5 minute read
Sagnastund á Garðskaga á laugardaginn
Sagnastund verður á Garðskaga laugardaginn 11. febrúar kl. 15:00.
Byggðin á Suðurnesjum byggðist upp á fiskveiðum og fiskvinnslu. Sjósókn er Suðurnesjamönnum í blóð borin. Þrír fyrrum skipstjórar koma að sagnastundinni í þetta sinn og segja frá eftirminnilegum degi eða sjóróðri hver fyrir sig. Þeir eru Ásgeir Hjálmarsson, Hafsteinn Guðnason og Magnús Guðmundsson. Sagnastundin verður haldin í veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga, Skagabraut 100 í Suðurnesjabæ. Frír aðgangur. Hægt er að kaupa kaffi eða te með vöfflu eða köku og svokölluð happy hour stund verður fyrir þá sem slíku vilja vita af.
Byggðasafnið á Garðskaga verður opið frá kl. 13 til 17 sama dag, ef gestir vilja skoða safnið fyrir eða eftir sagnastundina.
Áformað er að næstu sagnastundir verði laugardagana 11. mars, 15. apríl og 13. maí 2023. Síðar verður greint frá dagskrá þá daga. Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.
Aðalskipulag Suðurnesjabæjar samþykkt í bæjarstjórn
Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022–2034 ásamt umhverfismatsskýrslu var auglýst þann 9. nóvember 2022 með fresti til að skila inn umsögnum og athugasemdum til og með 23. desember 2022.
Alls bárust umsagnir og athugasemdir frá tuttugu og tveimur aðilum á auglýsingartímanum. Auk þess eru teknar inn athugasemdir sem bárust við kynningu lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar vegna uppbyggingar í landi Gauksstaða og varða tillögu að aðalskipulagi. Um er að ræða athugasemdir frá þrettán aðilum. Einnig erindi sem sent var fyrir hönd eigenda jarðarinnar Bala og varðar sjóvarnir, en erindið barst fyrir auglýsingartímann.
Aðalskipulagið var á dagskrá bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þann 1. febrúar sl. og hlaut þar eftirfarandi afgreiðslu: Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir samhljóða Aðalskipulag
Suðurnesjabæjar 2022–2034 og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið ásamt umhverfismatsskýrslu til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt felur bæjarstjórn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn Suðurnesjabæjar um athugasemdir og að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar.
„Ég hef mjög gaman að því af klippa svo það er engin ástæða til að hætta á meðan heilsan leyfir,” segir Hrönn Sigurðardóttir, hárgreiðslumeistari í Vogum. Hún fagnaði 40 ára starfsafmæli í Vogum laugardaginn 4. febrúar en starfsferillinn hófst þó fyrr – í Hafnarfirði þaðan sem hún er en þau hjónin ákváðu að flytja í Voga fyrir fjörutíu árum.
„Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði, gekk í Öldutúnsskóla og kláraði svo gagnfræðaskólann í Flensborg en á þessum tíma var Flensborg ekki orðinn framhaldsskóli. Ég fór svo beint í Iðnskólann í Hafnarfirði að læra hárgreiðslu en ég vissi frá unga aldri hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór, það kom aldrei neitt annað til greina. Ég komst fljótlega á samning hjá meistara og var komin með sveinsprófið þremur árum síðar. Ég vann svo á stofu í Hafnarfirði í einhvern tíma en mágur minn og svilkona bjuggu hérna í Vogum og sannfærðu okkur um ágæti þess að flytja hingað og við gerðum það - sem betur fer því hér er gott að búa. Það var svipað ástand á húsnæðismarkaðnum á þessum tíma, hér var hægt að eignast einbýlishús fyrir sama pening og litla íbúð í Hafnarfirði svo við stukkum á þetta hús sem þá var fokhelt og komum okkur hægt og býtandi fyrir. Ég var strax með augastað á þessu herbergi varðandi vinnuna mína og þar hef ég verið allar götur síðan og sé ekki fyrir mér að breyta til úr því sem komið er.“
Í dag búa um 1400 manns í Vogum en þegar Hrönn flutti í bæinn fyrir
Dagur tónlistarskólanna
Hljóðfærakynning fyrir Forskóla 2 í tilefni Dags tónlistarskólanna
Tónlistarskólar landsins eru um 90 talsins og standa fyrir fjölbreyttu og öflugu skólastarfi. Dagur tónlistarskólanna er haldinn 7. febrúar ár hvert en það er fæðingardagur Gylfa
Þ. Gíslasonar sem var menntamálaráðherra á árunum 1956–1971. Gylfi hefur gjarnan verið kallaður „faðir íslenskra tónlistarskóla“ en hann kom því í gegn í ráðherratíð sinni að sveitarfélög sem hefðu hug á því að stofna tónlistarskóla fengju til þess styrk úr ríkissjóði sem næmi ákveðnum hluta launakostnaðar. Síðar var þessum lögum breytt á þann veg að launastyrkur ríkisins var aukinn, sem varð sveitarfélögum enn meiri hvatning til að koma tónlistarskólum á fót og þá fjölgaði þeim umtalsvert. Íslenskt tónlistarlíf og -menntun mun alla tíð búa að framsýni Gylfa Þ. Gíslasonar og áhuga hans á aukinni og markvissri tónlistarmenntun þjóðarinnar.
Í tilefni af Degi tónlistarskólanna efna íslenskir tónlistarskólar til ýmiss konar viðburða með það að markmiði að auka sýnileika og styrkja tengsl við nærsamfélagið. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er enginn eftirbátur þar og í tilefni af Degi tónlistarskólanna efnir skólinn til hljóðfærakynningar í tónlistarskólanum laugardaginn 11. febrúar n.k. fyrir Forskóla 2, sem eru öll börn í 2. bekk grunnskólanna. Dagskráin hefst kl.10:30 með stuttum tónleikum forskólanemendanna, þar sem þeir flytja tvö stórskemmtileg lög við undirleik kennarahljómsveitar tónlistarskólans.
Að tónleikunum loknum fá forskólanemendurnir kynningu á þeim hljóðfærum sem hæfa svo ungum börnum að hefja nám á að forskólanáminu loknu. Það verða kennarar tónlistarskólans sem sjá um kynningarnar. Nemendur forskólans mega jafnframt prófa hljóðfærin og munu tónlistarkennararnir leiðbeina þeim við það. Hljóðfærakynningunni, og þar með dagskránni, lýkur kl.12:15.
Magnús & Jóhann – Aftur heim
Þeir Magnús og Jóhann snúa aftur heim í Stapa með stórtónleika í Hljómahöll þann 3. mars.
fjörutíu árum þá voru íbúarnir um 500–600. „Þegar ég byrjaði þá var ekki í boði að vera með börn í leikskólanum nema hálfan daginn svo ég gat bara klippt hinn helminginn en ég hef alltaf verið í fríi á mánudögum, hef haft það sem reglu. Í minningunni hefur alltaf verið nóg að gera og þótt íbúafjöldinn sé búinn að rúmlega tvöfaldast síðan ég flutti, þá var jafn mikið að gera þá. Um tíma voru tvær aðrar konur að klippa líka en þær fóru svo að gera eitthvað annað. Ég er að klippa fjórar kynslóðir, allt frá ömmum og öfum niður í barnabarnabörn þeirra svo ég kvarta ekki, hef nóg að gera. Hver veit nema ég komist í fimm ættliði,“ segir Hrönn.
Tískan fer í hringi
Hárgreiðslur og klippingar eru háðar tískustraumum og hársnyrtirinn þarf að fylgjast vel með. „Ég fer á námskeið þegar tækifæri gefst og á líka til að gleyma mér á netinu yfir klippingum. Tískan fer reyndar alltaf í hringi, „Mullet“-greiðslan t.d., sem var svo vinsæl á áttunda og níunda áratugnum, er búin að vera vinsæl undanfarið en þó í aðeins breyttri mynd. Ef grunnurinn er fyrir hendi er auðvelt að tileinka sér nýjustu tískustrauma.“
Hrönn er mjög lífsglöð og greinahöfundur reyndi að fá hana í sjónvarpsviðtal í Suðurnesjamagasíni, hún féllst á að gera það ef hún myndi fagna fimmtíu ára starfsafmæli. „Ég verð sextíu og fimm ára á þessu ári og ég sé ekki fram á að hætta strax, ég yrði fljót að koðna niður ef ég myndi hætta að klippa. Ég hef mjög gaman að þessu, hitti mikið af skemmtilegu fólki svo það er engin ástæða til að leggja skærunum á meðan heilsan er svona góð. Eigum við ekki að segja að ég mæti í sjónvarpsviðtal til þín ef ég verð ennþá að klippa eftir tíu ár,” sagði Hrönn hress að lokum.
Þeir hafa gefið út fjölda laga í gegnum tíðina sem allir landsmenn þekkja. Má þar á meðal nefna lögin Álfar, Söknuður, Ást, Blue Jean Queen, Jörðin sem ég ann, Í Reykjavíkurborg, Þú átt mig ein, Yakety Yak, Mary Jane, Seinna meir, Ísland er land þitt og þannig mætti áfram telja. Þetta verður kvöldstund sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Miðasala er hafin á hljomaholl.is
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Fjármála- og stjórnsýslusvið - Rekstrarfulltrúi
Fjármála- og stjórnsýslusvið - Skjalavörður
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn