2 minute read

Ungt lið Keflavíkur fer vel af stað

Next Article
sport

sport

Sindri Snær átti aftur góða sendingu inn fyrir vörn KA skömmu fyrir leikslok þar sem Axel Ingi Jóhannesson stakk sér inn fyrir aftasta mann og hamraði boltann í netið (85’). Sannkallaður þrumufleygur sem markvörður KA átti ekki neitt svar við. Fleiri urðu mörkin ekki og Keflavík byrjar tímabilið á frábærum sigri.

Einn sá efnilegasti í heimi í Njarðvík

Malasíski leikmaðurinn Luqman Hakim tekur slaginn með Njarðvík í Lengjudeildinni í sumar

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við belgíska úrvalsdeildarklúbbinn K.V.

Kortrijk um að fá Luqman Hakim lánaðan fyrir baráttuna í Lengjudeildinni í ár, samningurinn gildir út tímabilið 2023.

Myndskeið þar sem Hakim bregður á leik í snjónum á Íslandi hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana.

Af Facebook-síðu Njarðvíkur

Luqman Hakim er sóknarsinnaður leikmaður frá Malasíu og hefur leikið tvo A landsleiki fyrir

Malasíu, þá hefur hann leikið fjölmarga leiki með yngri landsliðum. Hakim er tvítugur að aldri en hann komst á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn heims árið 2019. Hann var keyptur til K.V. Kortrijk frá heimalandi sínu árið 2020 og hefur síðan komið við sögu í tveimur leikjum fyrir félagið í belgísku úrvalsdeildinni.

Þar á meðal í einum leik á þessari leiktíð. Þar fyrir utan hefur hann spilað fyrir U21 árs og varalið félagsins.

Hakim er nú þegar kominn til landsins og verður gaman að fylgjast með þessum spennandi leikmanni í grænu treyjunni.

Það má segja að knattspyrnutímabilið á Suðurnesjum hafi formlega byrjað um helgina þegar Keflavík tók á móti KA í Lengjubikar karla. Ungt lið Keflavíkur stóðst þessa fyrstu prófraun með miklum sóma en eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik tryggðu heimamenn sér sigur með mörkum frá Sindra Þór Guðmundssyni og Axel Inga Jóhannessyni. Leikurinn var fjörugur og bæði lið fengu sín færi. KA komst yfir á 20. mínútu með skallamarki eftir góða

Flottur Rangur Fimleikaf Lks

Þrepamót í áhaldafimleikum í 1., 2. og 3. þrepi fór fram hjá fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði helgina 28.–29. janúar og Þrepamót 2 var haldið þann 4. febrúar hjá fimleikadeild Gerplu í Kópavogi þar sem keppt var í 4. þrepi og 5. þrepi kvenna og karla.

Fimleikadeild Keflavíkur átti þar glæsilegan hóp af krökkum sem öll stóðu sig virkilega vel á sínu fyrsta þrepamóti á árinu. Keppendur sýndu glæsilega frammistöðu og náðu góðum árangri.

Keflvíkingar fögnuðu jöfnunarmarki Sindra Þórs vel. VF-myndir: JPK fyrirgjöf. Algerlega óverjandi fyrir hinn unga markvörð Keflavíkur, Ásgeir Orra Magnússon, sem stóð fyrir sínu og var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Keflvíkingar hófu seinni hálfleik af krafti og sóttu stíft. Á 65. mínútu sendi Sindri Snær Magnússon langa sendingu upp vinstri kantinn þar sem Ásgeir Páll Magnússon tók vel á móti boltanum og átti góða sendingu á Sindra Þór Guðmundsson sem afgreiddi boltann af öryggi í netið, staðan 1:1.

Það var mjög ánægjulegt að horfa á Keflavíkurliðið sem vann vel saman og allir lögðust á eitt. Ungu strákarnir sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki gáfu ekkert eftir og létu eldri og reynslumeiri leikmenn KA finna vel fyrir sér, má þar nefna markaskorarann Axel Inga, Val Þór Hákonarson sem var mjög ógnandi vinstri kantinum og Jóhann Þór Arnarson í framlínunni. Eins og fyrr segir stóð markvörðurinn Ásgeir Orri einnig fyrir sínu og fór óhræddur og öruggur út í fyrirgjafir. Leik frestað í Lengjubikar kvenna Í Lengjubikar kvenna áttu Keflavík og Tindastóll að mætast á sunnudeginum í Nettóhöllinni en sakir veðurs komust norðankonur ekki til Reykjanesbæjar og verður leikurinn því spilaður síðar.

Næstu leikir:

Víkingur R. - Njarðvík

Lengjubikar karla (A3)

Víkingsvöllur fös. 10. feb. kl. 17:30

HK - Grindavík

Lengjubikar karla (A1)

Kórinn lau. 11. feb. kl. 11:30

Keflavík - Afturelding

Lengjubikar kvenna (A2)

Nettóhöllin lau. 11. feb. kl. 12:00

Þór - Keflavík

Axel Ingi stakk sér inn fyrir vörn KA skömmu fyrir leikslok, fékk góða sendingu frá Sindra Snæ og hamraði boltann í netið.

Lumar þú á ljúffengri hugmynd?

Auglýst er eftir umsóknum í Matvælasjóð fyrir árið 2023.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

Upplýsingar á matvaelasjodur.is Opið er fyrir umsóknir 1.–28. febrúar 2023

Lengjubikar karla (A4)

Boginn sun. 12. feb. kl. 15:00

Nýjustu fréttir og úrslit birtast jafnóðum á vf.is

This article is from: