Íslands (5:6) 21:30 Stjarnan - Grindavík allt fyrir áskrifendur20:35 The Bachelorette- LOKAÞÁTTUR 15:55 Spænski boltinn 22:40 Grindavík - Stjarnan allt fyrir áskrifendur 21:15 Once Upon A Time (17:22) 18:45 Blue Bloods (9:22) 23:00 Fenerbahçe - Benfica 18:00 Brooklyn - Chicago 22:00 Beauty and the Beast (11:22) 19:35 Judging Amy (10:24) 21:00 Barcelona - Atl. Madrid fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:45 Thunderball Fjórða Bond 20:20 Top Gear USA (9:16) 22:20 Spænski boltinn 4 kvikmyndin sem skartar Sean 21:10 Law & Order - NÝTT (1:18) 07:20 Man. City - West Ham Connery í hlutverki njósnara 22:00 The Walking Dead (12:16) 15:55 Sunnudagsmessan 09:00 Newcastle - Liverpool hennar hátignar. 22:50 Lost Girl (5:22) 17:10 Fulham - Arsenal 10:40 Everton - Fulham 00:55 Knife Edge 23:35 Elementary (16:24) 18:50 Swansea - Southampton 12:20 Reading - QPR 08:30 Man. Utd. - Aston Villa allt 4 5 6 4 5 6 fyrir áskrifendur 02:25 Excused 00:20 The Bond Cocktail 20:30 Premier League World 2012/13 14:45 Arsenal - Man. Utd. 10:10 Premier League Review Show allt fyrir áskrifendur 02:50 Beauty and the Beast (11:22) 00:45 Excused 21:00 Premier League Preview Show 17:00 Sunnudagsmessan 11:35 Man. City - West Ham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:35 Pepsi MAX tónlist 01:10 The Walking Dead (12:16) 21:30 Football League Show 2012/13 18:15 Chelsea - Swansea 13:45 Wigan Tottenham allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:00 Lost Girl (5:22) 22:00 WBA - Newcastle 19:55 Sunnudagsmessan 16:15 Newcastle - Liverpool 02:45 Pepsi MAX tónlist 23:40 Premier League Preview Show 21:10 Reading - QPR 18:30 Everton - Fulham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:10 Burnley - Cardiff 22:50 Sunnudagsmessan 20:10 Southampton - WBA 11:50 Ævintýraeyja Ibba 00:05 Arsenal - Man. Utd. 21:50 Stoke - Norwich 4 5 13:10 Chronicles of Narnia, The: The 01:45 Sunnudagsmessan 23:30 Man. City - West Ham SkjárGolf 4 5 6 allt fyrir áskrifendur Voyage of the Dawn Treader 11:55 Prom 10:40 Come See The Paradise 06:00 ESPN America 15:00 The Descendants 13:35 Pétur og kötturinn Brandur 2 12:50 Mr. Popper's Penguins 08:10 Zurich Classic 2013 (1:4) SkjárGolf SkjárGolf allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 4 5 6 16:55 Ævintýraeyja Ibba fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:55 We Bought a Zoo 14:25 An Affair To Rembember 11:10 Golfing World 06:00 ESPN America 06:40 Zurich Classic 2013 (3:4) 18:15 Chronicles of Narnia, The: The 16:55 Prom 16:20 Come See The Paradise 12:00 World Golf Championship 2013 07:25 Zurich Classic 2013 (2:4) 11:10 Inside the PGA Tour (17:47) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Voyage of the Dawn Treader 18:35 Pétur og kötturinn Brandur 2 18:30 Mr. Popper's Penguins 17:40 Inside the PGA Tour (17:47) 10:25 PGA Tour - Highlights (16:45) 11:35 Zurich Classic 2013 (3:4) 20:05 The Descendants 19:55 We Bought a Zoo 20:05 An Affair To Rembember 18:05 Champions Tour - Highlights 11:20 World Golf Championship 2013 16:05 The Open Championship Ofcl Film 22:00 Contraband 22:00 The Lincoln Lawyer 22:00 The River Wild 19:00 Zurich Classic 2013 (2:4) 17:00 Zurich Classic 20135 (3:4) 17:00 Zurich Classic 2013 (4:4) 4 6 23:50 The Terminator 23:55 Wanderlust 23:50 American Pie 2 22:00 Golfing World 22:00 Golfing World 22:00 Golfing World 01:35 Traitor 01:35 Saw V 01:40 Seven 22:50 Presidents Cup Official Film 2011 22:50 Ryder Cup Official Film 2008 22:50 US Open 2006 - Official Film 4 5 4 5 03:306 Contraband 03:05 The Lincoln Lawyer 03:45 The River Wild 23:40 ESPN America 00:05 ESPN America 23:50 ESPN America

Garðurinn

Grillið, pallurinn, potturinn og gróðurinn.

3.

Maí

Föstudaginn 3. maí gefum við á Fréttatímanum út blað um garða. Í blaðinu kennir margra grasa ef svo má að orði komast. Hari mun grilla og kenna okkur réttu taktana við grillið. Við munum kynna helstu pottana og hvernig á að setja þá upp, fjalla um palla og pallasmíð, sem og almennt um garðinn, gróðurinn og garðahönnun. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í blaðið þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is



68

bíó

Helgin 26.-28. apríl 2013

 fruMsýndar

Hættulegar konur Þótt Brian De Palma geti státað af myndum á borð við Scarface, The Untouchables, Carlito´s Way og myndunum Dressed to Kill og Body Double sem eru skírustu dæmin um að hann er með Hitchcock á heilanum hlýtur hann að teljast til mistækari leikstjóra síðustu áratuga. Hann á einnig að baki haug af rusli og hefur heldur fatast flugið í sinni tíð með myndum eins og Femme Fatale og The Black Dahlia. Karlinn er þó ekki dauður úr öllum æðum og teflir nú fram leikkonunum Noomi Rapace og Rachel McAdams í sálfræðitryllinum Passion. Christine (McAdams) og Isabelle (Rapace) eru samstarfskonur hjá markaðsfyrirtæki. Stigvaxandi rígur á milli þeirra nær hámarki þegar Christine stelur hugmynd Isabellu og eignar sér hana með þeim afleiðingum að hin hlédræga Isabelle fer að leggja á ráðin um morð.

Berry á neyðarlínunni

Noomi Rapace og Rachel McAdams leika hættulega refskák í Passion.

Leikkonan Halle Berry lét síðast til sín taka í Cloud Atlas, ekki alls fyrir löngu, og er nú mætt aftur til leiks með truflað permanent í The Call. Hér leikur hún Jordan Turner sem svarar í neyðarlínuna 911. Hún er á vakt þegar stúlka sem hefur verið rænt hringir úr farangursgeymslu bifreiðar. Jordan áttar sig fljótt á því að stúlkan er í klóm morðingja sem hún hefur áður komist í kast við og því megi hún hvergi stíga feilspor að þessu sinni. Lögreglan telur sig lítið geta aðhafst nema hún hafi eitthvað haldbetra en eitt símtal í neyðarlínuna í höndunum þannig að Jordan ákveður að taka málin í sínar hendur.

Aðrir miðlar: Imdb: 6,7, Rotten Tomatoes: 39%, Metacritic: 51% MT: Halle Berry fær símtal sem fær hárin á henni og áhorfendum til að rísa.

 Iron Man 3 Þjófstartar bíósuMrInu

PÓLSKIR

DAGAR

Iron Man 3 er líkleg til þess að blanda sér í slaginn um vinsælustu myndir ársins en í henni stendur Tony Stark í stórræðum gegn The Mandarin án aðstoðar félaga sinna í The Avengers.

Iron Man einn á báti Eftir að hafa staðið í skugga Spider-Man, Daredevil, The Punisher og Wolverine áratugum saman steig Iron Man fram í frábærri bíómynd árið 2008 og markaði upphafið að ótrúlegri sigurgöngu hetja sem voru við það að falla í gleymskunnar dá. Þar munaði ekki síst um frammistöðu eðalleikarans Roberts Downey Jr. sem fór á kostum í hlutverki glaumgosans Tony Stark sem tók sér stundum frí frá djamminu til þess að bjarga heiminum í búningi Iron Man. Þriðja myndin um kappann er komin í bíó og hann leiðir enn stórsókn Marvel. PHANTASM SUN: 20:00 (16)

SKÓLANEMAR:

25%

AFSLáTTUR

L

MY FATHERS BIKE

LAU 22:00 SUN 20:00 (L) FRÍTT INN gEgN

FRAMvÍSUN

SKÍRTEINIS!

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Í Iron Man 3 er Tony Stark einn síns liðs og félagar hans úr Avengersgenginu eru fjarri góðu gamni.

eikarinn og leikstjórinn Jon Favreau tók að sér að skila Iron Man í bíó árið 2008 með eftirminnilegum árangri. Robert Downey Jr. skilaði sínu með sóma í aðalhlutverkinu og myndin ruddi brautina fyrir sjálfstæðar myndir um Captain America, Thor og Hulk. Tony Stark birtist í bláenda The Incredible Hulk og Samuel L. Jackson skaut upp kollinum í myndunum sem Nick Fury, til þess að tengja þær saman. Hámarkinu var svo náð í fyrra þegar allar þessar hetjur komu saman auk Black Widow og Hawkeye og mynduðu The Avengers hópinn undir stjórn Fury. Iron Man 3 er fyrsta sjálfstæða myndin sem kemur í kjölfar The Avengers en nýjar myndir um Thor og Captain America eru á næsta leiti og munu leiða áhorfendur inn í aðra endurfundi The Avengers en tökur á The Avengers 2 hefjast í byrjun næsta árs. Samningur Roberts Downey Jr. við Marvel rann að vísu út með Iron Man 3 en vandséð er að hægt sé að finna staðgengil hans í hlutverk Iron Man. Shane Black, leikstjóri Iron Man 3, er þess þó fullviss að leikarinn muni í það minnsta leika hetjuna í enn einni Iron Man-mynd sem og The Avengers 2. Í Iron Man 3 er Tony Stark einn síns liðs og félagar hans úr Avengers-genginu eru fjarri góðu gamni. Hann sér fram á náðuga tíma og litla þörf fyrir Iron Man en neyðist til þess að taka á honum stóra sínum þegar hryðjuverkamaðurinn The Mandarin lætur

til skarar skríða. The Mandarin ræðst beint á Stark sjálfan, rústar heimili hans og fer nærri því að drepa Pepper Potts, einkaritarann sem Stark elskar. The Iron Man fer á stjá og nú í hefndarhug en The Mandarin er ekkert lamb að leika sér við eins og lætur hart mæta svo hörðu að tvísýnt er hvor muni hafa betur. Ben Kingsley, sem öðlaðist á sínum tíma heimsfrægð fyrir að leika friðarsinnann Ghandi, leikur The Mandarin með tilþrifum en auk hans mætir Guy Pierce nýr til leiks. Gwyneth Paltrow leikur Pepper Potts sem fyrr og Don Chedale mætir til leiks á ný sem félagi Starks, James Rhodes. Shane Black, leikstjóri Iron Man 3, er þekktastur sem handritshöfundur enda á hann heiðurinn af nokkrum skemmtilegustu spennumyndum síðustu áratuga. Það má því bóka tilfinningaríkan hasar í Iron Man 3 þegar horft er til þess að Black, sem einnig er með puttana í handriti myndarinnar, skrifaði Lethal Weapon, The Last Boy Scout og hina stórlega vanmetnu The Long Kiss Goodnight með Geenu Davis í aðalhlutverki.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


TILBOÐIÐ GILDIR ÚT APRÍL

NSTAKAR PERLUR NÝTT Á DVD

DVD

2.899

4

ÓSKARS VERÐLAUN

Blu-ray

3.299 Blu-ray 3-D kr. 4.799,-

KAUPAUKI

Komin á DVD, Blu-ray og Blu-ray 3-D í Skífunni Tryggðu þér eina stórkostlegustu mynd síðustu ára

Blu-ray markaður

KRINGLAN OG LAUGAVEGUR 44 · 591 5300 · WWW.SKIFAN.IS

Tveir bíómiðar á Passion fylgja með Life of Pi á meðan birgðir endast

999


70

menning

Helgin 26.-28. apríl 2013

 SellóhljómSveit St. PéturSborgar leikur í hörPu

Átta sellóleikarar og píanisti

S

ellóhljómsveit St. Pétursborgar leikur í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. maí næstkomandi. Hljómsveitin, sem er þekkt í heimalandi sínu Rússlandi, kemur til landsins á vegum Oddfellowstúkunnar nr. 5, Þórsteins í Reykjavík. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stúkan stendur fyrir slíkri uppákomu en á liðnu ári lék rússneski píanóleikarinn Alexander Ganshin fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpu. Átta sellóleikarar eru í hljómsveitinni og píanisti. Hljóðfæraskipanin þykir sérstök en hún kallar fram afar djúpan og fallegan hljóm sem blönduð leikgleði og ákafa tónlistarmannanna mun án efa njóta sín vel í Hörpu. Hljómsveitin leikur fjölbreytta tónlist sem spannar allt frá klassík og djass til samtíma- og kvikmyndatónlistar. Olga Rudneva stofnaði hljómsveitina árið 2000 og er sveitin skipuð úrvalsnemendum hennar. Hljómsveitin hefur komið víða fram, bæði innanlands og utan. Er ekki að efa að hér er á ferðinni skemmtileg tónlistarupplifun. Á laugardeginum leggur hljómsveitin land undir fót og heldur í Skagafjörðinn til að leika á sæludögum í Skagafirði. Sérstakur gestur tónleikanna verður Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona. Að venju renna allar tekjur tónleikanna til góðgerðarmála. Hægt er að nálgast miða í Hörpu á www. harpa.is eða www.midi.is. Nánari

Sellóhljómsveit St. Pétursborgar leikur í Eldborgarsal Hörpu eftir viku, föstudaginn 3. maí. Hljómsveitin er þekkt í heimalandi sínu. Hljóðfæraskipan þykir sérstök en átta sellóleikarar eru í hljómsveitinni og píanisti.

upplýsingar eru á http://thoursteinn.oddfellow.is/is/harpan-20 um hljómsveitina og fleira. Fram kom í viðtali við Pétur

Óla Pétursson í Morgunblaðinu nýverið að Rudneva væri þekktur sellóleikari í heimaborg sinni. Pétur Óli er búsettur í St. Péturs-

borg og hefur um árabil tekið á móti Íslendingum. „Þegar svona hópar koma,“ sagði Pétur Óli þar, „er gjarnan haldin veisla í einhverri

af þeim höllum sem þar eru og þá hefur Sellóhljómsveit St. Pétursborgar gjarnan komið og leikið fyrir fólkið.“

Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is

TÚRISTI


sófadagar

LÝkUr Á í tekk-company sUnnUdag! og habitat

20

af

öLLUm sófUm

nÝjar vörUr í betri búð

20

af

öLLUm sófUm

Gerum hús að heimili

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mán.–lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13-18

www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is


72

samtíminn

Helgin 26.-28. apríl 2013

 kringlubíó beinar óperuúTsendingar

Bættu smá New York í lífið Á morgun lýkur starfsári Metropolitan óperunnar í Kringlubíói með sýningu á Giulio Cesare in Egitto eftir George Frideric Händel; óperu sem var frumflutt í London fyrir 289 árum þegar Händel var rétt tæplega fertugur; stórstjarna í stærstu borg heims. Eins og nafnið gefur til kynna segir óperan frá því þegar Júlíus Sesar bregður sér til Egyptalands, kemst upp á milli hjónanna og systkinanna Kleópötru og Tólómeó; drepur bróðurinn, vinnur hjarta systurinnar, fellir einræðið og kemur á lýðræði í Egyptalandi. Sem sé egypskt vor; ekki arabískt. Þetta er feiknarskemmtileg ópera og það mætti mæla með henni við þau sem vilja kynnast óperum ef hún væri ekki líka feiknarlega löng; næstum fimm tímar með tveimur hléum. Eins og margt frá barokk-

tímanum er stutt milli harms og óláta; þarna er uppátækjasamur þráður og persónurnar skemmtilega holdlegar, illa innrættar og sjálfsuppteknar. Uppfærslan er innflutt á Metropolitan; var fyrst sett upp á Glyndebourne festivalinu fyrir átta árum. Leikstjóri er David McVicar, þaulreyndur skoskur leikstjóri, sem skellir rækilegum skammti af Bollywood-dönsum og búningum yfir barokkið. David Daniels kontratenór syngur Sesar (það hlutverk hefur undanfarna öld oftast verið sungið af sópransöngkonum), Natalie Dessay syngur Kleópötru og Christophe Dumaux kontratenór syngur Tólómeó. Það er því næsta víst að Sverrir Guðjónsson mun mæta; þetta er veisla fyrir kontratenóra. Kringlubíó hóf beinar útsendingar frá Metropolit-

an strax á öðru ári; leikárið 2007/2008. Í ár voru tólf sýningar; kassastykki eins og Aída, Óþelló, Rígólettó og Grímudansleikurinn eftir Verdi, fáséðari óperur eins og Trójumenn eftir Berlioz, svakahlussur eins og Parsifal eftir Wagner og nútímaverk eins og Ofviðrið eftir rétt rúmlega fertugan Thomas Adès. Þessar sýningar í Kringlubíó eru með því besta sem í boði er í Reykjavík. Bestu söngvarar heims, bestu leikstjórarnir, besta óperuhljómsveitin, bestu hljómsveitastjórarnir, besti kórinn, bestu tæknimennirnir; allt þetta fólk kemur saman til að færa okkur stórkostlegar uppfærslur. Og það kostulega er að þessar beinu útsendingar svínvirka; það er magnað að sitja í Kringlunni og njóta þess besta sem New York hefur upp á að bjóða. (Svo er viss upplifun að sitja í bíósal þar sem meðalaldur áhorfenda er ellilífeyrir plús.) -gse

Giulio Cesare er sindrandi barokk frá Händel; sett upp í Bollywood-stíl af David McVicar og sent út með nýjustu tækni og vísindum frá 65 stræti New York borgar í sal 1 í Kringubíói.

 TónlisT TæknibylTing leyfir fólki að velja sjálfT

Fyrir rúmar 21 þúsund krónur á ári fá Íslendingar um 40 tónleika með Berlínarfílharmoníunni í beinum útsendingum í hámarksgæðum; tónleika þar sem allir bestu stjórnendur heims og allir bestu einleikarar heims spila með einni bestu hljómsveit heims. Ljósmynd/Getty

Aðeins það besta Tækniþróun í upptöku- og útsendingartækni mun umbylta rekstri menningarstofnana, auka aðgengi okkar að því besta sem gert er í listum og auðga þannig lífið – en hins vegar slátra (með öðru) hinu hefðbundna dagskrársjónvarpi. Þegar fólk fær að velja sjálft getur það farið að kunnum ráðum Páls Magnússonar útvarpsstjóra; sem sagði í auglýsingu Sævars Karls um árið: Ég hef mjög einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta.

Þ

Í fyrra seldi Metropolitan miða á óperur í bíósölum fyrir um 5,7 milljarða króna; helm­ ingurinn rann til Metro­ politan og þegar búið var að borga allan kostnað og listamönn­ unum þóknun sátu eftir 1,3 milljarðar króna í hrein­ an hagnað.

egar sjónvarpsstöðvar hófu starfsemi, um miðja síðustu öld, neyddust þær vegna tæknilegra takmarkana til að endurgera efni sem þegar var til í samfélaginu. Þær komu sér fyrir í vöruskemmum og settu þar upp leikrit, borgarafundi, messur, fyrirlestra, barnagæslu og skemmtidagskrár; tóku þetta upp á upptökuvélar sem voru á stærð við Austin Mini og sendu út með sendibúnaði sem tók heila blokk. Sjónvarpsdagskráin varð þannig eins og lélegt ljósrit af lífinu; svoldið loftlaus og innilokaður heimur. Þegar við bættist að ein dagskrá þurfti að höfða til allra aldurs- og samfélagshópa hafði prógrammið tilhneigingu til að verða andlaust og innihaldslaust í ofanálag.

Ris og fall

Þrátt fyrir þetta varð sjónvarpið mikill segull sem sogaði að sér athygli fólks og auglýsingafé frá fyrirtækja. Fyrir afl þess varð dagskráin íburðarmeiri og út úr sjónvarpinu kom margt sem gaf ekkert eftir því sem áður var til. Eða það fannst okkur alla vega. Okkur fannst eins og viðburði í raunheimum skorti eitthvað; íburð og glamúr en líka fókus og skýrleika. Þetta var tími sjónvarpsins; skammlíf gullöld; seinni helmingur síðustu aldar. Stafræn dreifing fjölgaði sjónvarpsrásum og sundraði þar með áhorfendum. Og þegar kvarnast fór úr hópnum virtust engin takmörk fyrir hversu víða hann dreifðist. Netið splundraði

áhorfendahópnum síðan enn frekar. Og þegar fólk gat sótt sér allskyns efni í risastórar efnisveitur voru ekki lengur neinar fjárhagslegar eða tæknilegar forsendur fyrir blönduðum dagskrárstöðvum. Þær eru vissulega þarna ennþá og halda enn vænni sneið af auglýsingafé fyrirtækjanna; en það er öllum ljóst að fyrr en síðar munu þær missa tekjur sínar og deyja út. Með minna vægi dagskrárstöðvanna hefur ýmislegt breyst í menningu okkar. Hver kvöldfréttatími Ríkissjónvarpsins er ekki lengur þjóðfundur. Við búum ekki lengur öll í sama menningarsamfélaginu — og gerðum það kannski aldrei.

Bylting í beinni

Fyrir 40 árum voru beinar útsendingar frá íþróttamótum í Ríkissjónvarpinu; en aðeins frá íþróttagreinum sem koma mátti fyrir í sjónvarpssal. Fyrst var Íslandsglíman í beinni útsendingu og síðar kraftlyftingamót; íþróttafréttamenn höfðu um tíma trú á að borðtennis myndi slá í gegn. Þegar tæknin bauð upp á útsendingar beint frá alvöru íþróttavöllum hurfu glíman og aðrar sjónvarpsíþróttir í gleymskunnar dá. Fótbolti, ólympíuleikar, NBA-körfuboltinn, Formúla 1 og slík stórveldi stóðu undir háum útsendingarkostnaði; mikið áhorf skilaði miklum auglýsingatekjum. En þegar tækninni fleytti fram urðu þessar útsendingar ekki aðeins viðameiri heldur opnaði

hún tækifæri fyrir aðra geira samfélagsins; ekki sist listastofnanir. Og eins í íþróttunum þá hafa öflugustu stofnanirnar rutt brautina; Metropolitan óperan í New York, National Teathre í London, Berlínarfílharmonían, Konunglega óperan í London og önnur slík stórveldi. Á örfáum árum hafa milljónir manna fengið aðgengi að þessum stofnunum í gegnum beinar útsendingar frá uppfærslum og tónleikum. Þetta hefur ekki enn valdið viðlíka umbyltingum og urðu frá því að Bjarni Felixson sýndi vikugamla fótboltaleiki í sjónvapinu og þar til fólki stóð til boða tugir beinna útsendinga í hverri viku og frægir fótboltamenn voru orðnir einskonar heiðursfélagar í flestum fjölskyldum — enda er þessi þróun komin skammt á veg í listheimum.

Næsta skref: Listirnar

Fyrir rúmum sex árum hóf Metropolitan útsendingar; sendi Töfraflautuna til tæplega 100 bíóhúsa; flestra í Bandaríkjunum. Fyrsta leikárið voru sex óperur sendar út og áhorfendur urðu 324 þúsund. Í fyrra voru ellefu óperur sendar út til um 1700 kvikmyndahúsa í 54 löndum; áhorfendur voru um þrjár milljónir. Í ár bættust við fjölmörg ný kvikmyndahús og nokkur ný lönd; meðal annars risaveldin Kína og Rússland. Búast má við að áhorfendur í ár verði nærri fjórum milljónum. Í upphafi var ráðgert að þessar sýn-

ingar stæðu undir sér. Markmiðið var að kynna fleiri áhorfendum undraheima óperunnar. Reyndin varð hins vegar sú að verkefnið skilaði hagnaði á þriðja ári. Í fyrra seldi Metropolitan miða á óperur í bíósölum fyrir um 5,7 milljarða króna; helmingurinn rann til Metropolitan og þegar búið var að borga allan kostnað og listamönnunum þóknun sátu eftir 1,3 milljarðar króna í hreinan hagnað. Ekki slæmur árangur af sex ára gömlu tilraunaverkefni. Hingað til hafa þessar útsendingar verið bundnar við kvikmyndahús en ráðgert er að fólk geti horft á sýningarnar í heima í stofu. Berliner Philharmoniker opnaði Digital Concert Hall fyrir fjórum árum þar sem fólk getur á hverju ári horft og hlustað á um 40 tónleika í beinni útsendingu. Þetta verkefni er þegar farið að skila nokkrum hagnaði. National Theatre í London sendir út um sex til sjö sýningar ári (um tíma var sýnt frá þeim í Kringlubíói en þeim sýningum var hætt) og sama má segja um Konunglegu óperuna í London (næsta sýning er á mánudaginn í Háskólabíói; Nabucco eftir Verdi með Plácido Domingo í titilhlutverinu). Það er ómögulegt að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir. Það má þó fullyrða að hún mun auðga lífið. Það eru mikil gæði að geta setið heima og velt fyrir sér hvort maður eigi að skella sér á óperu í New York, tónleika í Berlín, fótbolta í Barcelona eða leiksýningu á West End. Endurgerðir gömlu dagskrárstöðvanna af lífinu verða hálf kátlegar í samanburði.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


Þjóðleikhúsið leitar að leikurum á aldrinum 8–14 ára! Brandenburg

Á næsta leikári mun Þjóðleikhúsið setja upp leikritið ÓVITA eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Í verkinu leika börn fullorðna og fullorðnir leika börnin. Því vantar okkur hóp leikara til að leika mömmur og pabba, afa og ömmur, öskukarla og afgreiðslufólk, löggur og strætóbílstjóra og önnur tilfallandi fullorðinshlutverk. Tveir 14 barna hópar skiptast á að leika í sýningunni. Krakkar sem vilja leika á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, á aldrinum 8–14 ára og ekki hærri en 160 cm — eru hvattir til að mæta og sækja um.

Frumsýning:

Haust 2013 Þjóðleikhúsið er á Facebook, fylgstu með – facebook.com/leikhusid

Nánari upplýsingar:

551 1200 prufur@leikhusid.is leikhusid.is

Skráning í prufur fer fram í Þjóðleikhúsinu, mánudaginn 29. apríl á milli klukkan 14 og 19.


74

samtíminn

Helgin 26.-28. apríl 2013

 TónlisT TæknibylTing færir óperuna inn á heimilin Nikolai Putilin í hlutverki Alberich í uppsetningu á Wagner í Metropolitan óperunni í New York. Richard Wagner fannst að á sínum dögum væri enn ekki búið að brjóta tæknilegar hindranir svo óperan fengi notið sín til fulls. Og það er ekki fyrr en á síðustu árum að komin er tækni sem getur flutt óperusýningar í þolanlegum gæðum út um allt.

Tengdó – HHHHH – JVJ. DV Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Fim 16/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00 Lau 27/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00 Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Fim 23/5 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 3/5 kl. 19:00 Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 4/5 kl. 19:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 5/5 kl. 13:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 9/5 kl. 14:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Fös 10/5 kl. 19:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 11/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 12/5 kl. 13:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Fim 6/6 kl. 19:00 Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu!

Gullregn (Stóra sviðið)

Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.

Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)

Lau 27/4 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Fös 10/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Þri 30/4 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma.

Núna! (Litla sviðið)

Sun 28/4 kl. 20:00 5.k Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00 Þri 7/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu

Tengdó (Litla sviðið)

Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Fös 10/5 kl. 20:00 Fim 2/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fim 16/5 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Fös 17/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fim 9/5 kl. 20:00 aukas Fim 23/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!

Tími óperunnar loksins kominn ó

Lau 25/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas

Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið)

Sun 28/4 kl. 20:00 4.k Fim 9/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki

Richard Wagner.

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Sun 28/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Fim 2/5 kl. 19:30 Aukas. Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð

Kvennafræðarinn (Kassinn)

Fös 26/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 6.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum?

Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30 Fös 7/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30

Lau 25/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30

Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 14:00 Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi

Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 4/5 kl. 15:00 Lau 27/4 kl. 15:00 Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka

Lau 25/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 15:00

Karma fyrir fugla (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Síðasta sýning 7.apríl

Sun 9/6 kl. 19:30 aukas.

Hvörf (Kúlan)

Fös 3/5 kl. 19:00 Aðalæf Mið 8/5 kl. 19:00 Lau 4/5 kl. 19:00 Frums. Fös 10/5 kl. 19:00 Sun 5/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00 Lab loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið

slíkum saman í kassa og selja þannig ört vaxandi millistétt óperu. En ópera á hljómdisk er svikinn héri; svoldið eins og útvarpsleikrit í samanburði við leiksýningu. Tími LP og CD varð því tími sinfóníunnar og hljómsveitarverkanna. Með DVD kom hins vegar tækifæri óperunnar. Þá gat millistéttin sest fyrir framan risaskjáinn sinn og hlýtt á íburðarmiklar uppfærslur bestu óperuhúsa heims og hlustað í gegnum heimabíó-hljóðkerfin. Og lesið texta og fylgst þannig með söguþræðinum. Og það skipti öllu máli. Nýja millistéttin bjó ekki að klassískri menntun eins og borgarastéttin og aðallinn á tímum Wagner; réð hvorki við ítölsku né þýsku; var varla stautfær á þann menningararf sem óperurnar geyma. Þegar burðargeta Netsins er orðin svo mikil að við erum ekki lengur bundin aðeins við texta eða aðeins hljóðrás; er ef til vill ekki að furða að sú listgrein sem reynir að ná til allra skynfæra rísi fyrst upp og endurfæðist. Wagner hefði getað séð þetta fyrir.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

74,6%

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Karíus og Baktus (Kúlan)

Með DVD ... gat millistéttin sest fyrir framan risaskjáinn sinn og hlýtt á íburðarmiklar uppfærslur bestu óperuhúsa heims ...

peran hefur alltaf verið heft af tækni. Það er eins og þetta listform þrýsti á takmarkanir tækninnar og vilji sleppa út. Það var alla vega sannfæring Richard Wagners, sem sá að óperan var miklu stærri en öll óperuhús. Hann smíðaði því nýja tegund húss með allskyns tækninýjungum og setti eitt smáríki næstum á hausinn til að fjármagna ævintýrið. Vissulega braut Wagner blað í óperusögunni; þeytti óperunni á áður ókunnan stað; en bylting hans fólst ekki svo mikið í húsinu, umgjörðinni eða tækninni. Tækninýjungar hans úreltust fljótt og urðu fáum fordæmi. Músíkin hans setti hins vegar allt á annan endann og tónlistin varð ekki söm á eftir. Tækni hefur alltaf haft mikil áhrif á stöðu óperunnar. Stuttu eftir tilraun Wagners til að sameina allar listgreinar undir óperunni; þróaðist 78 snúninga vínylplatan. Hún gat hins vegar ekki haldið heilli óperu; í mesta lagi stuttri aríu; og athygli fólks beindist í kjölfarið meira að grípandi laglínum og öflugum röddum. Djúphugul höfundarsköpun Wagners vék fyrir léttvægum sápum Puccini. Ítölsku óperurnar urðu leikvöllur nýrra alþjóðlegra stórstjarna; dyntóttra stórsöngvara. Þegar LP-platan kom gat hún haldið utan um sinfóníur og kammerverk og það mátti vel pakka þremur, fjórum eða fimm

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Sun 12/5 kl. 19:00

Gilitrutt (Brúðuloftið)

Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 15:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn

VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Hverfisgötu 19

551 1200

leikhusid.is

midasala@leikhusid.is

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 HELGAR BLAÐ



dægurmál

76

Helgin 26.-28. apríl 2013

 Í takt við tÍmann SigrÍður marÍa EgilSdóttir

Langar að kíkja til Ísrael Sigríður María Egilsdóttir er nítján ára Kópavogsmær sem útskrifast úr Versló nú í vor. Hún var kjörin Ræðumaður Íslands á úrslitakvöldi Morfís á dögunum. Sigríður spilar tölvuleiki og nýtur þess að hlaupa úti. Staðalbúnaður

Vélbúnaður

Það er erfitt að lýsa fatastíl mínum því ég hugsa svo lítið út í hann. Ég er með blæti fyrir svörtum sokkabuxum og geng því oft í kjólum og stuttbuxum svo ég geti klæðst þeim. Annars er ég bara í dökkum gallabuxum. Ég reyni að hafa þægindin í fyrirrúmi og er oft í kósí prjónuðum gollum. Svo er ég mikið fyrir útivist þannig að ég klæðist útivistarfötum sem mér finnst töff og þægileg. Á Íslandi versla ég í Topshop, Zöru og bara úti um allt. Í útlöndum elska ég River Island og ég fer líka í Topshop og H&M þegar ég kemst í þær. Ég elska líka að fara í stóru Nike-búðina í London, ég get eytt heilum degi þar.

Ég á iPhone 4s og nota Facebook-appið eins og allir, Instagram til að skoða myndir af matnum hjá öðru fólk og svo er ég með Twitter en ég hef reyndar aldrei neitt merkilegt að segja þar. Undanfarið hef ég verið „húkkt“ á Candy Crush en ég er meira fyrir alvöru tölvuleiki. Ég á þrjá uppáhaldsleiki; Call of Duty, Assassin’s Creed og Fifa. Ég er dálítið mikið fyrir tölvuleiki, ég get ekki neitað því.

Aukabúnaður

Við kærastinn kaupum oft mat fyrir okkur tvö til að elda. Við erum búin að fullkomna einn rétt, lambafillet marinerað upp úr olíu, hvítlauk og timjan. Og rósmarínkryddað rótargrænmeti með. Okkur finnst líka gaman að fara stundum fínt út að borða. Það er alger sturlun hvað það er gott að borða á Sushisamba og Chili Mojito-inn þar er klikkaður. Grillmarkaðurinn er æðislegur líka. Ég er ekki komin með vinnu í sumar en ég skal fá hana og ég ætla að vinna rosalega mikið. Ef ég kemst í ævintýraferð í sumar ætla ég að byrja í lögfræði í haust en ef það tekst ekki þá tek ég mér ársfrí. Mig langar í ævintýraferð um Afríku endilanga eða að fara til Asíu í svona mánuð. Svo langar mig rosalega að kíkja til Ísrael. Það er voða erfitt að stoppa mig þegar mér dettur eitthvað svona í hug.

Hugbúnaður

Ég er frekar lítið djammdýr en þegar ég fer að skemmta mér þá er geðveikt gaman. Annars er ég meira fyrir að kíkja bara á kaffihús og fá mér einn bjór eða kaffibolla. Ég fer yfirleitt á Fjalaköttinn, eða bara Katze eins og við vinirnir köllum hann. Það er yfirleitt frekar fámennt þar og alltaf hægt að fá góða þjónustu. Ég hef verið í hestamennsku síðan ég var pínulítil. Um leið og pabbi kemur heim fæ ég bílinn og skýst í hesthúsið. Svo fer ég í ræktina eða út að hlaupa. Það er best að fara út að hlaupa því þá getur maður átt í mjög heimspekilegum samræðum við sjálfa sig á meðan. Ég fer ekki oft í bíó, ég og kærastinn minn erum meira fyrir að hala niður myndum. Uppáhaldsmyndirnar mínar eru Downfall, Love Actually og Silence of the Lambs. Ég horfi líka á helling af þáttum, helst Game of Thrones. Það er samt svo leiðinlegt að bíða í viku eftir næsta þætti þannig að ég horfi á Parks and Recreation á milli.

Sigríður María spilar Candy Crush og Call of Duty. Ljósmynd/Hari

Vo RT i l B o Ð

20 ur

af

ö

um ll

il he

su

m rú

rafSmíðum í öllum úm magnsr ðum! stær

um

 appafEngur

Zombies, run! 5K

Royal og classic

Hágæða fjölstillanleg rafmagnsrúm á 20% afslætti. 12 mánaða vaxtalaus Visa / EURo greiðsludreifingu* rafmagnsrúm á verði frá 190.049,-

Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360,-

12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing 16.732,-

12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing 11.497,-

* Einungis er greitt 3,5 % lántökugjald.

af

t át sl

% -50

frí heimsending á hjónarúmum eða tökum gamla rúmið upp í nýtt!

fa g l e g r á ð g j ö f o g

frí Legugreining Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu

faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! rúmgott býður öllum viðskiptavinum upp á fría legugreiningu með hinum byltingarkennda Xsensor Medical Pro búnaði.

Hvenær er þörf á Legugreiningu? finnurðu fyrir eymslum í mjóbaki? Vaknarðu oft með verki í mjöðm? finnurðu fyrir eymslum eða dofa í öxlunum? Sefurðu illa vegna annara óþæginda? · hryggskekkju · brjósklos · samföllnum hryggjaliðum · spengdum hryggjaliðum · gigt, til dæmis: · slitgigt, vefjagigt eða liðagigt.

fremstir í framLeiðsLu á HeiLsudýnum

við framLeiðum þitt rúm eftir þínum þörfum sérsmíðum rúm og dýnur í sumarHús feLLiHýsi og tjaLdvagna Löggiltir dýnuframleiðendur, starfandi í 60 ár

RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is

. r ugg/ur Vertu ö greiningu í Komdu Þ eir er u ófá ir sem hafa nýtt sér skipulegar leið beiningar íþróttaþjá l fa ra t i l að komast upp úr sófanum og hlaupa 5 kílómetrana. Þ ví blasti við að gerð væru öpp þar sem fólk fær leiðsögnina beint í æð með því að setja heyrnartól í símann og fer út að skokka. Það blasti kannski ekki jafn mikið við en líka er búið að gera app þar sem leiðsögnin kemur eins og úr öðrum heimi og skipar þér að hlaupa því uppvakningar séu á hælunum á þér. Nokkuð er síðan fyrsta Zombies, run! appið var gert þar sem fólk var tekið inn í baráttusveit gegn upp-

vakningum og liðsstjórar gáfu skipanir. Þetta app naut svo fádæma vinsælda að ekki er aðeins komin framhaldsútgáfa heldur er líka búið að gera þetta fína app fyrir byrjendur á hlaupabrautinni þar sem þeir eru skipulega þjálfaðir til að ná fimm kílómetrunum á átta vikum. Nú er því engin afsökun fyrir að liggja áfram í sófanum og horfa á sjónvarpið. Þú þarft að flýja nokkra uppvakninga! Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


VID LEITUM AD

YFIR-DJÚSARA JOE & THE JUICE LEITAR AÐ MANNESKJU – til að sjá um hlutina • Verður að hafa brennandi áhuga á rekstri • Lífsreynsla æskileg • Engar slappar týpur • Má ekki vera feimin/n • Góður tónlistarsmekkur skilyrði • Nettar hreyfingar á dansgólfinu eru kostur • Verður að hafa áhuga á áhugaverðum hlutum (eða bara vera hip og kúl) • Týpugleraugu leyfileg • Þarf að kunna að meta góðan djús

FÍTON / SÍA

ÁHUGASAMIR GETA SÓTT UM STARFIÐ Á JOEANDTHEJUICE.IS UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 1. MAÍ 2013


78

dægurmál

Helgin 26.-28. apríl 2013

 Þór arinn Leifsson KLár ar barnaLeiKrit

Drengur missir ríkisfang Það hefur enginn þorað að taka af skarið ennþá.

Þórarinn Leifsson hefur getið sér gott orð fyrir hressilegar barnabækur sínar um Bókasafn ömmu Huldar og Leyndarmálið hans pabba. Hann er að leggja lokahönd á leikritið Útlenski drengurinn sem fjallar á gamansaman hátt um ósköp venjulegan íslenskan dreng sem lendir í því að yfirvöld telja hann vera útlending. Drengurinn missir ríkisfangið og bíður örlaga sinna á skólabókasafninu. Leikritið verður leiklesið í Tjarnarbíói á sunnudagsköld klukkan 18 í tengslum við barnamenningarhátíð en Þórarinn vonast til þess að það komist á svið fyrr en síðar. „Þetta sprettur af áhuga mínum á þessari

grunnhugmynd um ríkisfangið. Hvað það sé fyndið að þú hafir sérstakan rétt þegar þú fæðist á einhverjum tilteknum stað. Það er eiginlega absúrd. Að sá sem fæddist í Reykjavík hafi eitthvað meiri rétt á að búa í Reykjavík en til dæmis einhver sem fæddist í Jóhannesarborg,“ segir höfundurinn. „Ég er að leika mér með þessa hugmynd.“ Dóri DNA, Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkelsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Stefán Jónsson og Magnea Björk Valdimarsdóttir leiklesa verkið undir stjórn Vigdísar Jakobsdóttur og Þórarinn útilokar ekki að þessi hópur taki sig saman um að sviðsetja verkið.

„Þetta er á lokastigi. Okkur vantar bara einhvern sem þorir að setja þetta upp sem alvöru leikrit,“ segir Þórarinn sem er ófeiminn við að fara óhefðbundnar leiðir og hneyksla dálítið í leiðinni. „Ég geri svolítið grín að helgislepjunni sem er yfir íslenskum gildum og það hefur enginn þorað að taka af skarið ennþá.“ Þórarinn segir leikarana hins vegar hæst ánægða með verkið og telur líklegt að hópurinn gangi sjálfur Þórarinn Leifsson leikur sér með hugmyndina í málið og komi Útlenska um ríkisfang og þau forréttindi sem slíku fylgja drengnum á svið. -þþ stundum í Útlenska drengnum. Ljósmynd/Hari

 Guðrún schevinG thorsteinsson barnaLæKnir í opnar búð

Slegist við þjóðina Ísafjarðarmálið svokallaða setti samfélagið á annann endan í upphafi ársins 2006 og því lauk með að tveir ritstjórar DV, þeir Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, sáu sér þann kost vænstan að hætta störfum. Fjölmiðlamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson var blaðamaður á DV á þessum tíma og skrifaði mastersritgerð sína í bókmenntafræði við Háskóla Íslands um málið. Forlagið hefur nú gefið ritgeriðna út á rafbókarformi undir titlinum Í slagsmálum við þjóðina. Jakob hefur klippt og skorið ritgerðina til en í bókinni heyrast tvær meginraddir, Mikaels og hans sjálfs. Jakob segist þó leitast við að skoða málið utan frá sem bókmenntafræðingur í bók sem höfundurinn sjálfur segir alla blaðamenn þurfa að lesa.

Víkingahrellir á förum

Svartar og sykurlausar erfðavenjur

Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, hefur gengið vasklega fram frá hruni í umfjöllun um ýmsa vafasama gjörninga útrásarvíkinganna svokölluðu í aðdraganda hrunsins. Ingi Freyr hefur leitt umfjöllun DV um slík mál og iðulega verið með hælana þar sem aðrir komast ekki með tærnar. Ingi Freyr er nú á förum en hann ætlar að fylgja konu sinni, Sigrúnu Hallgrímsdóttur, til Svíþjóðar þar sem hún hyggur á sérfræðinám í barnalækningum. Þau fara nú á sunnudag. Þeir sem enn burðast með vafasamar beinagrindur fjármálagjörninga í lestinni ættu þó að fagna varlega þar sem Ingi Freyr mun halda áfram að skrifa í DV að utan.

Óvirkir alkóhólistar sem þjappa sér saman undir merkjum AA-samtakanna og halda sér þurrum með gagnkvæmum stuðningieru margir hverjir með böggum hildar ef ekki hreinlega bálreiðir eftir að eigendur Café París fóru þess á leit að félagar slepptu því að halda framhaldsfundi sína á staðnum og halda þannig dýrum sætum og borðum í gíslingu tómrar kaffidrykkju sem skilar ekki miklu í kassann. Bubbi Morthens er sá AA-maður sem látið hefur hæst í sér heyra en margir óvirkir furða sig á yfirlýsingagleði félaga sinna og þykir sem grunnstoðir samtakanna, erfðavenjurnar númer 11 og 12 hafi gufað upp. Samkvæmt venjunum eiga félagar að halda samtökunum utan við „deilur og dægurþras“ auk þess sem í „fjölmiðlum ættum við alltaf að gæta nafnleyndar.“

Rekur verslun af hugsjón og ást Guðrún Scheving Thorsteinsson barnalæknir heillaðist mjög af sænsku Indiska-búðunum þegar hún bjó í Stokkhólmi. Litríkar vörur Indiska er það sem hún saknaði helst frá Svíaríki þegar heim var komið og hún fékk því þrjár vinkonur sínar til liðs við sig og þær opna Indiskaverslun á Íslandi í byrjun maí.

G

Vinkonurnar fjórar, Sigríður Ragna Jónsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigrún Andersen og Guðrún Scheving Thorsteinsson ætla sér að bæta íslenska verslunarmenningu með indverskum áhrifum.

Guðrún Scheving Thorsteinsson barnalæknir segist hafa hellt sér út í verslunarrekstur Indiska af hugsjón og ást en hún er þó ekki alveg ókunnug rekstri, dóttir Davíðs Scheving Thorsteinsson sem löngum var kenndur við Sól.

uðrún Scheving Thorsteinsson barnalæknir var tíður gestur í verslunum Indiska í Stokkhólmi þau átta ár sem hún bjó í Svíþjóð. Verslanakeðjan ætti að vera mörgum Íslendingnum kunn en Indiska rekur fjölda verslana í Svíþjóð og teygir sig víðar, meðal annars til Noregs og Finnlands. „Fólk á alveg sínar uppáhalds Indiska-búðir en þær eru allar litríkar, fallegar og skemmtilegar,“ segir Guðrún sem opnar Indiska-búð í Kringlunni þann 8. maí ásamt vinkonum sínum þeim Sigríði Rögnu Jónsdóttur, Dagbjörtu Guðmundsdóttur og Sigrúnu Andersen. Indiska selur sænska hönnun, fatnað, húsbúnað, skartgripi og húsgögn sem sækja fyrirmyndir í indversk handverk og hluti hagnaðarins rennur til góðgerðamála. Sigríður Ragna bjó um skeið á Indlandi þar sem hún kynntist handverki þarlendra og heillaðist af Indiska í heimsóknum sínum til Guðrúnar í Stokkhólmi. Þær stöllur fengu síðan Sigrúnu og Dagbjörtu til liðs við sig. Þær búa báðar yfir mikilli reynslu af verslunarrekstri en Dagbjört hefur meðal annars komið að rekstri verslana Top shop, Dorthy Perkins, Oasis. Með hjálp Sigrúnar og Dagbjartar náði hópurinn samningi við Indiska í Svíþjóð og draumur Guðrúnar um Indiska-búð á Íslandi er því við það að rætast. „Þegar ég kom heim var Indiska eiginlega það sem ég saknaði mest frá Svíþjóð,“ segir Guðrún. „Mér fannst þetta vanta hérna og trúi því að Indiska geti bætt íslenska verslunarmenningu.“ Guðrún segist fyrst og fremst hafa heillast af litadýrðinni og fegurð hönnunarinnar auk þess sem hún kunni vel að meta hversu vistvænt fyrirtækið er. „Þessi samfélagslega ábyrgð höfðar til mín og manni líður alltaf voðalega vel þegar maður kaupir í Indiska vitandi að um leið er maður að leggja inn hjá þeim sem minna mega sín.“ Guðrún kom heim frá Svíþjóð fyrir tveimur og hálfu ári og opnaði læknastofu þar sem hún hefur meira en nóg að gera. Hún er stjórnarformaður Indiska á Íslandi en sér ekki fram á að gera starfað mikið í versluninni. „Ég er á fullu í barnalækningunum og er enn að vinna aðeins úti í Svíþjóð og er með annan fótinn þar en ef það vantar aðstoð í búðinni þá stekk ég til. Í það minnsta til að byrja með. Dagbjört og Sigrún sinna mest rekstrarþættinum en við Sigríður komum kannski meira inn með hugsjónina,“ segir Guðrún en þær stöllur voru farnar að þreifa fyrir sér með leyfi til að opna Indiska hérna áður en Guðrún flutti heim. Þannig að í maí rætist áralangur draumur barnalæknisins. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


THULE OG NÁMAN KYNNA

VINSÆLASTI GRÍNISTI HEIMS Á ÍSLANDI!

MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAGINN KL. 10! Miðasala fer fram á Miði.is og í síma 540 9800 Póstlistaforsala Senu fer fram kl. 10 á þriðjudaginn. Nánar á www.sena.is/jeffdunham


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... ... fær Birna Ketilsdóttir Schram sem verður tíunda stúlkan til þess að gegna embætti inspector scholae og leiða Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík í langri og merkri sögu skólans.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin SvAnhvÍt FriðrikSdóttir

ST ÁFÖ A DÝN R I F Y

sWEEt DREAMs AMERÍsK DýNA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæða svampi. Í neðra lagi eru u.þ.b. 364 BONELL gormar. Stærð: 120 x 200 sm. Fætur fylgja með.

SPARIÐ

20.000 120 X 200 SM.

Ákveðin og skemmtileg Aldur: 34 ára. Maki: Jón Ólafur Sigurjónsson tannlæknir. Foreldrar: Sigríður Hjálmarsdóttir kennari, og Friðrik Stefánsson viðskiptafræðingur, sem er látinn. Menntun: Sagnfræðingur frá Háskóla Íslands með viðskiptafræði sem aukagrein. Mastersgráða í almanntengslum frá University of Westminister. Starf: Upplýsingafulltrúi Wow air. Fyrri störf: Vann sem lobbíisti fyrir Biominstry association í Bretlandi. Starfaði með Andrési Jónssyni hjá Góðum samskiptum og rak mitt eigið ráðgjafarfyrirtæki í almannatengslum. Áhugamál: Ferðalög og sagnfræði. Stjörnumerki: Vog. Stjörnuspá: Það getur reynst nauðsynlegt að endurmeta afstöðu sína til manna og málefna. Sinntu skapandi verkefnum ef þú vilt ekki staðna og sýndu dirfsku.

3 Svanhvít Friðriksdóttir er nýr formaður Almannatengslafélagsins sem stendur vörð um hagsmuni almannatengla á Íslandi.

Lúpínuseyðið

3. mest keypta varan

í Heilsuhúsinu 2012

ALLT FYRIR SVEFNINN TILBOÐ GILDA 26.04 - 01.05

www.lupinuseydi.is s. 517 0110

MOLLIE sæNGURVERAsEtt Efni: 100% polyestermíkrófíber. Stærð: 140 x 200 sm. og koddaver 50 x 70 sm. Fæst í 2 fallegum litum. 1 sett 1.995 nú 2 sett aðeins 2.990

SÆNG+KODDI

30%

BERGEN sæNG OG KODDI Góð sæng fyllt með 1.000 gr. af polyestertrefjum. Sængin er sikksakksaumuð. Áklæði úr míkrófíber. Þolir þvott við 60°C. Stærð: 140 x 200 sm. Koddi: 50 x 70 sm.

2000 MYRKVUNARGARDÍNA

AFSLÁTTUR

ELMA MYRKVUNARGARDÍNA Frábær myrkvunargardína sem er húðuð með lagi sem hindrar 100% að birta komist í gegn. Fæst í 2 stærðum. 1 vængur 140 x 175 sm. 5.995 nú 2 vængir 9.990 1 vængur 140 x 245 sm. 6.995 nú 2 vængir 11.990 ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

90 X 200 SM.

FULLT VERÐ: 49.950

34.950

1 VÆNGUR VERÐ FRÁ:

5.995

1000

1.995

6.995

KAUPTU 2 OG SPARAÐU

KAUPTU 2 OG SPARAÐU

SÆNGURVERASETT

SÆNG + KODDI

Sölustaðir:

Heilsuhúsið, Lifandi markaður, Hagkaup, Fjarðarkaup, Blómaval, Víðir, Vöruval V.eyjum Hlíðarkaup S.króki

79.950

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

S

vana er fyrst og fremst rosalega skemmtileg,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og forveri Svanhildar á stóli formanns Almannatengslafélagsins. „Hún er mjög ákveðin og vílar fátt fyrir sér. Hún er alveg eins og þegar ég kynntist henni fimmtán ára gamalli. Sami karakter og lítur líka alveg eins út.“

120 X 200 SM. FULLT VERÐ: 99.950

www.rumfatalagerinn.is

BLUE sILK AMERÍsK DýNA Góð, amerísk dýna. Stærð: 90 x 200 sm. Botn og fætur fylgja með.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.