2 minute read
Suðurnesjabær – Heilsueflandi samfélag!
Suðurnesjabær varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi árið 2020 og er meginmarkmið þess verkefnis að styðja við samfélög í að vinna markvisst að því að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til heilbrigðra lifnaðarhátta, betri heilsu og vellíðanar íbúa.
En hvað er að vera heilsueflandi samfélag?
Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir, félagsráðgjafi, hefur hafið störf hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og bætist því við þá öflugu liðsheild sem þar starfar. Rannveig býr að haldgóðri reynslu úr starfsendurhæfingu, sem félagsráðgjafi hjá Samvinnu starfsendurhæfingu og hjá VIRK á Suðurnesjum en sú reynsla nýtist vel í þessu nýja starfi. Rannveig hefur einnig reynslu af kennslu þar sem hún kenndi heimilisfræði í þrjú ár hjá Sandgerðisskóla.
þá, auka seiglu ásamt því að draga úr áhrifum ýmissa hindrana sem standa í vegi fyrir því að nemendurnir nái þeim markmiðum sem þeir stefna að. Mikilvægt er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir hverju sinni og grípa snemma inn í. Ef í ljós kemur að nemendur þurfa á öðrum úrræðum að halda utan veggja skólans er gott samstarf við aðrar stofnanir á svæðinu, svo sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Félagsþjónustu sveitarfélaganna, og því greið leið að senda tilvísanir áfram í viðeigandi úrræði.
Þjónusta skólafélagsráðgjafans er nemendum FS að kostnaðarlausu og það eina sem nemendur þurfa að gera til að brjóta ísinn er að senda póst á Rannveigu (rannveig.ragnarsdottir@fss.is) og óska eftir viðtali.
Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!
Áratuga reynsla Sjónmælingar
Góð þjónusta Linsumælingar
Falleg vara Sjónþjálfun
Nýjungar í sjónglerjum og tækjum
Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is
Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
Öll vitum við að heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan, hvort sem við erum laus við sjúkdóma eða ekki. Lýðheilsa felur í sér að bæta heilsu, líðan og lífsgæði okkar allra. Í Heilsueflandi samfélagi þarf að vera virk þátttaka allra í samfélaginu, öll þurfum við að leggjast á eitt til efla okkar eigin heilsu og að okkur líði vel í því samfélagi sem við búum í. Í Suðurnesjabæ búum við yfir góðum kostum í heilsurækt og að sjálfsögðu má alltaf gera betur. Við búum yfir einstakri náttúrufegurð og umhverfi sem er frábært að nýta í að bæta andlega og líkamlega vellíðan, við erum lánsöm að eiga tvö íþróttamannvirki, tvær sundlaugar, erum með tvö fótboltafélög, handboltafélag og körfuboltadeild. Einnig er mjög öflugt heilsueflandi starf heldri borgara. Öllu þessu má þakka þeim frábæru aðilum sem hafa virkilegan áhuga á því að sinna því að vera hluti af Heilsueflandi samfélagi.
Hvað þurfum við að gera betur?
Til að efla samfélagið enn meira þurfum við að vera dugleg að nýta öll þau verkfæri sem Suðurnesjabær hefur að geyma og að aðilar stígi fram og komi með fleiri hugmyndir og tillögur að frekari íþróttaiðkun og tómstundum, meiri fjölbreytni svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Sveitarfélagið er stuðningsaðilinn, klappstýran sem á að hvetja og styðja við þá einstaklinga og hópa sem vilja bæta og gera betur fyrir samfélagið í heild. Samfélag virkar ekki nema allir sem þar búa taki virkan þátt og hjálpist að við að stuðla að Heilsueflandi samfélagi.
Það er mín von og trú að með samstillti átaki og samvinnu allra íbúa og bæjaryfirvalda þá eigum við eftir að bera af í framtíðinni.
Verum stolt af því að búa í Suðurnesjabæ og verum stolt af því að búa í Heilsueflandi samfélagi.
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar.