6 minute read

verkefna

Next Article
BPart!

BPart!

Hildir Hrafn Ágústsson er sextán ára drengur sem er fæddur og uppalinn Keflvíkingur. Hildir er á fjölgreinabraut í FS og hefur mikinn áhuga á fótbolta. Hildir segist vera nokkuð viss um að hann langi að verða virkilega ríkur flugmaður í framtíðinni. Hildir er FS-ingur vikunnar.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Klárlega ég. Er svo klár, ríkur og myndarlegur.

Hver er fyndnastur í skólanum? Það þyrfti að vera Hermann Borgar eða Moonshine.

Hið hverfula. Umsækjandi og verkefnastjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir. Markmiðið er að flytja fjölbreytta dagskrá tónverka fyrir sópran og gítar í Grindavík. Á efnisskránni eru verk sem ekki hafa verið flutt á Íslandi áður. Berta Dröfn Ómarsdóttir, sópran, og Svanur Vilbergsson, gítarleikari, flytja fjölbreytta efnisskrá í Grindavíkurkirkju. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 300.000.

Atvinnu- og nýsköpun.

Fjölþætt heilsuefling 65+ á Suðurnesjum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Janus Friðrik Guðlaugsson. Meginmarkmið verkefnisins er að efla heilsu og velferð eldri aldurshópa í Reykjanesbæ og Grindavík með þátttöku í fjölþættri heilsueflingu, ráðgjöf um næringu og heilsufarsþætti þannig að hinir eldri geti lengur tekist lengur á við athafnir daglegs lífs (ADL), dvalið lengur í sjálfstæðri búsetu og komið í veg fyrir eða seinkað of snemmbærri innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

Fróðleiksfúsi. Umsækjandi: Þekkingarsetur Suðurnesja. Verkefnastjóri: Daníel Guðmundur Hjálmtýsson Verkefnið Fróðleiksfúsi er gagnvirk og skemmtileg leið fyrir yngri gesti Þekkingarseturs Suðurnesja til að kynnast náttúru og lífríki Íslands og um leið safngripum setursins. Verkefnið mun skapa og endurbæta afþreyingu í nærsamfélaginu og auka á heimsóknir innlendra sem erlendra gesta í Þekkingarsetrið og Suðurnesjabæ. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

Öryggiskrossinn – The Safety

Kross. Umsækjandi: Mannvirki og malbik ehf. Verkefnastjóri: Sigurður Ingi Kristófersson. Verkefnið lýtur að þróun Öryggiskrossins sem er ný tegund merkinga til að loka flugbrautum og akbrautum tímabundið. Varan er hönnuð og handunnin á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Íslenski málhljóðamælirinnáframhaldandi þróun í máltækni. Umsækjandi og verkefnastjóri: Bryndís Guðmundsdóttir.

Markmiðið er að þróa nýjan greiningar- og þjálfunarhluta í forrit fyrir spjaldtölvur; Íslenska málhljóðamælinn sem metur framburð íslensku málhljóðanna með byltingarkenndum hætti. Forritið verndar grunninn að tungumálinu okkar með aðferðum nýsköpunar og hugvits sem hefur verið leiðandi á Suðurnesjum með víðtækum samfélagslegum áhrifum fyrir landið allt. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.

Víkingar í sýndarveruleika. Umsækjandi: Víkingaheimar ehf. Verkefnastjóri: Ingibjörg Björnsdóttir

Verkefnið Víkingar í sýndarveruleika felur í sér uppsetningu á gagnvirkri sögusýningu í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Hér er um að ræða áhrifaríka sögu- og upplifunarsýningu sem segir á nýstárlegan hátt frá róstursömum atburðum til forna. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

Vöruþróun og markaðssetning á nýrri vöru. Umsækjandi: Litla brugghúsið. Verkefnastjóri: Guðjónína Sæmundsdóttir.

Verkefnið lítur að þróun og markaðssetningu á nýjum bjór sem mun eiga skírskotun í eldgosin sem hafa komið á Reykjanesinu síðustu tvö ár. Einnig verður þróuð gjafapakkningmeð fimm bjórum frá brugghúsinu sem visa í staðhætti á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.250.000.

Vistbók - gagnagrunnur vistvænna byggingarefna.Umsækjandi: Rósa Dögg Þorsteinsdóttir. Verkefnastjóri: Svala Jónsdóttir. Vistbók er fyrsti og eini gagnagrunnur byggingarefna á íslenskum markaði fyrir umhverfisvænni byggingariðnað. Það sem gerir Vistbók sérstaka er að hún beinir lausnum sínum að aðilum innan byggingagreirans og er hönnuð sem tól í átt að grænni byggingariðnaði. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.000.000.

Markaðsátak Matarbúðin Nándin - plastlaus matarbúð. Umsækjandi: Urta Islandica ehf. Verkefnastjóri: Guðbjörg Lára Sigurðardóttir. Matarbúðin Nándin er plastlaus Matarbúð sem selur vörur frá íslenskum smáframleiðendum í plastlausum umbúðum sem mega fara í heimamoltu. Einnig er hún búin að koma upp hringrásarkerfi fyrir allar sínar glerumbúðir sem hægt er að skila aftur í Matarbúðina og glerið er þvegið, sótthreinsað og endurnýtt. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.

Kaup á dósavél. Umsækjandi og verkefnastjóri: Steinþór Júlíusson. 22.10 ehf. er handverksbrugghús í Grindavík. Fyrirtækið framleiðir bjór og tekur á móti hópum í bjórsmakk og kynningu. Komin er þörf á að fjárfesta í dósavél. Dósavél myndi auka sölu, framleiðslu og sýnileika fyrirtækisins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.250.000.

Aerobooking.net. Umsækjandi og verkefnastjóri: Sverrir Örn Leifsson. Markmið verkefnisins er að færa þjónustu fyrirtækisins Flugbókun sf. inn á alnetið. Fyrirtækið hefur það að markmiði að hækka þjónustustig fyrirtækja í ferðaþjónustu og auka á sama tíma framlegð fyrirtækja innan þess geira. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.

Mengun sjávar rannsökuð á Suðurnesjum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Halldór Pálmar Halldórsson Með verkefninu er verið að festa í sessi og jafnframt efla sérstöðu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum í rannsóknum á mengun sjávar. Undanfarin ár hefur byggst upp einstök þekking og sérhæfing í eiturefnavistræði sem miklir möguleikar eru á að auka.. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Innleiðing sýndarveruleikabúnaðar til þjálfunar. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Guðlaugsson.

Markmið verkefnisins er að kaupa og innleiða notkun á öruggum búnaði í þjálfun fyrir slökkviliðsmenn og almenning sem ekki hefur heilsuspillandi áhrif að auka færni og möguleika slökkviliðsmanna með því að stórauka aðgengi þeirra að þjálfun sem byggir á nýjustu tækni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Kertavitar, fimm vitar í Suðurnesja bæ. Umsækjandi: Suðurnesjabær. Verkefnastjóri: Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir.

Markmiðið er að kynna fyrir íbúum, almenningi á Íslandi, íslenskum og erlendum ferðamönnum að í Suðurnesjabæ eru 5 vitar, því mjög margir hafa áhuga á vitum og þeir eru sérkenni á hverjum stað fyrir sig. Vitarnir eru í formi vaxkerta, minjagripir, bæði fyrir ferðamenn og íbúa. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.

Stakkur lífnet. Umsækjandi: Stakksfjörður ehf. Verkefnastjóri: Jón Helgason.

Verkefnið lýtur að öryggi allra þeirra sem sækja eða vinna við jarðböð og aðra staði þar sem ekki sést til botns. Verkefnið mun einfalda leit og björgun. Stuðla að stórbættu öryggi á og við þau vötn böð og lindir sem ekki eða illa sést til botns, með styttingu leitar og björgunartíma um meira en 50% miðað við núverandi útbúnað sem er notaður. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.900.000.

Hvað ert þú gamall?

Er sextán ára, verða sautján.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Bekkjarins!

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Út af félagslífinu og langaði ekki í neinn annan skóla.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Klárlega félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Elska’ða!

Hvað hræðist þú mest? Hef enga hugmynd. Örg bara geitunga eða eh.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt: Bink brúsar og kalt: Vans og Converse.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Lauren - Jay1 og Deno.

Hver er þinn helsti kostur? Úff, það er svo mikið. Ætli það sé ekki bara kurteisi.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Insta og fokking Inna!

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Er að pæla í flugmanninum er samt ekkert 100% ákveðinn.

Hver er þinn stærsti draumur? Að vera viðbjóðslega ríkur og lifa fullkomnu lífi.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ríkur og myndarlegur náungi.

Barngóður íþróttakappi

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Guðmundur Snær Andrason

Aldur: 13 ára

Skóli: Holtaskóli

Bekkur: 8. bekkur

Áhugamál: Fótbolti og vera með vinum

Guðmundur Snær er þrettán ára fótboltakappi í Holtaskóla sem er barngóður og góður í flestum íþróttum. Guðmundur er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Tristan, út af því að hann er mjög efnilegur í fótbolta og ég trúi því að hann komist í landsliðið einhvern tímann.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Veit ekki, það eru alltof mikið af sögum.

Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Hjörtur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Lonely eftir Akon.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

KFC, allan daginn.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Deadpool 2.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Fótbolta, mark og síma, þá myndi mér ekki leiðast.

Hver er þinn helsti kostur?

Góður í flestum íþróttum og barngóður.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi vilja vera ósýnilegur.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar það er hægt að treysta því og það eru ekki feimið við að kynnast þér.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Reyna komast lengra í fótboltanum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Fallegur.

Skipt verði um gervigras á

Hópinu fyrr en áætlað var

Í ljósi nýrra upplýsinga frá þeim aðila sem tók út gervigrasið í Hópinu var boðað til fundar með úttektaraðilanum 1. febrúar. Samkvæmt fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 stendur til að ráðast í viðgerðir á gervigrasinu í Hópinu og skipta út lýsingu í húsinu.

Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum með úttektaraðilanum hvetur frístunda- og menningarnefnd til þess að skipt verði um gervigras á Hópinu fyrr en áætlað var og að vinna við útboð vegna framkvæmdanna hefjist sem fyrst, að því er fram kemur í bókun fulltrúa B, D og U-lista. Fulltrúar M-lista taka undir bókunina.

Sokkinn bátur verður ræðupúlt

Um hádegisbil þann 30. ágúst 2021 sökk eikarbáturinn Dúa II í Grindavíkurhöfn. Eikin úr bátnum, sem Grindvíkingar þekkja best sem Kára GK 146, var notuð í nýtt ræðupúlt í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar. Húsgagnaframleiðandinn Artic Plank eignaðist eikina úr bátnum þegar hann var kominn á þurrt land í byrjun september 2021. Artic Plank er fyrirtæki í eigu Högna Stefáns Þorgeirssonar, smiðs og dúklagningarmanns. Högni hefur búið til fjölmarga gæðagripi úr timbri sem Þegar í ljós kom að Högni ætlaði sér að endurnýta timbrið úr Kára GK lýsti Grindavíkurbær yfir vilja sínum til að hluti hins sokkna báts yrði aðgengilegur Grindvíkingum um ókomna framtíð. Úr varð að Högni smíðaði púlt úr bátnum sem nú er Dúa II var smíðuð úr eik í Halmstad í Svíþjóð árið 1954 og mældist 39 brl. að stærð. Báturinn hét upphaflega Sigurfari SF 58 frá Hornafirði, síðar Farsæll SH 30 og Örninn KE 127 og svo Kári GK 146, nafn sem hann bar í tæp 40 ár. Vorið 2005 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Aggi Afi EA 399. Síðar hét hann Aníta KE 399 og svo Dúa II RE 400. Myndirnar af Dúu II tók Jón Steinar Sæmundsson.

This article is from: