1 minute read

HJALLI LÖGGA

Bæjarpólitíkus og fyrrum keppnismaður í viðtali SÍÐA 11

Frumleikhúsið við Vesturbraut er harðlæst þessa dagana en þar standa yfir æfingar á nýrri revíu Leikfélags Keflavíkur þar sem tekið er á málefnum líðandi stundar á Suðurnesjum. Heimildir VF herma að bæjarbúar fái heldur betur á baukinn í revíunni sem um tugur höfunda hefur komið að því að semja.

Í Suðurnesjamagasíni í þessari viku sjáum við stutt innslag frá æfingu á revíunni. Já, innslagið er stutt, því leikfélagsfólk vill lítið gefa upp um efni revíunnar og þegar útsendari Víkurfrétta ætlaði að fylgjast með æfingu nú í vikunni fékk hann illt auga og var fylgt úr húsi. Aðspurð sagði Brynja Júlíusdóttir, formaður Leikfélags Keflavíkur, þó að vonandi þurfi þó enginn að flytja úr bænum eftir frumsýninguna, sem verður í lok febrúar. Nánar um revíuna í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld kl. 19:30 á Hringbraut og vf.is.

Ferðir farfuglanna ræddar í Þekkingarsetri Suðurnesja

Hvert fara fuglarnir þegar þeir eru ekki hér? Komast þeir alltaf sína leið? Villast þeir á miðri leið eða langar þá mögulega að prófa nýjar slóðir? Hvernig getum við fylgst með?

Fræðsluerindið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði, 16. febrúar kl. 19:00. Leiðbeinandi er Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja.

Á þessu fræðslukvöldi munum við heyra af rannsóknum Sölva Rúnars á farfuglum og ferðum þeirra um Norður-Atlantshaf og fleiri staði. Við munum kynnast því hvernig hægt er að fylgjast með ferðum fuglanna, læra af teygjum og beygjum þeirra ferðalaga og fræðast enn betur um lífríki fugla í leiðinni.

This article is from: